1 minute read

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

Hverjum Degi

Það er ELKO mikið kappsmál að hafa vitneskju um ánægju viðskiptavina í rauntíma. Ánægja er mæld með könnunum út frá „HappyOrNot“ staðli. Viðskiptavinir geta svarað könnunum á leið sinni út úr verslunum í þar til gerðum stöndum með því að gefa viðeigand bros- eða fýlukall og með opnum svörum eða athugasemdum, kjósa þeir svo. Stjórnendur ELKO vakta ánægjumælingarnar daglega og skoða opin svör til að geta gert viðeigandi ráðstafanir hafi orðið þjónustufall. Mælingin hefur reynst Elko afar dýrmæt í gegnum árin og hefur náðst ótrúlegur árangur síðustu ár frá því leiðin að því að eiga ánægðustu viðskiptavinina hófst árið 2020.

This article is from: