1 minute read

Stafræn FÍB skírteini

FÍB skírteinið er komið í símann

Nú er boðið upp á þá nýjung að félagsmenn í FÍB geta fengið útgefið félagsskírteini á stafrænu formi í snjallsímann. Skráðir félagar í FÍB sem hafa greitt árgjald geta sótt um stafrænt FÍB skírteini hérna: www.fib.is/is/thjonusta/ gerast-felagi/stafraent Stafræna FÍB skírteinið er fyrir notendur með Android-síma og iOS-síma en eingöngu er hægt að setja félagsskírteinið upp á einu símtæki í einu. Ef það er sett upp á öðrum síma afvirkjast það í tækinu sem það var í áður. Notendum með Android-síma er bent á að sækja íslenska veskisappið SmartWallet fyrir bestu virknina.

Ef nánari upplýsinga er þörf er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins með tölvupósti, fib@fib.is eða hringja í síma 414-9999. Frekari leiðbeiningar varðandi stafræna FÍB skírteinið má nálgast á heimasíðu FÍB

Markmið FÍB með stafræna félagsskírteininu er að bæta þjónustu við félagsmenn. Með stafrænu FÍB skírteini er verið að draga úr plastnotkun og póstdreifingu sem er umhverfislega jákvætt. Þann sparnað má nýta til að efla þjónustu FÍB enn frekar.

This article is from: