3 minute read

Tækifæri í samruna ferðaþjónustu og lista

Með lista Philipsen í huga er áhugavert að bera saman þessa tvo algengu búsetukosti ungs fólks á Íslandi; stúdentagarða annars vegar og sambýli fyrir fatlað fólk hins vegar þar sem húsnæðiskosturinn er svipaður. Í báðum tilfellum er íbúum úthlutuð búseta samkvæmt reglum um búsetu og aðeins ákveðin hópur fólks úr samfélaginu má búa í hvoru úrræði fyrir sig. Hægt er að ímynda sér að erfitt geti verið að skapa það sem mætti kalla heimatilfinningu í báðum þessara úrræða. Til dæmis er ljóst að vöntun er á frelsi frá reglum annarra bæði á stúdentagörðum og á sambýlum. Ef utanaðkomandi reglur hafa bein áhrif á hversdagslíf fólks getur það haft neikvæð áhrif á upplifun af heimili að mati Philipsen.

Flest getum við verið sammála um að öll eða einhver þessara atriða á lista Philipsen skipti okkur máli þegar kemur að því að finnast við eiga heima einhversstaðar.

Advertisement

Því er erfitt að ímynda sér að þurfa að búa á stað í marga áratugi sem ekki uppfyllir þessa heimatilfinningu og vera í einhverskonar biðstöðu. Þar liggur nefnilega munurinn á að búa sem ung manneskja á stúdentagörðum eða búa sem ung manneskja á sambýli - önnur búsetan er ávallt hugsuð sem tímabundin lausn meðan hin er hugsuð sem varanlegur búsetustaður.

Því þarf að tryggja að öll hafi tækifæri til þess að velja sér hvar og með hverjum þau búa.

Engin á að þurfa að búa á stofnun gegn sínum vilja. NPA var lögfest þjónusta árið 2018 og á því að vera raunverulegur kostur allra sem þurfa og kjósa það óháð búsetu og aldri.

Ungt fólk á að geta fengið aðstoð við að lifa mannsæmandi lífi á þeim stað og með þeim hætti sem það kýs.

65

Valgerður María Þorsteinsdóttir háskólanemi með BA í íslensku , 14. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Íslensk ferðaþjónusta hefur sótt allhressilega í sig veðrið á síðasta áratug. Vilji erlendir og innlendir ferðamenn kynna sér land og þjóð hafa þeir úr nægu að velja. Ferðatakmarkanir vegna COVIDfaraldursins hafa vissulega sett strik í reikninginn en þrátt fyrir það er orðið ljóst að ferðaþjónustan hefur fest sig í sessi sem ein stærsta atvinnugrein á Íslandi.

Líkt og hver önnur atvinnugrein glímir ferðaþjónustan þó við áskoranir og gerði áður en covid kom til sögunnar. Vinsælir og rótgrónir áfangastaðir sem taka við fjölda ferðamanna verða fyrir miklum ágangi og náttúran er víðast hvar á þolmörkum sínum. Þá skapa þessir áfangastaðir almennt fá störf á takmörkuðum svæðum. Nauðsynlegt er að tryggja langlífi og sjálfbærni ferðaþjónustunnar með því að dreifa álaginu og skapa sem flest störf. Lykillinn að því er efling menningartengdrar ferðaþjónustu.

Menningartengd ferðaþjónusta spannar breitt bil, þar má nefna bæði kynningu á eldri íslenskri list og samtímalist. Hún myndi skapa atvinnutækifæri fyrir íslenskt listafólk, þau sem starfa við rekstur í listageiranum og fræðimenn sem rannsaka íslenskar listir (í breiðum skilningi þess orðs). Síðast en ekki síst gæti menningartengd ferðaþjónusta spilað stórt hlutverk í að varðveita menningararfleifð Íslendinga með því að sýna erlendum ferðamönnum, og ekki síst Íslendingum sjálfum, hvað það felast mörg tækifæri í því að þekkja söguna okkar. Hún myndi einnig spilað stórt hlutverk í varðveitingu íslenskrar tungu.

Íslenska ríkið ætti að styðja við menningartengda ferðaþjónustu og nýsköpun innan þeirrar greinar. Það myndi auka tækifæri til tekna fyrir þau sem starfa innan listageirans sem og skapa fleiri störf á landsbyggðinni. VG hefur ávallt lagt áherslu á að leggja rækt við og styðja við íslenska menningu og listir, og með auknum stuðningi við þróun menningartengdrar ferðaþjónustu gætu atvinnugreinarnar ferðaþjónusta og listir hjálpað hvorri annarri að ná stöðugleika og jafnvægi eftir COVID-faraldurinn og tækifæri þeirra beggja til lengdar.

Svör við krossgátu

á bls 27

1 Norðvestur 2. Lýðræði 3. Kvennalistinn 4. Sósíalismi 5. Vinstri 6. Steingrímur 7. Stefna 8. Friðlýsing 9. Attenborough 10. Bono 11. Birna

Svör við Orðagátu

á bls 53

Kosningar Umhverfi Friður Hamingja Vinstri Loftlagsvá Jafnrétti Hinsegin Kvenfrelsi Jöfnuður

This article is from: