1 minute read

Menntun í heimabyggð

Unglingurinn Denni

Hvað varstu kallaður? Denni, eins og fleiri Steingrímar hafa verið. Var strítt á teiknimuyndasögum um Denna dæmalausa Hvað er stærsta prakkarastrik sem þú framkvæmdir? Þegar við hrekktum þann sem keyrði út póstinn í svietinni á dráttarvél. Settum grautarskál undir sessuna svo grautinn spýttist í allar áttir þegar hann settist. Við frændi minn földum okkur í heilan dag eftir hrekkinn.

Advertisement

Hver var uppáhalds hljómsveitin? ég sendi einhverntíman stelpu sem ég var skotinn í óskalag með kveðju með Suspicious minds eftir Elvis, svo eitthvað hefur Elvis náð í gegn hjá mér. Hvaða lag spilaðir þú aftur og aftur og aftur? Hlustaði bara á óskalagaþættina og radio Luxembourg en maður var ekki sjálfur að spila tónlist.

Hvernig týpa varstu? Ég var nokkuð uppátækjasamur og frískur strákur.

Hvert var þitt frægðarskot? það var ekki kominn sá tími, engin glanstímarit bara myndarlegar jafnöldrur í byggðalaginu sem maður var með stjörnur í augunum út af.

Hvernig eyddir þú sumrunum? í sveitastörfunum. Var byrjaður að hjálpa til og vinna ýmsa vinnu frá því ég man eftir mér. Frítíminn var notaður í frjálsar íþróttir, knattspyrnu og veiðar.

Hvert var helsta áhugamálið þitt? Íþróttir, veiðar og sveitaböllin; svo síðar á lífsleiðinni ferðalög til útlanda.

Varstu farin að gefa pólitík gaum? Já ég var farinn að gera það að minnsta kosti frá fermingaraldri og taka afstöðu. Það fyrsta sem ég man vel eftir var að ég var mjög mikill stuðningsmaður vinstri stjórnarinnar frá 71-74 svo það stefndi allt til vinstri alveg frá upphafi.

This article is from: