1 minute read

Upplýsingasvið

Upplýsingasvið annast, eins og nafnagiftan gefur til kynna, upplýsingakerfi fyrirtækisins . Til upplýsingakerfa telst allur tölvuhugbúnaður, tölvuvélbúnaður og símabúnaður fyrirtækisins fyrir utan iðntölvustýringar og þess háttar tækjabúnað .

Starfsmenn Upplýsingasviðs voru þrír meginhluta ársins en í lok ársins sagði einn af þeim upp störfum . Í staðinn fyrir að ráða mann í hans stað hefur verið gerður þjónustusamningur við fyrirtæki sem mun manna stöðuna sem hann hefur sinnt . Fyrirtækið hefur fengið starfsaðstöðu innan HS Orku og þar er minnst einn starfsmaður þess staðsettur . Með þessu móti fæst ekki eingöngu einn starfsmaður eins og ef ráðið hefi verið í stöðuna, heldur aðgangur að fleirum ef á þarf að halda tímabundið ásamt því að hafa aðgang að þekkingu reyndra manna .

Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að innleiðingu á nýju orkureikningakerfi hjá fyrirtækinu með hléum því önnur verkefni hafa haft mikil áhrif til seinkunnar þess . Fjárhagsleg uppskipting fyrirtækisins Hitaveitu Suðurnesja í dreifingar og framleiðsluhluta sem og seinna uppskipting á fyrirtækjunum í HS Orku og HS Veitur hefur verið sett framar í verkefnaröðina á kostnað orkureikningakerfisins . Á seinasta ári, eftir uppskiptingu fyrirtækisins í tvö sjálfstæð félög, var því settur aukinn kraftur í innleiðinguna og ætlunin var að innleiða kerfið um haustið 2009 . Nú um áramótin var nýtt orkureikningakerfi gangsett, aðeins á eftir áætlun, og eins og við mátti búast er verkefnastaðan núna góð . Starfsmenn fyrirtækisins hafa sýnt verkefninu mikinn skilning og þolinmæði og eru menn sannfærðir um að nýja kerfið verður mun betra þegar byrjunarörðugleikarnir eru að baki . Nýja kerfið ber nafnið Xellent og er innan Microsoft Dynamics Ax umhverfisins . Fyrstu reikningarnir hafa verið sendir út frá kerfinu og starfsmenn eru að ná tökum á vinnu við kerfið .

ÁRSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2009

This article is from: