
1 minute read
Fastir liðir framundan
Kótelettan, árleg tónlistar- og fjölskylduhátíð, verður haldin 6.-9. júlí á Selfossi. Laugardaginn 8. júlí verða grillaðar og seldar kótelettur til styrktar SKB eins og mörg undanfarin ár. Á síðasta ári tilkynnti Einar Björnsson, yfirkótelettukall og skipuleggjandi Kótelettunnar, að hátíðin myndi frá og með síðasta ári jafna innkomuna af kótelettusölunni og afrakstur hvers árs þar með tvöfaldast. Mikið er um dýrðir daginn sem kótelettusalan fer fram, ýmis tónlistaratriði sem höfða til yngri kynslóðarinnar, veltibíllinn er alltaf á staðnum og ýmis leik- og tívólítæki.
Félagsmenn í SKB og aðrir eru hvattir til að fjölmenna og gera sér glaðan dag og maga! Sumarhátíð SKB verður 28.-30. júlí en þá taka vinir okkar í Múlakoti taka á móti okkur og bjóða okkur að nýta aðstöðuna: tjaldstæði, snyrtiaðastöðu og flugskýli. Dagskrá er hefðbundin – útsýnisflug og Grillvagninn verða á sínum stað, bubbluboltar og fleiri skemmtiatriði. Skráning þegar nær dregur. Frábært tækifæri fyrir félagsmenn til að hittast og eiga góðar stundir í félagsskap hver annars.
Advertisement

Vinsamlegast fjölmennið!

Reykjavíkurmaraþon verður 19. ágúst nk. Hlaupið er einn af stærri fjáröflunarviðburðum hvers árs hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og hefur félagið iðulega verið í hópi þeirra sem mest bera úr býtum í áheitasöfnun í tengslum við hlaupið. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons, www.rmi.is, og á www. hlaupastyrkur.is er bæði hægt að skrá þátttöku í áheitasöfnun og heita á hlaupara.
Árshátíð verður á Nauthóli 2. september. Nánari upplýsingar og skráning þegar nær dregur.

