Sumarhúsið og garðurinn 1. tbl. 2010

Page 1

Sumarhúsið og garðurinn 1. tbl. 2010 Kr. 1095.–

Höll minninganna

Heimsókn í bústað í

Húnavatnssýslu

Gróskumikill garður á Stokkseyri Notum veturinn

Lýsing í skammdeginu

Sumar allt árið Gamalt verður nýtt

1. tbl. 18. árg. 2010, nr. 58 Kr. 1095.-

Lystigarður í Boston


MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Þú getur líka

upplifað sumar og sælu allt árið! n Skemmtilegt lífstílstímarit fyrir alla sem hafa áhuga á garðyrkju, útiveru og sumarhúsalífi.

Dýrmæt orkulind, en ekki ótæmandi Heita vatnið er einhver ódýrasta orka til húshitunar sem við eigum völ á En það er sjálfsagt að fara eins vel með hana og við getum Í yfir 50 ár hefur Danfoss stjórnbúnaður staðið vörð um nýtingu heita vatnsins Við höfum í áratugi verið leiðandi í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi og séð notendum um allan heim fyrir búnaði og lausnum, sem gerir líf þeirra þægilegra. Við erum eini framleiðandinn á markaðinum sem sérhæfðir sig í framleiðslu stjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum og tengigrindum fyrir hitakerfi. Við leggjum metnað okkar í að finna réttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar hverjar sem stærðirnar, þarfirnar eða kröfurnar kunna að vera.

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar til hitakerfa svo sem: • • • • • • • • •

Ofnhitastilla Gólfhitastýringar Þrýstistilla Hitastilla Mótorloka Stjórnstöðvar Varmaskipta soðna og boltaða Úrval tengigrinda á lager Sérsmíðaðar tengigrindur og stöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Áskriftarverð 2010

kr. 3.560 (Kort) og kr. 3.800.- (Gíró). Fjögur blöð koma út á árinu, í mars, maí, júlí og nóv. Með gíró er greitt fyrir allt árið í einu + sendingarkostnaður, en með korti er greitt fyrir hvert tölublað fyrir sig.

n Þrjú eldri blöð fylgja frítt með áskriftinni fram að páskum 2010. n Áskriftarsími 578 4800 eða á www.rit.is n Þrjátíu fyrstu til að skrá sig fá að auki bókina Barrtré á Íslandi.

Merkurlaut ehf Hamrahlíð 31 1 0 5 R e y k jav í k Sími 578 4800


Efnisyfirlit 6 Garðyrkja í bíómyndum 8-13 Gróskumikill garður á Stokkseyri 14-15 Garðyrkjufélag Íslands 125 ára 16-21 Höll minninganna 22 Borgarvirki 23-27 Leyniborg í grösugum hvammi 28 Öruggar flotbryggjur á vötn og ár 29 Gleymið ekki smáfuglunum 30-32 Í garðinum með Jóni Guðmundssyni

33

Heggur

34-36 Blómstrandi runnar 37 Fuglakirsuber 38-39 Vetrarundur í Boston 40-41 Júní allt árið - Innigarðar 42 Bírki og salat ræktað í bílskúrnum 44-45 Furni Bloom gróður-húsgögn 46-48 Sumar allt árið - Jón Bergsson ehf. 49 Skreytingarefni úr íslenskum skógi 50-51 Skjólmyndun með girðingum 52-53 Notum veturinn 54-55 Gamalt verður nýtt

56-58 Lýsing í skammdeginu 60-63 Uppsveitir Borgarfjarðar 64 Hvítserkur 65 Bækur og diskar í bústaðinn 66-69 Matur 70-73 Þjónustuauglýsingar 74 Krossgáta 76-77 Helsingjar á ferð og flugi 78-79 Einföld og þægileg garðlýsing 80-81 Yndisgróður 82 Ávöxtur

52-53

66-69

16-21

Leiðarinn

Kæru lesendur. Í erindi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á afmælisráðstefnu Garðyrkjufélags Íslands 5. mars síðastliðinn sagði hann frá veðurfari á Íslandi þau 125 ár sem félagið hefur starfað. Garðyrkjufélagið var stofnað 1885, á kaldasta áratug 19. aldar. Sumarið 1880, sem hafði verið besta sumar þeirrar aldar, lauk með harðasta vetri aldarinnar. Einar sagði að hafísinn sem lagði að Norðurlandi hafi haft svo mikil áhrif til kælingar að veðráttan fyrir norðan tók tíu ár að jafna sig á ný. Í þessum harðindum, þegar Vesturferðir Íslendinga voru í hámarki, stofnuðu embættismenn í Reykjavík Hið íslenska Garðyrkjufélag. Garðyrkjan þá snerist fyrst og fremst um að rækta matjurtir sem Einar ályktar að hafi verið tilraun til að snúa vörn í sókn við fólksflótta og fæðuskorti. Nú, 125 árum síðar, er aftur blásið til ræktunar matjurta og þörfin kemur frá fólkinu. Harðindin núna eru ekki vegna kólnunar af náttúruvöldum heldur vegna veraldlegrar græðgi sem fór úr böndunum. Harmleikur getur bæði verið af náttúrulegum og efnahagslegum toga.

Um leið og við hörmum bágt ástand þjóðarinnar fögnum við auknum áhuga Íslendinga á hvers konar garðyrkju. Við kappkostum að leggja okkar af mörkum með útgáfu Sumarhússins og garðsins og garðyrkjurita, sem og með námskeiðahaldi þar sem viðfangsefnið tengist ræktun, hönnun og skipulagi.

Auður I. Ottesen Ritstjóri, greinaskrif audur@rit.is

U

Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

E RFIS ME

R

ISSN 1670-5254 141

776

PRENTGRIPUR

4

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010.

Jóhann Óli Hilmarsson Greinaskrif johannoli@johannoli.is

Jónatan Garðarsson Greinaskrif

Björn Jóhannsson Greinaskrif

Steinunn Bergsteinsdóttir Greinaskrif

Vilmundur Hansen Greinaskrif

Guðrún Frímannsdóttir Greinaskrif

KI

Auðnutittlingur. Mynd: Páll Jökull.

HV

Jón Guðmundsson Greinaskrif

Útgefandi: Merkurlaut 25 ehf, Sími 578 4800, www.rit.is Ábyrgðarmaður: Auður I. Ottesen, audur@rit.is Hönnun og uppsetning: Páll Jökull Pétursson, rit@rit.is Ljósmyndir: Páll Jökull Pétursson, Jón Guðmundsson, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson og fleiri. Prentun: Oddi. Auglýsingar: Auður I. Ottesen, audur@rit.is. Móttaka auglýsinga: palljokull@gmail.com Ritstjórn: Auður I. Ottesen ritstjóri, Páll Jökull Pétursson, Jóhann Óli Hilmarsson. Höfundar efnis: Auður I. Ottesen, Björn Jóhannsson, Guðrún Frímannsdóttir, Jóhann Óli Hilmarsson, Jón Guðmundsson, Jónatan Garðarsson, Páll Jökull Pétursson, Steinunn Bergsteinsdóttir, og Vilmundur Hansen. Vinnsla blaðsins: Unnið á Macintosh í InDesign CS3. Letur í meginmáli er Minion Pro 8,7 p. á 11,5 p. fæti. Prentað á umhverfisvænan pappír. Forsíða: Ljósmynd Páll Jökull Pétursson.

Forsíðumynd: Páll Jökull. M

Páll Jökull Pétursson Umbrot, hönnun, ljósmyndun rit@rit.is

Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, p ­ rentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs l­eyfis útgefanda.


GARÐYRKJA

Í BÍÓ

G

Being There

Peter Sellers í einu sínu besta hlutverki sem seinfæri garðyrkjumaðurinn sem gerir ekkert nema að sinna garðinum og horfa á sjónvarp. Er yfirmaður hans deyr þarf hann í fyrsta skipti að eiga samskipti við fólk utan garðsins. Honum er tekið sem spámanni þar sem allt sem hann segir þykir svo djúphugsað og gáfulegt en í raun og veru eru frasar hans ýmist beint úr sjónvarpsþáttum sem hann hefur eytt árunum í að horfa á eða garðyrkjutengdar setningar.

Fallegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna um unga stúlku sem finnur leynigarð í grennd við kastala frænda síns. Leynigarðurinn er í mikilli órækt en ýmsum töfrum gæddur. Með hjálp góðs vinar tekur hún sér fyrir hendur að endurreisa garðinn

6  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Bráðum vorar!

Tex ti S ta r r i Ha uksson

arðar og garðyrkja hafa spilað stórt hlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Í kvikmyndum er garðyrkjumeistarinn gjarnan sá sem hefur mörgu að miðla og reynir að færa okkur jafnvægi eins og herra Miyagi í kvikmyndinni Karate Kid. Í sjónvarpsþáttum er ungi garðyrkjumaðurinn oftar en ekki ber að ofan og kynþokkafullur, tilbúinn að svala öllum draumum þeirra kvenna sem hann starfar fyrir, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka sápuóperur. Hér að neðan er að finna nokkur góð dæmi um bíómyndir sem snúast um garða og allrahanda garðyrkju.

The Secret Garden

2010

og við þá vinnu komast þau smám saman að mörgum leyndarmálum sem voru löngu grafin og gleymd.

Þá kætumst við á ný enda ýmislegt skemmtilegt á döfinni í Garðheimum

á sannri sögu um breska fanga sem unnu garðyrkjukeppni.

Avatar

Avatar gerist í framtíðinni á litlu tungli sem heitir Pandóra. Á Pandóru býr ættbálkur sem nefnast Na´vi en það eru 3 metra háir frumbyggjar bláir að lit sem hafa skýr einkenni mannfólks. Þetta eru friðsamar verur nema á þær sé ráðist og búa yfir gríðarmikilli þekkingu á gróðrinum á Pandoru og eiga í nánum samskiptum við hinar undarlegustu plöntur. Í myndinni felast skýr skilaboð um að náttúruna þurfi að umgangast með virðingu.

Attack of the Killer Tomatoes

Eins og titillinn gefur til kynna þá eru það morðóðir tómatar sem eru í aðalhlutverki í þessari mynd. Hugsanlega ein versta mynd kvikmyndasögunnar, en vel þess virði að sjá þótt ekki væri nema fyrir það að geta sagst hafa séð hana. Tilvalin fyrir alla gróðurhúsaeigendur og þá sem trúa því að rétta tónlistin láti grænmetið gefa sig.

Bed of Roses

Endurgerð á klassískri mynd frá 1930. Ein af þeim myndum sem er svo sæt að það er betra að sykra ekki kaffibollann áður en maður byrjar að horfa. Christian Slater leikur blómasölumann með átakanlega fortíð. Mary Stuart Masterson er sorgmædda konan, þau ná saman og hugga hvort annað. Einn fallegasta þakgarð bíómyndanna er að finna í þessari mynd.

Greenfingers

Clive Owen leikur fanga sem fer í tilraunafangelsi þar sem fangarnir ganga um lausir og fá vinnuþjálfun á meðan þeir sitja inni. Meðan á vist hans stendur uppgötvar hann að hann hefur talsverða garðyrkjuhæfileika og garðyrkjugúrúinn á staðnum hvetur hann og fjóra aðra til að taka þátt í garðyrkjusamkeppni. Myndin er byggð

Saving Grace

Þegar eiginmaður Grace fellur frá skilur hann hana eftir á barmi gjaldþrots en með yndislegt heimili og stóran garð. Grace nær með hjálp góðra vina að nýta sér græna fingur sína til að bjarga sér úr klemmunni með ræktun á kannabisplöntum. Bráðfyndin mynd með skemmtilegri flóru af karakterum.

Midnight in the Garden of Good and Evil

Ekki nóg með að myndin sé ótrúlega vel skrifuð heldur hefur hún fleiri fléttur og hliðarfléttur en hægt er að telja upp í fimm línum, og einnig er sviðsmyndin óaðfinnanleg. Glæpadrama með Kevin Spacey og John Cusack, sem margir telja eitt mesta afrek Clints Eastwood í leikstjórn. Takið eftir höggmyndunum í garði góðs og ills.

Aðrar áhugaverðar: Adaptation The Constant Gardener Little Shop of Horror A Tree Grows in Brooklyn Broken Flowers Garden State Steal Magnolias Magnolia Bread and Tulips og margar fleiri...

Viðburðir Bóndadagurinn

Dýradagar: smáhundar

22. janúar

13. - 14. febrúar

20. - 21. mars

Heilsuhelgi

Valentínusardagurinn

Prjónakvöld

22. - 24. janúar

14. febrúar

23. mars

Prjónakvöld

Konudagurinn

Páskar

27. janúar

21. febrúar

1. - 5. apríl

Veislugleði Garðheima

Prjónakvöld

Vorgleðin

frá febrúarbyrjun

24. febrúar

10. - 11. apríl

Fermingarsýning

Brúðkaupsog rósasýning

Sumardagurinn fyrsti

6. - 7. febrúar

6. - 7. mars

22. apríl

Dýradagar: stórhundar

Mæðradagurinn 9. maí

Námskeið Gerðu sjálf(ur)

Ræktaðu sjálf(ur)

Fermingarveislan

Páskaskreytingar

Brúðkaupið

Sumarblómin

Grænmeti

Trjáklippingar

Tjarnargerð og lýsing

Moltugerð og áburðargjöf

Kryddjurtir

Svalaræktun

10. febrúar kl. 17.30

18. mars kl. 19.00

24. mars kl. 17.30

27. maí kl. 19.00

28. apríl kl. 17.30

11. maí kl. 17.30

11. febrúar kl. 19.00

11. mars kl. 19.00

15. apríl kl. 19.00

29. apríl kl. 19.00

Upplýsingar og skráning á gardheimar.is Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  7


Gróskumikill garður

á Stokkseyri Te x ti: Auður I. O tte se n M y ndi r : Pá l l J ök ul l Pétursson

8  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


V

eðurblíða hefur verið sumar eftir sumar í einstaklega fallegum og gróskumiklum garði þeirra Önnu Jósepsdóttur og Ingibergs Magnússonar á Stokkseyri. Það liggur nærri að þau flytji út í garð á sumrin þar sem þau eyða öllum sínum frístundum, en garðrækt hefur verið aðaláhugamál þeirra í tvo áratugi. Frá byrjun hafa þau skipt með sér verkum - Anna sér um arfann og blómin en Ingibergur um trén og smíðarnar.

10  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Ingibergur er sjómaður og í landlegu er það barn voru til mjög fallegir garðar á Stokkseyri. hans fyrsta verk að fara út í garð. Hann fiskar á Ég tók eftir því að garðar gamla fólksins hér á Páli Jónssyni sem gerður er út frá Grindavík og Stokkseyri dröbbuðust fljótt niður þegar það dó,. er skipið í mánaðartúrum en í landlegu í einn Garður er ekkert annað en sálin í þeim sem um og hálfan mánuð yfir sumartímann. Ingibergur hann hugsar” segir Ingibergur sem nýtur þess lengir svo sumarfríið ef hann getur. „Sumarið er mest að sjá gróðurinn vaxa og garðinn þróast. aldrei nógu langt en garðyrkja hefur alltaf verið áhugamál mitt og þá sérstaklega það sem lýtur Með skjólinu er allt hægt að skógum. Er ég ferðaðist til Noregs heillaðist Í byrjun létu þau hjónin teikna garðinn og hafa ég af skóginum og gróðrinum sem óx þar alveg haldið sig við meginskipulagið en eru þó alltaf niður í flæðarmál. Þar sannaðist fyrir mér að að breyta, færa til og brydda upp á nýjungum. það væri hægt að rækta við sjávarsíðuna, en það „Síðasta sumar grófum við niður fyrir palli og hefur verið viðkvæðið að útilokað sé að rækta fluttum frá Hafnarfirði holtagrjót sem við settum á Stokkseyri vegna vinds og seltu. Þegar ég var við hann,” segir Ingibergur. Kona hans segist

halda garðinum við en hann sé alltaf á fullu. „Hann hleypur  Fálkinn sem út í garð þegar hann kemur heim af sjónum og nýtur þess situr á steini að vera þar. Í garðinum eru tvær tjarnir – yfir aðra þeirra við tjörnina var er brú sem Ingibergur smíðaði og ýmislegt annað. Hann er keyptur í veiðibúð. miklu hrifnari af álfum og styttum en ég, og kaupir þær. Það kemur svo í minn hlut að raða þeim þokkalega smekklega,”  Uppáhaldsblómin segir Anna og hlær.

Skjólið áhrifavaldur Gróður umlykur garðinn og þegar þau voru að byrja plöntuðu þau því allra harðgerðasta og fljótsprottnasta sem völ var á. Brúnn alaskavíðir, eða „Gústa„ eins og á víst að kalla hann, var allan hringinn og einnig inni í garðinum til að veita skjól. „Við hentum honum því hann varð svo groddalegur og settum

hennar Önnu eru lágvaxnar liljur. Margar þeirra koma úr garði Margrétar Frímannsdóttur sem ekki síður hefur dálæti á þeim. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  11


Inni á milli trjánna skreytir Anna með sumarblómum.

viðju og hreggstaðavíði í staðinn. Hreggstaðavíðinn kól mikið fyrsta vorið eftir að hann smitaðist af svepparyðinu en eftir að við fórum að sprauta hann með sveppalyfinu þá minnkaði það. Við höfum úðað hann þrjú ár í röð, en nú er eitrið ófáanlegt þannig að ég veit ekki hvað verður um hann,” segir Anna. Þegar talið berst að veðrinu gerir hún lítið úr saltvanda en segir þurra rokið valda meiri skaða. Ingibergur segir að yfir sprettutímann sé ríkjandi suðaustanátt á Stokkseyri og það sé vel sýnilegt hvernig trén hörfa undan vindáttinni. „Seltan, sem er mest á haustin, skolast af gróðrinum því þá er oft rigningartíð. Eitthvað berst af seltu á veturna og er alltaf svolítið saltkal, en mismikið eftir árferði. Skjólið breytir öllu hér - við værum ekki úti alla daga yfir sumarið ef við værum ekki með öll þessi tré sem veita skjól og umlykja garðinn. Ég er fyrir löngu búinn að sjá að skjólið er númer eitt, tvö og þrjú.”

Markvissar tilraunir og nær allt lifði Margrét Frímannsdóttir, sem átti afar fallegan garð meðan hún bjó á Stokkseyri, er góð vinkona þeirra hjóna og var samstíga þeim í garðræktinni.

12  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

 Eitt sinn var hvítamöl í göngustígunum en hún var aðeins fín í byrjun. Þar sem það var svo erfitt að halda henni fínni þá lagði Ingibergur tréstíg í hennar stað.

Dönsk eldri kona í Sandgerði gaf þeim Önnu og Ingibergi þessa fjölæru plöntu. Hana kalla þau alltaf danska blómið en stundum njólann því hún vex svo rosalega.

„Við Magga vorum oft að moldvarpast saman, plöntur sem hún vildi sjá hvort þrifust hér á fórum í garðplöntustöðvarnar að skoða og versla Stokkseyri og við prófuðum ýmislegt. Það væru og prófuðum sömu tegundirnar til að sjá hvernig ýkjur að segja að það hafi ekki drepist hjá okkur, þær þrifust hér á Stokkseyri. Hún bjó alveg en meirihlutinn lifði þó. Þegar við vorum búin niðri undir fjörunni en við innarlega í plássinu. að prufa þetta hefðbundna þá prufuðum við það Plönturnar lifðu frekar hjá okkur en henni því sem þykir vandmeðfarið.” vindur og selta náðu ekki að skaða eins mikið hjá okkur,” segir Anna. Nær undantekningalaust Ávaxtatré og hrossakastanía hafa plöntur lifað hjá þeim eftir að skjól var pluma sig vel komið af limgerðinu kringum garðinn. „Um Besta tréð í garðinum er alaskaösp, klóninn 80% af plöntunum í garðinum okkar koma ´Keisari´. Reynitrén í garðinum eru rótarskot frá úr Gróðrarstöð Ingibjargar Sigmundsdóttur systur Ingibergs sem búsett er í Reykjavík, og í Hveragerði. Ingibjörg gaf okkur Möggu oft birkið er svokallað Alþýðubandalagsbirki. „Við

eignuðumst fjórar litlar bakkaplöntur af birki í einum kosningunum en Alþýðubandalagsmenn dreifðu birki til kjósenda. Tvö þeirra eru vaxin upp fyrir aspirnar en hin urðu ræflar og við hentum þeim. Við erum með mest af fjölærum jurtum sem lifa vel, en einnig eplatré og kirsuberjatré sem við höfum fengið ber á. Þau lifa ágætlega hér,” segir Anna hreykin. „Við erum alltaf að prófa eitthvað og hér er lifir ágætlega hrossakastanía, en okkur var sagt þegar við keyptum hana að hún myndi ekki þrífast. Svona er þetta nú hér í garðinum - skjólið er lykillinn að farsælli ræktun,” segir Ingibergur í lokin. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  13


saman þekkingu og reynslu í ræktun rósategunda og yrkja hérlendis og hafa milligöngu um innflutning og ræktun á rósum,” segir Valborg og bætir því við að Rósaklúbburinn sé í sambandi við rósafélög í nágrannalöndunum, t.d. Nordisk Rosenselskab þar sem þekkingu er miðlað með skrifum og fyrirlestrum. „Klúbburinn stendur fyrir rósaskoðunarferðum og sýningum fyrir klúbbfélaga og almenning. Í samvinnu við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hafa félagsmenn gróðursett tugi rósa í tilraunareit í Höfðaskógi til að sjá hvernig runnarósir þrífast í náttúrunni.”

Rauhæf lausn sem vert er

Sparaðu með varmadælu Formenn Garðyrkjufélags Íslands frá upphafi:

Núverandi stjórn garðyrkjufélag Íslands, talið frá vinstri: Þorsteinn Tómasson ritari, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Guðríður Helgadóttir varaformaður, Vilhjálmur Lúðvíksson formaður, Hafsteinn Hafliðason og Drífa Björk Jónsdóttir. Auk þeirra eru í stjórninni Hugrún Jóhannesdóttir gjaldkeri og Sólborg Ósk Valgeirsdóttir.

Gestir á afmælisráðstefnu GÍ sem haldin var í Orkuveitu Reykjavíkur 5. mars 2010.

Sumarhúsaklúbburinn Bjarkir segir hún að hafi verið stofnaður til þess að efla þekkingu og auka fjölbreytni í ræktun í sumarhúsalöndum. „Matjurtaklúbburinn Hvannir stuðlar að aukinni og er ætíð fjölsótt. Þá standa nokkrir valdir garðar þekkingu á ræktun og notkun krydd- og matjurta opnir félagsmönnum til skoðunar eina helgi hér á landi. Umræðuefni á fundum klúbbsins í júlí. Skipulagðar fræðslu- og skoðunarferðir, hafa verið fjölbreytt, til að mynda hvar sé hægt bæði hér innanlands og utan, eru farnar annað að nálgast heimildir um matjurtaræktun, um til þriðja hvert ár og við höfum tekið þátt í sníkjudýr og lífrænar varnir gegn þeim og garðyrkjusýningum hér á landi og heimsótt um ræktun einstakra tegunda grænmetis og aðrar erlendis. Við tókum þátt í sýningunni kryddjurta, auk fræðslufyrirlestra af ýmsu tagi. Blóm í bæ í Hveragerði á síðasta ári og gerum Sá nýjasti, Blómaskreytingaklúbburinn, hefur það að markmiði að auka þekkingu og áhuga á það aftur síðustu helgina í júní. blómaskreytingum„ segir Valborg að lokum.

Garðyrkjufélag Íslands 125 ára

A

fmælisárs Garðyrkjufélags Íslands verður minnst með myndarlegri útgáfu og afmælishátíð í Grasagarði Reykjavíkur 30. maí næstkomandi. Þar verður félagsmönnum boðið til veislu og skiptimarkaðar með plöntur. Það er í mörg horn að líta hjá Valborgu Einarsdóttur framkvæmdastjóra, en hún segir mikla grósku vera í félaginu og áhugi á öllu sem tengist ræktun. Nokkrir embættismenn í Reykjavík stofnuðu Hið íslenska garðyrkjufélag 26. maí 1885. Á aðalfundi 1940 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Garðyrkjufélag Íslands. Georg Hans Schierbeck landlæknir var fyrsti formaður félagsins en hann gegndi því frá 1885-1893. Síðan hafa 26 gegnt embættinu og núverandi formaður þess er Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur. Garðyrkjuritið, sem er ársrit félagsins, hefur komið út frá árinu 1895 og í því er mikill fróðleikur og áhugaverðar greinar. Nokkrum sinnum á ári er gefið út fréttabréf félagsins, Garðurinn, sem flytur fréttir af því helsta sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Í gegnum tíðina hefur Garðyrkjufélag Íslands gefið út rit og bækur; Hvannir, Rósir, Matjurtabókina, Skrúðgarðabókina, Sveppakverið og Garðinn hugmyndir að skipulagi og efnisvali.

Valborg segir fræðslufundi vera snaran þátt í starfsemi félagsins og eru þeir haldnir víða um land. „Félagið hefur haft umsjón með garðyrkjuþætti í Morgunblaðinu, „Blóm vikunnar„, til margra ára. Svo er garðaskoðun árlegur viðburður hjá okkur

14  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Fræ og spennandi tegundir lauka

S k r ifs tof a fél a gs ins er opin a l l a v ir k a da g a f r á k l. 8 - 1 6 .

Auk útgáfu og fræðslustarfs gefur félagið út sérstakan pöntunarlista haust- og vorlauka. Valborg segir úrvalið vera mikið og hafa félagsmenn verið duglegir að panta úr honum til að prófa nýjar tegundir. „Svo hafa verslanir tekið við að selja þær þegar komin er reynsla á ræktun þeirra. Árlega er gefinn út frælisti fyrir félaga með um 1.000 tegundum og yrkjum sem hægt er að panta úr. Fjölmargir félagar Garðyrkjufélagsins safna fræjum í eigin garði, hreinsa og senda félaginu sem annast dreifingu á fræinu. Fyrir aðeins 800 krónur geta félagar valið sér 20 tegundir af listanum en þeir sem skila inn fræi fá 30 tegundir. Þetta nýta sér flestir félagsmenn„ segir Valborg.

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23.

Georg Hans Schierbeck landlæknir, 1885-1893. Þórhallur Bjarnason biskup, 1893-1901. Hannes Thorsteinsson bankastjóri, 1918-1931. Einar Helgason garðyrkjustjóri, 1931-1935. Ingimar Sigurðsson garðyrkjubóndi, 1937-1938. Niels Tybjerg garðyrkjustjóri, 1938-1940. Unnsteinn Ólafsson skólastjóri, 1940-1944. Sigurður Sveinsson garðyrkjuráðunautur, 1944-1947. Jóhann Jónasson forstjóri, 1947-1950. Ingimar Sigurðsson garðyrkjubóndi, 1950-1952. Arnaldur Þór garðyrkjubóndi, 1952-1953. Jóhann Jónasson forstjóri, 1953-1954. Edvald B. Malmquist ráðunautur, 1954-1957. Jón H. Björnsson landslagsarkitekt, 1958-1960. Björn Kristófersson garðyrkjumeistari, 1960-1961. Sveinn Indriðason blómasali, 1961-1963. Óli Valur Hansson garðyrkjuráðunautur, 1963-1965. Jón H. Björnsson landslagsarkitekt, 1965-1966. Kristinn Helgason innkaupastjóri, 1966-1970. Jón Pálsson póstfulltrúi, 1970-1986. Sigríður Hjartar lyfjafræðingur, 1986-1999. Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur, 1999-2007. Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur, frá 2007.

Með varmadælu getur þú sparað allt að 70% í hitunarkostnaði

P CO

1

5,4

MAXIMAN varmadæla – innieining

Raunhæf lausn sem vert er að skoða Auk verulega minni upphitunarkostnaðar stuðlar háþróað síukerfi að hreinna og þægilegra innilofti. Útieiningin er sérhönnuð fyrir Skandinavískt loftslag. Hún vinnur með góðri nýtni niður að -15°C útihitastigi en er rekstrarörugg niður í -25°C. Varmadælur henta vel í sveitina og þar sem ekki er hitaveita. Auk Maximan varmadælunnar MAXIMAN bjóðum við lausnir sem henta varmadæla – útieining hefðbundnum kerfum þar sem ofnakerfi er til staðar eða gólfhitakerfi. Hagstætt verð Fáðu nánari upplýsingar hjá umboðsaðila: Dalvegi 4 Kópavogi og Gagnheiði 69 Selfossi Sími 544 5858 www.frostmark.is

Gróskumikið starf í klúbbum félagsins Valborg segir fjóra klúbba vera starfandi í félaginu - Rósaklúbbinn, Sumarhúsaklúbbinn Bjarkir, Matjurtaklúbbinn Hvannir og Blómaskreytingaklúbb. Markmið klúbbanna er að auka þekkingu og ræktun á hverju viðfangsefni fyrir sig. „Markmið Rósaklúbbsins er að auki að fá reynslu á áður óreyndum rósayrkjum, safna

Valborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  15


Höll minninganna Tex ti : Auður I. O t tes en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

S

kammt frá tveimur af fegurstu náttúruperlum

landsins,

Borgarvirki og Hvítserk í Húnavatnssýslu, eiga þau Ingvar Hólm Traustason og kona hans,

Dagmar Halldórsdóttir, yndislegt athvarf þar sem þau dvelja með börnum sínum lungann úr sumrinu. Á síðastliðnum

tveimur áratugum hafa þau ekið nær hverja einustu helgi yfir sumartímann

Þakklátur fyrir hvern dag Ástæðan fyrir því að Ingvar valdi að byggja á horninu þar sem bústaðurinn stendur er ekki vegna útsýnisins heldur vegna tregsárra minninga. Hann segist ekki stíga svo á vissar þúfur í landinu að ekki komi upp minningar. „Það fara um mig hlýir straumar þegar ég rifja upp margt sem ég upplifði hér sem unglingur og með fjölskyldu minni, en foreldrar mínir fluttu hús hingað norður þegar ég var krakki,” segir Ingvar og bætir því við að valið á byggingarstæðinu fyrir bústaðinn hafið komið til vegna einnar af þessum minningum. „Ég áttaði mig á því seinna hvað útsýnið frá húsinu er fallegt. Við systur mínar vorum hér mikið með pabba og mömmu og eitt kvöldið, haustið 1976, bað pabbi mig að labba með sér og við settumst á þúfu. Við pabbi ræddum mikið saman, vorum alltaf eins og bræður frekar en faðir og sonur. Á þeim stað sem ég reisti bústaðinn tilkynnti hann mér að hann væri að deyja, væri kominn með æðagúlp í höfuðið. Til minningar um föður minn og til þess að heiðra hann valdi ég húsinu stað þar sem hann sagði mér þessi válegu tíðindi,” segir Ingvar. Hann þakkar hvern þann dag sem hann vaknar því auk þess að hafa misst föður sinn vegna veikinda er hann búinn að missa báðar systur sínar úr krabbameini. „Ég þakka hvern þann dag sem ég á fyrir mig,” segir hann og bætir því við að gott sé að njóta þeirra í náttúrunni sem hann ann svo mjög.

norður yfir Holtavörðuheiði með fullfermi af byggingarefni á kerru til að byggja sumarhús í landi sem föðurfjölskylda Ingvars á hluta í.

16  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  17


 Í baðstofunni hangir mynd af vörubílum sem Trausti, faðir Ingvars, ók. Á einum þeirra, E 104, var fluttur fyrsti bústaðurinn sem settur var niður í landinu við Vesturhópsvatn. Bústaðinn byggðu þeir feðgar Trausti og Ingvar á Akranesi, stærðin afmarkaðist af breiddinni á Hvítárbrúnni og var húsið því langt og mjótt. Það var flutt yfir Holtavörðuheiðina 28. mars 1965. Eldri vörubíllinn er frá því 1945. Bíllinn sem Ingvar og Dagmar aka núna er með númerinu E 104 og segir Ingvar það vera til minningar um góðan dreng, föður sinn.

 Útsýnið er fallegt úr stofunni yfir vatnið. Gunnar Ingi situr í sófanum

Sviti og tár Hjónin eiga þrjá stráka sem hafa notið þess að fara í bústaðinn með foreldrunum. Börn Ingvars frá fyrra hjónabandi og börn þeirra tvö koma líka með afa og ömmu í sveitina. „Strákarnir okkar voru alltaf með okkur í þessu, sumarhúsabyggingin er partur af lífi þeirra. Þeir rifja gjarnan upp og minnast hvers áfangasigurs í uppbyggingunni. Við vorum alltaf að og í hverri ferð varð einhver breyting. Eitt herbergjanna var panelklætt og í næstu ferð það næsta. Þetta voru litlir sigrar og maður varð svo glaður yfir hverjum og einum þeirra. Húsið öðlaðist sál því við unnum þetta allt sjálf. Við vorum allar helgar og fórum líkamlega dauðþreytt heim á sunnudegi. Svona var þetta í fjöldamörg ár, helgi eftir helgi,” segir Dagmar þegar hún rifjar upp fyrstu árin þeirra í bústaðnum. „Guð minn góður hvað þetta var ótal ferðum. Fyrstu árin tjölduðum við inni í oft erfitt, sviti og tár. En við komum alltaf aftur, bústaðnum og notuðum nagla fyrir tjaldhæla. það er svo ljúft að vera hérna því maður slakar Eldri strákarnir okkar voru þá litlir og þessi tími svo vel á,” segir hún og hnykkir á því að það hafi var afskaplega frumstæður en afar skemmtilegur.” gildi að þau hafi gert allt sjálf. „Öll handtökin eru Ingvar rifjar upp ótal ferðir sem þau hjónin fóru okkar, mismunandi góð að sjálfsögðu. Þegar við með drekkhlaðnar kerrur yfir Holtavörðuheiðina. byrjuðum vorum við bara blönk því við vorum „Menn eru fyrir löngu hættir að lána mér kerru því þrjár hafa gefið upp öndina í flutningunum. að kaupa okkar fyrstu íbúð á sama tíma.” Eitt sinn ók ég einni drekkhlaðinni á felgunni 74 Tjölduðu inni í bústaðnum meðan km því ef maður skildi kerruna eftir þá töpuðust hann var innréttaður þær spýtur sem á henni voru. Það þýddi ekkert Húsið stendur á stöplum og fóru þeir niður í að gefast upp,” segir hann og hlær að þrjóskunni. jörðina árið 1989 og árið eftir reistu þau 30 fm „Ég get sagt ykkur það að hér er ekki einn einasti bústað sem svo var innréttaður smátt og smátt. nagli sem ég þekki ekki, gott ef það eru ekki „Okkur var gefið töluvert af timbri og ýmislegt svitadropar á þeim. Við reistum fyrst lítinn til byggingarinnar sem við fluttum norður í bústað á einni hæð en efri hæðin kom síðar. Við

18  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Baðstofa er á efri hæðinni yfir gamla bústaðnum. Þar er gistiaðstaða fyrir gesti og leiksvæði fyrir börnin. Strákarnir eru með dótið sitt þar og lítið sjónvarp og tölvu. Ef það er rigning eru þeir í baðstofunni við leik. Dagmar safnar steinum sem hún geymir í körfu á pallinum.

vorum rétt búin að byggja þegar bústaðurinn var orðinn of lítill og við höfum stækkað hann tvívegis,” segir hann.

Brúsabandalagið Í byrjun var hvorki rennandi vatn né rafmagn í bústaðnum og Dagmar segist ekki hafa gert ráð fyrir því að það kæmi nokkurn tíma. „Sturtan, vaskurinn og klósettið voru á öðrum stað þegar við vorum að byrja. Við bárum vatnið með okkur í brúsum, roguðumst með 25 lítra vatnsdunk að heiman í hverri ferð. „Við vorum ekki nógu framsýn að gera ráð fyrir því að vatnið gæti komið og því eru allar lagnir í húsinu utanáliggjandi. Vatnið kom svo árið 1994.”

Fuglar og bjöllur eru ástríða húsmóðurinnar. Bjöllurnar tengjast minningum úr ferðalögum þeirra hjóna víða um heim, en sumar þeirra hafa drengirnir þeirra búið til og eru þeim sérstaklega kærar. Hundurinn er 4,5 mánaða og er enn hvolpur. Vinkona þeirra hjóna á hundinn og sagði hún glettin frá því að í einni heimsókninni til dýralæknisins hafi hann kvatt með þeim orðum að hún þyrfti að muna að hann væri bara hundur. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  19


Húsið, gámurinn og viðbyggingarnar Hjónin keyptu gallaðan gám meðan þau voru að reisa húsið til að geyma í ljósavél, sláttuvél, verkfæri og allt dótið sem fylgir sumarhúsalífinu. „Það var alltaf strekkingsvindur meðfram húsinu þannig að ég setti gáminn bak við það. Í byrjun voru sjö ljósavélar hér í Holtinu, ein ljósavél hefði dugað fyrir nokkra bústaði en við vorum öll með sína vélina hvert. Inni vorum við með lampa og kerti sem okkur líkaði vel, enda svo rómantískt. Þegar við fengum svo rafmagnið lögðum við ljósavélinni og þegar vatnið svo kom þá ætlaði Ingvar að færa gáminn en það var vita vonlaust þannig að við innréttuðum hann,” segir Dagmar en í gámnum er nú þvottahús og sturtuklefi. „Við reistum svo tengibyggingu milli hans og bústaðarins vegna þess að maður var ekki hrifinn af því að strákarnir væru að hlaupa út í sturtu þegar kalt var og dimmt. Með viðbyggingunni fengum við salerni og fína stofu,  Þau Ingvar og Dagmar líkja útsýninu út um gluggana við málverk sem er síbreytilegt. sem var kærkomin því það var orðið ansi þröngt um okkur. Ætli við séum ekki hætt núna, enda er bústaðurinn orðinn 95 fm.”

Koníaksstofan - dýralífið Viðbygginguna kalla þau Koníaksstofuna, en þar sitja þau oft langtímum sitt hvorum megin við borðið og njóta útsýnisins. „Við sjáum alla dýrðina hér, en útsýnið köllum við málverkið okkar sem er síbreytilegt. Héðan sjáum við út á vatnið, mófuglana og jaðrakann, og hér flýgur snæugla oft fram hjá seinni part dags yfir sumartímann. Hér er mikið rjúpnaland og eitt árið var svo mikið af rjúpu að við þurftum að hreinsa skít af pallinum í hvert sinn sem við komum í bústaðinn.

Sjónarhóll.

 Milli gamla bústaðarins og gámsins er viðbygging sem kölluð er Koníaksstofan. Yfir borðinu er plakat af myndum úr Flóru Íslands og þykir þeim hjónum gaman að vita deili á blómunum sem er að finna í landinu við bústaðinn.

 Landeigendur eiga báta sem liggja við festar við vatnið.

Rjúpurnar skaffa okkur jólamatinn, við erum tveir hérna sem náðum okkur í jólamatinn en veiði er annars ekki leyfð hér í landinu,” segir Ingvar og Dagmar rifjar upp þegar þau sátu eitt sinn heillengi grafkyrr við gluggann á meðan rjúpa kjagaði fram hjá með 15 unga. „Fuglalífið hérna er svo spennandi. Við lækinn og vatnið eru húsendur auk 12 annarra andategunda og eru sumar þeirra friðlýstar. Álftapar er á vatninu og hrafninn og kjóinn eru grimmir, þeir tína ungana upp eins og poppkornsbaunir - það er alveg gríðarlega mikið sem þeir taka,” segir hún og er mikið niðri fyrir.

Synirnir kappsamir veiðimenn

 Núverandi og verðandi skipstjórar við bátinn þeirra, sem heitir Palli Hall.

 Gunnar Ingi er liðtækur veiðimaður eins og faðir hans og bræður. Hér eru þeir feðgar búnir að græja sig í veiðina.

 Jólagjafir innan fjölskyldunnar eru oft valdar til að nýtast í bústaðnum. Gunnar Ingi fékk vöðlurnar í jólagjöf þegar hann var sex ára og veiðistöng árið áður.

20  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

 Bryggja við Vesturhópsvatn þar sem landeigendur veiða silung og urriða.

Landeigendurnir sitja einir að veiðinni í Faxalæknum sem rennur út í Víðidalsá. Þeir eiga einnig veiðirétt í vatninu og Ingvar og strákarnir hans, sem nú eru 7, 18 og 22 ára, njóta þess að veiða og eru kappsamir veiðimenn. Þeir eldri hafa farið á fluguhnýtinga- og kastnámskeið og þykir þeim hjónum ómetanlegt að hafa fengið aðgang að læknum og vatninu fyrir drengina. „Í gegnum tíðina hafa þessir litlu guttar rifið sig upp eldsnemma á morgnana. Strákarnir spurðu mig stundum á kvöldin þegar þeir voru yngri hvort ég ætlaði ekki að fá mér einn koníak áður en ég færi að sofa því aðalmálið hjá þeim var að ég svæfi yfir mig svo þeir kæmust í bítið ótruflaðir niður að á til að veiða. Þetta var veiðiplott hjá þeim og við Dagmar heyrðum þá læðast niður af svefnloftinu. Eldri drengurinn var kappsamari, hann var oft kominn á fætur klukkan sex að morgni, fór matarlaus niður að á og veiddi til hádegis.” Stærsta laxinn sem Ingvar veiddi langaði hann að stoppa upp en ekki varð af því. Hann var

veiddur í október, vó 25 pund og var 115 sm fyrir utan haus. „Laxinn var grútleginn og þvengmjór og ég fór með hann upp í Keldnaholt til að láta líta á hann. Þeir sögðu að líklega hafi hann verið um 30 pund þegar hann kom í ána og að hann hefði ekkert étið í vatninu í 2-3 mánuði. Ég sá seinna eftir því að hafa ekki látið setja bómull í hann og sett hann fyrir ofan arininn,” segir Ingvar og hlær við tilhugsunina.

Karlinn sem gaf móabarninu nammið Ingvar segist vera móabarn, hann hafi verið mikið á ferðinni um landið sem gutti og eitt skiptið þegar hann kom að ósnum á Faxalæknum og Víðidalsánni sá hann mann úti í ánni að veiða. „Ég var búinn að heyra að ef það væru útlendingar að veiða hérna þá ætti maður von á að fá nammi. Því óð ég yfir ána í alltof stórum klofstígvélum af honum pabba mínum, fram hjá græjunum hjá þessum útlendingi og raskaði ró hans við veiðarnar. Maðurinn talaði mikla útlensku og skrítna. Hann kom mér upp á bakkann og menn sem stóðu þar hjá komu til okkar með fullt af sælgæti handa mér,” segir Ingvar og það varð svo árviss viðburður í fimm sumur að hann straujaði yfir ána á sama tíma og alltaf gaf þessi maður honum nammi. „Ég skildi aldrei orð af því sem hann sagði en seinna frétti ég að þetta hefði verið Kekkonen Finnlandsforseti. Ég var svo lítill þá að ég fylgdist ekki með blöðunum og lét mig ekkert varða um fréttir. Svona var þetta í gamla daga, en núna þegar hingað koma þekktir karlar þá er löggan á fleygiferð um allt að vernda þá.” Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  21


V

esturhópsvatn er í hvarfi frá aðalveginum þar sem Rafn Sigurðsson og kona hans, Rannveig Þóroddsdóttir, völdu stað fyrir bústað sinn í fallegum hvammi. Leyniborg er nafnið á bústaðnum þeirra og stendur hann undir nafni því hjónin eru þar alveg út af fyrir sig. Það er undravert hvað þau hafa gert mikið úr einum hvammi á stuttum tíma en þarna í landi Minni Borgar eiga þau oft góðar stundir með barnabörnunum sjö.

Borgarvirki

- stuðlabergsstapi og útsýnisstaður M y nd og tex ti : Pá l l J ök ul l Pétursson

F

erðalangar um Húnavatnssýslu geta skroppið út fyrir Þjóðveg 1 og ekið stundarkorn eftir vegum 716 og 717 til að skoða Borgarvirki - þetta sambland af náttúrufyrirbrigði og mannvirki - þar sem það rís upp úr láglendinu sunnan við Hópið. Þaðan er einstaklega fallegt útsýni yfir vötnin Hóp og Vesturhópsvatn og sveitirnar þar í kring. Efst á klettaveggnum norðanmegin er útsýnisskífa þar sem gaman er að glöggva sig á örnefnum á fjallahringnum og öðru í nágrenninu.

Virki frá náttúrunnar hendi Borgarvirkið er blágrýtisstapi sem breytt var í öflugt virki á landnámsöld. Samkvæmt sögnum úr héraði var það Barði Guðmundsson í Ásbjarnarnesi sem lét hlaða virkið til varnar árásum Borgfirðinga, en í þá daga áttu menn yfir höfði sér vígaferli ef einhver ósætti komu upp manna á milli. Nú á tímum er stapinn friðsæll að sjá og hrjóstrugur yfirferðar, en Ingvar Hólm Traustason, sumarhúsaeigandi við Vesturhópsvatn, fór með forsvarsmönnum Sumarhússins og garðsins í útsýnisferð upp á Borgarvirki þar sem hann sagði frá upplifun sinni um Verslunarmannahelgi fyrir nokkrum árum.

Perla Húnvetninga Ingvi segist sjaldan hafa upplifað nokkuð jafnsterkt og þegar Ragga Gísla söng í Borgarvirkinu um Verslunarmannahelgina 2008. „Við vorum þarna á annað hundrað manns saman komin og kyndlar loguðu á klettabrúninni allan hringinn í síðsumarrökkrinu. Við þetta tækifæri söng Ragga Gísla fyrir áheyrendur með sinni dimmu og seiðandi rödd. Þetta var einstök upplifun og mögnuð á þessum stað, þar sem ég hef svo oft komið og notið útsýnisins og kyrrðarinnar.„ Það er auðvelt að setja sig í spor Ingvars og ímynda sér stemmninguna. Staðurinn er magnaður og útsýnið víðfeðmt. Ég hvet alla sem leið eiga um þessar slóðir að gefa sér tíma til að skoða virkið, njóta útsýnisins og skoða harðgerðan gróðurinn og mosann sem vex á hraunhellum og grjóti.

22  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Þjóðminjasafnið hefur umsjón með Borgarvirki og hleðslurnar hafa verið endurgerðar og hækkaðar lítils háttar á þeirra vegum. Það er gaman að ganga um Borgarvirki og setja sig í spor bændanna í Húnaþingi sem þurftu að verja hendur sínar með öllum tiltækum ráðum á þessum viðsjárverðu tímum sem landnámsöldin var.

Leyniborg

í grösugum hvammi Te x ti : Auð ur I . O tte se n . M y n d i r : Páll J ö k ull Pé tur sso n o g R af n S i g u rð sson

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  23


Snjóþungt var oft í Leyniborg á árum áður. Hér er Rafn í „heimsókn“ 23. janúar 1999, en þá var mikill snjór á svæðinu.

Kynntust við nám í Kaupmannahöfn

Nafngiftina á bústaðnum bar að með sérstökum hætti. Er hjónin voru að leita að nafni kom til þeirra drengur sem var í sveit á Stóru Borg og sagði þeim frá gömlu býli sem komið er í eyði. Býli þetta er skammt frá Stóru Borg og hét Leyniborg. Rannveigu og Rafni þótti nafnið passa vel við bústaðinn.

Í landi sem áður var gróinn melur hafa þau gróðurinn fallegastur. Katlarnir í landi Litlu hjónin ræktað upp gróður og glíma nú við að Borgar eru frábærir fyrir berjalyng - hér eru halda lúpínunni niðri en hún hefur gert sitt bæði aðalbláber og krækiber sem við tínum og gagn. „Það er merkilegt hvað við höfum gert hér í sultum,” segir hún og er nú komin með kaffið skjólinu fyrir norðanáttinni en það hefur hjálpað. á borðið og Rafn sest niður með myndaalbúm Við gróðursettum kannski 60-70 plöntur um helgi sem sýnir framkvæmdir á landinu. og þegar við komum næst var allt uppétið, en eftir að rollan fór og girðingin kom hefur landslagið Dagurinn tekinn smemma breyst gífurlega,” segir Rannveig. Hún býður Rafn segir að menn spyrji hann gjarnan hvað gestum til stofu, fer að sýsla við uppáhellingu það sé sem hann sé að gera þarna fyrir norðan. og tekur fram meðlæti með kaffinu. „Þó svo við „En raunin er sú að ég hef svo mikið að gera að séum að rækta hér í kring finnst okkur íslenski það er varla tími til að halla sér eins og maður

gerði til sjós,” segir hann, en dagurinn hefst er hann vaknar klukkan sex á morgnana. „Dagurinn byrjar með því að ég sæki Moggann út í Víðigerði. Síðan fæ ég mér morgunmat sem konan mín er þá búin að taka til, les Moggann og byrja svo að vinna um áttaleytið.” Hann segist dunda sér við smíðar og viðhald á pöllunum en netaveði í vatninu, þar sem veiðist bæði urriði og silungur, tekur líka drjúga stund. „Ég smíðaði geymslu fyrir eldivið og ýmis verkfæri, en eldiviðinn notum við í arininn sem heldur hitanum á húsinu.”

Rafn er Akurnesingur og er ekki óvanur sjómennsku. Á yngri árum var hann sjómaður á ýmsum bátum þaðan. Hann fór svo til Eimskips sem messadrengur og aðstoðarmatsveinn. Síðar lærði hann matreiðslu og starf bryta í Danmörku á árunum 1957-61. Í Kaupmannahöfn kynntist hann konu sinni sem er fóstra og var þá í framhaldsnámi í aðhlynningu barna í gömlu höfuðborginni. „Að loknu námi gerðist ég 1. matsveinn á M/S Goðafossi og M/S Brúarfossi. Ég kom svo í land og tók við forstjórastarfi á Hrafnistu 1973 og var þar í 25 ár. Ég hætti svo sextugur og hef síðan leikið mér í 12 ár,” segir Rafn og bætir því við að það hafi verið mikið álag að sjá um svona stóra starfsemi sem Hrafnistuheimilin voru. „Oft var erfitt að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga. Ég átti þó góða vini, eldra starfsfólk sem komið var á aldur - sérstaklega hjúkrunarfræðinga - sem björguðu málunum og gerðu okkur hjónunum dvölina betri hér norðan heiða.”

Veiðifélagar keyptu landið af greiðasemi Margar jarðir liggja að Vesturhópsvatni, en flestar þeirra eru komnar í eyði. Í landi Litlu Borgar, sem er 800 hektarar, eru 17 sumarhús niðja veiðifélaganna Einars Helgasonar, Sigurðar Hallbjörnssonar, Bergs Arinbjarnarsonar frá Akranesi, Hrafns Backmann sem er frá Borgarnesi, og þeirra Jóns Sigurðssonar og Guðna Péturssonar úr Reykjavík. „Þessir menn keyptu Litlu Borg 28.

mars 1948. Síðar seldu þeir Jón og Guðni sinn hlut Sturlaugi H. Böðvarssyni á Akranesi. Sagan á bak við eignarhlut okkar Litlu Borgarmanna var nokkuð merkileg. Þannig var að bóndinn á Litlu Borg hugðist selja jörðina og flytja bústofn sinn og buru suður í Hvalfjarðarsveit. Bóndinn á Stóru Borg vildi fá meira rými fyrir sig, enda fjölmennt þar á þessum tíma og hafði karl áform um að kaupa jörðina. Í stuttu máli var þetta þannig að hann labbaði sér niður að Víðidalsá þar sem vinir

Á hillu fyrir ofan útidyrnar eru ýmsir smáhlutir sem hafa barnabörnin hafa leikið sér að og skilið eftir í bústaðnum hjá afa og ömmu.

Eftir að landið var girt af og friðað fyrir sauðfénu rauk gróðurinn upp. Rafni og Rannveigu finnst löngu sannað að ef rollan fer þá kemur gróðurinn. Sumarhúsaland þeirra Rafns og Rannveigar snýr á móti suð-vestri og er í góðu skjóli. Þá getur líka safnast snjór í kring um Leyniborg þar sem húsið er ofan í laut í skjóli fyrir norðaustanáttinni á veturna.

24  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Rafn og Rannveig hafa í mörgu að snúast í bústaðnum og segja að það sé lítill tími til að halla sér.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  25


voru afbragðs fagmenn. Engu hefur verið breytt inni í húsinu frá því það var reist. Þar eru þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. Baka til er geymsla en í henni er bæði kælir og frystir, ásamt hitakút fyrir heitt vatn í sturtu og til fleiri nota,” segir Rafn sem seinna reisti lítil gestahús fyrir barnabörnin. Hjónin segja gestahúsið vera alfarið í umsjón barnabarnanna. „Krakkarnir hafa allir lykil að húsinu sínu og sjá þar sjálfir af miklum myndarskap um alla umhirðu. Nú eru kærastar og vinir farnir að koma með og oft er spurt: Má ég taka vin minn með?” segir Rafn og hlær og er ánægður með að hafa sem flest þeirra með sér í bústaðinn.

„Að bera í vatnið”

 Gestahúsið er í umsjá barnabarnanna, þau hafa lyklavöldin og sjá um alla umhirðu.

hans voru við veiðar, en þeir veiddu þar mestan hluta sumarsins. Karl spurði þá félaga hvort þeir vildu ekki hjálpa sér að kaupa Litlu Borg. Tóku þeir því líklega og ræddu sín á milli hvernig þeir gætu komið því í kring,” segir Rafn. Niðurstaðan varð sú að þeir keyptu Litlu Borg og buðu Karli full afnot af jörðinni. Sexmenningarnir gengu þannig frá kaupum að þeir héldu veiðiréttinum í Víðidalsá og jafnframt var í samningnum að hreppurinn, þá

 Fiskimennirnir Andri og Óskar í ágúst 2008.

26  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Þverárhreppur í Húnaþingi vestra, gerði jörðina Litlu Borg að skógræktarjörð og það innan fimm ára. „Síðar kom í ljós að hreppurinn hafði engin áform um að gera jörðina að skógræktarjörð og þegar það varð ljóst að Þverárhreppur stóð ekki við sitt leystu ættingjar þessa manna jörðina til sín. Nú eru eigendurnir rúmlega 40 og jafnan hafa eigendaskipti farið fram innan fjölskyldna upphaflegra eigenda.”

Barnabörnin með lyklavöldin að gestahúsinu Rafn keypti hlut móður sinnar ásamt nokkrum systkina sinna. Þau Rannveig fengu til sín verktaka frá Akureyri sumarið 1972 og bústaðurinn var þá reistur. „Við nutum góðrar hjálpar og verktakarnir Sumarhús Rafns og Rannveigar er í Landi Litlu Borgar, eitt 17 sumarhúsa í svonefndum Kötlum sem er melur og lyngvaxið mólendi. Þar er frábært berjaland, bæði aðalbláber og krækiber.

Eftir að hafa notið gestrisni þeirra hjóna og drukkið kærkominn kaffisopa var farið aftur út í veðurblíðuna. Rafn bendir niður að vatninu og segir að síðast en ekki síst fari tími í að leggja eða vitja um net, flaka svo fiskinn og koma í reyk. „Eftir að hafa gert að fiskinum tek ég innvolsið úr honum, sker það niður í smátt, bæti við fiskifóðri og set þetta í vatnið framan við jörðina mína. Þetta kölluðu bændur í gamla daga að „bera í vatnið”. Netin má leggja ákveðna daga í vikunni og þá helst eru þau lögð í norðanátt ef það er aðeins gjóla. Hvernig sem á því stendur veiðist yfirleitt ekkert ef áttin er að sunnan,” segir Rafn. Hjónin eiga bát sem þau fara í út á vatnið og barnabörnunum þykir mikið sport að fá að fara með.

Snjólétt og skotfærð yfir Holtavörðuheiði Hjónin eru meginhluta sumars í bústaðnum en fara þangað einnig að vetri til. „Við hjónin köllum það „heimsókn” þegar við förum norður í Leyniborg einu sinni í mánuði allan veturinn. Auðvitað lítum við á veðurkortið í upphafi ferðar og dveljum þá í nokkra daga. Okkur finnst nauðsynlegt að hreyfa okkur þótt vetur sé,” segir Rafn og bætir við að yfirleitt sé

 Berjatínubörnin, Sigrún Björg og Sigurður Eðvarð með góða uppskeru í ágúst 2008. Rafn eftir vel heppnaða rjúpnaveiðiferð veturinn 1998. Síðustu ár hefur hann ekki veitt rjúpu þar sem búið er að friða hana.

skotfæri yfir Holtavörðuheiðina. „Snjór hefur verið miklu minni hér Norðanlands en var fyrir þremur eða fjórum áratugum. Okkur er minnistæður veturinn sem snjóflóðin urðu á Flateyri og Súðavík, en þá voru hér mikil snjóalög við vatnið og nokkur hús skemmdust vegna snjóþungans. Engin slys urðu á fólki en hér var margra metra snjólag yfir öllu. Á veturna erum við að dunda okkur en hér áður fór maður til rjúpu. Hún var svo ofveidd hér eins og annars staðar á landinu og það var löngu tímabært að friða hana.” n

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  27


Öruggar flotbryggjur á sjó og vötn

KYNNING

Tex ti : Auður I . O t tes en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on, K ról i

F

Króli ehf. Strandvegur 2, 210 Garðabær Símar 565-6315 og 660 9503 koh@kroli.is www.kroli.is.

yrirtækið Króli í Garðabæ hefur á fjórða tug ára selt og komið að uppsetningu á bryggjum fyrir fiskibáta í flestum höfnum landsins. Viðamikil þekking og reynsla við uppsetningu og frágang á flotbryggjum er eitt af aðalsmerkjum fyrirtækisins og er því eðlilegt að leita til þeirra eftir upplýsingum. Kristján Óli Hjaltason, framkvæmdastjóri Króla, gaf sér stund með blaðamanni Sumarhússins og garðsins í þeim tilgangi að upplýsa lesendur um ýmsar gerðir flotbryggjanna og eiginleika þeirra. Víða eru menn að huga að því að koma sér upp bryggju við vötn eða ár sem liggja að bústöðum, jörðum bænda og/eða ferðaþjónustuaðila. Flotbryggjur þær sem Króli ehf. býður eru framleiddar í Svíþjóð, þær eru níðsterkar og hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Flotbryggja sem sett var upp við aðstöðu starfsmannafélags Landsbankans við Álftavatn í Grímsnesi hefur staðið þar í ein 25 ár, án verulegs viðhalds. Kristján Óli segir minni og léttari flotbryggjur henta betur á vötn fyrir þá sem eru með báta sér til ánægju, bátalægi fyrir klúbba eða starfsmannabústaði, svo og fyrir þá sem stunda veiðar á vötnunum. Stærri bryggjur eru fyrir fiskihafnir, þær eru öflugri því þær þurfa að þola meiri öldu og veður. „Ég skoða með viðskiptavininum hvernig flotbryggja hentar miðað við þarfir og aðstæður hvers staðar fyrir sig. Tekið er tillit til aðstæðna á hverjum stað.”

28  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Létt og meðfærileg bryggja með hjólum undir ytri enda sem auðveldar að setja hana fram að vori og taka upp að hausti. Auðvelt er að breyta hæð hennar og fylgja þannig breytingu á hæð vatnsborðs.

Búnaðurinn valinn eftir ytri aðstæðum

Tvær gerðir af flotbryggjum fyrir vötn

Bryggjurnar eru endingargóðar og sterkar, þola vel frost og eru gerðar fyrir mikið álag. „Það bítur ekki á þeim að frjósa og þótt ís hreykist upp, en rekís og ísfláka þarf að varast,” segir Kristján Óli þegar talið berst að því hvort bryggjurnar séu á vatninu allt árið. Hann segir að algengast sé að bryggjur við vötn séu teknar upp á haustin. Við erum með eina bryggju á hjólum sem hægt er að taka upp með bíl, geyma á landi yfir veturinn og setja svo út að vori.” Það er ekki bara ísinn sem taka þarf tillit til heldur þarf líka að huga að vindi yfir opið vatn – hann dregur upp öldu sem auðveldlega eyðileggur veikan búnað.

Við kaup á flotbryggju þarf að gæta vel að veltipunkti einingarinnar svo hún sé örugg, að flot séu vel undir „báðum” ytri hliðum hennar, og því breiðari, því stöðugri. Annað veigamikið atriði er þyngd þeirra, en flotin vinna á móti ölduhreyfingu og vindálagi. „Tvær gerðir af bryggjunum okkar eru einkum notaðar á vötn. Önnur er sú sem er á hjólum og er skorðuð með stólpum sem ganga niður á vatnsbotninn og hin gerðin er með steyptum flotum. Aldan gengur undir bryggjurnar sem eru stöðugar ef breidd á móti hæð er rétt,” segir Kristján Óli.

Við uppsetningu á flotbryggjunum segir Kristján Óli að gæta þurfi að mörgum þáttum. Fastar bryggjur eru víða og gagnast vel, en þær eru óhentugar við breytilegt vatnsborð - þar henta flotbryggjur betur. Aðstæður við vötn eru misjafnar, það getur verið aðdjúpt eða grunnt, botninn sendinn eða grýttur. Þessir þættir hafa áhrif þegar gengið er frá festingum við land og botn. „Meginreglan er sú að bryggjur séu festar örugglega við botn og bakka. Flotbryggjurnar eru hreyfanlegar og þar er landgangurinn ekki skorðaður heldur flotbryggjan sem landgangurinn hvílir á. Landgangurinn er lagður beint á bakka eða í fjöruborð en flotbryggjan er fest með keðju við steina úti í vatninu. Flotbryggjur geta verið í fleiri hlutum sem festir eru saman með lömum sem gera þær sveigjanlegar í öldugangi. Ef rétt er staðið að öllu þá hreyfast þær mjúklega eftir því sem gárar á vatninu eða við öldugang,” segir Kristján Óli og aðspurður segir hann afgreiðslufrest á flotbryggjunum vera um tvo mánuði. n

Auðnutittlingur að gæða sér á tólgarbita sem hengdur var upp í grenitré í Gróðrarstöðinni Þöll í Hafnarfirði. Mynd: Páll Jökull.

Munum eftir smáfuglunum

S

njór liggur nú yfir öllu um mestallt land og við þessar aðstæður eiga fuglarnir erfitt með að ná sér í æti. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að fóðurgjöf til þeirra þangað til snjórinn minnkar og auðveldara verður um fæðuöflun. Margir hafa komið sér upp fæðustöllum eða fuglahúsum, en fyrir þá sem ekki hafa gert það ennþá er að finna fróðlega grein um smíði fuglahúsa á heimasíðu okkar, www.rit.is.

Fóðurgrisja eins og sést á myndinni er að uppistöðu fita og korn sem er sett í net til þess að auðveldara sé að hengja það upp í tré. Svona fóður er meðal annars hægt að kaupa í Europris. Einnig getur fólk búið sér til svona fóðurgrisju sjálft með því að bræða saman fitu eða tólg, blanda með fuglakorni og hnoða saman í kúlu.

Smávaxinn og kvikur

Einföld og létt flotbryggja ásamt 6 m landgangi. Milli bryggju og landgangs eru liðamót sem brjóta upp krafta frá ölduhreyfingu. Auðvelt er að koma búnaði fyrir að vori og taka upp að hausti.

Skorradalsvatn. „Królabryggja” sem hefur reynst afbragðsvel.

Auðnutittlingurinn er einn af smærri fuglum sem finnast hér á landi og er um það bil helmingi minni en skógarþröstur. Kjörlendi auðnutittlings er birkiskógur og kjarr, skóglendi og garðar, þannig að margir garðeigendur ættu að kannast við hann. Birkifræ er hans helsta fæða og þess vegna leitar hann ætis í trjám og öðrum gróðri. Auðnutittlingurinn er auðþekktur á rauðum blett á enni og svörtum blett á kverk.

Hér er dæmi um stóran fæðustall fyrir fugla, en það er tiltölulega auðvelt að smíða fæðustall. Gott er að setja hann ofan á staur til að varna því að kettir komist upp á hann.


Trjáklippingar

GRÓANDINN

Sáning sumarblóma og matjurta

GARÐVERKIN

MEÐ JÓNI

GUÐMUNDSSYNI Texti: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur. Myndir: Páll Jökull Pétursson

Nauðsynlegt er að hafa beittar klippur eða góða sög.

Tvö kúrbítsfræ sett í 15sm pott. Ef báðar plönturnar koma upp er önnur fjarlægð.

N

ú fer senn í hönd tími sáninga á sumarblómum, matjurtum og kryddplöntum. Líka má koma plöntum af trjám og fjölæringum til með því að sá út í glugga með vorinu.

Allmikið úrval er af fræi í verslunum og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki þarf alltaf að kaupa nýtt fræ. Stundum eru til fræ frá fyrra ári og þau geta geymst sæmilega á milli ára ef þau eru á köldum og þurrum stað. Þetta er þó mjög breytilegt eftir tegundum. Oftast þarf að sá inni til sumarblóma, matjurta og kryddplantna og ala plönturnar upp í nokkrar vikur fyrir útplöntun sem er í byrjun júní. Bæði má sá í einstaka potta nokkrum fræjum eða í bakka og dreifplanta í litla potta þegar plönturnar hafa fengið 3-4 laufblöð. Hjá sumum plöntum er gott að setja 2-3 fræ í potta og grisja síðan þannig að ein planta standi eftir og á þetta vel við um kúrbít (Cucurbita sp.). Elstu og sverustu greinarnar eru klipptar burt.

S

íðla vetrar og snemma á vorin er gott að huga að klippingum trjáa og runna. Þó má snyrta tré á öllum árstímum ef þörf þykir. Stundum getur verið gott að klippa runna alveg niður til þess að endurnýja þá, en oft er líka gott að taka burt elstu greinarnar til þess að yngja plönturnar upp. Þá eru elstu greinarnar fjarlægðar á vorin en þær eru svartastar og dekkstar. Þetta á til dæmis við um rifs (Ribes spicatum), sólber (Ribes nigrum) og stikkilsber (Ribes uva-crispa) en einnig runnarósir (Rosa sp.) og ýmsa

30  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

skrautrunna. Ef taka á gamlar greinar eru þær sagaðar eða klipptar niður í um 10-20 sm hæð.

Hjá sumum tegundum, eins og basiliku (Ocimum basilicum), er gott að sá um 10-15 fræjum í pott og leyfa þeim svo að vaxa saman og mynda góðan brúsk í pottinum. Ertum (Pisum sativum) og garðabaunum (Phaseolus vulgaris) má sá þremur saman í 8 sm potta og þær þarf ekki að grisja, þær þola vel að standa þétt saman. Rétti sáðtíminn fer eftir tegundum en mjög breytilegt er hve langan uppeldistíma plöntur þurfa. Sumar þurfa langan uppeldistíma, 3-4 mánuði, til að mynda stjúpur (Viola x wittrockiana) og silfurkambur (Senisico cineraria). Öðrum er hægt að sá beint út í garð, t.d. draumsól (Papaver somniferum), klettasalati (Erica sativa) og næpum (Brassica rapa var. rapifera) svo eitthvað sé nefnt.

Þegar limgerði eru klippt er alltaf nauðsynlegt að muna að láta limgerðin mjókka efst og hafa þau breiðust neðst. Við það nær birta betur að neðsta hlutanum og limgerðin verða síður ber að neðan. Sumar tegundir þola þó sæmilega að vera klippt í kassaform og á það sérstaklega við um skuggþolnar tegundir eins og fjallarifs (Ribes alpinum), gljámispil (Cotoneaster lucidus) og blátopp (Lonicera caerulea). Rifs runnin eftir grisjun.

Þakið með vikri.

Hér koma nokkur atriði sem hafa ber í huga við sáningu: 1. Ávallt skal sá í hreina potta eða bakka. Ef þeir hafa verið notaðir áður eru þeir þvegnir vel upp úr heitu vatni fyrir notkun. 2. Pottarnir eða bakkarnir eru fylltir af mold og er annaðhvort notuð sérstök sáðmold, eða ef ætlunin er að sá beint í uppeldispott þá er notuð pottamold. Moldin er svo þjöppuð lítillega. 3. Fræinu er dreift yfir og það hulið með þunnu lagi af mold, vikri eða sandi. Oftast er nóg að rétt hylja fræið. Þó vill mjög smátt fræ helst bara liggja á yfirborðinu. 4. Vökvið varlega og setjið hvítt plast eða dagblað yfir bakkana til þess að halda vel raka að fræjunum. Gott er að merkja bakkana vel með nafni tegundar og dagsetningu. Þegar plönturnar fara að birtast er plastið tekið af.

Hvítt plast sett yfir og potturinn settur í bjartan glugga.

5. Setjið bakkana í bjartan glugga og fylgist vel með á meðan spírun stendur. Vökvið eftir þörfum en moldin á að vera rök á meðan fræið er að spíra sem tekur oftast 3-10 daga. 6. Plönturnar eru svo aldar upp í björtum glugga fram á vor og er æskilegt að herða þær með því að setja þær út á daginn fyrstu dagana. Í maí má líka setja plönturnar í sólreit eða undir akríldúk - allt eftir tíðarfari og atvikum. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  31


GRÓANDINN

Sáningartími ýmissa tegunda sumarblóma:

Heggur

Febrúar: Fagurfífill (Bellis perennis), fjólur (Viola cornuta), ljónsmunnur (Antirrinum majus), silfurkambur (Senisico cineraria) og stjúpur (Viola x wittrockiana).

H

Mars: Brúðarauga (Lobelia erinus), brúðarstjarna (Cosmos bipinnatus), hádegisblóm (Dorotheanthus bellidiformis), kornblóm (Centaurea cyanus), sólbrá (Chrysantemum multicaule), sumarljómi (Phlox drummondi) og tóbakshorn (Petunia x hybrida).

Apríl:

Þrjú ertufræ sett í 8 sm pott, þarf ekki að grisja.

Aftanroðablóm (Lavatera trimestris), daggarbrá (Chrycantemum paludosum), fiðrildablóm (Nemesia strumosa), ilmskúfur (Matthiola incana) og morgunfrú (Calendula officinalis).

Febrúar: Rósmarín (Rosmarinus officinalis).

Mars: Blaðlaukur (Allium porrum), majoran (Origanum majorana), mynta (Mentha. sp.), oregano (Origanum vulgare), paprika (Capsicum annuum var. grossum), salvía (Salvia officinalis), sellerí (Apium graveolens var. dulce), sítrónumelissa (Melissa officinalis), steinselja (Petroselinum crispum), timjan (Thymus vulgaris) og tómatar (Lycopersicon sp.).

Tvö tré þarf til að fræið frjóvgist Á sólríkum stað blómstrar heggur vel. Hann þolir ágætlega að standa í skugga en blómstrar þar minna. Heggur er einkynja og þarf frjó frá öðru tré til að geta frjóvgast. Heggur hefur þroskað fræ og vitað er um sjálfsáðar plöntur. Hegg er fjölgað með fræi, rótarskotum og sumargræðlingum. Fræið þarf kaldörvun til að spíra og ef því er sáð út strax að hausti getur það legið í tvö ár áður en það spírar.

Apríl: Basilika (Ocimum basilicum), beðja (Beta vulgaris), blómkál (Brassica oleracea var. botrytis), brokkólí (Brassica oleracea var. italica), hvítkál (Brassica oleracea var. capitata), gulrófa (Brassica napus var. napobrassica), kóríander (Coriandrum sativum), rauðrófa (Beta vulgaris ssp. vulgaris) og salat (Lactuca sativa).

Blóm af hegg, (Prunus padus).

Heggur vex víða í Evrópu og í Norður-Asíu, þar í Kamchatka, Kóreu og Japan. Hann hefur verið hér í ræktun frá fyrri hluta síðustu aldar en ættingjar hans fuglakirsuber (Prunus Avia) og rósakirsuber (Prunus kurilensis 'Rosea') og hin allra síðustu ár hefur ræktun kirsuberjayrkja með sæt aldin gengið með ágætum.

Mismunandi klónar eru í framleiðslu í garðplöntustöðvum hér á landi. Þann „akureyrska„ kelur ekki á Akureyri og er hann með falleg dökkgræn blöð. Annar klónn er algengari fyrir sunnan, hann er ekki eins blómríkur og hættir til að kala. Blöðin á honum eru gulbrúngræn meðan þau eru ung. Eftir 1980 var flutt inn fræ frá Kvæfjord í Tromsö-fylki í Noregi og hafa tré af þessum stofni vaxið ágætlega. Þau laufgast snemma vors, verða stundum fyrir vorkali og eru álíka blómviljug og annar heggur í ræktun. Á Mógilsá hefur einn Tromsö-heggurinn náð sjö metra hæð á 20 árum, tréð stendur við hús Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins.

Maí:

Tegundir sem sá má beint út í garð:

32  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

skemmt lauf og sprota en eru oftast til minni háttar vandræða. Blómi heggs hættir til að afmyndast af völdum smits frá sveppinum Taphrina sp. Virðist sem sveppurinn hafi ekki mikil áhrif á vöxt og þrif trjáa en er þó lýti.

Mismunandi klónar í sölu

Bóndabaunir (Vicia faba), ertur (Pisum sativum), garðabaunir (Phaseolus vulgaris) og kúrbítur (Cucurbita sp.).

Fljótsprottnum tegundum má ýmist sá beint út eða forrækta í nokkrar vikur.

eggur er boðberi sumarkomu ásamt ættingjum sínum krisuberjatrjám. Blómgun er í byrjun júní um líkt leiti sem trén eru að laufgast. Blómin eru hvít eða bleikleit og eru ilmandi. Þegar vel árar koma svört ber sem þykja bragðvond en fuglarnir kunna þeim vel. Heggur er nokkuð harðger og er kjörinn í garða, á útivistarsvæði, á skjólgóðan stað í skóglendi eða í sumarhúsalandið. Hæðar-vöxtur heggs takmarkast af skjóli og góðu atlæti, hann vex vel á skjólgóðum stað en í óunnu landi vex hann hægt og verður runnalaga. Víða hefur heggur náð allt að 5 metra hæð og til eru tré sem náð hafa 10 metra hæð. Heggur vex best í djúpum frjósömum jarðvegi en hann þolir vel að vaxa í óunnum og jafnvel grýttum jarðvegi og til eru plöntur sem hafa sýnt góðan vöxt án áburðargjafar í birkiskógi.

Matjurtir og kryddplöntur:

Gulrætur (Daucus carota), næpa (Brassica rapa var. rapifera), pastinakka (Pastinaca sativa), salat (Lactuca sativa), spínat (Spinacia oleracea) og svartrót (Scorzonera hispanica).

Prunus padus

Allar greinar sem sagaðar eru af trjám skal saga uppi við trjástofninn en ekki skilja eftir stubba. Ef stubbar eru skildir eftir kemur fúi í þá sem getur náð inn í trjástofninn og skaðað tréð varanlega. Ef sagað er þétt uppi við stofninn á tréð auðvelt með að loka sárunum fljótt og vel.

Skordýr kunna að meta hegg Skordýr hafa dálæti á hegg. Haustfeti, (Operopthera brumata), getur valdið töluverðu tjóni í faraldsárum og tvær lúsategundir geta

Heggur í blóma við Norðurgötu á Akureyri. Mynd:Tryggvi Marinósson. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  33


GRÓANDINN sóma að það er oft undrun á að líta þegar hún byrjar að blómstra fyrri part sumars. Hann á það til að kala dálítið en hristir það alltaf fljótt af sér.

Dreyrakvistur (Spiraea dansiflora)

Blómstrandi runnar Tex ti og my nd ir : J ón G u ð m u nds s on ga r ð y r kj u f r æ ð ingu r

F

jöldi tegunda af blómstrandi runnum hefur verið hér á boðstólum í gróðrarstöðum undanfarin ár og í raun áratugi. Töluverð vinna hefur verið sett í að finna góðar tegundir og yrki fyrir íslenskar aðstæður. Munurinn á tegundum sem framleiddar eru hér á landi og því sem flutt er inn frá Hollandi eða Danmörku er að oftast er búið að fullreyna tegundina eða yrkið hér á landi. Slíkt á ekki alltaf við það sem er verið að flytja inn frá öðrum löndum og oft slæðast inn plöntur sem eiga litla möguleika hér á landi.

Þegar við veljum trjágróður í garðinn okkar þarf alltaf að taka mið af aðstæðum og athuga hvort tegundin passi við fyrirhugaða staðsetningu. Þetta á ekki síður við um blómstrandi runna en stórvaxin tré. Sólelskur runni blómgast t.d. ekki mikið ef hann er settur í skugga og jafnvel blómgast hann ekki neitt. Einnig þarf að skoða vel endanlega hæð plöntunnar og þess sem óskað er á fyrirhuguðum stað. Oft og tíðum eru blómstrandi runnar ekki mikið klipptir og því ekki hægt að halda þeim mikið niðri með grófri klippingu án þess að minnka blómgun og jafnvel að eyðileggja hana alveg. Alltaf fer líka

34  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Dreyrakvistur (Spiraea dansiflora)

best að hafa hávaxnari plöntur aftarlega í beði en þær smávaxnari framan við. Jarðvegur í görðum hér á landi er yfirleitt frekar hlutlaus og geta flestar plöntur þrifist vel í honum. Oft er um að ræða uppgröft úr mýrum sem hentar vel til ræktunar. Stundum er um holtajarðveg að ræða og þá getur verið nauðsynlegt að bæta í hann góðri aðfluttri mold, moldu eða búfjáráburði. Allt gerir þá gagn sem aukið getur frjósemi jarðvegsins. Þegar trjágróður er gróðursettur er ekki verra að setja einhvern lífrænan áburð með og ef um ófrjósamt sumarbústaðaland er að ræða er það beinlínis nauðsynlegt. Ef um rýran jarðveg er að ræða þá gildir því meiri búfjáráburður, því betra, en það á nú sjaldan við venjulega garðamold nema í hóflegu magni. Er búfjáráburðurinn þá settur í holuna og blandað saman við jarðveginn sem fyrir er. Þegar runnabeð er skipulagt er líka ágætt að auka fjölbreytnina og setja í það fjölær blóm og blaðfallega sígræna runna. Það er töluvert til af blaðfallegum runnum sem blómgast lítið eða ekkert og eru eingöngu ræktaðir vegna blaðfegurðar. Að minnsta kosti er mikið til og af nógu að taka þegar kemur að blómstrandi runnum. Ég nefni hér nokkra sem hafa reynst vel.

Flatsópur (Cytisus decumbens) Þessi skemmtilega tegund er fremur fágæt í görðum hér á landi og hefur að mínu mati verið nokkuð vanmetin í gegnum tíðina. Það má eiginlega segja að hann hafi verið dálítið í skugganum af stóra frænda sínum geislasópnum (Cytisus purgans) sem svo margir þekkja. Flatsópur er hins vegar miklu fíngerðari á allan hátt og er í rauninni alveg marflatur eins og nafnið gefur til kynna. Hann er upprunninn í Suður-Evrópu, meðal annars í Ölpunum, en vex einnig víða annars staðar. Plantan er 10-30 sm á hæð með smá lensulaga blöð og ungir sprotar eru grænir að lit. Blómin eru skærgul og mjög áberandi og verður runninn oft þakinn blómum yfir blómgunartímann sem er í júní. Hann er frekar hægvaxta, þekur um 0,5-1 fermetra svæði með tímanum. Flatsópur þrífst best í fullri sól og í sendnum og frekar kalkríkum jarðvegi en gerir sér annars margt að góðu nema helst blautan jarðveg sem honum líkar illa við. Hann hentar vel í steinahæðir og einnig framan til í beð þar sem hávaxnari plöntur skyggja ekki á hann. Ég eignaðist svona plöntu fyrir nokkrum árum, kom henni fyrir á nokkuð erfiðum og krefjandi stað og bjóst svo sem ekki endilega við miklu. En viti menn - plantan hefur staðið sig með slíkum

Hann er mjög áhugaverð tegund - ekki svo ýkja ólíkur birkikvisti (Spiraea sp.) sem svo að segja hvert mannsbarn þekkir. Dreyrakvisturinn er að vísu mun fíngerðari og smávaxnari og svo hefur hann líka þessi fallegu rauðbleiku blóm. Hans náttúrulega útbreiðslusvæði er í Norður-Ameríku. Blöðin eru nokkuð breytileg eftir plöntum og geta verið frá dökkgrænu út í grá- eða blágrænt. Blómin eru í hálfsveip líkt og á birkikvisti og eins og hann blómgast dreyrakvisturinn á fyrri árs greinum. Það er nokkuð sjaldgæft með bleikblómstrandi kvisti en þeir blómgast oftast á ársprota. Blómgunartíminn er yfirleitt í júlí en það er nokkuð breytilegt eftir plöntum og aðstæðum. Dreyrakvistur gerir engar sérstakar kröfur til jarðvegs og er víðast hvar nokkuð harðgerður. Full sól á best við tegundina en hann getur þó sætt sig við hálfskugga með góðu móti. Þar sem hann er nokkuð lágvaxinn fer best um hann framarlega í beðum þar sem hann fær að njóta sín í mikilli samkeppni við hærri plöntur. Hann er lítið klipptur að öllu jöfnu - aðeins snyrtur á vorin ef það ber á kali - en líka má fjarlægja gamlar greinar niðri við jörð til að yngja hann upp.  Garðakvistill (Physocarpus opulifolius) Dreyrakvistur er frekar nýleg tegund í ræktun hér á landi og kom hingað fyrst um 1980. Hann fyrir opnu hafi en ekkert hefur bitið á hana öll er allbreytilegur, enda nokkrir klónar í ræktun og þessi ár og ávallt blómgast hún vel. Þó er tegundin ekki víst hver er bestur. Hann getur verið mjög mjög breytileg og hafa nokkur viðkvæm yrki verið spennandi kostur og skemmtileg tilbreyting flutt inn reglulega á undanförnum árum. Yrkin frá þeim hvítblómstrandi sem eru algengastir ´Dialobo´, sem hefur rauð blöð, og ´Dart´s Gold´ í ræktun. og ´Luteus´, eru með gul blöð fyrri part sumars en verða síðan græn. Þessi yrki eru nokkuð smart Garðakvistill (Physocarpus opulifolius) en ekki mjög harðgerð. Tegundin er nokkuð grófgerð og verður 1,5-2 metrar á hæð, jafnvel mun hærri við hagstæð skilyrði. Uppruna hans má rekja til Norður-  Flatsópur (Cytisus decumbens) Ameríku. Börkurinn er brúnn, er áberandi fallega langsprunginn og flagnar dálítið af, ekki ósvipað og á blátoppi (Lonicera caerulea). Blöðin eru með 3-5 sepa og minna lítið eitt á rifs (Ribes spicatum) eða hlyn (Acer sp.). Blómin eru hvít og hafa stundum fölbleikan blæ. Blómgun er um miðjan júlí og blómgast hann að jafnaði mjög vel. Garðakvistill er ekki vandfýsinn á jarðveg en kýs helst að hafa hann frekar rakan og frjóan. Full sól eða hálfskuggi hentar best og æskilegt er að velja honum stað aftarlega í runnabeðum eða á milli trjáa vegna þess hve stór hann getur orðið. Hann blómstrar á greinum frá fyrra ári og er þess vegna lítið klipptur. Bara hófleg snyrting að vori ef kal er á plöntunni og einnig má fjarlægja gamlar greinar öðru hverju. Mér áskotnaðist planta af þessari tegund fyrir nokkrum árum úr gróðrarstöðinni Gróanda. Planta þessi hefur staðið sig feykilega vel. Henni var komið fyrir á einum versta stað í garðinum

Þegar runnabeð er skipulagt er ágætt að blanda í það fjölærum jurtum, trjám, blómstrandi runnum og blaðfallegum sígrænum runnum.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  35


GRÓANDINN

Fuglakirsuber Prunus avium L.

B  Rauðtoppur (Lonicera tatarica rubra)

Rauðtoppur (Lonicera tatarica) Flestir þekkja blátopp (Lonicera caerulea) af góðu einu en rauðtoppur er náskyld tegund sem er miklu blómfegurri og að sumu leyti mun meira spennandi tegund. Að vísu er rauðtoppur heldur viðkvæmari en blátoppur og ýmsir aðrir toppar, en í skjóli stendur hann sig býsna vel. Hann er upprunninn frá Rússlandi og MiðAsíu. Rauðtoppur er um 2-3 metrar á hæð, og nokkuð breytilegur í útliti. Blöðin eru egglaga og dálítið ydd en blómin geta verið bleik, rauð eða hvít. Hann fær rauð eða appelsínugul ber á haustin sem hæfa þó ekki til manneldis en geta verið mikið skraut. Blómgun er á miðju sumri og fram á haust. Hann þrífst vel í sendnum en rökum jarðvegi en er annars ekki kröfuharður á jarðveg. Tegundin þolir vel nokkurn skugga en blómgast betur í sól. Hann getur kalið dálítið sum ár en er fljótur að ná sér og klipping felst aðallega í almennri snyrtingu að vori eða vetri. Hann blómgast á greinum frá fyrra ári og stundum líka á nýjum greinum síðsumars. Hann er með allra fallegustu skrautrunnum þegar hann er í blóma og vekur gjarnan mikla eftirtekt. Rauðtoppur er mjög breytilegur í útliti, hæð, blómlit og harðgerði og ekki gott að fullyrða hvaða yrki eru best. Hér hefur verið mest selt af yrkinu ´Arnold Red´. Það hefur reynst nokkuð vel og hefur dökkrauð blóm. Einnig eru á stöku stað runnar með hvítum blómum sem staðið hafa sig. Tegundin er mjög spennandi og víða má sjá fallega og hrausta runna.

36  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

 Rauðtoppur (Lonicera tatarica 'Arnold Red')

lómskrúð, rauðleitur börkur og litfagrir haustlitir eru höfuðprýði fuglakirsubersins og þessir höfuðkostir gera það og afbrigði þess að einu vinsælasta garðtré Evrópu. Fuglakirsuber barst til Evrópu frá Vestur-Asíu, Kákasus og V.-Síberíu. Það vex villt víða í Evrópu og ræktuð afbrigði þess eru vinsæl garðtré. Í Danmörku geta fuglakirsuber náð allt að 28 metra hæð á 70 árum og orðið um 50 sm að þvermáli í brjósthæð. Hér á landi eru til nokkur hávaxin tré, eitt var mælt 4-5 metra hátt í Reykjavík vorið 1966. Á Akureyri er gríðarlega fallegt tré við húsgafl á horni Brekkugötu. Bæði trén hafa blómstrað nokkrum sinnum og einstaka sinnum náð að þroska aldin. Kirsuberjatré þrífast best á hlýjum, sólríkum og skjólgóðum stað. Það þarf kalk-ríkan leirjarðveg og vanþrífst í kaldri og votri jörð. Viður fuglakirsubers er eftirsóttur og fyrir hann fæst hátt verð. Hann er notaður í húsgögn, innréttingar og listasmíði. Til að ná árangri í viðarframleiðslu þarf að tryggja trjánum hlýjan og næringarríkan jarðveg. Við gott atlæti vex tréð hratt og getur orðið við bestu skilyrði allt að 200 ára en yfirleitt verður það um 100 ára. Ef viður fuglakirsubers er brenndur leggur af honum blómaangan. Tréð þolir vel klippingu.

Fuglakirsuber blómstrar um svipað leyti og það laufgast. Í Evrópu í apríl en hérlendis í maí og fram í júní. Blómin eru nokkur saman í hnapp og á löngum stilk, bæði á langsprotum og smágreinum. Blómin eru einstaklega falleg með fimm 25 mm breiðum krónublöðum. Þau laða að sér skordýr í hunangsleit. Fullþroskuð villt fuglakirsuber eru ýmist gul, rauð eða svört með glansandi litlum kringlóttum steini. Þau bragðast ágætlega, eru eilítið bitur og ekki nærri eins safarík og á ræktuðum afbrigðum. Berin þroskast snemma eða miðsumars í Evrópu.

Ýmis ræktunaryrki eru til af fuglakirsuberi og hafa tvö þeirra reynst ágætlega en þau eru ágrædd á rót fuglakirsubers. ´Stella´er eitt þeirra sem er sjálffrjóvgandi, gefur stór, dökkrauð ber. ´Sunburst´er annað yrki sem gefur einna stærst aldin allra sætkirsiberja, þau eru dökkrauð og bragðgóð. ´Stella´ er sjálffrjóvgandi. Börkur, blöð og fræ eru bitur á bragðið. Þau innihalda glykosider amygdalin sem umbreytist í möndluolíu, þrúgusykur og blásýru þegar börkurinn, blöðin og fræin eru tuggin. Ef neytt er mikils magns af þessum afurðum er hætt við eitrun af völdum blásýrunnar. Fuglakirsuber er ræktað upp af fræi en einnig má fjölga því með sumargræðlingum og ræktuð afbrigði eru vefjaræktuð eða ágrædd. Fjölmörg yrki eru í ræktun erlendis og sum þeirra finnast í görðum hér á landi. Nafnið fuglakirsuber kemur til vegna þess að fuglar eru sólgnir í berin. Avium kemur af latínunafninu acis sem þýðir fugl. H ei mi l d La u f tré á Ísl a n d i .

Fuglakirsuber í blóma við Brekkugötu á Akureyri. Mynd: PJP.


enda stofn þeirra beinn og greinarnar vaxa ofarlega á honum. Cercidiphyllum japonicum kom í garðinn 1878. Á vorin er tréð alsett litlum rauðum blómum en á haustin verður hjartalagað laufið rauðgult eins og apríkósa. Koelreuteria paniculata tréð frá Asíu blómstrar í júlí og ber fagurgul blóm en fellir síðan krónublöðin líkt og um gullið regn sé að ræða. Á haustin líkjast fræhylkin litlum kínverskum pappírslömpum.

40 þúsund bækur um plöntur

Vetrarundur í Boston - Heimsókn í Arnold Arboretum

Te x t i : Vilmun d ur Han se n . M yndi r Vi lm undur Ha nsen og President and Fellows of Harvard College. Arnold Arboretum Archives.

Þjónustumiðstöð garðsins er í fagurrauðu múrsteinshúsi sem hýsir gestamóttöku, fyrirlestrasal, litla bókabúð, fræðsluhorn fyrir börn og snyrtingu. Á efri hæð hússins er sérhæft plöntubókasafn með rúmlega 40 þúsund bókum. Þar er einnig safn sem geymir yfir fimm milljón eintök af þurrkuðum plöntum frá öllum heimsálfum. Bókasafnið er hlýlegt, allar hillur, borð og stólar úr brúnum við, og blaðstórar pottaplöntur í gluggum. Þrátt fyrir allan þennan fjölda áhugaverðra bóka er í safninu einungis ein bók um íslenskar plöntur, en það er enska útgáfan af Íslenskri ferðaflóru eftir Áskel Löve. Bókavörðurinn var samt ótrúlega fljótur að finna hana þrátt fyrir að ég væri fyrsti gesturinn í sögu safnsins til að biðja um bók um íslenskar plöntur.

Blómstrandi sýrenur.

Bradley Rocaceous tjörn.

Lítil risafura

A

rnold-trjásafnið í Boston er elsta trjásafn Bandaríkjanna sem opið er almenningi. Safnið heyrir undir Harvard-háskóla og hefur að geyma ríflega 15 þúsund trjákenndar plöntur frá öllum heimshornum og á bókasafninu í kynningarmiðstöðinni er að finna rúmlega 40 þúsund bókatitla sem allir tengjast gróðri.

Trjásafnið var stofnað 1872 og er því tæplega 140 ára. Stofnandi þess hét James Arnold og var mikill áhugamaður um trjágróður en hafði efnast á hvalveiðum. Garðinn hannaði Frederick Law Olmsted sem sagður er fyrsti landslagsarkitektinn í Bandaríkjunum. Til að tryggja framtíð safnsins var gerður landleigusamningur milli Harvardháskóla og Boston-borgar til eitt þúsund ára með mjög lágri leigu. Í samningnum er gert ráð fyrir Silkitré, (Albizia Julibrissin). því að borgin sjái um öryggismál og stígagerð í garðinum en að öðru leyti er hann í umsjón augu bar. Trjánum er raðað eftir ættkvíslum og því hægt að skoða margar tegundir innan sömu stjórnar garðsins. ættkvíslar í einu. Raðað eftir ættkvíslum Ég kom inn í garðinn að austanverðu og það Garðurinn er 107 hektarar að stærð og því stærri fyrsta sem fyrir augu mín bar var tjörn og við en svo að hægt sé að skoða hann allan á einum hana stóð Albizia frá Suður-Kóreu, sem á ensku degi. Heimsókn mín í garðinn var í febrúar og kallast silkitré vegna fíngerðra blómanna, en trén því í vetrarástandi, en engu að síður var fagurgrænt laufið líkist blöðum mímósu og áhugavert að ganga um og skoða það sem fyrir lokast víst á nóttunni. Næst blöstu við runnar

38  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

af ættkvíslinni Philadelphus, bæði frá Ameríku og Asíu, en til hennar heyra um 60 tegundir sem ná allt að sex metra hæð. Blóm þessara runna líkjast blómum sítrustrjáa og kallast runnarnir Mock Cidrus á ensku og eru vinsælir garðrunnar. Því næst komu sýnishorn af trjám og runnum af ættkvíslunum Nyssa, Gymnocladus, alparós og víði, en alls munu vera í garðinum trjákenndar plöntur sem tilheyra rúmlega 350 ættkvíslum. Vegna þess að flest trén voru lauflaus var gaman að skoða mismunandi áferð og lit barkarins og sjá hvernig hann flagnar af sumum trjám en liggur eins og smurður á öðrum. Sérstaklega var gaman að skoða hrjúfan en um leið mjúkan börkinn á háu korktré (Phellodndron amurense) frá Japan, en það mun vera eitt af elstu trjánum í garðinum, plantað 1882. Þrátt fyrir að öll trén í safninu séu merkileg eru sum þeirra þó einfaldlega merkilegri en önnur. Má þar meðal annars nefna eintak af Magnolia acuminata sem er upprunnin í Norður-Ameríku og spíraði 1880. Tréð getur orðið 20 metra hátt en ávöxturinn sem það ber líkist einna helst agúrku, enda stundum kallað agúrkutré. Annað áhugavert tré frá N.-Ameríku er Liriodendron tulipifera eða túlípanatré sem, eins og nafnið gefur til kynna, blómstrar „túlípönum“. Í náttúrlegum heimkynnum sínum í Flórída getur tréð náð 60 metra hæð en eintakið í garðinum er nokkuð lægra. Túlípanatré þykja góð til viðarframleiðslu,

Í gestamóttökunni er stórt líkan af trjásafninu og þegar horft er yfir það sést að í garðinum eru fjórar hæðir, Bussey Hill, Hemlock Hill, Peters Hill og Weld Hill. Til þess að fá betri sýn yfir trjásafnið gekk ég á eina hæðina sem er nokkurn veginn í miðjum garðinum. Þverhandarþykkur snjór lá yfir öllu og gott færi fyrir gönguskíði ef þau hefðu staðið til boða. Á leiðinni upp gafst mér færi á að skoða tré og runna af ættkvíslunum Fraxinus, Catalpa, Prunus, Betula og Cornus og sérkennilega lagað eintak af Morus alba sem minnti helst á tré sem lesið er um í gömlum hryllingsbókmenntum. Ofan af Bussey Hill sést fyrst hversu stórt Arnold-trjásafnið er og hversu vel garðurinn er hannaður með göngustígum og bekkjum. Ef horft er til suðurs ofan af hæðinni sést yfir safn sígrænna plantna eins og grenis, furu, einis, ýviðar, bambusa og musteristrjáa. Þar sá ég einnig í fyrsta sinn á ævinni eintak af Sequoiadendron giganteum eða risafuru. Hún verður allra trjáa hæst og getur náð 90 metra hæð þrátt fyrir að eintakið sem ég sá hafi verið fremur lágvaxið - ekki nema 20 metra hátt.

Vetrarstemming í Arnold Arboretum.

Upplýsingar Opnunartími garðsins er frá sólarupprás til sólseturs alla daga ársins, en þjónustumiðstöðin er opin frá klukkan 9-16, mánudaga til föstudaga, kl. 10-16 á laugardögum en frá hádegi til kl. 16 á sunnudögum. Auðveldasta leiðin til að komast í garðinn er að taka lest eftir „Orange Line“ að Forest Hill og ganga þaðan. Myndir af sýrenum, tjörn og hlyn: © President and Fellows of Harvard College. Arnold Arboretum Archives.

Fræðikona leitar fanga í bókasafninu. Morus alba sem minnti helst á tré sem lesið er um í gömlum hryllingsbókmenntum.

Röð almenningsgarða Í Boston er að finna marga fallega almenningsgarða. Í miðbænum er til dæmis einn sem kallast Boston Common og er hann hluti af röð almenningsgarða sem liggja eins og kragi í gegnum borgina. Arnold Arboretum er hluti af þessum græna kraga og tvímælalaust tilkomumesti garðurinn. Hann er vel þess virði að heimsækja til að ná áttum milli heimsókna í verslanamiðstöðvarnar. n

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  39


KYNNING

Júní allt árið Te x ti : Auður I . O ttesen. M y ndi r : Pá l l J ök ul l Pétur s s on

I

nniGarðar ehf. er sérverslun með vatnsræktunarkerfi fyrir heimili og stofnanir. Eigendur þess, Pétur Þórisson og María Norðdahl, hafa frá því fyrirtækið hóf starfsemi sína í nóvember 2007 kennt Íslendingum að rækta í vatnskerfi með lýsingu og gefið þeim færi á að rækta grænmeti, ávexti og aðrar plöntur inni í stofu hjá sér. Í vor var fyrirtækið flutt í rúmgott húsnæði við Lyngháls 4 í Reykjavík og í sýningarsal þeirra er vöxtulegur gróður sem þrífst vel í mismunandi vatnskerfum. Úrvalið er mikið og sjón er sögu ríkari.

InniGarðar ehf. Lynghálsi 4, Reykjavík. Opið Mán – fös:12 – 18 Laugard: 12 – 16 Sími 534-9585. www.innigardar.is.

125W 2700K, perur með rauðleitu ljósi fyrir for- og fullræktun. 125W 6400K, perur með bláleitu ljósi til forræktunar. Ræktun í vatni segja þau vera ótrúlega einfalda. „Það sem til þarf í vatnsræktun er súrefnisríkt vatn, góð næring, hiti og birta. Hægt er að líkja vatninu með næringunni og súrefninu við fljótandi jarðveg, auðugan af næringu. Vaxtarskeiðið verður margfalt hraðara og afurðir plantnanna stærri og þyngri. Þar sem enginn jarðvegur er til staðar er auðveldlega hægt að koma í veg fyrir pöddur og aðrar óværur sem fylgja oft moldinni,” segir María þegar blaðamaður Sumarhússins

Starfsfólk Innigarða ehf, þau María, Sigurður og Pétur.

40  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Minnstu perurnar duga öllum. Fáanlegar í þremur stærðum og tveimur litum. Minnsta peran er 8.100 lumex, miðstærðin 13.000, og stærsta 19.000.

og garðsins gengur um verslunina með henni og virðir fyrir sér gúrkur og chili-pipar í örum vexti. „Viðskiptavinir okkar hafa mismunandi hugmyndir um ræktun og við skoðum með hverjum og einum hvaða ræktunarkerfi hentar þeim því möguleikarnir eru margir” segir hún.

Ljósið gefur möguleika á að rækta inni allt árið Ljósin eru það sem tryggir góðan árangur í vatnsræktinni og bjóða InniGarðar margvíslegan ljósabúnað. „Hjá okkur er úr miklu að velja, hvort sem þeir sem forrækta grænmeti og sumarblóm inni ætla að rækta í vatni eða hefðbundinni mold. Það sama má segja um þá sem eru að koma til fjölærum jurtum og trjám og runnum. Margir rækta í eldhúsglugganum, þvottahúsinu, bílskúrnum eða í gróðurhúsi og lýsingin getur skipt sköpum. Með henni er verið að skapa vissar aðstæður og júní getur einfaldlega varað allt árið.” InniGarðar selja flúorbunt-perur, HPS- og MH-perur og LED-lampa. Pétur hælir LEDlömpunum fyrir sparneytni og segir að plantan nái að nýta vel alla orkuna frá þeim. „Flúorperurnar spanna allt litrófið og einn af kostum þeirra er að þær gefa ekki frá sér mikinn hita og þarfnast því ekki sérstakrar loftræstingar. Líftími þeirra er langur, 8.000-10.000 klukkustundir,” segir hann. Ljósið ber alla regnbogans liti og eru ræktunarperurnar ýmist með rauðum eða bláum lit. „Ræktunarlampi sem hefur annað en rauðar og bláar perur gagnast plöntunum ekki. Blátt ljós er áþekkt vorbirtu og það rauða haustbirtunni.” Í hefðbundinni ræktun í gróðurhúsum eru nær alltaf notaðir HPS-lampar eða aðrir öflugir

lampar, og þar eru notuð 200 vött á fermetrann. Í heimaræktun með flúorbunt-perum duga 125 vött á fm. Á fermetranum er hægt að vera með 3-4 bakka í forræktun. „Hversu ljósin eru hátt ofan við plönturnar er eitt sem þarf að taka tillit til. Mest fá plönturnar út úr perunni ef ljósið er 5-6 sm ofan við þær. Meta þarf ljósstyrk og lit í hverju ræktunartilfelli fyrir sig. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir dagsbirtuna en með lýsingunni er hægt að fara ansi nærri,” segir María að lokum þegar við höfum gengið um verslunina og endum á að skoða bananatré sem er orðið mannhæðarhátt og unir sér vel í vatnsræktarpotti. n

Rafmagnskostnaður: Flúorperur

Kr. á klst

18 t. á dag

30 dagar

125w pera

1,10 kr.

19,82 kr.

594 kr.

200w pera

1,76 kr.

31,71 kr.

951 kr.

250w pera

2,20 kr.

39,60 kr.

1.189 kr.

Kostnaður við lýsingu með gróðurperum á dag og mánuði. Samkvæmt verðskrá Orkuveitunnar 1. febrúar 2008 kostar kWst. (klukkustund) af rafmagni 8,81 kr. Það fer svo eftir því hversu rafmagnsfrek tækin og ljósin eru hvað endanlega er greitt á mánuði.

Eden Project

F

erðalangar sem stefna á ferð um England ættu ekki að láta heimsókn til Eden Project í Cornwall fram hjá sér fara. Eden Project, eða Eden-verkefnið, er nokkurs konar grasagarður sem árið 2001 var settur upp í þyrpingu

risavaxinna gróðurhúsahvelfinga sem reistar voru á gömlu námusvæði í Cornwall í Englandi. Markmið Eden Project er að kynna fyrir gestum samband manna og plantna og þá þörf sem við höfum fyrir gróðurinn. Við þurfum

Á einni kWst. er hægt að vera ýmist með; 8 stk. af 125w gróðurperum, 5 stk. af 200w gróðurperum, 4 stk. 250w gróðurperum fyrir aðeins 8,81 kr. Þetta er 80% orkusparnaður.

á plöntum að halda því án þeirra væri ekkert súrefni og ekkert líf á jörðu. Mest af fæðu okkar, klæðum, húsaskjóli og lyfjum á uppruna sinn í jurtaríkinu. Í risavöxnum hvelfingum Eden hefur ótrúlegum fjölda plantna hvaðanæva að úr heiminum verið safnað saman. Þar er einnig miklum fróðleik um samband umhverfis, plantna og manna miðlað á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Á útisvæðinu, sem nær yfir 30 ekrur, er sögð saga ýmissa plantna sem breytt hafa heiminum og þar vaxa, meðal annars gróðurs, hampur, sólblóm og teplöntur. Á vorin geta gestir notið stórkostlegs sjónarspils þegar 800.000 laukar, páskaliljur, krókusar og túlípanar á svæðinu byrja að blómstra frá og með febrúarmánuði. Yfir sumartímann er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í Eden; leiksýningar, listsýningar, vinnustofur, garðyrkjuumræður, barnaviðburðir, tónleikar og margt fleira. n Le se n d um s em h a f a á h u g a á a ð k yn n a sér má l i ð n án ar e r b e n t á vefsí ð u n a w w w.ed en p rojec t.c om.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  41


Tekur þú þátt

í matjurtabyltingunni?

Birkiplöntur og ferskt salat um hávetur

n Handhægur leiðarvísir fyrir ræktendur matjurta.

Tex ti : Auður I . O ttesen. M y ndi r : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

Þ

ótt úti blási ekki byrlega fyrir salatrækt þá lætur Þórir Arnar Garðarsson rafvirki það ekki á sig fá. Í bílskúrnum hefur hann útbúið ræktunaraðstöðu þar sem hann nær góðum árangri með aðstoð tækninnar og uppsker klettasalat og spínat í matinn. Einnig hefur hann náð góðum árangri með birki við óvanalegar aðstæður.

n Aðferðir, áburðargjöf, vágestir og uppskriftir.

Garðyrkja hefur lengi verið áhugamál Þóris sem hefur síðan 1995 ræktað trjáplöntur í sumarhúsaland sitt. Þegar fjölskyldan hóf að flytja inn vatnsræktunarbúnað og ræktunarljós hjá InniGörðum kom ekki annað til greina en að taka eitt hornið í bílskúrnum undir tilraunaræktun. „Ég byrjaði fyrir þremur árum - var með eina hillu í bílskúrnum þar sem ég hafði komið fyrir ljósi og einum bakka með birkiplöntum. Árið eftir urðu plönturnar 90 og nú eru 400 birkiplöntur í uppeldi ásamt eilitlu af furu og rauðgreni,” segir Þórir sem einnig er með eina hillu undir salat og spínat en það ræktar hann í vatnsrækt. Þórir sáði birkifræinu í desember og nú um miðjan mars er það orðið 10-20 sm hátt. Plönturnar setur svo Þórir út í reit í lok mars og

42  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

n Fjallað um 40 tegundir matjurta sem ræktaðar eru utanhúss.

plast yfir þær til að hlífa þeim fyrir vindi. Birkið Ræktunarperurnar eru 10-20 sm ofan fellir laufið og fer í vetrardvala og síðan þegar við plönturnar og logar ljósið í um 18 sumrar laufgast það á ný og alveg ókalið er það klukkustundir á sólarhring. tilbúið til gróðursetningar í sumarhúsalandinu.

Sérstakt tilboð til áskrifenda og lesenda kr. 2.700 (Kort) og kr. 2.900.- (Gíró) + sendingarkostnaður. Þórir með vel sprottið og fallegt birki.

n Pöntunarsími 578 4800 eða á www.rit.is

Merkurlaut ehf Hamrahlíð 31 1 0 5 R e y k jav í k Sími 578 4800


Expo í Shanghai í sumar en Dagný er einnig hönnuður sýningarsvæðisins.

Stöðumælum breytt í blóm Af öðrum áhugaverðum verkum Dagnýjar má nefna gula blómabreiðu sem náði frá Tjörninni í Reykjavík upp að dyrum Norræna hússins og gladdi augu vegfarenda síðasta vor og sumar. Verkið kallaðist „Betri tíð með blóm í haga„ og var framlag Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) til Hönnunar-mars 2009 í samstarfi við Norræna húsið. Á Hönnunar-mars 2010 mun FÍLA beina sjónum sínum að miðbæjarumhverfinu. Dagný er í undirbúningsnefnd FÍLA fyrir Hönnunar–mars og hefur af því tilefni hannað risastórt blóm úr notuðu heyrúlluplasti. „Við spyrjum: „FÍLAr þú miðbæinn?” og vísum á tvíræðan hátt í félagið okkar og tökum svo stöðuna á miðbænum með því að umbreyta stöðumælum í blóm og skapa ofvaxna blómabreiðu á Lækjartorgi. Við erum að vekja athygli á því að það þurfi að fara að hanna miðbæinn með mannlíf í huga og velta bílnum úr sessi sem aðalferðamátanum,” segir Dagný Bjarnadóttir að lokum. n

Hönnun

FurniBloom- gróðurhús-gögn Tex ti : Vi lm undur Ha nsen. M y ndi r : Pá ll J ök u l l, D a gný B j a r na dót t ir og B r y nj ól f u r J óns s on

D

agný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hlaut fyrir skömmu styrk úr Hönnunarsjóði Auroru til að þróa húsgögn þar sem plöntur vaxa undir stólsetum og borðplötum. Stefnan er að þau verði komin á markað í vor.

,,Ég fékk hugmyndina að gróðurhús-gögnum árið 2005,” segir Dagný, ,,á sýningu þar sem ýmsir listamenn og hönnuðir gerðu tilraunir með stóla. Meðal þess sem ég sá á sýningunni var plastblóm ofan í stólsetu og þá hugsaði ég: „Af hverju ekki

44  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

að nýta rýmið í stólum og borðum til að rækta eitthvað í?” Nafnið Blómstrandi húsgögn, eða FurniBloom, er komið frá Hrafnhildi S. Mooney en við kynntumst í Orkuverinu, hraðstefnumóti hönnuða og viðskiptamenntaðra einstaklinga, sem Innovit og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa staðið fyrir á Háskólatorgi. Það er aftur á móti Bóas Bóasson hjá Logoflex sem smíðar húsgögnin.”

hægt að nýta húsgögnin á ýmsan máta en þau eru tilvalin þar sem pláss er takmarkað, eins og á litlum svölum og veröndum þar sem fólk getur ræktað plöntur, samtímis því að hafa notagildi af þeim sem húsgögnum. Rýmið í húsgögnunum er upplagt fyrir jurtir eins og smávaxin jarðarber, krydd eða sumarblóm. Í vor mun, ef að líkum lætur, líta dagsins ljós tveggja eða fjögurra sæta garðbekkur með meira vaxtarrými.

Blómstrandi húsgögn

Garðhús-gögnin verða notuð í breyttri útgáfu sem sýningarrými á Norrænu landslagsarkitektasýningunni í tengslum við

Húsgögnin hafa staðið utandyra síðan 2007 og hafa staðist veðurþolpróf á þessum tíma. Það er

Fólk getur ræktað í þeim plöntur samtímis því að hafa notagildi af þeim sem húsgögnum.


KYNNING

Sumar allt árið Tex ti : Auður I . O ttesen. M y ndi r : Pá l l J ö k u l l Pét u r s s on og f l eir i

ORIENT-garðkúlurnar eru í tveimur hlutum. Rúmlega 1/3 hluti kúlunnar opnast þegar hurðinni er rennt aftur fyrir hinn helming kúlunnar. Báðir hlutarnir eru á braut og er því hægt að snúa henni í heilan hring. Hægt er að láta opið snúa á móti morgunsól í upphafi dags en svo síðdegis á móti kvöldsólinni. Einnig er hægt að snúa kúlunni þannig að hafa megi af henni skjól.

V

ið búum á landi þar sem sumur eru stutt og reynum því að treina ánægjustundirnar í garðinum eins langt fram eftir hausti og kostur er, oft dúðuð teppi og undir hitalampa til að njóta sem lengst stundanna utandyra. Því miður er veðrið þó oft hráslagalegt og þá óska margir sér þess að geta lokað að sér og fá skjól fyrir regni og vindi en geta samt verið áfram úti. Þetta þarf þó ekki að vera óskin ein því lausnin er til í formi garðskála sem nýtist sem sælureitur allt árið.

46  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Garðskáli er nokkurs konar millistig húss og garðs og er hægt að opna hann út í garð eftir því hvernig viðrar. Jón Bergsson ehf. hefur á boðstólum margar gerðir garðskála sem bæði geta staðið við hús eða verið frístandandi á verönd eða úti í garði. Skálarnir eru á brautum sem festar eru við þakskegg hússins og veröndina. Á milli brautanna eru færanlegar einingar sem mynda þak og veggi skálans og er hægt að renna hverri undir aðra. Við ræddum við Jón Arnarson, annan eiganda fyrirtækisins, um möguleikana sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum. „Garðurinn er í auknum mæli samverustaður fjölskyldunnar og er veröndinni oft líkt við aukaherbergi. Fólk borðar á veröndinni á sumrin og fram á haust. Margir eru jafnframt með heitan pott á veröndinni og enginn vafi er á að pottar eru skemmtilegastir utandyra, hvort sem er á góðum sumardegi eða á fallegu stjörnubjörtu vetrarkvöldi. Með opnanlegum garðskála nýtist potturinn árið um kring, óháð veðri,” segir Jón og bætir við að kostur sé að geta notið þess að sitja í sumarlegu umhverfi og með grillið í gangi allt árið. „Á köldum dögum er hægt að auka gildi garðskálans með rafmagnshitun þannig að notalegt sé að sitja þar. Svo er óneitanlega kostur

að þurfa aldrei að dröslast með garðhúsgögnin og grillið í geymslu og þurfa ekki að moka snjó og önnur óhreinindi af veröndinni.” Jón segir að vegna þessa nýtist garðskálinn sem sælureitur allt árið. „Skálarnir safna í sig hita og því er mikill munur á því hvernig gróður þrífst inni í skálanum og fyrir utan hann. Hjá einum viðskiptavini okkar lenti önnur af tveimur rósum, sem stóðu við sama vegg, inni í garðskálanum. Fram að því höfðu þær blómstrað á sama tíma. Árið eftir var rósin sem var inni í skálanum í fullum blóma þegar varla voru komnir knúppar á hina. Garðskálarnir henta einnig vel til að rækta í lítil ávaxtatré í pottum eða fallegar blómstrandi plöntur sem óneitanlega fegra umhverfið.” Í sumum skálum eru gluggar til þess að tryggja loftræstingu því mjög heitt getur orðið inni í þeim í sterkri sól. Í glerinu er ákveðin sólarvörn, en hún er óveruleg. Fólk verður brúnt í skálanum og hlutir upplitast eins og annars staðar þar sem sól nær að skína.

Teikning gerð af hverjum skála „Þeir sem hafa áhuga á að kaupa skála hjá okkur koma til okkar með teikningu eða ljósmynd og ég gef fólki grófa verðhugmynd eftir að ég er búinn að fá helstu mál, eins og lengd, breidd og hæð

Jón Bergsson ehf Kletthálsi 15, Reykjavík. Sími 588-8886. jon@jonbergsson.is. www.jonbergsson.is.

Garðskálarnir eru framleiddir úr álprófílum þar sem allar skrúfur, hjól og aðrir íhlutir eru úr ryðfríu efni sem eykur endingu húsanna. Allar festingar og hjól eru falin í hönnun prófílanna sem gerir útlit skálanna stílhreint. Rúður húsanna eru úr Polycarbonate-plötum sem eru ýmist tvöfaldar 10 mm eða einfaldar 4 mm og með dropavörn. og nokkurn veginn hvernig fólk vill að húsið líti út. Ef verðhugmyndin samræmist því sem viðskiptavinurinn hefur í huga er farið í næsta skref sem er að gera riss af garðskálanum. Því næst er teikningin send út til framleiðandans,

Formið á skálunum hjá Jóni Bergssyni ehf hefur fram til þessa verið bogasveigt en nú er boðið upp á skarpari horn. Jón Arnarson segir að nýi skálinn, sem þeir eru nú komnir með, er kantaðri og endinn á honum getur staðið frístandandi þannig að hægt er að renna einingunum í báðar áttir og opna skálann alveg.

ásamt teikningum af húsinu og öllum málum sem þörf er á. Framleiðandinn sendir okkur svo til baka Auto-Cad teikningu í þrívídd af húsinu með öllum málum, við yfirförum teikninguna og athugum hvort allt sé ekki örugglega rétt. Ég fer jafnvel á staðinn og geng úr skugga um að málin passi, sérstaklega ef um flókna skála er að ræða. Það er að mörgu að hyggja, til að mynda ef pallurinn er steyptur og með vatnshalla þá þarf að taka tillit til þess í smíðinni. Þegar skálinn er kominn á staðinn þurfa málin að vera rétt.

Þegar búið er að yfirfara teikninguna og hún er rétt, fer skálinn í framleiðslu. Um leið og þessi teikning berst okkur fáum við líka endanlegt verð á skálanum sem er oftast nær mjög nærri því sem búið var að áætla.“

Aukaherbergi á hagstæðum kjörum „Það tekur um þrjá mánuði frá því pantað er þar til einingarnar koma til landsins frá framleiðanda. Skálarnir hafa að sjálfsögðu hækkað í verði eftir efnahagshruni, en eru þrátt fyrir það ekki svo Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  47


Álprófílarnir eru framleiddir í eftirfarandi litum: Hvítum, grænum, beige, állit og í viðarlíki.

Leynist skreytingarefni

Jón Arnarson og Örn Jónsson eigendur Jóns Bergssonar ehf í garðskála. Þeir eru einnig umboðsaðilar fyrir Softub heita potta.

dýrir. Verðið á kúlunum og skálunum er nú frá 1,8 milljón og þeir algengustu eru á bilinu 2-2,5 milljónir,“ segir Jón.

Garðskálarnir eru einfaldir í uppsetningu Einingarnar koma tilbúnar til uppsetningar. Festa verður brautirnar uppi og niðri en einingunum er síðan rennt inn á þær. Síðan er gengið frá göflum og þeir festir í gólf og vegg og gengið frá þéttingum. „Við erum með á okkar vegum menn sem hafa séð um uppsetningu á skálunum og við mælum með því að fólk nýti sér þekkingu þeirra. Við erum líka með upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja spreyta sig sjálfir á uppsetningunni,” segir Jón. Uppsetningin tekur tvo daga fyrir tvo menn ef allt gengur eðlilega fyrir sig. Skálunum er ætlað að standast mikið veðurálag, svo sem sterkan vind, bleytu, sólarljós, regn eða snjó, og hitastig frá -50 til +115 gráður. „Þrátt fyrir þetta eru skálarnir ekki hugsaðir sem 100% vatnsheldir, þar sem ekki er sett kítti heldur þéttilistar á samskeyti, og gúmmíflipi er á milli eininganna sem er rennt fram og til baka.” IPC hefur síðustu árin verið í fararbroddi í framleiðslu sundlaugarskála, garðkúlna og skála yfir verandir. Þeir hafa verið fyrstir með nýjungar, eins og garðkúlur á braut, sundlaugarskála með kúlulaga enda, lágar flatar gólfbrautir og álprófíla með viðaráferð, svo eitthvað sé nefnt. Framleiðsla IPC er boðin í 30 löndum Evrópu ásamt Asíu

48  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

í íslenskum skógum?

og Ameríku. Nútímaleg hönnun og tölvustýrð framleiðsla gerir IPC að leiðandi framleiðanda á sínu sviði. Garðkúlurnar og skálarnir eru framleiddir í þeim stærðum sem óskað er.

Steinar Björgvinsson með fagfólki í blómaskreytingum sem tók þátt í mati hans á nothæfu skreytingaefni úr íslenskum skógum. Frá vinstri: Margrét Rafnsdóttir, Fríða Guðlaugsdóttir, Hjördís Reykdal, Valborg Einarsdóttir og Guðrún Brynja Bárðardóttir.

H

vað ætli mikið sé flutt inn af skreytingagreinum til að nota í blómaskreytingar hér á landi og hvað ætli hlutur íslensks efnis sé stór? Steinar Björgvinsson, nemi í skógfræði, ætlar að svara þessum spurningum í lokaverkefni sínu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Olympic Olympic var upphaflega framleitt sem lokun yfir sundlaug þar sem hægt er að renna þakinu ofan af sundlauginni en gefur jafnframt kost á að opna kúlulaga enda hússins. Þessi útfærsla gerir líka mögulegt að tengja hana við húsvegg þannig að hægt sé að ganga innan úr húsi í kúlulaga garðskálann sem opnast yfir veröndinni. Fallegt útlit og snjöll hönnun einkennir þessa útfærslu. Þetta garðhús er framleitt í breytilegum stærðum eða samkvæmt uppgefnum málum.

Veranda VERANDA-garðskálarnir eru á braut við þakkant hússins og einnig á veröndinni. Allt að sex færanlegar einingar sem renna hver undir aðra mynda bogalaga þak og veggi skálans. Þannig er hægt að „fjarlægja“ skálann ofan af veröndinni þegar veður er gott en draga hann svo yfir svæðið þegar þörf er á skjóli. Hægt er að renna einingunum í hvora áttina sem er, sem eykur nýtingu svæðisins. Einnig má nefna að þegar á að grilla er hægt að opna skálann yfir grillinu svo reykurinn komist út en vera samt í skjóli. n

Corso garðskálinn.

Úttekt sem Steinar er að vinna er hluti af BSritgerð hans í skógfræði. Verkefnið felst í því að meta möguleika afskorinna greina og sprota úr íslenskri ræktun til notkunar í blómaskreytingar. Eftir að hann var búinn að viða að sér efninu tók hann á móti blómaskreytum og fulltrúum blómaheildsala sem lögðu mat á efnið með tilliti til þess hvort það væri nothæft í skreytingar. Steinar hefur lengi starfað við garðyrkju og skógrækt, en hefur einnig lært og fengist við blómaskreytingar. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ekki mætti auka hlut íslensks efnis á þessum markaði og einnig hvað varðar markað með jólatré. Undanfarnar vikur hef ég viðað að mér alls kyns áhugaverðum greinum og sprotum.

Ég leitaði fanga austur á Hallormsstað og fékk fyrir þau góðu viðbrögð sem ég fékk frá fólkinu að safna efni þar, og einnig í Skorradal,” segir í blómaskreytingafaginu, þátttakan hefur verið hann og bætir því við að hann hafi líka sótt mjög góð og nú er bara að fara að vinna úr efni í trjásafn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar gögnunum og sjá hvort ekki sé eitthvað nýtt sem í Höfðaskógi. hægt er að nota úr skóginum. n „Í verkefni mínu hef ég verið að skoða hve mikið er flutt inn af afskornum greinum og Stóran hluta þeirra lauffellandi tegunda sem reikna út verðmæti þeirra. Ég hef einnig lagt mat Steinar prófaði hafði hann tekið inn í 1-3 á verðmæti innlendrar framleiðslu og hversu vikur og komið þeim af stað í hlýjunni. mikið fer á íslenskan markað. Hingað til eru það fyrst og fremst tvær tegundir sem hafa verið á boðstólum hérlendis af innlendum greinum, en það er stafafuran fyrir jól og birki fyrir jól og páska. Nokkrar sígrænar tegundir, auk stafafurunnar, hafa einnig fengist hér en í takmörkuðum mæli,” segir Steinar. „Það var mikill höfuðverkur að velja úr öllu þessu efni sem til greina kom því það gat ekki allt verið með í matinu.” Hann valdi því nokkuð útbreiddar tegundir í ræktun og/eða þær sem eru auðræktaðar hérlendis. „Sjaldgæfum tegundum og þeim sem þurfa mikla umönnun var sleppt í þetta sinn,” segir hann. Það spilaði líka inn í að hann ætlaði ekki að ofgera þeim sem komu að meta efnið. „Ég er mjög þakklátur

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  49


greina en að fara aftur í Ingvar Strand blomsterskole. „Ég var búin með grunnnámið og reynsla mín og garðplöntunámið var metið þannig að ég átti lítið eftir. Námið er 40 vikur og ein haustönn í viðbót, sem ég tók. Þetta er nokkuð dýrt en ég lét mig hafa það því það var námslánshæft. Petra segir að tíminn í skólanum hafi verið ævintýri líkastur. „Það var frábært að hafa Runi sem kennara, hún er ein af þessum norsku snillingum og er bæði blómaskreytingamenntuð og lærð í listum. Hún leggur áherslu á að kenna jafnhliða blómaskreytingar og listasögu. Sýn mín á fagið hefur breyst gríðarlega mikið undir leiðsögn hennar. Maður er að læra að búa til hluti á allt annan hátt en ég hafði gert áður. Runi leggur áherslu á að námið sé í víðu samhengi og mig grunaði ekki hvað fagið hefur mikla dýpt og er umfangsmikið. Skilningur minn á verkum kollega minna hefur aukist mikið,” segir Petra og bendir á að blómaskreytingar séu svo miklu meira en gerð blómvanda við hin ýmsu tækifæri. „Í vinnunni með gróðurinn nálgast maður æði oft listræna sköpun í bland við tækni sem er lærð. Í skólanum lá ég yfir fagbókum um blómaskreytingar, og þá sérstaklega þýskum og norskum. Ég spurði mig oft, þegar ég var að skoða verkin sem voru þar sýnd, hvort þau væru falleg og hvað þau væru eiginlega. Eftir því sem ég lærði meira og uppgötvaði hugsunina á bak við þau þá sé ég þau með öðrum hætti og segi oft; ójá, auðvitað.”

Hef alltaf verið blómastelpa Te x ti : Auður I . O ttesen. M y ndi r Petra S tefá nsdót t ir

F

agurfræði og þekking á listasögunni eru þeir eiginleikar sem Petra Stefánsdóttir, garðyrkjufræðingur og blómaskreytir, hefur nýtt sér í verkum sínum sem blómaskreytir. Hún lauk nýverið námi við Ingvar Strand blomsterskole í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð fyrir frumlega nálgun og færni við blómaskreytingar. Í stuttu stoppi hér á landi þáði Petra heimboð og yfir kaffibolla sagði hún frá því hvernig garðyrkjan og blómin hafa haft mótandi áhrif á hana.

Petra segist alltaf hafa verið með blómadellu. Fjölskylda hennar flutti til Hveragerðis þegar hún var krakki og þar fór hún út í móa að tína blóm og átti sitt blómabú, enda er náttúran þar nærri byggðinni. „Ein af mínum fyrstu minningum tengist gróðri. Áður en við fluttum í Hveragerði bjuggum við í Kópavogi og þar gróf ég vallhumal upp úr móanum og gróðursetti hann einhvers staðar annars staðar.” Þegar talið berst að því hvernig hún svo kynntist garðyrkjunni segir hún: „Ég man sérstaklega hvað mig hryllti við því þegar mamma sagði mér að ég þyrfti að fara í unglingavinnuna. Ætli ég hafi ekki verið 14 ára og hlýddi náttúrlega. Svo ákvað ég að ég yrði að finna lausn á þessu og fékk vinnu í gróðurhúsi sumarið eftir og síðan hef ég alltaf verið undir álögum blómatöfranna.”

Í blómaskreytinganám í Svíþjóð Fram að tvítugu var Petra harðákveðin í að fara í Garðyrkjuskólann eða í nám í blómaskreytingum. Hún fór rúmlega tvítug til Svíþjóðar og eftir fjögurra ára dvöl lét hún drauminn rætast og fór í Ingvar Strand blomsterskole í Málmey. „Loks þegar ég settist á skólabekk að læra blómaskreytingar byrjaði ég fyrir alvöru að kynnast þessari einstöku veröld. Ég tók þar grunninn og hélt svo ekki áfram því ég fór heim.” Eftir heimkomuna vann Petra í fjögur ár í Blómálfinum hjá Helgu Thorberg og segist hafa lært mikið hjá henni. „Þó svo að Helga hafi ekki verið garðyrkjulærð á þessum tíma var hún afar góður kennari. Hún vildi alltaf hafa hlutina flotta og fína og lagði áherslu á að hvert blóm fengi sitt rými - að það nyti sín og ekkert skyggði á það.” Löngun til að læra meira í garðyrkju varð til þess að Petra skellti sér í Landbúnaðarháskólann og fór þar í nám á garðplöntubraut. „Þrátt fyrir að hafa haft meiri áhuga á ylrækt, ræktun pottaplantna og grænmetis,

Í Ingvar Strand blomsterskole eru nemendurnir hvattir til að vinna úr eigin hugmyndum, fá innblástur frekar en að herma eftir verkum annarra.

Vinna í blómabúð í Noregi er góður skóli Í einu af verkum sínum í Ingvar Strand blomsterskole valdi Petra að vinna út frá arkitektúr. Hún skoðaði fjögur tímabil í arkitektúrasögunni og notaði hugmyndir og áhrif frá gotneskum tíma. Við uppsetningu verksins var hún undir áhrifum postmodernismans. Bogadregnir litríkir gluggar voru fyrirmynd í brúðarvendinum og kórónunni fyrir brúðgumann. Kóróna brúðgumans sýndi form þaksins og brúðarvöndurinn endurspeglaði marglitt gler og form glugganna. Á myndinni eru Pétur Hannesson og Petra Stefánsdóttir

sveigðist áhugi minn að garðplöntunum,” segir Petra sem útskrifaðist 2006 og vann um tíma í Ræktunarstöðunni hjá Reykjavíkurborg. „Tíminn í Ræktunarstöðinni var góður og lærdómsríkur. Mér þótti ágætt að þessi draumur hafði ræst og því pláss fyrir frekari drauma. Það blundaði alltaf í mér að fara til Þýskalands og læra grasalækningar. Það hefur alltaf heillað mig hvílík gjöf náttúran er og hvernig má nýta hana til lækninga. Svo fór þó að eftir að ég lauk náminu í garðplöntufaginu leiddi ég hugann að blómaskreytingafaginu aftur.”

Petra kláraði svo skólann í janúar síðastliðnum og er nú að vinna í Ósló þar sem hún mun taka sveinspróf og fær fagbréf sem löggiltur blómaskreytir. „Ég valdi að vinna í Noregi vegna þess að Norðmenn eru mjög framarlega í faginu. Dvölin þar verður enn einn skólinn fyrir mig. Fulltrúar Noregs í alþjóðlegum keppnum í blómaskreytingum eru sigurstranglegir og þeir eru afar flinkir. Í Noregi eru margar flottar blómabúðir sem tileinka sér það nýjasta sem er að gerast í blómaskreytingunum, eins og að vinna út frá menningu og stílbrögðum eins og ég hef tileinkað mér.” Í lokin er Petra spurð að því hvort hún sé nokkuð á leiðinni heim. Hún svarar því til að hún sé soddan fiðrildi og framtíðarplön hennar mælist í stuttum tímabilum. „Ég leyfi hlutunum einhvern veginn að gerast, að koma til mín. Nú er ég í þessari blómaveröld í Ósló, enda kom ekki annað til greina en að vera eitthvað úti eftir námið. En ég kem heim í frí,” segir þessi hæfileikaríki og snjalli blómaskreytir sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. n

Listræn nálgun í blómaskreytingunum Er Petra frétti af því að Runi Kristofers, norskur blómaskreytir og listamaður og einn besti kennari Evrópu í blómaskreytingum, væri að kenna í gamla skólanum hennar þá kom ekki annað til Falleg skreyting sem er fest á nælu svo hægt sé að festa hana í föt.

50  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Vegetativ-stíll er frá tímabilinu jugend sem var náttúrulegur formalstíll. Transparant stíllinn er frá tímabili postmodernismans og er andstaðan við modern – hann er skrautlegur, oft ofhlaðinn og flippaður. Brúðarvöndur eftir Petru. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  51


Af þeim sökum er sérstaklega mikilvægt fyrir sleðamenn að halda sig frá svæðum hestamanna og skipulögðum skíðasvæðum. Bílprófið veitir réttindi til aksturs á vélsleða. Þó er að finna undantekningu frá þessari reglu ef ekið er á lokuðu og tryggu svæði, en þar mega 14 ára og eldri aka sleðum. Að lokum er rétt að geta þess að vélsleðar þurfa undir öllum kringumstæðum að vera bæði skráðir og tryggðir.

Notum veturinn

til heilsusamlegra leikja

Vetrardvöl til lengri eða skemmri tíma í sumarhúsinu gefa tækifæri til útiveru og iðkunar ýmis konar vetraríþrótta. Látum hugann reika og skoðum nánar á hvern hátt hægt er að hafa bæði gagn og ekki síður gleði af vetrinum.

Sparksleðinn gamalt og gott farartæki

Tex ti : Guðrún Fr í m a nnsdótti r. M y ndir Pá l l J ök u l l Pét u r s s on o. f l.

F

annhvít jörð og hækkandi sól eru kjöraðstæður fyrir þá sem vilja gæla við barnið í sjálfum sér og bregða á leik í snjónum, við vök eða á vatni í næsta nágrenni. Sjálf á ég margar stórskemmtilegar minningar sem tengjast þessum árstíma. Til dæmis skautaferðir á ísilögðum Pollinum við Akureyri, þar sem keppst var um að halda í annan enda trefils hjá sætasta stráknum í skólanum og skautað í stórum hópum þvert yfir fjörðinn. Sparksleðinn er einnig skemmtilegt leikfang fyrir unga sem aldna, auk þess sem hann er frábært farartæki fyrir alla aldurshópa.

Gönguskíði eru bæði með og án riffla og sitt sýnist hverjum um hvað er best í þeim efnum. Skór og bindingar á gönguskíðin eru af ýmsum toga og rétt er að ráðfæra sig við fagfólk verslana áður en útbúnaðurinn er keyptur. Áburð, vax eða klístur þarf meðal annars að velja eftir hitastigi og gerð snjóþekjunnar. Hér á landi er veðráttan síbreytileg og því erfitt að hitta á rétta áburðinn. Rifflurnar undir skíðunum veita einungis spyrnu og þarf því eftir sem áður að bera rennslisáburð á skíðin endanna á milli, sérstaklega þegar skíðað er á nýföllnum snjó við frostmark. Ég hvet þá sem ekki hafa þegar prófað gönguskíðin til að gera það og leyfi mér að fullyrða að í flestum tilfellum líði fólki vel bæði á sál og líkama á eftir. Sú er að minnsta kosti raunin með sjálfa mig.

Gönguskíði veita alhliða hreyfingu

Góð fjölskylduskemmtun að

Það fyrsta sem kemur upp í huga minn eru skauta saman gönguskíðin. Þar er á ferðinni íþrótt sem veitir Skautana er hægt að draga fram þrátt fyrir að alhliða hreyfingu og reynir á fætur, hendur, bak lítinn sem engan snjó sé að finna, svo fremi að og maga. Gönguskíðin gefa því holla hreyfingu frjósi á. Litlar tjarnir, vötn og frosið mýrlendi sem eflir bæði þrek, þol og styrk, auk þess að vera geta boðið upp á ágætisskemmtun á skautum öflug brennsluæfing. Kosturinn við gönguskíðin fyrir bæði stóra og smáa. Eins og gönguskíðin er sá að auðvelt er að ná tökum á þeirri færni sem eru skautarnir skemmtileg og góð hreyfing til þarf - hver og einn getur gengið á sínum hraða fyrir alla fjölskylduna. Þar reynir á samhæfingu, í lengri eða styttri tíma í senn. Það er með þessa viðbragðshæfi og jafnvægisskyn sem gjarnan íþrótt eins og flestar aðrar að gott líkamlegt form er í mótun hjá yngri börnum og því býður upp á fleiri tækifæri - til dæmis að ganga á rétt að gæta sérstaklega vel að öryggi þeirra þegar skíðunum upp á næsta fjall í nágrenninu eða til farið er á skauta. Látið að fara í lengri ferðir. Munið þó að láta alltaf vita börnin nota hjálm af ferðum ykkar, fylgjast með veðurspá og vera og einnig er mælt því viðbúin að veðið hér á landi breytist mjög með hné–, olnbogahratt. Gönguskíðin eru frábær fjölskylduíþrótt þar sem allir aldurshópar geta og úlnliðshlífum. tekið þátt. Í Noregi er gjarnan Skautar þurfa að talað um að börnin fæðist vera í réttri stærð og með gönguskíði á fótunum, en veita ökklum góðan þar í landi er alvanalegt að eldri stuðning. Listskautar og fjölskyldumeðlimir dragi þá yngri á eftir hokkískautar eru þeir algengustu. sér í svokallaðri púlku, eða ungbarnasleða, en Listskautablöðin hafa sérstakt form sem gefa þar situr barnið með góðan bakstuðning, beina tækifæri til ýmiss konar kúnsta á svellinu en hokkískautarnir eru betur til þess fallnir að fætur og þar til gerða hlíf fyrir andlitinu. Skíðafæri hér á landi getur breyst mjög hratt skauta á hefðbundinn hátt. og skari og klaki verið í skíðaslóðunum og því ráðlegast að hafa stálkanta á skíðunum ef Í nýjustu bók Kristínar Marju Baldursdóttur, ætlunin er að ganga við aðstæður utan brauta. „Karlsvagninn„, er falleg lýsing á því hvernig

52  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Tveir finnskir dorgveiðimenn glaðir með góðan feng.

Dorgveiði í gegnum vök

Að fara á gönguskíði er holl og góð útivera, og skemmtileg líka.

sögupersónur bókarinnar finna gamla skauta í sumarbústaðnum og dansa um ísilagt stöðuvatn í tunglsljósinu. Ekki galin hugmynd sem má gjarnan taka sér til fyrirmyndar ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Þegar skautað er utandyra á frosnu vatni eða tjörn ber að sýna sérstaka aðgát og helst að vera á ís yfir grunnu vatni til að ekki sé of erfitt að komast upp úr ef ísinn brestur. Ísinn þarf að vera að minnsta kosti 10 sm þykkur til þess að öruggt sé að skauta á honum. Gott er að mæla ísinn á nokkrum stöðum til að vera öruggur. Ef svo óheppilega vill til að einhver fellur í gegnum ísinn er ráðlagt að snúa sér að bakkanum, halla sér að ísnum, teygja hendurnar upp á hann og reyna að sparka og draga sig upp úr vatninu. Þegar upp er komið er ráðlagt að liggja á ísnum og rúlla sér frá vökinni. Ef sá sem dettur kemst ekki upp úr vatninu án aðstoðar er rétt að kasta til hans reipi, stöng eða trjágrein og toga hann upp úr. Sjálf á ég nokkrar dramatískar minningar frá skautaferðum okkar krakkanna á Akureyri þegar eitthvert okkar féll niður um ísinn á Pollinum. Þetta gerðist sem betur fer mjög nálægt landi og með hjálp fullorðinna sem voru á staðnum endaði allt vel. Eftir smáskammir, þurr föt og heitan kakóbolla var allt gott á ný.

Ísilögð vötnin bjóða upp á fleiri möguleika en að brunað sé um þau á skautum því undir ísnum leynist gjarnan fiskur sem hægt er að draga á land og borða. Þorsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Geiteyjarströnd við Mývatn, þekkir vel til dorgveiði en þar í sveit hefur hún verið stunduð á vatninu eins lengi og elstu menn muna. Að sögn Þorsteins þarf fyrst af öllu að ganga úr skugga um að ísinn sé mannheldur og telur hann að 10–15 sm þykkur ís ætti að uppfylla þau skilyrði. Fyrr á tímum hjuggu menn gat á ísinn með þar til gerðum áhöldum, en nú til dags eru notaðir sérstakir ísborar til að bora um sex tommu stórt gat á ísinn. Áður fyrr var nánast eingöngu beitt með hvítmaðki, en nú er það smárækjan sem dorgveiðimenn lokka með. Þorsteinn líkir dorgveiðinni við hefðbundna handfæraveiði, nema dorgið sé öllu skemmtilegra - spennandi geti verið að fylgjast með í gegnum vökina og einnig sé gaman að sjá hvað bærist í vatninu þegar ísinn er tær. Sé borað enn stærra gat í ísinn er hægt að leggja net og auka þannig líkur á góðum afla. Áður en hafist er handa við dorgveiðina er rétt að kynna sér hvort og þá hverjir veita leyfi til veiða í þeim vötnum sem um ræðir.

krapi hafa líka gert mörgum sleðamönnum erfitt fyrir og teljast gjarnan til þeirra óvina. Hlífðar- og öryggisbúnaður ökumannsins er jafnnauðsynlegur og sleðinn sjálfur. Ekki er talið ráðlegt að leggja einn upp í ferð á vélsleða heldur að vera í hópi fleiri sleðamanna. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með kennileitum og læra að lesa í landslagið. GPS-tækin eru ómetanleg hjálpartæki fyrir vélsleðamenn, sem þurfa á sama hátt og gönguskíðafólkið að fylgjast vel með veðurspá. Eins er nauðsynlegt að skyndihjálparkunnátta sé fyrir hendi. Heimilt er samkvæmt lögum að aka vélsleðum utan vega þar sem er snæviþakin og frosin jörð, svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum. Einstaka svæði innan þjóðgarðanna eru þó lokuð allri vélknúinni umferð. Almennt er bannað að aka vélsleða í þéttbýli og á almennum vegum. Vélsleðinn er hávær og veldur auðveldlega truflun.

Þrátt fyrir að vélsleðinn sé hraðskreiður og vinsæll langar mig að benda á að gamli góði sparksleðinn er mjög skemmtilegt farartæki til að koma sér stað úr stað, en að sjálfsögðu með minni hraða og yfirferð en vélsleðinn. Til gamans má þó geta þess að heimsmet í hraða á sparksleða eru 105 km á klukkustund. Hugsanlega eiga einhverjir þessa sleða rykfallna á háaloftinu hjá sér og gætu nú tekið þá fram og rifjað upp gamla takta frá fyrri tímum. Til margra ára bjó ég í Geilo í Noregi, þar sem sparksleðinn er notaður sem farartæki fyrir alla aldurshópa yfir vetrartímann. Þar eru sleðarnir smíðaðir í þremur mismunandi stærðum og nöfn eigendanna brennimerkt á þá. Í Geilo er alvanalegt að sjá mikinn fjölda sparksleða fyrir utan grunnskóla, vinnustaði og verslanir, en fólk skiptir gjarnan úr hjólinu í sleðann þegar snjóa tekur. Talandi um sparksleðann þá kemur upp í huga minn falleg mynd af eldri hjónum í Geilo, sem sameinuðust ætíð um notkun á einum sparksleða. Konan sat tryggt á sleðanum á meðan sá gamli sparkaði frúnni þangað sem leið þeirra lá hverju sinni. Ég hvet ykkur sem eruð svo lánsöm að hafa aðgang að sumarhúsi yfir vetrartímann til að njóta útiverunnar og bregða á leik - gera snjókall, snjóhús eða hvaðeina annað sem hugurinn girnist. n

Vélsleðaferðir skemmtilegt sport Ferðamennska á vélsleðum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þetta er hættuleg íþrótt þar sem aldrei er of varlega farið. Líkja má vélsleðum við leiktæki sem smíðuð eru til þess að fara hratt og komast upp brattar brekkur. Við góðar aðstæður er því algengt að menn spretti úr spori, en auknum hraða fylgir aukin hætta og leikaraskapur eða ógætilegur akstur getur valdið slysum. Algengustu og hættulegustu slysin verða þegar ekið er fram af hengju eða brún og einnig geta brattar brekkur oft verið hættulegar vélsleðamönnum. Þótt færið sé gott neðst í brekkunni getur verið glærasvell þegar ofar dregur og sleðinn því misst allt grip. Bröttum brekkum fylgir einnig snjóflóðahætta. Vatn og

Ekki er nauðsynlegt að eiga vélsleða sjálfur. Hér er hópur í vélsleðaferð á Mýrdalsjökli á vegum ferðaþjónustunnar Arcanum Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  53


Það borgar sig ekki að bólsta hvaða stól sem er. Húsgögn sem hafa tilfinningalegt gildi eru gjarnan bólstruð.

 Hægindastóll eftir og fyrir bólstrun 

 Bólstrun lokið.  Rókókóstóll á leið í bólstrun.

Gamalt verður nýtt

- Bólstrun húsgagna Te x t i : Vilmun d ur Han se n .

G

ömul húsgögn geta verið falleg þótt áklæðið og undirlagið sé slitið og farið að gefa sig. Í stað þess að henda slíkum húsgögnum eða fara með þau í Góða hirðinn er upplagt að hafa samband við bólstrara og spyrja hvort ekki sé hægt að gera gripinn upp.

Elínborg Salóme Jónsdóttir, löggildur bólstrari, segir að áhuginn á að láta bólstra húsgögn hafi aukist bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. ,,Húsgögnin sem ég fæ til mín eru í misjöfnu ástandi. Stundum þarf bara að skipta um áklæði en í öðrum tilfellum þarf að endurnýja undirbólstrunina eða jafnvel að líma húsgagnið upp á nýtt. Fólk kemur með alls konar muni til bólstrunar - borðstofustóla, sófa og hægindastóla. Ég fæ líka oft húsgögn í bólstrun sem eru keypt í Góða hirðinum eða á öðrum sölustöðum notaðra húsgagna.

 Óvenjulegur ruggustóll með nýju áklæði úr gömlum lopaleysum.

54  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Vilmundur Hansen

Úrvalið af áklæði er geysilega mikið og sjaldgæft að maður sé að bólstra með sama efninu tvisvar. Leður er alltaf vinsælt og ég bólstraði til dæmis stólsetur með hlýraroði um daginn. Ég aðstoðaði líka við að klæða lítinn sófa með áklæði sem var sett saman úr gömlum lopapeysum, þannig að það er hugmyndaflugið sem ræður. Þegar fólk velur áklæði þarf að hafa í huga hvernig á að nota viðkomandi húsgagn. Það þarf til dæmis slitsterkt áklæði sem gott er að þrífa á sjónvarpssófa en maður getur leyft sér að nota viðkvæmari áklæði á stól sem er sjaldan notaður. Kostnaðurinn við bólstrunina er mjög breytilegur en ég geri yfirleitt tilboð í verkin sem ég tek að mér. Verð á áklæði er einnig mismunandi og ræður miklu um verðið. Það borgar sig ekki að bólstra hvað sem er og sum húsgögn eru eiginlega bara einnota, en vandaðri húsgögn eru gjarnan bólstruð. Oft er þetta líka tilfinningamál, t.d. stóllinn hans afa eða eitthvað sem tengist minningum sem fólk vill halda í. Það er líka nokkuð um sérsmíðuð húsgögn sem hafa verið sniðin að ákveðnu rými. Slíka hluti lætur fólk frekar bólstra en að kaupa nýja. Ég mundi segja að ef fólk ætlar að láta bólstra eigi það fremur að velja vönduð húsgögn en þau sem ódýrari eru,” segir Elínborg.

Ástandsskoðun ,,Það fyrsta sem ég geri þegar ég er beðin að gera tilboð í bólstrun er að skoða í hvernig ásigkomulagi hluturinn er. Ég athuga hvort einungis þurfi að skipta um áklæði eða hvort líka þurfi að laga undirbólstrunina og skipta um svamp í púðum og setum. Síðan skoða ég tréverkið eða grindina og athuga hvort það þurfi að líma hana eða styrkja. Að lokum er svo komið að því að velja áklæðið og það gerir fólk að sjálfsögðu sjálft og eftir eigin ósk.”

Meðferð á leðri ,,Til þess að húsgögn endist þarf að hugsa vel um þau og ekki síst áklæðið. Ef um leðuráklæði er að ræða á ekki að hafa húsgögnin nálægt ofni og það þarf að hlífa þeim við beinu sólarljósi. Einnig á að verja þau gegn ryki og öðrum óhreinindum með því að ryksuga þau reglulega og hreinsa með

 Stóll með hlýraroði.

mjúkum klúti eða svampi. Sérstaklega þarf að hreinsa vel arma og höfuðpúða þar sem handa- og hárfita smitast í leðrið og því oft fyrstu staðirnir sem sér á. Þess þarf þó að gæta að nota aldrei sterk hreinsiefni á leður því efnin geta skemmt leðrið.” Elínborg segir að til séu margar gerðir af leðri. ,,Sumar tegundir eru opnar en aðrar hreinlega stíflakkaðar, og svo allt þar á milli. Það segir sig sjálft að hver leðurgerð þarf sína meðhöndlun og við kaup er best að fá upplýsingar hjá söluaðila um hvers konar leður er að ræða og meðhöndla það í samræmi við það.”

áklæðinu áður en það festist í því og hreinsa alla bletti eins fljótt og auðið er. Best er að nota rakan og rakadrægan svamp eða klút en það þarf að gæta þess að nudda ekki áklæðið heldur að draga óhreinindin út með því að þrýsta klútnum eða svampinum á blettinn. Fyrst skal reyna að ná óhreinindunum burt með hreinu vatni en ef það dugar ekki er ráð að prófa hreinsiefni sem sérstaklega eru ætluð til þess að hreinsa áklæði. Ég ráðlegg þó fólki alltaf að prófa fyrst undir eða á bak við þar sem ekki sést til að sjá hvernig áklæðið bregst við hreinsiefninu,” segir Elínborg bólstrari að lokum. n

Meðferð á áklæði

Bólstrun Elínborgar Norðurtúni 13 225 Bessastaðahreppur Sími 555-4443 www.bolstrari.is.

,,Líkt og með leður skal forðast að láta áklæði standa í mikilli sól því þá upplitast það. Gott er að ryksuga eða bursta laus óhreinindi af

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  55


Selja

60 sm stauraljós sem dreifa birtunni vel yfir innkeyrslunar

Sorpgeymsla Hellur 10 x 10 x 6, gráar 3 raðir

Lýsing í skammdeginu

 Hér lýsa sterk ljós upp í loft og geta valdið óþægindum þegar fólk er að ganga af dimmu svæði inn á upplýst svæði. Svona lýsing truflar líka upplifun af stjörnum og norðurljósum

Tex ti og tei k ni nga r : Björ n J óha nns s on l a nds l a gs a r k itekt . M y ndir : Pá l l J ök u l l.

Fjallafura

Hellur 30 x 10 sm gráar Hliðrast um 100 mm til vinstri í hverri röð

60 sm stauraljós sem dreifa birtunni vel yfir innkeyrslunar Vegglýsing í yfir 2 m hæð sem beinir geislum niður á stétt

Vegglýsing í yfir 2 m hæð sem beinir geislum niður á stétt

Ilmbjörk Fjallarifs

Skriðmispill Fjallafura

Hellur 40 x 40 x 6, 20 x 40 x 6, og 20 x 20 x 6, dökkgráar Tegundirnar lagðar í óreglulegt mynstur.

Á

norðurhveli jarðar, þar sem vetrarnætur eru langar og sumarið óþarflega stutt, getur góð garðlýsing fjölgað íverustundunum í garðinum. Á kvöldin, þegar skyggja tekur, má nýta lykilsvæði í garðinum til að snæða, skrafa saman eða eiga notalegar samverustundir á annan hátt, svo sem í heita pottinum. Það verður auðveldara að ganga um garðinn sem getur jafnvel fengið ævintýraljóma, og stuttar rómantískar gönguferðir verða mögulegar allan ársins hring.

geta veitt ljósi inn í garðinn og eins geta ljós sem eru á húsinu lýst upp hluta aðkomusvæðisins. Í aðkomunni má skipta lýsingunni í þrjár tegundir; lága lýsingu, háa lýsingu og óbeina lýsingu. Lág lýsing getur lýst upp yfirborð stíga og innkeyrslu þannig að gott sé að rata um svæðið. Há lýsing er gagnleg á þann hátt að sá sem stígur út úr bíl eða gengur að húsi getur séð hendurnar á sér og því opnað dyr og séð vel allt það sem borið er inn eða út. Óbein lýsing eykur hins vegar heildarbirtu og með því að beina ljósi að veggjum, gróðri eða skilgreindum svæðum má fá fram endurkast til þess að lýsa upp nálæg svæði.

Lýsing eykur notagildi garðsins Góð lýsing getur einnig haft áhrif á útsýni frá gluggum og í mörgum tilfellum stækkað stofu, eldhús eða önnur herbergi íbúðar. Stærsta hlutverk lýsingar í garði er þó í aðkomunni. Íbúar geta komið heim í fallegri birtu hvenær sem er sólarhringsins, lagt bílnum á þægilegan hátt, gengið að útidyrum og hitt örugglega með lyklinum í skráargatið.

Aðkoman og innkeyrslan Aðgengi að útidyrum húss þarf að vera gott á öllum tímum dags og allan ársins hring. Með góðri staðsetningu ljósa á veggjum húss, nálægt götu eða við stíga og bílastæði, verður auðvelt að athafna sig á leið að húsi. Það eru margir staðir og margar tegundir ljósa sem koma til greina en þó eru nokkur lykilatriði sem hafa þarf í huga. Áður en ljós eru valin og staðsett þarf að skoða hvaða lýsing er þegar til staðar. Ljósastaurar við götu

Dvalarsvæðið er stofa garðsins og þar má leggja áherslu á að bæta þægindi og fjölga mögulegum tómstundum með því að mynda skjól og auka lýsingu þannig að þessi hluti garðsins nýtist vel á kvöldin þegar dagarnir eru styttri, til að mynda í heita pottinum. Dvalarsvæðið er líka oft það svæði sem sést hvað best innan úr húsinu og er lýsingin því mikilvæg í að tengja saman íbúðarrými innandyra og tímabundin dvalarrými utandyra. Þar skiptir máli að lýsing valdi ekki óþægindum, skeri ekki í augu og flæði ekki mikið inn á nærliggjandi svæði. Það er því oft gott að setja ljós neðarlega þannig að áhersla sé á að lýsa upp yfirborð svæðisins og lágan gróður í köntunum. Á þeim svæðum þar sem mikilvægt er að sjá vel til, til dæmis við matborðið, má setja ljós ofan við augnhæð. Þá getur verið gott að miða við rúmlega tveggja metra hæð og leita tækifæra til að hafa ljós á veggjum, í þakköntum eða á háum

staurum. Ef ljós eru höfð í þakköntum þarf að huga að gluggum því ljós sem skín beint inn um glugga getur verið óþægilegt. Grundvallarreglan er því sú að hafa ljós í þakköntum á milli glugga. Ef dvalarsvæði sést vel út um glugga í húsi má staðsetja ljós í garði með tilliti til útsýnis þaðan. Þá eru skilgreind þau svæði sem verða hluti útsýnisins, þau lýst upp og skuggasvæðin látin eiga sig til þess að skilin milli ljóss og myrkurs verði skýrari. Þetta undirstrikar heildarmyndina sem getur gert útsýni úr stofu að listaverki.

Ilmreynir

Skjólgirðing hæð 1,8 m

Gljámispill Snjóber Trépallur með klæðningu úr 27 x 70 mm furu

Skógartoppur

Vegglýsing í yfir 2 m hæð sem beinir geislum niður á pall Birkikvistur Trépallur með klæðningu úr 27 x 120 mm furu

Trébekkur breidd 50 sm, hæð 50 sm

Skógartoppur Loðvíðir

Innfelld lýsing í 30 sm hæð lýsir pallinn mjúklega upp

Lýsing við stíga kallar fram liti þeirra og form

Ljósastaur, hæð 40 sm til að lýsa upp stíg og gróður Bekkur

Það er mikilvægt að hægt sé að komast um garðinn allan ársins hring, sérstaklega ef aukainngangar eru á húsinu. Stígar tengja saman svæði og því er mikilvægt að huga vel að lýsingu þeirra. Góð lýsing getur undirstrikað liti og form stíganna þannig að upplifunin verði allt önnur á kvöldin en daginn. Þetta er best gert með lágri lýsingu sem lýsir upp stíginn sjálfan, yfirborð hans og útlínur. Til þess að undirstrika formin má hafa öll ljósin sömu megin en þá mynda þau línu sem endurspeglar form stígsins. Þannig verða mjúk form bogadregins stígs meira áberandi og skörp form kantaðs stígs að sama skapi skýrari. Ef draga á úr þessum formum og mynda meiri heildarljóma má setja ljós beggja vegna stígsins. Með þannig dreifðri birtu má beina athyglinni að útiliti og umgjörð stíganna frekar en að formi og lögun ljósanna sjálfra.

Alaskayllir

Sunnukvistur Hansarós Fagursýrena

Hélurifs Trépallur með klæðningu úr 27 x 70 mm furu

Sólbroddur Meyjarrós Gljámispill Úlfareynirl

Hellur 30 x 30 sm gráar

Skjólgirðing, hæð 1,8 m

Kastari sem lýsir upp listaverk Ilmreynir

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hefur mikla reynslu af hönnun. Hann hefur útfært fjölda garða og sumarhúsalóða. www.landslagsarkitekt.is

Grasflöt

Listaverk Kastari sem lýsir upp listaverk

Ilmbjörk Hlið Ilmbjörk Himalajaeinir Ljósastaur, hæð 40 sm til að lýsa upp stíg og gróður

Limgerði úr Viðju

Netfang: bj@landslagsarkitekt.is.

Óþarfi að lýsa upp allan himininn

1

Sumir ljósastaurar eru hannaðir til þess að beina geislum sínum á vel skilgreind svæði.

Eftir því sem ljósastaurar eru hærri, því stærra svæði lýsa þeir upp.

56  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Vegglýsing á skjólvegg í 1,5 m hæð lýsir niður

 Með vel skipulagðri lýsingu má gera aðkomuna fallega og fá betri nýtingu úr dvalarsvæðunum.

2

Ljós getur líka valdið óþægindum eða verið á annan hátt til ama og er þá gjarnan talað um ljósmengun. Ef ljós eru of sterk eða beinast í augu eða upp í loft geta komið fram áhrif sem ekki var gert ráð fyrir við staðsetningu þeirra. Það getur verið óþægilegt að ganga af dimmu svæði inn á upplýst svæði þar sem ljósgeislar beinast í augu. Þá þurfa augun tíma til að jafna sig og áhrif geta verið blindandi á meðan. Að sama skapi getur mikil lýsing sem beinist upp í himin haft áhrif á Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  57


til dæmis formfallegan runna, og skerpa þannig útlínur hans. Einnig má lýsa gróður neðan frá og undirstrika þannig formin í neðri hluta hans. Ef lýsingunni er beint að runna eða tré er þess virði að huga að skuggavarpinu því greinarnar geta myndað listaverk ljóss og skugga. Til að ná fram þessum áhrifum eru ljóskastarar hentugir en með þeim verða skilin á milli ljóss og skugga skarpari en með ljósum sem dreifa birtunni. Ef tré stendur nálægt vegg og ljósi er kastað að því varpast skuggarnir á vegginn og form og munstur greinanna verða eins og teikning.

Námskeið

Skráning í síma 578 4800 eða á www.rit.is

Samspil ljóss og skugga

Skermar á ljósum beina birtunni þangað sem hennar er þörf.

3

Innkeyrsla lýst upp með ljósum sem beinir birtunni á afmarkað svæði í stað þess að dreifa henni.

4

Laða fram fegurðina í garðinum með lýsingu

5

58  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Garðyrkja

Form, litir og umgjörð lampanna hafa áhrif á hönnun garðsins

Innkeyrsla lýst upp með lágum ljósum sem dreifa birtunni.

Í vel hönnuðum garði eru margir staðir sem vel getur farið á að lýsa upp. Meðal þeirra eru staðir með fallegum runnagróðri, trjágróðri, tjörnum, steinum eða listaverkum. Fallegan gróður má gera enn meira áberandi með því að beina ljósi beint á hann en einnig með því að baklýsa. Baklýsing felst í því að lýsa upp fleti á bak við áberandi hlut,

Í tjörnum getur glampi frá ljósi skapað ævintýraljóma. Tvær leiðir eru til að ná fram þessum áhrifum - með staðsetningu ljóss í vatninu eða þannig að birtan varpist af því. Það þarf því að gera ráð fyrir vegg, listaverki eða gróðri sem glampinn af vatninu getur varpast á. Oft gerist þetta við heita potta þar sem ljós í vatninu varpar glampa á vegg við pottinn. Þegar listaverk eru lýst upp getur samspil ljóss og skugga breytt útliti þess þannig að það fái allt annan svip á kvöldin en daginn.

Innkeyrsla lýst upp með háum ljósum sem dreifa birtunni vel. Hér þarf því fá ljós.

Úrval ljósa er mikið og gæðaflokkar misjafnir, bæði hvað varðar endingu og útlit. Við val á ljósum þarf að huga að því hvernig ljósið lítur út á kvöldin þegar kveikt er á því og einnig á daginn þegar slökkt er á því. Form, litir og umgjörð lampanna geta verið fallega útfærð frá framleiðanda og þá verða lamparnir að sérstöku atriði í hönnun garðsins. Þannig geta köntuð ljós undirstrikað köntuð form í garði og ljós með mjúkum línum endurspeglað bogadregin form svæða, stíga og gróðurs. Mörg garðljós eru framleidd til þess að falla inn í veggi. Þau eru þá lítið áberandi á daginn en varpa fallegri birtu á kvöldin. Einnig eru til margar tegundir af staurum með fjölbreytt útlit og í mismunandi lengdum. Eftir því sem ljós er hærra, því meiri verður lýsingin frá hverju ljósi. Ef lýsa á upp svæði með sem fæstum ljósum borgar sig að hafa þau hátt uppi. Þetta á bæði við um stauralýsingu og ljós sem fest eru á veggi. Á íþróttavöllum eru ljósin höfð hátt uppi, bæði til þess að minnka líkur á að leikmenn og áhorfendur þurfi að horfa beint í ljósið og einnig til þess að hver staur nái að lýsa upp sem stærst svæði. Sama gildir um lýsingu í garði og ef lýsing á fyrst og fremst að vera nytsamleg má hafa ljósin færri og hafa þau hærra. Að lokum er vert að minnast á sveigjanlegri lausnir. Þannig geta innstungur í garðinum komið að góðum notum fyrir jólaljós og einnig fyrir ljós sem eru í beðum og gert er ráð fyrir að flytja til eftir því sem gróður vex. Þegar mikið stendur til í garðinum má nota olíuljós og kyndla því opinn eldur veitir rómantísk hughrif og þægilega tilfinningu sem erfitt er að ná með raflýsingu. n

Arkitektúr

Skipulag

Ræktun ávaxtatrjáa

Sumarhús frá draumi til veruleika

n Tvö kvöld kl. 19:00 - 21:30.

n Tvö kvöld kl. 19:00 - 21:30.

Verð kr. 12.800.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson.

Verð kr. 12.800. Leiðb: Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar.

Matjurtaræktun n Tvö kvöld kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 12.800.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson.

Handbók húsbyggjandans n Tvö kvöld kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 12.800.-

Ræktun berjarunna

Leiðb: Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar

n Eitt kvöld kl. 17:00 - 18:30. Verð kr. 3.900.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson.

Skipulag og ræktun í sumarhúsalandi

Kryddjurtaræktun

n Tvö kvöld kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 12.800.-

n Eitt kvöld kl. 17:00 - 18:30. Verð kr. 3.900.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson.

Klipping trjáa og runna og víðinytjar n Eitt kvöld kl. 17:00 - 21:30. Verð kr. 7.900.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson.

Leiðb: Auður I. Ottesen og Björn Jóhannsson landslagsarkítekt.

Einn, tveir og tré! n Eitt kvöld kl. 17:00 - 18:30. Verð kr. 3.900.- Leiðb: Björn Jóhannsson landslagsarkítekt.

Skjólmyndun í garðinum

Umhverfi og vellíðan

n Eitt kvöld kl. 17:00 - 18:30.

n Mánudaginn 15. mars kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 7.900.- Leiðb: Páll Jakob Líndal nemi í umhverfissálfræði.

© Páll Jökull 2010

fegurð næturhimins þar sem dökkur bakgrunnur er lykilatriði þegar horft er á stjörnur, tungl og norðurljós. Auðvelt er að koma í veg fyrir slíka mengun með því að beina kösturum aðeins á þá fleti sem þeir eiga að lýsa upp og með því að velja ljós með góðum skermum. Skermarnir beina ljósinu þangað sem þörf er fyrir það og spara því einnig orku. Þá má einnig ná fram sparnaði og minnka ljósmengun með því að taka markvissar ákvarðanir um hvað á að lýsa upp og þar með hvar ekki er þörf fyrir ljós. Með því að halda myrkri á sumum svæðum og undirstrika skuggana verða upplýstu svæðin meira áberandi. Þannig verka skuggasvæðin eins og rammi eða umgjörð utan um upplýstu svæðin.

Garðyrkja og garðahönnun Arkitektúr og skipulag

Verð kr. 3.900.- Leiðb: Björn Jóhannsson landslagsarkítekt.

Hvar eru námskeiðin haldin? Leiðbeinendur á námskeiðunum Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur, Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur, Hlédís Sveinsdóttir arkitekt, Gunnar Bergmann Stefánsson arkitekt, Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og Páll Jakob Líndal doktorsnemi í umhverfissálfræði.

n Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 111 Reykjavík. Einnig bjóðum við upp á námskeið úti á landi.

Skráning og upplýsingar

n Skráning og nánari upplýsingar um tímasetningar námskeiðanna eru í síma 578 4800, og á heimasíðu okkar www.rit.is og á netfang rit@rit.is

M e rk urlaut e hf H a mra hlíð 31 105 R e ykjavík Sími 578 4800

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  59


Skógræktarfélag Borgarfjarðar 1938 og stjórnaði hann um árabil gróðursetningu víðsvegar á Vesturlandi. Daníelslundur í landi Svignaskarðs er við hann kenndur, en þaðan var móðir hans ættuð. Daníel lést vorið 1982 og þremur árum seinna varð Hreðavatnsbærinn fast aðsetur Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins.

Uppsveitir Borgarfjarðar Tex ti og my ndir J óna t a n G a r ð a r s s on.

N

áttúrufegurðinni í uppsveitum Borgarfjarðar er viðbrugðið og þangað þykir mér gott að fara til að njóta útivistar, enda margt að sjá og skoða. Oftast er það náttúran og sagan sem valda því að Borgarfjörður verður fyrir valinu, en stundum læt ég hugann reika til þess tíma er forfeður mínir stunduðu búskap í Norðurárdal, Þverárhlíð, Hvítársíðu eða á Álftanesi á Mýrum fyrir aldamótin 1900. Hér verður aðallega fjallað um svæðið umhverfis Hreðavatn en möguleikarnir til að stunda gönguferðir og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða eru mun fleiri en hægt er að draga fram í einni tímaritsgrein.

Norðurá, Laxfoss, Glanni og Paradís Norðurárdalur dregur nafn sitt af Norðurá sem á upptök í Holtavörðuvatni þar sem áin er nánast lækur, en magnast eftir því sem neðar dregur. Norðurá er með betri laxveiðiám landsins og í hana renna fjölmörg vatnsföll áður en hún sameinast Hvítá á leiðinni til sjávar. Landið vestan Norðurár er kjarrlent og talsvert af vötnum, lækjum, ám og mýrarflákum innan um þurrlendismóa, hæðir og ása sem setja mark sitt á héraðið. Þarna er þétt sumarhúsabyggð og þrátt fyrir gróskumikinn gróður sem hefur vaxið upp eftir að landið var að stórum hluta friðað fyrir sauðfjárbeit eru víða merktar gönguleiðir og gamlir slóðar sem hægt er að þræða. Þegar komið er fram hjá Munaðarnesi áleiðis inn Norðurárdal eru Stóru Skógar á vinstri hönd, Stóragröf og Grafarkot á hægri hönd og örlítið norðar eru eyðibýlin Litlaskarð og Laxfoss, sem dregur nafn sitt af samnefndum fossi í Norðurá. Laxfoss er skammt ofan við veiðihúsið og þaðan er tilvalið að ganga og fylgja árbakkanum í áttina að Glanna og Paradís. Vegalengdin milli fossa er um þrír km og taka verður fullt tillit til laxveiðimanna

60  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

 Hreðavatn, Grábrók fyrir miðju.

því þetta er þeirra griðland. Göngufólk sem er ekki með hunda og fer með gát um árbakkann þarf engu að kvíða. Niðurinn í ánni er heillandi og gönguleiðin auðfarin, þó svo að stundum þurfi að stikla yfir ár og mýrar eða þræða kjarri vaxna leið. Laxfoss er tilkomumikill og seiðandi en Glanni er umfangsmeiri foss og landslagið þar stórbrotnara. Króksfoss er 18 km ofar, á svæði sem veiðimenn kalla Dalinn. Á sumrin er krökkt af fiski í hyljunum við fossana og gaman að sjá laxana stökkva. Um það bil miðja vegu milli Laxfoss og Glanna er hin sérkennilega Paradísarlaut í grónum hvammi í hrauninu með lítilli tjörn og tilheyrandi smálæk. Þar seytlar vatnið fram úr hrauninu og er tilvalið að staldra við, njóta umhverfisins og skoða þetta náttúrufyrirbæri nánar. Fyrir þá sem vilja aka langleiðina að Glanna er mælt með því að beygja út af þjóðvegi 1 til austurs skammt sunnan við Bifröst. Vegslóðinn endar í hringlaga bílastæði skammt frá fossinum.

Háskólasamfélagið á Bifröst Hægt er að fylgja gömlum vagnslóða frá Paradísarlaut að Glanna og þaðan upp á þjóðveginn, eða feta sig eftir farvegi Hraunár

Hvönn við Norðurá.

sem er víða þurr á sumrin vegna þess að áin hefur fundið sér leið neðanjarðar í gegnum hraunið. Handan við þjóðveginn er háskólabyggðin á Bifröst. Samvinnuskólinn sem tók til starfa í Reykjavík 1918 flutti starfsemi sína haustið 1955 í myndarlegt skólahús sem Sigvaldi Thordarson teiknaði í landi Hreðavatns. Árið 1988 varð Bifröst formlega skóli á háskólastigi og frá þeim tíma hefur háskólasamfélagið á Bifröst vaxið og skólabyggðin þanist út. Þegar 30 ára skólahaldi var fagnað á Bifröst 30. desember 1985 gáfu erfingjar hjónanna Sigurlaugar Daníelsdóttur og Kristjáns Gestssonar skólanum lóðina að gjöf til minningar um hjónin á Hreðavatni.

Ágætur vegur liggur meðfram vestanverðu Hreðavatni, fram hjá nokkrum sumarbústöðum, að merktu bílastæði við jaðar Jafnaskarðsskógar. Hreðavatn Nokkru áður en komið er að Bifröst er vegvísir vestan við þjóðveg 1 sem vísar á Hreðavatn og Jafnaskarðsskóg. Þegar ekið er eftir veginum birtist von bráðar gamla Hreðavatnshúsið. Kristján Gestsson og Sigurlaug Daníelsdóttir keyptu jörðina Hreðavatn 1913. Þau réðust í miklar jarðabætur og byggðu steinhúsið sem enn stendur. Kristján lést haustið 1949 á 69. aldursári en Sigurlaug lést í hárri elli 1974. Þórður, yngsti sonur, þeirra tók við búskap að föður sínum látnum, en varð seinna umsjónarmaður í Munaðarnesi. Daníel Kristjánsson, elsti bróðir hans, sem var skipaður skógarvörður á Vesturlandi í ársbyrjun 1941, flutti að Hreðavatni 1947 og rak um tíma stórt fjárbú ásamt Ástu Sigríði Guðbjarnardóttur frá Jafnaskarði. Daníel lét af störfum vorið 1978 vegna heilsubrests, rétt að verða sjötugur. Hann var í hópi frumkvöðlanna sem stofnuðu

Hreðavatnsjörðin er nokkuð víðfeðm og fallegt gönguland. Fyrir ofan bæinn eru gamlar surtabrandsnámur og voru Hreðavatnskólin notuð til eldiviðar víða í héraðinu í lok 19. aldar. Árið 1874 birtist blaðagrein í Sæmundi fróða um notagildi kolanna í Hreðavatnsnámunni, en hún þótti of langt inni í landi og kolalagið of grunnt til að það borgaði sig að fara í umfangsmikið kolanám. Setlög með plöntusteingervingum suðrænna trjátegunda frá hlýviðrisskeiðum tertier-tímans í Brekkuárgili, Hestabrekku og Þrymilsdal eru á náttúruminjaskrá.  Glanni í Norðurá

Silungsveiði Hreðavatn er um 1,14 km2 og 20 m djúpt þar sem dýpst er. Kiðá rennur í vatnið en úr því rennur Hrauná að mestu neðanjarðar um Grábrókarhraun. Silungsveiði er í vatninu og er bleikjan smá en einnig er dálítið af urriða. Árangursríkast þykir að veiða á flugu á morgnana og kvöldin. Þetta er tilvalið veiðisvæði fyrir yngstu veiðimennina sem ættu að vera nokkuð öruggir með að fá fisk. Nokkrir hólmar eru í Hreðavatni en Hrísey, sem er allbrött klettaey, er vestarlega í vatninu. Nafnið vísar til birkisins sem óx í eynni þrátt fyrir að landið í kring eyddist vegna beitar. Nafn vatnsins og bæjarins koma fyrir í Landnámabók, Gunnlaugssögu og Hallfreðarsögu en þar er það ritað Hreðuvatn. Í máldaga Stafholtskirkju frá 1104, sem til er í uppskrift frá 1601, er Hrísey í Hreðuvatni nefnd, en á 16. öld var farið að rita Hreðavatn. Merking nafnsins hefur vafist fyrir mönnum og er engin einhlít skýring á því. Hreðavatn og nánasta umhverfi þess tilheyrði þremur jörðum: Hreðavatni, Jafnaskarði og Laxfossi. Selvatn er í hálsinum ofan við Hreðavatn og þar er einnig hægt að renna fyrir fisk.

 Bifröst í Norðurðárdal. Hreðavatn í baksýn.

Jafnaskarð Sunnan og vestan Hreðavatnslands er Jafnaskarð, eyðibýli sem Skógrækt ríkisins eignaðist árið 1940 og ætlaði að hafa þar höfuðstöðvar skógarvarðar Vesturlands. Jörðin var seld árið 1943, að undanskildu 150 ha landsvæði í brekkurótum og hálsum suðvestan Hreðavatns. Friðrik Þorsteinsson, húsgagnasmiður í Reykjavík, keypti Jafnaskarð og leigði jörðina, en hjónin Guðmundur Sveinsson, skólastjóri á Bifröst og síðar Fjölbrautaskólans í Breiðholti, og Guðlaug Einarsdóttir, eignuðust jörðina seinna. Þau dvöldu á Jafnaskarði á sumrin ásamt afkomendum sínum og vinum. Þar var um tíma starfrækt hestaleiga.

 Paradísarlaut er falleg og kyrrlát. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  61


greina kemur að fara niður suðuröxlina og fylgja síðan fjallsrótum að bílnum.

Að lokum

 Göngufólk á leið upp á Grábrók í Norðurárdal

Jafnaskarðsskógur Landspildan sem Skógræktin hélt eftir í Jafnaskarðslandi var birki- og víðivaxin. Hún markaðist að suðvestan af Kiðá, sem rennur frá Selvatni að Hreðavatni í fallegu gili með fjölda smáfossa. Skógræktin keypti bát 1943 til að flytja girðingarefni yfir Hreðavatn og afmarka kjarrlendið í ásunum milli Hreðavatns og Jafnaskarðsbæjarins. Kjarrið tók ekki strax við sér og var ráðist í að planta út rauðgreni og stafafuru ásamt smávegis af sitkagreni og skógarfuru innan girðingarinnar um og eftir 1950. Skógarfuran varð furulúsinni að bráð, rauðgrenið óx hægt, en sitkagrenið spjaraði sig best. Árið 1958 var búið að planta út á annað hundrað þúsund plöntum í 5 ha lands, svokallaðan Kjarvalslund sem nefndur var eftir Þorsteini Kjarval skógræktarmanni. Næstu áratugi var nokkur hundruð þúsund barrtrjám plantað út og kjarrið náði sér vel á strik. Jafnaskarðsskógur var orðinn allþéttur og ógreiðfær þegar ráðist var í að grisja og gera þar göngustíga árið 1995. Ágætur vegur liggur meðfram vestanverðu Hreðavatni, fram hjá nokkrum sumarbústöðum, að merktu bílastæði við skógarjaðarinn. Þar hefst gangan um stíg sem liggur ýmist í skógiog kjarrivöxnum hlíðum og brekkum eða á sléttlendi. Rúma klukkustund tekur að ganga hringinn. Þeir sem kjósa lengri gönguferð geta fylgt Kiðánni sem fellur fram í fallegu gljúfri niður á sléttlendið við Hreðavatn.

Hreðavatnsskáli og Grábrók Hreðavatnsskáli er rétt norðan við háskólasvæðið á Bifröst og hefur verið vinsæll áningarstaður frá því að fyrsti skálinn var byggður 1933, skammt frá Grábrók í landi Hreðavatns. Þegar nýtt og stærra hús var byggt 1946 var skálinn færður nær Grábrókargígum í Brekkulandi. Árum saman voru haldnar skemmtanir í Hreðavatnsskála og

62  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

margir kannast við dægurlagið Hreðavatnsvalsinn sem tengist staðnum. Gott bílastæði er við Grábrókargíga skammt norðan Hreðavatnsskála. Grábrókargígar voru upphaflega þrír en nú eru tveir eftir - Stóra Grábrók og Grábrókarfell. Litla Grábrók eyddist að mestu vegna efnistöku. Grábrókargígar voru friðlýstir sem náttúruvætti 1962 til að forða þeim frá frekari eyðileggingu. Grábrókarhraun, sem áður var nefnt Brókarhraun, rann frá gígsprungunni fyrir 3.600-4.000 árum. Þetta er úfið apalhraun sem er vaxið mosa og birkikjarri.

Nauðsynlegt er að gefa sér tíma til að setjast niður á fallegum stað á leiðinni og láta líða úr sér, borða nesti, safna kröftum og spjalla saman. Margir ferðalangar leggja leið sína á Stóru Grábrók er þeir eiga leið um Norðurárdalinn, enda er víðsýnt af gígbrúninni. Norðan við Stóru Grábrók er gamla Brekkuréttin við hraunbrúnina og við Grábrókarfell er stærri rétt. Þær eru báðar fallega hlaðnar úr hraungrjóti og áhugavert að gaumgæfa handverkið. Umhverfis Grábrókarfell og upp af því eru grónar flatir sem hafa myndast vegna framburðar Brekkuárinnar sem kemur úr dalkvos og gilskorningi ofan Bifrastar. Nauðsynlegt er að gefa sér rúmlega klukkustund til að skoða gígana og nánasta umhverfi.

Vikrafell, Hraunsnefsöxl og Baula Þeir sem kjósa að fara hærra og lengra ættu að gera sér ferð á Vikrafellið. Gott er að hefja

gönguna við Jafnaskarðsbæinn. Leiðin liggur upp Dyngju, áleiðis að Vikrafelli, og reynist þokkalega létt ganga þótt á fótinn sé. Vikrafell er aflangt móbergsfjall með gjallkápu sem varð til við eldgos undir jökli. Hæst rís það í 539 m y.s. og meðal þess sem blasir við í góðu skyggni eru Baula, Tvídægra, Arnarvatnsheiði, Hofsjökull og Eiríksjökull, en einnig sjást Langavatn og fjöllin í vestri. Vikravatn kúrir í fjalladal vestan Vikrafells og oft er hægt að sjá álftir og himbrima á þessu tilkomumikla fjallavatni. Á leiðinni til baka er kjörið að líta á Hreðavatnssel og fylgja gljúfrum Fannár, sem kallast svo hið efra en breytir um nafn og heitir Kiðá er hún fellur fram milli Dyngju og Stóra- og Litla Þrymils. Ganga á Hraunsnefsöxl er vel þess virði og þægilegast að leggja af stað frá bílastæðinu við Grábrók. Fyrst er haldið á hnjúkana norðan við Grábrók og síðan liggur leiðin upp brattann á Hraunsnefsöxl sem nær 394 m hæð. Á milli Brekkubæjarins og Hraunsnefs eru grónir framhlaupshólar og lautir sem mynduðust eftir að hluti fjallsins hljóp fram í skriðuhlaupi fyrir löngu. Baula er áberandi líparítfjall sem sést víða og er eitt helsta einkennistákn Borgarfjarðarhéraðs. Baulusteinar voru fyrrum notaðir í legsteina og var líparít nefnt Baulusteinn í eina tíð. Til að nálgast fjallið er ekinn vegurinn frá Dalsmynni í áttina að Búðardal þar til komið er í Bjarnardal. Gott er að hefja gönguna við brúna yfir Bjarnadalsá og halda fyrst inn með ánni. Gengið er upp á vesturhrygg fjallsins, sunnan við Mælifellsgil. Hæst rís Baula í 917 m y.s. og þaðan er útsýni gott til jökla og fjalla allt í kring. Hægt er að lengja gönguna með því að halda næst á Mælifell og þaðan um Baulusand og koma við á Litlu Baulu. Einfaldast er að halda sömu leið til baka, en til

Fátt er jafnfrískandi og gönguferð í fallegu landslagi og ekki þarf alltaf að fara langt. Veðrið er ekki aðalatriði en nauðsynlegt er að klæða sig eftir því hvernig viðrar og betra að hafa meðferðis of mikið af fötum en of lítið. Ég mæli með bakpoka þar sem hægt er að geyma vettlinga, húfu, hálsklút og sokka til skiptanna. Kjarngott nesti er nauðsynlegt ásamt súkkulaðistykki, þrúgusykri, rúsínum og hnetum sem gefa kraft. Gott er að hafa heitt vatn í brúsa ásamt tepoka eða kakóbréfi og vatnsbrúsa sem hægt er að fylla í næsta læk. Það er alveg nauðsynlegt að gefa sér tíma til að setjast niður á fallegum stað á leiðinni og láta líða úr sér, borða nesti, safna kröftum og spjalla saman áður en haldið er til baka á upphafsstað. Að göngu lokinni er mikilvægt að teygja vel á vöðvum áður en farið er aftur inn í bílinn eða sumarbústaðinn. Þetta gildir hvort sem farið er í langar eða stuttar gönguferðir. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. n  Skógarstígurinn í Jafnaskarðsskógi er á köflum mjög brattur.

Þarf að bæta, breyta eða byggja við? Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.

Kynntu þér málið:

www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík Sími: 569 6900 / 800 6969

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  63


Bækur og diskar í bústaðinn Hyldýpi Höfundur: Stefán Máni Fjórir ungir drengir róa í leyfisleysi út á stórt stöðuvatn. Einn þeirra fellur útbyrðis og er nærri því drukknaður. Ofan í vatninu birtist nakin stelpa, bjarthærð og grönn, og réttir honum svartan hlut. Sjálfur er drengurinn með myrkur í maganum, myrkur sem þrífst á þögn og ótta og mun einn daginn toga hann aftur til sín.

Póstkortamorðin

Hvítserkur

- steinrunnin risaeðla í Húnaflóa M ynd og tex ti : Pá ll J ök ul l Pétursson

D

valargestir á Norðurlandi vestra ættu að bregða sér út á Vatnsnes til að berja augum merkilegt jarðfræðilegt fyrirbæri, Hvítserk, stóran og allsérstakan klettadrang sem rís upp úr fjörunni vestast í Húnaflóa, skammt vestan við Hópið. Ekið er inn Þjóðveg 116, en það er auðvelt að fara á mis við afleggjarann ef maður hefur augun ekki hjá sér. Þegar komið er á bílastæði skammt fyrir ofan fjöruna bólar þó ekkert á Hvítserk sjálfum fyrr en gengið er smáspöl niður að fjörukambinum að nýlegum útsýnispalli, þá blasir hann tignarlegur við niðri í fjörunni.

Frúin lét sér nægja að bíða á útsýnispallinum og virða Hvítserk fyrir sér meðan ég fór niður í fjöruna. Það er

engu líkara en klettadranginn sé steinrunnin risaeðla þar sem rita og aðrir sjófuglar hafa komið sér fyrir á bröttum og mjóum syllum til að verpa og ala upp unga sína. Við komum þangað á fjöru og ég klöngraðist niður á sandinn til þess að skoða fyrirbærið í návígi, klappa honum á hálsinn og horfast í augu við órólega rituna sem veit ekki alveg hvort hún á að fara eða vera. Ungar hennar gægðust forvitnir fram fyrir brúnina til þess að skoða þennan aðkomufugl niðri á sandinum. Einhvern tíma hafa undirstöður Hvítserks verið styrktar með steinsteypu, en hversu lengi þær gegna því hlutverki er ekki gott að segja. Eins og annað í náttúrunni er Hvítserkur ofurseldur kröftum sjávarins og er því spáð að hann muni einhvern tíma gefa eftir. Ég sé ekki eftir þessum klukkutíma sem ég dvaldi við hlið risans í fjörunni.

James Patterson og Liza Marklund. Guðni Kolbeinsson þýddi. Bandaríski lögreglumaðurinn Jacob Kanon ferðast milli evrópskra stórborga í leit að morðingja dóttur sinnar og unnusta hennar. Þau voru myrt í Róm og síðan hafa ung pör í fleiri borgum hlotið sömu örlög. Áður en voðaverkin eru framin senda morðingjarnir póstkort til blaðamanns á

Tíu árum síðar gerast dularfullir atburðir: Tvö ungmenni hverfa sama dag, piltur og stúlka. Pilturinn finnst nærri dauða en lífi en ekkert spyrst til stúlkunnar. Hann ákveður að leita hennar en hversdagsleikinn breytist í botnlaust hyldýpi og leitin verður fljótt að martröð sem engan enda ætlar að taka … Lesendur hafa tekið mögnuðum sögum rithöfundarins Stefáns Mána tveim höndum og hafa bækur á borð við Svartur á leik, Skipið og Ódáðahraun vakið eftirtekt fyrir bæði óbærilega

spennu og mikinn kraft. Í Hyldýpi er stílfimi höfundar og innsæi á sínum stað og sögusviðið ískyggilegt sem fyrr.

staðnum – og síðar ljósmynd af líkunum. Kanon og sænska blaðakonan Dessie Larsson reyna að finna mynstur í óhugnanlegum raðmorðunum – en tekst þeim að stöðva hryllinginn? Hér stilla tveir spennusagnameistarar, bandaríski metsöluhöfundurinn James Patterson og sænska glæpasagnadrottningin Liza Marklund, saman strengi sína í fyrsta sinn. Glæpasagnaunnendur þekkja þau bæði af góðu en Patterson er margkrýndur meistari spennusögunnar og selur fleiri bækur á heimsvísu heldur en flestir kollegar hans – þó þeir leggi saman. Marklund er enginn

nýgræðingur heldur og verma bækur hennar toppsæti metsölulista víða um heim. „Hér leggja saman James Patterson og Liza Marklund í æsispennandi reyfara … þeim tekst alveg að halda manni við efnið … fjandinn hafi það, þetta er skemmtilegt… þetta er mjög sniðug blanda sem svínvirkar.„ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan Útgefandi Forlagið, sjá www.forlagid.is.

“Draumaland heimsmælikva ið er stórmynd á rða og frjó innspýting eldfima samf í élagsumræ ðuna.” - H.S., MBL

DVD

Draumalandið fjallar um þjóð sem er búin að koma upp öllum sínum innviðum og hefur öll tækifæri í hendi sér en ákveður að gera landið að einni stærstu málmbræðslu í heiminum. Til þess þarf að fórna einstæðri náttúru og þenja efnahagskerfið til hins ítrasta. Í aðdraganda hruns hins íslensks efnahagskerfis var farið út í stærstu framkvæmd Íslandssögunnar. Stærðarskalinn á þeim tíma var byltingarkenndur. Erlent vinnuafl var fengið til þess að byggja stærstu stíflu í Evrópu, orkuverðið var leyndarmál en samkvæmt erlendum stórblöðum sparar Ísland Alcoa um 25 milljarða króna árlega í orkuverði. Eða jafngildi árslauna 7000 kennara. Draumalandið lýsir saklausri þjóð sem dregur að sér öfl og fyrirtæki með vafasamt orðspor og hörmulega slóð eyðileggingar á bakinu. Draumalandið er eitt viðamesta heimildarmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Myndin stefnir saman tilfinningum, vonum og væntingum, gömlu og nýju myndefni svo úr verður stór og epísk heimildarmynd sem nýtur sín hvergi betur en á hvíta tjaldinu.

Draumalandið fjalla ákveður að gera r um þjóð sem er búin að koma landið að einni stærs upp efnahagskerfið tu málmbræðslu öllum sínum innviðum og hefur til orðspor og hörm hins ítrasta. Draumalandið lýsir í heiminum. Til þess þarf að fórna öll tækifæri í hendi sér en ulega slóð eyðile saklausri þjóð sem einstæðri náttúru dregur að sér öfl sem ráðist hefur ggingar á bakinu. Draumalandið og fyrirtæki með og þenja verið í á Íslandi vafasamt og sló aðsóknarm er líklega eitt viðamesta heimildarm et í flokki íslens kra heimildarmynda yndaverkefni . - Jöklur - In mem AUKAEFNI: 60 mínú oriam er ný hálftí tur ma verið umsnúið og bylt. Myndin er mynd sem geymir einstæða heim tekin úr þyrlu á Fæstar myndirnar ild um landslag 35mm filmu og flogið er frá upptö sem nú er horfið eða hefur - Brot úr viðtölum. hafa komið áður fyrir almenning kum Jöklu til ósa ssjónir. hennar. “Áhrifamikil og brýn ámin að afstöðuning um eða munaður sem gagnrýnisleysi er við getum ekki leyft okkur - allra síst núna.” - B.S., FBL

“Heilstey vissasta heim ptasta og markildam fábreyttu kvik yndin í okkar myndasögu .” - Ó.H.T, Rás 2

“Með drau

maland að veði!” - E.E., DV

Enskt tal, enskur

Draumalandid

DVD

Mynddiskur þessi er eingöngu ætlaður birtingar.Opinbe r birting telst t.d.sýnin til heimilis-og einkanota hér á veitingahúsum,vi nnustöðum, fólksflut g í myndbandakerfum fjölbýlish landi,en ekki til opinberrar sýnt er gegn gjaldi úsa,verslunum, ninga- bifreiðum eður ei. Fjölföldu ,skipum,flugvélu n á efni m o.s.frv.,hvort Ground Control sem Productions. Allur mynddisksins er með öllu óheimil. réttur áskilinn.

Draumaland

id.indd 1

texti og íslenskur

texti

5.1 SURROUND

ÍSLENSKT/ENSKT TAL LENGD: 89 mín.

Official Selec

UMSLAG: D3

0225D

64  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Útgefandi er Forlagið, sjá www.forlagid.is.

Draumalandið

©2009 Sena og

Rita með unga sinn á syllu í Hvítsderk. Áhugasamir ferðamenn komast í návígi við fuglana.

„Afar grípandi og varla annað hægt en að hesthúsa hana í einni hendingu … svo er hún afbragð fyrir aðdáendur vel skrifaðs texta.„ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson / Morgunblaðið

tion

2009

11/10/09 4:28:3 6 PM

Leikstjóri: Þorfinnur Guðnason & Andri Snær Magnason Útgefandi Sena, sjá www.sena.is.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  65


Kjarngott fæði í skammdeginu

-

D-vítamín í öll mál Te x ti: Ste inunn B ergstei nsdótti r. M y ndi r : Pá ll J ök ul l Pé t u r s s on

S

teinunn Bergsteinsdóttir, matgæðingur Sumarhússins og garðsins, býður að þessu sinni upp á hollt og saðsamt nesti og hugar að D-vítamínríkum mat. Það er vel til fundið því fæstir fá nægilegt D-vítamín í sólarleysinu í skammdeginu.

Lífrænt og Ítalskt Úrval af lífrænt ræktuðum afurðum sem hægt er að kaupa hér á landi verður betra með hverju árinu sem líður. Viðurkennd lífræn vottun er á þessu hvítvín, Montalto Organic, sem kemur frá Emilia-Romagna héraðinu á Sikiley.

Íslendingar njóta svo lítillar sólar og birtu í skammdeginu að það kemur verulega niður á D-vítamín búskap líkamans. Þeir sem taka lýsi eða lýsisbelgi eru vel settir og ráðlegg ég öllum að gera það. Ekki er þó verra að vera vel meðvitaður um hvaða matvæli innhalda mest D-vítamín. Það er einkum að finna í feitum fiski, til að mynda lúðu, síld og sardínum. Mest er þó í þorsklifur og eitthvað í eggjarauðum og smjöri. Fái líkaminn ekki það D-vítamín sem hann þarfnast nær hann ekki að taka upp það sem þarf af Vínið, sem er kalki, en það er okkur nauðsynlegt til að forðast beinþynningu. ljóssítrónugult með Rannsóknir hafa sýnt að beinþynning er mun algengari á norðlægari meðalfyllingu, ferskt og svæðum en í sólríkum löndum. þurrt passar vel með fiski D-vítamín stýrir kalk- og fosfórbúskap líkamans, það er og pastaréttum. nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina, örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóðinu. D-vítamín getur einnig hugsanlega haft hlutverki að gegna við að fyrirbyggja sykursýki 1, krabbamein og sjálfsofnæmissjúkdóma. Mig langar aðeins að koma inn á eitt af mínum hugðarefnum en það er hve smjör hefur verið vanmetið – það hefur beinlínis verið komið óorði á það. Íslenskt smjör er örugglega besta og hollasta smjör í heimi!

Hvað er svona gott við smjör? Jú, smjör samanstendur af stuttum fitusýrukeðjum sem setjast ekki auðveldlega á líkamann sem fita, sem sagt smjör er ekki fitandi ef þess er neytt í hófi. Í smjöri eru einnig 12% lauric acid, sem er ónæmisverndandi efni, það sama og finnst í móðurmjólkinni. Svo er það hlaðið öðrum nauðsynlegum efnum eins og A-vítamíni, D-vítamíni, E-vítamíni, K-vítamíni, kopar, zinki, krómi, selen, járni, lesetíni og CLA (conjugatet linoleic acid) sem finnst líka í ólífum og methyl butyrate sem er lifrarhreinsandi („Good Fat„. Fran McCullough, 2003).

Nú vind ég mér í góðar og D-vítamínríkar uppskriftir og hlífi ykkur við frekari fræðslu. Soðin lúða með hvítlaukssítrónusmjöri og gulrótum og bakaður lax með hunangssinnepshjúpi og spergilkáli. Einnig læt ég fylgja uppskrift að svolitlu nesti ef þið bregðið ykkur á gönguskíði eða í gönguferð. Í nestiskörfunni á þessum árstíma er gott að hafa samlokur með lúðusalati og baguette með eggja- og sardínukæfu og heita tómatsúpu á brúsa til ylja sér við þegar stoppað er og nestið tekið upp. Verði ykkur að góðu. K ær k veðja , Stei nunn B.

66  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Lúða með sítrónusmjöri 1 kg lúða 1 lárviðarlauf Salt

Sósa 200 g smjör, brætt og kælt aðeins 2 eggjarauður 1 pressað hvítlauksrif Safi úr 1-1½ sítrónu 20 saxaðar ólífur Maldon-salt og svartur pipar

Hitið vatn í potti, látið lárviðarlaufið í og saltið vel. Þegar suðan kemur upp leggið þið lúðustykkin í vatnið, bíðið eftir að sjóði aftur í pottinum og minnkið þá á lægsta hita en samt þannig að það sjóði vægt. Lokið nú pottinum og sjóðið í 15-20 mín. eftir stærð stykkjanna eða þar til fiskurinn er laus frá beini. Gott er að athuga það með hnífsoddi því ofsoðinn fiskur verður þurr og leiðinlegur. Bræðið smjörið, takið það af hitanum og látið kólna dálítið. Hrærið saman í skál, eggjarauður, sítrónusafa og hvítlauk. Pískið smjörið út í í mjórri bunu - við það smáþykknar sósan. Smakkið til með salti og pipar og látið saxaðar ólífur út í. Gott er að bera fram soðnar gulrætur og snjóbaunir með fiskinum.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  67


Bakaður lax með hunangshjúpi 1 kg laxaflök 2 msk. smjör 1 fínsaxaður laukur 3 sneiðar saxað beikon 2 msk. Dijon-sinnep 2 msk. hunang 1 tsk. þurrkað oregano Hvítlaukssalt og svartur pipar Skerið laxaflakið í sneiðar og leggið í smurt eldfast fat. Stráið hvítlaukssalti yfir. Látið smjörið á pönnu og léttsteikið lauk og beikon, bætið oregano, sinnepi og hunangi út í og smakkið til með smásalti og pipar. Þekið laxastykkin með þessum hjúpi, látið inn í 200°C heitan ofn og bakið í um það bil hálftíma. Berið fiskinn fram með snöggsoðnu spergilkáli og baunaspírum. Svo sakar ekki að hafa smásmjör með!

Kjarngott nesti Tómatsúpa - stór uppskrift 3 dósir niðursoðnir, saxaðir tómatar Ein 170 g dós tómatþykkni 1½ l vatn ½ l rjómi Salt Pipar Agave-síróp eða hrásykur Best er að laga súpuna daginn áður en á að nota hana. Látið tómata í pott og maukið vel með töfrasprota. Einnig er hægt að nota matvinnsluvél eða blandara. Tómatþykkni og vatn sett út í og kryddað með smá af svörtum pipar. Sjóðið við vægan hita í um það bil tvær klukkustundir. Kælið yfir nótt. Það sem gerist við þessa löngu suðu er að tómatarnir verða mun mýkri á bragðið og öll beiskja hverfur. Hitið nú súpuna aftur og bætið í rjómanum, salti og einni matskeið af Agavesírópi – jafnvel örlitlu meiru ef þurfa þykir. Súpan á nánast að vera með karamellukeimi og passar sérlega vel til að taka með á brúsa í gönguferðina til tilbreytingar frá kakóinu. Ef súpan er borðuð af diski þá er líka mjög gott að saxa nokkra báta af harðsoðnu eggi út á hvern disk. Sé til smásúpuafgangur er ágætt að frysta hann og nota til að bæta í sjávarréttasúpu seinna.

68  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Samloka með lúðusalati 2 dl grísk jógúrt 1 dl majónes 1 tsk. Dijon-sinnep ½ tsk. gott karrí ½ fínsaxaður laukur 1 grænt epli, afhýtt og grófrifið Smá hvítlaukssalt og pipar 300 g köld lúða í litlum bitum 3 harðsoðin egg, söxuð Hrærið öllu nema lúðunni saman í skál. Blandið eggjunum síðast saman við og hrærið létt svo þau maukist ekki alveg. Það má nota annan fisk í þetta salat en það er upplagt að nýta alla fiskafganga í salöt.

Baguette með eggjum og sardínum 2 dósir sardínur í olíu 3 harðsoðin egg, söxuð Smávegis ólífuolía Salt 1 langt baguette-brauð Látið sardínur í skál, hellið olíunni með og hrærið aðeins með gaffli. Setjið eggin út í og hrærið aðeins. Bætið smávegis af ólífuolíu út í og smásalti.Skerið brauðið eftir endilöngu án þess að það fari alveg í sundur. Mokið sardínukæfunni í brauðið, pakkið þétt inn í filmu og geymið í kæli yfir nótt. Salatið má auðvitað einnig nota til að gera venjulegar samlokur. Ef þetta smakkast ekki vel þá hafa sardínurnar ekki verið nógu góðar. Það gerist ekki oft en kemur þó fyrir. Athugið að smakka á þeim áður en þið byrjið að blanda öllu saman.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  69


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR

ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR

Bíldsverk ehf. Árni Þorvaldsson ---------------------

bildsfell@bildsfell.com

Sími 893 7141 ---------------------

Almenn jarðvegsvinna Grímsnes- og Grafningshreppur ---------------------

- Geymslupláss - Snjóblástur - Grunnar - SSgar - Vegir - o.fl...

Gott í garðinn

Arnar, Kamínur og fylgihlutir Arinvörur Krókhálsi 10 110 Reykjavík 898 1931 www.arinvorur.is Funi ehf Smiðjuvegi 74 200 Kópavogur 515 8700

Áburður Áburðarverksmiðjan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 580 3200 www.aburdur.is Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

www.aburdur.is

Bílaþjónusta Bílaþjónusta Péturs Vallholti 17 800 Selfoss 482 2050 www.mmedia.is/billinn

Blómaverslanir Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Blöndunartæki Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Grænmeti í áskrift

graenihlekkurinn.is

gt en

L íf

70

Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is Þ. Þorgrímsson & co Ármúla 29 108 Reykjavík 553 8640 www.thco.is

Föndurvörur Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Garðaþjónusta Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Garðlýsing Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Garðskálar Jón Bergsson ehf Kletthálsi 15 110 Reykjavík 588 8886 jon@jonbergsson.is www.jonbergsson.is

Garðskraut Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Gróðrarstöðin Glitbrá Stafnesvegi 22 245 Sandgerði 868 1879 Gróðrarstöðin Kjarr Kjarri, Ölfusi 801 Selfoss 482 1718, 846 9776 kjarr@islandia.is Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18 108 Reykjavík 581 4550 www.mork.is Gróðrarstöðin Þorgautsstöðum II Hvítársíðu, 320 Reykholt 435 1372 / 895 1372 arni@lbhi.is

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 www.steinasteinn.is

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Hreinlætistæki

Leiktæki í garða

Rafverktakar

Álfaborg ehf Skútuvogi 6 104 Reykjavík 568 6755

Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is

Heimilistæki

Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Jóhann Helgi og co ehf Póstbox 166 220 Hafnarfirði 565 1048 www.johannhelgi.is

Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Gasvörur Skorri hf Bíldshöfða 12 112 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Gluggar og hurðir GK gluggar Völuteigur 21, 270 Mosfellsbæ 566 6787 gkgluggar@gkgluggar.is www.gkgluggar.is

Vörufell Suðurlandsvegi 850 Hella 487 5470 www.vorufell.is vinsy@simnet.is

Gosbrunnavörur

Garðplöntusala

Gosbrunnar ehf Verslun Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík S:517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Heiðmörk 38, 810 Hveragerði 483 4800 www.ingibjorg.is

Gólfefni, parket

Árvirkinn ehf Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 www.arvirkinn.is

Heitir pottar Tengi ehf Smiðjuvegi 11a 200 Kópavogur 564 1088 www.tengi.is

Hellur Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is Steindir Hellusteypa Vagnhöfða 17 587 2222 www.hellusteypa.is

Hitalagnir Ísrör ehf Hringhellu 12 221 Hafnarfjörður 565 1489 Lagnaþjónustan ehf Gagnheiði 53 800 Selfoss 482 2311 / 696 2311 lagnir@lagnir.is

Húsgögn Heimilisprýði Hallarmúla 108 Reykjavík 553 8177

Internetþjónusta Hringiðan Tæknigarði, Dunhaga 5 107 Reykjavík 525 2400 www.vortex.is

Kjörbúðir,­ verslanir Verslunin Borg Grímsnesi, 801 Selfoss 486 4408 Sumaropn. 15/6–15/8, 10-22 Vetraropn. 10-18 og 11-18 sun

Ljós inni Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Lóðaþjónusta Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is

Meindýravarnir Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59 800 Selfoss S: 482-3337 www.meindyravarnir.is

Neysluvatnshitarar

Skógrækt ríkisins 480 1821

Rafhitun ehf Kaplahrauni 7a 220 Hafnarfjörður 565 3265 rafhitun@rafhitun.is

Lagnaefni

Raftæki

Ísrör ehf Hringhellu 12 221 Hafnarfjörður 565 1489

Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Kurl

Álfaborg Skútuvogi 6 568 6755

n t o g lj úff

Sumarhúsið og garðurinn 1.2010

Rafsól Skipholti 33 105 Reykjavík 553 5600 Rafstöðin ehf. rafverktakar Jörundarholti 36 300 Akranesi 431 1201 rafstodin@simnet.is

Rotþrær Promens Dalvík Gunnarsbraut 12 620 Dalvík 460 5000 www.promens.is

Ræktunardúkur Jötunn vélar hf Austurvegi 69 800 Selfoss 480 0400 www.jotunn.is

Skrúðgarðyrkja Stokkar og steinar Guðjón Kristinsson Árbær, Ölfusi 801 Selfoss 482 1087, 894 2934 stokkarogsteinar@simnet.is

Sólarrafhlöður Skorri Bíldshöfða 12 110 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Gæðamold í garðinn Íblönduð mold með húsdýraáburði, skeljasandi og vikursandi eða grjóthreinsuð mold. Bjóðum einnig uppá heimkeyrslu. Mold í pokum 20 ltr.

Garðyrkja ehf - Innflutningur Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari

hlekku ni

Álfaborg ehf Skútuvogi 6 104 Reykjavík 568 6755 www.alfaborg.is

Gosbrunnar ehf Askalind 2 200 Kópavogi 517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Allt á gólð á einum stað

nrin

- Græ

Netverslun með lífrænar afurðir, grænmeti, ávextir og margt fleirra.

Byggingavörur

Sími 564 1860 gsm 893 5470 Fax 564 2860

Nátthagi Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi 801 Selfossi Sími: 698-4840, 483-4840 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: www.natthagi.is

Barrtré, lauftré, skrautrunnar, lyngrósir alparósir, berjarunnar, ávaxtatré, sígrænir dvergrunnar, þekjurunnar, klifurplöntur, villirósir, antikkrósir, limgerðisplöntur, skógarplöntur og skjólbeltaplöntur.

Afgreiðslustaður í Gufunesi. Opið maí til og með júlí virka daga frá kl. 8.00 19.00 og laugardaga 9.00 - 16.00.

-Tjarnardúkar -Gosbrunnadælur & vörur -Lækjareiningar -Lýsing og garðskraut -Saltsteinar & gjafavörur

Sími: 892-1479

Askalind 2, Kópavogi - s:517-4232

Sumarhúsið og garðurinn 1.2010

71


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR

Í næsta blaði... Sumarbústaðavörur

Bjálkahús

Sólarrafhlöður og fylgihlutir.

Hús og heimili Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, Sími 511 1818, www.bjalkahus.is www.husogheimili.is

Smágröfuleiga

Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is

www.lod.is

Stýribúnaður fyrir hitaveitur Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is Tengi ehf Smiðjuvegi 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Vélaleiga

Sumarhús Biskverk ehf Reykholti, Biskupstungum 801 Selfoss 893 5391 Borgarhús ehf Minni-Borg, Grímsnesi 801 Selfoss 468 4411 www.borgarhus.is

Sendum og sækjum Upplýsingar veitir Kristján Kristjánsson Sími 486 4546 GSM 695 1446 kkk@emax.is

Hús og heimili Krókhálsi 5a 110 Reykjavík 511 1818 www.bjalkahus.is www.husogheimili.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Sumarhúsalóðir Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Músavarnir í bústaðinn eigum við Útileiktæki, rólur, vegasölt, leikkastalar ofl. Járnrimlagirðingar, hjólabrettapallar Gúmmíhellur og gúmmímottur Mörk, körfur og útiþrektæki Bekkir, skýli, ljósastaurar, blómaker ofl. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla.

Vanti þig ráð kemur þú til okkar og talar við kallinn.

Bjóðum heildarlausnir á leiksvæðum, uppsetning, viðhald og þjónusta.

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59, 800 Selfoss S: 482-3337 og 893-9121

Leitið tilboða

Tjarnardúkur Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Gosbrunnar ehf Askalind 2 200 Kópavogur 517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Trésmíði Bisk-verk ehf Reykholti, Biskupstungum 486 8782, 893 5391 biskverk@simnet.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Umhverfisvæn hreinsiefni Örhreinsir Framtak blossi Vesturhrauni 1 210 Garðabær 555 5850

Útiljós Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Gosbrunnar ehf Askalind 2 200 Kópavogur 517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is Stansverk ehf Hamarshöfða 7 112 Reykjavík 567 4015 www.stansverk.is

Varmadælur Frostmark ehf Dalvegi 4, 200 Kópavogur Gagnheiði 69, 800 Selfoss 544 5858 www.frostmark.is

Veðurstöðvar Eico Skútuvogi 6 104 Reykjavík 570 4700 www.eico.is

Vélaleiga og gröfuþjónusta Bíldsverk ehf 893 7141 bildsfell@bildsfell.com Kristján Kristjánsson 486 4546 695 1446

10-80w

Bíldshöfða 12 – 110 Reykjavík Sími 577 1515 – www.skorri.is

Stál í burðargrind er þekkt í byggingu stærri húsa, til að mynda íþróttamannvirkja og þjónustu- og verslunarhúsnæðis hér á landi. Erlendis er æ algengara að stál sé einnig notað í burðarvirki einbýlishúsa. Eon arkitektar sem í síðasta tölublaði af Sumarhúsinu og garðinum fjölluðu um „Unit House” sín sem byggja má í áföngum, munu í næsta blaði fjalla um hönnun íbúðar- og sumarhúsa með burðargrind úr stáli. Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar hjá Eon arkitektum segja stálgrindarhús hagkvæmari í byggingu en timburgrindarhús því uppsetning þeirra tekur skemmri tíma.

Þakrennur Álfaborg Skútuvogi 6 568 6755

Öryggisvörur og -vöktun Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Verkfæri Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Verktakar Bisk-verk ehf Reykholti Biskupstungum 486 8782, 893 5391 biskverk@simnet.is Pálmi Ingólfsson, trésmiður Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

2 dálkar = 9,9 *10 Gisting í sumarbústað er þægilegur ferðamáti. Sími 615 4550 www.bustadur.is

TVÖFALDUR vöxtur trjáplantna MEÐ HLÚPLASTI

www.heidarblomi.webs.com grein@internet.is Gróðrarstöðin Heiðarblómi v/Heiðarbrún á Stokkseyri Garðaþjónusta: Magnús Sigurjónsson ...........................694 2711 Plöntusala: Margrét Magnúsdóttir .................................694 9106

Opið mán. – fim. 9.00 – 13.00 Fös. 9.00 – 18.00 og Lau. 11.00 – 14.00

http://www.meindyravarnir.is/

Jóhann Helgi & Co ehf . “Stofnað 1990” Sími 565-1048 – 820-8096 jh@johannhelgi.is, www.johannhelgi.is

72

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Sími: 580 5600 • www.plastprent.is

Opið: má-fö. 12- 18 Rauðu múrsteinshúsum Dalvegi 16a, Kóp. 201 S: 517 7727 www.nora.is Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

73


Verðlaunakrossgáta Verðlaunahafi í siðustu krossgátu: Kristín Thorstensen Suðurhópi 1, 240 Grindavík Hlýtur hún bókina Á fjöllum, Útgefandi Skrudda.

74

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010.

Lausnum skal skila fyrir 10. maí 2010: Sumarhúsið og garðurinn – krossgáta – Hamrahlíð 31,105 Reykjavík

Í verðlaun að þessu sinni er bókin Barrtré á Íslandi Útgefandi: Merkurlaut

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2009

75


Helsingi flýgur sjaldnar í oddaflugi en aðrar gæsir sem hér fara um, en er oft í óskipulegum, þéttum hópum eða löngum röðum.

Helsingjar

á ferð og flugi

H

elsingi er gæs sem fer um landið vor og haust á leið milli varpstöðva á Grænlandi og vetrarstöðva á Bretlandseyjum. Fyrir nokkrum áratugum hófu helsingjar að verpa hér á landi og hefur stofninn vaxið jafnt og þétt. Hér er ætlunin að segja frá ferðum og lífsháttum þessarar fallegu gæsar. Útlit og hegðun

Helsinginn er önnur tveggja „svartra“ gæsa sem fara um landið, hin er margæs. Helsingi er meðalstór gæs, á stærð við heiðagæs og blesgæs. Hann þekkist best á áberandi skörpum skilum dökka litarins að ofan og hvíta litarins að neðan, svo og hvítu andliti, kverkum og vanga. Hann hefur svarta augnrák, er svartur á kolli, hnakka, hálsi og bringu, en bak og yfirvængir eru blágrá með hvítjöðruðum, svörtum þverrákum. Vængir virðast gráir að ofan á flugi og dökkir að neðanverðu. Fuglinn er ljósgrár að neðan, með hvítar stélþökur og svart stél. Fullorðinn og ungur helsingi eru mjög líkir. Goggur fuglsins er stuttur og svartur, fætur eru svartir og augu brún.

Tex t i og my ndir : J óha nn Ól i H il m a r s s on

Fargesturinn Varpstofninn á NA.-Grænlandi fer hér um haust og vor á leið til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Stofninn er nú um 70.000 fuglar og er hann stærstur þeirra gæsastofna sem hér fara um vor og haust. Helsingjarnir sjást frá miðjum apríl og dvelja út maí á vorin. Aðalviðkomustaðir þeirra eru í Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði og Svarfaðardal, en þeir geta sést víða á sunnan-, vestan- og norðaustanverðu landinu, sérstaklega ef illa árar á hefðbundnum viðkomustöðum þeirra. Gæsirnar eru friðaðar á vorin og því er hægt að

nálgast stóra og fallega hópa á viðkomustöðum eins og í Vatnsdal og Langadal, án þess að mikil styggð komi að þeim. Varpstöðvarnar á Grænlandi eru aðallega á svæðinu frá Scoresby Sund norður til Germania Land og Hertugen af Orléans Land. Helsingjarnir hafa hér aftur viðdvöl í september og október á leið á vetrarstöðvarnar og dvelja þá aðallega á sunnanverðu miðhálendinu og í Skaftafellssýslum. Fuglarnir nýta sér mýrar og tún nærri ströndinni á vorin, auk þess gróið land

Helsingjahópur í túni í Langadal, A- Húnavatnssýslu.

Helsingjafjölskylda í úrhelli á varpstöðvum í Öræfum.

á hálendinu og lyngmóa á haustin. Vetrarstöðvar þessa stofns eru í vestanverðu Skotlandi og á vestanverðu Írlandi. Aðrir stofnar verpa á Svalbarða og Novaja Zemlja.

hundruða geldfugla. Stór hluti stofnsins hélt til við Hestgerðislón í Suðursveit í haust og taldi hópurinn tæplega 500 fugla.

Í kvikmyndinni Heimur farfuglanna, sem margir hafa séð og þekkja, fjallar einn meginkaflinn um helsingja sem koma frá Grænlandi að hausti, fljúga yfir Ísland, fara m.a. yfir Vatnajökul og lenda á Jökulsárlóni, áður en þeir halda af stað til Skotlands eða Írlands.

Varpfuglinn Fyrstu fregnir um varp helsingja hérlendis voru á Breiðafirði árið 1964. Þeir urpu þar í eyjum um 20 ára skeið. Árið 1988 fundust helsingjar á hreiðrum á litlum eyjum í jökullóni á Breiðamerkursandi. Síðan þá hefur þetta varp vaxið og dafnað og helsingjar numið land á nokkrum öðrum stöðum í Skaftafellssýslum. Sumarið 2009 var talið að stofninn teldi um 70 varppör, auk örfárra

Á varpheimkynnum sínum í Grænlandi verpa helsingjarnir oftast í klettum eða á gilbörmum. Hér áður fyrr, þegar menn höfðu ekki skýringar á ferðum farfuglanna, var haldið að helsingjar kæmu úr krabbadýrinu helsingjanefi, sem hefur um sig skeljar sem minna á fuglsgogg í útliti. En menn trúðu því líka þá að lóur færu ekki af landi brott á veturna heldur lægju í vetrardvala í klettasprungum með laufblað í gogginum. Helsingjanef á netakúlu.

Til að vernda varpstofninn eru helsingjar friðaðir fyrir skotveiðum í Skaftafellssýslum fram til 25. september. n Te x ti o g my n d i r : J ó h an n Ó li H i lm ar sso n , fo r m að ur Fug lave r n d ar.

Helsingjafjölskyldur á Jökulsárlóni.

Helsingi blakar vængjum.

Helsingi flýgur sjaldnar í oddaflugi en aðrar gæsir sem hér fara um, en er oft í óskipulegum, þéttum hópum eða löngum röðum. Hann er stærri en margæs og hefur hægari vængjatök. Helsingi gefur frá sér hvellt gjamm sem minnir á hundgá.

76  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  77


Díóðuljós

Einföld og þægileg garðlýsing

Þurfa 2ja vatta straum fyrir hverja peru. Perurnar endast í 50.000-80.000 klukkustundir.

Te x t i : Pá ll J ö k u ll Pé tur sso n / Auður I . O ttesen.

Eru köld, hitabreytingar hafa engin áhrif á þau.

M y n di r : G o sb r u n n ar, Páll J ö k ull Pétursson

Eru nánast án viðnáms og því er hægt að fara með þau lengra frá straumbreyti en halógenljósin, auk þess sem þau taka minni straum og þess vegna er hægt að setja fleiri slík ljós á lögnina.

Með ljósi er hægt að skapa skemmtilega stemmningu með samspili ljóss og skugga. Innfelld 12 volta díóðuljós lýsa hér ofan í lítilli tjörn.

KYNNING

gosbrunna og tjarnir. Margir lýsa undir litla fossa sem útbúnir eru við tjarnir og er það afar fallegt.”

Jólaseríur fást fyrir 12 volta kerfið

Í

skammdegisrökkrinu auðveldar góð lýsing aðkomu að heimilinu og er kærkomin við sumarhús þar sem engin lýsing er fyrir. Með góðu hugmyndaflugi og réttri staðsetningu ljósa er aðvelt að draga fram fegurð bygginga og garða, sem og að lýsa upp hluti sem eiga athyglina verðskuldaða. Hægt er að skapa skemmtilega stemmningu með samspili ljóss og skugga. Eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða úrval ljósa fyrir 12 volta ljósabúnað, bæði með halógen- og díóðuljósum, er Gosbrunnar ehf. í Askalind 3 í Kópavogi. Búnaðurinn er þægilegur í uppsetningu og á færi allra án nokkurrar áhættu.

Svavar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Gosbrunna, segir 12 volta kerfið vera þægilega lausn fyrir eigendur garða, sumarhúsa og þeirra sem vilja geta sett sjálfir upp ljós við hjólhýsið eða húsbílinn. „Vegna þess að kerfið er 12 volta, þarf ekki að leggja að ljósunum sérstakar raflagnir með aðkomu rafvirkja til að draga í lögnina. Þó svo að heimilishundurinn grafi niður á lögnina og bíti í hana af forvitni þá gerist ekki neitt þar sem spennan er aðeins 12 volt.”

78  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

Hægt að lýsa upp garðinn á einfaldan hátt Gosbrunnar bjóða um 50 mismunandi gerðir ljósa sem passa við 12 volta kerfin þeirra. „Úrvalið er mikið, við erum með falleg klassísk ljós, bæði úr járni og krómi, í ýmsum útfærslum. Einnig nútímalegar útfærslur og ljós sem hægt er að fella inn í timbur, steina eða hellur,” segir Svavar og bætir því við að allir ættu að finna ljós hjá honum sem falla að þeirra smekk. Svavar segir 12 volta ljósin vera samtengjanleg innbyrðis þannig að hægt er að sameina alla lýsingu í garðinum með tengingu í einn straumbreyti. Skiptir þá ekki máli hvort ljósin eru með halógenperum eða díóðum því möguleiki er að nota hvoru tveggja í bland. Með því að setja deili við straumbreytinn er svo hægt að fara 35 metra í sitt hvora áttina út frá honum, án þess að hætta sé á straumfalli á halógenperum.

straum en halógenljósin, aðeins 0,3 vött þau allra minnstu. Það getur verið fallegt að lýsa upp við húsbílinn og hjólhýsið sem stendur á sama stað allt sumarið eða árið, eins og er t.d. á Laugavatni, í Þjórsárdal og í Borgarfirði. Eins eru eigendur húsbíla hrifnir af þessu 12 volta kerfi því það er hægt að tengja við rafgeymi bíla. Það er kjörið að lýsa upp umhverfið og gera huggulegt hjá sér á þennan smekklega hátt.”

Vatnsheld ljós gefa mikla möguleika Öll 12 volta ljósin eru framleidd fyrir IP44staðal og í nokkrum tilfellum eru þau samkvæmt IP68-staðli, sem þýðir að hægt er að setja ljósin á kaf í vatn. „Báðir þessir staðlar eru vatnsheldir, en IP68 er gerður til þess að vera á kafi í vatni. Þetta býður upp á mikla möguleika í samspili á ljósum í kringum

Tenging við sólarsellur eða rafgeymi í bíl Hægt er að tengja díóðuljósin við sólarsellur og sólarrafhlöður sem margir eru með í sumarbústaðalandinu, húsbílnum eða hjólhýsinu. „Það er mjög auðvelt að tengja díóðuljósin við slíkan búnað en þau taka margfalt minni

 Í Gosbrunnum er úrval ljósa sem hægt er að fella niður í gólfborð á trépalli eða í trévegg.

inn á kerfið og er það afar hagkvæmt þar sem lögnin er fyrir hendi. Garðljósin eru einfaldlega tekin úr sambandi og jólaseríurnar tengdar í staðinn. Það er flott að fara með þau upp í tré, undir þakskeggið eða þangað sem maður vill.”

Möguleikarnir sem 12 volta kerfið býður upp á eru ótal margir. „Menn átta sig oft ekki á því Endalausir möguleikar hvað þetta kerfi er fjölþætt. Heimilistæki eins Í Gosbrunnum er úrval ljósa sem er hægt að og ísskápar og sjónvörp fást fyrir þetta kerfi, fella að náttúrunni, ofan í pallinn eða í veggi. sem og dælur fyrir tjarnir og gosbrunna sem ég „Innfellanleg ljós eru tilvalin fyrir þá sem vilja er með til sölu í Gosbrunnum. Þær er hægt að útbúa sína lýsingu sjálfir og fella þau inn í fallegar tengja inn á sömu lögnina og ljósin og samnýta hleðslur, steinhæð, grjóthrúgu, rekaviðardrumba þannig straumbreytinn sem nær að knýja bæði eða annað sem fólki dettur í hug. Þessi ljós geta dæluna í tjörninni og ljósin í garðinum,” segir líka verið á kafi í vatni. Díóðuljós hitna ekki og Svavar. Fyrir þá sem kjósa mörg ljós er möguleiki er því hægt að setja litafilmu framan við ljósið til að nota sérstaka burðarkapla sem ná lengra en þess að ná fram óvenjulegri lýsingu. Rauð filma á þá 35 metra frá straumbreyti sem það gerir í ljós sem er undir hrúgu af hraungrjóti fær það til hefðbundnu kerfi. Frá burðarkaplinum er síðan að glóa. Það er bara að sleppa hugmyndafluginu hægt að tengja út í hvert ljós fyrir sig. „Enn einn lausu en þessi ljós bjóða upp á ótal möguleika,” möguleiki er fyrir hendi, það er nýr valkostur og segir Svavar að lokum. afar spennandi. Nú er hægt að tengja jólaseríur

Fást í mismunandi litum og birtutónum. Flestir velja „Warm-white„ sem gefur sama lit og halógenperur í kringum gróður. Þá fæst eðlileg og mjúk lýsing en fólk notar svo „Bright-white„ sem er hvítt ljós og „Ice-ledge„ sem gefur bláan tón í hleðslur, hellulagnir og í kringum steina.

Halógenljós Þurfa 10-20 vatta straum fyrir hverja peru. Perurnar endast í 3.000-4.000 klukkustundir. Perurnar eru mjög heitar viðkomu. Perurnar eru viðkvæmar fyrir hitabreytingum og þeim hættir til að springa ef það kólnar skyndilega eða ef sviptingar eru í veðri.

Það ræðst af styrk straumbreytisins hversu mörg ljós má setja á eina lögn og ákvarðar hann einnig lengd hennar. Á tíu metra langri lögn eru inntengi með tveggja metra millibili. Þaðan er svo hægt að setja deili með tengjum fyrir þrjú ljós eða aðra tíu metra lögn yfir í annan enda garðsins og svo koll af kolli. Möguleikarnir eru ótalmargir.

12 volta ljós sem fellt er inn í steinhleðslu. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  79


Heggur í Vesturbænum. Yndisgróður er búinn að safna mörgum yrkjum af hegg víða af landinu og setja í klónasafnið á Reykjum í Ölfusi.

Yndisgróður

Glæsitoppur á Akranesi. Mörg óskilgreind yrki eru í ræktun af glæsitopp eins og þessum sem vex á Akranesi. Á myndinni er Þórdís Lilja Samsonardóttir

Garð- og landslagsplöntur í rannsókn

þær þjóna hlutverki sínu. „Auk harðgerðis leitum við notadrjúgra garð- og landslagsplantna t.d. sem henta í klippt limgerði, sem lítið tré eða þekjandi runna. Við metum fegurðargildi þeirra og heilbrigði,” segir Samson. Hluti af verkefninu er að miðla upplýsingum og fræða notendur um efniviðinn og hvernig hægt er að nota plönturnar. Þegar eru komnar athyglisverðar upplýsingar inná heimasíðu verkefnisins sem eru öllum aðgengilegar.

Tex ti : Auður I . O ttesen. M y ndi r : S a m s on H a r ð a r s on

 Rósa ´Hilda´og Jóhann Pálsson; Fjallarósablendingurinn ’Hilda’ er dæmi um rósayrki sem Jóhann Pálsson grasafræðingur og fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar hefur ræktað fram með kynbótum, Yndisgróður stefnir að því að koma því á markað ásamt fleiri rósayrkjum árið 2012.

Y

ndisgróður er afar þarft verkefni sem unnuð er í samstarfi. Landbúnaðarháskóla Íslands, Félags garðplöntuframleiðenda, Grasagarðs Reykjavíkur og Rannsóknarstöðvar Skógræktar á Mógilsá. Verkefnisstjóri verkefnisins er Samson Harðarson landslagsarkitekt og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Fram til þessa hafa litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á garð- og landslagsplöntur og því löngu tímabært að sinna þeim. Tilraunir hafa til þessa verið að mestu hjá garðplöntuframleiðendum, einstaklingum og sveitafélögunum. Verkefnið gengur út á að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota. Samson sem hefur yfirumsjón með verkefninu segir verið sé að kanna mikilvægustu garða- og landslagsplöntur til nota fyrir heimilisgarða, sem mynda uppistöðu grænna svæði sveitafélaga og í skjólbelti. „Við munum rannsaka harðgerði þessara plantna og að koma upp sýningarreitum

Snækóróna ’Þórunn Hyrna’ er dæmi um harðgerðann, blómsælann runna sem hefur verið í ræktun lengi á Akureyri og er smám saman að komast á almennann markað. Myndin er tekin í Lystigarðinum á Akureyri árið 2009. Stúlkan á myndinni Heitir Þórdís Lilja Samsonardóttir.

80  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

í samvinnu við sveitafélög víða um land fyrir fagfólk og almenning. Í framtíðinni geta Yndisgarðar einnig nýst sem falleg og notaleg útivistarsvæði.”

Fjölþætt rannsókn á garð- og landslagsplöntum Undir stjórn Samsonar er unnið að því að safna upplýsingum um plönturnar, skilgreina þær, flokka og miðla upplýsingum. „Plönturnar í rannsókninni voru valdar í samvinnu við

Samson Harðarson

garðplöntuframleiðendur. Við leituðum álits landslagsarkitekta, garðyrkjumanna og garðyrkjustjóra sveitafélaganna. Upplýsingar um margar tegundirnar sem við skoðum eru glataðar, en það getur verið mikilvægt að þekkja upprunna þeirra,” segir Samson sem upplýsir að plönturnar hafi verið valdar út frá því hvernig

Yndisgróður með áhugaverða heimasíðu Í lok síðasta árs var formlega opnuð heimasíða Yndisgróðurs; www.yndisgrodur.lbhi.is. Á henni eru upplýsingar um verkefnið og tegundir, yrki og kvæmi plantna sem eru af meðmælalista Yndisgróðurs. „Við sem vinnur að verkefninu erum að reyna að leiðbeina og aðstoða við val á garðplöntum og á heimasíðunni er hægt að leita út frá ýmsum forsendum. Til þess að plöntur uppfylli þær kröfur að komast á meðmælalistann okkar þurfa þær að vera harðgerðar, nytsamar og verðmætar tegundir sem góð reynsla er af í ræktun hér á landi. Við veljum þær einnig út frá harðgerði, útliti og notkunareiginleikur. Það er ekki kappsmál að vera með of margar tegundir heldu þær sem reynsla er komin af til að nota í garða og á græn svæða og í skjólbelti.” Hann segir ef farið er inná plöntuleit á síðunni sé hægt að leita að plöntum af meðmælalista Yndisgróðurs eftir ýmsum leiðum og fá gagnlegar upplýsingar um til dæmis útlit, þol og kröfur plöntunnar, einnig hvar og hvernig er best að nota hana. „Sumar plöntur á lista Yndisgróðurs eru ekki í almennri framleiðslu og getur því framboð á þeim verið mjög takmarkað. Í sumum tilfellum fást þær einungis á einni eða fáum gróðrarstöðvum og/ eða eru framleiddar í mjög litlu upplagi. Búast má við að með veru sinni á lista Yndisgróðurs komist þessar plöntur í almennari ræktun.” n María og Eric í Mosfellsbænum við blóðrifsið. Blóðrifs er dæmi um nýjann runna í ræktun sem blómstrar einstaklega fallega snemma á vorin. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010  81


Á-Vextir, jákvætt vaxtastig Stofnfélagar á stofnfundi Hvatafélagsins Á-vaxta á veitingahúsinu Gló.

H

vatafélagið Á-vöxtur var stofnað 3. mars síðastliðinn og markmið þess er háleitt: Að örva áhuga almennings á ræktun ávaxta og annarra óhefðbundinna matjurta. Lilja Oddsdóttir er hvatamaður að stofnuninni og var kjörin fyrsti formaður þess. Auður I. Ottesen, María Margeirsdóttir og Susan Martin hjálpuðu Lilju við undirbúninginn.

Sjálfbærni og heilbrigði jarðarinnar er Lilju hugleikið og hún segir að námskeið í ávaxtatrjárækt hjá Jóni Guðmundssyni garðyrkjufræðingi hafi kveikt svo í sér að ekki hafi verið aftur snúið. „Ég hóf ávaxtatrjárækt í samvinnu við systur mína og mágkonu í óupphituðu gróðurhúsi með 18 trjám af mismunandi tegundum. Síðastliðið

Stjórn Hvatafélagsins Á-vaxta, talið frá vinstri: formaðurinn Lilja Oddsdóttir lithimnufræðingur Sólveig Jónsdóttir kennari, Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur, Ósk Óskarsdóttir kjóla- og klæðskeri, Hlynur Ómarsson garðyrkjufræðingur, María Margeirsdóttir hönnuður, og Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur. Sólveigu Eiríksdóttur matahönnuð vantar á myndina.

Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi í Lambhaga og Þorsteinn Sigmundsson, býflugnabóndi og ávaxtatrjáræktandi í Elliðahvammi á Vatnsenda, eru hér í hrókasamræðum ásamt Jóhönnu Magnúsdóttur garðyrkjufræðingi.

82  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2010

haust uppskárum við svo 9 epli. Ég held að við Íslendingar getum framleitt mun meira af alls kyns grænmeti og ávöxtum en nokkurn órar fyrir, ég er bjartsýn. Kreppan hjálpaði mikið til með að opna augu fólks fyrir annars konar vexti en ofurvöxtum eða stýrivöxtum - nú eru það Á-vextir.” Á stofnfundinn mættu 30 manns og segir Lilja að það rigni inn félögum því stofnun

félagsins hafi spurst út. „Við munum síðan halda aðalfund 20. apríl og þeir sem skrá sig í félagið þangað til teljast stofnfélagar,” segir hún og bætir því við að þróunarstarf og samvinna við eins marga og hægt er sé mikilvægt markmið félagsins. „Frumkvöðlarnir í ávaxtatrjárækt, þeir Jón Guðmundsson og hjónin Sæmundur Guðmundsson og Eyrún Óskarsdóttir, eru stofnfélagar og við eigum eftir að læra mikið af þeim.”


www.JonBergsson.is N U D D P O T T A R

Orkunýting - Enginn getur betur

Of heitt eða of kalt... ekkert mál þú opnar eða lokar

Sól eða skjól... þú velur

Sól í pottinn kvölds og morgna... ekkert mál kúlan snýst

Inni eða úti... þú velur

Opnanlegir garðskálar

JÓN BERGSSON EHF

Kletthálsi 15

110 Reykjavík

S: 588 8886


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.