Sumarhúsið og garðurinn, 5. tbl. 2013

Page 1

www.rit.is

Sumarhúsið & garðurinn Nr. 76 • 5. tbl. nóv-des 2013 • Kr. 1385.–

Ú t f y r i r r a m m a nn – g a r ð a s k i p u l a g á b l s . 4 0 - 4 3 .

Töff trjákofi

úr endurnýttum efniviði

Adolf Ingi

skíðar í vetrarfríinu

25 aðventuskreytingar hrímað, rautt og náttúrulegt

Salat og krydd ræktað allt árið

Jólagjafir 5. tbl. 21. árg. 2013, nr. 76 Kr. 1385.-

undir 1.000 kr.  Þorpið í Eilífsdal  Vistmenning  Bláskeljakrans 


MAKING MODERN LIVING

Lykilinn að þægindum CF2+ þráðlausar gólfhitastýringar frá Danfoss Danfoss er ekki bara orðið alþekkt samheiti yfir hitastjórnbúnað. Í meira en 75 ár höfum við framleitt allt frá smæstu íhlutum upp í heil hitaveitukerfi. Öll þessi ár höfum við haft það að leiðarljósi að viðskipti þín við okkur séu hagkvæm. Það er leiðarljós okkar núna, og mun verða í framtíðinni.

Áratuga reynsla okkar hefur skipað okkur í fremstu röð þegar litið er til nýsköpunar. Vöruþróun okkar stjórnast af þörfum viðskiptavinanna. Þess vegna erum við í fararbroddi þegar litið er til íhluta, sérfræðiþekkingar og heildarlausna fyrir hitastjórnbúnað og kerfi.

Við stefnum stöðugt að því að bjóða vörur og lausnir sem færa notendum háþróaða notenda- og umhverfisvæna tækni, lágmarks viðhald, hámarks þjónustu og hámarks hagkvæmni.

CF2+ þráðlausa gólfhitastýringin er gott dæmi um það, smekkleg hönnun, áreiðanleg tækni, einföld í uppsetningu og notkun. Færir þér nákvæma hitastýringu í hvert herbergi og hámarkar þar með þægindin.

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


BÆTTU Í SAFNIÐ! NÝJAR VÖRUR Á HVERJU ÁRI

EXPO · www.expo.is

Vinsælu Lemax jólavörurnar samanstanda af ótrúlega breiðu úrvali af húsum, landslagi og fallegum styttum. Hægt er að bæta við og byggja upp jólaþorpin ár frá ári. Aðeins í BYKO Breidd og Akureyri.


Smellinn sumarhús eftir þínu höfði

PIPAR\TBWA · SÍA · 133416

Smellinn sumarhúsin eru fljótleg í uppsetningu og hönnuð eftir þínu höfði. Sparaðu þér viðhaldið og njóttu sveitasælunnar á þínum stað. Skipuleggðu í vetur – byggðu næsta sumar

Sæktu iBókina „Hellur & garðar“ fyrir iPad á bmvalla.is

Nú er tækifærið til að undirbúa framkvæmdir næsta sumars. Þú sparar tíma og vinnu í uppsetningu og húsin eru nær viðhaldsfrí. Einingarnar eru forsteyptar við kjöraðstæður og bjóða upp á mikið frelsi í hönnun. Möguleikarnir eru endalausir.

BM Vallá býður fjölbreytt úrval af fallegum hellum og garð­ einingum í hæsta gæðaflokki. Í iBókinni okkar fyrir iPad má finna gott yfirlit yfir vöruúrvalið. Sæktu iBókina á bmvalla.is.

BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík

BM Vallá ehf · Akureyri Austursíðu 2 603 Akureyri

Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is

Sími: 412 5203 sala@bmvalla.is

Hafðu samband við söludeild BM Vallá og við aðstoðum þig við næstu skref.

www.bmvalla.is

forsteyptar einingar


Ljósadýrð Garðheima Fjölskyldufyrirtæki í 22 ár

JólAhlAðbOrð spÍRunnar Á jólahlaðborði Spírunnar verður ferskur jólaandi ríkjandi. Boðið verður uppá fjölda ljúffengra rétta að hætti Spírunnar með jólalegum blæ. Hlaðborðið verður í boði í hádeginu á fimmtudögum og föstudögum frá 21. nóv. til 13. des. Verð aðeins 3.500kr

Skoðaðu matseðilinn á spiran.is

Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is


efnisyfirlit

nóv. - des. 2013

16-22

67-71

52-55 66-67

56-63

8-13

viðtöl

annað

8-13 Einstak t útsýni við Eyjafjörð – viðtal við Adolf Inga Erlingsson 16-22 Þorpið í Eilífsdal 24-25 K affisopi á kirkjubekknum 52-55 Jólin tekin með trompi – viðtal við Láru Höllu Maack 80-82 Jólin í sveitinni

gróður og ræktun 14-15 Vistmenning

36-39 Í garðinum með Jóni Guðmundssyni, Stutt skýrsla úr ávaxtatrjáræktinni. Rósin ´Jens Munk´. Jólastjárna,

Forsíðumynd: Páll Jökull.

Ómar Ellertsson blómaskrey tir

28-29 Gó ði hirðirinn – nytjamarkaður Sorpu og líknafélaga 30 -32 Töff trjákofi úr endurunnum efnivið 33 Jól amark aður og Jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk 34-35 Hvað má byggja á lóðinni án þess að fá leyfi? 44-46 Geitafell við Þrengslaveg 48-50 Á goggnum má greina hvað fuglinn etur 58-59 Bl áskel í skreytingarnar 64-65 5 föndurhugmyndir á aðventunni – Einfalt og fjölskylduvænt 66 Talið niður til jóla 67 Jól aglögg og epladrykkur

Salat- og kryddrækt allt árið

68-71 Hátíð í hönd, jólamaturinn að hætti Helgu Kvam-

40-42 Útfyrir ramman – skipulag garðsins

72-73 Ávex tir, krydd og kertaljós - er liða fer að jólum 77 Krossgáta 79 R aðhúsaló ðir

56-57 K ynning Grænn markaður – Hrímað, rautt og náttúrlegt

Skrey tinguna gerði

30-32

60 -61 7 – 9 -13 vinnustofa og blómaverslun 62-63 Skrey tingar úr skóginum

80-82 Jól í sveitinni


á kertum og laga heitt súkkulaði til að dreypa á.

Viðmælendur að þessu sinni eru mér miklu fremri í skreytingarlistinni en við heimsóttum margt af okkar færasta blómaskreytingafólki sem eru allir unnendur íslenskrar náttúru og náttúruafurða. Hugmyndir sínar sækja þeir til sjávar, inn í skóg og út í náttúruna. Þann 8. desember kl. 14:00 - 18:00 bjóðum við lesendur blaðsins velkomna í opið hús á sýningu á aðventu- og blómaskreytingum sem við fjöllum um í blaðinu. Sýningin er í bækistöðvum Sumarhússins og garðsins að Fossheiði 1 á Selfossi. Ánægjulegt væri að sjá sem flest ykkar kæru lesendur.

Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf, Fossheiði 1, 800 Selfoss, Sími 578 4800, www.rit.is Ábyrgðarmaður: Auður I. Ottesen, audur@rit.is Hönnun og uppsetning: Páll Jökull Pétursson, rit@rit.is Ljósmyndir: Páll Jökull Pétursson, Helga Kvam, Jóhann Óli Hilmarsson, Jón Guðmundsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Pétur Reynisson, Snæfríður Ingadóttir, og fleiri. Auglýsingar: Auður I. Ottesen, audur@rit.is. Móttaka auglýsinga: palljokull@gmail.com Ritstjórn: Auður I. Ottesen ritstjóri, Jóhann Óli Hilmarsson, Mörður Gunnarsson Ottesen og Páll Jökull Pétursson. Höfundar efnis: Auður I. Ottesen, Ásta Hjördís Valdimarsdóttir, Björn Jóhannsson, Helga Kvam, Jóhann Óli Hilmarsson, Jón Guðmundsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Matthías Kristjánsson, Páll Jökull Pétursson, Pétur Reynisson og Snæfríður Ingadóttir. Vinnsla blaðsins: Unnið á Macintosh í InDesign CS5. Letur í meginmáli er Minion Pro 8,7 p. á 11,5 p. fæti. Prentað á umhverfisvænan pappír. Forsíðumynd: Páll Jökull. Prentun: Oddi.

ISSN 1670-5254 Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, ­prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs ­leyfis útgefanda.

Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

M

HV

E RFIS ME

R KI

Senn líður að jólum og barnslegur fiðringur fer um mig þegar ég finn lykt af furunálum og eplum. Á aðventunni freistast ég alltaf til að baka smákökur þrátt fyrir að vera gersamlega óhæf í þeirri iðju. Þegar kemur að bakstrinum er ég oftar en ekki með hugann við að hanna piparkökuhús en að baka hefðbundnar piparkökur. Skreytingar fyrir jólin eru aftur á móti mitt hjartans mál og þar fer ég geyst. Ég dunda mér fram á nótt við að leysa úr flæktum jólaseríum og færa heimilið í hátíðarbúning. Að leika sér svolítið í skammdeginu er nauðsynlegt og notalegastar eru stundirnar þegar búið er að tendra

Sumarhúsið & garðurinn

U

bréf frá ritstjóra

141

776

PRENTGRIPUR

við skrifum blaðið...

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

64-65 48-50 26-33 72-73

Auður I. O t tesen Rit s tjór i, greinask r if audur@r it.is

Páll Jökull Pétur sson Umbrot, hönnun, ljósmyndun.

Jón Guðmundsson greinaskrif

Jónatan Garðarsson greinaskrif

Jóhann Óli Hilmarsson greinaskrif

Helga Kvam greinaskrif

Snæfríður Ingadóttir greinaskrif

Björn Jóhannsson greinaskrif

María Margeirsdóttir greinaskrif

Matthías Kristjánsson húsasmiður

Ásta Hjördís Valdimarsdóttir, greinaskrif

Pétur Reynisson skrúðgarðyrkjumeistari

Við hvetjum lesendur og áskrifendur til að gerast vinir okkar á Facebook. Bjóðum ykkur einnig að fá sent fréttabréf í tölvupósti, það kostar ekkert að vera með! Skráning á www.rit.is.

Áskrift á www.rit.is


Einstakt útsýni við Eyjafjörð

Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson og eiginkona hans, Þórunn Sigurðardóttir, eiga sumarhús á einstökum útsýnisstað í Vaðlaheiðinni. Bæði eru þau uppalin á Akureyri og njóta þess að koma á heimaslóðir, ekki síst til þess að fara á skíði. Tex ti: Snæfríður Ingadót tir. Myndir: Helga Kvam

8  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Bústaðurinn stendur á skipulögðu frístundasvæði í Vaðlaheiði. Lóðin er rétt um hálfur hektari að stærð með stórkostlegu útsýni bæði inn og út fjörðinn.


Við ætluðum að reisa húsið á staurum en komumst að því að það væri ekki sniðugt þar sem það er svo mikill hæðarmunur á lóðinni

þorpinu og fluttu í þriggja herbergja Fúskar við flest allt íbúð. Þá varð erfiðara að koma norður Um sumarið 2006 var unnið við húsið í með alla fjölskylduna í heimsókn,“ segir Bótinni á Akureyri og um haustið var það Adolf Ingi um tildrög þess að þau urðu síðan flutt yfir í heiðina, klætt að utan og sumarhúsaeigendur. „Við höfðum velt innan, komið með milliveggi og svefnloft. íbúðakaupum á Akureyri fyrir okkur en „Við ætluðum að reisa húsið á staurum en það má segja að það sé allt yngri bróður komumst að því að það væri ekki sniðugt mínum að þakka, eða um að kenna, að þar sem það er svo mikill hæðarmunur íbúðin varð að sumarhúsi.“ Adolf Ingi á lóðinni. Jarðvegi var mokað burt og segir að hann hafi þegar fest sér lóðina í hundruðum rúmmetra af möl var keyrt Vaðlaheiðinni og hafi keypt húsið fokhelt hingað til að jafna lóðina og endað á að af trésmiðnum Sigurði Runólfssyni á steypa sökkul undir húsið.“ Akureyri. Bróðirinn hafi hinsvegar fengið bakþanka vegna kaupanna, en Sofið var í fyrsta sinn í húsinu árið 2007 náði að sannfæra Adolf um að sumarhús við frumstæðar aðstæður, en Adolf Ingi „Við ætluðum aldrei að fá okkur sumar- í Vaðlaheiði væri brjálæðislega góð segir að allt fram til þessa dags hafi flestar bústað en um aldamótin síðustu seldu hugmynd og tók Adolf Ingi því við ferðir í bústaðinn verið einhverskonar tengdaforeldrar mínir ættaróðalið í verkefninu. vinnuferðir. „Síðast þegar ég fór norður „Útsýnið gerir þennan bústað algjörlega einstakan,“ segir Adolf Ingi aðspurður að því hvað sé það besta við bústað þeirra hjóna sem staðsettur er í Heiðarbyggð í Vaðlaheiði. „Við erum með einstakt útsýni út fjörðinn, á Kaldbak og yfir fjarðarmynnið. Í hina áttina sést inn eftir öllum Eyjafirði, eða frameftir öllum firði eins og sagt er fyrir norðan.“ Húsið, sem er 50 fm að stærð er bjart og rúmgott, með tveimur svefnherbergjum og svefnlofti sem ekki er inn í fermetratölunni. Hér eyðir fjölskyldan flestum sínum fríum, hvort sem er að sumri eða vetri.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  9


Kíkirinn er á eldhúsborðinu svo hægt sé að kíkja yfir í Hlíðarfjall.

Séð niður í stofuna af svefnloftinu.

Verndarengill hússins, gerður af syninum Marinó Inga, er í glugganum og fylgist með mannaferðum.

þá setti ég upp þakrennur, reif upp sturtu- kuldagalla og fer létt með að gleyma mér botninn og lagði hann á ný. Ég fúska við yfir einhverjum verkefnum hér í húsinu.“ flest allt og hringi í rétta menn og fæ leiðbeiningar. Besta afslöppun sem ég Adolf segir að bústaðurinn sé þannig séð veit er að vera eitthvað að brasa. Það er orðinn tilbúinn að innan en næsta mál mikil hvíld fyrir mig að fást við eitthvað á dagskrá sé að setja handrið á pallinn. allt annað en það sem ég geri dags daglega. „Og svo er maður náttúrulega bara strax Veðrið skiptir ekki öllu máli. Ég fer bara í kominn í viðhaldsvinnu,“ skýtur Adolf Ingi inn í hlæjandi.

10  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


Léttur og hlýlegur stíll Það vekur athygli hversu létt og bjart yfirbragð er á öllu innandyra, enda segir Adolf Ingi að þau hafi lagt sig fram við að ná fram hlýlegu yfirbragði án þess að hafa þetta klassíska „panelsumarhúsaútlit“. Flestir veggir eru gifsklæddir og allur panell í lofti og á veggjum er hvíttaður. „Við hjónin höfum verið saman í 35 ár, eða frá því að við vorum krakkar, og höfum mjög svipaðan smekk á húsbúnaði og innanstokksmunum. Við höfum t.d. mjög gaman af myndum og málverkum og byrjuðum snemma að safna myndum. Þegar jafnaldrar okkar voru að byrja að búa voru þeir með plaköt á veggjunum en við vorum með alvöru málverk,“ segir Adolf Ingi og hlær. Hann segir stjúpa sinn hafa verið frístundamálara og faðir hans hafi líka málað, svo þau Þórunn hafi snemma haft góðan aðgang að málverkum. Ein mynd í bústaðnum, sem er af Rauðhettu og úlfinum, skipar sérstakan sess í hjörtum húsráðanda en Þórhalla Guðmundsdóttur, myndlistarkennari á Akureyri, færði Þórunni hana í fertugsafmælisgjöf. „Þessi mynd passar einkar vel hérna inn þar sem við köllum bústaðinn „Húsið hennar ömmu,“ enda orðin afi og amma þriggja barnabarna. Eins var Þórunn oft kölluð Rauðhetta þegar hún var yngri, enda með mikið og rautt hár og ég þótti bölvaður úlfur á þeim tíma sem við vorum að kynnast,“ segir Adolf Ingi og glottir. Stíllinn í húsinu er hlýlegur og léttur. Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  11


Adolf og Þórunn, á leið á skíði í Hlíðarfjall, ásamt syninum Marinó Inga, 17 ára, og Þórkötlu Rögnu 11 ára. Þau eiga einnig dótturina Elvu Dröfn sem er 33 ára.

Potturinn fauk í hvassviðri Gólfhiti er á öllu húsinu og gólfflísar á öllum herbergjum, sem Adolf Ingi segir að séu mun viðhaldsléttara gólfefni en parket og því hafi flísarnar orðið fyrir valinu. „Ekki þarf að hafa áhyggjur af bleytu frá snjóugum skóm eða þegar hlaupið er inn úr pottinum.“ Og talandi um pottinn. Eftir vinnutörn í húsinu eða langan skíðadag í Hlíðarfjalli er fátt betra en að leggjast í pottinn og njóta þess að horfa út á fjörðinn. „Við erum með þetta frábæra útsýni en á móti kemur að það er ekki sérlega skjólsælt hérna.“ Í ljós kemur að þetta er annar potturinn sem þau hafa sett upp við húsið því sá fyrri fauk af pallinum. „Við fengum rafmagnspott á góðu verði sem ekki var búið að festa almennilega niður. Rafvirkinn komst aldrei í að tengja hann vegna ófærðar. Svo gerði þetta rosalega hvassviðri og potturinn hreinlega fauk í burtu. Við lærðum af þessu og þessi pottur sem við erum með núna er kirfilega festur,“ segir Adolf Ingi og bætir við að það hafi hvarflað að þeim að reisa skjólgirðingu við húsið. Sunnanmegin við húsið er búið að smíða svolítið af skjólgirðingum og

12  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

litla geymslu, sem gerði mikið að sögn Adolfs Inga. „En á sama tíma vill maður ekki missa útsýnið, ég held ég taki það fram yfir skjólið.“ Sem dæmi um hversu gott útsýnið er úr húsinu, þá segist Adolf Ingi byrja hvern dag á veturna á því að taka fram kíkinn þegar hann vaknar og athuga hversu margir séu í Hlíðarfjalli og hvernig færðin sé í brekkunum!

Bíða eftir góðu skíðafæri Ferðirnar í „Húsið hennar ömmu“ hafa ekki verið jafn margar í ár og oft áður enda hefur Adolf Ingi þurft að dvelja mikið erlendis vegna vinnu á árinu. „En við höfum dvalið hér í húsinu bæði í skemmri og lengri tíma, vorum hér til að mynda einu sinni samfellt í fimm vikur og svo höfum við einu sinni haldið jól hér sem var mjög notalegt.“ Eins hafa þau leigt húsið út til ferðamanna og haft góða reynslu af því. „Nú vonar maður bara að færðin verði góð í vetur og við bíðum í raun bara eftir góðu skíðafæri, þá brunum við norður, “segir Adolf Ingi að lokum. Ef að líkum lætur þá ætti þess ekki að vera langt að bíða því Hlíðarfjall stefnir á opnun þann 30.nóvember. n

Útsýnið er tekið fram yfir skjólið.


Skemmtilegar smágjafir fyrir börnin K ynning

Í versluninni Innigarðar fást þessir flottu byrjendapakkar fyrir unga ræktendur. Í pakkanum er allt sem til þarf, pottur, sáðtappi og fræ. Í pökkunum eru ýmist grænmetis- eða kryddjurtafræ, og einnig er hægt að fá blómplöntur, bananaplöntu og appelsínutré. Eina sem þarf að gera er að vökva fræið og hlúa að plöntunni. Verslunin Innigarðar er í Hr aunbæ 117 í Reyk javík, w w w.innigardar.is

ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! WIPE OUT OFNA OG GRILLHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR

NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN

ODORITE ÖRVERUHREINSIR

SEPT-O-AID ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466

Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00 -17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  13


Vistmenning

Unnið að því að byggja kartöflukörfu – en unnt er að rækta kartöflur í háu beði með því að planta kartöflunum á botni beðsins og leggja síðan jarðveg ofan í hægt og sígandi þegar blöðin koma upp úr jörðinni. Í lokin er tunnan eða karfan full af kartöflum.

Tex ti og myndir: Kristín Vala Ragnarsdót tir

S

íðan ég fór að velta fyrir mér málefnum sem tengjast sjálfbærni árið 2000 hef ég æ oftar heyrt talað um vistmenningu (Permaculture). Ég bjó í Bretlandi og hitti þar fólk sem kenndi vistmenningu og ég velti því oft fyrir mér að fara á námskeið. Ég fékk meira að segja vistmenningarkennara til að tala á vinnustofu harðgerðra jarðvísindamanna og nemendurnir sem tóku þátt í vinnustofunni sögðu að kennarinn hefði flutt besta fyrirlestur sem þau hefðu nokkru sinni heyrt.

Ég keypti vistmenningarbækur, gluggaði í þær, fann upplýsingar á netinu en ekkert varð þó af því að ég færi á námskeið fyrr en síðastliðið ár. Þá tók ég þátt í illa skipulögðu námskeiði í Vín og var litlu nær um hvað vistmenning fjallaði um en við heimsóttum skemmtilega garða og bændur sem nýttu sér vistmenningu í sinni vinnu. Loks í sumar tók ég mjög vel útfært vistmenningarnámskeið í bænum Vollen fyrir suðvestan Ósló. Námskeiðið var níu daga langt. Það var haldið heima hjá áhugasamri ungri konu sem heitir Ane Marie Akersnes sem er að nema lífræn landbúnaðarfræði. Hún hugsaði um þátttakendur, eldaði og bakaði – jafnvel þótt hún væri alveg komin á steypirinn – já barnið hennar fæddist viku eftir að við lukum námskeiðinu.

sérstökum hönnunarlögmálum. Þau eru eftirfarandi: 1. Fylgjast með og hafa samskipti 2. Grípa og geyma orku 3. Nýta uppskeruna 4. Beita virðingu og samþykkja viðbrögð; 5. Nýta og meta endurnýjanlegar auðlindir og þjónustu 6. Framleiða engan úrgang 7. Hanna frá mynstri til smáatriða 8. Samþætta í stað þess að skilja að 9. Nýta smáar og hægfara lausnir 10. Nýta og meta fjölbreytni 11. Nýta mörk og meta það sem er á jaðrinum 12. Bregðast við breytingum á skapandi máta.

Námskeið á íslandi í júní n.k.

Áhugaverðir níu dagar

Flestir gistu hjá Ane Marie, en sumir sem áttu heima nálægt, fóru heim á kvöldin. Ég var þarna sem gestur allan tímann og kynntist áhugaverðu og skemmtilegu fólki. Núna hef ég yfirsýn yfir vistmenningu og ætla mér að læra meira. Ég sé í hendi mér að það eru án efa margir á Íslandi sem hafa áhuga á því að kynna sér þessi fræði. Þess vegna stend ég ásamt öðrum fyrir álíka námskeiði á Íslandi í júní n.k. Þar koma þátttakendur til með að njóta leiðsagnar sama kennara, Jan Bang, sem er norskur vistmenningarkennari og hefur reynslu af að kenna og byggja upp vistmenningu í Bretland, Ísrael, Noregi og víðar.

Höfuðþættirnir sem níu daga vistmenningarnámskeiðið inniheldur eru mjög áhugaverðir. Fræðslan samþættir fyrirlestra, umræður og verklega kennslu úti og inni auk þess sem nemendur vinna vistmenningarverkefni um efni sem þeir hafa sjálfir áhuga á. Niðurstöðuna kynna þeir síðan fyrir þátttakendum námskeiðsins.

Tólf lögmál Það má segja að vistmenning sé lífsstíll. Þeir sem tileinka sér hana vinna á uppbyggilegan máta að því að jörðin og fólkið á jörðinni lifi og starfi á sjálfbæran hátt. Vistmenning er grundvölluð á þremur grunnþáttum: Að fóstra Jörðina okkar sem og fólkið - með jöfnuð í huga. Vistmenning leggur áherslu á að hanna umhverfið í kring um okkur með tólf

14  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Ítarleg efnistök

er rætt um nýja sýn á hagfræði, fjármögnun og peningakerfi heimsins, vísað er til sjálfbærrar hagvelferðar og grenndarviðskiptakerfa (LETS – local exchange trading systems). Á fjórða degi er farið yfir hönnun vistvænna húsa með tilliti til staðsetningar, skipulags, efnisnýtingar, nýtingar vatns, orku og húshitunar – með áherslu á heilbrigð húsakynni og garða í þéttbýli. Þá er farið yfir jarðvinnu, skjólveggi og heybögglahúsbyggingar. Á fimmta degi er farið yfir uppbyggingu jarðvegs auk moltu- og jarðvegsgerðar. Talað er um mismunandi landbúnaðarframleiðslu – t.d. lífræna framleiðslu, samfélagsmiðaða framleiðslu matvæla og samfélagsstuddan landbúnað, garðhönnun og áætlanir. Á sjötta degi er rætt um vatn í landslaginu, vatnasvið, framboð vatns, skólp og hreinsun vatns í boði náttúrunnar. Á sjöunda degi er farið yfir líf- eða grenndarsvæði í matvælaframleiðslu og flutning matvara, orkugjafa og óhefðbundna tækni, fallvötn, vindmyllur og sólarorku auk óhefðbundna orkugjafa. Á áttunda degi vinna nemendur við að ljúka verkefnunum sínum, kynna þau fyrir þátttakendum og VMH skírteini eru afhent. Á síðasta degi fara þátttakendur yfir framtíðarsýn sína fyrir samfélög heimsins, á Íslandi og víðar.

Á fyrsta degi námskeiðsins er farið er yfir hugmyndafræði vistmenningar, auðlindir og nýtingu þeirra, vistkerfi og hvernig hægt Eins og sjá má hér að ofan nær vister að nýta þau og hringrásir í náttúrunni. menning yfir fjölmarga og áhugaverða Á öðrum degi er áhersla á skilgreiningu þætti og ég mæli með því að sem flestir nemendaverkefna. Síðan er rætt um gefi sér tíma til að taka þátt í námskeiðinu félagslegt skipulag, umhverfisvistspor, næsta sumar. Vert er að taka fram að enginn ákvarðanatöku og samtal án ofbeldis. Á hagnast af námskeiðinu fjárhagslega þriðja degi er talað um þær breytingar – nema hvað kennarinn Jan Bang fær sem eru að springa út um allan heim – greiðslu fyrir kennsluna. Öll önnur vinna uppbyggingu umskiptabæja (Transistion við framkvæmd námskeiðsins er unnin Towns) og vistþorpa (Eco-villages) en í sjálfborðavinnu. Námskeiðið er stutt bæði umskiptabæir og vistþorp nýta af ýmsum félagasamtökum sem telja að sér vistmenningu í sínum samskiptum, vistmenning sé áhugaverð og mikilvæg lífsstíl og matvælaframleiðslu. Loks fyrir framtíð Íslands. n

Þátttakendur námskeiðsins byggja saman hænsnakofa. Viður sagaður fyrir hænsnakofann. Kristín Vala er til vinstri. Ane Marie höndlar sögina.. Þátttakendur vinna saman að því að planta í hjartalaga beði (t.v) og að byggja upp hábeð (raised bed – t.h.).

Ane Marie sem hélt námskeiðið heima hjá sér, er hér að laga mat fyrir hópinn ásamt móður sinni.

Hópurinn á leið í heimsókn í gróðurhúsi í nágrenninu, en þar hefur gróðurhúsabóndinn sérhæft sig í m.a. kuldaþolnum vínberjarunnum.

Þátttakendur námskeiðins borða saman hádegismat.


Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  15


Þorpið í Eilífsdal Tex ti: Auður I Ot tesen. myndir: Páll Jökull Pétursson

16  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


F

rá bílastæði við bústaðinn Sólhlíð, Eyrar 9 í Eilífsdal, blasa við toppar trjáa sem á síðustu 15 árum hafa myndað skóg og skjól fyrir norðannepjunni sem leggur niður af Esjunni á vindasömum dögum. Bratt er niður að bústaðnum en að honum hafa þau Sjöfn Ólafsdóttir og Gunnar Ingi Jónsson lagt tröppur og við þær hefur Sjöfn stungið fallegum og allsérstökum keramik blómum sem hún hefur búið til. Er niður er komið blasir við einstaklega skemmtilegur bústaður og allskyns smáhýsi og maður furðar sig ekki á því að nágrannar þeirra hjóna í dalnum grínist með framkvæmdagleði þeirra og kalli húsaþyrpinguna Þorpið.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  17


Lóðin er hálfur hektari og var, áður en ræktun hófst, mýrlent land sem dúaði þegar gengið var um það. Er Sjöfn tók við bústaðnum af móður sinni var gróður rétt að komast á legg og nýtur nú skjóls af mönum og háum trjám. „Ótrúlegt að upplifa hvað skjólið gerir og hvað trén hafa vaxið á þeim 15 árum sem við höfum Sjöfn hefur mikla verið hér. Hér getur orðið ofboðslega ánægju af gróðri, á hvasst þegar vindurinn skellur ofan af pallinum er hún með Esjunni niður hlíðarnar en við þökkum sumarblóm sem hún trjánum veðursældina sem orðin er hér ræktar sjálf í ótal niðri á Eyrinni,“ segir Sjöfn, en á öllu pottum á pallinum. má sjá að hún er natin garðyrkjukona Sjöfn bjó til skiltið með nafni götunnar sem Sólhlíð stendur við, en hún býr til skilti fyrir fólk sem þess óskar.

18  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

og í hennar höndum þrífst gróðurinn vel. „Ég er komin með eik, hlyni, hegg, linditré og skrautkirsi og ég hef mikið dálæti á fjölærum blómum og rækta sumarblómin inni í gróðurhúsinu. Þar forrækta ég líka matjurtirnar áður en þær fara út í matjurtagarðinn á vorin.“

Keramikverkstæði í litlu bjálkahúsi Er þau hjónin fluttu úr Reykjavík í Mosfellsbæ var hluti af búslóðinni leirbrennsluofn sem Sjöfn var með í einu herberginu. Ofninn fluttu þau í Sólhlíð og


reistu bjálkahús þar sem hún er nú með verkstæðið sitt. Húsið hafa þau klætt að utan og einangra til að geta notað það allt árið. „Við bjuggum uppi á þriðju hæð í fallegri íbúð við Háaleitisbraut. Það var orðið erfitt að labba upp stigana þannig að við ákváðum að breyta til. Á einni viku keyptum við íbúð í Mosfellsbæ og seldum íbúðina í bænum,“ segir Sjöfn, sem er hætt að vinna, en hún starfaði sem leikskólastjóri í 35 ár og notaði leirinn mikið í starfi sínu með börnunum. „Ég heillaðist af leirnum sem barn og lærði að meðhöndla hann þegar ég var 9 ára í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Ég notaði leirinn í starfi mínu með börnum. Krakki sem gat ekki teiknað mynd á blað gat mótað leir í þrívídd og fengið útrás fyrir að forma, hnoða og berja. Leirinn hefur verið stórlega vanmetinn í kennslu,“ segir hún, sem í dag vinnur muni úr leirnum til að skreyta hýbýli sín og selja. Hún tekur á móti viðskiptavinum sínum á Eyri ef hún er á staðnum. Tvisvar á sumri er hún með opið hús en hún tekur þátt í sveitahátíðinni Kátt í Kjós þriðju helgina í júlí og um Verslunarmannahelgina en þá er hátíðarstemmning í dalnum og mannfagnaður. „Þeir sem koma hingað verða hugfangir af staðnum og njóta þess að koma á verkstæðið og versla einn og einn hlut. Keramikblómin eru vinsælust sem tækifærisgjöf,“ segir Sjöfn.

Eitt og eitt keramikblóm hafa brotnað en það er þá hundurinn og smiðirnir sem hafa rekist í þau.

Keramikverkstæði Sjafnar er í litlu bjálkahúsi sem hjónin einangruðu. Hún segir að þar sé notalegt að vera á öllum tímum árs og hafi einangrunin munað miklu uppá hitann.

Sjöfn og Gunnar Ingi tóku bústaðinn í fóstur 1995 en keyptu hann svo þremur árum seinna og hafa margoft byggt við hann og reist á lóðinni vinnuskúr, gróðurhús og vinnustofu yfir keramikverkstæði Sjafnar. „Hingað er maður ekki að koma til að slappa af,“ segir Gunnar Ingi en honum finnst ekki tiltökumál að skjótast í vinnu á morgnana úr bústaðnum og koma á kvöldin. En þau dvelja í bústaðnum flestar helgar en Sjöfn nýtur þess að vera svo dögum skiptir í Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  19


Í svefnherbergi þeirra hjóna er fallegt bútasaumsteppi á rúminu og nýtur Sjöfn þess að breyta til og er nú að skipta út því gamla fyrir ljóst minningarteppi.

bústaðnum. „Við höfum byggt þrisvar við bústaðinn og tókum eldri hlutann í gegn. Móðir Sjafnar og hennar maður höfðu byggt stofuna við litla bústaðinn sem hér var. Eldhúsið og borðstofan er í elsta hlutanum og við einangruðum og klæddum stofuna. Hugmyndirnar eru oftast Sjafnar en ég útfæri þær. Við fengum smiði hér þegar við bættum við svefnherberginu en annars hef ég smíðað allt hér,“ segir Gunnar Ingi og þau rifja upp þegar stöplarnir undir það voru steyptir. „Við hrærðum steypuna á bílastæðinu og fórum svo með fullar hjólbörur niður bratta brekkuna í steikjandi sólskini. Við fórum að sofa um kvöldið örþreytt og sváfum í 16 tíma, þetta var þvílíkt puð. Síðasta viðbótin við húsið er útieldhús sem Sjöfn segir að sé kærkomin því hún þoli illa sterka matarlykt inni hjá sér. „Við losnum við lyktina sem angrar mig og fáum þessa fínu útieldunaraðstöðu sem við erum nú að fínpússa og gera vindhelda.“

20  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Í stofunni er búið að mála gamla panelinn hvítann.

Þegar garðskálinn var reistur í enda eldhússins var það gert til að færa náttúruna inn í bústaðinn.

Á veggjum í bústaðnum hanga listaverk eftir Sjöfn.


Þægindin stóraukin Eftir að þau fengu rafmagn tengt í bústaðinn og öruggt rennandi vatn hefur bústaðurinn verið notaður allt árið. „Kaldavatnslögnin lá ofanjarðar og á veturna var skrúfað fyrir vatnið. En eftir að lagnirnar voru grafnar niður og við fengum vatn allt árið er þetta allt annað líf. Ég ætlaði aldrei að koma mér út úr því að spara vatnið því áður en vatnsveitan var tekin í gegn þá var straumurinn svo lítill að maður var alltaf

Við höfum byggt þrisvar við bústaðinn og tekið eldri hlutann í gegn.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  21


Síðasta viðbótin við húsið er útieldhús sem Sjöfn segir að sé kærkomin því hún þoli illa sterka matarlykt inni hjá sér að spara vatnið,“ segir Sjöfn og að það sé ekki bara vatnið sem hafi verið að færast í betra horf einnig símasambandið og skilyrði til að ná sjónvarpi, eftir að sett var upp endurvarpsstöð í Svínadal.

Litríkur og ævintýralegur bústaður Bústaðurinn er hlýlegur og ber með sér ævintýrakeim. „Maður leyfir sér meira í bústað og ég hef ótrúlega gaman af því að breyta með einföldum aðgerðum. Við máluðum panelinn í stofunni því mér finnst útkoman vera alger hrærigrautur

22  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Sjöfn er jafnvíg að mála, þæfa og leira. Verk hennar prýða bústaðinn og gera hann ævintýralegan.

þar sem fer saman viðarpanell og viðarhúsgögn. Mér finnst Íslendingar enn vera fastir í hugmyndum um að þannig eigi bústaður að vera. Ég er að breyta til í svefnherberginu, mála veggina ljósa og er að sauma ljóst bútasaumsteppi á rúmið og pullur í stíl. Einföld en ótrúleg breyting,“ segir Sjöfn sem biður komumenn að tylla sér í stofuna og færir þeim líkjör sem hún hefur lagað úr mjaðurjurt sem vex í landinu og það er ekki annað en hægt að láta fara vel um sig og njóta allra litríku hlutanna og gestrisni þeirra hjóna. n


Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  23


Kaffisopi á kirkjubekknum Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

Þ

egar sest er á kirkjubekk er það vanalega til þess að fylgjast með jarðarför, brúðkaupi eða messu. En ekki í Dalseli í Seldal. Þar er gestum boðið upp á kaffi á kirkjubekknum.

Augað blekkir. Það eru ekki flísar á gólfinu í Dalseli heldur hefur vatnsvarinn krossviður verið málaður með þessum góða árangri.

„Þessir bekkir geyma mikla sögu, á þeim hafa gengnar kynslóðir setið á mestu gleði- og sorgarstundum lífsins,“ segir Víglundur Gunnarsson þar sem hann býður upp á kaffi við eldhúsborðið í sumarbústað sínum Dalseli í Norðfirði. Bekkirnir sem um ræðir eru engir venjulegir sumarhúsabekkir heldur

24  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

fyrrum kirkjubekkir úr kirkjunni á Neskaupstað. Víglundur hirti bekkina fyrir mörgum árum, þegar verið var að skipta þeim út fyrir nýja. „Þá voru þeir rauðbrúnir, með rauðum pullum og oðraðir að aftan,“ segir Víglundur sem telur þá vera meira en aldar gamla. Honum fannst bekkirnir, sem voru farnir að láta verulega á sjá, falleg smíði og vildi ekki sjá á eftir þeim í ruslið. Það varð því úr að bekkirnir voru settir í geymslu en þegar hann og eiginkona hans, Ína Dagbjört Gísladóttir, eignuðust Dalsel voru þeir dregnir fram í dagsljósið og tveimur þeirra komið fyrir við eldhúsborðið í bústaðnum.

Sólóeldavél í gömlum kaffiskúr Dalsel er ekki stór bústaður, einungis 15 fm að stærð og því hentar vel að vera með bekki við eldhúsborðið, þannig nýtist gólfplássið best. „Það geta alveg 12 manns setið til borðs hér,“ upplýsir Víglundur en vill ekkert gefa uppi um það hvort fólk verði sérstaklega andaktugt við eldhúsborðið þegar það er sest á kirkjubekkinn. Engum ætti a.m.k að líða illa við borðið því Víglundur breikkaði bekkina um 10 cm svo það væri þægilegra að sitja á þeim. En kirkjubekkirnir eru ekki það eina í bústaðnum sem fengið hefur


nýtt hlutverk. Húsið sjálft er í raun gamall

Sólóvélin er úr kaffiskúr af bryggjunni í Neskaupstað sem gamalli trillu en átti að henda og kaffið sem boðið er upp á þjónar vel sínu er hitað á gamalli sóló olíuvél sem fengin hlutverki í húsinu.

var úr gamalli trillu. „Við endurbyggðum skúrinn alveg, bæði að utan sem innan, grindin var það eina sem var í lagi,“ segir Víglundur. Ofan á skúrinn var sett ris þar sem nú er svefnaðstaða með litlum glugga með útsýni út á fjörðinn. Og þrátt fyrir að gólfflöturinn sé ekki nema 15 fm þá er pláss fyrir allt það helsta, þökk sé handbragði og útsjónarsemi Víglundar, sem starfar sem járnsmiður.

Í nálægð við Neskaupstað

Víglundur nýtur þess að drekka kaffi á kirkjubekknum. Engum ætti að líða illa við borðið því Víglundur breikkaði bekkina um 10 cm svo það væri þægilegra að sitja á þeim.

Húsið var tilbúið í þeirri mynd sem það er í dag sumarið 2006, en eins og áður segir stendur það í Seldal í landi samnefnds býlis, sem er æskuheimili Ínu. Býlið sést vel frá bústaðnum. Enginn býr þar í dag en húsið er hinsvegar mikið notað af stórfjölskyldunni auk þess sem fjósið er oft notað undir mannfagnaði á borð við ættarmót og aðrar veislur því þar hefur verið útbúinn 90 fm salur. Frá Seldal eru aðeins nokkrir kílómetrar út í Neskaupstað. „Þess vegna er svo fínt að hafa sumarhús hér, það er svo stutt að fara,“ segir Víglundur sem rennir gjarnan í Dalsel, þó ekki sé nema bara fyrir einn kaffibolla á kirkjubekknum. n

Saga Norðfjarðarkirkju

Áður stóð kirkjuhús Norðfirðinga á Skorrastað en síðasta kirkjuhúsið þar fauk og eyðilagðist í ofsaveðri þann 8. mars árið 1896. Þá var ákveðið að flytja kirkjustæðið á núverandi stað og hófust framkvæmdir við hina nýju kirkjubyggingu strax sama vor. Kirkjan var síðan vígð þann 24. janúar 1897. Ýmsir gripir úr gömlu Skorrastaðakirkju eru varðveittir og notaðir í Norðfjarðarkirkju. Kirkjan var friðuð árið 1990. (Heimildir: kirk junet.is)

Þrjátíu og fimm ár í þjónustu! Frá fortíð inn í framtíðina með Árvirkjanum Eigum raftæki og vana menn til reiðu ... fyrir þig

EYRAVEGI 32 · SELFOSSI · SÍMI 480 1160

Neyðarsími 660 1160

www.arvirkinn.is

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  25


Velkomin á Selfoss

Opnunartími verslana 14. des jól asveinar koma opið til kl. 18.00 15. des opið 13.00-17.00 16. des opið til kl. 18.00

17. des opið til kl. 18.00 18. des opið til kl. 18.00 19. des opið til kl. 21.00 20. des opið til kl. 21.00

21. des opið til kl. 21.00 22. des opið til kl. 21.00 23. des opið til kl. 23.00 24. des opið til kl. 12.00

25. - 27. des Lok að 31. des opið til kl. 12.00 1. - 2. jan Lok að

Skemmtilegar verslanir - Persónuleg þjónusta Frábærir veitingastaðir ... og svo miklu, miklu meira

26  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


Úrval af jólavörum og jólagjöfum. Fullt af lömpum, lugtum, kertum, klukkum og ótal mörgu öðru.

OPIÐ

10:00 - 18:00 virka daga og 10:00 - 16:00 laugardaga

Gott verð og persónuleg þjónusta. Verið velkomin – Lára og Arinbjörn

http://www.facebook.com/EvitaGjafavorur

EVÍTA gjafavörur | Eyravegi 38 | 800 Selfoss | Sími 553-1900 | www.evita.is

Hollur og góður hádegisMatur á góðu verði opið kl. 10:00 – 14:00 alla virka daga Erum einnig með Matur & Músík veisluþjónustu og sal til útleigu sími 660 1840 / 482 1770 Tryggvagötu 40 800 Selfoss

ERTU KLÁR? VERSLUN • VIÐGERÐIR • NÝSMÍÐI

Motivo ehf Austurvegi 9 800 Selfoss S: 482 1700

Baldvin og Þorvaldur Austurvegi 56 800 Selfossi 482 1900 baldvinogthorvaldur.is

Gallerý Chósý

S. 893 2076

Hótel Selfossi | Eyravegi 2 gallerychosy.is og á Facebook

OPIÐ

otaleg stemning

mán-þri 12-17

mið-fös laugard. 12-18 11-15

Frá 5. des. er opið frá 10–18


Góði hirðirinn

- nytjamarkaður SORPU og líknarfélaga

Tex ti: Auður I Ot tesen. myndir: Páll Jökull Pétursson

K ynning

Á

ári endurnýtingar er vel við hæfi að líta í Góða hirðinn og skima eftir eigulegum hlutum. Ásta Valdimarsdóttir og Auður I Ottesen völdu nokkra hluti, bækur og blöð og færðu þá í nýjan búning, hluti sem tilvaldir eru í bústaðinn, til tækifærisgjafa eða í jólapakkann.

Í Góða hirðinum er hægt að finna allt milli himins og jarðar, húsgögn frá öllum tímum, innanstokksmuni, áhöld og borðbúnað. Leikföng af öllu tagi, rafmagnstæki og lampaskerma ýmiss konar. Hjól, skíði og skautar leynast þar ef vel er að gáð. Ýmis smávara, bækur, plötur, DVD og CD diskar, ásamt hinum ýmsu furðumunum sem berast til Góða hirðsins á hverjum virkum degi.

Endurnýting


Endurunninn pappír Ásta Valdimarsdóttir býr hér til umbúðir sem tilvalið er að bregða í tækifærisgjöf eða jólagjöf. Hún keypti snjáðar bækur og blöð í Góða hirðinum og notar blaðsíðurnar í umbúðirnar.

Með góðu lími og hugmyndafluginu er hægt að búa til eigulega muni. Kökubakka þar sem gamall kertastjaki eða vínstaup er fóturinn sem á hvílir matardiskur eða undirskál. Smart gjöf til að gefa.

Það sem er gamalt fyrir einum er nýtt fyrir öðrum og því tilvalið að koma eigulegum munum í nytjagáma á endurvinnslustöðvum. Góði hirðirinn er rekinn af Sorpu í samvinnu við líknarfélög. Markmið Góða hirðisins er að endurnýta nytjahluti til áframhaldandi lífs og rennur ágóðinn af sölunni til góðgerðarmála. Opið er alla virka daga milli kl 12 – 18 og endrum og sinnum er haldið uppboð á fágætum og verðmætari munum sem berast í nytjagámana. Næsta uppboð er haldið þann 5. desember á milli kl 16:30-17:30. Uppboðsskráin liggur frammi til sýnis frá klukkan 12 á hádegi á uppboðsdaginn. Hinn kunni KK – Kristján Kristjánsson er uppboðhaldari.

Góði hirðirinn Fellsmúla 28, Reykjavík. Góði Hirðirinn er á fésbókinni.


Trjákofar eru ekki algengir í íslenskum görðum. Þetta fallega hús sem byggt er úr endurnýttum efnivið er á Eyrinni á Akureyri.

TÖFF TRJÁKOFI

úr endurnýttum efnivið Tex ti: Mat thías Kristjánsson. Myndir: Snæfríður Ingadót tir

Þ

egar prinsessurnar á heimilinu óskuðu sér trjákofa í garðinn þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Ó já, pabbi skyldi byggja ævintýralegan trjákofa - og til að gera verkið enn meira spennandi setti ég það sem markmið að kaupa sem minnst af efnivið í kofann.

Matthías Kristjánsson húsasmiður

Þegar fjölskyldan flutti í gamalt hús á Akureyri stóð stórt grenitré í garðinum miðjum sem muna mátti fífil sinn fegri. Við hjónin fórum fljótlega að tala um að fella það og þegar tréð var loksins fellt skildum við 180 cm stubb eftir af því og þar með var komin tilvalin undirstaða fyrir trjákofa.

30  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Grenitré, jólatré, trjákofi Tréð felldum við rétt fyrir jól og var efsti hluti þess, þó undarlega kræklóttur væri, notaður sem jólatré þau jólin. Dætrunum fannst mikið ævintýri að sjá tréð falla og sniðugt að ekki þurfti að fara lengra en út í garð eftir jólatrénu. Um vorið hófust svo framkvæmdir við sjálfan trjákofann. Ég setti mér strax það markmið að einungis yrði notaður efniviður í húsið sem væri á leið í ruslið eða þegar kominn þangað. Vegna þessa varð verkefnið ögn ævintýralegra og tók kofasmíðin allt sumarið því réttu spýturnar létu stundum bíða eftir sér. Þetta hafðist þó allt að lokum og það eina sem ég keypti í húsið var þakpappinn og ein dós af hvítri málningu,

Heimsætunum fannst verkið á köflum ganga heldur hægt en þar sem markmiðið var að byggja húsið allt úr endurnýttum efnivið þá létu stundum réttu spýturnar bíða eftir sér.


Þegar grenitréð í garðinum var fellt var skilinn eftir tæplega tveggja metra stubbur sem varð að annarri undirstöðunni undir húsið.

Efsti hluti trésins nýttist vel sem jólatré. Trjátoppurinn var nokkuð óreglulegur í vextinum en tók sig vel út þegar jólaskrautið var komið á hann.

Til að fá aðra undirstöðu fyrir trjákofann var hluti af trjábolnum grafinn niður við hliðina á stubbnum sem eftir stóð.

Greinarnar af trénu voru notaðar í skástífur undir gólfplötuna svo hún ylti ekki um miðjuna.

Þakið er klætt bárujárni sem var á leið á haugana. Undir járninu er vindpappi sem, ásamt dós af hvítri málningu, var það eins sem keypt var fyrir þetta verkefni.

annað kom upp í hendurnar á mér. Í svona verkefni er tilvalið að nýta átekna kassa af nöglum og skrúfum sem eiga það til að safnast upp í geymslunni, að ekki sé talað um eitthvað af öllu því timbri sem hent er og endar í kurlaranum.

Hugarflug og framkvæmdagleði Þar sem gerð hússins, sem eru tæpir 2 fm, 180 cm að lengd x 110 cm að breidd, réðst að miklu leyti af efniviðnum er ekki hægt að gefa uppskrift af því, enda ætti svona smíði að ráðast af hugarflugi, framkvæmdagleði og þeim efnivið sem maður er með í höndunum hverju sinni. Eins og alltaf við húsbyggingar, var byrjað á því að huga að undirstöðunum. Ég vildi vera viss um að kofinn myndi halda öllum dætrunum þremur uppi, sem og vinkonum þeirra. Því var hluti af trénu sem var fellt, grafinn niður í jörðina stutt frá stubbnum sem enn stóð, svo það fengjust tvær undirstöður undir kofann. Ég gróf bolinn niður um einn metra og fyllti að honum með jarðveginum sem ég gróf upp og stóð hann vel stöðugur. Gólfplötuna gerði ég úr þriggja tommu bitum sem festir voru á sex tommu dregara

sem negldir voru á undirstöðurnar, og svo klæddi ég gólfflötinn með krossvið. Vegggrindin er hefðbundin, úr þriggja tommu efni og var hún sett saman liggjandi, og svo reist upp og fest á gólfplötuna. Hæðin á vegggrindinni tók mið af því að 5-6 ára krakki gæti staðið uppréttur í hærri endanum. Vegggrindin var síðan klædd krossviði, sem síðan var klæddur vindpappa og síðan utanhúsklæðningu, ekki ósvipaðri og á hefðbundnum tréhúsum, og var hún negld á loftunarlista. Húsið er því nokkuð þétt og vel varið, sem kemur sér vel því ég setti lakkað mahóníparket á gólfið sem ekki þolir mikla bleytu. En það, eins og allur annar efniviður í trjákofanum, var á leið á haugana. Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  31


það. Ég hefði einnig getað farið einfaldari leiði í hurðasmíðinni en smíðaði okahurð þar sem ég hafði ekki prófað það áður, enda tilvalið að nota svona verkefni til þess að spreyta sig á einhverju sem maður hefur ekki reynt áður.

Vinsæll íverustaður

Heimsætunum fannst verkið á köflum ganga heldur hægt en þar sem markmiðið var að byggja húsið allt úr endurnýttum efnivið þá létu stundum réttum spýturnar bíða eftir sér.

Kofinn var klæddur með bandsöguðum panel. Hornstokkar voru smíðaðir úr fjölum af vörubretti.

Gamlir gólflistar í handrið Í þaki hússins eru þriggja tommu sperrur, gisin borðaklæðning, vindpappi og bárujárn. Bárujárnið var illa farið en með því að láta verstu ryðblettina standa út af og skera plöturnar svo til, nýttist það ágætlega. Ég gróf svo annan bút af trjábolnum niður og setti á hann stigapall. Þrepunum var deilt niður á kjálkana svo þægilegt væri fyrir börn að ganga upp og niður stigann. Handriðið á stiganum, er úr gömlum gerektum og gólflistum. Það hefði verið hægt að leysa það á einfaldari hátt en þar sem ég átti þetta efni til eftir að hafa breytt hurðarkörmunum í íbúðarhúsinu fannst mér tilvalið að nýta

5 Það eru fleiri en ein leið upp í kofann, enda hafa krakkar gaman af því að prófa óhefðbundnar leiðir. Netið reynir á klifurgetu þeirra.

32  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

góð ráð fyrir trjákofasmíði

Verkfærin sem nýttust hvað mest við þessa smíði voru hamar og sög ásamt veltisög til að smíða glugga og rista efni í heppilegar stærðir. Ekki var heldur verra að hafa góða handlangara við verkið en elstu dæturnar tvær, fjögurra og fimm ára, voru duglegar að hjálpa til, enda umhugað um að verkið gengi hratt og vel. Eins var gaman að sjá hversu margir sýndu smíðinni áhuga en þar sem trjákofar eru ekki algengir í íslenskum görðum fékk hann töluverða athygli vegfarenda í sumar. Þegar trjákofinn var svo loksins tilbúinn við sumarlok minnkaði áhugi dætranna ekki á kofanum og þegar smiðshöggið var neglt var þeim afhentur sitthvor lykillinn að höllinni. Það er skemmst frá því að segja að þær hafa dvalið í trjákofanum heilu og hálfu dagana, þar sem þær hafa endurraðar í hillur, bakað kökur og sópað. Þar með má segja að takmarkinu sé náð því þær brosa hringinn – og það sama má segja um okkur hjónin þar sem við drekkum nú síðdegiskaffið í friði og ró inni á heimilinu og veifum annað slagið út um gluggann. n Til að venja kofaeigendurna á að nota lykla var sett gömul skrá í hurðina. Og það er ekki séns að dæturnar týni svona flottum lyklum!

• Trjákofa má smíða á ýmsa vegu en mikilvægt er að undirstöðurnar séu traustar. Ath: ekki gleyma skástífunum. • Mikilvægt er að stífa kofaveggina af. Bútar af krossvið, sem ekki er óalgengt að finna í timburgámunum, nýtast vel í það. • Ef húsið er byggt fyrir börn er æskilegt að hafa það í barnastærð. Hér þarf stundum að huga að hlutföllum. • Gott er að hafa tímann fyrir sér ef byggja á trjákofann á hagkvæman hátt. Það er um að gera að nýta eitthvað af öllu því timbri sem er á leið í ruslið en réttu spýturnar láta stundum bíða eftir sér. • Tilvalið er að spreyta sig á nýjum aðferðum og hlutum við trjákofasmíðina, enda allar stærðir viðráðanlegri heldur en í íbúðarhúsum.


Jólamarkaður og jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk

J

ólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk er opinn yfir aðventuhelgarnar fjórar frá kl. 11 – 16. Þar verður boðið upp á fjölbreytt úrval af vönduðu handverki frá ýmsu handverksfólki, íslensk jólatré í ýmsum stærðum og gerðum auk hinna sívinsælu íslensku tröpputrjáa.

K ynning

Í kaffihúsi Skógræktarfélagsins í kjallara Gamla Elliðavatnsbæjarins er í boði rjúkandi kakó, kaffi og meðlæti á opnunartíma markaðarins. Í menningardagskrá kaffihússins er boðið upp á tónlistarflutning og upplestur rithöfunda úr nýútkomnum bókum sínum. Klukkan 14 er glaðningur fyrir börnin í Rjóðrinu við jólamarkaðinn. Boðið er upp á barnastund þar sem barnabókarhöfundar lesa upp úr bókum sínum við varðeld og að lestri loknum kemur jólasveinn í heimsókn.

Jólamarkaðurinn er opinn 30. nóv. til 1. des. 7. - 8. desember, 14.-.-15. desember 21.- 22. desember

Jólaskógur Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar helgina 7-8 desember og er opin allar helgar að jólum frá klukkan 11-16. Mikil stemming ríkir og glaðværð er menn koma og velja og fella sitt jólatré. Þetta er árleg hefð hjá mörgum fjölskyldum og er ávinningurinn tvíþættur. Menn eignast fallegt íslenskt jólatré og allur ágóði af sölu jólatrjáa rennur óskertur til skógræktar og mun Skógræktarfélag Reykjavíkur gróðursetja 30 skógarplöntur á næsta ári fyrir hvert selt jólatré.

Opnunartími í Jólaskóginum kl 11-16

7. - 8. desember, 14.-15. desember 21.- 22. desember

www.heidmork.is

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  33


Hvað má byggja á lóðinni án þess að fá leyfi? Tex ti: Snæfríður Ingadót tir. Myndir: Páll Jökull Pétursson og Snæfríður Ingadót tir

M

eð nýrri byggingareglugerð, sem tók gildi á síðasta ári, þarf ekki lengur að fá leyfi fyrir minniháttar framkvæmdum. Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, leiðir okkur í allan sannleika um málið. Með nýju byggingareglugerðinni urðu ýmsar smáframkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. Til að mynda geta húseigendur sett upp smáhýsi allt að 10 fm að stærð, hvort sem er við sumarbústaðinn eða í garðinn, án þess að skipulags- og byggingaryfirvöld skipti sér nokkuð af því“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar og heldur áfram. „Húsið skal þá vera lagnalaust og óeinangrað og staðsett minnst þrjá metra frá lóðarmörkum, (má vera nær ef samþykki eigenda nágrannalóðar liggur fyrir) og þrjá metra frá gluggum húss eða útvegg timburhúss. Því miður er þessi regla oft brotin, þessi smáhýsi eru oftar en ekki allt of nálægt íbúðarhúsum sem getur skapað sambrunahættu. Eins er fólk oft búið að leggja framlengingarsnúrur út í þessi hús, sem getur líka skapað brunahættu.“ Að sögn Péturs Bolla kortleggja nú starfsmenn skipulagsdeildar Akureyrarbæjar smáhýsi bæjarins með öryggismál í huga. Þegar kortlagningu lýkur verður haft samband við þá húseigendur sem eiga smáhýsi sem eru ólöglega staðsett og úrbóta krafist.

Ákveðin einsleitni í smáhýsunum Akureyri er ekki eina bæjarfélag landsins þar sem smáhýsi hafa verið vinsæl, enda eru þau einföld í uppsetningu. Oft er hægt að fá þau á góðu verði og þau nýtast vel sem aukageymsla við íbúðarhús. „Nútímafólki fylgir orðið svo mikið dót, allskonar frístundagræjur og einhversstaðar þurfa þessir hlutir að

34  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

sambandi og segir þá oft vera til mikilla lýta og hreinlega geta rýrt verðgildi eigna. „Fólk mætti gjarnan vanda sig meira og leita eftir ráðgjöf og aðstoð landslagsarkitekta þegar það er í þessu ferli,“ segir Pétur Bolli og bendir á að þegar heilu bílfarmarnir eru fluttir inn til landsins af tilbúnum skjólveggjum og smáhýsum bíður það upp vissulega upp ákveðna einsleitni.“ Þessi einsleitni er ákveðinn ókostur þó hlutirnir þjóni kannski sínum tilgangi vel. En persónulega finnst mér mestu máli skipta að hlutirnir passi við þá umgjörð sem þeir eru settir í.“ Þó smáhýsin séu vissulega hentug til margra nota segir Pétur Bolli að þó þess sé ekki getið sérstaklega í Pétur Bolli Jóhannesson, byggingareglugerðinni hversu mörg slík skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, hús megi reisa á hverri lóð, sé gert ráð vera,“ segir Pétur Bolli sem er þó ekki fyrir að aðeins sé um eitt smáhýsi að ræða yfir sig hrifinn af smáhýsunum út frá við fyrir hverja íbúð í sérbýlishúsum. fagurfræðilegu sjónarmiði. „Mér finnst „Vanti menn meira geymslupláss þá geta fólk almennt spá of lítið í það þegar það þeir sótt um leyfi til þess að setja stærri stendur í framkvæmdum á lóðinni hvort kofa á lóðina.“ framkvæmdirnar hreinlega hæfi eigninni og þeirri umgjörð sem fyrir er.“ Hann Aðspurður hvort leyfilegt sé að byggja bendir sérstaklega á skjólveggi í þessu skýli án þess að fá leyfi segist hann


Þetta máttu byggja án þess að fá leyfi byggingarfulltrúa eða nágranna: 10 fm smáhýsi

Húsið skal vera lagnalaust (án rafmagns og annarra lagna), óeinangrað og ekki hærra en 2,5 m. Húsið skal vera staðsett minnst 3 m frá lóðamörkum og 3 metra frá glugga eða hurð húss eða frá útvegg timburhúss. Ef staðsetja á húsið nær lóðamörkum en 3 m þarf skriflegt leyfi frá nágranna.

Pall við húsið leggja þá merkingu í orðið skýli að þar sé um að ræða mannvirki með þaki og skjólveggjum. „Slíkt er mannvirki og ekki er minnst á skýli í grein 2.3.5 um undanþágu frá byggingarleyfi. Þess vegna þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir slíku,“ segir Pétur Bolli og heldur áfram. „Skýli geta tekið á sig mikinn vind og því þarf að huga vel að undirstöðum. Þetta á reyndar líka við um smáhýsin sem voru mikið að fjúka til fyrst þegar þau komu á markað þar sem fólk setti þau bara í garðinn án þess að festa þau niður. Það skiptir miklu máli að grunda hlutina vel.“ Það sama á við um skjólveggi og palla við hús. „Það þarf ekki að sækja um leyfi til þess að byggja pall við hús en sé um nýbyggingu að ræða skal sýna slíkt á aðaluppdrætti. Eins með skjólveggi,

Góð ráð Garðheima

ekki þarf að sækja um leyfi fyrir þeim séu þeir lægri en 180 cm og ekki nær lóðarmörkum en 180 cm.“

Pallur skal ekki rísa meira en 30 cm frá því yfirborði sem fyrir er. Pallurinn getur í raun náð yfir allan garðinn ef mönnum sýnist svo, en hann þarf þó alltaf að vera 1,0 m frá lóðamörkum ef um er að ræða pall úr brennanlegu efni.

Hafið samband ef í vafa

Skjólvegg og girðingu

Pétur Bolli hvetur fólk til þess að hafa samband við byggingafulltrúa í sínu sveitarfélagi sé það í vafa um hvaða framkvæmdir eru leyfisskyldar og hverjar ekki, en eins sé hægt að skoða byggingarreglugerðina í heild sinni rafrænt t.d. á heimasíðu Mannvirkjastofnunar eða á heimasíðum sveitarfélaganna „Ef það kemur í ljós að framkvæmdirnar eru leyfisskyldar þá leiðbeinum við fólki gjarnan í gegnum það ferli. Að sækja um leyfi er oft ekki eins flókið og margir halda.“ n

Sumarhúsið & garðurinn

Skjólveggur eða girðing skal vera staðsett jafnlangt frá lóðamörkum og hæð hans segir til um. Ef hann er 1,5 m hár verður hann að vera staðsettur 1,5 m frá lóðamörkum en þó má hann aldrei fara yfir 1,8 m. Einungis er leyfilegt að reisa skjólvegg á lóðamörkum að fengnu samþykki nágranna og skal því skilað skriflegu til byggingarfulltrúa.

Pall og skjólvegg í fjölbýli

Byggja má pall og skjólvegg í fjölbýli ef sérafnot og hvað leyfilegt er að gera á sérafnotafleti eru tilgreind í eignarskiptasamningi. Ef sérafnot lóðar eru ekki skilgreind þarf að fá skriflegt leyfi annarra húseiganda í byggingunni og skila því inn til byggingarfulltrúa.

Sumarhúsið og garðurinn er vandað lífstílstímarit með púlsinn á garðyrkju og sumarhúsalífi. Ert þú áskrifandi? Kær kveðja

Þrjú eldri blöð fylgja áskrift

Ef keyptir eru óskornir túlípanar sem ekki hafa legið í vatni um tíma má geyma þá í ísskáp án vatns í 2-3 daga. Þegar á að nota túlípanana er klippt 1 cm neðan af leggjunum og þeir settir í vasa með litlu vatnsmagni og þeir geymdir í umbúðum í hálftíma.

Fossheiði 1 – 800 Selfoss

Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is

Allt í jólapakkann fyrir bændur á öllum aldri

w w w.gardheimar.is/blomabud

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  35


Gróandinn

Plómur á yrkinu ´Czar´í október.

Stutt ársskýrsla úr ávaxtaræktinni 2013 Í garðinum

með Jóni Guðmundssyni

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Texti og myndir: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur.

Þ

ví verður víst seint haldið fram að sumarið 2013 hafi verið met ár í ávaxtaræktinni á Íslandi. Þó þroskuðust hér dálítið af ávöxtum sem náðu þokkalegum gæðum. Töluvert var um aldin sem voru smá en samt á neysluhæfu þroskastigi þegar leið fram á haust.

Eins og flestir muna var vorið bæði kalt og blautt og komu kirsiber frekar illa undan vetri og er að líkindum kuldatíð síðla vetrar um að kenna en kirsiber fara oft í gang síðla vetrar og kala í vorkuldum. Þetta átti sérstaklega við hér um sunnanvert landið. Blómgun flestra ávaxtatrjáa var hér með seinna móti og blómguðust eplatré t.d um viku seinna en vant er. Í garðinum mínum var samt mjög góð blómgun á flestum trjám og trúlega sú mesta sem orðið hefur enn sem komið er. Þó ber að geta þess líka að blómvísar myndast á trjánum árið áður og eru þannig tilbúnir þó að tíð sé slæm um blómgunartímann. Ekki bar heldur neitt á frostskemmdum á blómunum enda ekki neitt um frost um blómgunartímann þótt að kalt væri. Plómur, perur og kirsiber blómguðust hér líka mjög vel en flest trén eru að blómgast um mánaðamótin maí-júní eða fyrripart júní. Vegna ótíðar um blómgunartímann var lítið um hunangsflugur (humlur) sem gerði það að verkum að frævun var lítil sem leiddi til þess að mjög lítil frjóvgun

36  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

var sums staðar. Þá kemur litli pensillinn í góðar þarfir og þegar upp var staðið var frjóvgun nokkuð góð hér í garðinum í sumar. Það voru helst kirsiber sem ekki náðu að mynda aldin og líka voru perurnar í basli með það þrátt fyrir góða blómgun en seinna. Kirsiber blómgast einna fyrst að þeim tegundum sem við ræktum hér eða um og uppúr miðjum maí fyrstu trén, og fram í júní þau sem eru seinni. Þau áttu almennt í verulegum erfiðleikum með að þroska aldin í sumar og duttu aldinvísarnir víðast hvar alveg af. Þó náðu stöku ber að þroskast en um mánuði seinna en vant er. Líklegasta skýringin er að trén hafi orðið fyrir auknu álagi vegna sólarleysis og kulda og losað sig þess vegna við aldinvísana. Ef tré verða fyrir miklu álagi losa þau sig við blóm og aldinvísa. Plómur náðu betur að nýta lágan hita og sólarleysi heldur en kirsiberin og var blómgun sumra plómutrjáa með mesta móti þetta árið. Sum plómutré fengu líka mjög mikla uppskeru en önnur minna og náðu aldinin sæmilegum þroska um haustið en nokkrum vikum á eftir áætlun. Gæðin voru þó heldur lakari en oft áður þó að magn og stærð veru góð. Perur voru með lítið af aldinum þetta sumarið enda gera þær heldur meiri hitakröfur en t.d eplatré og fara ver út úr vorkuldum þar sem perur blómgast


Snemmproska pera. Smá en girnileg.

um tíu dögum fyrr en eplatré. Þó var blómgun góð en bara tvö tré náðu að mynda þroskuð aldin en af lítilli stærð. Perutré uxu samt mjög vel í sumar og þrifust almennt vel þó einstaka tré færi illa út úr snemmkomnum haustlægðum sem gerðu okkur lífið leitt síðsumars. Epli náðu sæmilegum eða góðum þroska á allnokkrum trjám hér á suðurlandinu þetta árið og var fjöldinn á sumum trjám svipaður og undanfarin ár. Stærðin var þó einungis um 50 % af því sem verið hefur á liðnum árum. Mörg yrki náðu þó neysluhæfum aldinum þótt gæðin hafi verið með lakara móti eins og gefur að skilja þar sem hiti stjórnar vexti og gæðum að stórum hluta. Fá aldin náðu upp fyrir 100 gr. múrinn en þau stærstu gerðu það þó og var stærsta aldinið sem ég mældi í sumar 162 gr. og 7,3 x 7,0 cm á stærð og af fullkomnum þroska. Þegar sumarið er metið kemur það í ljós að jafnvel í svona árferði getum við átt von á uppskeru ef þokkalega vel er að ræktuninni staðið og efniviðurinn í ræktuninni er góður. Trén þurfa vitanlega að vera mjög snemmþroska og harðgerð til þess að svona tíðarfar skili einhverju ætilegu. Þau yrki sem þroskast seint í eðlilegu tíðarfari náðu ekki nægilega góðum þroska í haust. Sumarið sem leið verður væntanlega ekki það sem koma skal í framtíðinni en þó svo verði í einhverju mæli er samt von á uppskeru miðað við árangurinn í ár. Allar helstu tegundir náðu einhverri uppskeru einhvers staðar í sumar og komu epli og plómur betur út en kirsiber og perur þetta árið. Lærdómurinn er því mikill í ár og í rauninni er þetta mikilvægasta árið í ávaxtaræktinni frá upphafi að mínu mati þó svo að meiri árangur og betra tíðarfar væri nú mun skemmtilegra. n

Rósin ´Jens Munk´

F

yrir nokkrum árum síðan barst mér í hendur eintak af þessari duglegu rós sem staðið hefur undir ströngustu væntingum við erfiðar aðstæður síðan. ´Jens Munk´er kanadísk ígulrós þar sem foreldrarnir eru ´Scneezwerg´og ´Fru Dagmar Hastrup´ sem bæði eru þekkt og harðgerð yrki og mörgum að góðu kunn. Þess má líka geta að rósin er náskyld hansarósinni (Rosa rugosa ´Hansa´) sem nánast hvert mannsbarn þekkir.

Rósinn hefur nokkuð upprétt vaxtarlag og verður um 1,5 m á hæð og um 1,2 á breidd. Greinarnar eru mjög þyrnóttar og hafa bæði litla og fíngerða þyrna og stóra og grófgerða. Blöðin eru dökkgræn og glansandi og er runninn þéttgreinóttur og heldur vel lauffyllingu niður að jörð. Blóminn eru 6-9 cm í þvermál og hálffyllt til fyllt með um 25 krónublöðum

bleik að lit með gula miðju. Þau ilma vel og fær plantan rauðar nýpur á haustin sem eru um 1,5 - 2,2 cm á stærð. Þær má nýta í sultur, súpur og fleira og eru stútfullar af vítamínum. ´Jens Munk´ blómgast um mitt sumar og stendur í blóma fram á haust. Best er að gróðursetja hann á sólríkan stað en þó þolir hann betur skugga en margar aðrar rósir og má því vera í dálitlum skugga. Salt þolir hann vel og einnig vind og eru ígulrósir mjög duglegar niður við ströndina og á vindasömum stöðum. Jarðvegur má vera nokkuð rýr en plantan vex þó betur í frjósömum jarðvegi. Rósin þola hinsvegar illa blautan og loftlausan jarðveg. Rósin getur staðið stök eða í þyrpingum og jafnvel í lávöxnu lítið eða óklipptu limgerði og blómin henta vel til afskurðar.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  37


Gróandinn

Jólastjarna (Euphorbia pulcherrima) Tex ti og myndir: Jón Guðmundsson garðyrk jufræðingur.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Þ

eir eru margir sem hafa ræktað jólastjörnur yfir hátíðirnar og er trúlega engin planta eins samofin jólunum og einmitt hún. Nokkrar aðrar plöntur hafa líka verið ræktaðar í sama tilgangi eins og jólakaktus (Schlumbergera truncata), Hyasintur eða goðaliljur (Hyacinthus orientalis) og riddarastjarna (Amarillis) eða goðaliljur (Hippeastrum x hortorum) en hér verður þó einungis fjallað um aðal stjörnuna.

þrifust betur og eru í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Nú eru líka til yrki með bleik og gul-hvít háblöð og í rauninni eru það skrautleg háblöðin sem gera plöntuna svona fallega en ekki blómin sem eru lítil gul og óásjáleg. Jólastjörnur eru gjarnan seldar þegar háblöðin skarta sínu fegursta og eru góðar plöntur með sterk dökkgrænum blöðum auk fagurrauðra háblaða. Ekki ætti að kaupa plöntur sem farnar eru að missa blöð.

Jólastjarnan er ættuð frá Mexikó og er í rauninni allstór runni sem getur orðið um 5 m á hæð í heimkynnum sínum. Hún er af hinni svokölluðu mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae) en plöntur af henni hafa mjólkurlitaðan safa. Tegundin var lengi vel erfið í ræktun og þreifst frekar illa, sér í lagi inni í þurru lofti þar sem blöðin vildu þorna og falla af plöntunni. Með kynbótum og markvissri ræktun tókst þó bandaríkjamanni nokkrum, Paul Ekke að nafni, að rækta fram plöntur sem

Í ræktun verður jólastjarnan oftast 30-50 cm á hæð. Kjörhiti fyrir hana um blómgunartímann er um 18-25 gráður en hún þolir þó mun minni hita. Þegar plantan hefur misst háblöðin og er orðin græn má hún vera við 13-15 gráður og þá má líka draga úr vökvun. Hinsvegar þarf að vökva reglulega á meðan á blómgun og þroska háblaða stendur eða um tvisvar sinnum í viku. Plantan þarf líka jafnan raka og gæta að því að hún þorni ekki. Líka getur verið gott að láta pottinn standa í

38  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

skál með vatni og smásteinum. Plantan má þó ekki standa með ræturnar í vatni. Ef ætlunin er að halda lífi í plöntunni áfram eftir jólin er hún klippt niður til hálfs í mars og hún sett í stærri pott. Jólastjarnan er eitruð og best að nota hanska þegar klippt er og umpottað. Plantan þarf góða birtu, vökvun og áburðargjöf yfir sumarið. Einnig þarf að breiða yfir hana svart plast í september og skyggja hana í um 14 klst. á sólarhring til þess að hún myndi háblöð og blómgist um jólin. Þar sem plantan getur verið fremur erfið í umhirðu hvað þetta allt varðar hentar yfirleitt best að kaupa nýjar plöntur á hverju ári, enda eru þær frekar ódýrar í innkaupum. Þegar plöntur eru keyptar er best að láta pakka þeim vel inn þar sem þær eru viðkvæmar fyrir kulda og trekki og geta misst blöðin ef þær fá mikinn kuldahroll. n


Salat- og kryddjurtarækt allt árið Tex ti og myndir: Jón Guðmundsson garðyrk jufræðingur.

M

örgum finnst súrt í broti að hætta ræktun á haustin og verða að reiða sig alfarið á aðkeypt grænmeti þegar áhugi og þekking er til staðar, en kuldinn úti farinn að takmarka ræktunina. Þetta þarf svo sem ekki að vera svona þar sem að með einföldum búnaði er hægt að rækta salat og jafnvel krydd og aðrar matjurtir allt árið.

Notkun á ræktunarljósum hefur aukist mikið á síðustu árum og eru nokkrar verslanir sérhæfðar í sölu á slíkum búnaði og hann þarf ekki að vera dýr. Rétt er að spyrjast fyrir um mismunandi búnað hjá söluaðilum en margt er til boða og af mismunandi gæðum og fyrir ólíka ræktun. Síðastliðinn vetur keypti ég mér lítið ræktunarljós og ræktaði salat og kryddpöntur undir því í svartasta skammdeginu. Í haust byrjaði ég svo aftur og hef haft nóg af salati fyrir fjöldskylduna undir þessu eina ljósi. Hægt er að hafa 10-20 plöntur undir í einu en í ljósinu eru tvær tvöfaldar perur sem eru 75 cm og breiddin á ljósinu er um 30 cm. Best er með þessa gerð að ljósi að hafa plönturnar um 10-25 cm frá ljósinu og passa samt vel að fara ekki of nærri svo að plönturnar brenni ekki. Fjarlægð til plantna er þó mismunandi eftir tegundum

ljósa, og verður að skoðast í hverju tilviki fyrir sig.

Ýmist má svo rækta í venjulegri mold eða í svokallaðri vatnsræktun þar sem plönturnar vaxa í áburðarlausn sem sér þeim fyrir allri næringu sem þær þurfa. Salatplöntur eru um 5-6 vikur að ná uppskerustærð eftir sáningu. Það er hægt að fara að reyta nokkur blöð til að byrja með og taka nokkrum sinnum af hverri plöntu. Best er svo að sá með 4-5 vikna millibili og eiga þannig alltaf til ungar og ferskar plöntur.

Ég sái í litla potta um 10-20 fræjum og dreifplanta þegar plönturnar eru nógu stórar þannig að það sé hægt að meðhöndla þær. Þá er gott að setja 3-5 plöntur í 10-12 cm pott. Eftir að búið er að rækta plöntur og uppskera í dálitinn tíma verða plönturnar ´Tiny Tim´) og stevíu (Stevia rebautiana). beiskar og úr sér vaxnar og er þeim þá Alls eru þetta 20 pottar og ég færi 2-3 plöntur í einu upp í eldhúsglugga til einfaldlega hent. notkunar og set þær svo aftur undir ljós Hægt er svo að nota mismunandi til þess að fá þær til þess að vaxa meira. yrki til þess að auka fjölbreytnina og finna út hvað hverjum þykir best. Ég er Ræktunarljós henta líka vel til þess að núna með undir ljósinu grænt og rautt stunda forræktum á matjurtum á vorin ´Salat Bowl´(Lactuca sativa), klettasalat og planta síðan út. Líka má sá undir þau (Eruca sativa), basilíku (Ocimum sumarblómum og alskonar plöntum og basilicum), ananassalvíu (Salvia elegans), líður plöntunum mun betur undir ljósi sítrónuverbenu (Aloysia triphylla), heldur en útí glugga þar sem birtan kemur runnatómat (Lycopersicon esculentum öll úr einni átt. n

Salat á ýmsu stigi og kryddjurtir. Salat Bowl Red ný dreifsett og annað tildúið til neyslu.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  39


Gróandinn

Út fyrir rammann

G

Tex ti, myndir og teikningar: Pétur Reynisson.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Pétur Reynisson skrúðgarðyrkjumeistari

Eftir hverju erum við að sækjast þegar við setjumst út í garðinn okkar? Sjálfsagt eru svörin jafn ólík og við erum mörg. Mig langar til að reyna í stuttu máli að nálgast þessa spurningu út frá mismunandi sjónarhornum og kasta fram hugmyndum sem að vonandi geta komið einhverjum að gagni þegar kemur að garðahönnun og skipulagi. Eitt það mikilvægasta sem við þurfum að hafa í huga þegar lagt er af stað með skipulag garðsins er tilgangurinn og

40  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

arðahönnun og endurskipulag garða er eitt af því sem Pétur Reynisson skrúðgarðyrkjumeistari hefur fengist við í skrúðgarðyrkju. Honum hefur tekist afar vel upp og eru verk hans til merkis um gott handbragð og færni hans. Við höfum fengið Pétur til liðs við okkur hjá Sumarhúsinu og garðinum til að fjalla um áleitnar spurningar sem koma upp í hugann er kemur að því að hanna garðinn eða sumarhúsalandið.

út frá tilganginum er síðan hægt að þróa hugmyndina áfram yfir í það hvaða áhrifum við viljum ná fram þ.e.a.s hverskonar hughrif á garðurinn að veita okkur þegar við dveljum í honum. Hugmyndirnar sem fæðast í þessu ferli geta verið nánast óendanlegar, allt frá því að við séum að sækjast eftir stílhreinum nútímalegum garði, með skýrum afmörkuðum svæðum, þar sem hvert ákveðið svæði hefur ákveðinn afmarkaðan tilgang og út í það að vera að hugsa um garð sem hefur meira

flæði. Þá á ég við að skilin á milli tilgangs svæðanna verða óskýrari og staðsetning þeirra frjálsari. Til dæmis getur matjurtagarðurinn verið hluti af dvalarsvæðinu þar sem hægt er njóta matjurtanna eins og hvers annars skrautgróðurs. Þetta hugmyndaflæði getur verið mjög skemmtilegt og gefandi. Þegar upp er staðið verða hugmyndirnar oft svo margar að erfitt getur reynst að velja og hafna þegar að framkvæmdum kemur.


Framkvæmdin

Hugmynd hrint í framkvæmd.

Ein aðferðin sem ég nota stundum við hönnun er að taka ljósmyndir af svæðinu sem ég er að vinna með. Ljósmyndirnar nota ég síðan sem grunn að nýju hugmyndinni. Hér að neðan er dæmi um það

hvernig þetta virkar, en í þessu tilviki langaði mig til að byggja opið garðhús.

Fyrsta skrefið er að velja sér sjónarhorn þar sem horft er í átt til framkvæmdasvæðisins. Eftir myndatökuna er myndin prentuð

út í A4 stærð. Næsta skref getur stundum verið svolítið snúið, en það er að teikna inn á ljósmyndina það sem á að framkvæma eða jafnvel að teikna hana upp líkt og verið væri að teikna svæðið eftir að framkvæmdum er lokið, eins og ég hef gert í dæminu hér að neðan.

Hér að ofan og til hliðar má sjá hvernig hugmyndaferlið er í framkvæmd. Ljósmynd er tekin að vetri og hugmyndvinnan hefst. Ég ákvað að teikna alveg frá grunni hvernig ég hugsaði mér svæðið.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  41


Hugmyndirnar? Hvaðan koma hugmyndirnar?

Það er mikilvægt að nálgast garðahönnun með opnum huga. Margar hugmyndanna eru sprottnar upp úr því sem maður hefur einhvern tímann séð eða gert áður, en það er gott að verða sér úti um tímarit sem hægt er að blaða í og bæta þannig í hugmyndabankann. Mér finnst til dæmis alltaf gott að rissa upp þær hugmyndir sem

ég fæ og geyma síðan í möppu til að nota síðar. Einnig tek ég mikið af ljósmyndum sem koma sér alltaf vel. Ef þið ætlið til dæmis að hanna og gera ykkar garð sjálf mæli ég með þessari aðferð. Ég mæli líka með því að leita til fagmanna með atriði sem eru óljós. Það er nauðsynlegt að fylgja öllum byggingareglugerðum við stærri framkvæmdir. Garðurinn er verkefni til margra ára og því lýkur í raun aldrei.

Horft til baka. Í lok verkefnis er hægt að fara að sinna smáatriðunum. Raða niður fjölærum jurtum, runnum og trjám. Gott er að setjast niður og njóta þess að horfa til baka og rifja upp allt ferlið, velta fyrir sér hvað liggur að baki þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar. n

42  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


Nýjar 12v led perur, betri lýsing, minni eyðsla.

Tilvalið í jólapakkann.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  43


Geitafell við Þrengslaveg Tex ti og myndir: Jónatan garðarsson.

G Jónatan Garðarsson

eitafell hentar vel fyrir þá sem kjósa létta fjallgöngu, því auðvelt er að ganga á fellið sem launar vel fyrir erfiðið með óvenju góðri sýn yfir umhverfið. Geitafell lætur frekar lítið yfir sér þar sem það stendur vestan við Þrengslaveginn, en það ber aðeins meira á því, þegar horft er frá Þorlákshöfn og Suðurstrandarveginum. Geitafell sást hinsvegar varla frá gamla Krýsuvíkurveginum vegna þess að Búrfell og klettabrúnir Hlíðarendafjalls skyggðu á það.

Gengið á Geitafell Ágætt er að stytta gönguna að Geitafelli með því að aka slóða sem liggur frá miðjum Þrengslavegi að yfirgefinni efnisnámu í Litla-Sandfelli. Hægt er að leggja bílnum rétt við námuna og ganga síðan eftir troðingi sem liggur í gegnum Leitarhraun að Þúfnavöllum. Svo nefnast grasigrónir vellir sem urðu til vegna framburðar smálækjar sem þornar á sumrin. Geitafell er móbergsstapi sem myndaðist við eldgos undir jökli á síðasta ísaldarskeiði og þar má einnig finna nokkuð af grágrýti. Talsvert er

44  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

af sprungum í námunda við fellið og misgengi liggur eftir fellinu endilöngu, frá suðvestri til norðausturs, sem er meginstefna flestra misgengja á svæðinu. Geitafell er þægilegt uppgöngu og einfalt að fara upp Hrútagil í suðaustanverðu fellinu, skammt frá Fálkakletti. Einnig er hægt að ganga á Geitafell norðanvert við skilti sem vísar veginn að Ólafsskarði, Búrfelli og Litla-Sandfelli. Hægt er að velja fleiri staði til uppgöngu. Þegar komið er upp á fellið er allvíðsýnt þó svo að það standi ekki hátt því hæsti hlutinn er 509 metra yfir sjávarmáli. Geitafell stendur stakt á hraunbreiðu og er eystri hlutinn lægri en sá vestari. Fellið hefur væntanlega sigið að austanverðu í kjölfar jarðhræringa fyrir löngu. Af toppi Geitafells sjást fjöllin í næsta nágrenni, ásamt drjúgum hluta Suðurlands. Þéttbýlisstaðirnir Stokkseyri, Eyrabakki og Þorlákshöfn eru áberandi við sjávarsíðuna. Utar rísa Vestmannaeyjar úr hafi í öllu sínu veldi.

Örnefnin segja sína sögu Geitafell er umkringt grónum hraunum og grasi vöxnum völlum næst fellinu. Mosaþekjur og lyngfléttur klæða landið þegar fjær dregur og víða setja

hraunklettar svip á umhverfið. Þetta var ákjósanlegt beitiland á meðan búskapur var aðal atvinnugreinin í Ölfusi, Selvogi og Krýsuvík. Algengt var að sauðfé af norðanverðum Reykjanesskaga sækti í fjallagróðurinn og sameinuðust bændur frá öllu suðvesturhorninu um að smala fjallgarðinn. Nafnið Geitafell bendir til þess að þarna hafi verið kjörlendi fyrir geitur og landið vaxið birki- og víðikjarri. Önnur nöfn sem tengjast Geitafelli segja sína sögu. Kálfahvammur vísar til þess að ungnaut hafi verið rekin þangað á sumrin og nöfn á borð við Hrossaflatir, Hrossahryggur og Hrossagjá þarfnast varla nánari skýringa. Selvellir tengjast seljum sem voru í grenndinni og nöfnin Fálkaklettur, Hrútagil og Gránubrekka eru gagnsæ. Þúfnavellir norðaustan Geitafells er ekki beinlínis rennislétt tún heldur einn allsherjar þúfnakargi. Þarna er kafgras og eflaust mætti slá vellina með gamla laginu, en það er tafsamt og borgar sig varla því þúfurnar má telja í þúsundavís. Áður fyrr var jafnan talað um Þúfnavöll í eintölu en ekki Þúfnavelli eins og núna er gert. Ólafsskarðsvegur lá þvert yfir Þúfnavelli og sauðfé frá


Breiðabólsstaðarseli, Litlalandsseli og Hlíðarendaseli var haldið þar til beitar.

Ólafsskarðsvegur Við norðurenda Geitafells er skilti sem vísar á Ólafsskarðsveg, sem er ágætlega stikaður langleiðina. Næsta létt verk er að fylgja leiðinni hvort heldur gengið er til norðurs að Ólafsskarði og Jósefsdal eða í suður að Hlíðarbæjum í Ölfusi. Þegar Ólafsskarðsvegur er farinn til norðurs frá Geitafelli er fyrst komið að Rauðhól. Skammt frá eru Hrossaflatir en ofan þeirra nefnast hraunhæðirnar Hrossahryggir. Reiðmenn áðu gjarnan á Hrossaflötum og leyfðu reiðskjótum sínum að bíta á meðan þeir tóku sjálfir til matar síns. Norðar er Fjallið eina og SyðriEldborg áður en komið er í Ólafsskarð sem liggur á milli Ólafsskarðshnúka og Sauðadalahnúka. Skarðið dregur nafn sitt af bryta sem eitt sinn var í Skálholti og hét Ólafur, en saga hans verður ekki rakin hér. Handan Ólafsskarðs er Jósefsdalur og uppúr honum var haldið norður með Vífilsfelli. Síðan var farið með Sauðadölum, yfir endann á EfriBolaöldu og sunnan við Neðri-Bolaöldu. Þaðan lá leiðin um Sandskeið suðvestur

af Fóelluvötnum í áttina að Geithálsi og þaðan til Reykjavíkur. Syðri hluti Ólafsskarðsvegar liggur um Þúfnavelli og skiptist nálægt Skilflöt. Gamla leiðin lá vestur með Krossfjöllum um Fagradal og niður Grislingahlíð að Litlalandi. Vestari leiðin sem var sjaldnar farin, lá fram með austanverðu Geitafelli þar til komið er á móts við Hrútagil nærri Fálkakletti. Þessi hluti leiðarinnar er stikaður og liggur niður að vesturenda Búrfells. Klofa þarf yfir beitarhólfsgirðingu Selvogsmanna og síðan er stikunum fylgt. Drjúgan spöl sunnan Geitafells liggur leiðin um hlað Hlíðarendasels. Þaðan er haldið að vesturhluta Búrfells. Sunnan þess er farið um skarð milli Hlíðarendafjalls og Hlíðarenda niður á jafnsléttu. Nokkru austar er eyðibýlið Hlíðarendi en þar fær fyrirtækið Icelandic Glacial allt sitt vatn og tappar því á flöskur.

Stórihvammur og Bláfjöll Hringleiðin umhverfis Geitafell er skemmtileg gönguleið sem tekur 3 til 4 tíma. Svo merkilega vill til að nánast öll leiðin einkennist af grasvöllum sem ná upp að fellsrótum. Fyrst er komið

á Þúfnavelli og norðan þeirra sjást Hrossavellir í nokkrum fjarska. Þarna er beitarhólfsgirðing sem er jafnframt mæðuveikigirðing þannig að loka verður hliðinu á eftir sér, en það er líka hægt að fara yfir hana á tröppu. Sauðfé Selvogsmanna er á sumarbeit í beitarhólfinu. Léttast er að ganga rangsælis kringum Geitafell því þá þarf ekki að glíma við allt of mikla landhækkun á leiðinni. Þeir sem kjósa að skoða gígana á Heiðinni há þurfa reyndar að leggja á brattann, sem er ekki verulegur. Troðningur eftir veðureftirlitsmenn liggur frá Þúfnavöllum um hlíðarslakka sem leiðir göngufólk að Stórahvammi. Skammt frá eru veðurathugunartæki á lágum hraunhrygg. Nærri Stórahvammi opnast útsýni til Bláfjalladraga og bakhlíða Bláfjalla, en mest ber á Kerlingahnúki sem rís í 625 metra hæð. Bláfjöll eru auðþekkjanleg þar sem endurvarpsmöstur og burðarstaurar sem halda uppi skíðalyftunum bera við himinn.

Hrútagilsflatir og Hrútagil. Kálfahvammur undir suðvesturhlíðum Geitafells. Vörðubrot við eystri hluta Ólafsskarðsvegar. Vatnsból framundan og austurhluti Geitafells.

Guðrúnarbotnar og Heiðin há Gengið er meðfram hlíðinni eftir fjárgötu á grónu landi en steinar sem Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  45


M

kja vík

lur

da

ar

ar

Rey

H e n gi l l

Fossá

Heiðartjörn

Engidalur

Norðurvellir

1

Kýrgil

Bílds fell ar otn nsb

ðá

r alu Seld

furá Gljú

Hlíðartunga

furá Gljú

38

Nethamrar

Þórustaðir

La

39

Lyngbrekkur

r ra ey

Skúmseyja

Straumnes

Breiðabólstaður

Hraun

Hraknes

Ás

6

Hreiðurborg

Stóra-Sandvík

38

Hellisþúfa

Afstöðumynd af svæðinu.

427

Dimmidalur

Selvogur

Hafnarnes

Flesjar

Hlein

Þrívörður

Hafnarberg

Strákhæðir avík

Bjarn

Háaleiti

Fornar hreindýraslóðir Á þessum slóðum héldu hreindýr sig í ein 150 ár. Þau voru flutt til landsins frá Noregi árið 1776 og sett á land við Hvaleyri í Hafnarfirði. Hreindýrin fjölguðu sér á meðan þau gengu frjáls í Reykjanesfjallagarði og héldu sig mest við Bláfjöll og í Henglinum. Smám saman gekk á stofninn eftir að veiðar voru leyfðar

46  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Rimar

eið

Óseyrarnes

Gjár, vellir og flatir Suðaustur af Heiðinni há er Hrossagjá, efsta og stysta gjáin, en neðar er austasti hluti Strandagjár. Hún er afar löng og nær alla leið út að Svörtubjörgum í Selvogi. Réttargjá er austar og sunnar og um miðbik hennar er gamla fjallskilarétt bændanna í Ölfusi og Selvogi undir gjárbarminum. Réttin stendur ágætlega þó henni hafi ekki verið haldið við frá því um aldamótin 1900. Nokkru neðar er Þvergjá sem heitir allt eins Götugjá og var í eina tíð nefnd Stóragjá. Allt svæðið var kallað einu nafni Gjár og stundum nefnt Gjáarsporðar. Þegar hér er komið hallar nokkuð undan fæti og næst er Kálfahvammur.

Alsiða var að beita ungnautum í grennd við selin sem voru víðsvegar á þessum slóðum. Rétt austan við Kálfahvamm eru Miðflatir og skerst Miðflatagil inn í suðurhlíð Geitafells. Miðflatir eru hluti af Selsvöllum en Selsvallasel er sunnan Selsvalla. Austan við Kálfahvamms er Fálkaklettur, áberandi stapi sem skagar fram úr Geitafelli. Fálkaklettur var landamerki milli Ölfus og Selvogs áður en sveitarfélögin voru sameinuð. Fálkar hafa haldið þarna til um aldir og verja varpsvæðið með skræku hljóði og reyna að draga þá sem ganga nærri Fálkakletti frá óðali sínu. elda Stekkak

34

Byggðarhorn r

urðu

kask

amar

Hrepp

Austurmýri

Vöðluhóll

Skúmsstaðamýri

34

Kvennagönguhóll

34

Hraunsskeið

rsk

fna

en veiðimenn drápu helst tarfana til að fá sem mest kjöt. Talið er að mikil kuldatíð sem gekk yfir landið veturinn 1880-81 hafi átt mestan þátt í þeirri fækkun sem varð í hreindýrastofninum. Næstu árin voru mikil harðindaár og fóru flest dýrin sem lifðu af alla leið austur undir Vatnajökul. Hreindýrahjarðir sáust öðru hvoru suðvestanlands fram undir 1920 en dýrin voru mögur og illa haldin þar sem haglendið var ekki nógu gott. Bændurnir Eyjólfur Guðmundsson á Ytri-Grímslæk skammt frá Hjalla og Sæmundur Ólafsson á Vindheimum, þar sem hús Hlíðardalsskóla eru, felldu nokkur dýranna en aðrir veiðimenn áttu líka hlut að máli.

Austurkot Votmúli

Stekkar

Stakkholt

Leirar

Ha

Fálkaklettur

ufellshraun

arhæð

sh

vog

Sel

hrunið hafa úr grágrýtisbelti efst í n rau Geitafelli setja svip á staðinn. Á leiðinni alsh pad Djú er ágætis vatnsból í smátjörn en það er ekki algengt að rekast á vatn á þessum slóðum. Framundan í suðvesturátt eru Hafnarsandur Guðrúnarbotnar, grasi grónar brekkur og lautir í jaðri hraunkantsins neðan við Heiðina há. Þarna skalf jörð hressilega ÞORLÁKSHÖFN þann 10. júní 2012 og var snarpasti skjálftinn 3,8 á Richter kvarða, en þetta eru þekktar skjálftaslóðir. Neðarlega í Guðrúnarbotnum eru hellar og í einum þeirra fundust hreindýrabein fyrir nokkrum árum. Heiðin há er ekki mjög há en hún rís hæst í rúmlega 400 metra hæð, þar sem heitir Heiðartoppur. Þar eru tvær litlar eldborgir og gígurinn sem megnið af þeim hraunum sem þarna finnast runnu frá. Vestan við Heiðina há sjást Hvalhnúkur og Vesturásar og enn lengra eru Brennisteinsfjöll. Grindaskarðavegur eða Selvogsgata sem tengdi byggðirnar í Selvogi og Ölfusi við Hafnarfjörð, áður en Krýsuvíkurvegur var lagður, liggur vestan við Heiðina há og er vinsæl gönguleið.

0

Jórvík

urs tígu r No Suð rðu urs rstí lóð gur No Suð rðu urle rsló ið ð N orð Suð urle urg ið ata No rðu rga Suð ta urb rau t No rðu rbra ut

LitliHnúkar Meitill, Sandfell og Skálafell. i eið

31

Tjarnarbyggð

Heyhóll

Suð

lur

Hlíðarendafjall

Arnarker

Eyði-Sandvík

Smjördalir Nýibær

Lækjargarður Lækjamót

Geirakot

Litla-Sandvík

Melamýri

Dísarstaðir

Björk

31

Hlíðarendi

Urðarfell

Sandvíkurheiði

Flóagaflseyja

Hraunsheiði

Litlaland

Búrfell

Kaldaðarnes

Na

42

Hlíðardalsskóli

ut

38

7

Efri-Grímslækur Ytri-Grímslækur

33

r

alu

id

gr

Grímslækjarhraun

Vindheimar

Geitanes

Flugunes

Stóragerði

Fa

Selsvellir

Hellisskógur

Árbæjarhverfi

Ívarshóll

Stokkseyrarsel Eystra-Stokkseyrarsel Vestra-Stokkseyrarsel

Sólvangur

ku

i

r

Kjarr

rlæ

rle

ku

Hvoll Bræðraból Kirkjuferjuhjáleiga Kirkjuferja

lla

Þo

Sögusteinn

æ fsl

Silfurberg

ha

Lækur

Hja

Egilsstaðir Krókur Arnarbæli

Hjarðarból

Va l

all llafj

Hjalli Gerðarkot

Arnarnípa

1 Kögunarhóll

Auðsholt Auðsholtshjáleiga Ósgerði

Bakki

Krókur Bjarnastaðir

Laugabakkar

Lambhagi Nautaflatir

Ingólfshvoll

5

ah jal l Bl áf

Krossfjöll Geitafell

Akurgerði Borgargerði

37

líð

Þurárhraun

Tannastaðir

Kvistir

Gljúfurárholt Friðarminni

Sandhóll Bakkárholt Grænhóll

Eystri-Þurá Ytri-Þurá

Þóroddsstaðir

Þúfnavellir

Guðrúnarbotnar

Efstaland

Kotströnd

ah

Heiðin há

I n g ó l fs f j a l l

Hvammur

Rauðilækur Þúfa Kröggólfsstaðir Ásnes Mæri

ng

un ra rh

Hrossaflatir

Inghóll

Ölfusborgir

Kross

Suðurhálsar

La

a rg bo

Eld

LitlaSandfell

Heiðartoppur

Nátthagi

35

Vötn

Alviðra

374

34

39

Núpar

Votaberg

Þrastalundur

Gljúfur

Vellir

Stóri-Saurbær Litli-Saurbær

Gr

Gljúfurá

á

Öxnalækur

LitliMeitill

ls

shá

ing

afn

Sogn Vorsabær

Stóridalur

Bjarnarfell

r

lu

da

ía

Kv

Núpafjall

Trölladalur

Eldborg

Hrafnaklettur

ll

rm Va

ð ar

Kerlingarhnúkur

jafja

Skálafell

StóraSandfell

Lambafellshraun Fjallið eina

Reyk

Gufudalur

Hamar

Norðurhálsar

Lakahnúkar

Lakadalur Stórihvammur

Grýla

Kambar

Lakakrókur

sk

ga

StóriMeitill

r

lu

da

fu

Gu

Reykjakot

Hverahlíð Stóridalur

Tindar

Sog

1

S au

Græ

Ástaðafjall

en Þr Lambhóll

Kló ave gur

Rjúpnabrekkur

H ellisheiði

Smiðjulaut

li gs

uá Tung

alsá

Reykjafell

lsá

ur

Orrustuhólshraun

378

Ytriá

Álútur

Hverakjálki

Gráhnúkar

Lambafell

Dalafell

Helluskarð

Bruni

Lambafellshnúkur

Molddalir

Bitra

alur Grænsd

Skarðsmýri

Kolviðarhóll

Klóarfjall

ska

Dala

da

ry gg

Dalaskarðshnúkur Ölkelduhnúkur il ag br m Kla

Fremstidalur

Skarðsmýrarfjall

217

Foldaháls

Miðdalur

nad

n

Sle

s

ein

jub

gg

Þj óf ag il

M

la

7

il

óg

rau

Hellisheiðarvirkjun

SyðriEldborg

Hákollur

Hengladalir

ng

40

ah

Kýrgilshnúkur

Innstidalur

r

lu da

He

ll

Blá

r

alu

Sauðadalshnúkar

Ólafsskarðshnúkur

fjö

Stórangsfell

Bolavellir

Blákollur

fsd

se

isto

lur Reykjada

Vífilsfell

S fan v ín

-Kaff

Sleggja

Húsmúli

7 41

Litla

Sandskeið

Keldur

Hafliðakotsvatn

Borg Syðra-Sel Gamla-Hraun

314

Efra-Sel

Selvatn

Bræðratunga Fagridalur

Hoftún Svanavatn Brautartunga

Bjarg

Móhús

Breiðumýrarholt

Keldnakot Holt

Brattsholt

Tóftir

Traðarholt Traðarholtsvatn

Skipar Skipavatn Vestri-Grund Hellukot Eystri-Grund Skipar 1 Bjarmaland

H

H

33

Selsvellir tilheyrðu bænum Nesi í Selvogi voru þeir slegnir á sínum tíma. Þarna fékkst ágætis hey fyrir hrossin og sama átti við um Hrútagilsflatir neðan Hrútagils sem voru líka slegnar. Þar standa fúnir girðingastaurar við fjallsætur. Aðdráttarvegurinn var oft langur hjá þeim sem nytjuðu hvern blett og þurftu að afla fanga hvar sem færi gafst. Fátt var verra en að skorta hey og verða bjargarlaus þegar voraði seint og harðindi gengu yfir landið. Haldið er áfram undir hlíðarfætinum og Gránubrekka gengin þar til komið er á Skilflöt. Þar skipti fjallkóngur mönnum í fyrstu leitir á haustin. Stuttur leggur er eftir að slóðann sem liggur að Sandfelli þar sem ökutækið býður þess að flytja lúna ferðalanga aftur heim á leið. n

Knarrarós

Baugssta


Gleðileg jól

Þ ökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Garðyrkjustöð Ingibjargar H eiðmörk 38 , H veragerði

Gleðileg jól Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Gleðilega hátíð Gleðileg jól

Óska landsmönnum öllum ljóss og friðar yfir jólahátíðina og á nýju ári.

Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Þakka góðar viðtökur á árinu sem er að líða Hendur í höfn listasmiðja/kaffihús – Þorlákshöfn

Gleðileg jól

Þ ökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Gleðileg jól

F arsælt komandi ár Þ ökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  47


Af gogginum má greina hvað fuglinn etur

G

Tex ti og myndir: Jóhann Óli Hilmarsson, www.johannoli.com.

Jóhann Óli Hilmarsson

oggur er líffæri á fuglum, stundum kallaður nef, sem svarar til munns og nefs á okkur spendýrunum. Hann gegnir reyndar líka hlutverki handa, ef við berum fuglana saman við menn. Fuglar nota gogginn til að eta með, drepa bráð, leita að fæðu, snyrta sig, hagræða hlutum, berjast, fæða unga – goggurinn er mikilvægur í tilhugalífinu og svo mætti lengi telja. Hér skoðum við aðallega hvernig goggurinn endurspeglar fæðu og fæðuöflun mismunandi fugla. Fætur segja líka til um fæðuvenjur og lífshætti fugla.

Úr hverju er goggurinn gerður? Hauskúpa fugla er létt og samgróin og fyrir alllöngu hurfu úr henni tennur og þungur kjálki, en léttur og sterkur goggur kom í staðinn. Þó að goggurinn sé verulega breytilegur í stærð og lögun milli tegunda, hefur grundarvallaruppbygging hans

48  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

svipað mynstur. Allir goggar eru gerðir úr tveimur kjálkum, sem kallast efri goggur eða efri skoltur og neðri goggur eða neðri skoltur. Efri skolturinn og stundum sá neðri líka, eru styrktir að innan með flóknu þrívíðu neti beinnála eða staflaga eininga sem sitja í mjúkum bandvef. Yst er goggurinn þakinn hyrnislagi, sem er af sama toga og hár og neglur spendýra. Flestir fuglategundir hafa ytri nasir sem eru oftast ofan á efri skolti eða á hliðum hans, ef goggurinn er hliðflatur eins og á lunda.

Gogglögun og fæða Gogglögun er einkennandi, en goggur hverrar tegundar endurspeglar fæðu og fæðuöflun hennar. Sem dæmi um mismunandi gogga íslenskra fugla má nefna, að fræætur eins og snjótittlingur og auðnutittlingur, sem og flestar finkur, hafa stuttan, sterklegan og keilulaga gogg, sem er sérhæfður í að brjóta og mylja fræ. Afbrigði af þessum goggi er goggur krossnefsins. Skoltarnir ganga á misvíxl,

hann er sérhæfður í að klippa greniköngla og ná fræjum úr honum. Skyldar tegundir eru með grófari gogg til að ná fræjum úr furukönglum eða fínni gogg til að ná fræjum úr lerkikönglum. Krossnefurinn gengur þó bæði í furu- og lerkiköngla, svo gogglögun segir ekki alveg alla söguna um fæðuna. Skordýraætur meðal spörfugla hafa stuttan og grannan gogg. Þeir tína skordýr og lirfur þeirra, áttfætlur og fleiri smádýr af gróðri eða jörðinni. Margir nærast einnig á berjum og fræjum, sérstaklega á veturna. Fiskætur eins og brúsar, skarfar, fiskiendur og svartfuglar, hafa flestar rýtingslaga gogg. Fiskiendurnar gulönd og toppönd eru með horntönnum til að ná betri taki á fiskinum. Fuglar af andaætt (endur, gæsir og svanir) eru flestir með flatan, spaðalaga gogg. Þeir hafa harða hornplötu fremst á efra skolti sem kallast nögl. Nöglin er skjaldlaga og misstór milli tegunda. Stundum er hún jafnbreið goggnum og


Lundar stinga saman nefjum til að styrkja paratengslin. Skrautlegur goggurinn hefur hlutverki að gegna í tilhugalífinu.

Fálki notar krókboginn gogginn til að rífa í sig bráð.

stundum myndar endinn á henni krók. Nöglin þjónar mismunandi tilgangi eftir því hver aðalfæða fuglanna er. Flestar tegundir nota nöglina til að grafa eftir fræjum í leðju eða gróðri, meðan kafendur nota hana til að plokka lindýr af steinum. Vaðfuglar hafa flestir langan, mjóan gogg sem er sniðinn til að kafa og pikka í leðju og jarðveg. Hann er oft boginn eða niðursveigður fremst. Það eru þó undantekningar á þessu, þó svo að margir vaðfuglar lifi á svipaðri fæðu. Lóur, bæði sandlóa og heiðlóa, eru með stuttan gogg. Þær grípa oft bráð á yfirborði, en kafa líka í leðju og mold eftir ormum og öðru smálegu. Tjaldurinn er með stóran og þykkan gogg, sem hentar vel til að bora eftir sandmaðki eða skeldýrum á leirum og mylja skeljarnar til að ná í innihaldið. Hann er kallaður „ostrufangari“ á erlendum tungum. Tildran, sem kallast turnstone á ensku og stenvender á dönsku, er með þykkan, stuttan gogg sem er sérstaklega gerður til að velta við steinum og þangi í fjörum. Ránfuglar og uglur hafa krókboginn, beittan gogg, sem hentar vel til að rífa í sig kjöt. Þeir halda oftast við bráðina með fæti eða fótum og rífa í sig bita af kjöti. Þeir æla síðan fiðri og beinum og öðru ómeltanlegu í litlum böggli.

Annar tilgangur goggsins Fuglarnir nota gogginn við hreiðurgerð eins og að ýta til steinvölu í hreiðurstað, til að safna saman sefi í dyngju eða til að flétta fallega körfu. Goggurinn kemur mikið við sögu við gerð hinna listlega ofnu kúluhreiðra vefaranna. Fuglarnir snyrta sig og smyrja fjaðrirnar með fitu úr fitukirtlum ofan við stélið, á yfirgumpi. Það er nauðsynlegt fyrir fuglana að halda fiðrinu hreinu og fitubornu. Ef fitulagið bregst, missa þeir einangrun gegn kulda og vosbúð og þeir tapa getunni til að fljúga. Fitan úr fitukirtlinum gegnir einnig mikilvægu hlutverki til að verjast ytri sníkjudýrum, bakteríum og sveppum. Loks má nefna hlutverk goggsins í samskiptum fugla. Goggurinn hefur hlutverki að gegna í mökunarsiðum eða biðilsleikjum margra fugla. Þeir stinga saman nefjum, gapa eða sperra haus og gogg sem mest þeir mega og er hann oft mjög skrautlegur. Stundum gripur karlinn

Goggur krossnefs gengur á víxl, svo gerir honum kleift að klippa köngla og ná úr þeim fræjunum.

Pelíkanar eru með teygjanlegan skinnpoka á neðra skolti, sem þeir nota til að veiða fisk. Hrokkinkanar slást um æti.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  49


með gogginum í hnakka kerlingar við mökun. Goggurinn er líka vopn í baráttu, hann er bæði árásar- og varnartæki, hvort sem er um að ræða baráttu milli einstaklinga sömu tegundar um maka eða yfirráðasvæði eða vörn gegn óvini. Hann gegnir líka hlutverki vopns til að drepa bráð.

Að endingu Þó goggur einkenni fugla öðrum dýrum fremur, þekkist hann líka hjá öðrum hryggdýrum. Nefdýrin, mjónefur og breiðnefur eru frumstæð spendýr, sem verpa eggjum og eru með gogg. Ein tegund breiðnefja og þrjár tegundir mjónefja lifa í Ástralíu, Tasmaníu og Papúa-Nýja Gíneu. Jafnframt voru sum útdauð skriðdýr fyrri tíma með einhvers konar gogg. Frumfuglinn öglir var t.d. með tenntan gogg. Það er ljóst að goggurinn er mikilvægt líffæri fyrir fugla. Fyrir utan að vera bæði munnur og nef, hefur hann tekið við hlutverki framfóta, vængirnir nýtast fuglum aðeins til flugs og hafa því ekki sama tilgang og framfætur spendýra. n

Ánamaðkar eru vinsæl fæða hjá vaðfuglum, hvort sem þeir eru með langan eða stuttan gogg eins og heiðlóan.

Listilega ofin hreiður vefara, arfleifð þúsunda kynslóða þessara afrísku fugla. Þeir nota gogginn til að vefa hreiðrin og hjálpa aðeins til með fótunum.

Máfar berjast um æti. Þeir eru með krók á efra skolti, þannig að þeir ná betra taki á sleipum fiskum. Eins og margir fuglar gleypa þeir fiskinn í heilu lagi, með hausinn á undan.

50  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


Kalkþörungar - Jarðvegsbætiefni Viðheldur réttu sýrustigi í jarðvegi og hindrar mosavöxt HAFKORN er kornaðir kalkþörungar sem leysast fljótt upp í jarðvegi. Gróðurinn byrjar strax að nýta sér hin fjölmörgu stein- og snefilefni sem í því eru. HAFKORN bætir uppbyggingu jarðvegsins ásamt því að auðvelda upptöku næringarefna. Notkun: Dreifið HAFKORNI jafnt á grasflötina eða blómabeðin. 4–5kg á 100m² eða 40–50g á m² og vökvið vel. Ef mikið er af mosa þá er gott að raka eða tæta hann upp áður en borið er á.

Innihald: Kalsíum Magnesíum Fosfór Kalí Brennisteinn

CaCO3 MgO P K S

85%, 11,5%, 0,08% 0,1% 0,45%

Auk þess mikill fjöldi annarra nauðsynlegra stein- og snefilefna.

Ath.: Við blóma- eða matjurtarækt þarf að athuga í hvers konar jarðvegi einstökar plöntur þrífast best.

5 kg. Framleiðandi: Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Sala og dreifing: Hafkalk ehf. – 465 Bíldudal – Sími 4562112

Þróttur

• Mold og sandur

– Til allra verka

• Grjót og grjóthleðsla • Fellum tré • Fjarlægjum garðaúrgang

C

M

Y

CM

MY

CY CMY

K

Vörubílastöðin Þróttur • Sævarhöfða 12 • Sími 577-5400 • www.throttur.is

• Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um nokkra liti á setlaugum • Einnig viðarkamínur á frábæru verði!

Íslensk framleiðsla í rúm þrjátíu ár

Snorralaug

DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI

SÍMI 568 6411 · RAFVORUR@RAFVORUR.IS

Unnarlaug

Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! NORMX hitastýringar eru sérframleiddar fyrir íslenskar aðstæður!

Grettislaug

Gvendarlaug

Snorralaug

Setlaugar Auðbrekku 6 • 200 Kópavogur • Sími 565 8899

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  51


Jólin tekin með trompi Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

J

ólalögin óma og angan af greninálum liggur í loftinu á Þorláksmessu á heimili þeirra Láru Höllu Maack og Símonar Róberts Diðrikssonar í Mosfellsbæ. Gestir sem kíkja við taka andköf er þeim er boðið í stofu því við blasir himinhátt rauðgreni ríkulega skreytt og í lofinu snúast snjókristallar í hundraðatali. Jólin standa lengi hjá þeim hjónum. Símon sér um útiljósin kringum 20. nóvember og hún fer á kostum innandyra en þau eru sannarlega bæði tvö mikil jólabörn. Fjögurra metra hátt jólatréð þeirra í stofunni er ævintýralegt, Lára Halla segir að árlega biðji hún

52  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

starfsmenn hjá Skógræktinni um 3,5-4 metra hátt tré en þeir láta hana alltaf fá 5 metra tré. „Í stofunni er góð lofthæð og fallegt að vera með hátt tré en ég saga alltaf rúmlega metra af trénu og fer svo nákvæmlega eftir því sem á að gera áður en ég set tréð í jólatrjáfótinn. Set stúfinn nýsagaðan strax í sjóðheitt vatn til að opna fyrir vatnstreymið upp í tréð. Svo tek ég það inn og passa vel að tréð verði aldrei vatnslaust í jólatréfætinum.“ Hún upplýsir líka að að tréð drekki tvo lítra af vatni á dag fyrstu þrjár vikurnar og svo einn lítra á dag þar til ég hendi því í lok febrúar. „Allan tímann meðan tréð er í stofunni er góð grenilykt í húsinu og það er iðjagrænt þegar ég drösla því út í lok febrúar og


Rauðgrenið er fagurlega skreytt og þegar slökkt er á því njóta ískristallarnir sér vel

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  53


Lára Halla dekkar veisluborðið á Þorláksmessu og tendrar svo kertaljósin rétt áður en gestir hennar koma í hús á aðfangadagskvöld. Í vösum á veisluborðinu eru rauðir túlípanar, ljósbleikar rósir og grænar greinar.

brumin eru þá búin að springa út,“segir Glamúr og blikkandi ljós til skiptis hjá okkur systkinum. Þangað hún sem vandist á að taka ekki jóladótið Foreldrar Láru Höllu og systir ásamt koma allir með eiitthvað matarkyns niður snemma í sinni hjúskapartíð. „Er fjölskyldu njóta gestrisni Láru Höllu og með sér og við borðum og spilum. Við ég var gift honum Helga Skúla vandist Sæma á aðfangadagskvöld. Gestirnir gista erum ekkert að tala við hvort annað, ég á þennan sið því heima hjá honum og njóta jóladagsins með morgungöngu bara spilum,“ segir Lára Halla og hlær var skrautið aldrei tekið niður fyrr en að og er líða tekur á daginn bætast barnabörn er hún klikkir út með því að það sé allt loknu afmæli hans í febrúar. Fyrst þau Láru Höllu og sonur og tengdadóttir í of mikið talað. gátu þetta í gamla daga þá gerði ég það hópinn. Gengið er kring um lítið jólatré bara líka og hef haldið þeim sið. Janúar sem fært er í miðja stofuna. „Hér er hefð Snjókristallar í þúsundavís er jú svo grár og gugginn og mér finnst að dansa kring um jólatré og syngja Mikil fegurð er í snjókristöllum sem hanga synd að þegar við erum að leggja svona jólasöngva,“ segir Lára Halla og alltaf er niður úr loftinu í stofunni og lýsir af mikla vinnu í að skreyta tréð að láta það sungið í Grænni lautu og hringurinn sem þeim sem hanga á jólatrénu. Lára Halla bara standa í tvær vikur,“ segir hún en þá er smeygt í lófa er ekkert venjulegur. er fyrir löngu búin að tína tölunni á fjölda tekur fram að hún vilji ekki hafa jól allt „Hringurinn er alger glamúr hringur með kristallanna sem hún hefur klippt út en árið en finnist svaka gaman að hafa þau blikkandi ljósi, krökkunum finnst það þá fyrstu bjó hún til fyrir áeggjan móður alltaf svo agalega sniðugt.“ Á annan í sinnar þegar hún var þrettán ára gömul. svolítið lengi. jólum hittist svo stórfjölskyldan og spilar og eru þeir fyrir löngu orðnir gulir af elli púkk. „Við erum með stórt Mokkaraboð „Ætli þeir skipti ekki þúsundum.Enginn

54  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


Eitt árið er Lára Halla fékk ofgreiddan skatt sem aldrei hafði gerst áður, 50.000 krónur ákvað hún að eyða peningum í jólaskraut en fram að því hafði hún útbúið það allt sjálf. Dansmeyjar, glerfiskar og fuglar bættust í safnið ásamt grýlukertum úr snúnu gleri. Skrautið prýðir jólatréð ásamt ískristöllunum.

þeirra er eins, alltaf nýtt mynstur,“ segir hún og að mamma hennar hafi komið þessi af stað. „Mamma skreytti alveg rosalega þegar við vorum krakkar og við vorum alltaf að búa til eitthvað nýtt fyrir hver jól. Mamma las ensku, þýsku og dönsku blöðin og fann alltaf eitthvað sniðugt í þeim. Í Femina sá hún krakkaþrykk með ískristöllum og spurði mig sem þá var þrettán ára Kvennaskólamær - getur þú ekki gert svona ískristalla, þeir eru svo agalega fínir,“ segir Lára Halla sem var liðtæk í handavinnu með góðan grunn úr Kvennaskólanum, en þar var setið í átta tímar á viku í námi í fatasaumi og aðra átta í útsaumi. „Í Femina voru ískristallarnir áttarma, en er ég fletti upp í doðrantinum, Britanica sá ég að þeir eru í náttúrunni sex arma. Ég hannaði kerfi til að hafa þá sex arma og æfði mig. Þegar ég var búin að finna út hvernig ég klippti þá án þess að þeir dyttu í sundur hef ég verið að og

bý alltaf til ný munstur,“ segir hún sem gefur vinum og ættingjum auk þess að skreyta með þeim heimili sitt. „Á Læknadögum sem standa í fimm daga í janúar sit ég og klippi út kristalla meðan ég hlusta á fyrirlestra. Ætli ég klippi ekki út um 100 stykki á hverju þingi. Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt.“ Snjókristallarnir eru búnir til úr venjulegum vélritunarpappír sem brotinn er í helming og svo í þrennt með 60° horn í miðju. Síðan er þverklippt efst á samanbrotinu, á ójafna ruslið gegnt 60° horninu. Tvær langhliðar eru út frá miðjunni, það eru armar kristalsins. Ekki má klippa þvert á milli armanna, því að þá er verið að minnka kristallinn. Klippt er í pappírinn þannig að þegar brotin eru slétt út myndast speglun sem skapar mynstrið í kristalnum. n

Jólapokar sem móðir Láru Höllu gerði jólin fyrir rúmum fjórum áratugum eru alltaf teknir fram og mikil prýði er af þeim

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  55


Hrímað, rautt og náttúrulegt

E

Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

r nær dregur aðventu býður blómaheildsalan Grænn Markaður starfsfólki blómaverslana til hátíðarkvöldstundar þar sem lagðar eru línurnar fyrir aðventu- og jólaskreytingarnar. Áberandi voru silfraðir hlutir sem laða fram glæsileika, náttúrlegur efniviður með hrímaðri áferð svo sem börkur, sveppamyndanir og könglar. Einnig lifandi blóm og grænar greinar. En rauði liturinn var þarna líka enda er hann hinn eini sanni jólalitur.

K ynning

Kristín Magnúsdóttir einn okkar færustu blómaskreyta er starfsmaður fyrirtækisins. Hún hafði fyrir kvöldið útbúið fjölda skreytinga og ásamt þeim voru til sýnis skreytingar eftir þá Guðmund Þorvarðarson og Ómar Ellertsson sem þeir unnu á staðnum. Báðir eru þeir kunnir af verkum sínum og reynsluboltar í faginu. Þeir reka saman blómaverslunina Upplifun í Hörpunni. Í aðventukransi hér til vinstri sækir Kristín innblástur í íslenska náttúru. Viðurinn er hvíttaður en þannig að náttúrlegur efniviðurinn sést í gegn. Könglar og hvítir berjaklasar gefa náttúrlegt yfirbragð ásamt grænum greinum sem Kristín segir að þurfi alltaf að vera með í einhverjum mæli til að gefa skreytingu líf.

56  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


Kransinn í miðjunni útbjó Ómar, þar er rauði liturinn ríkjandi á grænum grunni og brúnir tónar, sprek og tágarhringir ljá kransinum náttúrlegt yfirbragð. Guðmundur vinnur að mestu með lifandi blóm eins og aðventukransinn hans hér til hægri ber með sér þar sem hann notar brúðarslör og hvítan krysa ásamt gráum berjum og silfurlituðum borða. Að neðan til hægri sýnir vel hversu hvíttaða áferðin gefur lifanda greinum þokka, hrímaður aspars í einni af skreytingum Ómars. Að neðan til vinstri og fyrir miðju eru skreytingar með náttúrulegu yfirbragði eftir Kristínu, og bera þær einkenni þess sem boðað er á aðventu og jólum 2013 hrímað, rautt og náttúrlegt. n

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  57


Bláskel í skreytingar

A

ðventukransar Guðrúnar Hinriksdóttur blómskreytis og útstillingahönnuðar úr bláskeljum eru eftirtektarverðir og einkar glæsilegir. Hugmyndin að gerð þeirra kviknaði í litlu rauðu sumarhúsi í Hrísey fyrir tíu árum síðan. Á kvöldin var

58  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

kræklingur oft á borðum og Guðrún og tengdafjölskyldan hennar heilluðust af litbrigðum og formi skeljanna. Í staðinn þess að fleygja skelinni urðu til bláskeljakransar í höndum þeirra. Síðan setti hún þá í hátíðarbúning með því að bæta inn í kransana könglum og silfruðum skrautkúlum. Auk kransanna

býr Guðrún til bláskeljablóm, þar sem hún blandar saman bláskel og íslenskri ull. Guðrún segir bláskelina skemmtilegan efnivið sem höfði til svo margra ungra sem aldinna. Kræklingurinn kítlar bragðlaukana og skelin gleður augað.


Tex ti: Auður I Ot tesen/Guðrún Hinriksdót tir. Myndir: Páll Jökull og úr einkasafni

Netfang Guðrúnar er gunnahinna@gmail. com og hægt er að fylgjast með sköpun hennar á síðu hennar á facebook undir heitinu Hús hugmyndanna.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  59


Þ

7 - 9 - 13 Tex ti: Auður I Ot tesen. myndir: Páll Jökull Pétursson

að er upplifun að koma inn í sameiginlega verslun og vinnustofu þeirra Hlínar Eyrúnar Sveinsdóttur og Sigþórs Hólm Þórarinssonar hjá Hlín Blómhús annars vegar og þeirra Kristjáns Inga Jónssonar og Einars Boga Sigurðssonar sem kalla fyrirtæki sitt Kingi Eboy. Þessir reynsluboltar í blómaskreytingabransanum tóku á leigu húsnæði við hliðina á Bónus í Kjarnanum í miðbæ Mosfellsbæjar í haust og eru þar með til sölu faglega unnar skreytingar, að mestu unnar úr náttúruefnum.

Kristján Ingi segir þá Einar Boga taka ár endurnýtingar bókstaflega og nýta allt sem þeir hafa aðgang að úti í náttúrunni. Glerkrukkur eru þeim líka hugstæðar og nota þeir þær undir kertaljós og sem vasa. Í kransa sína nota þeir greinar beint úr skóginum sem undirlag í hring. Með greinunum nota þeir mosa og sölnuð lauf og á leiðaskreytingar

60  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

nota þeir gjarnan epli því hvað er yndislegra en að laða fugla að leiði ástvina sinna.

Einfaldleikinn einkennandi Hlín sækir kraftinn í sköpun sína út í náttúruna. Mosi, börkur og könglar ásamt furunálum og spreki eru hennar yrkisefni. Könglana týnir hún sjálf bæði af greni og furu og tætir niður greinar til að nota í skreytingar. Epli notar hún einnig mikið en dálæti á þeim sem skreytingarefni má rekja til ilmsins og eftirvæntingar eftir eplum á jólum í æsku. Hún segist vera algerlega sjúk í mosa og það góða við vætusamt og kalt sumarið í ár segir hún vera að árið var gott vaxtarár fyrir mosann. Á aðventunni segir hún laukinn Riddarastjörnu Amaryllis vera mikinn gleðigjafa og að hann sé henni hugleikinn. Einnig túlípani Tulipa x gesneriana sem og liljur Lilium x longiflorum í vendi í bland við víðigreinar í aðventu og jólavendi. n


Sigþór býr til vasana og Hlín útbýr svokallaðar Sveinsstaðavendi í þá.

Túlípanavendir í glerkrukkum sem eru skreyttar og tilbúnar á aðventu- og jólaborðið.

Skreyting fest á grjót. Vírar, boraðir upp í köngulinn.

Leiðisskreyting eftir Kristján Inga.


Skreytingar úr skóginum Myndir: Páll Jökull Pétursson og Steinar Björgvinsson

Hurðarkrans með álímdum sitkagrenikönglum. Lerkigreinar eru nældar yfir með prjónum.

Bakhliðin verður einnig að vera falleg! Hér hafa eikarlauf verið límd bakatil á hurðarkransi.

Lítill krans með límdum elrireklum.

Hurðarkrans með álímdum grenikönglum að hluta og vafinn með eini, sortulyngi og þin. Ljós birkibörkur notaður sem eins konar borði.

S

teinar Björgvinsson blómaskreytir notar fyrst og fremst efnivið úr skóginum í aðventu og jólaskreytingar sem hann útbýr fyrir jólin. Skreytingarnar eru til sölu hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Steinar er framkvæmdarstjóri Gróðrarstöðvarinnar Þallar sem félagið rekur í Höfðaskógi en þar eru seld jólatré ásamt efnivið úr skóginum fyrir jólin.

Steinar segist hafa verið vanur að nota mikið glimmer og hvers konar skraut þegar hann vann í blómaverslunum fyrir jólin bæði hér heima og erlendis. Það tók hann nokkurn tíma að trappa sig niður eftir að hann fór eingöngu að vinna að skógrækt og garðplöntuframleiðslu í Höfðaskógi. Honum finnst það eiga síður við í skóginum að vera með mikið glingur

62  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

og hann kýs að vinna með og nota þann efnivið sem náttúran sjálf býður upp á. Stafafurugreinar notar Steinar mikið í hvers kyns jólaskreytingar. Stafafuran er barrheldin, ilmandi og stingur ekki. Lerkigreinar eru einnig sérlega hentugar í skreytingar þó ekki séu þær sígrænar. Lerkið springur þó gjarnan út sé það haft í vatni inni við um jólin. Einir, sortulyng og eski er einnig úrvals skreytingaefni en allar þessar tegundir vaxa villtar hérlendis í mólendi og grónum hraunum. Greinar af aðalbláberjalyngi eru einnig kjörnar í skreytingar. Þó aðalbláber séu lauffellandi eru greinarnar ljósgrænar allan veturinn. Steinar bendir á og hvetur fólk sem sækir sér efni í skreytingar út í náttúruna ganga vel um og taka hóflega af hverri plöntu eða breiðu.

Könglum sem Steinar notar í skreytingarnar er safnað í skóginum að hausti og þeir verkaðir til að ná úr þeim fræinu sem er svo notað við plöntuframleiðsluna í Þöll. Þeir eru því í raun aukaafurð plöntuframleiðslunnar. Steinar segir stærsta hluta könglana vera af stafafuru- og sitkagreni en fjölmargar aðrar tegundir séu tíndar í minna mæli - könglar af fjallafuru, sveigfuru, döglingsvið, marþöll, lerki. Steinar notar mikið reklana á elri í litla kransa en þeir líkjast litlum könglum. Hann segir að á sitkaelrinu þroskist yfirleitt árlega mikið af reklum og þá notar hann mest. Köngla og reklana límir hann á kransaundirlög með límbyssu og festir greinar, börk og mosa. n

Lítil borðskreyting í potta. Í blómafrauð er stungið sveigfuruköngli, aðalbláberjalyngi, sortulyngi, furu og lifandi blóm.

Steinar Björgvinsson blómaskreytir sem jafnframt er garðyrkju- og skógfræðingur að mennt. Börkur, stafafura og lerkigreinar fara vel með broddfurukönglum og köngulásum af fjallaþin.


Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  63


5

Fimm föndurhugmyndir á aðventunni

– Einfalt og fjölskylduvænt

Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

Jólaenglar úr pappa

Kertakrukka með glimmeri Ef ungabarn er í fjölskyldunni er sniðugt að safna glerkrukkum undan barnamauki og búa til kertaluktir úr þeim. Það má auðveldlega gera fallegar kertaluktir með því að líma glimmer á krukkurnar eða mála þær með glerlitum. Búið svo til handfang úr járnvír og þræðið perlur á vírinn til skrauts. Svona kertaluktir geta yngstu fjölskyldumeðlimirnir auðveldlega föndrað og laumað í jólapakkanna til annarra í fjölskyldunni.

64  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Á nútímaheimilum fellur mikið til af pappír sem kjörið er að nýta í jólaföndur. Þessir tveir englar eru báðir úr efnivið sem allir kannast við; annar er úr klósettrúllu en hinn úr eggjabakka. Klósettengilinn er kjörin föndurhugmynd ef börnin vilja allt í einu föndra í bústaðnum. Það er alltaf hægt að finna tóma klósettrúllu og vængina má t.d. búa til úr servíettu. Til þess að gera hinn þarf maður að verða sér úti um englahár og filtkúlu í hausinn.


Fljúgandi pastaenglar

Jólastjarna beint úr baðherberginu

Það er mjög auðvelt að láta sér detta eitthvað annað en matur í hug þegar pasta er annars vegar enda er það til í hinum ýmsu stærðum og formum. Öll börn elska pasta og því ekki að leyfa þeim að leika sér aðeins með þetta vinsæla hráefni? Það má til dæmis auðveldlega búa til fallegt jólaskraut úr pasta, til að mynda engla. Eina sem þú þarft er lím, gyllt sprey og fallegt band til þess að hengja engilinn upp. Sleppið hugmyndarfluginu lausu í pastadeildinni , Fusilloni hentar t.d. vel í vængi og Penne í búk á jólaengla.

Þessi jólastjarna er búin til úr klósettrúllum sem hafa einfaldlega verið klipptar niður og heftaðar saman. Einföld hugmynd sem gefur fallega útkomu. Athugið að hér skiptir meginmáli að mála rúllurnar bæði að innan og utan í einhverjum fallegum lit.

Diskójólakúla og glitrandi köngull Jólaföndur þarf hvorki að vera flókið né stórbrotið til þess að börn hafi gaman af. Það getur verið jafn einfalt og að fá að mála köngla eða flikka upp á gamlar jólakúlur með smá lit og glimmeri. Farið gjarnan saman í könglaleit út í skóg og/ eða gramsið í kassanum sem geymir jólaskraut heimilisins. Þar leynist örugglega jólakúla sem væri til í smá andlitslyftingu. Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  65


TALIÐ NIÐUR TIL JÓLA Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

É

g hef alltaf verið hrifin af jóladagatölum. Ekki þessum klassísku með súkkulaði í hverjum glugga heldur heimatilbúnum dagatölum sem gefa glaðning alveg fram að jólum.

Snæfríður Ingadóttir

Víða í Evrópu er hefð fyrir því að færa þeim sem manni þykir vænt um heimagert jóladagatal sem telur niður frá 1. desember og fram að jólum. Sjálf fékk ég fyrst svona dagatal til eignar þegar ég var 18 ára au-pair í Þýskalandi. Ég gleymi seint þeim degi þegar ég vaknaði þann 1. desember og frúin á heimilinu sat dauðþreytt við eldhúsborðið, þá búin að eyða hálfri nóttinni í það að búa til dagatal fyrir mig og alla aðra heimilismeðlimi. Þetta heimatilbúna jóladagatal gladdi mig svo sannarlega en í því leyndist ýmislegt góðgæti, snyrtivörur og fallegir smáhlutir. Hvert dagatal innihélt sérvalda hluti fyrir eiganda þess. Ég hafði ekki bara óskaplega

66  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

gaman af þessu dagatali heldur þótti mér og eiginmaðurinn sem hafa fengið dagatal líka svo vænt um að húsmóðirin skyldi frá mér. Stundum útbý ég líka dagatal fyrir virkilega hafa lagt alla þessa vinnu á vinkonur mínar, systur eða frændsystkini sig, við að finna alla þessa ungpíulegu - því það er gaman að gefa. smáhluti og ég var henni þakklát fyrir Dagatölin gleðja ekki bara mig heldur að hafa fórnað nætursvefni til þess að líka þá sem ég gef þau til, ekki síst gleðja mig. dæturnar sem eru svo sannarlega fljótar í fötin allan desember til þess að geta opnað Síðan ég fór að halda mitt eigið næsta pakka í dagatalinu. Eftir að ég varð heimili hefur það tilheyrt mínum jóla- mamma finnst mér þetta fyrirkomulag undirbúningi að búa til jóladagatal líka afskaplega frelsandi því ég hef ekki í svipuðum anda og það sem ég fékk áhuga á því að láta börnin mín halda forðum frá þýsku húsmóðurinni. Ég hef að einhverjir jólasveinar í Coca-cola ótrúlega gaman af því að dútla við þessa fötum séu að læðupokast um heimilið dagatalsgerð og er í raun með hana bak á næturnar. Jólasveinarnir eru vissulega við eyrað allt árið. Ef ég rekst á eitthvað skemmtilegir, sérstaklega þessir íslensku, smálegt og sniðugt kaupi ég það og geymi en mér finnst dagatölin heiðarlegri leið þar til líða fer að jólunum. Þannig verður til þess að byggja upp spennu fyrir jólin verkefnið auðveldara því það er ekki og lífga upp á skammdegið. Það er sagt svo auðvelt, bæði fyrir hugmyndarflugið að svik komist upp um síðir. Það eru og fjárhaginn að kaupa 24 gjafir í einu. hinsvegar engin svik í dagatölunum. Þau Reyndar eru gjafirnar stundum enn fleiri eru ósvikin, heimagerð frá hjartanu fyrir í mínu tilviki því það eru ekki bara börnin þá sem manni þykir vænt um. n


Teg:

K 2.21

110 bör max 360 ltr/klst

Rautt jólaglögg

Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg:

| 3 mandarínur | 1 líter rauðvín | 6 kanilstangir | Um það bil 12 negulnaglar | 1 stjörnuanís | 10 svört piparkorn | 1 cm biti engiferrót, skorin í þunnar sneiðar | 175-225 gr púðursykur eða pálmasykur | smá skoskt viský, koníak, vodki eða romm ef vill | Stingdu 6-8 göt á hverja mandarínu með hnífs-oddi eða prjóni. Settu mandarínurnar í pott og helltu rauðvíninu út í ásamt negulnöglunum, kanil-stöngunum, stjörnuanísnum, piparkornunum og engifernum. Láttu sjóða við lágan hita í 30 mínútur. Settu þá 175 gr af sykrinum saman við og hrærðu vel. Smakkaðu til. Ef þú vilt hafa glöggið sætara þá bætirðu meiri sykri saman við. Síaðu í gegnum sigti yfir í stóra könnu eða fallegan pott sem þú getur leyft að vera sýnilegum ef þú vilt að gestir fái sér sjálfir. Annars hellirðu síuðu glögginu í hitaþolin glös. Þú getur bætt smávegis af brenndu víni út í ef þú vilt.

K 5.700

140 bör max 460 ltr/klst

Teg:

T 300

Snúningsdiskur Gerir pallinn eins og nýjan

Teg:

K 6.600

150 bör max 550 ltr/klst

Teg:

K 4.200

Teg:

K 7.700/K 7.710

160 bör max 600 ltr/klst

130 bör max 450 ltr/klst

Mér finnst best að leyfa gestum að raða sjálfir í glöggið og hafa í skálum möndlur og rúsínur og jafnvel auka kanilstangir fyrir þá sem það vilja . K Ä R C H E R

S Ö L U M E N N

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is F A G M E N N S K A

A L L A

L E I Ð

Eplaglögg með hunangi | 6 meðalstór epli | 2 mandarínur | 2 kanilstangir | 1 múskathneta | 8-10 negulnaglar | 6-8 msk hunang (smakkist til) | 1,5 L vatn | Skerðu eplin í grófa bita. Taktu úr þeim kjarnann en leyfðu hýðinu að vera áfram á. Leggðu í stóran pott, skerðu mandarínurnar í stóra bita og bættu út í - hýðið má vera á þeim líka. Settu kryddið út í pottinn. Ef þú átt ekki heila múskathnetu þá getur þú sleppt henni eða sett örlítið malað múskat út í (um 1 tsk).
Helltu hunanginu yfir og fylltu upp í pottinn með vatni. Þú gætir þurft meira vatn, það á rétt að fljóta yfir ávextina. Ekki nota minna af vatni en gefið er upp í uppskriftinni.
Láttu suðuna koma upp og láttu sjóða við meðalhita með lokið af í um það bil eina klukkustund. Settu þá lokið á, lækkaðu vel undir rétt svo að suðan haldist og sjóddu með lokið á í 90 mínútur. Smakkaðu til eftir suðutímann með hunangi og vatni ef þarf. Bragðið á að vera sætt og kryddað. Sigtaðu í gegnum grisjuklút í lok suðutímans til að ná kryddi og hrati frá.
Berðu fram heitt. Mér finnst gaman að geta bætt í glösineplabitum og mandarínusneiðum og stjörnuanís. Tex ti og mynd: Helga Kvam

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  67


Hátíð fer í hönd

J

ól og aðventa eru tíminn þegar við minnumst fortíðarinnar, minnumst ástvina okkar, gleðistunda og jólaljósanna í gegnum tíðina. Minningar fortíðar birtast oft í matarvalinu hjá flestum, hefðirnar ríkja hvort sem er á hátíðarveisluborðinu eða þegar bragðað er ágómsætum bitum á aðventunni. Þegar ég byrjaði að undirbúa uppskriftirnar fyrir þetta aðventu- og jólablað Sumarhússins og garðsins þá hafði ég að leiðarljósi að útbúa uppskriftir sem væru í senn einfaldar og bragðgóðar. Ég áttaði mig ekki á fyrr en vinnan var hálfnuð að epli eru áberandi í uppskriftunum. Ein af sterkustu minningum mínum frá jólum í barnæsku er ilmurinn og bragðið af eplum. Þegar komið var með stóran kassa af jólaeplum í hús þá fannst mér tíminn fram að jólum vera svo miklu styttri en fyrir þann dag. Helga Kvam

Njótið aðventunnar, jólaljósanna, samverunnar og jólaeplanna. Tex ti og myndir: Helga Kvam

Purusteik fyrir fjóra 1200 gr svínasíða | 2 msk salt | 3 lárviðarlauf | 9 negulnaglar | svartur pipar, nýmalaður | 1 gulrót, grófsneidd | 1 laukur, grófskorinn | 1 stilkur sellerí, grófskorið Undirbúningur: 10 mínútur Eldunartími: 2 klst

Hitaðu ofninn í 175°C. Skrapaðu puruna á kjötinu og hreinsaðu. Skerðu svo í hana þversum ef er ekki búið að skera í hana, passaðu þig að skera ekki of djúpt, skurðurinn á að ná í gegnum fituna en ekki inn að kjötinu. Settu kjötið í ofnpott eða eldfast mót, með puruna niður. Bættu vatni í mótið þannig að puran sé í kafi. Steiktu í ofninum í 20 mínútur.

68  Sumarhúsið og garðurinn 4. 2013

Taktu nú kjötið út úr ofninum og helltu vatninu af. Snúðu steikinni við þannig að puran snúi upp, núðu salti vel inn í puruna og raðaðu lárviðarlaufunum og negulnöglunum ofan í skurðina. Malaðu pipar yfir. Helltu 4-5 dl af vatni í kringum steikina, settu grófskorið grænmetið út í vatnið.
Steiktu í ofninum í 90 mínútur. Taktu steikina úr ofninum og hækkaðu hitann í 220°C-240°C eða eins heitt og ofninn leyfir þér. Helltu vatninu af steikinni, hægt er að sía það og nota í sósugrunn.
Settu kjötið inn í ofninn og láttu puruna steikjast vel, fylgdust grannt með svo að brenni ekki.
Láttu kjötið hvíla í 15 mínútur undir álpappír áður en þú berð fram og/eða skerð í til að safinn haldist í kjötinu.

Berðu fram með uppáhaldssósunni þinni og því meðlæti sem þér finnst best. Ég mæli með rauðrófusalati og rauðkáli ásamt hefðbundnum brúnuðum kartöflum, salati og góðri soðsósu.


Rauðkál með balsamediki og fennelfræjum 2 msk repjuolía | 1 msk fennelfræ | 3 skalotulaukar, sneiddir | 1 epli, flysjað og í litlum bitum | 1 lítið rauðkálshöfuð, í sneiðum eða bitum | 1 kanilstöng | 1 dl balsamedik | 1 msk rifsberjahlaup | 1 msk smjör | salt og pipar | handfylli steinselja, fínsöxuð Undirbúningur: 15 mínútur Eldunartími: 60 mínútur

Settu olíu í pönnu og steiktu fennelfræin í eina mínútu í heitri olíunni þar til þau fara að ilma. Bættu þá við skalotulauknum og steiktu þar til hann verður gullinn. Næst setur þú eplin og rauðkálið út í og blandar saman. Helltu nú edikinu út í ásamt rifsberjahlaupinu og kanilstönginni og hrærðu vel. Láttu malla undir loki við lágan hita í 45 mínútur. Hrærðu annað slagið. 
 Þegar kemur að því að bera fram þá hrærir þú smjöri saman við, smakkar til með salti og pipar og stráir steinseljunni yfir.

Rauðrófusalat með eplum, möndlum og rúsínum 250 gr sýrður rjómi | 1 msk rauðvínsedik | 1 msk hunang | 1 msk piparrót, rifin | 3 soðnar rauðrófur, í litlum teningum | 1 meðstórt rautt epli, í litlum teningum | handfylli möndlur og rúsínum, grófsaxað | salt og pipar | 3 msk graslaukur, saxaður Undirbúningur: 15 mínútur

Hrærðu saman sýrðum rjóma, rauðvínsediki og hunangi þar til mjúkt og kekkjalaust. Rífðu piparrótina út í og blandaðu vel saman. Settu nú rauðrófurnar, eplin, rúsínur og möndlur saman við og blandaðu vel. Smakkaðu til með salti og pipar og hrærðu að lokum graslauknum saman við.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  69


Tómatakörfur með basiliku og balsamsýrópi fyrir fjóra

| 1 pk filodeig (4-6 blöð) | 2 msk smjör | 1 tsk ólífuolía | 4 skalottlaukar, fínt sneiddir | 1 dl balsamedik | 1 msk púðursykur | 250 gr kokteiltómatar eða kirsuberjatómatar, í 4 bitum hver | handfylli fersk basilikka, fínsöxuð | 2 hvítlauksrif, rifin eða marin | 2 msk góð ólífuolía til að hella yfir | 1-2 msk rifinn parmesan ostur Undirbúningur: 15 mínútur Eldunartími: 20 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C. Settu smjör og ólífuolíu á pönnu og settu skalottlaukinn út í. Steiktu við vægan hita þar til laukurinn fer að brúnast. Hrærðu reglulega í og passaðu að brenni ekki. Á meðan laukurinn brúnast útbýrðu sýrópið; helltu balsamediki út í pott ásamt púðursykri og láttu sjóða vel þar til allt hefur soðið niður í 3 msk magn af sýrópi.

eða fínsaxað þau. Settu ólífuolíuna og salt og pipar út í og hrærðu vel.
Þegar sýrópið hefur verið soðið niður þá hellir þú því yfir tómatana og hrærir.

Taktu tómatana og skerðu í báta. Settu þá í skál ásamt saxaðri basiliku og rifnum hvítlauksrifjum. Mér finnst best að nota mjög fínt rifjárn, en þú getur líka kramið rifin

Taktu nú filodeigið og settu 1 - 1 1/2 blað í lítil form. Ég notaði stóra múffupönnu. Þú getur notað stór möffins pappírsform eða hvað sem má fara inn í ofninn sem er á stærð við litla skál eða bolla ef þú átt

Laxapaté með reyktum laxi og rjómaosti fyrir fjóra

| 250 gr reyktur lax | 170 gr rjómaostur | 3 msk sýrður rjómi | rifinn börkur af 1 sítrónu | 1 msk kapers, fínsaxaður | salt og pipar | 2 greinar ferskt dill, fínsaxað | 10 gr graslaukur, fínsaxaður | 1/2 tsk cayennepipar Undirbúningur: 20 mínútur

Fínsaxið laxinn og setjið í skál ásamt rjómaostinum, sýrða rjómanum, rifna sítrónuberkinum og fínsöxuðum kapers. Blandið vel saman.
Smakkið til með salti og pipar. Bætið dillinu, graslauknum og cayennepiparnum saman við og hrærið vel.
Setjið í fallegar skálar fyrir hvern og einn. Berið fram með góðu brauði, bókhveitilummum eða spennandi hrökkkexi.

70  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

ekki stóra múffupönnu. Taktu deigið og leggðu það óreglulega niður í formin/krumpaðu saman ofan í formin svo að myndi litlar körfur. 
Settu nú laukinn neðst í hverja körfu og svo tómatablönduna ofan á. Settu örlítið af rifnum parmesan yfir hverja körfu og bakaðu í 180°C heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til deigið er gullið og fallegt.
Berðu fram eina körfu á hverjum disk með örlitlu fersku salati.


Mandarínukaka með heitri karamellusósu DEIG | 165 gr hveiti | 40 gr sykur | salt á hnífsoddi | börkur af 1 mandarínu | 165 gr smjör, skorið í teninga | 1 eggjarauða (eggjahvítan fer í fyllinguna) |

FYLLING | 100 gr möndlur | 50 gr sykur | 2 egg | 1 eggjahvíta (afgangur úr deiginu) | rifinn börkur af 3 mandarínum | safi úr 4 mandarínum | 70 gr Síríus Konsum, saxað | Hitaðu ofninn í 180°C.
 Smyrðu 24 cm bökunarform að innan með smjöri. Í matvinnsluvél blandarðu saman hveitinu, sykrinum, saltinu, mandarínuberkinum og smjörinu þar til fer að líta út eins og brauðmylsna. Þá seturðu eggjarauðuna út í og hnoðar þar til deigið fer í kúlu. Þú getur líka gert þetta í höndunum ef þú átt ekki matvinnsluvél; nuddar saman þurrefnunum og smjörinu og hnoðar svo eggjarauðunni út í. Þrýstu deiginu í formið í botninn og upp hliðarnar, pikkaðu það vel með gaffli og bakaðu í 16-18 mínútur eða þar til deigið verður gullið. Á meðan útbýrðu fyllinguna.
Settu möndlur og sykur í matvinnsluvél (þú getur líka fínsaxað og malað möndlurnar í mortéli og hrært saman við sykurinn í skál). Láttu þeytast um í vélinni þar til möndlurnar

verða að mjöli. Bættu þá við eggjunum, eggjahvítunni, mandarínusafanum og berkinum og blandaðu vel saman.

Þegar deigið hefur bakast nægilega tekurðu það út úr ofninum, hellir fyllingunni út í og stráir súkkulaðinu yfir.
Bakaðu í ofninum í 15-20 mínútur, eða þar til fyllingin er orðin stíf og gullin.
Berðu fram með heitri karamellusósu og ekki sakar að eiga smá vanilluís, þeyttan rjóma eða gríska jógúrt til að hafa með.

KARAMELLUSÓSA

| 4 msk smjör | 160 gr púðursykur | 2 msk hveiti | 1 dl vatn | 1 dl rjómi | 1 tsk sjávarsalt | fræ úr 1 vanillustöng |

Láttu smjörið bráðna í góðum skaftpotti. Betra er að hafa pottinn stærri en minni þar sem sykurinn þarf að sjóða og lyftist í pottinum.
Þegar smjörið er bráðið þá hrærirðu sykrinum og hveitinu saman við, láttu sjóða þar til áferðin verður eins og fljótandi hraun, hrærðu vel í á meðan. Bættu nú vatninu hægt saman við og hrærðu vel, láttu sjóða í 2-3 mínútur. Bættu þá rjómanum saman við og hrærðu vel á meðan. Láttu malla hægt og rólega og bættu sjávarsaltinu saman við og fræjunum úr vanillustönginni. Sjóddu í 2-3 mínútur í viðbót, lengur ef þú vilt hafa sósuna mjög þykka. (Geymist í ísskáp í 1 viku)

Heitar súkkulaðikökur með mjúkri miðju fyrir 4 | 50 gr smjör (plús 1 msk til að smyrja formin) | 1 msk kakóduft | 120 gr Síríus Konsum | 2 egg | 2 eggjarauður | 100 gr sykur | 100 gr hveiti | 1/2 tsk chiliduft | Smyrðu frauðform vel að innan með smjörinu og hristu svo kakóduft inn í formin svo að þeki vel. Ég notaði frauðform sem eru rúmur desilítri á stærð. Bræddu saman í potti súkkulaðið og smjörið, passaðu vel að brenni ekki. Þeyttu saman í stórri skál eggin, eggjarauðurnar og sykurinn svo að verði ljóst og þykkt. Hrærðu þá súkkulaðiblöndunni saman við og blandaðu vel. Sigtaðu nú hveitið út í ásamt chiliduftinu (má sleppa) og blandaðu vel saman. Helltu í frauðformin, ekki fylla þau alveg upp að brún, og settu svo í ísskáp og kældu í að minnsta kosti 15 mínútur. Þú getur haft þetta í ísskápnum í allt að 2 klst. Hitaðu ofninn í 200°C. Bakaðu í miðjum ofninum í 10 mínútur eða örlítið lengur. Þegar er komin góð dökk skorpa ofan á kökurnar og þær farnar að losa sig frá hliðunum á formunum er tími til að taka þær út. Láttu kólna í 1-2 mínútur. Þú getur hvolft þeim á disk eða borið fram í formunum. Dásamlegt er að hafa smávegis ís með eða gríska jógúrt. n Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  71


Ávextir, krydd og kertaljós ... er líða fer að jólum

D

Tex ti og myndir: María Margeirsdót tir.

María Margeirsdóttir

esember er tími hátíða, kertaljósa og notalegheita. Margs konar hugmyndir eru um það hvernig hægt er að skapa skemmtilega stemmingu í þessum mánuði jóla og skammdegis. Þá er ilmur jólanna nátengdur ávöxtum og kryddi eins og kanels og neguls sem eru uppistöðukrydd í jólapiparkökunum. Á árum áður voru epli og appelsínur nær ófáanlegur munaður nema rétt fyrir jólin þegar ávaxtasendingin kom til landsins með skipi. Þóttu jólaeplin hið mesta sælgæti ásamt rúsínum sem voru heldur ekki á hverju strái í þá daga.

Appelsínur, mandarínur og epli eru fallegir ávextir og vel til þess fallnir að nota í skreytingar. Sjálfri finnst mér ómissandi á jólum að vera með nokkrar appelsínur í skál og skreyta þær með negulnöglum sem ég sting í og bý þá gjarnan til einfalt mynstur í þær. Ilmurinn sem kemur þegar appelsínusafinn blandast negulnum er alveg himneskur og einstaklega jólalegur.

72  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Epli eru alveg fullkomnir kertastjakar undir sprittkertin. Þá er skorinn hringur ofan í eplið og hreinsað úr svo kertið passi í. Fallegt er að hafa nokkur rauð kertaepli saman á jólaborðinu. Aðventan er tilvalinn tími fyrir fjölskyldur að koma saman og gera eitthvað skemmtilegt eins og að búa til og skreyta kerti. Í föndurverslunum er hægt að fá allt til kertagerðar eins og kveikinn og kertavax í dropum. Þá er ekki síður sniðugt að safna saman kertastubbum og afgangskertum, bræða vaxið í potti og búa til kerti í krukku. Hentugar krukkur eru sem dæmi undan tómatpúrru. Skemmtilegt er að raða þurrkuðum ávöxtum og berjum innan á krukkuglerið, setja kveikinn í og hella því næst bráðnuðu vaxinu í krukkuna. Þurrkuðum ávöxtum er líka hægt að raða hringinn utan á krukkuna og binda með slaufubandi eða litskrúðugum blómavír. Skífur úr þurrkuðum eplum og appelsínum ásamt kanelstöngum er tilvalið skreytiefni

utan á tilbúin kerti. Ég klippti niður silfurlitan blómavír í tveggja cm búta, beygði síðan bútana í u-laga festingar sem ég notaði til að festa kanelstangirnar með á hvítt kubbakerti. Þurrkuð blóm valmúans úr garðinum, nokkur reyniber og birkilauf setja svo punktinn yfir i-ið. Svona skreytingu er mjög einfalt að búa til og það er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og prófa sig áfram.

Jólate Kryddað jólate er nauðsynlegt að eiga á aðventunni. Partur af hráefninu er reyndar það sama og ég nota í kerta- og jólaskreytingar, nefnilega negulnaglar og kanelstangir, auk ýmissa annarra góðra kryddtegunda. Þá bý ég til dálítið magn af grunnteinu í einu, geymi í ísskápnum og nota eftir þörfum. Svo þegar gesti ber að garði er lítið mál að hita upp smávegis jólate og bjóða með piparkökum og heimagerðum súkkulaðimolum. Þetta te þarf að vísu dálítið langan suðutíma en það er vel þess virði.


Uppskrift að krydduðu jólatei: Innihald, grunnur: | 2 lítrar vatn | 15 negulnaglar | 20 heil, svört piparkorn | 3 kanelstangir | 20 kardemommufræbelgir | 5 cm engiferrót | 3 pokar svart te |

Til bragðbætis: Smávegis mjólk Svolítið hunang

Aðferð: Fyrst er að búa til grunninn. Setjið vatnið í pott og látið suðuna koma upp. Bætið negulnöglunum út í sjóðandi vatnið ásamt piparkornunum, kanelstöngunum og kardimommufræbelgjunum (athugið að opna þá áður en þeir fara út í vatnið) og svo loks niðursneyddri engiferrótinni. Sjóðið í 30 mínútur við góðan hita en þá er hitinn lækkaður og látið malla við vægan hita í eina klukkustund. Sumir sjóða grunninn í 2 - 3 tíma en mér finnst í lagi að hafa suðutímann styttri og á móti sía ég kryddið ekki frá, því það styrkir bragðið. Að suðutíma loknum bæti ég þremur pokum af svörtu te saman við, læt trekkja í nokkrar mínútur, tek þá svo upp úr og hendi. Þá er grunnurinn tilbúinn. Tegrunninn sía ég svo í minni pott eftir þörfum, hita að suðu og bragðbæti með hunangi og mjólk.

Njótið vel, gleðilega hátíð

Sérverslun í skandinavískum anda Full búð af fallegum vörum í jólapakkann

... fyrir garðinn, heimilið og þig

Pantaðu á netinu eða kíktu í heimsókn msókn

litlaga

rdbud

in.is

Höfðabakka 3 / 110 Reykjavík / Sími 578 2222 Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  73


Þjónusta

Arnar, Kamínur og fylgihlutir Funi ehf Smiðjuvegi 74 (Gul gata) 200 Kópavogur 515 8700 funi@funi.is www.funi.is NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Áburður Áburðarverksmiðjan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 580 3200 www.aburdur.is Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Bílaþjónusta Bílaþjónusta Péturs Vallholti 17 800 Selfoss 482 2050 www.mmedia.is/billinn

Blikksmíði Funi ehf Smiðjuvegi 74 (Gul gata) 200 Kópavogur 515 8700 funi@funi.is www.funi.is Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is

Grænmeti í áskrift

Garðaþjónusta

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Byggingavörur Funi ehf Smiðjuvegi 74 (Gul gata) 200 Kópavogur 515 8700 funi@funi.is www.funi.is

Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Þ.Þorgrímsson Ármúla 29 108 Reykjavík 512 3360 www.thco.is

Fánar Íslenska fánasaumastofan Suðurbraut 8 565 Hofsós 453 7366 eða 893 0220

Föndurvörur Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

en

gt

nrin

- Græ

Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari

n t o g lj úff

74  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

www.aburdur.is

Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com

Garðyrkja ehf - Innflutningur

hlekku ni

Gleym-mér-ei Sólbakka 310 Borgarnes 894 1809

Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is

Gott í garðinn

Netverslun með lífrænar afurðir, grænmeti, ávextir og margt fleirra.

L íf

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

graenihlekkurinn.is

Blómaverslanir

Sími 564 1860 gsm 893 5470 Fax 564 2860

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Garðplöntusala Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Heiðmörk 38, 810 Hveragerði 483 4800 www.ingibjorg.is Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074


Þjónusta Gróðrarstöðin Glitbrá Stafnesvegi 22, 245 Sandgerði 868 1879 Gróðrarstöðin Dilksnes 781 Hornafjörður 478 1920, 849 1920 dilksnes@simnet.is www.dilksnes.com Gróðrarstöðin Kjarr Kjarri, Ölfusi, 801 Selfoss 482 1718, 846 9776 kjarr@islandia.is Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík 581 4550 www.mork.is Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg, 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com Nátthagi garðplöntustöð við Hvammsveg, Ölfusi, 801 Selfoss 698-4840, 483-4840 natthagi@centrum.is www.natthagi.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Garðskraut Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 www.steinasteinn.is Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Gardínur Í sveit & bæ Vefverslun www.isveitogbae.is

Gasvörur Ísrör hf Hringhellu 12 221 hafnarfjörður 565-1489 www.isror.is Skorri hf Bíldshöfða 12 112 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Gluggar GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ 851 Hellu Sími: 566 6787 Fax: 566 6765 GSM: 864 8084 www.gkgluggar.is

Heimilistæki Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Heitir pottar NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Hellur Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9, 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Hitalagnir Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Hitastýringar Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Jarðgerð Borgarplast hf Völuteig 31-31a 270 Mosfellsbæ 561 2211 www.borgarplast.is

Klippingar Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

Gæðamold í garðinn Íblönduð mold með húsdýraáburði, skeljasandi og vikursandi eða grjóthreinsuð mold. Bjóðum einnig uppá heimkeyrslu. Mold í pokum 20 ltr. Afgreiðslustaður í Gufunesi. Opið maí til og með júlí virka daga frá kl. 8.00 - 19.00 og laugardaga 9.00 - 16.00.

Sími: 892-1479

Nátthagi Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi 801 Selfossi Sími: 698-4840, 483-4840 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: www.natthagi.is

Barrtré, lauftré, skrautrunnar, lyngrósir alparósir, berjarunnar, ávaxtatré, sígrænir dvergrunnar, þekjurunnar, klifurplöntur, villirósir, antikkrósir, limgerðisplöntur, skógarplöntur og skjólbeltaplöntur.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  75

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Gleym-mér-ei Sólbakka, 310 Borgarnes 894 1809


Músavarnir

Þjónusta

í bústaðinn eigum við Vanti þig ráð kemur þú til okkar og talar við kallinn.

Þjónustuaugl. Sumarh.&garður 6,3 Opið mán.3,6* – fim. 9.00hæð – 13.00 Fös. 9.00 – 18.00 og Lau. 11.00 – 14.00

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59, 800 Selfoss S: 482-3337 og 893-9121 http://www.meindyravarnir.is/

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar til hitakerfa svo sem:

Lagnaefni

• • • • • • • •

Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Ofnhitastilla Gólfhitastýringar Þrýstistilla Hitastilla Mótorloka Stjórnstöðvar Varmaskipta soðna og boltaða Úrval tengigrinda á lager

• Sérsmíðaðar tengigrindur og stöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Leiktæki í garða Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is Raftaug ehf Rafverktaki Hveragerði 892 6624

Rotþrær Borgarplast hf Völuteig 31-31a 270 Mosfellsbæ 561 2211 www.borgarplast.is

Mold

Promens Dalvík Gunnarsbraut 12 620 Dalvík 460 5000 www.promens.is

Neysluvatnshitarar Rafhitun ehf Kaplahrauni 7a 220 Hafnarfjörður 565 3265 rafhitun@rafhitun.is

Púðar og teppi Í sveit & bæ Vefverslun www.isveitogbae.is

Ræktunarvörur litlagardbudin.is SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Rafvirkjar

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59 800 Selfoss S: 482-3337 www.meindyravarnir.is

Gæðamold Gufunesi 892-1479

Steinasteinn Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík Sími 551 5720

Ormsvelli 1, 860 Hvolsvöllur

76  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Meindýravarnir

Flúðamold Undirheimum 845 Flúðum 480 6700

Sími 487 7752, 699 8352 www.steinasteinn.is

Raftæki

HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222

Ræktunardúkur/plast Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Oddi – Umbúðaverslun Fosshálsi 17, 110 Reykjavík 580 5600 www.oddi.is

Ræktunarmold Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Fyrir bústaðinn og heimilið Dalvegi 16a, Kópavogi 201 S: 517 7727 - www.nora.is


Verðlaunakrossgáta Verðlaunahafi í síðustu krossgátu: Sigrún B. Pétursdóttir Skálaheiði 1, 200 Kópavogur

Lausnum skal skila fyrir 15. desember 2013:

Í verðlaun að þessu sinni er bókin Árstíðirnar í garðinum. Útgefandi Sumarhúsið og garðurinn.

Sumarhúsið og garðurinn – krossgáta – Fossheiði 1, 800 Selfoss

Hún hlýtur í verðlaun bókina Jólakúlur.

bartskerinn

krossgátugerð: Bjarni sími: 845 2510

næri

Dregin verða út 10 nöfn með réttum lausnum og fá þeir senda bókina fyrir jól.

töfra

dollar

2 eins

kúgar

fálma

duglegri

sjá

jurtabeð

13 steðjað ----------borg

gjóta 3 eins ----------deig

baksi ----------spýja

bára -----------espa

sæmdin ----------áköf

sturlar farartækið ------------gellur

Teikning: Halldór Andri eftirprentun bönnuð.

lindi skaddi ----------2 eins

11

flennuna vel stóran

beita fisk -----------kvendýr

nothæfu -----------snuðið

hluta

áttund

afundinni -----------álít

16

storm ----------4 eins

2 eins ----------dægrin

viðirnir

áttund

hremmi

grastopp farvegurinn -----------elgur

5 nuddaði -----------skáld

4

kúf

agi

kostir ------------hætta

15

til sölu

8

kvendýr ----------draup

2 eins

skálm

10

týndu

batna

7 ljós -----------slæman kyrrðina -----------nærð

líkamshluti tæmda

ræktarland vistarveru fugl -----------flutti

gljúfri

konungsríki 6 -----------öfug röð

mann

3

4

5

6

7

12

malli

3

tæmdur

2

9

gína

þreyta -----------51

2 eins

1

1

mánuð

munda

14

2

kúla

8

9

10

11

12

13

14

15

16

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  77


Þjónusta

Bjálkahús ehf HÚSogheimili

Krókháls 5a, 110 Reykjavík Sími: 511-1818 GSM: 89-66335 hans@bjalkahus.is www.husogheimili.is

Ræktunarvörur Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Setlaugar NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is Sími 481 1800

Sjúkrakassar Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

Skógarplöntusala Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074 Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Skrúðgarðyrkja Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Hlúplast

Sumarbústaðavörur

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

tvöfaldar vöxt trjáplantna

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w

RæktunaRdúkuR sími 515 5000 • w w w.oddi.is

78  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

Bíldshöfða 12 – 110 Reykjavík Sími 577 1515 – www.skorri.is

Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

Sumarhús Biskverk ehf Reykholti, Biskupstungum 801 Selfoss 893 5391

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Hús og heimili Krókhálsi 5a 110 Reykjavík 511 1818 www.bjalkahus.is www.husogheimili.is

Sláttuvélar

Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Rafver Skeifunni 3 e-f 108 Reykjavík 581 2333 www.rafver.is Vetrarsól Askalind 4 200 Kópavogur 564 1864

Snjómokstur Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Sólarrafhlöður Skorri Bíldshöfða 12 110 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Stýribúnaður fyrir hitaveitur Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Sumarhúsaflutningar JÁVERK ehf Kristján I. Vignisson Gagnheiði 28 800 Selfoss www.javerk.is 480 1700

Sumarhúsalóðir Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Tjarnardúkur Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Túnþökur Túnþökuvinnslan ehf Guðmundur og Kolbrún Vatnsendabletti 226, 200 Kóp 894 3000 www.torf.is


Raðhúsalóðir Tex ti og teikningar: Björn Jóhannsson landslagsarkitekt

Skjólgirðing

lóða jarðarlitum.

safnkassarnir.

safnkassa,

Kasmírreynir (3 stk), runni sem fyllir vel upp í rýmið

tilheyrir garðvinnunni Hélurifs

Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is

ríhjól

Ilmbjörk Fjallarós

Koparreynir Loðkvistur

Áskrift í eitt ár kostar kr. 5.540 sé greitt með greiðslukorti. Tvö eldri blöð fylgja með.

kjólgirðing

Himalayja

geyma garðverkfæri.

Verkfæri Útisturta

Umbúðir

Verslunin Brynja Laugavegi 29, 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Vatnsræktun N

rreynir (3 stk), em fyllir vel ýmið

garðsins Stórt gúmmídekk

Lágkvistur 5 stk. Kraftmikill runni sem myndar þétt laufskrúð krýnt litlum, bleikum blómvöndum

sandkassi. Geislasópur

Garðyrkja ehf Vaftoppur Helluhrauni 4, 220 Hafnarfjörður 564 1860 Fjallafura www.gardyrkjan.is

Oddi - Umbúðaverslun Fosshálsi 17 110 Reykjavík S: 580 5600 www.oddi.is

ómapotta

Viðja

jarðarlit.

Heitur pottur

úmmíendur

Draumagarður gestgjafans þar sem öll dvalarsvæði tengjast saman og næg sæti eru fyrir alla.

Fjallafura Fagursýrena Matarborð

Bogakvistur (1 stk)

Verktakar-trésmíði

Innigarðar Hraunbær 117, 110pallsins. Reykjavík 534 9585 www.innigardar.is

Baldur Öxndal Kjartansson Trésmíðavinna inni og úti 893 8370 sumars

Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

N

Sólstólar Kaffiborð

Færanlegt gasgrill

GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ Skjólgirðing 851 Hellu 566 6787 og 864 8084 www.gkgluggar.is safnkassa, Bisk-verk ehf Reykholti tilheyrir garðvinnunni Biskupstungum 486 8782 og 893 5391 Hélurifs biskverk@simnet.is

Smágröfuleiga

sem

Garður með grasflöt í miðju og upphækkuðum palli sem nær kvöldsólinni vel.

Trépallur hækkaður

Pálmi Ingólfsson, trésmiður Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Ilmbjörk

ós

Rifs Viðja

Vélaleiga og gröfuþjónusta

Koparreynir Loðkvistur

Kristján Kristjánsson 486 4546 og 695 1446

Vélaleiga

Himalayjaeini trépallinum

Vélaþjónustan Hálstak Tryggvi, sími 869-2900 Viðja

jarðarlit.

Vinnuskór og Stórt gúmmídekk vinnuhanskar

stur 5 stk. ikill runni sem ar þétt laufskrúð tlum, bleikum öndum

Meyjarrós

garðsins

Gljámispill

sandkassi. Gróinn

Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

Geislasópur

Sendum og sækjum

Öryggisvörur og -vöktun

Fjallafura

Matarborð

haustlitum Færanlegt grill Matarborð

Árvirkinn Fagursýrena

Eyrarvegi 32

Sólstólar

800 Selfoss Sólstólar

Upplýsingar veitir Kaffiborð Færanlegt gasgrill Kristján Kristjánsson S ími 486 4546 GSM 695 1446 kkk@emax.is

Alaskayllir

480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

N

Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

Úr bókinni Draumagarður. Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  79


Jólastemning í sveitinni Tex ti: Auður I Ot tesen. myndir: Páll Jökull Pétursson

Á

Úlfljótsvatni er sumarhúsaþyrping í eigu ýmissa starfssviða innan Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður staðarins hefur búsetu í reisulegum skála, þar sem aðstaða er til veisluhalda og leikja. Sex ár eru liðin síðan þau Pétur Ingi Frantzson og Sigríður Elísabeth Sigmundsdóttir, kölluð Lísa, settust að í sveitinni. Hann er á sólarhringsvöktum en þegar hann bregður sér frá leysir Lísa hann af. Bústaðirnir eru vel sóttir enda er staðurinn fjölskylduvænn og umhverfið fallegt.

Auk þess að hugsa um 17 bústaði á Úlfljótsvatni þá sinna þau bústað við Álftavatn og oft eru miklar annir. Er nær dregur jólum fer jólafiðringur að bæra á sér og í nóvember er Lísa byrjuð að færa skálann og heimili þeirra í hátíðarbúning. „Lísa er mikið jólabarn og er fyrir löngu búin að kíkja á netið og í alls kyns áhugaverð blöð eftir hugmyndum um aðventuog jólaskreytingar þegar hún byrjar,“ segir Pétur. Hann segir konu sína sjá alfarið um skreytingarnar á heimilinu, en hann er liðtækur ef hún biður um hjálparhönd. „Ég er svo vel sett hér í sveitinni að ef mig langar að föndra eitthvað, þá get ég einfaldlega gengið út í náttúruna og sótt efnivið,“ segir Lísa.

Hlaupa saman Lísa var búsett á Selfossi er Pétur var fengin til að koma einu sinni í viku þangað til að æfa Fríska Flóamenn. Eitt sinn er hann fór með hlaupahópinn í brekkusprett bauð hann þremur af konunum í hópnum að sitja í jeppanum hjá sér inn að Laugabakka þar sem sprettirnir voru teknir. „Ein kvennanna var Lísa,“ segir hann og lýsir því að ekki hafi bílinn verið beint aðlaðandi er hann bauð dömunum sæti. Úti var brunagaddur og engin miðstöð í bílnum. „Í lok spretthlaupsins bauðst ég svo til að gera persónulega þjálfunaráætlun fyrir hvern og einn. Ég dreifði blöðumtil þeirra og tók svo blöðin útfyllt til

80  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013


Kertaljósakróna sem færir fallega birtu inní hýbýli þeirra Lísu og Péturs.

Skreytingaefnið sækir Lísa út í náttúruna og oft rata yfirgefin hreiður í skreytingarnar.

Lísa sækir efnivið í skreytingar sínar út í náttúruna.

Jólatréð keyptu þau með ljósum og það auðveldar uppsetninguna.

baka. Eitt var eftirminnilegt...,“ segir Pétur og hvetur konu sína til að botna söguna af upphafi sambands þeirra. Lísu er skemmt og segir hún að í stað þess að fylla út blaðið eins og ætlast var til, þá hafi hún skrifaði á miðann: - Ef þú hefur áhuga þá er þetta símanúmerið mitt „Hann hringdi og við erum búin að vera saman í sjö ár og hlaupið er stór hluti af okkar tilveru.“

Notalegt á friðsælum stað Fyrstu jólin þeirra héldu þau í bústað við Úlfljótstvatn. Hvorugt þeirra óraði þó fyrir að þau yrðu orðnir staðarhaldarar ári seinna. „Jólin voru yndisleg, við settum upp jólatrésseríu í bústaðnum, skreyttum jólatré, og börnin komu og einnig foreldrar Péturs,“ segir Lísa sem naut þess sérstaklega hvað friðsælt var á staðnum, ró og kyrrð og engin umferðarhljóð. „Við viljum hvergi vera annarsstaðar en hér á jólunum og njótum aðventunnar hér í myrkrinu í sveitinni. Lýsum upp innandyra, húsið og ég færi heimilið og skálann í hátíðarbúning. Við eigum hátíðlega stund með börnunum okkar sem eru orðin uppkomin þann 7. desember. Þau eru flest komin með fjölskyldur og halda sín jól sjálf. Yngsta dóttir mín er heima, sækir skóla á Selfossi héðan. Við njótum þess að sofa á jóladag og maula smákökur og teygja okkur í konfektið,“ segir Lísa en að kvöldi jóladags hittist stórfjölskylda Péturs hjá foreldrum hans og eiga góða stund saman.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013  81


Lísa og Pétur í anddyri skálans á Úlfljótsvatni en jólasveinana smíðuðu þau sjálf.

Amerískt kartöflusalat frá mömmu 1 kg kartöflur 1 laukur 4 stk súrsaðar smágúrkur 4 egg 1 rauð paprikka 5-6 msk majones 2 msk sætt sinnep 1-2 tsk dijonsinnep sat og pipar Paprikuduft til skrauts Eggin eru harðsoðin. Kartöflurnar eru soðnar, afhýddar, og stappaðar í mauk. Majones og

Fýluferð til kirkju Á aðfangadagskvöld fyrstu jólin þeirra í nýja starfinu ætluðu þau að sækja messu í sókninni. Á miða sem barst með póstinum var tilkynning um messu að Mosfelli. „Við vorum komin fyrir utan kirkjuna tuttugu mínútum fyrir sex og furðuðum okkur á því að kirkjan var ljóslaus og engin teikn um mannaferðir. Við biðum í bílnum í tíu mínútur í viðbót og allt var við það sama og svo varð klukkan sex á aðfangadag, en hvorki sást til prestsins né sóknarbarna. Við héldum að þetta væri einhver misskilningur hjá okkur og drifum okkur heim þar sem sonur Lísu var að búa til sósuna og allt að verða klárt,“ segir Pétur. En seinna fregnuðu þau að aðsókn að messunni á aðfangadagskvöld hafi verið svo dræm árið áður að presturinn hafði ekki fyrir því að koma út í kirkju. „Líklega hefur hann ekki séð til okkar,“ segir Pétur og hlær að þessu öllu saman. Jólamaturinn hjá þeim á aðfangadagskvöld er hefðbundinn: hamborgarahryggur með brúnuðum kartöflum,

82  Sumarhúsið og garðurinn 5. 2013

heimagerðu rauðkáli og amerísku kartöflusalati. Salatið er eingöngu á borðum þessa kvöldstund einu sinni á ári. „Mamma var bandarísk og hún útbjó salatið með svínabóg sem var á borðum á jólum í æsku. Mér finnst það ómissandi og krakkarnir mínir eru vitlausir í það. Pétur held ég sé farinn að venjast því,“ segir Lísa sem lagar salatið á Þorláksmessu til að það nái að brjóta sig. Við frá Sumarhúsinu og garðinum þökkuðum fyrir okkur eftir skemmtilegt spjall, vinalegt viðmót og konfekt og rjúkandi kaffi. Lokaorðin er uppskrift móður Lísu að amerísku kartöflusalati, sem við hvetjum alla að prófa, en salatið þykir ekki síður gott með kalkún en svínakjöti. n

Aðventukrans sem Lísa hefur búið til.

Gamlir skautar fá að njóta sín á aðventunni.

sinnep eru hrærð saman við. Laukurinn, paprika, súra gúrkan og eggin eru skorin í litla bita og bætt út í kartöflustöppuna. Kryddað svo eftir smekk með salt og pipar. Lísa segir að best sé að útbúa salatið deginum áður. Það geri svo gæfumuninn að setja það í fallega skál, slétta yfir það og sáldra paprikudufti yfir til skrauts og þar ofan á harðsoðnar eggjaskífur og paprikubita.


Hannaðu vöru með þínum myndum á oddi.is 6.990

VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ

VERÐ FRÁ kR. kI sT yk Ð

3.550

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega vöru með þínum myndum.

VERÐ

2.990 kR. sT ykkIÐ


FÆST AÐEINS Í APÓTEKUM

NÝTT

Meiri fylling – fyrir unglegra útlit Nýtt Eucerin® VOLUME-FILLER – fyrir unglegra útlit. Byltingarkennd formúla með Magnolol, Oligo peptíd og Hyaluronsýru endurheimta stinn leika húðarinnar og endurmóta útlínur. Innblásið af meðferðum húðsjúkdómalækna.   Sumarhúsið ogM garðurinn HÚ84 ÐV ÍSINDI SE SJ Á ST5. 2013 www.eucerin.com/volume-filler

MEIRI FYLLING


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.