8 minute read

Reynum okkar besta til að vera alltaf á réttum tíma á réttum stað

Markmiðið HD er að vera ávallt fyrsta val viðskiptavina fyrir véla- og tækniþjónustu. Mikil reynsla og þekking er á allri hönnun sem styður við alla þjónustu sem fyrirtækið veitir. Ljósmynd; ENNEMM

„Reynum okkar besta til að vera alltaf á réttum tíma á réttum stað“

Hamar hefur frá fyrstu tíð lagt áherslu á þjónustu til fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi. Félagið hefur nú sameinað reksturinn við félögin Deili tækniþjónustu, NDT og Vélar undir nafninu HD. Fyrirtækið heldur úti sex starfsstöðvum vítt og breitt um landið og markmið þess er að vera ávallt fyrsta val viðskiptavina fyrir véla- og tækniþjónustu.

Hamar var stofnað árið 1998 og var frá fyrstu tíð leiðandi fyrirtæki í þjónustu á sviði málmtækni iðnaðar og almennri viðhaldsþjónustu til fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi. Árni Rafn Gíslason, forstjóri HD, segir breytingarnar einkar jákvæðar og fyrirtækið geti nú boðið upp á breiðara vöruúrval og öflugri þjónustu en nokkru sinni. „Í því sambandi má nefna tæknilegar ástandsgreiningar véla og sívöktun vélbúnaðar, hönnun, framleiðslu og þjónustu við dælu-og lagnakerfi, viðhald á jarðgufutúrbínum og rafölum orkuvera, innflutning á vél- og tæknibúnaði, uppsetningar, varahlutaöflun og aðra þjónustu,“ segir Árni. Samruni fyrirtækjanna hófst fyrripart ársins 2021 með sameiningu Hamars og Deilis, sem farið hefur fyrir þjónustu við virkjanir og veitur hérlendis. „Hjá Deili er gríðarleg þekking á flóknum vélbúnaði ásamt dýrmætum mannauði. Um mitt árið rann NDT svo inn í rekstur okkar, en þaðan kom einnig mikil þekking og reynsla, ásamt vottuðu starfsfólki í hverskonar titringsmælingum, sprunguleit og hljóðbylgjuprófunum, ásamt öllu því er viðkemur fyrirbyggjandi viðhaldi. Seinni hluta ársins eignuðumst við svo allt hlutafé í Vélum og með því jukum við enn á úrval og sérþekkingu okkar í þjónustu við útgerð og fiskeldi,“ segir Árni og bætir því við að á þessum tímamótum hafi fyrirtækið ráðist í mikla stefnumótandi vinnu varðandi framtíðarsýn hins nýja félags. „Ákveðið var að taka upp nýtt nafn og auðkenni sem er HD ehf. Nafnið stendur fyrst og fremst fyrir því að þessi tvö stóru fyrirtæki, Hamar og

„Starfsfólk félagsins hefur víðtæka reynslu og breiða menntun á véla- og tæknisviði sem gerir okkur kleift að hámarka virði veittrar þjónustu.“

Árni hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2009 og gegnt þar ýmsum störfum. Fyrstu árin var hann verkstjóri, svo deildarstjóri, þá rekstrarstjóri og tók svo við forstjórastarfinu í ársbyrjun 2020. Ljósmynd; Kári Pálmason

Deilir, runnu saman í eina sæng, auk þess að vera einfalt og nútímalegt. Þegar ákvörðun um sameininguna var tekin vissum við að verkefnið yrði stórt, en jafnframt mjög mikilvægt og með því gætum við boðið viðskipavinum okkar betri heildarlausnir,“ segir Árni.

Valinn starfsmaður í hverju rúmi

Hjá hinu nýstofnaða félagi starfa ríflega tvö hundruð manns á sex starfsstöðvum og viðskiptavini þess má finna í öllum helstu iðnaðargeirum landsins, svo sem sjávarútvegi, stóriðju, virkjunum, veitufyrirtækjum, matvælaiðnaði og fiskeldi. „Starfsfólk félagsins hefur víðtæka reynslu og breiða menntun á véla- og tæknisviði sem gerir okkur kleift að hámarka virði veittrar þjónustu. Starfsfólk HD hefur hlotið sértæka þjálfun í viðhaldi vélbúnaðar sem hámarkar uppitíma fyrirtækjanna sem við þjónustum. Hver og einn málmsuðumaður hefur hæfisvottun í þeim suðuferlum sem unnið er eftir og félagið starfar eftir vottuðum suðuferlum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Sérhver stöðvun vegna viðhalds er vandlega skipulögð í samræmi við aðstæður hverju sinni. Með skipulagi og vönduðum vinnubrögðum hámörkum við uppitíma fyrir viðskiptavini okkar og aukum fyrirsjáanleika í rekstri, en með því spörum við tíma og aukum fyrirsjáanleika í rekstri viðskiptavina okkar,“ segir Árni.

Sex starfsstöðvar vítt og breitt um landið

HD heldur úti sex föstum starfsstöðum og þjónustuverkstæðum víðsvegar um landið. „Þjónustunet okkar er breitt og hver starfsstöð býr yfir tiltekinni sérhæfingu í þjónustuframboði og jafnframt er tækjakostur hverrar og einnar starfstöðvar sérsniðinn að þeirri þjónustu sem boðin er. Höfuðstöðvarnar eru í Kópavogi þar sem aðalskrifstofa okkar er. Þar erum við gríðarlega vel tækjum búin og þjónustum aðallega útgerð og stóriðju. Þar er einnig öflug stálsmiðja og fullkomið renniverkstæði með tölvustýrðum fræsum, rennibekkjum og skurðarvélum, ásamt sérhæfðu verkstæði fyrir glussatjakka, vélar og dælur. Í Vatnagörðum erum við með söluskrifstofu, auk vöruhúss með dælum, rafmóturum og einu mesta úrvali landsins af ásþéttum. Í Mosfellsbæ er stór starfsstöð þar sem aðal áherslan er lögð á orku- og veitugeiran og þá erum við einnig á Grundartanga og þjónustum þá stóriðju sem er þar. Á Akureyri er starfsstöð sem þjónustar útgerð,

Vélaverkstæðið veitir þjónustu við sjávarútveg og stóriðju. Verkstæðið hefur uppá að bjóða vélaupptektir, viðgerðir á dælum, gírum og öðrum vélbúnaði. Tækjabúnaður er sífellt í endurskoðun og endurnýjun. Ljósmynd; Bjarni B. Vilhjálmsson

„Við þjónustum græna orkugeirann á Íslandi og vinnum að því að starfsemi okkar sé eins græn og unnt er.“

stóriðju og matvælaiðnað ásamt orku og veitugeiranum. Á Eskifirði þjónustum við svo útgerð og stóriðju,“ segir Árni.

Hagnýta ávallt nýjustu tækni

HD hefur markað sér þá stefnu að hagnýta ávallt nýjustu tækni sem í boði er hverju sinni. „Í því sambandi má nefna þrívíddar skönnunartækni til ástandsgreininga og endurhönnunar á vélbúnaði, sérhæfðan hugbúnað til úrvinnslu og varðveislu mæligagna, hátæknibúnað við sprunguleit og titringsmælingar á búnaði sem er í rekstri og sérstakan málmskanna sem nýttur er til efnisgreininga og ákvarðana um val á efnum og suðuferlum. Jafnframt hefur félagið CNC hönnunar og framleiðslutæki til að skera, renna og fræsa hráefnin og fæst með þessu hámarks nákvæmni í viðgerðum og framleiðslu vélahluta. Undanfarin misseri hafa

HD hefur unnið með HS Orku að áfanganum „forsmíði vélbúnaðar“, en um nýsköpunarverkefni er að ræða þar sem með rannsóknum og þróun hefur tekist að nýta betur þann varma sem fyrir er á svæðinu. Ljósmynd; Njáll Andersen

„Alla tíð hefur rík áhersla verið lögð á öryggismál innan fyrirtækisins og segja má að þau séu okkur hjartans mál.“

sýnt okkur hvað sérfræðiþekking okkar í þjónustu við útgerð, stóriðju, orku og veitugeiran sem og annan iðnað er mikilvæg grunnþjónusta. Þessi sérstaða ásamt sterkri stöðu gerir okkur tilbúin til þess að takast á við nýar áskoranir.“ segir Árni.

Miðum að því að vera eins græn og hægt er

Markmið HD er að vera fyrsta val íslenskra iðnfyrirtækja þegar kemur að véla- og tækniþjónustu. „Við þjónustum græna orkugeirann á Íslandi og vinnum að því að starfsemi okkar sé eins græn og unnt er. Við höfum sérhæft okkur í þjónustu við þann geira og þróað með þeim lausnir til þess að auka virðissköpun í íslenskum orkuiðnaði, en tækninýjungar og breikkun vöruframboðs mun stuðla að sjálfbærni samfélagsins. Einnig höfum við unnið mikið með þeim aðilum sem fanga kolefni úr andrúmsloftinu og dæla því ofan í jörðina þar sem það bindur sig við bergið. Þá höfum við komið að uppbyggingarstarfi með frumkvöðlum á þessu sviði og aðstoðað við uppbyggingu og rekstur á verksmiðjum þeirra,“ segir Árni, en fyrirtækið er þessa dagana að vinna að sjálfbærnistefnu. „Með þeirri vinnu erum við skoða með hvaða hætti við getum skilið betur við heldur en við komum að og reynum sem frekast er unnt að forðast hverskyns sóun. Þetta á ekki aðeins við um okkur, heldur setjum við kröfu á alla okkar samstarfsaðila að sýna ábyrgð í þessum efnum. Sjálfbærnismarkmið HD munu stuðla að bættri nýtingu hráefna, minni losun á mengun og betri orkunýtingu,“ segir Árni.

Jöfn tækifæri til launa

Í starfsmannastefnu HD er rík áhersla lögð á að auka menntun og þekkingu starfsfólksins, launajafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. „Við höfum innleitt og störfum samkvæmt jafnlaunakerfi. Tilgangurinn er að tryggja að allt okkar starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð þjóðerni, kynþætti, kynferði eða annara ómálefnanlegra ástæðna. Við viljum virkja hugvit okkar starfsfólks til þess að skapa sterka framtíð og því er starfsþróun okkur ákaflega mikilvæg og í því tilliti eiga allir að hafa jafna möguleika. Við reynum í öllum tilfellum að horfa alltaf fyrst inn á við og gefa okkar fólki tækifæri til þess að vaxa og þróast í starfi og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Árni.

Skýlaus krafa að starfsfólkið komi heilt heim

HD starfar einnig eftir öflugri gæða-, öryggis-, umhverfis-, og heilsustefnu sem ætlað er að koma í veg fyrir slys og skapa öruggt og hvetjandi starfsumhverfi. Fyrirtækið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín á sviði gæða- og öryggismála og er með ISO 9001-2015 vottað gæðakerfi ásamt jafnlaunavottun. „Alla tíð hefur rík áhersla verið lögð á öryggismál innan fyrirtækisins og segja má að þau séu okkur hjartans mál. Við ákváðum strax að tileinka okkur ítarlegar öryggisreglur og höfum leitast við að vera í fararbroddi í þeim efnum á öllum okkar starfsstöðvum og þannig stuðlað að ríkri öryggisvitund meðal okkar starfsfólks. Við hjálpumst að við að byggja upp öryggismenningu og leiðbeinum hvert öðru þegar eitthvað má betur fara. Sem betur fer hefur öryggismenningunni vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og allflestir gera miklar kröfur í þessum efnum. Við virðum öryggisreglur annara, en ef okkar reglur ganga lengra þá förum við eftir þeim og ætlumst til að aðrir geri það líka. Við störfum oft á hættusvæðum en gerum alltaf þá skýlausu kröfu að starfsfólk okkar komi heil heim,“ segir Árni að lokum.

Starfsfólkið er okkar mikilvægasta auðlind

Árni segir fjölmörg tækifæri felast í þeirri uppstokkun sem fyrirtækið hefur gengist undir og er auðheyrilega stoltur af sínu fólki. „Þetta er spennandi bransi í dag og við stöndum á mjög áhugaverðum stað í okkar vegferð. Félagið býr yfir einstakri blöndu af hugviti, mannauði, þekkingu og reynslu sem hefur skilað árangri á þessum markaði. Því er mikil tilhlökkun að taka næstu skref með starfsfólki og viðskiptavinum okkar. Starfsfólkið er okkar mikilvægasta auðlind og liðsheildin byggir á trausti þar sem samvinna, sjálfstraust, framsýni og útsjónarsemi eru lykilþættir. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að hafa fengið að vaxa með félaginu og framtíðin er gríðarlega spennandi. Með víðtæku þjónustuneti reynum við okkar besta til að vera alltaf á réttum tíma á réttum stað. Gildin í sameinuðu félagi eru öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska. Þau varða leið okkar í daglegum rekstri og stjórnun gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum okkar,“ segir Árni.

Gleðilega páska!