8 minute read
Skólahúsin á Hvanneyri brenna
Þannig var það að haustið 1903 var búið að móta Mjólkurskólanum á Hvanneyri starfsskilyrði til nokkurrar framtíðar: Vönduðu skólahúsi og að því er virtist skýrum starfsreglum auk þess sem fyrsta reynsla af skólastarfinu var orðin að góðum grundvelli fyrir hina ungu stofnun. Framtíðin hefði því átt að blasa við Grönfeldt skólastjóra og Mjólkurskólanum á Hvanneyri. En þá dundi ólánið yfir.
Aðfaranótt 6. október 1903 kom upp eldur í kjallara íbúðarhúss Búnaðarskólans, sennilega í eldhúsi skólans.87 Vindur stóð af norðaustri svo reyk, hita og eld lagði í átt að Mjólkurskólanum en á milli húsanna var aðeins fjögurra metra breitt sund. Mjólkurskólahúsið var járnklætt timburhús, eins og hús Búnaðarskólans, en brátt læstu logarnir sig í þakskegg þess og gluggakarma. Tjón fólks og skólanna beggja varð gífurlegt, þótt tækist að bjarga miklum hluta af munum og tækjum úr Mjólkurskólanum. Sjálft Mjólkurskólahúsið hafði verið tryggt fyrir 4.500 kr.
Advertisement
Með bréfi dagsettu 10. október 1903 fór amtmaður Suður- og Vesturamtsins fram á það við sýslumann Borgfirðinga að halda „próf til upplýsingar“ um húsabrunann. Það gerði hann 31. sama mánaðar á Hvítárvöllum, á þingstað hreppsins, þar sem Hjörtur skólastjóri var kallaður fyrir ásamt tveimur skólapiltum. Þann 10. nóvember var svo Grönfeldt kallaður fyrir lögreglurétt Reykjavíkur hjá bæjarfógeta þar, ásamt tveimur vitnum. Skýrslurnar gefa glögga mynd af hinum hörmulega atburði:88
Það var um kl. 23 þetta kvöld sem Hjörtur skólastjóri varð var við torkennilegan þyt, fór fram úr herbergi sínu og mætti þá reykmekki upp um stigagat úr kjallara þar sem eldhúsið var. Vakti hann fólk sitt „sem lá í herbergjum hér og hvar á loftinu …“, stökk út um glugga á barnaherberginu og náði að reisa stiga við glugga á austurgafli skólahússins. Um hann komst fólkið út á næturklæðunum einum utan einn maður sem stökk út um annan glugga. Áhöld og aðstaða til slökkvistarfs var svo að segja engin. Reynt var að sækja vatn í lækinn sunnan við skólahúsin (Tungutúnslækinn). Búnaðarskólahúsið varð brátt alelda. Nokkru af rúmfötum tókst að bjarga, sömuleiðis einhverju af bókum og húsgögnum en annars brann allt sem brunnið gat. Brátt lagði æðandi logana undan vindi í átt til Mjólkurskólahússins og eldurinn tók að læsa sig í timburverk þess. Grönfeldt vaknaði í herbergi þeirra hjóna og fósturbarns þeirra á annarri hæð Mjólkurskólahússins við harkaleg boð um að eldur væri laus í húsi
Búnaðarskólans. Sá hann strax að Mjólkurskólanum yrði ekki bjargað og hóf því þegar með fólki sínu, eiginkonu, vinnukonu og fimm skólastúlkum að forða verðmætum lausamunum úr skólanum, fyrst um aðaldyr hans sem vissu til austurs en síðan um kjallaradyr Mjólkurskólans er sneru til suðurs. „Úr mjólkurskólanum varð mest öllu bjargað …“ segir í skýrslunni. Virðist allt þetta þó hafa gerst í skjótri svipan. Má vel skilja það þegar gætt er að aðstæðum: Tvö nástæð timburhús, annað og jafnvel bæði einangruð með þurru heyi, mór í eldiviðargeymslu og nokkur vindur af norðaustri. Lýsingum viðstaddra ber saman í helstu atriðum en þó steytti þar á einu atriði.
Nokkru fyrir brunann hafði Mjólkurskólinn fengið olíufat úr kaupstaðnum með 140 pundum af „gasolíni“ sem til bráðabirgða hafði verið komið fyrir þétt við vegg Mjólkurskólans í sundinu á milli húsanna. Við eldinn hitnaði tunnan svo að hún sprakk og varð af mikið eldhaf. Hjörtur skólastjóri taldi að bjarga hefði mátt Mjólkurskólahúsinu ef ekki hefði komið til hlutur þessarar tunnu. Grönfeldt var á öndverðri skoðun og sagði að „… alllangur tími hafi liðið frá því að kviknað var í [mjólkur]skólanum og þangað til tunnan sprakk.“ Þá skoðun studdu öll fjögur vitnin, sem kölluð voru fyrir.
Þarna stóðu þá nemendur og starfsfólk beggja skólanna, alls um 45 manns, vegalaust yfir rjúkandi brunarústunum. Það hefði varla getað staðið verr á: Vetrarstarf skólanna að hefjast og veturinn fram undan með
Skemman á Hvanneyri, sem byggð var árið 1896, varð athvarf nemenda og starfsmanna Búnaðarskólans um rúmlega eins árs skeið eftir brunann 6. október 1903. Þar var ekki rúm fyrir nemendur Mjólkurskólans eða starfsemi hans; skólinn var því fluttur til Reykjavíkur um tíma. Myndin var tekin veturinn 2016. Fyrir nokkrum árum var Skemman endurbyggð.
lítt fýsilegum aðstæðum til úrbóta og endurbyggingar hús. Til allrar hamingju stóð nýleg skemma sunnanvert í Bæjarhólnum á Hvanneyri og hún slapp við eldinn. Þar kom starfsfólk Búnaðarskólans og nemendur sér fyrir við þröngan kost. Einnig mun hafa verið reynt að refta yfir einhvern hluta steinkjallara hins brunna skólahússins til þess að fá geymslurými.
Hvað snerti Mjólkurskólann kom stjórn Búnaðarfélagsins saman nokkrum dögum seinna til þess að ræða stöðuna sem upp var komin. Þangað mætti einnig Grön-
Frá Reykjavík um það leyti er flytja þurfti starf Mjólkurskólans þangað eftir skólabrunann mikla á Hvanneyri haustið 1903. Húsnæði fékkst í kjallara hússins við Aðalstræti 18 (Uppsalir), örin vísar á húsið.
feldt. Stjórnin taldi óumflýjanlegt að halda kennslunni áfram, sem þá var nýhafin, skólinn hafði aðeins starfað í tæpa viku; engin tiltök væru hins vegar á að endurbyggja skólann á Hvanneyri „… nú undir vetur.“ Grönfeldt kvað kost á því að leigja timburhús á Hvítárvöllum og að þar mundi mega fá mjólk. Húsið þar væri að vísu mjög kalt. Líka hafði verið svipast um eftir nothæfu húsnæði í Reykjavík. Reyndist það fáanlegt hjá Magnúsi snikkara Árnasyni við Aðalstræti 18. Var þá ákveðið að flytja kennsluna „til Reykjavíkur nú í bráð og flytja áhöldin suður“ segir í fundargerð stjórnarnefndarinnar.89 Þegar voru gerðar ráðstafanir með skipsferð úr Borgarnesi vegna flutninganna.
Hafðar voru hraðar hendur og á hinum nýja stað hófst bókleg kennsla 19. október. Mjaltaæfingarnar fóru hins vegar fram í fjósi sr. Þórhalls Bjarnarsonar, formanns Búnaðarfélags Íslands, í Laufási (við Laufásveg). Mjólk til verklegrar kennslu og vinnslu í skólanum var keypt hjá bændum í Reykjavík og þar í grennd. Skólinn, sem nú lá vel við markaði, bauð afurðir sínar, svo sem undanrennu, áfir og Gengist var fyrir samskotum til smjör til sölu í kjallar- stuðnings nemendum og starfsfólki á anum á Aðalstræti 18. Hvanneyri er töpuðu eigum sínum í Hins vegar reyndust skólabrunanum þar. mjólkurkaupin skólanum mjög dýr en skólinn keypti 150 lítra á dag til sinna þarfa. Þá bakaði færsla skólans nemendum hans töluverðan aukakostnað.90 Þeim til léttis hækkaði Búnaðarfélag Íslands námsstyrk þeirra um helming.91
Gengist var fyrir samskotum fyrir heimilisfólk og nem-
endur á Hvanneyri. Fyrir þeim stóðu Sigurður Þórðarson sýslumaður Borgfirðinga, sr. Guðmundur Helgason prestur í Reykholti og Björn Þorsteinsson bóndi í Bæ í Bæjarsveit með auglýsingu dagsettri daginn eftir brunann. Blaðið Ísafold veitti samskotunum viðtöku.92
Þótt furðu farsællega tækist að bjarga um stundarsakir rekstri Mjólkurskólans setti húsbruninn á Hvanneyri framtíð skólans í mikið uppnám og um veturinn, sem í hönd fór, urðu miklar umræður um hana. Grönfeldt virðist ekki ekki hafa verið með öllu sáttur við veru Mjólkurskólans á Hvanneyri. Á stjórnarfundi Búnaðarfélagsins sumarið 1903 hafði verið lagt fram erindi Grönfeldts þar sem hann sagði sig úr þjónustu við Búnaðarfélagið, miðað við júní 1904, „… nema því aðeins að skólinn verði fluttur frá Hvanneyri.“ Geta má þess að starfssamningurinn við Grönfeldt var gerður til tveggja ára í senn á þessum fyrstu árum. Stakk Grönfeldt upp á Knerri (í Breiðuvík) eða annarri góðri jörð fyrir mjólkurskóla og hússtjórnarskóla. Stjórnin hafnaði tillögu um flutning en kaus að bíða með afgreiðslu uppsagnarinnar. Ekki er ljóst hvað lá að baki þessum hugmyndum Grönfeldts en víst er um það að hann var farinn að hugsa til hreyfings áður en bruninn stóri varð. Einhverjir hnökrar höfðu gert vart við sig í mjög þröngri sambúð skólanna tveggja. Ef til vill hafði ekki tekist að má í brott agnúa sem gætti í upphafi samstarfsins á Hvanneyri. Vera má að skiptar skoðanir skólastjóranna um hlut olíubrúsans
MJÓLKURBÚ – RJÓMABÚ
Þótt ekkert sé meginmál er líklega rétt að vekja athygli á hugtökum sem til urðu á nýsköpunarárum mjólkurvinnslunnar hérlendis. Talað var um mjólkurbú, rjómabú og smjörbú. Mjólkurbú voru (og eru) þau sem taka við mjólk til frekari vinnslu. Rjómabú tóku eingöngu við rjóma, sem þá hafði verið skilinn á bæjunum, kölluð flødemejerier á dönsku. Er frá leið voru rjómabúin íslensku einnig nefnd smjörbú enda var framleiðsla rjómabúanna að langmestu leyti smjör. Í ljósi samgöngutækni í byrjun síðustu aldar er ekki undarlegt að menn kysu rjómabúsformið; þá varð flutningurinn til samlagsbúsins stórum einfaldari. Rjóminn, hið verðmæta hráefni, er aðeins lítill hluti mjólkurinnar.
Þá er það annað einkenni þessara búa að þau voru öll stofnsett og rekin á félagslegum grunni – með dönsku andelsmejeriene sem hvað helstu fyrirmyndina. Um þetta fjallaði Sigurður Sigurðsson ráðunautur í mörgum greina sinna og skýrslna um búin.97
undir vegg Mjólkurskólans í eldsvoðanum hafi verið ein birtingarmynd hnökróttrar sambúðar. Sumarið áður hafði það líka gerst að bréf Grönfeldt stöðvaði prufusendingu smjörs frá Hirti skólastjóra til Fabers smjörkaupmanns frá Newcastle sakir þess að hún var ekki rétt
búin til útflutnings. Mjólkurskólinn var háður Búnaðarskólanum um hráefni til kennslunnar og í mötuneyti hans voru mjólkurskólastúlkurnar. Grönfeldt þótti þröngt um skólann og í skólaskýrslu ritaðri haustið 1904 segir hann Mjólkurskólann þurfa meira húsnæði „eftir því sem skólanum er nú fyrir komið …“ og að „mjólkurskólinn ætti helzt ekki að standa langt að baki búnaðarskólunum að því er byggingar snerti“ því bæði hann og fleiri álitu „að mjólkurskólinn sé einmitt fult svo nauðsynlegur, sem búnaðarskólarnir.“93
Hér má nefna að ein tillagan, sem fram kom eftir skólabrunann á Hvanneyri, var að flytja búnaðarskólann einnig til Reykjavíkur, og að þar yrði komið upp landbúnaðarskóla „undir yfirstjórn Landsbúnaðarfélagsins.“ Styrktur efnarannsóknastöð, hússtjórnarskóla „og Mjólkurskólanum“ yrði þar um búnaðarháskóla (lbr. hér) að ræða en verklegum æfingum komið fyrir á „nokkrum fyrirmyndarbúum …“ Höfundurinn, Stefán Stefánsson, færði „mörg rök fyrir tillögu sinni.”94 Hugmyndin virðist ekki hafa vakið opinbera umræðu.
Eftir hætti virðist Grönfeldt hafa verið við sáttur við þá aðstöðu sem Mjólkurskólinn fékk í Reykjavík; staðsetninguna taldi hann hentuga bæði með tilliti til nábýlis við höfuðstöðvar Búnaðarfélags Íslands, vinnuveitanda hans, sem og smjörútflutninginn til Englands er hann skyldi hafa nokkurt eftirlit með.95
Veturinn 1903–1904 fundaði stjórn Búnaðarfélags
Íslands, svo sem vænta mátti, oft um framtíð Mjólkurskólans. Á einum fundanna lagði Grönfeldt fyrir stjórnina tillögu um að skólinn yrði áfram í Reykjavík og tvö tilboð bárust um starfsstað. Var annað frá Eggert Briem bónda í Viðey, sem rak þar fjörutíu kúa bú, en hitt frá Ólafi Davíðssyni bónda á Hvítárvöllum og fleirum þar efra. Amtmaður hafði hins vegar spurt hvort skólinn yrði endurbyggður á Hvanneyri en á fundi stjórnar 7. mars 1904 kvaðst forseti Búnaðarfélagsins hafa skýrt amtmanni frá því að svo yrði ekki.
Tilboð Hvítárvellinga þótti áhugaverðara og var ákveðið að kanna það nánar með samræðum við þá. Hófst þar með enn nýr kafli í stuttri sögu Mjólkurskólans.96