2 minute read

Nýtt leiðangursskip

Húshólmi kláraður 6 okt. 2021

Nýlega var mjög svo metnaðarfullt verkefni framkvæmt af FISK Seafood á Sauðárkróki þegar þau fengu íþróttafélög í Skagafirði til liðs við sig og hreinsuðu fjörur Skagafjarðar. Alls komu 600 manns í þennan hreinsunardag, afraksturinn var nærri 9 tonn af fjörugóssi sem ekki liggur þá þarna, sveitarfélaginu til ósóma. Hver einstaklingur fékk kr. 10.000 fyrir þátttökuna sem gerir kr.6.000.000 til íþróttafélaganna, svo var grillað ofan í mannskapinn eftirá. Til fyrirmyndar í alla staði og eftirbreytni. Það er samvinnuverkefni að eignast Plasthreinsustu strandlengju í heimi, Blái herinn hefur fengið yfir 10.000 manns í þau 27 ár sem við höfum hreinsað fjörur landsins, verkefnin eru nokkur hundruð og hreinsuð hafa verið 1600 + tonn af óæskilegum hráefnum úr umhverfinu. Núna er komið í ferli að innihald stútfulls 40´gáms, sem geymir mikinn hluta þess sem Blái herinn hreinsaði á Reykjanesinu á árinu 2021, verði flokkað af vísindasamfélaginu og gerð góð skil í ár. Fyrirtækin sem Blái herinn starfar með hafa sinn sérstaka fjöruhreinsunarviðburð eða umhverfisviðburð og hafa þeir tekist sérstaklega vel. Hampiðju-fjöruhreinsanirnar eru sérstaklega fróðlegar og skemmtilegar en starfmenn þekkja öll veiðarfærin sem rekur á fjörur okkar og margt af því er af erlendum skipum og af erlendum toga. Straumarnir bera á fjörur okkar fjörugóss alls staðar frá og eigum við myndir af hlutum úr fjöruhreinsunum okkar frá 15 löndum sem eru við Atlantshafið, einnig frá Marokkó, Slóvakíu, Karabíska hafinu, Kína og Indlandi. Eitt af því sem rekur mikið á fjörur Reykjanesskagans eru sandalar, en þeir eiga það sameiginlegt að þeir koma með Golfstraumnum hingað. Við getum með samstilltu þjóðarátaki eignast Plasthreinustu strandlengju í heimi ef við brettum upp ermar, sýnum verkefninu og öllum þeim sem vilja sjá þetta verða að veruleika virðingu og samstarfsvilja. Enginn einn getur allt en margir saman gera kraftaverk. Það hafa mjög mörg verkefni undanfarin ár sýnt og sannað eins og tildæmis Hreinni Hornstrandir og nýlegt Skagafjarðarverkefnið. Hrós dagsins fá allir sem leggja þessu mikilvæga málefni liðsinni sitt, sérstakar þakkir fær baklandið okkar sem hefur lyft Grettistaki með frábærum stuðningi, sjálfboðaliðar frá SEEDS og allir sem trúa á að hægt er að GERA ÞETTA SAMAN! Með vinsemd og virðingu

Þann 10. maí 2022 kom hið nýja leiðangursskip Le Commandant Charcot í sitt fyrsta skipti til Reykjavíkur. Skipið er í eigu franska skipafélagsins Compagnie du Ponant og ber nafn franska landkönnuðarins Jean-Baptiste Charcot, sem fórst með skipi sínu Pourquoi-Pas, ásamt áhöfn við Álftanes á Mýrum árið 1936.

Skipið er merkilegt fyrir þær sakir að það er sérsmíðað til að sigla í hafís og vélar þess geta brennt bæði skipagasolíu og gasi. (birt: 13. maí 2022 af vef Faxaflóahafna)

Á myndinni eru Gísli Jóhann Hallsson yfirhafsögumaður og Garcia Etienne Marie Didier skipstjóri Le Commandant Charcot að skiptast á virðingarvottum en það er jafnan gert þegar ný farþegaskip hefja komu sínar til Faxaflóahafna.

Innilegar hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins