Sumarhusid og gardurinn 2.2009

Page 1

Sumarhúsið og garðurinn 2. tbl. 2009 Kr. 1095.–

Sumarhúsalóðir hannaðar af landslagsarkítekt

Dansskórnir með í bústaðinn

Þingmaður

á gúmmítúttum – Atli Gíslason

Haustlaukar gefa vorinu lit Forvarnir og þjófafaraldur Spánarsnígillinn vekur ótta hjá ræktendum

2. tbl. 17. árg. 2009, nr. 56 Kr. 1095.-

Umhverfi og vellíðan


Nú er

tími haustlaukanna

Niður núna - upp í vor! 499 5 stk

499

699

10 stk

10 stk

ST KEVERNE PÁSKALILJUR t tt, gul,blómgas Páskalilja, uppré há. 5 stk í pakka. apríl-maí, 35 sm KRÓKUS YELLOW MAMMOUTH Stórblóma krókus, einnig góður í ker, blómgunartími mars-apríl, 15 sm. 10 stk í pakka. 10201040

TÚLÍPANI GREIGII MIXED Dílartúlipan greigii, einnig góður í ker, blómgast maí-júní, 15-25 sm hár. 10 stk

Sendum haustlauka um land allt

10200964

Kynntu þér úrvalið á nýjum vef Blómavals

10200904

blomaval.is

Loforð um litríkt vor... 749k 10 st

979

599

TÚLÍPANI ANGELIQUE Fylltur, bleikur, blómgast júní-júlí, 45 sm.

TÚLÍPANI APELDOORN Darvin túlipani, mjög blómfallegur, stendur vel, blómgast maí-júní, 50 sm hár.

599 10 stk

AMA TÚLÍPANI YOKO ní, 35 sm hár. blómgast maí-jú Tromptúlipani, 00101 112 ka. pak í 10 stk

TÚLÍPANI DON QUICHOTTE Fallega bleikur tromptúlipani, blómgast júni-júli, 50sm hár.

10 stk

10 stk í pakka 10200796

10 stk í pakka. 10200750

10 stk í pakka. 10200639

599

549

KRÓKUS REMEMBRANCE Stórblóma krókus, einnig góður í ker, blómgunartími mars-apríl, 15 sm.

50 stk

magnpakkningar

1499

10 stk í pakka. 10201036

1299

7 stk

10 stk

Krókusar

10 stk

ALLIUM PUPRPLE SENSATIO Harðgerður, árviss, stendur vel, blómgunartími júli-ágúst, hæð 75cm. 7 stk í pakka. 10201072

1 stk

FRITILLARIA AURORA Keisarakróna oft nefnd músafæla. Laukurinn þá sneiddur niður. Blómgunartími júlí-ágúst, hæð 100 sm. 1 stk í pakka. 10201112

kr

Páskaliljur

20 stk

magnpakkningar

Túlipanar

50 stk

magnpakkningar

1499 kr

1499 kr

Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Dalvík - Selfoss Egilsstaðir - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind

www.blomaval.is


Sundance Spas heilsunuddpottarnir

H&H

stuðla að náttúrulegri slökun, þar sem þú endurhleður líkama og sál...

Tengi býður upp á sérhannaðar TENGIgrindur fyrir hitakerfi sumarhúsa - einnig pottastýringar Opið: virka daga 08.00 - 18.00 laugardaga 10.00 - 15.00 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi Baldursnesi 6 • Akureyri

• Sími 414 1000 • Fax: 414 1001 • www. tengi.is • Sími 414 1050 • Fax: 414 1051 • tengi@tengi.is


ALLT AÐ

80%

AÐUR ORKUSPARN

SPARAÐU meÐ SPARPeRUm! Í BYKO er eitt mesta úrval landsins af sparperum! Allt að 80% orkusparandi umhverfisvænar

6-20x lengri líftími fjölbreytt úrval

EXPO · www.expo.is

Sparperur frá OSRAM eru umhverfisvænar og draga úr rafmagnskostnaði um allt að 80 % samanborið við jafn bjartar ljósaperur og endast þar að auki allt að 6-20 sinnum lengur.



Efnisyfirlit

í byrjun 8

Tré ársins 2009

10-17

Úr spariskónum i gúmmítútturnar

- Atli Gíslason alþingismaður

og Rannveig Sigurðardóttir í bústaðnum

Minnstu blóm í heimi

Berjakassar

18

Dansskórnir teknir með í bústaðinn

Hreiðar Sólberg Guðmundsson

og Ragna Skagfjörð Bjarnadóttir

24-25 26-27

Innbrot í sumarhús Forvarnir í sumarbústöðum

í miðjunni

28-32 Í garðinum með Jóni Guðmundssyni 34-39 Haustlaukar gefa vorinu lit 40-43 Ávaxtatrjárækt með góðum árangri 44-45 Endurheimt í byggðu umhverfi - hvað er nú það? 46-47 Svínaflensan 48-49 Sogin á Reykjanesi - göngulýsing 50-51 Hauststemmning 52 Eggert Pétursson - Blómalandið 54-55 Hlýjar hendur - handprjónaðir vettlingar 56-57 Minni-Borgir - spennandi frístundahús til leigu 58-59

að lokum

Gott skipulag auðveldar alla vinnu - Björn Jóhannsson landslagsarkítekt

60-61 Gott umhverfi eykur vellíðan. 62-63 Vörubílstjórar geta allt 64 Varnir gegn músum 65 Bækur í bústaðinn 66-67 Spánarsnígillinn - nýr landnemi 68-71 Uppskerutíð - Kartöfluréttir og aðalbláberjaís 72-75 Þjónustusíður 76 Krossgáta 78-79 Ungarnir flögra úr hreiðrinu 80-81 Ikebana - lifandi list 82 Ullblekill

6

Sumarhúsið og garðurinn 6. 2008.


Leiðarinn

78-79

10-17

60-61

Kæru lesendur. Haustið er uppáhaldstími margra, sá tími sem við kveðjum sumarið og vistum allar minningarnar um gott og sólríkt sumar. Haustið er einnig tíminn sem við vinnum að forðasöfnun fyrir veturinn - við tökum uppskeruna úr matjurtagarðinum, tínum ber og söftum og sultum. Margir taka slátur og enn aðrir kaupa heilu og hálfu skrokkana af kjöti og verka í frystinn. Haustið er tími fjölskyldunnar því við bjóðum í mat og gefum smakk af sultunni, bjóðum nýsoðið slátur með rófum úr eigin garði og lambalæri er á borðum á sunnudögum. Allar þessar venjur eru haustsins og það eru þær sem gera okkur að þjóð. Haustblað Sumarhússins og garðsins er prýtt fallegum myndum Páls Jökuls Péturssonar, ljósmyndara blaðsins. Haustið er einn fallegasti tími ársins, með sólskinsgulum litum asparinnar og eldrauðum litum lyngsins. Á heimasíðu blaðsins, www.rit.is, hefur Páll Jökull sett upp sýningu á haustmyndum sem hann hefur tekið á ferðum sínum um Suður- og Vesturland í haust og hvet ég ykkur til að skoða þær.

Komu Ikebana-meistarans Toshiyua Oki til landsins var vel tekið og var húsfylli í Norræna húsinu er hann og aðstoðarmenn hans sýndu gerð Ikebana-skreytinga sem er byggð á aldagömlum japönskum hefðum og innsæi. Sendiherra Japans, Katsuhiro Natsume, sagði í viðtali í Kastljósi það einlæga löngun landa sinna að hressa upp á íslensku þjóðina, efla kjark hennar og gleðja. Orð hans vöktu athygli mína en það er einmitt þetta viðhorf sem ég finn svo oft í samskiptum mínum við erlenda vini, og einnig meðal okkar Íslendinga. Við höldum áfram og endurskoðum gildin og það sem virkilega gefur lífinu gildi. Fyrir rúmu ári var fátítt að sjá fólk á reiðhjólum en margir hafa nú tekið þau fram og hjóla á milli staða og í vinnu. Menn hafa snúið sér að hannyrðum sem aldrei fyrr og lopi hefur aldrei selst jafnvel og nú. Lopapeysan, þjóðbúningurinn okkar, er á prjónunum víða og um daginn bað mig ungur maður að kenna sér á saumavélina því hann ætlaði að gera við allar sínar götóttu buxur. Kreppan hefur skrúfað niður hraðann sem var í samfélaginu og við fengum aftur tímann okkar sem var mörgum glataður. Það eru það góða við þessi ósköp öll.

Auður I. O ttesen R itstjóri, greinaskrif audur@rit.is

Páll Jökull Pétursson Umbrot, hönnun, ljósmyndun auglysingar@rit.is

Jón Guðmundsson Greinaskrif

Jóhann Óli Hilmarsson Greinaskrif johannoli@johannoli.is

Jónatan Garðarsson Greinaskrif

Páll Líndal Greinaskrif

Steinunn Bergsteinsdóttir Greinaskrif

Vilmundur Hansen Greinaskrif

Útgefandi: Merkurlaut 25 ehf, Sími 578 4800, www.rit.is Ábyrgðarmaður: Auður I. Ottesen, audur@rit.is Hönnun og uppsetning: Páll Jökull Pétursson rit@rit.is Ljósmyndir: Páll Jökull Pétursson, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson og fleiri. Prentun: Oddi. Auglýsingar: Auður I. Ottesen, audur@rit.is. Móttaka auglýsinga: auglysingar@rit.is Ritstjórn: Auður I. Ottesen ritstjóri, Páll Jökull Pétursson, Jóhann Óli Hilmarsson. Höfundar efnis: Auður I. Ottesen, Björn Jóhannsson, Erlingur Ólafsson, Jóhann Óli Hilmarsson, Jón Guðmundsson, Jónatan Garðarsson, Páll Jökull Pétursson, Páll Líndal, Steinunn Bergsteinsdóttir, Vilborg Magnúsdóttir og Vilmundur Hansen. Vinnsla blaðsins: Unnið á Macintosh í InDesign CS3. Letur í meginmáli er Minion Pro 8,7 p. á 11,5 p. fæti. Prentað á umhverfisvænan pappír. Forsíða: Ljósmynd Páll Jökull Pétursson.

ISSN 1670-5254

Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, p ­ rentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs l­eyfis útgefanda.


Heimsins minnstu blóm

Hengibjörk

tré ársins 2009 M y nd: J óha nn H ol t s

Heimsins minnstu blóm er að finna meðal tegundarinnar Wolffia af Lemnaceaeætt. Wolffia-plöntur vaxa fljótandi á yfirborði tjarna og hæglátra lækja. Þessar vatnaplöntur minna helst á fljótandi maísmjöl og erlendis eru þær almennt kallaðar vatnamjöl. Svo lítil eru blóm plantnanna að vöndur með tólf blómum gæti hæglega komist fyrir á títuprjónshausi. Ein planta er nógu lítil til að komast í gegnum nálarauga venjulegrar saumnálar og hægt væri að pakka að minnsta kosti 5.000 plöntum í eina fingurbjörg. Blómstrandi Wolffia-plöntur vega einungis 150 míkrógrömm, eða um það bil jafnmikið og tvö korn af borðsalti. Hver einstök Wolffia-planta er 165.000 sinnum minni en hið risavaxna ástralska tröllatré (Eucalyptus regnans) og sjö trilljón sinnum léttara en umfangsmikla strandrisafuran (Sequoiadendron giganteum). Wolffia-plöntur berast milli tjarna á fótum vatnafugla og einnig hafa fræ borist á milli með hvirfilvindum og hagléli. n Heimild: www.waynesword.palomar.edu Mynd: http://maftuhnurakhmad.files.wordpress.com/2009/08/ wolffiaarrhiza2.jpg

Berjakassar

S

kógræktarfélag Íslands velur Tré ársins ár hvert og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt.

Við rákumst á þessa sniðugu og handhægu

kassa fyrir berjatínslufólk sem framleiddir eru í Stóragerði í Ölfusi. Óskar Þór Óskarsson er hagleikssmiður sem framleiðir þessa kassa ásamt því að smíða grænmetiskassa í nokkrum stærðum frá 25 kg sem henta fyrir uppskeruna í bústaðnum og heima og upp í 750 kg fyrir garðyrkjubændur. Óskar segir að efnið í kössunum sé hitameðhöndlað, hitað upp í 57°C í innsta kjarna, en þessi aðferð er viðurkennd til geymslu á matvælum. n http://www.sbd.is

8  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Tré ársins 2009 var útnefnt við formlega athöfn í Kjarnaskógi á Akureyri 24. september og var það að þessu sinni hengibjörk (Betula pendula). Hengibjörk er fágæt trjátegund hérlendis og er tréð í Kjarnaskógi sérlega glæsilegur fulltrúi tegundarinnar. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, afhenti Hermanni Jóni Tómassyni, bæjarstjóra Akureyrarbæjar, viðurkenningarskjal af þessu tilefni. Eins og venja er við útnefningu Trés ársins var það mælt við þetta tækifæri og gerði það Johan Holst, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga,

Mynd: Johan Holst.

sem er umsjónaraðili Kjarnaskógar. Reyndist það vera 10,95 m á hæð og þvermál beggja stofnanna það sama - 21 sm. Johan telur að hengibjörk eigi sér mikið sóknarfæri á Íslandi og þá sérstaklega inn til landsins. „Hengibjörk hefur til að mynda verið mikið plantað að Silfrastöðum í Skagafirði og hefur reynst þar sérstaklega vel. Trén þar voru fljót að vaxa upp úr grasinu í frjósömu landinu og það hefur áberandi betri vaxtargetu en íslenska birkið (Betula pubences). Hengibjörkin er til mikillar prýði hér í Kjarnaskógi og áformar Katrín hjá Skjólskógum að ágræða greinum af Tré ársins þannig að eftir 2-3 ár geti menn keypt sér eintak,” segir Johan en hann telur að tréð sé sennilega gróðursett fyrir 1970 og sé af finnskum uppruna. n


2009

Haustið í Garðheimum Haustið er rómantískur tími, með fallegri lýsingu og haustgróðrinum. Haustfræðsla Garðheima verður áberandi og svo tekur við undirbúningur aðventu og jóla. Ágúst

September frh.

& haustplönturnar

& námskeið, haustlaukar, uppskeran

Dýradagar - ættleiðingar

Kertadagar & Amerísku jólatrén

Leiðissýning

15. ágúst

19. og 20. september

Ljósadagar

17. október

Dýradagar – kettir

27. ágúst

Ljósaseríukynning

19. og 20. september

September

24. til 25. október

Haustverkin í garðinum

& námskeið, haustlaukar, uppskeran

22. september

Grænmetisuppskeran

Nóvember & jólastjarnan

24. september

Dýradagar - smáhundar 12. og 13. september

Kósí konukvöld

Október & nóvemberkaktus

5. nóvember

Tækifæriskort og minningarbækur

Kryddjurtir að hausti

14. september

Jólakortin

15. nóvember

1. október

Haustplöntur og haustlaukar

17. september

Skartgripir úr skinnvörum

7. október

Jólalandið opnar 31. október

Haustkransagerð og kertaskreytingar

10. september

Október frh. & nóvemberkaktus

Aðventukransagerð

21. og 22. nóvember

=námskeið, nánar á gardheimar.is Desember 10 ára afmæli Garðheima 2.desember

Jólin í Garðheimum hellingur af tilboðum og skemmtilegum uppákomum allan desember


F

átt finnst Atla Gíslasyni alþingismanni eins endurnærandi og að fara í bústað sinn í Grímsnesinu. Þar bregður hann sér í gúmmítúttur og vinnugallann, atast úti við og tekur á í moldinni. Eina truflunin er gemsinn sem hann tekur með sér vegna vinnunnar. Rannveig Sigurðardóttir, kona hans, er honum samstíga og segir að amstrið hafi alltaf fylgt Atla. Þau drífa sig yfirleitt í bústaðinn strax eftir vinnu á föstudögum því staðurinn er algjört himnaríki.

Beint úr blankskónum í gúmmítútturnar Tex ti : Auður I. O t tes en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

Veturna segja þau Atli og Rannveig ekki síðri í bústaðnum en sumrin. „Ég fer hér um á gönguskíðum þegar færi gefst og þau hafa oft komið að góðum notum, sérstaklega veturinn 2007 sem var snjóþungur á tímabili. Þá óðum við snjóinn upp að lærum og ég sótti gönguskíðin og ferjaði vistir með meiru að bústaðnum á snjóþotu sem ég dró,” segir Atli en Rannveig segist ekki hafa komist upp á lagið með gönguskíðin. „Ég kann ekki eins við veturinn og Atli - vorið, sumarið og haustið er minn tími. Ég bíð eftir því að fá gróðurinn aftur.” Þau hafa verið í bústaðnum

þrenn jól í röð. Jólatréð taka þau upp með rót í útlínur af jólatré og svo byrjaði að snjóa stórum landinu og setja í pott og svo er það gróðursett léttum flygsum sem flögruðu letilega niður. Þetta aftur eftir þrettándann. „Það er einn ókostur sem er fallegasta sýn sem við höfum séð, alveg eins og fylgir trénu sem kemur frosið inn að þegar það úr smiðju Disney. Á jóladagsmorgun var þykkt fer að þiðna verður allt blautt. Okkur lærðist að snjólag yfir öllu og trén skörtuðu sínu fegursta“ setja plast undir það eftir fyrstu jólin en þá urðu segir Rannveig. allar jólagjafirnar rennblautar en það eyðilagðist sem betur fer ekkert. Fyrstu jólin okkar hérna Danskt og „dejligt” eru okkur ógleymanleg. Það var hvít snjóföl Bústaðurinn er danskt bjálkaeiningahús, reist yfir öllu og alger stilla. Jólatréð var komið upp 1983. Atli segir að það hafi verið gaman að reisa og jólaseríur alls staðar. Guðrún, stelpan okkar, húsið með smiðum sem hann fékk til verksins. fór hér upp í brekkuna með 50 kerti og bjó til „Húsinu fylgdu nákvæmar leiðbeiningar. Veggirnir

Um verslunarmannahelgina er haldin lítil þjóðhátíð með brekkusöng og snætt heilgrillað lamb á teini. Allt er til sem þarf, brennustæði í brekkunni og sæti undir klettinum þar sem setið er og sungið. 10  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


voru allir merktir með bókstöfum frá A-J og bjálkarnir  Athvarfið, húsið hér að ofan til vinstri, lét Atli grafa voru númeraðir upp í 18. Þegar búið var að koma þakinu inn í hraunbrekku við bústaðinn. Þak athvarfsins og veggir á eftir leiðbeiningunum þá stóð á næstu síðu: „Nú er eru steyptir en framhliðin er úr timbri í stíl við bústaðinn. reisugilli, með rauðu, hvítu og bjór“. Ekta danskt og Steyptu veggirnir voru allir tjargaðir og klæddir með dejligt,” segir Atli. „Klæðningin að innan er með sama takkadúk, á þakið var sett hrossaskítur og torf. Til hægri er sniði og bjálkarnir. Það er vel einangrað en fyrstu árin grillskýli sem smíðað var í sumar. rigndi með gluggum á austurgaflinum í verstu veðrum, en um leið og trén uxu var vandamálið úr sögunni.” Rannveig byrjaði að dvelja í bústaðnum árið 1997 og  Rannveig og Atli eru samhent og njóta þess ríkulega að segir hann afar þægilegan. „Sumarhús þarf ekki að vera dvelja í bústaðnum. stórt til að maður njóti þess.“ Þau eru í tölvusambandi í bústaðnum og vinna þar að ýmsum verkefnum. Atli er á kafi í stjórnmálum og undirbýr og sækir oft fundi frá bústaðnum.

Golfmót á níu holu velli í landinu Atli og Rannveig eru félagar í golfklúbbnum í Öndverðarnesi. „Við hreyfum okkur varla út af landinu því það er nóg að gera hérna og höfum varla komið í Öndverðarnes, en við tökum þátt í hreinsunar- og gróðursetningardeginum þar. Eftir að trén fóru að vaxa við bústaðinn blæs núorðið aðeins úr hánorðri en annars er afar lygnt hér í landinu. Við misreiknum okkur oft á því er við förum í golf að það getur verið bálhvasst á golfvellinum, en við komum þangað klædd í samræmi við veðrið hér,” segir Atli og tekur í nefið í kjölfarið og býður mér. Golfhæfninni viðhalda þau heimavið á níu holu örgolfvelli sem er í landinu. Hann segir að á vellinum hafi verið haldið fjölmennt golfmót leikinna og lærðra. „Mest voru hér 40 manns á golfmóti, allt frá litlum börnum upp í áttræðar konur sem aldrei hafa spilað golf nema hér og staðið sig með sóma.”

»

 Fjölskyldan saman á sólríkum sumardegi. Atli og Rannveig sóla sig með gestunum en börnin sulla í lítilli laug af mikilli kátínu. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  11


Hús og skrautmunir eru í bland nýir og gamlir. Þar er mikið af handverki sem Atli hefur mikið dálæti á.

 Í öðrum helmingi Athvarfsins er stofa með gufubaði og sturtu, en hinum er verkfærageymsla með svefnlofti.  Kamína gegnir stóru hlutverki í bústaðnum. Hún dregur inn loft að utan og skilar 80% af hitanum inn eftir að hafa farið um spírala.

Gamalt dót og handavinna Bæði inni og úti eru gamlir munir í bland við nýja. „Þetta er dót sem ég hef hirt á ferðum mínum um landið, ég hef gaman af ryðlituðu dóti og er alltaf að hirða eitthvað. Mér finnst skemmtilegt að hafa gamalt í bland við nýtt. Ýmislegt hérna höfum við keypt á ferðum okkar um landið og svo er annað sem mér hefur áskotnast,“ segir Atli og bendir á hluti af orfi sem er stofudjásn hjá þeim. „Atli hirðir drasl alls staðar þar sem

12  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

hann kemur,“ segir Rannveig og bætir við að hann skoði og kaupi handgerða hluti á ferðum þeirra. „Hann hefur mikinn áhuga á handverki eins og sést hér, það eina sem vantar hér er útsaumur með Drottinn blessi heimilið,” segir hún. „Mér finnst notalegt og gefandi að hafa handverk í kringum mig. Seinni kona pabba, Anna Guðjónsdóttir, gerði eitt verkanna hér árið sem ég fæddist, 1947. Mér þótti vænt um þegar hún gaf mér það,” segir Atli.

Í sumar var smíðaður nýr skápur í svefnherbergið og annar í forstofuna. Rannveig vildi ekki vera með furu en spurði smiðina frá Sérsmíði sem unnu hjá þeim í sumar hvort ekki væri hægt að nota mótatimbur. Það var auðsótt og er Rannveig himinlifandi með árangurinn og ánægð með greniskápana.

Dagarnir í bústaðnum eru misjafnir - oft er gestkvæmt og öðrum stundum situr Rannveig í rólegheitum með prjónana í sólinni. Atli nýtur þess að fást við smíðar og garðyrkju og eftir erilsaman dag er kynt upp í gufubaðinu og þess notið að slaka á í heita pottinum.


Útsýni yfir grjótnámuna sem Atli og Rannveig hafa ræktað upp. Í byrjun voru settar niður ársgamlar bakkaplöntur en Atli segist alveg vera búin að gefast upp á þeim og löngu hættur að planta þeim beint. Hann lætur smáplönturnar frekar vaxa í beði í 2-3 ár og þá eru þær miklu betri.

Keypti námuna á hagstæðum kjörum Atli komst í kynni við Magnús í Alviðru sem átti landið, þegar hann var fenginn til að búa til afsal fyrir Askhenazy-hjónin árið 1974, en Magnús og Þórunn kona hans gáfu þeim land í Selvík við Álftavatn. Atli hafði komist í kynni við Askhenazy-hjónin um 1970 er hann tók þátt í að standsetja garðinn þeirra í Háaleitishverfi. „Ég hitti Magnús fyrst þegar hann fór með mig í landið þeirra því ég þurfti að fá hornpunkta á teikningu til þess að geta lokið við að gera gjafaafsalið. Á leiðinni niður í Selvík keyrðum

við fram hjá gryfjunni hér í landinu. Ég fór mikinn, ungur og reiður maður, og bölsótaðist yfir þessari eyðileggingu sem malarnámið hafði haft í för með sér. Magnús þagði þunnu hljóði og á bakaleiðinni hélt ég sönglinu áfram og spurði Magnús hver hefði valdið þessum spjöllum,” Í jarðskjálftanum 2001 hrundu niður tvö björg segir Atli, og var það þá sá sem sat við hliðina á úr klettinum og eitt til í skjálftanum 2008. honum. Magnús sagði við mig: „Viltu þá ekki bara Atli og Rannveig héldu að það myndi hrynja kaupa þetta og bæta úr og græða upp landið?“ Ég miklu meira því bergið er allt krosssprungið. Í sagðist ekki eiga krónu, ég var þá að útskrifast bústaðnum hrundi eitthvað smávægilegt og úr lögfræðinni, en ef hann byði mér hagstæð lán að ekkert skemmdist kjör þá myndi ég fús vilja kaupa og græða upp námuna. Hann hringdi í mig viku seinna og

Hlíðar námunnar voru gróðurlausar þar til Atli fékk bílstjóra á Selfossi til að setja skít í hallann og þá fór að koma upp kjarr. Grenitrén og birkið tóku svo vel við sér eftir þetta. Hér sést hluti af Spítalastígnum sem Atli slær með venjulegri sláttuvél til þess að erfiða svolítið og halda sér ungum.

»

Lögmannssætið sem kallað er þingmannssætið núna eftir að Atli varð þingmaður, er góður staður til að hugsa. Rannveig segist geta verið nokkuð örugg á því þegar hún fer inn að Atli rölti hingað og setjist niður. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  13


bauð mér námuna á 150.000 gamlar krónur, áður en núllin tvö voru skorin af henni, sem voru kjarakaup - mánaðarlaun lögfræðings. Pabbi kom að kaupunum og keypti helminginn. Ég þurfti ekki að borga nema 25.000 krónur til Magnúsar og hélt eftir 50.000 krónum. Það dugði fyrir fargjaldi til Noregs í framhaldsnám. Við Magnús sömdum um að ég greiddi eftirstöðvarnar, 125.000 krónur, á 10 árum með gömlu „bændavöxtunum“ og lánið brann upp í verðbólgunni.”

Gígurinn græddur upp á 20 árum Malarnáman í landinu var gígur sem var fullur af gjalli. Vegagerðinni ber að laga malarnámur sem þeir opna og Atli fór til þeirra og fékk þá til að borga 100 tíma ýtuvinnu og til að ljúka verkinu borgaði hann sjálfur um 40 tíma til viðbótar. „Náman var þverhnípt á alla kanta og ekki hægt að komast ofan í hana nema um einn vegslóða. Mold hafði upphaflega verið rutt ofan af gjallinu í hauga til hliðar við námuna. Ég fékk

Atli reisti grillhús í sumar, með aðstoð góðra handverksmanna, og ætlar að hlaða þar eldstæði til að elda grillmatinn.

14  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Kára hjá Fossvélum á Selfossi til að ryðja niður í gryfjuna. Hann vann hér kraftaverk og tókst að forma gryfjuna í núverandi mynd. Meðal annars ruddi hann ótrúlegu magni af gjalli ofan í gryfjuna þar sem sumarbústaðurinn stendur nú“ segir Atli. Þetta tók tvö ár og síðan tók við óslitin vinna við ræktun sem staðið hefur í 28 ár. „Ég byrjaði á því árið 1981 að sá grasfræi yfir alla gryfjuna og lúpínu í gjallbreiður. Í fyrstu vildi ég eingöngu planta birki í stíl við ríkjandi gróður en hef síðan brotið odd af því einstrengingslega oflæti mínu og hóf upp úr 1990 að planta ýmsum tegundum af greni og furu. Í seinni tíð höfum við svo farið út í það að planta ýmis konar skrautplöntum og runnum sem njóta góðs af skjóli annars trjágróðurs“.

Markvisst unnið að því að lúpínan sái sér ekki frekar „Ég plantaði reyndar einnig lerki sem þreifst vel fyrstu 10 árin en eftir það hefur það átt erfitt uppdráttar. Það fær ekki næga vökvun í gjallinu. Það var svo ekki fyrr en fyrir 17 árum sem ég byrjaði að setja niður fyrstu greniplönturnar og svo á eftir kom furan sem hefur reynst langbest hér,” segir hann. Nú hafa trén myndað skjólkraga

og enginn getur ímyndað sér lengur hvernig náman var áður. Nú slær Atli lúpínuna, hún er búin að gera sitt gagn og hann vill ekki að hún sái sér frekar. „Ég leyfi henni að sýna bláa litinn og þegar hún hefur notað allan kraftinn til að blómgast og undirbúa fræin þá slæ ég hana. Ég slæ hana í 3-5 ár meðan fræbirgðirnar endast í jarðveginum, held henni niðri og stöðva útbreiðsluna. Það geta verið að koma upp lúpínur af gömlum fræjum í allt að tíu ár. Það er alveg með ólíkindum hvað gróðurinn hefur þrifist vel í gjallinu. Lúpínan er að byrja að hopa en hún var hér um allt,” segir Atli og bætir því við að lúpínan gefi góðan áburð, en án skítsins sem fór með hverri plöntu hefði gróðurinn ekki þrifist eins vel og hann gerir. „Þetta er feikimikil vinna en ánægjuleg - maður sér eitthvað eftir sig - sér árangur.”

Hitaveitan tekin inn „Það er mikið samkrull á milli bústaðanna hérna. Fyrir örfáum árum tókum við Magnús nágranni minn okkur til og tyrfðum hjólastólafæran göngustíg á milli okkar og um landið. Stígurinn er að hluta til og að gefnu tilefni kallaður

Meðfram hraunbrekkunni báðum megin við grillhúsið hlóðu þau Rannveig og Atli steinkant.


Atli á Forsetapallinum en frá honum er útsýni yfir alla sveitina.

Spítalastígur og ég slæ hann með venjulegri sláttuvél til þess að erfiða svolítið og halda mér ungum!” segir Atli og hlær. Rannveig segir að Atli geti alveg gleymt sér við sláttinn og göngu eftir stígnum. „Hann gengur hring eftir hring og hugsar og horfir,” segir hún. Hitaveitan kom árið 2001. Við ákváðum þá að halda okkur við rafmagnið og olíufyllta rafmagnsofna og tímdum hreinlega ekki að henda því gamla út strax, sem hafði enda reynst okkur vel. En í sumar urðum við að endurnýja pallinn umhverfis bústaðinn, sem var orðinn meira en 25 ára og úr sér genginn. Við breyttum

Atli er liðtækur garðyrkjumaður og hefur alltaf haft mikinn áhuga á gróðri og garðyrkju. Hann vann í skrúðgarðyrkju öll námsárin, ein fimmtán ár, og kann sitthvað fyrir sér.

honum töluvert og stækkuðum og ákváðum að nú væri tímabært að taka inn heita vatnið og setja pott. Einnig stækkuðum við grasflötina fyrir framan bústaðinn, hlóðum steinkant að hraunbrekkunni og byggðum grillhús. Við fengum aldeilis prýðilega handverksmenn til verksins frá Sérsmíði í Kópavogi. Einnig létum við byggja útsýnispall út frá pallinum „Forsetapallinn”. Við tókum bústaðinn einnig í gegn, bárum á að utan, þakið var málað og gluggarnir lagaðir. Við erum sæl með útkomuna og ánægð með að leggja smáræði af mörkum til íslensks iðnaðar nú á krepputímum.”

 Á nokkrum stöðum á pallinum er sagað gat fyrir trjáplöntum.  Í sumar endurnýjuðu þau Rannveig og Atli pallinn sem var orðinn lúinn. Hann var stækkaður, heitur pottur settur á hann og síðan smíðað fagmannlega utan um hann.  Atli segir hjólastólafært um landið. Hér gengur hann niður skábraut af pallinum og út á greiðfæran stíg sem liggur um landið. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  15

»


Í landinu er safn fjölæringa og lággróðurs sem vex í snarbrattri gjallbrekku og þrífst vel, enda hefur ríkulega verið borið á.

„Norðan harðan gerði garð”

Kartöfluræktunin er á könnu Atla og nýtur hann þess að púla við uppskeruna um helgar á milli þess sem hann tekst á við amstur þingmennskunnar.

svo spírað. Fuglarnir umvefja fræin með skít og í allri skógrækt að grisja hiklaust en rétt, en á „Það versta sem gerist hér varðandi gróðurinn þessi sjálfsáðu reynitré eru til mikils yndisauka,“ því eru oft vanhöld.” er þegar köld norðanátt brestur á seinni hlutann í segir Atli. „Líkreyni” kallar hann tré sem hann maí eða byrjun júní með allt að 10-12 vindstigum tók upp agnarlítil og sjálfsáð úr kirkjugörðum í Matjurtagarðurinn og mikilli vindkælingu. Þá er allt að komast í Reykjavík en þar er mikið af sjálfsánum trjám. Rannveig setti rabarbara í matjurtagarðinn, blóma en laufin sviðna og trén ná sér ekki á strik „Þessar reyniplöntur eru langflestar teknar af ættaðan frá ömmu sinni, og er hann henni allt sumarið. Maður bíður fram til 15. júní með leiðum foreldra okkar og hafa spjarað sig vel. Ég hugleikinn. „Rabarbarinn frá ömmu er rauður krosslagða fingur og vonar að það gerist ekki. er hér með plómutré sem strákarnir mínir gáfu vínrabarbari sem ég sulta úr á haustin. Ég sulta Það hefur komið frostnótt hérna 15. júní og svo mér í afmælisgjöf. Það hefur verið hér í fjögur líka úr rifsberjum, stikilsberjum og sólberjum. 3. ágúst og þá er bara allt ónýtt. Vaxtartíminn hér ár, það vex um 30-40 sm á ári og kelur mikið. Uppskeran af berjatrjánum hefur náð því að er ekki nema 2-3 mánuðir, en ef það kemur ekki Það er eins með hlyninn okkar, við erum með vera yfir 30 kíló. Það er svo mikið af berjum að kuldakast þá verður gott trjásumar,” segir Atli. nokkrar plöntur sem allar kelur mikið, en halda fuglunum er velkomið að deila þeim með okkur.” Atli sér um að klippa berjarunnana og segir að þó sínu striki.” „Þjófafura og líkreynir” greinarnar á rifsinu verði allar að vera yngri en „Þjófafuru” kallar Atli furu sem hafði sáð sér Gróðursetningum fækkar en meira sjö ára til að þær beri sem bestan ávöxt. „Finnur meðfram þjóðveginum að Syðri Brú eftir að þar klippt Árnason garðyrkjumaður kenndi mér að klippa Nú eru orðin kaflaskipti – það er minna tré og ég grisja rifsið á hverju vori,” segir hann. var grafið fyrir vatnslögnum. „Ég hef tekið þar upp nokkuð hundruð stykki af sjálfsáðri stafafuru gróðursett en því meira grisjað. „Það er þannig Líkt og Atla finnst Rannveigu gaman að atast í og plantað í gryfjuna. Þær braggast ótrúlega vel, að allt í einu breytist allt - trén eru orðin stór moldinni. „Mér finnst gaman að vera í mold og en verða ef til vill vandamál þegar frá líður. Þá og þétt og þá hættir maður að planta og fer að er hreyknust af matjurtagarðinum. Atli sér um er bara að grisja,” segir Atli. Margar víðitegundir klippa. Ég er svolítið að leika mér með trén, að kartöflurnar en ég annað. Svo erum við með eru í landinu, t.d. grávíðir, alaskavíðir og viðja, búa til „skúlptúra”. Það er aðallega víðirinn sem jarðarberjaplöntur og kryddjurtir. Mig langar körfuvíðir og fjallavíðir. „Mikil sjálfsáning á verður fyrir klippunum en það er auðvelt að móta að rækta paprikur, tómata og gúrkur en til þess sér stað hérna - til að mynda hafa fuglar borið hann,” segir Atli og bætir því við að nauðsynlegt þarf ég gróðurhús.” n mikinn fjölda reynifræja inn í landið sem hafa sé að „massa” trén aðeins. „Það er afar mikilvægt

16  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009



Dansskórnir

með í bústaðinn

Tex ti : Auður I . O ttesen. M y ndi r : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

B

ústaður þeirra Rögnu Skagfjörð Bjarnadóttur og Hreiðars Sólbergs Guðmundssonar var fluttur úr Vogunum í Grímsnesið fyrir 15 árum. Meðan þau biðu eftir kranabílnum ásamt hjálparmönnum sínum lagaði Ragna kaffi í bústaðnum og bauð upp á bakkelsi. Eftir að bústaðurinn fékk fast land hafa þau átt þar ótal ánægjustundir, hún saumar og les en hann er úti við öllum stundum. Ef það rignir þá gallar hann sig upp en þá er hún innivið og bakar kleinur eða hrærir í vöfflur og bóndinn kann vel að meta nýbakað bakkelsi þegar hann kemur kaldur inn.

Hjónin taka vel á móti erindrekum hjónaklúbbnum Laufinu eða þá að Ragna Sumarhússins og garðsins sem heimsóttu er upptekin í söngferð með Senjorítum þau í blíðskaparveðri. Þeim var boðið til Kvennakórs Reykjavíkur. sætis við uppdekkað borð á veröndinni. Innan úr eldhúsinu barst ilmur úr Hafa bæði gaman af því að ofninum og sagðist Ragna hafa hrært í dansa rabarbaraböku og notar rabarbara sem Fyrstu kynni þeirra voru á dansgólfi á balli hún hafði tekið upp úr matjurtagarðinum í Ártúni árið 1993. „Við hittumst á dansleik um morguninn. Fyrir fjórum árum lokuðu þar. Við gengum svo í Hjónaklúbbinn þau fyrir vindnæðing á veröndinni með Laufið 1996 og höfum afskaplega gaman gluggum undir þakskyggninu og segja að af því að dansa saman. Það er aldrei að það hafi munað öllu. Eftir það borða þau oft vita hvort við förum á ball í kvöld, við úti og eru alveg laus við gjóluna. Þegar talið tókum a.m.k. með okkur dansskóna,” berst að gróandanum í landinu þeirra segist segir Hreiðar og upplýsir okkur um að Ragna aldrei hafa verið dugleg í moldinni. Hljómsveit Hjördísar Geirs spili fyrir dansi „Ég er meira fyrir handavinnu og lestur en á Borg í Grímsnesi um kvöldið. Þau skella Hreiðar er úti við öllum stundum. Ég er sér endrum og eins á gömlu dansana, bæði ekki eins dugleg að vera úti nema í góðu í sveitinni og í félagsskap annarra hjóna. veðri og er þá að dúlla svolítið við blómin „Við förum oft á Bjarnaballið sem haldið og raka blettinn ef það er slegið. Hreiðar er á Hótel Geysi eða í Aratungu en það hefur smíðað allt hérna en ég hjálpa til við er feykilega skemmtilegt,” segir Ragna. eitthvað smálegt, til dæmis að bera á viðinn Þau Ragna og Hreiðar giftu sig 1999 en og mála þegar þess þarf með.” Hreiðar segist fyrsta árið segjast þau bara hafa verið að hafa meiri þörf fyrir hreyfingu en hún. „Ég hittast, Hreiðar bjó í Vogunum en Ragna í tek ekkert á í vinnunni sem ég stunda núna Reykjavík og þau hittust í dansinum. „Við en ég vinn í eftirliti hjá Byko, þar eru ekki vorum svona kærustupar fyrstu þrjú árin átök en það eru stöður svo það er gott að en seldum svo húsin okkar og keyptum atast hér til að fá hreyfingu.” Þau njóta þess saman í fjölbýli í Kópavogi 1996. Það bæði að eyða frítíma sínum í bústaðnum má eiginlega segja að við höfum hafið yfir sumartímann og í sumarfríinu. Ef búskap í bústaðnum því við höfum verið það dettur úr helgi er það vegna þess að þar meira og minna öll sumur síðan við þau bregða sér í dansinn og í ferðir með kynntumst.”

18  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Bústaðurinn reistur á hlaðinu heima Bústaðurinn var fluttur upp í Grímsnes í blíðskaparveðri 5. júlí 1994, ásamt þremur öðrum sem allir voru smíðaðir á Suðurnesjum. Hreiðar hafði reist sinn á planinu framan við hús sitt í Vogunum og Helgi bróðir hans var yfirsmiðurinn, en hinir bústaðirnir eru í eigu vina hans. „Einn bústaðurinn kom innan úr Höfnum og tveir af Ströndinni sem fóru á Ásgarðsland. Það var þægilegt að vinna við smíði bústaðarins heima í hlaði, maður gat skotist inn í kaffi og notað þann tíma sem gafst. Maður reynir að gera fyrir sjálfan sig það sem maður getur. Ég varð fyrir því óhappi þegar búið var að reisa húsið að ég axlarbrotnaði er ég féll ofan af þakinu. Úti var frost og það var að koma blindbylur svo ég ákvað að fara aftur út um kvöldið og negla þakið betur, en við höfðum verið að setja þakplöturnar á það.

» Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  19


Öllu er haganlega fyrirkomið í bústaðnum og eldhúskrókurinn er hlýlegur og heimilislegur. Yfir eldhúsborðinu hangir ljósakróna sem hjónin höfðu með sér frá Kanaríeyjum.

Þegar ég var að klára rúllaði ég bara niður með þeim afleiðingum að ég brotnaði. Ég var frá í hálfan mánuð en er alveg búinn að jafna mig og er jafngóður og áður.”

Flutningur að næturlagi Lagt var af stað um miðnætti með bústaðina fjóra og var krani með sem átti að hífa húsin á grunnana. Byrjað var að setja tvo bústaði í Ásgarðsland og á meðan biðu þau Ragna og Hreiðar með sína hjálparmenn eftir að röðin kæmi að þeim. „Við vorum komin með bústaðinn í landið okkar um kl. þrjú um nóttina og svo biðum við og biðum. og á meðan hitaði Ragna kaffi fyrir kallana inni í bústaðnum okkar sem var uppi á bílpallinum. Það var svo ekki fyrr en á hádegi sem röðin kom að okkur og tók

Í stofusófanum er allsérstakur púði með mynd af þeim hjónum. Púðann fengu þau Ragna og Hreiðar í jólagjöf frá Magnúsi Hlyni, syni Hreiðars, og fjölskyldu hans. Magnús tók myndina af þeim við sumarhúsið og púðinn var gerður í versluninni Agnarögn á Selfossi.

20  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

það aðeins hálftíma að hífa bústaðinn okkar á undirstöðurnar.”

Of mikil vinna að eiga bæði einbýlishús og sumarhús Eftir að bústaðurinn var kominn á sinn stað var lokið við að leggja á gólfið og innréttingarnar voru settar upp. Síðar komu verandirnar, geymslan og búrið, sem Hreiðar segist hafa byggt yfir sultukrukkurnar hennar Rögnu. „Tvö fyrstu árin

vorum við í bústaðnum allar helgar að vinna. Ég þurfti að koma því við að hirða garðinn minn í Vogunum líka og ef það kom þurrkur þá þurfti ég að sæta lagi að drífa mig í að slá og ganga þar frá áður en ég fór upp í bústað. Mér finnst of mikið að vera með einbýlishús líka ef maður gerir allt sjálfur og getur ekki haft vinnufólk.” Þrátt fyrir annir á tveimur stöðum kláraðist hægt og bítandi eitt verkið af öðru í bústaðnum.

Ragna situr löngum stundum við hannyrðir og verk eftir hana prýða bústaðinn, og reyndar einnig útsaumur er Hreiðar saumaði á árum áður.


Fimmtugs- og sextugsafmælin haldin í bústaðnum Fyrir fjórum árum, þann 15 júní, hélt Hreiðar veglega upp á sextugsafmælið sitt í bústaðnum með fjölskyldunni. „Krakkarnir okkar komu og þeirra fjölskyldur ásamt nánasta skyldfólki. Veðrið lék við okkur, það var algert logn og 20°C hiti. Veitingarnar voru bornar fram í tjaldi sem við höfðum opið á þrjá vegu. Boðið var upp á sjávarréttasúpu og grillað lambalæri, segir Hreiðar þegar hann minnist þessa dags. Á eftir fengu allir sér kaffi og kransakaka var á borðum. „Jóhanna, dóttir Rögnu, og Anna Margrét, tengdadóttir okkar, hjálpuðu við undirbúninginn.” Ragna segir að það hafi verið æðislegt að fá svona gott veður, dagurinn var afskaplega skemmtilegur og Hreiðar tekur undir það með henni. „Aðstæðurnar voru aðrar þegar ég varð fimmtugur en sá dagur var ekki síður eftirminnilegur. Þá var ekki eins mikil viðhöfn, enda vorum við komin stutt á veg með bústaðinn. Hurðirnar vantaði og loftið var óklárað, en við slógum upp veislu. Maturinn var borinn fram á búkka og allt miklu frumstæðara, en það var ekki síður skemmtilegt.”

Rabarbarabaka frúarinnar Hreiðar smíðaði leiktæki sem nýtur mikilla vinsælda hjá barnabörnunum eftir að honum áskotnaðist rennibraut.

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Ragna á eina dóttur, Jóhönnu og tvær dætur hennar eru oft hjá þeim í bústaðnum. Hreiðar á tvo syni og til samans eiga þau níu barnabörn. „Barnabörnin koma stundum og maður kynnist þeim betur ef maður er einn með þeim. Dætur hennar Jóhönnu voru hjá okkur þegar ég var að innrétta búrið. Ragna, sú yngri, var áhugasöm um smíðarnar og ég kenndi henni nöfnin á verkfærunum. Hún var námsfús og varð fljótlega

handlangarinn minn og áttaði sig strax á því hvað ég átti við er ég sagði: „Réttu mér vinkilinn,” eða: „Réttu mér hallamálið.” Ég mældi inni, sagði henni töluna og hún mældi spýtuna úti og merkti hana. Það var svo gaman að þessu, maður kynnist krökkunum svo vel þegar maður er með þeim allan sólarhringinn,” segir Hreiðar og réttir úr sér til að gæta að því hvort ekki vanti kaffi í bollana og býður meira, sem við þiggjum með þökkum.

300 g rabarbari 1 msk. kartöflumjöl 2 msk. sykur 1 dl sykur 3 msk. brætt smjör 3 dl kókosmjöl 2 egg Rabarbarinn er skorinn niður í bita og settur í bökunarform. 2 msk. af sykri og kartöflumjölinu stráð yfir. Eggin þeytt saman við 1 dl af sykri og bræddu smjörinu og síðan kókosmjölinu bætt út í. Deiginu er dreift yfir rabarbarann og formið sett inn í 200°C heitan ofn og bakað í 20 mínútur. Borið fram með ís eða rjóma.

Hreiðar er hagur í höndum og auk þess að hafa smíðað að mestu sumarhúsið þeirra þá byggði hann smíðaskemmuna þar sem hann geymir verkfærin og er með smíðaaðstöðu. Einnig byggði hann útibúr fyrir frúna þar sem Ragna geymir meðal annars sultukrukkurnar.

»

Hreiðar er hugmyndaríkur og honum datt í hug að smíða grindverk í einingum sem hann getur losað og tekið inn í geymslu yfir veturinn. Með þessu sleppur hann við að mála eins oft því það veðrast ekki á veturna. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  21


Hreiðar klippir um 200 m langt limgerði meðfram veginum að landinu á hverju vori og síðsumars til þess að halda hæð þess í skefjum.

Hreiðar og Ragna gæta að jarðarberjauppskerunni í gróðurkassa en þar hafa þau ræktað þau með sæmilegum árangri. Þeim hugkvæmdist að setja net í lokið til að fuglarnir væru ekki á undan þeim að borða þau.

Mikinn hluta gróðursins í landinu hefur Hreiðar ræktað sjálfur. Í pottunum eru viðjugræðlingar sem hann stakk beint í moldina og þar rættu þeir sig.

Landið breytist

Meðvituð um alla vinnuna

Hreiðar og Ragna tóku við lyngvöxnu landi og hafa ræktað það upp og gerbreytt ásýnd þess frá 1993 þegar fyrstu trén fóru niður. „Aspirnar meðfram heimreiðinni voru bara 120 sm háar þegar við settum þær niður en nú eru þær að

verða sex metrar á hæð. Úr Borgarfirði fengum við alaskavíðinn og viðju í limgerðið meðfram veginum og svo hef ég komið til einhverri býsn af viðjugræðlingum. Okkur hefur gengið vel með allan gróður hér nema reyniviðinn, það er eina tréð sem okkur hefur gengið illa með.”

Hreiðar heldur hér á Unnari Erni, þriggja ára og hjá þeim stendur Veigar Atli, átta ára, Magnússarsynir sem eru með afa sínum í sumarbústaðnum. Fallegir haustlitir á aspalimgerði í baksýn. Mynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson.

22  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Landið er rúmur hálfur hektari og limgerði er meðfram veginum og til hliðar með landinu, samtals um 200 metra langt. Hreiðar klippir þau á hverju vori og svo síðsumars. Þegar hann er spurður hvort það sé ekki gríðarleg vinna svarar hann strax: „Auðvitað er þetta ekkert annað en vinna og maður veit það ósköp vel. Mér finnst ekkert varið í að hafa limgerðið of hátt, en það er gott að loka sig svolítið af. Ég vil samt ekki byrgja alveg útsýnið því það er fallegt hérna. Ég held limgerðinu í ákveðinni hæð sem auðvelt er að klippa í og ég fylgist líka með því ef óþrif koma í trén. Ef það kemur lús eða maðkur í trén þá sprauta ég þau yfirleitt með Permasecti. Ég fer þá út um kl. fjögur að morgni með 12 lítra kút það væri ekki annað hægt því ég vil ekki vera að eitra þegar aðrir eru á ferð. Það fara svona 5-6 kútar á limgerðin,” segir Hreiðar og bætir við að mörgum finnist hann leggja of mikið á sig því hann heldur beðunum hreinum. „Ég hef alltaf haldið beðunum hreinum, ég skríð með þeim öllum en tek þetta létt. Stundum nota ég eitur til að halda grasinu og illgresinu niðri. Ef það er ekkert að gera hjá mér þá geng ég oft með limgerðinu og klippi kalgreinar á trjánum.” Snyrtimennska og natni einkennir öll þeirra verk. Það er ánægjulegt að heimsækja þau og finna hversu vel þau njóta þess að eyða stundum í bústaðnum. Ragna segist hvergi sofa eins vel, þar sé friðsæld og eingöngu fuglasöngurinn rjúfi kyrrðina. n


MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

! g n u j ý N

Alltaf nægjanlegt heitt neysluvatn!

Termix BL-B tengigrindin er ný lausn til hitunar á neysluvatni. Hún er sérhönnuð fyrir íslensk sumarhús og önnur minni neysluvatnskerfi með sjálfvirkandi hemil á aðveiturennsli hitaveitu. Í BL-B tengigrindinni er kalt neysluvatn hitað í 55 °C með varmaskipti og því safnað í 150 l. tank. Í tankinum er vatninu haldið í 55°C með hringrás í gegnum varmaskiptinn. Það er því alltaf til nægjanlegt heitt neysluvatn. Við erum eini framleiðandinn í heiminum sem framleiðir tengigrindur og varmaskipta, ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Í áratugi höfum við safnað saman mikilli reynslu með vinnu við ýmsar aðstæður og við margar mismunandi gerðir hitakerfa

Þess vegna getum við boðið réttu tengigrindalausnina fyrir þitt hitakerfi. Lausn sem byggir á áratuga reynslu við val á stjórnbúnaði fyrir íslenskar hitaveituaðstæður.

Við erum með tengigrindur fyrir: • • • • •

Ofna- og gólfhitakerfi Neysluvatn Snjóbræðslur Stýringar fyrir setlaugar Við getum sérsmíðað tengigrindur fyrir allt að 25 MW afl

Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


Innbrot í sumarhús í Árnessýslu Tex ti : Vi lborg M a gnúsdótti r ra nns ók na r l ögregl u m a ð u r. L j ós my nd: Pá l l J ök u l l Pét u r s s on.

I

nnbrot í sumarhús eru tíðari yfir vetrartímann þegar heimsóknir eigenda í sumarhúsin eru strjálli og þjófar ná að athafna sig í skjóli myrkurs. Í 3. tbl. Sumarhússins og garðsins árið 2000 var fjallað um innbrot í sumarhús í Árnessýslu og birt yfirlit yfir fjölda innbrota í sumarhús í sýslunni frá 1996-2000. Á því tímabili voru innbrotin 223 talsins. Vilborg Magnúsdóttir, rannsóknarlögreglumaður hjá lögregluembættinu á Selfossi, segir hér frá samantekt sem hún gerði um fjölda tilkynntra innbrota í uppsveitum Árnessýslu frá 2002-2008 og fyrstu sjö mánuði ársins 2009. Í júní 2008 fór tilkynntum innbrotum fjölgandi og stóð uppsveiflan yfir allt til loka ársins. Það sem af er 2009 eru nokkrar sveiflur í tilkynntum innbrotum og eru þau fleiri en á sama tíma í fyrra. Tilkynnt innbrot voru að meðaltali fjögur á mánuði fyrstu sjö mánuði ársins 2007. Fyrstu sjö mánuði 2008 var meðaltalið sex innbrot á mánuði en fyrstu sjö mánuði þessa árs er talan komin upp í tæplega 10. Það staðfestir þá tilfinningu okkar lögreglumanna á svæðinu að tilkynntum innbrotum hafi fjölgað aðeins. Hafa verður í huga að sumarhúsum hefur einnig fjölgað umtalsvert í sýslunni síðastliðinn áratug. Því má spyrja sig þess hvort um raunfjölgun sé að ræða. Auk þess má ætla að aukin verðmæti séu til staðar í sumarhúsunum, eins og flatskjáir svo eitthvað sé nefnt.

Ekki öll innbrot tilkynnt Við mat á fjölda innbrota ber að hafa það í huga að lögreglan fær ekki vitneskju um öll afbrot; til að mynda fær hún nánast aldrei upplýsingar um innbrot nema borgarar ákveða að tilkynna

það til lögreglu. Því má vera að þróun í fjölda innbrota hafi verið með öðrum hætti í sýslunni, en færri tilkynni brot til lögreglu nú en áður. Í þessu sambandi má þó benda á að í íslenska hluta alþjóðlegu þolendakönnunarinnar (ICVS) sem kom út árið 2005, kemur fram að 73% þeirra sem brotist var inn hjá tilkynntu brotið til lögreglu. Ef viðmælandi taldi brotið vera alvarlegt var líklegra að það væri tilkynnt heldur en ekki. Helsta ástæða þess að fólk tilkynnir ekki til lögreglu er almennt sú að tjónið var ekki það mikið eða að gerandi tengdist þolanda (Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir, 2005).

Aðferðir við innbrot Það hefur ekki verið skoðað formlega hvort aðrar aðferðir eru notaðar við innbrot núna en fyrir til dæmis 10 árum. Líklegra er að aðferðirnar séu svipaðar, til dæmis að notað sé verkfæri til þess að brjóta sér leið inn um glugga eða hurð. Til dæmis þekkist vel að gluggi er spenntur upp eða rúða brotin til þess að teygja sig í læsingar. Það sem hefur líka vakið athygli undanfarin ár er að innbrot hafa einnig verið framin í þéttbýli að degi til þannig að það þekkist líka og hrekur mýtuna um að menn séu aðeins í innbrotum í skjóli nætur.

þess að vera með tryggingar í lagi. Í sumarbústaðabyggðum er einnig gott ef nágrannagæslan er virk og að fólk láti lögreglu vita ef það verður vart við óeðlilegan umgang eða hefur upplýsingar um mannaferðir þar sem innbrot hefur átt sér stað. Allar upplýsingar eru vel þegnar, sama hversu ómerkilegar þær kunna að hljóma.

Þýfinu oftast komið í verð Það getur verið misjafnt hverju þjófar eru á höttunum eftir en í langflestum tilfellum eru hlutir teknir sem hægt er að koma í verð hvort sem það er fyrir fíkniefni eða eitthvað annað. Þá erum við að tala um rafmagnstæki, flatskjái eða skartgripi svo eitthvað sé nefnt. Það má segja að þau verðmæti sem blasa við séu líklegust til þess að vera tekin. Í sumum tilfellum er viðkomandi aðeins að leita eftir einhverju sérstöku eftir pöntun til dæmis flatskái og þá er annað látið í friði. Við hjá embætti lögreglustjórans á Selfossi leggjum okkur fram við að þjónusta íbúa og dvalargesti sýslunnar eins vel og unnt er og hvetjum fólk til þess að hafa samband ef það hefur einhverjar upplýsingar. n -Heimildir: Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir (2005). Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna. Reykjavík: Ríkislögreglustjórinn og Háskólaútgáfan.

Virk nágrannavarsla reynist vel Aðferðir til þess að verjast innbrotum teljum við hjá lögreglunni vera þær að búa vel að húsum og læstum híbýlum, skilja ekki eftir opinn glugga eða dyr og búa þannig að hlutum að það sé ekki auðvelt að seilast eftir þeim. Þá er mikilvægt að varast að láta dýra og söluvænlega hluti vera sýnilega, eins og tölvur og sjónvörp. Það er líka alltaf möguleiki að fá sér öryggiskerfi. Það hefur verið okkar tilfinning hér að lokaðir vegir og einkavegir að bústöðum verði til þess að óboðnir gestir láti síður sjá sig. Við hvetjum fólk einnig til Vil borg M a gnú s dót t ir.

24  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Fjöldi tilkynntra innbrota eftir mánuðum og árum.

Það hefur verið okkar tilfinning að lokaðir vegir og einkavegir að bústöðum verði til þess að óboðnir gestir láti síður sjá sig.

Ef línuritið er skoðað kemur fram að sveiflan í hverjum mánuði á milli ára er svipuð. Við sjáum toppa á hverju ári. Hins vegar eru þeir mismunandi eftir mánuðum en á heildina litið eru engin óeðlileg frávik á hverju ári fyrir sig fram á mitt árið 2008. Í júní 2008 fór tilkynntum innbrotum fjölgandi og stóð sú fjölgun yfir allt til loka árs. Það sem af er 2009 eru nokkrar sveiflur í tilkynntum innbrotum og þau eru fleiri en á sama tíma og í fyrra. Fjöldi tilkynntra innbrota í uppsveitum Árnessýslu frá 2002-2008 og fyrstu 7 mán. 2009 2002

2003

2004

Laugardalshreppur

2

1

6

2005

2006

2007

2008

2009

Biskupstungnahreppur

2

2

5

Grafningur

6

2

2

Grímsnes

10

26

19

Þingvallahreppur

7

3

0

Hrunamannahreppur

10

0

1

Ölfushreppur

2

5

0

Villingaholtshreppur

0

0

Bláskógabyggð

1 1

1

2

0

1

Grímsnes- og Grafningshr.

37

39

44

116

68

Hrunamannahreppur

0

0

4

10

8

38

40

50

126

77

Samtals

39

39

34

Í töflunni má sjá fjölda tilkynntra innbrota í uppsveitum Árnessýslu frá 2002-2008 og fyrstu sjö mánuði árs 2009. Því má gera ráð fyrir að talan fyrir 2009 verði hærri við árslok. Hafa ber í huga að fjöldinn á við um hvert og eitt sveitarfélag í heild og því geta innbrotin einnig hafa átt sér stað í þéttbýliskjörnum, eins og Flúðum eða Laugarvatni. Í töflunni má sjá að flest tilkynnt innbrot áttu sér stað í póstnúmeri 801, sem á meðal annars við um Grímsnes- og Grafningshrepp, en þar er þétt sumarbústaðabyggð. Fáar tilkynningar um innbrot koma frá Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi.

Þegar skoða á upplýsingar um tilkynnt innbrot í sumarhús í uppsveitum Árnessýslu þarf að hafa í huga að tilkynnt innbrot eru skráð eftir póstnúmerum þess sveitarfélags sem sumarhúsið tilheyrir. Þannig tilheyrir sumarbústaður í Úthlíð sveitarfélaginu Bláskógabyggð núna en var áður í Biskupstungnahreppi. Forsendur fyrir skráningum á verkefnaliðnum Innbrot hafa verið nokkurn veginn þær sömu síðastliðin 13 ár, þrátt fyrir að árið 2005 hafi lögreglan breytt skráningarkerfum sínum. Skráningar hafa líka breyst eftir sameiningu sveitarfélaga og núna síðustu árin hafa þær flokkast eftir póstnúmerum nýju sveitarfélaganna. Hins vegar hafa verið vandkvæði með skráningu nánari staðsetningar þar sem dreifbýlin í sýslunni fá flest sama póstnúmer (801), óháð sveitarfélagi, en þéttbýliskjarnar hafa sitt póstnúmer.

Nauðsynlegt er að huga vel að læstum hurðum og gæta þess að gluggar séu tryggilega lokaðir. Læst hlið við innkeyrslu að sumarhúsalandi er góð forvörn. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  25


KYNNING

Fyrirbyggjandi ráð

Tex t i: Au ð u r I. O t tes en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on og V ÍS

Þ

ar sem ekki er búið í sumarbústöðum allt árið getur tjón þar orðið verulegt ef það uppgötvast ekki fyrr en eftir langan tíma. Þess vegna er líka nauðsynlegt að ganga vel frá sumarbústaðnum þegar ekki er dvalið í honum. Þeir sem eiga sumarbústað, eða hyggjast kaupa eða byggja sumarbústað, þurfa að huga vel að tryggingum hans. Mikil verðmæti eru oft í bústaðnum sjálfum og einnig getur innbúið verið verulegt. Allir sumarbústaðaeigendur þurfa að brunatryggja bústaðinn, bæði á byggingarstigi sem og fullbúinn, því brunatrygging húseigna er lögbundin trygging.

Við fengum Ragnheiði Davíðsdóttur, forvarnarfulltrúa hjá VÍS, til að gefa lesendum góð ráð varðandi forvanir og fyrirhyggju og með hvaða hætti væri hægt að forðast tilfinningalegt Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi hjá VÍS. og fjárhagslegt tjón á heimilinu og í bústaðnum. líka. Þetta er bara eitt handtak og tekur aðeins „Ein algengustu tjónin í sumarhúsum sem koma inn á borð hjá VÍS eru af völdum vatnsskaða. örlitla stund. Maður heyrir þegar maður skrúfar Tilkynningar eru fáar yfir sumarið en því fleiri frá og þegar gasið fer að streyma og maður heyrir það líka þegar maður skrúfar fyrir. á veturna og þá í flestum tilvikum vegna þess að vatn frýs í leiðslum og þær springa,” segir hún og n Hafa skal það fyrir algjöra bætir því við að tjónin verði oft miklu alvarlegri reglu að skrúfa alltaf fyrir Slysavarnir barna gasið. „Mig langar til að koma aðeins inn á slysavarnir á veturna vegna þess að það líður oft svo langur tími milli þess að fólk komi í bústaðinn. „Bústaðir n Geymið gasgrill með gaskút barna í bústöðum. Það er svo margt sem fólk áttar nú til dags eru allflestir úr timbri og höfum við aldrei innanhúss, né sig ekki á. Krakkar sem eru gestkomandi þekkja t.d. komið að bústað hjá viðskiptavini okkar sem varagaskúta. oft ekki þær hættur sem umhverfið býður upp á, var allur gegnsoðinn af heitu vatni svo hann var n Hafið gasgrill aldrei uppi við sé ekki varlega farið. Ár og lækir í nágrenninu húsið og nálægt rúðum. nánast ónýtur. Mikilvægt er að skrúfað sé fyrir draga að sér athyglina og eins klettar til að klifra kalda vatnið þegar sumarhúsið er yfirgefið, til að n Hafið gasskynjara innanhúss. í,“ segir Ragnheiður og bendir á að hitaveituvatn minnka hættu á tjóni og frostskaða á lögnum, og á Íslandi geti verið hættulega heitt og því óvarlegt tappa af vatnslögnum og salerni ef bústaðurinn Gas getur skapað mikla hættu að skilja lítil börn ein eftir í eða við heita potta, Gastæki eru algeng í sumarhúsum og þarf að án eftirlits. Hætturnar sem fylgja geta orðið er óupphitaður til að fyrirbyggja skaða að þessu tagi,” segir Ragnheiður. Í öllum nýrri bústöðum gæta sérstakrar varúðar hvað varðar meðferð börnum að fjörtjóni. „Lítil börn, 2ja-3ja ára, er vatnsinntak í sér rými utan hússins og segir þeirra. Ragnheiður segir að best sé að hafa geta drukknað í 15 sm djúpu vatni ef þau detta hún að það sé bót frá því sem áður var til þess gaskútinn utandyra í sumarhúsum, búa vel um á andlitið. Oft eru þau þannig klædd að þau geta að koma í veg fyrir tjón á öllu húsinu ef lagnir hann og láta fagmenn sjá um allan frágang. ekki staðið upp án aðstoðar. Allt of mörg sorgleg „Þetta ætti ekki að vera mikið mál, ef menn slys hafa orðið vegna þessa og ég vil benda fólki á gefa sig. gera ráð fyrir því að hafa gaskútana utandyra að lítil tjörn í garðinum getur verið stórhættuleg við byggingu bústaðarins. Ef því verður ekki fyrir lítil börn og það ætti aldrei að skilja heita við komið að hafa þá úti er sjálfsagt að leita til pottinn eftir opinn. Hafið auga með börnunum fagmanna um hvernig öruggast sé að búa um og gerið ráð fyrir að börn nágranna geti komið í hann í eldhúsinu,” segir hún. „Þar sem gas er heimsókn og ákveðið að prófa að fara í pottinn á notað innandyra leggjum við gífurlega áherslu þeim stundum sem enginn er til þess að fylgjast á gasskynjara; hann er númer 1, 2 og 3. Þá ekki með. Það gæti t.d. verið þegar þið skjótist í sund bara í sumarhúsum heldur einnig á heimilum, í eða í búðina,” segir hún. Um daginn kom hún í tjaldvögnum, hjólhýsum, húsbílum og alls staðar sumarbústað þar sem var skilti sem varaði við þar sem notað er gas. Þá mælum við eindregið því að skilja pottinn aldrei eftir opinn þegar með því að menn skrúfi fyrir allar leiðslur sem enginn væri að nota hann. Skiltið var staðsett ekki er verið að nota. Ég hef það alltaf fyrir reglu í þeirri hæð að það þurfti að beygja sig til að að skrúfa fyrir gasgrillið hjá mér og ekki bara lesa það. „Viðvörunarskiltin eru nauðsynleg og Innbrotsþjófar nota oft kúbein til að spenna fyrir leiðsluna að loganum heldur fyrir kútinn það þarf að setja þau á áberandi stað þar sem

Góð gas ráð:

upp hurðir og stór sér á þeim eftir verknaðinn.

26  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


allir geta lesið þau. Við hjá VÍS höfum verið að dreifa til viðskiptavina okkar skiltum sem vara við hættunni sem fylgja pottunum og hefur því verið afar vel tekið.”

Hætturnar geta verið lúmskar „Í bústaðnum ríkir gleði og hamingja og svo gerist eitthvað. Þá er ofboðslega mikilvægt að vera með helstu atriði skyndihjálpar á hreinu. Ég er ekki að tala um að fara á eitthvert stórt skyndihjálparnámskeið heldur getur lítill leiðbeiningabæklingur hreinlega bjargað mannslífi, t.d. að vita hvernig á að bregðast við ef gestkomandi fær hjartaáfall eða aðsvif, eða matur stendur í hálsi manneskju. Hvað á að gera ef barnið er meðvitundarlaust og er að drukkna? Sumir hafa hreinlega stirðnað upp þegar slíkt gerist og jafnvel brugðist rangt við. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að hringja í neyðarlínuna, 112, og fá leiðbeiningar hjá þeim því sjúkrabíll getur verið lengi á leiðinni.” Eins eru örugg og fumlaus viðbrögð nauðsynleg ef það kviknar í en þá segir Ragnheiður að mikilvægt sé að hafa kynnt sér útgönguleiðir, rýmingarleiðir og staðsetningu slökkvitækja. „Þá á það að vera undantekningalaus regla sumarhúsaeigandans að hafa eldvarnarteppi á aðgengilegum stað og skipta árlega um rafhlöður í reyk- og gasskynjurum. Á efri hæð sumarhúsa á að vera björgunarstigi og greið rýmingarleið út um glugga.“

sem eiga erindi að bústöðunum geti opnað,” segir hún og bætir við að það sé einnig afar mikilvægt að gengið sé vel frá öllum gluggum og hurðum og sumarhúsið aldrei skilið eftir opið á meðan enginn er í því. „Ég hvet fólk til að geyma ekki einstaka verðmæta hluti í sumarhúsinu og láta þá aldrei liggja á glámbekk né hafa þá sýnilega inn um glugga. Þá hefur reynst vel að upplýsa nágrannana um veru sína í bústaðnum og biðja þá að líta til með honum. Það hefur brunnið við að fólk hefur ætlað að vera ofboðslega duglegt í nágrannavörslunni og fengið heilu göturnar inn í vörsluna. Það er ekki ráðlegt, það er nóg að t.d. næstu nágrannar taki þátt og gæti eigna hver annars.“

Gæti ekki nágrannavarsla farið út í leiðindatortryggni?

„Jú, en tortryggni er bara fín. Ég get sagt þér að í minni götu erum við fjögur sem lítum eftir húsum hvert annars, við höfum búið þarna í mörg ár. Það kom maður hérna um daginn eftir götunni, gekk inn undir tröppurnar á húsi nágranna míns sem ég vissi að var í sveitinni og tók út sláttuvél og fór með hana í burtu. Ég hljóp út og stoppaði manninn og þá var þetta sonur húseigandans. Ég sagði við hann að það væri gott að gera þetta einu sinni of oft að tilefnislausu heldur en einu sinni of sjaldan. Mér finnst tortryggni bara fínt orð í sambandi við nágrannavörslu. Ef menn eru tortryggnir sakar ekki að taka númer á bíl Gerið þjófunum erfitt fyrir sem þið kannist ekkert við og einhverja lýsingu. Innbrot í sumarhús hafa aukist og segir Afskipti nágranna hafa oft fælt þjófa á brott, auk Ragnheiður að þjófar steli ekki úr sumar- þess sem upplýsingar um bílnúmer eða annað húsahverfum nema að vera á bílum og þeir nenni hjálpar lögreglunni að upplýsa málið.” oft ekki að gangar langar leiðir. „Það er gott að hafa hlið á heimreiðinni eða inn í hverfið; hlið Öryggiskerfi getur varnað sem hægt er að læsa þannig að eingöngu þeir stórtjóni „Það hefur reynst vel og er rosalega sniðugt að vera með öryggiskerfi frá öryggisþjónustum sem Sumarbústaðatrygging er samsett bjóða slíka þjónustu. Þá eru einnig til kerfi sem trygging sem tryggir innbú senda sjálfvirk boð í GSM-símann frá skynjurum sumarbústaðarins og sé húseigendaef vatn flæðir um bústaðinn eða heimilið eða þegar þáttur tryggingarinnar valinn sjálfan hitinn fer yfir óeðlileg mörk,” segir Ragnheiður bústaðinn líka, á einfaldan og hagog lokaorðin hennar eru þau að það sé aldrei kvæman hátt. of varlega farið, best sé að tileinka sér ákveðnar varúðarreglur sem draga úr líkum á skaða. n Sumarbústaðatrygging VÍS bætir meðal annars tjón af völdum: • Eldsvoða, eldingar og sprengingar. • Vatns og olíu sem skyndilega og óvænt streymir úr leiðslum bústaðarins. • Óveðurs þegar vindur mælist yfir 28,5 m/s. • Innbrots í læstan bústað. • Skemmdarverks sem utanaðkomandi aðili veldur. • Snjóþunga. Innifalin í Sumarbústaðatryggingu er ábyrgðartrygging húseigenda sem felur í sér að vátryggður eigandi bústaðarins er tryggður gegn skaðabótaábyrgð sem á hann kann að falla samkvæmt íslenskum lögum eða réttarvenjum. Með Sumarbústaðatryggingu myndast sjálfkrafa vernd á innbúi hjá Viðlagatryggingu Íslands vegna náttúruhamfara samkvæmt skilmálum Viðlagatryggingar. Þeir sem eru með fjölskyldutryggingu hjá VÍS njóta sérstakra afsláttarkjara af Sumarbústaðatryggingu.

Góð ráð gegn innbrotum: • Gott er að skilja ljós eftir á heimilinu þegar það er yfirgefið og hafa útvarp í gangi. Það fælir frá hugsanlega innbrotsþjófa. • Til eru sérstakir tímarofar sem kveikja og slökkva ljós reglulega til þess að villa um fyrir hugsanlegum innbrotsþjófum. • Það er góð þjófavörn að fá nágrannana til að líta til með húseigninni og t.d. leggja bíl í innkeyrslu og slá blettinn. • Uppsafnaður póstur í póstkassa er vísbending um að enginn sé heima. Biðjið ættingja eða nágranna að tæma póstkassann reglulega þegar enginn er heima. • Skiljið lykil eftir hjá nágrönnum eða ættingjum sem geta litið eftir heimilinu á meðan það er mannlaust. • Gangið vel frá öllum gluggum og hurðum og athugið sérstaklega glugga- og hurðalæsingar. Skiljið heimili ykkar aldrei eftir opin á meðan enginn er heima og látið verðmæti aldrei liggja á glámbekk. Geymið reiðufé, verðbréf eða skartgripi ekki heima nema í læstum hirslum. • Tölvur, skjávarpar, flatskjáir, I-pod, myndavélar og flakkarar eru algengir hlutir sem þjófar sækjast eftir. Skráið hjá ykkur raðnúmer þessara tækja svo auðveldara sé að hafa uppi á þeim ef brotist er inn. • Gott er að gera skrá yfir sérstaklega verðmæta muni, svo sem málverk, skartgripi og söfn. Enn betra er að taka ljósmyndir og afhenda skrána og myndirnar tryggingafélaginu ykkar. • Skiljið aldrei eftir skilaboð á símsvara sem gefa til kynna að enginn sé heima, eða hvenær komið sé heim. • Tilkynnið aldrei á vefsíðum, t.d. bloggsíðum eða öðrum samskiptasíðum, að þið verðið að heiman.

Ljót aðkoma eftir innbrot. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  27


GRÓANDINN

Haustverkin í garðinum

GARÐVERKIN

MEÐ JÓNI

GUÐMUNDSSYNI Texti: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur. Myndir: Páll Jökull Pétursson

Þ

egar hausta fer í garðinum þarf að huga vel að því að bjarga því í hús sem nýta skal úr matjurtagarðinum. Þá þarf að finna út úr því hvað best er að frysta, þurrka eða geyma ferskt til vetrarins. Ekki þarf að hlaupa til og taka allt inn við fyrstu frost því sumt grænmeti þolir töluvert mikið frost, til dæmis grænkál og pastinakka.

Haustið er að sjálfsögðu tími haustlaukanna og er um að gera að setja nokkra niður á hverju hausti. Líka getur verið gott að taka upp og umplanta gömlum laukum sem standa orðið of þétt í beðunum. Ýmsar tegundir fjölga sér nefnilega nokkuð mikið með árunum og geta staðið of þétt með tímanum. Þetta á bæði við um ýmsar liljur (Lilium sp.), krókusa (Crocus sp.) og snæstjörnur (Chinonodoxa sp.) ásamt fleiri tegundum.

Á haustin er líka upplagt að flytja tré, runna og fjölær blóm ef endurskoða þarf skipulagið í garðinum og almennt séð er haustið einnig góður tími til gróðursetninga. Ekki má svo gleymast að tína fræ ef fólk hefur áhuga á slíku.

Ertuuppskera Ertur (Pisum sativum) eru auðræktaðar hér á landi þó að enn séu þær frekar sjaldgæf sjón í görðum. Plönturnar eru frá 40 sm og upp í 2 m á hæð og eru með klifurþræði sem þær nota til að klifra upp grindur. Sykurertur eru þær ertur kallaðar sem eru aðallega ræktaðar vegna ljúffengra fræbelgjanna, en þær sem eru ræktaðar vegna ertnanna (baunanna) eru kallaðar matertur. Sum yrki eru nothæf til hvors tveggja, en oftast eru yrkin ræktuð í öðrum hvorum tilganginum. Sé hugmyndin sú að nota fræbelgina þarf að passa vel að uppskera þá á meðan þeir eru ungir og ótrénaðir. Þeir eru bestir áður en erturnar fara að myndast inni í þeim. Það er heilmikil búbót að rækta sínar eigin ertur úti í garði.

28  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Jón tínir fullþroskaðar ertur

Ertur hafa verið ræktaðar í þúsundir ára og eru með elstu ræktuðu matjurtunum. Þær hafa um langan aldur gegnt mjög mikilvægu hlutverki sem matjurt vegna þess hve lengi þær geymast þurrkaðar. Eins og með allt annað fræ eru ertur mjög orku- og næringarríkar. Þær má bæði borða hráar beint af plöntunni eða nota þær soðnar í ýmsa matargerð.

Belgur af bóndabaunum, en þær eru töluvert stærri en erturnar.

Ertur eru góðar til að frysta til síðari nota og eru þá belgir eða fullþroska ertur snöggsoðnar í 1-2 mínútur og síðan snöggkældar undir rennandi vatni. Best er að lausfrysta þær fyrst á plötu eða bakka og setja svo í poka því þá festast þær ekki saman við frystinguna. Fljótlega eftir að erturnar eru teknar af plöntunni breytist sykurinn í þeim í sterkju og gæðin versna fljótt. Þess vegna er best að nota þær innan nokkurra klukkutíma eða þá að frysta þær. Líka er möguleiki á að þurrka erturnar og ekki er vitlaust að þurrka svolítið til þess að sá með á næsta ári.

Best er að uppskera ertur þegar belgirnir eru orðnir mjög bústnir en samt áður en þeir verða gamlir af því að ungar ertur eru sætari og betri á bragðið. Fræbelgi er hægt að fara að uppskera upp úr miðju sumri en ertur síðsumars og á haustin. Yfirleitt eru börn mjög hrifin af ertum og hafa gaman af því að rækta þær og uppskera. Einnig er það vinsælt á mínu heimili að taka þær úr belgjunum þótt um nokkuð þolinmæðisverk sé að ræða. n

Belgir af ertum. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  29


Gróandinn

Kryddplöntum pottað fyrir veturinn

Þegar líður að hausti er gott að taka inn kryddplöntur til notkunar fyrripart vetrar og ef kostur er á lýsingu geta plönturnar þess vegna enst allan veturinn. Það er til dæmis sniðugt að taka inn allar plöntur sem ekki lifa af veturinn hér á landi, jafnvel þó að plönturnar séu fjölærar í eðli sínu eins og t.d. sítrónumelissa (Melissa officinalis), rósmarín (Rosmarinus officinalis) og salvía (Salvia officinalis). Líka má taka inn í hús harðgerðar fjölærar kryddplöntur eins og myntu (Mentha sp.), graslauk (Allium scoenoprasum) og ýmsar fleiri tegundir svo hægt sé að nota þær ferskar fram eftir vetri. Þetta á ekki síst við um tegundir sem eru yfirleitt ekki góðar þurrkaðar. Þetta á líka við um steinselju (Petroselinum crispum) sem er best fersk eða fryst en síðri þurrkuð. Auðvelt er að stinga upp plöntur og setja í potta og færa inn í garðskála eða í bjartan glugga og náttúrulega er mjög hentugt að það sé í eldhúsinu. Ef plönturnar eru svo enn sprækar að vori er hægt að setja þær aftur út í garð í byrjun júní. n

Pottinum með kryddplöntunni komið fyrir í glugganum fyrir veturinn. Hér er graslaukur sem búið er að setja í pott.

30  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Þurrkun kryddjurta

Margar kryddplöntur halda vel bragðgæðum við þurrkun en sumar eru bestar ferskar eða frystar. Basilíka (Ocimum basilicum) og steinselja (Petroselinum crispum) eru tegundir sem gott er að frysta þar sem þær tapa gæðum við þurrkun. Slíkum tegundum er hægt að koma fyrir í merktum plastpokum og setja í frysti. Tegundir sem eru góðar þurrkaðar eru t.d timían (Thymus vulgaris), oregano (Oreganum vulgare), majoran (Oreganum majorana) og dill (Anethum graveolens). Þegar þurrka á kryddplöntur er heppilegt að binda nokkrar greinar saman í vönd og hengja hann upp á þurrum, dimmum og hlýjum stað. Líka er hægt að dreifa úr plöntunum á dagblað eða

grind til þurrkunar. Best er að þurrka ung og fersk blöð og helst áður en plönturnar fara að blómstra. Þurrkun tekur nokkra daga og er best að geyma þurrkað krydd í dimmu íláti þar sem ilmolíurnar brotna niður og eyðileggjast í mikilli birtu. Best er svo að fínmala kryddplönturnar rétt fyrir notkun því þá varðveitast gæðin best. n


Hausttilboð á gróðurhúsum

Serralux:

­

Splendid:

Cardinal sexhyrnd:

­

­

ÞRÓTTUR

TIL ALLRA VERKA!

• Hellusandur • Mold • Jarðefni - Jarðvinna • Fellum tré • Fjarlægjum garðaúrgang • Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum • Flytjum gáma, vinnuskúra og sumarhús

Vörubílastöðin Þróttur • Sævarhöfða 12 • Sími 577 5400 • throttur.is Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  31


Gróandinn

Karmarnir sem Jón setti saman fyrir grænmetisræktunina eru 1x2 m, úr 45x95 mm gagnvarinni furu.

Bilið milli karmanna er 40 sm en ef þeir væru lengri væri gott að vera með 60 sm bil á milli þeirra til að geta ekið þar hjólbörum.

Jón eyddi grasinu með Rondup áður en hann setti mölina yfir dúkinn. Malarlagið er 4-5 sm.

Rörin í bogunum er tvö 190 sm x 20mm vatnsrör þrædd utan um 10 mm steypustyrktarjárn. Járnið er haft 20 sm lengra en rörið því að borað er með 10 mm bor niður í karminn og járninu stungið ofaní til að festa bogann. Jón setur bambus á milli rörana til að halda þeim stöðugum.

Matjurtagarðurinn stækkaður Matjurtarækt hefur aukist mikið síðastliðið ár. Æ algengara er að fólk stingi upp fyrir matjurtabeðum í eigin garði og framboðið á leigusvæðum undir matjurtarækt hefur aukist. Minn matjurtagarður er gjöfull og hefur gefið vel. Í sumar stækkaði ég hann enn frekar - breytti óræktarsvæði í snyrtilegan matjurtagarð. Það getur verið gott að stúka svæðið strax af með timbri og gera karma og setja möl í stíga. Undir mölina er gott að setja jarðvegsdúk til þess að hefta vöxt illgresis í stígunum. Hönnun og efnisval

32  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

er að sjálfsögðu smekksatriði - það má líka nota gangstéttarhellur, viðarkurl eða timbur í gangstíga. Í skjóli við einfalda skjólveggi er hægt að vera með ýmsar viðkvæmar tegundir sem gætu þar þrifist við annars erfið skilyrði. Líka er hægt að hanna sólreiti með plastskermi yfir þar sem hægt er að vera með hitakræfar tegundir, sem og til þess að fá uppskeru snemma sumars og stunda uppeldi í. Haustið er góður tími til að gera klárt fyrir næsta vor og upplagt til að létta sér vorverkin. n

Hægt er síðan að setja akryldúk eða gatað plast yfir bogana vor og haust til þess að hækka hitastigið í beðinu.


www.johannhelgi.is Útileiktæki: Rólur, vegasölt, gormatæki, rennibrautir, leikkastalar ofl. Frá viðurkenndum framleiðendum eins og Lappset, Wicksteed, Stilum, Dynamo, Huck ofl. Járnrimlagirðingar fyrir

Mörk og körfur, útiþrektæki og ýmsar gerðir af sparkvöllum frá

viðurkenndum framleiðendum eins og t.d. Sure Shot, Lappset, Wicksteed og Saysu.

skóla- og leikskólalóðir, íþróttavelli, fjölbýlishús og einkalóðir. Þýsk gæði frá Legi.

Hjólabrettapallar frá Rhino Ramps í Belgíu, komnir upp víða um land við frábærar undirtektir notenda. Fallvarnarefni: Gúmmíhellur frá Þýskalandi og gúmmímottur á gras, þar sem grasið vex upp í gegn um motturnar og motturnar hlífa grasinu og virka sem fallvörn. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla frá

stærsta dreifingaraðila Danmörku, Lekolar (áður Rabo - Brio).

Bekkir, ruslafötur, stubbahús, skýli, reiðhjólagrindur, trjágrindur, pollar, ljósastaurar, blómaker ofl. frá GH Form, Vekso, Nifo, Orsogril Vestre o.fl.

Bændur og hestamenn: Nótuð plastborð, fjárhúsgólf, búgarðagirðingar (Dallas), gerði og girðingarstaurar. úr plasti, básamottur og fóðurgangamottur.

Bjóðum heildarlausnir á leiksvæðum. Uppsetning, viðhald og þjónusta

Leitið tilboða

Jóhann Helgi & Co ehf, „Stofnað 1990“ Sími 565 1048 - 820 8096 jh@johannhelgi.is – www.johannhelgi.is

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  33


Haustlaukar gefa vorinu lit Tex i : J ó n G uð mundsson. M yndir : Pál l J ök ul l Pé tursson

Páskalilja (Narcissus pseudonarcissus).

34  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


N

ú er tími haustlaukanna genginn í garð og alltaf verður úrvalið sífellt betra. Ég er þeirrar skoðunar að allir garðeigendur ættu að hafa dálítið af haustlaukum í garðinum sínum. Kosturinn við að setja niður haustlauka er að garðurinn er orðinn fullur af fjöri vegna blómgunar allt að þremur mánuðum fyrr en ef laukanna nyti ekki. Sumarið kemur einfaldlega miklu fyrr í garðinn okkar þar sem vorlaukarnir stinga upp kollinum.

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  35


 Balkansnotra (Anemone blanda).

Blómgunartími lauka og hnýða sem settir eru niður að hausti er frá síðla vetrar og alveg út sumarið - allt eftir tegundum. Sumar tegundir blómgast á miðju sumri eins og ýmsir laukar, til að mynda höfuðlaukur (Allium aflatunense) og gulllaukur (Allium moly) og margar aðrar tegundir af sömu ættkvísl. Þeir laukar sem koma fyrst eru krókusar (Crocus), vorboðar (Eranthis) og þar á eftir síberíulilja (Scilla sibirica), fannastjarna (Chinodoxa luciliae) og balkansnotra (Anemone blanda).

Páskaliljan, ein af hátíðarliljunum Margar tegundir af hátíðarliljum eru líka spennandi og til í miklum fjölbreytileika hvað varðar lit, blómgunartíma og stærð. Hægt er að fá mjög smávaxnar tegundir og yrki eins og dvergpáskalilju (Narcissus minor´Rip van Winkle´) og pálmasunnuliljuna (Narcissus triandrus´Thalía´). Þekktust þeirra er náttúrlega páskalilja (Narcissus pseudonarcissus) sem allir kannast við og öllum finnst flott.

 Páskakrókus, Crocus biflorus ‚Miss Vain‘

36  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Höfuðlaukur (Allium aflatunense)


Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  37


kynbætta túlípanalauka er Best að endurnýja árlega Flestir þessara lauka koma upp ár eftir ár þannig að maður gerir nokkuð góð kaup í að kaupa haustlauka. Túlípanar eru nokkuð mismunandi hvað þetta varðar - flestir mikið kynbættir túlípanar eldast illa og er besta að endurnýja þá árlega. Þó geta harðgerð yrki eins og ‘Apeldoorn´ komið upp ár eftir ár og getur það viðhaldið sér með hliðarlaukum árum saman. Hægt er að fá bæði snemmblómstrandi og síðblómstrandi tegundir þannig að blómgunartími þeirra getur varað lengi.

Villtir túlípanar eru langlífir Villitúlípanana er líka hægt að fá af ýmsum tegundum og eru þeir oft langlífir í görðum. Af þeim mætti nefna kaupmannatúlípana (T. kaufmanniana) sem blómgast mjög snemma og t.d. fjólutúlípana (T. humilis), dalatúlípana (T. turkestanica) og sveiptúlípana (T. tarda). Þetta eru allt harðgerðar og langlífar tegundir, þó að margar fleiri tegundir mætti líka nefna.

Smekklegast að setja laukana í þyrpingar Haustlaukar eru almennt auðveldir í ræktun og ekki þarf að hafa mikið fyrir þeim. Varast ber þó að setja þá niður þar sem jarðvegur er blautur og flestar plönturnar eru bestar í fullri sól. Þó geta margar snemmblómstrandi tegundir sómt sér vel undir trjám og eru búnar að blómgast áður en trén laufgast og fara að varpa skugga að ráði. Best er að planta laukum nokkrum saman í þyrpingar. Einföld röð af túlípönum eða páskaliljum er t.d. ekki smekkleg að mínu mati. Þó getur tvöföld eða þreföld röð verið flott þar sem það á við. n

 Túlipanar (Tulipa, American dream).

 Fannastjarna (Chinodoxa luciliae).

38  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


 Vorboðar (Eranthis) gul blóm

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  39


Ávaxtatrjárækt með góðum árangri

Tex t i: Au ð u r I. O t tes en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

Edentréð ásamt tveimur norskum yrkjum sem voru gróðursett þar fyrir tveimur árum.

Á

vaxtatrjám hefur fjölgað í görðum landans undanfarin misseri og gefa mörg þeirra ríkulega uppskeru. Fyrsta eplatréð sem vitað er um að hafi borið ávöxt á Íslandi var á Akureyri árið 1910. Tréð var í einkagarði, en eyðilagðist í bruna tveimur árum seinna er kviknaði í húsinu sem það stóð við. Það var svo ekki fyrr en á fimmta áratugnum sem aftur er vitað að reynt hafi verið við ávaxtatrjárækt, þá einnig á Akureyri. Á sjötta áratugnum og fram til þess níunda bættust nokkur tré við í einkagörðum víðar um landið, t.d. í Múlakoti í Fljótshlíð og Skrúði við Dýrafjörð. Tilraunir og árangur þeirra Sæmundar Guðmundssonar á Hellu og Jóns Guðmundssonar garðyrkjufræðings á Akranesi með harðgerðar ávaxtatrjátegundir á síðustu 15 árum hafa orðið til þess að kveikja almennan áhuga á ávaxtatrjárækt. Epli á Edens-trénu.

40  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Mynd: Arnar Jónsson

„Þó að tréð blómstraði þá náði það ekki að þroska aldin. Það var ekki fyrr en 2008 að fyrstu eplin komu, aðeins fimm lítil epli, en í vor var það gjöfult og þakið blómum og er ofboðslega fallegt með öllum eplunum.”

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  41


Einn þeirra sem náð hefur ágætum árangri og hefur mikinn áhuga á ávaxtatrjám er Tryggvi Frímann Arnarson garðyrkjufræðingur. Við hittum hann á æskuheimili hans í Fossvoginum þar sem hann sinnir trjám í garði foreldra sinna, Elínar Rebekku Tryggvadóttur og Arnar Jónssonar, en það vakti athygli okkar hversu ríkulega uppskeru trén gefa.

Peru- og eplasnafs úr eigin uppskeru Tvö sjálffrjóvgandi plómutré eru í garðinum, það eldra er orðið 13 ára og vex í skjóli við húsið. Á tréð kom aðeins eitt og eitt blóm en það var svo síðastliðið vor sem Tryggvi segir að það hafi allt verið í blóma. „Í vor var svo aftur mökkur af blómum á trénu og ávextirnir á því skipta hundruðum. Tréð vex við góð skilyrði, það verður mjög heitt á pallinum á sumrin og þar er skjól fyrir vindi. Ég hef látið tréð óklippt að mestu en vöxturinn er gríðarlegur - ársvöxturinn verður allt að metra. Allan vöxt upp fyrir hús kelur árlega þannig að það þarf ekki að klippa tréð, en líklega þarf ég að fara að klippa hliðarnar, það er orðið ansi þétt. Ég grisja aldinin meira í sumar en í fyrra til að fá stærri aldin og betri þroska, en þau raða sér þétt saman á greinarnar,” segir hann og nokkrar plómur sem duttu af trénu hefur hann þegar nýtt til að gera líkjör, ásamt eplum af Eden-eplatrénu. Snafsinn geymir hann fram á aðventuna og segir að það sé afar góður ávaxtakeimur af drykknum þó svo að ávextirnir sem hann notar séu ekki fullþroskaðir.

Elsta tréð nær 20 ára

Plómutréð. Yrkið ‘Viktoria‘ gaf ávexti strax á öðru ári eftir gróðursetningu.

42  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Elsta tréð í garðinum er eplatréð sem Elín, móðir Tryggva, keypti vorið 1991 hjá Braga í Eden í Hveragerði. Bragi sagði henni að það myndi ekki bera ávöxt fyrr en eftir 40 ár og kom það því heimilisfólkinu á óvart þegar blómin byrjuðu að koma eitt og eitt átta árum seinna. „Þó að tréð blómstraði þá náði það ekki að þroska aldin. Það var ekki fyrr en 2008 að fyrstu eplin komu, aðeins fimm lítil epli, en í vor var það gjöfult og þakið blómum og er ofboðslega fallegt með öllum eplunum,” segir Tryggvi. Hann rifjar upp að litlu hafi munað að móðir hans hafi hent trénu því næturfrost fór illa með það fyrsta vorið. „Mamma keypti tréð að vori og lagði Bragi áherslu á að hún herti það með því að setja það út á daginn og taka það inn í stofu á nóttunni þar til það yrði óhætt að setja það út allan sólarhringinn. Mamma fór að fyrirmælum hans og í júní, þegar tréð var búið að vera úti á daginn og inni á nóttunni í lengri tíma og veðrið orðið gott, taldi hún óhætt að láta það vera úti yfir nótt. En þá kom næturfrost um nóttina og laufin urðu svört og tréð óásjálegt. Tréð var sett út í horn á bak við töfratré og rósir í garðinum og stóð þar lauflaust fyrsta sumarið. Það kom okkur öllum á óvart þegar það laufgaðist svo næsta sumar – það hefur dafnað ágætlega síðan og aldrei eins og þetta sumar.”


Tryggvi gætir að ríkulegri uppskerunni á eplatrénu.

Náttúran sér um sitt Tryggvi tekur fram að öll trén hafi dafnað vel, það sé helst næturfrost á vorin sem sé þeim skeinuhætt. „Næturfrost á vorin hafa eyðilagt blómin fyrir okkur, maður er alltaf á tánum af ótta við að það frysti í maí og júní eftir að trén hafa blómgast. Blómin þola illa að frjósa en trén sjálf þola vel frost á veturna. Ræktunin er lítið mál ef maður velur harðgerð yrki sem þrífast vel hér á landi.” Fyrir utan næturfrost þá er það maðkurinn sem getur verið vandamál, hann sækir á trén. Tryggvi fylgist vel með trjánum á vorin og úðar með náttúrulegu eiturefni á maðkinn áður en hann nær að skaða nokkuð. Fyrstu 2-3 árin hjálpaði faðir hans til við frjóvgunina með því að fara með pensil á milli blómanna á trjánum en er steinhættur því. „Nú sjá flugurnar um þann þátt en ég var alltaf hálfsmeykur við að eyðileggja frænið og fræflana með penslinum þannig að ég lagði til að hjálparstarfseminni yrði hætt, náttúran sér núna um sitt.” Í garðinum eru auk plómutrjánna, epla-, peruog kirsuberjatré og gefa þau flest ávöxt og þrífast vel. n

Aftast er skrautkirsið ‘Rúbin‘, fyrir framan það til vinstri er plómuyrkið ‘Ópal‘. Fyrir miðju er peruyrkið ‘Conferens‘ sem er sjálffrjóvgandi og á það hafa komið litlar perur og hægra megin við það kirsuberjayrkið ‘Stella‘.

 Skrautkirsi, ‘Rubin‘ er afar fallegt og ber bleik blóm. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  43


Endurheimt í byggðu umhverfi - Hvað er nú það? Tex ti : Pá ll L í nda l. M y ndi r : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

P

étur Grétarsson er samviskusamur starfsmaður OBH fyrirtækjalausna og vinnur jafnan langan vinnudag. Vinnan krefst einbeitingar og getur oft verið æði strembin, þar sem krafa um nákvæmni helst í hendur við kröfu um mikil afköst.

Við slíka vinnu kemur það ekki á óvart að seinni part dags finni Pétur oft fyrir einbeitingarleysi og þreytu, það örli á streitu og jafnvel á ofurlitlum pirringi. Til að bregðast við ástandinu hefur Pétur vanið sig á að skreppa út í göngutúr í kaffitímanum. Á göngu sinni finnur hann hvernig þreytan líður úr honum, pirringurinn dvínar og streitan minnkar. Hugsunin verður skýrari og einbeittari. Eftir göngutúrinn sest hann niður á nýjan leik, endurnærður á sál og líkama, tilbúinn til að takast á við frekari verkefni. Innan umhverfissálfræðinnar, sem er sú grein sálfræði sem leggur áherslu á upplifun fólks á umhverfi sínu, kallast ferlið endurheimt (restoration), sem Pétur gengur í gegnum frá því hann stendur upp af stólnum til að fara í göngutúr og þar til hann sest niður aftur. Dr. Terry Hartig hefur skilgreint endurheimt sem „endurnýjun á líkamlegri, andlegri og félagslegri getu sem hefur minnkað vegna áreynslu eða fyrirhafnar við að mæta yfirstandandi og viðvarandi kröfum.“ Síðustu áratugi hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á tengslum umhverfis og endurheimtar, og hafa niðurstöður sýnt að mismunandi umhverfi hefur mismunandi getu eða hæfni til að laða fram endurheimt. Þannig hefur til dæmis verið sýnt fram á að náttúran laðar fram endurheimt með mun meira afgerandi hætti en byggt umhverfi. Það þýðir einfaldlega að ef Pétur hefði í síðdegisgöngutúrnum gengið um í því umhverfi sem sýnt er á mynd A, hefði hann mjög sennilega verið áhyggjulausari og afslappaðri, blóðþrýstingurinn hefði verið lægri, adrenalíngildi í blóði lægra og vöðvaspenna minni eftir göngutúrinn, heldur

44  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

en ef hann hefði gengið í því umhverfi sem mynd B sýnir. En hefði Pétur orðið endurnærðari við að ganga um það umhverfi sem sýnt er á mynd C heldur en það sem sýnt er á mynd B? Laðar umhverfið á mynd D fram meiri eða minni endurheimt en það sem sýnt er á myndum B og C? Hvað með umhverfið á mynd E? Lesandi góður, horfðu nú á myndir B-E. Hvert myndir þú ráðleggja Pétri að fara ef hann hygði á endurnærandi göngutúr? Af hverju? Myndu ráðleggingar þínar breytast ef umferð vélknúinna farartækja væri fyllilega sambærileg á öllum stöðunum og ef loft- og hávaðamengun væri áþekk?

Á göngu sinni finnur hann hvernig þreytan líður úr honum, pirringurinn dvínar og streitan minnkar. Hugsunin verður skýrari og einbeittari. Umhverfissálfræði er ung grein og þrátt fyrir að mikil þekking hafi skapast á síðustu áratugum er langur vegur frá því að greinin geti veitt svör við þeim spurningum sem spurt er hér að ofan. Með öðrum orðum má segja að á þessu stigi málsins sé geta eða hæfni mismunandi byggðs umhverfis til endurheimtar nokkurn veginn óskrifað blað. Þrátt fyrir þennan skort upplýsinga má setja fram hugmyndir að nokkrum atriðum sem sennilega skipta máli í þessu samhengi. Þær hugmyndir byggjast að mestu leyti á niðurstöðum svokallaðra „dálætis“-rannsókna eða „preference research“. Þykja þær niðurstöður henta nokkuð vel til ályktana um endurheimt, þar sem sýnt hefur verið fram á jákvæða fylgni milli dálætis og endurheimtar.

Þannig má álykta sem svo að flækjustig eða fjölbreytileiki (complexity) umhverfis sé eitt þeirra atriða sem máli skipta, en samkvæmt niðurstöðum rannsókna hefur fólk mest dálæti á miðlungsmiklu flækjustigi eða fjölbreytileika. Á einföldu máli þýðir það að of einfalt umhverfi er leiðigjarnt, og of flókið umhverfi er yfirþyrmandi og ágengt. Hvað hins vegar telst vera miðlungsflókið eða fjölbreytt umhverfi er önnur saga. Annað atriðið sem má nefna er útlit húsa. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hefur meira dálæti á „traditional“ húsum en nýstárlegum húsum, eða húsum sem ekki hafa augljóslega beina tengingu við menningu staðarins. Vel má vera að þetta geti skýrt að einhverju leyti það mikla aðdráttarafl sem gamlir bæjarhlutar hafa. Þá hafa niðurstöður einnig sýnt að fólk hefur meira dálæti á gömlum húsum en nýjum, en þó aðeins ef viðhald húsanna er sambærilegt. Þriðja atriðið er skali umhverfisins. Nokkur fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að stærð bygginga hefur bein og óbein félagsleg og sálfræðileg áhrif á fólk og t.d. hafa þær sýnt að öllu jafna hefur fólk lítið dálæti á háum byggingum í nágrenni við heimili sitt. Þá hafa hlutföll í umhverfi, svo sem samspil milli hæðar húsa og breidd gatna, mikil áhrif á dálæti fólks. Eins og ráða má af dæminu um Pétur Grétarsson, er það fólki mikilvægt að skilyrði til endurheimtar séu fyrir hendi í umhverfinu. Að fólk hafi aðgang að umhverfi sem er í senn endurnærandi og uppörvandi. Sé því öfugt farið er hætta á alvarlegum afleiðingum, andlegum, líkamlegum og samfélagslegum, sem geta verið viðkomandi einstaklingi og samfélaginu afar dýrkeyptar þegar til lengri tíma er litið. Því er mikilvægt að vandað sé til gerðar byggðs umhverfis og efla þarf rannsóknir á áhrifum þess á andlega, líkamlega og félagslega líðan fólks. Kanna þarf hvaða þættir gegna lykilhlutverki í því sambandi og þar gegnir umhverfissálfræðin veigamiklu hlutverki. n


Mynd: A

Mynd: B

Mynd: C

Mynd: D

Mynd: E Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  45


Svínainflúensan

- helstu varúðarráðstafanir Vi ðta l : Auður I O ttesen. M y ndi r : Pá l l J ök ul l Pét u r s s on

Fimm ráð til að forðast flensuna: n Þvoðu þér um hendurnar. n Notaðu alltaf bréfþurrkur þegar þú hóstar eða

hnerrar. n Hentu notuðum bréfþurrkum beint í ruslið. n Haltu fyrir vitin ef bréfþurrka er ekki til taks. n Vertu heima ef þú ert með flensu.

V

orið 2009 hófst inflúensufaraldur af völdum nýrrar gerðar inflúensuveiru sem berst hratt um heiminn. Sjúkdómurinn hefur borist til flestra landa heims, þar á meðal til Íslands þar sem yfir hundrað tilfelli svínaflensunnar hafa verið greind. Blaðamaður Sumarhússins og garðsins leitaði frekari upplýsinga um svínaflensuna hjá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni hjá Landlæknisembættinu og Gerði Evu Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðingi hjá Vinnuvernd. Þau voru meðal annars

Fjarlægið hringa og skartgripi fyrir handþvott.

46  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Gerður Eva Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Vinnuvernd.

innt eftir því hvort þau ráðleggðu Íslendingum að gera heimili sín eða bústaðinn klár fyrir einangrun. Í apríl 2009 bárust fréttir frá Bandaríkjunum og Mexíkó um að greinist hafi nýr stofn infúensu í mönnum og að í uppsiglingu væri væri nýr heimsfaraldur infúensu. Þórólfur Guðnason yfirlæknir segir að þá strax hafi viðbragðsáætlun sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra gegn heimsfaraldri inflúensu verið virkjaður til samræmis við útbreiðslu og alvarleika sýkingarinnar. „Þann 11. júní 2009 skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

Nuddið hægra handarbak með vinstri lófa og öfugt.

(WHO) svo svínainflúensuna (H1N1) sem heimsfaraldur og hvatti þjóðir heims til að virkja sínar viðbragðsáætlanir.“ Hann segir jafnframt að þar sem veikindi af völdum veirunnar hafi yfirleitt verið fremur væg og ámóta og veikindi af völdum árstíðabundinnar inflúensu hefur ekki verið gripið til lokana og samkomubanns hér á landi. „Hins vegar gæti það breyst ef sýkingin verður alvarleg og er mikilvægt að almenningur fylgist vel með fréttum og fari eftir opinberum ráðleggingum um smitvarnir og meðferð við inflúensu,“ segir Þórólfur og hann bætir við að þó svínaflensan hafi fram til þessa verið fremur væg, þá gæti hún orðið alvarlegri næsta vetur.

Nuddað vel á milli fingra.


„Óttinn sem svínaflensan skapar umfram árstíðabundnar inflúensur er að hún smitast mun hraðar, fleiri sýkjast og upplýsingar um dauðsföll af hennar völdum vekja ugg. Fram til þessa hafa dauðsföll af völdum svínaflensunnar verið hlutfallslega svipuð og í árstíðarbundinni inlúensu en hún virðist hins vegar leggjast þyngra á yngri einstaklinga.“ Gerður Eva veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf og gerir með þeim viðbragðsáætlanir sem lágmarka áhrif inflúensufaraldurs. Hún segir algengustu einkenni svínaflensunnar vera hita, höfuðverk, beinverki og skjálfta, öndunarfæraeinkenni og hálsbólgu. „Einnig hafa þeir sem hafa smitast lýst einkennum frá meltingarfærum, til dæmis ógleði, uppköstum og/eða niðurgangi. Langveikir einstaklingar og þeir sem hafa undirliggjandi heilsufarsvandamál eða sjúkdóma eru í mestri hættu á að smitast, sem og þeir sem eru með offituvandamál og hafa yfir 40 í BMI (Body mass index). Einnig virðist flensan leggjast þyngra á barnshafandi konur, en athygli vekur að hún leggst ekki jafnþungt á eldra fólk og árstíðabundnar inflúensur,” segir hún og að veiran virðist smitast á milli manna á sama hátt og hin árlega inflúensa gerir - með dropum og úða úr öndunarvegi með hósta og hnerra. Smitlíkur eru mestar ef fjarlægð frá sjúklingi er minna en metri og inflúensusjúklingar eru mest smitandi í upphafi veikinda. Sjúklingur getur borið smit í alt að einn dag án einkenna án þess að vita af því en smithætta er að mestu leyti horfin 7 dögum eftir upphaf veikinda og fyrr ef sjúklingur er orðin einkennalaus. Mælt er með því að þeir sem veikjast af svínaflensunni séu heima í 2 daga eftir að þeir eru orðnir hitalausir og að heilbrigðir einstaklingar forðist náin samskipti við fólk sem

er veikt eða með einkenni,“ segir Gerður Eva og bendir þeim sem eru með einkenni á að forðast að smita aðra.

Hreinlæti besta vörnin Gerður segir að mikilvægt sé að halda fyrir vitin með pappír við hósta eða hnerra til að sýklar berist ekki með úðanum á milli manna. Sýklarnir geta einnig borist með höndunum ef úðinn berst á þær þegar þær eru bornar fyrir vitin án pappírs eða klúts. „Með höndunum snertum við allt í umhverfi okkar og snerting er algengasta smitleið sýkla milli manna. Ef smit er á höndum er hætta á að það berist með snertingu í slímhúðina í munni, nefi og augum. Smithætta er víða þar sem smitið berst við snertingu, til að mynda á handföngum, stigahandriðum og á líkamsræktarstöðvum þar sem menn svitna og þurrka ekki af tækjunum áður en næsti maður snertir þau. Svo eru peningar ofboðslega skítugir,” segir Gerður Eva. Hún bendir á að vel framkvæmdur handþvottur með fljótandi sápu og vatni fjarlægi 90% af þeim sýklum sem eru á höndunum og einnig er notkun handspritts árangursrík aðferð til að koma í veg fyrir smit. „Við nánari skoðun virðist fólk ekki þvo sér nægilega vel um hendurnar. Þær þarf ávallt að þvo með vatni og sápu og þurrka vel áður en hafist er handa við matreiðslu, fyrir og eftir máltíðir og eftir salernisferðir,” segir Gerður Eva.

Nudda hendurnar vel með sápu Stöðluð aðferð við handþvott sem Vinnumálastofnun kynnir tryggir að ekkert svæði handanna verði út undan. Gerður Eva segir ekki nóg að setja sápu í lófann, núa höndum saman og skola svo, heldur þarf að nudda lófa með sápu, sem og fingurgóma og neglur. Handarbök og þumlar sem gleymast oft. „Mikilvægt er að skartgripir

Smitið lifir um tíma á yfirborðsfleti, t.d. á símtólinu, handriðinu, handfanginu og á rúllustigunum í stórmörkuðunum. Góður handþvottur með fljótandi sápu og vatni fjarlægir um 90% af þeim sýklum sem eru á höndunum.

Nuddið fingurgóma og neglur beggja handa.

Nuddið þumalfingur beggja handa.

séu fjarlægðir af höndum fyrir þvott. Hringar, úr og sápuleifar eru til að mynda tilvalin gróðrarstía fyrir sýkla og óhreinindi. Eftir handþvott þarf að skola hendurnar með volgu vatni.”

Almenn meðferð Gerður Eva segir að til að ná góðum bata þurfi að fylgja hollum og góðum venjum og ná góðum nætursvefni. Gott er að hreyfa sig, en þó án álags, og drekka svo ríkulega af vökva og borða næringarríkan mat. Á vef Landlæknisembættisins er ráðlagt að nota hitalækkandi lyf (t.d. parasetamól) við háum hita, en þar er varað við því að börn undir 16 ára aldri noti aspirín vegna hættu á Reyes-heilkenni sem leggst á miðtaugakerfi og lifur.

Hlífðargrímur til bóta Notkun hlífðargrímu í skamman tíma getur komið að gagni hjá inflúensusjúklingum og rofið smitleiðina til annarra. Gerður Eva segir óumdeilt að hlífðargrímur gagnast heilbrigðisstarfsfólki sem annast sjúkling með inflúensu en ekki hefur verið sýnt fram á að dagleg notkun hlífðargrímu verji almenning gegn inflúensusmiti, jafnvel á svæðum þar sem mörg tilfelli hafa greinst.

Veirulyfjameðferð Þórólfur segir að læknar hafi tekið sýni frá öndunarfærum til greiningar hjá þeim sem taldir hafa verið sýktir af svínaflensu en við útbreidd veikindi í þjóðfélaginu verður ekki hægt að senda sýni frá öllum. „Sjúkdómsgreiningin byggist þá á mati læknis. Á markaði eru fáanleg tvenns konar lyf gegn inflúensu - Relenza (Zanamivir) og Tamiflu (Oseltamivir) og er hin nýja (H1N1) veiran næm fyrir þessum lyfjum. Einstaklingum með staðfest eða líklegt smit af völdum nýju inflúensu (H1N1) veirunnar er boðin meðferð með veirulyfjum að undangengnu mati læknis en besti árangur næst ef meðferð hefst á fyrstu 48 klst. veikinda.“ n

Frekari heimildir: www.influensa.is. www.landlaeknir.is. www.almannavarnir.is.

Nuddað vandlega inni í báðum lófum. Gott er að endurtaka hvert atriði fimm sinnum. Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  47


Sogin á Reykjanesi Te x ti o g myn d i r : J óna ta n G a rða rsson

 Horft yfir Djúpavatn, hraunflákana í Móhálsadal, Sveifluháls og Geitahlíð í fjarska.

S

ogin á Reykjanesi eru gilskorningar skammt frá fjallinu Keili. Sogin eru staðsett á milli Grænudyngju, Djúpavatns, Grænavatnseggja og Sogamela. Leiðin að Sogum er sú sama og að Keili. Ekið er út af Reykjanesbraut á mislægum gatnamótum og vegslóðanum sem liggur að Keili fylgt. Þegar komið er á Höskuldarvelli, allslétta og gróna velli norðvestur af Trölladyngju, er ekið yfir þá meðfram Trölladyngju þar til komið er á borplan við áberandi hveraaugu í hrauninu. Þar beygir vegurinn í austurátt og liggur yfir Sogamela, gjallhól eða háls sem er við suðurenda Höskuldarvalla. Slóðinn fylgir Sogalæk, fram hjá Sogaselsgíg, inn í Sogaselsdal og endar á nokkuð stóru borplani sem Hitaveita Suðurnesja lét útbúa. Þarna er ein af tilraunaborholunum á háhitasvæðinu við Trölladyngju og Hverinn eina. Hér verður að leggja bílnum og hefja gönguna.

 Sogaselsgígur

48  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Kofatóftir frá seljabúskap í Sogaselsgíg Rétt ofan og sunnan við borplanið er lítill hver sem lætur lítið yfir sér en litadýrðin er mikil þar sem hverinn sker sig úr grasi gróinni brekkunni. Litlu vestar eru nokkrir smágígar en förinni er fyrst heitið yfir Sogalæk og inn í stóran, fornan gíg sem nefnist Sogaselsgígur. Hann er opinn til suðurs nokkru neðan við borplanið og kringdur skeifulaga klettaskál nánast allan

hringinn. Margar kofatóftir frá Kálfatjarnarhverfi á Vatnsleysuströnd eru innarlega í gígnum og kví undir vestari klettabrúninni. Tóftirnar eru frá þeim tíma er bændur á Vatnsleysuströnd höfðu í seli á sumrin en seljabúskapur tíðkaðist fram á seinni hluta 19. aldar. Selin tilheyrðu kirkjustaðnum Kálfatjörn, Bakka og Þórustöðum og líkast til Krýsuvík, því gamlar sagnir herma að Sogaselin hafi verið í landi Krýsuvíkur.


Litaspil náttúrunnar Næst er förinni heitið inn í Sogin og er einfaldast að fylgja læknum þar sem hann liðast um djúpa gilskorninga sem hafa myndast af hans völdum á löngum tíma. Jarðvegurinn er blautur og leirkenndur og þeir sem fara þarna um verða fljótlega forugir á fótunum. Það er því skynsamlegt að hafa meðferðis skó til skiptanna. Hægt er að geyma skóna í bílnum og fara í þá áður en haldið er aftur heim á leið.

Sogin eru heillandi staður á öllum árstímum og auðvelt að gleyma sér við að dást að umhverfinu.

 Séð yfir hraunbreiðu í átt að Keili.

Eftir stutta göngu er komið inn í 150-200 metra djúpt og afskaplega litríkt leirgil þar sem gríðarlegur jarðhiti hefur verið í eina tíð. Svæðið er að mestu útkulnað þótt enn megi finna staka hveri og jarðhitabletti. Þykk leirlög hafa ummyndast við jarðhitavirknina og tekið lit sinn af háhitanum. Eftir standa margbreytilegir gilskorningar sem hafa mótast í þessum lausu jarðlögum í aldanna rás. Jarðefnin sem skoluðust í burtu fyrir tilstilli Sogalækjar mótuðu sléttlendið sem Höskuldarvellir eiga tilvist sína að þakka. Sogin eru heillandi staður á öllum árstímum og auðvelt að gleyma sér við að dást að umhverfinu. Mælt er með því að eftir skoðunarferð um innviði Soganna sé stefnan tekin upp á næstu brún til að skyggnast yfir Djúpavatn sem kúrir í djúpum gíg suðaustan við háa klettabrúnina. Síðan er hægt að ganga í suðvesturátt að Grænavatni, sem er gígvatn í dalkvos skammt suður af Grænavatnseggjum. Eggjarnar eru hvassir móbergstindar sem rísa í 332 metra hæð yfir sjávarmáli og eru nokkuð áberandi. Þaðan er hægt að ganga að Litla- og  Grænavatn og Núpshlíðarháls. Stóra-Spákonuvatni, en þau eru í misgengi í hæðinni sjálfri. Svæðið umhverfis hefur verið nefnt Spákonudalir og vestur af þeim er mikil  Sogin og Grænadyngja. gígaröð. Frá Spákonuvötnum er stutt að fara aftur í bílinn á borplaninu. Þeir sem vilja halda í lengri gönguferð geta fetað sig suðvestur eftir Núpshlíðarhálsi í áttina að Vigdísarvöllum sem eru austan við hálsinn, eða að Selsvöllum sem eru vestan við Selsvallafjall.

Grænadyngja rís hæst í 402 m hæð Ef farið er í hina áttina rísa Trölladyngja og Grænadyngja tignarlega yfir Sogin í norðaustri. Sameiginlegt nafn þeirra er Dyngjurnar og norður af þeim er Dyngjuháls. Víðsýnt er af Grænudyngju í góðu skyggni, enda rís hún hæst í 402 metra hæð, sem er nokkru hærra en Keilir (379 m y.s.) og Trölladyngja (375 m y.s.). Margt fleira áhugavert er að sjá á þessum slóðum og um að gera að taka sér tíma til að rannsaka næsta nágrenni á eigin vegum. n Jónatan Garðarsson er kunnur leiðsögumaður sem mun fjalla um áhugaverðar gönguleiðir í blaðinu. Fyrsta umfjöllunin er um Sogin á Reykjanesi.

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  49


Fjallareynir (Sorbus commixta)

50  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Japanskvistur (Spiraea japonica)

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  51


EGGERT PÉTURSSON

U

BLÓMALANDIÐ m miðjan september var opnuð sýning með nýjustu verkum Eggerts Péturssonar í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn.

Bókaútgáfan Crymogea gefur af því tilefni út bókina Blómalandið þar sem sýnd eru verk sýningarinnar og ítarlega fjallað um feril og list Eggerts. Andri Snær Magnason rithöfundar ritar burðarritgerð bókarinnar, Blómalandið, og fjallar þar um verk Eggerts í víðu samhengi listasögu, raunvísinda og umhverfisskynjunar. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir listfræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar og ritar hún inngang að bókinni.

sem Crymogea gaf út 2008 og fyrir hönnun þeirrar bókar hlutu þær verðlaun í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla í árlegri samkeppni FÍT og silfurverðlaun í flokki bóka og bæklinga í samkeppni evrópskra hönnuða, Art Directors Club of Europe í Barcelona í júní 2009.

Sýningin á verkum Eggerts í Nordatlantens Brygge stendur frá 17. september 2009 til 3. janúar 2010. Öll verkin eru olíumálverk og unnin á síðustu tveimur árum. Eggert Pétursson er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og frá Jan van Eyck listaháskólanum í Maastricht árið 1981. Árið 1989 sýndi hann í fyrsta sinn olíumálverk af gróðurþekju Íslands, myndir sem sýna íslenska háplöntuflóru þar sem hverju Bókin er hönnuð af Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríði smáatriði gróðurþekjunnar er gefinn gaumur og skapaður Þorsteins og er mjög óvenjuleg að allri gerð. Bókin er „lífræn“ sérstakur myndheimur þar sem hið manngerða víkur fyrir í umfangi og stærð, nánast engar blaðsíður hennar eru jafn margfeldi hins náttúrulega. Fyrir verk sín hefur Eggert öðlast stórar, í henni eru fjórar stórar „útfellur“ (fold-outs) og ýmsar viðurkenningar, til dæmis silfurverðlaun Carnegie handbundin saman með þræði. Þær Hildigunnur og Snæfríð Art Award árið 2006 og unnið sér sess sem einn kunnasti og hafa áður hannað bók um verk Eggerts sem kom út í tilefni dáðasti samtímalistamaður Íslendinga. n af yfirlitssýningu hans á Kjarvalsstöðum árið 2007 og bókina Flora Islandica, safn teikninga Eggerts af íslenskum háplöntum, Bókin er á þremur tungumálum: Íslensku, dönsku og ensku.

52  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


SUMARHÚS!

Nýbyggingar, ferðaþjónustuhús, veiðihús, viðbyggingar, viðhald og endurbætur, trésmíðar, raflagnir, pípulagnir, flísalagnir, jarðvinna ofl.

Stoðverk ehf

Grásteini 1, Ölfusi, 801 Selfoss Sími: 483 5009, Fax: 483 5007. Þorsteinn gsm: 660-8732, Rúnar gsm: 660-8730, Kjartan gsm: 862-8661,

e-mail: stodverk@simnet.is

SUMARHÚS OG FERÐALÖG Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w

Coolmatic 12v ísskápar m/ kælipressu

Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 75 - 130w

Gashelluborð

Gaskæliskápur 180 lítra

Gasofn

Olíuofn Gaskæliskápur 100 lítra

Útisturta

Gas vatnshitarar 5 - 14 l/mín

Gashellur

Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30 Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  53


KYNNING

Hlýjar hendur Tex ti : Auður I . O ttesen. M y ndi r og u pps k r if t : S a l k a for l a g

Í

slendingar eru bókmenntaþjóð Uppskrift og lestrarhestar. Fjöldinn allur af Fyrir þá sem vilja fitja upp fyrir fallegum bókum með spennandi titlum og vettlingum er hér ein uppskrift úr bókinni viðfangsefnum rata í verslanir nú Hlýjar hendur. síðsumars og fram að jólum. Þar á Fitjið upp 44 lykkjur á prjóna númer 2. Prjónið meðal er úrval skáldsagna og seljast stroff samkvæmt munstri: Tvær lykkjur slétt, glæpasögurnar best í þeim flokki. tvær lykkjur brugðið. Skiptið yfir í prjóna númer Þjóðlegur fróðleikur og bækur með 2,5 og aukið út um 4 lykkjur, eina á hvern prjón upplýsingum af ólíkum toga renna (48 lykkjur, 12 lykkjur á prjón), prjónið slétt út eins og heitar lummur. Bækur um prjón. Þumall er merktur inn á munstrið, hann hannyrðir og handavinnu eru vinsælar er 8 lykkjur. sem aldrei fyrr og er það ekki að furða því eftir fjármálasviptingarnar og Prjónið á eftirfarandi hátt fyrir breytt þjóðfélag hefur landinn valið þumli sér annað á prjónana en vinnuálag og Prjónið fyrstu tvær lykkjur fyrsta prjóns. Síðan peningaumsvif. Nú þurfum við hlýjar eru 8 lykkjur prjónaðar á aukaband (helst í ólíkum hendur til að takast á við allan vandann lit). Færið lykkjurnar úr aukabandinu til baka yfir og gera það af gæsku og heilindum. á vinstri prjón og prjónið þær aftur með bandinu

Salka forlag gefur út athyglisverða bók með uppskriftum að vettlingum sem er á allra færi að prjóna. Ágústa Þóra Jónsdóttir, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að sér hafi alltaf verð kalt á höndunum en hafi verið svo heppin að eiga ömmu og mömmu sem prjónuðu vettlinga sem hún var með í skólatöskunni og aðra í vösunum. Eftir að hún varð fullorðin voru vettlingar í veskinu og annað par í tölvutöskunni. Þykkir og hlýir fyrir frost og vinnu og mjúkir og litríkir fyrir göngu á sumarkvöldi. Vettlingar hafa fylgt henni svo lengi sem hún man eftir sér. Mismunandi vettlingamunstur og prjónahefðir eru til víða um heim en fáar á Íslandi. Höfundur bókarinnar Hlýjar hendur er líffræðingur og rekstrarhagfræðingur að mennt sem tók sig til og bjó til rúmlega 50 uppskriftir að vettlingum og grifflum af öllum stærðum og gerðum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Ágústa segir hannyrðir ekki einkamál handavinnukennara og hönnuða heldur eru þær sprottnar frá alþýðukonum og -körlum. Frá fólki sem býr við margs konar aðstæður en langar að búa til fallegar flíkur handa börnum sínum og sjálfum sér. Ágústa prjónar úr kambgarni og hælir því fyrir litríki og mýkt - það sé gott íslenskt garn í vettlinga fyrir kaldar hendur.

54  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

úr vettlingnum. Þegar búið er að prjóna allan vettlinginn eru lykkjurnar í þumlinum raktar upp og settar á 4 prjóna. Takið upp 2-3 lykkjur í hvorri hlið til viðbótar svo göt

myndist ekki við þumalinn. Gott er að miða við að hafa 5-6 lykkjur á hverjum prjóni. Hægt er að prjóna aukalykkjurnar saman ef þær verða of margar eða laga göt þegar verið er að ganga frá endum. Prjónið þumal eftir mynd.

Úrtaka Þetta er svokölluð 3, 2, 1 úrtaka og er gerð á eftirfarandi hátt: Fyrsti prjónn: Prjónið fyrstu lykkju, takið aðra lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, prjónið þriðju lykkju og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir hana, prjónið síðan út prjóninn. Annar prjónn: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið þá 2 lykkjur saman, og að lokum síðustu lykkjuna. Þriðji prjónn: Eins og sá fyrsti. Fjórði prjónn: Eins og annar prjónn. Prjónið nú þrjár umferðir og takið svo úr í fjórðu umferð á sama hátt og í fyrstu umferð. Prjónið aftur tvær umferðir og takið úr í þriðju umferð. Prjónið eina umferð í viðbót og takið svo úr í hverri umferð þar til 2-3 lykkjur eru eftir á hverjum prjóni. Slítið bandið frá og dragið endann í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.

Úrtaka fyrir þumli Fyrsti prjónn: Prjónið fyrstu lykkjuna, takið aðra lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, prjónið þriðju lykkjuna og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir hana, prjónið síðan út prjóninn. Annar prjónn: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið þá 2 lykkjur saman og klárið prjóninn. Þriðji prjónn: Eins og sá fyrsti. Fjórði prjónn: Eins og annar prjónn. Prjónið því næst eina umferð án úrtöku en eftir það er tekið úr í hverri umferð þangað til 2-3 lykkjur eru eftir á hverjum prjóni, slítið þá endann frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. n

Vettlingurinn er 22 sm langur og 7,5 sm breiður og ætlaður á ungling. Lengd þumals er 5 sm. Notað er kambgarn, hvíti liturinn er nr. 0051 og notaður er glitþráður með honum. Gráblái liturinn er nr. 9640 og sá brúni nr. 9652.


Inniræktun Vatnsræktarkerfi ræktunarklefar gróðurlýsing næring mælar dælur, pH og EC mælar, og fl.

UFO lampinn eyðir aðeins 90w

Hægri vettlingur er lesinn frá hægri til vinstri, vinstri vettlingur er lesinn í hina áttina, frá vinstri til hægri.

Lampar og perur

LED lampinn (1m) eyðir aðeins 150w

Dalvegur 16c • Kópavogi • Sími 534 9585 •

www.innigardar.is

Ertu í vandræðum með uppskeruna? n Geymslukassar fyrir

allt grænmeti n Henta vel í sumarbústaðinn, geymsluna og fyrir heimilið n Tvær staðlaðar stærðir rúma 25 og 35 kg af grænmeti n Sérsmíði eftir óskum viðskiptavina

Ný Íslensk framleiðsla

Efnið er hitameðhöndlað, hitað uppí 57°c í innsta kjarna, eini viðurkenndi trjáviðurinn til geymslu á matvælum. Kassarnir hafa fengið mikið lof viðskiptavina. Hægt að fá kassana algerlega múshelda gegn vægu verði.

SBD Flycase ■ Óskar ■ Sími 895 9801 ■ oskar@sbd.is ■ www.sbd.is Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  55


KYNNING

Minni-Borgir Spennandi frístundahús til leigu

56  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Í lok júlí 2005 voru Skógarborgir 1 teknar í notkun. Skógarborgir 2 voru svo tilbúnar vorið 2007 og eru átta hús í hvoru þorpi með samkomuhúsunum. Í húsunum geta gist 5-6 manns. Skógarborgir 1 og 2 eru einnig tilvalin fyrir stærri hópa.

A

ð Minni-Borg í Grímsnesi hefur bekkjarsystkini hist, saumaklúbbar tekið húsin verið starfrækt ferðaþjónustan á leigu og þar hafa einnig verið haldin mörg Minniborgir ehf. síðan 2005. ættarmót. Skýlt er í þorpunum og gróðursælt. Byrjað var að bjóða þrjú hús til Mönnum líður vel þar því þar er allt til alls. útleigu um vorið, en nú eru þau Hægt er að matast utandyra, grilla og fara í heita orðin 23 í fjórum mismunandi stærðum, potta á torginu inni í garðinum, og eins er þar 30 fm, 41 fm, 80 fm og 100 fm. samkomuhús sem gestir geta notað að vild. Þar Skógarborgir 1 og 2 hafa verið leigðar bæði af einstaklingum og hópum, enda um nýstárlega og skemmtilega aðstöðu að ræða. Þar hafa hjón haldið upp á silfurbrúðkaup ásamt fjölskyldunni,

geta 30-40 borðað saman.

Stærri húsin eru einnig mjög vel búin og henta jafnvel tveimur fjölskyldum þar sem rúmstæðin eru níu talsins á tveimur hæðum. Tvö sjónvörp,

tvær sturtur, uppþvottavél, heitur pottur, gasgrill og vistleg stofa gera húsin notaleg til brúkunar allt árið. Þá er þráðlaus nettenging í öllum húsunum. Tekið er á móti öllum gestum sem koma í Minniborgir og þeim fylgt í sitt hús. Heitir pottar eru alltaf þrifnir áður en gestir koma. Einnig er lögð mikil áhersla á það að fólk skilji vel við húsin við brottför. Húsin eru reyklaus og eru húsdýr ekki leyfð.

Minni-Borg Grímsnesi, 801 Selfoss, sími 868-3592. info@minniborgir.is, www.minniborgir.is.

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  57


G

óðar útfærslur, hugmyndir og gott skipulag auðveldar alla vinnu við standsetningu nýrra lóða og endurskipulagningu þeirra. Sumarhúsið og garðurinn hefur fengið Björn Jóhannsson landslagsarkitekt til að gefa lesendum innsýn í nokkur atriði og útfærslur við hönnun sumarhúsalóðar við 52 fm bústað. Björn er löngu kunnur fyrir útfærslur að görðum og umhverfi víðs vegar um landið. Hann hefur teiknað lóðir innan bæjarmarka, auk þess sem eftir hann liggur hönnun sumarhúsalóða á ýmsum stöðum. Viðskiptavinir Björns hafa hlotið viðurkenningu og verðlaun fyrir fagra garða og frágang á umhverfi.

Hugmyndirnar geta hjálpað þeim sem eru að útfæra sínar eigin lóðir en teikningarnar sýna hvernig hanna má lóð við 52 fm sumarhús við mismunandi aðstæður. Á meðfylgjandi teikningum sýnir Björn tvær útfærslur þar sem tekið er tillit til helstu atriða sem þarf að huga að þegar verið er að hanna og útfæra sumarhúsalóðir. Hér er tekið tillit til veðurs og sólargangs. Á teikningunum er hugsað er fyrir

auðveldar alla vinnu Morgun og hádegissól: Heitasta svæði garðsins. Þetta svæði byrjar að hitna snemma morguns og er því mjög heitt um eða eftir hádegi.

Afsataða sólar milli 10 og 11 um morgun.

N Aðkoma hússins og dyr inn í anddyri.

Svæði undir þaki. Svæði með sól mestallan daginn í skjóli fyrir köldum norðanáttum. Dyr út úr stofu. Sunnan hússins: hér er helst tækifæri fyrir kröftugan leik.

Vindum sem blása úr norðri fylgir oft bjart og kalt veður.

Svæðið þar sem kvöldsólar nýtur mest .

Afstaða sólar milli 10 og 11 á kvöldin um mitt sumar.

Svæðið fjærst húsinu getur verið upplagt fyrir vinnusvæði, safnkassa eða grænmetisrækt

Afstaða sólar milli 4 og 5 um eftirmiðdag.

Vindum sem blása úr suðri fylgir oft væta.

því hvað er skemmtilegast að gera við sumarbústaðinn - hvar best er að grilla, liggja í sólbaði, staðsetning heita pottsins og hvar sé best að leika sér.

Ilmbjörk umlykur bílastæðið en bæði laufskrúð, trjástofnar og haustlitir hjápa til að glæða svæðinu lífi. Sitkgreni sem gefur aðkomunni sígrænt yfirbragð jafnt sumar sem vetur.

Heitasta svæðið á pallinum snýr til austurs og er umlukið 1,8 m háum skjólvegg. Hér er sólin búin að hita svæðið frá því snemma um morgun.

Leiksvæði með leiktækjum og skjólgóðu horni þar sem foreldrar og barnapíur geta sólað sig. Aspir Ilmreynir eða aspir gróðursettar gróðursettar með með 3-5 3-5 m m millibili mynda hlýlega aðkomu aðkomu og og skjól fyrir norðlægum vindáttum.

Ilmbjörk meðfram sem vinnur með girðingunni til þess þess að mynda girðingunni til skjól skjól kringum í kringumheita heitapottinn. pottinn. Svæði með heitum potti og Svæði með heitum potti og setbekkjum, umlukið 1,8 m setbekkjum, umlukið 1,8 m hárri girðingu.

© 2009 Björn Jóhannsson landslagsarkitekt - bj@landslagsarkitekt.is

Fjallarós er harðgerð planta sem passar vel við ilmbjörkina og grenið.

N

Bílastæði fyrir 3 bíla og svæði til að snúa bílunum við.

Myndarlegur trépallur nær yfir þau svæði þar sem sólin er frá morgni til kvölds. Trétröppur með allt allt að að 25 25 sm Trétröppur með cm uppstigi uppstigi og og breiðu innstigi innstigi snúa snúa mót nýtast sem breiðu mót sólu sólu og og nýtast sem sæti. sæti.

hárri girðingu.

Garður fyrir sumarhús í Grímsnesinu Þessi tillaga að garði gerir ráð 2 fyrir 52 m sumarhúsi frá Stoðverki.

58  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

© 2009 Björn Jóhannsson landslagsarkitekt - bj@landslagsarkitekt.is

Gott skipulag

Malarstígur elenorsýrenu og Malarstígur með með ilmbjörk, ilmbjörk, Elenorsýrenu og fjallafuru til að að lífga lífgaupp uppáágönguna göngunaeftir eftir fjallafuru til honum. honum. Þessi einu Þessisumarhúsalóð sumarhúsalóðerermeð meðeinu samhangandi samhangandi dvalarsvæði dvalarsvæðiog ogþví því mikilvægt mikilvægt að hún sé sé unnin unnin íí einum einum áfanga. áfanga,


Bifreiðaaðkoma Bifreiðaaðkomaúrúrsuðri suðrimeð með röð röð af af öspum Öspumááhægri vinstrihönd hönd en en stafafuru og ilmbjörk á þá Stafafuru og Ilmbjörk á þeirri vinstri.

vinstri.

Hellulagðar Hellulagðarstéttar stéttarfrá fráakbraut akbraut og og bílastæði bílastæðigera ger bústaðinn bústaðinn aðgengilegan fyrir alla - líka þá aðgengilegann fyrir alla - líka sem eiga erfitt um gang eða eru þá sem eiga erfitt um gang í hjólastól.

N

eða eru í hjólastólum.

Malarstígursem semtengir tengirsaman saman Malarstígur stéttina stéttinavið viðandyrið andyriðog ogtrépallinn. Meðfram eru rósir, trépallin. stígnum Meðfram stígnum reynir og aðrir harðgerðir eru rósir, yllir og aðrir runnar. harðgerðir runnar. Há girðing myndar skjól fyrir norðlægum og austlægum áttum.

N Bílastæði er skýrt afmarkað með formaðri Viðju til þess að fela bílana og mynda skjól. Skógarstígur úr trjákurli bylgjast norðan við húsið og myndar gönguleið um landareignina. Lækur me trébrú yfir rennur á milli tveggja tjarna en blómstrandi kvistir sýrenur og snækórónur eru á milli hans og aðalpallsins. Há girðing skýlir dvalarsvæðinu sem nýtur sólar um eftirmiðdaginn og á kvöldin. Nálægðin við rennandi vatn skapar róandi andrúmsloft.

Tjörn með yfirhangandi trápalli og birkiskógi í kring tengir saman dvalarsvæði garðsins.

Grasflatir eru á víð og dreif um svæðið en þær gefa andrými frá skógi og blómstrandi gróðri.

Garður fyrir sumarhús í flötu landi Þessi tillaga að garði gerir ráð 2 fyrir 52 m sumarhúsi frá Stoðverki.

© 2009 Björn Jóhannsson landslagsarkitekt - bj@landslagsarkitekt.is

Þess lóð má vinna í áföngum og myndarleg gróðursvæðin gefa kost á því að þróa hér blómaparadís.

Björn vinnur hjá ráðgjafafyrirtækinu Netspor við stefnumótun í skipulagsmálum, en hann teiknar einnig lóðir bæði fyrir garð- og sumarhúsaeigendur. Teikningarnar eru miðaðar við þetta 52 fm hús frá Stoðverk ehf.

www.landslagsarkitekt.is Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  59


Samtök áhugafólks um umhverfi og vellíðan

Gott umhverfi eykur vellíðan Tex ti : Vi lm und u r H a ns en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

5

mars síðastliðinn var haldinn í Gerðubergi stofnfundur Samtaka áhugafólks um umhverfi og vellíðan. Á fundinn mættu um 40 manns og voru þar lögð fram drög að lögum samtakanna.

Auður Ottesen formaður og Heiðrún Guðmundsdóttir varaformaður segja að auk draga að lögum hafi verið gerð tillaga að viðbótarmarkmiði fyrir samtökin um að þau beiti sér fyrir eflingu rannsókna á samspili umhverfis og vellíðunar og var sú tillaga samþykkt. Aðrir í stjórn eru Anna María Pálsdóttir, Hermann Georg Gunnlaugsson, Kristín Þorleifsdóttir, Páll Jakob Líndal og Þóra Karlsdóttir. Í varastjórn eru Guðrún Ástvaldsdóttir, Kristbjörg Traustadóttir og Margrét Backman.

Umhverfi og líðan ,,Enginn þarf að efast um að umhverfið hefur mikil áhrif á líðan fólks og hegðun og er það mikilvægt, ekki síst núna þegar mikil uppstokkun á sér stað í samfélaginu,” segir Auður og heldur áfram: „Við teljum því mikilvægt að auka hróður greina sem lúta að lýðheilsu, samkvæmt sjónarmiðum umhverfissálarfræðinnar (environmental psychology) og umhverfishönnunar. Efla þarf vitund stjórnvalda og almennings á mikilvægi umhverfisins með því að sækja í þann þekkingarbrunn sem skapast hefur á sviði lýðheilsu og umhverfissálarfræði. Þessi þekking getur í mörgum tilfellum boðið upp á einfaldar og

Auður I. Ottesen, formaður samtakanna Umhverfi og vellíðan.

60  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Fjarlægt dautt birkitré úr beði við Menntaskólann í Hamrahlíð, þau Kolbrún Kristiansen hjúkrunarfræðingur, Sólhildur Svava Ottesen, hjúkrunarfræðingur, Helga Thorberg, garðyrkjufræðingur og Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur. Þetta tré var búið að standa dautt í beðinu í 3 ár.

hagkvæmar lausnir á ýmsum vandamálum sem blasa við á sviði heilbrigðis- og skipulagsmála.”

Vettvangur fyrir umræðu

arkitektar, landslagsarkitektar, skipulagsfræðingar, félagsfræðingar, lýðheilsufræðingar, læknar og margir aðrir bera saman bækur sínar.

Heiðrún segir að markmið Samtaka áhugafólks Samfélagsleg verkefni um umhverfi og vellíðan séu meðal annars að Samtökin hafa frá stofnun staðið fyrir ýmsum skapa vettvang fyrir umræður, fróðleik og verkefnum sem tengjast umhverfi og vellíðan. Þar átaksverkefni á sviði umhverfismála. ,,Á slíkum á meðal eru verkefni sem tengjast Engjaskóla í vettvangi geta ólíkir geirar samfélagsins deilt Grafarvogi, göngudeild krabbameinsdeildar hugmyndum og miðlað af reynslu, sem gæti leitt Landspítala háskólasjúkrahúss, betri líðan af sér frjóa umræðu, hvatt til rannsókna, fræðandi aldraðra og verkefni sem kallast Heilnæmir skrifa, fræðslu og ábendinga sem leiða til umbóta. garðar. Slíkt leiðir mögulega til hvers kyns samvinnu Guðrún Ástvaldsdóttir, sem situr í varastjórn og samheldni, auk þess sem nýir vinklar eða samtakanna, fer fyrir hópi sem vill bæta umhverfið forsendur skapast. Hugmyndin er að stilla saman og vellíðan barna. Hún á börn í Engjaskóla í strengi þeirra sem láta sig varða umhverfisgæði Grafarvogi og hefur lengi þótt leið barna sinna og áhrif umhverfis á vellíðan. Samtökin mynda í skólann skjóllaus og langaði að bæta úr því. einnig þrýstihóp með áherslu á að sjónarmið ,,Okkur hefur fundist vanta meira skjól á leið umhverfisgæða og lýðheilsu fái meira vægi í barnanna í skólann en þau ganga í hann eftir gamla þjóðfélagsumræðunni,” segir Heiðrún. Korpúlfsstaðaveginum. Þar er ákaflega fallegt holt Stjórn samtakanna telur mikilvægt að tengjast en gróðursnautt og við viljum vinna að því að erlendum samtökum sem starfa á svipuðum það verði gróðursælla og fallegra í framtíðinni. vettvangi og er þá sérstaklega litið til EDRA* Hugmyndin er tvíþætt. Annars vegar að planta í (Environment, Design, Research Association) holtið íslenskum gróðri með skólabörnunum og sem eru alþjóðleg samtök áhugafólks um áhrif höfum við fengið vilyrði hjá Reykjavíkurborg fyrir plöntum. Hins vegar bjóða samtökin nágrönnum umhverfis á atferli og heilsu manna. Markmið EDRA er að stuðla að og auka veg og öðrum áhugasömum að koma og planta á umhverfisfræðilegra rannsókna í því skyni túnið við gamla Korpúlfsstaðaveginn, en þar er að bæta skilning á samspili fólks, byggðs kominn örlítill vísir að garði. Draumurinn er umhverfis og náttúru og hanna umhverfi sem að þarna verði til fallegur garður með blómum, mætir þörfum fólks. Samtökin halda árlega berjafögrum runnum, trjám, villtu blómaengi, ráðstefnu þar sem vísindamenn, sálfræðingar, sígrænum trjám, fuglahúsum, hjólastíg og gróðri


Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur og hundur Fífa, og fyrir aftan hana situr Kristbjörg Traustadóttir nemi í umhverfis- og heilsufræðum í Alnarp í Svíðþjóð

Þrír stjórnarmenn gróðursetja plöntur í svæðið þar sem Guðrún Ástvaldsdóttir einn stjórnarmeðlima tók í fóstur. Á myndinni eru Heiðrún Guðmundsdóttir umhverfisfræðingur, Guðrún Ástvaldsdóttir garðyrkjufræðingur og Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt

með fallega haustliti. Við viljum einnig koma fyrir gömlum afsöguðum trjábolum þar sem krakkar á öllum aldri geta leikið sér,” segir Guðrún.

elliheimilum eiga að vera dýr, hundar, kettir, fiskabúr og hestar. Heimilið ætti einnig að vera sjálfbært um grænmeti sem vistmenn sem hafa til þess heilsu myndu rækta með aðstoð starfsmanna og aðstandenda,” segir Þóra.

Bætt líðan aldraðra

Heilnæmir garðar

Kristbjörg Traustadóttir, landslagsarkitekt og mastersnemi í umhverfissálarfæði, segir að hugmyndin með heilnæmum görðum sé *Nánari upplýsingar um EDRA má finna á http://www.edra.org/. Nánari upplýsingar um samtökin: audur@rit.is að bæta líðan fólks í umhverfinu. ,,Þetta má gera með því að fjölga og bæta aðgengi fólks að grænum svæðum og bæta gæði þeirra. Með gæðum er átt við að svæðin veki tilfinningu fyrir öryggi, friðsæld og villtri

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur er í forsvari fyrir hópi sem vinnur að betri líða aldraðra. Þóra hefur áralanga reynslu í umönnun aldraðra í starfi sínu sem forstöðumaður á öldrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri og á Holtsbúð í Garðabæ. Þóra segir að markmið hópsins sé að vinna að því að öldruðum líði vel og leita leiða til að bæta líðan þeirra. ,,Meðan góðærið ríkti fór lítið fjármagn til öldrunarmála og nú í kreppunni hefur dregið enn meira úr fjármagni til þessa málaflokks. Við erum með ýmsar hugmyndir í farteskinu um hvernig megi bæta líðan aldraðra með því að bæta umhverfið sem þeir búa við. Til dæmis er hugmynd að því sem við köllum Græn elliheimili. Á slíkum

náttúru. Rannsóknir sýna að fólki líður betur í villtu umhverfi en manngerðu, sem og þar sem það hefur góðan aðgang að grænum svæðum í nærumhverfi sínu. Upplifun fólks af umhverfinu er að sjálfsögðu misjöfn og því mikilvægt að borgargarðar séu fjölbreyttir og að þar sé að finna vatn, dýralíf, steina og margvíslegan gróður,” segir Kristbjörg. n

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  61


Vörubílstjórar geta allt! Tex ti Auður I . O t tes en. M y ndir : Vör u bíl s t j ór a fél a gið Þ rót t u r

Þ

eir hafa löngum vakið aðdáun mína vörubílstjórarnir sem standa með fjarstýringu framan á sér og með því einu að færa til takka þá stýra þeir af nákvæmni flutningi á níðþungu grjóti, gleri eða bara heilu sumarhúsunum. Einn þessara snillinga er Einar Júlíusson, vörubílstjóri hjá Þrótti, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við garðyrkjumenn og garðeigendur. Hann hefur unnið við akstur síðan 1996 og síðari ár að mestu við grabbavinnu, grjóthleðslu og trjáfellingar.

Einar var á dögunum að aðstoða Jón Júlíus Elíasson skrúðgarðyrkjumeistara við jarðvegsskipti við raðhús í Reykjavík. Illmögulegt var að koma jarðefninu inn í garðinn með hefðbundnum hætti og kom færni Einars sér vel. Hann brá sér upp á þak hússins og stýrði arminum á bílnum með skóflunni yfir þakið og flutti grús og síðar sand yfir það og lét falla niður í garðinn. Einar segir að þetta hafi verið eina leiðin til þess að koma efninu í garðinn. „Það er ekki oft sem ég flyt svona möl yfir hús en ansi oft yfir bílskúra en Einar Júlíusson vörubílstjóri að störfum.

það fellur alltaf eitthvað svona skemmtilegt til,” segir hann og bætir því við að það sé fátt sem vörubílstjórarnir hjá Þrótti ráði ekki við en þeir fái oft afar krefjandi verkefni. „Við getum nánast allt – við höfum tæki í alls konar framkvæmdir og flutninga, misstóra þó og með mismunandi áherslum. Margir okkar eru með sérútbúna bíla og útbúnað. Ég hef til að mynda sérhæft mig í trjáfellingum og garðyrkjumenn hafa vísað beint á mig. Verkið tekur ekki langan tíma og er afar hreinlegt og engin hætta hlýst af fellingunni. Ég festi tréð við kranann, saga það svo slétt við jörð, hífi tréð upp í heilu lagi og fjarlægi. Aspir og grenitré eru víða orðin of stór í gróna garða, mörg þeirra hafa lokið því hlutverki sínu að skýla öðrum gróðri sem er vaxinn upp,” segir Einar. n Heimasíða Þróttar, www.throttur.is, er afar athyglisverð en þar er hægt að sjá hvers vörubílstjórarnir eru megnugir. Það er fátt sem þeir geta ekki og ég hvet ykkur til að kíkja á myndaseríuna því fróðlegt er að sjá hvernig hægt er að nota stórvirk tæki í mikla nákvæmnisvinnu.

62  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Með þessu móti er hægt að koma efni í bakgarða sem annars væri illmögulegt að gera.

Málgagn veiðimanna – 2. tbl. – 28. árgangur 2009 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Starfsmaður á plani

Pétur Jóhann er illa haldinn af veiðidellu Sjöfn í Heydölum í viðtali Stórlaxaáin Breiðdalsá Lárus Gunnsteinsson ræðir um allt í veiðiheiminum Hreindýraveiðikona

Tryggðu þér eintak áður en það verður oft seint.

Sportveiðiblaðið Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  63


Varnir gegn músum Mýs ekki eins heimskar og margir halda Tex ti : Vi lm undur Ha nsen. M y n dir : M eindy r av a r nir S u ð u r l a nds og J óha nn Ól i H il m a r s s on

F

lestir sumarhúsaeigendur kannast við aukinn ágang músa þegar líða fer á haustið og skemmdir og óþrif af völdum þeirra geta verið töluverðar fái þær að leika lausum hala innandyra. Jóhannes Þór Ólafsson, eigandi Meindýravarna Suðurlands, segir ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir músagang í sumarhúsum.

Almennt er talið að hagamýs hafi borist til landsins frá Skandínavíu og Bretlandseyjum á landnámsöld og núna eru þær algengar í gróðurlendi um allt land. Fullorðnar hagamýs eru oftast grá- eða gulbrúnar að ofan en hvítgráar á kviðnum. Ungar hagamýs eru dekkri og óvanir rugla þeim gjarna saman við húsamýs. Lengd hagamúsarinnar, án hala, er frá átta til tíu sm. Karldýrin eru u.þ.b. 29-34 grömm að þyngd en kvendýr aðeins léttari, eða um 24-31 grömm. Ef hagamýs komast í sumarhús geta þær valdið skemmdum og ummerkin eftir þær fara ekki á milli mála. Saur músanna er svartur og á stærð við hrísgrjón, auk þess sem þær tæta í sundur pappír og dreifa honum um allt húsið.

Best að eitra utandyra

Jóhannes Þór segir það allra best að eitra fyrir músum utandyra með því að dreifa gildrum í kringum sumarhúsið. Séu mýsnar komnar inn í húsið verður að koma fyrir gildrum innandyra því eins og gefur að skilja er aldrei hægt að útrýma þeim alveg utandyra. ,,Til að koma í veg fyrir að mýs komist inn í hús þarf að ganga vel frá húsinu þegar það er reist. Við hjá Meindýravörnum Suðurlands bjóðum upp á margar gerðir af gildrum, en ég mæli sérstaklega með límspjöldum

Húsamús. Mynd JÓH.

því dýrin deyja fljótt á þeim. Klemmugildrur eru einnig góðar ef þær hitta beint á háls dýranna. Þær veiða þó bara eina mús í einu en límspjöldin geta veitt margar, auk þess sem þær veiða einnig skordýr. Yfirleitt er nóg að koma fyrir fimm til sex límspjöldum inni í sumarhúsinu til að losna við mýsnar en það verður að vakta þau vel sé um músagang að ræða. Mýs eru litlar en vatnsmiklar skepnur og sé heitt í bústaðnum gufar mikið út af þeim og því fylgir vond lykt, auk þess sem þær geta verið smitberar. Einnig geta þær valdið íkveikju með því að naga í sundur rafmagnsleiðslur.”

Mýs eru matvandar ,,Ég hef sextán ára reynslu af að eltast við mýs. Þær eru ekki eins vitlausar og margir halda og eru líkar okkur mannfólkinu á margan hátt. Mýs eru matvandar og sé nægt framboð matar velja þær það sem þeim þykir best. Þær geta einnig lært að forðast eitur og ég hef verið allt upp í tvær til þrjár vikur að eltast við eina mús,” segir Jóhannes Þór að lokum. n Meindýravarnir Suðurlands ehf. Gagnheiði 59, 800 Selfoss Símar 482-3337 og 893-9121 www.meindyravarnir.is.

Varnir gegn músagangi

Lokaðar músagildrur frá Meindýravörnum Suðurlands.

64  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

• Eitra utandyra og vera með kassa sem mýsnar lokast inni í. • Þrífa grillið vel því mýs sækja í fituna í þeim. • Gera sumarhúsið músahelt með músaneti við byggingu. • Tryggingar bæta ekki skemmdir eftir mýs.


B æ k u r í b ú s t a ð i n n Matsveppir í náttúru Íslands Forlagið hefur gefið út bókina Matsveppir í náttúru Íslands eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur. Hér er á ferðinni handhæg bók fyrir alla matgæðinga og annað áhugafólk um sveppi og sveppatínslu. Í bókinni má finna almennan fróðleik um

Endalaus hollusta Næringarráðgjafar mæla með því að við borðum að minnsta kosti fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Það er ekki alltaf auðvelt, en ef við erum dugleg að drekka safa og þeytinga verður þetta leikur einn, segir í nýútgefinni bók, Endalaus hollusta, eftir Clare Haorth-Maden. Í bókinni sem bókaforlagið Salka gefur út

Býfluga Bókaforlagið Bjartur gaf út í september aðra skáldsögu Chris Cleave, Býfluga, sem gerist á uppeldisslóðum höfundar í Vestur-Afríku og á Bretlandi. Fyrsta skáldsaga hans, Incendiary, gefin út árið 2005, hlaut glimrandi viðtökur og var valin til viðurkenninga. Umfjöllunarefni hennar er hryðjuverkaárásir á London.

Íslensk þjóðfræði Þórður Tómasson í Skógum hefur allt frá barnsaldri haldið til haga íslenskri þjóðfræði í minningum og minjum. Stærsta minjasafn landsins utan Reykjavíkur, Byggðasafnið í Skógum, varð til fyrir elju hans og atbeina. Þangað sækja árlega tugþúsundir gesta, innlendir sem erlendir.

Stúlkan sem lék sér að eldinum Svíinn Stieg Larsson hafði skrifað þrjár bækur um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist þegar hann fann sér útgefanda. Hann lést áður en fyrsta bókin kom út. Millenium-trílógían hefur hlotið afar góða dóma og hefur selst í 14 milljón eintökum. Stúlkan sem lék sér að

sveppi, nákvæmar lýsingar á um 30 tegundum íslenskra matsveppa og fjölda girnilegra mataruppskrifta sem innihalda sveppi. Hún er því kjörin handbók fyrir þá sem vilja nýta sveppi sér til matar en vantar aðstoð við fyrstu skrefin. Bókin veitir meðal annars svör við eftirfarandi spurningum: - Hvar vaxa sveppir og hvenær er best að tína þá?

- Hvaða sveppir eru góðir matsveppir og hverja ber að forðast? - Hvernig á að meðhöndla og geyma sveppi? Ása Margrét Ásgrímsdóttir hefur viðað að sér miklum fróðleik um sveppi í gegnum árin og haldið námskeið um sveppatínslu. Útgefandi Forlagið, sjá www.forlagid.is.

eru fjölmargar uppskriftir að girnilegum söfum og þeytingum, auk gagnlegra ráða varðandi áhöld og aðferðir. Með hverri uppskrift eru upplýsingar um næringargildi og gagnsemi drykkjanna sem veita okkur vellíðan og endalausa hollustu. Safar geta verið dásamlega ljúffengir og með því að blanda saman alls konar ávöxtum og grænmeti og jafnvel kryddjurtum eru möguleikarnir endalausir. Í drykknum Sinadráttarbani, sem er ávaxtadrykkur, eru 2 kíví, 2 epli og engiferrót. Í drykknum

Hjartahlýja er ½ rauðrófa, 2 sellerísstönglar, 2 gulrætur og 1-2 hvítlauksgeirar. Blandan er krydduð með engiferrót og sítrónu.

Chris Cleave hefur unnið sem barþjónn, sjómaður og siglingatæknikennari og er dálkahöfundur hjá The Guardian. Býfluga fjallar um afdrifaríkt ferðalag hjónanna Andrews og Söruh, sem ætla að taka sér stutt frí frá amstri dagsins. Þau panta sér helgarferð í sólina en vita ekki að í Nígeríu geisar skelfileg styrjöld. Hvað gerist þegar maður lendir í atburðum sem maður les yfirleitt bara um í blöðum eða sér í sjónvarpi? Á ströndinni hitta þau unga konu, Býflugu, og verða

vitni að hryllilegum atburði sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir þau öll þrjú. Tveimur árum síðar bankar þessi unga kona upp á hjá Söruh í Bretlandi, einmitt daginn sem bera á Andrew til grafar.

Frá honum hafa komið út margar bækur um íslenska þjóðhætti, þjóðsögur og fjölþættan fróðleik frá liðinni tíð. Þessi bók, Íslensk þjóðfræði, er átjánda bók Þórðar. Útgefandi er bókaforlagið Skrudda. Í bókinni er fjallað um æskuminningar Þórðar frá heyönnum, forneskju tengda fjósum, minjastaðinn merka StóruBorg, fornt handverk í spónasmíði, hvannir til matar og heilsubótar og huldufólk og ættarfylgjur, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Í Íslenskri þjóðfræði Þórðar Tómassonar er áhugaverður fróðleikur um gamla búskaparhætti, líf og leik, sem er í mörgu frábrugðið því sem við þekkjum nú til dags, þótt ekki sé langt um liðið. Þetta er góð bók til að grúska í og skoða í bústaðnum. Útgefandi er Skrudda, sjá www.skrudda.is.

eldinum er önnur bókin í trílógíunni og er framhald bókarinnar Karlar sem hata konur, en kvikmynd eftir þeirri bók hefur verið sýnd hér á landi við metaðsókn. Bjartur er útgefandi bóka Stieg Larsson og þeir sem vilja lesa vel skrifaðan og flottan krimma ættu að verða sér úti um eintak.

á vopninu. Blöðin grafa upp sögur af ofbeldisfullu framferði hennar og samfélaginu stendur ógn af henni. En hvar er hún? Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist trúir ekki að Lisbeth sé morðingi. Á Millenium leggjast allir á eitt við að draga fram sannleikann í málinu, en hann er ekki alltaf fagur. Ofbeldi og spilling hafa sett mark sitt á fortíð Lisbeth Salander, en hún lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Bjartur bókaforlag, sjá www.bjartur.is.

Lisbeth Salander er eftirlýst. Tveir Milleniumblaðamenn, sem hafa unnið grein um mansal og kynlífsviðskipti, eru drepnir og fingraför hennar eru

Bókin Endalaus hollusta er happafengur fyrir þá sem er annt um vellíðan sína og heilsu. Hún er einnig tilvalin fyrir þá sem skortir hugmyndir um hvað gera á við alla uppskeruna úr matjurtagarðinum. Útgefandi: Bókaútgáfan Salka, sjá www.salka.is.

Bókin er afar læsileg og heillandi og veitir innsýn í líf kvenna í sitt hvorum menningarheiminum. Bók sem tilvalið er að taka með sér í bústaðinn. Útgefandi: Bjartur bókaforlag, sjá www.bjartur.is.

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  65


Spánarsnigill - nýr landnemi Tex ti : Er li ng Ól a fs s on. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

S

íðastliðið haust var látin í ljós tilgáta um að verulegrar fjölgunar spánarsnigla mætti vænta sumarið 2009. Kvikindin létu þó svo sannarlega á sér standa og höfundur tilgátunnar var tekinn að „örvænta“. Þeir hafa þó skotið upp kollinum á nýjum stöðum og tilgátan um að á þessu sumri mætti búast við verulegri fjölgun fékk nýlega byr undir báða vængi. Þeir höfðu þá haft hægt um sig í þurrkunum framan af sumri og því höfðu færri staðfestar tilkynningar en búist var við borist Náttúrufræðistofnun Íslands. Stóra sprengjan 10. september barst Náttúrufræðistofu Kópavogs spánarsnigill sem fannst þar í bæ og er hann þar til sýnis lifandi ásamt þeim fyrri sem stofan fékk í hendur. Daginn eftir var komið með 13 slíka til Náttúrufræðistofnunar Íslands frá þeim sama stað í Kópavogi. Þeir höfðu verið tíndir úr hrúgu af plöntuúrgangi. Það fylgdi sögunni að einn hefði sést þar á staðnum fyrr í sumar. Sem sagt, nokkur fótur hafði því verið fyrir tilgátunni ofangreindu, því miður.

Spánarsnigill (Arion lusitanicus).

þeir fyrstu fundust í Reykjavík og Kópavogi 2003. Ári síðar fannst spánarsnigill á Ólafsfirði og á næstu árum kom í ljós að hann hafði fest sig þar í sessi. Árið 2008 skaut svo sitt hvor snigillinn upp kollinum í Hnífsdal og á Höfn í Hornafirði. Sniglunum hefur fjölgað hægt og bítandi á höfuðborgarsvæðinu.

Gráðugt átvagl Spánarsnigill dreifist nær eingöngu af mannavöldum, einkum sem egg eða ungviði með plöntum og jarðvegi. Hann er orðinn geysialgengur í nágrannalöndunum og hefur þar orðið til mikils skaða í görðum og garðrækt. Snigillinn hefur því átt greiða leið til Íslands með innfluttum plöntum og jarðvegi í blómapottum. Spánarsnigill á að líkindum eftir að reynast eitt mesta meindýr sem við höfum borið með okkur til landsins. Í Færeyjum er hann þegar orðinn vandræðagripur. Það sem gerir hann að slíkum vágesti er frjósemi hans, stærð og græðgi. Í Þessir tveir spánarsniglar voru til sýnis í heimahögum á Íberíu-skaga mætir hann þurru Náttúrufræðistofu Kópavogs. loftslagi með því að verpa miklum fjölda eggja til að auka líkur á að einhver þeirra nái að þroskast og verða að sniglum. Þegar hann svo berst til landa þar sem úrkoma er tryggari og loftslag rakara klekjast flest eggin og verða að sniglum.

Útbreiðsla Spánarsnigilsins að aukast Upp úr 1960 fór spánarsnigils að verða vart utan hefðbundinna heimkynna í SV.-Evrópu og hægt og bítandi lagði hann undir sig ný lönd. Árið 1975 hafði hann náð til Suður-Svíþjóðar. Hann var mættur til Noregs 1988 og hefur einnig náð til Álandseyja og Finnlands. Árið 1996 var hann svo kominn til Færeyja. Nokkur ár liðu enn áður en hann mætti til leiks hér á landi, en

66  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Blendingur sem enginn óskar sér

Spánarsnigillinn kann ekki vel við sig á þurru yfirborði, svo sem gangstéttum.

Á Norðurlöndum óttast menn að spánarsnigill sé farinn að tímgast með ættingja sínum svartsniglinum (Arion ater). Þar sjá menn fyrir sér blendinga í mynd ofursnigils, með frjósemi spánarsnigils og aðlögun svartsnigils að kaldara loftslagi. Slíkt samband ættingjanna tveggja kann einnig að takast hérlendis. Spánarsnigill er rauður eða rauðbrúnn á lit og engum öðrum


íslenskum snigli líkur nema helst garðasnigli (Arion subfuscus) sem er algengur í görðum, brúnn til gulbrúnn á lit og miklu minni.

Lífshættir Spánarsnigilsins Spánarsniglar finnast í húsagörðum og gróðrarstöðvum. Lífsferill tekur eitt ár. Kynþroska sniglar deyja á haustin en ungir sniglar, allt frá nýskriðnum úr eggjum til nær kynþroska, grafa sig niður í jarðveg á haustin og leggjast í dvala. Þeir birtast á ný að afloknum vetrarsvefni, taka hraustlega til matar síns og ná kynþroska hver af öðrum eftir því sem á sumarið líður og taka til við að tímgast. Spánarsniglar verða með stærstu sniglum, allt að 15 sm langir, og eru mikil átvögl sem éta um hálfa þyngd sína á dag. Á matseðlinum er nánast allt lífrænt sem á vegi snigilsins verður. Spánarsnigill getur orðið allt að 15 sm langur. Þessir tveir fundust í garði í Kópavogi. Skraut- og matjurtir eru í hávegum hafðar. Hann hefur sérstakt dálæti á lyktsterkum plöntum eins og kryddjurtum, laukum og flauelsblómum (Tagetes). Einnig étur hann hræ, hundaskít og aðra snigla. Spánarsnigill getur tímgast án þess að makast við annan einstakling og verpir um 400 eggjum. Viðkoma er því mikil við góðar aðstæður, þ.e. nóg fæðuframboð og góðan raka.

Áskorun til Íslendinga Á Náttúrufræðistofnun Íslands er landnámssaga spánarsnigils skráð og er mikils um vert að þeir spánarsniglar sem finnast á komandi árum verði sendir stofnuninni til rannsókna. Þeim skulu fylgja upplýsingar um fundarstaði, aðstæður eða staðhætti, auk dagsetninga. Ljósmyndir koma einnig að notum. Mikilvægt er að sporna gegn landnámi spánarsnigils eins og frekast er unnt og skal því tortíma þeim sniglum sem ekki gefst kostur á að skila til Náttúrufræðistofnunar. n

www.ni.is.

Spánarsnigill er mjög ágengur og illa þokkaður í nýjum heimkynnum í Norður-Evrópu. Því skal beita öllum tiltækum ráðum til að hamla gegn útbreiðslu hans og fjölgun og tortíma þeim sniglum sem ekki gefst færi á að senda til rannsókna á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kirtilrifs (Ribes glandulosum)

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  67


Uppskerutíð Tex ti : S tei nunn B ergs teins dót t ir. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

68  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


M

iðað við áhuga landans á námskeiðum um grænmetisræktun í vor þá er líklega óvenjumikið af kartöflum, berjum og fleira góðgæti sem kemur upp úr görðum ykkar um þessar mundir. Ég elska nýjar kartöflur og á það til að sjóða mun meira en borðast. Aldrei tími ég að henda köldum kartöflum og er því komin með margar góðar uppskriftir til að nýta afgangana. Ég er alin upp við að það sé synd að henda mat og trúi því staðfastlega - og ekki veitir af nú í kreppunni að halda vel utan um allt.

Kartöfluréttur með blaðlauk

Innihald: 500-600 g soðnar kartöflur 1 blaðlaukur Smjör Rifinn ostur Rjómi Hvítlaukssalt og svartur pipar

Sneiðið kartöflurnar og blaðlaukinn og léttsteikið hann í miklu smjöri. Raðið kartöflusneiðunum í eldfast fat, dreifið helmingnum af blaðlauknum yfir og kryddið með hvítlaukssalti og pipar. Stráið örlitlu af ostinum yfir. Endurtakið þetta og hellið svo örlitlum rjómadreitli yfir. Hægt er að nota rjómabland eða bara mjólk en ekki láta mikið. Bakið í ofni við 200°C í 15-20 mínútur þar til rétturinn er orðinn heitur í gegn. Ef notaðar eru hráar kartöflusneiðar þá þarf að baka hann lengur. Rétturinn er ljúffengur og mildur, góður með soðnum fiski og þá sérstaklega laxi. Hann er góður með flestum kjötréttum en bestur með reyktu svínakjöti.

Kalt kartöflusalat með balsamik-ediki Sneiðið kartöflurnar, raðið einu lagi af sneiðunum á fat og dreypið yfir legi úr ediki, olíu og sinnepi. Fínsaxið rauðlaukinn, setjið hluta hans yfir kartöflurnar og kryddið með hvítlaukssalti og pipar í hófi. Endurtakið þetta eins oft og kartöflurnar endast. Ef til er steikt beikon er gott að mylja það yfir réttinn og einnig ef til eru grænar ólívur, fetaostur í teningum og nokkur lauf af basil verður þetta einfalda kartöflusalat að herramannsmat. Látið kartöfluréttinn standa í u.þ.b. klukkustund áður en hann er borinn fram til að lögurinn nái að síast vel inn í kartöflurnar. Rétturinn er ekki síður góður ef hann er borðaður daginn eftir. Hann er góður með síld og grófu brauði, pylsum eða reyktri skinku svo fátt eitt sé nefnt. n

Innihald: Kaldar kartöflur ½ dl balsamik-edik 1 dl ólívuolía 1 stór msk. Dijon-sinnep 1/2 rauðlaukur Svartur pipar og hvítlaukssalt Grænar ólívur Fetaostur Basil-lauf

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  69


Aðalbláberjaís Boggu frænku Tex ti : S tei nunn B ergstei nsdót t ir. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

70  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Aðalbláberjaís í eftirrétt

M

ikil og góð búbót fyrir heimilin er að nýta sem mest úr náttúrunni það sem fæst með því einu að tína það. Það er gaman hvað við Íslendingar verðum sífellt duglegri að nýta okkur sveppi, villtar jurtir og ber. Aðalbláber norðan úr Eyjafirði, nánar tiltekið frá Boggu frænku minni á Krossum, eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég kaupi alltaf nokkur kíló á haustin, frysti og geymi til jólanna. Þar sem berjaspretta var mikil og góð í sumar luma líklega margir á berjum í frystinum. Ég er búin að nota bláber á alla mögulega vegu og einu sinni datt mér í hug að mauka þau frosin í matvinnsluvélinni og búa til ís sem er mestmegnis ber. Þetta tókst svo vel að ég vil deila tilrauninni með ykkur og það besta er að ef þið eigið ekki bláber þá má nota frosin jarðarber eða berjablöndu sem fæst frosin í verslunum. Aðalbláberjaísinn er rosalega góður og fljótlegt að gera hann.

Látið frosin berin í matvinnsluvélina og maukið vel. Þið gætuð þurft að auka hraðann og draga úr honum á víxl, og eins opna vélina og skafa niður af skálarbörmunum. Bætið nú sykrinum, egginu og rjómanum í og maukið vel. Hellið ísnum, sem er fulllinur til að nota strax, í skál og geymið í frysti í 1-2 tíma áður en hann er borinn fram. Ef það verður afgangur af ísnum sem þið frystið aftur þá þarf hann að standa á borði dágóða stund áður en hægt er að skera hann því hann verður mjög harður. n

Innihald: 500 g frosin aðalbláber 1 dl sykur 1 egg 1/2 l rjómi

Aðalbláberjalyng vaxa víða um land í mólendi og skógum. Þau eru algengust á norðanverðu landinu en heldur sjaldgæfari á landinu sunnanverðu. Aðalbláberjalyngið blómgast í júní og er smárunni, 10-30 sm á hæð. Blöðin eru fallega græn en roðna er haustar og eru eldrauðar lyngbreiðurnar einstaklega fallegar með gulum hausttónum gulvíðis og fölnandi grasstráum. Berin eru græn en roðna síðsumars og eru oft fullþroskuð seint í ágúst. Þau verða dökkblá og í sumum tilfellum nær alveg svört, þau eru rauð að innan, bragðið er súrsætt og eru þau vinsæl til matargerðar. Algengast er að menn búi til úr þeim sultu sem samanstendur af einu kílói af aðalbláberjum á móti 700-1.000 g af sykri. Venjulega er ekki settur hleypir í sultuna því aðalbláberin sjálf innihalda hleypiefni. Úr blöðunum fæst ágætt te og voru þau ásamt rótunum og berjunum talin kælandi og barkandi, og hafa verið notuð við ýmis konar kvillum tengdum sjóninni. Berin voru talin góð við lífsýki, köldu og skyrbjúgi. Einnig þótti gott að strá dufti af rótinni á holdfúa sár.

Aðalbláber, (Vaccinium myrtillus).

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á aðalbláberjum benda til þess að þau bæti nætursjón, a.m.k. tímabundið. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á aðalbláberjum sem sýna að þau bæta sjón í rökkri, styttir þann tíma sem það tekur að venjast myrkrinu og eins tímann sem augun eru að ná sér eftir að hafa orðið fyrir skerandi birtu.

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  71


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Sóthreinsiefni fyrir skorsteina og reykrör

„Því umhverfið skiptir máli„

Merkurlaut 25 ehf Hamrahlíð 31, 105 Reykjavík

Arnar, Kamínur og fylgihlutir Arinvörur Krókhálsi 10 110 Reykjavík 898 1931 www.arinvorur.is Funi ehf Smiðjuvegi 74 200 Kópavogur 515 8700

ráðgjöf, verðmat, kostnaðarmat vegna galla, tjóna ofl. Páll Tryggvason Bakkatjörn 4, 800 Selfoss S: 866 0337, pallitr@simnet.is

Gott í garðinn

Áburður Áburðarverksmiðjan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 580 3200 www.aburdur.is

Bílaþjónusta Bílaþjónusta Péturs Vallholti 17 800 Selfoss 482 2050 www.mmedia.is/billinn

Blómaverslanir Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Blöndunartæki Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Byggingavörur www.aburdur.is

Glæsileg garðyrkjubók Fæst í bókabúðum og í áskrift

Áskriftarsími 578 4800

Krókhálsi 10, 110 Reykjavík Sími: 898 1931 www.arinvorur.is

Ástandsskoðun sumarhúsa

Alhliða

Álfaborg ehf Skútuvogi 6 104 Reykjavík 568 6755 www.alfaborg.is

Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is Þ. Þorgrímsson & co Ármúla 29 108 Reykjavík 553 8640 www.thco.is

Bækur og blöð Veiðiútgáfan ehf Sportveiðiblaðið Box 5305 461 1719

Dráttarbeisli Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 110 Reykjavík 577 1090 www.vikurvgnar.is

Dælur Landvélar ehf Smiðjuvegi 66 200 Kópavogur 580 5800 landvelar@landvelar.is www.landvelar.is

Endurvinnsla Endurvinnslan hf Knarrarvogi 4 104 Reykjavík 588 8522 www.endurvinnslan.is

Fánar Íslenska fánasaumastofan Suðurbraut 9 565 Hofsós 453 7366 / 893 0220 gisting@hofsos.is

Flísar

Garðskraut

Vídd ehf Bæjarlind 4 201 Kópavogur 554 6800 vidd@vidd.is www.vidd.is

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 www.steinasteinn.is

Föndurvörur Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Garðaþjónusta Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is

Vörufell Suðurlandsvegi 850 Hella 487 5470 www.vorufell.is vinsy@simnet.is

Garðyrkjustöðvar Garðplöntusalan Borg Þelamörk 54 810 Hveragerði 483 4438 borghveragerdi@simnet.is www.simnet.is/borghveragerdi

Garðhúsgögn Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is

Garðlýsing Gosbrunnar ehf Verslun Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík 517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Garðskálar Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is

Allt á gólð á einum stað

Grænmeti í áskrift

Garðyrkja ehf - Innflutningur

www.graenihlekkurinn.is askrift@link.is

Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari

Sími 486 8966 Laugarási 801 Selfoss

72

Sumarhúsið og garðurinn 2.2009

Sími 564 1860 gsm 893 5470 Fax 564 2860

Nátthagi Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi 801 Selfossi Sími: 698-4840, 483-4840 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: www.natthagi.is

Barrtré, lauftré, skrautrunnar, lyngrósir alparósir, berjarunnar, ávaxtatré, sígrænir dvergrunnar, þekjurunnar, klifurplöntur, villirósir, antikkrósir, limgerðisplöntur, skógarplöntur og skjólbeltaplöntur.


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? WWW.MARKISUR.COM

567 7773 og 893 6337 kvöld og helgar

Gröfuþjónusta Jarðvegsskipti Drenlagnir Vörubíll

Gisting í sumarbústað er þægilegur ferðamáti.

Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Heiðmörk 38, 810 Hveragerði 483 4800 www.ingibjorg.is Garðyrkjustöðin Gróandi Grásteini, Mosfellsdal 270 Mosfellsbæ 566 7339, 895 7339 Gróðrarstöðin Gleym-mér-ei Sólbakka 18-22 v/iðnaðarhverfið í Borgarnesi 310 Borgarnes 894 1809 Gróðrarstöðin Glitbrá Stafnesvegi 22 245 Sandgerði 868 1879 Gróðrarstöðin Kjarr Kjarri, Ölfusi 801 Selfoss 482 1718, 846 9776 kjarr@islandia.is Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18 108 Reykjavík 581 4550 www.mork.is Gróðrarstöðin Þorgautsstöðum II Hvítársíðu, 320 Reykholt 435 1372 / 895 1372 arni@lbhi.is Ræktunarstöðin Lágafelli Snæfellsnesi 892 5667 lagafell@simnet.is

Hrein Fjárfesting Dalbraut 3, 104 Reykjavík Sími 567 7773 www.markisur.com

Auðveldum vinnuna í garðinum

Sími 615 4550 www.bustadur.is Garðplöntusalan Hvammur 2 845 Flúðir 486 6640, 895 6014, 864 2154 hvammur2@simnet.is

Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar

Gsm 892 8511 Gasvörur Skorri hf Bíldshöfða 12 112 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Gámar

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Gólfhitakerfi

netfang: markisur@simnet.is

Hellur Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

BOS á Íslandi Stórhöfða 35 110 Reykjavík 557 2470 www.bos.is

Hringás ehf Skemmuvegi 10 (blá gata) 200 Kópavogur 567 1345 info@hringas.is www.hringas.is

Steindir Hellusteypa Vagnhöfða 17 587 2222 www.hellusteypa.is

Gler

Gröfuþjónusta

Glertækni ehf Völuteigur 21 270 Mosfellsbær 566 8888

Gröfuleiga Hlöðvers Sími 892 8511

Hringás ehf Skemmuvegi 10 (blá gata) 200 Kópavogur 567 1345 info@hringas.is www.hringas.is

Gluggar og hurðir

Árvirkinn ehf Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 www.arvirkinn.is

Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is GK gluggar Völuteigur 21, 270 Mosfellsbæ 566 6787 gkgluggar@gkgluggar.is www.gkgluggar.is

Gosbrunnavörur Gosbrunnar ehf Verslun Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík S:517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Gólfefni, parket Álfaborg Skútuvogi 6 568 6755

Heimilistæki

Johan Rönning hf Sundaborg 15 104 Reykjavík 520 0800 ronning@ronning.is www.ronning.is Th. Daníelsson TIVOLI-útvörp Ármúla 38 108 Reykjavík 893 6515 thdan@simnet.is

Heitir pottar Tengi ehf Smiðjuvegi 11a 200 Kópavogur 564 1088 www.tengi.is

Hitalagnir

Ísrör ehf Hringhellu 12 221 Hafnarfjörður 565 1489 Lagnaþjónustan ehf Gagnheiði 53 800 Selfoss 482 2311 / 696 2311 lagnir@lagnir.is

Hreinlætistæki Álfaborg ehf Skútuvogi 6 104 Reykjavík 568 6755

Örhreinsir Framtak blossi Vesturhrauni 1 210 Garðabær 555 5850

Húsgögn Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is Heimilisprýði Hallarmúla 108 Reykjavík 553 8177 Húsgagnaverslunin Toscana Smiðjuvegi 2 200 Kópavogi 587 6090

Internetþjónusta Hringiðan Tæknigarði, Dunhaga 5 107 Reykjavík 525 2400 www.vortex.is

Kerrur Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 110 Reykjavík 577 1090 www.vikurvgnar.is

Kjörbúðir,­ verslanir

Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Hreinsivörur Besta Reykjavík - sími 510 0000 Reykjanesbæ - sími 420 0000 Egilsstöðum - sími 470 0000

Verslunin Borg Grímsnesi, 801 Selfoss 486 4408 Sumaropn. 15/6–15/8, 10-22 Vetraropn. 10-18 og 11-18 sun

Kurl Skógrækt ríkisins 480 1821

Gæðamold í garðinn Íblönduð mold með húsdýraáburði, skeljasandi og vikursandi eða grjóthreinsuð mold. Bjóðum einnig uppá heimkeyrslu. Mold í pokum 20 ltr. Afgreiðslustaður í Gufunesi. Opið maí til og með júlí virka daga frá kl. 8.00 19.00 og laugardaga 9.00 - 16.00.

-Tjarnardúkar -Gosbrunnadælur & vörur -Lækjareiningar -Lýsing og garðskraut -Saltsteinar & gjafavörur

Sími: 892-1479

Langholtsvegi 109 - s:517-4232

Sumarhúsið og garðurinn 2.2009

73


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR

Bjálkahús Hús og heimili Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, Sími 511 1818, www.bjalkahus.is www.husogheimili.is

Smágröfuleiga

Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is

www.lod.is

Markísur

Rafverktakar

Hringás ehf Skemmuvegi 10 (blá gata) 200 Kópavogur 567 1345 info@hringas.is www.hringas.is

Hrein Fjárfesting Dalbraut 3, 104 Reykjavík Sími 567 7773 www.markisur.com markisur@simnet.is

Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Ísrör ehf Hringhellu 12 221 Hafnarfjörður 565 1489

Meindýravarnir

Rafsól Skipholti 33 105 Reykjavík 553 5600

Lagnaefni

Leiktæki í garða

Vélaleiga

Jóhann Helgi og co ehf Póstbox 166 220 Hafnarfirði 565 1048 www.johannhelgi.is

Ljós inni Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Sendum og sækjum Upplýsingar veitir Kristján Kristjánsson Sími 486 4546 GSM 695 1446 kkk@emax.is

Ljósin í bænum Suðurveri Stigahlíð 45-47 105 Reykjavík 553 7637

Lóðaþjónusta Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is

Músavarnir í bústaðinn eigum við Útileiktæki, rólur, vegasölt, leikkastalar ofl. Járnrimlagirðingar, hjólabrettapallar Gúmmíhellur og gúmmímottur Mörk, körfur og útiþrektæki Bekkir, skýli, ljósastaurar, blómaker ofl. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla.

Vanti þig ráð kemur þú til okkar og talar við kallinn.

Bjóðum heildarlausnir á leiksvæðum, uppsetning, viðhald og þjónusta.

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59, 800 Selfoss S: 482-3337 og 893-9121

Leitið tilboða

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59 800 Selfoss S: 482-3337 www.meindyravarnir.is Öryggismiðstöð Vesturlands Skólabraut 2 300 Akranes 431 5100, 864 5510 omv@omv.is www.omv.is

Neysluvatnshitarar Rafhitun ehf Kaplahrauni 7a 220 Hafnarfjörður 565 3265 rafhitun@rafhitun.is

Raftæki Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is Johan Rönning hf Sundaborg 15 104 Reykjavík 520 0800 ronning@ronning.is www.ronning.is

Rafstöðin ehf. rafverktakar Jörundarholti 36 300 Akranesi 431 1201 rafstodin@simnet.is

Rotþrær Örhreinsir, hreinsiefni Framtak blossi Vesturhrauni 1 210 Garðabær 555 5850

Skrúðgarðyrkja Borgarprýði Sefgörðum 1-3 300 Akranesi 431 5055, 893 8200 borgarprydi@islandia.is

Stokkar og steinar Guðjón Kristinsson Árbær, Ölfusi 801 Selfoss 482 1087, 894 2934 stokkarogsteinar@simnet.is

Sólarrafhlöður Skorri Bíldshöfða 12 110 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Stigar og handrið Stigalagerinn ehf Dalbrekku 26 200 Kópavogi 564 1890 www.stigalagerinn.is stigalagerinn@stigalagerinn.is

Stýribúnaður fyrir hitaveitur Tengi ehf Smiðjuvegi 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Sumarhús

Garðmenn ehf 695 1934, 893 5788 gardamenn@gardamenn.is www.gardamenn.is

Biskverk ehf Reykholti, Biskupstungum 801 Selfoss 893 5391

Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is

Borgarhús ehf Minni-Borg, Grímsnesi 801 Selfoss 468 4411 www.borgarhus.is G. Pálsson ehf 462 2272 og 896 0423 ghalldor@simnet.is

TVÖFALDUR vöxtur trjáplantna MEÐ HLÚPLASTI

Opið mán. – fim. 9.00 – 13.00 Fös. 9.00 – 18.00 og Lau. 11.00 – 14.00

http://www.meindyravarnir.is/

Jóhann Helgi & Co ehf . “Stofnað 1990” Sími 565-1048 – 820-8096 jh@johannhelgi.is, www.johannhelgi.is

74

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Sími: 580 5600 • www.plastprent.is


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Sumarbústaðavörur

Viðarkurl til sölu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w

Viðarkurl, 1 m3, kr. 11.500, afhent í stórsekk Kamínueldiviður 0,7m3 grind kr. 22.410.-

Bíldshöfða 12 – 110 Reykjavík Sími 577 1515 – www.skorri.is

Hús og heimili Krókhálsi 5a 110 Reykjavík 511 1818 www.bjalkahus.is www.husogheimili.is Kverkus ehf 581 2220 og 858 0200 www.kverkus.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Sumarhúsalóðir Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Tjarnardúkur Gosbrunnar ehf Verslun Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík 517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Trésmíði Bisk-verk ehf Reykholti, Biskupstungum 486 8782, 893 5391 biskverk@simnet.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Túnþökur Gunnarshólmi Grasvinafélag Gunnarshólma 203 Kópavogur 896 0700

Túnþökusala Oddsteins Túnþökur og túnþökurúllur til sölu í garðinn eða sumarbústaðinn!

Túnþökusala Oddsteins Túnþökur og túnþökurúllur til sölu í garðinn eða sumarbústaðinn. Steini s: 663 6666 eða 663 7666

Umhverfisvæn hreinsiefni Besta Reykjavík - sími 510 0000 Reykjanesbæ - sími 420 0000 Egilsstöðum - sími 470 0000 Örhreinsir Framtak blossi Vesturhrauni 1 210 Garðabær 555 5850

Útiljós Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is Stansverk ehf Hamarshöfða 7 112 Reykjavík 567 4015 www.stansverk.is

Varmadælur Rafstjórn ehf Stangarhyl 1a 110 Reykjavík 587 8890

Veðurstöðvar Eico Skútuvogi 6 104 Reykjavík 570 4700 www.eico.is

Áfylling kamínueldiviðar á 0,7m3 grind kr. 18.675.-

Verkfæri Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Verktakar

Afhending á viðarafurðum hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur fer fram á starfsstöð félagsins á Heimaási í Heiðmörk á fimmtudögum milli kl. 13.00 - 16.00 og á föstudögum milli kl. 08.00 - 12.00. Vinsamlegast ath. að fyrir bæði Viðarkurlið og Kamínueldiviðinn þarf jeppakerru sem er minnst 1x1 m. eða góðan pickup.

Nánari upplýsingar hjá Skógarverði í síma 893-2655

Bisk-verk ehf Reykholti Biskupstungum 486 8782, 893 5391 biskverk@simnet.is Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is Pálmi Ingólfsson, trésmiður Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948 Trégaur ehf Viðhald sumarhúsa og almenn trésmíðavinna 898 6248 tregaur@simnet.is Viðhald og smíði Bröttukinn 9 220 Hafnarfjörður 899 1877

Vélaleiga og gröfuþjónusta Kristján Kristjánsson 486 4546 695 1446

Vídeóleigur Grensássvídeó Grensássvegi 24 108 Reykjavík 568 6635

Þakrennur

Vallholt 17, 800 Selfoss. S:482-2050

UNDRI GARÐA hreinsir

Góður í garðinn, á grillið, pottinn og pallinn Hreinsar mosa og græna slikju VERNDUM NÁTTÚRUNA – NOTUM UNDRA

Álfaborg Skútuvogi 6 568 6755

Öryggisvörur og -vöktun Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Steini, S: 663 6666 visa/euro

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

75


Verðlaunakrossgáta Verðlaunahafi í siðustu krossgátu: Þuríður Þórmundsdóttir Fossvegi 4, 800 Selfoss Hlýtur hún bókina Ljósár Útgefandi Ljósmyndakeppni.is

76

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009.

Lausnum skal skila fyrir 10. nóvember: Sumarhúsið og garðurinn – krossgáta – Hamrahlíð 31,105 Reykjavík

Í verðlaun að þessu sinni er bókin Íslensk þjóðfræði Útgefandi: Skrudda


Sumarhúsið og garðurinn 1. 2009

77


Ungarnir flögra úr hreiðrinu

Tex t i og my ndir : J óha nn Ól i H il m a r s s on

S

umarbústaðaeigendur verða oft varir við fjölda skógarþrasta og annarra smáfugla í görðum sínum síðsumars. Á þessum árstíma ná fuglastofnar sinni árlegu hámarksstærð þegar ungar bætast við. Margar spurningar vakna um lífshætti þessara vina okkar og nágranna og ætla ég að reyna að svara fáeinum þeirra hér.

Spörfuglarnir okkar

Hér á landi verpa afar fáar spörfuglategundir miðað við nágrannalöndin. Ástæður þessarar fátæklegu spörfuglafánu eru m.a. taldar vera einangrun landsins, skógleysi og vætusöm veðrátta. Með aukinni skógrækt hefur þeim spörfuglum fjölgað sem reyna varp hér. Hin erfiða farleið, yfir 800 km yfir opið haf, veldur því m.a. að litlir stofnar farfugla eiga erfitt uppdráttar. Það eru vafalaust mikil afföll í hafi af þeim fuglum sem ekki geta sest á sjó til að hvíla sig eins og raunin er með spörfugla og vaðfugla, enda eru stofnar þeirra smáfugla sem verpa hérlendis ár hvert stórir og þola nokkur afföll. Þeir spörfuglar sem hafa numið hér land á undanförnum áratugum eru allir staðfuglar (stari, glókollur og svartþröstur). Aðrir landnemar geta sest á sjó (brandönd og fjallkjói). Óvíst er með skógarsnípu, hvort hún er staðfugl eða farfugl.

Varphættir spörfugla Eins og skógarþröstinn einkennir það marga spörfugla að þeir lifa fremur skammt en eru afar frjósamir. Það tekur skógarþröstinn aðeins um mánuð að koma ungum á legg eftir að varp hefst. Það fer nokkuð eftir landshlutum, árferði og fæðuframboði hvenær þrestir hefja varp, en þeir fyrstu verpa venjulega í síðari hluta apríl. Vitað er um þresti sem urpu fjórum sinnum sama sumarið, en sennilega verpa flestir þeirra tvisvar til þrisvar. Það virðist draga úr áhuga fugla á að fjölga sér ef varp gengur illa og ungar drepast. Sumir spörfuglar verpa jafnvel fyrr en skógarþrösturinn. Hinn nýi landnemi á Innnesjum (í Reykjavík og nágrenni), svartþrösturinn, fór að syngja hástöfum nú í lok febrúar. Þeir hefja oft upp raust sína löngu fyrir birtingu eða syngja helst í þoku og dimmviðri. 2. maí sáust fleygir svartþrastaungar á Innnesjum og foreldrar þeirra hafa þá orpið í lok mars. Daginn eftir sáust fleygir auðnutittlingsungar. Álega og ungatími auðnutittlings er aðeins skemmri en þrastanna, svo foreldrar þeirra unga hafa væntanlega orpið snemma í apríl. Ekki er vitað til þess að skógarþrestir hafi orpið svo snemma, en hrafninn er þekktur fyrir að hefja varp jafnvel í lok mars. Hver tegund hefur sinn varptíma. Hann er aðlagaður þannig að ungar eru í hreiðri eða á viðkvæmasta skeiði þegar náttúrleg fæða er í hámarki. Kúnstin er að hitta á toppinn í fæðunni. Varpfuglarnir þurfa oft að gíra sig upp í varp, löngu áður en aukning er orðin á fæðulindum. Það að sumar tegundir verpa snemma en aðrar seint, endurspeglar aðlögun þeirra. Mismunandi varptími hjá sömu tegund á milli ára getur síðan verið vegna tíðarfars.  Þúfutittlingur  Auðnutittlingur

78  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009


Jónas Hallgrímsson orti svo um þröstinn: Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. Ungarnir Það einkennir þrastarunga hve snemma þeir yfirgefa hreiðrið. Um árþúsundir hafa íslenskir skógarþrestir orpið á jörðinni í hinum kræklóttu íslensku birkiskógum. Það var ekki fyrr en þrestir tóku að verpa í húsagörðum á síðustu öld að þeir hófu að verpa í trjám að einhverju ráði. Það er því í eðli unganna  Skógarþröstur færir ungum sínum lirfur og orma. að hoppa úr hreiðrinu talsvert áður en þeir verða fleygir. Þetta er þeim afar skeinuhætt í þéttbýlinu þar sem kettir eru á hverju strái. Staraungar, aftur á móti, alast upp í vernduðu umhverfi hreiðurholunnar og yfirgefa ekki hreiðrið fyrr en þeir eru orðnir fleygir, það er eðli þeirra. Það tekur væntanlega margar kynslóðir skógarþrasta að læra að dvelja sem lengst í hreiðrinu til að lifa af í þéttbýli. Foreldrarnir fæða ungana í 6-10 daga eftir að þeir yfirgefa hreiðrið. Þeir kalla á þá eða hlusta eftir kalli þeirra þegar matur er borinn á borð. Ef fuglarnir verpa aftur fellur það oftast í hlut karlfuglsins að fylgja ungunum síðasta spölinn út í heiminn og á meðan sinnir kvenfuglinn næsta varpi. Þegar ungarnir eru fleygir rofna tengslin við foreldrana og þeir hópa sig og sækja á staði þar sem gnótt er ætis. Það er ekki þekkt hjá skógarþröstum að ungar hefji varp strax á fyrsta sumri, þótt slíkt geti gerst hjá sumum fuglategundum. Væntanlega hefja þeir varp að vori, þá ársgamlir.

Haustið Eftir því sem ungunum fjölgar, stækka þrastahóparnir. Þeir flengjast um landið í fæðuleit. Þegar ber fara að þroskast eru flestir þrestir í berjamó. Eftir fyrstu haustfrost og þegar gengið hefur verið á berjaforðann í úthaganum, setjast þrestirnir að gnægtaborði garðanna. Reyniber eru gríðarvinsæl, sem og rifs og sólber, en þau, ásamt ylliberjum klárast venjulega fyrst. Nú ríður á að fá staðgóða næringu því fram undan er erfiðasti  Skógarþrastarhreiður. hjallinn í lífi þrastarungans - farflugið til Evrópu. Erfið leið yfir opið haf, sem hann hefur aldrei farið áður og hefur engan  Ungur skógarþröstur í þjálfun hjá foreldri sínu. til að vísa sér veginn, nema meðfædda eðlisávísun. Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta er farfuglar, þótt nokkur þúsund fuglar hafi nú orðið vetursetu í þéttbýli víða um land, en mest þó á SV.-horninu. Þessi fjölgun í vetursetu skógarþrasta er talin orsakast af auknu fæðuframboði vegna matargjafa almennings, sem og meiri trjágróðurs í görðum. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ár hafi þar áhrif líka. Skógarþrestirnir yfirgefa landið frá því síðast í september fram í miðjan nóvember. Vetrarstöðvarnar eru á Skotlandi, Írlandi, vestanverðu Frakklandi og Pýrenea-skaga. Íslenskir skógarþrestir eru nokkur hundruð þúsund, ef ekki fáeinar milljónir á haustin. Þegar þeir mæta aftur á varpstöðvarnar á vorin, frá marslokum og fram eftir apríl, er talið að stofninn telji 100.000-300.000 varppör. n www.johannoli.com.

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  79


P

löntur eru fallegar í sjálfu sér, en með því að raða þeim saman á áhrifaríkan hátt vekja þær ennþá meiri athygli. Japönsk kenning um blómaskreytingar felur í sér einfalda heimspeki, þær veita birtu, litum og lífi í umhverfið sem þær eru settar í. Ikebanablómaskreytingar lagast að umhverfinu og eru einfaldar og listrænar að gerð.

Ikebana – lifandi list M yn di r og tex ti : Pá ll J ök ul l Pétursson

80  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

www.ikebanahq.org.


sem áður virtist ekki skipta máli. Þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart náttúrunni og fólki er einn hluti þess að iðka Ikebana, sem verður líka til þess að örva skynjun okkar á fegurðinni í öðrum listformum, svo sem myndlist og tónlist. Toshiyuki Oki, japanskur Ikebana-meistari kom ásamt aðstoðarmönnum til Íslands um miðjan september til að sýna Íslendingum gerð Ikebana-skreytinga og segja frá heimspekinni sem liggur að baki gerð þeirra. Hann er kennari við Sogetsu-stofnunina í Japan, sem er viðurkennd sem einn fremsti og virðulegasti Ikebana-skólinn og stærst af þeim 3.000 skólum sem kenna Ikebana. Stofnunin nýtur virðingar um allan heim og er þekkt fyrir stöðugar tilraunir við að leita uppi og skapa ný form til tjáningar.

Toshiyuki Oki hefur helgað líf sitt Ikebana og hefur allt frá 9. áratugnum ferðast um heiminn sem eins konar blómasendiherra og haldið námskeið og sýningar um allan heim. Aðeins 10 ára byrjaði hann að stunda Ikebana og fimm árum síðar var hann kominn með kennsluréttindi.

Ikebana er japönsk blómaskreytingalist, en hún er svo miklu meira en bara að raða saman blómum í viðeigandi ílát. Í Japan eru blómaskreytingar gjarnan notaðar til skrauts, svipað og málverk og aðrir listmunir í hinum vestræna heimi. Ikebana er öguð og skapandi listgrein þar sem skreytingin er lifandi hluti af náttúrunni og lýsir tengslum mannsins við hana, byggð upp eftir ákveðnum reglum og aldagömlum japönskum hefðum. Fegurðin liggur í litasamsetningum, náttúrulegum formum, þokkafullum línum og hugsuninni sem felst í samsetningunni sem birtist í fullunninni skreytingu. Í Ikebana-skreytingar er hægt að nota algeng hráefni úr náttúrunni, svo sem lifandi greinar, lauf, strá og blóm, sem raðað er saman í óregluleg form þar sem hráefnin og ílátið mynda sterka, fallega heild. Þessi form er oft hægt að sjá í hefðbundnum japönskum málverkum, japönskum görðum og hönnun. Minimalismi er áberandi í þessum skreytingum og notkun á neikvæðu rými, þ.e. haft er gott pláss á milli eininga í skreytingunum, sem oft eru byggðar á einhvers konar þríhyrningsformi.

Katsuhiro Natsume, sendiherra Japans á Íslandi, sagði í viðtali í Kastljósi að það væri einlæg löngun þeirra að hressa upp á þjóðina og efla kjark hennar og gleðja. Íslendingar þreyi nú harðan fjármálavetur og Toshiyuki Oki hafi komið til að létta lund kreppuþjakaðra Íslendinga. Japanar hrífast af náttúrunni og fegurð hennar og eru mjög hrifnir af Ikebana. Að sögn Natsume er Ikebana hefðbundin japönsk blómaskreytingalist sem á sér 600 ára sögu. Flestir Japanar kunna eitthvað fyrir sér í listgreininni og iðka hana til að gera sér dagamun eða til hátíðabrigða. n

Gjarnan er talið að Ikebana eigi rætur sínar að rekja til þess að menn færðu guðunum og Búdda gjafir í formi blóma. Ikebana þýðir á íslensku lifandi list.

Andlegi þátturinn mikilvægur Í huga margra Ikebana-iðkenda er andlegi þáttur þess mjög mikilvægur. Maður iðkar Ikebana í þögn, sem hjálpar til við að lifa sig inn í andartakið og að njóta þess smáa í náttúrunni, Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  81


Ullblekill - Coprinus comatus M y nd ir o g te x ti: Páll J ö k u ll Pétursson

➊ ➋

Á

undanförnum vikum hafa sveppir verið áberandi á ýmsum stöðum í þéttbýli og meðfram vegum þar sem þeir hafa vakið athygli vegfarenda. Ullblekill er einn þeirra sveppa sem fólk hefur tekið eftir á förnum vegi, sérstaklega eftir að það fór að rigna eftir mjög þurrt sumar.

Myndirnar þrjár hér sýna mismunandi þroskastig ullblekils, (Coprinus comatus). Hann er þokkalegur matsveppur meðan hann er ungur og aldinin ennþá lokuð (mynd 1). Þó má gera ráð fyrir að aldin sem spretta upp við fjölfarnar götur séu menguð og þess vegna ekki hæf til matar. Fanirnar liggja mjög þétt saman inni í hattinum og til þess að dreifa gróunum þegar þau hafa þroskast þá leysist hatturinn upp frá barðinu og verður að vökva sem blandaður gróum lekur svartur til jarðar (mynd 3). Ullblekill vex á láglendi um allt land og er sérlega áberandi meðfram vegum og í þéttbýli þar sem hann prýðir grasi vaxnar hljóðmanir og umferðareyjar á haustin. Á Íslandi hafa fundist og verið skrásettar um 2.100 tegundir sveppa en þá eru fléttur ekki taldar með. Náttúrufræðistofnun safnar upplýsingum um íslenska sveppi og því sem skrifað hefur verið um þá. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar við

82

82  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2009

gerð lista yfir þær tegundir sem hér hafa fundist. Þess má geta að sveppir tilheyra í raun og veru ekki plönturíkinu því þeir eru mjög frábrugðnir plöntum. Á undanförnum árum hafa komið út á íslensku þrjár bækur um sveppi: „Villtir matsveppir á Íslandi“, höfundar Ása Margrét Ásgrímsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir, „Matsveppir í náttúru Íslands“, höfundur Ása Margrét Ásgrímsdóttir, og að síðustu „Sveppakverið“, höfundur Helgi

Hallgrímsson, en Helgi er náttúrufræðingur og var frumkvöðull þess að rannsaka og greina íslenska sveppi. Í þessum bókum eru ítarlegar upplýsingar fyrir þá sem vilja tína sveppi sér til matar, hvar þeir finnast og hvernig má þekkja þá í sundur. Einnig er þar að finna fræðilegar upplýsingar þar sem farið er í ættir og ættkvíslir sveppa á Íslandi. Heimildir: Náttúrufræðistofnun Íslands, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, http://www.ni.is. http://mushroom-collecting.com.


Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009  83


84

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2009


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.