Sjávarafl 1.tbl 9.árg 2022

Page 1

SJÁVARAFL Aprí 2022 1. tölublað 9. árgangur

a k s á p a g e l i ð e Gl

Náttúruhamfarir og válynd veður

Samstarf ekki síður en samkeppni

Þjónustum græna orkugeirann á Íslandi

Samruni tæknifyrirtækjanna Marel og Völku


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Reynum okkar besta til að vera alltaf á réttum tíma á réttum stað 8 Martak færir út kvíarnar 12 Fjölbreytileikinn og framtíðin í sjávarútvegi 14 Fyrsta farþegaskip ársins 16 Þegar á reynir skiptir áræðni, sveigjanleiki og þrautseigja öllu máli 22 Nýting hliðarstrauma í sjávarútvegi – Þörfin fyrir Lífmassaver 24 Bleikja í appelsínu og chili með tómat pasta 26 Tæknin ýtir heiminum í átt að sjálfbærni 30 Veitti góða innsýn í rekstur og markaðsmál 30 Úr flugstjórnarklefanum í Sjávarakademíuna 31 Öðlaðist nýja sýn og hugsun í Sjávarakademíunni 32 Opnaði augu mín fyrir að ótal tækifærum 34 Fluttur með þyrlu eftir að hafa fallið útbyrðis 34 Leitað allra leiða til að finna stórufsann 35 Góður árangur í sjávarútvegi er okkar stolt 36 Ýsa var það heillin 36 Hafnir á Íslandi

Okkar ríkidæmi má ekki verða okkar fátækt

S

jávarútvegur var og er mikilvægasta útflutningsvara okkar landsmanna og því eru náttúruauðlindir sem og þekking og færni landsmanna okkar mikilvægasti auður. Sjávarútvegurinn reiðir sig á rannsóknir og vöruþróun, sem við þekkjum afar vel og hefur aukin verðmætasköpun í greininni byggst á langtíma hugviti sem við megum vera stolt af. Sú þekking er okkar auður og innsýn inn í frekari nýsköpun. Okkar auður til framtíðar byggist á þáttum eins og þekkingu, hæfni, menntun og menningu þeirra þjóða og einstaklinga sem landið byggja. Þau mælanlegu auðæfi sem hafa skapað okkur ríkidæmi og eru enn frekar hvati fyrir áframhaldandi nýsköpun og frekari markaðssetningu á fiskinum okkar góða. Hreint haf, gæði og ferskleiki eru meðal annars mælanleg auðæfi sem hafa skapað okkur ríkidæmi. En við höfum í dag ekki nógu hreint haf. Talið er að um fjögur prósent af því plasti sem framleitt er, lendi í hafinu og áætlað er að um árið 2050 verði meira af plasti í hafinu en af fiski. Þetta er hreinlega skelfileg tilhugsun og því er mikilvægt að nýta náttúruauðlindirnar án þess að valda óafturkræfum spjöllum, þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Við getum hjálpað til með því að hætta að nota einnota hluti, kaupum minna af óþarfa og tínum upp rusl á Elín Bragadóttir ritstjóri víðavangi svo það fjúki ekki út í sjó!

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður

Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður

Óskar Ólafsson, ljósmyndari

Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður

Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður

Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Ljósmyndir: Óskar Ólafsson Forsíðumynd: Kristján Birkisson Prentun: Prentmet Oddi ehf


by COSENTINO

Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.

Högg- og rispuþolið

HÁTT HITAÞOL

Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is

Blettaþolið

Sýruþolið


Markmiðið HD er að vera ávallt fyrsta val viðskiptavina fyrir véla- og tækniþjónustu. Mikil reynsla og þekking er á allri hönnun sem styður við alla þjónustu sem fyrirtækið veitir. Ljósmynd; ENNEMM

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

„Reynum okkar besta til að vera alltaf á réttum tíma á réttum stað“ Hamar hefur frá fyrstu tíð lagt áherslu á þjónustu til fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi. Félagið hefur nú sameinað reksturinn við félögin Deili tækniþjónustu, NDT og Vélar undir nafninu HD. Fyrirtækið heldur úti sex starfsstöðvum vítt og breitt um landið og markmið þess er að vera ávallt fyrsta val viðskiptavina fyrir véla- og tækniþjónustu. Hamar var stofnað árið 1998 og var frá fyrstu tíð leiðandi fyrirtæki í þjónustu á sviði málmtækni iðnaðar og almennri viðhaldsþjónustu til fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi. Árni Rafn Gíslason, forstjóri HD, segir breytingarnar einkar jákvæðar og fyrirtækið geti nú boðið upp á breiðara vöruúrval og öflugri þjónustu en nokkru sinni. „Í því sambandi má nefna tæknilegar ástandsgreiningar véla og sívöktun vélbúnaðar, hönnun, framleiðslu og þjónustu við dælu-og lagnakerfi, viðhald á jarðgufutúrbínum og rafölum orkuvera, innflutning á vél- og tæknibúnaði, uppsetningar, varahlutaöflun og aðra þjónustu,“ segir Árni.

4

SJÁVARAFL APRÍL 2022

Samruni fyrirtækjanna hófst fyrripart ársins 2021 með sameiningu Hamars og Deilis, sem farið hefur fyrir þjónustu við virkjanir og veitur hérlendis. „Hjá Deili er gríðarleg þekking á flóknum vélbúnaði ásamt dýrmætum mannauði. Um mitt árið rann NDT svo inn í rekstur okkar, en þaðan kom einnig mikil þekking og reynsla, ásamt vottuðu starfsfólki í hverskonar titringsmælingum, sprunguleit og hljóðbylgjuprófunum, ásamt öllu því er viðkemur fyrirbyggjandi viðhaldi. Seinni hluta ársins eignuðumst við svo allt hlutafé í Vélum og með því jukum við enn á úrval og sérþekkingu okkar í þjónustu við útgerð og fiskeldi,“ segir Árni og bætir því við að á þessum tímamótum hafi fyrirtækið ráðist í mikla stefnumótandi vinnu varðandi framtíðarsýn hins nýja félags. „Ákveðið var að taka upp nýtt nafn og auðkenni sem er HD ehf. Nafnið stendur fyrst og fremst fyrir því að þessi tvö stóru fyrirtæki, Hamar og

„Starfsfólk félagsins hefur víðtæka reynslu og breiða menntun á véla- og tæknisviði sem gerir okkur kleift að hámarka virði veittrar þjónustu.“


Árni hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2009 og gegnt þar ýmsum störfum. Fyrstu árin var hann verkstjóri, svo deildarstjóri, þá rekstrarstjóri og tók svo við forstjórastarfinu í ársbyrjun 2020. Ljósmynd; Kári Pálmason

Deilir, runnu saman í eina sæng, auk þess að vera einfalt og nútímalegt. Þegar ákvörðun um sameininguna var tekin vissum við að verkefnið yrði stórt, en jafnframt mjög mikilvægt og með því gætum við boðið viðskipavinum okkar betri heildarlausnir,“ segir Árni.

Valinn starfsmaður í hverju rúmi Hjá hinu nýstofnaða félagi starfa ríflega tvö hundruð manns á sex starfsstöðvum og viðskiptavini þess má finna í öllum helstu iðnaðargeirum landsins, svo sem sjávarútvegi, stóriðju, virkjunum, veitufyrirtækjum, matvælaiðnaði og fiskeldi. „Starfsfólk félagsins hefur víðtæka reynslu og breiða menntun á véla- og tæknisviði sem gerir okkur kleift að hámarka virði veittrar þjónustu. Starfsfólk HD hefur hlotið sértæka þjálfun í viðhaldi vélbúnaðar sem hámarkar uppitíma fyrirtækjanna sem við þjónustum. Hver og einn málmsuðumaður hefur hæfisvottun í þeim suðuferlum sem unnið er eftir og félagið starfar eftir vottuðum suðuferlum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Sérhver stöðvun vegna viðhalds er vandlega skipulögð í samræmi við aðstæður hverju sinni. Með skipulagi og vönduðum vinnubrögðum hámörkum við uppitíma fyrir viðskiptavini okkar og aukum fyrirsjáanleika í rekstri, en með því spörum við tíma og aukum fyrirsjáanleika í rekstri viðskiptavina okkar,“ segir Árni.

Sex starfsstöðvar vítt og breitt um landið HD heldur úti sex föstum starfsstöðum og þjónustuverkstæðum víðsvegar um landið. „Þjónustunet okkar er breitt og hver starfsstöð býr yfir tiltekinni sérhæfingu í þjónustuframboði og jafnframt er tækjakostur hverrar og einnar starfstöðvar sérsniðinn að þeirri þjónustu sem boðin er. Höfuðstöðvarnar eru í Kópavogi þar sem aðalskrifstofa okkar er. Þar erum við gríðarlega vel tækjum búin og þjónustum aðallega útgerð og stóriðju. Þar er einnig öflug stálsmiðja og fullkomið renniverkstæði með tölvustýrðum fræsum, rennibekkjum og skurðarvélum, ásamt sérhæfðu verkstæði fyrir glussatjakka, vélar og dælur. Í Vatnagörðum erum við með söluskrifstofu, auk vöruhúss með dælum, rafmóturum og einu mesta úrvali landsins af ásþéttum. Í Mosfellsbæ er stór starfsstöð þar sem aðal áherslan er lögð á orkuog veitugeiran og þá erum við einnig á Grundartanga og þjónustum þá stóriðju sem er þar. Á Akureyri er starfsstöð sem þjónustar útgerð,

Vélaverkstæðið veitir þjónustu við sjávarútveg og stóriðju. Verkstæðið hefur uppá að bjóða vélaupptektir, viðgerðir á dælum, gírum og öðrum vélbúnaði. Tækjabúnaður er sífellt í endurskoðun og endurnýjun. Ljósmynd; Bjarni B. Vilhjálmsson

„Við þjónustum græna orkugeirann á Íslandi og vinnum að því að starfsemi okkar sé eins græn og unnt er.“ stóriðju og matvælaiðnað ásamt orku og veitugeiranum. Á Eskifirði þjónustum við svo útgerð og stóriðju,“ segir Árni.

Hagnýta ávallt nýjustu tækni HD hefur markað sér þá stefnu að hagnýta ávallt nýjustu tækni sem í boði er hverju sinni.„Í því sambandi má nefna þrívíddar skönnunartækni til ástandsgreininga og endurhönnunar á vélbúnaði, sérhæfðan hugbúnað til úrvinnslu og varðveislu mæligagna, hátæknibúnað við sprunguleit og titringsmælingar á búnaði sem er í rekstri og sérstakan málmskanna sem nýttur er til efnisgreininga og ákvarðana um val á efnum og suðuferlum. Jafnframt hefur félagið CNC hönnunar og framleiðslutæki til að skera, renna og fræsa hráefnin og fæst með þessu hámarks nákvæmni í viðgerðum og framleiðslu vélahluta. Undanfarin misseri hafa SJÁVARAFL APRÍL 2022

5


„Alla tíð hefur rík áhersla verið lögð á öryggismál innan fyrirtækisins og segja má að þau séu okkur hjartans mál.“

HD hefur unnið með HS Orku að áfanganum „forsmíði vélbúnaðar“, en um nýsköpunarverkefni er að ræða þar sem með rannsóknum og þróun hefur tekist að nýta betur þann varma sem fyrir er á svæðinu. Ljósmynd; Njáll Andersen

sýnt okkur hvað sérfræðiþekking okkar í þjónustu við útgerð, stóriðju, orku og veitugeiran sem og annan iðnað er mikilvæg grunnþjónusta. Þessi sérstaða ásamt sterkri stöðu gerir okkur tilbúin til þess að takast á við nýar áskoranir.“ segir Árni.

Miðum að því að vera eins græn og hægt er Markmið HD er að vera fyrsta val íslenskra iðnfyrirtækja þegar kemur að véla- og tækniþjónustu. „Við þjónustum græna orkugeirann á Íslandi og vinnum að því að starfsemi okkar sé eins græn og unnt er. Við höfum sérhæft okkur í þjónustu við þann geira og þróað með þeim lausnir til þess að auka virðissköpun í íslenskum orkuiðnaði, en tækninýjungar og breikkun vöruframboðs mun stuðla að sjálfbærni samfélagsins. Einnig höfum við unnið mikið með þeim aðilum sem fanga kolefni úr andrúmsloftinu og dæla því ofan í jörðina þar sem það bindur sig við bergið. Þá höfum við komið að uppbyggingarstarfi með frumkvöðlum á þessu sviði og aðstoðað við uppbyggingu og rekstur á verksmiðjum þeirra,“ segir Árni, en fyrirtækið er þessa dagana að vinna að sjálfbærnistefnu. „Með þeirri vinnu erum við skoða með hvaða hætti við getum skilið betur við heldur en við komum að og reynum sem frekast er unnt að forðast hverskyns sóun. Þetta á ekki aðeins við um okkur, heldur setjum við kröfu á alla okkar samstarfsaðila að sýna ábyrgð í þessum efnum. Sjálfbærnismarkmið HD munu stuðla að bættri nýtingu hráefna, minni losun á mengun og betri orkunýtingu,“ segir Árni.

Jöfn tækifæri til launa Í starfsmannastefnu HD er rík áhersla lögð á að auka menntun og þekkingu starfsfólksins, launajafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. „Við höfum innleitt og störfum samkvæmt jafnlaunakerfi. Tilgangurinn er að tryggja að allt okkar starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð þjóðerni, kynþætti, kynferði eða annara ómálefnanlegra ástæðna. Við viljum virkja hugvit okkar starfsfólks til þess að skapa sterka framtíð og því er starfsþróun okkur ákaflega mikilvæg og í því tilliti eiga allir að hafa jafna möguleika. Við reynum í öllum tilfellum að horfa alltaf fyrst inn á við og gefa okkar fólki tækifæri til þess að vaxa og þróast í starfi og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Árni.

6

SJÁVARAFL APRÍL 2022

Skýlaus krafa að starfsfólkið komi heilt heim HD starfar einnig eftir öflugri gæða-, öryggis-, umhverfis-, og heilsustefnu sem ætlað er að koma í veg fyrir slys og skapa öruggt og hvetjandi starfsumhverfi. Fyrirtækið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín á sviði gæða- og öryggismála og er með ISO 9001-2015 vottað gæðakerfi ásamt jafnlaunavottun. „Alla tíð hefur rík áhersla verið lögð á öryggismál innan fyrirtækisins og segja má að þau séu okkur hjartans mál. Við ákváðum strax að tileinka okkur ítarlegar öryggisreglur og höfum leitast við að vera í fararbroddi í þeim efnum á öllum okkar starfsstöðvum og þannig stuðlað að ríkri öryggisvitund meðal okkar starfsfólks. Við hjálpumst að við að byggja upp öryggismenningu og leiðbeinum hvert öðru þegar eitthvað má betur fara. Sem betur fer hefur öryggismenningunni vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og allflestir gera miklar kröfur í þessum efnum. Við virðum öryggisreglur annara, en ef okkar reglur ganga lengra þá förum við eftir þeim og ætlumst til að aðrir geri það líka. Við störfum oft á hættusvæðum en gerum alltaf þá skýlausu kröfu að starfsfólk okkar komi heil heim,“ segir Árni að lokum.

Starfsfólkið er okkar mikilvægasta auðlind Árni segir fjölmörg tækifæri felast í þeirri uppstokkun sem fyrirtækið hefur gengist undir og er auðheyrilega stoltur af sínu fólki. „Þetta er spennandi bransi í dag og við stöndum á mjög áhugaverðum stað í okkar vegferð. Félagið býr yfir einstakri blöndu af hugviti, mannauði, þekkingu og reynslu sem hefur skilað árangri á þessum markaði. Því er mikil tilhlökkun að taka næstu skref með starfsfólki og viðskiptavinum okkar. Starfsfólkið er okkar mikilvægasta auðlind og liðsheildin byggir á trausti þar sem samvinna, sjálfstraust, framsýni og útsjónarsemi eru lykilþættir. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að hafa fengið að vaxa með félaginu og framtíðin er gríðarlega spennandi. Með víðtæku þjónustuneti reynum við okkar besta til að vera alltaf á réttum tíma á réttum stað. Gildin í sameinuðu félagi eru öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska. Þau varða leið okkar í daglegum rekstri og stjórnun gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum okkar,“ segir Árni.


Gleðilega páska!


Sérstaða okkar er fólgin í því að við erum lítil miðað við marga af þessum stóru aðilum og höfum því meiri sveigjanleika, eigum auðveldara með að klæðskerasauma lausnir fyrir hvern og einn. Okkar mottó er að við erum snögg, áreiðanleg og lausnamiðuð.

Framleiðsla, þróun og smíði á búnaði Martaks fer fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Grindavík. Ljósmynd: aðsend

Martak færir út kvíarnar Guðjón Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Martak í Grindavík fer yfir nýjar áherslur fyrirtækisins og vöruþróun í rækju- og bolfiskvinnslu Guðjón Ingi Guðjónsson hefur áralanga reynslu í sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum en ákvað fyrir nokkrum árum að færa sig til í virðiskeðjunni og fara yfir í tækjageirann. Hann tók nýlega við stöðu framkvæmdastjóra sölumála hjá Martak í Grindavík, en starfaði áður sem sölustjóri hjá hátæknifyrirtækinu Völku. „Það var í sjálfu sér mjög skemmtilegt að færa sig til þar sem ég er að eiga við marga af mínum fyrrverandi viðskiptavinum, sem ég var áður að kaupa afurðir af,“ segir Guðjón. „Nú er ég að selja þeim hátæknilausnir í fiskvinnsluna í staðinn.“

Hátt í 40 ára reynsla

Snorri Rafn Hallsson

Martak var stofnað í Grindavík árið 1986 og framleiðir hátæknibúnað og heildarlausnir fyrir sjávarútveginn. Fyrirtækið er með tvær starfsstöðvar; vöruþróun, framleiðslu, sölu og þjónustu á Íslandi og sölu og þjónustu í Kanada. Fyrirtækið er einnig með umboð fyrir Scanbelt færibönd og hlaupa viðskiptavinir þess á hundruðum.

Aukin þjónusta við fiskvinnslu- og eldisfyrirtæki Martak hefur í gegnum tíðina verið einna þekktast fyrir framleiðslu sína á búnaði fyrir rækjuvinnslur, enda leiðandi á því sviði á heimsvísu. Síðastliðin ár hefur fyrirtækið hins vegar farið að vinna æ meira með fiskvinnslu og eldisfyrirtækjum, sem kallað hafa eftir góðum lausnum í sínar vinnslur. „Oftar en ekki hafa þessi fyrirtæki leitað til okkar varðandi þessar lausnir og hafa þá gjarnan frétt af góðum og vönduðum lausnum

8

SJÁVARAFL APRÍL 2022

okkar úr rækjuvinnslunni. Nú höfum við hins vegar ákveðið að setja aukinn kraft í að kynna þær fjölbreyttu lausnir sem við höfum að bjóða þessum fyrirtækjum“ segir Guðjón.

Fjölbreyttur búnaður í boði „Það er eitt af mínum verkefnum að gefa svolítið í þarna og það kom mér skemmtilega á óvart, þegar ég byrjaði, hvað Martak hefur í raun verið að gera mikið fyrir fiskvinnslu og eldisfyrirtækin og hversu mikið af búnaði hefur verið hannaður og smíðaður af fyrirtækinu. Vörulisti okkar er því ótrúlega langur og hefur það komið fleirum en mér á óvart,“ segir Guðjón. „Sérstaða okkar er síðan fólgin í því að við erum lítil miðað við marga af þessum stóru aðilum og höfum því meiri sveigjanleika, eigum auðveldara með að klæðskerasauma lausnir fyrir hvern og einn. Okkar mottó er að við erum snögg, áreiðanleg og lausnamiðuð.“

Þegar við komum í vinnsluna, þá tölum við ekkert síður við starfsfólkið sem er að vinna í húsinu og er að framkvæma hlutina.Það skilar sér oft í góðum lausnum þar sem allir þættir eru teknir til greina.


Stóran hluta af framþróun í fiskvinnslu og matvælaiðnaðinum sjálfum almennt má þakka þeirri hugsun sem starfsfólk á gólfinu kemur með. Framþróun í fiskvinnslu er samstarf

Guðjón Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Martak. Ljósmynd: aðsend

Nýtir reynsluna þvert á virðiskeðjuna Reynsla Guðjóns hefur nýst honum vel á þessum vettvangi þar sem hann þekkir ítarlega gæðakröfur markaðarins og hverju menn eru að leita að til þess að framleiða góðar afurðir. „Ég þekki afurðirnar almennt vel og hef verið mikið í vinnsluhúsunum sjálfum í gegnum tíðina, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Noregi, Bandaríkjunum, Kanada, Asíu og víðar,“ segir Guðjón. ,,Þetta er mjög skemmtilegur geiri, líflegur og síbreytilegur. Ég búinn að vera í honum frá því að ég útskrifaðist úr skóla, svo í raun allan minn starfsferil.“

Ekkert verk er of stórt eða smátt Verkefnaflóran hjá Martak er fjölbreytt og spannar allt frá framleiðslu og uppsetningu á einstaka tæki eða samvinnuverkefnum um lausnir við sértækum vandamálum hjá vinnsluaðilum til hönnunar á heilli verksmiðju eða nýju vinnsluferli. „Ekkert verk er of stórt eða smátt,“ segir Guðjón. „Oft eru menn með húsnæði sem þarf að hanna verksmiðjuna eða vinnslulínuna inn í og það getur verið spennandi áskorun. Í einhverjum tilfellum eru menn að byrja frá grunni sem er auðvitað alltaf betri kostur, þá hönnum við hagkvæmustu lausnina fyrst og síðan er kassinn byggður utan um. Það er mjög skemmtilegt að vinna þannig verkefni þó hitt sé líka gaman og ögrandi, að koma vinnslu inn í takmarkað rými. Okkur hefur gengið mjög vel í að setja góðar vinnslur í takmörkuð rými, við erum mjög lausnamiðuð þannig.“

Martak leggur áherslu á að nálgast verkefnin heildrænt með því að ræða við alla hlutaðeigandi og nýta vel þá reynslu sem liggur hjá viðskiptavininum. „Það skemmtilega í þessum iðnaði er að það geta allir komið að þessari þróun. Hugmynd að framþróun í fiskvinnslunni getur til dæmis komið frá verkstjóra, framleiðslustjóra eða hinum almenna starfsmanni sem vinnur á gólfinu. Þegar við komum í vinnsluna, þá tölum við ekkert síður við starfsfólkið sem er að vinna í húsinu og er að framkvæma hlutina,“ bendir Guðjón á. „Það skilar sér oft í góðum lausnum þar sem allir þættir eru teknir til greina. Stóran hluta af framþróun í fiskvinnslu og matvælaiðnaðinum sjálfum almennt má þakka þeirri hugsun sem starfsfólk á gólfinu kemur með.“

Starfsfólkið hefur sitt að segja Samvinnan skiptir miklu máli í öllu ferlinu og teymið hjá Martak er þekkt fyrir að leggja áherslu á góð samskipti við alla sem þurfa að nýta lausnir fyrirtækisins. „Það er mikilvægt að tala við starfsfólkið sjálft, það hefur skoðun og það mun vinna á tækjunum. Það er einnig mikilvægt að upplýsa þau vel og kenna á tækin, þannig að það sé skýrt til hvers er ætlast af tækinu og þeim,“ segir Guðjón. „Stundum vill það gleymast. Þá ertu kominn með neikvæða upplifun og þess vegna er mikilvægt að fylgja hlutunum vel eftir. Það er enginn betri en starfsfólk sem er að vinna að tilteknu verkefni til að segja hvað myndi auðvelda störfin, og jafnvel auka afköst og gera vinnuna þægilegri.“

Ný saltfiskvinnsla á Nýfundnalandi Martak hefur undanfarin ár sett upp fjölmargar lausnir fyrir sjávarútveginn innanlands og utan, frá vinnslulínum fyrir eldislax til nýrra lausna í heitvatnsrækju.„Við erum svo nýlega búin að setja upp nýja saltfiskvinnslu fyrir Labrador Fishermen’s Union Shrimp Co á Nýfundnalandi. Við sáum um hana alveg frá A til Ö, frá því að fiskurinn kemur inn þar til hann fer út,“ segir Guðjón. „Við bárum ábyrgð á heildarhönnuninni og settum upp karahöndlunarkerfi, sjálfvirka innmötun, slægingarlínur, snyrtilínur, flokkara, söltunarbúnað og afsöltunarbúnað ásamt vinnupöllum og færiböndum frá okkur og unnum svo náið með viðskiptavininum í að finna þær vélar sem við framleiðum ekki sjálfir hjá þriðja aðila. Við

Ný saltfiskvinnsla Labrador Fishermen’s Union Shrimp Co á Nýfundnalandi er fullbúin nýjasta hátæknibúnaði frá Martak. SJÁVARAFL APRÍL 2022

9


Samstarf, ekki síður en samkeppni, íslenskra hátæknifyrirtækja sem eru að vinna með sjávarútveginum er almennt mjög gott og hefur það skilað miklum ávinningi fyrir iðnaðinn í heild. Þetta skilar betri nýtingu og fer miklu betur með vöruna í endanlegu frystingunni. Með þessari aðferð getur þú keyrt lausfrystinn hraðar, sparað orku og aukið afköstin.“

Lengir geymsluþol á ferskum fiski Nýja kælilausnin er hönnuð þannig að hún nýtist bæði fyrir framleiðslu á lausfrystum og ferskum flökum eða bitum. „Þessi lausn mun ekki síður nýtast framleiðendum á ferskum flökum og bitum þar sem hún getur, auk þess að minnka los og bæta nýtingu, lengt geymsluþol vörunnar umtalsvert.“ segir Guðjón. „Í geymslu á ferskri vöru þá skiptir kælingin öllu máli upp á geymsluþolið. Með þessari lausn okkar næst að kæla ferska vöru mjög hratt niður, frá vinnslu yfir í pökkun, sem gerir það að verkum að hún heldur lengra geymsluþoli og bætir þannig nýtingu hráefnis út virðiskeðjuna.“

Kæling fyrir fullvinnslu Dögun á Sauðarkróki notar vélar frá Martak til að vinna rækju til sölu á Íslandi og í Evrópu. Ljósmynd: aðsend

erum til dæmis í góðu samstarfi við Raf, íslenskt fyrirtæki sem er með sprautuvélar sem við framleiðum fyrir þá. Við settum upp tvær Raf – S900 sprautuvélar í verksmiðjuna á Nýfundnalandi og það samstarf gekk afskaplega vel.“

Ný pillunarvél fyrir rækju tilbúin Vöruþróun undanfarinna ára hefur skilað sér í nýjum lausnum sem gjörbylta vinnslu á rækju. Martak hefur í nokkur ár unnið að hönnun á nýrri hátækni pillunarvél og er vinna við hana nú á lokametrunum. Gert er ráð fyrir að hún komi á markað á þessu ári. Nýja vélin mun gjörbylta rækjupillun en vélarnar á markaðnum hafa verið nánast óbreyttar í um 60 ár. Helstu nýjungar eru tölvusjón og breytilegur halli á vélinni sem gefur betri stýringu í pilluninni, hægt er að stjórna hraðanum betur og spara vatn og rafmagn.

Tölvusjón gefur betri heildarmynd af vinnslunni „Tölvusjónin fylgist með hversu vel vélin er að pilla og vélin getur stillt sig af, aukið eða dregið úr hraðanum, og gefur þá þeim sem eru í vinnslunni upplýsingar um ferlið,“ útskýrir Guðjón. ,,Þú sérð þá alltaf hvernig vélin er að pilla og færð ýmsar upplýsingar sem nýtast í heildarvinnslunni. Útkoman er hraðari og umhverfisvænni vinnsla með betri hráefnisnýtingu.“

Ný kælilausn skilar betri nýtingu og auknum gæðum Í vöruþróun Martak er áhersla lögð á að nýta áratuga þekkingu og reynslu á milli vinnslugeira. Ákveðna þætti og þekkingu í rækjuvinnslu er hægt að yfirfæra á bolfiskvinnslu með góðum árangri samkvæmt Guðjóni. Rækja er í eðli sínu viðkvæm vara og þarfnast mjög vandaðs vinnsluferlis þar sem meðferð við kælingu og eldun skipta sköpum fyrir gæði hráefnisins. Reynslan þaðan skilar sér í vel hannaðri lausn fyrir önnur hráefni. „Við hönnuðum lausn á sínum tíma til þess að kæla rækju fyrir frystingu, með góðum árangri og erum við nú að þróa hana áfram yfir í bolfiskvinnsluna. “ útskýrir Guðjón. „Afurðin er tekin mjög hratt niður í eina til tvær gráðu undir frostmarki áður en hún fer í lausfrystinn.

10

SJÁVARAFL APRÍL 2022

„Menn hafa náð mjög langt í því að kæla niður hráefnið um leið og fiskurinn kemur um borð. Það hefur ótrúleg þróun átt sér stað á þessum hluta vinnslunnar. Flestar nýjar fiskvinnslur eru mjög straumlínulagaðar og flæðið er gott. Það er ekki langur tími frá því að fiskurinn er opnaður, flakaður, þar til hann er kominn í endanlegar umbúðir og þetta hefur klárlega haft mikið að segja,“ útskýrir Guðjón. „Hins vegar á sér yfirleitt alltaf stað einhver hlýnun, hitastigið hækkar í vörunni samt sem áður í þessu ferli. Við sjáum tækifæri í því að koma þarna inn með okkar lausn og kæla afurðina niður um kannski 2 til 3 gráður áður en hún fer í endanlegt form, annað hvort í frystingu eða í frauðkassa í útflutning sem ferskt.“

Samstarf skilar arði fyrir alla Martak hefur áratuga reynslu í því að setja upp heilar verksmiðjur og halda utan um ferlið frá upphafi til enda í rækjuiðnaðinum. Sú þekking hefur einnig nýst vel í bolfiskverkefnum og sveigjanleiki í samstarfi við aðra hefur einnig komið sér vel. Fyrirtækið hefur verið í góðu samstarfi við stærri aðila eins og Marel og Völku í gegnum tíðina og framleitt lausnir inn í stærri kerfi hjá þeim. „Samstarf, ekki síður en samkeppni, íslenskra hátæknifyrirtækja sem eru að vinna með sjávarútveginum er almennt mjög gott og hefur það skilað miklum ávinningi fyrir iðnaðinn í heild. Okkar viðskiptavinir hafa oftast ákveðnar skoðanir á því hvaða tæki, sem við erum ekki að bjóða, þeir vilja hafa inn í þeim línum sem við erum að hanna fyrir þá. Þannig erum við oft bæði beint og óbeint að vinna með öðrum tæknifyrirtækjum að bestu lausninni.“

Sjávarklasinn sterkur samstarfsvettvangur. Guðjón telur gott samstarf á milli vinnsluaðila og tækjaframleiðanda þvert á geirann vera lykilinn að framþróun í greininni. ,,Ég get til dæmis hrósað Sjávarklasanum sem hefur stuðlað að auknu samstarfi. Það sem hefur verið að gerast þar hefur smitast út í iðnaðinn sjálfan og er svolítið einkennandi fyrir hann í dag,“ segir Guðjón. „Hugmyndirnar vakna oftar en ekki hjá vinnsluaðilunum sjálfum. Þeir spyrja hvort ekki sé hægt að finna lausn á einhverju ákveðnu máli og við í þessum tækjageira erum að reyna að bregðast við því. Þegar við leysum vandamál hjá einum þá nýtist það öðrum. Þetta samstarf hefur klárlega skilað sér í aukinni verðmætasköpun á Íslandi. Þetta smitar síðan út frá sér og nýtist sjávarútveginum um allan heim sem aftur skilar sér í bættri nýtingu á takmarkaðri auðlind.“


Snjallari vinnslur

• Sjálfvirknivæðing • Róbótatækni • Gagnasöfnun og rekjanleiki marel.com


Félag kvenna í sjávarútvegi

Í pallborði sátu Elliði Vignisson, Erla Ósk Pétursdóttir, Guðmundur Kristjánsson og Ásta Dís Óladóttir en Edda Hermannsdóttir leiddi pallborðsumræðurnar.

Fjölbreytileikinn og framtíðin í sjávarútvegi Konur í sjávarútvegi rannsaka stöðu kvenna innan greinarinnar Nýlega kynnti félagið Konur í sjávarútvegi niðurstöður rannsóknar sem félagið lét framkvæma með það að markmiði að kortleggja stöðu kvenna innan sjávarútvegsins með því að safna tölulegum upplýsingum um konur og kanna viðhorf til þeirra innan greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar voru gefnar út nú um miðjan febrúar. Rannsóknin var send á æðstu stjórnendur um 500 fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum, en sambærileg rannsókn var gerð á vegum félagsins árið 2016 og voru niðurstöðurnar nýttar til samanburðar til þess að sjá hvort að það hafi orðið einhver breyting á þessu 5 ára tímabili. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á opnum fundi félagsins í höfuðstöðvum Íslandsbanka á dögunum. Helstu niðurstöður sýndu að í heildina hefur konum í greininni fjölgað í öllum flokkum, en sjávarútvegurinn hefur verið að búa til fleiri störf sem hefur leitt til fjölgunar bæði karla og kvenna. Fjölgun kvenna var helst í flokki framkvæmdastjóra en þar var hlutfallið 16% árið 2016 en er nú komið í 24% og þar virðast þau störf hafa færst til kvenna í auknum mæli, því eins og áður sagði fjölgaði körlum líka í öllum greinum nema í flokki framkvæmdastjóra. Könnunninn leiddi einnig í ljós að vinnustöðum sem hafa enga konu hefur fækkað verulega úr 27% 2016 niður í 12% árið 2021, en vert er að benda á að fjórðungur þessara fyrirtækja hafa færri en 5 starfsmenn. Konum sem sinna tækniog sérfræðistörfum fjölgaði einnig en spurt var hvort að talið væri að sjálfvirknivæðing hefði áhrif á störf kvenna og töldu flestir, eða 86% að það myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu kvenna, en þegar spurt var

12

SJÁVARAFL APRÍL 2022

nánar út í þetta í opnum svörum kom fram að erfið störf í snyrtingu væru horfin og léttara álag á fiskvinnslufólki en á móti aukið álag hjá tæknifólkinu sem eru líka konur. Þegar spurt var um viðhorf til kvenna í greininni komu fram áhugaverð svör. Árið 2016 töldu 75% svarenda þörf á fleiri konum en árið 2021 var hlutfallið komið niður í 40%. Einnig voru karlar frekar á þeirri skoðun að fjölga þurfi konum í greininni. Agnes Guðmundsdóttir, formaður félagsins sagði í erindi sínu á fundinum ,,að þessar niðurstöður væru vert að skoða’’ og velti

Gunnvör – KIS konur í heimsókn á Ísafirði


Svandís Svavarsdóttir matvæla ráðherra

fyrir sér hvað lægi þarna að baki, telja konur að þeirra starf geti verið ógnað af annarri konu eða hvort að sjávarútvegurinn væri enn á þeim stað að það sé bara ein kona í hverri stöðu á hverjum stað, en þetta þyrfti að skoða betur.

rímar afar vel við þær áherslur um að hafa jafnréttismál í forgrunni við ákvarðanatöku og það á ekki bara við jafnréttis málaflokkinn heldur alla málaflokka og þar er sjávarútvegurinn ekki undanskilinn,’’ sagði Svandís.

Einnig benti Agnes á að talsvert vanti upp á jafnréttisáætlanir en 45% fyrirtækja með 25-100 starfsmenn voru ekki með slíkar áætlanir sem eru lögboðnar en þó skal taka fram að því fylgja engin viðurlög ef þessu er ekki framfylgt. ,,Það er okkar allra hagur að nýta kraft og hugmyndir allra í þessu samfélagi og án þeirra er sjávarútvegurinn að fara á mis við þekkingu og stjórnendur þurfa að taka ábyrgð,’’ sagði Agnes og benti á að fyrirtæki ættu að geta fylgt þessu án viðurlaga. ,,Er það ekki að fara gagnast okkar fyrirtækjum, menningu, verðmætasköpun, samkeppnishæfni, sjálfbærni og lengi mætti telja?’’ spyr Agnes.

Að lokum voru fjörugar pallborðsumræður. Þar veltu pallborðs gestir fyrir sér hvernig hægt væri að nálgast þennan vanda. Ásta Dís, dósent við Háskóla Íslands nefndi að víða erlendis tíðkist að fyrirtæki hafi arftakaáætlanir þar sem efnilegir starfsmenn eru þjálfaðir upp í að taka við stjórnendastörfum, og voru fundargestir almennt á þeirri skoðun að það væri heillavænna að fyrirtækin tæki ábyrgð og ynnu að því að jafna hlut kvenna frekar en með lagalegum inngripum.

Fjölgun kvenna í greininni er að eiga sér stað þó hæg sé. Mikilvægt sé að halda áfram að styðja við og efla konur í sjávarútvegi og skapa þannig öflugar fyrirmyndir fyrir konur í greininni. Markmiðið með félagi Kvenna í sjávarútvegi er að einn daginn verði ekki þörf á félaginu, en félagið leggur mikla áherslu á að hvetja konur til þess að sækja fram, vera áberandi og stíga fram með sínar hugmyndir. Með reglulegum viðburðum, fyrirtækja heimsóknum og fræðslum, hittast félagskonur reglulega og efla þannig tengslanetið, auka við þekkingu sína og víkka sjóndeildarhringinn. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flutti opnunarerindi þar sem hún undirstrikaði mikilvægi rannsóknarinnar, ,,þetta er gríðarlega mikilvægt framtak því rannsóknir og þekking styðja við ákvarðanir, og ekki síst ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma og þessi rannsókn

Fleiri tóku til máls á fundinum en Jón Bjarki, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, fór yfir efnahagshorfur og tækifærin í greininni og Árni Oddur, forstjóri Marels, ræddi um mikilvægi fjölbreytileikans í víðu samhengi í verðmætasköpun fyrirtækisins og tækifæri til framtíðar í sölu og vinnslu á íslenskum fiski fyrir stækkandi millistéttar í heiminum. Að lokum kynnti Kjartan Smári nýjan fjárfestingarsjóð Íslandssjóða en honum er meðal annars ætlað að styðja við vöxt í víðu samhengi í sjávarútvegi. Í pallborði voru einnig Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss, Elín Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Marine Collagen, og Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims, sem skiptust á skoðunum undir digri stjórn Eddu Hermansdóttur samskiptastjóra Íslandsbanka. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum og lesa rannsóknina í heild inn á heimasíðu félagsins www.kis.is

Agnes Guðmundsdóttir formaður Félags kvenna í sjávarútvegi SJÁVARAFL APRÍL 2022

13


Fyrsta farþegaskip ársins Upphaflega stóð til að fyrsta farþegaskip ársins kæmi til landsins 16. mars. Um er að ræða farþegaskipið Borealis sem kemur frá Bretlandi. Vegna veðurofsa og brælu sem hefur leikið okkur landann grátt, urðu breytingar á komu skipsins til Reykjavíkur og var því ákveðið að skipið fari fyrst til Akureyrar og sigldi svo til Reykjavíkur föstudaginn 18. mars. Um borð voru um 500 manns og var skipið í þrjá sólarhringa.

Ljósmynd: fengin að láni á vef Faxaflóahafna

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR Aflamark 183.024.129 kg Veiddur afli: 24,0%

KARFI Aflamark 30.451.226 kg Veiddur afli: 27,3%

UFSI Aflamark 77.574.066 kg Veiddur afli: 13,7%

ÝSA Aflamark 35.820.235 kg Veiddur afli: 30,5%

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

14

SJÁVARAFL APRÍL 2022


FROZEN AT SEA Wild Caught North Atlantic Seafood


Alda Áskelsdóttir

Frystihús Vísis er vel útbúið tækjum til að framleiða fjölbreyttar afurðir, bæði ferskar og frystar. Ljósmynd: úr einkasafni.

Þegar á reynir skiptir áræðni, sveigjanleiki og þrautseigja öllu máli 16

SJÁVARAFL APRÍL 2022


Á löngum tíma hafa stjórnendur fyrirtækisins oft staðið frammi fyrir krefjandi áskorunum en segja má að síðustu tvö til þrjú ár hafi þó slegið öll met þar sem hvert áfallið hefur rekið annað. Kórónufaraldurinn tekur í

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Ljósmynd: úr einkasafni.

Undanfarin tvö til þrjú ár hafa reynt mjög á og þá ekki síst á þá sem eru í fyrirtækjarekstri. Áskoranirnar samfara kórónufaraldrinum hafa verið margvíslegar og allir þurft að sýna sveigjanleika og áræðni til að halda í horfinu. Í Grindavík hefur fólk þó enn frekar þurft að tileinka sér æðruleysi þar sem náttúruhamfarir og válynd veður hafa einnig reynt á þolrifin. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, í Grindavík tekur undir þetta og segir að Vísir hf hafi komist sæmilega frá síðustu tveimur árum en árið í ár byrji heldur skrautlega. Síðastliðin tvö ár hafa reynst mörgum þungbær enda hefur kórónuheimsfaraldurinn haft veruleg áhrif á daglegt líf. Allir hafa tekist á við áskoranir og þurft að finna nýjar lausnir. Á sama tíma tókust Grindvíkingar á við óblíð náttúruöflin, jarðskjálfta sem skóku bæinn í tíma og ótíma og að endingu opnaðist jarðskorpan og eldgos hófst í bakgarðinum hjá þeim. Í vetur hafa veðurguðirnir svo leikið landsmenn grátt og þá ekki síst þá sem hafa viðurværi af fiskveiðum og útgerð. Pétur segir að álagið sé vissulega orðið langvarandi en á sínu fólki sé engan bilbug að finna. „Það sem hefur haft hvað mest áhrif á rekstur Vísis er niðurskurður stjórnvalda á veiðiheimildum og nú er stóra spurningin hvaða afleiðingar stríðið í Úkraínu hefur á rekstur fyrirtækja og heimsbyggðina alla.“

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf er rótgróið og framsækið fjölskyldufyrirtæki. Saga þess teygir sig allt aftur til ársins 1930 þó fyrirtækið hafi verið rekið í núverandi mynd í rúma hálfa öld. Á löngum tíma hafa stjórnendur fyrirtækisins oft staðið frammi fyrir krefjandi áskorunum en segja má að síðustu tvö til þrjú ár hafi þó slegið öll met þar sem hvert áfallið hefur rekið annað. „Okkur er þrautseigja í blóð borin og hún hefur vissulega komið sér vel undanfarin ár,“ segir Pétur og bætir við: „Við sluppum vel við kórónufaraldurinn framan af. Með allskyns aðgerðum tókst okkur að halda í horfinu. Við framfylgdum öllum þeim reglum sem stjórnvöld lögðu á landsmenn, auk mjög strangra reglna varðandi skimun sjómanna. Þetta varð til þess að við misstum ekki marga daga frá veiðum og vinnslu árin 2020 - 21. Rekstrarlega má segja að við höfum sloppið fyrir horn og án búsifja.“ Ef litið er yfir undangengin tvö ár má segja að verð fyrir afurðir hafi verið gott. „Við náðum að veiða, vinna og selja án mikilla truflana og birgðastaðan er góð. Þá búum við einnig yfir miklum sveigjanleika sem er einn okkar helsti styrkleiki. Við framleiðum ferskar, frystar og saltaðar afurðir, auk þess sem við höfum yfir að ráða mjög tæknilegum og sveigjanlegum vinnsluhúsum og getum þannig stýrt framleiðslunni í takt við þarfir markaðarins.“ Pétur segir að það sem af sé þessu ári sé annað uppi á teningnum. „Þetta ár byrjar alls ekki vel hjá okkur. Það má segja að veikindi starfsmanna, bæði í landi og á sjó, vegna kórónuveirunnar samsvari því að eitt af skipunum okkar hafi verið í landi í heilan mánuð. Við höfum staðið frammi fyrir því að hráefni hafi skort vegna veikinda sjómanna, auk þess sem bræla hefur einnig sett strik í reikninginn. Afköst í vinnslunni hafa einnig oft og tíðum verið minni en ætla skyldi vegna veikinda. Þetta þýðir svo aftur að rekstrarkostnaðurinn hækkar til muna.“ Þá segir Pétur að ofan á þetta bætist að Vísir hf hafi þurft að fækka um eitt skip þetta árið vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda.

Niðurskurður veiðiheimilda íþyngjandi Í fyrra voru veiðiheimildir á þorski lækkaðar um 13%. Pétur segir að niðurskurðurinn komi illa við fyrirtækið. „Þessi niðurskurður kemur að fullu til framkvæmdar í ár. Svo fremi sem veiðiáætlanir okkar standa, sem ég geri fastlega ráð fyrir, þá vantar 10% upp á veiðiheimildirnar svo að við náum að halda uppi heilsárs vinnslu fyrir þann mannskap sem við erum nú með í vinnu.“ Hann segir að nú sé verið að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara. „Við þurfum að finna út úr því hvernig við mætum þessum niðurskurði samtímis öðrum áskorunum eins og kórónuveirunni, náttúruöflunum og svo þeim afleiðingum sem verða væntanlega vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.“ Eins og áður segir hefur Vísir hf fækkað skipunum um eitt til að mæta niðurskurðinum en Pétur segir að það sé ekki nóg og honum er mikið niðri fyrir þegar hann bætir við: „Við skiljum ekki hvernig einn hópur sjómanna, strandveiðimenn, geti gert kröfu um að vera undanskildir niðurskurðinum og fari jafnvel fram á að þeirra veiðiheimildir verði auknar. Við sem erum í rekstri allt árið höfum þurft að horfa upp á það árum saman að veiðiheimildir þeirra sem stunda sjómennsku hluta úr ári eru hækkaðar á sama tíma og þeirra sem hafa haldið uppi heils árs vinnu eru lækkaðar. Mér finnst forystumenn smábáta sýna öðrum SJÁVARAFL APRÍL 2022

17


Það gefur á bátinn, bæði á sjó og í landi. Kórónufaraldurinn hefur haft sitt að segja og tekið sinn skerf. Ljósmynd: úr einkasafni

„Við skiljum ekki hvernig einn hópur sjómanna, strandveiðimenn, geti gert kröfu um að vera undanskildir niðurskurðinum og fari jafnvel fram á að þeirra veiðiheimildir verði auknar.“ sjómönnum lítilsvirðingu með því að setja sjálfa sig á hærri hest með skírskotun til atvinnusköpunar og gæða. Leyfilegur ráðlagður afli verður bara veiddur einu sinni og ég set fólk sem vinnur við þessa verðmætasköpun árið um kring framar í forgangsröðunina en hina sem vilja komast á sjóinn þegar þeim hentar.“ Pétur segir að mönnum reiknist til að u.þ.b. 50.000 tonn hafi verið tekin úr aflamarkskerfinu og að stærsti hluti þess hafi verið færður yfir í krókaaflamarkskerfið. „Þessar tilfærslur hafa alltaf verið framkvæmdar með smjörklípuaðferðinni og með sömu rökunum sem aldrei hafa haldið vatni. Öll aðlögun að minni afla og nýrri tækni hefur þar af leiðandi verið erfiðari og sársaukafyllri en ella hefði þurft að vera. Við sem erum í útgerð allt árið um kring höfum ekki upp á annað að hlaupa. Þetta er okkar eina vinna. Þeir sem leggja stund á strandveiðar eru hins vegar lungað úr árinu í annarri vinnu. Með fullri virðingu fyrir því ættu menn ekki að krefjast þess að aðrir líði fyrir þeirra aðkomu. Það á jafnt yfir alla að ganga enda gengið út frá því að niðurskurður verði til góðs sé litið til lengri tíma.“ Pétur ítrekar að málflutningur smábátasjómanna sé óskiljanlegur. „Allt tal um að þeirra sjómennska sé mikilvægari en annarra er með ólíkindum.“ Pétur hefur trú á því nú að sjávarútvegsráðherra láti ekki undan kröfum þeirra þó slíkt hafi margsinnis gerst áður. „Ég hef trú á því að nei hjá Svandísi þýði nei og að hún skilji samhengið á milli leyfilegs heildarafla og þeirra sem hafa heils árs vinnu við verðmætasköpunina. Þó að við séum ekki samherjar í pólitík þá hef ég trú á henni og að hún standi við orð sín og láti jafnt yfir alla ganga. Var ekki sagt í kórónufaraldrinum að við værum öll í þessu saman?“ spyr Pétur kíminn og bætir við: „Þetta

18

SJÁVARAFL APRÍL 2022

er það sem pirrar mann mest, mismununin sem þarf ekki að vera til staðar. Hins vegar tekur maður eldgos, veirufaraldra og válynd veður bara á kassann enda ekkert annað að gera í þeirri stöðu.“

Jarðskjálftar og eldgosið í bakgarðinum Þegar Pétur er spurður út í eldgosið, sem Grindvíkingar höfðu svo mánuðum skipti í bakgarðinum og áhrif þess á rekstur Vísis svarar hann kankvís: „Áhrif eldgossins á rekstur fyrirtækisins voru ekki teljandi. Það er ekki laust við að ég sakni þess að sitja með kaffibollann við gluggann til að taka stöðuna á gosinu og dást að því úr fjarlægð.“ Hann segir gosið gott dæmi um þá aðlögunarhæfni sem maðurinn býr yfir. „Við vorum skelfingu lostin þegar það byrjaði að gjósa hér rétt norðan við okkur en svo bara vandist maður því og fór að taka það sem sjálfsagðan hlut að fylgjast með eldgosi út um stofugluggann hjá sér.“ Pétur segir að jarðskjálftarnir sem voru undanfari gossins hafi aftur á móti haft meiri áhrif á fólkið í bænum. „Jarðskjálftarnir stóðu yfir í langan tíma og þeim fylgdi mikil óvissa og það var ónot í fólki.“ Hjá Vísi hf starfa margir starfsmenn af erlendum uppruna sem eru kannski ekki jafn vanir því að jörðin skjálfi undir fótum þeirra og Íslendingar. „Skjálftarnir tóku á alla í Grindavík, burt séð frá uppruna fólks. Þeir starfsmenn sem eru af erlendu bergi brotnir voru kannski ögn meira skelkaðir fyrstu dagana en þeir voru fljótir að aðlagast ástandinu eins og hægt er, rétt eins og innfæddir,“ segir Pétur og bætir við: „Við erum meðvituð um að það er enn landris hér á svæðinu og hugsanlega farin af stað atburðarás sem ekki er lokið. Við treystum því hins vegar að vísindamenn séu reynslunni ríkari og að þau mælitæki og sú þekking

„Það er ekki laust við að ég sakni þess að sitja með kaffibollann við gluggann til að taka stöðuna á gosinu og dást að því úr fjarlægð.“


icelandaircargo.is

Því tíminn flýgur

Þegar ferskleiki skiptir höfuðmáli er helsta fyrirstaðan ekki fjarlægðin heldur tíminn sem líður.


Pétur segir að það vanti 10% upp á veiðiheimildirnar svo að það náist að halda uppi heilsárs vinnslu fyrir þann mannskap nú vinnur hjá fyrirtækinu. Ljósmynd: úr einkasafni.

sem er til staðar geri það að verkum að við fáum nægan tíma til forða okkur þyki ástæða til þess.“

Óblíð veðrátta og flóð Það er óhætt að fullyrða að skammt hafi verið stórra högga á milli hjá Vísismönnum undanfarin ár og forsvarsmenn fyrirtækisins orðnir ýmsu vanir í þeim efnum. Jarðskjálftar, eldgos, kórónufaraldur, niðurskurður og svo var komið að flóði. Hinn 6. janúar létu veðuröflin heldur betur finna fyrir sér og allt fór á flot í höfninni í Grindavík með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn í vinnsluhús Vísis hf. „Það voru einhverjir tugir sentimetra af sjó hér á gólfinu. Við erum enn að vinna úr þessu og meta tjónið en það er ljóst að þetta er tjón upp á nokkra tugi milljóna.“ Pétur segir að í raun hafi farið betur en á horfðist í fyrstu. „Í ljós kom að flest slapp til fyrir utan hluta afurðanna sem voru í húsinu. Það er hins vegar ljóst að það eru ákveðnir hönnunargallar hér í umhverfinu sem verið er að skoða og reyna að finna leiðir til að lagfæra þá.“ Menn hafa einnig nýtt tímann til að gera viðbragðsáætlanir sem fara á eftir þegar samskonar veðuraðstæður blasa við. „Við köllum þetta sandpokaspár en þá þarf að sækja sandpoka og hlaða fyrir hurðirnar. Það höfum við gert fjórum sinum frá flóði en sem betur fer hefur ekki reynt á þá enn.“ Pétur er sammála því að áskoranirnar hafi verið óvenju margar undanfarin misseri. Hann segir að sú þreyta sem sé helst til staðar núna snúi að félagslegu þáttunum. „Það hefur mikil áskorun falist í því að okkur starfsfólkinu hefur verið stíað í sundur þegar við höfum ef til vill mest þurft á því að halda að vera saman. Við höfum unnið

mikið heima vegna sóttvarnareglna og það getur verið snúið að taka erfiðar ákvarðanir og fást við áföll og erfiðleika einn síns liðs. Við erum félagsverur og þurfum á hvert öðru að halda, þannig fáum við stuðning og hvatningu, auk þess sem að bestu hugmyndirnar verða oft til í samtali – og þá er ég ekki að tala um samtal í gegnum tölvur eða síma. Þörfin fyrir samskipti liggur dýpra en maður áttaði sig á. Félagsleg samskipti eru dýrmætari en menn gerðu sér grein fyrir, fyrr en á reyndi.“

Áhrif stríðsreksturs Rússa hefur áhrif á alla Þegar talið berst að stríðinu í Úkraínu verður Pétri tíðrætt um að áhrif þess á heimsbyggðina verði eflaust mjög mikil en hita og þunga afleiðinganna beri úkraínska þjóðin. Þjáningar annarra sé lítil samanborið við þeirra enn sem komið er. „Pútin er búinn að hóta kjarnorkuvopnum. Það er því ómögulegt að spá fyrir um hver örlögin og áhrifin verða á þessari stundu. Ljóst er að almenningur tekur þessum hótunum alvarlega og í Svíþjóð er joð til dæmis uppselt.“ Pétur segir að ef hann líti sér nær eigi Vísir hf hvorki í beinum viðskiptum við Úkraínu né Rússa. „En það er ljóst að olía og aðföng munu hækka sem verður til þess að allur rekstrarkostnaður verður hærri. En það er ekki bara að aðföng muni hækka heldur verður óöryggi varðandi öflunar þeirra og hugsanlega verður skortur á einhverju sem við erum vön að hafa greiðan aðgang að, segir hann alvarlegur í bragði og bætir svo við: „Við getum kortlagt veiru, eldgos og veður en styrjaldarástand getur enginn kortlagt með vissu. Það er ómögulegt að segja til um hverju brjálæðingar úti í heimi taka upp á. Eitt er þó víst að stríðið mun hafa áhrif á alla, hvar sem fólk er statt í heiminum.“

„Við köllum þetta sandpokaspár en þá þarf að sækja sandpoka og hlaða fyrir hurðirnar. Það höfum við gert fjórum sinum frá flóði en sem betur fer hefur ekki reynt á þá enn.“

20

SJÁVARAFL APRÍL 2022



Stefán Þór Eysteinsson verkefnastjóri Matís

Nýting hliðarstrauma í sjávarútvegi – Þörfin fyrir Lífmassaver Matís hefur á síðustu árum eflt starfsemi sína á landsbyggðinni í takt við áherslur eiganda síns. Hluti af þeirri uppbyggingu hefur verið fjárfesting í færanlegum tilraunarbúnaði sem er staðsettur í Neskaupstað. Þessi búnaður hefur gert það mögulegt að framkvæma tilraunir á eins fersku hráefni og völ er á, auk þess sem nú er gerlegt að vinna verðmætari afurðir úr hliðarstraumum matvælaframleiðslu. Með tækjabúnaði lífmassaversins hefur rannsóknargeta á landsbyggðinni verið aukin sem mun styðja við aukna sjálfbærni við matvælaframleiðslu og gera það kleift að fullnýta hliðarstrauma. Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á betri nýtingu á öllum hliðarstraumum sem verða til í matvælaframleiðslu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Þegar rætt er um hliðarstrauma er í raun og veru átt við allt sem fellur til við framleiðslu á matvælum, svo sem hausar og innyfli frá fiskvinnslum. Í sjávarútvegi getur fallið til töluvert magn af hráefni í formi hliðarstrauma. Góður árangur hefur náðst hér á landi við nýtingu

Stefán Þór Eysteinsson, verkefnastjóri Matís

á hliðarstraumum sem myndast við vinnslu t.d. á þorski og hafa orðið til verðmætar afurðir sem seldar eru sem fæðubótarefni, lækningavörur og húðvörur svo dæmi séu tekin. Lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst við vinnslu á þorski er sú fullvinnsla sem hér fer fram, með tilheyrandi myndun á hliðarstraumum og tækifærum því tengdu. Aukin vinnsla á uppsjávartegundum á borð við makríl og síld hér á landi síðustu ár hefur haft í för með sér að mikið magn hliðarstrauma, t.a.m. hausar, beingarðar og afskurðir. Í dag er það svo að allir þessir hliðarstraumar eru nýttir við framleiðslu á fiskmjöli og lýsi. Rannsóknarog þróunarvinna Matís í nánu samstarfi við sjávarútveginn hefur stuðlað að mikilli framþróun í meðhöndlun og kælingu á afla. Þessi framþróun hefur þýtt að fiskur sem berst í fiskvinnslur er af betri gæðum en áður og sem skilar sér einnig í auknum gæðum hliðarstrauma. það gerir það að verkum að mögulegt er að vinna þá áfram í verðmætari afurðir með réttum búnaði og þekkingu.

Hluti af tækjasamstæðu lífmassavers Matís þar sem hægt er að vinna fjölbreyttan lífmassa

22

SJÁVARAFL APRÍL 2022


Diskaskilvinda frá GEA sem notuð er til að aðskilja lýsi frá vökvafasa.

Lífmassaverið Með tilkomu lífmassaversins í Neskaupstað er hægt að þróa nýja vinnsluferla og afurðir úr hliðarstraumum sem myndast við áframvinnslu hefðbundinna afurða. Tækin sem fjárfest hefur verið í gefur möguleika á framleiðslu á t.d. duftuðum afurðum, prótein- og lýsisafurðum en einnig er til staðar sá möguleika að skima fyrir lífvirkum efnum. Þó er þörf fyrir áframhaldandi uppbyggingu á tækjabúnaði svo hægt verði að mæta þörfum fyrirtækja við vöruþróun úr hliðarstraumum. Búnaðurinn nýtist nú þegar í fjölmörgum í nýsköpunar- og þróunarverkefnum og er mikill áhugi á nýtingu hans við vöruþróun. Matís bindur vonir við að lífmassaverið styðji við matvælaframleiðslu á landsbyggðinni í heild sinni og stuðli að aukinni verðmætasköpun.

Fyrirmyndir í Noregi Norðmenn hafa staðið framarlega í uppbyggingu og notkun á lífmassaverum við vinnslu á hráefni úr hafinu og reka í dag að minnsta kosti tvö opin lífmassaver. Lífmassaverið Mobile Sealab, sem er í eigu SINTEF, hefur þann kost að vera í 40 feta gámi og er því færanlegt. Óhætt er að segja að lífmassaverið hafi reynst ómetanlegt þegar það kemur að því skala upp framleiðslu á afurðum úr ferskum hliðarstraumum. Framleiðendur hafa notað Mobile Sealab við að meta fýsileka þess að framleiða afurðir úr hliðarstraumum áður en farið er í kostnaðarsamar fjárfestingar. Auk Mobile Sealab hefur Nofima rekið opið lífmassaver sem staðsett er í Tromso og ber nafnið BioTep. Aðstaðan sem er til staðar hjá BioTep er

til fyrirmyndar á öllum sviðum og er sennilega um að ræða fullkomnasta lífmassaver í heimi sem framleiðir afurðir úr sjávarafurðum. Fjölmörg matvælafyrirtæki hafa nýtt sér aðstöðuna sem er í boði hjá BioTep til þess að þróa nýjar framleiðsluaðferðir og má þar nefna stór matvælafyrirtæki á borð við Aker Biomarine, Zooca (áður Calanus AS) og Marealis sem hafa núna byggt sínar eigin verksmiðjur út frá reynslu sinni í BioTep. Þrátt fyrir að mikill munur sé á þeim tækjabúnaði sem er til staðar í lífmassaverunum tveimur eiga þau það sameiginlegt að leigu á vinnslunum er haldið í lágmarki svo það sé tryggt að sem flestir matvælaframleiðendur geti nýtt sér aðstöðuna. Ljóst er að slík lífmassaver eru ekki rekin með hagnað að leiðarljósi. Þess í stað eru þau ætluð til stuðnings matvælaframleiðslu og skilar fjárfestingin sér á aðra vegu, t.a.m. með nýjum afurðum, fleiri störfum, aukinni sjálfbærni og nýjum verksmiðjum.

Ný hráefni Með nýju lífmassaveri Matís verður hægt að auka fæðuframboð úr nýjum hráefnum úr hafinu. Á Íslandi hefur þang að miklu leyti verið vannýttur lífmassi sem nota má á sjálfbæran hátt til ýmiss konar verðmætasköpunar. Önnur hráefni sem vonir eru bundnar við þegar það kemur að matvælaframleiðslu eru t.d. svifdýr, á borð við rauðátu og ljósátu en einnig hefur mikið verið horft til annarra miðsjávartegunda á borð við gulldeplu. Það er alveg ljóst að þegar það kemur að mögulegri nýtingu á áðurnefndum tegundum í verðmætar afurðir eða til matvælaframleiðslu getur lífmassaver Matís og sú reynsla og þekking sem starfsfólk býr yfir leikið mikilvægt hlutverk í þeirri vegferð.

Makríll SJÁVARAFL APRÍL 2022

23


Bleikja í appelsínu og chili með tómat pasta Uppskrift fyrir fjóra Að þessu sinni gefur Hafið fiskverslun okkur eðal uppskrift. Fyrirtækið er á tveimur stöðum, önnur er í Hlíðasmára 8 í Kópavogi en hin í Spönginni 13 í Grafarvogi. Hafið er sérverslun með hágæða fiskafurðir fyrir kröfuharða neytendur. Heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnsla og skrifstofur eru staðsettar á bryggjunni að Fornubúðum 1 í Hafnarfirði. Hafið fiskverslun er leiðandi á innanlandsmarkaði í sölu á ferskum fiski hvort sem er til neytenda, mötuneyta, grunnskóla eða annarra fiskverslana.

Uppskriftir og eldunaraðferðir má finna á heimasíðu Hafsins hafid.is Innihald:

Bleikja

600 g Bleikja í appelsínu og chili frá Hafinu 15 ml Olía

Aðferð Hitið olíu á pönnu og leggið fiskinn á pönnuna, ef fiskurinn er með roði þá fer það fyrst niður. Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.

Sósa: 200 ml hakkaðir tómatar 30 g tómat púrra 100 ml vatn 1 stk. grænmetis teningur 10 gr. fínt skorið basil 2 stk. hvítlauks geirar 1 tsk. chiliflögur 100 g grænn aspas 10 stk. kirsuberjatómatar 50 g Parmesan ostur

Aðferð Setjið vatnið, hakkaða tómata, tómat purée, grænmetis tening, basil, hvítlaukinn og chiliflögur í pottinn. Suðan fenginn upp og látið malla í 5 mín. 500 g spaghetti Fylgið leiðbeiningum á pakka. Aspasinn er létt steiktur á pönnu upp úr smjöri. kirsuberjatómatar skornir í helming. Allt blandast saman og rífið Parmesan ost yfir.

Sjávarafl óskar lesendum sínum gleðilegra páska

24

SJÁVARAFL APRÍL 2022


Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað árið 2013 af hópi kvenna sem fann þörf árið á Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað Félag kvenna í sjávarútvegi varfyrir stofnað Félag áriðkvenna í sjávarútveg aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna í af hópi kvenna sem fann fyrir þörf 2013 af hópi kvenna sem fann fyrir þörf á 2013 2013 á af hópi kvenna sem f greininni. Markmið félagsins að gera konur aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna aukinni í tengingu, samstarfi og eflingu aukinni kvenna tengingu, í samstarf sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan greininni. Markmið félagsins að gera konur greininni. Markmið félagsins að gera greininni. konur Markmið félagsin hans og að fá fleiri til liðs við okkur í sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins sýnilegri sýnilegri bæði innankonur sjávarútvegsins og utan og utan bæði innan sjáva sjávarútveginum. hans og að fá fleiri konur til liðs við okkur í hans og að fá fleiri konur til liðs við okkur hans og í að fá fleiri konur t

sjávarútveginum. sjávarútveginum. sjávarútveginum. Starfsár okkar er frá september til maí. Á árinu eru haldnar skipulagðar heimsóknir til Á árinu Starfsár okkar er frá september til maí. Starfsár okkar er frá september til maí. Starfsár Á árinu okkar er frá septe fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem markmiðið er haldnar skipulagðar heimsóknir til eru haldnar skipulagðar heimsóknir til eru eru haldnar skipulagðar he að kynnastí sjávarútvegi öðrum konumþar í greininni, læra og fyrirtækja sem markmiðið fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem markmiðið fyrirtækja er er í sjávarútvegi þa auka skilning okkar á sjávarútveginum og að kynnast öðrum konum í greininni, læra og að kynnast öðrum konum í greininni, læra að kynnast og öðrum konum í fjölbreytni fyrirtækja og stofnana innan hans. auka skilning okkar á sjávarútveginum og auka skilning okkar á sjávarútveginum auka og skilning okkar á sjáva Einnig stöndum við fyrir ýmsum fræðslum og fjölbreytni fyrirtækja og stofnana innan hans. fjölbreytni fyrirtækja og stofnana innan fjölbreytni hans. fyrirtækja og st viðburðum til að efla félagskonur. Einnig stöndum við fyrir ýmsum fræðslum og Einnig stöndum við fyrir ýmsum fræðslum Einnigog stöndum við fyrir ým viðburðum til að efla félagskonur. viðburðum til að efla félagskonur. viðburðum til að efla félag Við ljúkum starfsári okkar með árlegri vorferð sem er hápunktur árlegra viðburða. Við ljúkum starfsári okkar með árlegri vorferð Við ljúkum starfsári okkar með árlegriVið vorferð ljúkum starfsári okkar sem er hápunktur árlegra viðburða. sem er hápunktur árlegra viðburða. sem er hápunktur árlegra Viðburðadagatal félagsins vorið 2022

Viðburðadagatal félagsins vorið 2022

Myndir frá viðburðum félagsins

Myndir frá viðburðum félagsins

Myndir frá viðburðum félagsins

www.kis.is | kis@kis.is

Myndir frá viðburðum félagsins

Vi


Tæknin ýtir heiminum í átt að sjálfbærni

Sameining býður upp á mörg tækifæri

Valka Cutter.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Samruni tæknifyrirtækjanna Marel og Völku býður upp á fjölmörg tækifæri til þróunar og sóknar á nýja markaði. Vatnsskurðarvélarnar minnka launakostnað og bæta nýtingu hráefnis. Úr nógu að velja Tæknifyrirtækin Marel og Valka runnu saman nú í upphafi árs en tilkynnt var um kaup Marel á Völku í júlí í fyrra. Þrátt fyrir að bæði fyrirtækin hafi starfað á svipuðum markaði voru þau ólík að mörgu leyti, sérstaklega vegna stærðar. Starfsmannafjöldi Völku var í kringum hundrað manns meðan 7000 manns störfuðu hjá Marel. Bjarni Valgeirsson, svæðissölustjóri Völku, og Halldór Þorkelsson, vörustjóri Marel, sögðu í viðtali við Sjávarafl að sameiningin byði upp á fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Þarna kæmi til Marel

26

SJÁVARAFL APRÍL 2022

mikil reynsla og tækniþekking þar sem Valka hefði t.d unnið mikið með myndgreiningu og á annan hátt en Marel. Marel fengi því þarna tækifæri til ýta fiskiðnaði heimsins enn hraðar í átt að meiri sjálfvirkni og sjálfbærni. Með sameiningunni væri fyrirtækið komið með mesta vöruúrval í vatnsskurðartækni í heimi þegar það kemur að matvælum, og þá sérstaklega í fiskiðnaði. ,,Þessi tæki sem Valka og Marel hafa verið að bjóða upp á hafa unnið hugi og hjörtu allra sem kynnast þeim og það verður áhugavert að sjá hvernig við spinnum þessar vörulínur saman í eina.” Þetta væri nokkuð sem fyrirtækið myndi nú skoða vandlega því sumir hlutir hentuðu betur með tækjum Völku meðan aðrir pössuðu betur við vörulínu Marel. Fyrirtækin hafi sérhæft sig í sitthvora áttina og því sé úr nógu að velja núna.

„Með sameiningu gefast einstök tækifæri til að samþætta bæði tækni og tæki Völku og Marel“


Bjarni Valgeirsson, svæðissölustjóri Völku

Halldór Þorkelsson, vörustjóri Marel.

eru komin með vatnsskurðartæki. Íslandsmarkaður sé dyggur markaður sem endurnýjar og fjárfestir. Töluvert af tækjum er sömuleiðis komið til Norður-Ameríku, bæði til Bandaríkjanna og Kanada, og Bretland sé að taka við sér. ,,Við höfum verið að færa okkur nær miðbaug og Frakkland er að þróast frekar hratt. Í raun hefur covid hjálpað okkur heilmikið því viðskiptavinir okkar hafa áttað sig á því að notkun okkar tækja minnka þörf fyrir starfsfólk og lækkar launakostnað. Þetta minnkar líka áhættu í rekstri og það er mjög verðmætt. Staðreyndin er sú að í Evrópu og NorðurAmeríku eru það helst þessi störf sem fólk vill síst vinna; viðskiptavinir okkar eiga oft erfitt með að manna vinnslurnar sínar. Þeir glíma við mikla starfsmannaveltu sem kemur stundum niður á gæðum því það þarf bæði getu og kunnáttu til að vinna fiskinn rétt. Í Bandaríkjunum eiga menn t.d hráefni og tæki en það vantar fólk. Þarna koma vélarnar okkar sterkt inn.”

Í raun hefur covid hjálpað okkur heilmikið því viðskiptavinir okkar hafa áttað sig á því að notkun okkar tækja minnka þörf fyrir starfsfólk og lækkar launakostnað. Tæknin aðlöguð að nýjum tegundum

Samþætting á teikniborðinu Þeir Bjarni og Halldór segja að nú sé unnið að því að átta sig á hvernig markaðsaðstæður séu og hvert fyrirtækið vilji stefna. Myndin sé skýrust í laxinum þar sem Marel hefur náð góðum árangri í að skera beingarð úr laxi sem ekki er farinn í stirðnun. Valka er hins vegar með mjög góða eftirvinnslu og snyrtingu á laxaflökum, eftir stirðnun. Báðar vélarnar eru núna keyrðar á hvítfiskmarkaðar (svo sem þorsk og ýsu) en hann er að verða mettur. Notkunarsvið vélanna sé hins vegar vítt og hægt er að nýta tækin fyrir ýmsar tegundir án mikilla breytinga. ,,Með sameiningu gefast einstök tækifæri til að samþætta bæði tækni og tæki fyrirtækjanna og það er safaríkt fyrir hönnunaraðila að skoða þetta núna; hvernig gerðu hinir aðilarnir þetta? Það er því ekki ólíklegt að það verði kynslóðastökk í tækninni.”

Lækkar launakostnað Það er sama hvert litið er í Noregi, á Íslandi eða í Færeyjum, það eru alltaf vörulínur frá annað hvort Völku eða Marel sem maður sér í fiskvinnslum, svo miklar hafa vinsældirnar verið. Í raun eru það örfá vinnsluhús sem ekki

Bjarni og Halldór segja að aukinn fókus sé á fiskeldi sem vaxi nú í miklu magni. Skoðað verði hvaða tegundir er að verið að rækta og hvernig þær eru unnar, hvaða aðlögun verði að gera á núverandi línum og hversu hratt. Fyrirtækið er þegar byrjað á Bandaríkjamarkaði og etur þar kappi við samkeppnisaðila sem það hefur ekki keppt við áður. Í Bandaríkjunum er mikið horft til fengrana (catfish) og leirgeddu og þetta krefjist ákveðinnar aðlögunar á tækninni. Bandaríkjamenn vilji helst kaupa bandarískar vörur en yfirburðir tækjanna frá Marel séu einfaldlega slíkir að fiskframleiðendur séu mjög áhugasamir um samstarf og Valka hafi verið í samstarf við einn meðan Marel var við í samstarfi við annan. Fisktegundir geta verið æði ólíkar að stærð og gerð og margar tegundir takmarkast við ákveðin svæði í heiminum og eru því nýjar fyrir Marel. ,,Nýja Sjáland er að innleiða tæki frá okkur og þar eru vinnslur í allt öðru en hér. Þeir vinna kannski 10-20 mismunandi tegundir á dag og allar þeirra eru öðruvísi en þær sem við þekkjum. Þetta er flott tækifæri fyrir okkar því vörulínurnar okkar eru mjög sveigjanlegar. Tæknin byggir á hugbúnaði sem les myndir og tekur ákvarðanir út frá þeim. Við erum ekki föst í harðmekanískum forsendum.” Hér má geta þess að verkefnið í Nýja Sjálandi hefur staðið yfir í tvö ár og því unnið í covid. Þar hafa verið lokaðar dyr vegna þess og öll samskipti farið fram gegnum netspjall og fjarfundi. Þrátt fyrir það hefur allt gengið eins og smurt og þarna var því dreginn mikilvægur lærdómur: Það þarf ekki alltaf að senda manneskju á staðinn! SJÁVARAFL APRÍL 2022

27


FleXicut

Vatnsskurður er framtíðin Annar spennandi markaður fyrir Marel er Brasilía sem farin er að framleiða mikið af tilapíu þótt sá markaður sé ekki tilbúinn fyrir vatnsskurðarvélar. Markaðurinn sé nýr og fyrstu vélar nýs markaðar eru ekki vatnsskurðarvélar, segja þeir félagar Halldór og Bjarni. Þegar þroskinn sé kominn verði þetta hins vegar mjög stór markaður. Það taki t.d tíma að þróa markaði þannig að hnakkastykki verði eftirsóknarverðari en sporður, líkt og gert hefur verið á Íslandi. ,,FleXicut er hins vegar einstök vél sem gerði Íslendingum kleift að vera mjög sveigjanlegir í sinni framleiðslu og það sama gildir um Valka Cutter. Þessar vélar hafa fært okkur betri nýtingu, enda erum við í fararbroddi hvað hana varðar núna. Í dag sjá margir vatnsskurð sem framtíð sinnar framleiðslu því hann er svo nákvæmur og tæknin svo sveigjanleg.” Marel hyggst ekki láta sér nægja að framleiða vatnsskurðarvélar fyrir fisk heldur er líka horft á kjötmarkaðinn. Tæknina sé auðveldlega hægt að aðlaga. ,,Um þessar mundir erum við að byrja samvinnu við nýja aðila og það opnar fyrir samvinnu við enn aðra. Þarna erum við að sækja á ný mið enda eru margir fiskar í sjónum!”

græn. Vatnsspíssarnir í vélunum eru 0,17mm í þvermál og þetta er í raun vatnshnífur sem kveikt og slökkt er á. Skurðurinn sé því hárnákvæmur og tryggir hámarksnýtingu á hráefninu. Nýting til manneldis þurfi líka að vera góð í þeim krefjandi aðstæðum sem við búum við.

Skýjalausnir breyta miklu Eitt af því sem gerir Flexicut svo einstaka er að línan er tengd við skýjalausn. Markmið tengingarinnar er að safna gögnum um heilsu tækisins; hvað hitastigið sé, hvað tækið sé að skera á hvaða tímapunkti o.fl ,,Tilgangurinn með söfnun þessara upplýsinga er að finna leiðir til að auka verðmæti afurða og þróa viðhaldslausnir sem byggja á gögnum frá tækinu. Það er nauðsynlegt að vita hvað hefur áhrif á viðhald svo hægt sé að minnka það.” Skýjalausnin gerir það líka að verkum að það er hægt að fylgjast nákvæmlega með tækinu, hvar sem er. ,,Viðskipta vinur skráir sig inn og sér þá allar vélar sem tengdar eru við hans kerfið og hvað Flexicut er að gera þá stundina. Þetta er ómetanlegt fyrir viðskiptavini á stórum svæðum sem eiga erfitt með að hafa auga með öllu en eru kannski að selja afurðir sínar um allan heim. Það er líka gott að geta farið í helgarferð en fylgst samt með græjunni á sama tíma og geta brugðist strax við ef það þarf að sinna henni. Svona tæki eru líka oft dýrustu tækin á svæðinu og því best ef þau eru alltaf í toppstandi.

Í dag sjá margir vatnsskurð sem framtíð sinnar framleiðslu því hann er svo nákvæmur og tæknin svo sveigjanleg.”

Græn framleiðsla Í máli Bjarna og Halldórs kemur fram að það að umbreyta skurðarvélum hratt og örugglega þannig að þær ráði við fjölbreytt verkefni hafi mikil áhrif á framtíð allrar matvælaframleiðslu. Hámarksnýting hráefnis sé lykilatriði og því mikilvægt að skera sem allra minnst. Meiri sóun verði t.d þegar skorið sé eftir fastri þyngd. Það sé flókið að þjálfa starfsfólk í að hluta niður flak í ólíka bita sem geta svo verið mismunandi eftir því hvaða tegund er verið að vinna.” Ekki síst þegar mikil velta er á starfsfólki. Ef þetta er hins vegar ekki flóknara en svo að það sé nóg að láta vélina vita að ný tegund sé komin á færibandið þá breyti það ansi miklu. Marel og Valka séu búin að leysa þetta erfiða verkefni. Fyrir utan aðlögunahæfni tækjanna sé vatnsskurðartæknin líka umhverfisvæn leið til þess að skera hráefnið. Hún noti lítið vatn, c.a eina teskeið fyrir hvert flak, og framleiðslan sé því

28

SJÁVARAFL APRÍL 2022

Ísland er góður þróunarmarkaður Velgengni Marel og Völku á þessu sviði þakka þeir því hvað Ísland sé góður þróunarmarkaður. ,,Á Íslandi er ekkert mál að koma í heimsókn og sjá hvað fólk er að gera. Við erum með mikið samkeppnisforskot hvað þetta varðar. Iðnaðurinn hér heima er einstakur og samstíga. Þetta er svo mikils virði að við byrjuðum að fara með erlenda aðila inn í vinnslur hér og þeir sjá mikla kosti við þetta líka. Við höfum því verið að reyna að ala þetta upp hjá öðrum þjóðum og Norðmenn eru að komast þangað núna, enda er þetta öllum til framdráttar. Við höfum öll hag af svona samvinnu þegar verkefnið er stórt; að fæða heiminn.”


www.hd.is

Okkar markmið er að koma í veg fyrir óþarfa stopp HD hefur ávallt haft sterka tengingu við íslenskan sjávarútveg. Endurnýjun og tæknivæðing fiskiskipaflotans undanfarin ár kallar á fjölbreyttari viðhaldsþjónustu en áður. Þjónustu í landlegu þarf að undirbúa vel og nú sem fyrr hefur HD bæði varahluti og starfsfólk til reiðu svo stutt stopp nýtist sem best.


Veitti góða innsýn í rekstur og markaðsmál Arna Lísa Traustadóttir var á sínum tíma í grunnnámi í myndlist í Reykjavík og fór síðan í kjölfarið út fyrir landsteinana til náms í fatahönnun. Eftir að heim var komið vann hún ýmis störf í fatageiranum en fór í Sjávarakademíuna fyrri hluta árs 2021 og segist hafa fengið þar áhugaverða sýn á hvernig staðið skuli að rekstri og markaðssetningu vöru. Námið hafi verið í senn gagnlegt og fræðandi. Arna Lísa fer ekki dult með að hún sé umhverfisverndarsinni og í fatahönnun sinni horfi hún mjög til umhverfisins, að endurnýta hluti og nýta afganga. Hún tók grunnám sitt við sjónlistadeild Myndalistaskólans í Reykjavík og fór síðan til New York og var þar í tveggja ára námi í fatahönnun. Í því segist hún hafa velt fyrir sér hvernig hún gæti nýtt íslenskt hráefni í fatahönnun. Minnug þess að Arna hafði oft verið vestur á fjörðum, þar sem hún á að hluta sínar rætur, og séð netahrúgur víða við sjávarsíðuna, fór hún að velta fyrir sér hvernig hægt væri að nýta þessi gömlu net og reyndar einnig afskurð í netagerðum víða um land í textílhönnun og -framleiðslu. Skemmtileg tenging fatahönnunar og sjávarbyggðanna. Að námi loknu í New York kom Arna heim og vann ýmis störf í fatageiranum. Áhuginn beindist í auknum mæli að endurvinnslu og

umhverfisvernd, m.a. eftir kynni af Bláa hernum og áherslu hans á hreinsun strandlengju landsins. Í ársbyrjun 2021 segist Arna hafa séð auglýsingu frá Sjávarakademíunni um frumkvöðlanám sem hafi vakið áhuga hennar, því í lista- og hönnunarnámi sínu hafi hana skort þekkingu á rekstri og markaðsmálum. „Ég fann strax að frumkvöðlanámið í Sjávarakademíunni jók skilning minn á mikilvægi sjávarútvegsins og sjávarnytja fyrir íslenskt hagkerfi. Til þess að komast af urðu forfeður okkar og -mæður að hafa endurvinnslu og sjálfbærni að leiðarljósi í sínu daglega lífi. Sú hugmynd sem ég vann með í náminu í Sjávarakademíunni hefur beina skírskotun í handverk fólks á Íslandi fyrr á öldum,“ segir Arna Lísa en hún hefur á árinu 2021 haldið áfram að vinna að sinni hönnun á vinnustofu á Eiðistorgi og nýtt þá þekkingu sem hún aflaði sér í náminu í Sjávarakademíunni. „Í náminu var fólk með ólíkar hugmyndir og það var lærdómsríkt fyrir okkur öll að sjá mismunandi nálgun og áherslur. Við vorum með mjög góða leiðbeinendur og fyrirlestrarnir voru ólíkir og fjölbreyttir. Við sóttum fyrirlestra og höfðum aðstöðu í Sjávarklasanum út á Granda og einnig fengum við tækifæri til að kynnast fjarnámsforminu með fyrirlestrum á Zoom,“ segir Arna Lísa Traustadóttir.

Úr flugstjórnarklefanum í Sjávarakademíuna „Ég starfaði sem flugmaður hjá Wow Air og var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar flugfélagið hætti starfsemi snemma árs 2019. Í kjölfarið fékk ég starf á skrifstofu Air Atlanta og til stóð að ég færi að fljúga hjá því félagi en af því varð ekki og covid heimsfaraldurinn gerði það að verkum að ég missti vinnuna. Til þess að hafa eitthvað fyrir stafni fór ég að leita fyrir mér á netinu og rakst þá á kynningu á Sjávarakademíunni, samstarfsverkefni Fisktækniskólans og Íslenska sjávarklasans. Mér fannst það áhugavert, sótti um og var í náminu frá september til desember 2020,“ segir Laufey Mjöll.

Elín Bragadóttir

Skemmtilegt og fróðlegt nám

Laufey Mjöll Helgadóttir var flugmaður í millilandaflugi. Þeim kafla lauk nokkuð skyndilega og áður en Laufey vissi af var hún sest á skólabekk í Sjávarakademíunni út á Grandagarði og var farin að fást við gjörólíka hluti. Í Sjávarakademíunni fór hún að vinna með hugmynd að appi sem tekur til bókunar á flutningum með sjávarafurðir í flugfragt.

30

SJÁVARAFL APRÍL 2022

„Í boði var að taka námið á netinu en þar sem ég bjó á Seltjarnarnesi og kennslan fór fram út á Grandagarði í húsnæði Íslenska sjávarklasans hentaði mér vel að sækja fyrirlestrana þar, nema þegar þurfti að kenna á netinu vegna covid takmarkana. Ég hafði engar mótaðar hugmyndir um hvað fælist í náminu en vissi að þetta væri frumkvöðlanám og það sem ekki síst fangaði athyglina var að það bauð upp á fjölbreytta og hagnýta áfanga. Námið var mjög skemmtilegt og fróðlegt og það sem stendur upp úr er að hafa fengið tækifæri til þess að vinna í frumkvöðlaumhverfi og að fá að kynnast fólki sem hafði reynslu af því að stofna fyrirtæki og vissi


hvað þurfti til að gera það. Einnig var farið vel yfir hinar ýmsu hliðar sjávarútvegsins, sem veitti góða innsýn í greinina. Þessi reynsla kemur sér líka vel þar sem að ég hef nýlega hafið störf sem verkefnastjóri hjá Konum í sjávarútvegi en markmið félagsins að gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan hans og fá fleiri konur til liðs við greinina.“

Full þörf á bókunarkerfi fyrir fisk í flugfragt Laufey Mjöll segir að í Sjávarakademíunni hafi kviknað hugmynd sem hún hafi þokað áfram. „Það má segja að hugmyndina hafi ég gripið úr fluginu en hún fólst í því að setja upp einfalt bókunarkerfi fyrir fiskflutninga í flugfragt. Ég hafði flogið farþegavélum sem einnig fluttu fragt yfir hafið, þar á meðal fisk. Slíkt bókunarkerfi hefur ekki verið til og eftir að hafa skoðað þetta fannst mér vera full þörf á að setja upp app í símanum sem framleiðendur gætu nýtt sér til að bóka flutning á fiskinum, án milliliða,“ sagði Laufey Mjöll og bætti við að hún hafi fengið tækifæri til þess að heyra í fólki í flutningadeild Icelandair,

tölvunarfræðingum, fulltrúum fisksölufyrirtækja og fleiri. „Allt víkkaði þetta sjóndeildarhringinn og ég fékk tækifæri til þess að fara inn á nýja braut sem ég hafði ekki áður kynnst.“

Enn með appið í maganum Grunnhugmyndin að þessu appi varð sem sagt til í Sjávarakademíunni en hún hefur ekki náð lengra í bili, sem kemur til af því að síðustu mánuði hefur Laufey Mjöll fyrst og fremst einbeitt sér að móðurhlutverkinu, hún eignaðist son í maí 2021. Hún segir vel koma til greina að halda áfram að þróa appið, tíminn muni leiða það í ljós. „Ég er enn með þessa hugmynd í maganum og það er aldrei að vita nema að ég haldi áfram með hana. Ég fann fyrir miklum áhuga hjá þeim sem eru að selja fiskinn og ég þekki líka að hluta þá hlið sem snýr að fluginu. Ég tel að slíku kerfi þurfi að koma á í framtíðinni, en vissulega geri ég mér grein fyrir því að það getur verið svolítið flókið. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Laufey Mjöll Helgadóttir.

Öðlaðist nýja sýn og hugsun í Sjávarakademíunni Sjávarakademían breytti öllu fyrir Arnar Hjaltested. Upplifun hans af náminu gerði það að verkum að hann tók u-beygju í lífinu, innritaði sig í fiskeldisnám í Fisktækniskólanum, fór í kjölfarið að starfa í fiskeldi á Þingeyri og hefur sett sér skýr markmið um að ná langt í fiskeldinu, enda liggi mikil tækifæri í atvinnugreininni.

Arnar Hjaltested er með smíðagenin í blóðinu. Faðir hans og afi hafa verið í smíðum og hann byrjaði snemma að smíða með pabba sínum. Það var því nokkurn veginn sjálfgefið að hann færi í húsasmíði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. En Arnar var efins, innst inni fann hann að þetta var ekki sú hilla sem hann var að leita að.

Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Sjómennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is

SJÁVARAFL APRÍL 2022

31


Aukið sjálfstraust „Það var síðan einn góðan veðurdag að ég sá auglýsingu frá Sjávarakademíunni og við mér blasti námsheitið „frumkvöðlafræði“. Bara þetta orð kveikti í mér eins og skot, þetta var það sem mig langaði til þess að kynna mér því ég hef í gegnum tíðina fengið endalausar hugmyndir en aldrei vitað hvernig ég ætti að koma þeim áfram. Lýsingin á náminu í Sjávarakademíunni gerði það að verkum að ég hugsaði með mér að þetta væri nákvæmlega það sem ég væri að leita að; hvernig ætti að vinna með hugmyndir og í hvaða skrefum. Ég skráði mig því í námið og strax og ég kom inn fyrir þröskuld Sjávarakademíunnar út á Granda í fyrstu kennslustundina í september 2020 fann ég að þetta væri rétti staðurinn og ákvað strax að í þetta ætlaði ég að hella mér hundrað og fimmtíu prósent. Allt í einu var ég farinn að læra um viðskipti, hvernig maður ætti að bera sig að við að stofna fyrirtæki, setja upp viðskiptaáætlun, greina markhópinn, fullnýta vöruna og hvernig ætti að standa að fjármögnun. Þetta var allt nýtt fyrir mér en gríðarlega spennandi og ég fann að sjálfstraustið óx og ég þroskaðist um tíu ár á nokkrum vikum. Það var eins og skyndilega væru virkjaðar ýmsar heilasellur sem ég vissi hreinlega ekki að ég hefði. Sjávarakademían dró fram rétta hugarfarið og hjálpaði mér að marka stefnu sem mig hafði alltaf dreymt um,“ segir Arnar.

Í fiskeldisnám og vinnu hjá Arctic Fish á Þingeyri Námið í Sjávarakademíunni leiddi hann síðan áfram á nýjar brautir. Nemendur fengu kynningar á fiskeldisnámi í Fisktækniskólanum og það kveikti áhuga Arnars. Hann segist aldrei hafa leitt hugann að fiskeldi og ekki vitað nokkurn skapaðan hlut um það en þarna var eitthvað

sem honum fannst áhugavert að kynna sér betur. Náminu í frumkvöðlafræðinni í Sjávarakademíunni lauk í desember 2020 og í janúar 2021 var Arnar kominn á fullt í fiskeldisnám í Fisktækniskólanum. Honum var fljótlega ljóst að fiskeldi væri áhugaverð atvinnugrein. Sjálfstraustið úr náminu í Sjávarakademíunni nýtti hann sér til þess að hringja í fiskeldisfyrirtæki og spyrjast fyrir um hvort hann gæti fengið vinnu í greininni. Það bar árangur og um mánaðamótin mars-apríl 2021 lá leiðin vestur á Þingeyri, á stað sem hann segist vart hafa vitað að væri til á landakortinu, og hóf að starfa hjá fyrirtækinu Arctic Fish. Þar hefur hann síðan unnið og stundar áfram fiskeldisnám í fjarnámi í Fisktækniskólanum. „Það sem liggur fyrir núna er að vinna áfram í fiskeldinu og jafnframt ætla ég að ljúka grunnnáminu í fiskeldi í Fisktækniskólanum. Síðan horfi ég til þess að fara í diplómanám í fiskeldi við Háskólann á Hólum og í framhaldinu gæti ég hugsað mér að fara erlendis, t.d. til Noregs, og sérhæfa mig í einhverjum ákveðnum hluta fiskeldisins – fóðruninni, líffræði fisksins og velferð hans eða vatnafræði. Þó ég hafi séð mikið og lært margt á stuttum tíma er enn þá fjölmargt ólært. Til dæmi á ég eftir að kynna mér betur t.d. seiðaeldisstöð fyrirtækisins á Tálknafirði sem nýlega var byrjað að stækka svo laxinn geti orðinn stærri og sterkari þegar honum er sleppt í sjókvíarnar. Háskólanám hafði aldrei hvarflað að mér en núna er það á kortinu og ég sigli fulla ferð í átt að því. Ég kann vel við mig hérna fyrir vestan, allir eru svo jákvæðir og ég gæti ekki hugsað mér betri stað að búa á og betra samstarfsfólk í vinnunni, það eru allir boðnir og búnir að leiðbeina til þess að maður geti orðið betri í fiskeldinu. Námið í Sjávarakademíunni opnaði fyrir mér nýja sýn og hugsun og leysti úr læðingi orku sem ég ákvað að virkja í námi og starfi í fiskeldi,“ segir Arnar Hjaltested.

Opnaði augu mín fyrir að ótal tækifærum

Bjarni Geir Lúðvíksson hefur verið með eigin atvinnurekstur frá átján ára aldri og nú kemur hann að rekstri þriggja fyrirtækja. Hann segist hafa farið í frumkvöðlanámið í Sjávarakademíunni haustið 2020 til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta við þekkingarbankann til þess að nýta í fyrirtækjarekstrinum. „Fyrst þegar ég kynnti mér námið í Sjávarakademínni fannst mér að það væri bara um sjávarútveg og því ekkert fyrir mig en við nánari skoðun komst ég að hinu gagnstæða, enda hef ég lengi verið í atvinnurekstri sem tengist sjónum. Ég kom að rekstri fiskbúðarinnar

32

SJÁVARAFL APRÍL 2022

Beint úr sjó í Reykjanesbæ í u.þ.b. fjögur ár frá 2015 og núna rek ég ásamt öðrum fyrirtækið Reykjavík Asian sem framleiðir sushi og tilbúna rétti með asísku ívafi. Þessar vörur eru seldar um allt land. Einnig erum við með veisluþjónustu. Það má því óhikað segja að ég hafi lengi verið í þessu svokallaða Bláa hagkerfi,“ segir Bjarni Geir og tekur fram að námið í Sjávarakademíunni hafi tvímælalaust nýst sér mjög vel í sínum atvinnurekstri. „Margt í náminu nýtist mér dags daglega, t.d. það sem lýtur að bókhaldi, markaðssetningu og gæðastjórnun, en ekki síður opnaði námið augu mín fyrir ótal tækifærum í Bláa hagkerfinu, bæði hér á landi og erlendis. Í náminu kom upp hugmynd sem ég hef verið að þróa áfram og gengur út á að vinna prótein, kalk og olíur úr laxi. Þetta er vel þekkt erlendis, til dæmis í Noregi, þar sem löng hefð er fyrir miklu laxeldi. Hér á landi liggja ónýtt tækifæri í þessu, enda mun laxeldið, samkvæmt öllum fyrirliggjandi áætlunum, stóraukast í framtíðinni,“ segir Bjarni Geir og bætir við að það hafi verið ómetanlegt veganesti fyrir sig að njóta leiðsagnar leiðbeinendanna í Sjávarakademíunni og fá tækifæri til að kynnast þeirri miklu þekkingu og suðupotti hugmynda sem sé til staðar í Íslenska sjávarklasanum. Sem fyrr segir rekur Bjarni Geir með félaga sínum fyrirtækið Reykjavík Asian og einnig hefur hann lengi rekið ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Tours sem býður m.a. upp á ferðir um Reykjanes og á Gullna hringnum og selur auk þess ferðir fyrir aðra ferðaskipuleggjendur.


Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. www.matis.is

SJÁVARAFL APRÍL 2022

33


Fluttur með þyrlu eftir að hafa fallið útbyrðis Skipverji af loðnuveiðiskipi féll útbyrðis

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út 20. mars. Ljósmynd/ Landhelgisgæslu Íslands

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru sömuleiðis kallaðar út. Áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var í grenndinni, brást skjótt við

og tókst að kasta björgunarhring til skipverjans. Skömmu síðar komu skipsfélagar mannsins honum til bjargar á léttbát. Áhöfn þyrlunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi. Líðan hans er eftir atvikum góð. (Birt: 20. mars 2022 af vef Landhelgisgæslu Íslands)

Leitað allra leiða til að finna stórufsann Öll skip Brims, að frystitogaranum Örfirisey RE undanskildum, voru í höfn í Reykjavík fyrr í dag vegna veðurs. Eitt þeirra er ísfisktogarinn Viðey RE sem kom til hafnar í gær. Skipstjórinn, Kristján E. Gíslason (Kiddó), segir að aflabrögð hafi verið merkilega góð þá daga sem hægt hafi verið að stunda veiði vegna veðurs. Nú sé vertíð, stórufsinn farinn að ganga og í næsta túr verði kapp lagt á að finna göngurnar. ,,Þetta er búinn að vera bræluvetur. Þá er ölduhæð meiri en menn þekkja eins og nýlegt Íslandsmet við Garðskaga sannar. Þar fór ölduhæðin í 20 metra fyrir skömmu,” segir Kiddó en að hans sögn er allur fókus nú á því að nýta veiðidagana vel og fá sem mest af stórufsa, fjögurra til átta kílóa fiski. ,,Stórufsaveiðin hefur verið undir meðallagi fram að þessu en hins vegar höfum við fengið meira af milliufsa en við áttum von á. Vonandi breytist það í næsta straumi,” segir Kiddó en hann upplýsir að auk ufsans hafi verið reytingsþorskveiði á vertíðarsvæðinu sl. þrjár vikur.

34

SJÁVARAFL APRÍL 2022

,,Þorskurinn byrjaði ekki að skila sér af krafti fyrr en fyrir u.þ.b. viku en þá gerði mokveiði í Jökuldýpinu. Fræg hrygningarmið eins og Selvogsbankinn hafa hins vegar verið mjög döpur og þar sést sömuleiðis varla ufsi. Vonandi á þetta ástand eftir að skána.” Að sögn Kiddó þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af vexti og viðgangi gullkarfastofnsins því öll hrygningarsvæði gullkarfans séu stappfull af þessum fiski. ,,Ég fór út á Heimsmeistarahrygg fyrir nokkrum dögum. Við drógum trollið í 15 mínútur og fengum 14 tonn af gullkarfa. Ég held að Eiríkur á Akurey AK hafi gert enn betur,” segir Kiddó en hann segir stefnt að því að Viðey láti úr höfn eftir hádegi á morgun. ,,Auðvitað er spáð brælu út vikuna. Hvað sem því líður er verkefnið að finna stórufsann á Eldeyjarbankanum og Tánni og veiða sem mest af honum. Það er verðugt verkefni og ég get varla beðið eftir því að komast af stað,” segir Kristján E. Gíslason (Kiddó). (Birt: 25. febrúar 2022 af vef Brims hf)


Góður árangur í sjávarútvegi er okkar stolt

Snæfellsbær

Súðavíkurhreppur

Sími 414 4414

SJÁVARAFL APRÍL 2022

35


Ýsa var það heillin

Það hefur gengið sú flökkusaga í gegnum tíðina að ýsa sé hrææta og meira að segja margir neitað að borða hana. Svarið við þessu er að að ýsan er ekki hrææta, heldur lifir hún aðallega á borndýrum mestalla ævi sína. Á fyrrihluta 9. áratugar var gerð rannsókn á vegum Hafrannsóknastofnunar. Rannsökuð var fæða ýsu og annarra botnfiska og reyndust ýmis botndýr vera undirstaðan í fæðu ýsunnar. Ýsan er náskyld Þorski og er algeng í Norður-Atlantshafi.

Ýsan sem er svo sannarlega mikið sælgæti, lifir á 10-200 metra dýpi og verður verður allt að metri að lengd og 20 kíló að þyngd. Hún er blágrá að lit, með svarta rönd eftir síðunni og skeggþráð á neðri góm. Fæða ýsu er fjölbreytileg, hún étur ýmis botndýr s.s. skeljar, snigla og marflær og smáfiska eins og sandsíli, loðnu og spærling. Ýsan er að langmestu leyti veidd í botnvörpu og á línu og veiðist allt árið.

Hafnir á Íslandi Alls eru 70 hafnir á Íslandi sem eru aðildarhafnir að Hafnasambandi Íslands en íslenskar hafnir eru iðulega felldar í eftirfarandi flokka: fiskihöfn, stórskipahöfn, skipahöfn, bátahöfn, smábátahöfn, farmhöfn, ferjuhöfn, iðnaðarhöfn, skemmtibátahöfn, o.fl. Flestar hafnir á Íslandi eru fiskihafnir að stærstum hluta. Meginhöfn fyrir almennan vöruflutning er Reykjavíkurhöfn en áætlunarsiglingar skipafélaga, sem

36

SJÁVARAFL APRÍL 2022

sjá um farmflutning, eru nú reglulega til og frá 10 höfnum á landinu. Straumsvíkurhöfn, Grundartangahöfn, Reyðarfjarðarhöfn og Reykhólahöfn þjóna sérstaklega iðnfyrirtækjum, t.d. stóriðju, og þá er Sundahöfn, sem er í eigu Faxaflóahafna, sérhæfð vöruflutningahöfn. Til viðbótar við þessar hafnir sem hér eru nefndar eru nokkrar minni hafnir víða um land ásamt Landeyjahöfn (birt af vef Samtaka Iðnaðarins).


HÁTT HITAÞOL

DEKTON er öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. DEKTON þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.

by COSENTINO

Blettaþolið

Sýruþolið

Högg- og rispuþolið

Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is



Wisefish

Við fylgjum fiskinum alla leið Sérsniðnar tæknilausnir fyrir nútíma sjávarútveg

Við erum með lausnina


Hafið hefur kennt okkur

Hafið hefur kennt okkur auðmýkt gagnvart náttúruöflunum og ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríkinu. Hafið hefur kennt okkur að hagnýta tæknina af virðingu fyrir fiskum og mönnum. Visirhf.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.