1 minute read

HJARTA ELKO

Að mati ELKO er starfsfólkið mikilvægasti auður fyrirtækisins, en hjá fyrirtækinu starfa 238 einstaklingar. Lögð er áhersla á faglegt ráðningarferli og jafnlaunastefnu í samræmi við hæfniskröfur, ábyrgð og árangur. Stefna ELKO er að gæta fyllsta jafnréttis og að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta. Öll kyn eru hvött til að sækja um auglýst störf hjá ELKO og gætt er að því að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum.

Vi Viljum Vera Fyrirmyndarvinnusta Ur

OG BÚA TIL STARFSUMHVERFI

ÞAR SEM ÁHERSLAN ER Á ÞJÁLFUN, JAFNRÉTTI, HEILSU OG ÖRYGGI STARFSFÓLKS.

ELKO er virkilega stolt af vinnustaðamenningunni, hversu góð samheldni og samstaða ríkir hjá liðsheildinni. Á vinnustaðnum er lögð áhersla á opin og óþvinguð samskipti og hefur í kjölfarið myndast jákvæður andi og stemning.

Starfsfólk fær tækifæri til starfsþróunar og eru fjölmörg dæmi um starfsfólk sem hefur byrjað í hlutastarfi og unnið sig upp í stjórnendastöður, en það eru einmitt svona dæmi sem endurspegla hvað menning ELKO snýst um.

This article is from: