10 minute read

Sexfalda verðmæti síldarlýsis með einkaleyfi að vopni

Vörur Margildis fást með og án bragðefna og einnig í pilluformi. Mynd: aðsend

Margildi er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á lýsi, eða fiskolíu eins og þau kjósa að kalla það, úr uppsjávarfiski eins og síld, makríl og loðnu. Margildi beitir við það sérstakri kaldhreinsunaraðferð og fékk útgefið einkaleyfi á henni í þessu ári. Hafa vörur fyrirtækisins vakið verulega athygli á erlendri grundu og seljast þær á ríflega sexföldu verði samanborið við hrálýsi til fóðurgerðar. Margildi hóf nýlega samstarf við norska lýsisframleiðendur undir forystu SINTEF sem er stærsta matvælarannsókna- og þróunarstofnun í Noregi. Margildi hefur ákveðið að byggja eigin lýsisverksmiðju og er unnið að fjármögnun undir forystu Stefáns Péturssonar stjórnarformanns Margildis en ráðgjafar eru Mar Advisors. Margildi hefur m.a. fengið ómetanlega nýsköpunarstyrki frá Tækniþróunarsjóði Rannís, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt AVS (nú sameinaður Matvælasjóði). Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Snorra Hreggviðssonar, framkvæmdastjóra Margildis og forvitnaðist um tilurð og starfsemi fyrirtækisins.

Tækifæri í vannýttum hráefnum

Grunnhugmynd Margildis felst í því að framleiða fiskolíu til manneldis úr hráefnum sem annars færu til fóðurgerðar. Snorri er véla- og iðnaðarverkfræðingur að mennt og hefur fengist við margt í gegnum tíðina, bæði í verkefnastjórnun, verkfræðiráðgjöf og sem markaðs-, sölu- og innkaupastjóri innan rafiðnaðargeirans. En hvernig kemur það til að verkfræðingur fer að framleiða fiskolíu? „Það er hægt að gera allt mögulegt ef maður setur sig inn í málin og opnar á sér kollinn fyrir nýjum hugmyndum,“ segir Snorri og bætir við að hugmyndin hafi kviknað þegar hann vann sem verkefnastjóri hjá Lýsi: „Þar var ég fenginn til þess að finna aukaafurðum nýjan og betri farveg, það er að segja að finna út úr því hvernig hægt væri að nýta þær á skynsamlegri hátt í stað þess gefa þær eða urða eins og þá var gert. Á þessum tíma var talað um aukaafurðir, en nú erum við farin að bera meiri virðingu fyrir slíkum hráefnum og köllum hliðarafurðir. Þetta vakti athygli mína og ég fór að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að fullnýta afurðir betur og sá fljótlega að í þessum iðnaði heilt yfir væru töluverð tækifæri til nýsköpunar sem fælust í því að vinna vörur úr nýjum eða vannýttum hráefnum.“ Erlingur Viðar Leifsson stofnaði Margildi ásamt Snorra. Hann bendir á að síldarlýsið frá Margildi hefur hlotið frá 2017 ár eftir ár hin eftirsóttu „Superior Taste Award“ matvælagæðaverðlaun. Góðar umsagnir þeirra sem neyta fiskolíunnar frá Margildi koma einnig að góðum notum í markaðssetningu. Til gamans má vitna í nýja stjórnarsáttmálann um að ekki verði gefin út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Margildi þarf ekki að hafa áhyggjur af því þar sem aðgengi þess að hinni frábæru Fiskolíu er að finna í góðu hrálýsi síldarinnar sem syndir um Íslandsmið og er veidd og unnin af skynsemi.

Krókaleiðir vöruþróunar

Leiðir sprotafyrirtækja og þeirra sem leggja stund á nýsköpun liggja ekki alltaf eftir beinum brautum. Það getur krafist mikils tíma og vinnu að finna lausn sem virkar þegar farið er eftir ótroðnum slóðum. Þegar Snorri lét af störfum hjá Lýsi fór hann á stúfana og hóf að leita uppi möguleika í kringum slóglýsi, fiskolíu sem unnin er úr slógi fisktegunda eins og þorsks og ufsa. Snorri kynntist þá fyrirtækinu Haustaki á Suðurnesjum sem hafði gert tilraunir til að vinna slóglýsi til manneldis sem óhreinsað hrálýsi. Snorri fór þá að huga að því að þróa fullvinnsluaðferðir til þess að koma slóglýsi á manneldismarkað. Slóg er hins vegar viðkvæmt og vandmeðfarið hráefni sem skemmist hratt og setti það strik í reikninginn hvað varðaði fyriráætlanir Haustaks og Snorra. „Meðhöndlun slógs við veiðar og fiskvinnslu reyndist vandasöm og ekki nægilega góð þar sem betri kælingu og flokkun vantaði,“ segir Snorri. „Það kom ekki

Það er hægt að gera allt mögulegt ef maður setur sig inn í málin og opnar á sér kollinn fyrir nýjum hugmyndum.

Snorri Hreggviðsson, framkvæmdastjóri Margildis ásamt Magnúsi Valgeiri Gíslasyni, rannsókna- og þróunarstjóra. Mynd: aðsend

nægilega gott hrálýsi út úr þeirri vinnslu svo það fékkst ekki vottað sem manneldishráefni. Þannig að ég lagði það verkefni á hilluna og því miður hefur það ekki tekið flugið enn þá.“ Snorri segir miklar breytingar hafa átt sér stað í millitíðinni og hefur Norðmönnum tekist vel til með að fullnýta þetta hráefni og þróa aðferðir til þess að vinna lýsi til manneldis úr slógi. „Ég er ekki að segja þeir hafi stælt það sem ég var að hugsa en þeir hafa alla vega verið að hugsa á svipuðum nótum og ég,“ segir Snorri „Þetta er eitt af þessum vannýttu tækifærum í íslenskum sjávarútvegi, að taka slógið úr fiskinum og vinna það bæði sem prótein og lýsi til manneldis. En nú er kominn vísir að því að þetta fari að taka aðra stefnu hérna heima. Sum nýjustu fiskiskipanna eru nú búin litlum fiskimjöls- og lýsisverksmiðjum sem Héðinn sérhæfir sig í að framleiða. Þá er hægt að vinna hráefnið strax úti á sjó og koma í veg fyrir að það skemmist. Þegar búið er að leysa þetta vandamál er hægt að gera allt mögulegt úr hráefninu á manneldishliðinni,“ segir Snorri fullviss þess um að hann muni láta á þetta reyna í framtíðinni.

Ég sá fljótlega að í þessum iðnaði heilt yfir væru töluverð tækifæri til nýsköpunar sem fælust í því að vinna vörur úr nýjum eða vannýttum hráefnum.

Fiskolía úr uppsjávarfiski var lausnin

Þegar ljóst var að slóglýsisframleiðsla væri ekki nógu langt á veg komin fóru Snorri og samstarfsfólk hans að líta í kringum sig og skoða hvaða önnur vannýttu hráefni væru í boði hér á landi, hráefni sem gæti fengist í nægjanlegum gæðum til að hægt væri að vinna úr því fiskolíur og prótein til manneldis. „Og þá hnutum við um lýsi og mjöl úr uppsjávarfiski. Hér er nokkrar tegundir að finna eins og til dæmis síld, loðnu og makríl, og þegar þarna var komið við sögu var Ísfélagið nýbúið að fá vinnsluferla í fiskimjölsverksmiðju sinni manneldisvottaða,“ segir Snorri og bætir við að með því hafi aðstæður breyst til hins betra. Fleiri fiskimjölsverksmiðjur fylgdu í kjölfarið og nú er manneldisvottað hrálýsi úr uppsjávarfiski einnig framleitt hjá Brimi, Eskju, og Síldarvinnslunni. „Björninn var þó ekki unninn þó hráefnið væri gott,“ segir Snorri: „Við hnutum um þá tæknilegu hindrun að ekki var hægt að hreinsa lýsi úr síld, makríl og loðnu með skilvirkum og hagkvæmum hætti, í það minnsta ekki þannig að það uppfyllti alþjóðleg viðmið Omega-3 iðnaðarins.“ Sem dæmi á lýsi ekki að storkna í ísskáp, því þá er of mikið af steríni, eða svokölluðum mettuðum fitusýrum í því. Hefðbundið lýsi úr þorski og

Gleðileg Jól

Vinnslustöðin óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar, Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.

Snorri ásamt Olgu Björk Guðmundsdóttur við verðlaunaafhendingu Superior Taste Awards. Mynd: aðsend

Síldarlýsið inniheldur eilítið minna af frægustu Omega-3 fitusýrunum, EPA og DHA en hefur aftur á móti mjög áhugaverða samsetningu og sér í lagi er þar Cetoleic fitusýra sem hefur vakið vaxandi athygli. Cetoleic stuðlar að eigin framleiðslu líkamans á EPA og DHA, sem eru þessar eftirsóttustu fitusýrur í Omega-3 olíubransanum.

ufsa er kaldhreinsað til að losna við þessar mettuðu fitusýrur en Snorri og samstarfsfólk hans þurfti að þróa nýja kaldhreinsiaðferð fyrir síld, makríl og loðnu vegna ólíkrar efnasamsetningar og eiginleika hrálýsisins: „Það tók nokkur ár að fullþróa lausn á þessu en það hafðist að lokum. Kaldhreinsun Margildis uppfyllir alþjóðlega staðla og þessi vinnsluaðferð okkar er einstök á heimsvísu.“ Margildi hefur nú þegar fengið einkaleyfi útgefin í Evrópu og vinnur nú að því að fá einkaleyfi gefin út víðar að sögn Snorra: „Þetta er í ferli í bæði Bandaríkjunum og Kanada og kemst vonandi í gegn í lok næsta árs. Þetta er bæði tafasamt og kostnaðarsamt en þar sem aðferðin er einstök er til mikils að vinna fyrir okkur.“

Óhefðbundið hráefni sem stuðlar að sjálfbærni

Nú er rík hefð fyrir notkun og vinnslu á lýsi úr tegundum á borð við þorsk og ufsa. „Sérstakar aðferðir hafa verið þróaðar til að vinna vörur úr þessum tegundum en eins og við komumst að er ekki hægt að yfirfæra þær beint á annars konar hráefni. Við sáum þarna tækifæri til að gera eitthvað við þetta hráefni sem var að mínu viti vannýtt með tilliti til verðmætaaukningar,“ segir Snorri, en það var ekki eina ástæðan fyrir því að hann lagði út í þessa vegferð: „Þetta er líka bara viss skynsemi og samræmist fjórum mikilvægum Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbærni og skynsamlegri nýtingu matvæla. Með okkar framleiðslu stuðlum við að því að eitthvað sem er núna notað í fóðurframleiðslu sé hagnýtt beint til manneldis í staðinn fyrir að láta það fara fyrst í gegnum meltingarveg eldisfiska s.s. lax og silungs.“ Snorri segist hafa kveðið þessa vísu oft, en í dag er mikill meirihluti þess fiskimjöls og lýsis sem framleitt er hérlendis og annars staðar í heiminum notaður í fóðurframleiðslu fyrir fiskeldisiðnaðinn. “Það er skilvirkara að fá þessi næringarefni beint úr lýsinu, það tapast um helmingur næringarefnanna þegar þetta fer í gegnum meltingarveg laxfiska áður en við svo að lokum borðum fiskinn. Þá er nú ólíkt skynsamlegra að taka þetta bara beint í eigin maga ef svo má segja, annars er í raun illa farið með gott hráefni,“ segir Snorri. Sjálfbærni og skynsamleg nýting eru höfð að leiðarljósi hjá Margildi:

Með okkar framleiðslu stuðlum við að því að eitthvað sem er núna notað í fóðurframleiðslu sé hagnýtt beint til manneldis í staðinn fyrir að láta það fara fyrst í gegnum meltingarveg eldisfiska s.s. lax og silungs.

„Við höfum fyrst og fremst unnið með slíkt hráefni og höfum þess vegna dregið úr áherslu á makríllýsi vegna þess að við getum ekki boðið sjálfbærnisvottaða vöru úr makrílnum, en það er engu að síður mjög skynsamlegt að nýta makríllýsið til manneldis.“ Að sama skapi hefur loðnan verið lögð til hliðar því aðgengi að henni hefur reynst of óáreiðanlegt, þó vinnslan sé vel möguleg og aðferðin skilvirk. Síldarlýsið er því í forgangi og hefur það heldur betur slegið í gegn.

Fiskolía á breskum markaði

Neytendavörumerki Margildis er einfaldlega Fiskolía og byrjaði það sem tilraunaverkefni í Bretlandi, segir Snorri: „Viðskiptavinir okkar vildu sjá hvort varan hentaði á neytendamarkaði svo við ýttum þessu verkefni úr vör. Það átti að vera tímabundið en þar sem það hefur gengið vonum framar höfum við haldið því áfram. Það merkilega við þetta er að þó við eyðum varla krónu í markaðssetningu í Bretlandi þá seljast vörurnar samt. Sagan segir að það þurfi alltaf að ástunda markaðssetningu og standa fyrir kynningum af ýmsu tagi og auglýsingum til að vörur seljist, hvort sem þær heita Coca-Cola, Pepsi eða Fiskolía. En þetta er farsælt og það er bara gaman að því.“ Margildi hefur einnig selt síldarlýsi í neytendavörupakkningum til annarra landa undir merkjum viðkomandi viðskiptavina en mest er þó selt í tunnum til stórnotenda. Hafa vörur Margildis m.a. farið á markað í Bandaríkjunum, Nýja- Sjálandi, S-Kóreu, Bretlandi, Írlandi, Noregi og Póllandi. Vörur Margildis fást hérlendis undir vörumerkinu Pure Arctic og á næsta ári á einnig að hefja markaðsetningu Fiskolía vörumerkisins á Íslandi. Snorri segir vörunum hafa verið vel tekið og að lokum nefnir hann að síldarlýsið hafi nokkuð sérstaka og skemmtilega eiginleika sem gera það frábrugðið þorska- og ufsalýsinu sem landsmenn þekkja vel: „Fitusýrusamsetningin er eðli málsins samkvæmt svolítið öðruvísi. Síldarlýsið inniheldur eilítið minna af frægustu Omega-3 fitusýrunum, EPA og DHA en hefur aftur á móti mjög áhugaverða samsetningu og sér í lagi er þar Cetoleic fitusýra sem hefur vakið vaxandi athygli. Cetoleic stuðlar að eigin framleiðslu líkamans á EPA og DHA, sem eru þessar eftirsóttustu fitusýrur í Omega-3 olíubransanum.“ Þessi eiginleiki uppgötvaðist í tengslum við fiskeldisiðnaðinn í Noregi þar sem rannsóknir leiddu í ljós að laxinn myndaði meira af EPA og DHA fitusýrunum ef þessi fitusýra úr síldarlýsi var til staðar í fóðri þeirra. „Þannig bætir síldarlýsið upp fyrir að vera með minna af EPA og DHA fitusýrum með því að vera ríkt af Cetoleic,“ segir Snorri að lokum: „Og það hlýtur nú bara að vera númerinu flottara að framleiða þessar fitusýrur sjálf, frekar en að taka þær einvörðungu inn.“