8 minute read
Ráðinn kennari
Stofnað til Mjólkurskólans á Hvanneyri – Ráðinn kennari
Forystumenn Búnaðarfélags Íslands, sem formlega var stofnað á aðalfundi Búnaðarfélags Suðuramtsins þann 5. júlí 1900, höfðu notað haustið 1899 til þess að undirbúa starf hins nýja félags. Starfssvæði þess skyldi verða allt landið en ekki aðeins Suður- og Vesturamtið. Hið nýja félag réði meðal annars Sigurð Sigurðsson til áframhaldandi ráðunautsstarfa.
Advertisement
Allnokkur spenningur var á Hvanneyri fyrir hugmyndinni um mjólkurskóla þar, eins og síðar getur. Fyrir lá loforð landsstjórnarinnar staðfest af konungi um fjármagn til þess að hefja kennslu í mjólkurmeðferð. Æ fleiri hugleiddu og ræddu stofnun mjólkurbúa til smjörvinnslu og smjörútflutnings.
Skilyrði Alþingis um kunnáttumann frá Danmörku var vel að skapi Búnaðarfélagsmanna því „ekkert getur betur opnað markaðinn á Englandi en það, að smjörgjörðin íslenzka sje dóttir dönsku smjörgjörðarinnar,“ skrifaði sr.
Þórhallur Bjarnarson stjórnarnefndarmaður Búnaðarfélags Íslands, en álit hans var að „smjörsalan til Englands [væri] ein hin allra-helzta framtíðarvon landbúnaðar vors.“49
Þann 2. febrúar 1900 hafði stjórn Búnaðarfélagsins samþykkt að biðja Det Kongelige Danske Landhusholdningsselskab að útvega kennara í mjólkurmeðferð „er sætti sig við að fá 100 kr. um mánuðinn auk uppheldis og ferðakostnaðar.“ Ennfremur að biðja um „uppdrátt af mjólkurhúsi þar sem kenna mætti smjörgjörð og ostagjörð úr 30–40 kúm, og eigi mætti kosta meira en 3500 kr.“50
Hið konunglega danska landbúnaðarfélag vék erindinu til ráðunauts síns í mjólkurfræðum, Bernhards Bøggild. Bøggild (1858–1928) var mjög áhrifamikill í mjólkuriðnaði þar í landi; verkfræðingur að mennt, varð ráðunautur danska búnaðarfélagsins í mjólkurfræði árið 1886 og kom að hinum mörgu mjólkurbúum sem einmitt voru stofnuð þar á níunda áratug aldarinnar. Árin 1902–1923 var hann prófessor í mjólkurfræði við danska landbúnaðarháskólann.51
Bøggild svaraði hinu íslenska erindi með rækilegri greinargerð 5. apríl 1900.52 Kvaðst hann hafa ráðfært sig skriflega við „Agronom Sigurdur Sigurdsson om samme Sag, hvorhos jeg gjentagne Gange har drøftet den med Forstander Pedersen, Ladelund Mælkeriskole, og Lærer Jens Johansen ved samme Skole, som 1883–1885 var lærer ved en Højskole paa Island.“ Hér var höndum því ekki kastað til verka og aftur naut Sigurður ráðunautur góðrar aðstöðu til þess að hafa áhrif á framvindu málsins.
HANS GRÖNFELDT JEPSEN
Hans Grönfeldt Jepsen (1873–1945) var frá Ølgod á VesturJótlandi. Vorið 1900 lauk hann mjólkurfræðinámi frá skólanum í Ladelund en hafði áður starfað á kúa- og mjólkurbúum um árabil, auk þess að ljúka herskyldu í sjóhernum. Til Íslands kom hann sumarið 1900; hafði þá verið ráðinn til mjólkurmeðferðarkennslunnar sem og til leiðbeiningastarfa á því sviði. Hann veitti Mjólkurskólanum forstöðu allan starfstíma hans, fyrst á Hvanneyri og síðan á Hvítárvöllum. Frá árinu 1908 rak hann jafnframt búskap á jörð sinni, Beigalda í Borgarhreppi. Þegar starfi Mjólkurskólans lauk kom Grönfeldt í samvinnu við nokkra nágrannabændur upp gerilsneyðingu á rjóma þar á Beigalda. Það var þá nýlunda hérlendis. Starfseminni óx brátt fiskur um hrygg, stofnað var Mjólkurfélagið Mjöll til niðursuðu á mjólk og rjóma en húsbruni árið 1925 batt endi á starfið. Grönfeldt dró sig þá í hlé en Mjólkurverksmiðjan var flutt í Borgarnes og varð í tímans rás að Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Grönfeldt hvarf með öllu frá mjólkuriðnaði til veitinga- og verslunarreksturs, fyrst
Bøggild áleit kennsluna þurfa að vera verklega („fuldstendig praktisk undervisning“), og ekki aðeins varða framleiðslu smjörs heldur einnig hirðu kúnna, mjaltir og fóðrun svo og hreinlæti í öllum greinum framleiðslunnar. Nemendur yrðu „unge Døttre og maaske Sønner af islandske
í Sveinatungu í Norðurárdal en lengst af í Borgarnesi en þangað fluttu þau hjón árið 1929.53
Hans Grönfeldt kvæntist Þóru Þórleifsdóttur frá Skinnastað í Öxarfirði. Þóra tók virkan þátt í skólastarfinu með bónda sínum, m.a. með kennslu í matreiðslu. Þau eignuðust einn son, Þorleif, kaupmann í Borgarnesi, en ólu einnig upp þau SigurÞóra Þórleifsdóttir og Hans stein Þórðarson stöðvar- Grönfeldt Jepsen skólastjóri. stjóra, Guðbrandínu Tómasdóttur húsfrú og Þóri Jónsson fiðluleikara. „Hans Grönfeldt Jepsen gekk heill til starfa fyrir íslenska bændur … Heimili þeirra var rómað fyrir velvild og myndarskap …“54
Bønder“ sem kennt yrði að nýta mjólkina heima á bæjunum úr mest 10–20 kúm. Um mjólkurbú með nyt meira en tuttugu kúa yrði vart að ræða. Því bæri að leita eftir „en vel uddannet praktisk Mejerist“ með mikla og alhliða starfsreynslu af „Kvægets og Mælkens Behandling …“ –
leita eftir vel menntuðum mjólkurfræðingi með reynslu á sviði hirðingar nautgripa og meðferðar mjólkur.
Með hliðsjón af þessum kröfum og eftir að hafa leitað umsókna um starfið mælti Bøggild síðan með manni að nafni Hans Grönfeldt Jepsen: Grönfeldt væri „en velvoxen Vestjyde med et net Ydre og meget afholdt paa Ladelund Landboskole …“ m.ö.o. öflugur og snotur Vestur-Jóti, mjög vel látinn á Búnaðarskólanum í Ladelund, skrifaði Bøggild og lýsti nánar náms- og starfsferli Grönfeldts. Annarra umsækjenda getur Bøggild ekki, hvort og þá hverjir voru.
Ennfremur sendi Bøggild uppdrátt að húsi fyrir mjólkurskólann og gaf rækileg ráð um það hvernig skipulag byggingarinnar og fyrirkomulag hennar skyldi vera. Lagði hann áherslu á ríkulegan aðgang að neysluvatni, gott frárennsli, góða loftræstingu og stóra glugga til vesturs og austurs; smjörklefinn skyldi hins vegar aðeins hafa glugga til norðurs. Reglulega skyldi kalka veggi og loft, þótt væru „ferniseraðir“ og grunnaðir með olíumálningu; þannig yrðu húsakynnin alltaf „lyse og friske.“ Því miður virðist uppdráttur Bøggilds ekki hafa varðveist.
Með vísun til greinargerðar Bøggilds samþykkti stjórn Búnaðarfélags Íslands þann 1. maí 1900 að ráða Grönfeldt til starfa. En ekki voru þó allir á eitt sáttir um ráðningu hins danska mjólkurfræðings þegar um hana spurðist. Í blaðinu Plógur sagði m.a.:
En hver verður þar kennari? – Danskur vinnupiltur frá Jótlandi 27 ára að aldri. Hefur verið á mjólkurbúi í eina 5
ÞAÐ SEM STAKK Í AUGU GRÖNFELDTS
Það voru án efa mikil viðbrigði fyrir Grönfeldt, nýlærðan mjólkurfræðinginn úr landi þar sem iðnvæðing mjólkurvinnslu var komin á tiltölulega hátt stig, að kynnast íslenskum aðstæðum sama efnis. Má að nokkru lesa þau úr starfsskýrslu hans þar sem hann m.a. lýsir fyrstu kynnum sínum af íslenskri mjólkurframleiðslu sumarið 1900 eftir ferðina sem hann fór um Árnessýslu þá rétt nýkominn til landsins:
… Það, sem aðallega stakk í augun, á þessari ferð og sem seinna hefir komið skýrara í ljós annarstaðar er fyrst og fremst hin lélegu húsakynni, og þá einkum kjallararnir, sem notaðir eru fyrir mjólkurbúr. Í slíkum húsum er oftast mjög erfitt, ef eigi ómögulegt, að hafa hreint loft eða næga birtu. Fyrir þá sök verður hreinsun og ræsting, svo í lagi sé, ill möguleg, auk þess, sem bæði hreint loft og góð birta gera það gagn að eyða gerlum og myglusveppum. Annað er það, að bæjarhúsin eru mjög reyksæl, en það er mjög skaðlegt fyrir smjörverkunina, og gengur næst hreinlætisvöntuninni. Í þriðja lagi hættir mörgum til, sem nota skilvindu, að skilja rjómann of þykkan (8–9%), en það hefir þau áhrif, að mjólkin skilst lakar, og úr þessum þykka rjóma fæst þannig lagað smjör, sem eftir strokkunina líkist meir feiti en smjöri.55
RAGNHEIÐUR TORFADÓTTIR FRÁ ÓLAFSDAL
Ragnheiður Torfadóttir frá Ólafsdal var í námi um veturinn 1898 og fram í ágúst hjá frú Hanne Nielsen á búgarðinum Havarthigaard við Holtestation skammt frá Kaupmannahöfn. Frú Nielsen framleiddi bæði framúrskarandi smjör og osta, m.a. roquefort, gorgonzola og havarti, sem dregur nafn af búgarðinum. Hún hafði kynnt sér ostagerð sunnar í álfunni, hafði marga danska og erlenda nemendur og Havarthigaard var þekktur langt út fyrir landsteinana. Eftir námsdvölina hjá frú Nielsen fékk Ragnheiður að vera einn mánuð á „Andelsmejeriinu“ (mjólkursamlagi), svo að hún hefði sem mest gott af tímanum í Danmörku.
Ragnheiður hafði beðið föður sinn að reyna að fá handa sér styrk, „svo sem 100 kr. úr sýslusjóði og annað eins frá amtinu“, til sumarnámsins hjá frú Nielsen, sem ætlaði þá að gera roquefortost Ragnheiðar vegna. Ekki leit út fyrir, að hún fengi styrk frá amtinu og í bréfi til föður síns segir hún: „Mjer þykir það gróflega skrýtið hjá
mánuði. Það er öll hans mentun í þessu … Alþing hefir kveðið þann dóm upp yfir sinni eigin þjóð, að engin meðal hennar geti neitt á við Danskinn. Það var alþing vort, sem vildi ekki leggja fé til mjólkurkenslu nema að Danskurinn sæi um hana … Það er meira en smá lítilþægni af ísl. [endingum] að þiggja þessa sendingu frá Dönum.56
blessuðum amtmanninum að láta mig gjalda þess, að jeg er fröken.“ Ragnheiður hvetur eindregið til þess, að í Ólafsdal verði hafin gerð roquefortosts, einkum úr sauðamjólkinni, og reynt verði að senda ostinn til Englands. Hún lýsir aðferðum frú Nielsen við smjör- og ostagerðina, segist ekki geta hugsað sér annað en það megi gera jafngóða osta á Íslandi og sér þætti gaman, Hjörtur Snorrason skólastjóri að faðir hennar gæti sett á Hvanneyri og kona hans, upp svolítið „mejeri“ heima Ragnheiður Torfadóttir frá í Ólafsdal. Hún segir allar Ólafsdal. aðstæður þar góðar til ostagerðar og hún muni verða ábatasöm með tímanum.61
Ritstjóri Plógs og ábyrgðarmaður var Sigurður Þórólfsson síðar einkum þekktur sem stofnandi og skólastjóri Hvítárbakkaskólans. Sigurður hafði sjálfur nokkra menntun á sviði mjólkurmála; kenndi m.a. hina svonefndu Hegelunds-mjaltaaðferð, en það var sérstök aðferð við hreytur að loknum mjöltum.57 Skrifunum
svaraði stjórnarmaður Búnaðarfélags Íslands á sama vettvangi; Sigurður ritstjóri áréttaði þá að til þess að mjólkurkennslustofnunin hlyti álit þyrfti forstöðumaðurinn „að hafa það sem kallað er „stórt nafn.“58 Ekki er vitað um fleiri óánægjuraddir vegna ráðningar Grönfeldts. Úfarnir urðu ekki langærri en svo að síðar veitti Sigurður Þórólfsson Grönfeldt verklega tilsögn í hinni nýju mjaltaaðferð áður en Grönfeldt hélt í árlega eftirlits- og leiðbeiningaferð sína austur fyrir Fjall. Þá var Sigurði sömuleiðis falið að laga Hegelunds-mjaltaaðferðina að ærmjöltum59, en sauðamjólk var verulegur hluti mjólkurframleiðslu landsmanna um þær mundir.
Svo virðist sem til tals hafi komið að ráða Ragnheiði Torfadóttur, eiginkonu Hjartar skólastjóra Snorrasonar, til kennslu við hinn nýja mjólkurskóla. Ragnheiður hafði, eins og fyrr sagði, lært til mjólkurvinnslu í Danmörku, var nýlega orðin heimilismaður á Hvanneyri og hefur mjög líklega verið byrjuð að starfa að smjör- og ostagerð þar.60 Aðrar heimildir um það hef ég ekki fundið í gögnum Búnaðarfélags Íslands eða í skjölum Suður- og Vesturamtsins, svo vera má að hér hafi aðeins verið um munnmæli að ræða.