1 minute read

BROSTRYGGING 3.9

Eitt af loforðum ELKO er „það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli“. Brostryggingin er ein leið til að uppfylla þessa stefnu og felst hún meðal annars í eftirfarandi atriðum:

30 Daga Skilar Ttur

Til að stuðla að ánægju viðskiptavina býður ELKO upp á 30 daga skilarétt. Ef viðskiptavinum líkar ekki varan geta þeir skilað henni og fengið inneign eða vöruna endurgreidda að fullu. Þetta á líka við um vörur sem búið er að opna og prófa.

Framlengdur Skilar Ttur

ELKO framlengir skilarétt á jóla- og fermingargjöfum ár hvert. Venjulegur skilaréttur er 30 dagar en framlengdur skilaréttur á jólagjöfum eða fermingargjöfum getur verið allt að 105 dagar. Hjá ELKO verður ekki til nein sóun vegna gjafa sem missa marks því skilavörur rata alltaf hendur nýrra eigenda.

Ver Ryggi

Lækki vara verði hjá ELKO innan 30 daga frá kaupum í verslun geta viðskiptavinir haft samband og fengið mismuninn endurgreiddan að því gefnu að varan sé enn til í vöruúrvali. Verðöryggi gildir einungis um vörur sem keyptar voru í ELKO.

GJAFAKORT OG INNEIGNARNÓTUR

Ef viðskiptavinir fá gjafakort úr ELKO eða eignast inneign vegna vöruskila þá eiga þeir þá upphæð inni hjá fyrirtækinu.

ELKO hefur í hávegum heiðarlega viðskiptahætti og því er enginn gildistími á inneignum eða gjafakortum.

Ver Saga

ELKO vill stuðla að trausti í viðskiptum og leggur áherslu á gagnsæi, þjónustu og aukið samtal við viðskiptavini. Liður í því er birting verðsögu hverrar vöru á elko.is. Verðsagan sýnir nákvæma þróun verðs á vöru frá því að hún kemur inn á lager. Ef vara fer á tilboð eða hækkar í verði er það sérstaklega merkt verðsögunni. Með þessu stuðlar ELKO að trausti og að viðskiptavinum séu tryggð réttindi sín.

Gjafami Ar

Þegar viðskiptavinir ELKO kaupa gjöf er boðið upp á gjafamiða. Sá sem fær gjöfina má prófa vöruna og ef honum líkar ekki við hana er honum velkomið að skila henni og fá nýja vöru, inneignarnótu eða endurgreiðslu að því gefnu að gjafamiði sé fyrir hendi. Rúmur skilaréttur gjafa hafa minnkað töluvert sóun vegna gjafa sem hitta ekki í mark.

Vi B Tartrygging

Með langflestum vörum og tækjum býður ELKO viðskiptavinum sínum upp á viðbótartryggingu. Hún nær yfir óhöpp og tjón á tækjum sem heimilistryggingar ná oft ekki að bæta. Ekki skiptir máli hvort óhappið hafi átt sér stað heima eða á ferðalagi, viðbótartryggingin gildir um allan heim. Áður en kemur til útskipta þar sem skemmt tæki er bætt með nýju tæki er ávallt viðgerð reynd á skemmda tækinu. Þannig reynir ELKO að lengja líftíma vara og vernda umhverfið. Sífellt er bætt í úrval trygginga hjá ELKO og má til dæmis nefna skjátryggingar sem komu nýjar inn á árinu.

This article is from: