Sumarhusid og gardurinn 3.2009

Page 14

Bláu nunnurnar Te x ti: Au ðu r I. O tte sen. M y ndi r : Pá l l J ök ul l Pétursson

Í

lok október ár hvert hittast hressar vinkonur í sumarbústað og koma sér í jólastuð. Þótt ásetningurinn sé að búa til jólaskraut og jólagjafir gefa þær sér góðan tíma til að borða góðan mat, skrafa og bregða sér í heita pottinn.

Hildur Magnúsdóttir, verslunarhaldari að Borg í Grímsnesi, er ein kvennanna en hinar eru æskuvinkonur hennar úr Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, þær Þórhildur Jóhannesdóttir og Helga Stefánsdóttir. Auk þeirra eru í hópnum Halldóra, systir Þórhildar (Tótu eins og hún er alltaf kölluð) og Guðrún Gunnarsdóttir frá StærriBæ í Grímsnesinu. Hildur segir að Guðrúnu hafi þær Tóta kynnst um tvítugt þegar þær unnu eitt sumar saman á Minni Borg og hefur sá vinskapur haldist. „Mamma var nýbúin að kaupa verslunina á Minni Borg og við Tóta unnum þar eitt sumar og kynntumst Guðrúnu á djamminu.” Þær Hildur, Tóta, Helga og Guðrún eru allar á svipuðu reki en þær segja að Halldóra sé örverpið í hópnum. „Ég fékk að koma með stóru systur í saumaklúbbinn og svo passaði Helga mig þegar ég var lítil,” segir Halldóra og bendir á Helgu. „Eftir að ég kom

Þótt ásetningurinn sé að föndra og vinna að handverki helgina í bústaðnum þá gefa þær sér tíma til að bregða sér í pottinn. Hér eru þær Hildur, Guðrún, Halldóra og Helga á góðri stund með góðan Mojito í glösunum.

14  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

inn í saumaklúbbinn lækkaði meðalaldurinn umtalsvert en stelpurnar eru ekki deginum eldri en ég í anda.”

Dvelja í bústað eina helgi á ári Konurnar í saumaklúbbnum Bláu nunnurnar hittast í október ár hvert og dvelja í sumarbústað yfir helgi. Hildur útvegaði stöllunum bústað í þetta sinn en þær skiptast á að útvega orlofsbústaði. Þessa helgi dvöldu þær í bústað í eigu Olís sem ætlaður er starfsmönnum fyrirtækisins. Áður hafa þær meðal annars verið í orlofsbústöðum Kennarasambandsins. „Bústaðina pöntum við

alltaf á sumrin til að tryggja okkur síðustu helgina í október, en við höfum í mörg ár hist þá helgi og föndrað saman,” bætir Hildur við. Fyrstu skiptin voru þær aðeins yfir eina nótt en eftir að börnin þeirra fullorðnuðust þá hafa þær fjölgað dögunum og nú voru þær komnar í bústaðinn á fimmtudagskvöldi og dvölinni lauk á sunnudagseftirmiðdegi.

Bralla saman mánaðarlega Eins og títt er með saumaklúbba þá hittast þær reglulega. Einu sinni í mánuði bralla þær eitthvað saman og oft eru samverustundirnar með


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.