1 minute read

FKE-fréttir

2. tbl. 43. árg. - Maí 2023

Efni: Starfið í sumar og fl.

Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!!

• Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum.

• Einnig - eitt símtal nægir! Stella Kristinsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111. Eða smella hér til að skrá sig á vefsíðu KÍ.

Til ferðalanga á vegum FKE í sumar

Til þess að minna á ferðirnar okkar í sumar, sérstaklega stað og brottfaratíma, þá eru þessar upplýsingar settar fram. Upplýsingar um allar ferðirnar eru í janúar fréttabréfinu.

Vestmannaeyjaferð, þriðjudaginn 20. júní. Brottför frá bílastæðinu við gamla Kennaraskólann við Stakkahlíð kl. 08:00.

Ferð um Vestfirði 18.-19. júlí. Mæting þriðjudaginn 18. júlí kl. 07:15 á Reykjavíkurflugvöll í flug til Ísafjarðar. Sérstök ferðalýsing í janúar fréttabréfinu.

Ferð um Fjallabak nyrðri – Landmannalaugar, þriðjudaginn 15 ágúst. Lagt af stað kl. 08:30 frá bílastæðinu við gamla Kennaraskólann við Stakkahlíð.

Frekari upplýsingar veitir Gunnlaugur Dan Ólafsson í síma 841-8333.

Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur B. Kristmundsson