Sumarhúsið og garðurinn 1.2014

Page 1

www.rit.is

SumArhúSið & gArðurinn Nr. 77 • 1. tbl. feb-mars 2014 • Kr. 1385.–

s a m p l ö N t u N p o t ta p l a N t N a á b l s . 2 0 - 2 3 .

Mitt sumarhús fyrir þitt frá Íslandi til Kanaríeyja!

Rósóttir kjólar og hugmyndaflug

2014 straumar og stefnur

Gamalt og nýtt Beðið eftir og útkoman er æðisleg

norðurljósunum

1. tbl. 22. árg. 2014, nr. 77 Kr. 1385.-

 Straumfjörður  Apavatn  Kanaríeyjar 


MAKING MODERN LIVING

Lykilinn að þægindum CF2+ þráðlausar gólfhitastýringar frá Danfoss Danfoss er ekki bara orðið alþekkt samheiti yfir hitastjórnbúnað. Í meira en 75 ár höfum við framleitt allt frá smæstu íhlutum upp í heil hitaveitukerfi. Öll þessi ár höfum við haft það að leiðarljósi að viðskipti þín við okkur séu hagkvæm. Það er leiðarljós okkar núna, og mun verða í framtíðinni.

Áratuga reynsla okkar hefur skipað okkur í fremstu röð þegar litið er til nýsköpunar. Vöruþróun okkar stjórnast af þörfum viðskiptavinanna. Þess vegna erum við í fararbroddi þegar litið er til íhluta, sérfræðiþekkingar og heildarlausna fyrir hitastjórnbúnað og kerfi.

Við stefnum stöðugt að því að bjóða vörur og lausnir sem færa notendum háþróaða notenda- og umhverfisvæna tækni, lágmarks viðhald, hámarks þjónustu og hámarks hagkvæmni.

CF2+ þráðlausa gólfhitastýringin er gott dæmi um það, smekkleg hönnun, áreiðanleg tækni, einföld í uppsetningu og notkun. Færir þér nákvæma hitastýringu í hvert herbergi og hámarkar þar með þægindin.

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


ALLT FYRIR SUMARHÚSIÐ ræktunina og garðinn þinn

HLUTI AF BYGMA

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956


efnisyfirlit 82

16-22

52-55 66-67

56-63

8-13

30-32

feb - mars 2014

6 Smælki 8-13 Str aumar og stefnur 2014 14-19 Rósót tir kjólar og hugmyndaflug

59 Blómvendir pantaðir með snjallsíma

20-21 Mit t sumarhús fyrir þitt – öðruvísi sumarhúsaferð.

60-63 Aloa Vera – læknandi ofurplanta

Skipt á íbúð á Kanarí fyrir sumarhús á Íslandi

66-69 Að bíða eftir norðurljósunum

26-31 Húsið, næring og lífsgleði

69 Frísklegri með gúrku – kynning

32-35 Götutré og borgarskógrækt

70-73 Hugað að hækkandi sól 77 Krossgáta 74-78 Þjónustuauglýsingar

38-39 Merkileg tré á Akureyri

Páll Jökull. Skógarbl ámi, (Hepatica triloba).

64-65 Snyrtilegur verðlaunagarður á Akureyri

22-25 Sampl antanir – stofudjásn

36-37 Formsatriði í umhirðu limgerða

Forsíðumynd:

56 Er geymsluskúrinn tryggður? 58 Gamalt og nýtt og útkoman er æðisleg

40 Lýsing gerir gæfumuninn 42-43 Skrý tnir vettlingar 44-46 Stapavík við Héraðsflóa 48-51 Sumardvöl í Straumfirði á Mýrum 52-55 Fugl alíf við Straumfjörð og víðar á Út-Mýrum 55 Vinabekkur í Grasagarði Reykjavíkur

79 Gönguleiðir og stígar 80-81 Gaps matarræði – Andleg og líkamleg næringarefni 82 Rós í hnappagatið – Gömlum munum gefið framhaldslíf 57 Myndagetr aun


kveðja frá ritstjóra

Fyrir garðyrkjunördinn er fátt eins kærkomið og er dag fer að lengja. Sólhildur yngsta systir mín er sannspá þegar hún spáir í byrjun árs að það hlýni með vorinu. Með hækkandi sól og bjartari dögum lifnar yfir manni og manni byrjar að klæja í fingurna. Í búðarferð grípur maður með sáðmold og bætir aðeins á fræbirgðirnar og setur sig í stellingar – nú skal sá. Ég byrja alltaf á að sá fyrir rosmarin, og stilksellrí í mars en síðan koll af kolli fram í apríllok. Á góðviðrisdögum munda ég trjáklippurnar og verð mér út um græðlinga af góðum klónum ösp og víði til að stinga er sumrar niður í sumarhúsalandið. Svo tilheyrir á þessum árstíma að fylla glugga af pottaplöntum og umpotta þeim sem fyrir eru. Tíminn framundan er okkur garðyrkjumönnunum tilhlökkunarefni. En ekki síður eiga þeir sem dvelja í bústöðum sínum. Á góðviðrisdögum er er fátt dásamlegar en að bregða á sig gönguskíði og eða fá vini með sér í

tunglskinsgöngu í myrkrinu. Bónusinn í næturbröltinu eru norðurljósabogar á ferð um himinhvolfið á dansleik með stjörnunum og vetrabrautinni.

Í ár gefum við út sex tölublöð, á tveggja mánaða fresti. Við göngum til verks með tilhlökkun, með einstaklega góðu fagfólki sem vinnur blöðin með okkur. Við erum stolt er við leggjum af stað með sjötugasta og sjöunda tölublaðið og tuttugasta og annan árganginn. Það eru forréttindi að gefa út víðlesið blað sem uppfyllir væntingar lesenda. Ég þakka öllum sem standa með okkur að útgáfu blaðsins og ykkur áskrifendur og lesendum tryggðina. Megið þið vel njóta.

Sumarhúsið & garðurinn

við skrifum blaðið...

Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf, Fossheiði 1, 800 Selfoss, Sími 578 4800, www.rit.is Auður I. O t tesen Rit s tjór i, greinask r if audur@r it.is

Páll Jökull Pétur sson Umbrot, hönnun, ljósmyndun.

Pétur Reynisson greinaskrif

Snæfríður Ingadóttir greinaskrif

Sof fía Dögg Garðarsd greinaskrif

Ábyrgðarmaður: Auður I. Ottesen, audur@rit.is Hönnun og uppsetning: Páll Jökull Pétursson, rit@rit.is Ljósmyndir: Páll Jökull Pétursson, Helga Kvam, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Pétur Reynisson, Samson Harðarson, Snæfríður Ingadóttir, Soffía Dögg Garðarsdóttir og fleiri. Auglýsingar: Auður I. Ottesen, audur@rit.is. Móttaka auglýsinga: palljokull@gmail.com

Jóhann Óli Hilmarsson greinaskrif

Helga Kvam greinaskrif

María Margeirsdóttir greinaskrif

Björn Jóhannsson greinaskrif

Ritstjórn: Auður I. Ottesen ritstjóri, Jóhann Óli Hilmarsson, Mörður Gunnarsson Ottesen og Páll Jökull Pétursson. Höfundar efnis: Auður I. Ottesen, Björn Jóhannsson, Helga Kvam, Hlédís Sveinsdóttir, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Páll Jökull Pétursson, Pétur Reynisson, Samson Harðarson, Snæfríður Ingadóttir Soffía Dögg Garðarsdóttir og Steinunn Harðardóttir.

Áskrift á www.rit.is Við hvetjum lesendur og áskrifendur til að gerast vinir okkar á Facebook. Bjóðum ykkur einnig að fá sent fréttabréf í tölvupósti, það kostar ekkert að vera með! Skráning á www.rit.is.

Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

M

HV

E RFIS ME

R

141

776

PRENTGRIPUR

Vinnsla blaðsins: Unnið á Macintosh í InDesign CS5. Letur í meginmáli er Minion Pro 8,7 p. á 11,5 p. fæti. Prentað á umhverfisvænan pappír. Forsíðumynd: Páll Jökull. Prentun: Oddi.

ISSN 1670-5254 Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, ­ prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs ­leyfis útgefanda.

KI

U

Jónatan Garðarsson greinaskrif


Ævintýralegt hús á Ólafsfirði

Þetta ævintýralega dúkkuhús má finna í garði á Ólafsfirði. Við smíði þess hafa gamlir gluggar verið látnir ráða útlitinu og er eins og húsið hafi verið byggt í kringum gluggana. Hið óreglulega form hússins og allir þess kvistar gefa húsinu mikinn ævintýraljóma sem ýtir örugglega undir fjöruga barnaleiki. Handlagnir húseigendur sem eru að skipta um glugga hjá sér og vilja ekki henda þeim gætu reynt að apa þetta eftir.

Hlýlegur bekkur

Við rákumst á þennan hlýlega bekk í möguleikamiðstöðinni Rósenborg á Akureyri. Hér hefur einhver handlaginn fært bekkinn í „föt“ sem gerir hann notalegri fyrir vikið á köldum vetrardögum.

Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

Íslenskt greni fyrir íslenskar aðstæður

Arkitektinn Birgir Teitsson hefur hannað þjónustuhús úr timbri fyrir ferðamannastaði sem komin eru í framleiðslu hjá RR Tréverk á Kirkjubæjarklaustri. Það sem er sérstakt við þessi hús er að allt ytra byrgði þeirra er klætt með íslenskum trjávið, sitkagreni frá Skógrækt ríkisins. Húsin eru sérstaklega gerð fyrir íslenskar aðstæður, ekki síst þar sem veðurálag er mikið og falla þau sérlega vel inn í íslenskt landslag þar sem þau eru ekki bara timburklædd heldur einnig með torfi á þaki. Séu húsin staðsett í óbyggðum sér hönnuðurinn fyrir sér að rafmagnsöflun verði byggð á notkun hinnar íslensku vindmyllu IceWind.

6  Sumarhúsið og garðurinn 1 2014

Blómstrandi pappírsblóm

Nemendur Þelamerkurskóla í Hörgársveit bjuggu til falleg pappírsblóm fyrr í vetur sem nýtt voru til þess að skreyta skólann í tilefni af 50 ára afmæli hans. Gerð blómanna er afar einföld, laufin eru einfaldlega klippt út, límd á stilkinn og síðan brett út. Nemendurnir notuðu trjágreinar og gamlar bækur í verkið. Virkilega falleg og skemmtileg endurvinnsluhugmynd.


2014

Vorið er í loftinu! Viðburðir og tyllidagar

Grill og Sushi námskeið sUsHi bJór og gRilL rAuTt Og grIlL kOl og Bjór lEnGra kOmnIr

Febrúar

20. FebRúaR 6. MarS 27. MarS 10. aPríL 5. júní

1-2. FebRúar 8-9. FebRúar 8-9. FebRúar 14. FebRúaR 23. FebRúar

MArs

8-9. MarS 15. MarS

Garðyrkjunámskeið

20. MarS

SánIngARnámSkeIð kRyDdjUrtAnámSkeIð tRjákLipPiNgaRnámSkeIð gRænMetISrækTunARnámSkeIð ÁvAxtArækTunARnámSkeIð

oPið Til 21 aLla dAga

18. fEb. 11. MarS 25. MarS 15. aPríl 6. Maí

vErð kR 1.500 Sem grEiðisT á sTaðnUm.

fErMinGaRsýnIng SánIngArHelGI sMáhUndAsýnIng vAleNtínUsaRdAguR kOnUdaGuRinN

sTórHunDAsýnIng bRúðkAupS- og bLómAsýnIng vOrJafNdæguR

Apríl

12-13. aPríl 17-21. aPríl 24. aPríl

Maí

3-4. Maí 10-11. Maí 11. Maí

vOrgLeðI PásKar SumarDagurinn Fyrsti ÁvAxtAtRjáaHelGI gRiLldAgAr MæðrAdaGuRinN

Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is


2014 Straumar og stefnur

Byggingararkitektúr

Tex ti: Hlédís Sveinsdót tir arkitekt. Myndir: Páll Jökull Pétursson og fleiri.

Í

góðærinu voru byggð margvísleg mannvirki svo sem stór einbýlishús, lúxusíbúðir og gríðarlega mikið af skrifstofuhúsnæði. Margar þessara bygginga voru á framkvæmdastigi þegar hrunið varð og standa margar þeirra enn hálfbyggðar. Þörf er á að endurhugsa hlutverk þessara skelja í samfélagi sem gerbreytist á nokkrum dögum með allt öðrum hætti. 2014 arkitektarnir þurfa að enduróma, endurskoða og nýta ónýtt tækifæri. Í dag er krafa um minni íbúðir, fleiri hótel, öðruvísi skrifstofuhúsnæði, öðruvísi nýtingu á skipulagssvæðum.

8  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Það er stífla í þjóðfélaginu, hjá fjárfestum, hjá bönkum og hjá stjórnmálamönnum. Mér virðist ekki vera vilji fyrir því að breyta hinu byggða umhverfi í samræmi við þær breytingar sem orðnar eru í samfélaginu. Af hverju er ekki þessum tómu byggingum breytt í það sem eftirspurnin kallar eftir. Það vantar sveigjanleika hjá yfirvöldum og hjá stjórnvöldum til að breyta.

Pælingar með form Er stílhreint ferkantað funkis hús sem er algeng sýn hér á landi, einkennandi fyrir þægindaramma íslendinga? Er það í eðli okkar að dragast að

ferköntuðum formum. Er það raunin að einföld ferköntuð rými henta manninum best? Eða er það í raun ekki svo? Bogaform og óreglulegar línur eru meira áberandi í náttúrunni en ferkantað. Í fyrndinni bjuggu menn í hellum og voru nátengdir óútreiknanlegri náttúrunni. Kannanir sýna að undirmeðvitund nútíma mannsins /hið ómeðvitaða, dregst að frumstæðari óreglulegum formum, við hyllum fegurð ósnerts landslags og fögnum hinu óútreiknanlega í umhverfinu, bogalínum, trjám, fjöllum, ám og vötnum, norðurljós o.fl.


Ég hef hugleitt andstæðurnar í hinu byggða landslagi og í náttúrunni. Þá sérstaklega í ljósi þess að flestir sem skoða heimasíðu EON arkitekta staldra við, spyrja út í og sýna sérstakan áhuga byggingum sem eru óhefðbundnar í formmótun, byggingum sem eru flóknari með óreglulegum línum og/eða bogum. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hér á landi er algengara að byggingar mótist af einföldum formum, formum sem eru algjör andstæða við form náttúrunnar. Byggingar sem geta að nokkru fallið undir hinar viðurkenndu kenningar modernisma (Bauhaus /Mies van de Rohe); þar sem „less is more“ þ.e. stílhreinar einfaldar, ferkantaðar byggingar, Þá komum við aftur að spurningunni, hvað er það sem leiðir okkur í burtu frá formum náttúrunnar aftur og aftur í ferköntuð einföld form. Getur það verið vaninn og sú takmörkun sem tæknin bíður upp á í bland við tilhneigingu mannsins til að sækja í þægindarammann, eitthvað sem er þekkt og kemur ekki á óvart.

Bogahús í landslagi. Mynd: PJP

Bogaform, glerhringur í landslagi.

Möguleikar framtíðar Tækni: Ný tækni hefur gjörbylt aðferðafræði og möguleikum arkitekta til að búa til flókin form og flóknar byggingar. Tölvutækni gerir hið ómögulega mögulegt, ný tækifæri skapast með þrívíddartækninni í mannvirkja og burðarþolshönnun. Þannig er mögulegt að skoða flóknari form og leysa tæknileg atriði og geta kynna raunverulegar myndir fyrir verkkaupa. Arkitektar geta með þrívíddarforritum margt sem ekki var mögulegt áður. Þannig sjáum við byggingar rísa úti í heimi, þar sem óregluleg form og flókin tækni sameinast í byggðum mannvirkjum sem okkur hefði ekki dreymt um að yrðu raunveruleg fyrir 10 – 20 árum síðan. Flóðgáttir hafa opnast, tölvubyltingin hefur nú þegar haft gríðarleg áhrif á hönnun ytra byrði mannvirkja og möguleikarnir í formum og tækni eru óendanlegir. Áhugavert verður að fylgjast með þróun stílbragða hér á landi á næstu árum.

Óregluleg form í náttúrunni. Mynd: PJP

efnisins. Nýbygging í London olli tjóni á kyrrstæðum bílum í nágrenninu við bygginguna. Glerið í byggingunni er í sveigju og veldur gríðarlegri hitamyndun á punkt í ákveðnum radíus frá boganum, innréttingar og jafnvel málmar í bílum hreinlega tóku að bráðna.

Heklusetur er klætt með íslensku hrauni. Mynd: PJP

En fegurðin getur einnig verið fólgin í efnisnotkun sem sótt er í hefðir og náttúru. Áhugavert er að halda áfram þróun á nýtingu íslensks hrauns og bergs í nútíma

byggingum. Byggingasaga íslendinga á rætur sínar eða rekja til jarðarinnar, mold, torf og hraun. Með hugtakinu sjálfbærni hljótum við að horfa í ríkari mæli til náttúrunnar og rifja upp gamlar aðferðir. Nýta þjóðleg íslensk efni og íslenskar hefðir á nútímalegan hátt – Hví notum við ekki hraun meira sem utanhússklæðingu? Nóg eigum við af því. Í Heklusafni var þróuð áfram tækni þar sem hraun er notað sem veðurkápa á steypta veggi byggingarinnar.

Nýir möguleikar í efnistökum: Tækni síðustu ára hefur einnig opnað möguleika á notkun áhugaverðra efna á þann hátt sem ekki hefur verið gert áður svo og notkun nýrra efna í byggingar. Nýir möguleika í gleri hafa heillað marga arkitekta. Gler býður nú upp á endalausa möguleika og mikil framþróun hefur átt sér stað tengt þessu efni. Reyndar hefur notkun glers verið svo vinsæl í háhýsum heimsborga að menn hafa aðeins farið fram úr sér í notkun Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  9


2014 Byggingararkitektúr Sjálfbærni Sjálfbærni er hugtak sem er komið til að vera – full þörf á að tileinka sér það. Menn tala um sjálfbærni en það er spurning hvort allir átti sig á hvað orðið táknar. Útskýringin er einföld, sjálfbærni er að uppfylla nútíma þarfir án þess að draga úr möguleikum næstu kynslóða. Sjálfbærni er samspil þriggja þátta; umhverfis, hagkvæmni og félagslegra þátta. Sjálfbærni er því ekki eingöngu að vera með sólarpanell á þakinu heldur varðar hún líka byggingarefnið sem notað er, loftræstingu og hugleiðingar um hvernig byggingar endast. Með sjálfbærni skýtur þeirri hugsun upp í kollinum að tenging við náttúruna sé eðlileg. Reyndar geta sjálfbærar byggingar aldrei orðið að fullu algerlega sjálfbærar því það eru gerðar kröfur um hagkvæmi. Arkitektar á árinu 2014, eru í endurskoðun, endurskoðun á aðferðafræði í mannvirkjahönnun, endurskoðun á hlutverki bygginga. Sjálfbærni í byggingum er skilgreining sem felur í sér meðvitund um áhrif hinna ýmsu þátta bygginga á umhverfið bæði byggingalegra og rekstrarlegra þátta svo og mikilvægi endurvinnslu og nýtingu. Sem dæmi um þá gagnrýnu hugsun og endurskoðun sem uppi er í stéttinni er umræða er varðar orkusparnað og endingu bygginga. Hver er besta leiðin er kemur að því að einangra steypt hús. Hefðin hér á landi til langs tíma var að einangra hús að innan. Lemjandi regn og vindur dynur á húsinu og steypan dregur í sig hitabreytingar og raka. Er ekki skynsamlegra að einangra utanfrá. Nú er verið að skoða endingartíma og ástand bygginga og betri leiðir við framkvæmdir og uppbyggingu.

Með sjálfbærni bygginga er horft til notagildis og sveigjanleika bygginga, að þær hafi aðlögunarhæfni til að mæta breyttum tímum og þörfum samfélagsins. Grandagarður 8, áður frystihús, nú höfuðstöðvar tölvuleiktækjarisans CCP. Myndir: EON arkitektar og Páll Jökull.

10  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


Rafmagn er okkar fag Raflagnir – Loftnetskerfi – Öryggiskerfi

EYRAVEGI 32 · SELFOSSI · SÍMI 480 1160

Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Blundar í þér arkitekt? Umhverfisskipulag við LbhÍ er grunnnám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. www.lbhi.is

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  11


2014 Innanhússhönnun

www.archiexpo.com

http://thestyledlifeblog.blogspot.com/

Í innanhússhönnun er þægindaramminn ríkjandi og sjaldnast brotist út úr norminu. Fólk hefur tilhneigingu til að leita í það sem það þekkir, og/eða það sem er í takt við tískustrauma í núinu en er yfirleitt ekki tilbúið til að fara út í tilraunastarfsemi þegar kemur að innviðum bygginga og þá sér í lagi hýbýlum. Mér finnst áhugavert að tæknin hefur ekki haft sömu áhrif í innanhússhönnun og í hönnun ytra umslags bygginga. Áhrif tækninnar virðist ekki ná til hönnunar á innrýmum, innréttingum og innanstokksmunum. Flókin hugsun og ótroðnar slóðir í hönnun bygginga virðist sjaldnast ná inn í innanhússhönnunina. Spurning hvaða

möguleikar leynast þar, er eingöngu hægt að velta fyrir sér hvort eigi að sprautulakka eða spónleggja og þá hvort eigi að snúa viðarspóninum lárétt eða lóðrétt. Eða er hægt að skapa öðruvísi rými og innréttingar. Hlutverk okkar arkitekta er uppfylla þær væntingar sem viðskiptavinurinn gerir til verksins, en jafnframt að fara óvæntar ótroðnar slóðir þannig að útkoman geti orðið óvænt og fari fram úr þeim væntingum. Hugsa út fyrir boxið.

Ný efnistök Nánast öll hönnun á tímum góðærisins (2007) einkenndist af stífleika og mikilli stíliseringu. Margir voru fastir í elegans, stíflökkuðu svörtu og

www.jbdesign.it

http://www.starck.com/en/design/

12  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

hvítu. Nú nokkrum árum eftir hrun hefur þetta breyst. Þekkt fyrirbæri er það tímabil sem gengur í garð eftir efnahagshrun þar sem uppstokkun á sér stað, óhefðbundnar leiðir eru farnar í til að mynda í hönnun og menning blómstrar. Eftir efnahagshrunið 2008 missti fólk áhuga á einhliða stíflökkuðum elegans og við sjáum nú bregða fyrir nýjum efnistökum. Í dag er meira verið að blanda saman gömlu og nýju í innanhússhönnun og varfærnislegar þreifingar með liti. Notkun á appelsínugulum lit kemur fram í 2014 hönnun og innanstokksmunum og einnig er fjólublár að sýna sig. Þessir litir eru flottir með þeim klassísku svörtum, hvítum og gráum. Hef einnig séð þessa liti koma í töff húsgagnalínum.


2014 Innanhússhönnun

Bourgie New lampar eftir Feruccio Lavani

Proust Geometrical stóll eftir A. Medini/ Millini's design

Húsgögn og lýsing Gamalt í nýjum búningi

www.archistardesign.com

Arkitektinn Philippe Starck hefur til margra ára lagt línur í hönnun bæði húsgagna og iðnhönnun. Húsgagnahönnun hans er klassísk og hefur vakið athygli og er fyrirmynd öðrum hönnuðum. Fræg er húsgagnahönnun Starck í plexigleri en þar tekur hann klassísk húsgögn til að mynda þekkt viðar og stálhúsgögn frá því fyrr á öldum og steypir í annað form með því að nota nútíma efnistök – Louis 5th /Kartell stólinn er gott dæmi, upphaflega hannaður eftir fyrirmynd frá stólum í höllum í Evrópu miðaldanna, hann skírskotar til sögulegrar hönnunar. Starck endurskapaði stólana í glæru plexigleri, nútíma efni. Nýlega eru þessir stólar fáanlegir í skærum litum.

Louis V. Ghost stóll eftir Philippe Starck.

Kartell lamparnir eftir Ferruccio Laviani eru stílisering á Barokk lömpum, fræg hönnun sem er byggð á svipaðri hugmynd þar sem klassísk hönnun lampa og kristalljósa er endurhugsuð með nútíma efnistökum, útfærsla í glæru, hvítu eða svörtu gleri eða plexigleri, hönnuðir ganga lengra og kristalljósi og regnhlíf er blandað saman – útkoman er skemmtileg og fyndin. En það er einmitt húmor sem er að læða sér inn í hönnunina –poppart hugsunin dúkkar upp í ljósum og í húsgögnum.

70‘s og tækni Nýjustu trendin í ljósum og húsgögnum eru annars vegar í anda sjöunda áratugarins, hipp og cool línur sem eiga rætur sýnar að rekja í Skandinaviska hönnun. Þá eru ljósaog húsgagnaarkitektar einnig að þreifa sig í átt að framandi tæknilegu og verksmiðjulegu útlit í húsgögnum og ljósum. n Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  13


Rósóttir kjólar og hugmyndaflug Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson og úr einkasafni

S

kammt frá Apavatni hafa þau Nanna Maja Norðdahl og Reynir Arngrímsson komið sér fyrir í fallegu koti. Fyrir tveimur árum áskotnaðist þeim hálfur hektari lands sem þau áformuðu að rækta upp. Fyrst ætluðu þau að gista þar í tjaldi, en pínulítil auglýsing í

14  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Fréttablaðinu breytti áformum þeirra og kollvarpaði hugmyndinni um rómantískar tjaldútilegur. Árla að morgni dags síðastliðið haust renndum við hjá Sumarhúsinu og garðinum í hlað hjá þeim Nönnu Maju og Reyni. Tekið var á móti okkur með rjúkandi kaffi og nýbökuðu brauði. Nanna Maja tekur

það loforð af okkur, er við erum sest að veitingunum, að segja ekki nokkrum manni frá skófatnaðinum sem hún er í. „Mér hefði aldrei dottið í hug að láta sjá mig í Crocs plasttöflum annarsstaðar en í bústaðnum. Ég bið ykkur fyrir alla muni að mynda ekki þessa skó,“ segir hún og skellihlær yfir pjattinu í sér.


Þegar maður gerir sem mest sjálfur er upplifunin og vellíðanin meiri.“

Nanna Maja vinnur erilsamt starf hjá Bókaforlagi í Reykjavík og er á ferð og flugi og ætíð vel til höfð. „Hér í sveitinni eru allt önnur lögmál en í borginni. Ég er búin að kaupa mér fullt af rósóttum kjólum sem ég ætla bara að hafa hér í bústaðnum, ég er ekkert að grínast. Maður verður að vera almennilega inni í ævintýrinu,“ segir hún kímin. „Ein vinkona mín sagði við mig er við vorum að versla, ég var að velja servéttur. „Nanna Maja, þú ert ekki að fara kaupa þessar servéttur þær eru viðbjóður.“ Ég sagði jú, því þær smellpössuðu í sumarhöllina, svona er þetta bara.“

sér gróðurinn vaxa upp í landinu og innan um hann brúaða læki. Nanna Maja lítur til hans og segir ákveðin. „Brú verð ég að hafa því það er svo æðislegt að labba yfir þær. Um daginn þegar ég var að horfa, spurði ég Reyni hvort það væri ekki flott að hafa tjörn hálfvegis undir pallinum þannig að þegar maður stæði á honum gæti maður horft beint niður á vatnið.“ Hún gjóir augunum til Reynis sem brosir til hennar. „Það er svo gaman að spekúlera en það er alls ekki nauðsynlegt að allt verði framkvæmt sem maður hugsar,“ segir hún. Reynir samsinnir segir hana afar hugmyndaríka. Hún hlær og segir að henni takist sjaldan að ögra Reyni Eiga sér marga drauma með frumlegum hugmyndum sínum. Reynir segir að Nanna Maja geti setið við „Reynir segir bara: „já elskan“ við öllu sem gluggann og horft endalaust út yfir landið. ég legg til og er vís með að framkvæma Eftir langa þögn heyrist frá henni, „hvað allar hugmyndir mínar. Brúin kemur ef að ... , og svo kemur frá henni hugmynd og hann lofaði mér vinnuskúr sem varð um hvað hægt væri að gera. „Hún sér fyrir raunin og gott betur.“

Nanna Maja og Reynir njóta þess í botn að vera í bústaðnum.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  15


Hægt er að gera góð kaup á húsgögnum og búsáhöldum í Góða hirðinum eða á bland.is

Vinnuskúr fær nýtt hlutverk Hjónin voru samstíga í því frá byrjun steypa sér ekki í skuldir í draumalandinu. „Við ætluðum að njóta þess að sofa í tjaldi á sumrin og rækta landið og Reynir lofaði að útvega vinnuskúr,“ segir Nanna Maja.. Reynir segist hafa fært skúrkaupin í tal við sumarhúsaeiganda sem ráðlagði honum að sjá hvað væri í boði í desember. „Hann vildi meina að þá væru menn að selja. Ég rakst svo fyrir tilviljun á pínulitla auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Borgarráð var að leita tilboða í fimm einingahús til sölu og flutnings. Ég ákvað

Gamall goskassi úr Góða hirðinum er fyrirtaks bókahilla.

16  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

að bjóða í öll húsin þó þrjú þeirra hafi Rétt fyrir flutninginn vorum við búin að verið svipuð. Þau voru byggð kring um setja upp okkar innréttingar og leggja 1990 sem vinnuskúrar fyrir skólagarða innbúið og húsgögn á gólfið, þannig að og átti að selja skúrana þar sem búið var þegar húsið kom á áfangastað þurfti bara að leggja niður skólagarðana. Tilboð að hengja upp myndir.“ okkar í eitt húsanna upp á 2,3 milljónir Innandyra eru veggir í ljósum lit og var samþykkt. Það hús var í Grafarvogi notaleg heimilisleg stemming. „Okkur og fengum við það með innréttingum, líður afar vel hér. Hlutirnir hér koma húsgögn fylgdu og meira að segja nokkur víða að og hér eru ekki mikil verðmæti,“ gúmmístígvél. Við fengum húsið afhent segir Reynir. Eldavélin er frá móður hans á milli jóla og nýárs og frest til loka mars og munir frá vinkonum Nönnu Maju. til að koma því burt,“ segir hann og þeim „Góði hirðirinn og bland.is eru besti vinir gafst tækifæri til að taka húsið í gegn fyrir Nönnu Maju,“ segir Reynir og brosir flutninginn. „Við hreinsuðum, máluðum blíðlega til konu sinnar. „Fólk elskar að og fengum rafvirkja til að líta á rafmagnið. tæma geymslurnar sínar og við höfum


Vinnuskúrinn sem Reynir og Nanna Maja keyptu af Reykjavíkurborg hafði verið athvarf fyrir skólagarða borgarinnar í Grafavogi. Reynir gróf fyrir grunninum sjálfur, 10 vörubílsförmum af jarðvegi var ekið í burtu og malarpúði settur undir grunninn. Grunnurinn var steyptur þann 17. febrúar 2013. Undirstöðurnar undir húsið eru fimm steyptir þverveggir. Húsið fór niður á grunninn eftir flutning frá Reykjavík þann 27. mars 2013. Tyrfingur hjá JÁ Verk er þarna að verki. Vinnuskúrinn tók aldeilis breytingum í höndum á þeim Nönnu Maju og Reyni.

notið góðs af því,“ segir hún um leið og hún hellir aftur í bollana og býður meira af ljúffengu bakkelsinu. Nanna Maja bendir á nokkra hluti og rifjar upp verðgildi þeirra, en flest í eldhúsinu er fengið á nytjamörkuðum og húsgögn flest þaðan og af bland.is. „Búsáhöldin fengum við á nokkra hundraðkalla og húsgögn og innréttingar á nokkra þúsundkalla.“

Fyrsta nóttin á vörubílspallinum Húsið fluttu þau svo með lögreglufylgd að kvöldlagi. Áður höfðu þau borið ofan í veginn að húsinu svo krani gæti komist að því og híft það upp á vörubílspall. Vinnuveitandi Reynis flutti húsið fyrir þau og Nanna Maja veitti honum félagsskap. „Ég sat í vörubílnum og Reynir hljóp eiginlega frá Reykjavík með bílnum. Hann var með talstöð í stöðugu sambandi við bílstjórann og lögguna því stundum þurfti að gera ráðstafanir því stálbitar sem húsið

hvíldi á voru 1,5 metra breiðari en húsið og var því stundum vesen að komast áfram vegna þrengsla, aðallega í borginni.“ Er þau komu á áfangastað var komin nótt og hjónin sváfu í húsinu meðan það var enn uppi á vörubílspallinum. Morguninn eftir kom svo annar kranabíll og hífði húsið á grunninn.

Allt gekk upp Þar sem húsakaupin komu snöggt upp á, þurfti að fá tilskilin leyfi byggingafulltrúa áður en hægt var að flytja húsið. Tímann nýttu þau líka til að finna hvar húsið ætti nákvæmlega að vera staðsett í landinu. „Þetta gekk allt vel enda Helgi byggingafulltrúi á Laugarvatni alveg yndislegur maður. Við stóðum í þeirri trú um tíma að það væru kvaðir um mænisstefnu húsanna í landinu, því okkur sýndust bústaðirnir sem þarna voru allir snúa með mænisstefnu í átt að Apavatni. En svo fórum við að taka eftir

því, að eitt og eitt var með aðra stefnu. Við vorum ótrúlega ánægð með endanlega staðsetningu hússins í landinu. Þó að sólarlagið við Apavatn sé ofboðslega fallegt þá vildum við frekar hafa skjólið í sunnanátt,“ segir Nanna Maja. „Við erum búin að vera ansi dugleg. En það er svo ótrúlega margt sem á eftir að gera og má ekki bíða. Það er ekki búið að festa húsið endanlega, þarf að ganga frá því fyrir veturinn og setja músanet undir það. Mýsnar hafa verið að hlaupa fram hjá okkur úti í móa og þær hræðast okkur ekkert,“ segir Nanna Maja og Reynir segist óttast ef þær komist inní húsið. „Ef þær komast inn í húsið þá er það skelfilegt. Við þurfum að laga útidyrahurðina, hún er brotin, þarf að þétta hana og setja í hana gler. Pallurinn, er á viðgerðarlistanum og svo stendur til að fá sér kamínu einhvern tímann,“ segir hann. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  17


Vilja vera aðeins öðruvísi Í lóðasamningi var þinglýst að mála ætti húsið í jarðarlit. Þeim langaði ekki að hafa bústaðinn í brúnum tón, völdu ljósan lit í staðinn. „Mér finnst allir bústaðir á Íslandi vera eins, mig langaði að hafa mitt hús öðruvísi, segir Nanna Maja og það tók þau tíma að þekja dökkbrúnt húsið ljósum lit. Eftir þriðju umferðina var málningin búin að þekja viðinn. Eins var þakið tekið í gegn, ryðvarið með menju og málað næsta sumar.

Nanna Maja að vökva trjágróðurinn haustið 2013 í blíðskaparveðri. Reynir og Nanna Maja hafa gaman að skjótast í veiði en margir góðir veiðistaðir eru í nágrenni sumarhúsalandsins.

Hreiðrað um sig í landinu Fyrstu framkvæmdirnar voru unnar síðustu helgina í júlí 2013 í eindæmis veðurblíðu. Þau byrjuðu strax að gróðursetja trjáplöntur og með aðstoð smágröfu

Matjurtirnar spretta vel í umsjón Nönnu Maju og uppskeran er ríkuleg.

Krafa er um að bústaðir í landinu séu ekki minni en 50 fermetrar og að hámarki 200 fermetrar. Reisa má gestahús en stærð þess má ekki fara yfir 25 fermetra að stærð. Ekki er leyfilegt að girða landið af og bannað er að vera með gæludýr. Skylt er að hlíta reglum sem Félag sumarhúsaeiganda á staðnum setja.

18  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


útbjuggu þau litla laut fyrir tjaldið og um allar þær plöntur sem fara niður í sléttuðu flöt sem þau þökulögðu. „Við landið. Hvenær þær er gróðursettar, hvar keyptum þökur fyrir 60.000 krónur og fullt plantan er keypt, hvenær hún fer niður af plöntum. Við fengum það ljótasta gras í jörðina og um áburðargjöfina og þrif sem ég hef nokkurn tímann séð, þannig að hennar. Alls hafa þau gróðursett 525 við sáðum næst er við útbjuggum grasflöt. plöntur af margvíslegum toga. Dæmigerð Reyndin var að það varð miklu fallegri færsla í stílabókinni hljómar svona; júlí flötur,“ segir Nanna Maja. „Við vorum 2013 - 9 stk birki í 1,5 lítra potti, 78-95 búin að biðja um kaldavatnslögn í landið cm hátt, 3ja ára og kostaði samtals 7100 og fengum hana ekki fyrr en 4. ágúst en krónur. Við útplöntun fór u.þ.b. skófla þá vorum við búin að gróðursetja fullt af skít með í hverja holu. Í maí árið eftir af plöntum. Þrátt fyrir það þá skrælnaði var stráð blákorni og fosfór kring um eitthvað af plöntunum því það var svo plöntuna og aftur 9. júlí. mikil veðurblíða og glampandi sól,“ segir hún. Eitt þeirra trjáa sem drápust var viðja Gott að kúra á morgnanna sem Reynir bjargaði, er hann var að grafa Nanna Mæja vinnur í erilsömu starfi þar fyrir húsi í Kópavogi. „Ég flutti tréð austur sem hún hittir mikið af fólki og hefur en það var um 8 metra hátt. Ég leitaði ráða þörf fyrir að draga sig í hlé í frítímanum. hjá vini mínum sem hefur reynslu af svona Henni finnst gott að hlúa að gróðrinum flutningum. Hann skoðaði tréð og sagði í landinu, sitja og spjalla eða gera bara að það gæti vel gengið ef við vökvuðum ekki neitt. „Við urðum svolítið hissa að það vel og reglulega eftir gróðursetningu. fá heimsóknir frá bláókunnugu fólki sem En vatnið kom ekki fyrr en vikuna eftir vildi vita deili á okkur. Eitt skiptið er ég að við gróðursettum tréð og það var of var að sækja vatn niður að Apavatni hitti seint, „Við reyndum“ segir Nanna Maja og ég mann sem við þekkjum í nágrenninu horfir á karlinn sinn. „Þetta var svo flott og viðraði þennan gestagang við hann. tré og leiðinlegt að það skyldi drepast.“ „Svona er þetta í sveitinni“ sagði hann mér,“ segir hún. „Ég er nátthrafn og vill geta Allt fært til bókar verið í náttfötunum fram yfir hádegi ef Nanna Maja segist vera svo mikill nörd mér sýnist svo. „Ég vil eiga kost á því að stundum, að hún skrifi í stílabók eitthvað skríða aftur upp í rúm og lúra lengur ef

mér sýnist. Alls ekki þurfa að drífa mig framúr til að setja á mig brjóstahaldarann af því að maður gæti átt von á nágranna í heimsókn,“ segir hún með smitandi hlátri, en eftir hádegi sé hún tilbúin í hvað sem er. Áður en við kvöddum gengum við um landið og þar voru að togast upp úr grassverðinum fjöldi trjátegunda og matjurtagarður sem lofaði góðu. Fallegt útsýni til allra átta og dásamlegt umhverfi sem þau Nanna Maja og Reynir fóstra af mikilli alúð. n

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  19


Mitt sumarhús fyrir þitt - Öðruvísi sumarhúsaferð Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

Í

slendingar eru í auknum mæli farnir að nýta sér íbúðaskipti á ferðalögum sínum erlendis. Sumarhúsaeigendur ættu sérstaklega að skoða þennan valkost því sumarhús á góðum stað á Íslandi getur verið ávísun á mörg spennandi og ódýr ferðalög út í heim.

Snæfríður Ingadóttir

Þeim fjölgar stöðugt sem uppgötva kosti íbúðaskipta á ferðalögum enda er þessi ferðamáti sérlega hagkvæmur. Gisting getur verið stærsti kostnaðarliðurinn á ferðalögum og það getur því munað um minna að þurfa ekki að greiða fyrir gistingu í fríinu og geta verið í góðri íbúð eða húsi í stað þess að dvelja á hóteli. Íbúðaskipti ganga í stuttu máli út á það, að fólk skiptir á eignum í fríinu. Húseigendur komast í samband í gegnum heimasíður sem reknar eru í þessum tilgangi, síður á borð við homeexchange.com, intervac. com og homeswap.com. Flestar þessar

síður krefjast áskriftagjalda svo hægt sé að setja inn auglýsingu fyrir eignina sína. Misjafnt er hvaða hátt þessar síður hafa á því hvernig gengið er frá skiptunum, en venjan er sú að fólk skoðar auglýsingar hvors annars og sendir svo tilboð um skipti sín á milli. Fái menn boð um skipti svara menn játandi eða neitandi og ef svarið er jákvætt er viðræðum haldið áfram. Stundum talar fólk ekki aðeins saman í gegnum tölvupóst heldur einnig í síma og skrifar undir samning um skiptin. Einnig geta reiðhjól, bílar eða annað sem húseigendur eiga fylgt með í skiptunum, allt eftir samkomulagi hverju sinni.

Sumarhúsaeigendur í góðri samningsstöðu Þeir sem eiga sumarhús, „second home“ eða „vacation home“, eins og það er kallað á þessum síðum standa betur að vígi heldur en þeir sem hafa einungis sitt eigið heimili að bjóða. Möguleikarnir á skiptum tvöfaldast við það að geta boðið upp á „non-simultaneous“ skipti, þ.e.a.s. skipti sem ekki eru á sama tíma. Þeir sem eru að bjóða skipti á eigin heimili vilja yfirleitt gera skiptin á sama tíma en eigendur orlofseigna eru mun sveigjanlegri og skiptin þurfa ekki að vera á sama tíma. Eins ef heimilið er notað í skiptin má auðveldlega flytja í bústaðinn meðan heimsókn erlendu gestanna stendur yfir sem gefur líka aukinn sveigjanleika.

Nokkuð er um það að sumarhúsaeigendur bjóði bæði heimilið og bústaðinn í einu, en slík fjölbreytni getur vissulega freistað margra meira en eingöngu að dvelja á einum stað í fríinu. Enn ein rökin fyrir því að skrá sumarbústaðinn á svona síður frekar en heimilið eru svo auðvitað þau að þar er oft ekki eins mikið af persónulegu dóti og á heimilinu og því auðveldara að gera bústaðinn kláran fyrir skiptin heldur en heimilið.

Sumarhúsið sem gjaldmiðill Eins og sumarhúsaeigendur vita getur það stundum verið þungur róður að reka bæði heimili og sumarhús því báðum eignum fylgir kostnaður við rekstur og viðhald. Sumir leigja sumarhúsið sitt út til ferðamanna til þess að standa undir rekstrarkostnaði. Með því að nota sumarhúsið sem gjaldmiðil í íbúðaskiptum eru sumarhúsaeigendur í raun að „þéna“ á bústaðnum þar sem gistikostnaður í næsta ferðalagi fellur niður ef samkomulag um skipti nást. Eins má ekki gleyma að þar sem margir Íslendingar eru farnir að nota þessar síður má auðveldlega líka gera skipti innanlands. Hvort heldur sem menn kjósa að ferðast innanlands eða utan þá er þessi kostur eftirtektarverður fyrir þá sem eru tilbúnir til að leyfa öðrum að njóta sumarbústaðarins síns og fá í staðinn tilbreytingu frá hinu venjulega sumarbústaðalífi. n

Hefurðu áhuga á því að nota sumarhúsið þitt sem gjaldmiðil í íbúðaskiptum? Kíktu þá t.d. inn á heimasíður á borð við homeexchange.com, intervac.com og homeswap.com

20  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


var gaman Kolkrabbi í kvöldmatinn? Það spænskt með u úsin að prófa sig áfram í eldh um aldrei hefð við sem vað hráefni og elda eitth dum reyn Við . stað arbú sum n eldað í okkar eigi a. rabb kolk nan þen a reið þó ekki að mat

Elstu dæturnar voru mjög ánægðar með herbergið sitt þó vissulega væri skrýtið að sofa bara með lak og teppi ofan á sér.

Reynslusaga

„Mamma af hverju getum við ekki verið með sundlaug í bústaðnum okkar?“ spurð u dæturnar sem voru afar ánægðar með aðstöðuna sem fylgdi íbúðinni sem við gerðum skipt i á.

Snæfríður Ingadóttir og fjölskylda:

Skiptu á íbúð á Kanarí fyrir sumarhús á Íslandi „Við fjölskyldan erum nýkomin frá Kanarí þar sem við dvöldum í mánuð í svartasta skammdeginu. Í byrjun frísins leigðum við íbúð í gegnum síðuna Airbnb.com en færðum okkur svo yfir í aðra íbúð sem við fengum með íbúðaskiptum í gegnum síðuna homeexchange.com. Íbúðin var á eyjunni Fuerteventura, sem er ein af hinum sjö Kanaríeyjum. Eigandi íbúðarinnar er spænsk stórfjölskyldu sem býr í Madrid en sækir í sólina á Kanarí þegar færi gefst. Þessi skipti voru fullkomin fyrir okkur fimm manna fjölskylduna! Þar sem börnin þrjú eru öll undir sex ára aldri fannst okkur einstaklega hentugt að fá orlofsíbúð í hendurnar frekar en heimili enda fólk yfirleitt ekki með eins verðmæta hluti í sumarhúsum sínum og eins er yfirleitt minna af dóti þar heldur en á heimilinu. Við þurftum því engar áhyggjur að hafa yfir því að litlar hendur væru að fikta og skemma.

en í staðinn fyrir að dvelja þar um hávetur munu nokkrir fjölskyldumeðlimir koma í okkar sumarbústað á Snæfellsnesi í sumar. Við höfum áður notað sumarhúsið okkar í íbúðaskiptum bæði innanlands og utan og haft af því góða reynslu. Reyndar höfum við lært af reynslunni að best sé að skipta við fólk sem er á svipuðu róli og við sjálf, þ.e.a.s smábarnaforeldra. Það munar miklu að vera á barnvænlegu heimili í fríinu þar sem er t.d dót fyrir börnin í stað þess að vera í íbúð þar sem maður er á nálum yfir því

að einhverjir skrautmunir brotni. Að gera skiptin á sitt hvorum tímanum hentaði okkur líka vel því við viljum ekki fara erlendis á sumrin heldur njóta íslenska sumarsins sem mest í okkar eigin bústað. Við gefum Spánverjunum þó glöð eftir nokkra daga í sumarbústaðnum okkar í sumar fyrir þetta yndislega vetrarfrí í þeirra orlofsíbúð á Fuerteventura.“ Fjölskyldan sátt á Fuerteventura.

Að komast burt um miðjan vetur í sól og sumar var hreint út sagt frábært! Og ekki spillti verðmiðinn á fríinu fyrir því ferðalagið varð vissulega ódýrara með íbúðaskiptunum. Eigendurnir gáfu okkur líka fullt af gagnlegum ábendingum sem gerði ferðalagið bæði hagkvæmara og áhugaverðara. Okkur fannst sérlega gaman að vera í íbúð sem ekki var staðsett á alveg „týpískum túristastað“

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  21


Samplantanir - stofudjásn Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson.

P

ottaplöntur eru heimilisprýði og á þessum árstíma er tímabært að hlúa að þeim og umpotta. Ef þörf er á að skipta plöntunum þá er tilvalið að setja mismunandi tegundir saman. Nemar á blómaskreytingarbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands eiga heiðurinn af fallegum samplöntunum hér sem þær unnu með blómum frá Blómavali í verslun þeirra á Selfossi. Fallegir pottar og hugmyndaflug nemanna gera svo útslagið.

22  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


Samplöntun unnin af Helgu S. L. Bachman í glervasa. Frá vinstri er paradísartré - (Crassula ovata), þá drekatré (dracaena mix) og þar fyrir framan tveir kúlulaga kaktusar (Cactaeae).

Þykkblöðungar og kaktusar þurfa svipaða umönnum og fer vel að setja saman í ílát. Hér er í paradísartré (Crassula ovata) á milli tveggja kaktusa (Cactaeae). Bergþóra Björk Karlsdóttir kom þessum plöntum fyrir í glerskál og fegraði yfirborðið með mosa.

Pottaplöntur er hægt að prýða á svo mismunandi vegu og með þeim hætti að úr verði skúlptúr. Hér hefur Helga S. L. Bachman sett mosalagða steina umhverfis plöntuna Skýjablett (Muehlenbeckia complex) í timburkassa með gamaldags áferð.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  23


Plönturnar skýjablettur (Muehlenbeckia complexa) og stör (Carex brunnea) í háum ferköntuðum potti með náttúrlegri áferð. Heiða Ágústsdóttir á heiðurinn af þessari samsetningu.

Flæðandi nettur heimilisfriður )Soleirolia solerolii) nýtur sín vel í trékassa þar sem brönugrös (Phalaenopsis hybridum) gefa litinn. Helga S.L. Bachman er höfundur þessarar samsetningar.

24  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


Mikil prýði er af mislitum plöntum en hér hefur Bergþóra Björg Karlsdóttir á smekklegan hátt sett þrjár litríkar plöntur í tágakörfu. Veðhlaupari (Chlorophytum cvsem) slútir niður við hlið köllubróður (Dieffenbachia seguine) með hvítum og grænum blöðum og öðru afbrigði með rauðum blá.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  25


Húsið, næringin og lífsgleðin Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

26  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


E

itt af fallegustu funkis-húsum landsins er við Tómasarhaga 31 í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið teiknaði Gísli Halldórsson arkitekt fyrir sig og fjölskyldu sína 1953. Sonardóttir hans Margrét Leifsdóttir arkitekt keypti húsið af afa sínum og býr þar ásamt Þorsteini Stefánssyni verkfræðingi og þremur börnum þeirra. Margréti hittum við hjá Sumarhúsinu og garðinum til að ræða um húsið, garðinn og námskeið hennar í bættum lífstíl sem vakið hafa verðskuldaða athygli.

Margrét og Þorsteinn keyptu húsið af afa hennar Gísla Halldórssyni arkitekt árið 2007. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir afa og öllu því sem hann gerði,“ segir hún og upplýsir að afi hennar hafi fallið frá í október 2012 þá orðinn 98 ára gamall. „Afi var ánægður með að húsið skyldi haldast í fjölskyldunni og þannig getum við öll notið þess áfram,“ segir Margrét.

Umdeildur byggingarstíll Gísli Halldórsson byggði húsið árið 1953 í funkisstíl en þá þeim tíma var gerð krafa um að húsin í hverfinu ættu að vera á tveimur hæðum með kjallara. „Afi þurfti að hafa fyrir að fá að reisa húsið eftir teikningunni sem hann óskaði eftir að yrði samþykkt hjá skipulaginu á þeim tíma,“ segir Margrét og jafnframt að leyfilegur fermetrafjöldi hafi verið takmarkaður. „Samkvæmt Fjárhagsráði mátti húsið ekki vera stærra en afi hafði teiknað tvílyft hús, 100 fm efri hæð og 70 fm neðri hæð, auk íbúðar fyrir móður sína áfasta húsinu. Fjárhagsráð ályktaði að hann þyrfti ekki svo stórt hús fyrir fjölskylduna og veitti ekki leyfi fyrir efniskaupum til byggingar hússins, en efnisöflun var erfið á þessum tíma og háð leyfum. Efri hæðina vildi hann hafa átta metra breiða en fékk aðeins leyfi fyrir sjö metrum. Afi skilaði inn nýrri teikningu með súlum undir hluta efri hæðarinnar því hann vildi ekki missa möguleika á að tapa útsýninu við að minnka húsið.” Seinna byggði Gísli bílskúr, en bíllinn fór bara einu sinni inn í skúrinn því hann byggði fljótlega garðhús við bílskúrinn og var þar með teiknistofuna sína.

Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði húsið og reisti 1953

Lampinn er frá tíð afa og ömmu Margrétar.

Litlu við hróflað Allar innréttingar í húsinu voru upprunnarlegar og var við litlu hróflað. Eldhúsinnréttingin var endurnýjuð og baðherbergið. Innrétting sem skildi að bókaherbergi og eldhús var snúið um 90 gráður þannig að eldhúsið varð rýmra og tengdist betur stofunni. „Ég vildi sem minnst breyta húsinu. Við erum

Margrét og Svava dótttir hennar á þrettánda ári.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  27


Ég er mjög ánægð með matjurtakassana og hvernig þeir tengjast pallinum.

með gamla muni hér frá tíð afa og ömmu, ljós, borð, myndir og fleira. Það er steinhlaðin arinn á neðri hæðinni, terrasso á gólfinu og viðarstigi svífur léttilega uppá efri hæðina með fallegum þrepum.”

Allir njóta góðs af grænmetinu Er Margrét tók við garðinum var hann eins og afi hennar hafði hannað hann. „Afi og amma

voru með blómakassa meðfram öllum stofuglugganum. Við tókum hann og settum sólbekk í staðinn. Eins skiptum við út stétt fyrir trépall en breyttum öðru ekki að undanskildu matjurtabeði en mér finnst lykilatriði að vera með grænmetisrækt.“ Síðastliðið vor létu þau Margrét og Þorsteinn smíða veglegan matjurtakassa á þeim stað sem matjurtabeð hafði verið áður. „Áður en matarkassinn

28  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

var byggður var ég með beð á jörðinni og rafmagnsrör yfir með gróðurdúk. Hvert sinn sem ég reytti arfa þurfti ég að taka dúkinn af. Nú er svo þægilegt að geta lyft lokinu og sinnt ræktuninni án þess að hafa fyrir því. Ég vökva reglulega og mér hefur sýnst að það sé svipaður vöxtur undir bogunum og í kassanum en þægindin eru meiri og útlitið betra,“ segir Margrét sem kaupir

forræktaðar smáplöntur og sáir einnig beint í kassann. „Ég hef mikla ánægju af ræktuninni og krakkarnir hafa líka gaman af þessu. Þau eru að fá sér grænkál þegar þau leika úti og taka þátt í að sá og sjá um matjurtagarðinn. Það er gaman fyrir krakkana að taka þátt í að rækta sinn eigin mat og áhugavert fyrir þau að sjá hvað þetta er lítið mál. Ég nota mikið grænmeti og grænkál í grænu drykkina sem ég drekk á hverjum degi. Ræktunin er svo ótrúlega auðveld, miklu auðveldara en margir halda. Ég er ekki einu sinni neitt sérstaklega klár í þessu, ekki búin að lesa mér sérstaklega mikið til en þetta lukkast bara vel þrátt fyrir það.“

Breyttar áherslur Margrét hefur unnið síðastliðin 13 ár sem verkefnisstjóri hjá umhverfis og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Fyrir fjórum árum minnkaði hún við sig vinnu til þess að hafa tíma til að stunda fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York, en námið stundaði hún í eitt og hálft ár. „Ég fór í þetta nám til að hjálpa sjálfri mér með eigin heilsu, ég þarf að vanda mig við að lifa og halda góðri heilsu. Í náminu heillaðist ég svo af þessari hugmyndafræði sem skólinn boðaði og ég fann mikla þörf fyrir að deila henni með öðrum þar sem þetta hafði hjálpað mér svo mikið;“ segir Margrét sem fór að halda matreiðslunámskeið, fyrirlestra, hreinsunarnámskeið og lífstílsbreytinganámskeið á kvöldin samhliða vinnunni. „Þegar ég var farinn að vinna full mikið minnkaði ég enn frekar við mig hjá Skipulaginu því ég fann að ég þurfti að fá aðeins meira svigrúm til að láta reyna á heilsumarkþjálfunina.

Þórdís átta ára nýtur þess að leika sér í garðinum.


Yfirmaður minn var svo sveigjanlegur og frábær að leyfa mér að minnka enn frekar við mig vinnu tímabundið,“ segir hún og leggur á það áherslu að maður verði að gefa sér svigrúm til að gera það sem manni finnst skipta máli. Margrét segir lykilatriði að hlúa að félagslega þættinum þegar fólk vill bæta lífstíl sinn. „Oft er farið beint í að skoða mataræðið án þess að fara fyrst í að athuga grunnnæringuna okkar, en hún felst í eftirfarandi þáttum; sambandi okkar við annað fólk, starfinu okkar, líkamlegu ástand og andlegri líðan. Það eru þessir þættir sem stjórna því hvað við ákveðum að borða. Hver og einn þarf að finna sinn takt. Mér líður vel af því að borða mikið grænmeti en það koma tímabil þar sem ég borða minna af því og sukka í því sem mér líður ekki vel af. En þá er mikilvægt að leika vísindamann og dæma sig ekki of hart.“ „Ég tek blandarann með mér í bústaðinn og reyni að gera grænu drykkina mína hvar sem ég er. Þeir eru næringarríkir, auðmeltanlegir og valda litlu álagi á ónæmiskerfið. „Við þurfum að ráðast að rótum vandans en fara ekki í enn eitt átakið í mataræðinu sem mun dugar í 1, 2 eða 4 vikur. Svo bara springur þú og nennir ekki meir. Við þurfum að læra að búa til ljúffengan hreinan mat og borða mikið af grænmeti. Við þurfum að þjálfa okkur þannig að við tökum sem oftast réttar

Auðvelt er að opna lokið á matjurtakassanum þegar þörf er að lofta eða í glampandi sól.

ákvarðanir í okkar þágu, ekki af því að við neyðumst til þess heldur af því okkur langar til þess. Okkur þykir maturinn góður og okkur líði vel af honum.

Að lifa í núinu, Mesta hvíldin sem menn sækjast eftir er að hvíla vel í sjálfum sér og njóta andartaksins segir Margrét en það er oft hægara sagt er gert. „Stundum tekst mér þetta og þá er ég rosalega ánægð. Oft tekst mér þetta ekki. Nauðsynlegt fyrir alla að reyna. Þetta er svakaleg æfing, óróleikinn kemur af því maður vill vera annarsstaðar en maður er. Í samskiptum við börnin sín er mikilvægt að klára samræður að vera inni ekki með hugann einhvers annarsstaðar. Ég er rosalega mikið að reyna að æfa mig að vera 100% á þeim stað sem maður er á hverju sinni. Að vilja ekki

vera einhvers staðar annarsstaðar þegar maður er að gera eitthvað ákveðið. t.d. þegar ég er að hengja upp þvottinn hérna niðri í þvottahúsi. Vera bara þar og vera ekki komin með hugann í næsta verkefni – ætlar þessi bali aldrei að tæmast, ég þarf að vera komin annað. Eins þegar ég er út í garði, að reita arfa – að bara vera þar og njóta þess. Það er náttúrlega ein tegund af hugleiðslu að vera út í garði, koma við moldina og reyta arfa,“ segir Margrét sem naut rigningasumarsins í fyrra þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið sumarlegt. „Ekkert stress að þurfa að vera að gera eitthvað á rigningadögum en það getur skapað ákveðið stress þegar veðrið er gott því þá fær fólk þá tilfinningu að það þurfi að vera að gera eitthvað æðislegt. En þegar það er skýjað, er ró yfir öllu engar kröfur um að þú sért að gera eitthvað ákveðið, Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  29


„Það er kannski meginmálið að setja meiri meðvitund í líf okkar og þar á meðal mataræðið, þegar okkur tekst það þá gengur okkur mun betur að taka réttar ákvarðanir. Í raun er það þannig að við vitum alveg sjálf hvað við eigum að borða en vantar oft þekkinguna og agann til þess að halda okkur við það. Ég hef verið með rúmlega 20 manna hópa í einu og við hjálpumst öll að, það skiptir miklu máli að fara í svona verkefni mörg saman, það er gríðarlegur stuðningur af því. Margir finna fyrir fráhvörfum fyrstu dagana sérstaklega vegna koffíns og sykurneyslu, en á 4. -5. degi eru flestir byrjaðir að fá umbun erfiðisins í formi aukinnar orku, betri einbeitingu og fleiru. Það er frábært að fylgjast með því hve margir hafa áhuga á að taka ábyrgð á eigin líðan og eigin heilsu,“ það er algengt að þátttakendur tali um að þetta hafi verið miklu auðveldara en þeir áttu von á í byrjun námskeiðs. Grænkál gefur græna litinn í drykkina sem Margrét drekkur hvern morgun en á sumrin nær hún sér í haugarfa í maturtakassan og í sumarbústaðnum túnsúru til að bæta í drykkinn.

að þú sért einhversstaðar.“ Hún segist hafa tekið eftir þessu og því fannst henni sumarið alls ekkert afleitt og spyr sig hvort ekki sé hreinlega þörf á hvíld fyrir áreiti. Margrét hefur verið að halda 10 daga námskeið í Breyttum lífstíl og bættum venjum. „Námskeiðið er rannsóknarleiðangur þar sem við finnum út hvaða matur fer vel í okkur og hvaða matartegundir gera okkur ekki eins gott. Það getur verið mjög ruglingslegt að finna út úr því hvað maður á að gera þegar maður vill bæta lífsstíl sinn. Við skoðum líka andlega þáttinn, en hann stjórnar því oft hvað við ákveðum að láta ofan í okkur. Ég veiti þátttakendum aðhald og andlegan stuðning til þess að vera á hreinu matarræði í 10 daga og svo setjum við matinn aftur inn eftir ákveðinni aðferð. Við borðum grænmeti, ávexti, glúteinlaust heilkorn, hnetur, fræ og sjávarþang í þessa 10 daga. Ég legg mikla áherslu á að þátttakendur borði vel, maður á aldrei að vera svangur og þetta er ekki megrun, heldur rannsóknarleiðangur,“ segir hún

30  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

og einblínt sé að taka viðfangsefnið út frá jákvæðum tilfinningum og verið sé að breyta venjum til framtíðar. Við erum á námskeiðinu að bæta góðum venjum inn í líf okkar svo það sé minna pláss fyrir síðri venjur. Þetta gengur ekki út á boð og bönn heldur er hugmyndin að þjálfa okkur til að taka réttar ákvarðanir í okkar þágu af því að við kjósum það sjálf. Ég borða til að mynda allt sem mig langar í, þegar mig langar til. En ég er búin að þjálfa mig þannig að í um. 80 % tilfella vel ég mat sem nærir mig og gerir mér gott. Og ég er búin að læra að búa til hollan mat sem mér finnst góður.“ „Árangurinn sem þátttakendur lýsa eftir námskeiðið er alveg frábær, nokkur dæmi um það er betri svefn, léttari lund, meiri orka, minni fyrirtíðaspenna, fallegri húð, bakflæði og verkir í liðum minnkuðu eða hurfu, betri einbeiting. Bætt líðan hefur líka góð áhrif á alla fjölskylduna, meiri meðvitund í mataræðið, betri melting,“ segir hún og að margir komast varanlega á bragðið með að lifa heilbrigðara lífi.

Frekari upplýsingar um námskeiðin er að fá með því að senda Margréti fyrirspurnir á mleifsdottir@gmail.com. Næsta námskeið verður 16. - 26. mars. Meðal þess sem Margrét kennir á námskeiðum sínum er að útbúa græna hollustudrykki og uppskrift af ljúffengri pitsu sem hún segir hollari og fljótlegri en sú hefðbundna. Við látum uppskrift af pítsunni og grænum drykk fljóta með, með hennar leyfi. n

Ljúfur morgundrykkur Margrétar 1 lambagasalat, íssalat eða endive salat, 2 grænkálsblöð, 1 meðalstór avocado, 2 bollar frosið mangó, 2 -3 cm flysjuð engiferrót, 1 lúka myntublöð, 0,5 l vatn Allt sett í blandara og blandað vel.

Í heilsumarkþjálfunarskólanum, Institute for Integrative Nutrition, voru eftirfarandi meginþættir taldir vera mikilvægastir í góðri heilsu. Samband þitt við annað fólk Starfið þitt – fullnægir það þér? Líkamlegt ástand – er fólk að hreyfa sig? Andleg líðan – hvernig staðan er innra með manni, erum við að lifa því líf sem við viljum.


Föstudagspitsa ný kynslóð! Pitsubotn ½ bolli bókhveiti (eða hrísgrjónamjöl) 3/4 bolli möndlumjöl 2 msk hörfræ 1 tsk næringager (má sleppa) ½ tsk maldon salt ¼ bolli vatn 2 msk kaldpressuð ólívuolía ½ tsk. þurrkað blóðberg/tímian 1 tsk rósmarín 2 msk sesamfræ Blandið þurrefnunum vel saman og síðan vatni og ólífuolíu. Formið bolta, deigið er frekar blautt. Setjið deigið á smjörpappír á

bökunarplötu, leggið annan smjörpappír yfir og fletjið út með kökukefli. Deigið er skorið í ferhyrninga með pitsahníf áður en það er bakað. Bakað við 175° C í um 15 – 18 mínútur eða þar til deigið er orðið gullinbrúnt. Látið kólna í 10 mínútur. Geymið í loftþéttum umbúðum.

Rautt pestó 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 1 ½ bolli kasjú hnetur (helst að láta liggja í bleyti í 6 tíma) 1 tsk. maldon salt Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað og síðan smurt á pitsubotninn

Álegg á pitsuna avókadó bitar rúkkóla pikkoló tómatar/konfekttómatar epli eða jarðaber næringarger Gott að bæta ristuðum möndlum ofaná, þær eru þurrristaðar við vægan hita í 15 mín. Kalpressaðri lífrænni ólífuolíu helt í dropum yfir og í lokin saltað með Maldon eða Himalayan salti. Í lokin er næringageri sáldrað yfir.


Gróandinn

Hlutverk trjágróðurs í borgum er að skapa skjól og góð útivistarsvæði fyrir almenning.

Götutré og borgarskógrækt

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

H

Tex ti og myndir: Samson B Harðarson

lutverk trjágróðurs í borgum er að skapa skjól og góð útivistarsvæði fyrir almenning. Innlendar og erlendar rannsóknir sýna að fólk leitar í grænt umhverfi sér til upplyftingar, heilsueflingar og til þess að upplifa grósku og margbreytileika.

Á þeim rúmlega 100 árum sem trjá- og skógrækt hefur verið stunduð hér á landi hafa verið teknar í notkun fjölmargar tegundir sem hafa sýnt sig að vera harðgerar og nytsamar. Reynslan hefur hjálpað okkur að velja úr þolnar tegundir og afbrigði. Leitin að harðgerðum tegundum hefur oft verið torsótt, mörg áföll dunið yfir en alvarlegast var þó Páskahretið 1963 er margar trjátegundir

32  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

nær þurrkuðust út á suðvesturhluta landsins. En í stað þess að leggja árar í bát var farið í söfnunarleiðangur til Alaska og þar voru fundin ný afbrigði alaskaaspar og sitkagrenis sem mörg hafa sýnt sig vera harðgerðari en eldri plöntur sem borist hafa til landsins.

Rétt tegund á réttan stað fyrir rétt hlutverk Fyrsta spurningin við val á trjátegund í borgarskógrækt er hvaða hlutverki hún á að gegna. Vaxtarskilyrði innan borga eru margbreytileg bæði með tilliti til jarðvegs, vatnsbúskapar og veðurfars á hverjum stað. Oft eru skilyrðin öfgakennd í þéttri byggð, þar sem bæði getur verið heitara og þurrara en utan byggðar. Þetta getur valdið trjánum mikilli streitu sem rýrir

vaxtarskilyrði tegunda sem annars eru harðgerðar. Dæmi um slíkar tegundir sem geta lent í vanda í borgarumhverfi eru t.d. birki og greni og fleiri úr norrænu eða landrænu loftslagi. Sömu erfiðu aðstæður geta hinsvegar hentað öðrum tegundum, sem annars eru taldar viðkvæmar. Í borgarskógrækt henta gjarnan suðlægari tegundir eða tegundir úr hafrænu loftslagi.

Mismunandi umhverfi trjáa í borgarumhverfi Byrjum að skoða skógarreiti í útjaðri byggðar eða milli uppbyggðra svæða innan borgarmarka. Meginhlutverk þessara svæða sem við getum kallað borgarskóga er að mynda skjól fyrir byggðina og góð og fjölbreytt útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Erlendar


Garðahlynur er harðger tegund sem götutré en er lengi að vaxa og er með fremur lága krónu

Það tekur áratugi fyrir tré að vaxa og verða að stórum trjám en það tekur einungis 10 mínútur að saga það niður.

og innlendar rannsóknir hafa sýnt að þetta eru verðmætustu útivistarsvæðin og hér leitar fólk upplyftingar í grænu umhverfi laust við áreiti borgarinnar. Fólk vill upplifa grósku, margbreytileika og almenningur vill að skógarnir hafi náttúrulegt og villt yfirbragð. Hér eru það fyrst og fremst náttúrulegar aðstæður sem takmarka það úrval tegunda sem hægt er að nota. Fjölbreytileiki og sjálfbærni skógarins skiptir hér höfuðmáli. Flestar algengar tegundir koma hér til greina, birki, elri, aspir, reynir, greni og fura allt eftir því hvað aðstæður leyfa, og trén mega vera margbreytileg í útliti og það sérstaka, eins og skrýtið óvenjulegt vaxtarlag, er velkomið. Þegar kemur að skipulagi trjágróðurs í görðum innan borgarmarkanna þá breytast kröfurnar og verða fastmótaðri. Trén þurfa að lúta lögmálum borgarinnar, hvað varðar fegurð, umhirðu og endingu og síðast en ekki síst notagildi. Trjágróðurinn í görðunum þarf að vera fallegur allan ársins hring. Trén þurfa að mynda grænt fallegt skjólsælt umhverfi en trjábeðið má samt ekki skyggja um of á sólina. Fjölbreytileikinn í garðinum þarf að vera fyrirséður og skipulagður. Við plöntum reynivið til að fá meðalstórt tré sem blómstrar í júní, rauð ber í ágúst og haustliti. Ræktunarskilyrðin eru almennt betri í borgargörðum en í skógarreitum.

Við getum verið með viðkvæmari tegundir hér sem krefjast betra atlætis að því tilskyldu að framkvæmd og útkoman hugnist notendum. Það þarf að gæta þess að hafa hæfilega blöndu stórvaxinna og lágvaxinna tegunda og langlífra. Tegundir sem vaxa hratt eins og víðir og alaskaösp koma fljótt til og mynda

fljótt gróskumikið og skjólsælt umhverfi, þær sinna hlutverki frumherjans. En síðar víkja þær fyrir langlífari trjám, hlyn, aski, silfurreyni, beyki og furu. Þetta eru tegundir sem eru lengi að koma sér fyrir en verða langlífar. Vegna langlífi síns verða þær hluti af sögu borgarinnar og tengja saman kynslóðirnar.

Garðahlynur við Aðalstræti í Reykjavík.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  33


Gróandinn

Reyniviður er viðkvæmur sem götutré og hætt er við að trén við Laugarveg verði ekki langlíf

Ásamt stórvöxnu trjánum gróðursetjum við meðalhávaxin tré eins og birki, elri, reynivið, skrautreyni, alpareyni og gullregn. Það mætti planta miklu meira af öllum þessum trjátegundum innan marka borgarinnar.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Líf götutrjáa er erfitt Skoðum nú umhverfi trjáa sem standa í hellulögðu eða malbikuðu umhverfi við götur og umferðaæðar eða á torgum. Þetta eru hin eignlegu götutré. Þetta eru trén sem gera gráar götur okkar svolítið grænni. Gera borgina okkar svolítið meira eins og í útlöndum. Við viljum flest hafa þau en þau mega samt ekki vera fyrir. Þetta eru tré sem við gerum kröfu til að vaxi í nánast engum jarðvegi, tré sem eiga helst að vera nákvæmlega eins og eftir formúlunni, 4,5 metra háan stofn að trjákrónu sem er þétt, falleg og passlega breið og ekki of há. Trén eiga að hafa þétt rótarkerfi sem leitar ekki út, þola mengun, salt og vind. Þau eiga að geta staðið í þurrum jarðvegi en einnig blautum og mettuðum salti. Samkvæmt könnun sem meðal annars Íslendingar tóku þátt í, kom í ljós að fábreytni í tegundavali var einna helsta áhyggjuefnið í borgarskógrækt.

Fjölbreytni er mikilvæg Fjórar tegundir bera uppi 70-80% allra götutrjáa í Norðvestur Evrópu. Í London eru 50% götutrjáa platantré og í Osló

34  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

eru 80% allra götutrjáa linditré. Verum minnug þess að hollenska álmsýkin drap á síðustu öld nær öll álmtré sem voru með algengari götutrjám í Norður Ameríku og Norður Evrópu. Það er því vert að auka tegundavalið í borgarskógrækt til að koma í veg fyrir að eitthvað álíka gerist aftur. En það eru ótrúlega fáar tegundir sem þola að vera götutré. Það er fljótlegt að telja upp þau götutré sem eru í ræktun hérlendis. Reynsla okkar er mjög takmörkuð og almennt sú að flestar algengar tegundir sem við ræktum henta engan veginn eða illa sem götutré. Íslenski reyniviðurinn og birki eru tegundir sem ekki hafa sýnt góð tilþrif nema helst þar sem er lítið álag af völdum salts og vinds og nægt rótarrými. Ástæðan er sú að þessar tegundir eru lítt saltþolnar og ýmsir kvillar herja á þær. Reyniáta sem auðveldlega smitast í sár þeirra, vaxtarlag þeirra er of margbreytilegt og hentar ekki sem götutré þar sem krafa er um einsleitni og einnig erfitt að fá nægilega háa stofna með auðveldu móti. Ýmsar aðrar tegundir þrífast betur við þessar aðstæður, tegundir eins og alpareynir, skrautreynir, gráreynir, silfurreynir og garðahlynur. Þær eiga það þó flestar sameiginlegt að vera seinvaxnar og með lágan stofn. Það gerir þær erfiðar til nota sem götutré nema þar sem rými er nægt. Garðahlynur og silfurreynir eru nokkuð algengir sem götutré víða erlendis en þær tegundir verða þó sjaldan fyrir

valinu hér, þar sem erfitt er að rækta þær upp með nægilega háum stofni. Hérlendis eru gömul tré sem standa sig með miklum sóma í erfiðu götuumhverfi. Hlynur á gatnamótum Vonarstrætis og Suðurgötu og silfurreynir við Hringbraut, þau eiga það hinsvegar sameiginlegt að hafa fengið að vaxa upp við betri skilyrði inni í garði og fengið til þess góðan tíma. Hlynurinn var gróðursettur 1918 en silfurreynirinn um 1930. Alaskaöspin er sú tegund sem hvað best hefur staðið sig, hún kemur almennt vel til og er stórvaxin og stofnhá og hentar því vel sem götutré, hún hefur sýnt góð þrif jafnvel þar sem rótarrýmið er takmarkað. Úrval af harðgerðum klónum alaskaaspar er nokkuð gott og hægt er að velja úr nokkrum gerðum sem sum hver hafa granna krónu sem er mikill kostur í þröngum götum. Alaskaöspin er ekki gallalaus, en hún er eina tegundin sem við getum treyst á enn sem komið er sem götutré, þar til reynslan hefur kennt okkur annað.

Rótarvænt burðarlag mikilvægt Ræktun borgar- og götutrjáa verður að líta á sem langtímafjárfestingu, þannig að vel þarf að vanda til þess sem lengi skal standa. Til að tryggja góðan árangur götutrjáa almennt séð verður að huga að tvennu sem lítur að öðrum þáttum en tegundavali. Fyrra atriðið er framboð af stofnháum,


stórum plöntum með góðu rótarkerfi. Seinna atriðið er notkun á svokölluðu rótarvænu burðarlagi. Tré þurfa miklu meira rótarrými en flestir halda, fái þau ekki það sem þau þurfa þá fara þær út fyrir sitt gróðurbeð og fara ekki alltaf þangað sem við viljum. Með rótarvænu burðarlagi er trjánum tryggt nægjanlegt vaxtarrými í jarðvegslagi sem þannig er uppbyggt að það virkar jafnframt sem burðarlag fyrir gangstéttir og götur. Rótarvænt burðarlag er uppbyggt 80-85% samþátta mjög grófri möl og 15-20% jarðvegi. Það tryggir trjárótunum ekki eingöngu stærra rótarbeð heldur einnig það sem ekki minna máli skiptir, súrefni. Burðargeta rótarvæns burðarlags er samanburðarhæft við það burðarlag sem notað er í gatnagerð í dag. n

Víða má rækta meiri skóg meðfram götum og hraðbrautum á höfuðborgarsvæðinu

Í skilgreiningu á hugtakinu er borgarskógrækt skipt niður í þrjú meginsvæði.

Samson Bjarnar Harðarson, lektor við landbúnaðarháskóla íslands og verkefnisstjóri Yndisgróðurs- garð- og landslagsplöntur fyrir íslenskar aðstæður. Á heimasíðu Yndisgróðurs http://yndisgrodur. lbhi.is/ má finna meira um tré í borgarumhverfi (Tillaga að stefnumótun um ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum)

• Tré sem vaxa í skógi, útjaðri borgarbyggðar eða í mikið uppbyggðum svæðum innan borgarmarka. • Tré sem vaxa í einka- og almenningsgörðum. • Tré sem standa hellulögðu eða malbikuðu umhverfi, við götur og umferðaæðar.

Teikning sem sýnir tré gróðursett í rótarvænt burðarlag. Alaskaösp er ennþá besta götutréð sem við eigum völ á.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  35


Gróandinn

Formsatriði í umhirðu limgerða

A Pétur Reynisson skrúðgarðyrkjumaður

ð þessu sinni langar mig aðeins að fjalla um limgerði, form og tegundarval. Þegar kemur að því að velja plöntutegund fyrir limgerði þarf fyrst og fremst að velta fyrir sér hver tilgangur limgerðisins er, hve plássfrekt má það vera, hversu mikið viðhald það þarf og formið eða lögunin. Það er nefnilega hugmyndin um formið eða lögunina á fullvaxta limgerði sem gleymist oft í þessu ferli. Kröfurnar geta verið ýmsar.

Hér er til dæmis Viðjulimgerði sem er orðið um það bil 4 metrar á hæð. Limgerði hefur þann tilgang að afmarka lóð frá götunni jafnframt því að veita gott skjól inn í garðinn frá ríkjandi vindátt. Klipping á svona háu limgerði getur verið vandasöm og ekki á allra færi. Hér er þörf á að nota svokallaðar skaftklippur og stiga til að ná upp í topp. Tex ti, myndir og teikningar: Pétur Reynisson

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Hér er teikning af því hvernig er gott að byggja upp limgerði. Fyrsta teikningin til vinstri er klipping eftir að 2-3 ára planta er gróðursett. Næsta teikning sýnir eftir 3 ár, síðan 5 ár og sú síðasta eftir 7 ár. Hliðar limgerðisins eru látnar halla inn að miðju og toppflöturinn er tiltölulega lítill. Með þessu formi er hægt að hafa limgerðin nokkuð þunn og þétt þar sem sólin nær vel að skína á innstu greinar og örva þannig allan greinavöxt og blaðmyndun. Athugið að það þarf að sjálfsögðu að klippa limgerðið á hverju ári og jafnvel tvisvar á ári.

Fyrsta klipping.

36  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Þriðja ár.

Fimmta ár.

Sjöunda ár.


Sama limgerði séð frá annarri hlið lóðarinnar. Að þessu sinni er limgerðið afmarkandi í stóru beði. Tilgangurinn er að loka á innsýn inn á dvalarsvæði jafnframt því sem það skiptir upp stóru gróðurbeði. Limgerðið er látið sveigja og beygja milli trjáa og runna þannig að sumar plöntur enda utan við það og aðrar fyrir innan. Það sem næst fram með þessu er að í staðinn fyrir að allir skrautrunnarnir lendi fyrir innan limgerðið þá eru þær plöntur sem lenda fyrir utan bæði gestum og gangandi til ánægju og yndisauka. Hér má sjá samspil gljámispils og annarra tegunda við afmörkun dvalarsvæðis. Limgerðið má ekki verða hátt svo að það verði ekki skuggamyndandi, en verður jafnframt að vera nógu þétt til að veita nægjanlega lokun. Gljámispill er alveg einstaklega hentugur í þetta þar sem hann er í senn mjög fíngerður og blaðfallegur, hann þolir vel stífa og öra klippingu, svo eru haustlitirnir alveg einstaklega fallegir.

Óhefðbundnari aðferðir við formun limgerðis eru nokkrar. Ein aðferðin felst í því að hægt er að stinga niður og róta löngum afklippum af til dæmis körfuvíði. Athugið að hafa afklippurnar eins langar og hægt er, helst yfir 1 til 1,5 metra. Gott er að hafa um það bil 10 cm á milli plantnanna og passa að ýta jarðveginum þétt að þeim þannig að þær losni ekki. Þegar þessu er lokið hefst handavinnan. Það þarf að flétta saman greinunum líkt og verið sé að flétta körfu. Greinarnar eru fléttaðar saman eins hátt og hægt er, síðan gengið frá toppnum þannig að ekki rekist allt upp aftur. Með tíð og tíma vaxa greinarnar saman og mynda náttúrulega girðingu, að vísu girðingu sem þarf að klippa og snyrta, vökva og gefa áburð. Þessi aðferð er kennd við Belgíu og kallast limgerðin Belgísk limgerði.

Af þeim plöntutegundum sem henta helst í meðalhá til há limgerði má nefna: Viðju, selju, alaskavíðir, jörfavíðir, álm, birki, alaskaösp, lerki og greni. Það þarf þó að hafa í huga að þessar plöntur eru mjög misjafnar að vaxtarlagi og umfangi, klipping og viðhald þarf allt að taka mið af því. Þegar kemur að því að skipta garðinum niður í rými þarf að huga enn betur að því hvaða plöntur henta til þess að afmarka hvert rými fyrir sig. Þá er best að einbeita sér að tegundum sem eru fíngerðari og ekki hávaxnar í eðli sínu. Þær tegundir sem koma til greina sem lágvaxin limgerði eru: Gljámispill, strandavíðir, birkikvistur, fjallarifs, koparreynir, blátoppur, loðvíðir og sveighyrnir. Þetta er ekki tæmandi upptalning en gefur þó dálitla hugmynd um hvað er hægt að nota.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  37


Gróandinn

Merkileg tré á Akureyri Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

A

kureyri er stundum kallaður „bærinn í skóginum“ enda hefur hann allt frá því að trjárækt hófst á Íslandi í einhverjum mæli í kringum aldamótin 1900 staðið framarlega á því sviði. Í bænum má finna mörg falleg og merkileg tré ekki síst á brekkunni. Blaðamaður Sumarhússins og garðsins slóst í för með Bergsveini Þórssyni skógfræðingi síðasta sumar þegar hann gekk um neðri brekkuna og sýndi áhugasömum nokkur af merkilegustu trjám bæjarins.

Bergsveinn Þórsson skógfræðingur

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Dögglingsviður við Bjarmastíg 13

Ösp við Bjarmastíg 1

Gráösp við Brekkugötu 8

„Þetta formfagra tré, sem kallast dögglings- „Á Akureyri vaxa margar stórar og glæsi- „Þetta er einstakt tré hér á Akureyri og viður, er upprunnið frá Norður-Ameríku legar alaskaaspir. Þetta ösp er merkileg ákaflega fá svona tré á landinu yfirhöfuð. en þar getur það orðið allt að 180 m hátt. fyrir tvo hluti; annars vegar fyrir það að Tréð er kallað grásösp þó sumir vilja Dögglingsviður er sjaldgæf trjátegund hér vera ekki alaskaösp heldur Berlínarösp reyndar meina að þetta sé silfurösp. Það á landi en þó eru tvö tré af þessari gerð eða asíuösp og hinsvegar fyrir það að skiptir kannski ekki öllu máli hvað tréð hér á Akureyri, hitt er á eyrinni. Viður einu sinni var hún hæsta tré bæjarins. Í kallast því það er svo sannarlega glæsilegt, þessarar trjátegundar, sem gengur undir illviðri fyrir nokkrum árum fór toppurinn tréð er hávaxið og stofninn sver. Það sem nafninu Origon pine, hefur verið vinsæll af trénu og skemmdist þá bíll, og þar með menn taka fyrst eftir er börkurinn sem er missti tréð sæti sitt sem hæsta tréð.“ afar ævintýralegur og minnir einna helst í parket og fleira.“ á úfið hraun. Tréð var valið tré ársins árið 2012 af Skógræktarfélagi Íslands.

38  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


Alaskaösp við Oddeyrargötu 12

Birkitré við Hlíðargötu 6

„Hæsta tré bæjarins, 24,5 metrar og ein „Þetta er að mínu mati fallegasta tré af elstu öspunum í bænum, gróðursett bæjarins. Þetta er alíslenskt birki, hávaxið árið 1947.“ og formfagurt“

Fyrir nokkrum árum síðan gaf Skógræktarfélag Eyjafjarðar út bækling með upplýsingum um þrjátíu og tvö af merkilegustu trjám Akureyrar. Flest þeirra eru á brekkunni og má sjá um helming þeirra taki maður sér hálftíma göngutúr um bæinn. Í bæklingnum er að finna kort af bænum þar sem trén eru merkt inn á kortið og eins er að finna fróðleiksmola um hvert þeirra. Bæklinginn má nálgast rafrænt inn á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Birkitré – við Munkaþverárstræti 26 (Sniðgötumegin) „Þetta íslenska birkitré var valið tré ársins árið 1989 af Skógræktarfélagi Íslands. Það sem er merkilegt við það er vaxtarlag þess en greinarnar hafa tilhneigingu til þess að hanga. Þetta er þó ekki hengibirki, en fyrir ofan Gömlu gróðrarstöðina við Krókeyri má sjá fallegt hengibirki sem er líklega elsta og hæsta hengibirki landsins.“

Tré í vetrarbúningi Garðáhugafólk á leið til Osló á næstunni ætti ekki að láta fallega sýningu í Naturhistorisk museum fram hjá sér fara. Á sýningunni, sem ber heitið „Vintergrener“ er finna teikningar af kvistum í vetrarbúningi. Það er garðyrkjumaðurinn Anita Oppedal, sem hefur teiknað myndirnar en hún byrjaði að teikna á námsárunum, til að muna námsefnið í garðyrkjuskólanum betur. Hluti námsefnisins var að þekkja í sundur mismunandi trjátegundir en það segir Anita að sé ekki svo erfitt á sumrin með laufum og blómum en annað mál sé þegar trén eru í vetrarbúningi. Á sýningunni má sjá úrval af teikningum hennar.

C

M

Y

CM

Salix daphnoides í vetrarbúningi

Kalkþörungar - Jarðvegsbætiefni Viðheldur réttu sýrustigi í jarðvegi og hindrar mosavöxt HAFKORN er kornaðir kalkþörungar sem leysast fljótt upp í jarðvegi. Gróðurinn byrjar strax að nýta sér hin fjölmörgu stein- og snefilefni sem í því eru. HAFKORN bætir uppbyggingu jarðvegsins ásamt því að auðvelda upptöku næringarefna. Notkun: Dreifið HAFKORNI jafnt á grasflötina eða blómabeðin. 4–5kg á 100m² eða 40–50g á m² og vökvið vel. Ef mikið er af mosa þá er gott að raka eða tæta hann upp áður en borið er á.

Innihald: Kalsíum Magnesíum Fosfór Kalí Brennisteinn

CaCO3 MgO P K S

85%, 11,5%, 0,08% 0,1% 0,45%

Auk þess mikill fjöldi annarra nauðsynlegra stein- og snefilefna.

Ath.: Við blóma- eða matjurtarækt þarf að athuga í hvers konar jarðvegi einstökar plöntur þrífast best.

5 kg. Framleiðandi: Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Sala og dreifing: Hafkalk ehf. – 465 Bíldudal – Sími 4562112

DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI

SÍMI 568 6411 · RAFVORUR@RAFVORUR.IS

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  39

MY

CY CMY


Gróandinn

Lýsing gerir gæfumuninn Tex ti: Rúnar Björn Herrera

Þessi mynd er tekin í Innigörðum og er af einu snyrtilegasta ræktunarljósi sem ég hef séð.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

N

ú er vorið á næsta leiti og margir farnir að huga að forræktun fyrir sumarið. Um miðjan febrúar fer sólin að skína nægilega mikið til þess að plöntur nái að ljóstillífa, en vöxturinn er lítill ef sólin er eini ljósgjafinn. Það sem vantar upp á er bæði ljósstyrkur og daglengd. Einnig getur óreglulegt hitastig verið vandamál ef notast á við sólarljós í gluggakistu en hitinn getur hæglega farið yfir 30°C í gluggakistunni og getur það haft slæm áhrif á margar plöntur. Ef forræktunin á að fara fram í gluggakistu þá er mikilvægt að fylgjast vel með hitastiginu.

Til þess að lengja daginn í gluggakistunni eru flúrlampar mjög hentugir. Ljósið frá þeim er þægilegt og mjúkt og hentar vel í stofuna.

40  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Eigi að forrækta í geymslu, þvottahúsi, bílskúr eða öðru sérrými eru flúrlampar fínir en einnig er hægt að nota háþrýsta natríumlampa (HPS) eða málmhalogen lampa (MH). Þessir lampar eru mun öflugri og geta lýst upp umfangsmikið svæði.

stuttar, þéttar, blaðmiklar og greinóttar plöntur. Rautt ljós hefur hinsvegar áhrif á allt blómgunarferlið og plöntur verða frekar teygðar en blómgun og ávaxtamyndun gengur aftur á móti betur.

Litur á flúrlömpum er gefin upp í Kelvin og er oftast frá rauðu 2.000 til 10.000 sem Það fyrsta sem þarf að hugsa um blátt. Allt yfir 6.000K telst blátt og undir við val á lýsingu er stærð og lögun 4.000 rautt. Einnig er stundum talað um ræktunarrýmisins. Fyrir litla ræktun „cold white“ sem blátt og „warm white“ með fáum plöntum eru lítil flúrljós sem rautt. HPS lampar eru með miklu mjög hentug, en fyrir víðfeðma ræktun magni af rauðgulu ljósi en MH miklu með mörgum plöntum eru HPS og MH magni af bláhvítu. hentugari. Gott er að miða við að nota Með góðu ljósi er hægt að forrækta allt um 100-200 Wött af lýsingu á fermeter. sem þarf fyrir sumarið og jafnvel hafa Plöntur nýta ljós misvel eftir lit ljóssins. ræktun í gangi yfir allt árið. Gangi ykkur Rautt og blátt ljós nýtist best í ljóstillífun. vel við ræktunina og ef þið viljið nálgast Einnig örva litirnir mismunandi ferli í fekari upplýsingar um inniræktun þá er hormónastarfsemi plantna en á einföldu hægt finna ýmislegt um inniræktun á máli er hægt að segja að blátt ljós gefi www.plantan.is. n


Hönnunarnámskeið í vistrækt

Hönnunarnámskeið í vistrækt

Námskeiðið veitir PDC Permaculture Design Certificate Kennarar: Jan Bang og Kristín Vala Ragnarsdóttir Staðsetning: Alviðra við Sog og Torfastaðir I í Grafningi Dagsetningar: 14. júní til 23. Júní (17. júní frídagur) Námskeiðið er fram á ensku Kennarar feru norðmaðurinn Jan Bang sem er með kennsluréttindi frá Nordic Permaculture Association Tilgangur námskeiðsins er að: og Kristín Vala prófessor við Jarðvísindastofnun Að styrkja tengslanet vfróða istvistræktar á Íslandi. þróun. og• Stofnun Sæmundar um sjálfbæra • Mennta hóp vitræktarhönnuða (Peraculture Design) til að gera þeim sem námskeiðið sækja fært að miðla kunnáttu, kenna öðrum og tileinka sér vistrækt. • Kynna íslensku vistræktarsamtökin ermaculture Association) og stuðla Námskeiðið fer fram í Alviðru við(Icelandic Sog ogPTorfastöðum I í Grafningi að frekari uppbyggingu vistræktar á Íslandi. Dagana 14. júní til 23.nemendur júní (17.verkefni júní frídagur) • Á námskeiðinu vinna tengdu vistrækt. • Í lok námskeiðsins fá nemendur PDC skírteini. Skírteinið gefur réttindi til að halda styttri námskeið í afmörkuðum efnum innan vistræktar. Til að fá skírteini þurfa Námskeiðið fer fram á ensku nemendur að vera viðstaddir 75% af námskeiðinu og kynna eigið verkefni fyrir Verð öðrum 120.000 – innifalið námsgögn og fæði. þátttakendum. Hvað er vistmenningarhönnun/ vistræktarhönnun

Námskeiðið veitir PDC Permaculture Design Certificate

Hugmyndafræði er að styðja við 72 heilbrigði Námskeiðiðvistræktarhönnunar er daganna 14.-23. júní, klst. jarðar, Hefur siðferði að leiðarljósi og er aðferð sem miðar að hlúa að mönnum dýrum og plöntum. Í boði er gisting á staðnum og þátttakaendur og úkennarar taka þátt í að elda Vistræktarhönnun byggir á 12 meginreglum sem verða skýrðar t á námskeiðinu.

mat og tiltekt. Í boði er þátttaka í daglegri íhugun og jóga. Námskeiðið

Námskeiðið er daganna 14.-­‐23. júní. Kennt er frá 09:00 til 13:00 og frá 14:00 til 18:00. Óformleg kennsla er á kvöldin en þá er horft á fræðslumyndir, kennsluefni rætt og nemendur geta nýtt tímann til að þróa sín eigin verkefni. Fyrsti dagurinn hefst eftir hádegið og síðasta deginum líkur í hádegi. Innrituner og gefa hreyfing vistræktar setur. Þátttakaendur og Námskeiðið 72 frekari klst, sem eupplýsingar ru kröfur sem Alþjóðleg kennarar þátt í að eaudur@rit.is. lda mat og tiltekt. Þeir sem vilja er boðið að taka þátt í daglegri íhugun og Auður tIaka Ottesen, jóga, ýmist úti eða inni eftir veðri.

Mörður G Ott, moli@greenmail.com, Kennarar Kristín Vala Ragnarsdóttir, vala@hi.is,

Aðalkennarinn er norðmaðurinn Jan Martin Bang sem ólst upp í Englandi og bjó lengi í Ísrael þar Arna Mathiesen, arna@aprilarkitekter.no. sem hann byggði upp tengslanet fyrir vistmenningu./vistrækt. Jan er með kennsluréttindi frá Nordic Permaculture Association, námskeið sem hann kennir fullnægja því kröfum fyrir PDC (Permaculture Sími 578 4800. Design Certificate). Jan er höfundur tveggja bóka um vistrækt sem kynntar verða á námskeiðinu. Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor við Jarðvísindastofnun og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Hluta námskeiðisins með Jan. Kristín Vala er með PDC skírteini frá Noregi og hefur kennt svipað efni og er á námskeiðinu um árabil í háskólanum í Bristol í Englandi og Háskóla Íslands. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  41


Skrítnir vettlingar Tex ti: Auður I Ot tesen. Uppskrif t: Valgerður Jónsdót tir Myndir: Páll jökull Pétursson og úr einkasafni

Ó

hætt er að segja að bókin Vettlingar frá Vorsbæ hafi slegið í gegn er hún kom á markaðinn fyrir jól. Í henni eru yfir 50 vettlingauppskriftir eftir mæðgurnar Emelíu Kristbjörnsdóttur og Valgerði Jónsdóttur á Vorsabæ á Skeiðum. Í bókinni eru uppskriftir að belgvettlingum, fingravettlingum, reiðvettlingum og þversum prjónuðum vettlingum svo eitthvað sé nefnt. Bókin hefur vakið athygli okkar á Sumarhúsinu og garðinum og vangaveltur um hvernig garðyrkjuvettlingar gætu litið út.

Eftir spjall við Valgerði um bókina, þá sagði hún að það þyrfti að bæta úr því að ekki væri uppskrift af garðyrkjuvettlingum í bókinni. Hún sagðist hafa samband innan fárra daga til að bæta úr þessu og prjóna sérstaka garðyrkjuvettlinga fyrir blaðið. Valgerði þökkum við innilega fyrir vettlingana og hvetjum lesendur að spreyta sig á uppskrift hennar að garðyrkjuvettlingunum.

42  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Sérstakir vettlingar til að halda utan um tauminn í reiðtúrnum eru með þumli og lausum litla fingri. Þetta er gert til að þægilegt sé að halda utan um beislið.

Börnum finnst oft snúið að fara rétt í vettlinga, að þumlarnir lendi á réttum stað. Til að leysa þennan vanda þá er uppskrift í bókinni af vettlingum með þumlinum út á hlið og þá er sama hvernig þeir snúa er í þá er farið.

Betri ending er ástæðan fyrir tveimur þumlum á svokölluðum rekstrarvettlingum, sem líka eru kallaðir sjóvettlingar og eða ferðavettlingar. Sá hluti vettlingsins sem snýr inn í lófann slitnar meira og því þótti gott að geta snúið vettlingum þannig að slitið legðist á báðar hliðar hans.


Garðyrkjuvettlingar Valgerðar frá Vorsbæ

Bómullargarn 2 dk - sokkaprjónar nr. 3. Prjónfesta 24 l =10 cm

Garðyrkjuvettlingarnir sem Valgerður prjónaði sérstaklega fyrir Sumarhúsið og garðinn eru gullfallegir. Hún gefur færi á tveimur útfærslum. Ýmist er hægt að hafa op fremst á þumal- og vísifingri eingöngu eða á öllum fingrum ofan við fyrstu kjúku.

Tvær útfærslur eru gefnar upp. Ýmist er haft op fremst á þumal-vísifingri eingöngu eða á öllum fingrum , það getur farið eftir því hversu mikilli moldarþörf viðkomandi er haldinn :

Stroff: Fitjið upp 46 L með grænu og

prjónið 1 L sl og 1 L br upp á 4 prjóna. Tengið í hring og prjónið áfram 1 L sl og 1 L br þannig að prjónað er aftan í sléttu L sem snýst við það. Prjónið 17 umf og síðan 1 umf slétt og aukið út um 2 L.

Hægri lófi: Skiptið yfir í blátt garn. Prjónið 2 L slétt, 1 L brugðið, 2 L slétt 1 L brugðið. Þessar 2 sléttu L mynda síðan tungu. Prjónið aðrar L slétt.

Vinstri lófi eins en endið á tungunni, prjónið slétt þar til 6 L eru eftir, þá er prjónað 1 L brugðið, 2 L slétt 1 L brugðið, 2 L slétt. Prjónið slétt, á lófa er aukið út innan við ystu L í sitt hvorri hlið á tungunni í 4. hverri umferð fjórum sinnum þar til tungulykkjurnar eru orðnar 8. Prjónið þangað til tungan er 19 umferðir eða um 5- 5,5 cm frá stroffi. Tungulykkjurnar ásamt þeim brugðnu eru þá þræddar upp á nælu og geymdar en 4 nýjar fitjaðar upp í þeirra stað. Prjónið 12 umferðir.

Skipting fyrir fingur: Færið tvær L af lófa yfir á handarbaksprjón, þannig að jafnt verði á handarbaki og lófa, 25 L. Vísifingur: Prjónið 7 L af lófa, 7 L af

handarbaki, fitjið upp 4 lykkjur á milli= 18 L. Jafnið lykkjunum á fjóra prjóna. Prjónið 10 umferðir, fellið af.

Langatöng: Prjónið 6 L af lófa, 6 L

af handarbaki, takið upp 4 lykkjur milli vísifingurs og löngutangar og fitjið upp 3 nýjar = 19 L. a)Prjónið 10 umferðir og fellið af. b) Prjónið 23 umf eða um 6-7 cm, takið þá úr þannig: prjónið 2 L sl, saman 2 L, endurtekið út umferðina, prj tvær sléttar umferð, prjónið eina umf 2 og 2 L saman. Dragið saman L sem eftir eru.

Litlifingur: Prjónið 6 L af lófa, 6 L af

handarbaki, takið upp 4 lykkjur í milli fingranna=16 L. a) Prjónið 8 umferðir, fellið af. b) Prjónið 16 umf eða um 5-6 cm, takið þá úr þannig: prjónið 2 L sl, saman 2 L, endurtekið út umferðina, prj tvær sléttar umferð, prjónið eina umf 2 og 2 L saman. Dragið saman L sem eftir eru.

Þumall: Rekið þumalbandið úr og

takið upp 10 nýjar lykkjur = 18 L. Prjónið 10 umferðir, fellið af.

Frágangur: Klippið frá, dragið bandið

í gegn og gangið frá endum. *Til að ekki myndist göt milli fingranna getur verið fallegra að taka upp fleiri lykkjur og taka þær saman í næstu umferð

Baugfingur: Prjónið 6 L af lófa, 6 L af

handarbaki, takið upp 3 L milli fingranna og fitjið upp 3 nýjar= 18 L . a) Prjónið 10 umferðir, fellið af. b) Prjónið 20 umf eða um 6-7 cm, takið þá úr þannig: prjónið 2 L sl, saman 2 L, endurtekið út umferðina, prj tvær sléttar umferð, prjónið eina umf 2 og 2 L saman. Dragið saman L sem eftir eru.

Í bókinni Vettlingar frá Vorsabæ eru 50 uppskriftir að allskonar vettlingum. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  43


Stapavík við Héraðsflóa

K

Tex ti og myndir: Jónatan garðarsson.

Jónatan Garðarsson

rosshöfði við sunnanverðan Héraðsflóa var verslunarstaður á fyrri hluta 20. aldar. Staðsetningin kann að virðast sérkennileg því aðstæður eru ekki beinlínis góðar á okkar mælikvarða. Undirlendi er lítið og hafnaraðstaða með versta móti en staðurinn á sér langa sögu. Á meðan vöruflutningar fóru að mestu fram á sjó voru flestir verslunarstaðir úti við ströndina þar sem hægt var að lenda léttabátum og ferja vörur milli skips og lands. Ármynni voru oft ákjósanlegir staðir einkum ef aðstaða var í landi til að slá upp búðum og stunda kaupskap yfir sumarmánuðina.

Landnámsjörð Svæðið milli Krosshöfða og Stapavíkur er ótrúlega magnað.

Ós eða Unaós er landnámsjörð þar sem Uni danski sonur Garðars Svavarssonar nam land þegar Haraldur hárfagri sendi hann út til Íslands til að semja við landsmenn um að gerast þegnar hans. Uni átti að hljóta jarlstign yfir landinu að launum, en fékk óblíðar viðtökur og hrökklaðist frá Unaósi. Hann hélt fyrst til Álftafjarðar og þaðan suður á Síðu þar sem Leiðólfur kappi drap hann. Hvort sem sagan er sönn eða hreinasti skáldskapur, er það staðreynd að Unaós er ysti bær í Hjaltastaðaþinghá. Þar er rekið fjárbú og unnið að kynbótum sem

44  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

miða að því að auka vöðvafyllingu og minnka fitu í sauðfé. Afurðir frá búinu eru seldar undir merkjum Austurlambs. Beitilandið nær frá Ósfjöllum við sjóinn að Stórurð undir Dyrfjöllum, sem er merkilegt náttúruminjasvæði.

Ágæt gönguleið Krosshöfði og Stapavík eru áhugaverðir staðir, náttúrufegurð er mikil og þangað liggur greiðfær leið. Gangan hefst við bílastæði sem útbúið hefur verið við Borgarfjarðarveg, rétt ofan við bæinn Unaós. Leiðin liggur ofan heimatúnsins neðst í hlíðum Hádegisfjalls. Þegar komið er framhjá bænum blasir við klettabrún og heita þar Nafir. Neðan klettanna er gamall vagnslóði frá árinu 1906 og rétt við veginn er Réttarklettur. Haldið er niður af klettabrúninni sniðhalt í gróinni hlíð þar til komið er að bökkum Selfljóts þar sem vagnslóðinn vísar leiðina að Krosshöfða. Vegurinn var útbúinn á sínum tíma til að auðvelda bændum á Héraði að komast með varning að og frá verslun sem rekin var á Höfðanum eins og Krosshöfði var oftast kallaður. Vegurinn liggur um eyrar eða um mjóar ræmur milli fljótsbakkans og fjallshlíðar. Veghleðslur eru sæmilega heilar, en vegslóðinn er það mjór að hann er rétt svo nothæfur fyrir fjórhjól eða sem gönguleið. Fara þarf yfir Nautá sem rennur um Nauteyri. Ljósleit

líparítmöl hefur borist niður með ánni og mótað eyrina. Nautárgil er fagurlega prýtt marglitu líparíti og Nautaskógur er í hlíðinni utan Nautár. Hægt er að finna um þriggja metra há birkitré í giljum og innan um vaxa gulvíðir og loðvíðir, sem setja ævintýralegan blæ á hlíðarnar með litadýrð sinni þegar haustar. Yfir öllu gnæfir Sönghofsfjall en í Klukkugjá ofan Sönghofsfjallsmela var hof eftir því sem sögur herma. Grjóthringur sem þar leynist í landinu er sagður styðja frásögnina um hofið. Utar eru Grjótfjall með grýttum hólum og Smátindafjall sem fær nafn af þremur tindum sem minna á burstir á bæjarhúsi.

Selfljótsós Selfljót breiðir úr sér og er svo lygnt að það lítur út eins og stöðuvatn eða vogur þó þetta sé í raun síkvikt fljót sem rennur látlaust til sjávar. Landið liggur mjög lágt þar sem framburður þriggja stórra vatnsfalla, Selfljóts, Lagarfljóts og Jökulsár á Brú, hefur hlaðið upp miklu magni af sandi og jökulaur í margar aldir og myndað Héraðssand. Sjávarfalla gætir í Selfljótsósnum og það er nauðsynlegt fyrir þá sem eiga leið um svæðið að átta sig á því að aðstæður breytast í samræmi við gang himintungla og eðli flóðs og fjöru. Gengið er meðfram Selfljóti undir bröttum fjallshlíðum og eftir því


Unaós er landnámsjörð þar sem Uni danski sonur Garðars Svavarssonar nam land þegar Haraldur hárfagri sendi hann út til Íslands til að semja við landsmenn um að gerast þegnar hans.

sem utar dregur sést að nálægðin við Atlantshafið hefur skilað rekaviði á land. Víða liggja stórir drumbar fúnir og feyskir í fjöruborðinu. Stikla þarf yfir nokkra læki á leiðinni, sem ætti að reynast auðvelt, því þeir eru ekki vatnsmiklir að öllu jöfnu. Utan við Þrepalæk eru tóftir Eiðavers og beitarhúss frá Unaósi í kvos undir klettabelti. Margrét ríka Þorvarðardóttir, sem var kölluð Eiða-Margrét, hafði þarna í veri á 16. öld. Líklegt má telja að ós Selfljóts hafi legið innar í landinu en nú er og að stutt hafi verið að sækja út á Héraðsflóann. Margar sögur fara af Eiða-Margréti, sem var dóttir Þorvarðar Bjarnasonar, og rík af búfé, peningum og jörðum. Hún átti Njarðvík og Húsavík og rak rausnarbú að Eiðum. Margrét átti tvo eiginmenn og hét annar þeirra Björn. Hann var sagður lítill fyrir sér. Þegar þau skildu komst hann í skip sem flutti hann til útlanda en talið er að hann hafi verið í ferðum á milli Íslands og norðanverðrar Evrópu eftir það. Margrét átti geitur sem hröktust í aftakaveðri upp í fjall og urðu úti á Beinahjalla. Þar á meðal var Beinageit og við hana er Beinageitafjall kennt, samkvæmt gömlum sögnum.

Hvíteyri og Krosshöfði Þegar komið er utar tekur við Hvíteyri sem er þakin ljósri líparítmöl sem borist hefur úr Grjótfjalli með Hvíteyrarlæknum. Utan við lækinn tekur Krosshöfði við og þar eru tóftir frá þeirri tíð er verslunarhús og geymslur voru á Höfðanum. Þarna er líka fornt uppsátur en útræði var stundað frá Krosshöfða áður fyrr og höfðust vermenn við í helli sem er horfinn vegna mikils sandburðar. Ósinn er frekar þröngur og norðan hans tekur Héraðssandur við. Utan við ósinn eru tvö sker sem heita Svertlingar og þarna hafa verið fleiri sker sem núna eru umlukin sandi og líkjast klettum. Svartur sandurinn frá Selfljóti hefur fyllt upp í Óshöfn en rétt sunnan hennar er Fossvík. Þar fellur Fossvíkurlækur fram af klettabrún niður

á sandinn og myndar lítið lón. Nokkru lengra er Miðvík og ennþá fjær er Stapavík sem er umkringd klettum og stöpum á þrjá vegu. Stapavíkurlækur fellur í tíu metra háum fossi fram af brúninni.

Bærinn Unaós

Veghleðsla gamla vagnslóðans frá árinu 1906.

Verslun stofnuð á Höfðanum Margt bendir til þess að Selfljót hafi verið skipgengt á meðan skip voru grunnrist. Kaupmenn hafa væntanlega siglt skipum sínum eins langt og þau komust með góðu móti. Þessu var ekki að heilsa þegar Þorsteinn Jónsson kaupmaður á Borgarfirði eystra stofnaði til verslunar á Krosshöfða árið 1902. Hann lét byggja verslunarhús og geymslur árið 1904 og naut fulltingis Þórarins Erlendar Tulinius kaupmanns sem átti gufuskipafélagið Thore. Þórarinn, eða Thor E. Tulinius eins og hann skráði nafn sitt, útvegaði þær vörur sem til þurfti. Vorið 1905 var Jón St. Scheving, sonur séra Stefáns Jónssonar á Kolfreyjustað við Fáskrúðsfjörð, ráðinn verslunarstjóri á Höfðanum. Hann flutti þangað ásamt Guðlaugu Jónsdóttur konu sinni sem var frá Kolmúla við Reyðarfjörð. Þetta sómafólk ól upp Gunnlaug Óskar Björnsson, sem tók upp ættarnafnið Scheving og varð einn ástsælasti myndlistarmaður þjóðarinnar. Guðlaug var hægri hönd Jóns við afgreiðslustörfin, en á þessum tíma var ekki algengt að konur sinntu slíkri iðju. Þau voru rómuð fyrir lipurð og greiðvikni og vel liðin í alla staði. Eldur kom upp í sölubúðinni í ágúst 1911 og barst á ógnarhraða um húsið. Brann allt sem brunnið gat og var hvorki hægt að bjarga húsmunum hjónanna eða búðarvarningi. Jón og Guðlaug bjuggu eftir þetta í skamma hríð að Tjarnarlundi í Hjaltastaðaþinghá. Verslunin Framtíðin á Seyðisfirði hafði yfirtekið rekstrinum á Krosshöfða 1907 og hélt áfram að skipa upp vörum á Höfðanum. Þegar Kaupfélag Borgfjarðar var stofnað 1918 sinnti það vöruflutningum til Úthéraðsmanna.

Beitarhús og Eiðaver undir klettasnös.

Nautárgil og Nautaskógur.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  45


Milli Grjótfjalls og Smátindafjalls er Gönguskarðsvegur, gömul þjóðleið sem Borgfirðingar og Njarðvíkingar notuðu þar til akvegurinn um Vatnsskarð var lagður árið 1955.

Horft yfir byggðina í Njarðvík.

Kaupfélagið stofnaði tvær félagsdeildir árið 1920 og gengu flestir Úthéraðsbændur í félagið. Guðni Þorkelsson bóndi á Gagnstöð í Hjaltastaðþinghá var ráðinn forstöðumaður útibúsins á Krosshöfða. Ráðist var í að byggja vörugeymslu á Höfðanum og þurfti Guðni að fara tíu kílómetra leið frá Gagnstöð að Höfðanum til að sinna viðskiptunum, en geymdi vefnaðarvöru og smávarning heima á bænum. Þar var oft mikill gestagangur.

Erfið skilyrði til uppskipunar

Ferskvatnslón við Héraðsflóa.

Uppskipun í Óshöfn gat ekki farið fram nema á flóði og ládauðum sjó og varð að sæta færis. Léttabátur var dreginn inn í Óshöfn þar til hann kenndi grunns. Óðu menn út á móti bátnum og báru sekki, tunnur og annan varning á bakinu í land. Þegar brimaði óvænt varð ófært við Kosshöfða og var þá skipað upp úr Fossvík eða Stapavík sem eru fjær. Alltaf var hættulegt og erfitt að fást við uppskipun á öllum stöðunum þremur. Sandburður fyllti Óshöfn smám saman og var Sigurður Thoroddsen verkfræðingur fenginn til að mæla fyrir vírbraut á milli klappasnasar sunnan við Stapavík og klettabrúnarinnar. Útbúið var handspil sem var vandræðaverkfæri og virkaði aldrei almennilega. Reynt var að setja mótor við spilið sem skilaði ekki tilætluðum árangri og urðu fílefldir karlmenn að snúa spilinu án afláts. Þetta var hreinræktuð þrælavinna og svo seinleg að stundum urðu menn að láta sig hafa það að bera þunga sekki á bakinu og klífa skriðu upp á brúnina þar sem geymsluskúrinn var. Göngufólk getur reynt að ímynda sér hverskonar þrekvirki það hefur verið að burðast þarna með 50 kg mjölsekki á bakinu.

46  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Sumarið 1933 varð banaslys þegar Aðalbjörn Magnússon bóndi á Unaósi vann við uppskipun, en spilvindan skall á hann af svo miklu afli að hann beið bana af. Hætt var að nota spilið 1939 og eftir það var vörum landað við Krosshöfða þegar færi gafst. Uppskipun var hætt þarna 1945 þegar vegur var lagður frá Egilsstöðum út Hjaltastaðaþinghá.

Gamla þjóðleiðin um Gönguskarð Milli Grjótfjalls og Smátindafjalls er Gönguskarðsvegur, gömul þjóðleið sem Borgfirðingar og Njarðvíkingar notuðu þar til akvegurinn um Vatnsskarð var lagður árið 1955. Gönguskarðsvegur liggur frá Krosshöfða Héraðsmegin og er þetta kjörin gönguleið. Sést yfir Héraðsflóann og fjöllin í Jökulsárhlíð og Smjörvatnsheiði þegar upp er komið. Í góðu skyggni má jafnvel sjá alla leið norður á Langanes. Gönguskarð er í

um 415 metra hæð og síðan tekur við brött skriða sem liggur niður í Göngudal. Fremur blautt getur verið þarna uppi og þegar neðar dregur þarf að fara yfir Göngudalsána á góðu vaði. Síðan er gengið ofan girðingar meðfram Þorragarði sem talið er að hafi verið hlaðinn rétt fyrir árið 1000. Upplýsingaskilti er við enda Þorragarðs nálægt bænum Hlíðartúni í Njarðvík. Skynsamlegt er að skipuleggja ferðina þannig að koma fyrir bifreið Njarðvíkurmegin svo að ekki þurfi að ganga aftur til baka sömu leið, eða eftir veginum um Vatnsskarð. Hvort sem ætlunin er að fara yfir Gönguskarð eða ganga út með ströndinni er nauðsynlegt að hafa hlífðarfatnað í bakpoka og nesti til fararinnar. Á sólríkum degi má ekki gleyma sér því ský geta dregið fyrir sólu, vindar farið að blása og þokan á það til að leggjast yfir landið með litlum fyrirvara. n


Hollur og góður hádegisMatur á góðu verði opið kl. 10:00 – 14:00 alla virka daga

Erum einnig með Matur & Músík veisluþjónustu og sal til útleigu. sími 660 1840 / 482 1770 Tryggvagötu 40 800 Selfoss

• Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um nokkra liti á setlaugum • Einnig viðarkamínur á frábæru verði!

Íslensk framleiðsla í rúm þrjátíu ár

Snorralaug

Áskrift borgar sig Áskriftarsími 578 4800 www.rit.is

Unnarlaug

Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! NORMX hitastýringar eru sérframleiddar fyrir íslenskar aðstæður!

Grettislaug

Gvendarlaug

Snorralaug

Setlaugar Auðbrekku 6 • 200 Kópavogur • Sími 565 8899

ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! WIPE OUT OFNA OG GRILLHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR

NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN

ODORITE ÖRVERUHREINSIR

SEPT-O-AID ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466

Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00 -17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  47


Sumardvöl

í Straumfirði á Mýrum

S

Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson.

traumfjörður í Álftaneshreppi á Mýrum er merkur staður. Hann var verslunarstaður fyrr á tímum þrátt fyrir hafnarleysi og vályndar rastir. Skipsskaðar voru tíðir og fórst þar franska hafrannsóknarskipið Pourquoi pas?. Fuglalíf er fjölskrúðugt og laða þessir þættir allir að sér fjölda ferðamanna á sumrin. Sigrún Guðbjarnardóttir og Steinar Ingimundarson dvelja í Straumfirði á sumrin og eru sjálfskipaðir verndarar staðarins.

Gamli bærinn frá því 1906 var gerður upp í upprunnalegri mynd og er mikil prýði af honum

Sigrún ólst upp í Straumfirði ásamt Magnúsi bróður sínum, en jörðin er í þeirra eigu. „Við erum hér á sumrin en okkur finnst þurfa að vernda staðinn og hlúa að honum. Búskapur var hér til 1979 er faðir minn hætti búskap. Magnús bróðir minn var með honum í búskapnum og

48  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

hugsaði lengi um æðavarpið hér, sem nú er í Straumfjörðinn árið 1982. Á þeim tíma í umsjón allrar fjölskyldunnar,“ segir hún. þurfti að sæta sjávarfjöllum til að komast Mikið af fólki heimsækir Straumfjörð út í eyna. Börn þeirra þrjú dvelja nær að sumri til, mest Íslendingar, en allar helgar yfir sumartímann á staðnum einnig Frakkar sem þekkja sögu haf- ásamt börnum og barnabörnum, en þau rannsóknarskipsins sem fórst við inn- eiga öll sinn hvorn bústaðinn.“ siglinguna. „Við tökum á móti fólki, hingað gera saumaklúbbar og eldri Aldargamalt hús fær borgarar sér ferð í rútum og við segjum endurnýjun lífdaga frá sögu staðarins. Við heyjum túnið, Ábúendur á undan Guðbirni voru erum með nokkrar kindur í samvinnu við þau Guðjón og Þórdís en þau byggðu syni okkar og svo erum við með nokkrar íbúðarhús á staðnum árið 1906. Húsið hænur hér líka og erum að fikra okkur var upphaflega járnklætt timburhús, en síðar var steyptur sökkull undir það. „Við áfram í ræktuninni.“ lögðum ekki í að gera við gamla húsið í Fjölskyldusamfélag fyrstu, það var ónýtt er við ætluðum að Íbúðarhúsið á staðnum var verulega farið fá ýtu til að jafna það við jörðu. Bjarni að láta á sjá og vart hæft til notkunar. sonur okkar vildi hins vegar þyrma húsinu Hjónunum fannst ekki svara kostnaði og gera það upp. Hann er laghentur og að gera það upp og létu því smíða lítið hefur gaman af gömlum húsum,“ segir hús fyrir sig í Borgarnesi sem þau fluttu Sigrún sem er ánægð með árangur af


Kartöflur ræktaðar í fiskikerjum

Steinar hlúir að hænsnum en vísir að búskap er enn í Straumfirði.

Eplatré sem gefa af sér góða uppskeru.

vinnu hans. „Nú er húsið fullbúið að utan í sömu mynd og það var í upphafi og nær fullklárað að innan. Bjarni byrjaði um aldamótin 2000 með því að endurklæða húsið að utan, síðan tók hann þakið sem var farið að láta á sjá. Árið 2002 reif hann allt innan úr húsinu sem var mikið verk, þar sem það var panelklætt og einangrað með torfi,“ segir hún. „Síðan voru gluggarnir allir endurnýjaðir sumarið eftir. Bjarni er tryggur sögu hússins og staðarins. Inni í húsinu eru munir sem minna á búskaparhætti hér áður fyrr. Sólóeldavél er í eldhúsinu, reyndar ekki sú sem var þar áður, en samskonar vél. Gamli sveitasíminn er enn til og á veggjum munir til minningar um rannsóknarskipið Pourquoi pas?. Um er að ræða mynd af skipinu og kýrauga sem franska sendiráðið vildi að fjölskylda varðveitti til að geta sýnt ferðamönnum sem kæmu á staðinn.“

Baslað í gróðrinum „Við erum að reyna að basla við að rækta eitthvað hérna, að fálma eitthvað út í loftið,“ segir Sigrún. Nærri húsinu þeirra er rabarbaragarður og gulrótarækt í fiskikerjum sem gengur vel. „Við erum í talsverðu basli með vínberjarækt sem við erum að reyna að fá uppskeru af. Við erum að vona að plönturnar fari að gefa af sér en við fluttum þær nýlega í garðskála sem er við húsið, þar ættu þau að fá næga birtu,“ segir hún.

Sögulegur staður Straumfjörður í Álftaneshreppi á Mýrum stendur við samnefndan fjörð. Straumfjörður var mikil jörð, fyrr á öldum var selveiði og fuglatekja arðsöm og fiskur oft skammt undan landi. Stundum bjó einn stórbóndi í Straumfirði, en eins oft tveir, auk hjáleigubænda og húsmanna, sem lifðu eingöngu á veiðiskap. Lengi vel var

fjölbýlt og mannmargt í Álftaneshreppi. Um miðja nítjándu öld voru þar búsettir hálft fjórða hundrað manns en hefur hríðfækkað síðan þá. Þrátt fyrir varasama röst sem vandfarið var um var sjósókn stunduð frá Straumfirði. Það var ekki aðeins röstin sem var erfið, heldur og hin vandrataða leið frá Þormóðsskeri. En er inn fyrir röstina er komið var djúpt og lygnt og var ekki aðeins

Sigrún hugar að ávaxtatrjánum í gróðurhúsinu. þau hjónin eru að fikta við að rækta í plastgróðurhúsi epla-, krisuberjaog plómutré

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  49


Í þjóðsögum er sagt frá hinni merku StraumfjarðarHöllu sem var uppi á 15. öld sem bjó í Straumfirði. Almannarómur gerði Höllu fjölkunnuga en orðspor hennar lifir í fjölmörgum örnefnum á staðnum sem við hana eru kennd. Má þar nefna Höllugróf, Hölluvör og Höllubrunn. Vatn var sótt í Höllubrunn og nærri honum var hestasteinn hennar. Í steininn var klöppuð laut sem vatn var sett í til að brynna hestum. Í húsinu er mikið af gömlum húsgögnum og hlutum frá fyrri tíð.

smábátum borgið, heldur einnig stórum skipum. Talið er að Hamborgarkaupmenn hafi siglt inn Straumfjörðinn fyrr á öldum. Einokunarkaupmenn sigldu þangað um hríð, eða frá 1669 til 1672, en skip sigldu oft þangað að afléttri einokun á verslun. Þegar losnaði um einokunarhöftin voru það lausamenn sem tóku árlega að leita viðskipta við Mýrarmenn og leigðu sér hafnarstæði. Stundum komu jafnvel tvö skip á ári, annað snemma sumars en hitt undir haustið. Fengu þeir skipum sínum vísað til hinnar öruggu hafnar á Straumfirði um grynningar og sker. Ummerki frá verslunartímanum eru enn sýnileg. Um er að ræða tættur, sem kallaðar eru dönsku búðir, og festarhringir sem við voru bundin kaupskip. Árið 1863 varð Straumfjörður löggiltur verslunarstaður, en eftir að Borgarnes varð fjórum árum síðar, tók verslun í Straumfirði að hnigna og lagðist hún alveg af um aldamótin 1900. Síðastur til að versla þar var Ásgeir Eyþórsson (1869-1942), faðir Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrum forseta Íslands, frá 1896-1901.

Skipskaðar tíðir í Straumsfirði Í Straumfirði hafa mörg skip og bátar strandað. Sigrún man í uppvexti sínum eftir strandi norskra vöruflutningaskipa sem sitthvort árið. Í bæði skiptin varð mannbjörg en skipin liggja á hafsbotni. Kunnasta skipsstrandið í Straumfirði varð

50  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

þann 16. september 1936 er rannsóknarskipið Pourquoi pas? steytti á skerinu Hnokka í fárviðri er það var á leið frá Reykjavík norður í Íshaf og brotnaði í spað. Alls skolaði 39 líkum á land og meðal þeirra var leiðangurstjóri ferðarinnar, vísindamaðurinn Dr. J. B. Charcot. Eugene Gonidec, þriðji stýrimaður, var sá eini, sem komst lífs af með hjálp Kristjáns Þórólfssonar frá Straumfirði. Rak mikið timbur úr skipinu þegar það brotnaði á skerinu og rak á nálæga bæi og var timbrið nýtt. Flakið er friðlýst í dag. Kvikmyndin - Svo á jörðu sem á himni, var samin um strandið og muni úr skipinu er hægt að sjá í safni í Sandgerði. Á bókasafninu í Borgarnesi er sögu skipsins og strandinu gerð skil á veggspjöldum og þar má lita augum líkan af skipinu. „Í fyrrasumar komu hér franskir kafarar að gera kvikmynd um skipið og hef ég séð hana. Þeir köfuðu niður og mynduðu flakið. Yngri sonur minn var þeim til aðstoðar,“ segir Sigrún.

Uppalin í Straumfirði Sigrún fæddist í sama mánuði og sjóslysið varð, í september1936 á Stað í Borgarfirði. Foreldrar hennar höfðu reist sér þar hús sem þau urðu svo nauðbeygð til að selja, en kreppa herjaði á menn á þessum árum. Sigrún var þriggja ára er hún flutti í Straumfjörðinn en Magnús bróðir hennar var árinu yngri. Systkinin ólust þar upp hjá föður sínum sem réði til


Við fjöruna er minnismerki um Pourquoi pas? Sem reist var 1997 af frönskum skátum sem var í mun að ekki gleymdist sá atburður þegar hið fræga hafrannsóknarskip fórst þar 1936.

Kýrauga úr Pourquoi pas? er meðal muna sem varðveittir eru í gamla húsinu.

Straumfjarðar-Höllu. Sá var hlaðinn á 14 öld er Halla bjó í Straumfirði. Vatnið úr þeim brunni er afar gott og gott að þvo í því vatni.“

sín fóstrur því móðir þeirra féll frá ári eftir að þau fluttu á staðinn. „Hér fjaraði út. „Fuglinn greip var hvorki rennandi vatn né rafmagn rauðmagann og sleppti honum á landi og lífsbaráttan oft erfið þegar ég ólst og þar stóðum við tilbúin að ná honum.“ upp en Straumfjörður var gjöful jörð sem útheimti mikið vinnuafl. Pabbi var Vatnið sótt í brunn óhemju duglegur og handlaginn maður. Rafmagn kom ekki í Álftahrepp fyrr en Hann var alltaf vinnandi. Faðir minn var 1960, fyrir tilstuðlan kvenfélagskvenna á góður smiður, smíðaði bekki og stóla,“ staðnum. „Við fengum svo ekki rafmagn segir hún en á þessum tíma björguðu fyrr en fyrir 10 árum síðar. Fram að því menn sér um það sem þeir þurftu. Kindur var það díselrokkurinn sem sá fólki fyrir og sex mjólkandi kýr voru á staðnum og ljós og yl,“ segir Sigrún.Vatnið var lagt krakkarnir fóru með mjólkurbrúsana að bænum úr sveitaveitunni um 1988. um 7 km veg á móts við mjólkurbílinn „Er ég fór að heiman varð ég búin að fá um vegleysu á hestum. Guðbjörn átti bát mig fullsadda af vatnsburði og baslinu. Skömmu áður en við fengum vatn í húsið og náði sér í soðið. Sigrún minnist þess að þau systkinin hafi líka hjálpað til en var vatnið skamman tíma leitt í húsið úr brunni í eldhúsvaskinn sem þótt mikill þeim voru fengin prik og þau pikkuðu upp kola og rauðsprettu í grunnum álum. lúxus, en þangað til var það sótt í brunna „Okkur þótti þetta óskaplega gaman. Við og af þökunum. Það var mikill munur vorum berfætt og fundum fyrir fiskinum að fá rennandi vatn. Brunnarnir voru undir iljunum þar sem hann hafði bolað tveir og vatnið í þeim afar mismunandi. sér undir sandinn. Þegar hann hreyfði sig Annar brunnurinn sem var heima við þá stungum við prikinu niður,“ segir hún hús, var steyptur og kallaður Höskuldur og að þau hafi líka sætt lagi þegar fuglinn og var vatnið hart og steinefnaríkt. Sápa stakk sér eftir hrognkelsi á vorin sem freyddi ekki í þessu vatni en gerði það í varð eftir í sandpollum í flæðamálinu er hinum brunninum er kenndur er við

Teikning af rannsóknarskipinu Pourquoi pas?

Fuglalíf fjölskrúðugt Fuglalífið er fjölskrúðugt, alls hafa sést um 40 fuglategundir á staðnum. Á þriðja tug tegunda gera sér hreiður og segir Sigrún að unun sé að fylgjast með fuglalífinu á vorin og yfir sumarið. „Fuglinn er með hreiður hér allstaðar. Talsvert æðarvarp er hér og vitjum við dúnsins í eyjum og töngum, en þangað hefur æðurinn flúið mink og ref,“ segir hún. „Við notum gasbyssur til að fæla ref og mink frá ef við verðum þeirra vör og hundar snuðra hér um allt og hafa fælandi áhrif.“ Kría verpir í túni og fjölskyldan nýtir sér egg til matar. Sigrún minnist þess að faðir hennar hafi geymt egg í salti niður í svölum kjallaranum til að lengja endingu þeirra. „Grágæsin fer hér um í flokkum á vorin. Oft missir stóri fuglinn af ungunum sem verða viðskila við þá og við tökum þá að okkur og þeir dafna vel og eru tryggir og koma aftur og aftur.“ n Heimild: Andvari, 98 árg. 1973, 1 tlb. bls 15 DV 28. ágúst 2002, viðtal við Bjarna Steinarsson

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  51


Fuglalíf við Straumfjörð

og víðar á Út-Mýrum

Tex ti og myndir: Jóhann Óli Hilmarsson, www.johannoli.com.

M Jóhann Óli Hilmarsson

Straumfjörður á fjöru.

ýrar eru láglent hérað norðvestan við Borgarfjörð sem einkennist af vötnum, mýrum og grýttum holtum. Mýrasýsla dregur nafn sitt af héraðinu, hún spannar svæðið frá Hvítá að Hítará. Strandlengjan frá Hítarnesi að mynni Borgarfjarðar er mjög vogskorin með mörgum eyjum og skerjum úti fyrir. Stærsta eyjan er Hjörsey, en gengt er út í hana á háfjöru. Hjörsey er þriðja stærsta eyjan við landið. Þar var lengi búið, svo og í fleiri eyjum eins og í Knarrarnesi. Straumfjörður, sem fjallað er um annars staðar hér í blaðinu, er hálfgerð eyja.

Fuglalíf á þessu svæði er afar fjölskrúðugt. Svæðið frá Álftanesi að Ökrum, hluti Út-Mýra, sem hér verður fjallað um, er hluti af stóru náttúruverndarsvæði, sem nær fyrir þveran Hnappadalinn alveg norður að Saurum í Staðarsveit. Það nefnist Álftanes, Akrar og Löngufjörur. Þetta svæði er í tvennu lagi á skrá Alþjóða fuglaverndarsamtakanna BirdLife International, sem Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði (Important bird area, IBA). Mikilvægi þessa svæðis er vegna umferðar farfugla, fellistöðva álfta og æðarfugls og varpfugla. Auðgin er því mikil.

52  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Varpfuglar í Straumfirði Varpfuglafánan á Mýrum er fjölskrúðug. Þar verpa um 60 tegundir að staðaldri. Í Straumfirði er fuglalíf fjölskrúðugt og segir Sigrún Guðbjartsdóttir sem þar ólst upp og dvelur þar á sumrin, að þar hafi orpið um 30 tegundir. Allsstaðar eru hreiður. Stelkur, hrossagaukur og tjaldurinn segir hún að verpi þar út um allt. Krían verpur á vorin í túninu og kríuger er á veginum að bænum. Í sumarbyrjun þarf að fara varlega til þess að eiga ekki á hættu að keyra yfir kríuunga á veginum. Skógarþröstur og maríuerla verpa inn í fjárhúsinu og gömlu fjósi á staðnum. Grágæsir sem sækja staðinn eru ákaflega gæfar og arnarpar verpur í hreppnum nærri bæjum í sveitinni en færir sig til. Sumarið 2003 kom örninn upp tveimur ungum í Straumsfirði en hann raskaði ekki fuglalífi á staðnum. Það er skiljanlegt að á skilti við veginn inn að bænum sé varað við að menn eigi ekki að trufla fuglalíf og menn hvattir til að fara sér að engu óðslega um varptímann á vorin. Talsvert æðarvarp er á staðnum sem fjölskyldan sinnir og vitjar dúnsins í eyjum og töngum. Æðurin hefur flúið út í eyjarnar því þarna er bæði minkur og tófa. Sigrún segir að menn hafi varan á sér allt árið að passa að þær geri sér ekki greni. Í sumum tilvikum eru notaðar

gasbyssur til að fæla minka og refi frá og hundar sem snuðra um og halda þeim frá. Hjónin á bænum sækja sér kríuegg til matar, en síðustu ár hefur verið erfitt fyrir kríuna vegna fæðisleysis og hún ekki alltaf komið upp ungum vegna þess.

Aðrir varpfuglar á Út-Mýrum Lómurinn er hvergi algengari en á ÚtMýrum.Sem dæmi um þéttleika urpu 74 pör á nokkurra ferkílómetra svæði við Laxárholt árið 1978, yfir 30 pör í Hjörsey 1987 og 20-25 pör við tjörn hjá Ökrum. Oft skerst í odda með lómunum þegar þeir verpa svo þétt. Nokkur himbrimapör verpa jafnframt á Út-Mýrum. Flórgoði var áður allvíða, en hann hvarf milli 1950 og 60, í kjölfar framræslu og landnáms minks. Hann gæti numið land aftur, sést hefur til hans við Akra. Nokkrir sjófuglar eru tíðir í skerjum og hólmum á Út-Mýrum. Dílaskarfur finnst í nokkrum skerjum og lundi er algengur, stærstu vörpin eru í Geldingaey milli Hjörseyjar og Knarrarnes og Lambeyjum utan við Straumfjörð. Fýll og teista finnast. Rita verpur í allstórum vörpum við Knarrarnes og Knarrarneshöfða. Svartbakur, sílamáfur og hettumáfur eru algengir. Kjóinn er einn


Allt að 15.000 margæsir hafa sést saman á Mýrum, skammt norðan Straumfjarðar. Hér er lítill hluti af gríðarstórum hópi. Nokkrar rauðhöfðaendur eru í hópnum.

Tígulegur örn á flugi yfir óðali sínu á Mýrum.

af einkennisfuglum Mýranna. Áður hafa verið nefndar kríur í Straumfirði, en hún er algeng víðar. Ætisskortur, sem stafar aðallega af lélegri afkomu sandsílis, hefur haft merkjanleg áhrif á marga sjófugla á Mýrum, eins og kríu og lunda. Andavarp er ríkulegt við tjarnir og vötn nærri sjó á Út-Mýrum. Sérstaklega kringum Álftanes, Straumfjörð, í Hjörsey og við Akra. Þar verpa m.a. sjaldgæfar andategundir: gargönd, grafönd og skeiðönd. Af algengari öndum má nefna rauðhöfðaönd, stokkönd, urtönd, skúfönd, duggönd og hávellu. Toppönd verpur bæði við sjó og strandvötn. Æðarvarp er víða mikið, eins og kom fram í máli Sigrúnar hér að framan. Æðurin verpur aðallega í hólmum, nesjum og töngum við sjávarsíðuna. Nýr landnemi, brandönd, hefur verið að stinga sér niður á ÚtMýrum, en höfuðstöðvar hennar eru í Borgarfirði innanverðum.

Vaðfuglar eru tíðir á Mýrum. Sigrún nefnir tjald, hrossagauk og stelk. Heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, spói, jaðrakan og óðinshani eru auk þess allt algengir varpfuglar á Út-Mýrum. Þar er einn af örfáum varpstöðvum þórshana á landinu og er fuglinn strangfriðaður, eins og örninn. Spörfuglarnir þúfutittlingur, maríuerla, steindepill og skógarþröstur eru allt algengir varpfuglar.

Fargestir Ísland hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem viðkomustaður fyrir hánorræna fugla á leið þeirra milli vetrarstöðva í Evrópu og Afríku og varpstöðva á Grænlandi og Íshafseyjum Kanada. Sumur á norðlægum slóðum eru stutt og því skammur tími til stefnu fyrir fuglana að verpa og koma ungunum á legg. Dvalartími þessara fargesta á Íslandi á vorin fer í að safna fituforða sem nægir til að skila þeim á varpstöðvarnar, viðhalda þeim þar fyrsta

Þar sem margir lómar verpa við sömu tjörnina, getur slegið í brýnu milli þeirra.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  53


Dílaskarfar verpa á nokkrum skerjum á Mýrum.

Æðarfugl er algengasti varpfuglinn við sjávarsíðuna á Mýrum.

kastið og þroska eggin. Dvölin á Íslandi hefur grundvallarþýðingu fyrir þessa stofna og án hennar væri þessi leið á varpstöðvarnar ekki fær. Oft er talað um „bensínstöðina Ísland“ þegar þessir fuglar eiga í hlut. Mikið útfiri er á slóðum okkar á Mýrum. Gríðarmiklar leirur koma í ljós á fjöru og grunnsævi er víðfemt. Munur flóðs og fjöru er mikill og mergð hólma, skerja, tanga og nesja mynda skjól fyrir úthafsöldunni. Þetta eru kjöraðstæður fyrir marga af gestum þeim, sem heimsækja okkur vor og haust. Þar stoppa þúsundir eða tugþúsundir margæsa, rauðbrystinga, sanderla og tildra á langferðum sínum. Um mýrarnar á Mýrum fara stórir hópar blesgæsa á leið til og frá varpstöðvum á V-Grænlandi. Margæs, blesgæs, rauðbrystingur, sanderla og tildra eru eindregnir fargestir, en grænlenskir lóuþrælar og sandlóur fara jafnframt um íslenskar fjörur vor og haust. Marhálmur er háplanta, skyld grösum og eina háplantan sem vex í sjó hér við land. Marhálmur vex víða á grunnsævi á Mýrum og er mikilvæg fæða fyrir margæs og álftir.

Fellistöðvar Grunnsævið á Mýrum er þýðingarmikill fjaðrafellistaður fyrir æðarfugl og álft. Andfuglar fella flugfjaðrir síðsumars og eru þá ófleygir um tíma. Þeir safnast þá gjarnan fyrir á hentuga staði, þar sem friður er fyrir rándýrum og annarri truflun, svo og nóg æti. Andasteggir/ blikar yfirgefa kollurnar eftir varp og safnast saman til að fella skrautbúninginn og flugfjaðrirnar. Á grunnsævi á Mýrum og í Hnappadal eru stærstu fellistöðvar

Kjóinn er einn af einkennisfuglum Mýranna.

54  Sumarhúsið og garðurinn 1 2014


Sanderlur í ætisleiti. Stór hluti þeirra sanderla sem fer um landið hefur viðkomu á Mýrum.

æðarblika á landinu, þar er ætlað að 100200.000 æðarfuglar séu í felli. Álftir sækja í marhálm á grunnsævi eins og fyrr er nefnt. Allt að þúsund álftir fella flugfjaðrir í Álftárósi og víðar. Álftaörnefni eru tíð á þessu svæði. Út-Mýrar eru afar mikilvægt fuglasvæði fyrir margra hluta sakir. Þar er fjölbreytt varpfuglafána, mikilvægur viðkomustaður fargesta og mikilvægar fellistöðvar andfugla. Það er því forgangsatriði að vernda þetta svæði og afar mikilvægt að ganga um það af varúð og tillitsemi við hina fiðruðu íbúa. n

Stuðst var við ýmsar prentaðar heimildir við ritun pistilsins, sérstaklega grein eftir Kristin Hauk Skarphéðinsson í Blika 21 frá árinu 2000. Tugþúsundir rauðbrystinga heimsækja Mýrarnar á fartíma á vorin og síðsumars.

Vinabekkur

í Grasagarði Reykjavíkur

Minningarbekkur frá Stanislas Bohic garðhönnuði Á dögunum barst Grasagarði Reykjavíkur falleg gjöf, þegar bræðurnir Friðrik og Arnór Bohic færðu garðinum vinabekk til heiðurs föður sínum, Stanislas Bohic garðhönnuði, sem lést í desember 2012. Forsvarsmenn Grasagarðsins tóku á móti gjöfinni með þökkum og var bekknum komið fyrir á milli tveggja birkitrjáa í trjásafni garðsins og munu gestir njóta vinabekkjarins um ókomin ár. Á skildinum stendur: Vinabekkur. Til heiðurs föður okkar Stanislas Bohic 1948-2012. Friðrik og Arnór Bohic á bekknum góða. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  55


Er geymsluskúrinn tryggður?

Tex ti: Snæfríður Ingadót tir. Myndir: Páll Jökull

Í

síðasta tölublaði fjölluðum við um það að með nýrri byggingarreglugerð þarf ekki lengur að fá leyfi fyrir minniháttar framkvæmdum á lóðinni. Þetta hafa margir nýtt sér og byggt palla, skjólveggi og smáhýsi án þess að teikna framkvæmdirnar upp. En hvað með tryggingarmálin? Hvernig tryggir maður þessar smáframkvæmdir?

Panta má endurmat á heimasíðu Þjóðskrár sem sendir matsmann á staðinn sem verðmetur eignina.

Húseigendum er skylt að vera með lögboðna brunatryggingu sem tryggir gegn brunatjóni en einungis á þeim byggingum sem tilgreindar eru í brunabótamati. Brunabótamatið endurspeglar endurbyggingarkostnað húseignarinnar og sér Þjóðskrá um matsgerðina en matið er byggt á upplýsingum frá sveitarfélögunum. Að sögn Guðjóns Steinssonar, deildarstjóra skráningar- og matsviðs, er hægt að taka byggingar sem eru undanþegnar skráningu hjá byggingarfulltrúa með í brunabótamatið en það er þó ekki sjálfgefið. Byggingarnar, hvort sem um er að ræða palla, skjólveggi, kofa eða heita potta, þurfa að tengjast eigninni á föstum undirstöðum og mynda eina heild við húseignina til þess að verða teknar inn í brunabótamatið. Lítill kofi sem stendur einn og sér langt frá eigninni

56  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

og auðveldlega má fjarlægja fer til að mynda að öllum líkindum ekki inn í brunabótamat. Panta má endurmat á heimasíðu Þjóðskrár sem sendir matsmann á staðinn sem verðmetur eignina. Gjald fyrir endurmat er 6000 kr. fyrir eignir undir 25 milljónum en af verðmætari eignum skal greiða 0,03% af brunabótamati viðkomandi húss. Guðjón hvetur húseigendur sem standa í endurbótum að kalla eftir endurmati, því komi til altjóns á eigninni fæst einungis sá hluti eignarinnar sem tilgreindur er í brunabótamati bættur.

Mikil verðmæti oft geymd í skúrnum Önnur leið sem er fær til þess að tryggja smáhýsi er að leita til tryggingafélaganna. Að sögn Arndórs Hjartarsonar, sérfræðings hjá Sjóvá, geta tryggingarfélögin tryggt þær byggingar sem ekki er getið um í brunabótamati og falla því ekki undir lögboðna brunatryggingu. Hann bendir fólki á að skoða brunabótamat sitt vel því þó að hús eða geymsluskúr sé inni á aðaluppdrætti þýði það ekki að byggingarnar falli sjálfkrafa undir lögboðna brunatryggingu. Eins ætti fólk að kynna sér hvaða tryggingar eru í boði

vegna foks og innbrota enda oft mikil verðmæti geymd í geymsluskúrum. Arnar Elíasson, þjónustufulltrúi hjá VÍS, tekur undir þetta og mælir með því að fólk bæði bruna- og foktryggi smáhýsi. Eins sé svo hægt að bæta við lausafjártryggingu fyrir verðmæti sem geymd eru í smáhýsum en þá þarf að vera lás á þeim. Af framansögðu er ljóst að húseigendur sem staðið hafa í smáframkvæmdum á lóðinni ættu að skoða tryggingarmál sín vel og velta fyrir sér hvort það borgi sig að fá nýtt brunabótamat eða kaupa sérstaklega tryggingar hjá tryggingarfélögunum. n

Ef geymsluskúr er inni í brunabótamati sumarhúss þá fellur geymsluskúrinn undir lögboða brunatryggingu. Skúra sem ekki eru tilgreindir í brunabótamati þarf að tryggja sérstaklega.


Myndagetraun Hvað heitir þessi planta og hvert er laneska heitið? Svör sendist fyrir 25. mars, merkt MYNDAGETRAUN Sumarhúsið og garðurinn ehf - MYNDAGETRAUN Fossheiði 1 800 Selfoss

Dregin verða út þrjú rétt svör og fá þeir/þær senda bókina Árstíðirnar í garðinum. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  57


Gamalt og nýtt og útkoman er æðisleg

S

umarhúsið og garðurinn hefur fengið til liðs við sig Soffíu Dögg Garðarsdóttur blómaskreytir og útstillingarhönnuð. Hún sýnir hér hvernig henni hugkvæmdist að búa sér til eldhúsinnréttingu á ódýran og auðveldan hátt. Við gefum henni orðið.

Þegar við litla fjölskyldan keyptum húsið okkar á Álftanesinu var ártalið 2007. Saklaus tími, þið vitið, þessi þarna fyrir kreppuna/Icesave-ið og allt hitt vesenið. Þetta var líka það tímabil sem nánast allt var bara í svart og hvítu, og auðvitað minimalískt.

58  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Tex ti og myndir: Soffía Dögg Garðarsdót tir

Við fórum í smávægilegar breytingar á húsinu sem áttu að taka 2-3 vikur. En skemmst er frá því að segja að við fluttum inn rúmu hálfu ári síðar. Eldhúsið okkar var gert upp eftir minni hugmynd, en ég gekk alltaf út frá því að það væri auðvelt að breyta til og gera það „eins og nýtt“. Í dag er „nýtum allt gamalt og gerum það eftir okkar höfði - byltingin í algleymingi og því er kjörið að leika sér dálítið. Mig dreymdi til dæmis um svona gamlan skenk inn í eldhúsið sem ég sýni ykkur að þessu sinni. Svona til þess að fá meiri antíksjarma, á annars glænýtt eldhús.

Það atvikaðist þannig að frúin brá sér á bílskúrssölu og sá verulega fagran, en þó nokkuð skaddaðan efri hluta af gömlum skenk. Hann hafði lent í einhverjum vatnshamförum og þurfti nauðsynlega á smá ást og umhyggju, og verulegu magni af málningu, að halda. Síðan fannst skápur í smáauglýsingum, sem fékk sömu meðferð. Málaðir með hvítum grunni og síðan farið yfir með vaxi. Þannig urðu nú þessir tveir, ansi hreint ólíku, en skemmtilegu munir að nánast einum. Saman mynda þeir fallega heild og gefa eldhúsinu mikinn svip. n


Blómvendir pantaðir með snjallsímanum

Reykjavík Gift Shop, www.reykjavikgiftshop.is býður upp á handbundna blómvendi og sérvalda

gjafavöru til heimsendingar. Lögð er áhersla á að pakka gjöfum fallega inn og handskrifa í kortin. Með þessu móti býðst viðskiptavinum sá möguleiki að versla alla gjöfina á einum stað á aðeins örfáum mínútum og láta senda heim til viðtakandans. Mjög hentug lausn fyrir Íslendinga sem búa erlendis eða hafa ekki mikinn tíma aflögu eftir langan vinnudag til að sinna svona erindum. Fyrirtækið er í eigu Evu Sæland sem ættuð er úr Reykholti í Bláskógabyggð og hefur hún sterkar rætur í blómaræktinni, þar sem hún er alin upp í gróðurhúsunum á Espiflöt.

Eva Sæland, eigandi Reykjavík Gift Shop.

Vefverslunin er í takt við tíðarandann, er snjallsímavæn og segir Eva í stuttu spjalli við Sumarhúsið og garðinn því einstaklega auðvelt að nýta sér þessa þjónustu. „Við bjóðum einnig fyrirtækjum að vera með „blóm í áskrift” og hentar sú þjónusta vel fyrir fyrirtæki sem eru með fallegar móttökur eða biðstofur. Kaupa þá fyrirtæki gjarnan blómvendi með reglulegu millibili og komum við með ferskan blómvönd til þeirra tilbúinn í vasa og tökum þann gamla ásamt skítugum vasa. Þannig er blómunum skipt út með reglulegu millibili. Einnig býðst fyrirtækjum að versla gjafir fyrir viðskiptavini eða starfsmenn sem henta vel á stórum stundum eins og á starfsafmælum eða á stórafmælum,“ segir hún. Eva segir ennfremur að fyrirtækið sé alltaf í þróun og margt fleira nýtt muni bætast við á næstu misserum. Fylgist því vel með á vefnum! Til að missa ekki af neinu segir Eva að hægt sé að vera vinur Reykjavík Gift Shop á Facebook, Twitter og á Pinterest en þar eru allar nýjungar kynntar reglulega. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  59


Aloe Vera –læknandi ofurplanta

Aloe Vera Barbadensis er fjölhæf planta með þykk og safarík blöð. Er hún sögð hafa mestu næringar- og lækningareiginleika allra Aloe vera plöntutegundanna. Plantan er ekki kaktus heldur liljutegund.

60  Sumarhúsið og garðurinn 1 2014


Aloe Vera plantan blómstrar á veturna gulum, rauðum, appelsínugulum eða bleikum blómum.

Til eru ótal afbrigði af Aloe vera plöntunni. Þessi tegund, Aloe Marlothii,finnst í Mósambík. Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

A

loe Vera plantan hefur í gegnum aldirnar verið ein vinsælasta lækningajurt heims. Í kringum 1994 varð plantan vinsælt stofublóm hér á Íslandi, afleggjarar gengu manna á milli og fólk makaði safa plöntunnar á sár og þurra húð. Nú flokkast plantan sem ofurfæða enda blöð hennar uppfull af næringarefnum.

Aloe Vera hefur í þúsundir ára verið nýtt til lækninga, bæði innvortis sem utan, en á síðustu öld má segja að plantan hafi verið enduruppgötvuð af snyrtihreinlætis- og heilsubransanum. Nú má kaupa óteljandi vörur sem unnar eru úr Aloe Vera, enda hefur komið í ljós að notkunarmöguleikar plöntunnar eru óþrjótandi og rannsóknir leitt í ljós ótvíræðan lækningamátt hennar.

Um 300 Aloe Vera tegundir Aloe Vera er fjölær þykkblöðungur, með grænum þykkum blöðum með oddum á, en blöðin eru fyllt safaríku gelkenndu hlaupi. Hátt í 300 Aloe Vera tegundir finnast í heiminum og er vaxtarformið ólíkt eftir tegundum. Sumar tegundirnar eru eins og tré á að líta, með breiðan stofn og geta orðið allt að 10-18 metra háar. Það eru aðallega tvö afbrigði sem Íslendingar þekkja hvað best og eiga jafnvel í stofuglugganum hjá sér, Aloe Vera Chinensis og Aloe Vera Barbadenis. Síðarnefnda tegundin er sögð hafa mestan lækningarmátt af öllum Aloe Vera tegundunum en plantan, sem er upprunnin í Afríku, vex nú víða um heim, til að mynda á Kanaríeyjum þar sem hún er mikið ræktuð og nýtt í framleiðslu hjá fjölda fyrirtækja.

Bólgu- og bakteríueyðandi Íslendingar sem eiga Aloe Vera plöntu hafa flestir prófað að brjóta blað af plöntunni og leggja gelkenndan safa hennar á brunasár, bit eða exem með góðum árangri. Plantan hefur þó mun víðtækara notagildi því hún er talin mjög góða verkun fyrir ónæmiskerfi líkamans, enda uppfull af ensímum, snefilefnum og allskonar næringarefnum. Aloe Vera er nú flokkað sem ofurfæða en í þann flokk fer fæða sem talin er hafa meiri næringu en gengur og gerist með venjulegar fæðutegundir. Víða má t.d. kaupa Aloe Vera safa, en sagt er, að ef hann sé drukkinn reglulega geti hann komið í veg fyrir hægðatregðu, lækkað kólestról, örvað starfssemi lifur og nýrna og jafnað blóðsykur. Auk þess að hafa bólgueyðandi áhrif á líkamann hefur Aloe Vera plantan líka víðtæka bakteríueyðandi virkni og hefur þar af leiðandi reynst vel við sveppasýkingum. Vegna hinnar bakteríueyðandi virkni hefur einnig þótt tilvalið að nota plöntuna í heimilisverkin í formi gólfsápu og þvottadufts. Það efni sem vísindamenn hafa hinsvegar verið hvað hrifnastir af í plöntunni er Acemannan sem flýtir fyrir uppbyggingu nýrra frumna og hjálpar því líkamanum að halda sér frískum og unglegum. Líkaminn framleiðir sjálfur þetta efni á fyrstu æviárum sínum en hættir framleiðslunni á unglingsárum. Ekki verða allir lækningaeiginleikar Aloe Vera plöntunnar taldir upp hér, en þeim sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur, er bent á að óteljandi greinar hafa verið skrifaðar um plöntuna og margar þeirra eru aðgengilegar á netinu.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  61


Hvernig er best að hugsa um Aloe Vera plöntu?

Lára Jónsdóttur, garðyrkjufræðingur í Blómavali, ráðleggur Aloe Vera eigendum að hafa plöntuna á birturíkum stað, gjarnan í suðurglugga. Ekki skal vökva plöntuna of mikið, moldin þarf að þorna vel á milli og vökva skal minna á veturna en á sumrin. Hún segir að Aloe Vera plöntur hafi verið í almennri sölu hjá Blómavali í um 10 ár. Segir hún tegundina seljast jafnt og þétt og finnist henni almenningur frekar kaupa plöntuna vegna lækningamáttar hennar frekar en vegna þess að þeim langi í fagurt stofublóm. Spánverjar nota Aloe Vera í allt og í raun minnir trú Spánverjanna á ofurmátt plöntunnar svolítið á lýsi okkar Íslendinga. Hér er greinarhöfundur með valkvíða í matvöruverslun á Kanaríeyjum þar sem hægt var að kaupa Aloe Vera uppþvottalög, gólfsápur, andlitskrem, þvottaduft og jafnvel bleyjur.

Söguleg ofurplanta

Lækningamáttur Aloe Vera hefur verið þekktur frá örófi alda og er víða minnst á plöntuna í fornum heimildum enda notuðu fornþjóðir á borð við Egypta, Grikki, Rómverja, Indverja og Kínverja plöntuna. Forn Egyptar nudduðu t.d. blöndu af Aloe Vera og myrru á látna ættingja og egypska drottningin, Kleópatra hin fagra, notaði fegrunarkrem úr Aloe Vera. Gríski læknirinn Dislorides notfærði sér græðandi eiginleika Aloe Vera plöntunnar á kláða, bruna og vandamál á forhúð og skrifaði um lækningarmátt plöntunnar í bók sinni De Materia Medica um 60 eftir Krist. Þá lét Alexander mikli, konungur Makedóníu, bera Aloe Vera á sár stríðsmanna sinna með góðum árangri. Í Biblíunni er líka minnst á plöntuna á nokkrum stöðum. Flettið t.d. upp á Jóhannesarguðspjallinu 19:39, Sálmunum 45:8-9 og Orðskviðunum 7:17.

Aloe Vera plantan hefur einnig verið kölluð nöfnum á borð við kraftaverkaplantan, hinn þögli græðari og lilja eyðimerkurinnar.

62  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Starfsmaður L´Aloe Vera Fresca snyrtivörufyrirtækisins á Kanaríeyjum sýnir gestum hvað leynist inn í blöðum Aloe Vera plöntunnar. Þykkt gelið minnir á hrátt fiskflak en er lyktarlaust.


Birgir að kaupa sér Aloe Vera á götumarkaði í borginni Iquitos í austurhluta Perú.

ALOE VERA Í MORGUNMATINN

U

ndanfarin ár hefur Birgir Örn plöntuna mikið, til að mynda í te og á Sveinsson dvalið langdvölum grænmetismörkuðum má yfirleitt finna í Perú þar sem hann hefur knippi af henni til sölu. Birgir, sem hefur kynnt sér lækningarmátt verið að berjast við svæsna sveppasýkingu, jurta úr plönturíki Amason- er svo ánægður með árangurinn af Aloe frumskógarins. Í sinni síðustu ferð til vera inntökunni úti að hann hefur hug Perú uppgötvaði hann kosti Aloe Vera á því að halda henni áfram hér á landi. plöntunnar og notaði hana á hverjum „Ég er nú ekki viss um að mér takist að degi í morgunþeytinginn. rækta upp álíka stórar plöntur og vaxa þarna úti en ég var að borða eitt lauf, um „Húðin á mér gjörbreyttist, hún mýktist 50 cm langt á dag. Ég get þó ekki annað öll upp og rauðu flekkirnir í andlitinu en prófað þar sem þetta gerði húðinni á mér hurfu. Ég tel það vera áhrif frá svo gott. Og ef húðin er góð þá er flest Aloe Vera,“ segir Birgir sem í nærri þrjá annað gott enda húðin stærsta líffæri mánuði byrjaði hvern dag í Perú á því að líkamans,“ segir Birgir sem gefur hér fá sér þeyting með Aloe Vera. „Bragðið lesendum uppskrift af morgunþeytingi af plöntunni er örlítið rammt en það með Aloe Vera. venst vel.“ Hann segir innfædda nota

Morgunbúst með Aloe Vera (fyrir tvo) 50 möndlur (lagðar í bleyti yfir nótt) 4 msk kakó Kúfuð matskeið af maca-dufti (ef drykkurinn er drukkinn daglega þá má sleppa maca duftinu af og til) 2 kókoshnetur , bæði vatnið og kjötið Dass af kanil Eitt afhýtt blað af Aloe Vera plöntunni (mega vera fleiri ef blöðin eru lítil). Blaðið er brotið af plöntunni að kvöldi og látið standa í vatnsglasi yfir nótt (sárið í vatnið). Ef þetta er gert þá lekur slímið sem er utan um þykknið sem er inn í blaðinu út, en það er mikið joð í því sem ekki er gott til inntöku. Ef gleymist að setja blaðið í vatnsglas að kvöldi að má einnig afhýða það að morgni og skola undir rennandi vatni. Hráefnin eru svo öll sett í blandara. Vilji menn þykkja drykkinn og gera hann örlítið sætari má bæta banana út í. n

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  63


Grasflatir eru afmarkaðar með hellurönd, svokallaðri letingjarönd sem gerir garðvinnuna léttari.

F

jórir garðeigendur fengu viðurkenningu frá Akureyrarbæ síðasta sumar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir. Einn þessara verðlaunagarða er við Austurbyggð 12 en þar er plöntuúrval afar mikið og greinilega hugsað um að hafa lóðina fallega frá vori til hausts.

„Við viljum fyrst og fremst hafa garðinn snyrtilegan“, segir Sigrún Rúnarsdóttir aðspurð að því hvað hún og eiginmaðurinn, Magnús Magnússon, leggi megináherslu á varðandi garðinn sem inniheldur hvorki meira né minna en 30 mismunandi runnaplöntur, milli 50 og 60 fjölær blóm og tugi sumarblóma. Garðurinn þeirra að Austurbyggð 12 fékk verðlaun í flokki eldri garða og segir m.a. í umsögn dómnefndar að hann hafi fengið góða andlitslyftingu á seinni árum, grasflatir séu mjög fallegar, plöntum sé haganlega fyrirkomið og í heildina sé lóðin mjög áhugaverð og vel hirt. Sigrún og Magnús fluttu í Austurbyggðina árið 1997. Þá var garðurinn mjög fallegur með mikið af fjölærum plöntum. Þau hafi haldið áfram að betrumbæta og rækta garðinn. Grunnurinn hafi verið góður en garðurinn hafi þó tekið töluverðum breytingum með tilkomu þeirra, ekki síst að framanverðu. „Þegar við fluttum hingað voru runnar á framlóðinni sem lokuðu lóðina mikið af. Þeir voru orðnir gamlir og úr sér vaxnir þannig að við tókum þá og ákváðum að hafa aðeins léttara yfirbragð og settum litlar runnaplöntur í staðinn,“ útskýrir Sigrún.

Snyrtilegur verðlaunagarður á Akureyri Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

64  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Hjónin hafa bæði áhuga á garðræktinni og skipta verkefnunum á milli sín. „Sigrún er aðallega í því að rækta sumarblómin en ég sé um allt það sem krefst líkamlegs styrks,“segir Magnús og bendir á að eitt það fyrsta sem þau gerðu í garðinum var að leggja hellur eða letingjarönd meðfram öllum beðum. „Það er svo gott að geta keyrt sláttuvélina eftir hellunum og þurfa ekki að bogra með klippurnar. Þannig einfaldar maður sér garðvinnuna,“segir hann. Sjálfur ólst hann upp við garðrækt á Neskaupstað og foreldrar Sigrúnar áttu einnig mjög snyrtilegan og fallegan garð á efri Brekkunni á Akureyri svo hún telur ekki ólíklegt að hún hafi smitast af garðaáhuga þeirra. „Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir húseigendur hér á Akureyri hirða illa um garðana sína. Margir eldri garðar sem voru eitt sinn fallegir og snyrtilegir eru ekki svipur hjá sjón. “


Sigrún segist forðast að fara í garðyrkjustöðvar því þá fylgi henni alltaf einhver blóm heim. Frá árinu 2005 hefur hún ræktað sín sumarblóm sjálf.

Heimagerður moltukassi. Hjónin eru sjálfbær með mold.

Frekar skrautblóm en matjurtir

Það sem skiptir mestu máli við að viðhalda garðinum snyrtilegum og fallegum sé að sinna honum í smástund á hverjum degi segja þau hjónin.

Sigrún og Magnús á framlóðinni ásamt barnabarninu Emilíu Ósk. Framlóðin er með hellulögðu bílastæði og snyrtilega afmörkuðum beðum. Blómstrandi eplarós tekur á móti gestum.

Skrautblóm eru afar áberandi í garðinum og þó komið sé fram í september er garðurinn enn mjög litríkur og margar plöntur enn í blóma. Lítið fer hinsvegar fyrir nytjarækt hjá þeim hjónum enda segir Sigrún að garðurinn bjóði ekki upp á stóran matjurtagarð. „En við ræktum kál í blómapottum á sumrin og erum með rifs og rabarbara.“ Sumarblómin rækta þau í blómaskála sem áfastur er við húsið og moldina fá þau úr eigin moltukassa en í hann fer allt sem til fellur í garðinum, lauf og annað. „Mér hentar best að vera eitthvað að stússa í garðinum og að halda garðinum snyrtilegum gefur mér mikla ánægju,“ segir Sigrún aðspurð að því hvernig þau nýti garðinn. Þau segjast þó alls ekki alltaf liggja í beðunum, síður en svo, en þó sé gott að huga jafnt og þétt að garðinum og helst í smástund á hverjum degi. „Það skiptir líka miklu máli að taka garðinn vel í gegn á vorin og líka gott að undirbúa hann vel fyrir veturinn þá verða vorverkin léttari.“ n Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  65


Að bíða eftir norðurljósum

Tex ti: Steinunn Harðardót tir. Myndir: Páll Jökull Pétursson

Seljalandsfoss er upplýstur á kvöldin og nóttunni í skammdeginu.


V

ið sem erum svo heppin að búa undir norðurljósaboganum þurfum bara að fara úr ljósmenguninni til að njóta ljósadýrðarinnar. Aðrir þurfa að ferðast um langan veg vilji þeir freista þess að sjá norðurljós. Eftir að NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna spáði því að virkni norðurljósa árin 2013-14 yrði sú mesta í meira en áratug hafa Bandaríkjamenn flykkst til landsins og má áætla að megintilgangur 35-40% þeirra ferðmanna sem koma til Íslands að vetri til sé að sjá norðurljós. Auk þess hefur fjöldi Breta, Asíubúa og fleiri þjóða sótt landið heim af sömu ástæðu og um 100.000 manns fóru í skipulagðar norðurljósaferðir til Íslands á síðasta ári.

Hvenær eru mestar líkur á að sjá norðurljós? Það er hægt að fylgjast með virkni sólar með því að fara inn á heimasíðu Veðurstofunnar - vedur.is og slá upp norðurljósaspá. Þar er hægt að skoða sérstaka skýjahuluspá. Það verður að sjást í heiðan himinn svo ljósin sjáist. Á síðunni er norðurljósavirkni einnig gefin upp, en hún er mæld í stigum frá 0-9. Ef virknin er 0-1 er norðurljósaboginn fyrir norðan Ísland eða nær aðeins inn á Vestfirði en ef hún er 2-3 er boginn yfir sjálfu Íslandi. Því meiri sem virknin er því sunnar nær boginn og norðurljós geta þá jafnvel sést sunnarlega í Evrópu en slíkt er mjög sjaldgæft. Einnig aukast þá líkurnar á að falleg og fjölbreytt norðurljós sjáist hér á landi. Þó virknin sé 0 er ekki

útilokað að ljósin birtist en þá oftast lágt yfir sjóndeildahringnum í norðri. Á norðurljósasíðu veðurstofunnar eru hlekkir inn á erlendar síður sem spá fyrir um norðurljós svo sem SpaceWeather. com (www.spaceweather.com), norðurljósaspá Alaska og norðurljósaspá geimveðurstöðvar NOAA. Þarna er líka hægt að skoða mælingar á truflunum á segulsviði jarðarinnar sem mældar eru við Leirvogsá og lesa upplýsingar og fróðleik um norðurljósaspána og norðurljósin. Þegar engar truflanir er á segulsviðinu við Leirvogsá er segullínan bein, þá eru litlar líkur á norðurljósum en ef á henni eru miklar sveiflur er mikil virkni og góðar líkur á að norðurljós sjáist einhvern tíma um nóttina (sjá mynd bls. 67). Þau geta birtst hvenær sem er eftir að dimmt er orðið. Þrátt fyrir

Beðið eftir norðurljósum í Vatnsholti í Flóa Kröftug norðurljós við Stokkseyri. Nauðsynlegt er að klæða sig vel þegar beðið er eftir norðurljósum.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  67


Norðurljósin geta birtst í nokkrar mínútur eða dansað um himininn klukkutímum saman.

Er dvalið er í sumarhúsi þarf ekki að fara langt til þess að njóta norðurljósa. Þessi mynd er tekin við Sogið í Grímsnesi.

að virkni sé 0 og segullínan bein og engin hreyfing sé á segulsviðinu geta samt sést falleg norðurljós. Það að að minnsta kosti mín reynsla sem leiðsögumanns. Auk þess geta orðið mjög snöggar breytingar á segulsviðinu. það er því alltaf von, svo fremi sem það er myrkur og ekki alskýjað. Norðurljósin hafa óteljandi birtingamyndir. Þau geta birtst sem hvítleitur eða grænhvítur bogi á himninum stundum með rauðum eða bláum bryddingum. Þau geta sést sem borðar á hreyfingu, nálar eða skýjaflákar, eru í raun aldrei alveg eins. Stundum eru þau dauf og vart sjáanleg nema með myndavél eða þau geta verið eins og flugeldasýning um allan himininn. Norðurljósin geta birtst í nokkrar mínútur eða dansað um himininn klukkutímum saman.

Norðurljósahelgi í sumarbústaðnum

Þessi fallegi hólmi er í Þingvallavatni, skammt frá brúnni yfir Öxará.

Ég mæli með því að þeir sem eiga sumarbústaði geri sér ferð þangað þegar spáð er góðri norðurljósavirkni, klæði sig vel, taki með sér heitt kakó og eitthvað til að maula og fari í göngutúr út í myrkrið. Einnig er hægt að setjast í heita pottinn eða út á pall og hafa auga með himinhvolfinu, og slökkva öll ljós sem geta truflað upplifunina. Það sama á við um þá sem búa uppi í sveit, það þarf að fara út úr ljósmenguninni til að njóta norðurljósanna sem best. Biðin eftir norðurljósum getur verið markmið í sjálfu sér. Fyrir ofan er stjörnuhimininn með óteljandi stjörnum og vetrarbrautin eins og hvít slæða yfir svarta hvelfinguna. Stundum er svo dimmt að umhverfið er vart greinanlegt, í annan tíma leikur máninn stórt hlutverk í þessu sjónarspili. Hann getur verið eins og þunn sneið sem dansar í skýjunum eða bjartur

68  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

hvítur hnöttur sem kastar silfurgeislum á landið svo það verður nær bjart sem á degi, sjón sem margir borgarbúar upplifa ekki oft. Stundin verður svið náttúrunnar töfrum líkast, einskonar hugleiðsla. Tíminn stöðvast og allt hverfur nema

þú og þessi magnaða náttúra, þetta er einstök tilfinning. Eftir slíka bið verða norðurljósin stórfenglegri en ella og ef þau birtast ekki þá hefur tíminn ekki farið til spillis því sá sem upplifir slíka stund verður sem endurnærður. n


Segulmælingastöðin í Leirvogi

Uppáhald rómversku keisaranna

Frísklegri með gúrku

Elstu heimildir um gúrkuræktun eru frá Indlandi en hún hefur verið ræktuð þar í þrjú þúsund ár. Gúrkan barst frá Indlandi til Grikklands og þaðan til Ítalíu. Rómversku keisararnir höfðu þær á borðum daglega en talið er að það hafi verið Tíberíus keisari sem ríkti frá árinu 14 til 37 e. kr. sem hóf að rækta þær í gróðurhúsum yfir veturinn. Rómverjar notuðu gúrku til að leggja á skordýrabit og til að leggja yfir augun til að fá frískara útlit og skerpa sjónina. Gúrkan barst með Spánverjum til Ameríku. Indíánar tóku henni vel og náðu þeir góðum árangri í ræktun hennar í Norðurog Suður Dakota.

http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html

Truflanir á segulsviði jarðarinnar eru mældar við Leirvogsá og úr þeim má lesa upplýsingar um norðurljósaspána og norðurljósin. Þegar engar truflanir er á segulsviðinu við Leirvogsá er segullínan bein, þá eru litlar líkur á norðurljósum en ef á henni eru miklar sveiflur er mikil virkni og góðar líkur á að norðurljós sjáist einhvern tíma um nóttina.

Á heimasíðu Lifandi Vísinda/ alheimurinn/geimurinn, má lesa eftirfarandi um tilurð og orsakir norðurljósa. Latneska heitið er aurora, en það var einmitt nafn rómversku dagrenningargyðjunnar, og myndir af henni minna mikið á litadýrðina sem við þekkjum af norðurljósunum. Norðurljósin myndast í kringum segulpólana þegar hlaðnar agnir frá sólu rekast á lofthjúp Jarðar. Norðurljós sjást aðallega á kraga kringum segulpólana, á milli 60. og 70. breiddargráðu, og suðurljósin sjást svo á sambærilegum breiddargráðum suðurs. Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á mismunandi breiddargráðum. Sem dæmi um þess konar breytingar má nefna að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geiminn, svokallaða sólstróka. Þegar þeir ná til jarðarinnar geta norður- og suðurljósakragarnir náð mjög langt í átt að miðbaug og dæmi eru um að orðið hafi vart við ljósaganginn á sjálfum miðbaugnum. Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en um er að ræða straum hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum frá svo að þær streyma umhverfis hana eins og vatn um kjöl. Undantekning frá þessu er kringum segulpólana en það eru pólarnir sem segulnál vísar á, annar á norðurhveli og hinn á suðurhveli jarðar, gagnstætt við hinn. Á svæðum kringum þessa póla sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðar. Svæðið þar sem flestar agnirnar sleppa inn myndar kraga utan um segulpólana.

Gúrkan er ekki grænmeti heldur ávöxtur eða stórt ber. Hún er aldin klifurjurtar af kúrbítsætt og er náskyld tegundum eins og melónu og graskeri. Hún hefur verið ræktuð hér á landi frá því á þriðja áratugnum, en neysla hennar jókst verulega eftir seinna stríð. Gúrkur geta verið mjög mismunandi að stærð og lögun, en litlar agúrkur eru oft bragðmeiri en þær stærri.

Næringargildi Gúrkur eru hollar og hitaeiningasnauðar, aðeins 12 hitaeiningar (kcal) í 100 g. Vökvainnihald þeirra er hátt, um 96 prósent. Í gúrkum er A, B og C vítamín auk þess er í þeim kalk og járn. Gúrkur eru, eins og annað grænmeti, upplagðar sem snakk ásamt léttri ídýfu t.d. úr kotasælu eða jógúrt. Á Indlandi er algengt að brytja gúrkur út í jógúrt og nota sem meðlæti með sterkum karrýréttum.

Geymsla Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar. Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæliskemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka meðhöndlun. Aðalatriðið er að græni liturinn sé jafn og að þær séu stinnar. Gott er að meta það með því að þrýsta létt á stilkendann því þar linast þær fyrst.

Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hraða eftir gormlaga brautum kringum segulsviðslínurnar milli segulskautanna. Rafeindir og róteindir streyma þannig í átt að segulpólunum og þegar nær dregur pólunum rekast eindirnar á lofthjúpinn, oftast í 100 til 250 km hæð. Orkan í rafeindunum og róteindunum örvar sameindir og frumeindir í lofthjúpnum en þær senda aftur á móti frá sér orkuna sem sýnilegt ljós sem við köllum norðurljós eða suðurljós, eftir því við hvorn pólinn þau sjást. Litirnir sem við sjáum oftast eru grænn og rauð-fjólublár, en þeir stafa frá örvuðu súrefni annars vegar og örvuðu köfnunarefni eða nitri hins vegar. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  69


Hugað að hækkandi sól

T

Helga Kvam

íminn þegar sól fer hækkandi á einfaldir, annað hvort pottréttir eða ofnréttir lofti ber með sér hugleiðingar um - eitthvað fyrir kjötæturnar og eitthvað fyrir hvernig skuli skipuleggja sumarið, grænmetisæturnar. hvort sem er í grænmetisgarðinum, Það sem best er; uppvaski er haldið í lágmarki blómabeðunum, á ferðalögum eða hreinlega í huganum. Þá er tilvalið að elda við eldamennskuna til að hægt sé að nýta rétti sem eiga það sameiginlegt að fylla tímann í að leyfa huganum að ferðast um. húsið af dásamlegum matarilm sem vísar Svo hlýjar maturinn okkur að innan, hvort í bjarta daga framundan og sem hægt er sem úti er fagur síðvetrardagur eða hvort sem að elda með lítilli fyrirhöfn. Réttirnir sem slagveðursrigning slær á rúðurnar. Verði ykkur að góðu. ég valdi í þetta sinn eru allir fljótlegir og

70  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014


Undirbúningur: 15 mínútur Eldunartími: 40 mínútur Hitaðu ofninn í: 180°C.

Settu olíuna í stóran pott og steiktu sellerí og gulrót í olíu við meðalhita þar til gulræturnar fara að mýkjast. Bættu þá við hvítlauk og steiktu í eina mínútu. Bættu nú við risottogrjónunum, vatni og grænmetiskraftinum, passata tómatmaukinu og tómatpúrrunni. Láttu sjóða í 5 mínútur við vægan hita, hrærðu í annað slagið. Á meðan skaltu setja ólífuolíu, cayenne pipar og malaða kúmínið í skál. Skerðu eggaldinin í tvennt langsum og penslaðu kryddblöndunni á þau. Steiktu eggaldinin á pönnu þar til þau verða gullin. Penslaðu með afgangnum af kryddolíunni.

Eggaldin- og risottobaka fyrir 4 Eggaldinbakan er meiriháttar góð og seðjandi, fljótleg og einföld en full af góðu bragði. Þú getur notað arborio hrísgrjón/risotto grjón, venjuleg hrísgrjón, brotið spaghetti út í, eða notað pastaslaufur.

1 msk ólífuolía | 1 sellerístilkur, saxaður | 1 gulrót, söxuð | 2 hvítlauksrif, marin | 125 gr arborio grjón | 500 ml vatn | 1 teningur grænmetiskraftur | 500 ml passata | 2 msk tómatpúrra | 1/2 tsk cayenne pipar | 1/2 tsk kúmín, malað | 2 eggaldin, skorin í tvennt langsum | 12 grænar ólívur | 5 kokteiltómatar | 1/2 rauðlaukur, í hringjum | 2 tsk oregano, þurrkað | smá rifinn parmesan ostur | ólífuolía

Settu nú tómatblönduna í eldfast mót, blandan er frekar blaut, en það er allt í fínu lagi, grjónin sjúga í sig vökvann í ofninum. Skerðu eggaldinin í sneiðar og raðaðu þeim ofan á. Dreifðu ólífum, oregano, tómötum og rauðlauk yfir og rífðu örlítið af parmesan osti yfir. Dreifðu smá ólífuolíu yfir réttinn og bakaðu í ofninum í 30 mínútur eða þar til grænmetið er orðið gullið og vel steikt og allur vökvi er kominn inn í grjónin. Berðu fram með grófu nýbökuðu brauði.

Eplabakan sem ég gef ykkur uppskrift af er ein af mínum uppáhalds sem ég geri reglulega því hún er svo fljótleg og einföld en svo dásamlega góð. Þú getur leikið þér með að bæta í uppskriftina því sem þér finnst gott það er engin stórsynd að setja út í hana smá súkkulaði til dæmis! Hún passar frábærlega með þeyttum rjóma, hreinni jógúrt eða grískri jógúrt, ís eða krapi.

Eplabaka fyrir 4 4 epli | 100 gr smjör | 1 dl sykur (má vera minna) 2 dl hafragrjón | 1 dl hnetur og möndlur Undirbúningstími: 10 mínútur Bökunartími: 20 mínútur Hitaðu ofninn í 180°C.

Flysjaðu eplinn, skerðu úr þeim kjarnann, og sneiddu í um 1cm þykka báta eða sneiðar. Smyrðu eldfast mót að innan og raðaðu eplunum í. Settu nú pott á hellu við meðalhita, bæði smjörið og sykurinn í pottinn og láttu bráðna og blandast vel saman. Þegar smjörið er bráðið og sykurinn þá hrærirðu hnetum/möndlum og hafragrjónum út í. Taktu pottinn af hellunni og dreifðu blöndunni vel yfir eplin. Bakaðu í ofninum í 15-20 mínútur eða þar til hnetublandan fer að brúnast og eplin að mýkjast. Algert æði með hreinni jógúrt eða jafnvel smá ís. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  71


Þetta er alveg geggjaður kjúklingapottréttur sem tekur um hálftíma að útbúa. Fljótlegur og frábær á kvöldi í miðri viku.

Undirbúningur: 5 mínútur

Láttu ekki fjölda hvítlauksrifjanna skelfa þig. Bragðið breytist í sætt og kryddað. Ég gæti jafnvel trúað að hægt væri að plata þá sem þola ekki hvítlauk til að borða þennan rétt. Þú getur notað kjúklingabringur, kjúklingalundir eða úrbeinuð læri í þennan rétt.

Skerðu kjúklinginn í bita. Hrærðu saman 2 msk af sesamolíunni við 1 msk maísmjöl og nuddaðu inn í kjúklinginn. Settu til hliðar í 5 mínútur.

Kjúklingapottur - fyrir fjóra 5 msk sesam olía | 1 msk maísmjöl | 18 hvítlauksrif | 10 stk. af 2 mm þykkum sneiðum af engiferrót | 1 kg kjúklingakjöt | 1/2 dl sojasósa | 1/2 dl hrísgrjónaedik eða Mirin | 5 msk hunang ( 3 ef þú notar mirin) | gott búnt fersk basilika, söxuð | 5 vorlaukar, í bitum

Eldunartími: 30 mínútur

Hitaðu 3 msk af sesamolíu í stórri pönnu eða potti og steiktu hvítlauk og engifer í 1-2 mínútur.
Bættu nú kjúklingabitunum út í og brúnaðu vel á öllum hliðum. Settu sojasósuna, Mirin( eða hrísgrjónaedik) ásamt hunangi út í pottinn og hrærðu vel til að vökvinn blandist við allan kjúklinginn.

Athugaðu að Mirin er sætt hrísgrjónavín og ef þú notar það þá notarðu minna af hunangi en ef þú notar hrísgrjónaedik. Mirin er hægt að fá á stöðum sem selja vörur til sushi gerðar, en hrisgrjónaedik færðu nánast í hvaða stórri matvöruverslun sem er í dag. Láttu suðuna koma upp og lækkaðu svo hitann. Láttu sjóða við miðlungs hita án loks í um 20 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og kjúklingabitarnir eldaðir í gegn. Bættu þá basiliku og vorlauknum út í og hrærðu vel, láttu sjóða við vægan hita í 2 mínútur. Berðu fram með hrísgrjónum eða núðlum.

Fiskrétturinn er fljótlegur, einfaldur og alveg frábær með kartöflum og salati eða bara með grófu brauði eða hvítlauksbrauði.

Fiskur í tómat og feta fyrir fjóra 1 msk olía | 1 laukur, fínsaxaður | 2 hvítlauksrif, fínsöxuð | 1/4 tsk chiliflögur | 1 dl vatn | 1 teningur grænmetiskraftur | 1 dós hakkaðir tómatar | 1 tsk oregano krydd | 1 tsk marjoram krydd | 2 stjörnuanís | góð handfylli steinselja | 2 msk basilika, fersk söxuð | 200 gr fetaostur, mulinn | salt og pipar | 600 gr fiskur | Undirbúningur: 10 mínútur Eldunartími: 40 mínútur

Hitaðu ofninn í 170°C. Settu olíuna á pönnu og steiktu laukinn þar til hann er mjúkur, í um 5 mínútur. Bættu þá við hvítlauk og chiliflögum og steiktu í um hálfa mínútu. Helltu vatninu út í og settu hálfan grænmetiskraft tening á pönnuna. Hrærðu vel þar til teningurinn leysist upp. Settu þá tómatana, oregano kryddið, marjoram kryddið og stjörnuanísinn út í og láttu sjóða vægt í 10-15 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Taktu af hitanum og bættu steinseljunni og basilikunni út í, 2/3 af fetaostinum og smakkaðu til með salti og pipar.

72  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Skerðu fiskinn í bita og raðaðu í eldfast mót. Helltu sósunni yfir fiskinn og myldu afganginn af fetaostinum yfir.

Bakaðu í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn og osturinn er orðinn gullinbrúnn.


Dásamlega bragðmikill pottréttur innblásinn af Norður-afrískri matargerð, með rauðum linsubaunum og þurrkuðum ávöxtum, kryddaður en sætur, ódýr og einfaldur.

Linsupottréttur fyrir fjóra 3 apríkósur | 8 sveskjur, steinlausar | rifinn börkur af 1 límónu | safi úr 1 límónu | 1 tsk púðursykur | 1 msk kúmínfræ | 1 msk olía | 1 lítill laukur, fínsaxaður | 1 hvítlauksrif, marið | 7 cm engiferrót, rifin | 250 gr rauðar linsubaunir | 2 lárviðarlauf | 900 ml grænmetissoð | 100 gr döðlur, saxaðar Undirbúningstími: 25 mínútur Eldunartími: 45 mínútur

Settu apríkósurnar, sveskjurnar, límónubörkinn, límónusafann og púðursykurinn í matvinnsluvél eða mortél og búðu til mauk. Settu til hliðar. Láttu pönnu á góðan hita og þurrsteiktu kúmínfræin þar til þau fara að ilma vel. Athugaðu að þau geta brunnið hratt, þannig að fylgjast þarf vel með. Settu þau til hliðar. Hitaðu nú olíuna á pönnu og steiktu laukinn og hvítlaukinn í 3-4 mínútur eða þar til laukurinn verður glær og mjúkur. Bættu þá við engiferrótinni og steiktu í 1-2 mínútur í viðbót. Hrærðu vel í á meðan.

Nautapottréttur fyrir fjóra 500 gr nautakjöt (gúllas) | 3 greinar ferskt timjan | 7 allrahanda ber, heil | 2 lárviðarlauf | 2 hvítlauksrif, fínsöxuð | 10 cm engiferrót, fínsneidd | 1 laukur, saxaður | 1 L vatn | 2 teningar nautakjötkraftur | 2 msk Worchestershiresósa | salt og pipar | 2 gulrætur | 2 kartöflur | 1/2 – 1 sæt kartafla | 1 paprika | 1 grænt chili | 1 dós kókosmjólk

Timianbollur 150 gr hveiti | hnífsoddur salt | 4-5msk kalt vatn lauf af 1 timjangrein | smá svartur pipar, nýmalaður

Nú malarðu kúmínfræin og setur út á pönnuna, bætir svo við linsubaununum, lárviðarlaufunum og soðinu. Hrærðu sveskjumaukinu vel saman við og láttu þetta allt sjóða í um 25 mínútur eða þar til linsubaunirnar eru gegnumsoðnar.

Undirbúningur: 25 mínútur Eldunartími: 1 klst og 15 mínútur

Settu nautakjötið, timjangreinarnar, allrahanda berin, lárviðarlaufin, engifer, lauk, hvítlauk, vatn, kjötkraft og Worchestershire sósu í pott. Kryddaðu smá með salti og pipar. Láttu suðuna koma upp, lækkaðu þá hitann og láttu sjóða við lágan hita í 20-25 mínútur með lokið á pottinum. Bættu nú grænmetinu við og kókosmjólkinni, hrærðu vel upp í pottinum til að allt blandist vel saman. Settu lokið á og láttu sjóða í 15-20 mínútur.

Döðlunum er nú bætt í og hrært vel, láttu þetta sjóða vægt allt í 2-3 mínútur í viðbót. Berðu fram með baunaspírum eða ferskum kóríander, granateplafræjum eða ferskri myntu, og heimagerðum flatkökum.

Á meðan útbýrðu deigið fyrir timjanbollurnar. Blandaðu saman í stórri skál hveiti, salti, timjan og pipar. Bættu vatninu hægt og rólega út í á meðan þú hnoðar saman í mjúkt deig. Þú gætir þurft meira eða minna vatn. Búðu til litlar kúlur úr deiginu, um 25 stk. Leggðu bollurnar ofan á pottréttinn í pottinum og settu svo lokið á. Láttu sjóða í 10 mínútur. Bollurnar ættu nú að hafa lyft sér örlítið og vera eldaðar alveg í gegn og sósan á að þykkna. Berðu fram með góðu salati og smá kartöflustöppu eða hrísgrjónum.


ARGH!

Þjónusta

Langi þig í lagl með laufi eð eg tré a barri, reyndu hvo rt ei réttast sé að renna vi ð í Kjarri.

Ölfusi, 816 Ölfus Símar 482 1718 & 846 9776 www.kjarr.is // kjarr@islandia.is

Arnar, Kamínur og fylgihlutir NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Áburður

Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is Þ.Þorgrímsson Ármúla 29 108 Reykjavík 512 3360 www.thco.is

Áburðarverksmiðjan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 580 3200 www.aburdur.is

Fánar

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

453 7366 eða 893 0220

Bílaþjónusta Bílaþjónusta Péturs Vallholti 17 800 Selfoss 482 2050 www.mmedia.is/billinn

Blikksmíði Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is

Blómaverslanir Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Byggingavörur Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is

Íslenska fánasaumastofan Suðurbraut 8 565 Hofsós

Föndurvörur Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Garðaþjónusta Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Grænmeti í áskrift

Netverslun með lífrænar afurðir, grænmeti, ávextir og margt fleirra.

Garðyrkja ehf - Innflutningur

hlekku ni

gt en

nrin

- Græ

Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari

L íf

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

graenihlekkurinn.is

n t o g lj úff

74  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Sími 564 1860 gsm 893 5470 Fax 564 2860

Nátthagi Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi 801 Selfossi Sími: 698-4840, 483-4840 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: www.natthagi.is

Barrtré, lauftré, skrautrunnar, lyngrósir alparósir, berjarunnar, ávaxtatré, sígrænir dvergrunnar, þekjurunnar, klifurplöntur, villirósir, antikkrósir, limgerðisplöntur, skógarplöntur og skjólbeltaplöntur.

Garðplöntusala Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Heiðmörk 38, 810 Hveragerði 483 4800 www.ingibjorg.is Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074 Gróðrarstöðin Glitbrá Stafnesvegi 22, 245 Sandgerði 868 1879 Gróðrarstöðin Kjarr Kjarri, Ölfusi, 801 Selfoss 482 1718, 846 9776 kjarr@islandia.is Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík 581 4550 www.mork.is Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg, 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com Nátthagi garðplöntustöð við Hvammsveg, Ölfusi, 801 Selfoss 698-4840, 483-4840 natthagi@centrum.is www.natthagi.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is


Þjónusta Garðskraut Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 www.steinasteinn.is Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Gasvörur Ísrör hf Hringhellu 12 221 hafnarfjörður 565-1489 www.isror.is

Gluggar GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ 851 Hellu Sími: 566 6787 Fax: 566 6765 GSM: 864 8084 www.gkgluggar.is

Heimilistæki Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Heitir pottar

Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

Blikkás - Funi ehf Smiðjuvegi 74 (Gul gata) 200 Kópavogur 515 8700 funi@funi.is www.funi.is

Lagnaefni

NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Hellur

Leiktæki í garða

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9, 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Hitalagnir

Meindýravarnir

Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59 800 Selfoss S: 482-3337 www.meindyravarnir.is

Hitastýringar

Mold

Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Flúðamold Undirheimum 845 Flúðum 480 6700 Gæðamold Gufunesi 892-1479

NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Neysluvatnshitarar Rafhitun ehf Kaplahrauni 7a 220 Hafnarfjörður 565 3265 rafhitun@rafhitun.is

Klippingar Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Raftæki Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Rafvirkjar Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is Raftaug ehf Rafverktaki Hveragerði 892 6624

Rotþrær Promens Dalvík Gunnarsbraut 12 620 Dalvík 460 5000 www.promens.is

Ræktunardúkur/plast Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Oddi – Umbúðaverslun Fosshálsi 17, 110 Reykjavík 580 5600 www.oddi.is

Ræktunarmold Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Gæðamold í garðinn Íblönduð mold með húsdýraáburði, skeljasandi og vikursandi eða grjóthreinsuð mold. Bjóðum einnig uppá heimkeyrslu. Mold í pokum 20 ltr. Afgreiðslustaður í Gufunesi. Opið maí til og með júlí virka daga frá kl. 8.00 - 19.00 og laugardaga 9.00 - 16.00.

Sími: 892-1479

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  75

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is


Þjónusta

Músavarnir í bústaðinn eigum við Vanti þig ráð kemur þú til okkar og talar við kallinn. Opið mán. – fim. 9.00 – 13.00 Fös. 9.00 – 18.00 og Lau. 11.00 – 14.00

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59, 800 Selfoss S: 482-3337 og 893-9121 http://www.meindyravarnir.is/

Áskrift borgar sig Áskriftarsími 578 4800 www.rit.is MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar til hitakerfa svo sem: • • • • • • • •

Ofnhitastilla Gólfhitastýringar Þrýstistilla Hitastilla Mótorloka Stjórnstöðvar Varmaskipta soðna og boltaða Úrval tengigrinda á lager

• Sérsmíðaðar tengigrindur og stöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Ræktunarvörur

Sólarrafhlöður

Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Skorri Bíldshöfða 12 110 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Setlaugar

Stýribúnaður fyrir hitaveitur

NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Sjúkrakassar Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

Skógarplöntusala Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074 Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Skrúðgarðyrkja Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Ræktunarvörur litlagardbudin.is

Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Sláttuvélar Rafver Skeifunni 3 e-f 108 Reykjavík 581 2333 www.rafver.is Vetrarsól Askalind 4 200 Kópavogur 564 1864

HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222

76  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Þetta gæti verið plássið þitt!

Sumarhús Biskverk ehf Reykholti, Biskupstungum 801 Selfoss 893 5391 Blikkás - Funi ehf Smiðjuvegi 74 (Gul gata) 200 Kópavogur 515 8700 funi@funi.is www.funi.is Hús og heimili Krókhálsi 5a 110 Reykjavík 511 1818 www.bjalkahus.is www.husogheimili.is

Sumarhúsaflutningar JÁVERK ehf Kristján I. Vignisson Gagnheiði 28 800 Selfoss www.javerk.is 480 1700

Sumarhúsalóðir Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

S: 578 4800

torf.is ALLT UM GRAS


Verðlaunakrossgáta Verðlaunahafi í síðustu krossgátu:

Nöfn vinningshafa voru birt á síðu okkar á Facebook, vinningarnir voru sendir fyrir jól 2013.

VEL SAGT

Lausnum skal skila fyrir 15. mars 2014:

Í verðlaun að þessu sinni er bókin Vettlingar frá Vorsabæ.

Sumarhúsið og garðurinn – krossgáta – Fossheiði 1, 800 Selfoss

ílátin

óþekkta

krossgátugerð: Bjarni sími: 845 2510

skekkju

2 eins

spýja

brall í bauk

þvengirnir

nánös ------------tyggja

2

strandaglópur

ánægja

9

baða

mannvirki

dunk

10

kona

fugl sérhverjar -----------kvaka

4

núningur

2 eins

drykkur -----------huggar

kropp

drykkur

dýrahljóð -----------feng

siðar skott -----------49

áreita

áköf -----------meidda

lota

dreitill

ávöxtur

baunir ------------steinefni

búsáhald

storm -----------lítil

þannig -----------planta

rúlla

aflaga skrapar

röð

6

fræ

stefna

áverki tímabil -----------gegnt

hamast -----------næringuna

ánægða

5

fyrirgefa 3 eins -----------henda

8

öfug röð

7

tvístig -----------dýrahljóð

berjast

lækkun haf -----------tvífætling

ym

korkur

dropi

tjón fanga ----------skap

bág keyri ----------næring

hverfur -----------til

tuðar

spil

þrautina miskunna

strákapör

1

kámar

1

sæmd

2

3

ýfa

4

5

6

7

fljót

3

dollar

8

9

10

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  77


Þjónusta

Bjálkahús ehf HÚSogheimili

Krókháls 5a, 110 Reykjavík Sími: 511-1818 GSM: 89-66335 hans@bjalkahus.is www.husogheimili.is

Tjarnardúkur

Verktakar-trésmíði

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ 851 Hellu 566 6787 og 864 8084 www.gkgluggar.is

Túnþökur

Bisk-verk ehf Reykholti Biskupstungum 486 8782 og 893 5391 biskverk@simnet.is

Túnþökuvinnslan ehf Guðmundur og Kolbrún Vatnsendabletti 226, 200 Kóp 894 3000 www.torf.is

Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is Sími 481 1800

Umbúðir Oddi - Umbúðaverslun Fosshálsi 17 110 Reykjavík S: 580 5600 www.oddi.is

Vatnsræktun Innigarðar Hraunbær 117, 110 Reykjavík 534 9585 www.innigardar.is Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Verkfæri Garðyrkja ehf Helluhrauni 4, 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is Verslunin Brynja Laugavegi 29, 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár kostar kr. 6.648 sé greitt með greiðslukorti. Tvö eldri blöð fylgja með.

Vélaleiga og gröfuþjónusta Kristján Kristjánsson 486 4546 og 695 1446 Vélaþjónustan Hálstak Tryggvi, sími 869-2900

Vinnuskór og vinnuhanskar Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

Öryggisvörur og -vöktun Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Ómissandi bók fyrir garðeigandan.

Smágröfuleiga

Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

Vélaleiga Hlúplast

Sumarbústaðavörur

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

tvöfaldar vöxt trjáplantna

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w

RæktunaRdúkuR sími 515 5000 • w w w.oddi.is

78  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Bíldshöfða 12 – 110 Reykjavík Sími 577 1515 – www.skorri.is

Sendum og sækjum Upplýsingar veitir Kristján Kristjánsson S ími 486 4546 GSM 695 1446 kkk@emax.is


Gönguleiðir og stígar Tex ti og teikningar: Björn Jóhannsson landslagsarkitekt

Eitt ráð til að tryggja fallega „leiðin um landareignina“ getur heildarmynd og samhengi á milli legið nálægt lóðarmörkum sums þeirra þátta sem þróast í lóðinni staðar og fjær annars staðar til er að skipuleggja fyrst helstu stíga að gera leiðina fjölbreytta. Hann um hana. Gönguleiðir og stígar tengist síðan nærsvæði hússins innan sumarhúsalóðar geta ráðið á nokkrum stöðum. Á þennan því hvernig framtíðarskipulagið hátt er búið að tengja alla lóðina þróast. Stígurinn sem fær heitið saman og tryggja greiða leið á  Skipulagstillaga sem sýnir skógrækt og nokkur atriði sem snúa að grunnskipulagi sumarhúsalóðar.

milli svæða. Stígurinn býður einnig upp á tækifæri til að setja fallegan gróður eða skrautmuni við hann. Þannig má sjá til þess að þegar gengið er eftir sveigðum stígnum birtist athyglisverðir hlutir á göngunni.

Greniskógur sem skýlir útivistarsvæðum næst bústaðnum.

N

V A S

Trépallur þar sem sólar nýtur á öllum tímum dags. Blómstrandi runnar staðsettir næst húsi og dvalarsvæði.

Trjágöng við akveg að húsinu.

Skógur sem umlykur leiksvæði og skýlir því fyrir vindum.

Fallegir runnar og athyglisverðir hlutir sem sjást frá stígnum.

Gróður er gjarnan notaður til að stýra gönguleiðum.

Gönguleið eða stígur sem tengir saman öll svæði sumarhúsalandsins.

C

Úr bókinni Draumagarður. Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  79


GAPS mataræðið Andleg og líkamleg næringarmeðferð

Tex ti: María Margeirsdót tir. Mynd: Alexander Hrafn Ragnarsson

G María Margeirsdóttir

óð melting er undirstaða góðrar heilsu. Það má segja að rétt eins og plönturnar hafa rætur sem þær nota til að sjúga upp næringu úr moldinni þá hefur mannslíkaminn líka sínar rætur. Rætur okkar eru í meltingarveginum, nánar tiltekið í þörmunum. Þar er næringin úr fæðunni sem við borðum sogin upp og flutt áfram til allra frumna líkamans. Það skiptir því mjög miklu máli að gera sér grein fyrir því hvers konar mat við borðum og hvaða áhrif hann hefur í líkamanum.

Í meltingarvegi mannsins er urmull af alls kyns bakteríum. Margar þeirra eru afar nytsamlegar og hjálpa til við niðurbrot fæðunnar og að öllum líkindum gætum við ekki lifað af án þeirra. Góðu bakteríurnar þekja meltingarveginn

80  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

og vernda hann. Þær framleiða meðal annars sýkla- og sveppadrepandi efni og virkja ónæmiskerfið. Án þeirra er meltingarvegurinn óvarinn fyrir alls kyns skaðvöldum eins og sníkjudýrum og hvítsveppum (candida sveppum), auk ýmissa eiturefna sem komast í meltingarveginn með fæðunni sem við borðum, t.d. skordýraeitur og mengun úr umhverfinu. Margir sem hafa breytt mataræði sínu hafa farið eftir GAPS mataræðinu og fengið mikla bót á sínum meinum. GAPS er skammstöfun fyrir Gut and Psychology Syndrome, eða meltingar- og sálfræðiheilkenni en samnefnd bók eftir Dr. Natasha Campbell McBride kom út í Bretlandi árið 2004. Bókin hefur verið þýdd á íslensku og heitir þá Meltingarvegurinn og geðheilsa. Jóhanna Mjöll Þórmarsdóttir þýddi bókina eftir að hafa lesið ensku

útgáfu hennar og notað meðferðina með góðum árangri við athyglisbresti og einhverfurófi ungrar dóttur sinnar. Í bókinni er útskýrt á myndrænan hátt hvaða lífverur lifa í meltingarveginum, jafnvægið á milli þeirra og hvað þær gera. Slæmu bakteríurnar nota hvert tækifæri til að margfaldast fram yfir æskilegan fjölda á kostnað góðu bakteríanna. Þessu er hægt að stjórna og snúa við með mataræði.

GAPS – Sértækt kolvetnamataræði GAPS mataræðið kallast sértækt kolvetnamataræði og inniheldur prótein og fitu en ekki flókin kolvetni úr korni og sterkjuríku grænmeti. Sykur er alveg tekinn út og eins mjólkurvörur. Þegar bata er náð, meltingarvegurinn gróinn og laus við bólgur og jafnvægi komið á flóruna, geta margir aftur farið að borða mjólkurafurðir.


Matur sem mælt er með í bókinni er: Kjöt og fiskur, egg, ferskt grænmeti sem ekki er sterkjuríkt, ávextir og ber, hnetur og fræ, nokkrar tegundir bauna og belgjurta, hunang, kjöt- og fiskisoð til drykkjar, nýpressaðir grænmetis- og ávaxtasafar, vatn, möndlu- og kókosmjólk, fita úr kjöti til steikinga og ghee-smjör. Varað er við að steikja upp úr ólífuolíu vegna þess að við svo hátt hitastig eyðileggst hún og breytist í transfitu. Best er að maturinn sé hreinn og lífrænt ræktaður. Þá er mælt með inntöku á próbíótískum bætiefnum til að hjálpa upp á magn gagnlegra baktería og styðja við bataferlið.

GAPS á Íslandi Mikið af uppskriftum er í bókinni og eins á netinu, sjá t.d. www.scdiet.org og www.breakingtheviciouscycle.com. Á facebook er hópur fólks sem er duglegur að skiptast á ýmiss konar ráðum varðandi mataræðið og alls kyns fræðandi upplýsingum. Hópurinn heitir GAPS á Íslandi. Þá er hægt að verða sér úti um smáforrit (app) í farsímann þar sem möguleikar eru á að fletta upp hvaða mat er í lagi að borða eftir því á hvaða stigi í meðferðinni þú ert. Margar uppskriftirnar eru mjög forvitnilegar og gaman að prófa sig áfram með þær og baka til dæmis brauð sem inniheldur ekkert hveiti eða annað kornmeti og búa til ghee-smjör til steikinga. n

GAPS smákökur með rúsínum: 3 bollar möndlumjöl 1 bolli kókosmjöl 1/4 bolli hunang 3 tsk ósaltað smjör 1 egg 3/4 bolli rúsínur 1/2 tsk sjávarsalt 1/2 tsk hreinn matarsódi 3/4 tsk kanill 1 tsk burbon vanilla 1/8 tsk múskat Kókosmjölið er ristað á þurri pönnu og sett til hliðar í skál. Blandið saman í annarri skál möndlumjöli, sjávarsalti, matarsóda, kanil og múskati. Bætið svo við rúsínunum og ristaða kókosmjölinu ásamt egginu og öllu blandað vel saman. Bræðið smjörið og hunangið á pönnunni, hellið í skálina og hrærið deigið vel saman. Búið til smákökur og setjið á bökunarpappír á ofnplötu. Bakist við 160°C í 15 mínútur eða þar til þær eru ljósbrúnar. Smákökurnar geymast í 5-7 daga í ísskáp.

Skjól fyrir viðkvæmar plöntur Mörg sígræn tré og runnar eru viðkvæm fyrir vorsólinni og því nauðsynlegt að skýla þeim sem standa úti á berangri. Það kemur í veg fyrir of mikla útgufun og sólbruna á vorin sem leiðir til þess að barrið ofþornar og verður brúnt á litinn. Flestar plöntur sem ræktaðar eru í görðum eru fullkomlega færar um að sjá um sig sjálfar yfir vetrarmánuðina og því óþarfi að hafa mikið fyrir vetrarskýlingu.

Mikið af fallegum vörum fyrir heimili og bústaði. Lampar, lugtir, klukkur, kerti og ótal margt annað.

Opið10:00 - 18:00 virka daga og 10:00 - 16:00 laugardaga

Gott verð og persónuleg þjónusta.

http://www.facebook.com/EvitaGjafavorur

EVÍTA gjafavörur | Eyravegi 38 | 800 Selfoss | Sími 553-1900 | www.evita.is

Verið velkomin – Lára og Arinbjörn

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  81


Rós í hnappagatið

Húsgagnasmiðirnir Guðrún Björg Eyjólfsdóttir og Berglind Júdith Jónasdóttir reka saman viðgerðaþjónustu á Akureyri

Gömlum munum gefið framhaldslíf Tex ti: Auður I Ot tesen.

R

Myndir: Helga Kvam

ós í hnappagatið fá þær Berglind Júdith Jónasdóttir og Guðrún Björg Eyjólfsdóttir fyrir að gefa gömlum og löskuðum húsgögnum framhaldslíf. Þær eru menntaðir húsgagnasmiðir og Berglind húsasmiður að auki. Þær lærðu fögin í Verkmenntaskóla Akureyrar og hlutu báðar viðurkenningu fyrir lokaverkefni sín við skólann. Berglind útskrifaðist ári á undan og Guðrún var enn við nám er þær buðu viðgerðaþjónustu á húsgögnum vorið 2011 í bílskúr við heimili Berglindar. Þær fengu strax verkefni og hafa verið að síðan.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Með fyrstu verkefnum þeirra var að gera upp 50 stóla og borð fyrir kaffihúsið Björk. „Ég skaust milli verka til að útskrifast en Guðrún var þá enn í námi,“ segir Berglind. „Við kunnum vel við þessa vinnu og það hefur verið nóg að gera hjá okkur. Húsgagnaviðgerðir voru eingöngu kenndar í einum áfanga í skólanum þannig að við eigum að baki endalausar tilraunir í að þróa tækni og aðferðir við viðgerðirnar. Við leituðum ráða hjá sérfræðingum og körlum sem hafa verið í þessum bransa,“ segir Berglind. Mublur er heitið á verkstæði þeirra og þær reka einnig litla verslun með húsgögn sem þær hafa gert upp. Þær fluttu úr bílskúrnum í húsnæði að Brekkugötu 13 nærri miðbæ Akureyrar og þar taka þær á móti húsgögnum frá öllum landshlutum til viðgerðar. „Fólk kemur með alls konar húsgögn til viðgerðar til okkar, gamlar gersemar og nýlegar mublur. Við erum líka með litla búð með dóti sem við fáum héðan og þaðan. Við hirðum uppúr ruslinu og fáum gefins og gefum hlutunum framhaldslíf,“ segir Berglind en þær stöllur eru einnig með uppgerðar tekkmublur sem eru mjög vinsælar núna í umboðssölu í Kauptúni. n

82  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014

Náttborð sem þær stöllur hafa gert upp.

Berglind pússar hér borð með palesander sem var í tísku kringum 1970. Í höndunum á þeim Berglindi og Guðrúnu fá húsgögnin annað tækifæri og útkoman eftir meðferð þeirra oft undri líkust.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 8 7 5

Öflugi sportjeppinn Mercedes-Benz GLK er ríkulega búinn og einstaklega öflugur sportjeppi. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,1 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2014  83


FÆST AÐEINS Í APÓTEKUM

NÝTT

Meiri fylling – fyrir unglegra útlit Nýtt Eucerin® VOLUME-FILLER – fyrir unglegra útlit. Byltingarkennd formúla með Magnolol, Oligo peptíd og Hyaluronsýru endurheimta stinn leika húðarinnar og endurmóta útlínur. Innblásið af meðferðum húðsjúkdómalækna.

84 ÍSI Sumarhúsið HÚ ÐV N D I SEog Mgarðurinn SJ Á ST 1. 2014 www.eucerin.com/volume-filler

MEIRI FYLLING


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.