1 minute read

Götótt Helgafell!

Götótt Helgafell!

Margar leiðir eru upp á Helgafell, m.a. í gegnum stórfenglegan steinboga

Advertisement

Daglega leggja fjölmargir leið sína á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga. Slóðar upp á fjallið eru all margir þó tvær meginleiðir séu fjölfarnastar. Flestir fara upp í Valahnúksskarð og upp Helgafell úr norð-austri en einnig er oft farið upp gilið að norðanverðu, beint af augum þegar komið er að fjallinu. Þá er slóði upp að sunnanverðu og einnig að austanverðu í átt að Riddaranum, bratta leið upp í gegnum stórfenglegt gat sem sést frá gönguleiðinni „bak“ við fjallið ef vel er að gáð. Ratleikur Hafnarfjarðar sem hefst í júní leiðir þátttakendur á slóðir gatsins í Helgafelli.

This article is from: