1 minute read

FULLT AF SKEMMTILEGUM VERKEFNUM

Síðastliðin þrjú ár hefur ELKO verið með bleika viku í aðdraganda bleika dagsins í október. Í bleikri viku renna 10% af öllum seldum bleikum vörum óskert til Krabbameinsfélagsins.

Bleika vikan gekk vonum framar og seldust bleikar vörur fyrir tæpar 5.000.000 kr. og nam styrkurinn til Krabbameinsfélagsins

500.000 kr. auk sölu á rúmum 500 bleikum slaufum, en salan hefur aldrei verið eins mikil.

BLEIKA VIKAN „ELKO SELDI YFIR 500 SLAUFUR“

Mottumars

ELKO hefur lengi unnið með Krabbameinsfélaginu að styrktarátökum og seldi ELKO mottumarssokkana í öllum verslunum líkt og síðastliðin ár. Salan hefur aldrei verið jafn góð eða tæplega 600 sokkar og stefnir ELKO á þátttöku aftur næstu ár.

ÉG ÆTLA

Í tengslum við meistaramánuð á ári hverju hefur ELKO stuðlað að heilbrigðum lífsstíl í febrúarmánuði þar sem átakið „Ég ætla“ fer í gang þar sem hvatt er til hreyfingar og markmiðasetningar.

HVATNINGARGJÖF ELKO

OG DÓTTIR FOUNDATION

ELKO studdi við verkefni Virtual Dream Foundation og Þroskahjálpar með því að útvega sjö Meta Quest VR sýndarveruleikagleraugu.

Verkefnið fólst í því að búa til sýndarveruleika fyrir fólk með þroskahamlanir til að æfa sig að framkvæma athafnir sem virðast framandi eða ógnvekjandi í fyrstu. Fólk getur því æft sig þar til það er orðið nógu öruggt til að stíga skrefin í raunveruleikanum. Búnar voru til sviðsmyndir í samvinnu við kjörstjórn í Reykjavík, Strætó, Reykjadal og Bjarkarhlíð hvernig það væri að kjósa, taka strætó, mæta í sumarbúðir og leita sér aðstoðar sem þolandi ofbeldis.

This article is from: