2 minute read

EVRÓPSKAR MERKINGAR Á DEKKJUM

Öll dekk sem eru seld í Evrópu skulu bera upplýsingar um eldsneytiseyðslu, grip í bleytu og veggný sem er mældur fyrir utan bílinn. Á upplýsingamiða sem fylgir dekkinu skal einnig vera QR kóði sem hægt er að skanna og komast þannig inn á heimasíðu sem hefur enn ítarlegri upplýsingar um viðkomandi dekk. Einkunn er uppgefin í bókstöfum þar sem A er best og G er verst.

Eldsneytiseyðsla er mæld með tilliti til viðnáms á viðkomandi dekki. Bestu dekkin með lægsta viðnám fá einkunnina B, en önnur fá C til E. Megin reglan er sú að 0.1 lítri á hverja 100 kílómetrum aðskilur hvern staf fyrir sig. Á rafbílum er 15 kílómetrar milli stafa.

Veggnýr er mældur hávaði fyrir utan bíl þegar honum er ekið fram hjá mæli. Hátalaratákn hefur þrjár línur og merkir ein lína að hljóðmengun sé að lágmarki þremur desíbelum undir viðmiði sem var notast við 2016, tvær línur þýðir að hljóðmengun sé á pari við 2016 viðmiðið. Síðan eru þrjár línur sem merkja að hávaði frá dekkjunum sem er svipaður og þau gildi sem var miðað við 2001.

Vetrarmerking sýnir getu dekks til að aka í vetraraðstæðum. Fjall með snjókorni gefur til kynna að dekkið sé hæft við vetraraðstæður í mildara loftslagi. Fjall með snjótopp þýðir að dekkið sé betur fallið til aksturs við erfiðari vetraraðstæður.

HP eða UHP dekk?

„High Performance“ (HP)

Grip á blautu malbiki er miðað við hemlun frá 80 km/h niður í 0. Frá A til B munar 3 metrum, B til C munar auka fjórum metrum og þá hefur E 12 metra eða lengra umfram A. Þau dekk sem bera F merkingu eru síðan komin í 18 metra eða lengra. Einnig má miða við eina bíllengd milli stafa (um 3-6 metrar).

Kostir: Lágur veggnýr, lengri líftími, eyðslugrennri, hljóðlát og örugg undir álagi

Ókostir: Minna grip en UHP dekkin, ekki jafn gott viðbragð í stýri

Fyrir hvern? Almenna notendur sem vilja þægileg og örugg dekk á góðu verði.

„Ultra High Performance“ (UHP)

Kostir: Mjög gott grip á blautu yfirborði, skemmtilegri bíll sem bregst betur við.

Ókostir: Minni þægindi og aukin veggnýr, eyðslufrekari með skemmri líftíma

Fyrir hvern? Alla sem vilja ná fram bestu aksturseiginleikum bílsins og hámarka grip í krefjandi akstri. Þá bregst bíllinn betur við í stýri.

Mikilvæg atriði í prófuninni

Hemlun

Blautt malbik er yfirleitt hættulegasta sumarfærið og veggrip dekkja í bleytu er þar af leiðandi mismikið. Sum eru hreinlega flughál í bleytu meðan önnur hafa tryggt grip bæði í akstri og í hemlun. Gott veggrip í bleytu er mjög mikilvægur eiginleiki og þess vegna vegur akstur og hemlun í bleytu þyngst. Einkunnir hvers hjólbarða eru reiknaðir út frá meðaltali allra mælda hemlunarvegalenda á þurru annars vegar og blautu malbiki hins vegar.

Veggrip Veggrip hjólbarðanna er metið með því að mæla brautartíma aksturs eftir votri akstursbraut. Aksturinn og mælingarnar eru margar og endurteknar og margir ökumenn annast hann. Brautin er fjölbreytt og krefst hröðunar og hemlunar en einnig eru krappar beygjur á henni. Einkunn hvers hjólbarða er reiknuð út frá meðaltali fjölda brautartímamælinga.

Aksturstilfinning

Ökumenn í könnuninni meta á eigin forsendum hvernig hver hjólbarðategund hegðar sér í almennum akstri á malbiki og ýmsum mismunandi akstursaðstæðum, eins og hvað gerist þegar bíllinn skrikar, hvernig það gerist og hversu erfitt eða létt er að ná aftur fullri stjórn á bílnum. Slíkar aðstæður koma oft upp í akstri í umferðinni. Um er að ræða blindpróf, það er að segja að ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bifreiðinni hverju sinni.

Flotun

Hraðinn er aukinn inn á brautarhluta sem þakinn er vatni. Skráður er sá hraði sem bíllinn hefur náð þegar veggripið hefur algerlega tapast.

Veggnýr

Veggnýr er bæði mældur með mælitækjum og metinn af ökumönnum. Ekið er eftir vegi með grófu yfirborði. Ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bílnum hverju sinni.

Núningsmótstaða Núningsmótstaða hjólbarða er mæld með sérstökum tækjabúnaði á rannsóknarstofu. Niðurstöðurnar eru umreiknaðar út frá því dekki sem mælist með minnstu mótsstöðu (rennur lengst). Einkunnin er reiknuð út sem aukin eldsneytiseyðsla.