6 minute read

Börnin og lífið

Heilsuleikskólinn Laufás á Þingeyri er 33 ára síðan 19. nóvember sl. Heilsustefnan var tekin upp árið 2007 og hefur leikskólinn starfað fromlega eftir stefnunni síðan 2008. Í vetur eru börnin á Laufási 20 talsins sem er mikið miðað við barnafjölda undanfarin ár. Þessi barnafjöldi er mjög jákvæður fyrir skólahald á Þingeyri. Það eru ekki lengur stór fiskveiðiskip við höfnina hér á Þingeyri en höfnin iðar af lífi „aftur” vegna fiskeldis. Börnin á Laufási eru dugleg að borða fisk og hraust eftir því ásamt því að taka lýsi á morgnana. Þau dýrka útveru og eru góðir vinir.

Hvað heitir þú? Ég heiti Alexander Logi Bouderno Hvað ertu gamall? Ég er fjögra ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Okei, mamma heitir Kolbrún Ísleifsdóttir og pabbi minn heitir Máni. Veist þú hvað sjómenn gera? Já en þeir fara á skip og ná í fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Umm nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei Finnst þér fiskur góður? Já Hefur þú farið á sjó? Nei eða jú á sjómannadaginn. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Ummm að fá pakka og fá dót í skóinn Viltu segja eitthvað meira? Nei ekki núna.

Hvað heitir þú? Bryndís Hvað ertu gömul? Fjögra ára nei fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Inga jóna og Magnús heita þau. Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei ég veit það ekki Finnst þér fiskur góður? Já uppáhalds fiskur er bleikja Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar jólasveinarnir komu Viltu segja eitthvað meira? Nei

Hvað heitir þú? Edda Björg Magnúsdóttir Hvað ertu gömul? Sýnir 3 putta og segir þriggja ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Hún heitir Inga Jóna og Magnús Veist þú hvað sjómenn gera? Já, þeir synda í sjónum. Þekkir þú einhverja sjómenn? Já það er einn, veit ekki hvað hann heitir. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei ekki alveg Finnst þér fiskur góður? Já hummhum já mjög góður Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Horfa á jólasveinana og fara í sparifötin Viltu segja eitthvað meira? Nei nei. Hvað heitir þú? Gunnlaugur Bjarni Guðmundsson Hvað ertu gamall? Átta Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín er á Þingeyri á meðan pabbi er heima. Veist þú hvað sjómenn gera? Já þeir ná í sjó fiskana Þekkir þú einhverja sjómenn? Já einn er blár Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já bestur soðinn Hefur þú farið á sjó? Já með bát Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Bara mjög gaman Viltu segja eitthvað meira? Hristir höfiðið-vil ekki

Hvað heitir þú? Ég heiti Halldór Rósenberg Oddþórsson Hvað ertu gamall? 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Hann pabbi er heima og mamma líka Veist þú hvað sjómenn gera? Þau veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Dýr, fiskar Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Bara með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já, bara með sósu. Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að jólasveinarnir gefi mér dót Viltu segja eitthvað meira? Einu sinni enn mig langar til að tala einu sinni enn (aftur)

Hvað heitir þú? Írena Hvað ertu gömul? Svona (sýnir 3 putta) Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma heitir Bryndís og pabbi heitir Helgi Veist þú hvað sjómenn gera? Veit ekki en sjómenn veiða fisk eins og pabbi gerði á stóra skipunu. Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabba minn bara Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei en kannski bara veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Emmm já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Að fá pabba heim. Hefur þú farið á sjó? Nei, en fer hratt á skip á morgunn. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að taka pabba til útlanda Viltu segja eitthvað meira? Ég er að fara í dýragarðinn um jólin farin.

Hvað heitir þú? Laura Izabella Galinska Hvað ertu gömul? Fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma heitir Eva og pabbi heitir Grzegorz. Veist þú hvað sjómenn gera? Veit ekki Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei Finnst þér fiskur góður? NEI finnst súkkulaði gott. Hefur þú farið á sjó? Já Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að gefa pakka Viltu segja eitthvað meira? Nei ekki núna

Hvað heitir þú? Ragnheiður Hvað ertu gömul? Fimm Hver eru mamma þín og pabbi? Einar Þór og Elísa Veist þú hvað sjómenn gera? Eeee nei Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei en ég þekki Gílsa, Eirík og Helga. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Veiðistöng. Finnst þér fiskur góður? Hristir hausinn eftir smá stund. Hefur þú farið á sjó? Já sko þegar við fórum eins sinni út í fjöru og svo um kvöld fórum við á kajak og svo vorum við að sigla þar sem við vorum að labba í fjörunni. Svo fór ég eins sinni á spítt bát sem fór rosahratt og svo sáum við höfrung. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar maður er að opna pakkana og skreyta jólatréð. Viltu segja eitthvað meira? Já, sko veistu hvað sko einu sinni í morgun þegar við vorum að koma leikskólan kom Sveinbjörn með vasaljósið og svo var Alexander að elta mig og svo var vasaljósið ekki á sínum stað-vill ekki segja meira. Hvað heitir þú? Jóhanna Hvað ertu gömul? Fimm og sýnir alla putta á annarri hendi Hver eru mamma þín og pabbi? Einar Þór og Elísa Veist þú hvað sjómenn gera? Ummmm, keyra bát og stundum fara þeir í sjóinn Þekkir þú einhverja sjómenn? Ummm, já einn Helgi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Umm þeir erum með krók á bátnum sem er með neti til að ná fiskunum. Finnst þér fiskur góður? Umhumm Hefur þú farið á sjó? Já á spítbát þrisvar og einu sinni á venjulegan bát og einu sinni á kajak. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar ég er að fá í skóinn, opna pakka og fá dagatal. Viltu segja eitthvað meira? Umhumm kannski eitthvað fleira um jólin. Mér finnst líka gaman að knúsa mömmu í sófanum þegar það eru jól.

Hvað heitir þú? Sigriðiur Arna Pétursdóttir Hvað ertu gömul? Fjögurra ára en alveg að verða fimm ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Pétur og Lára þau vinna og gefa mér nammi á laugardögum. Veist þú hvað sjómenn gera? Fara á sjóinn og veiða fisk. Þekkir þú einhverja sjómenn? Afa minn Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með neti Finnst þér fiskur góður? Eee já. Umm lax er uppáhalds. Hvað er skemmtilegast þegar afi kemur í land? Þegar afi kemur verð ég svo glöð og ég knúsa hann. Hefur þú farið á sjó? Já á veiðiskipinu, á bláa skipinu. Það var langt síðan, rosa langt síðan. Sjómannadagurinn var rosa langt síðan. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að opna pakkana. Viltu segja eitthvað meira? Ég vil segja eitthvað en veit ekki bara allt fínt.

Að sjá verðmæti…

þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.