19 minute read

Farsæll á sjó og í landi

Bragi Ólafsson hefur marga fjöruna sopið enda var hann á sjó í rúmlega 44 ár og þegar hann var kominn fast að sextugu hafði hann aldrei unnið við annað en sjómennsku. Lengst af var hann stýrimaður og skipstjóri fyrir vestan og á farsælan sjómannsferil að baki. „Ég missti hvorki skip né menn í hafið og fyrir það er ég afskaplega þakklátur.“ Bragi segist þó tvisvar hafa komist í hann krappann en hann hafi þó ekki gert sér grein fyrir þeirri lífshættu sem vofði yfir honum og mönnum hans fyrr en í land var komið. Þegar Bragi var hins vegar 59 ára ákvað hann að nóg væri komið og hélt í land. Hann átti eftir að komast að því að það er líf í landi – og bara þónokkuð litríkt og skemmtilegt en Bragi hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum eftir að sjómennskunni lauk.

Bragi á að baki rúmlega 44 ára farsælan feril sem sjómaður og skipstjóri. Hann fór snemma að sækja sjóinn, rétt nýskriðinn yfir fermingu en þá réri hann á trillu sem faðir hans keypti svo drengurinn hefði eitthvað fyrir stafni yfir sumarið. Þar með var grunnurinn lagður að framtíðinni. Bragi segir varla neitt annað hafa komið til greina þegar á reyndi en að leggja sjómennskuna fyrir sig. „Mamma vildi að ég yrði rafvirki og mér leist svo sem ágætlega á það. Haft var samband við rafvirkjameistara á Ísafirði sem var tilbúinn til að taka mig í læri en þegar á hólminn var komið ákvað ég að snúa mér frekar að sjómennskunni enda meira upp úr henni að hafa í þá daga.“ Bragi sem er borinn og barnfæddur Súgfirðingur er kominn af sjómönnum langt aftur í ættir en sá þeirra sem segja má að hafi lagt línurnar fyrir það sem koma skyldi var afi Braga, Friðbert Guðmundsson. „Afi minn var mjög framtakssamur og framsýnn maður. Hann átti marga báta um ævina, auk þess sem hann stofnaði fiskvinnslu sem fékk nafnið Fiskiðjan Freyja. Afkomendur afa ráku fyrirtækið allt til ársins 1982 þegar það var selt Sambandinu“ Ævintýri Friðberts hófst hins vegar með einum litlum bát. „Árið 1906 var afi 28 ára en þá lét hann smíða fyrir sig fyrsta vélbátinn en sá bátur fékk nafnið Vonin. Á þessum tíma voru menn að átta sig á þeim möguleika að setja vélar í þessa litlu báta sem róið var þarna fyrir vestan og reyndar víðar um land. Tveimur árum áður hafði bátnum Stanley frá Ísafirði verið breytt í vélbát og reynst vel. Afi ákvað því að láta smíða fyrir sig svipaðan bát á Ísafirði. Í Voninni var tveggja hestafla vél,“ segir Bragi og hlær um leið og hann bætir við: „Sem þætti lítið í sláttuvél í dag en þar með má segja að útgerðarsaga á Suðureyri hafi hafist fyrir alvöru. Þetta hafði ekki verið neitt neitt. Menn réru út á fjörðinn til fiskjar og Ásgeirsverslun, sem var útibú frá Ísafirði og tók við öllum þorski en hitt báru sjómennirnir heim til sín til matar.“ Bragi segir að langamma sín og -afi hafi verið með þeim fyrstu sem settust að á Suðureyrarmölum þar sem þorpið stendur núna. Þá var Friðbert, afi hans, 9 ára og íbúarnir orðnir sjö að tölu. „1920 bjuggu þar hins vegar 300 manns. Á þessum árum varð hálfgerð sprenging. Fólk fór að sjá pening og það ýtti undir flutning úr sveitunum, sér í lagi þeirra sem höfðu ekki borið annað úr bítum en fæði og klæði.“ Nýir hættir í sjávarútvegi gegndu lykilhlutverki í þessari þróun. „Eftir að vélarnar komu í bátana var hægt að sækja fiskinn lengra út á miðin og fiska meira í hverjum róðri og þar með var kominn grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar fiskvinnslu.“ Friðbert átti Vonina í hátt í 20 ár en á þeim tíma keypti hann fleiri báta. „Afi hafði gjarnan þann háttinn á að eiga helming í mörgum bátum og deildi eignarhaldinu með skipstjóranum og vélstjóranum. Það þótti gott fyrirkomulag enda þannig tryggt að vélstjórinn passaði vel upp á vélina og skipstjórinn upp á línuna og að það yrði ekki bruðlað með neitt.“ Samhliða útgerðinni rak Friðbert salt- og harðfiskvinnslu. „Smátt og smátt komu svo synir afa og svo síðar tengdasonur í reksturinn. Þegar afi dó keyptu pabbi og tveir bræður hans hlut systkina sinna í útgerðinni og tóku alfarið við þeim rekstri. Við bræðurnir fylgdum svo í kjölfarið.“

Bragi Ólafsson, athafnamaður og fyrrum skipstjóri. Allar ljósmyndir eru úr eigu Braga

14 ára sjóveikur vélstjóri en tvítugur að kaupa þriðja bátinn

Friðbert Guðmundsson, skipstjóri, útgerðarmaður og hreppstjóri, afi Braga. Ólafur Friðertsson, skipstjóri og útgerðarmaður, faðir Braga. „Löngu áður en við náðum í land var báturinn orðin mjög ísaður. Við náðum að halda einum glugga á stýrishúsinu hreinum með því að hafa hann opinn og brjóta klakann jafnóðum og hann hlóðst upp fyrir gluggann og þannig sigldum við í land. Ég held að ég geti fullyrt að það hafi verið hálfs metra þykkt lag af ís utan á stýrishúsinu þegar við komum í land og það er lygilegt að báturinn hafi ekki farið á hliðina og sokkið.“

beinast við að synir sínir tækju einnig þátt í fjölskylduútgerðinni. „Sumarið sem ég fermdist, þá var ég á skaki með Guðmundi A. Guðnasyni á Sjöfninni sem var fjögurra tonna trilla. Ári síðar keyptum við pabbi Sigurvonina, gamlan fimm tonna bát sem var á meðal fyrstu vélbátanna á Suðureyri en hafði fengið mjög gott viðhald og var því í góðu standi, nema kannski vélin sem var eldömul. Þarna varð ég í fyrsta skipti hluthafi í bát sem ég eignaðist fjórðung í. Sigurvonina keypti pabbi gagngert til að ég og Ólafur, bróðir minn hefðum eitthvað að gera um sumarið. Hann réði formann á trilluna og ég var munstraður sem vélstjóri,“ segir Bragi kíminn og bætir við: „Það var alls ekki jafn gott starf og það kann að hljóma. Í bátunum var glóðarhausvél. Alltaf þegar ég ræsti hana fylltist vélarrúmið af reyk og ég varð því mjög sjóveikur og þurfti að fara upp til að æla. Þetta gerðist aftur og aftur þar sem þessar vélar voru mjög gjarnar á að drepa á sér. Ég var staðráðinn í því eftir þessa reynslu að ég ætlaði ekki að verða sjómaður en það var allt gleymt og grafið því sumarið á eftir fór ég aftur á sjóinn.“ En eftir þetta sjóveikissumar brá svo við að hann varð aldrei sjóveikur eftir það. Þegar Bragi var 17 ára keypti hann hlut

Fyrsta nýsmíðin. Vonin IS 94. Smíðuð á Ísafirði hjá Marsellíus Bernharðssyni Myndin tekin á sjómannadaginn 1961.

í sínum öðrum bát. „Ég, pabbi og Sigmundur K. Guðmundsson frændi okkar sem var hamhleypa til allrar vinnu, keyptum saman nýsmýðaða sex tonna trillu frá Marsellíusi frá Ísafirði. Pabbi hafði fundið það út að hann hefði meira upp úr því að gera út nokkra smærri báta en að vera á stærri bátunum hjá Fiskiðjunni. Fljótlega bættist því við annar sex tonna bátur og þá voru bátarnir orðnir þrír. Það veitti ekkert af því enda vorum við bræðurnir svo margir,“ segir Bragi og hlær. Þeir feðgar voru hvergi af baki dottnir því þremur árum síðar var samið um smíði á 200 tonna báti frá Noregi. Sá bátur fékk nafnið Ólafur Friðbertsson ÍS 34. Í höfuðið á föður Braga. Eigendur bátsins voru foreldrar Braga og þrír af þeirra sonum, þeir Einar, Bragi og Ólafur, sem báðir urðu þekktir aflamenn síðar „Við bræðurnir vorum sitthvoru megin við tvítugt og ég að skríða úr Stýrimannaskólanum um það leyti sem við fengum bátinn afhentan árið 1964.“ Það varð þó úr að Bragi afþakkaði pláss á nýja skipinu til að byrja með. „Ég var orðinn svolítið skuldugur eftir námsdvölina í Stýrimannaskólanum og ákvað að taka pláss sem mér bauðst á einum af hvalbátunum enda vissi ég að þar voru góðar og öruggar tekjur. Ég hafði nefnilega farið flatt á því að fara á síldveiðar árið 1960, þá 17 ára en við fiskuðum nánast ekkert og ég hafði lítið annað en trygginguna upp úr krafsinu. Ég ætlaði sko alls ekki að láta það henda mig aftur. Ég þénaði 84.000 kr. á hvalbátnum sem voru góðar tekjur en minn hlutur hefði orðið 180.000 kr. hefði ég farið á Ólaf,“ segir Bragi og skellihlær um leið og hann bætir við: „Þeir fiskuðu svo svakalega mikið þetta sumar.“ Bragi hélt hins vegar vestur um haustið og tók við stöðu stýrimanns fyrstu árin en svo skipstjóra allt þar til

báturinn var seldur árið 1982. Bragi segir að hugur hans hafi verið farinn að standa til þess að munstra sig um borð í togara þar sem það gæfi betur í aðra hönd. Hann hafi því síðustu tvö árin verið að hluta til á Elínu Þorbjarnardóttur, togara sem hét eftir ömmu hans og var annars vegar að hálfu í eigu Fiskiðjunnar Freyju og hins vegar í eigu einstaklinga og þar á meðal Braga sjálfs, en hann var líka í stjórn fyrirtækisins sem hét Hlaðsvík Hf.

Í kröppum sjó í páskahretinu 1963

Þar sem Bragi var rúm 40 ár á sjó má ætla að ýmislegt hafi komið upp á, á þeim tíma enda sjómennskan mjög áhættusöm atvinnugrein á þessum árum og slys og sjóskaðar mun tíðari en nú. Bragi „Ég var segist hins vegar hafa verið lánsamur á sínum ferli þó eitt og annað hafi komið upp á. „Ég upplifði staðráðinn í því eftir aldrei um borð að ég væri í lífshættu. Mér varð þessa reynslu að ég ætlaði það hins vegar ljóst eftir á, í tvö skipti, að við höfðum verið í verulegri lífshættu,“ segir ekki að verða sjómaður en það Bragi alvarlegur í bragði þegar hann hverfur í huganum aftur til ársins 1963 en það vor brast var allt gleymt og grafið því á með einu mannskæðasta páskahreti hér á sumarið á eftir fór ég aftur landi sem sögur fara af. „Ég hafði lokið fyrsta árinu í Stýrimannaskólanum og tekið námskeið til á sjóinn.“ viðbótar sem veitti mér réttindi strax þá til að stýra 60 tonna skipi. Ég réði mig sem stýrimann á 50 tonna bát frá Suðureyri. Við héldum til veiða þriðjudagsmorguninn 9. apríl og áttum okkur einskis ills von enda veður með eindæmum gott og gerði veðurspáin ráð fyrir að það myndi haldast þannig út daginn. Þegar við vorum 20 mílur fyrir utan Dýrafjörð fréttum við að veðrið

væri orðið kolvitlaust á norðanverðum Vestfjörðum. Skipstjórinn ákvað að við skyldum hætta að leggja þó að við værum bara hálfnaðir. Við drógum inn eins hratt og við gátum og þegar við áttum enn eftir 10 bala var veðrið hjá okkur orðið bandvitlaust. Öllum bölum og belgjum var bara hent niður í lest og stefnan tekin í land. Það var hins vegar ekki nokkur leið fyrir okkur að komast til Suðureyrar vegna vindsins og því var stímið tekið á Patreksfjörð. Við vindinn bættist svo sjófrost og því fylgdi mjög mikil ísing sem við réðum ekkert við. Löngu áður en við náðum í land var báturinn orðin mjög ísaður. Við náðum að halda einum glugga á stýrishúsinu hreinum með því að hafa hann opinn og brjóta klakann jafnóðum og hann hlóðst upp fyrir gluggann og þannig sigldum við í land. Ég held að ég geti fullyrt að það hafi verið hálfs metra þykkt lag af ís utan á stýrishúsinu þegar við komum í land og það er lygilegt að báturinn hafi ekki farið á hliðina og sokkið. Hann átti bara eftir að kantra en sem betur fer sluppum við og náðum í land. Ég gæti best trúað að það hafi hlaðist upp ein 50 tonn af ís á bátinn og það er ekki fyrr en ég var kominn í land og leit yfir bátinn að ég gerði mér grein fyrir í hverslags lífshættu við vorum.“ Bragi segir að því miður hafi ekki allir verið jafn heppnir og hann og skipsfélagar hans því 18 menn fórust á sjó í þessu hreti. „Ég man að á þessum árum voru svona veður nokkuð tíð og skip fórust vegna ísingar. Árið 1967 var ég orðinn stýrimaður á Ólafi Friðbertssyni og þá lentum við í slíku ísingarveðri. Við vorum á netaveiðum í Breiðafirði, það var NA bræla og mikið sjófrost. Fyrst tókum við stímið á Látrabjarg og þar fór öll áhöfnin, 12 manns, út til að brjóta ísinn sem var orðin verulegur. Í næstu lotu náðum við undir Kópinn og aftur þurfti mannskapurinn að fara út að berja ísinn og í þriðju lotunni náðum við bara rétt yfir Dýrafjörðinn og undir Barðann og þá var allt enn og aftur orðið yfir klakað enda versnaði veðrið og frostið herti eftir því sem norðar dróg. Við komumst svo fyrir Barðann og við illan

leik inn á Önundarfjörð og ég man enn eftir því hversu velturnar voru orðnar hægar og langar og hreinlega stutt í að báturinn ylti. Þá var bara Sauðanesið eftir til að komast til Suðureyrar.“

Eiga Braga líf sitt að launa

Bragi er hógvær maður og blaðamaður finnur að hann vill sem minnst um afrek sín tala. Það kemur þó á daginn að þrír menn eiga Braga líf sitt að launa. „Já, mér hefur lánast að bjarga þremur mannslífum á ævinni, tveimur frá drukknun í sjó og einum í sundlaug,“ svarar Bragi þegar hann er inntur eftir þessu. „Þegar ég var 16 ára var ég að botnþrífa eina trilluna sem við höfðum keypt. Á þessum tíma var verið að gera höfnina á Suðureyri og notaðar til þess stórtækar skóflur. Það var búið að grafa 4 – 5 metra niður þannig að fjaran endaði í þverhnípi „Mér beint niður. Ég tek eftir því að þrír pollar gerðu sér leik að hefur lánast því að hlaupa út á ystu brún og aftur til baka. Þetta gat bara endað á einn veg. Einn þeirra fór fram af og að bjarga þremur sökk í sjóinn. Hinir hlupu í burtu skelfingu losnir en ég stökk á eftir honum og náði að grípa í hann mannslífum á ævinni, þar sem hann var kominn á 3 – 4 metra dýpi og tveimur frá drukknun í koma honum á land,“ segir Bragi og heldur svo áfram: „Annað sinnið gerðist löngu seinna. Ég er sjó og einum í þá skipstjóri á Ólafi og var að leggja að bryggju en við vorum sem betur fer ekki lagstir alveg að sundlaug.“ kantinum þegar ég sá hvar fimm ára gutti kemur hjólandi eftir bryggjukantinum og það vill ekki betur til en svo að hann fellur af hjólinu og beint í sjóinn. Allir sem urðu vitni að þessu frusu þannig að ég kúplaði frá í einum grænum, sparkaði af mér stígvélunum og henti mér í sjóinn á eftir stráknum. Hann var kominn niður á botn þegar ég náði honum. Það var svo einn sem hjálpaði mér að koma drengnum upp dekkin (fríholtin) sem hanga utan á bryggjunni. Ég var svo þungur á mér enda var ég í lopapeysu og ég gleymi því aldrei hvað hún varð blaut og þung þegar ég var að

Ólafur Friðbertsson ÍS 34. Árið 1964 kom 200 tonna bátur til Suðureyrar, smíðaður í Noregi sem var í eigu Ólafs og þriggja sona þeira, þeirra Einars, Braga og Ólafs. Hér er ný búðið að vígja Ólaf Friðbertsson IS 64.

klöngrast upp dekkin.“ Aðspurður segir Bragi að báðir drengirnir sem nú eru fullorðnir lifi góðu lífi. Hann hafi ekki verið í miklu sambandi við þá en annan þeirra hitti hann löngu síðar þar sem hann vildi þakka fyrir lífgjöfina. „Drengirnir voru báðir ungir að árum en foreldrarnir voru mér þakklátir og ég fékk gjafir og viðurkenningu frá þeim.“ Í þriðja sinnið sem Bragi bjargaði manni frá drukknun var hann staddur á sundlaugarbakka á Mallorca þar sem hann var í fríi. „Ég sat á sundlaugarbakkanum og var að dingla fótunum í vatnið þegar ég tek eftir manni sem stingur sér í laugina. Aðfarirnar við þetta voru svo svakalegar hjá manninum að ég fer að fylgjast með honum,“ segir Bragi og hlær: „Hann hverfur niður og ég skil ekkert í því hvað hann er að gera þar sem hann lætur öllum illum látum í vatninu. Að lokum skýtur honum upp og hann tekur andköf og sekkur aftur og þá áttaði ég mig á því hvað var á seyði. Ég stakk mér því til sunds á eftir honum. Mér gekk ágætlega að drösla honum upp og koma honum upp á bakkann og þar þrýsti ég á bringuna á honum og vatnið gúlpaðist upp úr honum en hann missti þó aldrei meðvitund. Hann var rétt að byrja að jafna sig þegar konan hans kom æðandi að okkur og spurði hann hvað í andskotanum hann hefði verið að hugsa ósyndur maðurinn. Ég sá þau aldrei aftur en ég reyndi að svipast um eftir þeim enda fannst mér að ég ætti skilið að fá bjór í björgunarlaun,“ segir Bragi og skellihlær.

Bragi var þó hvergi hættur á sjónum og ákvað að flytja með fjölskylduna suður. „Mér bauðst að taka við togaranum Júní í Hafnarfirði, sem var þá þúsund tonna ísfisktogari. Við fjölskyldan fluttum því suður og höfum ekki snúið til baka eftir það. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar gerði skipið út og var svona að líða undir lok á þessum árum. Þaðan lá leið mín sem stýrimaður og skipstjóri á Bergvíkina og Aðalvíkina, skuttogara frá Keflavík. Þegar Aðalvíkin var svo seld til Akureyrar fylgdi ég með í pakkanum,“ þar fékk hún nafnið „Sólbakur EA“ „Það var alltaf verið segir Bragi kíminn og bætir við: „Sólbakur var sá að spyrja mig hvort það allra leiðinlegasti bátur sem ég hef verið á. Þetta var Japanstogari sem var keyptur til landsins væri eitthvað líf að vera alltaf á 1973 og 15 árum síðar var skipt um aðalvél, spilbúnað og fleira. Í honum og sú vél, var sjó. Ég svaraði því oftast þannig að liggur mér við að segja, oftar biluð en í lagi. það væri ekkert líf í landi en á þessum Á þessum fimm árum þurfti að skipta sjö sinnum um túrbínur – það hefði þótt mikið tímapunkti fannst mér tilvalið að jafnvel þó að það hefði bara þurft að skipta um eina á þessu tímabili. Það voru rangir kanna hvort það væri kannski ventlar í vélinni sem eyðilögðu túrbínuna og líf í landi.“ það var ekki fyrr en á síðasta árinu mínu á Sólbak að réttir ventlar voru settir í vélina. Við nýja togspilið var sett Autotroll sem var gjörsamlega misheppnað og fékkst ekki skipt út fyrr en eftir að ég var hættur.“ Það er ljóst að tilhugsunin um Sólbak, kætir Braga lítið en það kemur þó í ljós að Bragi getur séð skoplegu hliðar tilverunnar þegar hann klikkti út með: „Það var ekkert upp úr þessu annað að hafa en ævintýrið eða hitt þó heldur“ og svo skellur hann upp úr.

Að vestan og suður

Árið 1982 var Fiskiðjan Freyja og allar aðrar eignir henni tengdar seldar Sambandinu og þar á meðal togarinn Elín Þorbjarnardóttir sem Bragi var þá á. Ári síðar var svo Ólafur Friðbertsson einnig seldur og þar með lauk útgerðarsögu Braga og fjölskyldu hans á Suðureyri við Súgandafjörð.

„Það er líka líf í landi“

Frá Akureyri heldur Bragi svo til Reykjavíkur og tekur við sem stýrimaður á Snorra Sturlusyni. „Þar er ég þar til að ég ákvað að segja skilið við sjóinn 59 ára gamall.“ Það má ætla að það þurfi kjark til að skipta um starfsferil á þeim aldri – sérstaklega þegar horft er til þess að Bragi hafði

Hér sést þegar Friðbert Elí Gíslason skipstjóri á Hval 7 er að skjóta búrhval. Bragi tók þessa mynd 1964. Myndin er tekin í nóvember 1964. Það er verið að gera við blökk í bómu. Þarna er Bragi sem er viðgerðarmaðurinn og er 21. árs þegar myndin er tekin. Á þessum tímum voru ekki notuð öryggsbelti. Þetta var ekki gott vegna þess að málið sem hann stóð á var vægast sagt óstöðugt...

St Elín Þorbjarnardóttir IS 700. Kom til Suðureyrar 1977. þá var landað á brjótnum, þar sem það vantaði viðlegukannt í höfnini sem kom síðar.

aldrei unnið við annað en sjómennsku. Hann var þó hvergi banginn. „Það var alltaf verið að spyrja mig hvort það væri eitthvað líf að vera alltaf á sjó. Ég svaraði því oftast þannig að það væri ekkert líf í landi en á þessum tímapunkti fannst mér tilvalið að kanna hvort það væri kannski líf í landi.“ Bragi vann í eitt ár við hafnarvörslu hjá Eimskip en þá fór hann að ókyrrast. „Mágur minn er matreiðslumeistari og hann vildi að við myndum opna veitingastað saman. Mér leist bara ágætlega á það og við ákváðum að fara saman til Danmerkur til að skoða veitingastaði og fá hugmyndir.“ Og það er ekki hægt að segja annað en að þeir mágar hafi fengið snilldarhugmynd úti í Danmörku. „Þessi ferð varð til þess að við fengum umboð til að opna Hereford steikhús á Íslandi og það sló samstundis í gegn.“ Mágarnir ráku Hereford í þrjú ár en ákváðu þá að selja reksturinn og enn í dag er veitingastaðurinn í eigu þeirra rekstraraðila sem keyptu af þeim. Meðfram þessu brölti vann Bragi sem öryggisvörður í Landsbankanum en eftir að hann seldi Hereford fór hann aftur að klæja í fingurna. „Ég hef undanfarin ár keypt lóðir og byggt á þeim iðnaðarhúsnæði.“ Og þó að Bragi sé kominn fast að áttræðu er hann hvergi nærri hættur. „Ég er yfirleitt með eitt hús í takinu í einu – byggi það og sel áður en ég byrja á því næsta.“ Þegar Bragi er spurður hvort að hann ætli ekki að fara hætta að vinna og slaka bara á stendur ekki á svarinu: „Nei, þetta er nú eiginlega bara mitt aðaláhugamál. Ég hef gaman af að sjá hugmynd verða að veruleika með því að kaupa lóð og byggja á henni. Og þetta hefur bara gengið vel. Ég er ekkert í golfinu svo tíminn minn fer bara í þetta í staðinn.“

þó að Bragi sé kominn fast að áttræðu er hann hvergi nærri hættur. Hans áhugamál er sjá hugmynd verða að veruleika með því að kaupa lóð og byggja á henni. Hér má sjá nýjasta verkefnið hans að Borgahellu 17 Hafnarfirði.

Á síldarævintýrinu mikla á sjöunda áratugnum var oft glatt á hjalla, enda fullfermi aftur og aftur. Gaf þetta þjóðarbúi mikla peninga og þjóðinni von. Aflinn varð meiri og vertíðin lengri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Bragi tók þessar myndir 1965 og eru þær teknar um boð í Ólafi Friðbertssyni. Á árinu 1965 hafði aldri verið brætt jafn mikið af síld á einu ári. Hér má meðal annars sjá fullfermi sem landað var á Raufarhöfn.