Sjávarafl 2.tbl 9.árg 2022

Page 1

SJÁVARAFL Júní 2022 2. tölublað 9. árgangur

T i l h a m i n g ju m e ð d a gi n n s jó m e n n !

Blóð sviti og tár

14 ára sjóveikur vélstjóri en tvítugur að kaupa þriðja bátinn

Kort sem skapar tengingu við miðin

Réttar ákvarðanir á réttum tíma


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Farsæld til framtíðar felst í sátt 6 Frá hátíðarhöldum til heilbrigðisþjónustu 10 Vaxandi markaður 12 Farsæll á sjó og í landi 20 Velgengni er ekki tilviljun 24 Fiski-, skel- og þörungarækt á Íslandi 28 Ungt fólk til áhrifa gegn loftslagsbreytingum? 30 Að vita, gera og vera 32 Plasthreinasta strandlengja í heimi 34 Nýtt leiðangursskip 36 Sjómannadagur 2022 40 Sjókort sem slegið hafa í gegn 46 Eflir sjóbjörgunargetu björgunarsveita 46 Strandveiðitímabilið hafið 48 Útgerð dæmd til að greiða sjómanni veikindalaun

Sameingartákn sjómanna

Þ

að er hverju orði sannara að líf sjómannsins er að mörgu leiti gjörólíkt öðrum störfum. Að stunda sjómennsku er oft á tíðum mikil fjarvera frá fjölskyldu og vinum og getur það reynt á hvern og einn. En það er ekki bara fjarveran, heldur hafa í gegnum tíðina oft orðið mannskæð sjóslys. Því má segja að við sem stundum ekki sjóinn, eigum sjómönnum mikið að þakka, fyrir þýðingarmikið framlag þeirra. Sjómenn bókstaflega hafa oft á tíðum lagt líf sitt í hættu til að sigla að auðugum fiskimiðum til að færa björg í bú og skilað umtalsverðum tekjum til þjóðarbúsins. Sem betur fer hafa orðið miklar framfarirnar í slysavörnum frá því á árum áður og er Slysavarnarskóli sjómanna með námskeið fyrir sjómenn ásamt verðandi sjómönnum um öryggis- og björgunarmál. Þó að markmið sjómanna hafi alltaf verið að afla vel, þá er það óumdeilt að mestu máli skiptir að þeir komi heilir heim. Farmanna- og fiskimannasamband Íslands gerðu Sjómannadaginn að hátíðardegi sjómanna frá árinu 1938. Þessi merkisdagur var stofnaður til að efla samstöðu meðal sjómanna og hefur það ekkert breyst. Einnig er verið að heiðra minningu látinna sjómanna og þeirra sjómanna sem hafa druknað á skipi úti á hafi. Einnig er verið er að kynna fyrir þjóðinni hversu erfið og þýðingarmikil vinna sjómannsins er. Sjómannadagurinn er hátíðardagur sem ég ólst upp við að væri sameingartákn allra sem láta sig sjóinn og sjávarútveginn einhverju varða. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra þakkir fyrir þeirra mikilvæga starf. Sjómenn og ykkar aðstandendur, gleðilega hátíð og hjartanlegar hamingjuóskir með daginn ykkar. Megi sjósókn og glíman við Ægi sem hefur markað þjóðarsálina frá örófi alda, verða ávalt ykkur í hag.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600

Elín Bragadóttir ritstjóri

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður

Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður

Óskar Ólafsson, ljósmyndari

Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður

Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentmet Oddi ehf

2

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


by COSENTINO

Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.

Högg- og rispuþolið

HÁTT HITAÞOL

Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is

Blettaþolið

Sýruþolið


Farsæld til framtíðar felst í sátt

S

jómannadagurinn hefur verið haldin hátíðlegur frá því árið 1938. Til hans var stofnað af sjómannafélögum sem vildu tileinka einn dag þeirri stétt sem vann „erfiðustu og hættulegustu störfin,“ eins og sagði í umfjöllun Alþýðublaðsins um fyrsta sjómannadaginn. Þannig má segja að rætur sjómannadagsins liggi í sjónarmiðum um réttlæti. Samtakamáttur sjómanna urðu til þess að vökulögin voru sett, sem tryggðu sex tíma hvíld – en áður höfðu sjómenn unnið dögum saman án hvíldar með auknum i líkum á slysum. Þó að vinnuslys hjá sjómönnum séu enn tíð, borið saman við aðrar stéttir, hefur náðst mikill árangur í að fækka banaslysum til sjós með betri þjálfun sjómanna, öruggari skipum og bættum fjarskiptum. Til þess að skilja íslenskt samfélag í dag er nauðsynlegt að skilja sögu og þróun sjávarútvegs síðustu áratugina. Greinin á sér djúpar rætur í atvinnusögu landsins og um langt árabil var vægi sjávarútvegs í lífskjörum landsmanna langtum stærra en allra annarra greina til samans. Í dag hafa fleiri stoðir bæst við, en sjávarútvegurinn heldur áfram að leika lykilhlutverk. Þetta hefði ekki verið hægt án þess að komið hefði verið á kerfi sem tryggði sjálfbærar veiðar. Við veiðum í dag lægra hlutfall af stofninum en við gerðum fyrir 20 árum þrátt fyrir að aflinn sé meiri í tonnum talið. Það var ekki sjálfgefið að þetta tækist, enda kostaði það fórnir. Þær fórnir voru ekki síst samfélagslegar. Aflinn minnkaði árum saman. Til þess að halda úti heilsársstörfum og auka hagkvæmni þjöppuðust veiðiheimildir saman og útgerðir færðust úr einu plássi í annað. Hluti af þessari þróun snerist um tæknibreytingar sem voru og eru óumflýjanlegar. Vélin leysir mannshöndina af hólmi og við það hækkar ráin; meira magn þarf til þess að vinnslan eða skipið sé hagkvæm. Þennan samfélagslega kostnað er mikilvægt að horfast í augu við, kostnað sem snýst um réttlæti. Í gegnum tíðina hafa stjórnmálamenn sett á fót ýmsar nefndir til að koma á meiri sátt í málefnum sjávarútvegsins. Ég vil draga lærdóm af þessum fjölmörgu atrennum og hef því sett á stað nefndir sem ber að taka á þeim fjölmörgu réttlætissjónarmiðum sem þarf að taka tillit til, til að ná meiri sátt. Sjónarmiðum tengdum réttlátari og gagnsærri ferlum fyrir ákvarðanatökum, réttlátum leikreglum um eignarhald og dreifingu á hagnaði, svo ekki sé talað um fiskverð. Á réttu fiskverði byggja réttlát kjör sjómanna. Með aukinni samfélagslegri sátt verður sjávarútvegurinn betur í stakk búin til þess að grípa þau tækifæri sem fyrir hendi eru til framfara. Áskoranir sjávarútvegs 21. aldarinnar eru fjölmargar en tækifærin enn fleiri. Það eru sóknarfæri í aukinni verðmætasköpun, fullvinnslu, markaðsmálum, nýsköpun og náttúruverndar- og loftslagsmálum. Það er mikilvægt fyrir þjóðarsálina en ekki síður fyrir sjómenn og þau sem vinna í greininni. Sjómenn eru og eiga að vera stoltir af framlagi sínu til þjóðarbúskaparins. Til þess er fullt tilefni. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra farsældar í dag sem og alla aðra daga. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

4

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


STÖÐUG VÖRUÞRÓUN er kjarninn sem við byggjum á.

Við erum á Íslensku sjávarútvegssýningunni

“IceFish”

í Smáranum.

8. - 10. júní Sýningarsvæði D-50 Veiðarfæri eru okkar fag


Hrafnista í Laugarási, fyrst tekin í notkun 1957. Ljósmynd: aðsend

Snorri Rafn Hallsson

Frá hátíðarhöldum til heilbrigðisþjónustu Þegar Sjómannadagurinn var fyrst haldinn árið 1938 mættu á tíunda þúsund við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti til að fagna saman. Þau skip sem lágu í höfn voru fánum skreytt og gengu sjómenn, ungir sem aldnir, undir takti Lúðrasveitarinnar um götur bæjarins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en enn er dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Auk þess að reka átta dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu sér Sjómannadagsráð um skipulagningu hátíðahaldanna í Reykjavík. Aríel Pétursson, formaður ráðsins, sagði blaðamanni Sjávarafls frá sögu og starfsemi Sjómannadagsráð í aðdraganda hátíðahaldanna. Sjómannadagsráð 101 „Byrjum bara á byrjuninni,“ segir Aríel strax við blaðamann: „Sjómannadagsráð var stofnað árið 1937 af Henry Hálfdánarsyni og öðrum flottum köppum og frumkvöðlum. Þeir voru fyrst og fremst að hugsa um það að gefa sjómannastéttinni einhvern verðugan sess í íslensku þjóðlífi, að þeir fengju þó einn dag á ári þar sem þeir fengju frí og gætu rétt eins

6

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs. Ljósmynd: aðsend


Meðbyrinn í þjóðfélaginu var svo mikill að ekki hefði verið hægt að eyða öllum þeim fjármunum sem söfnuðust í að gefa öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins kandífloss.

Aríel á herskipinu Triton við Grænland. Ljósmynd: aðsend

og aðrar stéttir minnt á ágæti sitt. Þá sem og nú var sjómannastéttin gríðarlega mikilvægur hlekkur í íslensku þjóðlífi og efnahag.“

að í dag sé þetta megin þunginn í starfsemi Sjómannadagsráðs sem rekur átta hjúkrunarheimili og leiguíbúðafélag með 260 leiguíbúðum.

Dagurinn var haldinn í fyrsta skiptið sumarið eftir. „Í aðdragandanum og í kringum Sjómannadaginn var ráðist í mikla fjáröflun, með merkjasölu, kabarettsýningum og alls kyns hundakúnstum. Meðbyrinn í þjóðfélaginu var svo mikill að ekki hefði verið hægt að eyða öllum þeim fjármunum sem söfnuðust í að gefa öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins kandífloss. Þessa velvild almennings, velunnara og stjórnmálamanna ákvað Sjómannadagsráð að nýta til að takast á við hið stóra vandamál sem stéttin stóð frammi fyrir.“

Áframhaldandi uppbygging

Aríel segir að þegar sjómenn voru orðnir slitnir og lúnir eftir langa starfsævi hafi ekki verið neitt fastmótað velferðarkerfi sem gat gripið þá: „Þeir áttu ekki í mörg hús að venda. Starfskunnátta þeirra var gífurlega sérhæfð til sjós en var svo mátulega tekjumyndandi í landi þar sem eftirspurnin var kannski ekki mikil. Því hafði lengi verið beðið eftir einhvers konar dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Drifkraftur Sjómannadagsráðs varð svo til þess að grunnurinn var lagður að því að reisa fyrsta slíka dvalarheimilið.“

Stóra verkefnið þessa dagana er uppbygging svokallaðs Lífsgæðakjarna sem risinn er við Sléttuveg í Fossvogi. „Við erum á lokametrunum við hönnun 87 nýrra íbúða og erum hvergi nærri hætt. Kosturinn við þessar íbúðir er að þær standa ekki bara í einhverju úthverfi heldur eru sambyggðar hjúkrunarheimilum og þjónustumiðstöðvum. Það er innangengt á milli úr lang flestum íbúðunum og því geta íbúar nýtt sér alla þá þjónustu og félagsstarf sem er á svæðinu með auðveldum hætti. Þessar íbúðir eru allar hannaðar með það eitt að leiðarljósi að auðvelda fólki að vera heima hjá sér eins lengi og það kýs og getur,“ segir Aríel.

Það er Verkefnið hefur verið í mótun í langan tíma innangengt á milli úr og segir Aríel að drögin afi í raun verið lögð þegar Sjómannadagsráð byggði og seldi lang flestum íbúðunum og því raðhús við Hrafnistu í Hraunvangi. Það geta íbúar nýtt sér alla þá þjónustu var gert að norskri fyrirmynd þar sem nálægð við dvalar- og hjúkrunarheimili, og félagsstarf sem er á svæðinu með afþreyingu, félagsstarf og þjónustu í fyrirrúmi. Næsta skrefið var svo auðveldum hætti. Þessar íbúðir eru allar eruppbygging 64 leiguíbúða á sama hannaðar með það eitt að leiðarljósi að svæði upp úr síðustu aldamótum: „Það var fyrsta verkefnið þar sem íbúðirnar auðvelda fólki að vera heima voru innangengar hjúkrunarheimilinu. Blóð sviti og tár í útflutningsráði gat í öllum veðrum og vindum gengið Hrafnista í Laugarási tók til starfa árið hjá sér eins lengi og það kýs yfirFólk í matsalinn og spilað félagsvist og hlustað á 1957 en það hafði krafist mikillar vinnu og og getur. Ragga Bjarna troða upp, fengið sér að borða og nýtt útsjónarsemi af hálfu Sjómannadagsráðs, segir Aríel: „Með blóði, svita og tárum auk ótal heimsókna í útflutningsráð þar sem menn þurftu að fara á skeljarnar til að fá leyfi fyrir timbri, gluggum og öðru eins, hafðist það loks.“ Tveimur áratugum síðar reis svo fyrsta álma næsta dvalarheimilisins, við Hraunvang í Hafnarfirði. Upphaflega var hugsunin sú að dvalarheimilin væru eingöngu fyrir sjómenn, maka þeirra og ekkjur, en svo er ekki lengur. „Eðli málsins samkvæmt vegna samsetningar okkar þjóðar þá erum við með töluvert af sjómönnum og sjómennskutengdu fólki en það er bara eins og er á öðrum heimilum. Þetta hefur þróast í gegnum tíðina og hefur færst yfir í það að verða að öldrunarstofnunum og hjúkrunarheimilum eins og það er í dag, fyrir alla þjóðfélagsþegna. Færni- og heilsumatsnefnd metur í dag og úthlutar fólki vist á hjúkrunarheimilum og við þjónum því veikasta hluta þjóðarinnar þegar öldrunin er búin að taka nokkuð duglega yfir,“ segir Aríel og bætir við

sér sundlaugaraðstöðu og ýmislegt annað.“

Framsýni og nútímaleg nálgun „Það hefur einkennt Sjómannadagsráð frá upphafi að líta alltaf fram á veginn,“ segir Aríel: „Við erum í stöðugri þróun og síðasta verkefni okkar var á Sléttuveginum þar sem við tókum að okkur fyrir hönd Reykjavíkurborgar og ríkis að reisa hjúkrunarheimili sem er samtengt þjónustumiðstöð Sjómannadagsráðs og Reykjavíkurborgar ásamt 60 leiguíbúðum.“ Aríel segir að áherslan á leiguíbúðafyrirkomulagið skýrist af því að betri tenging náist við íbúana og mikil ánægja mælist á meðal þeirra: „Mér finnst alltaf svo fallegt að heyra frá fólki sem nýflutt inn hjá okkur að það skilji hreinlega ekkert í sjálfu sér að hafa ekki drifið í því fyrr að taka SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

7


Fulltrúaráð Sjómannadagsráðs. Ljósmynd: aðsend

þetta skref og fara í svona íbúð. Félagslegi þátturinn spilar gríðarlega mikið inn í þetta. Á Sléttuveginum er til að mynda mjög skemmtilegt kaffihús með vínveitingaleyfi. Fólk labbar bara út úr íbúðinni sinni, gengur út ganginn í gegnum einar dyr og er þá komið inn í þessa þjónustumiðstöð. Þar eru viðburðir, félagsstarf, prjónaklúbbar og hvað eina.“

ekki fyrir að fólk getur í leiðinni átt von á að fá vinning í því vikulega happdrætti sem er með hæstu vinningslíkurnar, “ segir Aríel.

bjóða upp á frábæra þjónustu með þessum leiguíbúðum.“

Happdrætti DAS

svolítið öðruvísi skútu. Hún er aðeins þyngri þessi, beygjurnar eru hægari og þurfa að vera með meiri fyrirvara. Samt sem áður þarf maður að geta brugðist fljótt við, rétt eins og úti á sjó,“ segir Aríel.

„Ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef ekki hefði verið fyrir Happdrætti DAS,“ segir Aríel: „Öldrunarþjónusta á landinu væri engan vegin stödd þar sem hún er í dag.“ Núvirt hefur happdrættið skilað Sjómannadagsráði 8 milljörðum króna sem nýttir hafa verið til þess að byggja og halda við heimilunum í Laugarási og Hraunvangi, auk þess að um einn milljarður hefur runnið úr Happdrætti DAS til byggingarsjóðs aldraðra til framkvæmda víða um land. Á sama tíma hefur happdrættið greitt út 26 milljarða í vinninga. „Þetta er bara ómetanlegur stuðningur þjóðarinnar sem leggur sitt af mörkum með því að kaupa happdrættismiða og kallast á við velviljann sem ríkti þegar Sjómannadagsráð var sett á laggirnar. Svo skemmir auðvitað

Þegar eiginkona Aríels ákvað að fara í framhaldsnám í Danmörku stóð Aríel frammi fyrir tveimur valmöguleikum: „Þá var spurningin hvort ég héldi áfram að róa á Íslandi annan hvern mánuð og flygi á milli, eða gerði eitthvað snarruglað eins og að skrá mig í Sjóliðsforingjaskóla danska sjóhersins.“ Seinni kosturinn varð fyrir valinu og segist Aríel hafa verið undrandi þegar hann var tekinn inn: „Þetta hafði blundað í mér í einhvern tíma því mig langaði að mennta mig meira innan geirans. Upplifunin var ómetanleg og skólagangan bæði lærdómsrík og skemmtileg. Þetta er að miklu leyti stjórnunarnám sem nýtist mér vel í starfi í dag.“

Úr sjóhernum í Sjómannadagsráð Aríel tók við formannsembættinu af Hálfdáni Henryssyni

í september síðastliðinn eftir að hafa gegnt Mér finnst varaformannsembættinu um stutta stund, og alltaf svo fallegt að Það felast mikil lífsgæði í því að geta búið á eigin segir það mikla áskorun: „Á hverjum degi tekst heimili en samt notið þjónustu og félagsskapar maður á við einhverja nýja og skemmtilega heyra frá fólki í sínu nærumhverfi og lengi hefur verið kallað áskorun Ég kann afskaplega vel við mig hér eftir einhvers konar millistigi á milli sjálfstæðrar því ég veit að eftir því sem við leggjum sem nýflutt inn hjá okkur búsetu og þess að fara á hjúkrunarheimili. meira af mörkum hér hjá Sjómannadagsráði að það skilji hreinlega ekkert þeim mun meira gagnast það almenningi. „Ég tók sérstaklega eftir þessu í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Þegar ég talaði svo Sjómannadagsráð er í raun ekkert nema í sjálfu sér að hafa ekki drifið rosalega þá sem höfðu hvað hæst hvað þetta varðar stórt líknarfélag og við erum að gera og bað þau um að lýsa því hvað þau ættu við mjög góða hluti öldrunarmálum.“ í því fyrr að taka þetta þá voru þau í raun bara að lýsa því sem við erum skref og fara í svona að gera,“ segir Aríel stoltur og heldur áfram: „Þegar Áður starfaði Aríel við að stýra herskipum hjá ég fræddi viðkomandi svo um okkar fyrirkomulag danska sjóhernum. „Þetta er töluverð breyting íbúð. rann upp fyrir þeim ljós og þau sáu hvað við erum að frá því sem ég var að fást við en ég er bara kominn á

8

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


Lífgæðakjarni Sjómannadagsráðs við Sléttuna í Fossvogi. Ljósmynd: aðsend

Það eru kannski ekki allir sem átta sig á mikilvægi sjómannastéttarinnar. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem nálægðin við sjómennskuna er kannski ekki eins mikil og í minni plássum úti á landi. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er Reykjavík stærsta verstöð landsins, með mestu aflaheimildirnar. Þó sjómenn skipi sjálfir fulltrúaráðið segir Aríel að fagþekking sé höfð í fyrirrúmi við rekstur einstakra eininga svo sem Hrafnistu: „Við erum gríðarlega rík af mannauði, það er valinn maður í hverju rúmi og hingað hefur valist alveg einstaklega gott og drífandi fólk. Þetta er orðið það stórt batterí og það eru um 1.700 manns sem starfa hjá öllum félögum Sjómannadagsráðs. Og þau eru öll sérfræðingar á sínum sviðum. Við togarajaxlarnir og farmennirnir treystum þessu öfluga fólki fyrir daglegum rekstri.“ Aðspurður um hvernig ráðið muni þróast á næstu árum segir Aríel að markmiðið sé að halda áfram á sömu siglingu: „Við viljum gera betur í dag en í gær í þágu almennings og í þágu eldri borgara. Og svo munum við að sjálfsögðu halda áfram að halda Sjómannadaginn hátíðlegan og veita sjómannastéttinni verðugan sess í íslensku þjóðlífi.“

Hátíðarhöld við höfnina Sjómannadagurinn í Reykjavík er haldinn í samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim en á árum áður hélt hvert fyrirtæki sína hátíð. „Saman munum við gera kraftaverk og við erum þakklát fyrir að samstarfsviljinn sé svona mikill milli þessara þriggja aðila,“ segir Aríel og vill nota tækifærið og minna á mikilvægi stéttarinnar: „Það eru kannski ekki allir sem átta sig á mikilvægi sjómannastéttarinnar. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem nálægðin við sjómennskuna er kannski ekki eins mikil og í minni plássum úti á landi. En þegar öllu er á

botninn hvolft þá er Reykjavík stærsta verstöð landsins, með mestu aflaheimildirnar. Staðreyndin er sú að sjávarútvegurinn er stórt og veigamikið hryggjarstykki í efnahagslífi þjóðarinnar sem og hér á höfuðborgarsvæðinu. Grandinn er alveg frábært svæði sem við viljum fá sem flesta til að heimsækja á Sjómannadaginn og við ætlum að hafa hátíðarhöldin sem skemmtilegust og fjölskylduvænust þetta árið og á komandi árum.“

Við viljum gera betur í dag en í gær í þágu almennings og í þágu eldri borgara. Og svo munum við að sjálfsögðu halda áfram að halda Sjómannadaginn hátíðlegan og veita sjómannastéttinni verðugan sess í íslensku þjóðlífi.

Í

ár verður einstaklega skemmtilegur liður á dagskránni það sem Landhelgisgæslan og áhöfn Þórs munu bjóða hátíðargestum í siglingu um sundin. Þrjár ferðir verða farnar frá Norðurgarði, klukkan 11, 13 og 15. „Þetta er sérstaklega ánægjulegt og kjörið tækifæri til að kynna fyrir almenningi störf og mikilvægi Gæslunnar,“ segir Aríel sem sjálfur hlakkar mikið til klifurkeppni sem Klifurhúsið stendur fyrir á Sjómannadaginn: „Það verður reistur klifurveggur sem mun slútta yfir höfnina þannig að þeir sem eru óreyndir munu detta beint í sjóinn. Ég ætla sjálfur að skrá mig til keppni en þetta er eitt af því sem ég geri til að halda mér við líkamlega, að fara í Klifurhúsið. Annars er dagskráin þétt setin hjá mér á Sjómannadaginn. Dagurinn hefst á minningarathöfn um fallna sjómenn og í beinu framhaldi verður sjómannamessa í dómkirkjunni. Við í Sjómannadagsráði erum svo með athöfn þar sem heiðraðir eru sjómenn sem hafa skarað fram í og lagt lóð sín á vogarskálarnar við að sækja björg í þjóðarbú á fiski- varð- eða fraktskipum ásamt þeim sem hafa tekið virkan þátt í að efla stéttarfélögin og starf í landi tengt sjómönnum. En svo er ég líka með þrjú lítil börn sem hafa mikinn áhuga á að fara út á Granda og taka þátt í hátíðinni svo það verður nóg að gera.“ SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

9


Kári Jónsson, rekstrarstjóri MD Véla.

Vaxandi markaður MD Vélar hafa verið umboðsmenn Mitsubishi á Íslandi frá 1990 og hefur því skapast mikil og góð reynsla og samstarf á þeim árum. „Mitsubishi bíður upp á breitt úrval aðal- og ljósavéla sem eru framleiddar eftir háum stöðlum og fylgjast vel með þróuninni á markaðnum t.d. öryggis og mengunar stöðlum. Okkar áherslur eru að bjóða hágæða vörur, þjónustu og ráðgjöf með heiðarleika og gott samstarf við okkar viðskiptavini í fyrirrúmi.“ segir Kári Jónsson, rekstrarstjóri hjá MD Vélum.

sem þeir þjónusta. „Þörfin fyrir öflugar og öruggar land rafstöðvar er mikil hér á landi og á mörgum sviðum atvinnulífsins. Í nánu samstarfi við okkar góðu birgja getum við boðið viðskiptavininum upp á að fá landrafstöðvarnar uppsettar og frágengnar eins og óskað er eftir.“

Elín Bragadóttir

„Þessi tengi Síðastliðin ár hafa MD Vélar sérhæft sig í þenslutengjum fyrir flestar aðstæður og bjóða þola einstaklega mikla þeir eingöngu upp á hágæða tengi og hreyfingu, geta hreyfst í allar þjónustu. Þá eru MD Vélar með standard gúmí á lager en einnig er hægt að sérpanta Þá segir Kári að margir tengi MD Vélar áttir og veita þar með mjög góða tengi gúmí, stál og veftengi og boðið er upp á eingöngu við Mitsubishi „þá er það fjarri sérfræði aðstoð til að finna lausn sem hentar að það sé það eina sem við bjóðum uppá. vörn fyrir kerfin í tilfelli af t.d. best í hverju tilfelli. Þegar kemur að því að Við erum með mjög breitt net birgja og jarðskjálfta. Tengin eru bæði UL velja þenslutengi þarf að taka tillit til margra seljum og þjónustum einnig t.d. túrbínur, mismunandi þátta og það er mjög mikilvægt rafala, kæla, gíra og skrúfubúnað.“ Einnig skráð og FM að velja réttu tengin til að tryggja rekstraröryggi leggur fyrirtækið upp úr því að veita sem besta og fyrirbyggja tjón. þjónustu. „Við erum með stóran lager og oftast samþykkt.“ með mjög stuttan afgreiðslutíma ef panta þarf að utan, allt niður í 24 tíma, við erum með eigið verkstæði og viðgerðarmenn með mikla reynslu og 24/7 neyðarþjónustu.“ bætir Kári við.

Þó að MD Vélar sé þekktast fyrir að þjónusta við útgerð og sjávarútveginn, þá er það langt því frá að það sé eingöngu sá geiri

10

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

Fyrir utan það að bjóða upp á gúmí, stál og vef tengi þá er MD Vélar líka með Evrópuumboð fyrir sérhönnuð tengi til notkunar í vatnsúðakerfum. „Þessi tengi þola einstaklega mikla hreyfingu, geta hreyfst í allar áttir og veita þar með mjög góða vörn fyrir kerfin í tilfelli af t.d. jarðskjálfta. Tengin eru bæði UL skráð og FM samþykkt.“ segir Kári að lokum.


Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is


Farsæll á sjó og í landi Bragi Ólafsson hefur marga fjöruna sopið enda var hann á sjó í rúmlega 44 ár og þegar hann var kominn fast að sextugu hafði hann aldrei unnið við annað en sjómennsku. Lengst af var hann stýrimaður og skipstjóri fyrir vestan og á farsælan sjómannsferil að baki. „Ég missti hvorki skip né menn í hafið og fyrir það er ég afskaplega þakklátur.“ Bragi segist þó tvisvar hafa komist í hann krappann en hann hafi þó ekki gert sér grein fyrir þeirri lífshættu sem vofði yfir honum og mönnum hans fyrr en í land var komið. Þegar Bragi var hins vegar 59 ára ákvað hann að nóg væri komið og hélt í land. Hann átti eftir að komast að því að það er líf í landi – og bara þónokkuð litríkt og skemmtilegt en Bragi hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum eftir að sjómennskunni lauk. Bragi Ólafsson, athafnamaður og fyrrum skipstjóri. Allar ljósmyndir eru úr eigu Braga

Bragi á að baki rúmlega 44 ára farsælan feril sem sjómaður og skipstjóri. Hann fór snemma að sækja sjóinn, rétt nýskriðinn yfir fermingu en þá réri hann á trillu sem faðir hans keypti svo drengurinn hefði eitthvað fyrir stafni yfir sumarið. Þar með var grunnurinn lagður að framtíðinni. Bragi segir varla neitt annað hafa komið til greina þegar á reyndi en að leggja sjómennskuna fyrir sig. „Mamma vildi að ég yrði rafvirki og mér leist svo sem ágætlega á það. Haft var samband við rafvirkjameistara á Ísafirði sem var tilbúinn til að taka mig í læri en þegar á hólminn var komið ákvað ég að snúa mér frekar að sjómennskunni enda meira upp úr henni að hafa í þá daga.“

Alda Áskelsdóttir

Bragi sem er borinn og barnfæddur Súgfirðingur er kominn af sjómönnum langt aftur í ættir en sá þeirra sem segja má að hafi lagt línurnar fyrir það sem koma skyldi var afi Braga, Friðbert Guðmundsson. „Afi minn var mjög framtakssamur og framsýnn maður. Hann átti marga báta um ævina, auk þess sem hann stofnaði fiskvinnslu sem fékk nafnið Fiskiðjan Freyja. Afkomendur afa ráku fyrirtækið allt til ársins 1982 þegar það var selt Sambandinu“ Ævintýri Friðberts hófst hins vegar með einum litlum bát. „Árið 1906 var afi 28 ára en þá lét hann smíða fyrir sig fyrsta vélbátinn en sá bátur fékk nafnið Vonin. Á þessum tíma voru menn að átta sig á þeim möguleika að setja vélar í þessa litlu báta sem róið var þarna fyrir vestan og reyndar víðar um land. Tveimur árum áður hafði bátnum Stanley frá Ísafirði verið breytt í vélbát og reynst vel. Afi ákvað því að láta smíða fyrir sig svipaðan bát á Ísafirði. Í Voninni var tveggja hestafla vél,“ segir Bragi og hlær um leið og hann bætir við: „Sem þætti lítið í sláttuvél í dag en þar með má segja að útgerðarsaga á Suðureyri hafi hafist fyrir alvöru. Þetta hafði ekki verið neitt neitt. Menn réru út

12

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

á fjörðinn til fiskjar og Ásgeirsverslun, sem var útibú frá Ísafirði og tók við öllum þorski en hitt báru sjómennirnir heim til sín til matar.“ Bragi segir að langamma sín og -afi hafi verið með þeim fyrstu sem settust að á Suðureyrarmölum þar sem þorpið stendur núna. Þá var Friðbert, afi hans, 9 ára og íbúarnir orðnir sjö að tölu. „1920 bjuggu þar hins vegar 300 manns. Á þessum árum varð hálfgerð sprenging. Fólk fór að sjá pening og það ýtti undir flutning úr sveitunum, sér í lagi þeirra sem höfðu ekki borið annað úr bítum en fæði og klæði.“ Nýir hættir í sjávarútvegi gegndu lykilhlutverki í þessari þróun. „Eftir að vélarnar komu í bátana var hægt að sækja fiskinn lengra út á miðin og fiska meira í hverjum róðri og þar með var kominn grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar fiskvinnslu.“ Friðbert átti Vonina í hátt í 20 ár en á þeim tíma keypti hann fleiri báta. „Afi hafði gjarnan þann háttinn á að eiga helming í mörgum bátum og deildi eignarhaldinu með skipstjóranum og vélstjóranum. Það þótti gott fyrirkomulag enda þannig tryggt að vélstjórinn passaði vel upp á vélina og skipstjórinn upp á línuna og að það yrði ekki bruðlað með neitt.“ Samhliða útgerðinni rak Friðbert salt- og harðfiskvinnslu. „Smátt og smátt komu svo synir afa og svo síðar tengdasonur í reksturinn. Þegar afi dó keyptu pabbi og tveir bræður hans hlut systkina sinna í útgerðinni og tóku alfarið við þeim rekstri. Við bræðurnir fylgdum svo í kjölfarið.“

14 ára sjóveikur vélstjóri en tvítugur að kaupa þriðja bátinn Eins og áður sagði var Ólafur Friðbertsson, faðir Braga, með föður sínum í útgerð og var skipstjóri alla sína tíð. Honum fannst því liggja


Friðbert Guðmundsson, skipstjóri, útgerðarmaður og hreppstjóri, afi Braga.

Ólafur Friðertsson, skipstjóri og útgerðarmaður, faðir Braga.

beinast við að synir sínir tækju einnig þátt í fjölskylduútgerðinni. „Sumarið sem ég fermdist, þá var ég á skaki með Guðmundi A. Guðnasyni á Sjöfninni sem var fjögurra tonna trilla. Ári síðar keyptum við pabbi Sigurvonina, gamlan fimm tonna bát sem var á meðal fyrstu vélbátanna á Suðureyri en hafði fengið mjög gott viðhald og var því í góðu standi, nema kannski vélin sem var eldömul. Þarna varð ég í fyrsta skipti hluthafi í bát sem ég eignaðist fjórðung í. Sigurvonina keypti pabbi gagngert til að ég og Ólafur, bróðir minn hefðum eitthvað að gera um sumarið. Hann réði formann á trilluna og ég

„Löngu áður en við náðum í land var báturinn orðin mjög ísaður. Við náðum að halda einum glugga á stýrishúsinu hreinum með því að hafa hann opinn og brjóta klakann jafnóðum og hann hlóðst upp fyrir gluggann og þannig sigldum við í land. Ég held að ég geti fullyrt að það hafi verið hálfs metra þykkt lag af ís utan á stýrishúsinu þegar við komum í land og það er lygilegt að báturinn hafi ekki farið á hliðina og sokkið.“

var munstraður sem vélstjóri,“ segir Bragi kíminn og bætir við: „Það var alls ekki jafn gott starf og það kann að hljóma. Í bátunum var glóðarhausvél. Alltaf þegar ég ræsti hana fylltist vélarrúmið af reyk og ég varð því mjög sjóveikur og þurfti að fara upp til að æla. Þetta gerðist aftur og aftur þar sem þessar vélar voru mjög gjarnar á að drepa á sér. Ég var staðráðinn í því eftir þessa reynslu að ég ætlaði ekki að verða sjómaður en það var allt gleymt og grafið því sumarið á eftir fór ég aftur á sjóinn.“ En eftir þetta sjóveikissumar brá svo við að hann varð aldrei sjóveikur eftir það. Þegar Bragi var 17 ára keypti hann hlut

Vonin ÍS 94 og litli báturinn er Sigurvonin ÍS, fimm tonna bátur sem var á meðal fyrstu vélbátanna á Suðureyri. SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

13


Fyrsta nýsmíðin. Vonin IS 94. Smíðuð á Ísafirði hjá Marsellíus Bernharðssyni Myndin tekin á sjómannadaginn 1961.

í sínum öðrum bát. „Ég, pabbi og Sigmundur K. Guðmundsson frændi okkar sem var hamhleypa til allrar vinnu, keyptum saman nýsmýðaða sex tonna trillu frá Marsellíusi frá Ísafirði. Pabbi hafði fundið það út að hann hefði meira upp úr því að gera út nokkra smærri báta en að vera á stærri bátunum hjá Fiskiðjunni. Fljótlega bættist því við annar sex tonna bátur og þá voru bátarnir orðnir þrír. Það veitti ekkert af því enda vorum við bræðurnir svo margir,“ segir Bragi og hlær. Þeir feðgar voru hvergi af baki dottnir því þremur árum síðar var samið um smíði á 200 tonna báti frá Noregi. Sá bátur fékk nafnið Ólafur Friðbertsson ÍS 34. Í höfuðið á föður Braga. Eigendur bátsins voru foreldrar Braga og þrír af þeirra sonum, þeir Einar, Bragi og Ólafur, sem báðir urðu þekktir aflamenn síðar „Við bræðurnir vorum sitthvoru megin við tvítugt og ég að skríða úr Stýrimannaskólanum um það leyti sem við fengum bátinn afhentan árið 1964.“ Það varð þó úr að Bragi afþakkaði pláss á nýja skipinu til að byrja með. „Ég var orðinn svolítið skuldugur eftir námsdvölina í Stýrimannaskólanum og ákvað að taka pláss sem mér bauðst á einum af hvalbátunum enda vissi ég að þar voru góðar og öruggar tekjur. Ég hafði nefnilega farið flatt á því að fara á síldveiðar árið 1960, þá 17 ára en við fiskuðum nánast ekkert og ég hafði lítið annað en trygginguna upp úr krafsinu. Ég ætlaði sko alls ekki að láta það henda mig aftur. Ég þénaði 84.000 kr. á hvalbátnum sem voru góðar tekjur en minn hlutur hefði orðið 180.000 kr. hefði ég farið á Ólaf,“ segir Bragi og skellihlær um leið og hann bætir við: „Þeir fiskuðu svo svakalega mikið þetta sumar.“ Bragi hélt hins vegar vestur um haustið og tók við stöðu stýrimanns fyrstu árin en svo skipstjóra allt þar til

báturinn var seldur árið 1982. Bragi segir að hugur hans hafi verið farinn að standa til þess að munstra sig um borð í togara þar sem það gæfi betur í aðra hönd. Hann hafi því síðustu tvö árin verið að hluta til á Elínu Þorbjarnardóttur, togara sem hét eftir ömmu hans og var annars vegar að hálfu í eigu Fiskiðjunnar Freyju og hins vegar í eigu einstaklinga og þar á meðal Braga sjálfs, en hann var líka í stjórn fyrirtækisins sem hét Hlaðsvík Hf.

Í kröppum sjó í páskahretinu 1963 Þar sem Bragi var rúm 40 ár á sjó má ætla að ýmislegt hafi komið upp á, á þeim tíma enda sjómennskan mjög áhættusöm atvinnugrein á þessum árum og slys og sjóskaðar mun tíðari en nú. Bragi segist hins vegar hafa verið lánsamur á sínum ferli þó eitt og annað hafi komið upp á. „Ég upplifði aldrei um borð að ég væri í lífshættu. Mér varð það hins vegar ljóst eftir á, í tvö skipti, að við höfðum verið í verulegri lífshættu,“ segir Bragi alvarlegur í bragði þegar hann hverfur í huganum aftur til ársins 1963 en það vor brast á með einu mannskæðasta páskahreti hér á landi sem sögur fara af. „Ég hafði lokið fyrsta árinu í Stýrimannaskólanum og tekið námskeið til viðbótar sem veitti mér réttindi strax þá til að stýra 60 tonna skipi. Ég réði mig sem stýrimann á 50 tonna bát frá Suðureyri. Við héldum til veiða þriðjudagsmorguninn 9. apríl og áttum okkur einskis ills von enda veður með eindæmum gott og gerði veðurspáin ráð fyrir að það myndi haldast þannig út daginn. Þegar við vorum 20 mílur fyrir utan Dýrafjörð fréttum við að veðrið

„Ég var staðráðinn í því eftir þessa reynslu að ég ætlaði ekki að verða sjómaður en það var allt gleymt og grafið því sumarið á eftir fór ég aftur á sjóinn.“

14

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


væri orðið kolvitlaust á norðanverðum Vestfjörðum. Skipstjórinn ákvað að við skyldum hætta að leggja þó að við værum bara hálfnaðir. Við drógum inn eins hratt og við gátum og þegar við áttum enn eftir 10 bala var veðrið hjá okkur orðið bandvitlaust. Öllum bölum og belgjum var bara hent niður í lest og stefnan tekin í land. Það var hins vegar ekki nokkur leið fyrir okkur að komast til Suðureyrar vegna vindsins og því var stímið tekið á Patreksfjörð. Við vindinn bættist svo sjófrost og því fylgdi mjög mikil ísing sem við réðum ekkert við. Löngu áður en við náðum í land var báturinn orðin mjög ísaður. Við náðum að halda einum glugga á stýrishúsinu hreinum með því að hafa hann opinn og brjóta klakann jafnóðum og hann hlóðst upp fyrir gluggann og þannig sigldum við í land. Ég held að ég geti fullyrt að það hafi verið hálfs metra þykkt lag af ís utan á stýrishúsinu þegar við komum í land og það er lygilegt að báturinn hafi ekki farið á hliðina og sokkið. Hann átti bara eftir að kantra en sem betur fer sluppum við og náðum í land. Ég gæti best trúað að það hafi hlaðist upp ein 50 tonn af ís á bátinn og það er ekki fyrr en ég var kominn í land og leit yfir bátinn að ég gerði mér grein fyrir í hverslags lífshættu við vorum.“ Bragi segir að því miður hafi ekki allir verið jafn heppnir og hann og skipsfélagar hans því 18 menn fórust á sjó í þessu hreti. „Ég man að á þessum árum voru svona veður nokkuð tíð og skip fórust vegna ísingar. Árið 1967 var ég orðinn stýrimaður á Ólafi Friðbertssyni og þá lentum við í slíku ísingarveðri. Við vorum á netaveiðum í Breiðafirði, það var NA bræla og mikið sjófrost. Fyrst tókum við stímið á Látrabjarg og þar fór öll áhöfnin, 12 manns, út til að brjóta ísinn sem var orðin verulegur. Í næstu lotu náðum við undir Kópinn og aftur þurfti mannskapurinn að fara út að berja ísinn og í þriðju lotunni náðum við bara rétt yfir Dýrafjörðinn og undir Barðann og þá var allt enn og aftur orðið yfir klakað enda versnaði veðrið og frostið herti eftir því sem norðar dróg. Við komumst svo fyrir Barðann og við illan

leik inn á Önundarfjörð og ég man enn eftir því hversu velturnar voru orðnar hægar og langar og hreinlega stutt í að báturinn ylti. Þá var bara Sauðanesið eftir til að komast til Suðureyrar.“

Eiga Braga líf sitt að launa Bragi er hógvær maður og blaðamaður finnur að hann vill sem minnst um afrek sín tala. Það kemur þó á daginn að þrír menn eiga Braga líf sitt að launa. „Já, mér hefur lánast að bjarga þremur mannslífum á ævinni, tveimur frá drukknun í sjó og einum í sundlaug,“ svarar Bragi þegar hann er inntur eftir þessu. „Þegar ég var 16 ára var ég að botnþrífa eina trilluna sem við höfðum keypt. Á þessum tíma var verið að gera höfnina á Suðureyri og notaðar til þess stórtækar skóflur. Það var búið að grafa 4 – 5 metra niður þannig að fjaran endaði í þverhnípi beint niður. Ég tek eftir því að þrír pollar gerðu sér leik að því að hlaupa út á ystu brún og aftur til baka. Þetta gat bara endað á einn veg. Einn þeirra fór fram af og sökk í sjóinn. Hinir hlupu í burtu skelfingu losnir en ég stökk á eftir honum og náði að grípa í hann þar sem hann var kominn á 3 – 4 metra dýpi og koma honum á land,“ segir Bragi og heldur svo áfram: „Annað sinnið gerðist löngu seinna. Ég er þá skipstjóri á Ólafi og var að leggja að bryggju en við vorum sem betur fer ekki lagstir alveg að kantinum þegar ég sá hvar fimm ára gutti kemur hjólandi eftir bryggjukantinum og það vill ekki betur til en svo að hann fellur af hjólinu og beint í sjóinn. Allir sem urðu vitni að þessu frusu þannig að ég kúplaði frá í einum grænum, sparkaði af mér stígvélunum og henti mér í sjóinn á eftir stráknum. Hann var kominn niður á botn þegar ég náði honum. Það var svo einn sem hjálpaði mér að koma drengnum upp dekkin (fríholtin) sem hanga utan á bryggjunni. Ég var svo þungur á mér enda var ég í lopapeysu og ég gleymi því aldrei hvað hún varð blaut og þung þegar ég var að

„Mér hefur lánast að bjarga þremur mannslífum á ævinni, tveimur frá drukknun í sjó og einum í sundlaug.“

Hluti af útskriftarnemendum Stýrimannaskólans í Reykjavík 1964. Bragi er fyrir miðju og við hlið hans er Halldór Kárason frá Hornafirði. Aftast stendur Benedikt H. Alfonsson kennari. SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

15


Ólafur Friðbertsson ÍS 34. Árið 1964 kom 200 tonna bátur til Suðureyrar, smíðaður í Noregi sem var í eigu Ólafs og þriggja sona þeira, þeirra Einars, Braga og Ólafs. Hér er ný búðið að vígja Ólaf Friðbertsson IS 64.

klöngrast upp dekkin.“ Aðspurður segir Bragi að báðir drengirnir sem nú eru fullorðnir lifi góðu lífi. Hann hafi ekki verið í miklu sambandi við þá en annan þeirra hitti hann löngu síðar þar sem hann vildi þakka fyrir lífgjöfina. „Drengirnir voru báðir ungir að árum en foreldrarnir voru mér þakklátir og ég fékk gjafir og viðurkenningu frá þeim.“ Í þriðja sinnið sem Bragi bjargaði manni frá drukknun var hann staddur á sundlaugarbakka á Mallorca þar sem hann var í fríi. „Ég sat á sundlaugarbakkanum og var að dingla fótunum í vatnið þegar ég tek eftir manni sem stingur sér í laugina. Aðfarirnar við þetta voru svo svakalegar hjá manninum að ég fer að fylgjast með honum,“ segir Bragi og hlær: „Hann hverfur niður og ég skil ekkert í því hvað hann er að gera þar sem hann lætur öllum illum látum í vatninu. Að lokum skýtur honum upp og hann tekur andköf og sekkur aftur og þá áttaði ég mig á því hvað var á seyði. Ég stakk mér því til sunds á eftir honum. Mér gekk ágætlega að drösla honum upp og koma honum upp á bakkann og þar þrýsti ég á bringuna á honum og vatnið gúlpaðist upp úr honum en hann missti þó aldrei meðvitund. Hann var rétt að byrja að jafna sig þegar konan hans kom æðandi að okkur og spurði hann hvað í andskotanum hann hefði verið að hugsa ósyndur maðurinn. Ég sá þau aldrei aftur en ég reyndi að svipast um eftir þeim enda fannst mér að ég ætti skilið að fá bjór í björgunarlaun,“ segir Bragi og skellihlær.

Bragi var þó hvergi hættur á sjónum og ákvað að flytja með fjölskylduna suður. „Mér bauðst að taka við togaranum Júní í Hafnarfirði, sem var þá þúsund tonna ísfisktogari. Við fjölskyldan fluttum því suður og höfum ekki snúið til baka eftir það. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar gerði skipið út og var svona að líða undir lok á þessum árum. Þaðan lá leið mín sem stýrimaður og skipstjóri á Bergvíkina og Aðalvíkina, skuttogara frá Keflavík. Þegar Aðalvíkin var svo seld til Akureyrar fylgdi ég með í pakkanum,“ þar fékk hún nafnið „Sólbakur EA“ segir Bragi kíminn og bætir við: „Sólbakur var sá allra leiðinlegasti bátur sem ég hef verið á. Þetta var Japanstogari sem var keyptur til landsins 1973 og 15 árum síðar var skipt um aðalvél, spilbúnað og fleira. Í honum og sú vél, var liggur mér við að segja, oftar biluð en í lagi. Á þessum fimm árum þurfti að skipta sjö sinnum um túrbínur – það hefði þótt mikið jafnvel þó að það hefði bara þurft að skipta um eina á þessu tímabili. Það voru rangir ventlar í vélinni sem eyðilögðu túrbínuna og það var ekki fyrr en á síðasta árinu mínu á Sólbak að réttir ventlar voru settir í vélina. Við nýja togspilið var sett Autotroll sem var gjörsamlega misheppnað og fékkst ekki skipt út fyrr en eftir að ég var hættur.“ Það er ljóst að tilhugsunin um Sólbak, kætir Braga lítið en það kemur þó í ljós að Bragi getur séð skoplegu hliðar tilverunnar þegar hann klikkti út með: „Það var ekkert upp úr þessu annað að hafa en ævintýrið eða hitt þó heldur“ og svo skellur hann upp úr.

„Það var alltaf verið að spyrja mig hvort það væri eitthvað líf að vera alltaf á sjó. Ég svaraði því oftast þannig að það væri ekkert líf í landi en á þessum tímapunkti fannst mér tilvalið að kanna hvort það væri kannski líf í landi.“

Að vestan og suður

„Það er líka líf í landi“

Árið 1982 var Fiskiðjan Freyja og allar aðrar eignir henni tengdar seldar Sambandinu og þar á meðal togarinn Elín Þorbjarnardóttir sem Bragi var þá á. Ári síðar var svo Ólafur Friðbertsson einnig seldur og þar með lauk útgerðarsögu Braga og fjölskyldu hans á Suðureyri við Súgandafjörð.

Frá Akureyri heldur Bragi svo til Reykjavíkur og tekur við sem stýrimaður á Snorra Sturlusyni. „Þar er ég þar til að ég ákvað að segja skilið við sjóinn 59 ára gamall.“ Það má ætla að það þurfi kjark til að skipta um starfsferil á þeim aldri – sérstaklega þegar horft er til þess að Bragi hafði

16

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


Myndin er tekin í nóvember 1964. Það er verið að gera við blökk í bómu. Þarna er Bragi sem er viðgerðarmaðurinn og er 21. árs þegar myndin er tekin. Á þessum tímum voru ekki notuð öryggsbelti. Þetta var ekki gott vegna þess að málið sem hann stóð á var vægast sagt óstöðugt...

Hér sést þegar Friðbert Elí Gíslason skipstjóri á Hval 7 er að skjóta búrhval. Bragi tók þessa mynd 1964.

aldrei unnið við annað en sjómennsku. Hann var þó hvergi banginn. „Það var alltaf verið að spyrja mig hvort það væri eitthvað líf að vera alltaf á sjó. Ég svaraði því oftast þannig að það væri ekkert líf í landi en á þessum tímapunkti fannst mér tilvalið að kanna hvort það væri kannski líf í landi.“ Bragi vann í eitt ár við hafnarvörslu hjá Eimskip en þá fór hann að ókyrrast. „Mágur minn er matreiðslumeistari og hann vildi að við myndum opna veitingastað saman. Mér leist bara ágætlega á það og við ákváðum að fara saman til Danmerkur til að skoða veitingastaði og fá hugmyndir.“ Og það er ekki hægt að segja annað en að þeir mágar hafi fengið snilldarhugmynd úti í Danmörku. „Þessi ferð varð til þess að við fengum umboð til að opna Hereford steikhús á Íslandi og það sló samstundis í gegn.“ Mágarnir ráku Hereford í þrjú

St Elín Þorbjarnardóttir IS 700. Kom til Suðureyrar 1977. þá var landað á brjótnum, þar sem það vantaði viðlegukannt í höfnini sem kom síðar.

ár en ákváðu þá að selja reksturinn og enn í dag er veitingastaðurinn í eigu þeirra rekstraraðila sem keyptu af þeim. Meðfram þessu brölti vann Bragi sem öryggisvörður í Landsbankanum en eftir að hann seldi Hereford fór hann aftur að klæja í fingurna. „Ég hef undanfarin ár keypt lóðir og byggt á þeim iðnaðarhúsnæði.“ Og þó að Bragi sé kominn fast að áttræðu er hann hvergi nærri hættur. „Ég er yfirleitt með eitt hús í takinu í einu – byggi það og sel áður en ég byrja á því næsta.“ Þegar Bragi er spurður hvort að hann ætli ekki að fara hætta að vinna og slaka bara á stendur ekki á svarinu: „Nei, þetta er nú eiginlega bara mitt aðaláhugamál. Ég hef gaman af að sjá hugmynd verða að veruleika með því að kaupa lóð og byggja á henni. Og þetta hefur bara gengið vel. Ég er ekkert í golfinu svo tíminn minn fer bara í þetta í staðinn.“

þó að Bragi sé kominn fast að áttræðu er hann hvergi nærri hættur. Hans áhugamál er sjá hugmynd verða að veruleika með því að kaupa lóð og byggja á henni. Hér má sjá nýjasta verkefnið hans að Borgahellu 17 Hafnarfirði. SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

17


Á síldarævintýrinu mikla á sjöunda áratugnum var oft glatt á hjalla, enda fullfermi aftur og aftur. Gaf þetta þjóðarbúi mikla peninga og þjóðinni von. Aflinn varð meiri og vertíðin lengri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Bragi tók þessar myndir 1965 og eru þær teknar um boð í Ólafi Friðbertssyni. Á árinu 1965 hafði aldri verið brætt jafn mikið af síld á einu ári. Hér má meðal annars sjá fullfermi sem landað var á Raufarhöfn.

18

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


www.hd.is

Í tilefni sjómannadags óskum við sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn. HD hefur ávallt haft sterka tengingu við íslenskan sjávarútveg. Endurnýjun og tæknivæðing fiskiskipaflotans undanfarin ár kalla á fjölbreyttari viðhaldsþjónustu en áður. Þjónustu í landlegu þarf að undirbúa vel og nú sem fyrr hefur HD bæði varahluti og starfsfólk til reiðu svo stutt stopp nýtist sem best.


Síldarvinnslan í Neskaupstað er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins og stærsti framleiðandi fiskimjöls og lýsis á Íslandi.

Velgengni er ekki tilviljun

Alda Áskelsdóttir

Síldarvinnslan í Neskaupstað byggir á gömlum merg og hefur í gegnum tíðina farið í gegnum margan öldudalinn. Nú virðist hins vegar sem svo að brautin sé bein og velgengni fyrirtækisins hefur sjaldan verið meiri. Hagnaður fyrirtækisins síðasta ár var 11 milljarðar og segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, þennan góða árangur megi fyrst og fremst rekja til vel ígrundaðra ákvarðana eigenda í gegnum tíðina og ekki hvað síst því góða starfsfólki sem Síldarvinnslan hefur haft á að skipa. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að sjávarútvegurinn sé mjög skemmtileg og áhugaverð atvinnugrein. „Í sjávarútvegi er að finna mjög fjölbreytt störf og atvinnugreinin er bæði margslungin og skemmtileg.“ Gunnþór hefur frá því að hann fór að vinna unnið við störf tengd sjávarútveginum. „Ég er frá Seyðisfirði og þar á sjávarútvegurinn djúpar rætur. Það má kannski segja að það hafi verið skrifað í skýin að ég myndi starfa við sjávarútveg“, segir Gunnþór og bætir við: „Það atvikaðist bara þannig en

20

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

sennilega var það þó sambland af framtíðarsýn og tilviljunum – þannig er lífið.“ Gunnþór hefur svo sannarlega valið sér rétta atvinnugrein og virðist vera á réttri hillu því nú stýrir hann einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Síldarvinnslunni í Neskaupstað. „Ég byrjaði að vinna árið 1996 hjá SR Mjöli hf., en fyrirtækið var stofnað uppúr Síldarverksmiðjum ríkisins sem rak fiskimjölsverksmiðjur víða um land. Síldarvinnslan keypti svo stóran hlut í SR og árið 2003 sameinuðust fyrirtækin. Þá flutti ég í Neskaupstað og hef verið hér síðan.“


Gunnþór Ingvason stýrir einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Síldarvinnslunni í Neskaupstað.

Stærstu málin núna eru umhverfismálin og leita þarf leiða svo að orkuskipti megi eiga sér stað hjá flotanum. Við hér á Íslandi nýtum sjávarauðlindirnar okkar með sjálfbærum hætti – og hefur auðnast að gera það nokkuð vel. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum því sem við erum með í höndunum í sama ástandi eða betra en þegar við tókum við því.“

„Það hafa verið góð ár í sjávarútvegi á undanförnum árum og félagið hefur notið góðs af því að eigendur félagsins hafa staðið þétt við bakið á því og það hefur verið nýtt til þess að styrkja og fjölga stoðum fyrirtækisins, m.a. með kaupum á fyrirtækjum og aflaheimildum.“ Réttar ákvarðanir á réttum tíma Rekstur Síldarvinnslunnar hefur gengið vel síðustu misseri. Fyrirtækið var skráð á markað í maí 2021 og í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður þess það ár hafi verið 11 milljarðar og af honum fái hluthafar greidda rúma þrjá milljarða í arð. „Þetta ár gekk mjög vel. Það var loðnuveiði eftir tvö loðnulaus ár, vel veiddist af síld og makríl og bolfiskveiðarnar gengu vel. Við fengum gott verð fyrir afurðirnar. Markaðir eru sterkir og eftirspurnin góð fyrir íslenskt sjávarfang í dag. Þetta endurspeglar þau verðmæti sem felast í íslensku sjávarfangi og mikilvægi þess að við höldum áfram þeirri vegferð að vinna að aukinni

verðmætasköpun og nýtingu með sjálfbærum hætti,“ segir Gunnþór og bætir við: „Það er líka mjög ánægjulegt að sjá loðnustofninn vera að taka við sér á ný eftir lægð síðustu ára. Í ár fengum við meiri veiðiheimildir en við gátum nýtt. Það reyndist erfitt að ná í loðnuna, en þar spila inní veður og göngumynstur. Nú eru jákvæð teikn á lofti með loðnukvóta fyrir næstu vertíð.“ Félagið hefur vaxið á undanförnum árum. Samstæðan samanstendur nú af móðurfélaginu, Síldarvinnslunni og dótturfélögum þess: Bergi – Hugin, Fóðurverksmiðjunni Laxá og Fjárfestingarfélaginu Vör. Þá á félagið hlutdeild í uppsjávarútgerð á Grænlandi og í Bandaríkjunum. „Það hafa verið góð ár í sjávarútvegi á undanförnum árum og félagið hefur notið góðs af því að eigendur félagsins hafa staðið þétt við bakið á því og það hefur verið nýtt til þess að styrkja og fjölga stoðum fyrirtækisins, m.a. með kaupum á fyrirtækjum og aflaheimildum.“ Gunnþór segir að fleira komi til þegar talað er um velgengni Síldarvinnslunnar. „Við höfum alltaf haft mjög gott starfsfólk og í því felst ekki síst lán félagsins. Mönnum hefur tekist að taka réttar ákvarðanir í gegnum tíðina. Til að mynda má nefna að þegar kvótakerfinu og framsalinu var komið á var ákveðið að Síldarvinnslan myndi sérhæfa sig í veiði og vinnslu uppsjávarfiska. Ráðist var í byggingu á fyrsta sérhæfða uppsjávarfrystihúsi landsins. Síldarvinnslan hefur í gegnum árin verið í fararbroddi í mörgum nýjungum og til að mynda keypti félagið fyrsta skuttogarann til landsins.“

Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að vera stöndug til að takast á við dýfur Gunnþór telur að það sé nauðsynlegt að efnahagur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sé sterkur. „Það eru miklar sveiflur í íslenskum sjávarútvegi og fyrirtæki verða að vera í stakk búin til að takast á við SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

21


Nú stendur til að reisa minningarreit á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóði sem féll á bæinn 1974. Þar verður fallegt og friðsælt torg þar sem fólk getur komið og sest niður til að njóta kyrrðar.

„Þær allra mestu hörmungar sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum eru þær sem fylgdu í kjölfar þess að snjóflóð féllu á bæinn árið 1974.“ áskoranir og dýfur. Markaðurinn er oft mjög sveiflukenndur og verð og eftirspurn sveiflast einnig. Nýjasta dæmið er stríðið í Úkraínu og þær hörmungar sem eiga sér stað þar. Við höfum selt loðnu þangað en nú er markaðurinn þar í ákveðnu limbói. Við höfum náð að spila vel úr stöðunni þar og erum þokkalega vel sett með afurðirnar okkar. Við erum að selja loðnu og aðrar afurðir inn til Úkraínu. Við erum í góðu sambandi við viðskiptavini okkar þar og það gengur vel miðað við aðstæður, sem enginn getur sagt fyrir um hvernig muni þróast ,“ segir Gunnþór og bætir við: „Við erum að selja afurðir okkar á aðra markaði líka.“ Gunnþór segir að útgerðarmenn séu bjartsýnir og það sé gott hljóð í mönnum þessi misserin. „Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að ýmislegt bjáti á – og það sýndi sig í Covid-faraldrinum – þá mun fólk alltaf þurfa á hollum og góðum matvælum að halda. Það erum við með í virðiskeðjunni okkar. Það er lykilatriði að vera stöðugt á varðbergi og skoða þau tækifæri sem gefast hverju sinni en á sama tíma verjast þeim ógnunum sem að okkur steðja. Stærstu málin núna eru umhverfismálin og leita þarf leiða svo að orkuskipti megi eiga sér stað hjá flotanum. Við hér á Íslandi nýtum sjávarauðlindirnar okkar með sjálfbærum hætti – og hefur auðnast að gera það nokkuð vel. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum því sem við erum með í höndunum í sama ástandi eða betra en þegar við tókum við því. Þetta eru svona stóru málin, ásamt því að vinna stöðugt að því að auka verðmæti þess hráefnis sem við höfum í höndunum.“

Snjóflóðið 1974 og minningarreitur Þó að Síldarvinnslan í Neskaupstað sé í dag eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins og stærsti framleiðandi fiskimjöls og lýsis

22

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

á Íslandi hefur það ekki alltaf verið þannig. Síldarvinnslan var stofnuð árið 1957. Félagið var almenningshlutafélag og tilgangur þess að reka síldarverksmiðju, síldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað en á þessum árum var mikil síld úti fyrir Austfjörðum. Ári síðar var vinnslan komin í gang og átti hún eftir að skila góðum arði og leggja grunn að öflugu fyrirtæki. Árið 1965 hófst svo útgerðarsaga Síldarvinnslunnar en þá var ákveðið að kaupa tvo báta til að tryggja vinnslunni nægt hráefni. Adam var þó ekki lengi í paradís því að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum brugðust árið 1968. „Menn létu ekki deigan síga heldur snéru sér að loðnu- og bolfiskveiðum. Það hefur verið styrkur Síldarvinnslunnar að menn hafa verið fljótir að átta sig á breyttum aðstæðum og aðlagast nýjum.“ Í langri útgerðarsögu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hafa skipst á skyn og skúrir eins og gefur að skilja. „Þær allra mestu hörmungar sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum eru þær sem fylgdu í kjölfar þess að snjóflóð féllu á bæinn árið 1974.“ Tvö snjóflóð féllu á bæinn, annað þeirra lenti á athafnasvæði Síldarvinnslunnar og gereyðilagði m.a. verksmiðjuna og starfsmannahús, auk þess sem frystihúsið varð fyrir miklum skemmdum. „12 fórust í flóðinu og voru sjö þeirra starfsmenn Síldarvinnslunnar. Þetta var mikið áfall fyrir bæjarbúa en þrátt fyrir þessar hörmungar var fljótlega farið að huga að því að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný. Menn voru úrræðagóðir. Niðurlagningarverksmiðja Síldarvinnslunnar var ræst og allur togaraog bátafiskur var saltaður þar til unnt var að hefja starfsemi á ný í frystihúsinu.“ Nú stendur til að reisa minningarreit sem helga á þeim sem látist hafa við störf sín hjá Síldarvinnslunni. „Þessi reitur á að rísa á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóðinu. Þetta er mikilvæg staðsetning bæði fyrir fyrirtækið en ekki síður fyrir bæinn. Þarna stóð fyrsta verksmiðjan okkar og þetta er það fyrsta sem blasir við þegar keyrt er inn í bæinn. Þarna verður fallegt og friðsælt torg þar sem fólk getur komið og sest niður til að njóta kyrrðar umkringt minningarskildi með nöfnum starfsmannanna, auk þess sem sögu félagsins verður gerð stutt skil.“ Gunnþór segir að vinnan sé nú þegar hafin við torgið og vonir standi til að það verði tilbúið á allra næstu mánuðum.


Aflann og vörur í örugga höfn Faxaflóahafnir óska sjómönnum, fjölskyldum sjómanna, útgerðum og öðrum þeim sem tengjast sjávarútvegi gleðilegan sjómannadag.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Pétur Kristjánsson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.


Sigurður Pétursson stofnandi fræðslu- og nýsköpunarmiðstöðvarinnar Lax-Inn

Fiski-, skel- og þörungarækt á Íslandi Fiskirækt frá landnámi Í Þorskfirðingasögu eru fyrstu rituðu heimildir um fiskirækt sem nær til landnáms þar sem kemur fram: „Þeir tóku fiska úr vatninu og báru í læk þann er þar er nær og fæddust þeir þar. Sá heitir nú Alifiskalækur.“ Litlu síðar segir: „Þá réð Haraldur konungur hárfagri fyrir Noreg“ og því má vísa til þess að við höfum yfir 1.100 ára sögu í fiskirækt hér við land. Vegna einstakra umhverfisskilyrða hér á landi með aðgang að hreinu vatni, sjó, jarðvarma og grænum orkugjöfum þá hefur Ísland einstaka möguleika til uppbyggingar lagareldis (e. aquaculture). Hingað til höfum við fyrst og fremst verið í laxfiskaeldi (lax, silungur og bleikja) og á síðasta ári voru laxfiskar meira ein 99% alls fiskeldis hér á landi.

Landeldi laxfiska Við Íslendingar höfum verið framarlega í landeldi á laxfiskum á heimsvísu og engin þjóð elur eins mikið af bleiku (rúm 5 þús. tonn*). Í Öxarfirði er sú landeldisstöð sem alið hefur mest af laxi á heimsvísu (um 2 þús. tonn*). Hvergi er hafbeit á Atlantshafslaxi eins mikil og hér við land með útsetningu frjóvgaðra hrogna og laxaseiða úr landeldi í veiðiár víða um landið. Í tengslum við laxeldi í sjókvíum þá er eldistími fyrir útsetningu sjógönguseiða á landi að jafnaði lengri en eldistíminn í köldum sjónum hér á landi hvort sem um er að ræða lax eða silung. Áformað er að matfiskeldi á laxi hér á landi nái yfir 100 þús. tonn á næstu 3-5 árum**, sem er álíka og áformin í sjóeldi** og sambærilegt eins og allt laxeldi Færeyinga (95 þús. tonn 2021***).

Sigurður Pétursson, stofnandi fræðslu- og nýsköpunarmiðstöðvarinnar Lax-Inn

Sjóeldi laxfiska Það var fyrir 50 árum síðan að fyrstu kvíar til sjóeldis á Atlantshafslaxi voru smíðaðar í Noregi og hófst þar mikil uppbygging sem á síðasta ári skilaði heimsframleiðslu um 2,9 milljón tonna****. Hvergi á heimsvísu hefur sjóeldi á laxi vaxið hlutfallslega eins hratt eins og á Íslandi síðust ár og heildarframleiðsla hér á landi er nú rúmlega 46 þúsund tonn. Vöxturinn er leiddur af laxeldi sem hefur rúmlega fimmfaldast í magni á fimm árum og setur lax í flokk næst verðmætustu útflutningstegund sjávarafurða á eftir þorskinum.

Fiskeldi á Íslandi og heimsvísu Á Íslandi má segja að eldi lífvera í vatni (lagareldi) sé næstum bara fiskeldi og mætti í raun þrengja það við laxfiskaeldi (lax, bleikju og silung) sjá mynd 1. Laxfiskaeldi er þó aðeins brot af fiskeldi á heimsvísu og er rúmlega 3%**** af heildarmagni eldisfisks. Fiskeldi er í hraðri sókn og það eru þegar 6 ár síðan að magnið til manneldis úr fiskirækt tók fram úr villtum fiskafla. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er gert ráð fyrir að vegna mannfjölda aukningar næsta áratuginn muni framleiðsla á eldisfiski aukast um 20 milljónir tonna eða sem samsvarar 20-földum lönduðum fiskiafla Íslands. Ekki er búist við neinni aukningu á afurðum úr villtum fiskistofnum.

Fiski-, skel- og þörungarækt á Íslandi Það mun eiga sér stað mikil aukning í laxfiskaeldi hér á landi á komandi árum sem má búast við að verði mest í Atlantshafslaxi.

24

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


sem og í ræktun annarra skeldýrategunda. Ein verðmætasta eldistegund í heimi eru sæeyru (e. abalone) sem er hlýsjávarsnigill sem hefur verið í tilraunaeldi hér við land og byggður hefur verið upp eldisstofn með áformum um framleiðsluaukningu á næstu árum. Þörungarækt er í dag að lang mestu leyti stunduð í Asíu með yfir 97% heimsframleiðslunnar (95 milljónir tonna*****). Frændur okkar í Færeyjum eru í fararbroddi í Evrópu í uppbyggingu þararæktar og hér á landi eru miklir möguleikar á þessu sviði. Fjölrækt (e. IMTA) þar sem á einu eldissvæði er stunduð ræktun fleiri en einnar eldistegundar sem geta haft jákvæð áhrif á samnýtingu næringarefna á sama eldissvæði, s.s. laxeldi þar sem þara- og skeldýrarækt nýtir lífrænan úrgang, er mjög raunhæfur eldiskostur hér á landi.

Sjómenn og eldisbændur

Verið er að fóðra lax í Dýrafirði.

Bæði mun aukningin verða í hefðbundnu sjóeldi samhliða útgáfu viðbótar eldisleyfa, frekari fjárfestingu í seiðaeldisstöðvum og útsetningu stórra sjógönguseiða. Einnig má búast við að hér á landi verði aukning í notkun lokaðra eldiskvía sem og til framtíðar framleiðsluaukning tengt eldi í úthafskvíum. Mikil aukning verður svo eins og lýst var hér að ofan í landeldi á laxi sem og aukningu í bleikjueldi. Frekari þróun kynbóta hjá Benchmark Genetics Iceland (fyrrum Stofnfiskur) mun einnig styðja við aukna framleiðslu. Einnig er líklegt að framþróun verði í þróun ófrjórra eldislaxa. En lagareldi er ekki bara laxfiskaeldi og hér á landi eru góð skilyrði til hlýsjávareldis á landi með nýtingu jarðvarma, en slíkt eldi á sér stað með senegalflúru á Reykjanesi sem og styrjueldi við Ólafsfjörð. Reikna má með að frekari aukning muni verða í eldi á þessum svæðum og möguleikar eru á fleiri tegundum í fiskeldi. Á heimsvísu er þörungarækt um þriðjungur í magni á við fiskirækt og það sama á við um skel- og lindýrarækt. Hér á landi hefur kræklingarækt verið stunduð þó svo það hafi ekki náð flugi en möguleikar eru á aukningu þar

Á fyrri hluta þessa árs hefur enn eitt metið verið slegið í vexti og nú eru sjávarafurðir sem eiga uppruna sinn úr fiskeldi komnar yfir 15% af verðmæti sjávarafurða******. Við erum þó vel undir heimsmeðaltali fiskeldis sem er vel yfir helmingur uppruninn úr eldi sem og nágrannaríkjum okkar eins og Færeyjum og Noregi þar sem laxfiskaeldi er yfir 70%**** verðmæta sjávaraafurða. Á Íslandi höfum við vissulega mikil tækifæri vegna náttúru auðlinda okkar með aðgangi að hreinum sjó og vatni, jarðvarma og grænni raforku til aukningar eldis. Það sem þó skiptir mestu máli til þess að ná árangri eru auðlegðin í góðu starfsfólki sem kann til verka og hefur þekkingu á eldis- og sjávarafurðum. Með frekari vexti fiski-, skel- og þörungaræktar er um að ræða möguleika sem gæti farið vel samhliða smábátaútgerð. Kæru sjómenn og sjóeldisbændur til hamingju með sjómannadaginn.

Heimildir: *MAST ´22, **Fræðsluráðstefna Lax-Inn ´22, ***Avrik Benchmarking ´22, ****Kontali ´22, *****FAO ´22, ******Radarinn.is og Hagstofa Íslands.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

25


Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og

Snæfellsbær

26

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

Vestmannaeyjahöfn

Vopnafjarðahreppur

Sími 414 4414

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

27


Katrín Hulda Gunnarsdóttir sérfræðingur á sviði virðiskeðju hjá Matís

Ungt fólk til áhrifa gegn loftslagsbreytingum? L oftslagsbreytingar eru eitt stærsta vandamálið sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir um þessar mundir. Hér á Íslandi eru það helst áhrif á hafið sem valda áhyggjum, enda sjávarútvegurinn mikilvæg atvinnugrein bæði efnahagslega og menningarlega. Þá eru e.t.v. ríkust ástæða til þess að hafa áhyggjur af afdrifum smárra byggðarlaga þar sem fábreytt atvinnulíf reiðir sig að mestu á hafið. Hvað verður um þau ef aðstæður í kringum landið taka verulegum breytingum? Mikilvægt er að unga fólkið okkar fái góða fræðslu um málefnið enda eru það þau sem munu koma til með að verða fyrir áhrifunum auk þess sem þau eru ótrúleg uppspretta góðra hugmynda og framtíðarlausna.

vinnustofur og þær voru útbúnar með það í huga, þ.e. að gefa kennurum nauðsynlegar bakgrunnsupplýsingar um loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á hafið, lífríki þess, auðlindanýtingu og samfélög. Vinnustofurnar voru fjórar og samanstóðu þær af hugtakalista, efnislegri umfjöllun og svo verkefnabanka. Þó svo að mælt væri með að vinna vinnustofurnar sjálfar í ákveðinni röð gátu kennarar valið umfjöllunarefni og verkefni innan vinnustofanna eftir því hvað hentaði hverjum nemendahóp fyrir sig.

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar Í vetur hefur fræðsluverkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar (GFF) verið í gangi í þremur grunnskólum á landsbyggðinni, Nesskóla í Neskaupstað, Árskóla á Sauðárkróki og í Grunnskóla Bolungarvíkur. Verkefninu er fyrst og fremst ætlað að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda á loftslags- og umhverfismálum, nýsköpun og sjálfbærri auðlindanýtingu með áherslu á hafið. Matís fer með verkefnastjórnun en þar að auki komu FabLab smiðjur á hverjum stað að samstarfinu á samt sjávarútvegsfyrirtækjum í heimabyggð, Djúpinu Frumkvöðlasetri, Cambridge University og Climate KIC. Þar að auki hefur N4 unnið að heimildamynd um verkefnið sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni í haust. Verkefnið er fjármagnað af Loftslagssjóði.

Hvar á að byrja? Þegar kemur að erfiðu umfjöllunarefni líkt og loftslagsbreytingum getur verið erfitt að átta sig á því hvar er best að byrja. Lagt var upp með að halda

Setja í samhengi sem krakkarnir þekkja Eitt af því sem er talið mikilvægt þegar kemur að því að fræða börn og ungmenni um erfið málefni líkt og loftslagsbreytingar er að setja það í samhengi sem er þeim kunnuglegt. Í tilfelli GFF lá beinast við að kanna möguleg áhrif loftslagsbreytinga á sjávarbyggðir, enda líkur á að þau verði töluverð sé ekkert gert. Áhrifin sem eru hvað augljósust eru bein áhrif á hafið og lífríki þess en auk þeirra könnuðu nemendur afleidd áhrif á efnahag og samfélög. Vegna þess að verkefnið fór fram í sjávarplássum þekktu allir nemendurnir til einhvers sem hafði lífsviðurværi sitt af hafinu hvort sem það eru sjómenn, starfsfólk fisk- og rækjuvinnsla eða starfsfólk nýsköpunarfyrirtækja sem nota hráefni úr hafinu. Þetta eru foreldrar þeirra, frænkur og frændur, afar og ömmur. Það var því auðveldara fyrir þau að gera sér í hugarlund hver áhrifin myndu verða á þeirra eigið líf, skyldu aðstæður í hafinu við landið gjörbreytast. Verkefnin sem fylgdu vinnustofunum fjórum snerust að mestu leyti um þetta en þar voru m.a. hlutverkaleikir, tilraunir og fleira. Að tengja umfjöllunarefni við nærumhverfi nemenda er mikilvægt, bæði vegna þess að samhengi færir vandamálið nær þeim og gerir þeim auðveldara að skilja, en líka vegna þess að auðveldara getur reynst að sjá mögulegar lausnir í umhverfi sem er kunnuglegt. Þau vandamál sem verða til vegna loftslagsbreytinga fara úr því að vera fjarlæg, óáþreifanleg og yfirþyrmandi yfir í að vera augljós og aðkallandi og þar með viðráðanlegri.

Að heyra raunverulegar reynslusögur annarra Eitt þeirra verkefna sem reyndist hvað best og vakti börin til umhugsunar,

28

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


Eitt verkefna GFF var að kanna áhrif mismunandi veiðiaðferða á fiskistofna. Hér eru gúmmíbangsarnir fiskarnir en rörin og skeiðararnar tákna mismunandi aðferðir.

var að fá heimsóknir frá þeim sem höfðu stundað sjóinn í mörg ár og fá að heyra beint frá þeim hvernig starfsumhverfi þeirra hefði breyst í áranna rás. Fyrir heimsóknirnar höfðu krakkarnir undirbúið spurningar sem sneru t.d. að breytingum í veðurfari, á tegundum sem veiddar eru, tækniframförum og ýmsu fleiru. Annað stórt verkefni fól í sér að fara í heimsóknir í sjávarútvegsfyrirtæki. Þar fengu nemendur fræðslu um starfsemi þeirra og hvaða áskorunum þau standa frammi fyrir í sambandi við umhverfismál. Krakkarnir voru mjög áhugasamir í heimsóknunum, enda að fá ný sjónarhorn á starfsemi sem er þeim annars kunnugleg. Aftur setur þetta það sem þau höfðu lært í allan vetur í nærtækara samhengi. Greinilegt var að börnin gátu nýtt sér þá þekkingu sem þau höfðu varið vetrinum í að afla sér. Það kviknuðu ýmsar spurningar og vangaveltur, og virtust þau sérstaklega áhugasöm um hvernig starfsemin hafði breyst í

Fisk roð var eitt þeirra hráefna sem nemendum datt í hug að nota í stað plasts. Það hefur meðal annars þann kost að eftir notkun brotnar það niður.

gegnum tíðina, og í því samhengi hvernig hún myndi breytast á næstu árum. Út frá þessum spurningum kviknuðu svo alls konar hugmyndir og það er aldrei að vita hvort einhverjar þeirra leiði til sprotafyrirtækja í framtíðinni. Það var allavega ljóst að krakkarnir eru efnilegir frumkvöðlar og eiga fullt erindi inn í alla umræðu um framtíð sinnar heimabyggðar, og landsins alls.

Að vinna með þekkinguna Á Íslandi er sérstaklega sterkt umhverfi nýsköpunar þegar kemur að því að nýta hina ýmsu hluta bláa lífmassans en blái lífmassinn er allur sá lífmassi sem kemur úr sjónum, þ.e. fiskar, þari, skeldýr, o.s.frv. Krakkarnir fengu sjálfir að vinna með þekkinguna í svokölluðum MAKEathonum sem voru í raun hápunktur vetrarins í GFF. MAKEathonin voru nýsköpunarkeppnir sem haldnar voru í hverjum skóla fyrir sig. Þar glímdu nemendur við áskoranir sem þeir höfðu komið auga á í heimsóknum sínum í sjávarútvegsfyrirtækin. Áskoranirnar sem unnið var með, voru því raunverulegar, þ.e. þetta voru (og eru) raunveruleg vandamál sem fyritækin eru að glíma við frá degi til dags. Keppnin gekk svo út á það hvaða lið fann upp á bestu lausninni. Krakkarnir komu með eigin hugmyndir og rannsökuðu hversu raunhæfar þær væru t.d. hvað varðar kostnað, hráefni, framleiðslu og markaðsetningu. Smíðaðar voru frumgerðir að uppfinningum, plaköt og logo voru hönnuð, kvikmyndaðar auglýsingar teknar upp og margt fleira. Sköpunargleðin var ótrúleg og krakkarnir afar metnaðarfullir. Þetta voru erfið verkefni en krakkarnir stóðu sig hreint ótrúlega vel, sem sannar enn og aftur að krakkar eiga fullt erindi í nýsköpun. Úrslit keppninnar verða svo tilkynnt í nýsköpunarvikunni í maí.

Nemendur unnu með ýmis hráefni í MAKEathonum sínum. Hér fá þeir fræðslu um hvernig fiskibein eru unnin til þess að hafa betri hugmynd um hvernig hægt væri að nýta þau.

Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins: Justine@matis.is. Þá eru skólar sem vilja taka þátt í verkefninu í framtíðinni sérstaklega hvattir til að hafa samband. Hægt er að fylgjast með gangi verkefnisins á heimasíðu verkefnisins: https:// graenirfrumkvodlar.com/ eða á Instagramsíðu verkefnisins: https:// www.instagram.com/gff_matis/ #Graenirfrumkvodlar. SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

29


Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Að vita, gera og vera Áherslur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í vélstjórnarnámi

mikilvægastur fyrir gott líf í fjölbreyttum og blómlegum samfélögum. Í skólanum er þannig lögð áhersla á að nemendur læri til að vita, þeir læri til að gera og einnig þurfa þeir að læra að vera. Vélstjórnarámið hefur ætíð verið vel metið í samfélaginu, vélstjórar hafa virðingu meðal samferðafólks og launin hafa verið samkeppnishæf. Þrátt fyrir það hefur ætíð þurft að hafa fyrir því að ná í nemendur til að leggja námið fyrir sig. Í dag er vélstjórnarnáminu skipt upp í fjögur stig og geta nemendur tekið fyrstu tvö stigin í Eyjum. Réttindi sem einstaklingar fá að loknu námi eru alltaf skilyrt, þannig að nemendur þurfa einnig að ljúka ákveðnum siglingatíma og ákveðinni starfsþjálfun.

Tinna Mjöll.

Í

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum er lagt kapp á að mennta einstaklinga til þeir geti lagt stund á frekara nám og tekist á við störf framtíðarinnar. Við þurfum einstaklinga með hæfni til að takast á við breytingar, sem geta tekið ábyrgð, tekist á við erfið úrlausnarefni og skapað ný gildi. Ein af námsleiðunum sem boðið er upp á í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum er vélstjórnarnám. Vélstjórnarnám hefur verið kennt í Eyjum í vel yfir hundrað ár. Fiskifélag Íslands sem var stofnað árið 1911, hélt námskeið í vélstjórn, fyrst árið 1915 í Vestmannaeyjum. Vélskólinn í Vestmannaeyjum tók við náminu árið 1966 og síðar Framhaldsskólinn 1979. Framhaldsskólinn varð til við samruna Iðnskólans, Vélskólans og framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Vélstjórnarnámið hefur tekið miklum breytingum á þessari rúmri öld sem það hefur verið kennt, sú tækni sem við búum að í dag var ekki einu sinni orðin að hugmynd þegar Fiskifélagið var með námskeiðin hér. Námið hefur vaxið og námstími til réttinda er allt frá einu ári til fimm ára. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér listina að læra og til að ná árangri krefst símenntunar og stöðugrar löngunar í að læra meira. Lögð er áhersla á að nemendur þrói með sér þá færni sem nauðsynleg er til að þeir geti sinnt faginu, og geti að loknu námi haldið áfram að vaxa og þróast sem einstaklingar í samfélaginu. Það er mikilvægt að nemendur öðlist færni til að taka þátt í atvinnulífinu og fái hagnýta og tæknilega kennslu sem nýtist þeim í vinnu og daglegu lífi. Áhersla er lögð á að efla leiðtoga- og stjórnendahæfni til að nemendur geti tekist á við krefjandi aðstæður. Einnig eru námsgreinar þar sem lögð er áhersla á líkama, huga og anda til að auka hamingju og heilbrigði sem er nauðsynlegt hverjum þeim sem lifir í lýðræðissamfélagi. Í náminu eru þróuð félags- og tengslafærni, nemendur vinna saman að verkefnum og tileinki sér færni í mannlegum samskiptum. Þar sem skólinn er fjölbrautaskóli þá vinna nemendur með fólki úr ólíkum áttum og ná þannig að tileinka sér samvinnu, sem er sá þáttur sem er hvað

30

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

Vélstjórnarbraut A. Þeir sem ljúka þessu námi öðlast réttindi til að gegna stöðu vélavarða og vélstjóra á skipum með vélarafli allt að 750 kW. Vélstjórnarbraut B. Þeir sem ljúka þessu námi fá réttindi til áframhaldandi vélstjórnarnáms og réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafli allt að 1500 kW og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW og minna. Vélstjórnarbraut C. Þeir sem ljúka þessu námi fá réttindi til áframhaldandi vélstjórnarnáms og réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl allt að 3000 kW. Vélstjórnarbraut D veitir ótakmörkuð vélstjórnarréttindi. Hvort sem einstaklingur velur lengra eða styttra nám, þá öðlast hann sérfræðiþekkingu á vélum og vélbúnaði, öðlast þekkingu á rafmagni og rafbúnaði, sem og að geta smíðað og öðlast leikni við ýmsa suðu. Að loknu námi er hægt að fara í frekara nám eins og sveinspróf eða meistarapróf og jafnvel frekara framhaldsnám á háskólastigi. Og auðvitað er fjölbreytt vélstjórnarvinna í boði um allan heim og hæfir menntaðir einstaklingar eftirsóttir.

Bogi og Birkir Freyr við kælikerfið



Tómas J. Knútsson stofnandi og formaður Bláa hersins

Plasthreinasta strandlengja í heimi (Úr viðjum Plastsins)

S

íðustu 5 ár, eða frá því að undirritaður ritaði grein í Sjávarafl ( 2017 3 tbl), hefur orðið þvílík hugarfarsbreyting til hins betra í málefnum hafsins að líklegast má líkja því við byltingu. Byltingin er fyrst og fremst sú mikla hugarfarsbreyting hjá meðal annars sjávarútvegsfyrirtækjum og stjórnvöldum til að gera enn betur en hafði viðgengst gagnvart mengun sjávar. Í dag eru staðreyndir málsins þær að allir eru orðnir mjög svo meðvitaðir um nauðsyn þess að hafið og umhverfið okkar sé eins hreint og kostur er. Hringrásarhagkerfi, nýsköpun, sjálfbærni, vistspor, kolefnisjöfnun og samfélagsleg ábyrgð eru hugtök sem fyrirtæki og stjórnvöld til sjávar og sveita eru að innleiða og það með miklum krafti. Hin hliðin á málefninu er einnig að koma fram með óyggjandi hætti, en hún er sú að það kostar mikla fjámuni að eiga hreint haf og land. Blái herinn tók þá ákvörðun á árinu 2015 að athuga möguleikann á því að efla starfsemi sína þannig að fyrirtæki gætu komið að rekstri samtakanna

Héðinsfjörður 2020

32

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

Tómas J Knútsson, stofnandi og formaður Bláa hersins.

sem bakland. Toyota hafði eitt fyrirtækja verið aðal styrktaraðili okkar og skaffað okkur pallbifreiðar fyrir okkar verkefni sem hafa nýst okkur mjög vel. Alþingi hafði einnig ákveðinn metnað til að setja smá fjármuni í verkefni og rekstur samtakanna samkvæmt þeim úthlutunarreglum sem þar gilda og æ fleiri sækja orðið um í dag en þegar Blái herinn byrjaði 1995. Fyrsti styrkur til samtakanna kom 1999 og var kr. 25.000. Í dag komast færri að en vilja í styrki hins opinbera til umhverfisverkefna af öllu tagi. Sú staðreynd að æ fleiri vildu leggja okkur lið leiddi til þess að grunnur var lagður að nýrri nálgun á rekstri Bláa hersins og ný stjórn var kosin


Krossavík hreinsuð með Hampiðjunni og Seeds 11 sept.2021

til starfa. Margar áskoranir þurfti að yfirstíga og krefjandi verkefni komu upp, húsnæðismálin voru í ólestri, við vorum á hrakhólum með tæki og tól, allt unnið í endalausri sjálfboðaliðsvinnu og starfskraftar að þrotum komnir. Verkefnin voru hins vegar mörg sem Blái herinn vildi sjá að yrðu að veruleika og eitt af þeim var sú samvinna sem Landvernd og Blái herinn unnu að í samstarfi við stjórnvöld um að berjast gegn plastmengun hafsins. Það samvinnuverkefni Landverndar og Bláa hersins undir heitinu Hreinsum Ísland var tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og keppt var um 2018 í Osló. Stór stund og mikill heiður. Til að gera langa og erfiða sögu stutta var ákveðið að koma samtökunum fyrir horn með samtakamætti stjórnar og undirrituðum stofnanda og bjóða nokkrum útvöldum fyrirtækjum að koma í baklandið með fjármagn til þess að hægt yrði að leigja húsnæði, borga laun og reka samtökin með sóma. Baklandið okkar eru eftirfarandi fyrirtæki sem öll eiga mikið hrós skilið og eru með gríðarlega metnaðarfullar umhverfisstefnur og sýna samfélagslega ábyrgð með þátttöku sinni í verkefnum okkar og framtíðarsýn: Toyota á Íslandi, Hampiðjan, Brim, Marel,Sjóvá, Útvegsmannafélag Suðurnesja, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Suðurnesjabær og Alþingi Íslands eru baklandið fyrir árið 2022.

Verkefnið Plasthreinasta strandlengja í heimi (Úr viðjum Plastsins) er 3-5 ára metnaðarfullt átak stjórnvalda til að hreinsa og viðhalda fjörum sem hreinsaðar hafa verið undanfarin ár og áratugi af m.a. Bláa hernum og fleirum, aðallega sjálfboðaliðasamtökum. Viljayfirlýsing og samstarfssamningar við 6 samtök og stofnanir er þegar undirritaður og eyrnarmerkt fjármagn tryggt til að koma á móts við útlagðan kostnað þeirra við verkefnið. Stjórnvöld munu leggja 30 milljónir á ári á næstu árum. Þó svo að stjórnvöld leggi ákveðinn metnað og fjármagn í þetta tiltekna verkefni er það samvinnuverkefni margra aðila. Það kom þess vegna mjög svo á óvart að einn einstaklingur sem tengist einum samstarfsaðilanum skildi leggjast svo lágt að reyna með aðsendum greinum í ákveðinn fjölmiðil gera starf Bláa hersins og stofnanda hans eins tortryggilegt með níðskrifum og meiðyrðum að annað eins hefur varla sést á prenti. Ávinningur af þessum skrifum varð enginn, það tók enginn undir þetta og baklandið lýsti yfir fullum stuðningi við samtökin, sem og stjórnvöld. Eftir situr lífsreynsla sem ekki verður aftur tekin, en hins vegar eykst ásóknin í það að koma í fjöruhreinsanir Bláa hersins sem eru næg fyrir. Eitt af því sem þetta samvinnuverkefni á að skila er að ákveðinn gagnagrunnur verður settur upp og þá verður aðgengilegt að hver sem er getur sett inn í gagnagrunninn sínar hreinsanir og verkefni.

Á ferðalagi á árinu 2021 SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

33


Húshólmi kláraður 6 okt. 2021

Nýlega var mjög svo metnaðarfullt verkefni framkvæmt af FISK Seafood á Sauðárkróki þegar þau fengu íþróttafélög í Skagafirði til liðs við sig og hreinsuðu fjörur Skagafjarðar. Alls komu 600 manns í þennan hreinsunardag, afraksturinn var nærri 9 tonn af fjörugóssi sem ekki liggur þá þarna, sveitarfélaginu til ósóma. Hver einstaklingur fékk kr. 10.000 fyrir þátttökuna sem gerir kr.6.000.000 til íþróttafélaganna, svo var grillað ofan í mannskapinn eftirá. Til fyrirmyndar í alla staði og eftirbreytni. Það er samvinnuverkefni að eignast Plasthreinsustu strandlengju í heimi, Blái herinn hefur fengið yfir 10.000 manns í þau 27 ár sem við höfum hreinsað fjörur landsins, verkefnin eru nokkur hundruð og hreinsuð hafa verið 1600 + tonn af óæskilegum hráefnum úr umhverfinu. Núna er komið í ferli að innihald stútfulls 40´gáms, sem geymir mikinn hluta þess sem Blái herinn hreinsaði á Reykjanesinu á árinu 2021, verði flokkað af vísindasamfélaginu og gerð góð skil í ár. Fyrirtækin sem Blái herinn starfar með hafa sinn sérstaka fjöruhreinsunarviðburð eða umhverfisviðburð og hafa þeir tekist sérstaklega vel. Hampiðju-fjöruhreinsanirnar eru sérstaklega fróðlegar og skemmtilegar en starfmenn þekkja öll veiðarfærin sem rekur á

fjörur okkar og margt af því er af erlendum skipum og af erlendum toga. Straumarnir bera á fjörur okkar fjörugóss alls staðar frá og eigum við myndir af hlutum úr fjöruhreinsunum okkar frá 15 löndum sem eru við Atlantshafið, einnig frá Marokkó, Slóvakíu, Karabíska hafinu, Kína og Indlandi. Eitt af því sem rekur mikið á fjörur Reykjanesskagans eru sandalar, en þeir eiga það sameiginlegt að þeir koma með Golfstraumnum hingað. Við getum með samstilltu þjóðarátaki eignast Plasthreinustu strandlengju í heimi ef við brettum upp ermar, sýnum verkefninu og öllum þeim sem vilja sjá þetta verða að veruleika virðingu og samstarfsvilja. Enginn einn getur allt en margir saman gera kraftaverk. Það hafa mjög mörg verkefni undanfarin ár sýnt og sannað eins og tildæmis Hreinni Hornstrandir og nýlegt Skagafjarðarverkefnið. Hrós dagsins fá allir sem leggja þessu mikilvæga málefni liðsinni sitt, sérstakar þakkir fær baklandið okkar sem hefur lyft Grettistaki með frábærum stuðningi, sjálfboðaliðar frá SEEDS og allir sem trúa á að hægt er að GERA ÞETTA SAMAN! Með vinsemd og virðingu

Nýtt leiðangursskip Þann 10. maí 2022 kom hið nýja leiðangursskip Le Commandant Charcot í sitt fyrsta skipti til Reykjavíkur. Skipið er í eigu franska skipafélagsins Compagnie du Ponant og ber nafn franska landkönnuðarins Jean-Baptiste Charcot, sem fórst með skipi sínu Pourquoi-Pas, ásamt áhöfn við Álftanes á Mýrum árið 1936. Skipið er merkilegt fyrir þær sakir að það er sérsmíðað til að sigla í hafís og vélar þess geta brennt bæði skipagasolíu og gasi. (birt: 13. maí 2022 af vef Faxaflóahafna)

Á myndinni eru Gísli Jóhann Hallsson yfirhafsögumaður og Garcia Etienne Marie Didier skipstjóri Le Commandant Charcot að skiptast á virðingarvottum en það er jafnan gert þegar ný farþegaskip hefja komu sínar til Faxaflóahafna.

34

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


Innilegar hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins


Sjómannadagur 2022

E

nn á ný er kominn Sjómannadagur. Sjómenn um land allt fagna og skemmta sér og sínum.

Það sem upp úr stendur er sú staðreynd að enginn sjómaður hefur farist við störf sín fimm ár í röð frá árinu 2017. Öryggisvitund og öryggismenning til sjós kemur þar mjög við sögu. Með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna 1985, hefur grettistaki verið lyft í öryggismálum sjómanna. Þegar stefnan var sett á 0 dauðaslys til sjós voru nokkrar efasemdarraddir sem sögðu að það væri ekki hægt. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans blés á þessar raddir ásamt sjómannaforustunni. Það á að vera regla, ekki undantekning að sjómenn komi heilir heim af sjónum. Nú er sannað að þetta er hægt. Höldum áfram á sömu braut og útrýmum einnig slysum til sjós. Það gengur hægt og bítandi að fækka þeim. Betur má ef duga skal. Fyrrgreindur Hilmar hefur látið þess getið að hann hætti sem skólastjóri þegar slysin verða komin í núll. Þannig að ef menn vilja Hilmar á eftirlaun, er um að gera að útrýma slysunum.

Öryggishandbók Nú eru mörg útgerðarfyrirtæki að taka í notkun öryggisstjórnunarkerfi sem byggir á að fræða sjómenn um öryggismál og hvetja til æfinga og skrá öll slys og næstum því slys. Öryggistrúnaðarmenn eru á mörgum skipum og öryggisstjórar hjá útgerðunum. Markmiðið með öryggishandbókinni er að allir vinni saman að einu markmiði, að allir komi heilir heim. Sumum finnst þetta mikið efni og óþægilegt að læra þetta allt. Með æfingunni verður þetta partur af daglegu rútínunni og öryggisvitundin og menningin verður greipt í huga sjómannanna. Ég skora á sjómenn að taka þessu fagnandi og nýta sér þær fræðsluleiðir sem eru í boði á hverjum tíma. T.d. er Rannsóknarnefnd samgönguslysa komin með nýtt skráningarkerfi slysa, Atvik. Þar geta sjómenn og útgerðir skráð slys og næstum því slys á netinu. Ég hvet sjómenn til að kynna sér Atvik og virkni þess.

Björgunarför Íslendinga Því ber að fagna og hrósa sem vel gengur. Nú hafa tekist samningar um að endurnýja nánast allan björgunarskipakost Landsbjargar. Þarft verk og löngu tímabært. Þyrlumálin eru okkur til háborinnar skammar. Hér eru þrjár þyrlur. Samt kemur fyrir að engin þyrla er til taks eða áhöfn ekki til staðar.

36

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

Hvað er í gangi kæru stjórnmálamenn? Ef slys verða til sjós utan við 20 sjómílur frá landi og ein þyrla er til taks fer hún ekki lengra en það. Mér hefur verið tjáð að tæpt hafi staðið með líf og limi sjómanna vegna þessa ástands. Nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók og veita nægu fé til LHG svo sómi sé að. Þetta ástand er algerlega óþolandi. Við sem þjóð treystum á sjávarútveginn sem okkar helstu stoð til að afla í þjóðarbúið en þegar kemur að mannslífum og heilsu sjómannanna okkar er kíkirinn settur fyrir blinda augað.

Kjaramálin Nú hafa samningar sjómanna verið lausir frá 1. desember 2019. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt þegar þetta er skrifað þrátt fyrir marga fundi. Tilboð kom frá útgerðinni í vor þar sem settar voru fram nýjar kröfur þannig að sjómenn myndu sjálfir greiða fyrir þær kjarabætur sem sjómenn fara fram á. Alltaf er slegið úr og í og ekkert gengur. Sjómenn hafa sammælst um 3,5% í tilgreinda séreign í lífeyrissjóði komi til sjómanna sem og annara launþega. Ef einhver atvinnugrein hefur efni á þessu er það útgerðin. Afkomutölurnar ljúga ekki. Aðrar kröfur okkar eru hófsamar og kosta útgerðina lítið sem ekkert. Minni á að úterðin hefur fengið afslátt af tryggingagjaldi eins og aðrir atvinnurekendur. Einnig hefur kauptrygging ekki hækkað síðan 1. maí 2019. Það telur líka í kassann hjá þeim. Við viljum breyta mælieiningu skipa úr brúttó rúmlestum í skráningarlengd í metrum. Sátt virtist vera komin á þau mál. Svo kom krafa um að færa allar skiptaprósentur niður þegar þetta yrði gert og þar með lækka laun sjómanna umtalsvert. Það virðist stefna í átök með haustinu ef ekki fer að ganga saman. Við fórum í gegn um Covid í sæmilegri sátt saman fyrir utan örfáar undantekningar. Höfum hækkað fiskverð mikið þrátt fyrir bölspár um verðfall á sjávarafurðum. Hrós fá sjómenn fyrir að fórna sínum frítíma til að halda flotanum á sjó. Kæru sjómenn, fjölskyldur Sjómannadagshátíð.

og

landsmenn

allir,

gleðilega

Gangið hægt um gleðinnar dyr. Komum öll heil heim. Valmundur Valmundsson formaður sjómannsambands Íslands


Til hamingju með daginn sjómenn!


Sjávarafl óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með daginn.

38

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


Til hamingju með daginn sjómenn


Upprunalega útgáfan af fiskimiðakorti Bjarna sæmundssonar frá 1926. Mynd: Hilmar Jónsson

Sjókort sem slegið hafa í gegn Eiguleg fiskimiða- og hafsbotnakort Hilmars Jónssonar hjá ProArc hafa rokið út eftir að hann auglýsti þau til sölu á Facebook. Fiskimiðakortið má nú finna á allflestum togurum landsins. Bæði kort höfðu svo gott sem fallið í gleymskunnar dá en Hilmar hefur nú endurvakið þau með nútímatækni og -aðferðum. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til að forvitnast frekar um sögu þessara korta.

Snorri Rafn Hallsson

Forfallinn kortafíkill í hálfa öld „Ég átti afa sem var sjómaður og hann var formaður Sjómannafélags Reykjavíkur lengi. Þegar ég fór svo hringinn árið 1974 eins og allir gerðu á sínum tíma sagði ég kallinum frá því að ég hefði verið á Klaustri í fínu veðri í tvo daga. Hann spurði þá hvort ég hefði séð Systrastapa eða Kirkjugólfið. Ég hafði ekki séð neitt og vissi ekki neitt. Í kjölfarið kviknaði þessu áhugi á því að ferðast meira og vita meira um söguna og þá komu kortin sér vel. Eftir það var ekki aftur snúið, ég er kortafíkill,“ segir Hilmar. Hilmar er 74 ára gamall og hefur starfað við grafíska hönnun frá árinu 1984. Allar götur síðan þá hefur hann gefið út kort af ýmsu

40

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

tagi: „Ég byrjaði á að gefa út kort fyrir ferðafólk sem var dreift frítt til ferðamanna í stóru upplagi auk ferðahandbókarinnar Land, sem var á þeim tímanýstárleg ferðahandbók fyrir Íslendinga,“ segir Hilmar um hvernig þetta hófst allt saman: „Ég byrjaði á því að selja Íslandskort og fiskamyndir og síðan hefur hlaðist heilmikið utan á þetta í sambandi við sjávarútveginn og útgerðir.“

Mikið úrval af alls kyns kortum Í dag hlaupa kort Hilmars á tugum og má skipta þeim í nokkra flokka. Hin ýmsu heimskort sem Hilmar býður upp á sýna heiminn frá ólíkum sjónarhornum. Má þar finna bæði hefðbundin landakort af svæðum og álfum, bæði landfræðileg og stjórnmálalegs eðlis auk korta sem sýna meðal annars væntanlegar siglingaleiðir frá Kyrrahafinu yfir í Atlantshafið. Náttúrumyndir af ólíkum tegundum hvala og fiska eru

Kort eru forgengileg eins og þú veist og með þessu er ég að halda sögunni til haga og gera hana lifandi.


Það var einn skipstjóri á Steinunni á Hornafirði sem vildi að börnin hans og eiginkona gætu áttað sig á því hvar hann væri staddur þegar hann væri við veiðar. Hann keypti þá svona kort heim til sín og svo hefur það eiginlega atvikast þannig að skipstjórarnir láta kaupa kort í skipin og það hafa flestir gert.

einnig fyrirferðarmiklar í úrvali Hilmars. En svo eru það kortin sem tengjast fiskveiðinni og fiskvinnslu og segja þau ákveðna sögu. „Kort eru forgengileg eins og þú veist og með þessu er ég að halda sögunni til haga og gera hana lifandi,“ segir Hilmar og nefnir sem dæmi nokkur kort sem hann hefur útbúið sem sýna landhelgi Íslands á ólíkum tímum allt þar til Þorskastríðinu lauk og 200 mílna landhelgi festi sig í sessi. En það getur einnig komið skemmtilega á óvart hverjir hafa áhuga á hvaða kortum: „Það er til svokallað straumakort sem var gefið úr 1986 af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, og þar eru straumar í kringum landið auk hitastigs sjávar sýnd með skýrum hætti. Þetta kort hefur slegið í gegn hjá Japönum sem sem heimsækja Vopnafjörð á loðnuvertíð, þeir vilja hafa þetta með sér heim og hafa tekið þó nokkur.“ Til að tryggja góða endingu kortanna eru þau seld í álrömmum og Hilmar prentar þau sjálfur á litekta ljósmyndapappír. „Tæknin er alltaf að

þróast og áður þurfti ég að setja sérstaka filmu á kortin til að verja þau útfjólubláu ljósi en í dag er ljósmyndapappírinn sjálfur með slíka vörn og einfaldar það ferlið og veitir góða vörn.“

Kort sem skapar tengingu við miðin Hilmar segist stoltastur af tveimur kortum sem hann hefur haft mikið fyrir að koma á markað. Það fyrra kallast Fiskimið við Ísland á mannamáli. „Það kort fékk ég hjá Sjávarútvegsráðuneytinu hérna heima en það var fyrst gefið út árið 1950 af tveimur kortagerðarmönnum. Það komst ekki í nein hámæli svo ég hófst handa við að kanna uppruna þess. Þá kom í ljós að náttúrufræðingurinn Bjarni Sæmundsson gaf það upprunalega út í bók sinni Fiskar frá árinu 1926. 1939, ári áður en hann deyr, teiknar hann það svo upp í einfaldri mynd og handskrifar nöfnin á miðunum,“ segir Hilmar. Í útgáfunni frá 1950 voru svo allir þáverandi vitar landsins merktir á kortið og númeraðir sem Hilmar segir að sé ómetanleg heimild.

Fiskimið við Ísland á mannamáli frá 1950 þar sem allir vitar landsins eru merktir inn. Mynd: Hilmar Jónsson SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

41


Niðurhleypt líkan af hafsbotninum í kringum Ísland, Grænland og Færeyjar. Mynd: Hilmar Jónsson

Tæknin var komin svo stutt á veg, það þurfti að búa til formúlur til að dýptin kæmi rétt fram og svo komu fyrirtæki alls staðar að á landinu að framleiðsluferlinu sjálfu. Samkvæmt Hafrannsóknarstofnun hefur þetta hvergi verið gert í heiminum. Það sem vekur hins vegar athygli er að kortið er ekki bara söguleg heimild heldur nýtist það fólki enn þann dag í dag. Eftir því sem GPStæknin hefur rutt sér rúms hafa hefðbundin kort lútið í lægra haldi og gamalgróin heiti og viðmið vikið fyrir tölum og punktum. „Það hafa margir skipstjórar sagt mér að þegar þeir koma inn í matsal og eru spurðir hvar skipið sé statt skilji menn ekki svörin. Skipstjórinn segir að þeir séu við Strandagrunn sem dæmi og þá spyrja menn: „Hvar er það?“ Lúðvík skipstjóri á Blængi hafði lengi leitað að svona korti því hann var orðinn leiður á því að menn væru engu nær um hvar þeir voru staddir, en nú er þetta nánast staðalbúnaður í hverjum togara og komið í stærstan hluta flotans,“ segir Hilmar ánægður með að þetta kort sem hvergi var að finna í Kortasögu Íslands komi að gagni. En kortið nýtist ekki bara þeim sem eru úti á sjó heldur skapar það betri

42

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

tengingu við þá sem eftir eru í landi. “Það var einn skipstjóri á Steinunni á Hornafirði sem vildi að börnin hans og eiginkona gætu áttað sig á því hvar hann væri staddur þegar hann væri við veiðar. Hann keypti þá svona kort heim til sín og svo hefur það eiginlega atvikast þannig að skipstjórarnir láta kaupa kort í skipin og það hafa flestir gert.“

Hitt djásnið Annað kort sem Hilmar hefur endurvakið er niðurhleypt líkan af hafsbotninum í kringum Ísland, Færeyjar og Grænland. Kortið var upprunalega unnið á árinum 1976-1978 en þegar upp komu deilur milli starfsmanna Siglingamálastofnunnar var kortinu hreinlega komið fyrir niður í kjallara þar sem það lá í 40 ár áður en Hilmar uppgötvaði það á ný: „Það seldust bara örfá kort á sínum tíma en hugmyndin var að þegar Landhelgisstríðunum við Breta lauk væri þörf á þessu óhefðbundna korti til að færa hafsbotninn umhverfis okkur í áþreifanlegra form fékk ég að vita hjá Kristni Helgasyni sem annaðist upprunalegu prentfilmugerðina,“ segir Hilmar. Axel Helgason sem gerði meðal annars Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur kom einnig að verkinu en Hilmar segir að það sé með ólíkindum að tekist hafi að útbúa kortið á sínum tíma: „Tæknin var komin svo stutt á veg, það þurfti að búa til formúlur til að dýptin kæmi

Ég er þannig að ef ég tek eitthvað í mig þá fer ég alla leið. Ég gefst aldrei upp.


Á ferðum sínum um landið hefur Hilmar tekið fjölmargar myndir af vitum og höfnum Íslands en þær má skoða í Facebook-hópum sem Hilmar sér um: Íslenskar hafnir og Vitamyndir - Íslenskar vitamyndir. Myndir: Hilmar Jónsson

rétt fram og svo komu fyrirtæki alls staðar að á landinu að framleiðsluferlinu sjálfu. Samkvæmt Hafrannsóknarstofnun hefur þetta hvergi verið gert í heiminum.“ Hilmar keypti allan lagerinn sem hafði dagað uppi og fékk að auki kassann til að móta kortið undir þrýstingi. Það gerði honum kleift að hefja framleiðslu á kortunum á ný en þau örfáu kort sem selst höfðu á sínum tíma voru flest illa farin. „Þau voru sett í tréramma og höfð opin svo þau upplituðust öll,“ segir Hilmar og leggur áherslu á að hið sama gildi ekki um hina nýju útgáfu: „Ég ramma kortin inn í þykkan fljótandi eikarramma og framan á það er sett glampalaust gler sem framleiðendur segja að sé litekta í 300 ár. Þetta er sama gler og er notað á listasöfnum um allan heim til að verja verðmæt listaverk fyrir útfjólubláu ljósi.“

Til hamingju með daginn sjómenn Við þökkum samstarf liðinna ára og sendum sjómönnum og landsmönnum öllum heillaóskir í tilefni dagsins. marel.com

„Mikil vinna hefur legið að baki hafsbotnslíkaninu sem einnig fæst í einfaldari útgáfu án glers en með 80 ára vörn gegn útfjólubláu ljósi sem sprautað er á kortið,“ segir Hilmar: „Ég er þannig að ef ég tek eitthvað í mig þá fer ég alla leið. Ég gefst aldrei upp. Það var tveggja ára leit að mótunum og að reyna að skilja hvernig þetta hékk allt saman. Ég var búinn að spyrjast fyrir um allt land en loksins komst ég í samband við Kristinn. Hann var svo vænn að skrifa litla greinargerð fyrir mig og teiknaði þetta allt saman upp, hvernig þetta var gert. Þetta er eitthvað sem er ofboðslega gaman að eiga og það er mörgum sem þykir það líka.“ SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

43


Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og

R E YK JA N E S BÆ R

44

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

45


Strandveiðitímabilið hafið

Yfirlit strandveiðisvæða. Mynd Landssamband smábátaeiganda

Á veiðum. Ljósmynd Þórður Bragason

Á miðnætti þann 2. maí hófst veiðileyfi til strandveiða með handfærum fjóra daga í viku, frá og með maí og til og með ágúst. Strandveiðar hófust 18. júní 2009 og voru lögfestar í maí 2010. Í upphafi vertíðar hjá strandveiðimönnum hefur verið aukning á verðmætasköpun og framboð á fiskmörkuðum innanlands. Þorskurinn var sem fyrr söluhæsta tegundin á fiskmörkuðum en hátt verð hefur verið

á fiskmörkuðum. Þá er ýsa næstsöluhæsta tegundin. Áætlaður er ákveðinn afli sem skipt er niður á veiðisvæði sem eru fjögur, sem eru eftirfarandi: Svæði A, B, C og D. Þá er óheimilt að stunda veiðar á rauðum dögum á almaki, ásamt föstu-, laugar- og sunnudögum. Margir bátar hafa verið á sjó og af ýmsum stærðum og gerðum. Langflestir hafa róið á svæði A en það svæði er frá Arnarstapa til Súðavíkur.

Eflir sjóbjörgunargetu björgunarsveita Dómsmálaráðuneytið leggur Slysavarnafélaginu Landsbjörg styrk upp á 115 miljónir króna til eflingar á sjóbjörgunargetu björgunarsveita á Flateyri og Húsavík. Þessum styrk er skipt þannig að að 76.5 miljónir fara í kaup á björgunarbát á Flateyri og restin sem er 38.5 miljónir fara í kaup á björgunarbát á Húsavík. Í tilkynbningu stjórnarráðsins kemur fram að „Þetta er gert með hliðsjón af fenginni reynslu og þarfagreiningu á staðsetningu björgunarskipa og báta. Markmiðið er efling á sjóbjörgunargetu á miðunum við landið en einnig að tryggja öryggi íbúa á Flateyri við þær aðstæður sem geta skapast vegna ofanflóðarhættu.“ Báðir bátarnir eru framleiddir af íslenska fyrirtækinu Rafnar og eru af gerðinni Rafnar 1100 PRO SAR. Þá kemur fram á vef stjórnarráðsins að „Slysavarnafélagið Landsbjörg er eigandi tveggja báta af sömu gerð og hefur reynslan af þeim verið afar góð, sérstaklega er varðar sjóhæfni.“ Og vonast er til að Slysavarnafélagið Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ljósmynd/Stjórnarráðið Landsbjörg fái bátana afhenta fyrir áramót.

46

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


Hamingjuóskir kæru sjómenn! Skipaþjónusta Skeljungs hefur í áraraðir verið traustur félagi þeirra sem starfa í sjávarútvegi - jafnt útgerð sem vinnslu. Skeljungur veitir ráðgjöf um notkun smurefna og eldsneytis, smurkortagerð fyrir skip, báta og fiskvinnslu. Þá bjóðum við upp á olíurannsóknir þar sem fylgst er með smurolíunni og um leið ástandi vélarinnar. Einnig er hægt er að fá eldsneyti afgreitt til skipa frá lögn eða með bíl sem og smurolíuafgreiðslu. Við getum einnig að jafnaði útvegað smurolíur og eldsneyti í erlendum höfnum til viðskiptavina okkar.

www.skeljungur.is | sími 444-3000

Skeljungur, traustur félagi


Jónas Þór Jónasson slf., lögmaður skipverjans í dómsmálinu

Af vettvangi dómsmála

Útgerð dæmd til að greiða sjómanni veikindalaun Landsréttur staðfesti nýverið dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem útgerð fiskiskips var dæmd til að greiða skipverja á einum af frystitogurum útgerðarinnar veikindalaun. Skipverjinn sem er á fertugsaldri hafði frá barnsaldri glímt við andleg veikindi, sem haldið var niðri með lyfjum. Hafði hann starfað alla sína starfsævi á sjó. Hins vegar tóku veikindi hans sig upp og varð hann óvinnufær vegna þeirra. Vegna veikindanna og vanlíðunar skipverjans megnaði hann ekki að tilkynna útgerðinni strax um veikindin. Skipverjinn var undir læknishöndum vegna veikinda sinna, bæði fyrir og eftir að hann varð óvinnufær og fékk hann læknisvottorð sem send voru útgerð, sem staðfesti óvinnufærni hans vegna veikinda sinna. Engu að síður neitaði útgerðin að greiða skipverjanum veikindalaun og vísaði til þess að hann hafi tilkynnt útgerðinni of seint um veikindin, að skipverjinn hefði þrátt fyrir fyrirliggjandi læknisvottorð, sem útgerðin hafði ekki gert tilraun til að hnekkja, ekki verið óvinnufær vegna veikinda sinna, heldur vegna óreglu sem hann hafi lagst í vegna veikinda sinna og loks að skipverjinn hafi leynt útgerðina upplýsingum

um veikindi sín og af þeim sökum væri útgerðinni óskylt að greiða honum veikindalaun. Skemmst er frá því að segja að öllum mótbárum útgerðarinnar var hafnað af héraðsdómi og Landsrétti. Var talið að skipverjinn hefði ekki glatað rétti sínum til veikindalauna, þó svo hann hafi ekki tilkynnt strax um veikindi sín, en horft var til eðli veikindanna í því sambandi. Þá var bent á þá augljósu staðreynd, að útgerðin hefði ekki hnekkt fyrirliggjandi læknisvottorðum um veikindi skipverjans og ástæður óvinnufærni hans. Þá var því hafnað að skipverjinn hefði leynt útgerðina upplýsingum um veikindi sín er hann hóf störf hjá henni, enda lá fyrir að skipverjinn hafði upplýst útgerðina um þau, meðal annars í ítarlegri læknisskoðun hjá trúnaðarlækni útgerðarinnar einungis nokkrum mánuðum áður en skipverjinn veiktist, en þrátt fyrir það hélt útgerðin þvi fram að henni hafi verið ókunnugt um veikindin, en á þær mótbárur var eðlilega ekki fallist. Var útgerðin dæmd til að greiða skipverjanum umkrafin veikindalaun, dráttarvexti og málskostnað fyrir héraði og Landsrétti, samtals rúmlega 7 milljónir króna.

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR Aflamark 184.269.627 kg Veiddur afli: 81,1%

KARFI Aflamark 30.801.672 kg Veiddur afli: 75,0%

UFSI Aflamark 78.214.015 kg Veiddur afli: 47,7%

ÝSA Aflamark 36.200.590 kg Veiddur afli: 84,7%

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

48

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022


HÁTT HITAÞOL

DEKTON er öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. DEKTON þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.

by COSENTINO

Blettaþolið

Sýruþolið

Högg- og rispuþolið

Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is


Til lukku með ykkur WISE óskar sjómönnum til hamingju með daginn. WiseFish er hugbúnaðarlausn, sérsniðin að þörfum sjávarútvegsfyrirtækja. Fjölbreyttir eiginleikar hennar ná til allrar virðiskeðju sjávarfangsins, allt frá veiðum og framleiðslu til sölu og dreifingar. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn.

wise.is




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.