
1 minute read
Laddi
from Ættarmótið Leikskrá
by agustbragi
Þórhallur Sigurðsson fæddur 20. janúar 1947 og er best þekktur sem Laddi, laddi er íslenskur leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur. Hann hefur gefið út fjölnda platna, leikið í kvikmyndum og tekið þátt í miklum fjölda skemmtiþátta sem handritshöfundur og leikari, t.d Heilsubælinu, Imbakassanum og Spaugstofunni Einnig hefur hann leikið í mörgum Áramótaskaupum og tekið þátt í að semja þau. Hann hefur skapað fjöldann allan af karakterum sem margir kannast við og nægir að nefna Eirík Fjalar, Saxa lækni, Skúla rafvirkja, Magnús bónda, Ho Si Mattana, Elsu Lund, Martein
Mosdal og svo mætti lengi telja. Kvikmyndir sem hann hefur leikið í eru t.d Stella í orlofi, Stella í framboði, Magnús, Regína, Íslenski draumurinn, Jóhannes, Ófeigur gengur aftur og fleiri. Einnig hefur hann starfað mikið í leikhúsi, en frægustu hlutverk hans á þeim vettvangi eru líklega Fagin í Óliver Twist og Tannlæknirinn í Litlu Hryllingsbúðinni.
Advertisement