Golf á Íslandi - 3. tbl. 2018

Page 1

GOLF.IS 3. TBL. 2018

Íslandsmótið í golfi 2018

Keppt um stóru titlana á frábærum Vestmannaeyjavelli


VOR 87262 Regluvordur 2018 opna golfbladid.indd 2


29.05.2018 16:01


Meðal efnis:

24

78 Bættu glompuhöggin – Sigurpáll Geir Sveinsson PGA golfkennari gefur góð ráð.

Allt um Íslandsmótið í Vestmannaeyjum – Völlurinn hefur sjaldan eða aldrei verið í betra ástandi.

140 25 ára afmæli GÚ – Golfklúbburinn Úthlíð hefur stækkað jafnt og þétt.

120

108

Íslandsmót (Mid/Am) Icelandair +35 – Svala og Sigmundur Íslandsmeistarar.

GOLF Á ÍSLANDI

12&64 Skemmtilegar sögur á bak við boltamerkingar – Karen Guðnadóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir.

4

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Íslandsbankamótaröðin – Sjö kylfingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli í Leirunni.

Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is. Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, Sigurpáll Geir Sveinsson, Kristín María Þorsteinsdóttir tók viðtalið við Sverri Þorleifsson. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, erlendar myndir golfsupport.nl, Unnur Sigmarsdóttir, Guðgeir Jónsson, Daníel Ingi Sigurjónsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í ágúst 2018.


HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”

Umhverfisvæn prentsmiðja Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Víti í Vestmannaeyjum Þá hefur golftímabilið náð hámarki sínu. Meistaramótum golfklúbbanna er flestum lokið og golfsveiflur farnar að slípast til. Fram undan eru því vikur forgjafarlækkunar fyrir flesta. Því miður hefur veðrið verið með leiðinlegra móti, að minnsta kosti á Suður- og Vesturlandi, en þetta er víst veruleikinn sem við þurfum að búa við. Í viðtali við Anniku Sörenstam í síðasta tölublaði Golfs á Íslandi sagði hún það herða kylfinga að þurfa að leika golf í slæmu veðri. „Það er ekkert til sem heitir vont veður, bara vondur klæðnaður,“ á faðir hennar að hafa sagt við hana þegar hún kvartaði undan slæmum aðstæðum á unglingsárum sínum. Það er mikið til í þessu hjá gamla manninum. Það eru engar styttri leiðir að árangri. Maður þarf að setja undir sig hökuna og berjast áfram – við vinda, úrkomu, aðra keppendur og sjálfan sig. Það er óhætt að fullyrða að fram undan sé hápunktur sumarsins hjá okkur í golfsambandinu. Eftir nokkra daga verður fyrsta höggið slegið á Íslandsmótinu, sem að þessu sinni fer fram í Vestmannaeyjum. Tilhlökkunin er mikil enda hefur undirbúningurinn staðið lengi yfir. Ákvörðunin um að halda mótið í Eyjum var tekin árið 2013 og frá þeim tíma hafa allir róið í átt að sama marki – að halda stærsta mót ársins á frábærum golfvelli þar sem upplifun bestu kylfinga landsins verður í forgrunni. Þeir sem hafa leikið golf í Vestmannaeyjum vita að fátt jafnast á við staðinn. Umhverfið er eins og í ævintýrabók, golfvöllurinn er krefjandi og viðmót heimamanna er alltaf jafn skemmtilegt. Stórkostleg uppskrift að frábærri viku fyrir alla þá sem koma að mótinu. Það sást vel þegar Íslandsmótið fór síðast fram í Eyjum hversu mikil prófraun völlurinn getur verið fyrir fremstu kylfinga landsins. Undir pressu eru lokaholurnar á Vestmannaeyjavelli erfiðar viðureignar og vítin eru til þess að varast þau. Það leikur enginn vafi á því að kylfingarnir tveir sem leika Vestmannaeyjavöll á fæstum höggum munu verða glæsilegir Íslandsmeistarar og verðugir handhafar titlanna næsta árið.

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands

Við höfum aldrei átt betri kylfinga en nú og aldrei höfum við átt jafn marga. Gæði íslensks golfs hafa vaxið jafnt og þétt og árangurinn okkar bestu kylfinga á erlendum vettvangi á síðastliðnum árum er fordæmalaus. Við höfum því miklar væntingar til mótsins, Golfklúbbs Vestmannaeyja og allra kylfinganna sem þangað mæta. Þetta verður algjör veisla.

Sjáumst í Eyjum. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands


ER3

WING BLADE

ER8

Bakrunnsmynd er frá Alicante Golf sem er aðaláfangastaður Golfslálans.

TOUR MALLET

ER1.2

Tour Blade

ER6

i-Roll Red

ER9.1

10K EXTREME mallet

Evnroll pútterarnir vinna til verðlauna ár eftir ár. – Komdu í heimsókn og prófaðu.

ER5

Hatchback

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


„Var frekar rólegur yfir þessu öllu saman“

– Haraldur Franklín skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands Haraldur Franklín Magnús skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands 19. júlí sl. GR-ingurinn hóf þá keppni á Opna breska meistaramótinu sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur karlkylfingur kemst inn á eitt af risamótunum fjórum í atvinnugolfi. Haraldur Franklín tryggði keppnisréttinn með frábærum árangri á úrtökumóti þar sem hann varð annar – en þrjú sæti voru í boði á því úrtökumóti. Einn þekktasti kylfingur Suður-Afríku og tvöfaldur sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu, Retief Goosen, varð þriðji. Haraldur Franklín segir að hann hafi átt sömu möguleika og þeir 70 keppendur sem kepptu á úrtökumótinu. Haraldur hóf leik snemma og þurfti því að bíða töluvert eftir að úrslitin réðust. Hann segir að biðin hafi farið frekar illa með móður hans – en kylfingurinn sjálfur var pollrólegur. „Ég var nú frekar rólegur en mamma fór alveg yfir um, hún var þarna með mér. En annars var þetta bara svolítið spennufall og skemmtilegt,“ sagði Haraldur áður en hann lagði í hann til Skotlands. Jude O'Reilly, sem er þaulreyndur kylfuberi og aðstoðarmaður atvinnukylfinga, var Haraldi til aðstoðar á Opna meistaramótinu. „Ég þekki Carnoustie ágætlega, hef leikið þar einu sinni í keppni og einn æfingahring fyrir það mót,“ bætti Haraldur Franklín við en nánar verður fjallað um Opna breska meistaramótið í næsta tbl. Golf á Íslandi.

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Var frekar rólegur yfir þessu öllu saman“


Haraldur Franklín mætir Tiger Woods

Haraldur Franklín Magnús verður í góðum hópi keppnismanna sem mætir til leiks á Opna breska meistaramótinu. Alls verða tuttugu fyrrverandi sigurvegarar á þessu risamóti og þar á meðal sjálfur Tiger Woods sem sigrað hefur þrívegis á þessu móti. Ernie Els frá Suður-Afríku er einnig á meðal keppenda en hann hefur sigrað tvívegis á Opna mótinu. Þetta er frumraun Haraldar á þessu móti en hann hefur einu sinni áður keppt á Carnoustie. Þá lék hann á pari vallar í góðu veðri.

EFTIRTALDIR FYRRUM SIGURVEGARAR Á OPNA BRESKA MEISTARAMÓTINU VERÐA Á MEÐAL KEPPENDA Í ÁR: Zach Johnson, Bandaríkin (2015) Rory McIlroy, Norður-Írland (2014) Jordan Spieth, Bandaríkin (2017) Justin Leonard, Bandaríkin (1997) John Daly, Bandaríkin (1995) Tom Lehman, Bandaríkin (1996) Ernie Els, Suður-Afríka ( 2002, 2012) Louis Oosthuizen, Suður-Afríka (2010) Ian Baker-Finch, Ástralía (1991) Sandy Lyle, Skotland (1985) Stewart Cink, Bandaríkin (2009) Tiger Woods, Bandaríkin ( 2000, 2005, 2006) Ben Curtis, Bandaríkin (2003) Todd Hamilton, Bandaríkin (2004) Padraig Harrington, Írland (2007, 2008) Mark Calcavecchia, Bandaríkin (1989) Phil Mickelson, Bandaríkin (2013) David Duval, Bandaríkin (2001) Darren Clarke, Norður-Írland (2011) Henrik Stenson, Svíþjóð (2016)

GOLF.IS

9


Hörður Geirsson dæmdi á Carnoustie Íslendingar voru í stórum hlutverkum á Opna breska meistaramótinu sem fram fór á Carnoustie 19.-22. júlí sl. Hörður Geirsson, alþjóðlegur golfdómari, var við störf í sínu fagi á risamótinu en hann hefur einu sinni áður verið í hlutverki dómara á þessu risamóti. Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, var á meðal keppenda en hann er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem nær að komast inn á eitt af risamótunum fjórum.

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Í samtali við Golf á Íslandi sagði Hörður að hann væri spenntur fyrir verkefninu og þá sérstaklega þar sem Haraldur Franklín var á meðal keppenda. Þú ert búinn að fara einu sinni áður, hvernig kom þetta til að þessu sinni og hvert verður hlutverk þitt í grófum dráttum? „Já, mér var boðið að dæma á The Open í hittiðfyrra á Royal Troon. Í nóvember í fyrra var ég svo tilnefndur sem annar fulltrúa EGA í reglunefnd R&A. Auk þess að sinna hefðbundnum nefndarstörfum er það ein af ánægjulegustu „kvöðum“ sem fylgja því að vera í reglunefndinni að mælst er til þess að nefndarmenn sinni dómgæslu á The Open. Í mótinu fylgja einn til tveir dómarar hverjum ráshópi. Kvöldið fyrir hvern leikdag fær maður tölvupóst með niðurröðun næsta dags og þá sér maður með hvaða ráshópi maður verður. Verkefnið snýst svo um að ganga með þeim ráshópi og vera tilbúinn að aðstoða. Hvenær sem er getur maður svo kallað eftir aðstoð í gegnum talstöðina, hvort sem er með því að fá annan dómara á staðinn eða beðið um að reynt sé að skoða sjónvarpsupptöku af einhverju sem hefur gerst. Að hringnum loknum þarf maður svo að skila af sér stuttri skýrslu um hringinn og þá úrskurði sem maður þurfti að kveða upp.“ Miðað við reynsluna sem þú fékkst síðast – má búast við því að þú hafir í nógu að snúast að leiðbeina bestu kylfingum heims í regluverki golfsins? „Já, eigum við ekki að vonast til að það verði hæfilega mikið að gera? Þar sem dómarar fylgja hverjum ráshópi leita leikmennirnir yfirleitt alltaf aðstoðar dómara þegar þeir taka lausn, því dómarinn er jú á staðnum. Oftast eru þetta tiltölulega einföld mál en við golfdómarar þekkjum að flóknu málin geta hellst yfir okkur hvenær sem er. Það þægilega við að dæma í þessu móti er að dagsverkið er stutt því maður fylgir bara einum ráshópi á dag og er svo búinn.“ Carnoustie – hefur þú komið þangað áður? „Nei, þótt skömm sé frá að segja. Það er ætlast til að dómararnir séu komnir á staðinn á þriðjudegi og þá gefast tveir dagar til að ganga völlinn og setja sig inn í aðstæður. Fyrst og fremst þarf maður að átta sig á staðarreglunum sem eru svolítið skrautlegar vegna girðinga, áhorfendastúka, myndavéla og þess háttar og reyna að gera sér grein fyrir þeim vandamálum sem leikmennirnir geta lent í. Ég þarf bara að nýta þessa daga vel.“ Að hafa íslenskan kylfing í keppendahópnum hlýtur að vera skemmtilegt fyrir ykkur báða. „Alla vega fyrir mig! Það er auðvitað stórkostlegt að við skulum eiga fulltrúa á mótinu og ég vona að hann nái að njóta þess í botn að spila í þessu umhverfi. Hann hefur unnið fyrir því. Ég reikna nú ekki með að vera settur dómari fyrir ráshópana sem Haraldur verður í en vonandi gefst mér tækifæri til að fylgjast eitthvað með honum spila,“ segir Hörður Geirsson,


ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.

„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.

DÖMUR

BIOM HYBRID 3 25.995 KR.

ÚTSÖLUSTAÐIR

HERRAR

CASUAL HYBRID 17.995 KR.

BIOM HYBRID 3 22.995 KR.

BIOM HYBRID 3 26.995 KR.

BIOM HYBRID 3 24.995 KR.

BIOM G 2 31.995 KR.

Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík


Metnaðarfull merking

Af hverju teiknar Ragnhildur Sigurðardóttir hesta á boltana sína? Ég merkti boltana mína oft með punktum eins og svo margir. Á Evrópumóti kvennalandsliða í Hollandi spilaði ég með Karenu Sævarsdóttur vinkonu minni. Við áttum leik á móti Dönum. Við tilkynntum bolta á teig, Titleist nr. 3 með 3 svörtum doppum. Þær tilkynntu Titleist 4 og engar doppur á þeim bolta. var Titleist og ég sá 3 svartar doppur. Ég sló þann bolta og umsvifalaust sögðu þessar dönsku: „Þú slóst vitlausan bolta.“ Þær voru ekki komnar að hinum boltanum. Þær settu 3 doppur á boltann sinn og sögðu okkur ekki frá því. Við töpuðum svo næstu holu vegna þess að boltinn okkar hreyfðist hjá Karen úti í karga. Íþróttamaðurinn Karen Sævars-

Actavis 815020

Eftir 15 brautir var allt jafnt og Karen átti teighöggið á þeirri 16. Sú danska sem átti teighöggið með henni var mjög högglöng. Sextánda braut lá í hundslöpp til hægri og í beygjunni voru há tré. Karen notaði 5-járn en sú danska var með blendingskylfu. Bæði höggin heppnuðust vel og flugu yfir trén. Þegar við komum fyrir hornið sáum við strax annan boltann sem við töldum vera okkar. Ég gekk að honum, sá að þetta

dóttir var sú eina sem sá það og tilkynnti að sjálfsögðu mótspilaranum. Leikurinn tapaðist. Eftir þetta merkti ég ekki boltana mína með doppum og fór að merkja þá með mynd af hesti sem ég teikna á boltana mína í stærri mótum. Á Íslandsmóti hjá Keili í Hafnarfirði sló ég hestaboltanum mínum ofan í gjótu á 3. braut. Hann var það djúpt ofan í gjótunni að ekki var hægt að ná honum til að snúa honum en hesturinn sást þannig að ég fékk að taka víti á bakkanum, annars hefði ég þurft að fara aftur á teiginn.

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metnaðarfull merking


Actavis 815020

Andaðu léttar í sumar

Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Lóritín® lóratadín 10 mg. Lóritín töflur innihalda virka efnið lóratadín 10 mg. Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum eins og nefrennsli, kláða í augum, ofsakláða og ofnæmiskvefi. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Fæst í 10, 30 og 100 stk. pakkningum. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Besti árangur Íslands frá upphafi á ESGA Masters

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

70 ára LEK landslið karla

Íslenska landsliðið skipað körlum 70 ára og eldri náði góðum árangri á ESGA Masters Team Championship & Cup 2018. Mótið fór fram í Lissabon í Portúgal dagana 18.-21. júní. Liðið endaði í fimmta sæti en alls tóku 19 þjóðir þátt. Þetta er besti árangur sem íslenskt lið skipað leikmönnum 70 ára og eldri hefur náð í þessari keppni. Í hópnum voru: Axel Jóhann Ágústsson, Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Óli Viðar Thorstensen, Þorsteinn Geirharðsson og Þórhallur Sigurðsson. Fararstjóri var Baldur Gíslason. 14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Frá vinstri: Gunnsteinn Skúlason, Baldur Gíslason, fararstjóri, Óli Viðar Thorstensen, Þorsteinn Geirharðsson, Þórhallur Sigurðsson , Axel Jóhann Ágústsson og Bjarni Jónsson

N


Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

FAIRPLAY - ALCAIDESA

GOLFTVENNU ÆVINTÝRI 279.90 24. sept – 04. okt Á frábæru kynningarverði

6 nætur á FAIRPLAY GOLF & SPA RESORT og 4 nætur á ALCAIDESA

900

á mann í tve ggja manna herb ergi

Ótakmarkað golf á tveimur af skemmtilegustu golfsvæðum Andalúsíu

Nánari upplýsingar um ferðina :

595 1000 . heimsferdir.is . arnipall@heimsferdir.is

– fáðu meira út úr fríinu


Origo-bikarinn

16

GOLF.IS - Golf รก ร slandi Origo-bikarinn


GOLF.IS

17


LEIKUR UM 3. SÆTI KVENNA: Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) *Hulda Clara sigraði 4/3.

UNDANÚRSLIT KARLA: Birgir Björn Magnússon (GK) – Ingvar Andri Magnússon (GKG) *Birgir Björn sigraði 1/0. Andri Már Óskarsson (GHR) – Rúnar Arnórsson (GK) *Rúnar sigraði 3/2.

UNDANÚRSLIT KVENNA:

Íslandsmótið í holukeppni, Origo-bikarinn, fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja 29. júní –1. júlí sl. Á mótið mættu bestu kylfingar landsins og kepptu um einn af stóru titlunum í íslensku golfi. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Rúnar Arnórsson úr Keili í Hafnarfirði sigraði í karlaflokki eftir 3/2 sigur gegn félaga sínum Birgi Magnússyni. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki eftir 2/1 sigur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr Keili. Origo-bikarinn fór nú fram í 31. skipti en fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988. Alls voru 32 karlar og 24 konur sem hófu keppni sl. föstudag en leikin var riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum. Efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit. Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í riðlakeppninni og ungir kylfingar létu til sín taka á þessu móti. Rúnar Arnórsson vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni, hann vann Kristján Benedikt Sveinsson úr GA í átta manna úrslitum (5/4), Andra Má Óskarsson (GHR) í undanúrslitum (3/2) og Birgi Björn Magnússon (GK) í úrslitum. Ragnhildur vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni nokkuð örugglega. Í átta manna úrslitum sigraði hún Andreu Ýri Ásmundsdóttur (GA) (7/5), í undanúrslitum hafði hún betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur (GKG) (3/2), og úrslitaleikurinn endaði með 2/1 sigri Ragnhildar gegn Helgu Kristínu. Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) varð nýverið Íslandsmeistari unglinga í flokki 1516 ára. Hulda Clara varð þriðja í kvenna-

18

flokknum eftir að hafa lagt Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 4/3. Ingvar Andri Magnússon (GKG) varð þriðji í karlaflokki eftir að hafa lagt Andra Má Óskarsson úr GHR 3/2. Ingvar Andri varð á dögunum Íslandsmeistari unglinga í flokki 17–18 ára og leikur því vel þessa dagana.

ÚRSLIT KARLA: Rúnar Arnórsson (GK) – Birgir Björn Magnússon (GK) *Rúnar sigraði 3/2.

LEIKUR UM 3. SÆTI KARLA: Ingvar Andri Magnússon (GKG) – Andri Már Óskarsson *Ingvar Andri sigraði 3/2.

ÚRSLIT KVENNA: Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Kristín Helga Einarsdóttir (GK) *Ragnhildur sigraði 2/1.

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) *Ragnhildur sigraði 3/2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Helga Kristín Einarsdóttir (GK) *Helga Kristín sigraði 2/1.

ÚRSLIT LEIKJA Í ÁTTA MANNA ÚRSLITUM: Birgir Björn Magnússon (GK) – Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) *Birgir Björn sigraði 1/0. Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA) *Ragnhildur sigraði 7/5. Ingvar Andri Magnússon (GR) – Theodór Emil Karlsson (GM) *Ingvar Andri sigraði 3/2. Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Sigurlaug Rún Jónsdóttir (GK) *Hulda Clara sigraði 2/1. Andri Már Óskarsson (GHR) – Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) *Andri Már sigraði 2/0. Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Eva María Gestsdóttir (GKG) *Hafdís Alda sigraði 2/0. Rúnar Arnórsson (GK) – Kristján Benedikt Sveinsson (GA) *Rúnar sigraði 5/3. Helga Kristín Einarsdóttir (GK) – Heiða Guðnadóttir (GM) *Helga Kristín sigraði á 20. holu í bráðabana

GOLF.IS - Golf á Íslandi Origo-bikarinn

Titleis


TRAUST

UM ÞAÐ SNÝST LEIKURINN.

T I T L E I S T. V I N S Æ L A S T I B O LT I N N Á U . S . O P E N 7 0 Á R Í R Ö Ð . TREYSTU OKKUR FYRIR ÞÍNUM LEIK.

Nánari upplýsingar á titleist.co.uk Source: Darrell Survey. U.S. Open is a registered service mark of the United States Golf Association® and is used with the permission of the United States Golf Association. The USGA does not endorse or sponsor Titleist or its products in any way.

Titleist US Open A4 2018 2 ICE.indd 2

26/06/2018 16:40


Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi: Karlaflokkur:

(1.) 1988: Úlfar Jónsson, GK (1) (1) (2.) 1989: Sigurður Pétursson, GR (1) (1) (3.) 1990: Sigurjón Arnarsson, GR (1) (2) (4.) 1991: Jón H. Karlsson, GR (1) (3) (5.) 1992: Björgvin Sigurbergsson, GK (1) (2) (6.) 1993: Úlfar Jónsson, GK (2) (3) (7.) 1994: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1) (1) (8.) 1995: Örn Arnarson, GA (1) (1) (9.) 1996: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2) (2) (10.) 1997: Þorsteinn Hallgrímsson, GR (1) ( 4) (11.) 1998: Björgvin Sigurbergsson, GK (2) (4) (12.) 1999: Helgi Þórisson, GK (1) (5) (13.) 2000: Björgvin Sigurbergsson, GK (3) (6) (14.) 2001: Haraldur Heimisson, GR (1) (5) (15.) 2002: Guðmundur I. Einarsson, GR (1) (6) (16.) 2003: Haraldur H. Heimisson, GR (2) (7) (17.) 2004: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3) (1) (18.) 2005: Ottó Sigurðsson, GKG (1) (2) (19.) 2006: Örn Ævar Hjartarson, GS (1) (1) (20.) 2007: Ottó Sigurðsson, GKG (2) (3) (21.) 2008: Hlynur Geir Hjartarson, GOS (1) (1) (22.) 2009: Kristján Þór Einarsson, GKj. (1) (1) (23.) 2010: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4) (4) (24.) 2011: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1) (8) (25.) 2012: Haraldur Franklín Magnús, GR (1) (9) (26.) 2013: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1) (10) (27.) 2014: Kristján Þór Einarsson, GKj. (2) (1) (28.) 2015: Axel Bóasson, GK (1) (7)

(29.) 2016: Gísli Sveinbergsson, GK (1) (8) (30.) 2017: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1) (5) (31) 2018: Rúnar Arnórsson, GK (1) (9) Fjöldi titla í karlaflokki: GR (10) GK (9) GKG (5) GL (2) GS (1) GA (1) GKj. (1) GM (1) GOS (1)

Kvennaflokkur: (1.) 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1) (1) (2.) 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1) (1) (3.) 1990 Ragnhildur Sigurðard, GR (1) (1) (4.) 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2) (2) (5.) 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3) (3) (6.) 1993 Ragnhildur Sigurðard, GR (2) (2) (7.) 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4) (4) (8.) 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1) (2) (9.) 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2) (3) (10.) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3) (3) (11.) 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK (3) (4) (12.) 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK (4) (5) (13.) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (4) (4) (14.) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5) (5) (15.) 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1) (6) (16.) 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6) (7) (17.) 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5) (6) (18.) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7) (8) (19.) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1) (9) (20.) 2007 Þórdís Geirsdóttir, GK (2) (7) (21.) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1) (8) (22.) 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (9) (23.) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1) (1) (24.) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1) (10) (25.) 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2) (10) (26.) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2) (11) (27.) 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1) (11)

(28.) 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1) (1) (29.) 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1) (12) (30.) 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1) (12) (31.) 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1) (13) Fjöldi titla í kvennaflokki GR 13 GK 12 GS 4 GM 1 GL 1

w

S

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi Origo-bikarinn


X1900 Smíðabuxur með teygjanlegu efni

Gallabuxnaefni

Teygjanlegt efni í klofi Hnjápúðavasar

Teygjanlegt efni á kálfum

www.sindri.is/vinnuföt / sími 567 6000 Skútuvogi 1 - Reykjavík I Smiðjuvegi 1 - Kópavogi


Draumahögg í Leirunni

– Kristján Þór, Arnór og Anna fengu Bose-heyrnartól Kristján Þór Einarsson GM fór holu í höggi á Origo-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru á dögunum. Þar kepptu bestu kylfingar landsins um einn af stóru titlunum í íslensku golfi. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð bestu golfara landsins. Kristján fór holu í höggi á áttundu braut vallarins sem er par 3. „Ég mældi 135 metra í stöngina. Vindurinn blés aðeins í bakið þannig að hann hjálpaði aðeins. Ég sló með 9-járni og höggið var mjög gott. Boltinn lenti metra inn á flötinni, tók eitt skopp í átt að holunni og síðan spann hann til baka ofan í holuna. Tilfinning var geggjuð. Ég hef tvívegis áður farið holu í höggi á ferlinum en aldrei séð boltann fara ofan í fyrr en nú,“ segir Kristján Þór ánægður. Hann endaði í öðru sæti í sínum riðli sem hann segir að hafi verið ákveðin vonbrigði þótt hola í höggi hafi þó bætt fyrir margt. Í verðlaun fékk Kristján Bose-heyrnartól frá Origo sem er styrktaraðili mótsins. Arnór Snær Guðmundsson úr GHD á Dalvík og Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili fengu bæði glæsileg verðlaun fyrir að vera næst holu á 3. braut, Bergvíkinni, á þessu móti. Arnór var 3,70 m frá holu og Anna var 1,37 m frá holu en veitt voru verðlaun fyrir slíkt á öðrum keppnisdegi Origo-bikarsins.

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


EXCEL GPS GPS úr með 35.000 golfvöllum og bluetooth tengingu við snjallsíma fyrir golfvallauppfærslur og snjallforrit með endalausa möguleika.

34.900 kr.

T Í U P U N K TA R

Með í ferð á vegum Golfskálans. Jonni og Grétar á Bonalba.

NX7 og NX7PRO

NX7 er fjarlægðarmælir með (TAG) Target Acquisition tækni.

HYBRID

TOUR V4

NX7 PRO er eins og NX7 með en að auki Adaptive Slope tækni og „Pulse Vibration“ tækni.

Hentar fullkomlega vegna stærðar, hraða og nákvæmni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu.

37.900 kr.

48.800 kr.

29.900 kr.

PRO X2

Fjarlægðarmælir fyrir kröfuhörðustu golfarana. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Slope-Switch sem leyfir mælingu með tilliti til hæðarmismunar eða án hans.

68.800 kr.

GHOST GPS

GPS „Easy-to-use“, með yfir 33.000 golfvöllum með öflugri segulfestingu fyrir t.d. poka, kerru eða belti.

Fjarlægðarmælir

+ GPS

Tvö tæki í einu! Sýnir fjarlægðir með áður óþekktum hætti. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Með GPS tækninni færðu svo fleiri tölur á skjáinn við mælingu.

58.800 kr.

Komdu í Golfskálann og leyfðu okkur að hjálpa við val á rétta búnaðinum.

19.900 kr. Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Velkomin til Vestmannaeyja Íslandsmótið í golfi fer fram í Vestmannaeyjum dagana 26.–29. júlí. Tíu ár eru síðan mótið fór fram síðast í Eyjum. Íslandsmótið í ár verður það áttunda frá upphafi sem fram fer í Vestmannaeyjum og það fjórða frá því Golfklúbbur Vestmannaeyja opnaði hinn einstaka 18 holu völl. Flestir af bestu kylfingum landsins verða á meðal keppenda í Vestmannaeyjum í ár. Fram undan er spennandi keppni á frábærum keppnisvelli sem sjaldan hefur verið betri. Íslandsmótið í karlaflokki er það 77. í sögunni en í kvennaflokki er keppt í 51. sinn um titilinn.



Helgi Bragason formaður GV:

Metnaðarmál að fá Íslandsmótið – Þriðji elsti golfklúbbur landsins er í Vestmannaeyjum

26

GOLF.IS


tu s e b im e þ ð e m t s m ju lg Við fy alla golfdaga ársins!


Helgi Bragason hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið hátt í tvo áratugi formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja. Íslandsmótið 2018 verður þriðja Íslandsmótið sem GV tekur að sér frá því hann tók að sér formennskuhlutverkið í Eyjum. Golf á Íslandi ræddi við Helga á dögunum um stöðuna á GV, Íslandsmótið og margt annað áhugavert. „Það voru margir í nánasta umhverfi mínu þegar ég var að alast upp hérna í Eyjum sem stundaði golf með einum eða öðrum hætti. Ég eignaðist fljótlega golfkylfur, kúlur og poka – sem ég fékk í gjöf frá hinum og þessum í hverfinu þar sem ég ólst upp. Það varð til þess að ég fór upp á golfvöll og kynntist þessari frábæru íþrótt,“ segir Helgi þegar hann er inntur eftir því hvernig hann byrjaði sjálfur í golfi. Formaðurinn er með 11 í forgjöf og þegar best lét var hann með 9 í forgjöf. „Ég ætla mér alltaf að bæta mig á hverju ári. Það gefst ekki alltaf tími til að spila golf en ég reyni að mæta í golfmótin og það er í raun allt það golf sem ég spila í dag. Ég á eftir að grísa á það að fara holu í höggi en það kemur að því,“ segir Helgi en uppáhaldsholur hans á vellinum eru 5. og 8. Helgi, sem er fæddur árið 1971 og er því 47 ára gamall, rekur lögmannsstofu í Vestmannaeyjum. Hann fór á bólakaf í félagsmálin þegar hann flutti til Eyja á ný eftir að háskólanáminu lauk árið 1997.

28

„Eftir að ég lauk laganámi í Reykjavík kom ég aftur hingað til Eyja árið 1997. Þá fór ég að spila mikið meira en áður. Árið 2001 fór ég inn í stjórn GV í fyrsta sinn og hef verið formaður frá þeim tíma. Ég var alveg blautur á bak við eyrun hvað varðar þekkingu á þessum rekstri og það blés aðeins í fangið á okkur á þessum tíma – og þetta var mjög erfitt oft á tíðum,“ segir Helgi þegar hann rifjar upp fyrstu árin sem formaður GV.

STÖÐUGLEIKI OG GÓÐ STAÐA Eitt af fyrstu verkum stjórnar GV var að ráða Elsu Valgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra en hún hefur gegnt því starfi allar götur síðan. Helgi segir að stöðugleiki hafi einkennt reksturinn hjá GV og staðan sé góð hjá klúbbnum á 80 ára afmælisárinu. „GV er nánast skuldlaus og staðan hefur ekki verið betri að mínu mati. Mannvirkin eru til staðar, góður völlur og frábært umhverfi, vélageymsla, æfingaskýli og við tókum golfskálann í gegn í fyrra. Skálinn okkar var í mörg ár sá stærsti og setti á þeim tíma ný viðmið. Í dag eru klúbbar með mun stærri byggingar sem þeir hafa reist með aðstoð sveitafélaganna. Fyrir okkur er þessi aðstaða sem við eigum í dag mjög góð.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metnaðarmál að fá Íslandsmótið

Volta


Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi

Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Voltaren_Gel A4.indd 1

31/03/2017 12:00


Vélakosturinn hefur einnig verið endurnýjaður og við keyptum tvær sláttuvélar fyrir 15 milljónir kr. á þessu ári og höfum verið að endurnýja tækjakostinn á síðustu árum. Félagsstarfið er með svipuðum hætti og áður. Félagafjöldinn er rúmlega 400, eða 10% af íbúafjöldanum hér í Eyjum. Á landsvísu er það mjög hátt hlutfall.“

ÍSLANDSMÓT Í ÁTTUNDA SINN Í EYJUM

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metnaðarmál að fá Íslandsmótið

Íslandsmótið í golfi fer nú fram í áttunda sinn í Vestmannaeyjum og í fjórða sinn frá því að völlurinn varð 18 holur. Helgi formaður segir að það sé metnaður GV að fá að taka að sér stærsta golfmót ársins. „Til lengri tíma litið getur svona viðburður laðað að sér fleiri gesti til Eyja sem spila golf. Svona verkefni skerpir líka á mörgum hlutum hjá okkur. Það er farið í að klára ýmislegt úti á vellinu, félagsstarfið eflist og þetta þéttir raðir okkar enn frekar. Við höfum ekki farið í risaframkvæmdir á elsta golfvelli landsins. En það hefur margt verið gert og má þar nefna að klára göngustíga, merkingar og ýmislegt annað. Við höfum lagt mesta áherslu á að hafa ástand vallarins sem best og gerðum ýmsar ráðstafanir vegna þess og það hefur skilað góðum árangri. Að mínu mati er nauðsynlegt að vera með Íslandsmótið á slíkum stað eins og hér í Eyjum. Það hefur verið rætt mikið um að hafa þetta mót alltaf á höfuðborgarsvæðinu og við höfum barist fyrir því að fá þetta verkefni. Þessi umræða er í takt við margt annað í þjóðfélaginu að færa allt inn á höfuðborgarsvæðið. Ég er ekki á þessari skoðun og í sögulegu samhengi eru Vestmannaeyjar mikilvægur þáttur í uppbyggingu golfsins á Íslandi. GV stofnaði GSÍ og er þriðji elsti klúbbur landsins, hér eru elstu golfholur landsins og völlurinn okkar skorar hátt í því að vera einn af skemmtilegustu golfvöllum landsins. Að mínu mati ætti Íslandsmótið að fara hér fram að minnsta kosti á tíu ára fresti. Á undanförnum árum hafa viss svæði á vellinum gefið aðeins eftir. Með markvissum aðgerðum hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Í vetur var margt gert til þess að vernda viðkvæmustu svæðin. Við


Ég ætla mér alltaf að bæta mig á hverju ári. Það gefst ekki alltaf tími til að spila golf en ég reyni að mæta í golfmótin og það er í raun allt það golf sem ég spila í dag.

GOLF.IS

31


keyptum dúka sem settir voru yfir flatirnar, allt var þetta gert til að minnka vindkælingu og ágang sjávar á þær flatir sem standa næst sjónum. Vallarstarfsmenn breyttu líka áherslum í áburðargjöf. Allar þessar aðgerðir skiluðu árangri og við erum ánægð með stöðuna á vellinum fyrir þetta Íslandsmót.“ Skáru á skuldahalann Eins og áður segir er staðan á Golfklúbbi Vestmannaeyja góð og með markvissum aðgerðum hefur skuldastaða GV gjörbreyst. „Um tíma eftir hrunið 2008 voru heildarskuldir GV um 90 milljónir kr. vegna erlendra lána. Við náðum samningum við lánadrottna með smá aðstoð frá Vestmannaeyjabæ. Klúbburinn er nánast skuldlaus í dag og það er jákvætt. Á einu ári veltir GV um 60-80 milljónum kr., þar af fáum við ca. 10% í rekstrarstyrki frá bænum auk framlaga til uppbyggingar, félagsgjöldin eru um 20 milljónir og sala vallargjalda, veitinga og stuðningur frá fyrirtækjum brúar afganginn. Í raun er ótrúlegt hvað við náum að gera mikið fyrir lítinn pening. GV, ólíkt öðrum íþróttafélögum í Eyjum, byggir upp mannvirki og kaupir tæki í eigin reikning, á þau en fær styrki frá sveitarfélaginu. Við höfum því fengið minna en önnur íþróttafélög í Eyjum til uppbyggingar okkar íþróttamannvirkja og þurfum að fá meiri skilning en golfið er ein fjölmennasta íþróttagreinin.“ Helgi á ekki von á því að fjöldi félagsmanna breytist mikið en innra starf klúbbsins hefur tekið breytingum. „Kvennastarfið er að eflast og einnig eru eldri kylfingar með sinn eigin hóp sem hittist reglulega og gerir ýmislegt saman. Einar Gunnarsson golfkennari GV er í fullu starfi hjá okkur og faglegi hlutinn er því sterkur. Við vorum fyrsta íþróttafélagið í Eyjum til að fá viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Þetta er allt á réttri leið og við erum að koma upp með yngri kylfinga sem eru í fremstu röð á landsvísu í sínum aldursflokkum.“

32

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metnaðarmál að fá Íslandsmótið

I


TRYGGÐU ÞÉR GOTT GOLFVEÐUR EL PLA N VERÐ TIO

154.90 FRÁ — 0 KR. G OL ALLT INFBÍLL OG NIFALI Ð

LA MATT! N VERÐ F GA RÁ

224.90 — 0 KR. L

H

Ú X US

GISTIN

GH

NÝ T T

14 OG 21. SEPTEMBER, 12. OKTÓBER,

LA MANGA HHHHH ALLT

INNIFALI

Ð

GOLFBÍLL INNIFALI NN

19.-26. OKTÓBER

20.–27. OKTÓBER

ÖRNINN GOLFVEISLA LA MANGA VERÐ FRÁ 234.900 KR.

MARRAKESH PALMERAIE PALACE VERÐ FRÁ 299.900 KR.

Verð á mann m.v. 2 fullorðna með golfpoka, ferðatösku og farangri.

Verð á mann m.v. 2 fullorðna með golfpoka, ferðatösku og farangri.

VERÐ FRÁ 224.900 KR. Mikið innifalið.

NÝ T T

GOLFBÍ ! INNIFALILL NN

ALLT

INNIFALI

Ð

GOLFBÍLL INNIFALI NN

HAUST 2018

10.–18. NÓVEMBER

EL PLANTIO ALICANTE

VERÐ FRÁ 154.900 KR.

KÚBA VARADERO VERÐ FRÁ 339.900 KR.

Verð á mann m.v. 4 fullorðna með golfpoka, ferðatösku og farangri.

Verð á mann m.v. 2 fullorðna með golfpoka, ferðatösku og farangri.

NÁNAR Á URVALUTSYN.IS

ERTU MEÐ GOLFHÓP?

LÁTTU GOLFSTJÓRANN OKKAR SÉRSNÍÐA DRAUMAFERÐINA.

HAFÐU SAMBAND VIÐ GOLF@UU.IS

ÞÓRÐUR GISSURARSON GOLFSTJÓRI ÚÚ

OG HJÁ FERÐARÁÐGJÖFUM Í SÍMA 585 4000

INNIFALIÐ Í VERÐI ER FLUG, GISTING, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, FLUGVALLASKATTAR, FERÐATASKA OG HANDFARANGUR.

ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS

VERÐ ERU BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG STAFABRENGL.

La Manga er eitt glæsilegasta golfresort Evrópu. Svæðið er í 90 ÞÓRÐUR GISSURARSON GOLFSTJÓRI ÚÚ mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum. Margverðlaunað resort sem var valið besta golfsvæði Evrópu 2017 og besta golfhótel Spánar 2017 á World Golf Awards. Gist verður á 5 stjörnu hótelinu Principe Felipe sem er með þrjá skemmtilega golfvelli auk par 3 holu vallar og frábæru æfingasvæði. Óhætt er að fullyrða að La Manga er einstök golfparadís.


EIGUM MIKIÐ INNI „Verðmætin hjá GV liggja í umhverfinu og þeirri upplifun sem gestir fá þegar þeir heimsækja okkur. Byggingarnar sem hafa risið hér hafa verið felldar eins og hægt er inn í umhverfið. Við fáum alltaf talsvert af Íslendingum af fastalandinu og eitthvað af útlendingum en gætum náð í enn fleiri erlenda gesti til okkar. Þeim hefur farið fjölgandi en við eigum mikið inni þar.“ Það eru fáir sem hafa verið lengur í formannstól hjá golfklúbbi en Helgi Bragason. „Það er ekki markmið í sjálfu sér að vera sem lengst. Ég á ekki von á öðru en að það fari að líða að lokum hjá mér í þessu formannsembætti. Óskar Pálsson hjá Golfklúbbi Hellu er líklega sá eini sem hefur verið lengur samfellt sem formaður. Ég veit ekki hvenær ég hætti en það er farið að styttast í þessu hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en það kemur að því að ég stíg til hliðar - og það verður fyrr en seinna,“ sagði Helgi Bragason formaður GV.

34

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metnaðarmál að fá Íslandsmótið



Keppt í áttunda sinn í Eyjum

Sex karlar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum Íslandsmótið í golfi í karlaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið í Vestmannaeyjum í ár það 77. í sögunni. Fyrstu fjögur árin var keppt í holukeppni á Íslandsmótinu en frá árinu 1946 hefur verið keppt í höggleik. Axel Bóasson úr Keili hefur titil að verja í karlaflokki en hann sigrað á heimavelli á Hvaleyrarvelli í fyrra – og var það annar Íslandsmeistaratitill hans á ferlinum. Alls hafa sex kylfingar lyft stóra bikarnum á loft í Vestmannaeyjum í þau sjö skipti sem Íslandsmótið hefur farið fram í karlaflokki í Eyjum.

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sex karlar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum

Heimamaðurinn Sveinn Ársælsson sigraði árið 1959 þegar mótið fór fram fyrst í Eyjum. Á næsta áratug fór mótið þrisvar sinnum til viðbótar fram í Vestmannaeyjum. Óttar Yngvason (GR) vann árið 1962, Magnús Guðmundsson (GA) árið 1964 og Þorbjörn Kjærbo (GS) árið 1968. Það liðu 35 ár þar til að Íslandsmótið fór fram að nýju í Eyjum. Birgir Leifur Hafþórsson (GL) sigraði árið 1996 og hann gerði það einnig árið 2003 en þá keppti Skagamaðurinn fyrir GKG. Árið 2008 vann Kristján Þór Einarsson eftir æsispennandi lokahring. Kristján Þór var á þeim tíma í Golfklúbbnum Kili sem í dag er Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti frá upphafi en hann sigraði í sjöunda sinn á ferlinum árið 2016, á Jaðarsvelli á Akureyri.


Daufur er dellulaus maður

Bagboy XL Quad Verð: 39.800 Tilboð: 34.900

Golfbuddy WTX Verð: 36.900 Tilboð: 28.900

Fjórhjól Verð frá: 399.900

Lithium battery fyrir kerrur og fjórhjól í miklu úrvali

Mizuno JPX-900 Verð: 14.900 /stk

Motocaddy S1 Lithium Verð: 129.900 Tilboð: 99.900

Ben Sayers pakkasett, 12 kylfur Verð frá: 54.900

Sími: 565 1402 www.golfbudin.is

Callaway Rogue Driver Verð: 59.900 Tilboð: 55.900


ÍSLANDSMEISTARAR Í GOLFI Í KARLAFLOKKI FRÁ UPPHAFI: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2) 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1) 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3) 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2) 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12) 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3) 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1) 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4) 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13) 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1) 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14) 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5) 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15) 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6) 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16) 1949 Jón Egilsson GA (1) (2) 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17) 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7) 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14) 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8) 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15) 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3) 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16) 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9) 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17) 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10) 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18) 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4) 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4) 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11) 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19) 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1) 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20) 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5) 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1) 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2) 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2) 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12) 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5) 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6) 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3) 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13) 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4) 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7) 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5) 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8) 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6) 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3) 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18) 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11) 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7) 1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1)

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sex karlar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum

1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1) 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2) 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19) 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8) 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9) 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20) 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1) 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3) 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10) 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2) 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4) 2011 Axel Bóasson GK (1) (11) 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21) 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5) 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6) 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22) 2016 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (7) (7) 2017 Axel Bóasson GK (2) (12)

FJÖLDI TITLA ALLS HJÁ KLÚBBI: GL - 2 GKG - 7 GR - 22 NK - 2 GS - 6 GA - 20 GKj. 2 GV - 3 GK - 12


VILTU ÚTVISTA UT REKSTRINUM?

FRAMTÍÐIN ER UPPLÝSINGATÆKNI

Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir.

origo.is


Karen setti sögulegt met í Eyjum – Fjórar konur hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi hefur titil að verja á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Mótið fer að þessu sinni fram í Vestmannaeyjum. Alls hafa fjórar konur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Eyjum, Guðfinna Sigurþórsdóttir (1968), Karen Sævarsdóttir (1996), Ragnhildur Sigurðardóttir (2003) og Helena Árnadóttir (2008). Íslandsmótið í golfi kvenna fór fram í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum árið 1968 og var það jafnframt annað Íslandsmótið frá upphafi í kvennaflokki. Á mótinu árið 1968 varði Guðfinna Sigurþórsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja titil sinn frá árinu áður – en Guðfinna er fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki í golfi. Karen Sævarsdóttir, dóttir Guðfinnu, fetaði í fótspor móður sinnar árið 1996 þegar keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í Vestmanneyjum. Karen, sem lék fyrir GS á þeim tíma, sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu árið 1996 og sá titill var merkilegur. Það var það áttunda árið í röð sem Karen sigraði á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Það met stendur enn og verður án efa seint slegið. Frá árinu 1996 hefur engum kylfingi tekist að verja titilinn í kvennaflokki. Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 22 alls. Líkt og hjá körlunum. Þar á eftir kemur Golfklúbbur Suðurnesja með 11 titla og Golfklúbburinn Keilir er með 10 titla en alls hafa sex golfklúbbar átt Íslandsmeistara í kvennaflokki.

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Karen setti sögulegt met í Eyjum



440 4000 @islandsbanki ÍSLANDSMEISTARAR Í KVENNAFLOKKI FRÁ UPPHAFI:

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Karen setti sögulegt met í Eyjum

2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16) 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17) 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1) 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2) 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR (2) (21) 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10) 2016 Ólafía Þórunn Kristinsd., GR (3) (22) 2017 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (3) (3)

FJÖLDI TITLA HJÁ KLÚBBUM: GV - 4 GR - 22 GL - 3 GS - 11 GKj. / GM - 1 GK - 10

islandsbanki.is

Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11) 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1) 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12) 1969 Elísabet Möller GR (1) (1) 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1) 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3) 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9) 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1) 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10) 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2) 1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6) 2001 Herborg Arnardóttir GR (1) (14) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9) 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8)


440 4000

Stafrænar lausnir Íslandsbanka

Viltu græja yfirdráttinn?

islandsbanki.is

@islandsbanki

— Best að nota appið Hafðu appið okkar alltaf innan seilingar og vertu þar sem ánægðustu viðskiptavinir í bankaþjónustu á Íslandi eru. Þú finnur Íslandsbankaappið í Apple Store og Google Play Store


Hvað gerðist í Eyjum árið 2008? – Margir kaflar skrifaðir í golfsöguna á lokahringnum


FÁGUN

NÝR LEXUS RX 450h L — 7 SÆTA LÚXUS Stærri, lengri og stórfenglegri lúxus. Fágaður sjö sæta sportjeppi þar sem allir njóta sín. ÞAÐ ER ALLTAF PLÁSS FYRIR MEIRI LÚXUS

Lexus-Ísland — Kauptúni 6, Garðabæ, 570 5400 — lexus.is


Það eru tíu ár frá því Íslandsmótið í golfi fór síðast fram í Vestmannaeyjum. Mótið fer í sögubækurnar sem eitt það eftirminnilegasta frá upphafi. Úrslitin í karlaog kvennaflokki réðust eftir umspil og bráðabana. Atvik sem áttu sér stað á lokahringnum standa enn upp úr sem þau eftirminnilegustu frá upphafi. Mikil spenna var í kvennaflokki. Á lokahringnum skiptust þær Helena Árnadóttir (GR) og Nína Björk Geirsdóttir (GKj.) um að hafa forystuna. Nína Björk var ríkjandi Íslandsmeistari og keppti fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ á þessum tíma. Íslandsmeistarinn var með eitt högg í forskot fyrir 72. holuna sem er par 5 hola í Vestmannaeyjum. Helena gerði sér lítið fyrir og fékk fugl á meðan Nína fékk par. Þær voru jafnar á 308 höggum samtals eða +28. Þær fóru í tveggja holu umspil og staðan var enn jöfn eftir þær holur. Úrslitin réðust því í bráðabana. Helena hafði betur og fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli. Hún sigraði árið 2006 á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi – og þar réðust úrslitin einnig í umspili. Lokahringurinn eða réttara sagt síðustu þrjár holurnar í karlaflokknum voru eftirminnilegar svo ekki sé meira sagt. Heiðar Davíð Bragason, sem lék fyrir GR á þessum tíma, var með þriggja högga forskot á Björgvin Sigurbergsson úr GK þegar þeir komu á 16. teig. Kristján Þór Einarsson, sem keppti fyrir Kjöl úr Mosfellsbæ á þessum tíma, var átta höggum á eftir Heiðari þegar þarna var komið við sögu. 16. brautin er par 5 hola í Vestmannaeyjum og upphafshöggið getur verið ansi erfitt við þær aðstæður sem voru á lokahringnum 27. júlí árið 2008. Hávaðarok var í Eyjum og aðstæður erfiðar. Brautin reyndist örlagavaldurinn á þessu Íslandsmóti.

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað gerðist í Eyjum árið 2008?


Við kynnum nýjan fargjaldaflokk:

SAGA PREMIUM Munaður sem munar um

MEÐ ICELANDAIR

Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar

Njóttu þess að byrja fríið strax um borð. Teygðu úr þér í betri og breiðari sætum og láttu okkur dekra við þig í mat og drykk. Við bjóðum þér nýjan fargjaldaflokk þar sem aukataska, þráðlaust net og aðgangur að betri stofum er innifalinn. Allt þetta færðu núna á lægra verði í Saga Premium.

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 88157 04/18

DRYKKIR INNIFALDIR


SKÚLI UNNAR SVEINSSON, BLAÐAMAÐUR Á MORGUNBLAÐINU LÝSTI LOKAKAFLANUM MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI:

Björgvin Sigurbergsson sló upphafshöggið út í sjó og Heiðar Davíð fylgdi í kjölfarið og sló þrjá bolta út í hafið. Kristján Þór, Björgvin og Heiðar Davíð enduðu allir jafnir á 284 höggum eða +4. Í umspilinu hafði Kristján Þór betur og fagnaði sínum fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli fram til þessa.

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað gerðist í Eyjum árið 2008?

„Björgvin sló einn bolta í sjóinn og síðan kom Heiðar Davíð og sló þrjá í hafið. En hvað gerðist? Það er rétt að byrja á 15. braut því þar fauk boltinn hans Ottós á flötinni og það er merki um að það sé óleikhæft. Á 16. teignum stóðum við varla í fæturna. Bjöggi sló einn út og ég miðaði á hólinn lengst hægra megin. En maður þurfti að standa svo mikið á móti vindinum þegar maður sló að það var ekki hægt annað en slá til vinstri. Það var bara spurning hversu mikið til vinstri maður sló,“ sagði Heiðar Davíð eftir að hann lauk leik. Hann sagði ekki hafa hvarflað að sér að skipta um verkfæri, enda hefði það ekkert verið betra. „Það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessari holu, maður verður að vera stærri maður en það. Kristján er vel að þessu kominn, hann spilaði stöðugt og gott golf í fjóra daga. Við ráðum ekkert við náttúruöflin og golfið er bara svona. Maður má ekki hugsa um þetta og velta sér upp úr þessu, en næst þegar ég kem á þessa holu hugsa ég örugglega um að ég eigi nokkra bolta þarna úti í fjöru. En ef maður ætlar að endast eitthvað í þessu sporti verður maður að vera nógu mikill maður til að taka á þessu,“ sagði Heiðar Davíð við Morgunblaðið.



Hvaða skor dugir til sigurs? Vestmannaeyjavöllur er par 70, 5.403 metrar af hvítum teigum og 4.839 metrar af bláum teigum. Vallarmetið, 63 högg eða -7, af hvítum teigum er 16 ára gamalt og það á Helgi Dan Steinsson. Sunna Víðisdóttir á vallarmetið af bláum teigum, 67 högg eða -3, og það setti hún árið 2012. Þrátt fyrir að Vestmannaeyjavöllur sé ekki sá lengsti á landinu þá hafa keppendur á undanförnum Íslandsmótum sem fram hafa farið í Eyjum glímt við erfiðan keppnisvöll. Íslandsmótið 2018 er það fjórða í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnað sigri í Eyjum, í fyrra skiptið árið 1996 þegar hann lék á +3 samtals. Árið 2003 lék Birgir á -4 samtals og er það besta skorið á Íslandsmóti í Eyjum eftir að völlurinn varð 18 holur. Árið 2008 voru þrír keppendur jafnir á +4 í karlaflokki eftir 72 holur og úrslitin réðust í umspili. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR á besta skorið í kvennaflokki á Íslandsmóti í Eyjum. Hún lék á +15 samtals árið 2003.

50

1996

2003

Karlar, þrír efstu: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (69-64-73-77) 283 högg (+3) Þorsteinn Hallgrímsson, GV (70-74-74-72) 290 (+10) Björgvin Þorsteinsson, GA (71-70-76-75) 292 högg (+12) Kristinn Gústaf Bjarnason, GL (74-71-75-72) 292 högg (+12) Konur, þrjár efstu: Karen Sævarsdóttir, GS (75-80-73-77) 305 högg (+25) Herborg Arnarsdóttir, GR (81-83-80-76) 320 högg (+30) Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-80-79-83) 322 (+32)

Karlar, þrír efstu: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (67-65-71-73) 276 högg (-4) Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (68-68-70-75) 281 högg (+1) Örn Ævar Hjartarson, GS (69-72-69-72) 282 högg (+2) Konur, þrjár efstu: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-74-68-75) 295 högg (+15) Ólöf María Jónsdóttir, GK (77-71-78-82) 308 högg (+28) Þórdís Geirsdóttir, GK (77-77-79-81) 314 högg (+34)

2008

VALLARMET Í VESTMANNAEYJUM, PAR 70.

Karlar, þrír efstu: Kristján Þór Einarsson, GM (70-72-73-69) 284 högg (+4) Heiðar Davíð Bragason, GR (69-67-68-80) 284 högg (+4) Björgvin Sigurbergsson, GK (66-74-69-75) 284 högg (+4) Konur, þrjár efstu: Helena Árnadóttir, GR (82-72-77-77) 308 högg (+28) Nína Björk Geirsdóttir, GM (79-75-76-78) 308 högg (+28) Tinna Jóhannsdóttir, GK (77-77-79-78) 311 högg (+31)

Hvítir teigar: -7 Helgi Dan Steinsson, GL - 63 högg (2002) Bláir teigar: -3 Sunna Víðisdóttir, GR - 67 högg (2012)

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Golfbuxurnar sem allir elska Okkar vinsælustu buxur undanfarin ár hjá körlum og konum. Eigum úrval í litum, bæði regular fit og slim fit.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Lykilholur í Eyjum

– Þorsteinn Hallgrímsson spáir í spilin fyrir Íslandsmótið 2018 Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson þekkir hverja þúfu á Vestmannaeyjavelli. Þorsteinn varð Íslandsmeistari árið 1993 og hann varð í öðru sæti þegar mótið fór fram í Eyjum árið 1996. Golf á Íslandi fékk hinn þaulreynda golfsérfræðing til að fara yfir þær holur í Vestmanneyjum sem eru líklegar til þess að hafa áhrif á úrslit mótsins. Þorsteinn valdi fimm holur sem hann telur að verði lykilholur á Íslandsmótinu 2018.

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lykilholur í Eyjum


„Tækifærið er núna.“

Registered trademark licensed by Bioiberica

Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu

Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR


6. BRAUTIN: „Það er búið að lengja 6. brautina töluvert af hvítum teigum. Þá er teighöggið mun erfiðara en áður. Hægra megin eru vallarmörk alla leið frá teig og inn að flöt – og hóllinn sem er vinstra megin í brautinni er kominn miklu meira í leik en áður eftir þessa breytingu. Ef það verður SV-átt og vindurinn blæs þvert á brautina frá vinstri til hægri, inn í Herjólfsdalinn, er ekki mikið svæði til að vinna með vinstra megin. Það þarf gríðarlega langt teighögg til að komast yfir hólinn, líklega um 240 metra á flugi. Þessi breyting gjörbreytir brautinni. Mikið landslag er í flötinni og 10 metra pútt sem er fyrir ofan holuna getur vel endað með þrípútti.“

BÍLDSHÖFÐA 9

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lykilholur í Eyjum


7. BRAUTIN:

13. BRAUTIN:

„Nýr teigur á þessari par 3 holu, það er auðvelt að missa högg hérna. Af hvíta teignum er brautin um 200 metra löng, um 20 metrum lengri en áður. Persónulega finnst mér þessi breyting ekki sérstaklega góð því flötin er nógu erfið - örmjó og hættur beggja vegna við hana. Þessi hola er ein af lykilholunum á Íslandsmótinu 2018.“

„Að mínu mati er þetta ein erfiðasta hola landsins og þá sérstaklega ef aðstæður eru erfiðar. Hér á margt eftir að gerast. Leikskipulagið þarf að vera í lagi hjá kylfingunum þegar þeir velja hvert þeir ætla að slá í upphafshögginu. Viltu sækja í teighögginu og eiga einfaldara högg inn á, eða viltu leggja upp í brekkuna á brautinni og eiga aðeins erfiðara innáhögg eftir? Þessi braut mun hafa mikil áhrif á niðurstöðu mótsins.“

GOLF.IS

55


16. BRAUTIN: „Árið 2008 gerðist margt á þessum teig sem hafði áhrif á úrslit mótsins. Það fyrsta sem ber að varast er að vindurinn getur blekkt kylfinga á teignum. Margir slá of langt og fara út fyrir vallarmörkin hægra megin við 18. brautina. Vindur sem virkar sem hliðarvindur frá hægri til vinstri á teignum á 16. getur blekkt mann. Maður er í raun að slá undan vindinum sem hefur tekið hringinn í Dalnum. Ef teighöggið heppnast vel eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Að slá inn á í öðru högginu eða leggja upp fyrir framan tjörnina í öðru högginu. Mér finnst betra að leggja upp, það er nóg pláss til að vinna með hægra megin við tjörnina. Flötin er erfið og þá sérstaklega ef það þarf að pútta niður hallann. Hér getur allt gerst.“

17. BRAUTIN: „Það er mikilvægt að skoða aðstæður vel á teignum á 17. braut. Ef það blæs mikið þá þarf að skoða hvernig flöggin eru á öllum þremur flötunum sem sjást frá teignum. Það kemur oft fyrir að flöggin á 7. og 17. braut vísa hvort í sína áttina þrátt fyrir að það séu bara 40–50 metrar á milli þessara staða. Þá er gott að taka eina æfingasveiflu og bíða eftir því að flöggin vísi í sömu áttina, þá veistu hvert vindurinn blæs. Þetta teighögg, undir pressu, á lokahring Íslandsmótsins er ekki létt. Ég veit það sjálfur og hér getur allt gerst.“

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lykilholur í Eyjum


ENNEMM / SÍA / NM85689

HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI


Helgi Dan á vallar­ metið í Eyjum

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi Helgi Dan á vallarmetið í Eyjum

ENNEMM / SÍA /

Vallarmetið af hvítum teigum á Vestmannaeyjavelli á Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson. Metið hefur staðist tímans tönn ef svo má að orði komast. Vallarmetið setti Helgi Dan í maí árið 2002 á stigamótaröð GSÍ sem í dag er Eimskipsmótaröðin. Golf á Íslandi fékk Helga til að rifja vallarmetið upp og hann fór létt með það þrátt fyrir að 16 ár séu liðin frá þeim golfhring.

N M 8 74 2 9

– Skagamaðurinn rifjar upp 16 ára gamla golfsögu


NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE

ENNEMM / SÍA /

N M 8 74 2 9

FALLEGUR Á ALLA VEGU.

Nýr Jaguar E-Pace er glæsilegur sportjeppi í millistærð og sá fyrsti sinnar gerðar frá Jaguar. E-Pace sameinar alla skemmtilegustu eiginleika Jaguar í þægilegum bíl sem auðvelt er að stjórna og hagkvæmt að eiga. Komdu og láttu drauminn um að skoða og reynsluaka Jaguar verða að veruleika. jaguarisland.is

THE ART OF PERFORMANCE JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR


5. HOLA: 319 METRAR, PAR 4. „Upphafshöggið sló ég með dræver, boltinn lenti um 70 metra frá holu. Ég tók sandjárnið í annað högg og var um sex metra frá. Fuglapúttið fór ekki ofan í, tvípútt og par.“

6. HOLA: 357 METRAR, PAR 4. „Ég man þessa holu eins og þetta hefði gerst í gær. Dræver af teig, frábært högg á miðja braut í um 90 metra fjarlægð frá holunni - sem var skorin fremst vinstra megin á flötinni. Við sáum ekki flaggið en boltinn minn fór næstum því ofan í holuna og ég ýtti boltanum ofan í fyrir fugli. Þeir sem sáu boltana lenda á flötinni sögðu að minn bolti hefði næstum því farið ofan í fyrir erni.“

7. HOLA: 175 METRAR, PAR 3. „Ég sló með 7-járni og var um 2-3 metra hægra megin við holuna. Tvípútt og par.“

8. HOLA: 247 METRAR, PAR 4. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi en aðstæður voru ágætar í Eyjum. „Völlurinn var í þokkalegu standi, það hafði rignt töluvert dagana fyrir mótið þannig að flatirnar voru mjúkar og tóku vel við innáhöggum. Veðrið var gott alla helgina, hægur vindur og sól. Mótið byrjaði vel hjá mér og ég fann strax að þetta gæti verið gott mót. Ég sló vel og spurningin var hvort ég myndi pútta eins og maður. Vallarmetið, 63 högg, kom á síðasta hringnum á mótinu og ég setti það með eftirfarandi hætti: 1. HOLA: 388 METRAR, PAR 4.

3. HOLA: 311 METRAR, PAR 4.

„Dræver af teig og fleygjárn í annað högg. Það var aðeins of stutt á flötina, tvípútt og ég setti niður tveggja metra pútt fyrir pari.

„Gott upphafshögg með dræver. Boltinn var í flatarkanti ég vippaði alveg við holuna í öðru högginu og fékk fugl sem var frekar léttur.“

2. HOLA: 124 METRAR, PAR 3. „Ég sló gott högg með 9-járni af teig og boltinn endaði um tvo metra frá holu. Tvípútt og par.

4. HOLA: 515 METRAR, PAR 5. „Dræver af teig, 3-tré í annað högg sem endaði um 60 metra frá flöt. Vippaði með sandjárninu um þrjá metra frá holu, tvípútt og par.“

„Ég sló með 3-tré í upphafshögginu, það var gott og boltinn endaði í grasglompu fyrir framan flötina. Legan var ekki góð og ég var ánægður með hvernig ég kom boltanum einn metra frá holu. Púttið fór ofan í, fugl og ég var kominn þrjú högg undir par.“

9 HOLA: 354 METRAR, PAR 4. „Ég missti upphafshöggið aðeins til hægri með drævernum. Átti um 100 metra eftir, sló aðeins of langt í innáhögginu. Púttaði af 3 metra færi fyrir ofan holuna og boltinn fór ofan í, fugl og ég var fjögur högg undir pari á þessum stað eða á 31 höggi.

10. HOLA: 300 METRAR, PAR 4. „Dræver af teig, í flatarkantinn, vipp og tvípútt fyrir pari, -4 í heildina.

11. HOLA: 386 METRAR, PAR 4. „Dræver af teig og 8-járn í annað högg, tvípútt og par, -4 í heildina.

12. HOLA: 150 METRAR, PAR 3. „Ég dró upphafshöggið aðeins til vinstri með 7-járninu. Endaði 12-15 metra frá holunni á flötinni vinstra megin.Setti púttið í og fimmti fuglinn staðreynd, -5 í heildina.“

13. HOLA: 355 METRAR, PAR 4. „Upphafshöggið á 13. braut í Eyjum er án efa eitt erfiðasta teighöggið á golfvelli á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Vallarmörk vinstra megin og mikið gras hægra megin á þessum tíma árið 2002. Brautin öll upp í móti og það blés líka aðeins á móti á þessum hring. Teighöggið heppnaðist og var fullkomið, lenti rétt upp á brekkunni og skoppaði vel áfram. Ég hafði heppnina með mér, boltinn stöðvaðist rétt fyrir framan klöpp sem er þarna á miðri braut í ca 100

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi Helgi Dan á vallarmetið í Eyjum

VIÐA


Vandaðar innréttingar

Hjá Parka færðu hágæða innréttingar. Innréttingarnar eru sérsniðnar að þínum óskum og þörfum hvað varðar liti, áferð og þægindi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


14. HOLA: 118 METRAR, PAR 3.

brekkuna frægu á þessari flöt sem er búið að breyta í dag. Púttið var alltof fast en til allrar hamingju small boltinn í stönginni og fór ofan í, fugl og -6 í heildina.“

„Fleygjárn af teig, tvípútt og par, -5 í heildina.“

16. HOLA: 473 METRAR, PAR 5.

metra fjarlægð frá holunni. Sló þaðan um 3 metra frá, tvípútt og par, -5 í heildina.“

15. HOLA, 260 METRAR, PAR 4. „Mér finnst 15. holan í Eyjum vera frábær golfhola. Ég var búinn að plana að slá með 3-tré út á 13. Brautina og það gekk eftir. Annað höggið fór alveg út um þúfur. Ég átti vonlaust pútt úr flatarkantinum upp

„Teighöggið var ekki gott og það endaði í hólnum á milli 16. og 18. Legan var slæm og ég vissi ég að ég þyrfti að leggja upp fyrir þriðja höggið. Innáhöggið var aðeins of stutt, ég vippaði því fjórða högginu um tvo metra frá holu og púttið rétt slefaði ofan í holuna, par og -6 í heildina.“

17. HOLA: 133 METRAR, PAR 3. „Þeir sem hafa leikið völlinn í Vestmannaeyjum vita það að það er varla nokkur leið að velja rétta kylfu fyrir teighöggið á 17. holu. Maður hreinlega verður að hitta flötina, of stutt högg býr til vandræði og langt er vatn og vesen. Ég valdi 9-járn í þetta verkefni, hitti höggið vel og boltinn stefndi beint á flaggið. Á miðri leið var eins og boltinn vildi ekki fara lengra og hann kom niður fyrir framan flötina. Sem betur fer stoppaði hann í þykku grasi í brekkunni fyrir framan flötina. Vippið var ágætt, um 2 metra frá holu, púttið fór ofan í og ég fékk par, -6 í heildina.“

18. HOLA: 435 METRAR, PAR 5. „Ég var í ráshópi með Sigurpáli Geir Sveinssyni og Sturlu Ómarssyni. Við þurftum að bíða aðeins á teignum. Þar sagði Siggi Palli við mig: „Einn fugl í viðbót og við erum góðir.“ Ég fattaði ekki alveg hvað hann var að tala um. Ég hafði enga hugmynd um hvert vallarmetið var í Eyjum. Teighöggið var gott með dræver, 3-tré í annað högg sem fór yfir flötina. Ég átti erfitt vipp eftir niður flötina sem heppnaðist vel og ég átti þriggja metra pútt eftir fyrir nýju vallarmet. Það fór í miðja holu, fugl og -7 í heildina. 31-32 og 63 högg,“ segir Helgi Dan en þess ber að geta að hann sigraði á mótinu á -14 samtals (67-71-63).

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi Helgi Dan á vallarmetið í Eyjum


ÞÚ FÆRÐ NIKE

GOLFSKÓNA INN Á

HVERSLUN.IS

Womens Lunar Control Vapor 2 Stærðir: 36,5-41 Verð: 26.990 kr.

Mens Lunar Control Vapor 2 Stærðir: 40,5-46 Verð: 26.990 kr.

Womens Lunar Command 2 Stærðir: 36,5-41 Verð: 18.990 kr.

Mens Lunar Command 2 Stærðir: 40,5-46 Verð: 18.990 kr.

Womens Nike Course Classic Stærðir: 36,5-42 Verð: 14.990 kr.

Mens Nike Course Classic Stærðir: 41-46 Verð: 14.990 kr.


Harry Potter merking – Karen Guðnadóttir fór út fyrir þægindarammann „Ég er mikill Harry Potter aðdáandi og fékk mér húðflúr með þessum þríhyrning. Á þeim tíma datt mér í hug að tengja merkingu á golfboltunum sem ég nota við húðflúrið, mér fannst það persónulegt.

Merkið hentar vel fyrir slíkt þar sem ég get alltaf haft sama merkið, það er auðvelt að breyta um liti í því. Það hentar vel að vera með fjölbreyttar merkingar og liti því það þarf stundum að slá varabolta. Ég fór líka út fyrir þægindarammann með þessari merkingu. Fólk er oft hissa og veit ekki hvað þessi teikning þýðir eða merkir. Og það er líka gaman að viðurkenna að vera Harry Potter aðdáandi á full-

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

orðinsárunum. Ég hef líka fengið boltana mína til baka hjá krökkum sem þekkja merkinguna mína, mér finnst mjög skemmtilegt þegar það gerist. Ég teikna stundum fána eða klúbbmerkið á boltana mína til að breyta aðeins til en ég er alltaf með þríhyrningsmerkið á tveimur stöðum,“ segir Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja.


ÖLL RISAMÓTIN ERU Á GOLFSTÖÐINNI Hátt í 450 beinar útsendingar á árinu ásamt vandaðri umfjöllun. Allt sem þú þarft að vita um golfið á einum stað fyrir aðeins 3.990 kr. á mánuði. Kveiktu á golfgleðinni á stod2.is eða í síma 1817


Eimskipsmótaröðin - Símamótið

Ragnhildur sigraði í bráðabana – Feginn að ég vissi ekki af Anniku Sörenstam

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Símamótið


- auรฐveldar viรฐskipti


Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sigri í kvennaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Ragnhildur og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili voru jafnar eftir 54 holur og réðust úrslitin í bráðabana. Ragnhildur fékk fugl á 10. braut Hlíðavallar í Mosfellsbæ en Helga Kristín fékk par. Aðstæður voru prýðilegar á lokahringnum og mikil spenna var í keppni þeirra Ragnhildar og Helgu Kristínar. Á lokakaflanum skiptust þær á að hafa forystu og aðeins munaði einu höggi á milli þeirra. „Ég leit á þetta sem holukeppni á milli okkar. Ég vissi alltaf hvernig staðan var, mér finnst það betra, enda er ég vön því úr þeim íþróttum sem ég hef stundað,“ sagði Ragnhildur en hún var að fagna sínum fjórða sigri á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu. „Mér leið bara vel í bráðabananum. Ég sló gott högg með 9-járninu í öðru högginu og var um 4 metra frá. Púttið var í raun það eina sem fór ofan í hjá mér í dag af þessu færi og það kom á réttum tíma,“ sagði Ragnhildur. Stórstjarna golfíþróttarinnar, Annika Sörenstam, var mætt í klúbbhús GM til að afhenda verðlaunin í kvennaflokki á Símamótinu. Þegar Annika heyrði af því að úrslitin myndu ráðast í bráðabana vildi hún fara út á Hlíðavöll og fylgjast með gangi mála.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Símamótið

©2018 Garmin Ltd. or its subsidiaries

68

Ragnhildur segir að hún hafi sem betur fer ekki séð Anniku fyrr en eftir bráðabanann. „Ég var fegin að hafa ekki séð Anniku Sörenstam fyrr en ég var búin að pútta fyrir sigrinum. Púlsinn hefði verið mun hærri ef ég hefði vitað af henni í bráðabananum. Við Helga Kristín Einarsdóttir vorum báðar á þessari skoðun,“ sagði Ragnhildur þegar hún var innt eftir því hvaða máli það skipti fyrir hana að hafa fengið að hitta Anniku Sörenstam á verðlaunafhendingunni á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í Mosfellsbæ. „Annika hefur frá því ég man eftir mér í golfinu verið átrúnaðargoðið. Hún setti ný viðmið fyrir alla aðra og ég var því ótrúlega spennt að fá að hitta hana. Þegar við vissum að hún myndi veita verðlaunin í kvennaflokki fyrir þetta mót þá var það mikil hvatning fyrir mig. Mig langaði enn meira að vinna og fá þann heiður að hitta á hana,“ sagði Ragnhildur. Annika Sörenstam afhenti verðlaunin í kvennaflokknum og voru keppendur hæstánægðir með að fá að hitta eina stærstu golfstjörnu allra tíma. Annika hvatti kylfinga til góðra verka í ræðu sem hún hélt á verðlaunaafhendingunni – en hún sigraði sjálf á 10 risamótum á ferlinum og 72 mótum á LPGA-mótaröðinni.


MUNURINN Á ÞVÍ AÐ GISKA OG VITA.

APPROACH® Z80 ©2018 Garmin Ltd. or its subsidiaries

TVÍVÍÐ FLATAR-YFIRSÝN

FJARLÆGÐIR FRAM OG TIL BAKA FRÁ FLÖT

TVÍVÍÐ KORTLAGNING FLATA

Ögurhvarf 2 | 577 6000 | garmin.is

41,000 VELLIR FYLGJA

GOLF FJARLÆGÐARMÆLIR MEÐ GPS NÁKVÆMNI INNAN 25 CM.


Ísinn brotinn hjá Birgi

– Magnaður lokakafli Keilismannsins á Símamótinu Birgir Björn Magnússon úr Keili lék frábært golf á lokahringnum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór dagana 8.-10. júní sl. Birgir Björn lék Hlíðavöll í Mosfellsbæ á 66 höggum eða -6. Hann sigraði með fjögurra högga mun á samtals 13 höggum undir pari vallar. Lokakaflinn á lokahringnum hjá Birgi var magnaður. Hann lék 12.-16. brautir vallarins á -7 samtals þar sem hann fékk tvo erni í röð og þrjá fugla í röð þar á eftir. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar á -9 samtals og Sigurður Bjarki Blumenstein úr GR varð þriðji á -5 samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður Bjarki er á verðlaunapalli á Eimskipsmótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur Birgis á Eimskipsmótaröðinni en hann er 21 árs gamall og stundar háskólanám í Bandaríkjunum. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau – og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega á þessu móti. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í – og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni,“ bætti Birgir Björn við.

70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Símamótið

LOKASTAÐA EFSTU KYLFINGA Í KARLAFLOKKI: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)


T Í U P U N K TA R

Glæsilegar golfkylfur á góðu verði. BENROSS var stofnað 1997 af Jon Everitt og hafa vörurnar náð miklum vinsældum þar sem markmiðið hefur ávallt verið að bjóða framúrskarandi gæði fyrir alla kylfinga á sanngjörnu verði. Frá BENROSS bjóðum við margar tegundir af pútterum, driverum, brautartrjám, blendingum, fleygjárnum og járnasettum. BENROSS HTX fyrir karla, BENROSS Pearl fyrir konur, BENROSS Gold fyrir heldri kylfinga og BENROSS Evolution fyrir þá kröfuhörðustu. Komdu í Golfskálann og fáðu að prufa BENROSS – verð og gæði koma á óvart.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Liðakeppni GSÍ á Eimskipsmótaröðinni Á árinu 2018 gengst GSÍ fyrir stigakeppni golfklúbba sem er liðakeppni golfklúbba innan valinna móta á mótaröð fullorðinna, sbr. reglugerð um stigamót. Keppnin fer fram í þeim mótum á mótaröð fullorðinna þar sem hámarksfjöldi þátttakenda er 60 eða meiri. Í hverju liði eru fjórir keppendur í karlaflokki og þrír í kvennaflokki. Í karlaflokki telja þrjú bestu skor og í kvennaflokki tvö bestu skor.

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur deildu efsta sætinu í liðakeppninni í kvennaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Golfklúbburinn Keilir Anna Sólveig Snorradóttir (80-80-75) 235 högg Hafdís Alda Jóhannsdóttir (76-84-80) 240 högg Helga Kristín Einarsdóttir (74-78-76) 228 högg Golfklúbbur Reykjavíkur Eva Karen Björnsdóttir (82-76-79) 237 högg Ragnhildur Kristinsdóttir (77-74-77) 228 högg Saga Traustadóttir (76-80-80) 236 högg

Frá vinstri: Anna Sólveig, Helga Kristín, Hafdís Alda, Annika Sörenstam, Ragnhildur, Saga, Eva, Hildur Björk Hafsteinsdóttir frá Símanum og Hörður Geirsson stjórnarmaður GSÍ.

Golfklúbburinn Keilir sigraði í liðakeppni í karlaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Þrjú bestu skorin í hverri umferð telja í liðakeppninni. Benedikt Sveinsson (69-77-78) 224 högg Birgir Björn Magnússon (69-68-66) 203 högg Henning Darri Þórðarson (71-75-75) 221 högg Vikar Jónasson (74-71-73) 218 högg

Frá vinstri: Birgir Björn, Vikar, Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ og Hörður Geirsson stjórnarmaður GSÍ. Á myndina vantar Henning Darra og Benedikt Sveinsson.

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi Símamótið


MEIRI AFKÖST

MEIRI BÚNAÐUR

MEIRI

Honda Civic er bíll sem er allt annað og meira. Hannaður sérstaklega fyrir þig, fjölskylduna og áhugamálin. Hann endurspeglar metnað okkar fyrir öryggi og tæknilegum yfirburðum. Staðalbúnaður í Civic er radartengdur skriðstillir, árekstrarvari, akgreinaaðstoð og handfrjáls símabúnaður svo dæmi séu tekin. Civic er skemmtilegur að aka, öruggur og áreiðanlegur með pláss fyrir flest, þó sérstaklega – þig og þína! Fullkomin blanda af krafti, sparneytni og gæðum. Komdu í heimsókn og prófaðu Honda Civic meira af okkar besta til þessa.

Honda Jazz verð frá kr. 2.540.000

Bernhard ehf

Honda Civic verð frá kr. 2.990.000

• Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum

Honda HR-V verð frá kr. 3.870.000

Honda CR-V verð frá kr. 4.840.000


Hlíðavöllur í frábæru standi – Vallarstarfsmenn GM fengu hrós frá keppendum á Símamótinu

Keppendur á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni voru ánægðir með ástand Hlíðavallar á meðan mótið fór fram. Eins og flestir vita taka þeir daginn snemma sem vinna á golfvöllum landsins og mörg handtök þarf til þess að gera vellina klára fyrir keppni. Vallarstarfsmenn á Hlíðavelli hafa í vetur og vor lagt mikla vinnu í að gera völlinn enn betri - enda eru stórir viðburðir á dagskrá hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á næstu árum. Íslandsmótið í golfi fer fram á Hlíðavelli árið 2020 og verður það í fyrsta sinn sem keppt verður á vellinum á mótaröð þeirra bestu um stærsta titil Íslands.

Vallarstarfsmenn Hlíðavallar eiga hrós skilið fyrir vinnu sína undanfarna mánuði og misseri en þeir eru frá vinstri: Andri Gunnlaugsson, Pétur Leó Hrannarsson, Robertino Paris, Einar Gestur Jónasson, Stuart Mitchinson og Petar Botica.

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Símamótið



Baráttan við kríuna s – Er kríuskítur lykillinn að sigri Birgis?

Kríuskítur gæti verið lykilatriði í því að leika fimm holur á sjö höggum undir pari á mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Keilismaðurinn Birgir Björn Magnússon hóf mikið „fuglastríð“ á lokahring Símamótsins á Eimskipsmótaröðinni rétt eftir að hafa glímt við nokkrar grimmar kríur á 13. braut Hlíðavallar hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þegar ljósmyndari Golf á Íslandi kom við hjá Birgi og ráshópi hans var hann að undirbúa annað höggið á þessari par 5 holu. Bolti Birgis var langt utan brautar vinstra megin og þar voru nokkrar kríur frekar ósáttar við

76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

nærveru hins hávaxna kylfings. Birgir Björn lét það ekki á sig fá og undirbjó höggið með því að ganga upp á brautina og skoða hvað væri fram undan. Kríurnar eltu hann upp á brautina og þar skeit ein þeirra á Birgi -

sem hafði reyndar lúmskt gaman af þessu verkefni. Birgir Björn hristi þetta af sér, sló höggið og vippaði síðan ofan í í þriðja högginu fyrir erni. Hann fékk síðan örn á 14. braut og þrjá fugla til viðbótar á næstu þremur brautum. Það er því nokkuð ljóst að barátta við kríu og kríuskítur hefur jákvæð áhrif á Birgi Björn Magnússon sem stóð uppi sem sigurvegari á þessu móti.


a skilaรฐi รกrangri

GOLF.IS

77


Bættu glompuhöggin

Sigurpáll Geir Sveinsson PGA-golfkennari gefur góð ráð Sigurpáll Geir Sveinsson er íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Akureyringurinn er fæddur árið 1975 og er einn reyndasti keppniskylfingur landsins en hann hefur þrívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Sigurpáll hefur unnið sem golfkennari í tíu ár og náð góðum árangri með börn, unglinga, afreksfólk og ekki síst hinn almenna kylfing. Í þessum kennsluþætti sem frá PGA á Íslandi fer Sigurpáll yfir helstu atriðin í glompuhöggunum. Glompuhöggin í golfinu eru mörgum erfið og sumir hreinlega fá í magann ef kúlan lendir í glompu. Það er rétt að þessi högg eru frábrugðin öllum öðrum höggum og aðallega að því leyti að þú vilt ekki hitta kúluna þegar hún er slegin uppúr glompu nálægt flöt. Glompuhögg nálægt flötum þurfa ekki að vera svona ofboðslega erfið því ef kylfingar vita hvernig er best að slá þessi högg fer kúlan örugglega upp úr, sem er jú aðalmarkmiðið fyrir stóran hluta kylfinga. Hér á eftir ætla ég að útskýra hvernig ég tel best að slá upp úr glompu á eins einfaldan og öruggan hátt og hægt er.

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla


Tífalt fleiri gígabæt með í sumarfríið Með Heimilispakkann og farsímáskrift hjá Símanum fær fjölskyldan 10× fleiri gígabæt í farsímann. Kynntu þér málið á siminn.is/10x. Þú getur meira með Símanum


Miðaðu til vinstri „Þegar ég stilli mér upp miða ég líkamanum upp nokkra metra vinstra megin við skotmarkið. Hins vegar læt ég kylfuhausinn vísa á skotmarkið þannig að kylfan er opin miðað við uppstillingu líkama. Þegar ég tek af stað í aftursveiflunni verð ég að sveifla í þá átt sem líkaminn stefnir en EKKI í átt að flagginu.“

80

GOLF.IS


Í DJÚPRI GLOMPU. ÚR LÉTTUM KARGA. AF MIÐRI BRAUT.

ÞESSI FER Í.

NÝJU VOKEY SM7 FLEYGJÁRNIN ERU MÆTT. VOKEY.COM

ICE_TitleistVokeySM7_Page.indd 1

18/04/2018 09:44


Rétt boltastaða og þunginn í vinstri

174.186/maggioskars.com

„Boltastaðan á að vera örlítið framan við miðju og setja meiri þyngd í vinstri fótinn en hægri. Einnig er gott að grafa sig aðeins í sandinn til þess finna hvort hann sé harður eða hveitikenndur og svo er líka gott að koma sólanum á skónum niður fyrir yfirborðið því þangað á jú kylfubotninn að fara í sveiflunni.“

S 82

GOLF.IS


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Sveiflaðu í samræmi við líkamann Hér sést vel hvernig sveiflað er í samræmi við líkamann en ekki í átt að skotmarkinu.

84

GOLF.IS


GAS

ALLS STAÐAR

Smellt eða skrúfað?

GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ

ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!


Höggflöturinn á réttum stað

Mikilvægt er að vera ákveðinn í gegnum sandinn og halda áfram að snúa í gegn þangað til brjóstkassinn vísar þangað sem líkaminn miðaði í upphafi. Það verður að vera góð hröðun á kylfunni í gegnum höggið og á því klikka margir. Einnig er mikilvægt að þyngdin haldist meira á vinstri fæti allan tímann. Takið eftir því að höggflöturinn á kylfuhausnum vísar á kylfinginn í lokastöðunni. Ef kylfa lokast þegar hún fer í gegnum sandinn fer hún að virka eins og skófla og farið í sandinum verður of djúpt.

86

GOLF.IS


f G6DRA VINA HOPI Ă SIGL6 Spila6u golf i skj61i siglfirskra fjalla i utivistarperlu brejarbua og lattu fara vel um pig og pina a Sig16 Hotel. Ljuffengar veitingar, notalegt andrumsloft, heitur pottur, gufa og glrenyr golfvollur.

SIGL6-Q-H6TEL Snorragotu 3 - 580 Siglufir6i - 461-7730 - www.siglohotel.is - www.siglogolf.is


Góð æfing fyrir glompuhöggin Góð æfing. Búið til línur eins og á myndinni og hafið u.þ.b. 20–25 cm á milli. Ímyndið ykkur að það sé kúla á milli línanna. Sveiflið og klárið í gegn og markmiðið er að farið eftir kylfuna sé á milli þeirra. Gott að gera þetta fimm sinnum og setja svo kúlu á milli línanna og framkvæma hreyfinguna og sjá hvað gerist.

Co svæ þar strö Gr

T

BÚL

Ein tím ho úts ein

Vik 23. 30.

V

Vi að go fin

C

88

GOLF.IS


Costa Navarino Perla Grikklands

Costa Navarino Golf Resort í Kalamata í Grikklandi er með bestu golfsvæðum Evrópu. Á svæðinu er tveir framúrskarandi golfvellir. Costa Navarino bíður uppá fyrsta flokks aðstöðu þar sem auðveldlega má slaka á og njóta frísins við sundlaugarbakkann, í heilsulindinni eða á ströndinni. Þess fyrir utan er svæðið dásamlega fallegt þar sem upplifa má menningu og sögu Grikkja á hverju strái.

THRACIAN CLIFFS

MAZAGAN

Viku- og tveggja vikna ferðir: 29. sept - 6. okt Nokkur sæti laus 29. sept - 13. okt Uppselt 6. - 13. okt Nokkur sæti laus 13. - 27. okt Uppselt

REUNION

BÚLGARÍA

MAROKKÓ

ORLANDO, FLÓRÍDA

Einn stórfenglegasti golfvöllur allra tíma með útsýni til sjávar á hverri holu. Glæsileg íbúðagisting með útsýni yfir seiðandi svartahafið, einkaströnd og frábært SPA.

Á vit ævintýranna í Marokkó! Mazagan er einn besti golf áfangastður Marokkó. Fimm stjörnu hótel með ótal veitingastöðum, spílavíti , lúxus SPA og frábærum golfvelli.

Vikuferðir: 23. - 30. sept Laus sæti 30. sept - 7. okt Laus sæti

Viku- og 10 daga ferðir: 27. sept - 4. okt Uppselt 13. - 23. okt Uppselt

Erum með glæsilegar villur til leigu á Reunion. Þrír golfvellir, sundlaugargarður, margir veitingastaðir, stutt í Disney garðana og allar helstu verslanir í Orlando. Frábær staður fyrir alla fjölskylduna!

VIÐ ERUM VANDLÁT Við gerum miklar kröfur á alla okkar áfangastaði og viljum að ferðir okkar einkennist af lúxus hóteli, frábærum golfvöllum, fyrsta flokks fæði, þjónustu sem erfitt er að finna á öðrum stöðum, og fagleg fararstjórn.

C


Komdu sandinum upp á bakkann Hér sést hvað gerist ef kylfingar færa þungann frá vinstri fæti yfir á hægri fót. Kylfan mun sennilega lenda of snemma í sandinum og kúlan fer ekki upp úr. Hið sama mun gerast ef ekki er fylgt nógu vel á eftir. Önnur góð æfing er að stilla sér upp án bolta, sveifla í gegn og reyna að koma sandinum upp á bakkann.

90

GOLF.IS


Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Þetta einkennir merkisbera KPMG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is


Æfðu þig í glompunni Glompuhögg eiga ekki að vera erfið en kylfingar þurfa að vita nokkur atriði sem þurfa að vera í lagi. Svo þarf líka að finna glompu og æfa þessar hreyfingar. Það er ekki nóg að reyna að framkvæma þessar hreyfingar þegar kylfingar lenda í glompum þegar þeir spila golf. Gangi ykkur vel og vonandi nýtast þessir punktar ykkur vel.

Golfkveðja Sigurpáll Sveinsson PGA-golfkennari Golfklúbbur Suðurnesja

92

GOLF.IS


Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkama og sál

fyrir alla

fjölskyld una

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i

t il kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is


– Bandaríkjamaðurinn skrifaði nafn sitt í sögubækurnar

Aðeins tíminn mun leiða í ljóst hvort glæsilegur árangur Brooks Koepka á Opna bandaríska meistaramótinu 2018 muni standa upp úr í sögulegu samhengi - eða umdeild uppsetning á Shinnecock-vellinum. Hinn 28 ára gamli Bandaríkjamaður skrifaði nafn sitt í sögubækurnar þegar hann varði titilinn á Opna bandaríska meistaramótinu (US Open). Aðeins sjö kylfingar í langri sögu keppninnar hafa náð þeim árangri. Kappar á borð við Tiger Woods og Jack Nicklaus náðu ekki að gera slíkt á hátindi ferilsins. Koepka sýndi mikinn styrk á lokahringnum þar sem hann gerði fá mistök og sigraði með minnsta mun á +1 samtals (75-66-72-68) eða 281 höggi. Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood varð annar með frábærum lokahring en hann lék á +2 samtals (75-66-7863) eða 282 höggum. Annar sigur Koepka á Opna bandaríska meistaramótinu var jafnframt þriðji sigur hans á PGA-mótaröðinni. Hann hefur því unnið þrjá sigra og tveir af þeim eru risatitlar á Opna bandaríska. Mjög fáir kylfingar eru með slíka ferilskrá. Koepka var jafnframt sá fyrsti til að verja titilinn frá árinu 1989 þegar Curtis Strange sigraði annað árið í röð.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Koepka varði titilinn

Ferill Koepka er áhugaverður. Hann er fæddur í Flórída í Bandaríkjunum 3. maí árið 1990. Hann er kraftmikill leikmaður og íþróttagenin eru til staðar en foreldrar hans eru Bob Koepka og Denise Jakows. Hafnaboltaíþróttin var í fyrsta sæti hjá Koepka þegar hann var barn. Hann slasaðist alvarlega í bílslysi þegar hann var 10 ára sem varð til þess að golfíþróttin fór að vekja meiri áhuga hjá Koepka. Sumarið sem hann var 10 ára nýtti hann í golfið þar sem hann mátti ekki stunda aðrar íþróttir vegna þess að kinnbein og nef brotnuðu í áðurnefndu óhappi. Koepka var því öllum stundum á Okeeheelee golfvellinum og það hefur svo sannarlega skilað árangri. Gæðin í leik Brooks Koepka voru til staðar þegar hann keppti með skólaliðinu þegar hann var á 12. ári. Ári síðar stöðvaði hann fimm ára sigurgöngu föður síns á meistaramóti Sherbrooke golfklúbbsins á Flórída. Afrek hans vöktu athygli háskóla víðsvegar um Bandaríkin. Hann valdi að fara á skólastyrk í Florida State þar sem hann náði fínum árangri í NCAA háskólakeppninni.

Liðið komst einu sinni í undanúrslit með Brooks Koepka sem liðsmann. Hann var tvívegis valinn kylfingur ársins í ACC deildinni. Hann á enn met í skólanum hvað varðar meðalskor yfir fjögurra ára tímabil (71,58) og einnig á stöku tímabili (71,09). Á undanförnum misserum hefur Brooks Koepka skipað sér í fremstu röð á heimsvísu án þess að margir hafi tekið eftir því. Árangur hans á risamótunum fjórum er áhugaverður. Hann var á meðal 25 efstu á sjö risamótum í röð áður en hann fagnaði sigri á Shinnecock, þar af fjórum sinnum á meðal 10 efstu. Hann lét að sér kveða með bandaríska Ryder-liðinu í síðustu keppni gegn Evrópuúrvalinu. Í frumraun sinni í þeirri risakeppni tapaði Brooks Koepka ekki leik, hann vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli á Hazeltine National vellinum. Evrópumótaröðin á stóran þátt í þróun Brooks Koepka sem atvinnukylfings. Hann reyndi fyrir sér á Áskorendamótaröðinni í Evrópu og þar náði hann að vinna þrjú mót. Hann fékk síðan tækifæri í næstu deild þar fyrir ofan og nýtti það með því að sigra á móti í Tyrklandi á Evrópumótaröðinni. „Ég þroskaðist mikið sem leikmaður og persóna á meðan ég var að keppa í Evrópu. Markmiðið hjá mér var að sýna og sanna hvað ég gæti gert og byggja upp sjálfstraustið. Mér fannst ég geta farið hvert sem er og keppt eftir reynsluna sem ég fékk í Evrópu,“ sagði


SUZUKI MILD HYBRID FYRIR UMHVERFIÐ OG ÞIG

SUZUKI IGNIS 4X4 1,2 DUALJET MILD HYBRID GLX Beinskiptur*

Meðaleyðsla lítrar / 100 km, 4.7

SUZUKI SWIFT 1.0 BOOSTERJET MILD HYBRID GLX Beinskiptur*

Meðaleyðsla lítrar / 100 km, 4.3

SUZUKI BALENO 1,2 DUALJET MILD HYBRID GLX Beinskiptur*

Meðaleyðsla lítrar / 100 km, 4.5

Suzuki er fáanlegur með Hybrid tvinnaflsrásarvélum. 1.2l Dualjet Mild Hybrid í Suzuki Ignis og Suzuki Baleno, 1.0l Boosterjet Mild Hybrid í Suzuki Swift.

SUZUKI MILD – fyrir umhverfið og þig

Komdu í heimsókn og kynntu þér Suzuki Mild Hybrid. *Suzuki Mild Hybrid eru eingöngu fáanlegir beinskiptir.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I GOLF.IS Sími 56895 5100


Brooks Koepka á sínum tíma þegar hann komst inn á PGA-mótaröðina. Chase Koepka, yngri bróðir Brooks Koepka, fetar nú sömu leið og bróðir hans gerði á sínum tíma á Áskorenda- og Evrópumótaröðinni. Denise Jakows, móðir Brooks Koepka, veiktist alvarlega af krabbameini þegar hann var í háskóla. Hann segir að sá tími hafi breytt sýn hans á lífið. „Mamma vann

sig í gegnum veikindin og ég fór að hugsa öðruvísi en áður. Ég áttaði mig á því að það er mikilvægt að lifa lífinu á meðan maður getur, hlutirnir geta breyst hratt. Ég hef því reynt að hafa gaman af því sem ég er að gera, fá aðra til að hlæja, njóta og taka ekki hlutunum of alvarlega.“ Frá árinu 2013 hefur Brooks Koepka unnið með þjálfaranum Claude Harmon III sem er sonur hins þekkta kennara Butch Harmon.

„Samstarfið hefur breytt miklu fyrir mig í upphafshöggunum. Ég slæ boltann í kraftmikinn sveig til hægri, í stað þess að reyna að draga boltann. Slæmu höggin fara því aðeins í aðra áttina en ekki í báðar eins og áður,“ segir Koepka. Færni hans í stutta spilinu er einnig í hæsta gæðaflokki. Þar hefur hann leitað í smiðju Pete Cowen sem er einnig þjálfari Henrik Stenson, Louis Oosthuizen og Sergio Garcia.

LÆGSTU HEILDARSKORIN Á MASTERS FRÁ UPPHAFI: Tournament

2012

2013

2014

2015

2016

2017

T33

T21

T11

T4

T18

T13

1

Masters Tournament U.S. Open

96

CUT

The Open Championship

CUT

T67

T10

PGA Championship

T70

T15

T5

GOLF.IS - Golf á Íslandi Koepka varði titilinn

T6 T4

T13

2018

1



Upphitun er mikilvæg

Kylfingar á öllum aldri geta lent í því að verða fyrir meiðslum sem þeir gætu komið í veg fyrir með réttum undirbúningi. Meðalaldur kylfinga fer hækkandi með hverju árinu sem líður en 55% íslenskra kylfinga eru eldri en 50 ára. Sameiginlegt markmið allra kylfinga er að geta spilað golf eins lengi og hægt er. Lífslíkur einstaklinga sem leika golf eru meiri en þeirra sem ekki leika golf og einnig eru lífsgæði þeirra mun meiri en hinna. Það sem takmarkar afreksgetu eldri kylfinga eru álagseinkenni og getan til að geta spilað golf vegna verkja í stoðkerfinu eða sliteinkenna hvers konar. Rannsóknir sýna að álagseinkenni meðal kylfinga eru mjög tíð. Íslensk rannsókn sem gerð var árið

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi Upphitun er mikilvæg

2013 sýndi að 50% karlkylfinga voru með álagseinkenni og var það óháð getustigi. Erlendar rannsóknir sýna að 18% kylfinga eru með álagseinkenni. Það segir að miðað við að 17 þúsund kylfingar stundi golf á Íslandi eru um 3.000 – 8.000 kylfingar með einhvers konar einkenni sem rekja má til golfiðkunar. Oft og tíðum áttar fólk sig ekki á því að golf er íþrótt og hreyfingin er mjög hröð og krefst mikillar færni.

Helstu álagseinkenni sem við fáumst við eru verkir í baki, hálsi og öxlum en einnig í mjöðmum, hnjám og olnbogum. Slæm tækni er einnig mjög oft ástæða þess að kylfingar meiðast. Síðast en ekki síst er það þjálfunarástand viðkomandi. Oft og tíðum vantar að kylfingar séu nægilega duglegir að undirbúa sig fyrir tímabilið. Á haustin leita til heilbrigðiskerfisins fjöldi kylfinga með alls konar einkenni sem fáir átta sig á að eru golftengd. Fólk fær meðferð við þessum kvillum en síðan endurtekur sagan sig á næsta sumri og allt fer á sama veg. Besta leiðin til að koma í veg fyrir álagseinkenni er að fara til PGA golfkennara reglulega til að bæta golftæknina vegna þess að slæm sveiflutækni er oft ástæða þess að fólk meiðist.



Laufléttar 9 holur 1. HVE MARGIR KYLFINGAR VORU SKRÁÐIR Í GOLFKLÚBBA Á VEGUM GSÍ ÁRIÐ 2017? A. 15.000 B. 20.000 C. 17.000

2. MEÐALALDUR KVENNA Í GOLFI Á ÍSLANDI ER? A. 45 ár B. 52 ár C. 38 ár

3. HVAÐ VORU MÖRG GOLFMÓT HALDIN Á ÍSLANDI Á SÍÐASTA ÁRI? A. 500 B. 3000 C. 1500

4. HVAÐ HAFA MARGIR ÍSLENDINGAR TRYGGT SÉR KEPPNISRÉTT Á LPGA-MÓTARÖÐINNI FRÁ UPPHAFI? A. 5 alls B. 1 alls C. 3 alls

5. HVER VAR FYRSTI ÍSLENDINGURINN TIL AÐ LEIKA Á PGA-MÓTI Í KARLAFLOKKI? A. Birgir Leifur Hafþórsson B. Úlfar Jónsson C. Ólafur Björn Loftsson

6. ÁRIÐ 1962 EÐA 20 ÁRUM EFTIR AÐ GSÍ VAR STOFNAÐ VORU ÞRÍR GOLFKLÚBBAR STARFANDI Á LANDINU. HVAÐ VORU MARGIR FÉLAGSMENN Í ÞEIM SAMTALS? A. 500 B. 2000 C. 1500

7. ÁRIÐ 1982 EÐA 40 ÁRUM EFTIR AÐ GSÍ VAR STOFNAÐ HAFÐI GOLFKLÚBBUM FJÖLGAÐ UMTALSVERT. HVAÐ VORU ÞEIR MARGIR ÁRIÐ 1982? A. 40. B. 15 C. 22

8. ÁRIÐ 2002 EÐA 60 ÁRUM EFTIR STOFNUN GSÍ VORU GOLFKLÚBBARNIR ORÐNIR 54. HVAÐ VORU MARGIR KYLFINGAR SKRÁÐIR Í ÞESSA KLÚBBA? A. 15.000 B. 7.000 C. 11.000

9. HVAÐA ÍSLENSKI KARLKYLFINGUR ER SÁ EINI SEM HEFUR NÁÐ AÐ KOMAST INN Á EITT AF RISAMÓTUNUM FJÓRUM HJÁ ATVINNUKYLFINGUM? A. Birgir Leifur Hafþórsson B. Úlfar Jónsson C. Haraldur Franklín Magnús

Svör: 1 = C / 17.000. 2 = B / 52 ár. 3 = C / 1.500.

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Laufléttar 9 holur

4 = B / Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. 5 = C / Ólafur B. Loftsson 6 = A / 500.

7 = C / 22. 8 = C / 11.000. 9.= C / Haraldur Franklín.



„Golfið bjargaði lífi mínu“

102

GOLF.IS


„Það er hægt að vera geðveikur í golfi,“ segir Sverrir Þorleifsson Sverrir Þorleifsson er einn virkasti félagsmaður GM og er kunnuglegt andlit fyrir mörgum. Sverrir hefur óvenjulega sögu að segja þegar kemur að golfferlinum hans, en hann gekk í GM árið 2013. „Ég á við andleg vandamál að stríða og golfið bjargaði algjörlega því sem bjargað varð á þessum tíma og hefur einfaldlega verið mér lífgjöf þar sem ég upplifi auðvitað hæðir og lægðir í lífinu eins og allir aðrir.“ Sverrir flutti í Vesturbæinn frá Dalvík fyrir fimm árum og býr þar með unnustu sinni, Ásu Björgu, og kettinum Póló. „Ég byrjaði í golfi 3. júní 2007, ég mun alltaf muna eftir því. Mágur minn dró mig með sér í golf en hann var búinn að fara á námskeið og bjóða mér nokkrum sinnum með. Mér fannst golf alveg glatað en ég vildi svo sem ekki gera neitt nema spila með hljómsveitinni minni um helgar. Þess á milli var ég heima nánast bara að horfa á vegginn. Þennan dag kom hann til mín og tilkynnti mér að ég væri að fara með honum í golf við litla ánægju mína, en ég sagðist geta farið með honum þótt ég ætlaði alls ekki að vera með.

Hann átti gamalt sett frá frænda sínum sem hann lánaði mér svo við fórum upp á golfvöll í ekkert sérstöku veðri. Ég sagðist geta komið með en svo endaði ég með því að prófa og mér tókst að höggva mig í gegnum þessar níu holur. Þegar ég var búinn að spila leið mér eins og ég hefði fengið heilun. Ég væri sennilega ekki hér í dag ef það væri ekki fyrir mág minn. Það að hann dró mig með sér í golfið var mér lífsbjörg.“

KEYPTI GOLFSETT SAMDÆGURS „Ég fór heim og reyndi að átta mig á hvað hefði gerst, leitaði að golfbúð á netinu og hringdi í fyrstu sem ég sá, Hole in One. Strákarnir þar hjálpuðu mér að finna golfsett og kerru, golfkúlur og það sem ég kallaði „prikin sem maður slær af“ sem ég komst síðar að að hétu tí. Næst hringdi ég í Ásu, sem var stödd erlendis, og sagði henni að ég hefði farið í

golf. Hún var vægast sagt hissa en ég spurði hana hvort ég mætti kaupa mér golfsett sem henni fannst frábært. Eins gott, þar sem ég var búinn að kaupa það,“ segir Sverrir hlæjandi. „Daginn eftir kom allt dótið með flutningabíl norður og ég var eins og lítill krakki að taka upp pakka á jólunum. Ég var að vísu heillengi að finna út úr hvernig þetta virkaði, skrúfa saman kerruna og vesenast. Næst fór ég út á golfvöll og var bara þar. Ég fór í kennslu og hefði aldrei trúað því hvað mér var tekið vel. Maður kynntist fólki allt öðruvísi heldur en maður þekkti það áður. Fyrstu þrjár vikurnar passaði ég mig að fara út á golfvöll þegar ég vissi að enginn annar yrði þar. „Ég er svo lélegur, ég slæ svo mörg högg, ég er bara fyrir og það nennir enginn að spila með mér,“ hugsaði ég með mér eins og margir byrjendur tengja eflaust við. Það er samt sem áður mesta bull í heimi. Þegar ég hélt að ég væri að hitta á réttan tíma, seinnipart á laugardegi, renndi bíll í hlað þegar ég var að tía upp á 1. teig. Þá steig pabbi skólasystur minnar út og heilsaði

GOLF.IS

103


mér. Ég bauð honum að fara á undan mér en hann tók það ekki í mál og hélt nú aldeilis að við skyldum spila saman þrátt fyrir að ég reyndi ítrekað að tala hann ofan af því. Þannig kynntist ég því að það skiptir engu máli hvað þú getur í golfi, það skiptir bara máli að hafa gaman á meðan. Það er númer

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Golfið bjargaði lífi mínu“

1, 2 og 3. Eftir þetta þorði ég frekar að spila með öðrum en það er náttúrulega miklu skemmtilegra. Ég spilaði mikið með Elmari mági mínum þangað til ég varð betri en hann, því hann er svo mikill keppnismaður. Í framhaldinu fór ég að þora að mæta í mót og á karlakvöld og taka meira þátt. Í lok

júní kom maður upp að mér og spurði hvort ég vildi ekki vera með í Meistaramótinu sem ég hafði auðvitað ekki hugmynd um hvað væri. Hann útskýrði lauslega fyrir mér að þetta væri golfmót sem væri haldið á hverju ári svo ég ákvað að slá til. Þegar ég mætti spilaði ég með tveimur konum en ég kláraði alla boltana á fyrri níu, svona 15-20 stykki. Ég ætlaði bara að labba út í bíl og fara heim þegar þær sögðu mér að það væri annar hringur, sem sagt 18 holur, og svo næstu þrjá daga líka. Við vorum þrír í flokknum og einn hætti svo ég lenti í öðru sæti.“ Sverrir spilar á trommur við ýmis tilefni og segir það vera líkt golfinu að vissu leyti. „Mér finnst mjög mikið líkt með því að sveifla golfkylfu og spila á trommur. Bæði er einhvers konar grip og sveifla, tímasetningar, tækni og hreyfingar. Það hentar mér mjög vel. Við fluttum í bæinn haustið 2012 af því að Ása fékk vinnu. Ég seldi íbúðina mína á Dalvík svo ég gæti ekki flúið aftur norður ef eitthvað bjátaði á. Fyrsti veturinn í bænum var mjög erfiður fyrir mig andlega en þegar það byrjaði að vora fór ég að pæla hvort ég gæti ekki gengið í golfklúbb á höfuðborgarsvæðinu.“


Af öllu hjarta

ÚTSAL A

EIN STÆRSTA ÚTSALA LANDSINS Í FULLUM GANGI KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP kringlan.is

facebook.com/kringlan.is


GEÐVEIKUR Í GOLFI „Ég hitti Þorstein Hallgrímsson og hann hvatti mig að koma í GM, það væri akkúrat klúbburinn fyrir mig, vinalegur og hálfgerður „úti á landi“ klúbbur á þeim tíma. Ég tók hann á orðinu og allir tóku ótrúlega vel á móti mér. Ég fékk vinnu í framhaldinu hjá klúbbnum en ég elska þessa íþrótt og allt í kringum hana og ég vil halda að ég hafi staðið mig ágætlega í því sem ég gat gert. Þetta skiptir mig miklu máli og ég vil vera boðinn og búinn að hjálpa til hjá klúbbnum þegar það þarf. Ef ég hef tíma til þess að hjálpa til þá geri ég það hiklaust. Móttökurnar sem ég fékk hér voru ótrúlegar. Ég er kvíðinn, félagsfælinn og feiminn og þarf alltaf að hafa allt á hreinu fyrirfram. Það er hægt að vera geðveikur í golfi. Það var stórt skref fyrir mig að koma í GM þar sem ég þekkti engan nema Þorstein sem sagði mér að hér væri góður andi og þetta væri góður klúbbur og ég treysti því. Þeirri ákvörðun sé ég ekki eftir og ég gæti ekki hugsað mér að fara í annan klúbb í Reykjavík. Fólk spyr mig reglulega hvort mér finnist ekki langt að keyra úr Vesturbænum í Mosó en það eru tvær mínútur héðan og á Korpuna svo það skiptir nákvæmlega engu máli. Í kjölfar þess að koma í GM kynntist ég ótrúlega mörgu fólki og mínir bestu vinir á höfuðborgarsvæðinu er fólkið sem ég er með í golfi, það er ekki spurning.“ Sverrir hefur komið upp þeirri skemmtilegu hefð að taka „golfie” (golf-selfie) af sér og meðspilurum í hvert skipti sem hann spilar. Því er hann kominn með skemmtilegt safn af skemmtilegum hringjum með góðum vinum í misjöfnu veðri. „Ef einhver er að byrja í golfi og er óöruggur þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig, það eru allir velkomnir í minn ráshóp!“ Kristín María Þorsteinsdóttir skrifar: Viðtalið við Sverri var fyrst birt í tímariti Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem kom út í júní.

106

GOLF.IS


Skoda Karoq

Ambition 2.0 TDI / 4x4 / Dísil / Sjálfskiptur

Besta Hekluverðið 5.290.000 kr.

Tilbúinn til afhendingar.

Skoda Kodiaq

Ambition / 1.4 TSI / Bensín / 4x4 / Sjálfskiptur

Besta Hekluverðið 5.590.000 kr.

Tilbúinn til afhendingar.

Nýr Skoda á Besta Hekluverðinu Nú er góður tími til að fá sér nýjan Skoda hjá Heklu því við vitum aldrei hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér bíl á besta Hekluverðinu og aktu inn í sumarið.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum

Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd


108

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin


Íslandsbankamótaröðin:

Sjö kylfingar fögnuðu Íslands­ meistaratitli í Leirunni Sjö kylfingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli í sínum aldursflokki á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni. Keppnin fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja dagana 22.-24. júní sl. Þrír kylfingar náðu að verja titla sína frá því í fyrra en keppt var í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur flokkum hjá stúlkum.

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

109


Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur varði titil sinn í flokki 15–16 ára. Það gerðu einnig þeir Ingvar Andri Magnússon úr GKG í 17–18 ára flokknum og Jóhannes Guðmundsson úr GR í 19–21 árs flokknum. Sá síðastnefndi hafði betur í umspili um titilinn gegn félaga sínum úr GR, Hákoni Erni Magnússyni. Keppt var í fyrsta sinn í flokki 19–21 árs árið 2017. Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR sigraði í flokki 14 ára og yngri þrátt fyrir að vera aðeins 11 ára gömul. Perla Sól og Dagbjartur eru systkini og var því mikil gleði hjá fjölskyldu þeirra og vinum í Leirunni. Aðstæður voru nokkuð krefjandi á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Alls voru leiknar 54 holur í tveimur elstu aldursflokkunum en 36 holur í öðrum keppnisflokkum.

Alls voru 148 keppendur skráðir til leiks en 125 þeirra luku keppni. Þrettán klúbbar sendu keppendur á Íslandsmót unglinga. Flestir keppendur voru frá GKG eða 39 og GR kom þar á eftir með 30 keppendur. Meðalforgjöf keppenda var 9,2 en lægsta forgjöfin var -2. Fjórtán keppendur voru með 0 eða lægra í forgjöf.

Úrslit 14 ÁRA OG YNGRI 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (83-77-85) 245 högg (+29) 2. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (85-91-77) 253 högg (+37) 3. María Eir Guðjónsdóttir, GM (81-94-81) 256 högg (+40)

15–16 ÁRA 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (75-81-80) 236 högg (+20) 2.–3. Kinga Korpak, GS (80-89-77) 246 högg (+30) 2.–3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (82-80-84) 246 högg (+30) Klúbbur

1. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (74-76-69) 219 högg (+3) 2.–3. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (76-81-78) 235 högg (+19) 2.–3. Ísleifur Arnórsson, GR (76-81-78) 235 högg (+19)

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin

Fjöldi keppenda

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar GKG

39

Golfklúbbur Reykjavíkur GR

30

Golfklúbbur Mosfellsbæjar GM

17

Golfklúbburinn Keilir GK

11

Golfklúbbur Akureyrar GA

10

Golfklúbbur Selfoss GOS

8

Nesklúbburinn NK

7

Golfklúbbur Vestmannaeyja GV

7

Golfklúbburinn Leynir GL

7

Golfklúbbur Suðurnesja GS

7

Golfklúbburinn Hamar Dalvík GHD

4

Golfklúbbur Álftaness GÁ

1

Golfklúbbur Ísafjarðar GÍ

1


E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is


112

1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (71-70-75) 216 högg (par) 2. Svanberg Addi Stefánsson, GK (71-76-76) 223 högg (+7) 3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-79-80) 228 högg (+12)

1. Ingvar Andri Magnússon, GKG (72-77-71) 220 högg (+4) 2. Sverrir Haraldsson, GM (73-75-74) 222 högg (+6) 3.–4. Viktor Ingi Einarsson, GR (72-80-74) 226 högg (+10) 3.–4. Jón Gunnarsson, GKG (75-74-77) 226 högg (+10)

17–18 ÁRA

19–21 ÁRS

1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (84-76-85) 245 högg (+29) 2. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (84-84-82) 250 högg (+34) 3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (77-84-90) 251 högg (+35)

1. Jóhannes Guðmundsson, GR (72-73-70) 215 högg (-1) 2. Hákon Örn Magnússon, GR (70-75-70) 215 högg (-1) 3. Hlynur Bergsson, GKG (73-72-71) 216 högg (par) *Jóhannes hafði betur í þriggja holu umspili.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin


HITTU Í MARK MEÐ 18 HOLU GJÖF

Icelandair hótel Hamar býður upp á glæsilegan golfpakka sem hentar einstaklega vel sem gjöf til golfara. Við fullkomnum svo gjöfina með stórfenglegu útsýni, fyrsta flokks veitingum, faglegri þjónustu og dásamlegu umhverfi. Pantaðu gjafabréf á icelandairhotel.is eða bókaðu golfpakkann í síma 433 6600 eða á hamar@icehotels.is

Icelandair hótel Hamar | Borgarnes | 433 6600 | hamar@icehotels.is

Innifalið í golfpakkanum: -

Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi Veglegt morgunverðarhlaðborð Einn hringur á Hamarsvelli Glæsilegur þriggja rétta veislukvöldverður að hætti Hamars

Verð fyrir tvo 57.000 kr. Verð fyrir einn 29.000 kr.


Dagbjartur dró mig með sér í golfið – Perla Sól Sigurbrandsdóttir ætlar sér stóra hluti í framtíðinni „Dagbjartur bróðir minn dró mig með sér í golfið og þannig byrjaði ég í þessari frábæru íþrótt,“ segir hin 11 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í flokki 14 ára og yngri nýverið á Íslandsbankamótaröðinni. Perla Sól og bróðir hennar, Dagbjartur, eru bæði Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum. PERLA SÓL SVARAÐI NOKKRUM SPURNINGUM SEM GOLF Á ÍSLANDI LAGÐI FYRIR HANA. Þú ert aðeins 11 ára og sigraðir á Íslandsmóti unglinga 14 ára og yngri, hvernig leið þér með þann árangur og hverju þakkar þú árangurinn? „Mér leið vel að vinna Íslandsmótið. Þeir sem eiga þakkir skildar fyrir að aðstoða mig eru foreldrar mínir, Dagbjartur bróðir minn og þjálfararnir mínir Snorri, David og Ingi Rúnar í Golfklúbbi Reykjavíkur.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Útivera, félagsskapur og að keppa.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Komast í háskóla í Bandaríkjunum, verða atvinnukylfingur og komast á LPGA-mótaröðina.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Stutta spilið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Högg úr brautarglompu.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Að vera Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri stúlkna.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar ég var á golfbíl og var að keyra upp bratta brekku. Þegar ég var komin upp brekkuna beygði ég of mikið og fór niður brekkuna nema ekki á veginum. Golfbíllinn fór útaf og ég missti stjórn á honum og stökk út. Bíllinn festist og það þurfti að koma trukkur að ná í hann.“ Draumaráshópurinn? „Jordan Spieth, Justin Thomas og Tiger Woods.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Bay Hill því hann er skemmtilegur og eftirminnilegur. Korpan er falleg og er minn heimavöllur og hefur alltaf verið uppáhalds.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „18. hola á Bay Hill, hún er krefjandi og skemmtileg. 18. holan á Eagle Creek er falleg og krefjandi og 6. holan á Korpunni, þar er létt að komast nálægt pinna.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Fimleikar, skíði og flestallar íþróttir.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Korpuskóla – 6.bekk.“

Staðreyndir: Nafn: Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Aldur: 11 ára. Forgjöf: 8,1. Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur. Uppáhaldsmatur: Kjötbollurnar hennar ömmu. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: 56 gráður. Ég hlusta á: Popptónlist. Besta skor í golfi: 73 á Korpunni. Besta vefsíðan: Golf.is. Besta blaðið: Golf á Íslandi.

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Stundar þú aðrar íþróttir / hvaða íþrótt? Hópfimleika. Dræver: US kids TS3. Brautartré: US kids TS3. Blendingur: US kids TS3. Járn: US kids TS3. Fleygjárn: US kids TS3. Pútter: Scotty Cameron. Hanski: FootJoy. Skór: FootJoy. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear.


ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.

ÍSLENSK GETSPÁ

Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


– Dagbjartur lætur sig dreyma um að leika með Seve, Jack og Tiger Dagbjartur Sigurbrandsson er í fremstu röð á landsvísu í sínum aldursflokki í golfinu. GR-ingurinn er ríkjandi Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára og er sá titill hápunkturinn á ferlinum enn sem komið er, að mati Dagbjarts. Eins og sést þá drekkur Dagbjartur Kristal, hann fílar nautakjöt, sjankar af og til í bíla á leikvöllum og besta skorið hjá Dagbjarti er -8.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Vinur minn bauð mér í golf þegar ég var 10 ára. Féll fyrir golfinu og hef verið á golfvellinum síðan.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Spila í góðum félagskap, vera úti og keppa á mótum.“ Framtíðardraumarnir? „Að vera á toppnum í atvinnumennsku, komast í Ryder Cup-liðið og vinna risamót.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Slátturinn.“

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Titillinn á Skaganum efirminnilegastur

Hvað þarftu að laga í þínum leik? „100 metra högg og nær.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég varð Íslandsmeistari á Garðavelli síðasta sumar.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Það var eitt atvik en það gerðist samt ekki á golfvelli, var að slá á leikvelli hjá frænda mínum og shankaði beint í bíl. Við létum eiganda bílsins vita af þessu.“ Draumaráshópurinn? „Seve Ballesteros, Jack Nicklaus og Tiger Woods.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Korpan (Sjórinn og Áin). Þetta er heimavöllurinn minn og mér finnst þetta geggjaður völlur.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „6. holan á Korpunni vegna þess að ég fór holu í höggi þar, 18. holan á Bay Hill, geggjuð hola og 18. holan á Carnoustie, það er mjög erfið hola og þar hefur margt gerst.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Hef gaman af körfubolta.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Kelduskóla, Vík, 10. bekk.“

STAÐREYNDIR: Nafn: Dagbjartur Sigurbrandsson. Aldur: 15 ára. Forgjöf: -0,9. Klúbbur: GR. Uppáhaldsmatur: Nautakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Kristall. Uppáhaldskylfa: 58 gráður. Ég hlusta á: Rapp og popptónlist. Besta skor í golfi: -8 á Eagle Creek í Orlando á hvítum teigum. Besta vefsíðan: kylfingur.is Besta blaðið: Golf á Íslandi. Stundar þú aðrar íþróttir / hvaða íþrótt? Nei, en var í fótbolta og körfubolta hjá Fjölni. Dræver: Titleist 917D3. Brautartré: Titleist 917 F2 3 tré og 5 tré Blendingur: Er ekki með blending en er með 2 járn sem ég skipti stundum út fyrir 5-tréð. Járn: Titleist AP2 718. Fleygjárn: Titleist Vokey SM7. Pútter: Scotty Cameron Futura 5W. Hanski: Titleist Players. Skór: Footjoy MyJoys Icon Shield Tip. Golfpoki: Titleist Stay Dry. Kerra: Clicgear.

142543 •

SÍA •

PIPAR \ TBWA

Titillinn á Skaganum efirminnilegastur


142543 •

SÍA •

PIPAR \ TBWA

Veldu rafgeymi sem hentar golfbílnum þínum. Rafgeymarnir frá Trojan eru traustir, öruggir og endingargóðir. Þeir hafa verið framleiddir frá árinu 1928 en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á sínu sviði allar götur síðan.

TROJAN RAFGEYMARNIR – HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU

RÉTTUR RAFGEYMIR GETUR LAGAÐ FORGJÖFINA!

Kylfingar þekkja það öðrum betur að ef sveiflan á að vera í lagi þurfa allar aðstæður í kring að vera það líka. Það getur allt haft áhrif á forgjöfina; veðrið, dagsformið, félagarnir og rafgeymirinn – enda er fátt meira pirrandi úti á velli en hikstandi golfbíll.

Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.


Fyrsta mótið erlendis eftirminnilegast – Róbert Leó kann vel við 2-járnið sitt „Ég þarf að ná betri tökum á skapinu og járnahöggunum,“ segir GKG-ingurinn Róbert Leó Arnórsson sem kann vel að meta gott nautakjöt með bernaise-sósu. Róbert Leó hlustar alltaf á þjálfarana sína í GKG og hann lætur sig dreyma um að leika með Tiger Woods, Jordan Spieth og Rory McIlroy í ráshópi. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Pabbi kenndi mér golf þegar ég var lítill, mér fannst það vera skemmtilegt um leið og er búinn að stunda það síðan.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Samkeppnin og félagsskapurinn.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum og spila svo á mótum erlendis.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Stutta spilið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Ég þarf að ná betri tökum á skapinu og járnahöggunum.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Það er þegar ég keppti á mínu fyrsta móti erlendis sem var í Flórída í Bandaríkjunum.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar ég var að keppa á meistaramóti GKG árið 2016. Þetta var lokadagurinn og ég átti sjö högg þegar fjórar holur voru eftir og svo sló ég teighöggið á 6. holu (par 4) í vatnið. Næstu þrír boltar fóru líka í vatnið, ég endaði holuna á 13 höggum og tapaði mótinu með tveimur höggum.“ Draumaráshópurinn? „Tiger Woods, Jordan Spieth og Rory McIlroy.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Celebration Golf Club í Flórída, við spilum hann alltaf nokkrum sinnum þegar við fjölskyldan erum í Flórída.“

Nafn: Róbert Leó Arnórsson. Aldur: 13. Forgjöf: 6,1. Klúbbur: GKG. Uppáhaldsmatur: Nautasteik með bernaisesósu og grænmeti. Uppáhaldsdrykkur: Hleðsla. Uppáhaldskylfa: 2-járn. Ég hlusta á: Þjálfarana mína. Besta skor í golfi: 73 á Leirdalnum. Besta vefsíðan: Golf.is Besta blaðið: Golf á Íslandi. Stundar þú aðrar íþróttir / hvaða íþrótt? Líkamsrækt.

118

GOLF.IS

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? 10. á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og 7. á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar. Báðar stuttar og skemmtilegar par 4 holur. Mér finnst 18. á Lo Romero á Spáni mjög skemmtileg, þar þarf að slá högg inn á flöt sem er eyja úti í miðju vatni.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Mér finnst mjög gaman að ferðast.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er í 8. bekk í Salaskóla.“

Dræver: TaylorMade M2. Brautartré: Callaway Rogue. Blendingur:Titleist 716 TMB 2 járn. Járn:Taylor Made p770. Fleygjárn: Vokey sm6 50, 54 og 58 gráður. Pútter:Scotty Cameron select 2,5. Hanski: FootJoy. Skór: Under Armour. Golfpoki: Titleist Stadry burðarpoki. Kerra: Clicgear.


UPPHAFIÐ AÐ STÓRKOSTLEGRI MÁLTÍÐ Maille Dijon Originale sinnep, síðan 1747 Meals, Maille, Memories.


Íslandsmót (Mid/Am) Icelandair +35 – Svala og Sigmundur Íslandsmeistarar Íslandsmót (Mid/Am) Icelandair +35 í golfi fór fram á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Sigmundur Einar Másson úr GKG fagnaði sigri í karlaflokki og Svala Óskarsdóttir Garner úr Golfklúbbnum Leyni sigraði í kvennaflokki. Úrslitin í kvennaflokki réðust eftir þriggja holu umspil. Þar hafði Svala betur gegn Þórdísi Geirsdóttur, sem hefur tíu sinnum fagnað sigri á þessu Íslandsmóti. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Sigmundur og Svala fagna þessum titli. Sigmundur Einar

Lokastaðan:

1. flokkur karla – 35 og eldri 1. Sigmundur Einar Másson, GKG (73-6969) 211 högg (+1) 2. Guðmundur Arason, GR (73-71-70) 214 högg (+4) 3.-4. Nökkvi Gunnarsson, NK (85-66-68) 219 högg (+9) 3.-4. Þröstur Ástþórsson, GS (76-70-73) 219 högg (+9) 5.-6. Helgi Runólfsson, GK (76-75-69) 220 högg (+10) 5.-6. Sturla Höskuldsson, GA (69-78-73) 220 högg (+10) 1. flokkur kvenna – 35 og eldri 1. Svala Óskarsdóttir Garner, GL (77-7069) 216 högg (+6) 2. Þórdís Geirsdóttir, GK (72-68-76) 216 högg (+6) *Svala vann eftir þriggja holu umspil. 3. Ingunn Einarsdóttir, GKG (73-77-70) 220 högg (+10) 2. flokkur karla – 35 og eldri 1. Guðmundur Andri Bjarnason, GG (7877-77) 232 högg (+22) 2. Leifur Guðjónsson, GG (78-77-78) 233 högg (+23) 3. Páll Ingólfsson, GJÓ (81-79-79) 239 högg (+29) 3. flokkur karla – 35 og eldri 1. Róbert Sigurðarson, GS (96-96-91) 283 högg (+73) 2. Haukur Guðberg Einarsson, GG (94-10291) 287 högg (+77) 3. Ásgeir Ingvarsson, GKG (102-95-92) 289 högg (+79) 2. flokkur kvenna – 35 og eldri 1. Ragna Björg Ingólfsdóttir, NK (75-78-82) 235 högg (+25)

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót (Mid/Am) Icelandair +35

hefur unnið Íslandsmeistaratitla í unglingaflokki (2000) og hann vann þann stóra árið 2006 á Urriðavelli þegar hann sigraði á sjálfu Íslandsmótinu í golfi.

2. Ágústa Dúa Jónsdóttir, NK (78-81-79) 238 högg (+28) 3. Svanhvít Helga Hammer, GG (83-84-84) 251 högg (+41) Íslandsmeistarar 35 ára og eldri í kvenna- og karlaflokkum verða fulltrúar Íslands á alþjóðlegu MidAm-móti árið 2019, uppfylli þeir keppnisskilmála mótsins. Ef Íslandsmeistarar uppfylla ekki skilyrði keppnisskilmálanna, t.d um áhugamennsku, verða fulltrúar Íslands þeir kylfingar sem eru á lægsta skori og uppfylla

skilyrðin. (Íslandsmeistari í flokkum karla og kvenna er sá kylfingur sem spilar á lægsta skori, óháð forgjafarflokkum).

ÍSLANDSMEISTARAR +35 FRÁ UPPHAFI: 2000: Jón Haukur Guðlaugsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (1) 2001: Jón Haukur Guðlaugsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (2) 2002: Tryggvi Valtýr Traustason (1) / Þórdís Geirsdóttir (3) 2003: Ólafur Hreinn Jóhannesson (1) / Þórdís Geirsdóttir (4) 2004: Einar Long (1) / Þórdís Geirsdóttir (5) 2005: Tryggvi Valtýr Traustason (2) / Anna Jódís Sigurbergsdóttir (1) 2006: Sigurbjörn Þorgeirsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (6) 2007: Sigurbjörn Þorgeirsson (2) / María Málfríður Guðnadóttir (1) 2008: Sigurbjörn Þorgeirsson (3) / Ásgerður Sverrisdóttir (1) 2009: Arnar Sigurbjörnsson (1) / Andrea Ásgrímsdóttir (1) 2010: Sigurjón Arnarsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (7) 2011: Tryggvi Valtýr Traustason (3) / Þórdís Geirsdóttir (8) 2012: Nökkvi Gunnarsson (1) / Ólöf María Jónsdóttir (1) 2013: Einar Lyng Hjaltason (1) / Þórdís Geirsdóttir (9) 2014: Tryggvi Valtýr Traustason (4) / Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 2015: Gunnar Geir Gústavsson (1) / Hansína Þorkelsdóttir (1) 2016: Nökkvi Gunnarsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (10) 2017: Björgvin Þorsteinsson (1) / Sara Jóhannsdóttir (1) 2018: Sigmundur Einar Másson (1) / Svala Óskarsdóttir (1)


Motocaddy er málið Tekur minna pláss samanbrotin M1 DHC - 2018 árgerð er mætt til leiks Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

lilja@vegaljos.is

www.vegaljos.is GOLF.IS

121


122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót (Mid/Am) Icelandair +35


TÖFRANDI GOLFFERÐ TIL 25.okt - 03.nóv

MAROKKÓ 9 nætur og 8 golfhringir í AGADIR á glæsilegu kynningarverði

IBEROS FOUNTY BTAR EACH . 4 ½ stjörnu

gisting með öllu in nifalið í mat og innlendu m drykkjum .4h ringir á Go lf Du Sole 3 hringir á Golf De L´O il / cean / 1 hringur á Tazegzout

BEINT LEIGUFLUG Á

269.900

AGADIR

HYATT PLA CE TAGHAZO UT BAY . 5 stjörnu

gisting með morgu n- og kvöldv erð .7h ringir á Taze gzout / 1 hringur á Golf De L´O cean

á mann í tvíb

TVEIR VAL

ýli

KOSTIR

Nánari upplýsingar um ferðina :

595 1000 . heimsferdir.is . arnipall@heimsferdir.is

– fáðu meira út úr fríinu

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

STÓRKOSTLEGIR GOLFVELLIR Í ÆVINTÝRALEGU UMHVERFI


Horfðu til himins – Anna Snædís er glerhörð keppnismanneskja

Anna Snædís Sigmarsdóttir, kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, er glerhörð keppnismanneskja. Anna var á meðal keppenda á +35 ára Íslandsmótinu sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík. Ljósmyndari Golf á Íslandi var á 4. flötinni á öðrum keppnisdegi mótsins af alls þremur. Þar átti Anna Snædís frekar stutt pútt eftir sem fór ekki ofan í og það fór ekkert á milli mála að Anna Snædís var ekkert sérstaklega ánægð með útkomuna. Þess má geta að Anna Snædís er móðir Önnu Sólveigar Snorradóttur landsliðskylfings úr Keili.

Þeir bestu velja TaylorMade

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi Horfðu til himins


GOLF.IS

125


S

KYNNING Rafmagnsgolfbíllinn Garpur er kominn til landsins á nýjan leik en hann þykir skemmtilega kraftmikill og búinn einstaklegra mjúkri fjöðrun sem gerir hann sérlega hentugan fyrir íslenska golfvelli.

Garpur golfbíll er afar vinsæll meðal kylfinga. Hann er léttur og þægilegur á golfvellinum og hentar vel fyrir átján holur.

Garpur léttir golfurum lífið Garpur er sérstaklega kraftmikill og hleðslan dugar léttilega hyggist golfarar fara 18 holurnar tvisvar í röð,“ segir Brynjar Valdimarsson hjá SB2 en fyrirtækið flytur inn rafmagnsgolfbílinn Garp. Þetta er annað árið sem Garpur er til sölu hér á landi en í fyrra var eftirspurnin slík að bílarnir seldust upp á örstuttum tíma. „Okkur þótti það reyndar ekkert undarlegt enda er Garpur afskaplega vel búinn golfbíll, þægilegur í akstri og fjöðrunin einstaklega mjúk. Hann hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og ætti að ganga á hvaða golfvelli landsins sem er.“ Brynjar er ötull golfari og hefur sjálfur ekið um á golfbíl í 25 ár. Hann hefur því fylgst með vaxandi vinsældum golfbíla á íslenskum völlum og sjálfur haft vökult auga fyrir golfbílum sem gagnast gætu vel hér á landi. Hann segir það því enga tilviljun að Garpur hafi orðið fyrir valinu. „Garpur er betur búinn en gengur og gerist með golfbíla, hreinlega hlaðinn búnaði á borð við boltaog kylfuhreinsara, kælibox fyrir drykki,

regn- og vindverjandi yfirbreiðslu með renndum hurðum, regnhlíf fyrir golfsett, tólf tommu álfelgur, hraðamæli, stefnuljós og niðurfellanlega framrúðu,“ segir Brynjar og bætir við að Garp megi fá í fjórum litum, hvítum, bláum, rauðum og grænum. Hvað varðar vinsældir golfbíla segir Brynjar að þær hafi vaxið gífurlega og fari enn vaxandi. „Þetta var nánast einmanalegt í byrjun, upp úr 1990, en núna er staðan þannig að geymsluplássið við golfvöllinn í Korpu er svo gott sem sprungið og mér skilst að ástandið sé svipað á öðrum völlum. Og eru engu að síður ansi margir sem geyma golfbíla sína heima og koma með þá þegar þeir fara hring.“

og eldra er kannski ekki að undra að sala golfbíla fari vaxandi samhliða. Þá má þess geta að heimilt er að nota golfbíla í Íslandsmóti eldri kylfinga. Brynjar tekur þó fram að það séu ekki eingöngu eldri kylfingar sem noti golfbíla hér á landi. „Margir vilja einfaldlega njóta þeirra þæginda sem fylgja því að aka um á golfbíl.“ Eins og áður segir er Garpur með mjög gott drægi og kemst rúmlega tvo hringi á 18 holu golfvelli. Honum fylgir hleðslustöð sem eingöngu þarf að stinga í samband við hefðbundna innstungu og ekki tekur nema örfáar klukkustundir að fullhlaða rafhlöðuna. Brynjar tekur fram að Garpur gæti jafnvel nýst annars staðar en á golfvellinum, til að mynda á sveitabæjum eða við sumarhús þar sem slóðar eru til staðar. Hægt er að skoða Garp hjá Betri bílasölunni og er sá möguleiki fyrir hendi að reynsluaka Garpi áður en að kaupum kemur. Starfsmenn Betri bílasölunnar geta enn fremur leiðbeint kaupendum um kerru undir Garp á góðu verði.

ÞÆGINDI SEM FYLGJA GOLFBÍL

Garpur hefur reynst vel við íslenskar aðstæður enda seldist hann upp í fyrra.

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Sem stendur eru um sjötíu golfvellir á Íslandi og á höfuðborgarsvæðinu einu er að finna sex 18 holu golfvelli. Þeir golfarar sem fara 18 holu hring ganga að meðaltali um níu kílómetra en þeir sem nýta sér golfbíla ekki nema um þrjá kílómetra. Þegar litið er til þess að fjölgun í golfíþróttinni hér á landi er langsamlega mest hjá fólki sem er 50 ára

Betri bílasalan er með síma 571 7166 og Facebook-síða Garps er facebook.com/GolfGarpur/

FO

.4 3 hr 1


k ta g u l f r i r y f tt é R

Svífðu á milli golfvalla landsins og fínstilltu sveifluna í alls konar hæð yfir sjávarmáli. Jaðarsvöllur á Akureyri, Tungudalsvöllur á Ísafirði, Grafarholtsvöllur í Reykjavík og Ekkjufellsvöllur á Egilsstöðum eru klárir í hring – eða hringi.

Festu þér flugferð á airicelandconnect.is


Aumingjavæðing og foreldravæl Nú er Íslandsmót unglinga nýafstaðið. Flott golf og frábær tilþrif hjá okkar fremstu unglingum.

Það er tvennt sem pirrar mig mikið eftir þetta mót. Það fengu hvorki fleiri né færri en 21 frávísun, mættu ekki eða bara hreinlega hættu í mótinu. Sumir voru óheppnir og fengu frávísun. Aðrir urðu veikir eða meiddust. Ég veit að það eru þarna einstaklingar sem hreinlega hættu vegna þess að það gekk illa eða þeim var kalt og bara nenntu þessu ekki. Þessir einstaklingar sýna íþróttinni, mótinu, mótshöldurum og meðspilurum vanvirðingu með þessari hegðun. Enn verra finnst mér þegar foreldrar eru meðvirkir og leyfa eða jafnvel hvetja til þess háttar hegðunar. Kollegi minn hætti í golfmóti á Eimskipsmótaröðinni fyrir nokkrum árum. Hann fór fyrir aganefnd og fékk að mig minnir áminningu. Ég vona svo innilega að Golfsamband Íslands skoði listann yfir þá sem hættu í mótinu og hafi samband við þá aðila. Mín skoðun er sú að þeir sem hætta í stærstu mótunum þurfi að útvega læknisvottorð. Við megum ekki láta það viðgangast að gangi hlutirnir ekki upp sé bara í lagi að hætta, jafnvel á miðjum hring. Einnig fannst mér asnalegt að hlusta á foreldra taka hárblásarann á mótshaldara vegna þess að ekki var frestað vegna veðurs á laugardeginum. Vindurinn var 5-7 m/ sek og það féllu 5-7 mm af regni yfir daginn. Völlurinn var aldrei nálægt því að vera óleikhæfur og það var bara engin ástæða til að fresta. Afsakið, en það er bara dómgreindarleysi að halda öðru fram. Þetta er mín skoðun og kannski eitthvað sem margir hugsa en þora ekki að setja út í kosmósið. Bestu kveðjur, Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA golfkennari hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Aumingjavæðing og foreldravæl


NÁTTÚRULEGA TIL FRAMTÍÐAR Náttúrulegar umbúðir – í sátt við umhverfið Tímamótaumbúðirnar frá Enviropack eru eingöngu úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Loks er hægt að velja kaffimál, glös, matvælaílát og ýmsar aðrar umbúðir sem eru að fullu niðurbrjótanlegar og vistvænar. Vörurnar eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís. Þær eru úr náttúrulegu hráefni og því 100% niðurbrjótanlegar. Enviropack vörurnar fást meðal annars í umbúðaverslun Odda, Höfðabakka 7

Geta brotnað niður á 12 vikum

Minna kolefnisspor en af öðrum einnota umbúðum

Pakkningar

Kaffimál

Veldu rétt, veldu náttúrulegt - fyrir okkur öll!

Glös og matvælaílát

Hnífapör

www.oddi.is


Morgado í Portúgal:

Tveir gæðavellir í fallegu umhverfi

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tveir gæðavellir í fallegu umhverfi


GOLF.IS

131


Portúgal hefur í marga áratugi verið einn vinsælasti staðurinn fyrir kylfinga sem vilja upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Þar eru fjölmargir stórkostlegir golfvellir og úrvalið er mikið. Morgado golfsvæðið hefur notið vinsælda hjá íslenskum kylfingum í gegnum ferðaskrifstofuna VITA-golf. Sá sem þetta skrifar var á Morgado um miðjan apríl sl. Það er óhætt að segja að vel fari um gesti í glæsilegum vistarverum. Hótelherbergin eru fyrsta flokks og allur aðbúnaður á svæðinu er úr efstu hillu. Æfingasvæðið er í hæsta gæðaflokki og hafa margir golfklúbbar landsins nýtt sér Morgado-svæðið í æfinga- og keppnisferðir á undanförnum árum. Til marks um gæðin á Morgado þá er keppt á samnefndum velli á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Áskorendamótaröðin (Challenge Tour) hefur á undanförnum tveimur

Bíllinn yngist allur upp

132

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tveir gæðavellir í fallegu umhverfi


árum haldið Opna portúgalska meistaramótið á þessum velli. Portúgal varð aftur hluti af Áskorendamótaröðinni árið 2017 eftir sjö ára hlé. Viðburðurinn hefur vakið enn meiri athygli á Morgado sem golfsvæði í hæsta gæðaflokki. Þrátt fyrir að bestu kylfingar heims noti Morgado sem keppnisvöll þá er hann engu að síður spennandi valkostur fyrir kylfinga á öllum aldri og getustigum. Mjög auðvelt er t.d. að ganga á þessum velli og margir sem nýta sér það til heilsubótar samhliða golfinu. Gestir Morgado-vallarins fá aðlögunartíma á fyrstu holunum sem bjóða þá velkomna. Fyrstu holurnar eru frekar opnar og flatirnar eru stórar. Samt sem áður krefjandi holur. Flatirnar eru hraðar en sanngjarnar og það tekur ekki langan tíma að venjast hraðanum á flötunum. Síðari níu holur vallarins eru mótaðar með skemmtilegum hætti inn í landslagið. Töluverður hæðarmunur er á fyrri og síðari hluta vallarins og þegar allt er lagt saman myndar Morgado skemmtilega heild sem gaman er að glíma við. Útsýnið af Morgado er fallegt, engar byggingar eru í kringum völlinn, aðeins náttúran, fjallasýn og á góðum degi er útsýnið frábært. Á Morgado eru tveir 18 holu vellir. Hinn valkosturinn fyrir gesti er Álamos sem opnaði árið 2006. Álamos er par 71 og er aðeins styttri en Morgado. Álamos er fyrsta flokks völlur sem er krefjandi og skemmtilegur. Fyrri 9 holurnar á Álamos eru í áhugaverðu landslagi sem kryddar upplifunina heldur betur. Á síðari hluta vallarins er landslagið aðeins flatara en samt sem áður er völlurinn krefjandi áskorun. Því oftar sem Álamos er leikinn því betur kemur í ljós hversu vel heppnaður hann er sem golfvöllur. Á heildina litið er Morgado skemmtilegur valkostur fyrir kylfinga. Fyrsta flokks aðbúnaður í gistingu, mat og drykk. Frábært æfingasvæði og afar áhugaverðir golfvellir. Og það er auðvelt að fá rástíma fyrir þá sem vilja leika meira en 18 holur á dag.

Eitt mest vaxandi golfmerki í heiminum

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

133


134

GOLF.IS


Kylfukast Valdimars Það gerist margt undarlegt þegar kylfingar slá golfbolta. Valdimar Ólafsson úr Golfklúbbnum Leyni kætti meðspilara sína þegar hann missti kylfuna úr höndunum eftir upphafshöggið á 1. holunni á Álamos golfvellinum í Portúgal í vor. Myndirnar segja allt sem segja þarf en takið eftir svipnum á félögum hans í bakgrunni myndanna - en þeir sprungu hreinlega úr hlátri þegar þetta var allt saman afstaðið.

GOLF.IS

135


Þrír Íslendingar á British Amateur

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu (British Amateur) sem fram fór á Royal Aberdeen Golf Club í Skotlandi um miðjan júní 2018. Gísli Sveinbergsson úr Keili, Bjarki Pétursson úr GB og Aron Snær Júlíusson úr GKG voru fulltrúar Íslands. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ var með þeim í þessari keppnisferð. Alls tóku 288 keppendur þátt og léku þeir alls 36 holur í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana. Síðan tók við holukeppni en 64 efstu eftir höggleikinn komust í gegnum niðurskurðinn. Mótið er eitt af þeim sterkustu í heimi hjá áhugakylfingum. Gísli Sveinbergsson lék á 75 og 74 höggum. Hann endaði á +8 samtals og var þremur höggum frá því að komast áfram. Bjarki Pétursson lék á 78 og 73 höggum. Hann endaði á +8 höggum líkt og Gísli og þeir deildu 101. sætinu. Aron Snær lék á 78 og 72 höggum eða +9 samtals. Hann endaði í 119. sæti.

136

GOLF.IS

Mótið er eins og áður segir eitt það virtasta og sterkasta hjá áhugakylfingum og sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á þremur risamótum atvinnukylfinga, Masters-mótinu, Opna breska meistaramótinu og Opna bandaríska meistaramótinu. Í holukeppninni voru leiknar 18 holur í hverri umferð þar til tveir mættust í úrslitaleik um sigurinn. Myndatexti: Frá vinstri: Jussi Pitkänen afreksstjóri, Bjarki Pétursson, Aron Snær Júlíusson, Gísli Sveinbergsson.


MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir | Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar

Notaðu punktana til að komast í golfið Þú getur nefnilega borgað fyrir flugið með blöndu af Vildarpunktum og peningum. Kannaðu stöðuna. Því fleiri punktar, því styttra í púttið.

Afþreyingarkerfi í hverju sæti.

Hægt að nota og safna Vildarpunktum um borð.

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 88157 04/18

DRYKKIR INNIFALDIR

ERTU Á PARI ÞEGAR KEMUR AÐ PUNKTUNUM?


Evrópumót landsliða 2018

– Þrjú landslið frá Íslandi kepptu dagana 10.–14. júlí sl. Evrópumót landsliða karla, kvenna og stúlkna fór fram dagana 10.–14. júlí sl. Ísland sendi þrjú lið til keppni og í haust mun piltalandslið Íslands keppa í 2. deild. Nánar verður fjallað um árangur íslensku landsliðanna í næsta tölublaði Golf á Íslandi en úrslit úr mótunum má nálgast á golf.is.

Karlalandsliðið keppti á Golf Club Bad Saarow vellinum rétt við Berlín í Þýskalandi. Arnór Ingi Finnbjörnsson var fyrirliði og Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, var ráðgjafi liðsins. Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GB), Arnór Ingi Finnbjörnsson.

Kvennalandsliðið keppti á GC Murhof vellinum í Austurríki. Björgvin Sigurbergsson var ráðgjafi/fyrirliði og Guðný Þóra Guðnadóttir var sjúkraþjálfari liðsins. Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Anna Sólveig Smáradóttir (GK), Saga Traustadóttir (GR), Andrea Bergsdóttir (GKG), Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Berglind Björnsdóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Guðný Þóra Guðnadóttir sjúkraþjálfari.

Stúlknalandsliðið keppti á Forsgården vellinum í Svíþjóð. Fyrirliði var Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir og ráðgjafi liðsins var Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Frá vinstri: Þorbjörg, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Kinga Korpak (GS), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) og Stefanía Valgeirsdóttir.

138

GOLF.IS - Golf á Íslandi Evrópumót landsliða 2018


Með hjálp Nutrilenk get ég unnið og lifað laus við verki. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvaþjálfun, tabata o.fl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus“. Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhússarkitekt

Er hugsað bæði fyrir liði og vöðva en það er kælandi, dregur úr bólgum og er gott fyrir brjóskvefinn. Gelið má nota eftir þörfum en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir.

Hefur hjálpað þúsundum Íslendinga sem þjást af liðverkjum, stirðleika eða braki í liðum. Hjá þeim sem þjást af minnkuðum brjóskvef þá getur NUTRILENK GOLD virkað verkjastillandi á liðverki, en liðverkir orsakast af rýrnun brjóskvefs í liðamótum.

Er fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót og því frábrugðið því þegar fólk þjáist af sliti í liðum. Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar álagsíþróttir.


25 ára afmæli GÚ

Golfklúbburinn Úthlíð hefur stækkað jafnt og þétt

Golfklúbburinn Úthlíð hélt upp á 25 ára afmæli sitt í júní sl. með veglegu afmælismóti og glæsilegum hátíðarkvöldverði. Fjölmenni mætti á báða viðburðina þrátt fyrir mikla úrkomu.

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbburinn Úthlíð hefur stækkað jafnt og þétt

Á stofnfundi Golfklúbbs Úthlíðar árið 1993 mættu tíu aðilar og þar af voru fimm kjörnir í stjórn. Mest hefur félagafjöldinn farið upp í 220 en í dag eru skráðir félagar um 140. Klúbburinn er því í 26. sæti yfir fjölmennustu klúbba landsins. Klúbburinn hefur stækkað jafnt og þétt sem er viðurkenning á umhirðu vallarins sem og því félagsstarfi sem á sér stað á svæðinu. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, veitti fjórum félagsmönnum GÚ heiðursmerki fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar. Hjörtur Fr. Vigfússon, Rúnar J. Árnason, Þorsteinn Sverrisson og Björn Sigurðsson fengu allir gullmerki GSÍ. Hjörtur Vigfússon er einn af stofnendum GÚ og var í forsvari fyrir stofnun félagsins. Hjörtur var fyrsti formaður félagsins og var formaður frá árinu 1993–1998. Hjörtur hefur setið í stjórn GÚ frá upphafi og verið lykilmaður í starfi klúbbsins í gegnum árin, bæði sem starfsmaður vallarins og rekstraraðili, og setið í ýmsum nefndum og mótsstjórnum. Hjörtur var einnig framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds og Golfklúbbs Oddfellowa


markhönnun ehf

VERSLANIR um land allt! Ferskir ávextir & grænmeti

Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda

Bakað á staðnum www.netto.is

Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


um þriggja ára skeið og hefur átt mikið samstarf með GSÍ í gegnum golfklúbba og önnur fyrirtæki um langt skeið. Hjörtur var einnig einn af stofnendum Golf in Iceland og sat í stjórn þar. Hjörtur er einnig einn af stofnendum Golfklúbbsins Tudda. Rúnar Árnason er einn af stofnendum GÚ og hefur setið í stjórn GÚ frá upphafi. Rúnar hefur sinnt þar flestum störfum sem og mörgum verkefnum. Rúnar hefur aldrei látið sig vanta á fundi, vinnudaga eða hvaðeina sem hann er beðinn um á vegum klúbbsins og hefur með ótrúlegum drifkrafti komið að uppbyggingu félagsins. Þorsteinn Sverrisson hefur verið formaður félagsins frá 1998 eða í um 20 ár. Hann hefur sinnt rekstri klúbbsins og vallarins af miklum myndarbrag og hefur með ótrúlegum drifkrafti komið að uppbyggingu félagsins. Björn Sigurðsson var einn af stofnendum GÚ. Hann var vallareigandi Úthlíðarvallar á upphafsárum vallarins og klúbbsins og er enn einn af eigendum hans. Í gegnum árin hefur hann stjórnað framkvæmdum á vellinum og styrkt klúbbastarfið með alls kyns gjöfum og verðlaunum. Starf hans og fórnfýsi vegna uppbyggingar á klúbbnum og aðstöðunni á vellinum er ómetanlegt og verður seint fullþakkað.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbburinn Úthlíð hefur stækkað jafnt og þétt



Völlurinn var grófteiknaður en landslagið réði að mestu ferðinni. Hafsteinn Þorgeirsson, golfvallakempa og vinur Gísla, kom mikið við sögu og fór fimlega á milli hugmynda hönnuðar og aðstæðna á vellinum. Trjásetning og staðsetning á glompum fór svolítið eftir stemningu hverju sinni.

144

GOLF.IS


GOLF.IS

145


HAFIST HANDA ÁRIÐ 1992 Árið 1992 var hafist handa við að útbúa golfvöll í Úthlíð. Bræðurnir Gísli og Björn Sigurðssynir ræddu möguleikann á að byggja golfvöll – og varð úr að gera völlinn á því svæði sem hann er í dag. Gísli, sem starfaði lengi á Morgunblaðinu, teiknaði og hannað völlinn. Völlurinn var grófteiknaður en landslagið réði að mestu ferðinni. Hafsteinn Þorgeirsson, golfvallakempa og vinur Gísla, kom mikið við sögu og fór fimlega á milli hugmynda hönnuðar og aðstæðna á vellinum. Trjásetning og staðsetning á glompum fór svolítið eftir stemningu hverju sinni. Sláttuvélarnar sem notaðar voru á upphafsárum klúbbsins voru án efa ekki framleiddar með þau átök í huga sem þeirra biðu á Úthlíðarvelli. Túnin sem brautirnar voru lagðar eftir voru mjög gróf, ójöfn og snarrótin var mikil. Gróðursetning við Úthlíðarvöll hófst strax samhliða uppbyggingu vallarins. Fjöldi plantna var fluttur frá Kirkjubæjarklaustri og fæstar þeirra lifðu það af. Nokkrar þeirra stóðu samt af sér ferðalagið og eru til mikillar prýði við 7. braut. Reglulega hefur verið gróðursett í gegnum árin og setur það mikinn svip á völlinn. Fyrstu sandglompur voru teknar á fyrsta vinnudegi sem haldinn var 1995 og sumum fannst nóg um.

146

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbburinn Úthlíð hefur stækkað jafnt og þétt


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


eimskip flytur þér golfið Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.