8 minute read

Tæknin ýtir heiminum í átt að sjálfbærni

Sameining býður upp á mörg tækifæri

Valka Cutter.

Samruni tæknifyrirtækjanna Marel og Völku býður upp á fjölmörg tækifæri til þróunar og sóknar á nýja markaði. Vatnsskurðarvélarnar minnka launakostnað og bæta nýtingu hráefnis.

Sigrún Erna Geirsdóttir Úr nógu að velja

Tæknifyrirtækin Marel og Valka runnu saman nú í upphafi árs en tilkynnt var um kaup Marel á Völku í júlí í fyrra. Þrátt fyrir að bæði fyrirtækin hafi starfað á svipuðum markaði voru þau ólík að mörgu leyti, sérstaklega vegna stærðar. Starfsmannafjöldi Völku var í kringum hundrað manns meðan 7000 manns störfuðu hjá Marel. Bjarni Valgeirsson, svæðissölustjóri Völku, og Halldór Þorkelsson, vörustjóri Marel, sögðu í viðtali við Sjávarafl að sameiningin byði upp á fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Þarna kæmi til Marel mikil reynsla og tækniþekking þar sem Valka hefði t.d unnið mikið með myndgreiningu og á annan hátt en Marel. Marel fengi því þarna tækifæri til ýta fiskiðnaði heimsins enn hraðar í átt að meiri sjálfvirkni og sjálfbærni. Með sameiningunni væri fyrirtækið komið með mesta vöruúrval í vatnsskurðartækni í heimi þegar það kemur að matvælum, og þá sérstaklega í fiskiðnaði. ,,Þessi tæki sem Valka og Marel hafa verið að bjóða upp á hafa unnið hugi og hjörtu allra sem kynnast þeim og það verður áhugavert að sjá hvernig við spinnum þessar vörulínur saman í eina.” Þetta væri nokkuð sem fyrirtækið myndi nú skoða vandlega því sumir hlutir hentuðu betur með tækjum Völku meðan aðrir pössuðu betur við vörulínu Marel. Fyrirtækin hafi sérhæft sig í sitthvora áttina og því sé úr nógu að velja núna.

„Með sameiningu gefast einstök tækifæri til að samþætta bæði tækni og tæki Völku og Marel“

Samþætting á teikniborðinu

Þeir Bjarni og Halldór segja að nú sé unnið að því að átta sig á hvernig markaðsaðstæður séu og hvert fyrirtækið vilji stefna. Myndin sé skýrust í laxinum þar sem Marel hefur náð góðum árangri í að skera beingarð úr laxi sem ekki er farinn í stirðnun. Valka er hins vegar með mjög góða eftirvinnslu og snyrtingu á laxaflökum, eftir stirðnun. Báðar vélarnar eru núna keyrðar á hvítfiskmarkaðar (svo sem þorsk og ýsu) en hann er að verða mettur. Notkunarsvið vélanna sé hins vegar vítt og hægt er að nýta tækin fyrir ýmsar tegundir án mikilla breytinga. ,,Með sameiningu gefast einstök tækifæri til að samþætta bæði tækni og tæki fyrirtækjanna og það er safaríkt fyrir hönnunaraðila að skoða þetta núna; hvernig gerðu hinir aðilarnir þetta? Það er því ekki ólíklegt að það verði kynslóðastökk í tækninni.”

Lækkar launakostnað

Það er sama hvert litið er í Noregi, á Íslandi eða í Færeyjum, það eru alltaf vörulínur frá annað hvort Völku eða Marel sem maður sér í fiskvinnslum, svo miklar hafa vinsældirnar verið. Í raun eru það örfá vinnsluhús sem ekki eru komin með vatnsskurðartæki. Íslandsmarkaður sé dyggur markaður sem endurnýjar og fjárfestir. Töluvert af tækjum er sömuleiðis komið til Norður-Ameríku, bæði til Bandaríkjanna og Kanada, og Bretland sé að taka við sér. ,,Við höfum verið að færa okkur nær miðbaug og Frakkland er að þróast frekar hratt. Í raun hefur covid hjálpað okkur heilmikið því viðskiptavinir okkar hafa áttað sig á því að notkun okkar tækja minnka þörf fyrir starfsfólk og lækkar launakostnað. Þetta minnkar líka áhættu í rekstri og það er mjög verðmætt. Staðreyndin er sú að í Evrópu og NorðurAmeríku eru það helst þessi störf sem fólk vill síst vinna; viðskiptavinir okkar eiga oft erfitt með að manna vinnslurnar sínar. Þeir glíma við mikla starfsmannaveltu sem kemur stundum niður á gæðum því það þarf bæði getu og kunnáttu til að vinna fiskinn rétt. Í Bandaríkjunum eiga menn t.d hráefni og tæki en það vantar fólk. Þarna koma vélarnar okkar sterkt inn.”

Bjarni Valgeirsson, svæðissölustjóri Völku Halldór Þorkelsson, vörustjóri Marel.

Í raun hefur covid hjálpað okkur heilmikið því viðskiptavinir okkar hafa áttað sig á því að notkun okkar tækja minnka þörf fyrir starfsfólk og lækkar launakostnað.

Tæknin aðlöguð að nýjum tegundum

Bjarni og Halldór segja að aukinn fókus sé á fiskeldi sem vaxi nú í miklu magni. Skoðað verði hvaða tegundir er að verið að rækta og hvernig þær eru unnar, hvaða aðlögun verði að gera á núverandi línum og hversu hratt. Fyrirtækið er þegar byrjað á Bandaríkjamarkaði og etur þar kappi við samkeppnisaðila sem það hefur ekki keppt við áður. Í Bandaríkjunum er mikið horft til fengrana (catfish) og leirgeddu og þetta krefjist ákveðinnar aðlögunar á tækninni. Bandaríkjamenn vilji helst kaupa bandarískar vörur en yfirburðir tækjanna frá Marel séu einfaldlega slíkir að fiskframleiðendur séu mjög áhugasamir um samstarf og Valka hafi verið í samstarf við einn meðan Marel var við í samstarfi við annan. Fisktegundir geta verið æði ólíkar að stærð og gerð og margar tegundir takmarkast við ákveðin svæði í heiminum og eru því nýjar fyrir Marel. ,,Nýja Sjáland er að innleiða tæki frá okkur og þar eru vinnslur í allt öðru en hér. Þeir vinna kannski 10-20 mismunandi tegundir á dag og allar þeirra eru öðruvísi en þær sem við þekkjum. Þetta er flott tækifæri fyrir okkar því vörulínurnar okkar eru mjög sveigjanlegar. Tæknin byggir á hugbúnaði sem les myndir og tekur ákvarðanir út frá þeim. Við erum ekki föst í harðmekanískum forsendum.” Hér má geta þess að verkefnið í Nýja Sjálandi hefur staðið yfir í tvö ár og því unnið í covid. Þar hafa verið lokaðar dyr vegna þess og öll samskipti farið fram gegnum netspjall og fjarfundi. Þrátt fyrir það hefur allt gengið eins og smurt og þarna var því dreginn mikilvægur lærdómur: Það þarf ekki alltaf að senda manneskju á staðinn!

FleXicut

Vatnsskurður er framtíðin

Annar spennandi markaður fyrir Marel er Brasilía sem farin er að framleiða mikið af tilapíu þótt sá markaður sé ekki tilbúinn fyrir vatnsskurðarvélar. Markaðurinn sé nýr og fyrstu vélar nýs markaðar eru ekki vatnsskurðarvélar, segja þeir félagar Halldór og Bjarni. Þegar þroskinn sé kominn verði þetta hins vegar mjög stór markaður. Það taki t.d tíma að þróa markaði þannig að hnakkastykki verði eftirsóknarverðari en sporður, líkt og gert hefur verið á Íslandi. ,,FleXicut er hins vegar einstök vél sem gerði Íslendingum kleift að vera mjög sveigjanlegir í sinni framleiðslu og það sama gildir um Valka Cutter. Þessar vélar hafa fært okkur betri nýtingu, enda erum við í fararbroddi hvað hana varðar núna. Í dag sjá margir vatnsskurð sem framtíð sinnar framleiðslu því hann er svo nákvæmur og tæknin svo sveigjanleg.” Marel hyggst ekki láta sér nægja að framleiða vatnsskurðarvélar fyrir fisk heldur er líka horft á kjötmarkaðinn. Tæknina sé auðveldlega hægt að aðlaga. ,,Um þessar mundir erum við að byrja samvinnu við nýja aðila og það opnar fyrir samvinnu við enn aðra. Þarna erum við að sækja á ný mið enda eru margir fiskar í sjónum!”

Græn framleiðsla

Í máli Bjarna og Halldórs kemur fram að það að umbreyta skurðarvélum hratt og örugglega þannig að þær ráði við fjölbreytt verkefni hafi mikil áhrif á framtíð allrar matvælaframleiðslu. Hámarksnýting hráefnis sé lykilatriði og því mikilvægt að skera sem allra minnst. Meiri sóun verði t.d þegar skorið sé eftir fastri þyngd. Það sé flókið að þjálfa starfsfólk í að hluta niður flak í ólíka bita sem geta svo verið mismunandi eftir því hvaða tegund er verið að vinna.” Ekki síst þegar mikil velta er á starfsfólki. Ef þetta er hins vegar ekki flóknara en svo að það sé nóg að láta vélina vita að ný tegund sé komin á færibandið þá breyti það ansi miklu. Marel og Valka séu búin að leysa þetta erfiða verkefni. Fyrir utan aðlögunahæfni tækjanna sé vatnsskurðartæknin líka umhverfisvæn leið til þess að skera hráefnið. Hún noti lítið vatn, c.a eina teskeið fyrir hvert flak, og framleiðslan sé því

græn. Vatnsspíssarnir í vélunum eru 0,17mm í þvermál og þetta er í raun vatnshnífur sem kveikt og slökkt er á. Skurðurinn sé því hárnákvæmur og tryggir hámarksnýtingu á hráefninu. Nýting til manneldis þurfi líka að vera góð í þeim krefjandi aðstæðum sem við búum við.

Skýjalausnir breyta miklu

Eitt af því sem gerir Flexicut svo einstaka er að línan er tengd við skýjalausn. Markmið tengingarinnar er að safna gögnum um heilsu tækisins; hvað hitastigið sé, hvað tækið sé að skera á hvaða tímapunkti o.fl ,,Tilgangurinn með söfnun þessara upplýsinga er að finna leiðir til að auka verðmæti afurða og þróa viðhaldslausnir sem byggja á gögnum frá tækinu. Það er nauðsynlegt að vita hvað hefur Í dag sjá margir áhrif á viðhald svo hægt sé að minnka það.” Skýjalausnin gerir það líka að verkum að það er hægt að fylgjast vatnsskurð sem framtíð nákvæmlega með tækinu, hvar sem er. ,,Viðskipta sinnar framleiðslu því hann vinur skráir sig inn og sér þá allar vélar sem tengdar eru við hans kerfið og hvað Flexicut er að gera þá er svo nákvæmur og tæknin stundina. Þetta er ómetanlegt fyrir viðskiptavini á svo sveigjanleg.” stórum svæðum sem eiga erfitt með að hafa auga með öllu en eru kannski að selja afurðir sínar um allan heim. Það er líka gott að geta farið í helgarferð en fylgst samt með græjunni á sama tíma og geta brugðist strax við ef það þarf að sinna henni. Svona tæki eru líka oft dýrustu tækin á svæðinu og því best ef þau eru alltaf í toppstandi.

Ísland er góður þróunarmarkaður

Velgengni Marel og Völku á þessu sviði þakka þeir því hvað Ísland sé góður þróunarmarkaður. ,,Á Íslandi er ekkert mál að koma í heimsókn og sjá hvað fólk er að gera. Við erum með mikið samkeppnisforskot hvað þetta varðar. Iðnaðurinn hér heima er einstakur og samstíga. Þetta er svo mikils virði að við byrjuðum að fara með erlenda aðila inn í vinnslur hér og þeir sjá mikla kosti við þetta líka. Við höfum því verið að reyna að ala þetta upp hjá öðrum þjóðum og Norðmenn eru að komast þangað núna, enda er þetta öllum til framdráttar. Við höfum öll hag af svona samvinnu þegar verkefnið er stórt; að fæða heiminn.”