1 minute read

Lumar þú á góðri sögu?

Húsfreyjan efnir að nýju til smásagnakeppni sem er öllum opin og frjálst efnisval.

Reglur keppninnar:

- Sagan má ekki hafa birst áður á prenti eða í fjölmiðli. Fjöldi orða skal vera um 1500.

- Senda skal söguna útprentaða á pappír merkta dulnefni ásamt lokuðu umslagi merkta sama dulnefni með upplýsingum um höfund sögunnar ásamt nafni, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri.

- Smásagan skal hafa borist til Húsfreyjunnar fyrir 1. mars 2024. Utanáskriftin er: Húsfreyjan – smásaga Hallveigarstöðum, Túngata 14 101 Reykjavík.

Dómnefnd mun koma saman og velja 12 bestu smásögurnar sem fyrirhugað er að birta í Húsfreyjunni. Skýrt verður frá úrslitum í 2. tölublaði tímaritsins 2024 og fyrsta sagan birt og aðrar sögur sem valdar verða birtar í næstu tölublöðum. Umsjón keppninnar annast: Eva Björk Harðardóttir, Eva Hilmarsdóttir og Guðrún Þóranna Jónsdóttir.

1. verðlaun

Gisting fyrir tvo m/morgunverði á Berjaya hótel Akureyri

2. verðlaun Málverk eftir Guðbjörgu Hákonardóttur

3. verðlaun Gjafabréf fyrir tvo í Skógarböðin

Verðlaunahafar fá einnig gjafapakkningu frá Urtasmiðjunni.

Þau sem eiga þær smásögur sem valdar eru til birtingar fá bók að gjöf frá Bókaútgáfunni Sæmundi og ársáskrift að Húsfreyjunni.

Dómnefnd

Heiðrún D. Eyvindardóttir, safnstj. Bókasafns Árborgar Lilja Magnúsdóttir, rithöfundur og íslenskukennari Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

This article is from: