Íllgresi 2017

Page 1

uvg―2017

1

málgagn uvg―2017

íllgresi


2

Ă­llgresi


uvg―2017

málgagn ungra vinstri grænna

10. árgangur 2017

3

Sérhver jurt er vex frjáls og fögur í íslenskri náttúru, ekki vegna áhrifa mannsins heldur honum aðeins til yndisauka, er íllgresi. Nánast öll flóra Íslands er skilgreind sem íllgresi ef hún kemur inn fyrir skilgreind lóðamörk og inn á ræktað land. Ástæða þess að fallegum blómum er gefið nafn sem gefur í skyn að þau séu íll er að þeir sem ráða innan lóðamarkanna sjá þau sem óreiðu innan kerfisins, ógn við ríkjandi skipulag og þeirra eigin ríkjandi skilgreiningar á því hvað sé gott og æskilegt. Íllgresi eru blóm sem lúta ekki reglum mannsins heldur ögra þeim. Þau spretta upp á ný og þau jafnvel við erfiðustu aðstæður, á skjóllausum berangri með fáa nágranna nema urð og grjót. Maðurinn ræður ekki yfir þeim og því reynir hann að rífa þau upp. Hann reynir að eitra fyrir þeim, sökkva þeim, trampa á þeim, hann rífur þau upp með rótum og fleygir þeim á haugana. En hann hefur þó ekki erindi sem erfiði. Þau eru of mörg og þau eru of sterk. Þau eru villt og fjölbreytileg, frjáls og óheft. Menn geta reynt eins og þeir vilja en það verða alltaf til frjáls blóm sem teygja blöð sín og krónu sjálfstæð og sterk til himins.


íllgresi

ávarp

4

Til hamingju með daginn allir! Til að hjálpa ykkur að njóta fáið þið Íllgresi í hendurnar í dag sem við vonum að þið hafið gagn og gaman af. Við viljum þakka öllum sem komu að útgáfunni, þeim sem skrifuðu grein, ljóð, tóku viðtöl og voru okkur til halds og trausts. Einnig viljum við þakka Tómasi Óla kærlega sem sá um alla hönnun og umbrots blaðsins. Með von um byltingu og gott sumar.

Margrét Erla - ritsýra UVG, fyrir hönd ritnefndar


uvg―2017

draumórar eftir Silju Snædal

byltingarkenndir draumórar viljasterku stúlkunnar verða að engu blóðug aðförin að þeim róttæku í epalkommamatarboðinu drepur hana að innan þar til hún verður eins og þeir það er svo erfitt að vera kommúnisti í kapítalísku samfélagi

5


íllgresi

Dyflinnarreglugerðin, hot or not? eftir Ragnar Auðun Árnason, talsmann UVG

6

Bara frekar not

Hælisleitendur og málefni hælisleitenda eru bitbein í gríðarlega mörgum löndum, líkt og hér á Íslandi. Þrátt fyrir að hér á Íslandi horfum við á okkur sem frekar frjálslynda og nánast fordómalausa þjóð, sem stefnir hraðbyri að fullkomnu jafnrétti allra, þá stöndum við okkur ansi ill í málefnum hælisleitenda. Yfirleitt þegar málefni hælisleitenda ber á góma þá fer fólk oft að ræða Útlendingastofnun eða Dyflinnarreglugerðina eða jafnvel hvort að hægt sé að taka á móti hælisleitendum þegar að málefni aldraða eru í lamasessi. Það hefur orðið lenskan hjá stjórnvöldum að skýla sig á bakvið Dyflinnarreglugerðinni eða Útlendingastofnun, þegar einstaka tilfelli hælisleitenda berst í tal. En það er líka oft vandamálið, stjórnvöld geta skýlt sér á bakvið Útlendingastofnun og Dyflinnarreglugerðina, þar sem meginn þorri þjóðarinnar hugsar ekki um þessi mál nema einstaka sinnum þegar upp kemur málefni hælisleitenda sem fer fyrir brjóstið á þeim. Dyflinnarreglugerðin er þess eðlis að hún veitir stjórnvöldum þann möguleika á að geta leyfa þessum málaflokk falla á milli stafs og hurðar, sem og varpað ábyrgðina á önnur stjórnvöld. Dyflinnarreglugerðin heimilar stjórnvöldum að senda hælisleitendur til þeirra fyrsta viðkomulands innan Evrópusambandsins eða þeirra ríkja sem eru aðilar að reglugerðinni. En hvers vegna þykir okkur eðlilegt að senda fólk aftur til þess lands sem það kom fyrst til

innan ESB? Hvers vegna ættum við að vísa hælisleitendum til fyrsta viðkomulands í samræmi við Dyflingarreglugerðina? Dyflinnarreglugerðin eru lög Evrópusambandsins sem ákveða hvaða Evrópusambands land er ábyrgt fyrir að skoða umsókn um hæli gagnvart hælisleitendanum. Undanfari Dyflinnarreglugerðarinnar var undirritaður í Dublin 15. júni 1990 og var nefndur "Dublin convention". Dyflinnarreglugerðin II tók við af "Dublin convention" 2003 en henni var svo breytt 2013 og er nú nefnd Dublin regulation III, en í þessari ritgerð verður ávallt vitanð í hana sem Dyflinnarreglugerðin. Þó að reglugerðinn sé sett af Evrópusambandinu þá eru nokkrar þjóðir sem fylgja henni sem eru ekki í ESB, þær eru Noregur, Sviss og Ísland. Þá fær Danmörk sem er í Evrópusambandinu undanþágu frá Dyflinnarreglugerðinni. Helsta markmið Dyflinnarreglugerðarinnar, er að aðeins eitt aðildarríki ætti að vinna úr hælisumsókn og ákvarðar hvaða land í Evrópusambandinu ákveður umsókn um hæli umsækjenda. Tökum dæmi; Ef að hælisleitandi "poppar" upp í Belgíu, þá geta stjórnvöld í Belgíu skoðað hvort hælisleitandinn hafi verið skráður í annað Evrópusambandsland fyrst. Ef það kemur í ljós að hælisleitandinn hafi látið taka af sér fingraför á t.d. Ítalíu fyrst þá hafa belgísk stjórnvöld heimild til þess að senda hælisletandann til baka til


uvg―2017

Ítalíu. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem hann/hún sækir um hæli í innan Evrópu. Það þýðir að meirihluta hælisleitenda hér á landi er vísað aftur til þess lands innan Evrópu sem viðkomandi kom frá. Þetta hljómar kannski ekki illa á blaði, en í raunveruleikanum hefur Dyflinnarsamkomulagið tekist afleitlega. Í löndum sunnarlega í Evrópu sem hælisleitendur koma jafnan fyrst til eftir flótta yfir Miðjarðarhafið hefur álagið verið allt of mikið lönd á borð við Grikkland og Ítalía taka mikinn þunga af straumi hælisleitenda.

halda í við straum flóttamanna að þá keppast aðildarríki Dyflinnarreglugerðarinnar að senda flóttamenn og hælisleitendur til baka til Grikklands. Þetta gerir það að verkum að fólk festist í flóttamannabúðum og fær ekkert hæli og nær aldrei að festa rætur. Þrátt fyrir tæknilega galla reglugerðarinnar, þá ættu þeir bara einfaldlega ekki að skipta máli. Við ættum að taka á móti hælisleitendum og flóttafólki af mannúðar ástæðum. En gerum við það? Hvers vegna eigum við Íslendingar meiri rétt á góðu lífi en flóttamaður frá Sýrlandi?

Hvers vegna eigum við Íslendingar meiri rétt á góðu lífi en flóttamaður frá Sýrlandi? 7

Á hinn bóginn hefur Ísland komist upp með það að nota Dyflinnarregluna aðallega til að komast hjá því að veita flóttamönnum hæli. Ef að við horfum algjörlega framhjá mannlega þættinum og mannúðlegu ástæðunum fyrir því að veita hælisleitendum hæli. Þá skapar Dyflinnarreglugerðin gríðarleg vandamál, Dyflinnarreglugerðin gerir t.d. ekki ráð fyrir vanda líkt og flóttamannavandann sem hefur geysað hér síðastliðin tvö ár. Flóttamenn streyma inn til Grikklands og á meðan Grikkland reynir að

Afhverju þurfum við alltaf að skipta fólki upp í hópa? Afhverju getum við ekki horft á fólk sem á engan sama stað, og veitt því hæli í stað þess að nýta okkur meingallaða reglugerð, til þess að gera líf þeirra enn erfiðara. Erum við í alvörunni enn á þeim stað að horfa á fólk alltaf eftir þjóðerni og meta virði þeirra út frá því? Svarið er því miður já, við erum enn á þeim stað. Við getum gert betur, við eigum að gera betur. Hættum að skipta okkur í hópa, hættum að kenna reglugerðum og stofnunum um, sýnum smá mannúð og tökum á móti hælisleitendum af fullri alvöru.


íllgresi

Geðheilbrigði eftir Gyðu Dröfn Hjaltadóttur

8

Geðheilbrigði er eitthvað sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, bæði á Íslandi og á heimsvísu. Til að mynda var alþjóðaheilbrigðisdagurinn í ár í fyrsta sinn tileinkaður geðröskun og á Íslandi hefur fólk stigið fram og neitað að vera í felum með sinn geðvanda lengur, neitað að vera #tabú.

Þessi vitundarvakning er gríðarlega þörf og mikilvæg í ljósi þess hversu margir glíma einhverntímann á ævinni við geðsjúkdóma og hversu mikil áhrif slíkur geðvandi getur haft á líf og lífsgæði fólks. Aukinni umræðu um geðheilbrigðismál hefur fylgt umræða um geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, eða skort á henni öllu heldur. Alvarlegasti vandinn sem við stöndum frammi fyrir þar er skortur á aðgengi að niðurgreiddri og gjaldfrjálsri geðheilbrigðisþjónustu. Eins og staðan er í dag þá er fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða nær eingöngu þjónusta geðlækna sem skrifa upp á lyf sem meðferð við geðvanda. Þrátt fyrir að sú þjónusta sé niðurgreidd er hún alls ekki gjaldsfrjáls, og vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu geðlækna er gríðarlegt álag á þeirri stétt og færri komast að en vilja. Sálfræðimeðferð er oftast nær úrræði sem aðeins þau efnameiri hafa

færi á að nýta sér þar sem sú þjónusta er í fæstum tilfellum niðurgreidd af ríkinu eða í boði gjaldfrjáls. Gjaldfrjáls geðheilbrigðisþjónusta stendur fólki yfirleitt ekki til boða nema að það sé orðið alvarlega veikt. Því eru margir sem ekki leita sér ekki hjálpar eða fá ekki hjálp fyrr en vandinn er orðinn mjög alvarlegur, sérstaklega í hópi þeirra sem efnaminni eru. Hvernig geðheilbrigðiskerfið á Íslandi er byggt upp í dag er á skjön við ráðleggingar alþjóðaheilbrigðisstofnana, þar sem mælt er með sálfræðimeðferð sem fyrsta úrræði við flestum geðvanda. Með því að gera fólki kleift að fá viðeigandi hjálp sálfræðinga fyrst þegar það veikist væri í mörgum tilvikum hægt að koma í veg fyrir að veikindin stigmagnist og minnka álag á geðlækna og hærri þjónustustigum í geðheilbrigðiskerfinu, t.a.m. á geðdeildum. Einnig er vert að minnast á í þessu samhengi að tengsl eru á milli fátæktar og geðsjúkdóma. Fólk með geðvanda er líklegra til þess að vera fátækt og þau sem glíma við fátækt eru líklegri til þess að þróa með sér geðvanda. Þetta getur skapað vítahring fátæktar og langvinns geðræns vanda sem erfitt getur reynst að losna úr. Ásamt


uvg―2017 aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er sterkt félagslegt kerfi einnig mikilvægt í þessu samhengi, þar sem stuðningur þaðan gæti dregið úr fátækt og félagslegum vandamálum og þannig minnkað líkurnar á því að fólk með geðvanda festist í viðjum fátæktar.

tíma en það myndi vera ef boðið væri upp á gjaldfrjálsa sálfræðimeðferð sem fyrsta úrræði. Vandinn liggur mögulega í skammtímahugsun íslenskra stjórnvalda, þar sem sjaldan er lagt fjármagn í eitthvað sem að mun borga sig til lengri tíma litið.

Gjaldfrjáls og aðgengileg geðheilbrigðisþjónusta gæti sparað miklar þjáningar og erfiðleika sem eru bein afleiðing þess að fólk fær ekki hjálp til þess að takast á við sín veikindi. Það gæti einnig sparað fjármagn fyrir ríkið, þar sem þjónusta sálfræðinga sem veitt væri á fyrstu stigum vandans gæti komið í veg fyrir að viðkomandi þurfi þjónustu á dýrari þjónustustigum. Þá er ekki meðtalinn allur sá samfélagslegi

Mögulegt fyrsta skref í því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga í meiri mæli og fjölga stöðugildum sálfræðinga í hinu almenna heilbrigðiskerfi. Aukin umræða í samfélaginu hefur náð að knýja fram örlitlar breytingar í þá átt, þar sem stöðugildum sálfræðinga á heilsugæslustöðvum hefur verið fjölgað, og því ber að fagna. Það er þó

Það er ljóst að það er þörf á róttækum stefnubreytingum í geðheilbrigðismálum hér á landi.

Þegar litið er til þessa er sérstakt að skortur á fjármagni sé notað sem rök fyrir því að auka ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, þar sem geðheilbrigðiskerfið eins og það er í dag er mun óhagkvæmara til langs

bara lítið skref í rétta átt. Við þurfum róttækari úrræði með stórtækum breytinum á geðheilbrigðiskerfinu. Í því samhengi má t.d. líta til Bretlands, þar sem geðheilbrigðiskerfinu var umbylt með stórauknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Sálfræðingurinn David M. Clark hafði þar hvað mest áhrif og átti mikilvægan þátt í því að koma úrræðinu á laggirnar, undir nafninu IAPT (Increased Access to Psychological Therapies). Nýta mætti það þjónustulíkan sem fyrirmynd til breytinga hér á landi. Það er ljóst að það er þörf á róttækum stefnubreytingum í geðheilbrigðismálum hér á landi. Til þess þurfum við fólk við stjórnvöllin sem lætur sig málið skipta og er tilbúið til þess að láta þessar breytingar verða að veruleika.

9

og fjárhagslegi kostnaður sem fylgir því að fólk verði óvinnufært vegna veikinda sinna, en geðraskanir eru algengasta orsök örorku hér á landi. Einnig má þar minnast á geðlyfjakostnað, en ríkið greiðir gríðarlegar fjárhæðir í niðurgreiðslu geðlyfja, en gjaldsfrjáls sálfræðiþjónusta gæti minnkað stórlega hlutfall fólks sem að nýtir geðlyf til lengri tíma. Það borgar sig því margfalt að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðimeðferð, bæði hvað varðar lífsgæði fólks og þegar kemur að kostnaði fyrir ríkið.


íllgresi

þingmannskrossgáta: Kolbeinn Óttarsson Proppé

10

til hægri 1 framhaldsskóli 2 blaðamaður 06-07 3 bær útá landi þar sem hann bjó í æsku 4 gatan hans 5 cathcphrase 6 upplýsingafulltrúi 13-14

niður 1 hundur 2 meðlimur í hljómsveitinni: 3 afmælismánuður


uvg―2017

miðjustúlkan

11


íllgresi

Brandarahorn Sjálfstæðismanns eftir Árna Sæberg

12

Það getur verið hollt að setja sig í fótspor annarra. Þess vegna fengum við að skyggnast inn í hug Sjálfstæðismannsins, Árna Sæberg. Árni er maður mikils skopskyns og leyfði okkur þess vegna að birta þessa þrjá brandara sem honum þykir vænt um.

hvernig er hægt að vera vinstrisinnaður femínisti? má vera á móti kúgun kvenna en styðja skattakúgun? hvar er líkt með vinstrimönnum og femínistum? þau hætta ekki að væla. hvað er líkt með vinstrimönnum og atvinnuleysingjum? koma engu í verk.


uvg―2017

Maístjarnan eftir Haldór Kiljan Laxness

Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín.

En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands.

13

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef.


íllgresi

Sósíalismi: Orð ársins?

14

eftir Bjarka Þór Grönfeldt

Þegar þetta er skrifað á köldum fyrsta degi sumars ársins 2017 hefur eitt orð heyrst oftar en yfirleitt áður í íslenskri samfélagsumræðu: sósíalismi. Orð sem löngum hefur verið tabú að nota, nema helst sem skammaryrði um pólitíska andstæðinga. Ýmsir stjórnmálamenn sem skilgreina sig til vinstri hafa í gegnum tíðina komið sér undan því að tala um sig sem sósíalista og notað frekar orð eins og félagshyggju, vinstristefnu eða jafnaðarmennsku um stefnu sína. Allt eru það góð og gild hugtök en nú eru allir orðnir sósíalistar. Og er það vel, sérstaklega á þessum síðustu og verstu. Hins vegar er ástæða þess að sósíalisminn komst í tísku á Íslandi vorið 2017 umhugsunarefni. Nokkrir menn, sem hafa gert sig gildandi í þjóðfélagsumræðunni og höfðu hingað til ekki verið þekktir fyrir að stunda sérstaka verkamannapólitík (nema síður sé), áttuðu sig á því að á Íslandi fyrirfinnist fátækt, bæði sár og útbreidd. Sú staðreynd hafði þó verið flestum ljós um allnokkurt skeið. Engu að síður var líkt og þessir ágætu menn hefðu rekist á rykfallið eintak af Kommúnistaávarpinu uppi í skáp og séð ljósið: Við glímum við vandamál, kapítalisma, og lausnin er sósíalismi. Brilliant! Af hverju er enginn að tala um þetta?

Hér er dregin upp einfölduð mynd af þjóðfélagsumræðunni vorið 2017 og auðvitað má til sanns vegar færa eitt og annað í málflutningi hinna nýju sósíalista. Til að mynda voru laun þingmanna hækkuð um næstum því helming í skjóli nætur í haust. Launin eru orðin það há að þau eru ekki í neinu samræmi við raunveruleika þorra almennings, sem býr við ónýtan leigu- og húsnæðismarkað og dýra heilbrigðisþjónustu. Andspyrna stjórnarandstöðunnar, með VG í fararbroddi, hefði mátt vera mun öflugri gegn þeim dónaskap sem almenningi var sýndur. Það breytir því þó ekki að á Íslandi hafa verið öflugir málsvarar sósíalismans í áraraðir, sem hafa talað um félagslegt óréttlæti á þingi, í fjölmiðlum og úti í samfélaginu. Sá málflutningur hefur stundum verið fyrir daufum eyrum en alltaf verið óháður tískubylgjum hvers tíma. Á þessum óvissutímum sem við upplifum í alþjóðamálum, þegar óveðursský hrannast upp víða um heim, er lag að taka til baka frelsishugtakið sem hægrið hefur rænt, halda því á lofti að á Íslandi er óréttlæti innbyggt í flest okkar félagslegu kerfi og gera sósíalismann ekki bara að tískuorði ársins 2017, heldur leiðarstefi við stjórn landsins.


uvg―2017

Ó/sjálfstæð utanríkisstefna?

eftir Vilhelm Mikael

eftir Vilhelm Mikael

Donald Trump er mjög hættulegur. Hann hefur sagst ætla að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og einblína frekar á mengandi orkugjafa, svo sem kol og olíu. Reyndar gekk hann svo langt á fyrsta degi sínum í embætti að hann tók út allar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á vefsíðu Hvíta hússins. Parísarsamkomulagið gengur ekki nógu langt til að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og þegar forseti einnar stærstu þjóðar heims vill draga sig úr því, þá vitum við að þetta verður erfitt.

Ríkisstjórn Íslands getur ekki endalaust haldið áfram að vera þræll hinna þjóðanna í Nató. Fyrir stuttu síðan var haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um bann á kjarnorkuvopnum. Holland var eina þjóðin í bandalaginu sem senti fulltrúa á ráðsefnuna en allar hinar 27 aðildarþjóðirnar sniðgengu ráðstefnuna, þar á meðal Ísland. Auðvitað á Ísland að senda fulltrúa á slíkar ráðstefnur, við sem státum okkur af því að vera ríki friðar, en kannski vill ríkisstjórnin ekki boða frið, heldur hið gagnstæða. Málið er nefnilega það að við erum algjörlega stefnulaus í utanríkismálum, gerum bara það sem hinir vilja. Þetta styrkir bara afstöðu okkar ungu vinstri grænna um að Ísland á ekki heima í Nató. Við erum heldur ekki að fara að gefa eina af hverjum 50 krónum til Nató þegar sjúkrahúsin, almannatryggingakerfið og margt annað er hér vanfjármagnað. Við eigum að vera friðarríki, standa gegn kjarnorkuvopnum og hugsa um raunverulega hagsmuni Íslands. Hvað hefur Nató svo sem nokkurntímann gert fyrir okkur?

Til þess að ná taki á loftslagsbreytingum þá má enginn gefa eftir, hvað þá Bandaríkin. Það verða allir að taka þátt ef við eigum að eiga einhverja framtíð á þessari jörðu. Eða kannski vill Trump ekki bjarta framtíð fyrir fólkið sitt, heldur bara mengaða og á endanum enga. Átti hann ekki að vera maður fólksins? Trump hefur alltaf og mun alltaf hugsa um hagsmuni sína fremur en almennings. Ég segi hingað og ekki lengra mengandi karlremban þín.

15

Trump og umhverfismálin


íllgresi

almennilegar almenningssamgöngur

16

eftir Silju Snædal Áhugamál mín eru jafn furðuleg og þau eru mörg. Eitt þeirra er almenningssamgöngur. Í stórborgarferðum er alltaf einum heilum degi eytt í ferðir með almenningssamgöngum þar sem þær eru, að mínu mati, jafn framandi og merkilegar og Mona Lisa eða Berlínarmúrinn. Rétt eins og góðar almenningssamgöngur fyrirfinnast dularfulla brosið og frægu rústirnar af veggnum á Íslandi. Það skerðir ekkert lífsgæði mín eða annarra að geta ekki stortað sig af heimsfrægu málverki eða rústum af hræðilegu mannvirki en skortur á viðunandi almenningssamgöngum hefur gríðarleg áhrif á þjóðina. Afsakið, ekki alla þjóðina. Það hefur ekki áhrif á þá sem hafa efni á einkabíl og rándýrum leigubílaferðum. Nei, ófullnægjandi starfsemi almenningssamgangna hefur hvað mest áhrif á ungt fólk, eldri borgara, öryrkja og fátæka. Það hefur áhrif á þá sem hafa ekki nóg á milli handanna, þá sem hafa ekki möguleika á öðrum ferðakostum og þá sem vilja vernda jörðina og velja því umhverfisvænni ferðamáta. Það er í raun tvennt sem gerir það að verkum að ég skrifa heilann pistill um íslenska strætóa; tíminn og verðið. Það er hluti af mannlegu lífi að fara í leikhús, bíó, hitta vini, fara í partí eða einfaldlega gera sér glaðan dag. Afhverju er það þá ekki möguleiki

fyrir alla? Afhverju þarf að gera ráð fyrir leigubílskostnaði til viðbótar við afþreyingarkostnaðinn? Því strætó hættir að ganga í kringum miðnætti. Því fagna ég innilega tillögum borgarinnar að kvöld- og næturakstri strætó og vona að þær verði að varanlegum breytingum. Það er óásættanlegt að allir hafi ekki möguleika á að njóta menningarlífs eða skemmtanalífs borgarinnar því ekki er hægt að reiða sig á að komast heim með almenningssamgöngum og myndu flestir jafnvel kalla það mismunun. Mismununin fæst þó ekki frítt. Fyrir hvert skipti færðu að borga 440 krónur. 8.300 krónur fyrir 20 skipti. Fyrir heimili sem hafa ekki mikið á milli handanna eru það töluverð útgjöld. Það eru töluverð útgjöld fyrir lítið úrval með takmarkaðann þjónustutíma. Afhverju þá ekki að kaupa sér bíl í staðinn? Mér þykir mjög vænt um hverskyns almenningssamgöngur og hef ég gríðarlegan áhuga á þeim. Þessvegna finnst mér það óheyrilega sorglegt hvað ég skammast mín fyrir þær sem eru á Íslandi. Þær eru rándýrar og í raun enginn hvati fyrir fólk til að geyma bílinn og ferðast umhverfisvænt. Ég vona að á næstu árum geti ég sátt tekið strætó heim hvaða tíma sólahringsins á viðráðanlegu verði. Kannski fæ ég að taka Borgarlínuna. Það væri draumur.


uvg―2017

Markaðsvæðing femínismans eftir Margréti Erlu Þórsdóttur og Silju Snædal

femínisti ert þú?” prófinu sem við tókum á buzzfeed. Ah, sem er allt í góðu. Svosem. En kannski gott að hafa í huga að þessi brilljantlí femíníska fatalína er framleidd í Sri Lanka af konum sem þéna u.þ.b. 69 kr á tímann. Og þessar brilljantlí femínísku poppstjörnu ímyndir eru oftar en ekki búnar til af einhverjum körlum, í einhverju reykfylltu hliðarherbergi, sem töldu femínísma vera ódýrustu leiðina til þess að ná til ungs fólks. Nei, afsakið. Viljum ekki hljóma eins og Ástþór Magnússon samsæriskenningakóngur, en hver er í raun að hagnast á þessum femínisma? Eru það konurnar sem þurfa mest á honum að halda? Tilgangur þessara greinar er ekki að sanna að við höfum sko verið femínistar áður en það varð nett né að segja öðrum hvernig femínistar eiga að vera ,,í alvörunni.” Við tökum oft próf á buzzfeed og sofum hjá ,,proud feminist” gaurum af tinder. Þetta er kannski bara einhvers konar tilraun til þess að gera fólk aðeins meðvitaðra um markaðsvæðingu femínismans.

17

Á síðastliðnum árum hefur viðhorf til femínisma breyst til muna. Í dag virðast fleiri og fleiri skilgreina sig sem femínista og þykir það vera nett. Femínismi er inn núna. Femínismi er hot. Kannski má rekja orsök þess til aukins upplýsingaflæðis sem hefur opnað augu fólks. Femínisku byltingarnar sem hafa átt sér stað á netinu og víðar upp á síðkastið hefðu eflaust ekki orðið ef fólk í dag væri ekki móttækilegt fyrir femínisma. Strákurinn sem var með þér í grunnskóla, þessi sem var stærsti aðdándi Mannasiðir Gillz og spurði þig streitulaust af hverju þú hataðir karlmenn (verandi femínisti), tekur í dag þátt í druslugöngunni og opnunarmyndin hans á feisbúkk er sjóðandi fierce mynd af Beyoncé. Femínismi er nefnilega orðinn töff. Femínískt rapp? Já, takk. Mynd sem stenst ekki Bechdel-prófið? Nei, takk. Við elskum Beyoncé, göngum um í topshop ,,feminist” fatalínu hennar, swipe-um til hægri við alla stráka með proud feminist yfirlýsingu á tinder og getum ekki beðið eftir að deila niðurstöðunum úr ,,hversu mikill


íllgresi

fyrir unga vinstri græna eftir Herdísi Ágústu Linnet

18

Ungmennaráð Barnaheilla er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13-25 ára sem vinnur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku, hafa áhrif og halda viðburði, ásamt mörgu fleiru, með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Í rauninni er ungmennaráð Barnaheilla, líkt og önnur ungmennaráð og -samtök, að brjóta það samfélagsnorm sem segir að börn og ungmenni eigi ekki að láta til sín taka í samfélagsmálum. Þau eiga að vera á hliðarlínunni, helst til skrauts og bíða eftir því að verða fullorðin. Þótt það sé normið, að börn og ungmenni taki ekki þátt, þá er það eitthvað sem við viljum breyta og benda á að þetta þurfi ekki að vera þannig. Afhverju eiga margir fullorðnir svona erfitt með að viðurkenna þátttöku ungmenna og barna? Við hvað er fólk hrætt? Þátttaka í samfélaginu er hluti af mannréttindum okkar og mun margfalt skila sér til baka, enda þurfum við á henni að halda til að endurspegla sem flestar skoðanir. Háskóli Íslands býður upp á frábæran möguleika fyrir ungt fólk að taka þátt og læra vísindaleg vinnubrögð með keppninni Ungir Vísindamenn. Við vorum tvö í ungmennaráðinu sem ákváðum að taka þátt í keppninni eftir að hafa fengið hvatningu og ábendingu um þetta. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði um keppnina var ungt fólk í sloppum, með gleraugu og

haldandi á tilraunaglösum. Vísindi geta þó tengst öðru en efna- og líffræði, eins og t.d. félagsmálum sem við féllum vel undir. Í byrjun langaði okkur til að kanna upplifun flóttabarna á veru sinni og kerfinu sem þeirra beið hér á Íslandi og komast að því hvað betur mætti fara í þeim málum. Það var hins vegar aðeins of stór biti og við þurftum að þrengja efnið betur, enda erfitt og viðkvæmt að taka viðtöl við þennan hóp ef horft er til persónuverndar, tungumála og reynslunnar sem fylgir því að hafa þurft að flýja heimili sitt. En hvernig áttum við að þrengja efni okkar? Hvað áttum við að gera í staðinn? Mér varð þá hugsað til hugmyndar sem ég skrifaði niður þegar ég var stödd í Svíþjóð á fundi ungmennasamtaka Save the Children á Norðurlöndum. Þar var mikil umræða um málefni flóttafólks, barnasáttmálann, kosti hans og galla, og fleira. Þegar ég tala um galla BS þá meina ég að lög eru gerð úr orðum sem eiga það til að vera túlkuð mismunandi eftir löndum og fólki. T.d. gæti þátttaka barna í samfélaginu þýtt annað fyrir mér en jafnaldra mínum á Ítalíu, svo eitthvað dæmi sé tekið. Þessar umræður höfðu fengið mig til að skrifa niður: ,,Er farið eftir öllum réttindum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar flóttabörn koma til landsins?“. Þetta var spurning sem ég vissi ekki að ég myndi síðar rannsaka og skoða betur með hjálp og í samvinnu við tvo lögfræðinga og vin minn Hafþór, úr ungmennaráðinu.


uvg―2017 dvelja hér á landi, þótt þau eigi rétt á því samkvæmt öllum þeim lögum sem við skoðuðum, t.d. 28. og 29. grein BS. Þá er einnig brotið á rétti barna til að tjá sig og sínar skoðanir, en aðeins börnum 15 ára og eldri er boðið að fara í viðtal. Við viljum að aldurstakmarkið verði fellt úr gildi og horft verði alfarið til þroska barnsins, svo litið sé til 12. og 13. greinar BS. Númer þrjú er réttur barna á leik, hvíld og tómstundum en lítið sem ekkert virðist vera í boði fyrir börn sem dvelja í móttökumiðstöð af tómstundum, þótt að samkvæmt 31. grein BS sé það þeirra réttur. Umsóknarferillinn um alþjóðlega vernd virðist einnig vera mjög fullorðinsmiðaður og margt má bæta. Þess vegna þarf að skoða ferilinn upp á nýtt út frá augum barna. Eins og starfsmenn Rauða Krossins segja: ,,Það skiptir ekki máli hversu lengi barn dvelur hér á landi, öll börn eiga sama rétt og við verðum að virða það.“ Þessi réttindi sem hafa verið nefnd hér að ofan tengjast 2 grundvallarreglum barnasáttmálans: Að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður, og að allar ákvarðanir sem teknar eru skulu vera byggðar á því sem er börnunum fyrir bestu, 6. og 3. gr. sáttmálans. Verkefni okkar hlaut annað sæti í keppninni og fær einnig að halda áfram í Evrópukeppni ungra vísindamanna, sem haldin verður í Tallin, Eistlandi, í september. Næst á dagskrá er að bæta rannsóknarskýrsluna, safna fleiri upplýsingum og tölfræði, og styrkja þannig verkefnið. Einnig munum við vekja meiri athygli á þessu málefni og skýrslu. Aldrei er það of oft nefnt að ekki má mismuna börnum eftir því hvaðan þau koma. Öll börn eiga sama rétt! Barnaréttindabaráttan heldur áfram.

19

Sérstakar þakkir fá Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaheillum, Erna Kristín Blöndal, doktorsnemi í lögfræði við HÍ, og Hafþór Freyr Líndal. Í rannsókn okkar lásum við útlendingalögin nýju og gömlu, barnaverndarlög, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og auðvitað Barnasáttmálann, ásamt því að taka viðtöl við verkefnastjóra í málefnum hælisleitenda hjá RKÍ og sálfræðing. Einnig lásum við úrskurði kærunefndar útlendingamála, yfirlýsingar frá samtökum á borð við UNICEF, Barnaheill og Rauða Kross Íslands, ritgerðir og erlendar greinar, allt tengt þessu efni. Þorsteinn Orri Garðarsson gerði einnig myndræn plaköt fyrir okkur og á þeim eru þau réttindi sem gilda þegar börn sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Lög og réttindi eru mjög flókin til að lesa en nauðsynlegt er að þekkja þau til að vita rétt sinn sem einstaklingur. Börn sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi eiga einnig rétt á að þekkja rétt sinn og því er mikilvægt að þau geti lesið sér til um það. Rannsókn okkar sneri að því að skoða móttöku flóttabarna, réttarvernd þeirra og meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. Markmið rannsóknarinnar var að gera það ljóst hvaða réttindi gilda við meðferð mála þegar barn sækir um alþjóðlega vernd hér á landi og svara spurningunni, hvaða reglur gilda um meðferð mála þegar barn sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi? Niðurstöður rannsóknarinnar komu okkur verulega á óvart. Svo virðist vera sem brotið sé á þeim börnum sem sækja um aljóðlega vernd hér á landi. Þar hallar helst á rétt barna til menntunar, en ekki öll börn fá menntun eða fræðslu við hæfi á meðan þau


20

Ă­llgresi

uvg 2017


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.