10 minute read

Frá hátíðarhöldum til heilbrigðisþjónustu

Hrafnista í Laugarási, fyrst tekin í notkun 1957. Ljósmynd: aðsend

Þegar Sjómannadagurinn var fyrst haldinn árið 1938 mættu á tíunda þúsund við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti til að fagna saman. Þau skip sem lágu í höfn voru fánum skreytt og gengu sjómenn, ungir sem aldnir, undir takti Lúðrasveitarinnar um götur bæjarins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en enn er dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Auk þess að reka átta dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu sér Sjómannadagsráð um skipulagningu hátíðahaldanna í Reykjavík. Aríel Pétursson, formaður ráðsins, sagði blaðamanni Sjávarafls frá sögu og starfsemi Sjómannadagsráð í aðdraganda hátíðahaldanna.

Sjómannadagsráð 101

„Byrjum bara á byrjuninni,“ segir Aríel strax við blaðamann: „Sjómannadagsráð var stofnað árið 1937 af Henry Hálfdánarsyni og öðrum flottum köppum og frumkvöðlum. Þeir voru fyrst og fremst að hugsa um það að gefa sjómannastéttinni einhvern verðugan sess í íslensku þjóðlífi, að þeir fengju þó einn dag á ári þar sem þeir fengju frí og gætu rétt eins

Aríel á herskipinu Triton við Grænland. Ljósmynd: aðsend

Meðbyrinn í þjóðfélaginu var svo mikill að ekki hefði verið hægt að eyða öllum þeim fjármunum sem söfnuðust í að gefa öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins kandífloss.

Það er innangengt á milli úr lang flestum íbúðunum og því geta íbúar nýtt sér alla þá þjónustu og félagsstarf sem er á svæðinu með auðveldum hætti. Þessar íbúðir eru allar hannaðar með það eitt að leiðarljósi að auðvelda fólki að vera heima hjá sér eins lengi og það kýs og getur.

og aðrar stéttir minnt á ágæti sitt. Þá sem og nú var sjómannastéttin gríðarlega mikilvægur hlekkur í íslensku þjóðlífi og efnahag.“

Dagurinn var haldinn í fyrsta skiptið sumarið eftir. „Í aðdragandanum og í kringum Sjómannadaginn var ráðist í mikla fjáröflun, með merkjasölu, kabarettsýningum og alls kyns hundakúnstum. Meðbyrinn í þjóðfélaginu var svo mikill að ekki hefði verið hægt að eyða öllum þeim fjármunum sem söfnuðust í að gefa öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins kandífloss. Þessa velvild almennings, velunnara og stjórnmálamanna ákvað Sjómannadagsráð að nýta til að takast á við hið stóra vandamál sem stéttin stóð frammi fyrir.“

Aríel segir að þegar sjómenn voru orðnir slitnir og lúnir eftir langa starfsævi hafi ekki verið neitt fastmótað velferðarkerfi sem gat gripið þá: „Þeir áttu ekki í mörg hús að venda. Starfskunnátta þeirra var gífurlega sérhæfð til sjós en var svo mátulega tekjumyndandi í landi þar sem eftirspurnin var kannski ekki mikil. Því hafði lengi verið beðið eftir einhvers konar dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Drifkraftur Sjómannadagsráðs varð svo til þess að grunnurinn var lagður að því að reisa fyrsta slíka dvalarheimilið.“

Áframhaldandi uppbygging

Blóð sviti og tár í útflutningsráði

Hrafnista í Laugarási tók til starfa árið 1957 en það hafði krafist mikillar vinnu og útsjónarsemi af hálfu Sjómannadagsráðs, segir Aríel: „Með blóði, svita og tárum auk ótal heimsókna í útflutningsráð þar sem menn þurftu að fara á skeljarnar til að fá leyfi fyrir timbri, gluggum og öðru eins, hafðist það loks.“ Tveimur áratugum síðar reis svo fyrsta álma næsta dvalarheimilisins, við Hraunvang í Hafnarfirði. Upphaflega var hugsunin sú að dvalarheimilin væru eingöngu fyrir sjómenn, maka þeirra og ekkjur, en svo er ekki lengur. „Eðli málsins samkvæmt vegna samsetningar okkar þjóðar þá erum við með töluvert af sjómönnum og sjómennskutengdu fólki en það er bara eins og er á öðrum heimilum. Þetta hefur þróast í gegnum tíðina og hefur færst yfir í það að verða að öldrunarstofnunum og hjúkrunarheimilum eins og það er í dag, fyrir alla þjóðfélagsþegna. Færni- og heilsumatsnefnd metur í dag og úthlutar fólki vist á hjúkrunarheimilum og við þjónum því veikasta hluta þjóðarinnar þegar öldrunin er búin að taka nokkuð duglega yfir,“ segir Aríel og bætir við að í dag sé þetta megin þunginn í starfsemi Sjómannadagsráðs sem rekur átta hjúkrunarheimili og leiguíbúðafélag með 260 leiguíbúðum. Stóra verkefnið þessa dagana er uppbygging svokallaðs Lífsgæðakjarna sem risinn er við Sléttuveg í Fossvogi. „Við erum á lokametrunum við hönnun 87 nýrra íbúða og erum hvergi nærri hætt. Kosturinn við þessar íbúðir er að þær standa ekki bara í einhverju úthverfi heldur eru sambyggðar hjúkrunarheimilum og þjónustumiðstöðvum. Það er innangengt á milli úr lang flestum íbúðunum og því geta íbúar nýtt sér alla þá þjónustu og félagsstarf sem er á svæðinu með auðveldum hætti. Þessar íbúðir eru allar hannaðar með það eitt að leiðarljósi að auðvelda fólki að vera heima hjá sér eins lengi og það kýs og getur,“ segir Aríel. Verkefnið hefur verið í mótun í langan tíma og segir Aríel að drögin afi í raun verið lögð þegar Sjómannadagsráð byggði og seldi raðhús við Hrafnistu í Hraunvangi. Það var gert að norskri fyrirmynd þar sem nálægð við dvalar- og hjúkrunarheimili, afþreyingu, félagsstarf og þjónustu er í fyrirrúmi. Næsta skrefið var svo uppbygging 64 leiguíbúða á sama svæði upp úr síðustu aldamótum: „Það var fyrsta verkefnið þar sem íbúðirnar voru innangengar hjúkrunarheimilinu. Fólk gat í öllum veðrum og vindum gengið yfir í matsalinn og spilað félagsvist og hlustað á Ragga Bjarna troða upp, fengið sér að borða og nýtt sér sundlaugaraðstöðu og ýmislegt annað.“

Framsýni og nútímaleg nálgun

„Það hefur einkennt Sjómannadagsráð frá upphafi að líta alltaf fram á veginn,“ segir Aríel: „Við erum í stöðugri þróun og síðasta verkefni okkar var á Sléttuveginum þar sem við tókum að okkur fyrir hönd Reykjavíkurborgar og ríkis að reisa hjúkrunarheimili sem er samtengt þjónustumiðstöð Sjómannadagsráðs og Reykjavíkurborgar ásamt 60 leiguíbúðum.“ Aríel segir að áherslan á leiguíbúðafyrirkomulagið skýrist af því að betri tenging náist við íbúana og mikil ánægja mælist á meðal þeirra: „Mér finnst alltaf svo fallegt að heyra frá fólki sem nýflutt inn hjá okkur að það skilji hreinlega ekkert í sjálfu sér að hafa ekki drifið í því fyrr að taka

Fulltrúaráð Sjómannadagsráðs. Ljósmynd: aðsend

þetta skref og fara í svona íbúð. Félagslegi þátturinn spilar gríðarlega mikið inn í þetta. Á Sléttuveginum er til að mynda mjög skemmtilegt kaffihús með vínveitingaleyfi. Fólk labbar bara út úr íbúðinni sinni, gengur út ganginn í gegnum einar dyr og er þá komið inn í þessa þjónustumiðstöð. Þar eru viðburðir, félagsstarf, prjónaklúbbar og hvað eina.“ Það felast mikil lífsgæði í því að geta búið á eigin heimili en samt notið þjónustu og félagsskapar í sínu nærumhverfi og lengi hefur verið kallað eftir einhvers konar millistigi á milli sjálfstæðrar búsetu og þess að fara á hjúkrunarheimili. „Ég tók sérstaklega eftir þessu í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Þegar ég talaði svo þá sem höfðu hvað hæst hvað þetta varðar og bað þau um að lýsa því hvað þau ættu við þá voru þau í raun bara að lýsa því sem við erum að gera,“ segir Aríel stoltur og heldur áfram: „Þegar ég fræddi viðkomandi svo um okkar fyrirkomulag rann upp fyrir þeim ljós og þau sáu hvað við erum að bjóða upp á frábæra þjónustu með þessum leiguíbúðum.“

Happdrætti DAS

Úr sjóhernum í Sjómannadagsráð

Aríel tók við formannsembættinu af Hálfdáni Henryssyni Mér finnst í september síðastliðinn eftir að hafa gegnt alltaf svo fallegt að varaformannsembættinu um stutta stund, og segir það mikla áskorun: „Á hverjum degi tekst heyra frá fólki maður á við einhverja nýja og skemmtilega áskorun Ég kann afskaplega vel við mig hér sem nýflutt inn hjá okkur því ég veit að eftir því sem við leggjum að það skilji hreinlega ekkert meira af mörkum hér hjá Sjómannadagsráði þeim mun meira gagnast það almenningi. í sjálfu sér að hafa ekki drifið Sjómannadagsráð er í raun ekkert nema rosalega stórt líknarfélag og við erum að gera í því fyrr að taka þetta mjög góða hluti öldrunarmálum.“ skref og fara í svona Áður starfaði Aríel við að stýra herskipum hjá íbúð. danska sjóhernum. „Þetta er töluverð breyting frá því sem ég var að fást við en ég er bara kominn á svolítið öðruvísi skútu. Hún er aðeins þyngri þessi, beygjurnar eru hægari og þurfa að vera með meiri fyrirvara. Samt sem áður þarf maður að geta brugðist fljótt við, rétt eins og úti á sjó,“ segir Aríel. Þegar eiginkona Aríels ákvað að fara í framhaldsnám í Danmörku stóð Aríel frammi fyrir tveimur valmöguleikum: „Þá var spurningin hvort ég héldi áfram að róa á Íslandi annan hvern mánuð og flygi á milli, eða gerði eitthvað snarruglað eins og að skrá mig í Sjóliðsforingjaskóla danska sjóhersins.“ Seinni kosturinn varð fyrir valinu og segist Aríel hafa verið undrandi þegar hann var tekinn inn: „Þetta hafði blundað í mér í einhvern tíma því mig langaði að mennta mig meira innan geirans. Upplifunin var ómetanleg og skólagangan bæði lærdómsrík og skemmtileg. Þetta er að miklu leyti stjórnunarnám sem nýtist mér vel í starfi í dag.“

„Ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef ekki hefði verið fyrir Happdrætti DAS,“ segir Aríel: „Öldrunarþjónusta á landinu væri engan vegin stödd þar sem hún er í dag.“ Núvirt hefur happdrættið skilað Sjómannadagsráði 8 milljörðum króna sem nýttir hafa verið til þess að byggja og halda við heimilunum í Laugarási og Hraunvangi, auk þess að um einn milljarður hefur runnið úr Happdrætti DAS til byggingarsjóðs aldraðra til framkvæmda víða um land. Á sama tíma hefur happdrættið greitt út 26 milljarða í vinninga. „Þetta er bara ómetanlegur stuðningur þjóðarinnar sem leggur sitt af mörkum með því að kaupa happdrættismiða og kallast á við velviljann sem ríkti þegar Sjómannadagsráð var sett á laggirnar. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að fólk getur í leiðinni átt von á að fá vinning í því vikulega happdrætti sem er með hæstu vinningslíkurnar, “ segir Aríel.

Það eru kannski ekki allir sem átta sig á mikilvægi sjómannastéttarinnar. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem nálægðin við sjómennskuna er kannski ekki eins mikil og í minni plássum úti á landi. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er Reykjavík stærsta verstöð landsins, með mestu aflaheimildirnar.

Við viljum gera betur í dag en í gær í þágu almennings og í þágu eldri borgara. Og svo munum við að sjálfsögðu halda áfram að halda Sjómannadaginn hátíðlegan og veita sjómannastéttinni verðugan sess í íslensku þjóðlífi.

Þó sjómenn skipi sjálfir fulltrúaráðið segir Aríel að fagþekking sé höfð í fyrirrúmi við rekstur einstakra eininga svo sem Hrafnistu: „Við erum gríðarlega rík af mannauði, það er valinn maður í hverju rúmi og hingað hefur valist alveg einstaklega gott og drífandi fólk. Þetta er orðið það stórt batterí og það eru um 1.700 manns sem starfa hjá öllum félögum Sjómannadagsráðs. Og þau eru öll sérfræðingar á sínum sviðum. Við togarajaxlarnir og farmennirnir treystum þessu öfluga fólki fyrir daglegum rekstri.“

Aðspurður um hvernig ráðið muni þróast á næstu árum segir Aríel að markmiðið sé að halda áfram á sömu siglingu: „Við viljum gera betur í dag en í gær í þágu almennings og í þágu eldri borgara. Og svo munum við að sjálfsögðu halda áfram að halda Sjómannadaginn hátíðlegan og veita sjómannastéttinni verðugan sess í íslensku þjóðlífi.“

Hátíðarhöld við höfnina

Sjómannadagurinn í Reykjavík er haldinn í samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim en á árum áður hélt hvert fyrirtæki sína hátíð. „Saman munum við gera kraftaverk og við erum þakklát fyrir að samstarfsviljinn sé svona mikill milli þessara þriggja aðila,“ segir Aríel og vill nota tækifærið og minna á mikilvægi stéttarinnar: „Það eru kannski ekki allir sem átta sig á mikilvægi sjómannastéttarinnar. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem nálægðin við sjómennskuna er kannski ekki eins mikil og í minni plássum úti á landi. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er Reykjavík stærsta verstöð landsins, með mestu aflaheimildirnar. Staðreyndin er sú að sjávarútvegurinn er stórt og veigamikið hryggjarstykki í efnahagslífi þjóðarinnar sem og hér á höfuðborgarsvæðinu. Grandinn er alveg frábært svæði sem við viljum fá sem flesta til að heimsækja á Sjómannadaginn og við ætlum að hafa hátíðarhöldin sem skemmtilegust og fjölskylduvænust þetta árið og á komandi árum.“

ár verður einstaklega skemmtilegur liður á dagskránni það sem Landhelgisgæslan og áhöfn Þórs munu bjóða hátíðargestum í siglingu um sundin. Þrjár ferðir verða farnar frá Norðurgarði, klukkan 11, 13 og 15. „Þetta er sérstaklega ánægjulegt og kjörið tækifæri til að kynna fyrir almenningi störf og mikilvægi Gæslunnar,“ segir Aríel sem sjálfur hlakkar mikið til klifurkeppni sem Klifurhúsið stendur fyrir á Sjómannadaginn: „Það verður reistur klifurveggur sem mun slútta yfir höfnina þannig að þeir sem eru óreyndir munu detta beint í sjóinn. Ég ætla sjálfur að skrá mig til keppni en þetta er eitt af því sem ég geri til að halda mér við líkamlega, að fara í Klifurhúsið. Annars er dagskráin þétt setin hjá mér á Sjómannadaginn. Dagurinn hefst á minningarathöfn um fallna sjómenn og í beinu framhaldi verður sjómannamessa í dómkirkjunni. Við í Sjómannadagsráði erum svo með athöfn þar sem heiðraðir eru sjómenn sem hafa skarað fram í og lagt lóð sín á vogarskálarnar við að sækja björg í þjóðarbú á fiski- varð- eða fraktskipum ásamt þeim sem hafa tekið virkan þátt í að efla stéttarfélögin og starf í landi tengt sjómönnum. En svo er ég líka með þrjú lítil börn sem hafa mikinn áhuga á að fara út á Granda og taka þátt í hátíðinni svo það verður nóg að gera.“