5 minute read
Mjólkurskólinn fær eigið hús – Starfsreglur settar
Í september 1901 var hafist handa um byggingu húss á Hvanneyri fyrir Mjólkurskólann. Það var tekið í notkun á Þorláksmessu þá um veturinn. Búnaðarfélag Íslands stóð fyrir byggingunni, lánaði að nokkru leyti fé til þess að flýta verkinu en það var Alþingi sem veitti fé til verksins skv. fjárlögum áranna 1902 og 1903.84 Skólahúsið var reist skammt suðvestan við hús Búnaðarskólans, eiginlega í miðjum núverandi skrúðgarði á Hvanneyri. Húsið virðist hafa verið hin myndarlegasta bygging í alla staði, reist að danskri fyrirmynd þar sem líklega hefur verið farið að ráðum Bøggilds sem áður voru rakin. Grönfeldt lýsti húsinu og búnaði þess í starfsskýrslu:
Hið nýja mjólkurskólahús, sem nefnt er mjólkurskólinn á Hvanneyri, er tvíloftað, 14 álnir á lengd og 10 álnir á breidd. Kjallari er undir öðrum enda hússins, 8x5 álnir. Í Kjallaranum eru 2 herbergi, annað þeirra er notað til að láta ostana brjóta sig í því, en hitt er haft fyrir ostabúr. Gólfið er steinlímt, og vatnsrenna eftir því. Á neðra lofti er mjólkurskáli,
Advertisement
Hið nýja Mjólkurskólahús á Hvanneyri stóð fast sunnan við hús Búnaðarskólans þar, næst t.v. á myndinni sem er tilgátumynd höfundar af húsaskipan á Hvanneyri árið 1903.
smjörbúr og ostaklefi. Í Þessum 3 herbergjum, er gólfið einnig steinlímt, og með hæfilegum halla, svo alt skólp geti runnið burtu og í steinlímda þró fyrir utan húsið, og þaðan rennur það burt gegn um leirpípu. Auk þessara herbergja er þar kenslustofa, skrifstofa og forstofa, og úr henni liggur stigi upp á loftið. Á loftinu er svefnherbergi handa nemendunum, annað handa kennaranum og hið þriðja handa gestum. Auk þess er eitt herbergi autt, og klefi til að geyma föt. Öll herbergin eru útbúin með það fyrir augum að gjöra þau svo björt og hentug, sem auðið var. Verkfæri þau og áhöld, sem skólinn á, eru þessi. Skilvinda („Alfa“), 1 smjörhnoðunarvél, 2 strokkar, 1 sýringarfata, 1 fitumælir („Gerbers“), 1 gasolíuvél, sem notuð er til að hita vatn, ásamt uppmúruðum katli; 1 ostapressa, rjómatunna og rjómakælir, 1
tugavog (ostapressan og tugavogin ókomin enn), og auk þess glös, þvottarburstar o.s.frv. Af innanhússmunum er skólanum tilheyra, má enn fremur nefna 5 rúm uppbúin, borð, þvottaborð, þvottaskálar, stóla, ofna o.s.frv.“85
Þótt aðeins muni vera til þessi eina lýsing af húsinu en hvorki teikningar né ljósmyndir er ljóst að þarna hefur verið byggð náms-, starfs- og dvalaraðstaða sem til fyrirmyndar hefur mátt kallast. Megi marka lýsingu þess virðist þó svo sem ekki hafi verið gert ráð fyrir mötuneytisaðstöðu í skólahúsinu heldur að skólastúlkurnar og Grönfeldt hafi áfram gengið til máltíða í Búnaðarskólanum. Hefur það án efa verið báðum hagkvæm skipan – en á milli skólahúsanna var aðeins fárra skrefa ganga. Sambýlið var áfram náið. Fáir lofa þó einbýlið sem vert er, segir einhvers staðar. Það átti eftir að koma í ljós síðar.
Samstarfið um Mjólkurskólann á Hvanneyri tók að slípast til og aukin festa færðist í starf hans. Á Búnaðarþingi 1903 urðu allmiklar umræður um skipan og form skólans – „mjólkurmeðferðarskólamálið“ eins og það var kallað. Var þá mótuð og samþykkt tillaga í tíu liðum um starfshætti Mjólkurskólans. Má kalla hana fyrstu formlegu stjórnarskrá skólans og skal hún því birt hér í heild sinni:
a. Að kensluskeiðin séu tvö. Hið fyrra frá 1. okt. til 31. marz, en hið síðara frá 1. apríl til 15. júní. b. Að skólabúið [Búnaðarskólans] fái fæði mjólkurmeðferðarnemenda borgað með 20 kr. fyrir hvern mánuð,
Hans Grönfeldt með nemendum sínum veturinn 1902–1903. Þar sitja, talið frá vinstri, Sigríður Einarsdóttir frá Hofi í Vopnafirði, Sesselja Stefánsdóttir frá Guðmundarstöðum í Vopnafirði, Guðmunda María Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Dýrafirði, Guðlaug Pálsdóttir frá Gilsá í Breiðdal og Svava Þórleifsdóttir frá Skinnastað í Öxarfirði. Þar standa Guðný Jónsdóttir af Austurlandi, Hans Grönfeldt Jepsen, Þóra Þórleifsdóttir frá Skinnastað í Öxarfirði, Kristjana Jónatansdóttir frá Fjalli í Aðaldal og Aðalbjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal á Fjöllum.
enda leggi skólabúið nemendum ljós, hita og eldivið til þvotta, eins og að undanförnu. Til styrktar nemendum greiði Búnaðarfélag Íslands 5 kr. á mánuði af meðgjöfinni. c. Að haldið sé próf við endalok fyrra námskeiðsins að viðstöddum tveim prófdómendum, er stjórn Búnaðarfélagsins nefnir til. d. Að mjólkurmeðferðarkennarinn sé skyldur til að kenna námspiltum búnaðarskólans og mjaltakonum skóla-
búsins mjaltir án endurgjalds og að hann sjái um með fullri röggsemi að mjaltir fari fram með góðu lagi og að nauðsynlegur þrifnaður með mjólkina í fjósinu sé viðhafður, enda stuðli skólabúið að því, meðal annars með því að leggja mjaltakonum betri mjaltaföt en að undanförnu. e. Að Búnaðarfélag Íslands kaupi af skólabúinu alt það smjör, sem skólabúið vill selja og sem framleitt er við mjólkurmeðferðarkensluna, úr mjólk þeirri, sem skólabúið leggur til, á tímabilinu frá 1. jan. til 15. júní ár hvert fyrir 68 aura pundið, flutt í Borgarnes kostnaðarlaust, og að skólabúið sé laust við að leggja til umbúðir, áhöld, eldsneyti, ljós og kalk til mjólkurmeðferðarkenslunnar.
En aftur á móti tekur skólabúið á sig að kostnaðarlausu fyrir Búnaðarfélagið að flytja kol, umbúðir og annað, sem þarf til smjörgerðarinnar. f. Að stjórn Búnaðarfélags Íslands sjái um, að smjörgerðin verði sem bezt af hendi leyst og að bætt sé úr því eftir ýtrasta megni, sem ábótavant hefur verið í því efni. g. Að stjórn Búnaðarfélagsins sé heimilt að veita námsstúlkum úr fjarlægum héruðum nokkurn ferðastyrk, alt að 30 kr. hverri, er þó megi ekki fara fram úr 160 kr. á skólaárinu. h. Að skólabúinu á Hvanneyri sé heimilt að nota smjörgerðarverkfæri mjólkurskólans að sumrinu, en skili þeim jafngóðum og sömuleiðis nota íbúðarherbergi námstúlknanna að sumrinu, þó án sængurfata. i. Að skólabúið taki við til dvalar, eftir því sem kringum-
stæður leyfa, aðkomnum mjaltanemendum og selji þeim hús og fæði fyrir hæfilegt verð. j. Að samningur þessi gildi frá 1. okt. þ.á. til 15. júní 1905.
Þá var ennfremur samþykkt að „á tímabilinu frá 1. janúar til 15. júní, sé eingöngu búið til smjör fyrir erlendan markað.“86 Stjórnargreinarnar eru rækilegar og lýsa það vel skipulagi skóla- og smjörvinnslustarfsins að óþarfi er að fjölyrða um þær.