6. tbl. 2023

Page 1

MOSFELLINGUR

öll heimili í mosfellsbæ • vefútgáfa: www.mosfellingur.is

ásmundur einar, lóa og regína við undirritunina

eign vikunnar www.fastmos.is

Vefarastræti 11

Björt og vel skipulögð 125,5 m2, 5 herbergja endaíbúð í lyftuhúsi á efstu hæð ásamt bílastæði í bílageymslu. Mikil lofthæð og gluggar í þrjár áttir sem gerir eignina skemmtilega og bjarta. Frábær staðsetning rétt við grunn- og leikskóla, Helgafellsskóla og fallegar gönguleiðir. V. 86,9 m.

IOGT á Íslandi ánafnar fasteignum og lóð til uppbyggingar • Fyrir börn og fjölskyldur

Mosfellsbær tekur alfarið

við starfsemi

Undirritaður hefur verið samningur um að Mo sfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar með þroskahömlun.

Ríkið kemur að uppbyggingu fyrir börn og fjölskyldur á Skálatúni en markmiðið er að þar verði á einum stað helstu

Ertu að fara í pallasmíði?

Jarðvegskrúfurnar færðu hjá Redder!

Skálatúns

stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda.

Á myndinni má sjá Mosfellingana Ásmund Einar barnamálaráðherra, Sigrúnu Lóu íbúa á Skálatúni og Regínu bæjarstjóra Mosfellsbæjar á þessum stóra degi. 12

Mosfellingurinn Valur Oddsson húsasmiður

Mosfellssveit

f ylgStu með oKKur á facebook

• Þverholti 2 • 270 mosfellsbær • s. 586 8080 svanþór einarsson • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is

Þjónustuverkstæði skiptum um framrúður

RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.i S
Bílaleiga
6. tbl. 22. árg. fimmtudagur 8. júní 2023 • Dreift frítt inn á
tekið á móti öllum í
Vel
eftir gos Kjarna • Þverholti 2 • S. 586
S tmo S .i S
8080 • www.fa
Kjarna
26

MOSFELLINGUR

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:

Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is

Ritstjórn:

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is

Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is

Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is

Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.

Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.

Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265

Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út mánaðarlega.

Farsæl niðurstaða

Mikið er ánægjulegt að niðurstaða sé komin í málefni Skálatúns þar sem búa einstaklingar með þroskahömlun. Það er fátt verra en að lifa í eilífri óvissu og óöryggi. Nú hefur þeim áhyggjum vonandi verið eytt. Mosfellsbær tekur yfir reksturinn og ríkið kemur að uppbyggingu á svæðinu. Samtökin IOGT ánafna fasteignum og lóð Skálatúns

til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Það var hjartnæm og falleg stund á Skálatúni þegar samningarnir voru undirritaðir enda mikil tímamót og gleðileg. Fram undan er vonandi mikil uppbygging á svæðinu með tilheyrandi tækifærum.

Skálatúnsheimilið hefur sannarlega verið partur af samfélaginu okkar hér í Mosó. Nú eru liðin næstum 70 ár síðan fyrstu börnin fluttu þar inn og hefur mikið breyst í gegnum tíðina. Starfsemin hefur vaxið og dafnað. Vonandi verður framtíðin farsæl.

Brúarland 1922-1962

Skólahald í Brúarlandi hófst árið 1922 og var Lárus Halldórsson skólastjóri frá upphafi.

Á myndinni, sem tekin er í Hlégarði við skólaslit 26. maí

1962, eru auk Lárusar Gunnlaugur Hreinsson frá Helgadal og Hlíf Heiðarsdóttir frá Æsustöðum.

Þau eru af þriðju kynslóð nemenda Lárusar í Mosfellssveit.

Lengst til hægri við hljóðfærið er Hjalti Þórðarson, bóndi á Æsustöðum og organisti Lágafellskirkju um langt árabil. Esjumyndina á baksviði í Hlégarði málaði Gunnar Gunnarsson listmálari.

Héðan og þaðan

Í þá gömlu
góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Næsti MosfelliNgur keMur út 6. júlí
www.isfugl.is 6 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ 2
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

hElGadalSvEGur 10

Tvö einbýlishús í Mosfellsdal, samtals 424,8 m2. Glæsileg bjálkahús á tveimur hæðum með stórum bílskúr og auka einbýlishúsi á tveimur hæðum. Heimilt er að byggja annað húsnæði, t.d. hesthús, gróðurhús eða iðnaðarhús allt að 500 m2.

V 290,0 m.

arnarTanGi 17

Fallegt 187,5 m2, einbýlishús á einni hæð með bílskúr og 5 svefnherbergjum. Bakgarður með timburverönd í suðurátt.

liljuGaTa 9 - 17 GlæSilEG raðhúS

Glæsileg ný fullbúin 106,7 m2, raðhús á einni hæð. Eignirnar afhendast fullbúnar með gólfefnum, timburverönd í suðurátt og frágenginni lóð í júlí 2023.

V. 83,9 m.

lEirvoGSTunGa 3

Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Mikil lofthæð, stórir gluggar og falleg lýsing sem gerir eignina bjarta og skemmtilega. Afgirtur garður og stór timburverönd með heitum potti í suður- og austurátt.

V. 139,9 m.

rEyK

jamElur 14b

V 115,9 m. lauST

Nýtt og mjög fallegt 150,0 m2 parhús á einni hæð með bílskúr í byggingu. Frábær staðsetning innst í botnlanga. Eignin afhendist rúmlega tilbúin til innréttinga.

V. 96,9 m.

SKEljaTanGi 37

Vel skipulögð 84,2 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svalagangi. Vinsæll staður rétt við skóla, leikskóla, sundlaug, líkamsrækt og golfvöll.

V 61,7 m.

K víSlarTunGa 28

Glæsilegt 382,5 m2 einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Gólfsíðir gluggar og mikil lofthæð sem gerir eignina skemmtilega og bjarta. Stórar svalir í suðurátt með glæsilegu útsýni. Eignin afhendist skv. skilalýsingu seljanda.

V 179,5 m.

STóriKriKi 46

Mjög fallegt 234,8 m2 raðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Vinsæl staðsetning miðsvæðis. Steypt bílaplan og timburverönd í suðurátt. Bakgarður með tveimur timburveröndum og geymsluskúr.

V. 137,9 m.

liljuGaTa 6

Mjög falleg og vel skipulögð 142,0 m2, 3-4ra herbergja endaíbúð á efstu hæð ásamt bílskúr í nýlegu fjölbýlishúsi. Stórar svalir í suðurátt með fallegu útsýni.

V. 89,9 m.

laxaTunGa 127

Mjög fallegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Eignin skilast í júlí 2023, fokheld samkvæmt byggingarstigi 4 en auk þess er búið að spartla og mála eina umferð

V. 114,9 m.

fálK ahöfði 2

149,5 m2 íbúð á jarðhæð með sérinngangi og bílskúr við Fálkahöfða 2. Stór timburverönd í suðvesturátt. Skemmtileg eign í góðu hverfi á vinsælum stað í Mosfellsbæ.

V 86,0 m.

byGG ðarholT 8

Einbýlishús á einni hæð með bílskúr og stórum garði. Verönd og stór garður sem snýr í suður-, vestur- og norðurátt. Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem skóla, leikskóla, íþróttamannvirki, sundlaug og verslun.

V 99,9 m.

EfSTaland 10

Glæsilegt 194,2 m2 endaraðhús á tveimur hæðum og innbyggður bílskúr. Gólfhiti í öllum rýmum eignarinnar. Fallegar innréttingar og gólfefni. Mikil lofthæð er á efri hæð hússins og glæsilegt útsýni. Stórar svalir með heitum potti.

V. 133,7 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Sigurður Gunnarsson Lögg. fasteignasali Svanþór Einarsson Lögg. fasteignasali
Fastmos ehf. • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali
Theodór Emil Karlsson Aðstoðarmaður fasteignasala
STrax

Hilmar Gunnarsson ráðinn í Hlégarð

Mosfellsbær hefur tekið við allri starfsemi í félagsheimilinu Hlégarði og ráðið Hilmar Gunnarsson sem verkefnastjóra Hlégarðs. Hilmar hóf störf þann 1. maí og er ráðinn til tveggja ára. Hlutverk verkefnastjóra Hlégarðs er að halda utan um og þróa viðburði og star fsemi í Hlégarði í samvinnu við menningar- og lýðræðisnefnd. Hann hefur einnig umsjón með bæjarhátíðinni Í túninu heima, hátíðarhöldum vegna 17. júní og öðrum viðburðum á vegum Mosfellsbæjar. Eitt áhersluatriða í menningarstefnu Mosfellsbæjar er að Hlégarður sé miðstöð lista- og menningarlífs í Mosfellsbæ. Tilgangur breytinga á rekstarfyrirkomulagi Hlégarðs er að efla menningarstarfsemi í Mosfellsbæ með því að bjóða star fandi listafólki, einstaklingum, félagasamtökum og öðrum hagaðilum rými til sköp­unar, samveru og viðburðahalds.

Sr. Henning ráðinn

Lágafellssókn

Biskup­ Íslands auglýsti nýlega eftir p­resti til þjónustu í Mosfellsp­restakalli. Fjórar umsóknir bárust og var sr. Henning Emil Magnússon ráðinn. Áður en hann var valinn til p­restsþjónustu í Lágafellssókn

vann hann í

Garðasókn.

Sr. Henning

Emil er fæddur árið 1973

í Keflavík, en er ættaður úr Arnarfirði, Breiðafirði, af Tröllaskaga og frá Færeyjum. Hann er

kvæntur Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem vinnur sem æskulýðs- og up­p­lýsingafulltrúi við Hafnarfjarðarkirkju. „Ég er afar þakklátur fyrir að vera valinn til starfa í Mosfellsbæ. Þar er gott að tilheyra samstilltum og metnaðarfullum hóp­i starfsfólks,“ segir Henning. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir lét nýverið af störfum og verður Arndís Linn skip­uð sóknarp­restur í hennar stað.

Starfsemin mun skiptast í fjögur fagsvið • Tekur gildi 1. september • Sjö stöður

nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt tillögur um stjórnkerfisbreytingar hjá Mosfellsbæ og nýtt skip­urit. Starfsemi Mosfellsbæjar mun skip­tist í fjögur fagsvið, tvö stoðsvið og tvær skrifstofur. Fagsviðin verða velferðarsvið, fræðslu- og fr ístundasvið, umhverfissvið og menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið.

Stoðsviðin verða fjármála- og áhættustýringarsvið og mannauðsog starfsumhverfissvið.

Skrifstofurnar verða skrifstofa bæjarlögmanns og skrifstofa umbóta og þróunar. Í sömu tillögu er lagt til að þjónustu- og samski p­tadeild verði lögð niður. Skip­uritið mun taka gildi 1. sep­tember 2023.

efla þjónustu í stækkandi sveitarfélagi

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að lei ðarljós við mótun nýs skip­urits Mosfellsbæjar sé að efla þjónustu við bæjarbúa í stækkandi sveitar félagi. Með nýju ski p­ulagi gefst aukið svigrúm til að skerp­a á áherslum varðandi stjórnarhætti, efla áhættu- og árangursmat, samhæfa verkefni á milli sviða og deilda, fylgja eftir umbótum og nýta betur þá tækniþróun sem hefur orðið í samfélaginu.

Í framhaldi af samþykkt bæjarráðs hafa sjö stöður stjórnenda verið auglýstar. Um er að ræða stö ður sviðsstjóra mannauðs- og starf sumhver fissviðs, skrifstofustjóra umbóta og þróunar, leiðtoga í málefnum fatlaðs fólks, faglega stjórnendur í málefnum grun nskóla og leikskóla auk stjór nenda Veitna og u mhver fis- og framkvæmdamála.

sjö stjórnendastöður auglýstar

Regína segir nokkrar ástæður fyrir því að svona

margar stöður eru auglýstar núna. Meðal annars að þrír stjórnendur hafi hætt í vetur og beðið hafi verið með að auglýsa störfin þar til stjórnsýsluúttekt kláraðist. Þá munu tveir stjórnendur hætta vegna al durs í sumar og stöður þeirra eru auglýstar.

Tvær stö ður eru ný jar, an nars ve gar staða skrifstof ustjóra u mbóta og þróunar og hins ve gar staða leiðtoga í mál aflokki fat laðs fólks en sú staða tengist meðal annars y fir töku á þjó nustu við Skálatún.

Umsóknar frestur vegna star fanna er til 16. júní og að sögn Regínu mun rá ðgjafafyr irtækið Intellecta annast utanumhald og úrvinnslu umsókna.

Nýtt flokkunarkerfi • Dreifing á tunnum vegna nýrrar úrgangsflokkunar gengur vel Fyrsta tvískipta

Hjónin Sigríður Wöhler og Halldór Þórar insson sem búa í Hamratúni 6 voru fyrstu íbúarnir til að taka við nýrri tvískip­tri tunnu fyr ir matarleifar og blandaðan úrgang sem er hluti af nýja úrgangsflokkunarkerfinu.

Þau fengu p­lastkörfu og búnt af bré fp­okum til að safna matarleifum úr eldhúsi ásamt tunnunni.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ásamt Ör vari Jóhannssyni for manni umhver fisnefndar og Heiðu Ágústsdóttur fagstjóra garðyrkju og skó græktar færðu þeim tunnuna þann 24. maí og þar með hófst dreifing í Mosfellsbæ samkvæmt dreifingaráætlun og sorp­hirðudagatalinu.

dreifing stendur yfir í Mosfellsbæ

Nýtt flokkunarkerfi er nú innleitt þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir p­ap­p­ír og p­last.

Nú eiga tunnur að hafa borist í tvö fyrstu hverfin og heldur dreifing áfram samkvæmt áætlun og fer dreifing fram á þeim dögum sem sor p­hirða fer fram samkvæmt sorp­hirðudagatalinu.

Í lok júnímánaðar ættu allir íbúar að vera komnir með nýju tunnurnar og því er gert ráð fyrir að hefja sorp­hirðu samkvæmt nýju sor p­hirðudagatali fyrir Mosfellsbæ frá þeim tíma.

kirkjustarfið Helgi H ald næstu vikna

Í sumar verða sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Sumarmessurnar eru hluti af samstarfsverkefni kirknanna á þessu svæði með fjölbreyttu helgihaldi. Nánari upplýsingar má finna á Facebook og Instagram-síðunni Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.

sunnudagur 11. júní

Kl. 17: Ilmolíu-messa í Brautarholtskirkju. Sr. Arna Grétarsdóttir.

Þjóðhátíðardagur 17. júní

Kl. 11: Guðsþjónusta með þátttöku

skáta í Lágafellskirkju. Ræðumaður: Jógvan Hansen, söngvari. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon.

sunnudagur 18. júní Kl. 11: Útvarpsguðsþjónusta í Reynivallakirkju. Sr. Arna Grétarsdóttir.

sunnudagur 25. júní

Kl. 14: Helgistund við útialtarið við Esjuberg. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Henning Emil Magnússon.

sunnudagur 2. júlí Kl. 18: Ganga frá Lágafellskirkju og

formleg afhending fyrstu tunnunnar

kl. 20 verður kvöldmessa í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon.

Rafræn fermingarskráning fyrir vorið 2024 Upplýsingar og skráning á heimasíðunni okkar.

lagafellskirkja.is

Endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum facebook & instagram.

www.lagafellskirkja.is
- Bæjarblaðið í 20 ár 4
í
lausar Stjórnkerfisbreytingar og
regína bæjarstjóri
tunnan afhent

35”, 37” OG 40”

RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR JEEP®

Konungur fjallaævintýranna. Jeep® Wrangler Rubicon býr yfir rafmögnuðum krafti sem skilar þér þangað sem þig langar. Plug-in Hybrid með mestu drifgetuna – náttúran hefur aldrei verið jafn heillandi.

HLÖÐUM Í HAGKVÆM

FJÖLSKYLDUÆVINTÝRI

GLÆSILEGUR 455.000 KR.

SUMARKAUPAUKI

FYLGIR MEÐ

JEEP® COMPASS HENTAR ÞÉR FULLKOMLEGA

Rafmagnaður, fjórhjóladrifinn Jeep® Compass skilar þér hvert á land sem er. Pláss fyrir allt, alla og öll þín ævintýri út í búð eða upp á næsta fjall. Sumarkaupauki fylgir öllum Jeep® Compass og Jeep® Renegade. Dráttarbeisli, aurhlífar, hleðslukapall og þjónustuskoðanir að verðmæti 455.000 kr.

GOÐSÖGNIN RAFMÖGNUÐ
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 • ISBAND.IS • JEEP.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
BREYTINGAPAKKAR Í BOÐI
JEEP® WRANGLER RUBICON

Gildran undibýr endurkomu í haust

Mosfellsk­a hljóm­sveitin Gild­ran hefur ák­veð­ið­ að­ k­om­a sam­an í haust og blása til tónleik­a und­ir yfirsk­riftinni „Nú eð­a ald­rei“.

Hljóm­sveitin var stofnu ð­ árið­ 1985 og fagnar því brátt 40 ára af m­æli. Sveitin er sk­ipuð­ þeim­ Þórhalli Árnasyni, Karli Tóm­assyni, Birgi Harald­ssyni og Sigurgeiri Sigm­und­ssyni.

Gild­ran k­em­ur nú sam­an eftir nok­k­urt hlé og varð­ heim­abærinn fyrir valinu eins og oft áð­ur. Helgina 6.-7. ok­tóber er orð­iðuppselt á tvenna tónlei k­a í Hlégarð­i og seld­ust m­ið­ar upp á augabragð­i.

Nú hafa þeir félagar á k­veð­ið­ að­ fara norð­ur í land­ og spila á Græna hattinu mtveim­ur vik­um­ síð­ar og bæta síð­an við­ tón-

leik­um­ í Hlégarð­i 4. nóvem­ber.

„Það­ er gríð­arleg tilhlök­k­un í ok­k­ur félögum­ að­ hefja störf á ný við­ tónleik­ahald­, sk­öpun og upptök­ur á nýju efni,“ segir í tilk­ynningu frá hljóm­sveitinni. Þessi m­agnað­a rok­k­hljóm­sveit, Gild­ran, hefur á löngu mstarfsald­ri sk­ipað­ stóran sess í m­osfellsk­u m­enningarlífi í gegnum­ tíð­ina.

6. október - Hlégarður - uppselt

7. október - Hlégarður - uppselt

20. október - Græni hatturinn, Akureyri

4. nóvember - Hlégarður, Mosfellsbæ Miðasala á Tix.is og graenihatturinn.is.

síðasta messan í lágafellskirkju

Sóknarprestur lætur af störfum • 19 ára þjónusta

Sr. Ragnheiður kveður söfnuðinn

Kveð­jum­essa var hald­inn sunnud­aginn 21. m­aí þegar sr. Ragnheið­ur Jónsd­óttir sók­narprestur k­vad­d­i söfnuð­ Mosfellsprestak­alls eftir 19 ára þjónustu. Við­ þessi tím­am­ót var m­ik­ið­ um­ d­ýrð­ir þrátt fyrir að­ það­ sé alltaf leið­inlegt að­ k­veð­ja d­yggan starfsm­ann.

Kveð­juhófið­ byrjað­i í Lágafellsk­irk­ju þar sem­ hún þjónað­i í sinni síð­ustu sunnud­agsm­essu. Eftir m­essu var veglegt m­essuk­affi

í boð­i sók­narnefnd­ar í safnað­arheim­ilinu þar sem­ gestir gátu átt sam­félag. Söngatrið­i var í hönd­um­ Þórð­ar organista og Jok­k­u úr k­irk­juk­órnum­. Barnak­ór Lágafellssók­nar und­ir stjórn Valgerð­ar Jóns d­óttur söng einnig fyrir gesti en k­órinn var lengi hugarfóstur sr. Ragnheið­ar og beitti hún sér fyrir stofnun barna k­órs viðsók­nina.

gunnhildur, regína og hjalti úrsus

Samstarf frá árinu 2007 • Afturelding tekur við húsnæðinu

Starfsemi Eldingar að Varmá að ljúka

Þann 30. júní lýk­ur sam­starfi Mosfellsbæjar og Eld­ingar um­ að­stöð­u til alm­ennrar lík­am­sræk­tar og styrk­tarþjálfunar í Íþróttam­ið­stöð­inni að­ Varm­á.

Sam­star fið­ hefur stað­ið­ óslitið­ frá ár inu 2007 þar sem­ bæð­i hefur ver ið­ í boð­i alm­enn lík­am­sræk­t en einnig hefur Eld­ing rek­ið­ sérhæfð­a að­stöð­u til styrk­tarþjálfunar fyr ir afrek­s- og íþróttafólk­ í Mosfellsbæ. Star fsem­i Eld­ingar hefur þannig beinst aðþví að­ veita alm­enningi, íþróttafólk­i og af-

rek­síþróttafólk­i þjónustu og stuð­ning.

Eld­ing, und­ir forystu Hjalta Úrsus, stefnir á að­ opna nýja að­stöð­u á öð­rum­ stað­ m­eðhaustinu.

Aftureld­ing m­un tak­a við­ því húsnæð­i sem­ Eld­ing hefur haft til um­rá ð­a og starfræk­ja sérhæfð­a að­stöð­u til styrk­tarþjálfunar fyrir afrek­s- og íþróttafólk­ í Mosfellsbæ.

Um­ er að­ ræð­a afrek­s- og íþróttafólk­ í Aftureld­ingu, Golfk­lúbbi Mosfellsbæjar, Hestam­annafélagi Harð­ar, Motom­os og Öspinni.

- Fréttir úr bæjarlífinu 6
Tvennir tónleikar í Hlégarði í október • Uppselt á mettíma þórhallur, biggi, kalli og sigurgeir
nú eða aldrei

Taktu því rólega og slappaðu af

Komdu í brunch, alla laugardaga og sunnudaga

Skrepptu svo í happyhour milli 16-18 alla daga

Reykjalundur heldur opinn aðalfund

Aðalfundur Reykjalundar endurhæfingar ehf. verður haldinn þriðjudaginn 20. júní kl. 14 í samkomusal Reykjalundar. Vorið 2020 stofnaði SÍBS, eigandi Reykjalundar, sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi. Nýja félagið er óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem er óháð stjórn SÍBS. Nýja félagið tók alfarið við stjórnartaumunum um áramótin 2020/2021. Stjórn hefur ákveðið að Reykjalundur haldi formlega og opna aðalfundi, líkt og fleiri heilbrigðisstofnanir gera. Vegna Covid hefur það ekki verið mögulegt fyrr en nú. Á dagskrá verða, auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, ávörp frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og fleiri aðilum. Bryndís Haraldsdóttir alþingsmaður og formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar verður fundarstjóri.

MOSFELLINGUR

kEmur næst út 6. maí

síðasta blað fyrir sumarfrí mosfellingur@mosfellingur.is

rakel og edda í osló

gestgjafar hátíðarinnar í ár

Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ haldin í fyrsta sinn 22.-25. júní • Innblásin frá

„Kids in Jazz“

Halda barnadjass í mosó

Helgina 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.

Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Selfossi, Hafnarfirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Odd André Elveland en hann er norskur djasstónlistarmaður og rekur tónlistarskólann Improbasen í Osló. Hann hefur þróað aðferðir til að kenna ungum börnum að spila djass eftir eyranu víðsvegar um heiminn.

Árlega stendur hann fyrir tónlistarhátíðinni „Kids in jazz“ í Osló og sækir hátíðin í Mosó innblástur þaðan. Hátíðin er partur af umfangsmiklu samnorrænu verkefni, styrktu af Nordisk kultu r fond, sem miðar að því að koma barnadjassi á kortið.

tenging frá árinu 2017

Tenginguna á milli Odd André og Mosfellsbæjar má rekja allt til ársins 2017 þegar hann kom til landsins og hélt vinnustofu í spuna fyrir börn í Norræna húsinu.

Jakob Leó Allansson, stóri bróðir Rakelar Elaisu sem tekur þátt í hátíðinni í ár, var

með í þeirri vinnustofu og var í framhaldinu boðið, ásamt þremur öðrum íslenskum krökkum, að taka þátt í Kids in Jazz hátíðinni í Osló. Síðan þá hafa yfirleitt verið einhverjir þátttakendur frá Íslandi og oftar en ekki leynst Mosfellingar í hópnum.

Gestgjafar hátíðarinnar 9-12 ára

Tónlistarskólinn í Mosfellsbæ hefur síðustu ár lánað aðstöðu sína þegar Odd André hefur komið til landsins til að kenna krökkunum og halda vinnustofur og hefur Sigurjón Alexandersson, deildarstjóri rytmísku deildar skólans, verið innan handar.

Árið 2021 tóku systkinin Emil Huldar Jonasson og Edda Margrét Jonasdóttir þátt í Kids in jazz í Osló og má segja að það hafi verið upphafið að stofnun 6 krakka djassbands sem er skipað mosfellskum börnum á aldrinum 9-12 ára. Þau eru gestgjafar hátíðarinnar og bera, ásamt erlendu gestunum, hitann og þungann af tónleikahaldinu.

Þar að auki koma fram tvær gestahljómsveitir. Hljómsveitin Rokkbál skipuð krökkum úr 9. bekk sem eru í Listaskóla

Mosfellsbæjar undir handleiðslu Sigurjóns Alexanderssonar og hin hljómsveitin er skipuð krökkum úr 2.-4. bekk í Landakotsskóla.

Fyrsta djasshátíðin í Mosfellsbæ Verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði Rannís, Mosfellsbæ, Kiwanisklúbbnum Mosfelli og Barnamenningarsjóði. Þetta er bara byrjunin þar sem verkefnið fékk veglegan styrk frá Barnamenningarsjóði til að ferðast með verkefnið um allt land.

„Við höldum að þetta sé í fyrsta skipti sem haldin er Djasshátíð í Mosfellsbæ og eins í fyrsta skipti djasshátíð þar sem börn eru í aðalhlutverki,“ segir Guðrún Rútsdóttir skipuleggjandi hátíðarinnar.

þrennir tónleikar í boði

22. júní kl. 19 - Hlégarður (Mosfellsbæ)

23. júní kl. 17 - Hús máls og menningar (Rvk)

25. júní kl. 16 - Bankinn Bistro (Mosfellsbæ) Ókeypis er inn á alla tónleikana.

Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu

Sumarfrí félagsstarfsins

Félagsstarfið fer í formlegt sumarfrí miðvikudaginn 7. júní og við opnum aftur mánudaginn 19. júní kl. 11:00.

Kær kveðja

starfsmenn félagsstarfsins

Gönguhópur fyrir

virka og hressa 60+

Alla miðvikudaga kl. 10:30 frá

Hlégarði í sumar. Allir velkomnir með.

Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félagsstarfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstundaog félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.

FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is

Stjórn FaMo S

jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is

jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is

Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com

Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is

ólafur Guðmundsson meðstjórnandi s. 868-2566 polarafi@gmail.com

Ingibjörg G. Guðmundsdóttir varamaður s. 894-5677 igg@simnet.is

Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896-7518 asath52@gmail.com

- Fréttir úr bæjarlífinu 8

Lausar stöður stjórnenda í Mosfellsbæ

Mosfellsbær auglýsir eftir stjórnendum sem búa yfir faglegum metnaði, frumkvæði og seiglu til þess að gera gott samfélag enn betra. Í boði er vinnustaður með frábærum samstarfsfélögum í sveitarfélagi með ríka sögu, menningu og einstaka náttúru.

Sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis

Við leitum að framsæknum leiðtoga til að bera ábyrgð á mannauðsmálum sveitarfélagsins og skapa jákvæða og uppbyggilega vinnustaðarmenningu. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.

Leiðtogi umhverfis og framkvæmda

Við leitum að stjórnanda til að koma að mótun og framfylgd stefnumörkunar í umhverfis- og framkvæmdamálum. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á umhverfisog framkvæmdaáætlunum sveitarfélagsins.

Leiðtogi málefna leikskóla

Við leitum að faglegum stjórnanda til að bera ábyrgð á og hafa umsjón og eftirlit með leikskólastarfi í Mosfellsbæ og veita leikskólunum ráðgjöf og stuðning við framkvæmd skólahalds.

Leiðtogi málaflokks fatlaðs fólks

Við leitum að stjórnanda með brennandi áhuga á málefnum fatlaðs fólks til að stýra faglegri þjónustu, þverfaglegu samstarfi og eflingu málaflokksins.

Viðkomandi stuðlar einnig að framsækni og nýjungum og ber fjárhagslega og faglega ábyrgð á rekstrinum.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2023. Nánari upplýsingar um störfin er að finna áwww.intellecta.is

Skrifstofustjóri umbóta og þróunar

Við leitum að framsýnum leiðtoga til að leiða umbótaog þróunarverkefni og hafa forystu um þróun árangursmats og mælinga. Skrifstofustjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.

Leiðtogi Mosfellsveitna

Við leitum að stjórnanda til að bera ábyrgð á rekstri hita-, vatns- og fráveitu sveitarfélagsins ásamt því að hafa umsjón með skipulagningu nýframkvæmda og vinnu starfsfólks og verktaka.

Leiðtogi málefna grunnskóla

Við leitum að faglegum stjórnanda til að bera ábyrgð á og hafa umsjón og eftirlit með grunnskólastarfi í Mosfellsbæ og veita grunnskólunum ráðgjöf og stuðning við framkvæmd skólahalds.

Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.

Mosfellsbær

skrifað undir á skálatúni en þar hefur verið veitt þjónusta fyrir fatlað fólk frá árinu 1954

Mosfellsbær tekur við starfsemi Skálatúns og ríkið kemur að uppbyggingu

Fimmtudaginn 25. maí var undirritaður samningur um að Mosfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi sem hefur ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna.

Stofnuð verður sjálfseignarstofnun um fasteignir Skálatúns og verður framsal lóðaréttinda til sjálfseignarstofnunarinnar bundið þeirri kvöð að framtíðaruppbygging á svæðinu verði einungis í þágu hagsmuna barna og fjölskyldna auk þess sem frekari takmarkanir eru á framsali landsins.

Miðstöð barna að Skálatúni Þá var skrifað undir viljayfirlýsingu milli mennta- og barnamálaráðuneytis og Mosfellsbæjar sem lýtur að því að stofnanir ríkisins sem sinna málefnum barna, samtök sem vinna í þágu barna og þjónustuaðilar barna, verði staðsett að Skálatúni í nokkurs konar miðstöð barna.

Loks var undirritað samkomulag um að jöfnunarsjóður yfirtaki skammtímaskuldir

Skálatúns og greiði Mosfellsbæ 240 m.kr. viðbótarframlag árlega næstu 10 árin.

Starfsfólki boðið áframhaldandi starf

„Við í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fögnum því að niðurstaða sé komin í viðræður um framtíðarskipan á rekstri Skálatúns,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs. „Sú uppbygging sem er ráðgerð á svæðinu mun opna spennandi möguleika á þróun og nýsköpun í þjónustu við börn og fjölskyldur á Íslandi. Í þeim samningum

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.

sem liggja fyrir er sérstaklega gætt að hagsmunum íbúa Skálatúns og tryggt að þeir njóti þeirrar þjónustu og aðbúnaðar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfsfólki verður boðið áframhaldandi starf og það boðið velkomið í starfsmannahóp Mosfellsbæjar.“

Með virðingu við íbúana að leiðarljósi Mjög góð samvinna hefur verið um þessi verkefni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

„Að loknum fundi bæjarráðs var haldinn aukafundur í bæjarstjórn og strax í kjölfarið starfsmannafundur á bæjarskrifstofunum.

Í framhaldi var boðað til starfsmannafundar á Skálatúni en þar starfa rúmlega 100 manns. Þar sköpuðust góðar umræður um það mikilvæga starf sem fram undan er og

Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi, Þóra Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar, Sigríður Indriðadóttir ráðgjafi og Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu voru kátar að lokinni undirskrift á Skálatúni.

samstaða um að vinna verkin saman,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.

Í framhaldi af þeim fundi var fundað með íbúum Skálatúns og aðstandendum þeirra. Eins og við var að búast komu fram fjölmargar spurninga á þeim fundi, meðal annars um hvað verði um þá fötluðu íbúa sem búa á Skálatúni í dag. Okkar svör eru þau að við förum í þetta verkefni með virðingu við íbúana að leiðarljósi og berum hag þeirra fyrst og fremst fyrir brjósti. Þeir sem þess óska fá að búa áfram á Skálatúni en við munum þurfa að bretta upp ermar og bjóða upp á aðra búsetukosti fyrir þá sem vilja búa sjálfstæðar. Næstu vikur og mánuðir fara í að kynnast íbúum og starfsmönnum betur og auglýst hefur verið eftir leiðtoga í

málaflokk fatlaðs fólks hjá Mosfellsbæ til að leiða þessar mikilvægu breytingar.“

Uppbygging fyrir börn og fjölskyldur Sú uppbygging sem stefnt er að felur í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, stofnanir ríkisins, félagasamtök og aðrir aðilar verði staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því er að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Þá stendur einnig til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og

Hagsmunir íbúa Skálatúns að leiðarljósi • Stór dagur og sögulegur samningur • Bæjarstjórnin öll sammála
Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila ALLT.IS - ALLT@ALLT.IS - 5605505

PIZZANOMICS101TILBOÐMINNA

góðgerðargolfmótið haldið í þriðja sinn í ár

Safnað fyrir Reykjadal og fjölskyldur langveikra barna

Palla Open mótið komið til að vera

Golfmótið Palla Open fer fram um helgina á Hlíðavelli, þriðja árið í röð. Líkt og áður standa Palli Líndal og Golfklúbbur Mosfellsbæjar fyrir mótinu í samvinnu við Reykjadal.

„Ætli mótið sé ekki komið til að vera, þessar upphæðir sem hafa safnast bæði í gegnum mótsgjöldin og frjáls framlög hafa nýst vel bæði í Reykjadal og til styrktar Hlaðgerðarkoti og það er alltaf jafn gaman að skipuleggja þetta. Það hefur verið uppbókað í mótið síðustu tvö ár og stefnir í það sama núna,“ segir Palli Líndal, sem mótið er kennt við.

„Við höldum í hefðina og spilum bæði tveggja manna og fjögurra manna Texas. Síðast þegar ég vissi voru 206 manns skráðir svo það eru nokkur laus pláss ennþá.“

Í ár er stefnt að því að upphæðin sem safnast nýtist til að styðja við fjölskyldur langveikra barna í bænum og til að byggja nýja búningsaðstöðu í Reykjadal sem er sérsniðin að þörfum barna og ungmenna sem þangað sækja.

Byggja upp nýja búningaaðstöðu

Andrea Rói Sigurbjörns forstöðumaður Reykjadals þakkar stuðninginn innilega. „Reykjadalur í Mosfellsdal eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs og hingað koma árlega um 250 gestir.

Við erum mjög spennt fyrir því að geta loksins farið í umbætur á sturtuklefunum í

sumarbúðunum. Það er þörf á þriðja klefanum hér í Reykjadal sem væri þá einstaklingsklefi fyrir sundlaugina okkar, klefinn myndi nýtast vel fyrir þau sem passa ekki í kvenna- og karlaklefann vegna kynvitundar eða kjósa að fá meiri næði við fataskipti. Mesta stemningin myndast í sundlauginni og hún er notuð oft á dag af sumum í hópi gestanna okkar. Einnig enda allir leynigestirnir okkar í lauginni sem er oft hápunktur kvöldvökunnar. Við í Reykjadal ætlum að mæta á mótið og hvetjum öll sem hafa áhuga til að taka þátt.“

Stefnir í frábæran dag 10. júní

Golfklúbbur Mosfellsbæjar tekur engin gjöld vegna mótsins og því rennur mótsgjaldið óskipt í söfnunina. „Við hjá GM erum stolt af því að standa fyrir verkefni eins og þessu og það er gaman að sjá áhugann ár eftir ár,“ segir Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GM og bætir við að þátttaka í verkefni sem þessu sé liður í samfélagslegri ábyrgð klúbbsins. „Síðan verður hér bæði verðlaunaafhending og ball um kvöldið svo það stefnir í frábæran dag á Hlíðavelli.“

Skráning á mótið fer fram á golfboxinu og er opin til og með 10. júní. Einnig er hægt að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum á reikning 116-26-329 kennitölu 650581-0329.

BJARG ÍBÚÐAFÉLAG ÓSKAR EFTIR SAMSTARFSAÐILUM TIL AÐ SJÁ UM BYGGINGU HAGKVÆMRA LEIGUÍBÚÐA Í MOSFELLSBÆ

Verkið fellst í smíði tveggja 12 íbúða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum við Úugötu Mosfellsbæ.

Um er að ræða alverktöku þar sem verktaki tekur þátt í hönnunarferli og skilar fullbúnu húsi ásamt lóð á föstu verði. Bjarg leggur til lóð undir húsið Áhugasamir verktakar sendi póst á throstur@bjargibudafelag til að fá nánari gögn og upplýsingar.

BjargíbúðafélagersjálfseignarstofnunstofnuðafASÍogBSRBogerrekinán hagnaðarmarkmiða. Félaginuerætlaðaðtryggjatekjulágumeinstaklingumogfjölskyldumá vinnumarkaðiaðgengiaðörugguíbúðarhúsnæðiílangtímaleigu.

Frítt, frjáls og óháð bæjarblað

-
12
HLÉGARÐUR FÉLAGSHEIMILI NÚ EÐA ALDREI
HLÉGARÐUR FÖSTUDAGUR GILDRAN KEMUR SAMAN Á NÝ. SÍÐAST KOMUST MARGFALT FÆRRI AÐ EN VILDU. NÚ EÐA ALDREI ER TÆKIFÆRI AÐ SJÁ EINA MÖGNUÐUSTU ROKKHLJÓMSVEIT ÍSLANDS, FYRR OG SÍÐAR!
OKTÓBER HLÉGARÐUR LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER GRÆNI HATTURINN FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER HLÉGARÐUR LAUGARDAGUR MIÐASALA Á TIX.IS OG GRAENIHATTURINN.IS
6. OKTÓBER
7.

Dagskrá

Kl. 11:00

Hátíðarguðsþjónusta í LágafeLLskirkju

Prestur: Sr. Henning Emil Magnússon.

Ræðumaður: Jógvan Hansen söngvari. Skátar standa heiðursvörð.

Kl. 13:30

skrúðganga frá Miðbæjartorginu Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgöngu að Hlégarði.

Kl. 14:00

fjöLskyLdudagskrá við HLégarð Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu. Ávarp fjallkonu og hátíðarræða.

Lilli klifurmús og Marteinn skógarmús kynna dagskrána

Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir

Atriði Leikfélags Mosfellssveitar úr Dýrunum í Hálsskógi

Lára og Ljónsi - leikþáttur með söng og dansi

Lotta mætir með atriði úr ævintýraskógi leikhópsins

Silvía Erla og Árni Beinteinn, úr þáttunum

Bestu lög barnanna, syngja og dansa

Kl. 16:00

afLraunakeppni

Keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands (-90 kg og -105 kg) og Stálkonan 2023 á Hlégarðstúninu. Hjalti Úrsus heldur utan um árlega aflraunakeppni.

sölutjöld

skátaleikir og þrautir andlitsmálun

kaffihlaðborð Glæsilegt

Silvía Erla árni bEintEinn

lilli klifurmúS martEinn SkógarmúS

Hoppukastalar p ylsusala
í Hlégarði kl. 14-16 Frítt fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi
lára og ljónSi
júní í Mosó Skrúðganga frákl.Miðbæjartorginu 13:30 aflraunakeppni langi seli og skuggarnir latibær leikhópurinn lotta rauðhetta og úlfurinn
17.

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 26. maí við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35.

Að þessu sinni voru 27 nemendur brautskráðir. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir þrír nemendur og fimm af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir sextán nemendur þar af voru fjórir af hestakjörsviði, tveir af listakjörsviði og einn af íþrótta- og lýðheilsukjörsviði. Þrír nemendur eru brautskráðir af sérnámsbraut.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður árið 2009 og var fyrstu árin starfræktur að Brúarlandi en flutti síðar í glæsilega byggingu að Háholti árið 2014.

Meðfylgjandi er mynd af stúdentum vorannar 2023.

Vel heppnaðir útitónleikar í Álafosskvos

Tónlistarmaðurinn Mugison tróð upp í brekkunni í Álafosskvos á sjómannadaginn. Fjöldi fólks kom sér fyrir í brekkunni og átti notalega stund. Mugison og Rúna, eiginkona hans, festu nýlega kaup á húsi í hlíðum Helgafells og una sér vel. Á myndinni má sjá þau taka lagið í Kvosinni.

Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað 16
27
athöfn í húsnæði skólans við Háholt • Stúdentar vorannar 2023
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70
nemendur brautskráðir frá FMOS • Hátíðleg
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans
ár Laus störf í Mosfellsbæ
rúna og mugison í álafosskvosinni
keiluhollin.is
Á KEILUHOLLIN@KEILUHOLLIN.IS
shakepizza.is BÓKAÐU BRAUT EÐA FÁÐU TILBOÐ FYRIR HÓPA

Nýtt kaffihús í Bjarkarholti • Frábærar viðtökur bæjarbúa

Gloría hefur opnað í

miðbæ Mosfellsbæjar

Gloría kaffihús með meiru hefur opnað í Bjarkarholti 12, beint á móti Bónus, í hjarta bæjarins.

Gloría sérhæfir sig í gæðakaffi, léttum réttum sem gott er að gæða sér á í öll mál og léttri og afslappandi stemningu á kvöldin þar sem gott er að grípa í vínglas og með því.

Um helgar er brunch allan daginn og síðdegis á föstudögum er high tea, ekki amalegt að enda vinnuvikuna á Gloríu.

Lengi hefur verið kallað eftir nútímalegu kaffihúsi í Mosfellsbæ, stað þar sem bæjarbúar geta tyllt sér og tekið því rólega í kósý umhverfi og spjallað um daginn og veginn, þegar líður á sumarið og næsta vetur er ætlunin að hafa þemakvöld í mat og drykk sem vonandi munu fá góðar viðtökur.

Gloría þakkar kærlega fyrir frábærar viðtökur þessa fyrstu daga opnunar og vonast til að eignast stað í hjörtum bæjarbúa í framtíðinni!

Opið er alla daga milli 11 og 22 og er happy hour alla daga milli 16 og 18.

Gefa

út

plötuna Sandkorn sem komin er á streymisveitur

Hjónin Ástrún og Ívar héldu útgáfutónleika

Ástrún Friðbjörnsdóttir, söngkona og lagahöfundur, og Ívar Símonarson gítarleikari, héldu glæsilega útgáfutónleika í Fríkirkjunni í lok maí. Þar spiluðu þau lög af EP plötu sinni Sandkorn.

Platan er komin út á Spotify og öðrum streymisveitum og inniheldur fjögur lög. Lög og textar eru eftir Ástrúnu en Ívar er meðhöfundur í einu lagi auk þess sem hann útsetti þau fyrir gítar. Lögin voru tekin upp í Stúdíó Bambus af Stefáni Erni Gunnlaugssyni sem spilaði einnig á píanó og hljóðgerfil.

Ástrún hlaut styrk frá Hljóðritasjóði Rannís og Upptökusjóði Stefs til að taka upp tónlistina. Tónlistin er undir áhrifum frá spænskri flamencotónlist og popptónlist. Ástrún hefur áður gefið út tvö lög.

Ívar og Ástrún eru gift og búa í Mosfellsbæ þar sem þau ala upp syni sína tvo.

Opið í ÞverhOlti 5 12-17 mánudaga-föstudaga

Afsláttur fyrir eldri borgara

Næsta blað kemur út: fimmtudagi 6. júlí

Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 3. júlí. mosfellingur@mosfellingur.is

orðinn

Höfðinglegt framlag Kristins Hannessonar • Hátíðarfundur Lionsklúburinn

100% MJF klúbbur

Á sérstökum hátíðarfundi Lionsklúbbs Mosfellsbæjar þann 25. maí voru 12 félagar í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gerðir að Melvin Jones félögum (MJF).

Við það eru allir félagar klúbbsins Melvin Jones félagar, einn fárra Lionsklúbba á Íslandi.

Það er mikill heiður fyrir Lionsfélaga að vera tilnefndur MJF. Í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar hafa margir félagar þegar öðlast slíka viðurkenningu í gegnum árin en nýverið tók einn klúbbfélagi, Kristinn Hannesson, þá ákvörðun að heiðra alla þá klúbbfélaga sem ekki höfðu þegar hlotið heiðurinn.

Með þessari ákvörðun Kristins varð klúbburinn 100% MJF-klúbbur. Á fundinum var Kristni þakkað fyrir höfðinglegt framlag hans til klúbbsins og Lionshreyfingarinnar í gegnum árin, en hann hefur verið einstaklega örlátur bæði á tíma sinn og fjármuni.

Melvin Jones félagi

MJF viðurkenningin dregur nafn sitt af stofnanda Lionshreyfingarinnar, Melvin Jones, og rétturinn til tilnefningar sem MJF fæst með framlögum í LCIF (Alþjóðahjálparsjóð Lionshreyfingarinnar). LCIF er öflugur hjálparsjóður sem leggur verkefnum lið um allan heim, þ.á m. á Íslandi. Í fyrra veitti sjóðurinn t.a.m. höfðinglegan styrk til Björgunarsveitarinnar Kyndils Mosfellsbæ til kaupa á búnaði sem nýta má við náttúruhamfarir og björgunarstörf.

Sjóðurinn beinir stuðningi sínum jafnframt til sjónverndar, mannúðarmála, ungmenna, sykursýki, krabbameins barna, hungursneyðar og umhverfisverndar.

Styðja nærsamfélagið Lionsklúbbur Mosfellsbæjar var stofnaður 18. mars 1965. Í klúbbnum starfa um 30

félagar sem sameinast í því að vilja leggja samfélagi sínu lið. Á líðandi starfsári hefur klúbburinn úthlutað styrkjum að verðmæti tæplega 1,4 milljónir króna til góðra málefna.

Stærsta fasta fjáröflun klúbbins er án efa árlegt Herrakvöld sem gjarnan er haldið í febrúar.

Á starfsárinu sem er að ljúka var sett af stað tilraunaverkefni í klúbbstarfinu sem kallað hefur verið „Bakhjarlar“. Hugmyndin með verkefninu er að byggja upp hóp velunnara klúbbsins sem gætu hugsað sér að leggja klúbbnum lið við að styðja nærsamfélagið.

Lionsklúbbur Mosfellsbæjar verður 60 ára árið 2025, og var nýverið sett saman afmælisnefnd úr röðum klúbbfélaga sem hefur það verkefni að leggja drög að því með hvaða hætti þeim tímamótum verði fagnað.

- Bæjarblað í 20 ár 18
þjónusta í miðbæ mosfellsbæjar
Dagný Finnsdóttir, Kristinn Hannesson og Guðrún Björt Yngvadóttir fyrrverandi alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar.

Nýtt flokkunarkerfi þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast.

Nú eiga tunnur að hafa borist í tvö fyrstu hverfin (skv. áætlun viku 21 og 22). Dreifing heldur áfram skv. áætlun og fer dreifing fram á þeim dögum sem sorphirða fer fram samkvæmt sorphirðudagatalinu.

8. júní hefst sorphirða skv. nýja flokkunarkerfinu á tveim flokkum, matarleifum og blönduðum úrgangi, hjá þeim sem fengu tunnur afhentar 25. og 26. maí.

30. júní ættu allir íbúar að vera komnir með nýju tunnurnar og því er gert ráð fyrir að hefja sorphirðu samkvæmt nýju sorphirðudagatali fyrir Mosfellsbæ frá þeim tíma.

NÝJA SORPHIRÐUDAGATALIÐ

VERÐUR KYNNT INNAN SKAMMS

Tími milli sorphirðudaga mun lengjast aðeins þar sem tunnurnar eru orðnar fleiri:

Matarleifar á 14 daga fresti

Blandaður úrgangurá 14 daga fresti

Plastumbúðir á 28 daga fresti

Pappír/pappi á 28 daga fresti

Meðfylgjandi kort sýnir dreifingaráætlun:

Vika 21 (21. maí - 27. maí) Tún, Hlíðar og Höfðar

Vika 22 (28. maí – 3. júní) Tangar

Vika 23 (4. júní – 10. júní) Holt og Arnartangi

Vika 24 (11. júní – 17. júní) Krikar, Teigar og Lönd

Vika 25 (18. júní – 24. júní) Leirvogstunguhverfi og dreifbýli

Vika 26 (25. júní – 1. júlí) Helgafellshverfi og Reykjahverfi

Fimmtudaginn 8. júní er komið að síðasta spjallinu af fjórum um nýtt úrgangsflokkunarkerfi. Þar gefst íbúum eins og áður kostur

á því að ræða við starfsfólk á umhverfissviði Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúa um allt sem tengist sorphirðunni í Mosfellsbæ.

-

Kynningarfundur um nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar

Opnuðu í Háholti árið 1993 • Nýta náttúrulegan efnivið

Hlín Blómahús í 30 ár

Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa samþykkt að kynnt verða íbúum og hagaðilum frumdrög nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til 2040, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frumdrög aðalskipulagsins taka á helstu breytingum og markmiðasetningu fyrir nýtt aðalskipulag, auk helstu uppfærslna í samræmi við skipulagslög og reglugerð. Ekki er um að ræða endanlega tillögu og munu gefast frekari tækifæri til kynninga og athugasemda á síðari stigum. Skipulagið mun verða unnið í stafrænni útgáfu.

Kynningarfundur verður haldinn í Hlégarði, Háholti 2, fimmtudaginn 15. júní n.k., kl. 17.00-19.00. Fundurinn verður tvískiptur með kost á umræðum og spurningum. Farið verður yfir heildstæða markmiðasetningu, ákvörðunartöku skipulagsnefndar og stærstu breytingar skipulagsins. Gögnin verða kynnt og viðstöddum sýnt hvernig koma megi á framfæri ábendingum og athugasemdum.

Á fyrri hluta fundarins verður fjallað um greinargerðina í heild, framsetningu og ákvæði. Helstu skipulagssvæði sýnd og nýjar áætlanir útskýrðar. Farið verður yfir flesta landnýtingarflokka í samræmi við skipulagsreglugerð. Seinni hluti fundarins mun fjalla sérstaklega um rammahluta aðalskipulags fyrir íbúðarsvæði á Blikastaðalandi. Farið verður yfir helstu breytingar, ný ákvæði, uppfærð skilyrði og markmið í samræmi við svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040.

Gögn nýs skipulags verða aðgengileg og birt á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is, mánudaginn 12. júní. Gögn til umsagnar eru frumdrög nýrrar greinargerðar, þéttbýlisuppdráttur, sveitarfélagauppdráttur og rammahluti Blikastaðalands. Allar umsagnir og athugasemdir við frumdrög aðalskipulagsins skulu berast rafrænt í gegnum gáttina. Hagaðilar nýta sér rafræn skilríki við ritun umsagna. Umsagnir geta borist til 12. ágúst 2023.

Viðstaddir verða ráðgjafar aðalskipulagsins hjá Arkís arkitektum og hönnuðir rammahluta Blikastaðalands hjá Alta ráðgjöf. Fundarstjóri verður Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.

- fyrst og fremst þakklát

Hlín Blómahús fagnaði 30 ára afmæli þann 8. maí. Það eru hjónin Hlín Sveinsdóttir og Sigþór Hólm Þórarinsson sem eiga og hafa rekið blómabúðina í þennan tíma.

„Við erum fyrst og fremst þakklát fyrir þessi ár og einstaklega trygga viðskiptavini. Við opnuðum hér í þessu húsi 1993, fluttum í skamman tíma í Krónuhúsnæðið, vorum á tímabili með reksturinn heima en komum aftur hingað árið 2015,“ segir Hlín sem tekur brosandi á móti öllum viðskiptavinum. Náttúruskreytingar okkar sérstaða

„Sérstaða okkar hefur alltaf verið náttúruskreytingar og við nýtum fallegu náttúruna hér í sveitinni til efnisöflunar. Við erum alltaf með fjölbreytt úrval af afskornum blómum, pottaplöntum, pottum og fleiru.

Það má segja að búðin sé mjög árstíðabundin, nú erum við með sumarblómin, á haustin einblínum við á haustskreytingar og jólin eru í algjöru uppáhaldi hjá mér.

samstaða meðal starfsmanna

Við erum líka mikið að sinna skreytingum á viðburðum, þá sérstaklega í kringum ferðamenn, og þar er verið að sækjast eftir íslenskum náttúruskreytingum.“

Tryggir viðskiptavinir

„Við höfum verið einstaklega heppin með kúnnahópinn okkar, við marga hefur myndast sterk og traust vinátta.

Maður er búinn að fylgja heilu fjölskyldunum á eftirminnilegum stundum jafnt í gleði sem sorg. Ég hef meðal annars gert skírnar-, fermingar- og brúðarskreytingu fyrir sama einstaklinginn.

Við höfum alltaf einsett okkur að veita persónulega þjónustu og lagt okkur fram við að mynda tengsl við okkar viðskiptavini,“ segir Hlín að lokum og tekur það fram að það sé einstaklega gefandi að starfa við að nýta náttúrlegan efnivið til að gleðja viðskiptavinina.

Verkföll af fullum þunga

Mánudaginn 5. júní hófst verk fall félagsfólks í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar sem starfa á lei kskólum og á bæjarskrifstofum og gildir til 5. júlí.

Sama dag tók verkfall gildi í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar auk vinnustöðvunar félagsfólks sem starfar í Þjónustustöð Mosfellsbæjar sem gildir til og með 17. júní næstkomandi. Á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 1. júní

lýsti bæjar ráð yfir „miklum áhygg jum af því að enn hafi ekki tekist samningar milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaganna.“

Samstöðufundur StaMos og BSRB var haldinn í Hlégarði á dögunum þar sem ríkti mikil samstaða meðal félagsfólks. Yfirskrift baráttunnar er: Sömu laun fyrir sömu störf.

- Fréttir úr bæjarlífinu 20
hlín á heimavelli
Mosfellsbærwww.mos.is525 6700

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022 Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2023

Óskað er eftir umsóknum og tilnefningum

um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2023

Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um einstaklinga eða samtök listamanna sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2023.

Þau ein koma til greina við tilnefningu bæjarlistamanns sem hafa verið virk í listgrein sinni og búið í Mosfellsbæ um tveggja ára skeið.

Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um einstaklinga eða samtök listamanna sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022. Þau ein koma til greina við tilnefningu bæjarlistamanns sem hafa verið virk í listgrein sinni og búið í Mosfellsbæ um tveggja ára skeið.

Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningar- og nýsköpunarnefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að „Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar“ láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.

Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningar- og nýsköpunarnefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að „Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar“ láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.

Umsóknir og ábendingar skulu berast rafrænt í gegnum vef bæjarins og þurfa að hafa borist í síðasta lagi 1. ágúst 2022. Nánari upplýsingar á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is.

Umsóknir og ábendingar skulu berast rafrænt í gegnum vef bæjarins og þurfa að hafa borist í síðasta lagi 13. ágúst 2023. Nánari upplýsingar á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is.

Mosfellsbær www.mos.is 525 6700 Óskað er eftir umsóknum
tilnefningum
bæjarlistamann Mosfellsbæjar
og
um
2022
www.mosfellingur.is - 21

Bókasafn Mosfellsbæjar Sumarlestur

með nýju sniði R I T S M I Ð J A

Líkt og fyrri ár mun Bókasafn Mosfellsbæjar bjóða upp á Sumarlestur. Markmið Sumarlestursins er að hvetja til yndislestrar hjá börnum yfir sumartímann.

Í ár mun safnið taka þátt í sameiginlegu sumarlestursverkefni sem verður í boði í nær öllum almenningsbókasöfnum á landinu. Fyrirkomulagið verður því með aðeins öðruvísi sniði en áður. Nú munu þátttakendur fá ævintýrakort til eignar og safna á það límmiðum fyrir lesnar bækur. Ævintýrakortið er myndskreytt af Ara Yates og sýnir átta mismunandi eyjur sem lesendur ferðast á milli, leysa þrautir

og kynnast þannig ævintýraheimum bókanna.

Hugmyndin með verkefninu er að búa til lestrarhvetjandi upplifun með ríka áherslu á myndlæsi.

Að auki stendur þátttakendum til boða að fylla út bókaumsögn eins og verið hefur og skila inn í safnið. Dregið verður vikulega úr þeim í allt sumar og hlýtur einn heppinn þátttakandi bókaverðlaun.

Sumarlesturinn mun hefjast um leið og ævintýrakortin berast safninu og hvetjum við því alla til að fylgjast vel með heimasíðu og Facebook-síðu safnsins, www.bokmos.is og facebook.com/bokmos

fyrir 10-12 ára

í Bókasafni Mosfellsbæjar

12.-14. júní kl. 9:30-12:00

Í smiðjunni læra þátttakendur að:

> búa til skemmtilegar sögupersónur

> skrifa spennandi sögur

> skrifa handrit að stuttmynd

Smiðjustjóri er Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur.

Eva Rún skrifar bækur, hljóðbækur og sjónvarpshandrit fyrir krakka. Hún hefur m.a. skrifað bækurnar um Stúf, hljóðbækurnar Sögur fyrir svefninn sjónvarpshandrit fyrir Stundina okkar.

Smiðjan er ókeypis og allt efni innifalið. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráningar sendist á bokasafn@mos.is

Vilt þú taka þátt?

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 24.-27. ágúst.

Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá.

Ef þið lumið á hugmyndum eða viljið vera með viðburði, þá endilega sendið póst á ituninuheima@mos.is

Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki

í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum.

- Fréttir úr bæjarlífinu 22
Mosfellsbær www.mos.is 525 6700

9-18

Sumarblóma S ala

Góður svefn í íslenskum

ullarfaðmi eykur vellíðan

Íslenskar ullarsængur

Fáanlegar á Lopidraumur.is

í dal S garði í mo S fell S dal Mikið úrval af fallegum sumarblómum Nú er rétti tími NN til að pla N ta sumarblómu N um
allaOpiðdaga
www.mosfellingur.is - 23

PRETTYBOITJOKKO & DJ GAZZI

Mjög vel tekið á móti okkur

Gosið á Heimaey í Vestmannaeyjum hófst aðfaranótt 23. janúar 1973 og stóð yfir í rúmlega fimm mánuði. Hraun og aska eyðilögðu þriðjung byggðarinnar eða tæplega 400 hús og byggingar. Flestir íbúarnir flúðu til meginlandsins og biðu milli vonar og ótta eftir því hvað framtíðin bæri í skauti sér.

Einn af þeim sem flutti með fjölskyldu sína er Valur Oddsson, þau fluttu ásamt fleirum íbúum í Mosfellssveit. Hann segist verða ævinlega þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem Vestmannaeyingum voru sýndar hér.

Valur er fæddur í Vestmannaeyjum 27. júlí 1942. Foreldrar hans eru Magnea Lovísa Magnúsdóttir húsmóðir og verkakona og Oddur Sigurðsson skipstjóri.

Bræður Vals eru Magnús f. 1934 og Sigurður Pétur, ávallt kallaður Bói, f. 1936 en þeir eru báðir látnir.

Ólst upp við frjálsræði

„Ég ólst upp í Vestmannaeyjum og það var gott að alast upp þar við algjört frjálsræði, einu skyldurnar voru að koma inn á réttum tíma í mat og kaffi.

Fjöllin og bryggjan heilluðu mest, við vinirnir tókum oft árabáta traustataki og rérum út að Löngu, eins mokuðum við flæðigarða í fjörunni og biðum eftir að sjórinn flæddi inn. Við veiddum einn og einn smáufsa á bryggjunni og stundum marhnút en það þótti mikil hneisa, maður reyndi að láta lítið á því bera,“ segir Valur og brosir.

„Lífið á eyjunni breyttist alltaf í byrjun janúar þegar um 2.000 sjómenn og verkafólk komu á vertíð. Þá kom fleira fólk inn á heimilið og ættingjar ofan af landi komu gjarnan í kaffi á frídögum.“

Beitti bjóð á línu „Ég gekk í barna- og gagnfræðaskólann og mér leið ágætlega í skóla en hann þvældist pínu fyrir mér þegar líða tók á vertíðirnar. Þá átti maður nefnilega möguleika á að beita eitt og eitt bjóð á línu og fá borgað fyrir það, svo þurfti maður að fara á bryggjuna til að fylgjast með hvernig fiskaðist.

HIN HLIÐIN

Eftirminnilegasta ferðalagið? Þegar við hjónin fórum í brúðkaupsferð tíu árum eftir að við giftum okkur, til Portoroz í gömlu Júgóslavíu.

Uppáhaldsmatur? Reyktur lundi.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að vera úti í Suðurey með góðum félögum.

Hvað keyptir þú síðast fyrir heimilið? Eldhúsvog.

Draumaborgin? París.

Hvað myndi ævisaga þín heita? Í sannleika sagt.

Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Það er af mörgu að taka en ég myndi byrja á að breyta skerðingum á ellilífeyri.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Steinunn Edda, langafastelpan mín sem fæddist í desember, hvað hún færir mér mikla hamingju.

MOSFELLINGURINN

Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is

Fyrsta vinnan mín var að breiða saltfisk, þá var ég 11 ára, ég fór sjálfur og bankaði upp á hjá verkstjóranum til að fá vinnu. Við krakkarnir unnum með eldri borgurum sem voru hætt að vinna en fóru í þessa íhlaupavinnu, þau leiðbeindu okkur. Þetta var einhver besta unglingavinna sem hægt var að hugsa sér. Þegar þessu lauk fór ég í frystihúsin, það fannst mér drepleiðinleg vinna.“

Aðstaðan mjög bágborin

„Árið 1958 fór ég á sjó, réri til að byrja með með Bóa bróður og pabba á vertíðum og þess á milli var ég á Halkion 46, 100 og 250 tonna, eða fram til ársins 1963.

Á þessum tíma var öll aðstaða á bátunum bágborin, hreinlætisaðstaðan engin og fata til að gera þarfir sínar í. Í lúkarnum sváfu menn í kojum í öllum fötunum og þar var líka eldað og borðað. Með tímanum batn-

aði aðstaðan, það var komið klósett og hvalbakur sem skýldi okkur við vinnuna.

Á þessum árum tók ég þátt í að bjarga 18 mönnum, tveimur skipshöfnum í tveimur sjóslysum, en því miður fórust tveir í öðru slysinu.

Árið 1963 byrjaði ég á Ísleifi 4 og síðar á Ísleifi, það aflaðist einhver ósköp á þessum skipum, síldin var í hámarki fyrir austan. Þetta var minn skemmtilegasti tími á sjó með óskaplega góðri áhöfn sem enn heldur hópinn. Ég var á sjó fram undir 1970 en þá fór ég að læra húsasmíði í Iðnskólanum í Vestmannaeyjum.“

Þyngstu spor sem ég hef stigið

„Árið 1968 féll Bói bróðir milli skips og bryggju í Aberdeen en hann var á leið með skipið sitt í vélarskipti til Noregs. Pabbi var til sjós með Bóa þegar slysið varð en það liðu nokkrar vikur þangað til hann fannst látinn. Þetta var hræðilegur tími, algjör óvissa og það var reynt að halda í vonina fram á síðustu stundu.

Bói var hvers manns hugljúfi, giftur og átti þrjá drengi sem þarna voru 6, 7 og 8 ára. Amma okkar lést á meðan leitað var að Bóa og þau voru jörðuð saman. Það voru þung spor, líklega þau þyngstu sem ég hef stigið,“ segir Valur alvarlegur á svip.

Stóðu uppi heimilislaus Eiginkona Vals er Kristín Stefánsdóttir fyrrv. bankastarfsmaður, hún lést árið 2015. Dætur þeirra eru

Ingibjörg f. 1970 og Ásdís f. 1976.

„Við Kristín kynntumst um borð í Gullfossi árið 1965, hún var úr Reykjavík en átti ættir að rekja til Eyja. Eftir að við giftum okkur þá bjuggum við okkur heimili í Vestmannaeyjum sem síðar fór undir hraun í gosinu 1973. Þá stóðum við hjónin uppi heimilislaus ásamt dóttur okkar sem var þriggja ára og það var ekkert annað í stöðunni en að flytja upp á land.

Þetta var hræðilegur tími, algjör óvissa og það var reynt að halda í vonina fram á síðustu stundu.

Fluttu í Mosfellssveit

„Sveitastjórn Mosfellshrepps með Jón á Reykjum og Hrólf Ingólfsson í fararbroddi buðu okkur sem misst höfðum húsin okkar lóðir við Arnartanga. Verkið var boðið út og sama fyrirtækið byggði flest einbýlishúsin sem þar standa. Þegar kom að því að borga lóðirnar var ekki búið að greiða út bætur úr Viðlagasjóði. Ólafur Helgason bankastjóri Útvegsbankans í Eyjum lánaði öllum án þess að hafa veð, sem er væntanlega fáheyrt. Arnartanginn var því nokkurs konar útibú frá Vestmannaeyjum.

Það var mjög vel tekið á móti okkur öllum hér í Mosfellssveit og við hjónin fluttum í Arnartanga 1975. Hér bjuggu um 1.100 manns og okkur leið eins og við værum flutt á hjara veraldar. Við náðum þó fljótt að samlagast bæjarbragnum og ég gæti hvergi annars staðar hugsað mér að eiga heima, en ég fer líka mikið á mínar æskuslóðir.

Dætur mínar og fjölskyldur búa hér líka og við höldum vel hvert um annað.

Eftir að ég flutti upp á land þá fór ég að vinna við smíðar, hóf síðan störf hjá Borgarspítalanum þar sem ég starfaði í 30 ár með góðum félögum. Síðustu þrjú árin áður en ég fór á eftirlaun starfaði ég hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar og sinnti viðhaldi á eignum borgarinnar.“

Góðar stundir í Suðurey

„Lundaveiði hefur fylgt mér nánast alla ævi,“ segir Valur aðspurður um áhugamálin. „Ég fór fyrst í útey 5 ára. Ég veiði í Suðurey og það er mikill félagsskapur í kringum veiðina, sá góði hópur hefur gefið mér afskaplega mikið. Ég hef spilað golf í 30 ár og svo byrjaði ég að stunda líkamsrækt fyrir nokkrum árum. Ég les líka mikið og nýti mér Storytel inn á milli. Ég var „forseti“ Gufufélags Mosfellsbæjar í tuttugu ár eða svo, það var afskaplega skemmtilegur félagsskapur. Svo sat ég í byggingarnefnd Mosfellsbæjar í fjögur ár og í yfirkjörstjórn í 16 ár fyrir Samfylkinguna þar sem ég hef hitt fyrir margt vandað og gott fólk sem hefur reynst mér vel. Fyrir utan þessi hefðbundnu áhugamál er ég mjög áhugasamur um fjölskylduna mína og vil gjarnan verja sem mestum tíma með þeim og mínum mörgu og góðu vinum,“ segir Valur og brosir er við kveðjumst.

- Mosfellingurinn Valur Oddsson 26
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. Fjölskyldan árið 2012, Ásdís, Kristín, Valur og Ingibjörg.
Valur Oddsson húsasmiður flutti upp á land eftir gosið í Eyjum 1973
með lunda í suðurey á fermingardaginn 1956 fjölskyldan í eyjum á 80 ára afmæli vals
kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com - s: 6924005 RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglarwww.mosfellingur.is - 27

60 hljóðfæraleikarar komu fram í félagsheimilinu Hlégarði

Vortónleikar Skólahljómsveitarinnar

Skólahljómsveit Mosfellsbæja r­ hélt sína ár­leg vor­tónleika að þessu sinni í Hlégar­ði. Tónleikar­nir­ fór­ u fr­am miðvikudaginn 24. maí og komu um 60 hljóðfær­aleikar­ar­ fr­am þann daginn.

Það er­u or­ðin mör­g ár­ síðan Skólahljómsveit Mosfellsbæjar­ hefur­ haldið tónleika í Hlégar­ði en það ger­ði hú­n ávallt hér­ áðurfyr­rEldr­ i nemendur­ hljómsveitar­ innar­

Mótun atvinnustefnu Mosfellsbæjar • Nýjar hugmyndir

hafa leikið við ú­tskr­ ift ný­stú­denta fr­á Bor­gar­holtsskóla bæði fy r­ ir­ jól og að vor­ i síðastliðin 30 ár­. Hljómsveitinni var­ fær­ðurblómvöndur­ við það tilefni við ú­tskr­ iftina 25. maí s.l. sem fr­am fór­ í Háskólabíói.

Næsta fr­amkoma Skólahljómsveitar­innarer­ við hátíðar­höld í Mosfellsbæ á þjóðhátíðar­daginn 17. jú­ní. Það hefur­ ver­ið ár­ viss viðbur­ður­ fr­á því haldið var­ fyr­st upp á daginn í Mosfellssveit ár­ið 1964.

tindastóll á æfingu

Lögðu línurnar að Varmá

Ný­kr­ý­ndir­ Íslandsmeistar­ar­ í kör­fubolta vilja koma á fr­amfær­i þökkum til Mosfellinga fyr­ir­ stuðninginn en þeir­ fengu aðstöðu að Var­má til að æfa og taka vídeófundi fyr­irú­tileikina gegn Val – sem auðvitað unnust alli r­. Fjöldi Mosfellinga fylgdi liðinu efti r­ í keppninni enda mar­gir­ Skagfir­ðingar­ bú­settir­ í Mosfellsbæ.

Húsdýrin, blómin og fuglarnir eru með keltneskum nöfnum.

Þorvaldur Friðriksson fjallar um efnið í fyrirlestri sínum á Kjalnesingadögum.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Klébergsskóla, á Kjalarnesi, laugardaginn 24. júní, kl. 15:30. Kaffisala.

Fundað

um atvinnuog nýsköpunarmál

Um 50 manns tóku þátt í opnum fundi um atvinnu- og ný­sköpunar­mál sem haldinn var­ í Fr­amhaldsskólanum í Mosfellsbæ þr­iðjudaginn 16. maí. Fundur­inn er­ hluti af vinnu atvinnu- og ný­sköpunar­nefndar­ við mótun atvinnustefnu MosfellsbæjarÍ upphafi fundar­ hélt Dór­i DNA hugvekju um skapandi gr­einar­ sem vax­andi atvinnugr­ein á Íslandi og hvatti Mosfellsbæ til þess að taka þátt í þeir­r­i umbyltingu.

Eins og við var­ að bú­ast bar­ sjónvar­ps-

ser­íuna Aftur­eldingu á góma og Dór­ i vakti athygli á því að menningar­- og ný­sköpunar­nefnd veitti ve r­kefninu styr­k þegar­ það var­ á hugmyndastigi. Það r­éð ekki ú­r­slitum en var­ þáttur­ í að unnt var­ vinna ver­kefnið áfr­am.

Að loknum inngangser­indum var­ gengið til dagskr­ár­ þar­ sem r­áðgjafi atvinnu- og ný­sköpunar­nefndar­, Björ­n H. Reynisson, leiddi vinnuna. Á fundinum komu fr­am mar­garhugmyndir­ sem unnið ver­ður­ með á næstu vikum í atvinnu- og ný­sköpunar­nefnd.

Brennipenni, skurðarvél og bálpanna með katli

Foreldrafélagið afhenti

Helgafellsskóla gjöf

For­eldr­afélag Helgafellsskóla afhenti skólanum gjöf á aðalfundi félagsins í maí.

Í ljósi jákvæðr­ar­ r­ekstr­ar­afkomu félagsins var­ ákveðið að ný­ta hluta af eignum þess til að styr­kja skólann með tækjabú­naði sem skólinn getur­ ný­tt til að auka fjölb r­eyttarkennsluaðfer­ðir­ og ver­kefni til handa nemendum.

Um er­ að r­æða br­ennipenna, cr­ icut

skur­ðar­ vél og bálpönnu með katli. Skur­ðar­vélin mun ný­tast vel í haust þegar­ skólinn ver­ður­ með r­áðstefnu á vegum Skólaþr­óunar­ þar­ sem möguleikar­ hennar­ til sköpunarver­ða r­annsakaðir­ í þaula. For­eldr­afélagið vill koma þökkum til allr­a for­eldr­a sem lagt hafa fo r­eldr­asamstar­ finu lið á skólaá r­ inu og hlakkar­ til komandi ár­a.

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ 28
hugmyndavinna og umræður
Þannig týnist tíminn

Sumarnámskeið

Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga

Sumarnámskeið unglinga

Nú er sumarið að nálgast og að vanda er fjölbreytt

frístundastarf í boði fyrir börn og unglinga

í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar um námskeiðin

Ert þú að halda námskeið?

Öll þau sem vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana@mos.is

upplýsingum unglinga geta sent

Mosfellsbær www.mos.is -+354 525 6700
fjölbreytt námskeið? framfæri
vanda
unglinga
er fjölbreytt

Námsferð starfsfólks Leirvogstunguskóla

Í apríl síðastliðnum fór spenntur hópur starfsfólks leikskólans Leirvogstunguskóla í fræðslu- og námsferð til Brighton.

Í námsferðinni var farið á tvö söfn. Annars vegar var það Hove Museum of Creativity þar sem fyrir er vinnustofa með fræðsludeild safnsins þar sem skoðað var hvernig forvitni, sköpun og samvinna megi nýta í leiðangur um liðna tíma. Þar voru hlutir, leikföng og myndlist nýtt í leiðangur um söguna.

Seinna safnið sem við heimsóttum var Brighton Museum en þar fengum við kynningu á verkefninu Brighton in the Stone Age þar sem tekið er á móti leikskólabörnum og þau frædd um fornaldir. Hlutverkaleikir og frásögn eru nýtt til þess að vekja áhuga barnanna á sögunni á skemmtilegan og lifandi hátt.

Að loknum safnaheimsóknum lá leið okkar í menningarmiðstöð Leap then Look þar sem við fengum fyrirlestur um núvitund, hreyfingu og lærdóm í gegnum leik og sköpun. Þar eru vinnustofur sem taka á móti nemendum á öllum skólastigum þar sem forvitni, leikgleði, þátttaka, innblástur og áhugi á að gera tilraunir eru leiðarefnin.

Síðast á dagskrá var skólaheimsókn í útileikskólann Bee in the Woods sem liggur

í skógarjaðri en á lóðinni er undraheimur fugla, skordýra og fiðrilda. Margvísleg verkefni eru unnin með börnunum eftir árstíðum og á skólalóðinni eru starfsstöðvar sem hafa ólík hlutverk. Við fengum m.a. að taka þátt í að útbúa súpu eldaða yfir lifandi eldi sem við kveiktum upp á eigin spýtur.

Við vorum allar sammála um að námsferðin hafi verið afar vel heppnuð og áhugaverð í alla staði. Það er margt sem við getum tengt við starfið og tileinkað okkur. Síðast en ekki síst hefur ferð sem þessi jákvæð áhrif á starfsmannahópinn því tengslin verða sterkari. Hópurinn var mjög samstilltur þar sem virðing og vinátta var ríkjandi.

Ástvaldur stjórnandi lætur af störfum eftir níu ára starf

Vortónleikar og tónleikaferð til Kraká

Álafosskórinn lauk sínu 42. starfsári með vortónleikum í Breiðholtkirkju.

Í framhaldi af því var ferðinni heitið til borgarinnar Kraká í Póllandi en þar dvaldi kórinn dagana 9. til 16. maí. Kórinn söng fyrir gesti og gangandi í hinni fallegu kirkju hinnar heilögu Maríu, sem stendur við markaðstorgið í gamla bænum í Kraká. Einnig söng kórinn í messu í lúthersku kirkjunni St. Martin, sem einnig er í gamla bænum í Kraká.

Stjórnandi Álafosskórsins síðustu níu árin hefur verið Ástvaldur Traustason. Hann lætur nú af því starfi. Kórinn þakkar honum samstarfið og kveður með þakklæti og virðingu. Í haust tekur Örlygur Atli Guðmundsson við stjórn kórsins en hann er reynslumikill stjórnandi og hlakkar kórinn til samstarfs við hann.

Vetrarstarf kórsins hefst 7. september næstkomandi.

flottir fulltrúar úr mosó að lokinni keppni

Heilsa og hugur tók þátt í göngugötukeppni

Nú á dögunum fór fram fyrsta göngugötukeppni 60 ára og eldri í Kópavoginum. Virkni og Vellíðan heilsuefling 60 ára og eldri stóð fyrir þessari flottu og skemmtilegu keppni.

Keppnin fór fram þann 11. maí. Gengið var í Kópavogsdalnum um 3.4 km og voru

um 300 einstaklingar skráðir til keppni. Heilsa og hugur átti 20 fulltrúa í keppninni. Einn meðlimur úr hópnum, hún Hildigunnur Davíðsdóttir, komst á verðlaunarpall (80 ára og eldri). Þær Berta og Halla Karen eru stoltar af sínu fólki og hlakka til að mæta aftur að ári.

Evrópumeistarar smáþjóða í blaki

Ísland átti lið í úrslitakeppni Evrópumóti smáþjóða kvenna í blaki sem spilað var í Lúxemborg um Hvítasunnuhelgina.

Ísland var í rauninni minnsta þjóðin á mótinu ef miðað er við höfðatölu. En það sást ekki því Ísland vann mótið eftir æsispennandi úrslitaleik við Skotland 3-2.

Afturelding átti fjóra leikmenn í liðinu þær: Daníelu Grétarsdóttur, Tinnu Rut Þórarinsdóttur, Thelmu Dögg Grétarsdóttur og Valdísi Unni Einarsdóttur ásamt þjálfara

liðsins: Borja Gonzales Vincente og liðsstjóra liðsins; Einari Friðgeiri Björnssyni. Þrír leikmenn Íslands sem allir koma úr Aftureldingu voru valdar í lið mótsins, þær Tinna Rut sem besti kanntur, Thelma Dögg sem besti díó og Valdís Unnur sem besta miðja. Auk þess var Thelma Dögg valin MVP eða mikilvægasti leikmaður mótsins. Þetta er glæsilegur árangur og frábær viðurkenning sömuleiðis á starfi blakdeildar Aftureldingar.

Borðtennisáhugi að aukast

Borðtennissambandið í samvinnu við Íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar bauð upp á kynningu á íþróttinni í vetrarfríi grunnskólanna í febrúar. Í framhaldi af því stendur til að stofna borðtennisfélag eða deild í haust.

Áhugasamir geta haft samband við Valdimar Leó framkvæmdastjóra BTÍ, valdimar@ bordtennis.is

- GM snillingar 65+ 18 - Mosfellingar á ferð og flugi
aftureldingarfólkið með gullverðlaunin

Styrktargolfmótið Palla Open

Laugardaginn 10. júní á Hlíðavelli

Styrktargolfmótið

Palla Open haldið á Hlíðavelli í boði

Keppnisfyrirkomulag er tveggja og fjögurra manna Texas Scramble.

Palla Open

Styrktargolfmótið

Laugardaginn 10. júní á Hlíðavelli

Skráning fer fram á golfboxinu.

Laugardaginn

Palla Open haldið á Hlíðavelli í boði

vinsamlega sendið póst á

vinsamlega sendið póst á

Palla Open haldið

Keppnisfyrirkomulag er tveggja og fjögurra manna Texas Scramble.

Skráning hefst 15. maí.

Skráning fer fram á golfboxinu.

Mótsgjald er 7.900 kr. Þátttökugjald fæst ekki endurgreitt.

Skráning hefst 15. maí.

Styrktarreikningur fyrirfrjáls framlög

Mótsgjald er 7.900 kr. Þátttökugjald fæst ekki endurgreitt.

Styrktarreikningur fyrirfrjáls framlög

vinsamlega sendið

Blakstelpurnar sýndu frábæran karakter í úrslitakeppninni

Silfur á Íslandsmótinu eftir frábæra skemmtun

Afturelding sýndi frábæran karakter meistaraflokkur kvenna kom sér í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratil kvenna í blaki.

Þær þurftu að slá liðið í 2. sæti deildarinnar, Álftanes, út í 4ra liða úrslitunum sem þær gerðu með því að vinna báða leikina og voru þá komnar í úrslitakeppni við deildar, bikar- og Íslandsmeistara KA.

Aftuelding tapaði fyrsta leiknum en vann síðan næstu tvo leiki en vinna þurfti þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Afturelding tók á móti KA í fjórða leik liðanna og fulla áhorfendapalla að Varmá í frábærum leik og með sigri þá hefði Afturelding hampað titlinum en KA-konur neit-

Fyrsti leikurinn að Varmá á laugardaginn á nýju gervigrasi

uðu að játa sig sigraða og eftir oddahrinu og með minnst mögulega mun náði KA að sigra leikinn og því staðan 2-2 í einvíginu og oddaleikur á Akureyri tveim dögum seinna. Sá leikur fór líka í odd sem endaði með sigri KA stúlkna.

Stelpurnar okkar sýndu frábæran karakter og spilamennsku í úrslitakeppninni og úrslitaeinvígið var frábær skemmtun og gat í rauninni hvort liðið sem var unnið.

Þessi úrslitakeppni fer í reynslubankann hjá okkar unga liði.

Strákarnir okkar voru slegnir út í undanúrslitunum af KA sem einnig hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum karlamegin.

Stungið sér til sunds á Skaganum

Um helgina fór Sunddeild Aftureldingar með 36 manna hóp á Akranesleikana upp á Skaga.

Þetta mót er eitt stærsta yngribarnamót ársins og áttum við fjórða stærsta lið mótsins. Framfarirnar hjá krökkunum yfir

veturinn eru búnar að vera hreint út sagt frábærar, 90% bæting á mótinu um helgina og margir að bæta mánaða gamla tíma sína. Verður gaman að sjá þessa flottu krakka á næsta tímabili, framtíðin er björt fyrir þetta unga sundfólk.

Afturelding og Fjölnir eru á toppnum í Lengjudeild karla eftir fimm umferðir en bæði lið eru taplaus til þessa.

Afturelding vann Grindavík 3-0 á útivelli í síðustu viku í toppbaráttuslag en þetta var þriðji leikur liðsins í röð á útivelli. Verið er að ljúka framkvæmdum við nýtt gervigras að Varmá og Afturelding á nú tíu heimaleiki eftir í deildinni í sumar.

Vestri kemur í heimsókn laugardaginn

10. júní klukkan 14:00 og Njarðvík mætir í heimsókn föstudagskvöldið 16. júní klukkan 19:15. Fimmtudaginn 29. júní er síðan grannaslagur gegn Fjölni.

Á öllum leikjunum verða skemmtilegir viðburðir fyrir áhorfendur í stúkunni og um að gera að hvetja fólk til að fjölmenna á völlinn og taka þátt í stemningunni. Hægt er að kaupa ársmiða sem gildir á alla leiki í gegnum miðasölukerfið Stubb eða á leikjum.

Blakkrakkar í æfingabúðum í Ikast í Danmörku

Dagana 26.-29. maí fóru 15 krakkar úr blakdeild Aftureldingar ásamt tveimur þjálfurum og einum fararstjóra til Ikast í Danmörku í þjálfunarbúðir.

Mörg af okkar blökurum sem hafa verið í landsliðsverkefnum þekkja svæðið vel. Krökkunum var skipt í hópa eftir getu og reynslu og fengu þau frábært tækifæri til að

æfa sig og spila með dönsku krökkunum. Þjálfaranir Aftureldingar voru einnig að þjálfa og spila.

Æfingabúðirnar voru lokahnykkurinn á æfingatímabili krakkanna en við taka æfingar í strandblaki í sumar. Ferðin var vel heppnuð sem endaði svo í keilu og út að borða í Lalandia áður en haldið var heim.

- Íþróttir 34 jakosport (Namo ehf) - krókháls 5f - 110 á rbær Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport
íslandi
Taplausir á toppnum
sumarið fer vel af stað
Myndir/RaggiÓla

ÁLAFOSShlaupið

Hlaupið hefst kl. 18:00 mánudaginn 12. júní við Varmárvöll í Mosfellsbæ Nánari upplýsingar og

Laugardaginn 10 júní Fimleikadeild Aftureldingar opnar fimleikasalinn fyrir bæjarbúum og setur upp þrautarbraut. Þetta er liður í fjáröflun fyrir æfingaferð til Danmerkur í júní.

ára og yngri kl. 11:00-13:00

ára og eldri kl. 14:00-16:00 (3. bekkur og eldri) Verð: 1500 kr.

ÞRAUTARBRAUT
7
8
á hlaup.is.
5,6 km 10 km www.mosfellingur.is - 35
skráning
Skemmtilegt hlaup fyrir fjölskylduna

Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk

heilsu hornið

TakTu þáTT

þrír heimaleikir fram undan í júní!

leikið er á malbiksstöðinni að Varmá

Lau k L . 14:00

10. júní

fös k L . 19:15

16. júní

fim k L . 19:15

29. júní

afTurelding - vesTri

afTurelding - njarðvík

afTurelding - fjölnir

sTuðningsmannahiTTingur

í hlégarði 16. júní

fyrir leik gegn Njarðvík

Magnús Már þjálfari mætir á svæðið og fer yfir leikplanið.

Hægt verður að kaupa hamborgara og svalandi drykki.

Viðburðir á heimaleikjum

Lau 10. júní 14.00 Vestri - Zenato rauðvínskynning

Fös 16. júní 19:15 Njarðvík - Klipping frá Studio 110

Fim 29. júní 19:15 Fjölnir - Nudd

Mið 12. júlí 19:15 Þróttur R. - Óvæntur viðburður

Fös 21. júlí 19:15 Selfoss - Sprite Zero Klan

Fös 28. júlí 19:15 ÍA - Steikarveisla

Mið 2. ágú. 19:15 Grótta - Tattú

Fim 10. ágú. 19:15 Grindavík - Hoppukastalar

Lau 26. ágú. 13:00 Leiknir R. - Heitur pottur

Lau 9. sept. 14:00 Ægir - Bingó með Himma og Steinda

í sTemningunni! árskorT Til sölu á sTubb

Niðurstaða stjórnsýsluog rekstrarúttektar

Í árslok 2022 var ákveðið að gerð yrði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ og voru allir bæjarfulltrúar sammála um að tímabært væri að fara í slíka úttekt. Það var ráðgjafafyrirtækið Strategía sem ráðið var til verksins og niðurstaðan lá fyrir í byrjun maí. Í stuttu máli var niðurstaða úttektarinnar sú að mikil tækifæri eru til úrbóta í stjórnsýslu bæjarins svo unnt sé að þjónusta bæjarbúa enn betur og tryggja að vel sé farið með almannafé.

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að nauðsynlegt er að fara í umbætur á fjármála- og áhættuferlum, þá þarf að gera umbætur í stefnumörkun, skipulagi og stjórnarháttum auk þess sem mælt er með umbótum til að ná markmiðum í stafrænni þjónustu.

Nýtt skipurit

Alls eru lagðar fram 74 umbótatillögur í skýrslunni og hvetjum við alla bæjarbúa til að kynna sér efni skýrslunnar en hana má nálgast í fundargerð bæjarráðs frá 17. maí og fundargerð bæjarstjórnar frá 24. maí. Fyrsta tillagan sem unnin er á grundvelli þessarar úttektar hefur nú þegar verið lögð fram og samþykkt, þ.e. tillaga að nýju skipuriti.

Engum starfsmanni er sagt upp störfum í kjölfarið breytinganna en ljóst er að kostnaður vegna innleiðingar á breytingunum verður 27 milljónir króna á árinu 2023. Fyrst og fremst vegna ráðningar verkefnisstjóra í upplýsingatækni og vegna aukinna

Hlégarður og menning í Mosó

Um síðustu áramót tók Mosfellsbær við rekstri Hlégarðs.

verkefna á fjármála- og áhættustýringarsviði. Á ársgrundvelli er gert ráð fyrir að um tvö stöðugildi sé að ræða og kostnaðurinn verði 35 milljónir kr.

Það er mat ráðgjafa Strategíu að talsverð tækifæri séu til sparnaðar á aðkeyptri þjónustu sem vegur þá upp á móti þeim kostnaðarauka sem liggur fyrir að felist í breytingunum.

Í fyrsta sinn í Mosfellsbæ er innri endurskoðun nú tilgreind sérstaklega í skipuriti og er það til bóta og í samræmi við nútímalegan rekstur sístækkandi sveitarfélags að þessu eftirliti sé tryggt skýrt hlutverk í skipuriti bæjarins.

Einnig er rétt að minnast á breytingu á fjármálasviði sem nú mun heita fjármál og áhættustýring. Í skýrslu Strategíu er fjallað um mikilvægi þess að bæjarfélagið setji sér skýra stefnu um fjármagnsskipan og áhættustefnu en hvorug er til staðar í dag.

Það er rauður þráður í gegnum skýrsluna að skýra þurfi hlutverk, umboð og ábyrgð stjórnareininga og stjórnenda og er nýja skipuritið fyrsta skrefið í átt að þessu takmarki.

Eins og fram hefur komið þá eru margar umbótatillögur í skýrslunni og nú bíður það verkefni bæjarstjórnar og bæjarstjóra að meta og ákveða hvað af þessum umbótaverkefnum verður ráðist í til að bæta þjónustu bæjarins við íbúa.

Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar

Stjórnsýsla Mosfellsbæjar

Í lok síðasta árs var samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fara í stjórnsýsluútekt í Mosfellsbæ. Bæjarfulltrúar D-lista samþykktu tillöguna, en síðast var farið í úttekt á stjórnsýslu bæjarins árið 2014. Þó svo að stjórnsýslan hafi þróast og tekið jákvæðum breytingum í gegnum árin þá er alltaf gott að fá utanaðkomandi aðila til þess að skoða hlutina, rýna til gagns og koma með nýjar hugmyndir með það að markmiði að bæta þjónustu og starfsemi bæjarins enn frekar.

Ráðgjafafyrirtækið Strategía var fengið til þess að vinna úttektina og í framhaldinu lagði bæjarstjóri fram viðamiklar breytingar á stjórnsýslu og skipuriti Mosfellsbæjar sem byggðar voru á skýrslu Strategíu. Bæjarfulltrúar D-lista komu ekki að gerð tillagna um skipulagsbreytingarnar og sátu hjá við afgreiðslu málsins meðal annars fyrir þær sakir. Breytingarnar eru sumar eðlilegar og margt jákvætt sem kemur fram, bæði í skýrslunni og tillögunum, en þar eru jafnframt ágallar sem við setjum fyrirvara við.

Það vekur einna helst athygli í samþykktum tillögum að það virðist eins og verið sé að innleiða skipurit Reykjavíkurborgar og færa skipulagseiningar í sama búning og gerist þar. Það er spurning hversu jákvætt það er fyrir Mosfellsbæ að færa stjórnsýsluna í átt til þess sem gert er í Reykjavík sérstaklega þegar kemur að fjármálum, stjórnun, skipulags- og starfsmannamálum.

Vonandi horfir nýr bæjarstjóri og meirihluti í Mosfellsbæ ekki of mikið til félaga sinna í Reykjavík þegar kemur að skipulagi og stjórnun í Mosfellsbæ.

Miklar og dýrar breytingar

Breytingatillögurnar sem lagðar voru fram af bæjarstjóra og meirihlutinn samþykkti eru viðamiklar og útgjöld vegna þeirra óljós, en öruggt er að kostnaðurinn verður hár.

Í tillögunum er t.d. gert ráð fyrir mikilli fjölgun starfsfólks og það skýtur skökku við

í því efnahagsástandi sem nú ríkir að ætla að ráða þennan fjölda af nýju starfsfólki. Staðreyndin er sú að fram undan er niðurskurður á útgjöldum bæjarins sem felur jafnvel í sér frestun framkvæmda. Við þær aðstæður er stórfelld fjölgun starfsfólks ekki ákjósanleg.

Það hvort þær breytingar sem nú hafa verið innleiddar séu til þess fallnar að bæta þjónustuna, verklag, samhæfingu og starfsumhverfi starfsfólks Mosfellsbæjar mun tíminn einn svo leiða í ljós.

Hver er tilgangur með breytingum?

Samkvæmt skýrslunni er breytingatillögunum ætlað að endurspegla áherslur sem koma fram í málefnasamningi meirihlutans. Þetta er tiltekið á a.m.k. fjórum stöðum í skýrslu Stategíu sem og í kynningum og tillögunum byggðum á henni.

Við bæjarfulltrúar D-lista teljum að breytingar í stjórnsýslu og á skipuriti bæjarins eigi fyrst og fremst að snúast um að hámarka gæði, hagkvæmni og skilvirkni þjónustu fyrir alla bæjarbúa, en eigi ekki að snúast um málefnasamning meirihlutans, því meirihlutar koma og fara.

Markmið síðasta meirihluta D- og V-lista í Mosfellsbæ var að sýna ábyrgð í rekstri bæjarins, fara vel með skattfé og halda álögum á íbúa eins lágum og kostur var.

Það eru leiðarljós sem nýr meirihluti virðist ekki ætla að viðhalda á sinni vakt, eins og bæjarbúar hafa nú þegar fengið að finna fyrir í gríðarlegum hækkunum fasteignagjalda og hækkun á útsvari.

Áhersla okkar bæjarfulltrúa D-lista í bæjarstjórn er að íbúar Mosfellsbæjar fái áfram eins góða þjónustu og hægt er þannig að áfram verði best að búa í Mosfellsbæ.

Við þurfum að muna eftir að halda í gildi Mosfellsbæjar sem hér hafa verið höfð að leiðarljósi; virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja.

Ásgeir Sveinsson og Jana Katrín Knútsdóttir bæjarfulltrúar D-lista.

Hlégarður hefur verið lokaður undanfarin misseri vegna mikilla endurbóta innahúss og vegna takmarkana er tengdust Covid. Það er því ánægjulegt að framboð menningarviðburða hafi aukist í Hlégarði og víðar í Mosfellsbæ, jafnt og þétt undanfarin misseri.

Tillaga okkar um nýjan menningarviðburð, Menning í mars, var samþykkt og fór dagskrá tengd þeim viðburðum fram í mars síðastliðnum. Frumraunin tókst vel og gaman var að sjá hversu margir tóku þátt. Menning í mars er komin til að vera.

Nú styttist í 17. júní og þar á eftir bæjarhátíðina Í túninu heima en auk þessara viðburða er mikilvægt að vera einnig með smærri viðburði því áhugi Mosfellinga er svo sannarlega til staðar og tilefnin eru næg.

Fulltrúar D-listans vilja styðja við listsköpun og auka framboð menningar- og listviðburða í Mosfellsbæ og fagna því að ráðinn hafi verið viðburðastjóri Hlégarðs. Það er jákvætt og mun sú staða eflaust efla og auka framboð og fjölbreytni menningarog listviðburða.

Nauðsynlegt er að halda áfram að hlúa að endurnýjun Hlégarðs og eru tækjakaup, hljóðkerfi, lýsing o.fl. hlutir sem þarf að klára sem fyrst svo húsið nýtist sem best og sem flestum.

Áform eru uppi hjá nýjum meirihluta að Mosfellsbær sjái um allan veitingarekstur og áfengissölu í Hlégarði í stað þess að fela rekstraraðila/viðburðastjóra þann rekstur eins og annan rekstur í húsinu. Með þeim fyrirætlunum má segja að bærinn sé kominn í samkeppni um veitinga- og áfengissölu. Það er mat fulltrúa D-listans í bæjarstjórn að lýðheilsubærinn Mosfellsbær eigi ekki sjálfur að standa í sölu á áfengi á viðburðum í Hlégarði.

Margt er fram undan í menningu og listum í Mosfellsbæ og mun Hlégarður gegna lykilhlutverki í mörgum af þeim viðburðum.

Við munum áfram styðja við endurnýjun og þróun Menningarhússins Hlégarðs á þessu kjörtímabili, Mosfellingum öllum til heilla.

Helga Jóhannesdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúar D-lista

Fjölbreyttir búsetukostir

í Mosfellsbæ

Því miður hefur Mosfellsbær ekki staðið sig sem skyldi hvað varðar uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á liðnum árum.

Þegar núverandi meirihluti tók við fyrir einu ári síðan var einn búsetukjarni á áætlun, þ.e. búsetukjarni sem Þroskahjálp mun reisa í 5. áfanga Helgafellshverfis og Mosfellsbær síðan reka. Engir aðrir búsetukjarnar voru á áætlun.

Þegar horft er til þess að gera áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða fram í tímann er auðvitað nærtækast að horfa til þess fjölda ungra fatlaðra einstaklinga sem þegar býr í sveitarfélaginu og mun, þegar fram líða stundir, að sjálfsögðu þurfa stað til að búa á. Stað þar sem þau fá þjónustu og njóta þess öryggis og sjálfstæðis sem þeim ber.

Í meirihlutasamkomulagi B, S og C lista kemur fram að unnið skuli að áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og er undirbúningur þeirrar vinnu þegar hafinn.

Fjölbreytt byggð

Eitt af mikilvægum verkefnum bæjarstjórnar er að móta sýn um framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins, til lengri og skemmri tíma. Það er sýn okkar og meirihlutans að við uppbyggingu hverfa skuli horft til þess að byggt sé íbúðarhúsnæði sem svarar þörfum sem flestra samfélagshópa. Við deilum þeirri skoðun að til að byggja farsælt samfélag þurfi að gera ráð fyrir að pláss sé fyrir okkur öll.

Eins og margir vita þá er stærstur hluti byggingarlands sem skilgreint er í aðalskipulagi í eigu einkaaðila en ekki Mosfellsbæjar. Sú staðreynd getur flækt uppbyggingaráform bæjarstjórnar á hverjum tíma. Gera þarf uppbyggingarsamninga við handhafa þess lands sem um ræðir t.d. um uppbyggingu innviða eins og skóla og leikskóla en einnig um samsetningu íbúðarkosta, þ.e. hvort ráð sé gert fyrir fjölbreyttum búsetukostum.

Athyglisvert er að í samningum um upp-

byggingu Blikastaða, sem gerðir voru undir lok síðasta kjörtímabils, eru fjölbreyttir búsetukostir fyrir mismunandi þjóðfélagshópa ekki meðal ákvæða.

Carlsberg ákvæðið Í Danmörku var árið 2015 sett nýtt ákvæði inn í skipulagslög sem stuðla átti að blandaðri byggð í landinu. Ákvæðið gengur út á að heimila sveitarfélögum að setja inn kvaðir um fjölbreytta íbúðarkosti á uppbyggingarsvæðum. Umrætt ákvæði gengur undir heitinu Carlsberg ákvæðið og hefur reynst vel. Hérlendis hefur verið til umfjöllunar sams konar breyting í tengslum við rammasamning innviðaráðuneytis fyrir hönd ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðisuppbyggingu frá sumrinu 2022. Lagaákvæðið myndi heimila sveitarfélögum að gera kröfu um að allt að 25% byggingarmagns innan deiliskipulagssvæðis skuli vera fyrir hagkvæmar íbúðir, leiguíbúðir eða aðrar íbúðir sem njóta fjárhagslegs stuðnings ríkis og/eða sveitarfélaga.

Innleiðing slíks ákvæðis myndi til lengri tíma litið auka fjölbreytni á fasteignamarkaði og tryggja fleirum húsaskjól og húsnæðisöryggi. Því miður er ekki að sjá að umrætt lagaákvæði verði afgreitt á yfirstandandi þingi en þá má vona að það verði tekið upp á Alþingi í haust.

Hvort sem ofangreind lagabreyting gengur í gegn á Alþingi eða ekki bíður það meirihlutans sem nú situr í Mosfellsbæ að ganga frá aðgerðaáætlun um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og að sjá til þess að við skipulag byggðar verði alltaf gert ráð fyrir því að þar geti búið fólk úr flestum tekjuhópum og með mismunandi þjónustuþarfir á öllum æviskeiðum.

Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar Ólafur Ingi Óskarsson, formaður velferðarnefndar

- Aðsendar greinar 38
...fylgstu med okkur á facebook www.facebook.com/mosfellingur

Sumarnám S keið 2023

Sumarnámskeiðin eru frábær leið til að prófa sem flestar íþróttir og kynnast í leiðinni þjálfurunum.

Skráningar hafnar á sportabler.com

Hjóladeild Aftureldingar Fjallahjólaæfingar fyrir 14-18 ára Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 19.30

Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki

Leirvogstunga 27, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600

Óvissu eytt um rekstur Skálatúns

Á dögunum voru undirritaðir samningar varðandi framtíðaráform á Skálatúni.

Samningarnir marka tímamót bæði fyrir rekstur heimilisins sem þar hefur verið rekið í áratugi en einnig fyrir framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Mosfellsbær mun nú taka við rekstri Skálatúns.

Það þýðir meðal annars að starfsfólk Skálatúns verður framvegis hluti af starfsliði Mosfellsbæjar. Samningarnir tryggja að íbúar Skálatúns geti áfram búið þar en mörg þeirra hafa haft búsetu á Skálatúni frá barnæsku. Þar með er búið að eyða þeirri óvissu sem verið hefur um rekstur heimilisins um nokkurt skeið. Um er að ræða talsvert flókna samninga þar sem margir koma að. Á síðustu árum hafa verið gerðar nokkrar atlögur að því að leysa málin sem snúast bæði um erfitt rekstrarumhverfi í málaflokki fatlaðs fólks en einnig um áratugalanga sögu heimilisins að Skálatúni.

Það er því mikill léttir fyrir alla hlutaðeigandi að komin sé niðurstaða í málið. Að okkar mati eiga allir sem komu að þessum samningum miklar þakkir skilið og það var lykilatriði að bæjarstjórnin stæði einhuga á bakvið samningana.

HAGKVÆMISATHUGANIR OG ÁÆTLUNAGERÐ

um uppbyggingu á starfsemi á svæðinu sem verður í þágu barna og ungmenna.

Þetta þýðir að á Skálatúnsreitnum er ætlunin að byggja upp aðstöðu fyrir stofnanir og samtök sem vinna í þágu barna, svokallaða Barnadeiglu. Þetta er uppbyggingarverkefni án hliðstæðu hér í Mosfellsbæ. Um er að ræða sérstakan þjónustukjarna sem á að halda utan um þær stofnanir sem koma að þjónustu við börn af öllu landinu.

Fjöldi starfa flyst í Mosfellsbæ

Hugmyndin er að skapa aðstöðu sem er til þess fallin að efla samstarf og auðvelda aðgengi með því að hafa alla þessa þjónustu á einum stað. Þetta mun hafa í för með sér gríðarlega atvinnuuppbyggingu í Mosfellsbæ og fjölda starfa sem mun flytjast í bæinn.

ÁSTANDSKOÐUN FASTEIGNA WWW.TOGT.IS togt@togt.is sími 893 3022

UMSJÓN FRAMKVÆMDA

www.bmarkan.is

Þjónusta við mosfellinga - Aðsendar greinar 40 Smiðjuvegi 60 (rauð gata) Kópavogi - Sími 557 2540

FÓTAAÐGERÐASTOFA

En þó langar okkur að nefna sérstaklega framlag mennta- og barnamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem leiddu þessa vinnu af mikilli hugsjón og auðmýkt gagnvart öllum hlutaðeigandi.

OG BYGGINGASTJÓRNUN

HAGKVÆMISATHUGANIR OG ÁÆTLUNAGERÐ

Verkefni án hliðstæðu

Varðandi framtíðaráform á svæðinu þá var einnig skrifað undir viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytis

Orð eru til alls fyrst og það er mikilvægt að vera með framtíðarsýn og metnaðarfull áform fyrir bæinn okkar. Hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu eða þjónustu við fatlað fólk. Í framhaldi af þessum ákvörðunum er mikilvægt að halda áfram að vanda sig og hafa hagsmuni íbúanna að leiðarljósi við þessar breytingar. En við erum vongóð um að uppbygging sé fram undan enda býður þetta landsvæði upp á mikil tækifæri til þess að búa til magnaða umgjörð sem snýr að því að auka samtal og samvinnu þvert á kerfi og stofnanir í þágu barna og ungmenna á landinu öllu.

WWW.TOGT.IS

togt@togt.is sími 893 3022

Halla Karen Kristjánsdóttir, Aldís Stefánsdóttir, Sævar Birgisson og Örvar Jóhannsson. Bæjarfulltrúar Framsóknar í Mosfellsbæ.

Stjórnsýsluúttekt og samvinna

Nú er rétt ár liðið af kjörtímabili bæjarstjórnar og eru mál farin að þokast áfram og ný að koma fram.

Eitt þeirra er úttekt á stjórnsýslu bæjarins en fleiri en einn flokkur hafði það á sinni stefnuskrá að slík úttekt færi fram. Það eru eðlileg og fagleg vinnubrögð að stokka spilin af og til, skoða hvernig hlutirnir eru gerðir og hvort ekki sé hægt að gera þá enn betur. Um það voru allir flokkar sammála enda var tillagan um stjórnsýsluúttekt samþykkt með 11 atkvæðum.

Mér fannst margt gagnlegt koma fram í úttekt Strategíu og mér fundust margar tillögur bæjarstjóra til stjórnkerfisbreytinga skynsamar. Ég segi bæjarstjóra, því hún lagði fram tillögurnar í nafni og krafti síns embættis en ekki meirihlutans, þó gera megi ráð fyrir að oddvitar hans hafi verið hafðir með í ráðum.

Þó að ég sé jákvæð fyrir mörgu sem fram kom þá hef ég staldrað við nokkur atriði.

Það fyrsta er samtalið. Niðurstöðum úttektarinnar var skilað inn í byrjun apríl. Minnihlutinn fékk niðurstöðurnar afhentar 3. maí kl. 17.02 en kynningarfundur með úttektarfyrirtækinu hafði verið boðaður 4. maí kl. 09.00. Síðari vinnufundur var boðaður 8. maí en engin gögn voru send fyrir þann fund, en á honum voru lagðar fram tillögur bæjarstjóra að skipulagsbreytingum.

Málið var svo ekki rætt frekar fyrr en á fundi bæjarráðs 17. maí þar sem þær voru bornar upp til samþykktar og svo endanlega samþykktar á fundi bæjarstjórnar 24. maí síðastliðinn.

Þegar maður fær skjöl með stuttum fyrirvara er maður ekki fær um að spyrja spurninga vegna þess að það hefur ekki gefist tími til að lesa vel yfir gögn fyrir fund.

Ein spurningin sem ég hef er t.d. hvert er hlutverk og starfslýsing væntanlegs sviðsstjóra menningar, íþrótta og lýðheilsu, því við erum ekki með yfirgripsmikinn rekstur íþrótta- eða menningarmannvirkja og vísa í önnur sveitarfélög sem við berum okkur gjarnan saman við.

Ég myndi líka vilja spyrjast fyrir um tillögurnar 74 sem Strategía leggur fram. Á að fara eftir þeim í einu og öllu án frekari skoðunar, ígrundunar eða samtals. Hvaða tillögur eru góðar og henta okkur, hvaða tillögur henta ekki okkar kerfi o.s.frv. Ég hefði líka viljað fá skýringar á heildarmynd og framtíðarsýninni. Hvert vill bæjarstjórinn og ekki síst meirihlutinn fara með breytingunum. Hvað viljum við fá út úr þeim og hverju eiga þær að skila okkur? Engin heildaryfirsýn virðist vera til staðar um umfang þessara breytinga og hve mikið þær koma til með að kosta en þegar ákveðið er að fara í úttekt sem þessa liggur ljóst fyrir að það hafi einhvern kostnað í för með sér. Kostnaðurinn hleypur á einhverjum tugum milljóna króna en engin fjárhæð var áætluð í verkið á fjárhagsáætlun þessa árs.

Og að síðustu er það samráðið og samvinnan í þessu verkefni en við vorum öll sammála um að fara í það. Því hefði það verið faglega sterkt í samvinnu og ekki síst stjórnsýslulega að við stæðum öll að niðurstöðunni og tillögunum. Í ljósi ummæla meirihlutans um breytt vinnubrögð hefði þetta verkefni verið tilvalið til að sýna öllum fram á það að nú séu nýir og breyttir tímar. Og það hefði verið hægt að gera með samtali, vinnufundum og sameiginlegri niðurstöðu allra kjörinna fulltrúa, því við vorum flest ef ekki öll sammála mörgu í úttektinni og hefðum getað talað okkur niður á lausn með stjórnkerfisbreytingar.

Þá hefði ég sem kjörinn fulltrúi ekki setið hjá við afgeiðslu málsins, heldur með gleði greitt breytingunum mitt atkvæði. Þá hefði bæjarstjórinn óskorað umboð allra bæjarfulltrúa til þessa verkefnis og meirihlutinn gæti sett fjöður í hatt sinn fyrir vel unnið verk.

Dagný Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi og oddviti Vina Mosfellsbæjar

GERÐ AÐALUPPDRÁTTA VERKEFNA–
UMSJÓN FRAMKVÆMDA ÁSTANDSKOÐUN FASTEIGNA WWW.TOGT.IS togt@togt.is sími
GERÐ AÐALUPPDRÁTTA VERKEFNA– OG BYGGINGASTJÓRNUN
Þverholti 3 - Sími: 566-6612
MOSFELLSBÆJAR
www.mosfellingur.is - 41

aTHYgli

Við fórum hjónin í kaupstaðarferð í síðustu viku. Fórum út að borða og í leikhús. Níu líf var mögnuð upplifun. Halldóra Geirharðs var sem andsetin og það var fallegt og sterkt að fá að syngja með okkar eigin Halla Ásgeirs og systkinum hans á sama degi og móðir þeirra kvaddi.

Þ að vakti athygli okkar í þessari stuttu en góðu ferð hvað við mannfólkið erum orðin miklir símaþrælar. Pör saman úti að borða, annað eða bæði í símanum. Á leiksvæðinu voru krakkar að leika sér, foreldrarnir hoknir yfir símanum á meðan. Fyrir framan okkur í leikhúsinu, sátu foreldrar með unglingsdóttur. Mamman lagði kapal í símanum á meðan hún beið eftir að sýningin byrjaði, rétt náði að slökkva áður en Dóra æddi inn á sviðið. Reif svo strax upp símann þegar hléið kom og hélt áfram með kapalinn alveg þangað til sýningin byrjaði aftur. Dóttirin vafraði í gegnum Instagram í sínum síma. Pabbinn horfði fyrst aðeins út í loftið en fór svo að senda einhverjum einhver skilaboð. Á leiðinni í höfuðstaðinn sáum við marga bílstjóra rífa upp símann á ljósum, nýta tímann, og auðvitað marga líka vesenast eitthvað í símanum á meðan þeir keyrðu.

Þ að er ekki aftur snúið með símana. Þeir dekka svo stóran hluta af lífinu og athöfnum okkar í dag. Samskipti, upplýsingaöflun, skipulag, tungumálanám, bankaviðskipti, fréttir, afreying, myndavél, upptökutæki – allt þetta og miklu meira til er í símanum okkar.

E n við getum sjálf tekið okkur taki. Hætt vera uppvakningar og þrælar. Hætt að láta þetta brjálæðislega öfluga apparat stýra lífi okkar í staðinn fyrir að nýta það til þess góða sem það býður upp á. Hætt að leggja símakapla, skrolla í gegnum Instagram og senda skilaboð þegar við höfum tekið frá tíma til að njóta samveru og alvöru upplifana sem gefa okkur svo miklu meira.

Verið lifandi, með athygli.

SUMARMESSUR

Í Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi

4. júní

20:00

Kvöldmessa í Lágafellskirkju Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir guðfræðingur leiðir stundina

11. júní

17:00

Ilmolíu-messa í Brautarholtskirkju Sr. Arna Grétarsdóttir

17. júní

11:00

Guðsþjónusta með þátttöku skáta í Lágafellskirkju Sr. Henning Emil Magnússon

18. júní

11:00

Útvarpsguðsþjónusta í Reynivallakirkju Sr. Arna Grétarsdóttir

25. júní

14:00

Helgistund við útialtarið við Esjuberg Sr. Arna Grétarsdóttir og Sr. Henning Emil Magnússon

2. júlí

18:00

Ganga frá Lágafellskirkju

20:00

Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Henning Emil Magnússon

9. júlí

20:00

Kvöldmessa í Lágafellskirkju

Sr. Henning Emil Magnússon

16. júlí

13:00

Sumarmessa í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi Sr. Arna Grétarsdóttir

20.–23. júlí

09:00

Pílagrímaganga:Reynivellir –Þingvellir – Skálholt

23. júlí

20:00

Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn

30. júlí

20:00

Kvöldmessa í Mosfellskirkju Sr. Arndís Linn

6. ágúst

14:00

Hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju

Sr. Arna Grétarsdóttir

13. ágúst

18:00

Ganga frá Lágafellskirkju

20:00

Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn

20. ágúst

20:00

Kvöldmessa í Lágafellskirkju

Sr. Henning Emil Magnússon

27. ágúst

18:00

Kyrrðarbæn í Mosfellskirkju

20:00

Kvöldmessa í Mosfellskirkju

Sr. Henning Emil Magnússon

Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðunni: Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.

Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar 42
...fylgstu med okkur www.facebook.com/mosfellingur
Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is

Rúnar

Kristinsson Vá hvað ég er orðin þreyttur

á fólki sem kvartar yfir því hversu dýrt allt er!!! 450 kr. fyrir kaffibolla, 1100 kr fyrir kökusneið, 600 kr fyrir gosi, 800 kr. fyrir bílastæði...

Ef þetta væl hættir ekki, þá er ég hættur að bjóða fólki heim til mín 30. maí

Gildran UPPSELT í Mosó helgina 6.-7. október.

Rúmlega 400 gestir hafa tryggt sér miða á endurkomu Gildrunnar í Hlégarði.

Mikil tilhlökkun og eftirvænting þar sem öllu verður tjaldað til. Takk fyrir okkur <3 30. maí

Þórir Gunnarsson Listapúki ég var farin

að gefast upp en þið hvetja mig og ég fékk stuðning frá ykkur öllum ég fékk von trú og ég mun sækja um 4 sinn í LHí 2024 ég braut ryðja fyrir fatlaða ég vona að fatlaðir sækja um LHí 2024 takk Innilega allir sem standa með okkur fötluðum 30. maí

Barnadjass í Mosó Í dag var styrkjum úthlutað úr Barnamenningarsjóði. Verkefnið Djasshátíð barnanna - Barnadjass um allt land, hlaut 6 milljón króna styrk sem er hæsti styrkur sem úthlutað var. Barnadjass í Mosó er partur af þessu verkefni en stærsti partur styrksins verður nýttur í heimsóknir hringinn í kringum landið næsta vetur. Við erum stolt, þakklát og um fram allt spennt fyrir framhaldinu. 21. maí

Vala Mörk Frábærri og krefjandi

Better you KB þraut 2023 lokið og þrátt fyrir kulda og hryssingslegt sumarveður, þá var bros á hverju andliti þegar stokkið var í mark.Svo yndislega gaman að upplifa gleði annarra við þrautahlaup, sjá fólk fatta hvað þetta er ótrúlega skemmtilegt, erfitt, blautt, skitugt, puð, pirrandi og geðveikislega gaman! Þvílík gleði, þreytt og þakklát <3 22. maí

Bílapartar ehf

Bílapartar ehf

Bílapartar ehf

Notaðir TOYOTA varahlutir

Notaðir TOYOTA varahlutir

Notaðir TOYOTA varahlutir

Sími: 587 7659

Sími: 587 7659

Sími: 587 7659

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

Völuteigi 21 - gler í alla

Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum.

Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnubrögð, vandvirkni og skjóta þjónustu.

Sími 893 5788

Opnunartími

MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

awww.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

Tek að mér

alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ. b . Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Hj‡lmar Gu ðmundsson

Lšggildur hœsasm’ðameistari

s:6959922

fhsverk@gmail.com

Þjónusta við Mosfellinga - 43
Þú finnur öll blöðin á netinu www.mosfellingur.is
Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð
dagar: 06.30
22.00 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-21:30 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 JónG. Bjarnason S: 793 4455 Útfararstofa Íslands www.utforin.is Mosfellsbæ Sólarhringsvakt: 581 3300 & 896 8242 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 JónG. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is Mosfellsbæ Sólarhringsvakt: 581 3300 & 896 8242 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað GLERTÆKNI ehf
sundlauga lágafellslaug Virkir
-
s. 566-8888 • www.glertaekni.is
glugga
www.fastmos.is
Viltu selja?
Svanþór
Fasteignasala Mosfellsbæjar Þverholti 2 S. 586 8080 www.fastmos.is
586 8080 SíMi:
Hafðu samband
Einarsson Löggiltur fasteignasali

h eyrst hefur...

...að líkamsræktarstöðin Elding loki í íþróttahúsinu um mánaðarmótin en Hjalti Úrsus stefni að því að opna á nýjum stað í Mosó í haust.

...að Palla Open góðgerðarmótið fari fram á Hlíðavelli á laugardaginn og endi með sérstöku Pallaballi á Blik um kvöldið.

...að Gulli kokkur hafi orðið áttræður um síðustu helgi.

...að búið sé að bæta við þriðju tónleikum Gildrunnar í haust eftir að það hafi selst upp á tvenna tónleika á augabragði.

...að Kolbrún Oddgeirs hafi fengið bónorð frá Helga í SalesCloud í gegnum fréttatilkynningu frá fyrirtækinu hans.

...að Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson verði með huggulega stemningu í Hlégarði í kvöld.

...að það sé kominn slátturóbot við Hlégarð sem leiti að nafni.

...að Sandra Rós sé búin að opna litla krúttlega stofu inn af Líkama og Sál í Þverholtinu.

...að Einar Ingi fyrirliði Aftureldingar í handboltanum hafi sett skóna á hilluna eftir tímabilið.

...að Dóri DNA og félagar ætli að gera aðra þáttaröð af Aftureldingu.

...að Hopp sé búið að sækja um að koma með rafskútur í Mosfellsbæ.

...að sigurganga Aftureldingar í Lengjudeildinni í fótbolta sé farin að vekja mikla athygli en næsti heimaleikur er á laugardaginn á glænýju gervigrasi að Varmá.

...að haldið verði sumarbingó fullorðna fólksins í Bankanum fimmtudaginn 15. júní.

...að Borgarbókasafnið sé búið að opna nýtt bókasafn á Kjalarnesi.

...að Hilmar Harðar hafi farið holu í höggi á Vista Bella vellinum á Spáni.

...að Jógvan Hansen verði ræðumaður í hátíðarmessu í Lágafellskirkju á 17. júní.

...að Rúnar lögga ætli að halda stórafmæli í reiðhöllinni á laugardaginn.

...að sr. Dísa Linn sé orðin aðal og tekin við sem sóknarprestur í Lágafellssókn eftir að Ragnheiður lét af störfum.

...að sænska Eurovisionstjarnan

Loreen sé farin að vinna tónlist með Mosfellingnum og tónlistarmanninum Ólafi Arnalds.

...að búið sé að ráða Maddý Hauth sem nýjan umsjónarmann Listasalarins.

...að Ómar Þór hafi farið á skeljarnar áður en hann kom í mark eftir 10 klukkustundir í Ironman í Hamborg.

...að Prettyboitjokko ætli að trylla lýðinn í Bankanum á föstudagskvöldið.

...að Kirstín Lára verði fertug um helgina.

... að Sigurberg Árna hafi farið holu í höggi á 9. braut í Bakkakoti. mosfellingur@mosfellingur.is

Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

Er Mosó með besta félagslífið?

Stúlka fæddist 28. mars 2023. Hún heitir Heiðbjört Jóa og er þriðja dóttir Birtu Sifjar Melsteð og Andrésar Gunnarssonar

aftureldingarvörurnar fást hjá okkur

jakosport (Namo ehf) - krókháls 5f - 110 árbær Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is

Í eldhúsinu

hjá ásdÍsi og úlla

Pestó kjúklingaréttur

Ásdís Valsdóttir og Úlfar Þorgeirsson deila með okkur að þessu sinni uppskrift að hinum sívinsæla og einfalda pestó kjúklingarétti fjölskyldunnar.

hráefni

• Kjúklingabringur

• Rautt pestó

• Sveppir

• Döðlur

• Rauðlaukur

• Piparostur

• Fetaostur

• Matreiðslurjómi

Aðferð Kjúklingabringur skornar í 3-4 bita og raðað í eldfast form. Við blöndum saman Chili & Garlic Pesto frá Jamie Oliver og einhverju öðru rauðu pestói, það fyrrnefnda er frekar sterkt. Smyrjið pestóblöndunni yfir kjúklingabitana og dreifið því næst yfir sveppum í sneiðum, döðlum í bitum og rauðlauk yfir kjúklinginn. Ofan á þetta

setjum við svo piparost (þennan kringlótta) í sneiðum, því næst slatta af fetaosti og olíuna með og kannski smá matreiðslurjóma. Sett í 180 gráðu heitan ofn í ca 35-40 mín. Með þessu höfum við hrísgrjón og salat ... einfalt og gott. Verði ykkur að góðu!

Ásdísi og Úlli skora á Rósu og Einar að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi

Eins og margir íbúar Mosfellsbæjar hafa tekið eftir á ýmsum miðlum, þá hefur verið nóg um að vera innan bæjarins síðustu daga og mánuði. Handboltaleikir, fótboltaleikir, körfuboltaleikir, pubquiz, bingó og ég gæti haldið endalaust áfram.

Við hér í Mosfellsbæ erum virkilega heppin að geta komið saman á ýmsum stöðum og eytt kvöldum saman með æskuvinum og fjölskyldu á virkilega auðveldan hátt. Ég veit ekki um neinn sem býr ekki í Mosó sem nær að halda eins góðum tengslum við gamla grunnskólavini og kunningja eins og við. Þar sem ég hef prófað að vera í menntaskóla og háskóla þá veit ég fyrir víst að tengslin og félagslífið í Mosó er alltaf aðeins betra en með vinum úr bænum.

Ég hef áður ekki fylgst mjög vel með íþróttum en eftir covid hefur stemningin í Mosó fyrir ýmsum leikjum og viðburðum verið svakaleg og maður hefur reynt að mæta og fylgjast með þeim öllum. Núna í vetur hefur það verið eins og reunion nánast einu sinni í viku þar sem flestir vinir manns hafa mætt á alla handboltaleiki hjá Aftureldingu og haldið uppi stemningunni. Núna í sumar færum við þessa stemningu vonandi yfir í fótboltann líka.

Margir af mínum vinum sem búa í Reykjavík eða öðrum bæjarfélögum hafa ekki tengt við mig þegar ég tala um hversu miklum samskiptum ég er í við flesta mína grunnskólavini og sumir eru jafnvel vinir mínir úr leikskóla. Það sem við öll eigum sameiginlegt er það að hafa alist upp í Mosó og okkur finnst langbest að vera hér.

Ég held að nánast allir sem hafa alist upp eða búið í Mosfellsbæ geti verið sammála því að það er gott að búa hérna og ef fasteignamarkaðurinn mun einn daginn gera mér það kleift að kaupa mér mitt eigið hús eða íbúð hér í Mosfellsbæ þá ætla ég mér að búa hér alla tíð.

- Heyrst hefur... 44
Birta rut

ertu að glíma við andlega og/eða líkamlega heilsubresti og vanlíðan af einhverjum toga?

Hafðu samband og við finnum saman leið þína að auknum lífsgæðum, vellíðan og fullri heilsuþað er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Grundartangi

Ragnhildur - íþrótta- og heilsufræðingur, heilsunuddari og heildrænn heilunarþerapisti.

sölu

uppsetningu á innréttingum

koverktakar@gmail.com

Sími:

6965507 Porfektharmonya@gmail.com Greiðsla umsemjanleg.

staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt Laus fljótlega.

Bergholt

Viltu S elja?

588 55 30

Opið virka daga frá kl. 9-18

Netfang: berg@berg.is • www.berg.is

Pétur Pétursson

Löggiltur fasteignasali GSM: 897 0047

Reykjamelur

www.motandi.is

Bergholt

vandað 184 fm. einbýli við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi. baðherbergi/snyrtingar. Björt stofa með arni. bilskúr með geymslu inn af. Fallegur garður. Gróið hverfi. gler í öllum gluggum og nýr þakkantur.

MOSFELLINGUR

Lágholt

sölu. Mjög fallegt 200 fm. einbýli við Lágholt í Mosfellsbæ. Nýlegt eldhús. Flísar eldhúsi og stofu . Upptekin loft í stofu. Gestasnyrting og gott baðherbergi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. frágangur. Einstaklega fallegur garður. pottur. Þetta er hugguleg eign við rólega lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og hestavöllur í göngu færi.

Fellsás

Síða S ta blað fyrir S umarfrí kemur út

6. júlí

Blaðinu er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ. Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is

sölu. Mjög glæsilegt 286 fm. einbýli á þremur pöllum. Tvíbreiður bílskúr með geymslulofti. 5 herbergi. Arin í stofu og stórkostlegt útsýni til Esjunnar og snæfellsjökuls. Lóðin er 1600 fm. Með trjám runnum. Þetta er einstaklega smekklegt hannað hús. Eign fyrir vandláta.

Bergholt

Vandað og vel byggt 216 fm. enbýli á tveimur hæðum á einum fallegasta stað í Mosfellsbæ. Húsið stendur á lóð við Varmá,umvafið gróðri. Stór lóð. Eign í algjörum sérflokki. Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Byggðarholt

Bergholt

gÓÐIr MeNN eHf

Rafverktakar

GSM: 820-5900

Nýtt í sölu. Mikið endurnýjað 127 fm. raðhús á mjög barnvænum stað í miðbæ Mosfellsbæjar. 3 góð svefnherbergi. Nýtt parket og flísar. Rúmgott baðherbergi. Útgengt á baklóð úr stofu. Smekklegar innréttingar Nýtt þak og verið að mála húsið að utan.Örstutt í skóla og íþróttasvæði. V. 28,5

Litlikriki

• nýlagnir • viðgerðir

• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum

Vorum að fá í sölu glæsilegt tveggja hæða rúmlega 300 fm. einbýli með innbyggðum tvíbreiðum bílskúr við Litlakrika. Húsið afhendist fokhelt að fullklárað að utan. Til greina kemur að afhenda það lengra komið

• síma og tölvulagnir

Bergholt

Löggiltur rafverktaki

DalatangiBæjarlistamenn mosfellsBæjar
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B ehf
flugumýri 2 - Sími 566-6216
Þjónusta við Mosfellinga - 45
52,9 m.
588 55 30 www.berg.i S Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 547 4444 www.artpro.is

er verið að fara til útlanda í sumar?

Færeysk veislustjórn Eurovision fjölskyldan

Kvenfélagskonur í heimsókn á Bessastöðum

Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is

Þýskalandsmeistaranir

reunion ‘84 árgangsins úr gaggó mos

Sprey hárStofa óskar öllum gleðilegs sumars

Minnum á að bóka í síma 5176677 eða kikja á noona.is/sprey.

Hlynur "Elite"

w
Sigurjón Örn ólafSSon: Tene, eins og alltaf. MagnúS kári: Já, til Þýskalands. leó: Já, ég fer til Ítalíu, Spánar og Þýskalands. Tara lovíSa: Nei, en fer á Bíldudals grænar. a ndri: Til Tene og Þýskalands. Ævar SM ári: Til Þýskalands. Cecilía og Neuer Afmælisbaðið 3 x Sverrir í Varmadal Brúðkaupsvinkonurnar Framlínan að Varmá Fönn, fönn, fönn Zenato partý hjá strákunum Heimsmeistari Fálkanna Sumarlegar í sólinni Gunni fisksali
-
voru hvar? 46
Hverjir
‘84
Stúdínurnar Folarnir í Harðarbóli

ALLT fasteignasala

allt.is - allt@allt.is - 560-5505

Þverholt 2, Mosfellsbær

SKEMMTI- OG HUGGUKVÖLD Í HLÉGARÐI

ValgeirGudjonsson

FIMMTUDAGINN 8. JÚNÍ

Valgeir Guðjónsson þarf vart að kynna enda hafa lög hans og textar markað spor í þjóðarsál landans í um fimmta tug ára. Hann mun miðla úr hinum margbreytilega lagabálki sínum

úr þátíð og nútíð. Með honum verður frú Ásta Kristín og munu þau flétta inn á milli laga skemmtilegum frásögnum.

Forsala á Tix.is (Miðaverð 2.500 kr.)

ALLT fyrir þig

www.mosfellingur.is - 47
HLÉGARÐUR FÉLAGSHEIMILI
ÍKVÖLD

Sími:

586 8080 fastmos.is

Afturelding slær í gegn

Sjónvarpsþættirnir Afturelding hafa heldur betur hitt í mark. Gengið hefur verið frá samkomulagi um gerð annarrar þáttaraðar undir handleiðslu Mosfellingsins og handritshöfundarins Dóra DNA. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu.

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Sæktu Landsbankaappið

Múlalundur

Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ

- kíktu við, þá vinna allir!

Mikil sala - Vantar eignir - V e rð M etu M

Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali

897-0047

leirutangi

Glæsilegt 210 fm einbýli. Flott staðsetning. Verðlaunagarður. Topp viðhald. 4 góð svefnher-

Fossatunga

vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is

Grundartangi

Þjónusta við Mosfellinga í 30 ár

SELD

Háholt 14, 2. hæð

Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega.

SELD588 55 30

Bergholt

svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Góður frágangur. Einstaklega fallegur garður. Heitur pottur. Þetta er hugguleg eign við rólega lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og hestavöllur í göngu færi.

reykjahvoll

reykjahvoll

Berg fasteignasala stofnuð 1989

Netfang:

588 Opið Löggiltur

MOSFELLINGUR
O P ið virka daga frá kl. 9-18 • Netfa N g: berg@berg.is • www.berg.is • b erg fasteig N asala stO f N uð 1989
bergi. Arinn í stofu, vandað Ibero parket á gólfum. Stór bílskúr. Rúmgott loft yfir húsi. Sólpallur með heitum potti. Allt fyrsta flokks. Verð 155 m. Einbýli, 180 fm á fögrum stað innst í Reykjahverfi. Stór lóð og fallegur garður með miklum gróðri. Komið er að viðhaldi. 180 fm. Kjallari ekki skráður inn í fermetratölu. Lóðin er 2.200 fm. Varmá rennur við lóðamörk. Vandað og vel byggt 196 fm parhús á tveimur hæðum til leigu. Eignin er fullbúin, góðar innréttingar, 4 svefnherbergi. Gott útsýni af svölum. Gott skipulag. Einbýli í smíðum. Vandað og vel byggt 252 fm einbýlishús með aukaíbúð á þessum flotta stað innst í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Húsið er staðsteypt. Húsið er í byggingu og skilast fullbúið að utan. Hægt er að fá húsið afhent lengra komið kjósi kaupendur svo. brynjólfur Jónsson
löggiltur fasteignasali 898-9791
til
leigu

Articles inside

Viltu S elja?

1min
pages 45-47

Í eldhúsinu

2min
pages 44-45

Nú er rétt ár liðið af kjörtímabili bæjarstjórnar og eru mál farin að þokast áfram og ný að koma fram.

3min
pages 40-42

Sumarnám S keið 2023

2min
pages 39-40

Fjölbreyttir búsetukostir

2min
page 38

Stjórnsýsla Mosfellsbæjar

3min
page 38

Hlégarður og menning í Mosó

1min
page 38

Niðurstaða stjórnsýsluog rekstrarúttektar

1min
page 38

Stungið sér til sunds á Skaganum

1min
page 34

Silfur á Íslandsmótinu eftir frábæra skemmtun

1min
page 34

Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga

3min
pages 29-34

um atvinnuog nýsköpunarmál

1min
pages 28-29

Vortónleikar Skólahljómsveitarinnar

1min
page 28

Mjög vel tekið á móti okkur

5min
pages 26-28

með nýju sniði R I T S M I Ð J A

1min
page 22

Kynningarfundur um nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar

3min
pages 20-22

miðbæ Mosfellsbæjar

3min
pages 18-19

kaffihlaðborð Glæsilegt

1min
pages 14-18

Palla Open mótið komið til að vera

2min
pages 12-14

Lausar stöður stjórnenda í Mosfellsbæ

3min
pages 9-10

Sumarfrí félagsstarfsins

1min
page 8

Halda barnadjass í mosó

1min
page 8

Taktu því rólega og slappaðu af

1min
pages 7-8

Starfsemi Eldingar að Varmá að ljúka

1min
page 6

Sr. Ragnheiður kveður söfnuðinn

1min
page 6

Gildran undibýr endurkomu í haust

1min
page 6

nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ

2min
pages 4-5

Farsæl niðurstaða

3min
pages 2-4
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.