9 minute read

Fiskur á fyrsta farrými

Íslenski fiskurinn er ein mikilvægasta útflutningsvara þjóðarinnar, og því er afar mikilvægt að framleiðendur hér á landi hafi greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Eftirspurn eftir ferskum fiski er enn sem áður mikil og gegnir Icelandair Cargo veigamiklu hlutverki í að koma íslenskum afurðum til viðskiptavina um heim allan. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og tók púlsinn á starfseminni.

Gunnar Már Sigurfinnsson, framvæmdastjóri Icelandair Cargo. Mynd: Icelandair

Hvernig hefur árið verið það sem af er komið? Það hefur gengið á ýmsu, og við erum enn á þeirri vegferð sem hófst í ársbyrjun 2020 þegar Covid-faraldurinn hófst. Leiðakerfi Icelandair skrapp saman um 95% og þurftum við í raun að endurhanna fragtflutningakerfið okkar til að geta flogið fiskinum sérstaklega á markaði eins og í Bandaríkjunum. Fyrir Covid var um 70% af fragtinni flutt með farþegaflugvélum og inni í þeirri tölu var til að mynda allur sá fiskur sem fluttur var á Bandaríkjamarkað. Í mars 2020 hrundi farþegaflugskerfið og við stóðum uppi án flutningsleiða til Bandaríkjanna. Við þurftum því að endurskipuleggja okkur frá grunni og fórum að fljúga fragtvélum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, milli Bandaríkjanna og Evrópu og svo flugum við farþegaflugvélum með fáa eða enga farþega með fiskinn til beggja áfangastaða. þær vörur sem hann er vanur að fá. Mér skilst að við höfum verið ein af fáum, ef ekki þau einu frá Evrópu sem voru að afhenda fisk reglulega inn á markaðinn í Bandaríkjunum, vegna þess að allar flutningsleiðir

Við höfum áður þurft að takast á við ýmsar skrýtnar aðstæður eins og gosið í Eyjafjallajökli og bankahrunið sem dæmi. Þá vorum við í svipaðri stöðu en lögðum einmitt allt kapp á að halda keðjunni óslitinni þannig að það væri til íslenskur fiskur í búðunum eins og hægt var.

duttu niður í nánast ekki neitt, og það á við um öll flugfélög, ekki bara okkur. Þar spilar inn í að Bandaríkin lokuðu fyrir heimsóknir og því var fólk ekkert að ferðast þangað þar til nýverið, þegar landið opnaði aftur.

Á þessu ári hefur kerfið smám saman verið að taka við sér og höfum við því verið að færa flutninga aftur til baka í farþegavélarnar en þó kerfið hafi verið að styrkjast nýlega er það enn þá veikt. Þetta er búið að sveiflast fram og til baka eftir því hvernig bylgjurnar hafa þróast á hverjum stað og við höfum því ekki getað reitt okkur á farþegakerfið eins og í venjulegu árferði. En við reynum allt sem við getum og það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur kallað á að við gerum hlutina öðruvísi, við höfum staðið fyrir meira fragtflugi en ella og höfum einnig flogið breiðþotum með fáa farþega til þess að koma fragtvörunum á markað.

Það hlýtur að vera mikið ábyrgðarhlutverk að vera fragtflugfélag á lítilli eyju úti í miðju hafi? Já, ég held að við höfum fengið að skilja það allhressilega í þessari veiru. Þetta snýst ekki bara um fiskinn heldur vorum við líka að flytja lyf og lækningavörur til landsins. Við breyttum farþegaflugvélum og fluttum lyf og lækningavörur frá Kína fyrir bæði þýsku ríkisstjórnina og New Yorkfylki. Við tókum sætin úr farþegavélunum og breyttum þeim í fragtvélar

Það átta sig allir á því að við erum lítil eyja lengst norður í hafi sem er mjög auðvelt fyrir heimsbyggðina að gleyma. Þannig að ef við sjáum ekki um að vera tengd sjálf, þá er ekkert víst að aðrir myndu reyna að tengjast okkur.

Svona munu nýjar Boeing 767 vélar Icelandair líta út þegar þær hefja sig til flugs haustið 2022. Mynd: Boeing.

Árið 2050 ætlar flugiðnaðurinn að vera með að vera með kolefnislausa starfsemi. Það verður gert í skrefum eftir því sem tækninni fleytir fram, bæði með blöndun á umhverfisvænu eldsneyti sem hægt er að blanda við núverandi eldsneyti og minnka þannig sótspor, með nýrri tækni í hreyflum og nýjum orkugjöfum.

og flugum einhver 80 flug þarna á milli. Á sama tíma, þó það hafi ekki farið eins mikið fyrir því, þá flugum við mjög mörg flug með lækningavörur og bóluefni frá Evrópu til Íslands og þá reyndi á mikilvægi þessarar þjónustu. Maður lítur kannski á þetta sem sjálfsagðan hlut og veltir því ekki mikið fyrir sér hvernig vörur komast til og frá landinu ef maður er ekki í þessari starfsemi frá degi til dags. En þegar keðjan slitnar þá reynir á að henni sé haldið við og þeim sem tekst best til, þeirra viðskiptavinir ná að halda velli eftir að þetta hikst gengur yfir. Það sem er svo mikilvægt fyrir íslenska fiskinn sem dæmi er að hann haldi sér í búðunum og að neytendur geti gengið að honum vísum. Það er nefnilega alls ekki víst að það sé hægt að ná neytandanum til baka ef varan er ekki til í langan tíma og hann venur sig á að kaupa eitthvað annað.

Við erum mjög meðvituð um þetta og leggjum mikið undir til að keðjan slitni ekki. Við höfum áður þurft að takast á við ýmsar skrýtnar aðstæður eins og gosið í Eyjafjallajökli og bankahrunið sem dæmi. Þá vorum við í svipaðri stöðu en lögðum einmitt allt kapp á að halda keðjunni óslitinni þannig að það væri til íslenskur fiskur í búðunum eins og hægt var. Okkur tókst vel til þá, en nú í Covid er þetta náttúrlega af allt annarri stærðargráðu. Ég er búinn að vera í þessu flugi frá 1986 og sem stjórnandi frá 1994 og þó að ég hafi upplifað ýmislegt á þeim tíma og að þessi iðnaður geti verið mjög skrautlegur á stundum þá er þetta það allra stærsta sem ég hef séð. Þetta er líka mun lengra en venjuleg áföll svo það reynir miklu meira á allt.

Hvernig byggðuð þið á fyrri reynslu til að takast á við þessar áskoranir? Það sem hefur einkennt Icelandair Group og starfsemina hjá okkur í gegnum áratugina er að hér er fólk rosalega lausnamiðað. Það átta sig allir á því að við erum lítil eyja lengst norður í hafi sem er mjög auðvelt fyrir heimsbyggðina að gleyma. Þannig að ef við sjáum ekki um að vera tengd sjálf, þá er ekkert víst að aðrir myndu reyna að tengjast okkur. Við gerum alltaf allt sem við getum til að halda þessari tengingu lifandi því hún er mikilvægari en fólk gerir sér almennt grein fyrir, bæði hvað varðar farþegaflugið og vöruflutningana. Ef fólk kemur ekki til landsins eða það er ekki hægt að stunda þessi eðlilegu viðskipti sem verða til í kringum farþegaflug eins og ferðamannaiðnaðinn, eða útflutning eins og fiskinn þá kólnar hagkerfið. Umfangið verður minna og allt verður miklu erfiðara. Þetta er öllum hérna í fyrirtækinu ljóst. Við berjumst alltaf til síðasta blóðdropa til þess að halda öllu gangandi og fólkið okkar leggur gríðarlega mikið á sig til að tryggja að fyrirtækið geti starfað. Það á jafnt við um forstjórann og framkvæmdastjórann eins og flugmenn, flugþjóna, framlínufólkið og alla aðra starfsmenn. Það sést núna að skipaflutningar og í raun allir fragtflutningar eru í ólagi í augnablikinu og keðjuverkunaráhrifin sem það hefur hefur á stóru hagkerfin eru gífurleg. Maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hefði á lítið hagkerfi eins og Ísland þannig að við verðum bara að bjarga okkur sjálf, það gerir það enginn annar.

Hvernig hafa þessar breytingar snert á kolefnisfótspori íslenska fisksins? Kolefnisfótsporið eykst vissulega þegar við getum ekki samnýtt farþegaflugið eins og við högum verið að gera. Á móti kemur að fiskur er mjög umhverfisvænt prótein eitt og sér, og sérstaklega í samanburði við önnur prótein á borð við nautakjöt, svínakjöt og kjúkling. Við höfum látið utanaðkomandi aðila mæla ferlið, alveg frá veiðum til verslunar, því það þýðir ekki að einblína bara á hvern þátt fyrir sig, og niðurstaðan er sú að fiskurinn hefur mjög mikið forskot á önnur prótein, hvort sem hann fluttur í fragtflugvél eða með farþegaflugi. En svo er annar vinkill

Boeing 757 flugvélarnar eru glæsilegar að sjá. Mynd: Icelandair - Rósinkar Ólafsson

Íslenski fiskurinn er í hæsta gæðaflokki bæði hvítfiskurinn og vaxandi framleiðsla á laxi. Ég held að báðar þessar vörur eigi sér mikla framtíð vegna þess að þær uppfylla annars vega væntingar manna um hollan og góðan mat, og hins vegar öllum að óvörum einnig væntingar um lítið kolefnisfótspor þó þær séu fluttar með flugi og mun betra en flest annað prótein sem er í boði í verslunum.

á umhverfismálin og það er matarsóun. Ef þú ert að flytja ferska vöru þá skiptir tíminn gríðarlega miklu máli. Mjög stórt hlutfall af þeim matvælum sem fer til spillis eyðileggjast í flutningskeðjunni því þau eru of lengi á leiðinni. Þar stendur flugið vel að vígi sem hröð flutningsleið og viðheldur þeim verðmætum sem felast í ferskri gæðavöru.

Það er óhjákvæmilegt eins og staðan er að flugi fylgi ákveðið kolefnisfótspor en með nýjum flugvélum og tækni þá minnkar það stöðugt. Sem dæmi þá er miklu minna sótspor af nýjum MAX vélum í flota okkar en gömlu B757 vélunum sem eru núna smám saman að fara úr flotanum. Árið 2050 ætlar flugiðnaðurinn að vera með að vera með kolefnislausa starfsemi. Það verður gert í skrefum eftir því sem tækninni fleytir fram, bæði með blöndun á umhverfisvænu eldsneyti sem hægt er að blanda við núverandi eldsneyti og minnka þannig sótspor, með nýrri tækni í hreyflum og nýjum orkugjöfum. Við munum ekki komast í kolefnislaust flug í einu stökki, en munum taka eins hröð skref og tæknin leyfir og bæta svo upp með kolefnisjöfnun fyrir það sótspor sem verður til. Við bjóðum viðskiptavinum okkar nú þegar upp á kolefnisjöfnun í gegnum Kolvið og erum einnig að skoða nýjar leiðir. Valkostunum hefur fjölgað mjög mikið og þessa dagana erum við að skoða leiðir sem við getum vonandi kynnt fyrir okkar viðskiptavinum áður en langt um líður.

Við erum einnig að undirbúa komu tveggja nýrra fragtvéla sem munu leysa af hendi þessar eldri sem við höfum verið að nota. Þær eru bæði afkastameiri og umhverfisvænni, og það sem er kannski áhugaverðast er að þær hafa meiri drægni en þær vélar sem við erum með í dag. Það mun hugsanlega skapa tækifæri til að sækja inn á nýja markaði fyrir ferskan íslenskan fisk sem hafa kannski ekki verið í sjónlínunni hvað varðar beint flug í augnablikinu. Íslenski fiskurinn er í hæsta gæðaflokki bæði hvítfiskurinn og vaxandi framleiðsla á laxi. Ég held að báðar þessar vörur eigi sér mikla framtíð vegna þess að þær uppfylla annars vega væntingar manna um hollan og góðan mat, og hins vegar öllum að óvörum einnig væntingar um lítið kolefnisfótspor þó þær séu fluttar með flugi og mun betra en flest annað prótein sem er í boði í verslunum.

Flugtæknin kemur til með að þróast hratt á næstu árum með tilkomu umhverfisvænni orkugjafa en það tekur tíma. Tæknin er ekki enn komin á þann stað að við getum skipt algjörlega frá olíu en fókusinn er auðvitað þar. Það eru fáar aðrar atvinnugreinar sem leggja jafn mikla áherslu á þetta og flugiðnaðurinn og það eru allir meðvitað um það, bæði framleiðendur og rekstraraðilar. Í sjónmáli eru lausnir sem munu færa okkur miklu framar og hraðar í rétta átt heldur en hingað til og það mun gera flugflutninga enn meira aðlaðandi þegar fram líða stundir.