3 minute read

Tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Blaðamaður Sjávarafls ræddi á dögunum við Gunnar Theodór um strand Boston Wellvale og minningar hans og sögur frá þeim tíma. Gunnar er líflegur í frásögn og segir skemmtilega frá framhaldi Boston Wellvale eftir að hafa strandað.

Fannst eins og hann myndi vera þarna til eilífðar

Þrátt fyrir ungan aldur vissi Gunnar nákvæmlega hvað um var að vera þegar hann heyrði af strandi Boston Wellvale. Hann var fastagestur á svæðinu sem barn og lék sér oft í fjörunni með vinum sínum. Í byrjun sumars árið 1967 þegar Gunnar og hans fjölskylda komu aftur til Ísafjarðar eftir að hafa dvalið í Reykjavík um stund, bar hann Boston Wellvale augum úti á Arnarnesinu og segir hann eftirtektarvert hversu hátt togarinn fór. „Mér fannst einhvern veginn að hann hlyti að vera þarna til eilífðar“ bætir Gunnar við. Fjölskylda hans þekkti vélstjórann á varðskipinu Albert, en þegar varðskipið kom til Ísafjarðar kom vélstjórinn gjarnan í heimsókn til fjölskyldunnar. Í ágúst 1967, heyrði Gunnar af því að Albert væri kominn til Ísafjarðar, en nú í þeim tilgangi að draga Boston Wellvale út, fara með hann inn á Ísafjörð og staðsetja hann á Tangann eins og hann orðar það. Þar stóð Boston Wellvale óhreyfður og ósnertur í þrjú ár.

Seldur fyrir fimmtán þúsund kall

Áðurnefndur Guðmundur Marsellíusson, skipasmiður, keypti Boston Wellvale eftir strandið. „Guðmundur keypti togarann á fimmtán þúsund kall“ segir Gunnar, en með kaupunum fylgdi ábyrgðin á skipinu. Gunnar segir frá því hvernig Guðmundur lenti næst í því óhappi að þegar hann var að eiga við skipið í Tanganum, snýr hann skipinu við og missir það á hliðina svo skipið fyllist af sjó. „Þegar hann er að rétta hann við, þá kemst hann að því að olíutankarnir öðrum megin eru fullir. Þá náttúrulega bara krossaði hann fingur yfir því að það skyldi ekki hafa komið gat á þá því þá hefði hann verið ábyrgur fyrir allri olíunni í sjóinn.“ segir Gunnar.

Lítill áhugi meðal Ísfirðinga

„Manni fannst vera svakalega lítill áhugi fyrir þessu“ segir Gunnar aðspurður um orðræðuna í samfélaginu á Ísafirði í kjölfar strand Boston Wellvale. „Það var ekki mikið talað um þetta. Þetta voru bara skip sem strönduðu og svo var þetta bara búið. Menn höfðu áhyggjur af olíunni, en að öðru leiti var ekkert mikið spáð í þetta.“ Gunnar heldur áfram og segir „aðlögunarhæfnin er svo mikil hjá fólki, það [bæjarbúar Ísafjarðar] vandist þessu bara strax og þetta bara var þarna“ segir hann um langa veru Boston Wellvale á Tanganum. „Þetta vakti gríðarlega athygli hjá öðrum, aðkomufólki. En Ísfirðingar vöndust þessu strax og þetta var bara þarna.“ Þrátt fyrir takmörkuðum áhuga Ísfirðinga á strandi Boston Wellvale, skapaðist umræða innan samfélagsins eins og á til að gerast í minni bæjarfélögum. Hins vegar þótti þetta hinn merkasti atburður sunnan til og skartaði frétt um strand Boston Wellvale forsíðu íslenskra fjölmiðla. Gunnar bætti við að lokum um áhuga Ísfirðinga á málinu „það var enginn hissa þegar hann kom og það var enginn feginn þegar hann fór“.

Söluhúsin við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta hluti tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Á vef Faxaflóahafna kemur fram að verkefnið sé einstaklega vel heppnað og húsin njóta mikillar athygli vegfarenda. Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðihönnun var í höndum Hnit og Verkís, aðalverktaki var E. Sigurðsson ehf.

Í umsögn dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands segir:

„Söluhúsin við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta eru lágstemmd og vel heppnuð röð húsa í góðu samtali við umhverfi sitt. Efnisnotkun og skali bygginganna er sá sami en ólíkar útfærslur á timburgrindum og -veggjum við hvert hús brjóta lengjuna upp og mynda ýmist skjól, bekki eða geymslurými. Viðbyggingar og borgarhúsgögn eru því inni í kerfi bygginganna og mynda rými fyrir fjölbreytta virkni og mannlíf á milli húsanna og í kringum þau.

Að innan er burðarvirki húsanna sýnilegt, sem skapar hráa en um leið fíngerða stemningu. Byggingarnar eru glerjaðar á tveimur hliðum sem tryggir góða dagsbirtu og skemmtilegt útsýni út á höfnina. Um er að ræða fallega og vandaða umgjörð sem heldur vel utan um fjölbreytilega starfsemi og daglegt mannlíf.“ Í september mánuði hlutu Yri arkitektar alþjóðlega viðurkenningu artitekúrvefsins A+ 2021 fyrir söluhúsin við Ægisgarð í flokknum „Commercial – Coworking Space” (birt: 7. október 2021 af vef Faxaflóahafna).