Sumarhusid og gardurinn 3.2009

Page 18

Alíslenskur jólamarkaður í Heiðmörk

J

ólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur nýtur vaxandi vinsælda hjá borgarbúum og komu um 10.000 manns í heimsókn á aðventunni í fyrra. Markaðurinn er við Elliðavatn í Heiðmörk og er nú haldinn í þriðja sinn og verður opnaður laugardaginn 28. nóvember og verður opinn allar

18  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Auður Árnadóttir blómaskreytir og Ásta Bárðardóttir eru með skreytingar unnar úr efniviði skógarins til sýnis og sölu í skemmunni við Elliðavatn.

helgar fram að jólum.Hann hefur stækkað ár frá ári og verður bæði í gömlu steinbyggingunni og á hlaðinu í kring. Fjölbreytt úrval af íslensku handverki verður þar til sölu, ásamt nýhöggnum íslenskum jólatrjám og úrvali af tröpputrjám sem slógu í gegn á síðasta ári.

Í elsta húsinu við Elliðavatn, sem var byggt 1860 og þar sem þjóðskáldið Einar Benediktsson fæddist, verður til sölu og sýnis efniviður úr skóginum sem starfsmenn félagsins, ásamt þeim Ástu Bárðardóttur og Auði Árnadóttur blómaskreyti, hafa unnið undanfarna mánuði. Þar verður hægt að fá eldivið, köngla, trésneiðar, furugreinar og nálar, trédrumba, börk og mosa og


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.