1 minute read

HREIÐRIÐ FRUMKVÖÐLASETUR

FabLab Selfoss er stoltur samstarfsaðili Hreiðursins sem er frumkvöðlasetur, staðsett í Fjölheimum á Selfossi.

Advertisement

Tilgangur Hreiðursins er að styðja við og efla frumkvöðla á Suðurlandi. Auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu. Slíkt gerir frumkvöðlana jafnframt hæfari til þess að sækja sér fjármagn, hvort sem er í gegnum samkeppnis- og/eða vísisjóði, sem og aðrar fjármögnunarleiðir. Markmiðið er að til verði nýjar vörur og/eða þjónusta hjá frumkvöðlum á Suðurlandi ásamt fjölgun starfa á svæðinu.

Í Hreiðrinu er boðið upp á vinnuaðstöðu ásamt handleiðslu ráðgjafa sem mótuð er út frá þörfum frumkvöðulsins. Nokkrir frumkvöðlar geta starfað í Hreiðrinu á sama tíma og njóta því einnig jafningjastuðnings. Frumkvöðlar geta jafnframt nýtt sér ráðgjöf og þjónustu FabLabsins og ráðgjafa þess til þess að þróa og móta sínar vörur.

NÁNARIUPPLÝSINGARUMHREIÐRIÐMÁFINNAHÉR: