1 minute read

LENGJUM LÍFTÍMA TÆKJA MEÐ ÖFLUGRI VIÐGERÐARÞJÓNUSTU

Betri Uppl Singagj F Vi Ger Ar J Nustu

Árið 2022 var yfirskrift ársins innanhúss ár eftirkaupaþjónustu. Markmiðið var að geta boðið bestu eftirkaupaþjónustu á raftækjamarkaði og voru fjölmörg verkefni innleidd í kjölfarið en stærsta verkefnið var án efa innleiðing á rafræna þjónustupantanakerfinu Golíat.

Það er byggt upp til að halda utan um eftirkaupaþjónustumál.

Markmiðið er að bæta þjónustu ELKO og draga úr sóun. Kerfið sendir reglulega stöðuuppfærslu til viðskiptavina vegna vöru í viðgerð. Golíat hefur nú þegar aukið ánægju starfsfólks og viðskiptavina og hefur skilað sér í betra utanumhaldi á öllum tækjum í viðgerðarferli.

Umfangsmikil Vi Ger Ar J Nusta

Allar vörur sem ELKO selur eru með skilgreint eftirkaupaþjónustuferli, en það getur verið mismunandi eftir eðli vörunnar. Í viðgerðarferli hverrar vöru er tekið mið af umhverfissjónarmiðum, en einnig þörfum og væntingum viðskiptavina. Flestar vörur sem keyptar eru hjá ELKO eru í ábyrgð í tvö ár eftir kaup og sumar eru með kvörtunarrétt, allt að fimm árum eftir kaup. ELKO teygir sig lengra í skilmálum gagnvart viðskiptavinum sínum en söluaðilar almennt gera til að tryggja ábyrga eftirkaupaþjónustu og lengri líftíma raftækja. ELKO á í samstarfi við um 60 verkstæði um land allt sem sinna viðgerðum á raftækjum fyrir ELKO. Viðskiptavinir sem flytjast búferlum geta einnig fengið þjónustu á öllum Norðurlöndunum í gegnum samstarfsaðila ELKO. Með öflugu eftirkaupaþjónustuferli er mögulegt að lengja líftíma vöru og draga þar með úr sóun.

„UM 60 VERKSTÆÐI UM LAND ALLT“

„UPPLÝSINGAGJÖF Í HVERJU SKREFI“ ÞJÓNUSTA Á

Llum

This article is from: