1 minute read

STEFNUSKRÁ

MANNAUÐSSTEFNA (HEIMSMARKMIÐ 5)

ELKO leggur áherslu á að ráða og efla hæft starfsfólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, bjóða sanngjörn laun og viðhalda öflugri fræðslu. Starfsfólki er ekki mismunað eftir kyni, aldri, uppruna eða öðrum þáttum og er hvatt til að sýna frumkvæði og taka virkan þátt í að betrumbæta fyrirtækið.

UMHVERFISSTEFNA (HEIMSMARKMIÐ 12)

ELKO ætlar að leggja sitt af mörkum við að draga úr álagi á umhverfið vegna raftækjaúrgangs sem fellur til vegna smásölu sem og annarrar losunar sem tengist rekstri fyrirtækisins með beinum hætti. Mikilvægur þáttur í þeirri vegferð er að upplýsa starfsfólk og viðskiptavini um hvernig hægt er að hlúa að umhverfinu fyrir komandi kynslóðir.

ÞJÓNUSTUSTEFNA (HEIMSMARKMIÐ 8)

Stafrænt umhverfi og traustir ráðgjafar í raftækjum veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu með jákvæðu og lausnamiðuðu viðmóti.

JAFNLAUNASTEFNA (HEIMSMARKMIÐ 5)

Jafnlaunastefna ELKO gildir fyrir allt starfsfólk sem gætir jafnréttis í launaákvörðunum til að starfsfólk hafi jöfn laun fyrir sambærilega eða jafnverðmæt störf óháð kynjum eða öðrum þáttum. Einnig er hún órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu fyrirtækisins.

INNKAUPASTEFNA (HEIMSMARKMIÐ 12)

Við munum halda áfram innkaupasamstarfi við samstarfsaðila okkar í ELKJØP og velja aðra birgja á heiðarlegan hátt í samræmi við kröfur er varða samkeppnishæf verð, gæði, þjónustu, markaðssamstarf og samfélagslega ábyrgð.

JAFNRÉTTISSTEFNA (HEIMSMARKMIÐ 5)

Mismunun vegna kyns er óheimil í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna Festi og rekstrarfélaga að gæta fyllsta jafnréttis milli alls starfsfólks. Hver starfsmaður er metinn að verðleikum.

VERÐSTEFNA (HEIMSMARKMIÐ 12)

Við ætlum að vera ábyrg í verðlagningu, samkeppnishæf gagnvart ytra umhverfi og uppfylla reglur, lög og tilmæli stjórnvalda.

This article is from: