Íllgresi 2021

Page 1

2021


íllgresi Ritstjóri Helga Margrét Jóhannesdóttir Forsíða Egill Jónasson Útgefandi Ung vinstri græn Umbrot og hönnun Steinþór Rafn Matthíasson @ Konsept Útgáfuár 2021


íllgresi ill∙gresi no hv óvelkomnar plöntur sem vaxa innan um ræktaðan gróður


Kæri lesandi Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður UVG


Á þessum síðustu og bestu dögum fyrir kosningar kemur fyrst upp í hugan stolt og þakklæti til þeirra ungliða sem taka þátt í kosningunum með okkur; bæði til frambjóðenda, stjórnar UVG og síðast en ekki síst sjálfboðaliðanna okkar. Að vera hluti af þessum magnaða hóp sem ungliðar í VG skipa er ekki bara endalaust skemmtun heldur líka hvetjandi og gefandi. Við erum til staðar fyrir hvort annað, í stuðinu sem og í stressinu. Á liðnu kjörtímabili höfum við átt fulltrúa sem hafa komið inn sem varaþingmenn, tekið þátt í umræðum, lagt fram mál og verið í einu og öllu til fyrirmyndar. Þau hafa sýnt og sannað að ungt fólk á virkilega erindi inn á þennan vettvang. Það hefur sjaldan verið jafn skýrt hve mikilvægt er að skoðanir ungs fólks fái hljómgrunn og fyrir þessar kosningar. Loftslags-, umhverfis- og jafnréttismálin eru þau málefni sem ekki einungis brenna á ungu fólki heldur eru þau málefni sem kosningarnar eru að snúast um. Ég er stolt af því að vera hluti af hreyfingu sem gefur ungu fólki raunverulegt sæti við borðið og berst fyrir málefnum ungs fólks. Setjum X við V á laugardaginn og sjáum til þess að ungt fólk komist í áhrifastöður með jöfnuð, umhverfisvernd og frið að leiðarljósi.


Er eitthvað í þessu blaði sem ég hef áhuga á?


6 Fátækir námsmenn 8 Framtíðin og landsbyggðirnar 12

Kynbundið ofbeldi og þjóðsögur

16

Mikilvægi Mannréttindastofnunar

18

Menntun óháð búsetu

22 Um réttlát umskipti og „andvöxt“ 28 Stöndum öll saman 32

Hvað ef ég má ekki elska?

34 „Mamma, vilja svona margir stríð?“ 36 Stóra óréttlætið 38

Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn

42

Hvammsvirkjun

46

D‘Hondt Stop Believin‘

50 Ég elska íbúðina mína 54 Menntun í heimabyggð 56 Björgum nútíðinni frá frekari loftslagshamförum 58 Það skiptir máli hver stjórna 60 Hvað gerir hús að heimili? 64 Tækifæri í samruna ferðaþjónustu og lista


Fátækir námsmenn Arnar Evgení Doktorsnemi í heilbrigðisverkfræði, 7. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður

Ungmenni eru oft og tíðum spennt að flytja út frá foreldrum og upplifa það frelsi sem fylgir því að standa á eigin fótum. Flest gera sér þó ekki grein fyrir því hvað það getur í raun verið erfitt, sérstaklega fyrir námsmenn. Ef einstaklingur er heppinn getur leigukostnaður verið um 100.000 krónur með hita, rafmagni og neti. Svo þarf að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum og að námsmenn þurfa að næra sig eins og aðrir. Því er algengara að útgjöld séu mun hærri en svo.

6


Námslán frá LÍN eru ekki nægilega há til að framfleyta námsmönnum nema í undantekningar tilfellum; þá þegar heppnin hefur verið með námsmönnum á húsnæðismarkaði. Flestir þurfa á auka tekjum að halda og ráða sig því í vinnu samhliða skóla til að koma sér í gegnum önnina. Þeir sem hafa verið í þeirri stöðu geta staðfest að álagið sem því fylgir getur valdið mikilli streitu. Háskólanám er meira en fullt starf og stór hluti frítíma er gjarnan nýttur í verkefnavinnu og annan lærdóm. Þá er þungur baggi þegar nýta á þann litla frítíma sem eftir er í vinnu. Þannig geta þau ár sem maður er fátækur námsmaður einkennst af mikilli streitu, litlum peningum og of litlum frítíma. Þessir áhrifaþættir geta verið þess valdandi að nemandi brotnar undan álagi og jafnvel fellur í áfanga. Það getur valdið því að stór hluti námslána glatast þar sem námslán eru einingabundin, sem eykur síðan enn meir á streitu. Þessi vítahringur tekur á andlega og leiðir oft til mikils vonleysis. Ef námsmenn gætu einbeitt sér að náminu eingöngu eru meiri líkur á að þeir næðu að ljúka námi sínu en ella með þeim samfélagslega ávinningi sem því fylgir. En hver er þá lausnin við þessu vandamáli? Til að leita lausna má líta til Danmerkur. Þar er litið á námsmenn sem fjárfestingu. Danskir námsmenn fá tæpar 100.000 krónur á mánuði í styrk frá ríkinu fyrir að vera í námi og geta jafnframt fengið námslán ofan á það, sirka 60.000 mánaðarlega. Þessi upphæð er oftast nóg til að dekka leigu og önnur útgjöld. Þar með eru danskir námsmenn undir mun minna andlegu álagi en námsmenn hérlendis og geta einbeitt sér að náminu að fullu. Þeir hafa meiri tíma til að læra þar sem þeir þurfa ekki að vinna samhliða námi sem hefur augljósa kostið í för með sér. Mörgum þætti kannski full mikil bjartsýni að ætla að hægt sé að koma svipuðu fyrirkomulagi á hérlendis en undirritaður sér lausnir fremur en hindranir í þeim efnum. Óneitanlega myndi breytingin hafa mikinn kostnað í för með sér. Þá er mikilvægt að við lítum á námsmenn sem fjárfestingu sem mun skila miklum verðmætum í samfélagið okkar þegar fram líða stundir.

7


Framtíðin og landsbyggðirnar Ásrún Ýr Gestsdóttir búfræðingur og nemi í byggðaþróun, 9. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Tímarnir breytast og mennirnir með, er gamalt orðatiltæki. Það er mikið til í því. Breytingar eru hraðar á okkar tímum og manneskjan breytist með en þó ekki á sama ógnarhraða. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og það er sannleikur í því líka. Þolinmæðisverk, en ekki ógjörningur.

8


Byggðaþróun á Íslandi hefur verið frekar einföld frá seinni stríðsárum, bein lína á suðvesturhornið. Fólk hætti að basla með búskap á erfiðum býlum í erfiðu landi, því vinnu var hægt að fá í Reykjavík. Í kjölfarið óx Reykjavík og nærsveitir í það höfuðborgarsvæði sem við þekkjum í dag. Unga fólkið í litlu plássunum í landsbyggðunum flutti suður að mennta sig og snéru ekki aftur. Þessi þróun er enn í gangi en gengur þó hægar. Stærri byggðakjarnar í landsbyggðunum eru að stækka og færri sveitir að glíma við alvarlega fólksfækkun. Við getum þakkað því tækni, nýsköpun og ást á heimahögunum. Yngra fólk getur í auknum mæli stundað nám í heimabyggð með tilkomu fjarkennslu. Háskólinn á Akureyri hefur stuðlað að þvi að færri háskólanemar flytja suður án þess að snúa aftur í heimabyggð og hefur störfum i landsbyggðunum fjölgað samhliða þeirri þróun. Við fögnum því að unga fólkið sjái tækifærin á landsbyggðunum. Samkvæmt nýrri rannsókn sem Byggðastofnun gaf út nú í ágúst 2021 skiptir nálægð við náttúruna, friðsæld, öryggi og loftgæði mestu máli þegar kemur að vali á búsetu. Með vitundarvakningu um loftslagsvána sem mætt er eins og óboðinn gestur í forstofuna hjá okkur, hljótum við að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki tekið náttúrunni og hreina loftinu sem sjálfsögðum hlut lengur. Umræðan um að skipta yfir í rafmagnsbíla eða aðra umhverfisvænni orkugjafa hefur verið hávær. Íbúar í dreifðari byggðum, minni bæjum og litlum þorpum hræðast að sú aukning sem orðið hefur í ferðaþjónustu fari aftur, því enn eru mörg byggðalög án eða með of fáar rafhleðslustöðvar og enn færri eru með metanstöðvar. Ferðamenn munu því ekki hafa jöfn tækifæri á að heimsækja öll byggðalög. Fólk af landsbyggðunum eru ekki umhverfissóðar eða á móti breytingum, þó síður sé, en þau þurfa hinsvegar fullvissu þess að úr aðstöðuleysi verði bætt. Þeir sem ferðast um landið geti þá heimsótt fleiri byggðalög og notið alls þess sem þau hafa upp á að bjóða. Hægt verði að kanna menningu og náttúru allstaðar yfir landið á meðan bíllinn er í hleðslu. Það þarf að vera öruggt að móðir geti verið með full hlaðinn bíl eða hafi öruggt aðgengi að hleðslu áður en hún leggur af stað með börnin til sérfræðilæknis í 300km fjarlægð, bæði að sumri og að vetri. Landsbyggðirnar eru kannski fullar af gömlum hundum sem erfitt er að kenna að sitja, en það er ekki ógjörningur með góðri samvinnu, upplýsingaflæði og úrræðum. Við viljum heldur ekki fá fyrrnefndan óboðinn gest alla leið inn í stofu. Við hendum honum út og setjumst svo.

9


Hey

fellow kids! Kata Unglingurinn nn reyndar e tu kölluð? og er það a at K Hvað vars ð öllu t verið k Ég hef of stundu m. msveitin? msveitir alds hljó h á p p u r a inna hljó e s 2, Hver v U það sáru m var Á ungling r. lu B g o uede eins og S u? pa. ý pa varst a góð stel Hvernig t n vera svon li ta a eg gl Ég var örug ðarskot? rskot. þitt fræg mitt frægða er og Hvert var ð ri es hefur ve Keanu Reev si? ndræðagem Varstu va ekki. nú ég ld Nei það he su mrunu m? y d d ir þ ú póst. Hvernig e bar ég út og seinna n ör b i að Pass t? a m álið þit gamálið. lsta áhug e h helsta áhu r ð a v ri t ve f Hver ta ll a r líklega Lestur hefu u m? ólitík ga n að gefa p n i ík fyrr e r a it f ól u p t Vars ekkert í m ég se ð us ti ka lí Nei spáði 94 – en þá ngar! ta sinn 19 rs þær kosni y f n n í va us t it m n ég ka ei m listann se Reykjavíkur

10


Unglingurinn Svana Hvað varstu kölluð? Pabbi kallaði mig Svönu og mamma kallaði mig stundum Dóttlu en annars bara Svandís. Hvað er stærsta prakkarastrik sem þú framkvæmdir? Að skrópa í dönskutíma og standa fyrir hávaðasömum mótmælum við skólann. Hver var uppáhalds hljómsveitin? Bubbi alltaf og Stuðmenn. Hvaða lag spilaðir þú aftur og aftur og aftur? Haustið ´75. Hvernig týpa varstu? Hippalegur og vinstrisinnaður Emmháingur með dassi af nýbylgjuáhrifum. Varstu vandræðagemsi? Já algjörlega. Hvernig eyddir þú sumrunum? Í vinnu á leikskólanum Ósi frá barnsaldri en síðar á Skrifstofu Ríkisspítalanna og svo í fiski á Fáskrúðsfirði og í Neskaupsstað. Hvert var helsta áhugamálið þitt? Tónlist, pólitík og réttlæti. Varstu farin að gefa pólitík gaum? Hef gert það alla ævi.

11


Kynbundið ofbeldi og þjóðsögur Dagrún Ósk Jónsdóttir doktorsnemi í þjóðfræði, 9. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi

Kynbundið ofbeldi er rótgróið vandamál í íslensku samfélagi eins og við vorum rækilega minnt á í maí síðastliðnum þegar önnur bylgja #metoo hófst á Íslandi og átakanlegum frásögnum þolenda kynferðisofbeldis og áreitis, mest megnis kvenna, rigndi inn á samfélagsmiðla. Núna í ágúst hefur svo umræða um kynferðisofbeldi og þöggun innan KSÍ verið hávær. Það er ekki laust við vonbrigði yfir því að við séum ekki komin lengra og ekki meira hafi breyst síðan fyrri bylgjan reið yfir árið 2017. Það er ljóst að viðhorfin sem þarf að uppræta eru gömul og rótgróin í samfélaginu. Í íslenskum þjóðsögum má finna nokkur dæmi um kynbundið og kynferðisofbeldi. Þjóðsögur eru auðvitað ekki sagnfræðilegar heimildir, en í þeim má finna vísbendingar um heimsmynd og gildi samfélagsins sem þær tilheyrðu, rétt eins og í afþreyingarefni dagsins í dag. Þær hafa líka mótandi áhrif á samfélagið og hvað er álitið eðlilegt og hvað ekki.

12


Þjóðsögunum sem finnast í íslenskum þjóðsagnasöfnum var að stórum hluta safnað á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar og innbyggður í þær er ákveðinn kynjahalli þar sem þeim var langflestum safnað og gefnar út af körlum. Í mörgum sögnum er augljóst að konur hafa yfirleitt ekkert vald til þess að segja nei við karlmenn. Þegar þær gera það, hefnist þeim fyrir. Þær eru neyddar í hjónaband, drepnar eða þeim nauðgað. Dæmi um þetta eru draugasögur sem einnig má finna í nokkrum tilbrigðum í þjóðsagnasöfnunum og hér er set ég TRIGGER WARNING á þessa grein. Í sögninni Draugssonur verður prestur er vinnumaður einn ástfanginn af vinnukonu á sama bæ og segir í sögunni að hann: ”vildi fá hana en hún vildi hann ekki. Þá leitaði hann upp á annan máta við hana að fá að sofa hjá henni, en hún neitaði því þverlega. Þá lofaði hann að hann skyldi komast yfir hana dauður fyrst hann fengi það ekki lifandi” Það fer svo þannig að vinnumaðurinn veikist og deyr. Hann stendur við hótanir sínar og eina nóttina kemur hann til baka sem draugur og nauðgar vinnukonunni meðan hún sefur. Bóndi rekst svo á drauginn þegar hann er á leið aftur í gröfina eftir að hafa „náð fram vilja sínum“. Bóndinn spyr drauginn hvort heimsókn hans muni hafa einhverjar afleiðingar og draugurinn svarar að konan verði ófrísk og barnið verði illgjarnt og hættulegt. Það er ljóst að ofbeldið eitt og sér er ekki vandamál, heldur barnið. Þegar þessar sagnir eru skoðaðar er ljóst að þær fjalla ekki um ofbeldi, það er í raun aukaatriði. Tilfinningar kvennanna eru nánast ósýnilegar, en í þeim endurspeglast hugsanlega ákveðið öryggisleysi. Ofbeldið í sögnunum fer fram á heimili kvennanna, meðan þær sofa. Þær eru aldrei öruggar. Þrátt fyrir það gera þessar sagnir lítið úr ofbeldinu, nauðgun var bara eitthvað sem gerðist.

13


Það sem er áhugavert í samhengi við metoo umræðuna núna, er að í þjóðsögunum er yfirleitt ekki fjallað um „venjulega menn“ sem nauðga konum eða beita þær kynferðisofbeldi. Gerendurnir eru yfirleitt yfirnáttúrulegir. Einhverjir sem koma að utan, en ekki menn sem búa á bænum eða í samfélaginu. Auðvitað fjalla þjóðsögurnar oft um yfirnáttúruleg efni, en eins og þjóðfræðingar hafa bent á eru yfirnáttúruleg fyrirbæri í sögnum oft notuð til að ræða um átök og áföll til að gera þau auðveldari að glíma við. Að tala um yfirnáttúrulega menn sem nauðgara er leið til að tala um raunveruleg áhyggjuefni án þess að þurfa að nefna ofbeldismanninn. Eins og við vitum er það ekki auðvelt. Það er líka mikilvægt að nefna að flestar sagnir af kynbundnu ofbeldi segja frá bænda- og prestadætrum sem beittar eru ofbeldi, en ekki vinnukonum, þó það sé nokkuð ljóst að konur af lægri stéttum hafi upplifað ofbeldi. Sögur sem segja frá brotum gegn konum af hærri stéttum hafa hugsanlega frekar þótt í frásögur færandi. Eins og sagn- og kynjafræðingar hafa bent á er þessi gerð ofbeldis ein af meginstoðum kynjakerfisins og leikur stóran þátt í undirokun kvenna. Það að skoða gamalt efni, eins og þjóðsögurnar, út frá nýjum hugmyndum getur varpað einhverju ljósi á hversu ótrúlega rótgrónar hugmyndir og viðhorf, til að mynda um hlutverk og stöðu kynjanna og ofbeldi, eru í raun. Það er ljóst að það verður að eiga sér stað bráðnauðsynleg hugarfars breyting. Konur eiga bæði fullan rétt á að segja nei og segja frá. Við verðum að hlusta á þolendur ofbeldis og trúa þeim. Við verðum að gera miklu betur.

14


Unglingurinn Mummi Hvað varstu kallaður? Mummi. Hvað er stærsta prakkarastrik sem þú fram kvæm dir? Það var nú saklaust, að koma með mýs inn til ömmu Dóru, sem eftir á að hyggja hefði alveg getað farið með hjartað í gömlu konu nni, en við lifðum það bæði af Hver var uppáhalds hljómsveitin? Duran Duran sem krakki. Hvernig týpa varstu? Lestrartýpan, las ættfræðibækur tíu ára, og allt annað sem ég komst í. Hvert var þitt frægðarskot? Madonna. Varstu vandræðagemsi? Nei. Hvernig eyddir þú sumrunum? Í sveitinni að hjálpa við búskapin n. Hvert var helsta áhugamálið þitt ? Frjálsar íþróttir og að lesa bækur. Varstu farin að gefa pólitík gaum ? Já, heldur betur. Ég studdi Kvennali stann. Og í skólanum tók ég m.a. þátt í að fá ákvörðunum um að loka heimavistinni á Varmalan di frestað þannig að við gætu m klárað þar sem byrjuðum.

15


Mikilvægi Mannréttindastofnunar Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Suður

Við Vinstri græn höfum frá stofnun látið okkur mannréttindi varða. Ekki aðeins að berjast fyrir mannréttindum minnihlutahópa, heldur höfum við einnig lagt ríka áherslu að koma mannréttindum og jafnréttismálum fyrir innan hins opinbera kerfis; búa þeim stað, hefja vinnu við stefnumótun og sinna alþjóðlegum skuldbindingum. Mannréttindi eru fyrir mörgum flókið hugtak. Hvað eru mannréttindi? Hægt væri að spyrja þrjár mismunandi manneskjur og svörin yrðu ólík. Í grunninn er mannréttindum þó gjarnan skipt í þrjá flokka; Siðferðislegur skilningur, pólitískur skilningur og lagalegur skilningur. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands segir þá eru mannréttindi: “réttindi sem okkur eru nauðsynleg til að lifa sem manneskjur.”

16


Siðferðislegur skilningur mannréttinda snýr að því að allar manneskjur hafa réttindi óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag. Af þessum sökum má ætla að mannréttindi og jöfnuður séu systurhugtök. Því mætti ætla að mannréttindum sé náð í jöfnum samfélögum og að í jöfnum samfélögum sé auðveldara að ná fram mannréttindum. Til að tryggja mannréttindi okkar allra þá þarf að huga að ólíkum hópum sem byggja samfélagið. Til dæmis eru sérstök lög sem vernda ákveðna hópa, veita þeim réttindi og viðurkenningu ásamt því að skýrt bann er við því að beita þann hóp ofbeldi eða oflæti. Þetta eru t.d. lög um réttindi fatlaðs fólks og réttindi hinsegin fólks svo dæmi séu nefnd. Þrátt fyrir lagasetningu þarf að gæta að þessum hópum því að lagasetningar koma ekki í veg fyrir misrétti að fullu. Á Íslandi hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem eru félagasamtök, verið einna ötulust í að þrýsta á stjórnvöld að framfylgja lögum, alþjóðaskuldbindingum og fræða um mannréttindi og veita ráðgjöf. Þessi mikilvæga þjónusta á þó mun betur heima undir ríkinu sjálfu með sérstakri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun. þar væri hægt að tryggja henni nægilega fjármagn, ásamt því að vigt stofnunarinnar í alþjóðasamhengi væri mun meiri en hjá félagasamtökum. Þessi stofnun gæti því tryggt að löggjafarvaldið sé á tánum og í stakk búið að beita sér frekar fyrir lagasetningu til að tryggja mannréttindi ólíkra hópa. Einnig myndi þessi sama stofnun vinna náið með framkvæmdarvaldinu og dómsvaldinu. Stofnunin myndi því hafa mikið vægi í allri lagasetningu og framfylgd þeirra. Það er samfélögum í hag að tryggja öllum íbúum fullnægjandi réttindi. Með stofnun Mannréttindastofnunar munum við stíga stór skref í átt að betra samfélagi og í átt að tryggari mannréttindum fyrir okkur öll.

17


Menntun óháð búsetu Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari, 10. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Menntun er grunnmannréttindi og ein af þeim grunnstoðum sem stuðlar að auknu lýðræði, jafnræði og réttlátara samfélagi. Framboð og aðgengi til menntunar er breytilegt eftir landssvæðum. Í ákveðnum landshlutum þurfa nemendur eftir grunnskólanám að sækja sér menntun í framhaldsskóla utan heimabyggðar. Mikill kostnaður og ójafnræði sem fylgir þessu getur hindrað ungt fólk að sækja sér menntun. Hið opinbera þarf að fjármagna og niðurgreiða kostnað til opinberra menntastofnana til að gæta jafnræðis til menntunar og ekki síst til að fjárfesta í sérhæfðu fagfólki framtíðarinnar. Fjarnám er eitt af þeim úrræðum sem gefur nemendum kost á að búa í heimabyggð eða hvar sem er á landinu. Mikilvægt er að efla og hvetja hinar ýmsu menntastofnanir til þess að bjóða upp á fjarnám. Auka þarf framboð á heimavistum og öðrum búsetuúrræðum fyrir námsmenn sem koma úr dreifðari byggðum landsins.

18


Iðnmenntun á landsbyggðinni Verkgreinar eru námsgreinar sem yfirleitt þarfnast staðarkennslu. Kerfið byggist á því að nægjanlegur nemendafjöldi þarf ávallt að vera til staðar til að ákveðnar verkgreinar séu kenndar. Bekkjastærðir eru reiknaðar út eftir stuðlum sem henta yfirleitt ekki minni skólum/bekkjum á landsbyggðinni. Verklagið kemur í veg fyrir að ákveðnar verkgreinar eru ekki kenndar á landsbyggðinni árum saman. Mikil hætta er á að nemendur sem mennta sig utan heimabyggðar skili sér ekki á heimaslóðir að námi loknu sem hefur neikvæða þróun fyrir samfélagið. Í skólum sem sömu iðngreinar eru kenndar þarf að vera miðlægt og gott samstarf milli skóla til þess að viðhalda fullnægjandi stöðlum.

Sí- og endurmenntun Við lifum á tímum þar sem starfshættir í hinum ýmsu greinum breytast ört og stöðug starfsþróun verður að vera til staðar. Mikilvægt er að bregðast við fjórðu iðnbyltingunni með gjaldfrjálsri sí- og endurmenntun um allt land. Nauðsynlegt er að vinnumarkaðurinn í heild sinni viðhaldi faglegri þróun með stöðugri þekkingarmiðlun til að lágmarka stöðnun.

19


Unglingurinn Hófí Hvað varstu kölluð? Ég var kölluð Fríða fram undir ferm ingu en þá flutti ég til Húsavíkur og stytting in breyttist í Hófí og það hefur fylgt mér síðan. Hvað er stærsta prakkarastrik sem þú fram kvæm dir? Þegar ég tók þátt í að lyfta bíl og fela bak við bílskúr á unglingsárum, bíllinn fann st eftir mikið fum og fát og hlátur og alli r eru sáttir í dag! Hver var uppáhalds hljómsveitin? Wham! Nema hvað! Hvaða lag spilaðir þú aftur og aftu r og aftur? Careless Whisper... Hvernig týpa varstu? Ég var frekar venjuleg, fannst allt skem mtilegt og var alltaf til í fíflagang en samt óþolandi bezzerwisser inn á milli enda algj ör bókaormur og með óþolandi límheila. Hvert var þitt frægðarskot? Ralph Macchio sá sem lék Karate Kid. Hann er ennþá geðveikt sætur þó hann verði sextugur í vetur. Varstu vandræðagemsi? Já um tíma var ég það því miður og ber fyrir mig þeirri fimmtu hvað varðar nánari uppl ýsingar.

20


su mrunum? Hvernig eyddir þú var 13 ára, á su mrin þegar ég a Ég byrjaði að vinn su mur vann stu Næ inu á Húsavík. vann þá í kaupfélag ðfirði. Nor á Grenivík og svo ég í frystihúsinu á ta sér mm ske og vinna sem mest Þarna var málið að r hafi nga gli un ki til þess að þess á milli. Man ek árum... sofið mikið á þeim ugam álið þitt? Hvert var helsta áh hlustaði ég og geri enn, þarna Ég las alltaf mikið og horft á ð lla var bara tji líka á tónlist og svo vhs með vinunu m. fa pólitík gaum? Varstu farin að ge Steingrímur J. uminning er þegar nsk ber rk ste n ei Já sjálfsagt m til mín á Grenivík, kom í heimsókn hei sem svo því tók baráttunni, ég í einhverri kosninga s. Hef næ ka lí var i minn og hann að hann væri frænd ar nd rey Ég k. honum í pólití síðan þá fylgst með með gst fyl f lta al rp og hef já nva sjó á kið mi fði hor ekki gengið í pólitík þó ég hafi og haft skoðanir á VG fyrr en 2009. a frá? lt sértaklega segj Eitthvað sem þú vi viti að kið fól nlegt að unga Já mér finnst nauðsy og skipti óp skr á Siberíu fyrir ég féll í MA, lenti ið er líf … nn ti den i aldrei stú yfir í VMA en klárað a upp nd sta að er mistakist. Þá ekki búið þó manni Þó ða. ver og na larnir eru þar og halda áfram, skó i mót á ki ta fið að skólaker finnst mér mikilvægt sé gd len og rfi hve og að námsum fólki á öllum aldri ira nám, seinna af stað í me sveigjanlegt. Ég fór s lukka. sin líf n mí n og það var einstæð með tvö bör


Um réttlát umskipti og „andvöxt“ Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði, 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður

Tökum ábyrgð, minnkum neysludrifið kolefnisspor! Það þarf ekkert að hafa mörg orð um alvarleika loftslagsvárinnar, og mikilvægi róttækra aðgerða strax. Vísindin hafa hamrað á þessum boðskap lengi, með aukinni vissu um alvarlegar afleiðingar aðgerðaleysis. Parísarsáttmálinn snýst um að alþjóðasamfélagið leggist á eitt til þess að halda hlýnun andrúmsloftsins vel undir 2°C, með því að setja sér skýr markmið í átt að kolefnishlutleysi á heimsvísu um miðja öldina. Önnur mikilvæg áhersla sáttmálans er að hann viðurkennir ójafna ábyrgð milli ríkja á loftslagsvá, og tekur mið af því að styrja stöðu þróunarríkja til aðlögunar, sem bera þunga byrði þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga á borð við hamfaraflóð, gróðurelda og þurrka svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsaðgerðir eiga að draga úr ójöfnuði og taka tillit til misskiptingar, og þessu tengt hafa hugmyndir um réttlát umskipti (e. Just transitions) og andvöxt (e. Degrowth) ruðið sér rúms á síðustu árum.

22


Það þarf ekkert að hafa mörg orð um alvarleika loftslagsvárinnar, og mikilvægi róttækra aðgerða strax. Vísindin hafa hamrað á þessum boðskap lengi, með aukinni vissu um alvarlegar afleiðingar aðgerðaleysis. Parísarsáttmálinn snýst um að alþjóðasamfélagið leggist á eitt til þess að halda hlýnun andrúmsloftsins vel undir 2°C, með því að setja sér skýr markmið í átt að kolefnishlutleysi á heimsvísu um miðja öldina. Önnur mikilvæg áhersla sáttmálans er að hann viðurkennir ójafna ábyrgð milli ríkja á loftslagsvá, og tekur mið af því að styrja stöðu þróunarríkja til aðlögunar, sem bera þunga byrði þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga á borð við hamfaraflóð, gróðurelda og þurrka svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsaðgerðir eiga að draga úr ójöfnuði og taka tillit til misskiptingar, og þessu tengt hafa hugmyndir um réttlát umskipti (e. Just transitions) og andvöxt (e. Degrowth) ruðið sér rúms á síðustu árum. Réttlát umskipti snúast um að þær róttæku, samfélagslegu breytingar sem eru óhjákvæmilegar til þess að trappa niður losun eiga að gæta réttlætis og ekki bitna óhóflega á jaðarsettum hópum innan samfélagsins sem og efnaminni þjóðum á alþjóðavísu. Loftslagsaðgerðir munu hafa áhrif á atvinnulífið, svo réttlát umskipti hafa verið áhersla hjá verkalýðshreyfingum hérlendis sem og erlendis. Aukin skattabyrði og gjöld tengd losun þurfa að hafa jöfnuð að leiðarljósi, og það þarf að gæta þess að fara í viðeigandi mótvægisaðgerðir svo aðgerðirnar séu réttlátar. Ef við setjum réttlát umskipti í stærra samhengi, þá er það ljóst að land eins og Ísland, með mikla einstaklingsbundna losun tengda neyslu, er í þeim hópi ríkja sem þarf að taka verulega stór skref í átt að lágkolefnissamfélagi til þess að jafna byrðina. Önnur hugmyndafræði sem í auknum mæli hefur sótt fram er hugtakið „andvöxtur“ (e. Degrowth) sem hefur verið tekin inn sem leið að minni losun í sumum af svipmyndum IPCC. Andvöxt má skilgreina sem efnahagsástand þar sem teknar eru valkvæðar aðgerðir til þess að hagvöxtur standi í stað eða minnki, með áherslu á vestræn ríki þar sem hagvöxtur hefur verið óhóflegur og oft á kostnað þróunarríkja. Ólíkt kreppu á andvöxtur ekki að koma á kostnað hagsældar, heldur skapa lágkolefnissamfélag sem framleiða á sjálfbærari vörur sem mögulegt er að endurnýta, sem minnkar heildarframleiðsluþörf. Þetta tengist hugmyndum um að innleiða velsældarhagvísa í auknum mæli, og kollvarpar í raun þeirri nálgun að óendanlegur hagvöxtur sé eftirsóknarverður.

23


Þá komum við að mergi málsins, hvernig tengjast þessi hugtök íslensku samhengi? Hvað getum við gert til þess að stuðla að velferðarsamfélagi sem ekki byggist upp á endalausum, ósjálfbærum hagvext? Hvernig getum við stutt réttlát umskipti á alþjóðavísu, og lagt okkar að mörkum í baráttunni við loftslagsvána? Stutta svarið er að við þurfum að draga úr losun fljótt og örugglega og byggja áfram á þeim grunni sem hefur verið lagður að hringrásarhagkerfi sem tekur tillit til allrar framleiðslukeðjunnar. Það eru ótal leiðir að þessu markmiði, en ég vil nefna þrjár aðgerðir sem endurspegla áherslur VG. Í fyrsta lagi þarf að miðla upplýsingum um neysludrifið kolefnisspor, og merkja alla vöru með kolefnisspori sem tekur mið af heildarframleiðslukeðju á allar vörur. Þannig aukum við vitund neytandans og sköpum líka hvata fyrir fyrirtæki að draga úr sporinu. Neysludrifið kolefnisspor Íslendinga er með því hærra sem finnst í heiminum, en hefðbundið kolefnisspor er eingöngu reiknað út frá fótsporinu sem myndast innan landamæra Íslands, og gefur því ekki raunhæfa mynd af losun sem myndast vegna vöru sem er aðflutt. Í öðru lagi þurfum við að styðja við og stórauka innlenda matvælaframleiðslu. Stefna VG er skýr hvað þetta varðar, en markmiðið er að matvælaframleiðsla til sjávar og lands verði kolefnishlutlaus árið 2040. Það eru gríðarleg sóknarfæri fólgin í því að auka til dæmis framleiðslu grænmetis innanlands, í stað þess að flytja inn grænmeti með flugi. Neysludrifið kolefnisspor minnkar, matvælaöryggi styrkist og með auknu gagnsæi í uppruna vöru þá eykst lýðheilsa samfélagsins.

24


Að lokum við ég nefna mikilvægi þess að styðja nýsköpun til sjálfbærni, og þörfina til þess að við beitum okkur í auknum mæli fyrir þróunarsamstarfi sem styrkir aðlögunar- og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Í stefnu VG segjum við að „Ísland ætti að lágmarki að tvöfalda stuðning sinn við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá“. Fyrir utan að auka framlög okkar, tel ég mikilvægt að við leggjum aukna áherslu á þróunarsamstarf sem stuðlar að því að yfirfæra tæknilega kunnáttu. Líkt og heimsfaraldur, þá snertir loftslagsváin alþjóðasamfélagið á ólíkan máta. Þó það sé ljóst að við munum öll þurfa að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum, þá ber heimsbyggðin byrðina ekki jafnt. Það er okkar hlutverk sem velferðarríki að leggja okkar á vogarskálarnar til að stuðla að grænum, réttlátum umskiptum.

25


UVG gátan Þvert 1. Pólitísk hugmyndafræði sem leggur áherslu á jöfnuð. 2. Ekki hægri 3. Umfjöllun og ákvörðun um framtíðarsýn, markmið og árangur af starfsemi yfir tiltekið tímabil, ávinning á tilteknu sviði eða sjónarmið og gildi sem byggt skal á 4. Aðgerð sem miðar að því að vernda ákveðin landsvæði 5. Demantur í mannsmynd 6. Írskur söngvari og aktivisti 7. Millinafn formanns UVG

Niður 1. 2. 3. 4.

26

Kjördæmi sem á átta fulltrúa á Alþingi Þegar hver og einn hefur jafnan rétt á að taka þátt í stjórnun landsins Voru með listabókstafinn V á undan VG Höfundur bókarinnar “Við öll”


Giskaðu nú svör á blaðsíðu 68

27


Stöndum öll saman Helga Margrét Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum, 6. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Fólk sem glímir við fíknivanda hefur verið jaðarsett í samfélaginu okkar. Glæpavæðing fíkniefnaneyslu stuðlar að því að litið er á þennan hóp sem afbrotamenn fremur en einstaklinga sem eiga við sjúkdóm að etja. Viðhorf er ríkjandi um að fíkniefnaneytendur geti hætt neyslu ef viljinn er nógu mikill og mikil áhersla er lögð á að hægt sé að fyrirbyggja fíkniefnaneyslu að mestu í samfélaginu okkar með boðum og bönnum. Þessar rökvillur valda fordómum í garð þeirra sem stríða við vandann og stuðla að því að þau njóta minni virðingar en aðrir í samfélaginu. Eins virðist gleymast að fíknisjúkdómar fara ekki í manngreinarálit og ómögulegt er að segja hver er næstur og hvort hann stendur lesanda nærri.

28


Við sem störfum í heilbrigðisgeiranum verðum vitni að því að einstaklingar sem eiga við fíknivanda að stríða verða fyrir fordómum og er sýnd vanvirðing þegar þau leita heilbrigðisþjónustu; upp að því marki að ástæða komu er afgreidd sem sjálfskaparvíti og að þau fá sökum þess ekki þá þjónustu sem þau þarfnast og eiga rétt á. Sjaldan er tekið tillit til að þessi hópur er útsettari fyrir því að verða fyrir ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu. Sýnt hefur verið fram á að þau sem hafa orðið fyrir einhverskonar áfalli eiga oft fleiri komur á heilbrigðisstofnun eða aðrir án þess þó að minnast endilega á áfallið. Í stað þess að mæta auknum skilningi og fá áfallamiðaða nálgun er oft búið að ákveða fyrirfram að þangað sé manneskjan mætt til þess eins að „betla lyf“, eins og það er gjarnan orðað. Þetta þarf að líta alvarlegum augum og breyta. Slík framkoma er brot á mannréttindum því öll eiga að hafa sama rétt til heilbrigðisþjónustu óháð stétt og stöðu. Þetta stuðlar jafnframt að því að fólk í þessari stöðu fer að veigra sér við að leita heilbrigðisþjónustu þegar það þarf á henni að halda. Það getur orðið til þess að heilbrigðisvandinn verði mun umfangsmeiri og jafnvel ómeðhöndlanlegur þegar þjónustu er loks leitað. Í verstu tilfellum lifa einstaklingar ekki veikindi sín eða ofbeldi af.

Hvað þarf að gera? Fyrst og fremst þarf viðhorf til þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða að breytast. Skref í rétta átt væri að afglæpavæða neysluskammta svo hætt verði að líta á neytendur sem afbrotamenn. Afglæpavæðing neysluskammta gæti einnig leitt til þess að auðveldara reyndist að nálgast þennan hóp og veita þá þjónustu sem þau þarfnast áður en það er of seint. Viðhafa þarf skaðaminnkandi nálgun í auknum mæli og viðurkenna að þau sem glíma við vímuefnavanda eru ekki alltaf tilbúin til að hætta neyslu á gefnum tíma. Fyrir því geta verið margar ástæður. Skaðaminnkandi nálgun miðar að því að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og sýna fólki virðingu, skilning og samhygð. Þessi hugmyndafræði miðar að því að draga úr þeirri áhættu og skaða sem getur hlotist af fíkniefnaneyslu í stað þess að reyna að fyrirbyggja hana. Markmiðið er að bæta lífsgæði og heilsu fólks og hjálpa

29


því að taka lítil skref í rétta átt sé vilji og geta fyrir hendi. Einn liður í að innleiða skaðaminnkandi nálgun væri að opna neyslurými víða um land þar sem þau sem eiga við fíknivanda að stríða geti notað fíkniefni í hreinu og öruggu umhverfi undir eftirliti fagaðila. Þrátt fyrir að þróun hafi verið í rétta átt undanfarin ár m.a. með frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um neyslurými og lögleiðingu neysluskammta er enn mjög langt í land. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum keyra þessi mál áfram af fullum krafti á komandi kjörtímabili þar til öryggi þessa hóps hefur verið tryggt eins og auðið er um land allt.

Stöndum saman Þau sem hafa legið andvaka og velt vöngum yfir því hvort barnið sitt, systkini eða foreldri sé lífs eða liðið, sé öruggt og hafi skjól vita hversu áríðandi er að grípa til aðgerða. Hins vegar gæti öðrum reynst auðvelt að fjarlægja sig vandanum, sitjandi í hlýju herbergi, í mjúkum sófa að lesa þessa grein í 150.000 króna síma með alla fjölskylduna í kringum sig í öruggu skjóli. Það breytir ekki þeirri staðreynd að það er fólk í samfélaginu okkar sem fær ekki þá heilbrigðisþjónustu sem það á rétt á, hópur fólks sem er komið fram við sem glæpamenn sökum veikinda þess, hópur fólks sem hefur engra annarra kosta völ en að leita til einstaklinga sem beita þau ofbeldi til að geta stundað neyslu sína, hópur fólks sem hefur ekki öruggan stað til að sofa á nóttunni. Þetta má ekki líðast lengur í íslensku velferðarríki. Við verðum að hætta að snúa baki við þessum harða, sára raunveruleika og standa saman og berjast fyrir réttlátu samfélagi.

30


Unglingurinn Bjarni Hver var uppáhalds hljómsveitin? Talking Heads, Eurythmics og Þursaflokkurinn. Hvert var þitt frægðarskot? Sophia Lauren! .... ! Varstu vandræðagemsi? Nei, alls ekki! Ég var mjög prúður og alltof ábyrgðarfullur! Hvernig eyddir þú sumrunum? Útí náttúrunni, var alltaf eitthvað að baxa og kanna, það voru ekki margir leikfélagar í Bjarnarhöfn en margt að skoða og upplifa. Hvert var helsta áhugamálið þitt? Að vera úti í náttúrunni að njóta hennar með mínu besta fólki.

31


Hvað ef ég má ekki elska? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm leikkona og leikstjóri, fyrrum formaður Ungra vinstri grænna og starfsmaður aðalskrifstofu VG

Að elska, stofna fjölskyldu og búa sér heimili með þeim sem man velur sér sem lífsförunaut. Að vera til, vera man sjálft, ganga óáreitt um göturnar. Allt er þetta eitthvað sem við teljum til sjálfsagðra mannréttinda. Stór hluti fólks þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að einhver reyni að draga þessi réttindi í efa, en við búum ekki öll við þau forréttindi.

32


Það hefur verið sláandi að sjá fréttir um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Ekki síst vegna þess að fréttirnar berast okkur ekki úr öðrum heimsálfum og ólíkum menningarheimum heldur úr Evrópu. Á spáni var samkynhneigður maður barinn til dauða. Í Ungverjalandi og Póllandi eru samþykkt lög sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks í landinu. Forseti Tékklands lætur hafa eftir sér óviðunandi ummæli um trans fólk. Gleðigöngu í Tyrklandi er tvístrað með táragasi. Þjálfari Liverpool þarf að biðja stuðningsmenn að hætta að syngja hómófóbíska söngva á leikjum. Þessi dæmi, sem öll eru frá þessu ári, eru harkaleg áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Ástin verður að sigra gegn hatrinu. VG hefur alltaf talað fyrir réttindum hinsegin fólks, það er einn af eiginleikum hreyfingarinnar sem ég er stoltust af. Við stóðum með einum hjúskaparlögum, fyrstu löggjöfinni um trans fólk og á kjörtímabilinu sem er að ljúka var samþykkt tímamótalöggjöf um kynrænt sjálfræði. Loksins er fólki frjálst að skilgreina kyn sitt og í þjóðskrá er nú möguleiki á kynhlutlausri skráningu. Það skiptir öllu máli að við höldum áfram á þessari braut og munum að því miður eru öfl sem vilja ekki að hinsegin fólk njóti sömu réttinda og aðrir. Uppfærð stefna VG í málefnum hinsegin fólks sýnir að VG hefur og mun standa með hinsegin fólki. Fyrir mannréttindum og jöfnuði. Þannig er það nú stefna okkar að Ísland verði efst á Regnbogakorti ILGA-Europe. Við viljum að stjórnvöld setji sér skýra stefnu í málefnum hinsegin fólks og vinni á grundvelli hennar aðgerðaráætlun til innleiðingar þess sem upp á vantar. Auka þarf vernd intersex fólks enn frekra og þá sérstaklega intersex barna. Hatursglæpir og hatursorðræða eiga ekki að líðast. Við eigum að taka á móti fleira hinsegin fólki á flótta. Við þurfum að bæta þjónustu við trans börn og blóðgjöf karlmanna sem stunda kynmök með öðrum körlum eiga að vera heimilar, enda er bannið arfleið fordóma og hræðslu. Mikilvægast er að allar breytingar séu unnar í samvinnu við félagasamtök eins og Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland. Þar er að finna okkar helstu sérfræðinga í málaflokknum.

33


„Mamma, vilja svona margir stríð?“ Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi á Akureyri og stundar nám í stjórnun og forystu 5. Sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Fyrir 12 árum í friðargöngu á Þorláksmessu spurði systursonur minn mömmu sína: „Mamma, vilja svona margir stríð?“. Sex ára gamalt barnið hafði áhyggjur af því hversu fá væru mætt að ganga í þágu friðar á Þorláksmessu. Þetta var löngu fyrir tíma samkomutakmarkana og því ekki við þær að sakast.

Mikilvægi samstöðu Það er ótrúlegt hvað samstöðufundir gera. Druslugangan og Hinsegin dagar bera vott um það hvernig sýnileg samstaða hefur knúið fram breytingar á samfélagi okkar, viðhorfi og lögum. Mörg höfum við orðið fyrir kynferðisofbeldi, verið smánuð á einhvern hátt vegna kyns, kynhneigðar eða kynvitundar, eða þekkjum einhver sem hafa lent í slíku. Fæst okkar hafa hins vegar upplifað stríð og þess vegna kannski eðlilegt að viðburðir á borð við þá sem ég nefndi séu fjölmennari en friðargöngur. Á sama tíma er brýnt að við gleymum ekki þeim hörmungum sem stríð leiða af sér og að við sýnum samstöðu með fórnarlömbum stríðsátaka.

34


Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum tók gildi í byrjun þessa árs. Þá höfðu 50 ríki heims fullgilt hann en ekkert bólaði á aðild Íslands. Samkvæmt könnun er þó þorri landsmanna hlynntur því að Ísland gerist aðili að samningnum þvert á vilja Atlantshafsbandalagsins. Kjarnorkuvopn hafa þvílíkan eyðileggingarmátt bæði til skamms tíma og frambúðar á manneskjur, loftslag, umhverfi og dýraríki. Við þurfum tryggingu gegn notkun slíkra helsprengja.

Ástandið í Afganistan Í yfirlýsingu sem Ung vinstri græn sendu frá sér á dögunum segir um ástandið sem ríkir nú í Afganistan: „Það er freistandi að líta undan þegar svo þungar hörmungar dynja á þjóð langt í burtu og manni finnst maður ekkert geta gert til að bæta ástandið. En að líta undan er ekki eitthvað sem Íslendingar geta leyft sér. Vera Íslands í NATO gerir okkur óneitanlega samábyrg fyrir þeirri stöðu sem upp er komin. Íslendingar eru ein þeirra NATO þjóða sem tóku þátt í innrásinni í landið. Það gerir veran í NATO.“ Vera Íslands í Atlantshafsbandalaginu gerir okkur samábyrg og mun gera áfram. Ísland þarf að styðja við Afgani, við verðum að koma í veg fyrir að fólk á flótta verði sent aftur í hörmulegar aðstæður.

Samstaða gegn stríði Sýnum samstöðu gegn stríði. Sýnum samstöðu gegn kjarnorkuvopnum. Þó svo að við þekkjum ekki afleiðingar stríðsreksturs eða helsprengja á eigin skinni, þá vitum við hversu hræðilegar afleiðingarnar eru. Tökum á móti fólki sem flýr stríðsástand. Fjölmennum í næstu friðargöngu á Þorláksmessu, kertafleytingu eða hvers konar samstöðufund í þágu friðar. Stöndum utan hernaðarbandalaga. Síðast en ekki síst skulum við koma í veg fyrir að fleiri börn haldi að Íslendingar séu hlynntir stríði.

35


Stóra óréttlætið Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, 4. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Íslendingar náðu yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni fyrir nærri fimmtíu árum. Í Þorskastríðunum voru ein meginrök Íslendinga mikil ofveiði og að ef ekki yrði breyting á myndi þorskstofninn hrynja. En um leið og Bretarnir hurfu úr íslenskri lögsögu þá hundsuðu Íslendingar niðurstöður rannsókna sem bentu til ofveiði. Í kjölfarið veiddum við þangað til að lífríki sjávar stóð á barmi hruns. Þá var kvótakerfinu komið á og síðan þá höfum við rifist um ágæti þess. Kvótakerfið hefur að sumu leyti náð markmiðum sínum, í meginatriðum ofveiðum við ekki fiskistofna og kerfið hefur hvatt til mikillar hagræðingar þannig að verðmætasköpun er mun meiri en var. En þessu kerfi hefur einnig fylgt það óréttlæti að kvótinn hefur hlaðist á færri hendur en áður var. Tíu fyrirtæki eiga helming allra fiskveiðiheimilda. Þó eru mun fleiri sem stunda útgerð og greiða veiðigjöld, en það eru um þúsund aðilar. Flóran í sjávarútvegi er því frá strandveiðibátum upp í stórfyrirtæki sem kaupa upp fyrirtæki í öðrum löndum. Mesta óréttlætið er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hann fer með nýtingarréttinn sem varanlega eign sína en greiðir fyrir það afkomutengt veiðigjald. Gjaldið hækkar þegar vel gengur og lækkar þegar verr árar.

36


Réttlátari sjávarútvegur Sumir stjórnmálaflokkar vilja bjóða upp aflaheimildirnar. Ég tel að það muni ekki ráðast gegn rót vandans, því óréttlæti að fáir eigi veiðiheimildirnar. Þeir sem eiga þær fyrir munu kaupa þær upp þar sem þeir eru í yfirburðastöðu gagnvart öðrum. Því þarf að leita annarra leiða til að leiðrétta þetta óréttlæti. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur talað fyrir því í lengri tíma að stækka félagslega hluta kvótakerfisins. Það var VG sem kom á fót strandveiðunum sem hafa glætt smábátahafnir landsins lífi á nýjan leik og gert smábátasjómönnum það kleift að stunda veiðar án þess að þurfa að kaupa kvóta dýrum dómum. Það er leið fyrir menn að byrja smátt og vinna sig upp. Einnig var það VG sem hafði frumkvæðið að tilkomu byggðafestukvóta til byggða sem standa höllum fæti. Þar sem að það er óeðlilegt að fámennur hópur eigi nýtingarréttinn á fiskveiðiauðlindinni til eilífðar er eðlilegasta fyrirkomulagið nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi. Útfæra mætti slíkt með því að útgerðum yrði boðið upp á það að færa núverandi heimildir yfir í tímabundnar heimildir eða sæta árlegri fyrningu. Með því yrði stóra óréttlætið leiðrétt. Enda eiga fáar fjölskyldur auðmanna ekki að eiga nýtingarréttinn að þessari sameiginlegu auðlind til eilífðarnóns.

Aukinn félagslegur rekstur Eins og áður sagði er íslenskur sjávarútvegur fjölbreyttur. Inn á milli eru útgerðir sem reknar eru á félagslegum grunni. Það eru útgerðir sem eru í eigu samfélaga að öllu leiti eða hluta til. Þessum útgerðum hefur vegnað vel þrátt fyrir að kennisetningar hægrimanna segi að kapítalistar séu bestir til þess að reka fyrirtæki. Ég tel að það ættu að vera reglur sem skylda stærstu sjávarútvegsfyrirtækin til að vera að hluta til í félagslegri eigu. Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa rétt til að veiða mörg prósent af heildarafla. Starfsfólk og heimamenn þar sem þau eru starfrækt eiga að njóta ávaxtanna af rekstrinum en arðurinn á ekki allur að renna til eigenda framleiðslutækjanna. Þannig væri arður af rekstri fjárfestur innan samfélagsins en ekki braskað með hann á fjarlægjum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi og útgerðarfjölskyldunnar. En í dag ákvarða sumar útgerðarfjölskyldur það hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráðstöfun veiðiheimilda. Með auknum félagslegum rekstri fellst vísir að sjálfstæði sjávarbyggða. 37


Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn Ólafur Halldórsson starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild, 8. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi

Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið. Klárar námið, en á svo erfitt með að taka stökkið og flytja aftur heim þó viljinn sé fyrir hendi. Aðrir hafa einfaldlega alltaf viljað skipta um umhverfi og prófa að búa á litlum stað, en eins og áður finnst mörgum erfitt að taka stökkið. En hver er ástæðan? Hvernig getum við gert búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk?

38


Atvinnumál eru yfirleitt það fyrsta sem hindrar flutning til minni staða á landsbyggðinni, en fólk á oft erfitt með að finna störf sem hæfa þeirra menntun. Menntunarstig þjóðarinnar er að verða hærra og fleiri afla sér háskólamenntunar en áður. Í kjölfarið hafa skapast mörg störf sem krefjast háskólamenntunar, það á við bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Mér finnst landsbyggðirnar hafa misst svolítið af lestinni hvað þetta varðar. Í gegnum tíðina hefur atvinnulíf á landsbyggðunum byggt á frumframleiðslu, meðal annars í kringum sjávarútveg. Með vaxandi tækni hefur þessum störfum fækkað og þau horfið af litlum stöðum, að hluta vegna samþjöppunar í sjávarútvegi. Að mínu mati eru nýsköpun, flutningur ríkisstarfa út á land og störf án staðsetningar lausnirnar fyrir litlu samfélögin úti á landi. Aðgengi að menntun er þáttur sem þarf að jafna út á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem langar að stunda háskólanám ætti ekki að þurfa að flytja sig um set til þess að geta stundað námið frekar en það vill. Efla þarf fjarnám í Háskóla Íslands en Háskólinn á Akureyri hefur staðið sig vel í þeim málum, en þó er alls ekki hægt að læra öll fög í fjarnámi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir fólk sem er nýbúið að stofna fjölskyldu að rífa sig upp með rótum og flytja til þess að bæta við sig námi eða byrja í grunnnámi. Eins er mikill ójöfnuður hvað varðar framhaldsskólamenntun. Barn á Patreksfirði er engan veginn jafnt gagnvart barni í Hafnarfirði ef báðir aðilar stunda nám við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið á Patreksfirði þarf að horfast í augu við flóknar og kostnaðarsamar samgöngur ásamt háum kostnaði á leigumarkaði, á meðan barnið í Hafnarfirði þarf bara að hugsa um það að koma sér til og frá skóla. Auka þarf styrki til námsmanna sem stunda nám fjarri lögheimili, efla fjarnám í Háskólunum, efla verknám á landsbyggðinni og finna búsetuúrræði fyrir ungt fólk sem stunda framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimili. Geðheilbrigðisþjónusta er annar þáttur sem verður að bæta á landsbyggðinni. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er til dæmis mjög slæmt á litlum stöðum vítt og breytt um landið. Því þurfa margir að ferðast til höfuðborgarsvæðisins eða til Akureyrar til þess að sækja geðheilbrigðisþjónustu kannski oft í mánuði. Sárafáir sálfræðingar starfa á heilsugæslustöðvum og sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru einnig fáir utan stærri þéttbýla eins og Akureyri. Geðræn vandamál eru jafn alvarleg og líkamleg vandamál og því þarf að vera hægt að panta

39


tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslu eins og hjá lækni. Til þess að það sé mögulegt þarf að efla sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvunum og hafa viðveru sálfræðings að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku á minnstu heilsugæslustöðvunum. Þörfin er svo sannarlega til staðar og úr þessu þarf að bæta. Þessi atriði voru þau sem mér finnst mikilvægust til þess að gera landsbyggðirnar samkeppnishæfan kost til búsetu gagnvart höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk. Þar með er ég þó ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem þarf að betrumbæta, en fleiri atriði eru til dæmis að jafna raforkuverð, tryggja traustan raforkuflutning og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Á fráfarandi kjörtímabili hefur ríkisstjórnin undir forystu Vinstri grænna þó gert vel í mörgum málum sem snerta búsetu á landsbyggðinni. 73% hækkun varð á framlögum til nýsköpunar, 287 nýjum aðgerðum var komið af stað til þess að flýta framkvæmdum við uppbyggingu innviða á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna og ofanflóðavarna. Matvælasjóður var stofnaður til þess að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu, 30% af námsláni var gert að styrk, eins milljarðs aukning á framlögum til geðheilbrigðismála, sjúkrahótel var opnað og svona mætti lengi telja. Ég treysti engum öðrum flokki betur til þess að halda áfram að jafna búsetuskilyrði á landinu en Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem hefur alltaf haft jöfnuð og félagslegt réttlæti sem grunngildi.

40


Unglingurinn Bjarkey Hvað varstu kölluð? Bjarkey. Hvað er stærsta prakkarastrik sem þú framkvæ mdir? Stelast með flóabátnum Drang frá Siglufirði til Ólafsfjarðar til að elta kærastann. Hver var uppáhalds hljómsveitin? Smokie. Hvaða lag spilaðir þú aftur og aftur og aftur? If You Think You Know How To Love Me. Hvernig týpa varstu? Uppreisnarseggur en prúð í skólanum. Hvernig eyddir þú sumrunu m? Vann í frystihúsum. Hvert var helsta áhugamálið þitt? Hugsaði bara um stráka á fyrri hluta unglingsáranna. Varstu farin að gefa pólitík gaum? Ekki fyrr en í kringum 16 ára aldurinn og þá svona meira í nærsamfélaginu.

41


Hvammsvirkjun Pálína Axelsdóttir sérkennslustjóri á leikskóla með MA í félagssálfræði , 9. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Ég er alin upp í fallegri sveit þar sem er fögur fjallasýn, blómlegt landbúnaðarsamfélag og oft gott veður. Þar er gott að vera. En skuggi hefur hangið yfir samfélaginu heima í hálfa öld. Stór hluti heimamanna hafa í fimmtíu ár barist fyrir landið sitt. Upp úr 1970 fóru hugmyndir um Norðlingaölduveitu að heyrast. Heimamönnum leist ekki á blikuna, stóðu upp og hófu baráttu sem átti eftir að erfast milli kynslóða. Sú barátta varð löng og erfið en að lokum var sigur unninn þegar friðlandið í Þjórsárverum var stækkað haustið 2017. Áður en að sú barátta vannst, hófst sú næsta. Í kringum aldamótin fór að bera á virkjana-hugmyndum í neðri hluta Þjórsár. Þessar virkjanir eru fyrirhugaðar í byggð. Hvammsvirkjun áður kölluð Núpsvirkjun er í miðri sveit.

42


Rökin gegn Hvammsvirkjun eru ótal mörg, en til að stikla á stóru má fyrst nefna þau áhrif sem fyrirhugað lón hefur á landið sem verður undir því og kringum það. Það eru óafturkræf áhrif þar sem gróið land og áreyrar fara undir jökulvatn. Vistkerfið við ána og í ánni munu skaðast. Gróið land er auðlind sem við vinnum hart að því að endurheimta og vernda, en á sama tíma eru áform um að sökkva því og eyða. Þá er ekki talið það land sem færi undir haugasvæði, vegi og skurði. Landið fyrir neðan stíflu verður stundum undir vatni og stundum ekki sem mun leiða af sér fok og frekari jarðvegseyðingu. Einu sinni sagði háttsettur starfsmaður Landsvirkjunar mér að fyrirtækið ætlaði að græða þetta land upp. Það er ekki víst að það sé raunhæfur kostur að græða upp land sem er stundum á kafi og stundum ekki. Það er ýmislegt við undirbúning Hvammsvirkjunar sem er ábótavant. Í fyrsta lagi er stærstur hluti umhverfismatsins frá árinu 2004. Það gæti fengið bílpróf í ár ef það væri manneskja. Forsendur hafa breyst á þessum árum, bæði hugsunarháttur og gildismat þjóðarinnar. Auk þess er upprunalega umhverfismatið mjög ábótavant, til dæmis var lífríki á eyjunum í Þjórsá ekkert rannsakað. Árið 2015 voru nokkrir þættir viðbótar metnir og komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að áhrif Hvammsvirkjunar á ferðamennsku yrði líklega neikvæð og að Hvammsvirkjun myndi hafa neikvæð áhrif á ásýnd lands. Samfélagsleg áhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár hafa aldrei verið metin. Ef hafa á sjálfbæra þróun að leiðarljósi, verður að rannsaka áhrif á samfélagið, enda eru þau ein af stoðum sjálfbærrar þróunar. Sem íbúi í þeirri sveit sem Hvammsvirkjun snertir mest þá veit ég að hún hefur nú þegar haft mjög neikvæð áhrif á nærsamfélagið. Landsvirkjun stærir sig af því að eitt af grundvallarmarkmiðum samfélagslegrar ábyrgðar þeirra sé að stuðla að sjálfbærri þróun í íslensku samfélagi. En á sama tíma hefur fyrirtækið haft óbætanleg áhrif á samfélag manna í þessari litlu sveit á Suðurlandi síðustu 50 ár. Það hefur veruleg áhrif á andlega heilsu og líðan að hafa þessar hugmyndir hangandi yfir sér. Fólkið sem hefur barist gegn virkjununum í Þjórsá árum saman gerir það því þetta skiptir það raunverulegu máli. Okkur þykir vænt um sveitina og það gengur gegn gildismati okkar að skemma lífríki og landslag hennar.

43


Við framleiðum mikið rafmagn á Íslandi. Í dag er meira rafmagn á raforkukerfinu en er nýtt. Forstjóri Orkuveitunnar Bjarni Bjarnason hefur oft bent á það að við þurfum ekki að virkja meira þó við rafvæðum 100 þúsund bíla. Samt hefur rafbílavæðingin verið notuð af forstjóra Landsvirkjunar til að réttlæta Hvammsvirkjun. Fram kemur í fjórða áfanga rammaáætlunar að með því að stækka virkjanir við Vatnsfell, í Hrauneyjum og Sigöldu sé hægt að sækja 210 MW. Þessar virkjanir eru í orkunýtingarflokki rammaáætlunar. Það eru rúmlega tvær Hvammsvirkjanir. Í félagssálfræði er til hugtakið sokkinn kostnaður. Sokkinn kostnaður er hugsannavilla sem við gerumst oft sek um við ákvarðanatöku. Mannfólkið hefur tilhneigingu til þess að meta ákvarðanir út frá t.d. tíma og fjármunum sem hafa farið í eitthvað en auðvitað á að taka ákvarðanir út frá þeim afleiðingum sem þær koma til með að hafa í framtíðinni. Oft hefur því verið fleygt fram að Hvammsvirkjun hafi verið lengi í undirbúningi og því væri sóun á tíma og peningum ef hún yrði ekki að veruleika. Þessi röksemdafærsla er gott dæmi um sokkinn kostnað. Auðvitað á fyrst og fremst að meta Hvammsvirkjun út frá því hvaða afleiðingar hún hefur á náttúru og samfélag ef af henni verður.

44


45


D‘Hondt Stop Believin‘ Ragnar Auðun Árnason stjórnmálafræðingur, 16. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Suður

Gæti breyting á reiknireglu við útdeilingu þingsæta verið lausn? Talsvert hefur borið á umræðu um hvernig sé réttlátast að útdeila þingsætum á Íslandi, mikið hefur verið rætt og ritað um hvort landið eigi allt að vera eitt kjördæmi eða hvort fjölga þurfi jöfnunarsætum. Að gera Ísland að einu kjördæmi sem myndi að öllum líkindum fækka fulltrúum fámennari byggðarlaga eða að fjölga jöfnunarþingsætum er ekki eina lausnin í því að reyna tryggja að framboð hljóti þingsæti í takt við kjörfylgi.

46


Í dag notumst við Íslendingar við reikniregluna D‘Hondt þegar kemur að því að deila út þingsætum sem og í sveitarstjórnarkosningum. Aðferði D‘Hondts gengur einfaldlega út á það að deilt er í atkvæðafjölda hvers framboðslista með heiltölunum 1, 2, 3, o.s.frv útkomutölunum úr deilingunni er því næst raðað upp í töflu og sá framboðslisti sem hefur hæstu útkomutöluna hreppir fyrsta sætið. Þá er sú útkomutala strikuð út og sú næsthæsta fundin og svo koll af kolli þar til öllum sætum hefur verið úthlutað. Í nágrannalöndum okkar Svíþjóð, Danmörku og Noregi er hins vegar önnur reikniregla notuð en það er reiknireglan Sainte-Lagüe. Hún virkar eins og D‘Hondt nema þá er deilt einungis með oddatölum þ.e. 1,3,5,7. Svíþjóð og Noregur hafa þó breytt henni aðeins, í Noregi er það þannig að fyrst er deilt með 1.4 en ekki 1 þannig var það lengi vel í Svíþjóð en frá 2018 hafa þau deilt fyrst með 1.2. Þetta getur þótt frekar flókið sérstaklega þegar reynt er að útskýra þetta einungis í rituðu máli. Það má þó almennt segja að regla D‘Hondt hugli stærri flokkum á kostnað hinna sem minni eru hvort sem litið er á stærð flokka í heild á landsvísu eða stærð þeirra innan hvers kjördæmis fyrir sig. Þetta þýðir að skipting þingsæta milli flokka verður ekki eins nálægt kjörfylgi þeirra og hægt er ef notuð yrði önnur úthlutunarregla, t.d. regla Sainte-Lagüe. Ef skoðuð eru úrslit síðustu þriggja kosninga, þá kemur í ljós að ef við hefðum notast við reglu Sainte-Lagüe hefði samræmi milli kjörfylgis og þingsæta verið betur tryggt. Ef við tökum sem dæmi seinustu kosningar, þ.e. 2017, þá hefði Samfylkingin hlotið einu þingsæti fleira á kostnað Framsóknarflokksins. Það hefði þýtt að flest atkvæði hefðu þá orðið á bakvið hvern þingmann Flokks Fólksins eða 3376. Þar sem við notumst við reglu D‘Hondt þá voru flest atkvæði á bakvið hvern þingmann Samfylkingarinnar eða 3379 og fæst atkvæði bakvið hvern þingmann Framsóknar eða 2627. Þetta hefði breyst við notkun SainteLagüe og þá hefðu atkvæði bakvið hvern þingmann Samfylkingarinnar verið 2957 en 3002 atkvæði verið á bakvið hvern þingmann Framsóknar. Það virðist sem svo eftir lauslegan útreikning þá virðist SainteLagüe tryggja betur samræmi milli kjörfylgis og þingmannafjölda. Það

47


verður alltaf misvægi milli atkvæða, einhver flokkur mun hafa fæst atkvæði á bakvið hvern þingmann og einhver flokkur flest atkvæði bakvið hvern þingmann. Það mun alltaf koma í hlutskipti einhvers flokks að eiga rétt á næsta þingmanni (þ.e. 64 þingmanninum) en það eru bara 63 þingmenn. Ef öllum 63 þingsætunum hefði verið deilt á flokka eftir d‘Hondt aðferð miðað við heildaratkvæðamagn þeirra í kosningunum 2017 (eins og landið væri eitt kjördæmi), hefði þingmannafjöldi hvers flokks orðið eins og Sainte-Lagüe aðferðin gefur, sem enn frekar undirstrikar kosti þeirrar aðferðar umfram d‘Hondt. Það þarf því ekki endilega að vera að lausnin liggi í því að fjölga jöfnunarþingsætum eða að gera landið að einu kjördæmi, lausnin gæti legið í reiknireglunni. Við framleiðum mikið rafmagn á Íslandi. Í dag er meira rafmagn á raforkukerfinu en er nýtt. Forstjóri Orkuveitunnar Bjarni Bjarnason hefur oft bent á það að við þurfum ekki að virkja meira þó við rafvæðum 100 þúsund bíla. Samt hefur rafbílavæðingin verið notuð af forstjóra Landsvirkjunar til að réttlæta Hvammsvirkjun. Fram kemur í fjórða áfanga rammaáætlunar að með því að stækka virkjanir við Vatnsfell, í Hrauneyjum og Sigöldu sé hægt að sækja 210 MW. Þessar virkjanir eru í orkunýtingarflokki rammaáætlunar. Það eru rúmlega tvær Hvammsvirkjanir. Í félagssálfræði er til hugtakið sokkinn kostnaður. Sokkinn kostnaður er hugsannavilla sem við gerumst oft sek um við ákvarðanatöku. Mannfólkið hefur tilhneigingu til þess að meta ákvarðanir út frá t.d. tíma og fjármunum sem hafa farið í eitthvað en auðvitað á að taka ákvarðanir út frá þeim afleiðingum sem þær koma til með að hafa í framtíðinni. Oft hefur því verið fleygt fram að Hvammsvirkjun hafi verið lengi í undirbúningi og því væri sóun á tíma og peningum ef hún yrði ekki að veruleika. Þessi röksemdafærsla er gott dæmi um sokkinn kostnað. Auðvitað á fyrst og fremst að meta Hvammsvirkjun út frá því hvaða afleiðingar hún hefur á náttúru og samfélag ef af henni verður.

48


49


Ég elska íbúðina mína Rúnar Gíslason lögreglumaður, 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað. Ég get alltaf hitt fólk og farið í heimsóknir því ég veit að í enda dagsins kem ég heim til mín, í íbúðina mína. Íbúðina sem ég hef skreytt og hannað í huganum, í símanum fram og til baka eftir mínu höfði. Eftir hverja einustu breytingu sem ég geri þá get ég ekki beðið eftir að ljósmynda íbúðina og sýna vinum og vandamönnum hvað frábæra íbúðin mín er orðin betri í dag en hún var í gær. Íbúðin er vissulega bara dauður hlutur, svarar mér ekki og hún er gerð úr steypu. Hún er hinsvegar heimilið mitt og þar er ég öruggur. Ég fann líka fyrir öryggi þegar ég bjó hjá foreldrum mínum og tengi líklega meira en margir við slagorðið ,,heima er best‘‘. Það er algjör forsenda alls, að mínu mati, að finna fyrir öryggi heima hjá sér og með fólkinu sínu enda er heimilið og heimilisfólkið grunnurinn, stroffið, deigið, rótin og allar þær samlíkingar. Heima hjá mér er ég öruggur.

50


Það á að vera algjört forgangsmál að tryggja að allir finni til öryggis heima hjá sér. Að verða fyrir ofbeldi á heimili sínu og/eða í nánum samböndum hefur alvarleg og langvarandi áhrif, ekki bara á þolendur heldur allt þeirra umhverfi. Í slíkum málum berum við öll ábyrgð, við sem samfélag. Við eigum að skipta okkur af fólki sem upplifir ofbeldi í nánum samböndum, aðstoða og tilkynna á viðeigandi staði og við eigum að krefjast þess að til sé nægur og vel þjálfaður mannskapur til að málin vinnist hratt og vel í réttarvörslukerfinu. Sjálfur rannsaka ég heimilisofbeldismál alla daga og hef margar hugmyndir um hvernig við getum hlúð betur að brotaþolum og unnið með gerendum. Vandinn er samt stærstur á einum stað, sami vandi og hamlar allri starfsemi lögreglu og það er að það vantar fleiri lærða lögreglumenn. Vaktir lögreglu eru undirmannaðar og ófaglært fólk ber þær uppi meira og minna allt árið. Á sama tíma hrannast upp mál, til að mynda mál sem varða ofbeldi í nánum samböndum og oftar en ekki inn á heimilum þeirra sem fá engan veginn viðeigandi meðferð vegna skorts á mannafla, þjálfuðum mannafla. Það skiptir mjög miklu máli að brugðist sé hratt og vel við þegar upp koma ofbeldismál í nánum samböndum. Það skiptir öllu til að lágmarka skaðann eins og hægt er. Vandinn er mikill. Í lögregluna vantar fólk og okkur vantar þjálfað og faglært fólk. Forgangsröðum verkefnum, fjölgum lærðum lögreglumönnum og lyftum upp þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem baráttan gegn heimilisofbeldi er. Ef annar hvati dugar ekki til þá má líta á það sem samfélagslega fjárfestingu því við spörum á svo mörgum öðrum stöðum ef við getum komið í veg fyrir/ eða minnkað skaðann af ofbeldismálum. Fyrsta skrefið er að fjölga lærðum lögreglumönnum. Ég elska íbúðina mína. Ég finn fyrir öryggi heima hjá mér. Ég óska þess að allir geti fundið fyrir öryggis heima hjá sér.

51


52


Orða gátan U

R

A

G

N

I

N

S

O

K

N

N

J

J

E

J

R

I

S

L

E

R

F

N

E

V

K

A

S

Ö

L

I

Ð

E

F

G

H

I

R

U

I

F

J

F

O

S

N

I

G

E

S

N

I

H

F

N

Ö

N

F

V

M

F

A

J

F

R

N

R

R

R

J

U

T

S

G

F

H

N

U

S

G

J

E

É

U

Ð

L

R

F

R

A

S

R

Á

A

J

V

T

A

U

A

U

E

F

M

V

J

S

V

R

H

T

R

R

G

F

E

G

I

I

N

N

N

U

M

I

U

I

S

R

E

E

N

N

U

F

V

Ð

U

K

E

V

V

N

F

M

G

S

R

N

N

I

F

U

A

R

Á

S

Ú

K

J

T

G

R

J

R

R

H

E

U

N

A

A

T

A

R

N

R

Ö

F

S

M

R

V

J

J

S

N

E

I

T

U

M

F

F

N

Finndu 10 orð svör á blaðsíðu 69

53


Unglingurinn Denni Hvað varstu kallaður? ingrímar hafa verið. Var Denni, eins og fleiri Ste um Denna dæmalausa strítt á teikni muyndasögum trik sem þú fra mkv æmdir? Hvað er stærsta prakkaras sem keyrði út póstinn í Þegar við hrekktum þann tum grautarskál undir svietinni á dráttarvél. Set st í allar áttir þegar sessuna svo grautinn spýtti minn földum okkur í heilan hann settist. Við frændi dag eftir hrekkinn. veitin? Hver var uppáhalds hljóms lpu sem ég var skotinn í ste n íma rnt hve ég sendi ein picious minds eftir Elvis, óskalag með kveðju með Sus náð í gegn hjá mér. svo eitthvað hefur Elvis ur og aftur og aftur? Hvaða lag spilaðir þú aft ina og radio Luxembourg en Hlustaði bara á óskalagaþætt spila tónlist. maður var ekki sjálfur að Hvernig týpa varstu? ur og frískur strákur. Ég var nokkuð uppátækjasam

54


Hvert var þitt frægðarskot? það var ekki kominn sá tími, engi n glanstímarit bara myndarlegar jafnöldrur í byggðalaginu sem maður var með stjörnur í augunum út af. Hvernig eyddir þú í sveitastörfunum. ýmsa vinnu frá því notaður í frjálsar

sumrunum? Var byrjaður að hjálpa til og vinn a ég man eftir mér. Frítíminn var íþróttir, knattspyrnu og veiðar.

Hvert var helsta áhugamálið þitt ? Íþróttir, veiðar og sveitaböllin; svo síðar á lífsleiðinni ferðalög til útlanda. Varstu farin að gefa pólitík gaum ? Já ég var farinn að gera það að minn sta kosti frá fermingaraldri og taka afstöðu. Það fyrsta sem ég man vel eftir var að ég var mjög mikill stuðningsmaður vinstri stjórnarinnar frá 71-74 svo það stefndi allt til vinstri alveg frá upphafi.

55


Menntun í heimabyggð Sigrún Birna Steinarsdóttir landfræðingur og meistaranemi í náttúruvá, 3. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

56


Að sækja sér menntun í sinni heimabyggð er ekki sjálfsagður hlutur. Menntun á að vera aðgengileg öllum, sama hvar á landinu við búum. Á framhaldsskólastiginu er mikilvægt að tryggja fjölbreytt nám en einnig nám sem heldur utan um einstaklinginn. Á þessum aldri er ungt fólk mjög viðkvæmt og gæta þarf þess að skólinn og samfélagið leyfi ungmennunum að finna sig á eigin hraða. Við þurfum að setja kröfur en þær þurfa að snúa að einstaklingnum en ekki fjöldanum. Mikilvægt er að ungt fólk fái að búa áfram heima hjá sér á meðan það stundar það nám sem það vill stunda. Skólar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt námsval og leggja áherslu á verknám. Í ný samþykktri stefnu Vinstri Grænna um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi. Vegna fámennis er einfaldlega ekki grundvöllur alls staðar að hafa allt það námsframboð sem við viljum að sé í boði. Þarna verðum við að koma til móts við þau ungmenni sem vilja sækja annað nám með heimavistum og fjarnámi. Sem betur fer var heimavistin á Selfossi endurvakin, enda mikið af ungu fólki sem sækir nám þangað, langt frá sínum heimahögum. Margt nám er einungis kennt á höfuðborgarsvæðinu og þá er mikilvægt að haldið sé utan um það unga fólk sem þangað vill sækja nám með heimavist, að senda 16 ára einstakling út á leigumarkaðinn er einfaldlega fráleitt. Að næsta menntunarstigi, háskólanám. Gjörbreyta þarf viðhorfi til háskólanáms. Við erum ekki öll í þeirri stöðu að geta tekið háskólagráðuna strax eftir stúdentspróf og svo beint út í atvinnulífið. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni, hvar sem það býr. Við þekkjum það öll sem höfum verið í einhversskonar námi síðastliðið eitt og hálfa ár að fjarnám er eitthvað sem er raunverulega hægt í miklu fleiri námsleiðum en nú þegar er í boði. Tryggjum fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám.

57


Björgum nútíðinni frá frekari loftslagshamförum Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur , 11. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi

Samkvæmt fréttum undanfarið hafa gróðureldar geisað víða um heim, í Bandaríkjunum, Kanada, Grikklandi, Tyrklandi, Ítalíu, Portúgal, Alsír, Finnlandi og Síberíu. Hamfaraflóð æddu yfir í Þýskalandi, Belgíu og víðar. Fellibyljir ganga æ oftar og með meira afli yfir Bandaríkin og Mið-Ameríku. Loftslagsbreytingar eru allt í kringum okkur. Það ætti öllum að vera ljóst að loftslagsvá vofir þegar yfir og ógnar ekki einungis kynslóðum framtíðar heldur líka okkur í dag. Eða eins og Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, komst að orði í kynningu nýrrar skýrslu IPCC: „Þið [IPCC] hafið í meira en þrjá áratugi varað okkur við hættum hnattrænnar hlýnunar. Heimurinn hlustaði en heyrði ekki. Heimurinn hlustaði en brást ekki nógu sterkt við og þess vegna eru loftslagsbreytingar vandamál, hér og nú. Enginn er öruggur og ástandið versnar æ hraðar.“

58


Í skýrslu IPCC er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Til að ná því þyrfti allur heimurinn snarlega að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir 2035, ná kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og síðan ná upp bindingu fyrir lok aldarinnar sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Sannkallaður handbremsuviðsnúningur! Hvorki aðgerðaleysi né mildar aðgerðir eru í boði. Við þurfum að grípa til eins metnaðarfullra, róttækra og afdráttarlausra aðgerða og frekast er unnt og snúa þessari óheillaþróun við. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Við þurfum að fasa jarðefnaeldsneyti algjörlega út úr öllu hagkerfi okkar, svo sem með árlegri hækkun kolefnisgjalds eða hömlum á innflutning þess. Við þurfum að banna nýskráningu allra tækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti innan ákveðins tímaramma, þ.m.t. skipa. Við þurfum að nota allt í verkfærakistunni, boð, bönn, vendi og hvata. Við þurfum á sama tíma að tryggja réttlát umskipti þannig að aðgerðirnar bitni ekki á efnaminna fólki eða mismuni fólki eftir búsetu. Við þurfum að stöðva geigvænlega losun frá framræstum votlendum og auka bindingu á risastórum skala. Við þurfum að krefjast upplýsinga um kolefnisspor allra vara, innlendra sem innfluttra, til að koma í veg fyrir útvistun losunar. Við þurfum að gera viðbragðsáætlanir vegna loftslagsváar og lýsa yfir neyðarástandi þegar það á við. Við þurfum að leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni, því hver króna mun skila sér margfalt til baka í minni kostnaði vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Þessar aðgerðir og margar fleiri lagði ég til að væru teknar inn í stefnu UVG í loftslagsmálum á landsfundi 4. september 2021. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga bæði nútíðinni og framtíðinni frá frekari loftslagshamförum. Við megum engan tíma missa.

59


Það skiptir máli hver stjórna Una Hildardóttir forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður , 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi

Á kjörtímabilinu hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur stóraukið ríkisútgjöld til þess að bregðast við efnahagsþrengingum í kjölfar heimsfaraldurs. Fyrirtæki og einstaklingar njóta bæði beins og óbeins stuðnings frá hinu opinbera. Við tökum lán hjá framtíðinni til þess að bregðast við með ábyrgum hætti. Ekki var einungis brugðist við með sértækum stuðningsaðgerðum heldur sett áhersla á að verja samfélagslega innviði. Atvinnuskapandi átak stjórnvalda, “hefjum störf”, hefur dregið hratt úr atvinnuleysi sem í dag er skráð 6,1%, en það mældist 4,8% í janúar 2020. Eftir mikla innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu og útgjaldaaukningu í kjölfar heimsfaraldurs er mikilvægt að hafa skýra framtíðarstefnu í efnahagsmálum. ú ríkisstjórn sem mynduð verður eftir komandi kosningar verður að halda áfram að styðja við hagkerfið með beinum hætti. Standa þarf vörð um hagsmuni okkar allra og sérstaklega þeirra sem verst standa.

60


Athugasemdir þegar komnar fram Í vor varaði Fjármálaráð gegn því að bregðast við hægum hagvexti á næstu árum með skattahækkunum eða niðurskurði til þess að ná niður skuldahlutfalli ríkisins. Mikilvægt er að hlusta á þær ábendingar, enda gætu slíkar aðgerðir ógnað stöðugleika á næstu árum. Mörg Evrópulönd lögðust t.a.m. í slíkar aðgerðir stuttu eftir efnahagshrunið 2008 og bent hefur verið á að dregið var of hratt úr beinum stuðning við hagkerfið sem leiddi til hægari viðsnúningi og dró frekar úr hagvexti en ella. Við þurfum því að læra af reynslunni og tryggja stöðugleika áður en ekki fara í ótímabærar aðhaldsaðgerðir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lærði af reynslunni eins og fjárlög þessa árs sýna. Mikilvægt er að styðjast áfram við þá hugmyndafræði út næsta kjörtímabil. Við uppbyggingu sjálfbærs hagkerfis á stöðugum grunni þarf að líta til grænna áherslna og raunverulegra aðgerða til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Nauðsynlegt er að stefnumótun í ríkisfjármálum á næsta kjörtímabili stýrist af hugsjón um félagslegt réttlæti og að enginn hópur eða einstaklingur sé skilinn eftir. Taka þarf tillit til ungs fólks sem setið hefur eftir í vaxandi hagsæld síðustu áratuga en frá aldamótum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist áberandi minnst hjá ungu fólki.

Vinstri græn vilja jöfn tækifæri Þær aðgerðir sem bíða næstu ríkisstjórnar kalla á forystu Vinstri grænna. Fordæmalausir tímar auka hættu á auknum ójöfnuði sem stuðlar ekki einungis að minnkandi hagsæld heldur einnig vaxandi jaðarsetningu minnihlutahópa. Stuðla þarf að heilbrigðu og sjálfbæru hagkerfi sem samtvinnað er öflugu velferðarkerfi, þar sem öllum er tryggður jafn aðgangur og jöfn tækifæri. Styðja þarf betur við tekjulægstu hópa samfélagsins og setja þarf bætt lífskjör verst settu hópanna í forgang. Við þurfum að halda áfram að byggja upp heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra, styðja betur við barnafjölskyldur og útrýma fátækt barna. Byggja þarf upp sanngjarnan húsnæðismarkað, til dæmis með útvíkkun almenna húsnæðiskerfisins og auknu samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög svo fleiri hafi öruggt aðgengi að boðlegu húsnæði á viðráðanlegu verði. Það skiptir máli hver stjórnar. Það skiptir máli að á næsta kjörtímabil taki við ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna með ábyrga efnahagsstjórn að leiðarljósi. 61


Hvað gerir hús að heimili? Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir þjóðfræðinemi, 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi

Búsetuúrræði ungs fólks Þegar fullorðinsárin fara að nálgast eða eru nýlega búin að færast yfir, förum við mörg að huga að því að flytja úr foreldrahúsum og fara að búa sjálf. Þessar breytingar á búsetuháttum eiga við um ungt fólk af öllum gerðum og óháð félagslegum aðstæðum t.d. fötlun eða fjárhag. Þau búsetuúrræði sem eru í boði fyrir ungt fólk eru nokkuð fjölbreytt. Hægt er að leigja íbúð ýmist einn eða með vinum eða leigja sér herbergi með sameiginlegri eldunaraðstöðu eða kaupa litla eign og stækka við sig seinna. Fyrir námsmenn er svo möguleiki að sækja um fjölbreytt húsnæði svo sem einstaklings herbergi með sameiginlegu eldhúsi og stofu rými, stúdíóíbúð eða fjölskylduíbúð á stúdentagörðum tímabundið meðan nám stendur yfir. En aldrei lengur en til nokkurra ára.

62


Fyrir margt fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi eru valkostirnir þó nokkuð færri þegar kemur að því að flytja úr foreldrahúsum. Í mörgum tilfellum er ekki um raunverulegt val að ræða. Viðkomandi getur sótt um húsnæði og þar með aðstoð á sambýli og/eða íbúðarkjarna. Einnig er hægt að sækja um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) en úthlutunarreglur sveitarfélaga eru ólíkar svo það er eins gott að búa í réttu sveitarfélagi til að geta fengið tækifæri til að búa á eigin vegum og fá þjónustuna þangað sem hentar. Margt ungt fatlað fólk er þó í þeirri stöðu að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því þarf það að reiða sig áfram á vini og fjölskyldu með aðstoð og þau geta því aðeins flutt skamma leið að heiman eða jafnvel ekki. Eins og fyrr sagði, valið er ekki raunverulegt. Manneskja sem býr á sambýli ræður ekki hvert eða í hvers konar húsnæði hún flytur í, eða með hverjum hún deilir sameiginlegum rýmum og þjónustu. Þó er líklegt að ung manneskja sem flytur á sambýli eða í íbúðarkjarna (sem er ein tegund sambýlis) muni hafa fasta búsetu þar til lengri tíma. Í þessu samhengi er vert að velta fyrir sér; hvað gerir hús að heimili? Landfræðingurinn Carsten Philipsen er einn þeirra sem hefur gert tilraun til að skilgreina hvað það er sem þarf til að fólki finnist það eiga heima í því húsnæði sem það býr. Philipsen setti fram lista með sjö atriðum sem skipta megin máli þegar kemur að því að hús verði að heimili. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Rými til afslöppunar Minna áreiti Stjórn á eigin umhverfi og öryggi gagnvart utanaðkomandi ógnum Frelsi frá reglum annarra Vera velkomin á eigið heimili Að eiga griðastað, afdrep frá áreiti umheimsins Persónulegir munir

63


Með lista Philipsen í huga er áhugavert að bera saman þessa tvo algengu búsetukosti ungs fólks á Íslandi; stúdentagarða annars vegar og sambýli fyrir fatlað fólk hins vegar þar sem húsnæðiskosturinn er svipaður. Í báðum tilfellum er íbúum úthlutuð búseta samkvæmt reglum um búsetu og aðeins ákveðin hópur fólks úr samfélaginu má búa í hvoru úrræði fyrir sig. Hægt er að ímynda sér að erfitt geti verið að skapa það sem mætti kalla heimatilfinningu í báðum þessara úrræða. Til dæmis er ljóst að vöntun er á frelsi frá reglum annarra bæði á stúdentagörðum og á sambýlum. Ef utanaðkomandi reglur hafa bein áhrif á hversdagslíf fólks getur það haft neikvæð áhrif á upplifun af heimili að mati Philipsen. Flest getum við verið sammála um að öll eða einhver þessara atriða á lista Philipsen skipti okkur máli þegar kemur að því að finnast við eiga heima einhversstaðar. Því er erfitt að ímynda sér að þurfa að búa á stað í marga áratugi sem ekki uppfyllir þessa heimatilfinningu og vera í einhverskonar biðstöðu. Þar liggur nefnilega munurinn á að búa sem ung manneskja á stúdentagörðum eða búa sem ung manneskja á sambýli - önnur búsetan er ávallt hugsuð sem tímabundin lausn meðan hin er hugsuð sem varanlegur búsetustaður. Því þarf að tryggja að öll hafi tækifæri til þess að velja sér hvar og með hverjum þau búa. Engin á að þurfa að búa á stofnun gegn sínum vilja. NPA var lögfest þjónusta árið 2018 og á því að vera raunverulegur kostur allra sem þurfa og kjósa það óháð búsetu og aldri. Ungt fólk á að geta fengið aðstoð við að lifa mannsæmandi lífi á þeim stað og með þeim hætti sem það kýs.

64


65


Tækifæri í samruna ferðaþjónustu og lista Valgerður María Þorsteinsdóttir háskólanemi með BA í íslensku , 14. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Íslensk ferðaþjónusta hefur sótt allhressilega í sig veðrið á síðasta áratug. Vilji erlendir og innlendir ferðamenn kynna sér land og þjóð hafa þeir úr nægu að velja. Ferðatakmarkanir vegna COVIDfaraldursins hafa vissulega sett strik í reikninginn en þrátt fyrir það er orðið ljóst að ferðaþjónustan hefur fest sig í sessi sem ein stærsta atvinnugrein á Íslandi.

66


Líkt og hver önnur atvinnugrein glímir ferðaþjónustan þó við áskoranir og gerði áður en covid kom til sögunnar. Vinsælir og rótgrónir áfangastaðir sem taka við fjölda ferðamanna verða fyrir miklum ágangi og náttúran er víðast hvar á þolmörkum sínum. Þá skapa þessir áfangastaðir almennt fá störf á takmörkuðum svæðum. Nauðsynlegt er að tryggja langlífi og sjálfbærni ferðaþjónustunnar með því að dreifa álaginu og skapa sem flest störf. Lykillinn að því er efling menningartengdrar ferðaþjónustu. Menningartengd ferðaþjónusta spannar breitt bil, þar má nefna bæði kynningu á eldri íslenskri list og samtímalist. Hún myndi skapa atvinnutækifæri fyrir íslenskt listafólk, þau sem starfa við rekstur í listageiranum og fræðimenn sem rannsaka íslenskar listir (í breiðum skilningi þess orðs). Síðast en ekki síst gæti menningartengd ferðaþjónusta spilað stórt hlutverk í að varðveita menningararfleifð Íslendinga með því að sýna erlendum ferðamönnum, og ekki síst Íslendingum sjálfum, hvað það felast mörg tækifæri í því að þekkja söguna okkar. Hún myndi einnig spilað stórt hlutverk í varðveitingu íslenskrar tungu. Íslenska ríkið ætti að styðja við menningartengda ferðaþjónustu og nýsköpun innan þeirrar greinar. Það myndi auka tækifæri til tekna fyrir þau sem starfa innan listageirans sem og skapa fleiri störf á landsbyggðinni. VG hefur ávallt lagt áherslu á að leggja rækt við og styðja við íslenska menningu og listir, og með auknum stuðningi við þróun menningartengdrar ferðaþjónustu gætu atvinnugreinarnar ferðaþjónusta og listir hjálpað hvorri annarri að ná stöðugleika og jafnvægi eftir COVID-faraldurinn og tækifæri þeirra beggja til lengdar.

67


Svör við krossgátu á bls 27 1 Norðvestur 2. Lýðræði 3. Kvennalistinn 4. Sósíalismi 5. Vinstri 6. Steingrímur 7. Stefna 8. Friðlýsing 9. Attenborough 10. Bono 11. Birna

68


Svör við Orðagátu á bls 53 Kosningar Umhverfi Friður Hamingja Vinstri Loftlagsvá Jafnrétti Hinsegin Kvenfrelsi Jöfnuður

iii


Kjósum ungt fólk á Alþingi


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.