4 minute read

Hvað gerir hús að heimili?

Það skiptir máli hver stjórna

Una Hildardóttir forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður , 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi

Advertisement

Á kjörtímabilinu hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur stóraukið ríkisútgjöld til þess að bregðast við efnahagsþrengingum í kjölfar heimsfaraldurs. Fyrirtæki og einstaklingar njóta bæði beins og óbeins stuðnings frá hinu opinbera. Við tökum lán hjá framtíðinni til þess að bregðast við með ábyrgum hætti. Ekki var einungis brugðist við með sértækum stuðningsaðgerðum heldur sett áhersla á að verja samfélagslega innviði. Atvinnuskapandi átak stjórnvalda, “hefjum störf”, hefur dregið hratt úr atvinnuleysi sem í dag er skráð 6,1%, en það mældist 4,8% í janúar 2020. Eftir mikla innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu og útgjaldaaukningu í kjölfar heimsfaraldurs er mikilvægt að hafa skýra framtíðarstefnu í efnahagsmálum. ú ríkisstjórn sem mynduð verður eftir komandi kosningar verður að halda áfram að styðja við hagkerfið með beinum hætti. Standa þarf vörð um hagsmuni okkar allra og sérstaklega þeirra sem verst standa.

Athugasemdir þegar komnar fram

Í vor varaði Fjármálaráð gegn því að bregðast við hægum hagvexti á næstu árum með skattahækkunum eða niðurskurði til þess að ná niður skuldahlutfalli ríkisins. Mikilvægt er að hlusta á þær ábendingar, enda gætu slíkar aðgerðir ógnað stöðugleika á næstu árum. Mörg Evrópulönd lögðust t.a.m. í slíkar aðgerðir stuttu eftir efnahagshrunið 2008 og bent hefur verið á að dregið var of hratt úr beinum stuðning við hagkerfið sem leiddi til hægari viðsnúningi og dró frekar úr hagvexti en ella. Við þurfum því að læra af reynslunni og tryggja stöðugleika áður en ekki fara í ótímabærar aðhaldsaðgerðir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lærði af reynslunni eins og fjárlög þessa árs sýna. Mikilvægt er að styðjast áfram við þá hugmyndafræði út næsta kjörtímabil. Við uppbyggingu sjálfbærs hagkerfis á stöðugum grunni þarf að líta til grænna áherslna og raunverulegra aðgerða til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Nauðsynlegt er að stefnumótun í ríkisfjármálum á næsta kjörtímabili stýrist af hugsjón um félagslegt réttlæti og að enginn hópur eða einstaklingur sé skilinn eftir. Taka þarf tillit til ungs fólks sem setið hefur eftir í vaxandi hagsæld síðustu áratuga en frá aldamótum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist áberandi minnst hjá ungu fólki.

Vinstri græn vilja jöfn tækifæri

Þær aðgerðir sem bíða næstu ríkisstjórnar kalla á forystu Vinstri grænna. Fordæmalausir tímar auka hættu á auknum ójöfnuði sem stuðlar ekki einungis að minnkandi hagsæld heldur einnig vaxandi jaðarsetningu minnihlutahópa. Stuðla þarf að heilbrigðu og sjálfbæru hagkerfi sem samtvinnað er öflugu velferðarkerfi, þar sem öllum er tryggður jafn aðgangur og jöfn tækifæri. Styðja þarf betur við tekjulægstu hópa samfélagsins og setja þarf bætt lífskjör verst settu hópanna í forgang. Við þurfum að halda áfram að byggja upp heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum allra, styðja betur við barnafjölskyldur og útrýma fátækt barna. Byggja þarf upp sanngjarnan húsnæðismarkað, til dæmis með útvíkkun almenna húsnæðiskerfisins og auknu samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög svo fleiri hafi öruggt aðgengi að boðlegu húsnæði á viðráðanlegu verði. Það skiptir máli hver stjórnar. Það skiptir máli að á næsta kjörtímabil taki við ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna með ábyrga efnahagsstjórn að leiðarljósi.

Hvað gerir hús að heimili?

Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir þjóðfræðinemi, 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi

Búsetuúrræði ungs fólks

Þegar fullorðinsárin fara að nálgast eða eru nýlega búin að færast yfir, förum við mörg að huga að því að flytja úr foreldrahúsum og fara að búa sjálf. Þessar breytingar á búsetuháttum eiga við um ungt fólk af öllum gerðum og óháð félagslegum aðstæðum t.d. fötlun eða fjárhag.

Þau búsetuúrræði sem eru í boði fyrir ungt fólk eru nokkuð fjölbreytt. Hægt er að leigja íbúð ýmist einn eða með vinum eða leigja sér herbergi með sameiginlegri eldunaraðstöðu eða kaupa litla eign og stækka við sig seinna. Fyrir námsmenn er svo möguleiki að sækja um fjölbreytt húsnæði svo sem einstaklings herbergi með sameiginlegu eldhúsi og stofu rými, stúdíóíbúð eða fjölskylduíbúð á stúdentagörðum tímabundið meðan nám stendur yfir. En aldrei lengur en til nokkurra ára.

Fyrir margt fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi eru valkostirnir þó nokkuð færri þegar kemur að því að flytja úr foreldrahúsum. Í mörgum tilfellum er ekki um raunverulegt val að ræða. Viðkomandi getur sótt um húsnæði og þar með aðstoð á sambýli og/eða íbúðarkjarna. Einnig er hægt að sækja um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) en úthlutunarreglur sveitarfélaga eru ólíkar svo það er eins gott að búa í réttu sveitarfélagi til að geta fengið tækifæri til að búa á eigin vegum og fá þjónustuna þangað sem hentar. Margt ungt fatlað fólk er þó í þeirri stöðu að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því þarf það að reiða sig áfram á vini og fjölskyldu með aðstoð og þau geta því aðeins flutt skamma leið að heiman eða jafnvel ekki. Eins og fyrr sagði, valið er ekki raunverulegt.

Manneskja sem býr á sambýli ræður ekki hvert eða í hvers konar húsnæði hún flytur í, eða með hverjum hún deilir sameiginlegum rýmum og þjónustu. Þó er líklegt að ung manneskja sem flytur á sambýli eða í íbúðarkjarna (sem er ein tegund sambýlis) muni hafa fasta búsetu þar til lengri tíma.

Í þessu samhengi er vert að velta fyrir sér; hvað gerir hús að heimili?

Landfræðingurinn Carsten Philipsen er einn þeirra sem hefur gert tilraun til að skilgreina hvað það er sem þarf til að fólki finnist það eiga heima í því húsnæði sem það býr. Philipsen setti fram lista með sjö atriðum sem skipta megin máli þegar kemur að því að hús verði að heimili.

1. Rými til afslöppunar 2. Minna áreiti 3. Stjórn á eigin umhverfi og öryggi gagnvart utanaðkomandi ógnum 4. Frelsi frá reglum annarra 5. Vera velkomin á eigið heimili 6. Að eiga griðastað, afdrep frá áreiti umheimsins 7. Persónulegir munir

This article is from: