Sumarhusid og gardurinn 3.2009

Page 17

hannyrðaaðferð. Í vattsaum er notuð stór nál úr tré eða beini. Beinnálarnar þóttu hlýjastar í hendi og voru algengastar. Tóta er að prjóna vettling og segir hann verða æ fallegri eftir því sem hún æfist meira. „Vettlingurinn verður voðalega þéttur og ætli hann verði ekki nærri vatnsheldur. Þetta er seinlegt en afskaplega skemmtilegt.”

Skartgripagerð Eftir að hafa fengið sér pítsu og kaffi á eftir sökktu stöllurnar sér niður í skartgripagerðina. Guðrún hafði lært að búa til skartgripi úr þæfðri ull, perlum og steinum, og kenndi þeim handtökin. Fyrst bjuggu þær til kúlu úr þæfðri ull sem þær pikkuðu í með nál þar til hún varð þétt eins og steinn og með kúlulögun. „Ég lærði að bleyta ullina fyrst og hnoða hana svo saman í kúlu. Síðan stingur maður í vöndulinn með nál þar til hann verður að hnöttóttri harðri kúlu,” segir Guðrún um leið og hún liðsinnir vinkonum sínum sem sitja með púða í kjöltunni og stinga og stinga. Kúlan er fyrir miðju á hálsmeninu og steinarnir festir með jöfnu millibili sitt hvorum megin. Þeir eru festir með því að klemma með ákveðnum festingum eins nálægt kúlunni og hægt er þannig að skrautið sé ekki á flakki. Lengdin á vírnum er 45 sm eða lengri, eftir því hvað menið á að vera langt. „Við keyptum efnið í þessar festar hjá Perlukafaranum í Glæsibæ og hjá Glit. Steinana og perlurnar kaupum við í lengjum og sameinumst um kaupin.“ Stelpurnar sitja einbeittar og setja festingar sitt hvorum megin við steininn og kúluna til að skorða þær. Lokaverkið er að setja festingar á menið.

Leyst út með gjöf Eftir meira kaffi og Grand finnst stelpunum tími til kominn að skella sér í pottinn, nóg sé komið af vinnu þann daginn. Við kveðjum þær hlæjandi og til minningar um heimsóknina gefa þær mér fallegt hálsmen með svartri og grænni kúlu sem þeim finnst einmitt passa við karakterinn minn. Ég þakka þessum skemmtilegu Bláu nunnum samveruna og kveð með bros á vör. n

Halldóra er afkastamikil handverkskona og er hér að leggja lokahönd á jóladúk undir jólatréð. Dúkurinn er skreyttur böngsum, hreindýrum og snjókörlum sem eru klipptir úr filti og áður en þeir eru saumaðir fastir er sett örlítið flos undir til að gefa þeim lyftingu.

Mikil gleði og sköpunarkraftur í bústaðnum. Frá vinstri: Guðrún Gunnarsdóttir, þá Helga Stefánsdóttir, og í miðjunni er Hildur Magnúsdóttir. Síðan koma systurnar Halldóra og Þórhildur Jóhannesdætur. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  17


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.