1 minute read

Blýantsteikningar

Áður en ég byrjaði að mála teiknaði ég mikið og vakti myndlistaráfangi í Menntaskólanum við Sund minn áhuga. Hér eru nokkrar myndir sem ég teiknaði á þeim tíma.

Þessa mynd teiknaði ég af ömmu minni. Þessi mynd er af vinkonu minni. Þessa mynd fann ég á Pinterest.

Advertisement

Málverk

Ég mála mikið með olíumálningu og hef gaman af því að figra mig áfram með litum og blöndunartækni. Hér eru dæmi um málverk sem ég hef málað nýlega.

Þetta verk var tilraun hjá mér að útfæra hamingjulegt málverk í gegnum sveppi. Ég notaði ólíumálingu og steinaði svo plast steina á stilkana hjá þeim.

Þetta verk er um ástríðu tveggja kvenna. Ég notaði ,,inverted filter’’ í símanum til að hafa litina öfuga svo ég hefði hugmynd af hvernig litirnir ættu að fara samana

Þetta verk hefur mikið tilfingagildi hjá mér. Ég málaði það með vatnsblönduðu Akrýl málingu, ég helti málinguni á ramman og svo snúði ég rammanum til hliðar svo málingin myndi leka eins og ég vildi. Ég málaði þetta þegar ég var í námi í Háskóla Ísland, ég var í miðnum lokaprófum og þurfti mikla útrás fyrir tilfiningarnar mínar. Mér leið líklegast ekki alveg nógu vel á þessum tímapunkti vegna álags og finnst mér það túlkast í málverkinu þegar litið er á það.

Myndina hérna til hægri er mynd sem ég málaði af systur minni í útskriftargjöf. Hún er teiknuð upp eftir ljósmynd með olíumálingu, munstrið í bakgrunn er teiknað með Akrýl málingu.

Málverk

Myndin hérna til vinstri er ekki fullklárið en mig langaði að hafa hana með. Líkaminn er málaður eftir módeli sem ég tók mynd af. Hugmyndin af þessari mynd togaði mikið í mig, þar sem hún er túlkun af staðinum sem ég er á í dag. Hún á að tákna frelsi og núvitund.

Þessi tvö málverk voru máluð með olíumálingu.

Þessi mynd er máluð með olíumálingu. Þetta mynstur er ein útgáfa af týpum af munstri sem ég hef fast í hausnum á mér margoft. Hér langaði mig einnig að setja dýpt í myndina svo ég bætti við skyggingum. Þessi mynd er máluð á tvo striga.

Þessi mynd er máluð með Akrýl málningu og gerð á þrjá striga.

This article is from: