1. tbl. 2023

Page 1

MOSFELLINGUR RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.i S Bílaleiga Þjónustuverkstæði skiptum um framrúður 1. tbl. 22. árg. fimmtudagur 12. janúar 202 3 Dreift frítt inn á öll heimili í mosfellsbæ • vefútgáfa: www.mosfellingur.is 2.500, 5.000 & 10.000 Lumen virkar með rafhL öðum frá: Kjarna • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fa S tmo S .i S hefur hvatt til hreyfingar og heilbrigðari lífsstíls í áratugi f ramsókn tífaldaði fylgi sitt í vor ár sigurs og sorgar Mynd/RaggiÓla 6 Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari og formaður bæjarráðs Kjarna Þverholti 2 270 mosfellsbær s. 586 8080 svanþór einarsson lögg. fasteignasali www.fastmos.is eign vikunnar www.fastmos.is 182,5 m2 raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Eignin skiptist í jarðhæð: Forstofa, gestasnyrting, herbergi, eldhús, stofa og bílskúr. Efri hæð: Þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, þvottahús og baðherbergi. Svalir og suðvesturgarður með timburverönd og stórt steypt bílaplan. Bakgarður er með steyptri verönd og geymsluskúr. V. 129,9 m. Þrastarhöfði 25 - raðhús f ylgStu með oKKur á facebook laust strax

MOSFELLINGUR

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is

Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is

Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.

Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265

Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út mánaðarlega.

Breytt landslag

Halla Karen er Mosfellingur ársins 2022. Þetta er í 18. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins. Halla Karen hefur hvatt Mosfellinga til hreyfingar og heilbrigðari lífsstíls í áraraðir. Fyrir það eitt og sér hefur hún fengið fjölda tilnefninga. Á árinu 2022 bætti hún um betur og endurreisti eitt stykki stjórnmálaflokk. Undir hennar forystu fór Framsókn úr

því að vera minnsti flokkurinn í Mosfellsbæ í það að vera sá stærsti. Með því umturnaðist hið pólitíska landslag í Mosó. Þessi jákvæða og öfluga kona á þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið. Til hamingju!

Framvegis mun bæjarblaðið Mosfellingur koma út mánaðarlega. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 9. febrúar. Þannig ætlum við að sníða okkur stakk eftir vexti (miklum hækkunum). Útgáfan ber sig eingöngu af auglýsingatekjum en með traustum fyrirtækjum ætlum við að halda áfram að flytja jákvæðar og skemmtilegar fréttir úr heimbyggð.

góðu...

SAFNAKIRKJAN Í ÁRBÆJARSAFNI

Kirkjan var upphaflega byggð á Silfrastöðum í Skagafirði 1842 en tekin niður 1896 þegar byggð var ný kirkja á staðnum. Viðir gömlu kirkjunnar voru fyrst notaðir í baðstofu en síðar var hún endurbyggð og stækkuð nokkuð á Árbæjarsafni á árunum 1959-1961.

Árbær var í Mosfellshreppi fram á tuttugustu öldina en kirkjusóknarmörkin héldust óbreytt til ársins 1971. Séra Bjarni Sigurðsson sóknarprestur á Mosfelli var því prestur Safnakirkjunnar í Árbæ á fyrstu árum hennar. Heimild: Kirkjur Íslands.

Í þá gömlu
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
Héðan og þaðan
Næsti MosfelliNgur keMur út 9. febrúar
www.isfugl.is 6 - Fréttir úr bæjarlífinu 2
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli þjónaði Árbæjarhverfi frá 1954 til 1971. Myndin er frá fermingarathöfn í kirkjunni. SAFNAKIRKJAN OG KLUKKUPORTIÐ Í ÁRBÆ

víðiTEiGur 8a

89,9 m2 endaraðhús með skjólgóðum afgirtum bakgarði með timburverönd í suðurátt. Tveir geymsluskúrar eru í bakgarði. Gróðurhús er á lóð fyrir framan húsið.

V 69,9 m.

EiniTEiGur 2

Fallegt og vel skipulagt 150 m2 parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Fallegt útsýni er frá húsinu. Stórt hellulagt bílaplan með hitalögn og hellulögð verönd.

V 104,9 m.

K víSlarTunGa 8

Mjög fallegt 312,2 m2 einbýlishús á einni hæð með stórum innbyggðum bílskúr á frábærum stað. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, fataherbergi, þvottahús og bílskúr. Fallegar innréttingar. Vönduð tæki. Góð lofthæð. 185,0 m.

voGaTunGa 30

Fallegt og vel skipulagt 158,2 m2 raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Góð staðsetning í rólegum botnlanga. Gott skipulag. Fallegar innréttingar. Seljandi skoðar skipti á minni eign í Mosfellsbæ.

V. 105,9 m.

brúarfljóT 20

51,2 m2 geymsluhúsnæði. Engin vsk-kvöð er á eigninni. Góð lofthæð sem gefur möguleika á að setja upp geymsluloft. Tvær innkeyrsluhurðir og ein inngönguhurð.

V. 24,9 m.

ÁSland 3

Mjög fallegt 204,7 m2, 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með stórum bílskúr. Stór timburverönd með heitum potti. Fallegur garður.

V 142,5 m.

barðaSTaðir 9

Vel skipulögð 112,0 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og geymslu.

V. 64,9 m.

liljuGaTa 1

Nýleg 110,3 m2 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi af svalagangi, í fimm íbúða húsi. Rúmgóð timburverönd í suðurátt. Frábær staðsetning rétt við Helgafellsskóla.

V 75,9 m.

ÁSland 1

Mjög fallegt einbýlishús með tvöföldum bílskúr á fallegum útsýnisstað. Eignin er skráð 209,1 m2, þar af einbýli 152,5 m2 og bílskúr 56,6 m2. Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, snyrtingu, baðherbergi og þvottahús.

V. 129,9 m.

foSSaTunGa 39

164,4 m2 einbýlishús á einni hæð. Eignin skiptist í dag í tvö svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, snyrtingu, þvottahús, forstofu, eldhús, borðstofu og stofur.

V. 79,9 m.

Klapparhlíð 6

Bjart og fallegt 168,5 m2 raðhús á tveimur hæðum. Fallegt útsýni. Hús með möguleika á 4 svefnherbergjum (eru í dag 3 svefnherbergi + sjónvarpshol).

V. 114,9 m.

brúarfljóT 18

51,2 m2 geymsluhúsnæði. Góð lofthæð. Tvær innkeyrsluhurðir og ein inngönguhurð. Svæðið er allt malbikað og verður afgirt með tveimur rafdrifnum hliðum. Tvö einkastæði á lóð fylgja. L eiguverð er 159.000 + hússjóður. Hiti og rafmagn innifalið í hússjóði.

vEfaraSTræTi 36

Björt og falleg 100,3 m2, 4ra herbergja íbúð með glæsilegu útsýni og bílastæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi/ þvottaherbergi, forstofu, eldhús og stofu.

V 68,9 m.

brúnaSTaðir 30

Fallegt og vel skipulagt 164,5 m2 raðhús með innbyggðum bílskúr. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu, borðstofu, bílskúr og geymslu.

V. 114,9 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Gunnarsson Lögg.
Sigurður
fasteignasali
Einarsson Lögg.
Svanþór
fasteignasali
Fastmos ehf. • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali
Theodór Emil Karlsson Aðstoðarmaður fasteignasala
lauST STrax
lauST STrax Til lEiGu laustfljótlega lauST STrax nÝTT laustfljótlega lauST STrax laustfljótlega

verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þau Sigríður Steingrímsdóttir Hulduhlíð 1 og Hörður Þorsteinsson Vogatungu 33. Vinningshafarnir fá gjafabréf á veitingastaðinn Barion í Mosfellsbæ og verður þeim komið til þeirra á næstu dögum. Lausnarorð krossgátunnar var „Ekki er allt gull sem glóir“. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju.

„Vonumst eftir troðfullu húsi“

Þorrablót Aftureldingar verður haldið í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 21. janúar eftir tveggja ára hlé vegna Covid. Blótið verður í hefðbundinni mynd og hefst miðasala á Barion föstudaginn 13. janúar kl. 17. „Nú er að myndast mikil stemning í bæjarfélaginu og heyrum við að margir hópar ætli að mæta á Barion um hádegisbil og búið sé að útbúa vaktaplan þar til miðasala hefst,“ segir Rúnar Bragi forseti þorrablótsnefndar til 15 ára.

Frábær dagskrá

„Dagskráin er frábær, Geiri í Kjötbúðinni sér um matinn og býður upp á hefðbundinn þorramat og eitthvað girnilegt fyrir þá

Hnífsstunga í Þverholti um helgina

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hnífsstungu í íbúð í Þverholti í Mosfellsbæ um helgina miðar vel. Lögreglu barst tilkynning um mann með stungusár, á tíunda tímanum föstudagskvöldið 6. janúar. Þegar lögreglan kom á vettvang voru tveir menn um tvítugt í íbúðinni. Maðurinn sem varð fyrir stungunni er ekki í lífshættu. Var hann strax fluttur á slysadeild og er líðan hans eftir atvikum. Hinn maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er nú laus úr haldi þar sem rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir vera fyrir hendi. Sjúkraflutningamenn mátu ástand hins slasaða svo að þörf væri á fylgd lögreglu til að greiða fyrir umferð og flýta ferð upp á spítala. Ekki er óskað eftir lögreglufylgd nema mikil hætta sé fyrir hendi.

sem ekki þora í þorrann. Villi naglbítur er veislustjóri, Hreimur, Sigga Beinteins, Erna Hrönn og Gunni Óla ásamt hljómsveitinni Made in sveitin munu sjá til þess að allir muni skemmta sér.“

stefnt á stærsta blótið

„Við gerum ráð fyrir troðfullum sal og ætlum okkur því að nota allt íþróttahúsið sem aldrei hefur verið gert áður. Við verðum með Búbblubíl þar sem boðið verður upp á freyðivín og síðan verður annar auka bar sem þýðir að það verða þrjár stöðvar sem ætti vonandi að koma í veg fyrir biðraðir. Þar sem íbúum hefur fjölgað mikið síðustu ár gerum við ráð fyrir að alla sé farið

að þyrsta í að mæta á stærsta menningarviðburðinn í bæjarfélaginu.“

skreytingar og bikarar

„Við teljum að sú skemmtilega hefð að hóparnir komi eftir hádegi á blótsdegi og skreyti borðin sín sé einstök, mikill metnaður og skemmtilegt andrúmsloft skapast og gefur svolítið tóninn fyrir kvöldið. Við erum með óháða dómnefnd sem velur svo best skreyttu borðin.

Vert er að taka fram að þorrablótið er stærsta fjáröflun barna- og unglingastarfs Aftureldingar og eru því Mosfellingar hvattir til að mæta og eiga góða kvöldstund með sveitungum sínum.“

Mest lesnu fréttirnar á Mosfellingur.is árið 2022

kirkjustarfið

Hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn

viðtal | Það er óhætt að segja að líf Þorbjörns Vals Jóhannssonar, eða Tobba eins og hann er ávallt kallaður, hafi tekið stóra u-beygju en hann hefur sl. sextán ár glímt við erfið veikindi. Árið 2007 fór hann í opinn brjóstholsskurð sem hefur haft miklar afleiðingar á líðan hans og haustið 2018 greindist hann með bráðahvítblæði.

Þorbjörn Valur er fæddur í Reykjavík 4. janúar 1969. Foreldrar hans eru ...

Umsækjendur um stöðu bæjarstjóra

Frétt | Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Alls sóttu 30 aðilar um stöðuna en 5 drógu umsóknir sínar til baka. Árni Jónsson – Forstöðumaður Gísli H.Halldórsson – Fyrrv. bæjarstjóri Glúmur Baldvinsson – Leiðsögumaður Gunnar Hinrik Hafsteinss. – Meistaranemi Gunnlaugur Sighvatsson – Ráðgjafi Gylfi Þór Þorsteinsson – Aðgerðastjóri Helga Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi ...

Helgi H ald næstu vikna

sunnudagur 15. janúar kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Prestur: sr. Arndís Linn. kl. 13: Litur & föndur sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu, Þverholti 3.

sunnudagur 22. janúar kl. 13: Taka með vin sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu. kl. 20: Íhugunarguðsþjónusta með hljómsveitinni ADHD. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon.

sunnudagur 29. janúar kl. 11: Guðsþjónusta í Mosfellskirkju.

Prestur: sr. Henning Emil Magnússon. kl. 13: Kubba sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.

sunnudagur 5. febrúar kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon. kl. 13: Vasaljósa sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.

Foreldramorgnar Á miðvikudögum kl. 10-12 í safnaðarheimilinu, 3. hæð. Á dagskránni er opið hús, gestafyrirlesarar, léttar veitingar og góð aðstaða fyrir krílin.

Algjör endurnýjun á lista Framsóknar

Frétt | Á félagsfundi þriðjudaginn 22. febrúar var samþykkt tillaga að framboðslista Framsóknar í Mosfellsbæ, en uppstillingarnefnd hefur unnið að mótun listans frá því í nóvember.

Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari skipar 1. sæti listans og Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur er í 2. sæti.

Áhersla lögð á samtal og samvinnu „Við, sem skipum lista Framsóknar ...

g a man saman - samverur eldri borgara Annan hvern fimmtudag kl. 12-14 í safnaðarheimilinu í samstarfi við FAMOS sem verða hina fimmtudagana á móti, Eirhömrum.

12. janúar: Arna Ýr Sigurðardóttir heldur fyrirlestur um drauma og merkingu þeirra.

26. janúar: Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður heldur fyrirlestur um erfðamál. lagafellskirkja.is & endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum facebook & instagram.

www.lagafellskirkja.is
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ 4
Verðlauna krossgáta Mosfellingur og Barion bjóða upp á jólakrossgátu Verðlaun boði Barion Mosó Dregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá tveir heppnir vinningshafar Sendið lausnarorðið sem er tölusettu reitunum, 1-22, netfangið krossgata@mosfellingur.is eða heimilisfangið Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar. Látið fylgja nafn og heimilisfang. Höfundur krossgátu: Bragi Bergmann bragi@fremri.is
eru birtar helstu
úr blaðinu • Þrjár fréttir efstar á lista 4. júlí 27. desember 3
1 24. febrúar
Á www.mosfellingur.is
fréttir
2
Risaþorrablót Aftureldingar haldið 21. janúar • Spenna í loftinu eftir tveggja ára hlé
skreytingar skipa stóran þátt í stemningunni
keMur
mosfellingur@mosfellingur.is
MOSFELLINGUR
næst út 9. febrúar
RAFMAGNAÐUR WRANGLER TIL AFHENDINGAR STRAX! JEEP® WRANGLER PLUG-IN HYBRID JEEP® COMPASS TRAILHAWK RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR JEEP® Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. ALVÖRU JEPPI MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Jeep® 4xe Plug-In Hybrid jepparnir henta fjölskyldum við íslenskar aðstæður um allt land. Farðu hvert sem er á rafmagninu. 35”, 37” OG 40” BREYTINGAPAKKAR Í BOÐI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 • ISBAND.IS • JEEP.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 PLUG-IN HYBRID PLUG-IN HYBRID

Langar að hafa áhrif á samféLagið

Missti föður sinn eftir kosningarnar

Halla Karen hefur verið óþreytandi við að hvetja bæjarbúa til hreyfingar og heilbrigðari lífsstíls í áratugi. Hún hefur m.a. starfrækt íþróttaskóla barnanna, kennt leikfimi í World Class og Í toppformi, haldið úti hlaupahópnum Mosóskokki, séð um Kvennahlaupið, unnið sem íþróttakennari í Borgarholtsskóla í 25 ár og hefur gert frábæra hluti varðandi hreyfingu eldri Mosfellinga síðustu ár.

Sögulegur sigur Framsóknar í vor Halla Karen tók við sem formaður Framsóknarfélags Mosfellsbæjar í ágúst 2021 og í framhaldinu varð hún oddviti flokksins í febrúar 2022. Flokkurinn hafði ekki átt fulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í 12 ár en vann stórsigur í kosningunum vorið 2022 og fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna. Fylgið rúmlega tífaldaðist þegar það fór úr 2,9% í 32,2% og í fyrsta skipti í rúma hálfa öld var annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn orðinn stærstur í Mosfellsbæ. Framsókn myndaði nýjan meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn og réð nýjan bæjarstjóra. Halla Karen sjálf tók við sem formaður bæjarráðs.

Mosfellingum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins. Fjöldi tilnefninga barst í gegnum heimasíðu blaðsins Mosfellingur.is. Mörg skemmtileg ummæli fylgdu með, eins og sjá má hér að neðan.

Lárus Haukur Jónsson (Lalli ljóshraði)

Er algjör hvunndagshetja, alltaf jákvæður þrátt fyrir stórar áskoranir. Lætur ekkert stoppa sig í að láta drauma sína rætast og gaf úr bók á árinu Jólasveinarnir í Esjunni.

Alexander Lexi Kárason

Frábær fyrirmynd fyrir okkur öll, samfélagshetja. Stendur fyrir frábæru verkefni, „Finndu neistann“. Ef hann ætti ekki að vera Mosfellingur ársins þá veit ég ekki hver?

Kristján Þór Einarsson

Íslandsmeistari í golfi í höggleik karla. Stærsta íþróttaafrek Mosfellings síðan 2008 þegar hann vann þetta.

Bára Einarsdóttir

Hún er hjálpsöm og yndisleg manneskja, styður og styrkir fjölskyldur og ungmenni í Mosfellsbæ m.a. með því að hjálpa grunnskólanemum að finna styrkleika sína á sviði bílaviðgerða.

Starfsfólk Kvíslarskóla

Vegna mjög erfiðra aðstæðna að undanförnu, röskun á skólastarfi vegna framkvæmda.

Bryndís Björnsdóttir

Hefur prjónað lopavettlinga og gefið á alla leikskóla Mosfellsbæjar. Algjör himnasending fyrir yngstu Mosfellingana.

„Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár,“ segir Halla Karen. „Þetta er stór viðurkenning sem mér þykir óskaplega vænt um og kemur mér skemmtilega á óvart. Þótt margt hafi gengið vel hingað til þá er þetta mikil breyting á mínu daglega lífi sem hefur allt sína kosti og galla. Ég ætla bara að vera alveg hreinskilin með það.

Þetta var mjög erfitt ár fyrir mig líka en ég missti minn helsta stuðningsmann, föður minn og vin, tveimur vikum eftir þennan stóra sigur okkar. Það má segja að þessir mánuðir hafi verið mjög lærdómsríkir og einkennst á sama tíma af gleði og sorg.

Halla Karen hefur áður tekið þátt í pólitík á lífsleiðinni og oft hefur verið reynt að fá hana til þess aftur. „Mér hefur bara ekki fundist rétti tímapunkturinn, fyrr en kannski núna. Ég er komin á miðjan aldur og reynslunni ríkari, dætur okkar Ella orðnar stórar þannig að ég hugsaði með mér, af hverju ekki að slá til og prufa og hafa áhrif á samfélagið okkar? Við tók einstaklega krefjandi og spennandi kosningabarátta.

Við vorum með vel samsettan hóp í Framsókn og það var eitthvað í loftinu sem small svo allt að lokum. Við vorum á réttum tíma á réttum stað og ég vil taka það fram að ég er alls ekki ein í þessu. Við erum kröftugur, góður og fjölbreyttur hópur og saman erum við sterk. Allt fólk sem hefur látið gott af sér leiða til samfélagsins á einn eða annan hátt.“

Þakklát fyrir að hafa ráðið bæjarstjóra

Var aldrei ákall um að þú settist sjálf í bæjarstjórastólinn eftir sigurinn?

„Við vorum búin að gefa það út að við ætluðum að ráða bæjarstjóra en auðvitað

geta forsendur alltaf breyst. Það hefði líka alveg eins getað verið einhver annar af listanum. Í dag er ég mjög þakklát að við fórum þessa leið, að ráða í stöðuna.“ Regína Ásvaldsdóttir tók við sem bæjarstjóri í byrjun september. „Hún er einmitt það sem okkur vantaði á þessum tímapunkti, öflug, klár, mannleg og kröftugur reynslubolti.“

Nýr meirihluti hefur nú starfað í rúmt hálft ár og Halla Karen segist finna að ábyrgðin sé mikil. „Ég er að stíga vel út fyrir þægindarammann, margt er skemmtilegt og annað er örlítið minna skemmtilegt.

Ég vil standa við þá ábyrgð sem mér var falin og því upplifi ég oft að ég sé alltaf í vinnunni en auðvitað þarf ég að finna jafnvægi í þessu öllu. Eigum við ekki að segja að það sé áramótaheitið mitt. Tíminn og reynslan í þessu starfi mun væntanlega hjálpa mér að skipuleggja tímann minn betur.“

Vilja öll gera bæinn betri

„Ég veit ekki hvort ég sé einhver brjálaður pólitíkus en ég hef mikinn áhuga á fólki og mig langar að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í. Bæjarbragurinn þarf að vera góður og tækifærin eru mörg.

Með nýjum meirihluta koma auðvitað breyttar áherslur en mín draumsýn er í raun sú að við bæjarstjórnin gætum unnið enn meira saman, af því að ég veit að við höfum sama markmiðið, að gera bæinn okkar betri. Það væri þá hægt að sleppa því að eyða púðri í það sem minna máli skiptir.“

Í dag er Halla Karen í leyfi frá kennslunni í Borgarholtsskóla, sem var löngu ákveðið, en kemur sér nú vel við að aðlagast nýjum veruleika í pólitíkinni. Þá er hún einnig í háskólanum í ýmsum heilsutengdum kúrsum en segist ekki vera allra duglegasti námsmaðurinn þar, í augnablikinu.

- Mosfellingur ársins 6 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir Ævintýralegt ár hjá söngkonunni sem m.a. keppti fyrir Ísland í Eurovision. 2011 Hanna Símonardóttir Sjálfboðaliði hjá Aftureldingu í 14 ár og aðal driffjöðurin í starfi félagsins. 2018 Óskar Vídalín Kristjánsson Einn af stofnendum Minningarsjóðs Einars Darra eftir fráfall sonar hans. 2017 Jón Kalman Stefánsson Einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar til fjölda ára. Orðaður við Nóbelinn. 2016 Guðni Valur Guðnason Kringlukastari og Ólympíufari sem náði miklum árangri á stuttum tíma. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir Vann það þrekvirki að verða fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermarsundið. 2009 Embla Ágústsdóttir Lætur fötlun ekki stöðva sig í að lifa lífinu. Miðlar af reynslu sinni og lífssýn. 2008 Albert Rútsson Athafnamaður sem opnaði glæsilegt hótel í Mosfellsbæ, Hótel Laxnes. 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson Sundlaugarvörður í Lágafellslaug sem bjargar lífi tveggja ára stúlku. 2006 Hjalti Úrsus Árnason Kraftakarl sem frumsýndi heimildarmyndina um Jón Pál Sigmarsson. 2005 Sigsteinn Pálsson Stórbóndi á Blikastöðum sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. 2014 Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir Snéri við blaðinu og varð fyrsti sigurvegari í Biggest Loser á Íslandi. 2013 Hljómsveitin Kaleo Skaust upp á stjörnuhimininn eftir sína fyrstu plötu og Vor í Vaglaskógi. 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson Steindi Jr. slær í gegn með Steindanum okkar og á vinsælasta lag landsins. 2020 Sigmar Vilhjálmsson Breytti Arion í veitingastaðinn Barion og skapaði hverfisstað í Mosó á skrýtnum tímum. 2019 Hilmar Elísson Bjargaði sundlaugargesti sem var við köfun í Lágafellslaug frá drukknun. 2021 Elva Björg Pálsdóttir Forstöðumaður félagsstarfs eldri
borgara. Úrræðagóð í covid og gleðin ávallt við völd. 2022 Halla Karen Kristjánsdóttir Hvetur bæjarbúa til hreyfingar og leiddi Framsókn til sögulegs sigurs í kosningum. Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.
ársins
Halla Karen Kristjánsdóttir er Mosfellingur
2022
Halla Karen tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Styttan er eftir leirlistakonuna Þóru Sigurþórsdóttur. Fjöldi tilneFninga
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefnheilsa & OPNUMOUTLET! NÝTT 3-13 JAN SUNNUD. LOKAÐ Mikið úrval af sængurverasettum. Grár lyftustóll með áklæði frá Boas. Verð áður 149.900,Nú aðeins 99.900,50% afsláttur: Nú aðeins 445,Nú aðeins 150,Nú aðeins 445,250kr stk. Nú aðeins 4.450.Nú aðeins 5.400.20-70% Frábær tilboð í verslun á meðan útsölu stendur! VÖLUTEIGUR 17 VÖLUTEIGI 17 MOSFELLSBÆ • Margar stærðir og gerðir. Eitthvað fyrir alla! • • Nú aðeins 5.000,• Verð 1.000,•

Hafberg hlaut fálkaorðu á nýársdag

Á nýársdag var Hafberg Þórisson, forstjóri og stofnandi Lambhaga, sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu. Hafberg stofnaði fyrirtækið árið 1979 og er Lambhagi í dag stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum á landinu. Fyrirtækið hóf framleiðslu í Lundi í Mosfellsdal sumarið 2021 og er nú búið að reisa rúmlega einn þriðja af stöðinni í. Síðastliðið ár var stærsta framkvæmdaár Lambhaga frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki á Bessastöðum.

Þann 2. janúar kl. 23:24 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2023. Það var fallegur og hraustur drengur, foreldrar hans eru þau Hafdís Elva Einarsdóttir og Freysteinn Nonni Mánason.

„Við vorum voða glöð að hann skyldi ná 2023, við héldum jafnvel að hann myndi fæðast þann þriðja en hann var komin í heiminn klukkutíma eftir að við komum niður á Landspítala. Fæðingin gekk vel og hann er mjög vær og góður og allt hefur gengið vel,“ segir Hafdís Elva.

Drengurinn er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau dótturina Marínu Birtu sem er rúmlega þriggja ára. Fjölskyldan hefur búið í Mosfellsbæ í tvö ár og líkar vel.

„Við erum bæði utan af landi og langaði að búa í úthverfi höfuðborgarinnar eða minna samfélagi. Við erum alveg rosalega ánægð með þessa ákvörðun og þjónustuna hér í bænum,“ segir Freysteinn Nonni.

Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með drenginn.

Félagsvist

Félagsvist er spiluð alla föstudaga kl. 13:00 hjá okkur í borðsal Eirhamra Hlaðhömrum 2. Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis en auðvitað er alltaf frír kaffisopi og vinningur ef heppnin er með þér.

g a M an S a M an SÖngUr

Hlaðhömrum kl. 13:30, næstu skipti eru 19. jan. og 2. feb. og alltaf annan hvern fimmtudag í vetur. Gaman saman söngskemmtun Hlaðhömrum 2 í borðsal kl. 13:30. Helgi R. Einarsson tekur á móti hressum krökkum frá leikskólum bæjarins og þau taka lagið fyrir okkur. Kaffi selt eftir söngskemmtun á 500 kr. í matsal. Allir velkomnir.

BaSarVÖrUr Enn TIl SÖlU

Útsaumur og postulín

Minnum á frábæru hópana okkar postulínshópur sem kemur saman og málar á postulín þriðjudaga og fimmtudaga til skiptis kl. 11:30 og einnig útsaumshópur sem hittist alla miðvikudaga kl. 12:30. Allir velkomnir.

Enn er nóg af fallegum basarvörum til sölu í handverksstofu Félagsstarfsins Hlaðhömrum 2 alla virka daga frá 11:00-16:00, föstudaga 13:00-16:00. Verið velkomin að skoða.

gönguhópur fyrir mjög virka og hressa 60+ Minnum á frábæra gönguhópinn

okkar sem hittist alla miðvikudaga við Fellið/ Íþróttahúsið Varmá kl 13:00.

Göngurnar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Frábær félagsskapur. Gerum gott heilsueflandi samfélag enn betra og verum með.

g a M an S a M an FYrIrlESTrar Þverholti 3, 3. hæð (safnaðarheimili). Næstu skipti 12. jan. og 26. jan. Félagsstarfið Mosfellsbæ og Lágafellssókn eru í samstarfi með fyrirlestra annan hvern fimmtudag kl. 14:00.

Næsti fyrirlestur verður um DRAUMA, virkilega spennandi og áhugavert. Aðgangur auðvitað alltaf ókeypis, hvetjum öll til að vera dugleg að mæta á þessa flottu og fróðlegu fyrirlestra.

Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félagsstarfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstundaog félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is

S T jórn FaMo S

jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is

jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is

Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com

Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com

guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is

Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com

Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
- Fréttir úr bæjarlífinu 8
Drengur kom í heiminn 2. janúar • Glöð að hann skyldi bíða eftir nýju ári fyrsti mosfellingur ársins fjölskyldan í góðu yfirlæti í bjarkarholti MOSFELLINGUR kEmur næst út 9. fEbrúar mosfellingur@mosfellingur.is
LOKAÐSetjumofninnaftur ígang19.jan. KæruMosfellingar!Erumaðbreytaogbæta,slæsaogfræsaáDomino'síMosó. OpiðeinsogvenjulegaíHraunbæogSpöng.Hlökkumtilaðsjáykkur!VEGNABREYTINGA9.18.JAN.

Gönguskíðaæði á Hafravatni

Gönguskíðabraut var troðin á Hafravatni þann 5. janúar og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Mosfellingurinn Magne Kvam á heiðurinn af framtakinu og heldur úti einkaframtakinu Sporinu. Hægt er að fylgjast með ævintýrunum þar á Facebook og Instagram.

Magne er einlægur áhugamaður um aðgengilega útivist allt árið um kring. Vegna fjölda fyrirspurna úr heimbænum ákvað Sporið að gefa Mosfellingum tvöfalt skíða-

spor á Hafravatni. Sporið hentar vel fyrir byrjendur og er tæpir 5 km.

Talið er að mörg hundruð manns hafi nýtt sér þetta framtak strax fyrsta daginn og greinilegt að möguleikar til útivistar á Hafravatni eru miklir. Eitthvað hefur vindur og hláka komist í sporið síðustu daga en spáð er frosti næstu vikuna.

Hjónin Magne Kvam og Ásta Briem reka einnig fyrirtækið Icebike Adventures.

Líf og fjör á jólabingói Hleinar

Á aðventunni var haldin jólasamvera fyrir íbúa og aðstandendur þeirra á hjúkrunarsambýlinu Hlein, sem staðsett er við Reykjalund. Þetta var skemmtilegt og vel heppnað kvöld í alla staði.

Ellý Björnsdóttir matráður Hleinar töfraði fram frábærar veitingar, Oddný Þórarinsdóttir og Hekla Karen Alexanders-

dóttir, starfsmenn Hleinar, spiluðu jólatónlist og haldið var jólabingó með frábærum vinningum.

Það var virklega gaman hversu margir sáu sér fært að mæta og glatt var á hjalla. Þetta er sannarlega samvera sem skilur mikið eftir sig. Starfsfólk og íbúar Hleinar halda glöð inn í nýja árið.

Útfararþjónusta í yfir 70 ár

Myrkvi með Draumabyrjun - nýtt lag

Draumur lifnar við. Hvað átti síðan að taka

Draumabyrjun er fyrsta lagið sem þeir senda frá sér saman undir Myrkva-nafninu en það fjallar einmitt um upphafið á tónlistarferli þeirra.

Lagið er aðgengilegt á Spotify og Youtube en Myrkvi heldur tónleika á KEX Hostel þann 4. febrúar.

- Fréttir úr bæjarlífinu 10 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
vinsæll hringur í vetrarríki
við? Spyrja Myrkrahöfðingjarnir í Myrkva með glænýju lagi í upphafi nýs árs. Myrkvi var áður einstaklingsverkefni Magnúsar Thorlacius en hann hefur nú fengið til liðs við sig Ingva Rafn Garðarsson Holm félaga sinn úr tríóinu Vio.
Ingvi Rafn til liðs við Magnús Thorlacius • Draumabyrjun
myrkvi

Viltu taka þátt í sögulegri uppbyggingu

í Mosfellsbæ?

Við erum að leita að lögfræðingi og verkefnastjóra skipulagsmála til að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem mun eiga sér stað í sveitarfélaginu á næstu árum.

Undirbúningur stendur nú yfir vegna uppbyggingar íbúðasvæða í Helgafelli og við Hamraborg. Þá er í undirbúningi uppbygging á atvinnusvæðinu í Blikastaðalandi og í kjölfarið mun eiga sér stað vinna við mótun skipulags fyrir 9.000 manna íbúabyggð í landi Blikastaða sem mun byggjast upp í áföngum á næstu árum.

Uppbygging nýrra svæða einkennist annars vegar af tilkomu Borgarlínu og hins vegar umhverfisvænum áherslum, meðal annars á grunni BREEAM­vistvottunarkerfisins.

Við leitum að einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna með okkur að stækkun sveitarfélagsins og fylgja verkefnum áfram innan stjórnsýslunnar.

Ef þú vilt taka þátt í þessum spennandi verkefnum, þá hvetjum við þig til þess að sækja um starf lögfræðings eða starf verkefnastjóra skipulagsmála.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Sótt er um störfin á vefsíðunni vinnvinn.is. Umsjón með umsóknum og nánari upplýsingar um störfin veita Auður Bjarnadóttir audur@vinnvinn.is, og Margrét Stefánsdóttir, margret@vinnvinn.is.

Lögfræðingur

Mosfellsbær leitar að kraftmiklum lögfræðingi sem hefur þekkingu og reynslu á sviði stjórnsýslu, skipulags­ og umhverfismála. Um er að ræða spennandi starf lögfræðings sem mun einkum starfa með sérfræðingum umhverfissviðs auk samvinnu við aðra starfsmenn sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa.

Verkefnastjóri skipulagsmála Mosfellsbær leitar að öflugum verkefnastjóra skipulagsmála. Um er að ræða spennandi verkefni á sviði deiliskipulags og að undirbúningi áætlana í samvinnu við skipulagsfulltrúa, aðra starfsmenn sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa.

Frekari upplýsingar um störfin auk menntunar­ og hæfniskrafna er að finna á vinnvinn.is og á vef Mosfellsbæjar, mos.is/storf.

Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur um störfin er til og með 30. janúar 2023.

Mosfellsbær www.mos.is 525-6700

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram mánudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans. Að þessu sinni voru 24 nemendur brautskráðir. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir nítján nemendur, þar af voru þrír af hestakjörsviði og tveir af listakjörsviði. Einn var brautskráður af sérnámsbraut. Af félagsog hugvísindabraut var brautskráður einn nemandi og þrír af náttúruvísindabraut.

Skólameistari FMOS, Valgarð Már Jakobsson, þakkaði nemendum og samstarfsfólki fyrir samstarfið í vetur og sagði m.a.: „Hér er stemningin sú að við erum að gera þetta saman. Það er engin keppni í að vera bestur og enginn einn sigurvegari. Það að þið séuð stödd hér í dag þýðir að þið komust öll í mark. Þið eruð öll sigurvegarar, þið unnuð öll. Þetta er líka ástæðan fyrir því að nú erum við búin að ákveða að hætta að veita viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi. Einkunnir endurspegla ekki alltaf þrautseigjuna, hugrekkið, svitann og tárin á bak við árangurinn. Ljósið þitt verður ekki bjartara þótt þú slökkvir á ljósunum í kringum þig.“

- Bæjarblað í 20 ár 12
24 nemendur brautskráðir frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ • Engin keppni í að vera bestur• Öll sigurvegarar Útskriftarhátíð í framhaldsskólanum Framtíðarstar F Óskum eftir starfsmanni í pökkun og framleiðslu í matvælavinnslu. Frekari upplýsingar í síma 897-3236 eða raggi@nonnilitli.is Laus störf í Mosfellsbæ Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Opið í ÞverhOlti 5 13-18 mán-fös., 11-14 laugardaga Full búð af nýjum varningi, og ýmislegt til jólagjafa Takk fyrir sTuðninginn 30 X 50 CM Félagar í Björgunarsveitinni Kyndli þakka bæjarbúum fyrir stuðninginn á árinu sem var að líða og óska þeim velfarnaðar á nýju ári. - Kveðja félagar í Kyndli
frá Geira í Kjötbúðinni
og borðapantanir á b arion föstudaginn 13. janúar
17:00
ágóði rennur til barna- og unglingastarfs Aftureldingar
opnar
b orðhald
í
V ip 10
Hlaðborð
Miðasala
kl.
Allur
Húsið
kl. 19:00 -
kl. 20:00 - Miðaverð 12.900 kr. Miði eftir kl. 23:30 -
forsölu 3.000 kr. - við inngang 4.000 kr.
manna hringborð kr. 179.900 (í sölu síma 896-8601) Einungis 10 borð í boði, fyrstir koma fyrstir fá.

Karlar í s K úrum m osfellsbæ Námskeið í útskurði einnig í fluguhnýtingum og tálgun ef nægjanleg þátttaka næst. Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 26. janúar og er kennt einu sinni í viku á fimmtudögum frá 16:00 til 19:00 í fjórar vikur, alls 12 kennslustundir. Væntanlega verða síðan haldin framhaldsnámskeið. Námskeiðsgjald er kr. 12.000 og er efni og lán á verkfærum innifalið. Konur eru velkomnar á námskeiðið.

Skráning skal berast í síðasta lagi þriðjudaginn 17. janúar. Leiðbeinendur verða Páll Steinþórsson, Guðmundur Birgir Samúelsson og Ingi S. Þórðarson. Páll Steinþórsson tekur við skráningum á námskeiðin í síma 898-3693 eða tölvupóstfang pallst@simnet.is. Námskeiðið fer fram í húsnæði Karlar í skúrum Mosfellsbæ að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, Mosfellsbæ.

Listasalur Mosfellsbæjar Og hvað um tað?

– Tilraunir með öskuglerunga

Melkorka Matthíasdóttir leirlistakona opnaði fyrstu sýningu ársins í Listasal Mosfellsbæjar, „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“, 10. janúar síðastliðinn. Melkorka er mikill náttúruunnandi og þekkir leirinn, efnivið sinn, líklega betur en margur enda menntuð bæði sem jarðfræðingur og leirlistakona. Hún er með meistaragráðu í ísaldarjarðfræði frá Háskólanum í Bergen og hefur bæði starfað og kennt sem jarðfræðingur. Hún átti sér þó annan leyndan draum og það var að tjá sig í gengum listsköpun. Árið 2021 lauk hún diplómagráðu í leirlist frá Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Á sýningunni eru leirmunir, krúsir, diskar og vegglistaverk. Það má segja að hér sé á ferðinni listsýning og ákveðið rannsóknarverkefni. Melkorka hefur þróað aðferðir við að nýta íslensk jarðefni og plöntur sem innhaldsefni í glerunginn utan á steinleirinn með því að þurrka þau og brenna til ösku. Meðal efnis í glerungum er beykiaska og taðaska.

Við hvetjum ykkur til að koma og sjá leirlistmuni úr höndum fræðikonu sem vinnur með sjálfbærni að leiðarljósi.

Sýningin stendur til 3. febrúar 2023.

Opið alla virka daga 9-18 og laugardaga 12-16.

-
í 20 ár 14
Bæjarblað
8 janúar 3 PER LUSMIÐJA í Bókasafni M o sfell sbæjar la u ga rda g in n 14. janúa r kl. 12-14 Perlusmiðja í fjölnotasal safnsins þar sem við gefum ímyndaraflinu lausan tauminn. Perlur og spjöld á staðnum og alvanir straujarar munda straujárnin. Öll velkomin!
Melkorka Matthíasdóttir leirlistakona
KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. SPENNANDI VIÐBURÐIR Í KEILUHÖLLINNI HÆ HÆ / VILLI NAGBÍTUR DR. FOOTBALL / HÖRÐUR & PÉTUR RISABINGÓ / DJ. DÓRA JÚLÍA Fylgstu með dagskránni á Facebooksíðu Keiluhallarinnar. facebook.com/keiluhollin Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 VISSIR ÞÚ? AÐ KEILAN Á UPPRUNA SINN 3200 FYRIR KRIST.

Jólin kvödd með pompi og prakt

Mosfellingar fjölmenntu á þrettándahátíðarhöld í

Mosfellsbæ sem voru loksins með hefðbundnu sniði aftur eftir samkomutakmarkanir síðustu ára.

Skátafélagið Mosverjar leiddi blysför frá Miðbæjartorginu að brennunni sem haldin var neðan Holtahverfis við Leiruvoginn. Ýmsar kynjaverur fylgdu göngunni. Dagskrá á sviði var vegleg að vanda; Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tók á móti blysförinni með lúðrablæstri, að því loknu leiddu álfakóngur og drottning fjöldasöng og loks spilaði Stormsveitin af alkunnri snilld. Grýla, Leppalúði og þeirra hyski töldu svo niður í flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Kyndils.

Veður var milt og Mosfellingar á öllum aldri nutu hátíðarhaldanna.

ALLT.IS - ALLT@ALLT.IS - 5605505
Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila
Myndir/RaggiÓla
Þjónustufulltrúi í móttöku óskast hjá Íslenska gámafélaginu 577 5757 www.gamafelagid.is igf@igf.is • • •Góð almenn tölvukunnátta • • • • •Þjónusta við viðskiptavini • • • • Helstu verkefni Hæfniskröfur Gleðilegt nýtt ár - 17

Sýningar hefjast í febrúar • 30 manns koma að verkinu

Leikfélagið setur upp Dýrin í Hálsaskógi

Nú standa yfir æfingar hjá Leikfélagi Mosfellssveitar á hinu sívinsæla leikriti Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner.

Þar kynnast áhorfendur lífinu í skóginum og skemmtilegum karakterum á borð við hinn söngelska Lilla klifurmús og hinn lævísa Mikka ref.

Alls taka um þrjátíu manns þátt í uppsetningunni, bæði leikarar, tónlistarfólk og baksviðsfólk. Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga.

Sýningar hefjast í febrúar í Bæjarleikhúsinu og miðasala verður á tix.is.

Í Lágafellskirkju er starfandi glænýr barnakór en æfingar hófust í september á nýliðnu ári.

Það er Valgerður Jónsdóttir tónlistarkona og kennari sem stjórnar kórnum, en hún hefur áralanga reynslu í tónlistarvinnu með börnum og ungmennum.

Starfið hefur gengið vel þessa fyrstu önn og nú eru í kórnum 10 félagar í 1.4. bekk. Kórinn æfir á mánudögum kl. 16.15-17 í safnaðarheimilinu í Þverholti og kemur reglulega fram í Lágafellskirkju. Nú í desember heimsótti hópurinn einnig hjúkrunarheimilið Hamra og vakti sú söngheimsókn mikla lukku.

Stefnt er á fleiri söngheimsóknir hér í Mosfellsbæ á vorönn.

Nýir félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir og er best að hafa samband við Val-

Stefnt að starfi fyrir 5.-6. bekkinga

Stefnt er á að bjóða líka upp á kórstarf fyrir krakka í 5.-6. bekk og fara æfingar af stað um leið og kominn er nægur fjöldi.

Á dagskránni hjá þeim hópi er að taka þátt í landsmóti barna- og unglingakóra í vor, sem er frábær upplifun fyrir krakka sem hafa gaman af tónlist og söng.

„Ef þú átt barn í 5.-6. bekk sem hefur áhuga á að vera með í skemmtilegu tónlistarstarfi þá hafðu endilega samband í gegnum netfangið hér að ofan.

Söngurinn bætir, hressir og kætir. Athugið að fyrirhugaður æfingatími fyrir eldri hópinn er mánudagar kl. 15.15-16.“

- www.mosfellingur.is 18
öflugur hópur í bæjarleikhúsinu
gerði kórstjóra á valgerdur@lagafellskirkja. is „Ef þið eigið áhugasaman söngfugl sem langar að syngja í skemmtilegum hóp.“
Tekið vel á móti nýjum félögum • Bæta við eldri krökkum Söngur og gleði í nýjum Barnakór Lágafellskirkju

Ragnhildur Gyða íþróttafræðingur verður með námskeið í tækniþjálfun eldri borgara á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30.

Hraustir Krakkar eftir skóla; Lærðu að lyfta rétt, frábær hreyfing fyrir börn og ungmenni. Tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14:30, hefst þann 17. jan. Námskeið í Ólympískum lyftingum, þjálfari Gísli Kristjánsson og í Kraftlyftingum, þjálfari Hjalti Árnason, á þriðjudögum kl. 18:30, hefst þann 17. jan.

Opnir tímar á mánudögum og fimmtudögum kl. 06:30, þrek, lyftingar, frábær hreyfing.

ELDING Líkamsrækt I Íþróttamiðstöðinni að Varmá I Sími: 897 8626 FRÁBÆR TÆKJASALUR - GÓÐUR ANDI
Skráning: hjaltiar@simnet.is Á DÖFINNI HJÁ ELDINGU LÍKAMSRÆKT Munið frístundaávísanirnar og styrki verkalýðsfélaganna.
3.995 KR. KVÖLDTVENNA 2 BÁTAR + 2 GOS + 2 SÚKKULAÐI FRÁ KL. 17.00 ALLA DAGA FIMMTUDAGUR 12. JAN ÍSLAND - PORTÚGAL KL. 19:30 LEIKIR ÍSLANDS Í BEINNI ALLIR SEM GISKA Á RÉTT ÚRSLIT FÁ 15.000 KR. GJAFABRÉF LAUGARDAGUR 14. JAN ÍSLAND - UNGVERJALAND KL. 19:30 MÁNUDAGUR 16. JAN SUÐUR KÓREA - ÍSLAND KL. 17:00 HM Í HANDBOLTA ÁFRAM ÍSLAND! ÞVERHOLTI 1 | 270 MOSFELLSBÆ | S. 787-7000 | WWW.BARION.IS | BARION@BARION.IS ÞÚ FÆRÐ HLÖLLABÁTINN ÞINN Á BARION OPIÐ ALLA DAGA 11:30-21:00
PIZZA TILBOÐ 12” PIZZA HLJÓMSVEITIN GÓÐ Í HÓFI FLYTUR HELSTU SMELLI EAGLES OG ERIC CLAPTON Á MÖGNUÐUM TÓNLEIKUM Á BARION MOSÓ 3. OG 4. FEBRÚAR TÓNLEIKARNIR HEFJAST KL. 21:00 - FRÍTT INN MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR Albert Pálsson, píanó og Hammond orgel, Ásgrímur Guðmundsson, sólógítar, Bjarni Ómar Haraldsson, kassagítar og söngur, Guðmundur Stefánsson, trommur, Kristinn Ingi Sigurjónsson, bassi, Þórhallur Andrésson, ryþmagítar, Aðalbjörg Ellertsdóttir, söngur og bakraddir, Guðrún Kristín Huldudóttir, söngur og bakraddir HM 1.995 KR. MEÐ ÞREMUR ÁLEGGSTEGUNDUM Í ALLAN JANÚAR *pizzurnar eru í boði á kvöldin og um helgar miniborgarar • smáréttir • eftirréttir Veislu þjónusta WWW.BARION.IS/VEISLUR

Erum sífellt að þróa þjónustuna

Jórunn Edda var ung að árum er hún hóf störf á sambýli en það var þar sem hún áttaði sig á við hvað hún vildi starfa í framtíðinni. Hún hóf nám í hjúkrunarfræði og eftir útskrift hóf hún störf á Landspítalanum þar sem hún starfaði í tólf ár. Hún segir árin þar hafa verið góð en starfið hafi oft á tíðum verið krefjandi.

Í dag stýrir hún Heilsugæslu Mosfellsumdæmis sem flutti í nýtt húsnæði að Sunnukrika árið 2021. Heilsuvernd er stór hluti af starfseminni svo það er sannarlega í mörg horn að líta.

Jórunn Edda er fædd í Vestmannaeyjum 23. mars 1975. Foreldrar hennar eru Guðfinna S. Kristjánsdóttir fv. bankastarfsmaður og Hafsteinn Stefánsson húsasmiður. Jórunn á tvo bræður, Kristján Helga f. 1978 og Ívar Frey f. 1985.

Tel mig forréttindastelpu

„Ég fæddist í Vestmannaeyjum en bjó þar aldrei en móðir mín er ættuð þaðan. Mér þykir mjög vænt um Eyjarnar og þar á ég stóra fjölskyldu.

Ég ólst upp í sveit, í Túni í Flóa, rétt utan við Selfoss. Ég átti góða æsku og tel mig forréttindastelpu að hafa alist þarna upp og hafa enn aðgang að sveitinni. Foreldrar mínir voru með blandað bú í félagsbúi við afa minn og ömmu sem bjuggu á sama bæ. Það var gæfa að fá að alast upp í nálægð þeirra því þau eru fyrirmyndir mínar í svo mörgu.

Það hafði mótandi áhrif að taka þátt í sveitastörfunum og að valta og snúa á traktornum þegar aldur leyfði. Ég hafði gaman af því að keyra hann, maður sat með vasadiskóið og söng hástöfum lög með Greifunum.“

Hafði góð áhrif að koma fram „Ófærð og rafmagnsleysi er eitthvað sem maður þekkti vel, þá var kveikt á olíulömpum og kertum. Ein jólin var svo brjálað veður að við þurftum að fara yfir til ömmu og afa á traktornum með jólapakkana bundna aftan á, það var rafmagnslaust þau jólin. Föðurbræður mínir léku alltaf jólasveina og þeir komu með pakkana í stórum poka alla leið inn í stofu, þetta er ljúf æskuminning,“ segir Jórunn og brosir. „Ég gekk í barnaskólann í Þingborg en þetta var lítill sveitaskóli með um 30 börn, þar var skipt í yngri og eldri deildir. Skólastjórinn var mikill leikhúsáhugamaður og það voru sett upp leikrit fyrir jólin sem allir tóku þátt í. Þetta hafði án efa góð áhrif á það að koma fram og taka þátt.“

Skelltu sér á sveitaböllin

Jórunn gekk í gagnfræðaskólann á Selfossi og segir að það hafi verið mikil breyting að koma í stóran skóla. „Eftir útskrift úr gagnfræðaskólanum þá fór ég í Fjölbrautaskóla Suðurlands, það voru góð ár og þar kynntist ég mínum bestu vinkonum.

Við vorum duglegar að ferðast og skemmta okkur á sveitaböllunum í Njálsbúð, Hvoli og Aratungu.

Á sumrin tók ég þátt í störfunum í sveitinni en sumarið eftir fermingu fór ég að vinna í humri í Vestmannaeyjum. Þá dvaldi ég hjá ömmu minni Helgu og það var skemmtilegt sumar. Eftir það starfaði ég hjá Kaupfélagi Árnesinga og við hin ýmsu verslunarstörf eftir það.“

Fór til Bandaríkjanna

„Eftir stúdentinn 1995 fór ég í eitt ár sem aupair til Bandaríkjanna. Ég var í New Jersey fylki og var mjög heppin með fjölskyldu. Tilgangurinn með þessari dvöl var að sjá heiminn og læra betur ensku því ég ætlaði í frekara nám.

Þetta var mjög þroskandi för, ég náði að ferðast til Flórída, Mexíkó og Kanada. Þetta var áður en internetið kom til sögunnar þannig að ég skrifaði um 350 bréf til vina og ættingja þetta árið og fékk annað eins til baka,“ segir Jórunn og brosir. „Eftir að ég kom heim þá starfaði ég einn vetur á bensínstöð en eftir það hef ég starfað við umönnun og hjúkrun.“

Ekkert gerist af sjálfu sér Jórunn Edda er gift Óskari Sigvaldasyni frá Borgarnesi, hann rekur ásamt öðrum fyrirtækið Borgarverk. Þau eiga þrjá drengi, Sigvalda Örn f. 2002, Hafstein Ara f. 2007 og Halldór Orra f. 2011.

„Við fjölskyldan höfum gaman af því að ferðast, bæði

um landið og erlendis og við förum mikið í sveitina, eins höfum við verið í jeppaferðum og útivist.

Drengirnir okkar hafa allir æft íþróttir með Aftureldingu, um tíma voru þeir allir í blaki og ég líka. Ég gaf kost á mér í barnaog unglingaráð blakdeildarinnar. Þátttaka í starfi Aftureldingar er gefandi og reyndist mér góð leið til að kynnast skemmtilegu og drífandi fólki. Við sem eigum börn í íþróttum megum ekki gleyma því að ekkert gerist af sjálfu sér og við verðum öll að taka þátt í einhvern tíma til þess að starf félagsins gangi upp, þá uppskera allir.“

Saman vinnum við að því að sinna og leysa úr erindum sem berast með hag skjólstæðinga okkar að leiðarljósi.

Þetta var krefjandi á köflum

„Ég starfaði eitt sumar á sambýli á Selfossi og þar áttaði ég mig á að áhugi minn lægi í hjúkrun. Ég hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist 2001. Ég hóf störf á Landspítalanum og starfaði þar í tólf ár, lengst af á almennri skurðdeild og þvagfæraskurðdeild. Þetta voru góð ár þótt starfið hafi verið krefjandi á köflum. Á þessum tíma tók ég einnig diplómanám í hjúkrun aðgerðasjúklinga við HÍ.

Haustið 2013 ákvað ég að breyta til, komin með þrjú börn og orðið flóknara að vera í vaktavinnu. Ég sótti um starf hjá Heilsugæslu Mosfellsumdæmis og hér hefur mér líkað mjög vel. Ég byrjaði sem skólahjúkrunarfræðingur en hef verið mest í ung- og smábarnavernd og á hjúkrunarmóttökunni.“

HIN HLIÐIN

Hvaða litur lýsir þér best? Blár. Besta heilsuráðið? Útivera.

Hvað drífur þig áfram? Samskipti og fólk, gera gagn.

Strengir þú áramótaheit? Nei. Bókin á náttborðinu? Tregasteinn, Arnaldur Indriðason.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Óvæntur þakklætisvottur frá Aftureldingu.

Bestu kaup sem þú hefur gert? Gönguskórnir mínir.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Ferðast með fjölskyldunni og toppa fjallstinda.

ung að árum bólusett í höllinni

Skjólstæðingum fer fjölgandi „Árið 2016 fór ég í klínískt diplómanám í heilsugæsluhjúkrun við Háskólann á Akureyri, hélt áfram námi og kláraði meistarapróf 2020 í heilbrigðisvísindum með áherslu á klíníska heilsugæslu í héraði.

Vorið 2021 bauðst mér að taka við sem fagstjóri hjúkrunar og svæðisstjóri heilsugæslunnar. Hér starfar gott starfsfólk, tæplega 30 manns, 7 starfsstéttir í mismunandi stöðugildum. Saman vinnum við að því að sinna og leysa úr erindum sem berast með hag skjólstæðinga okkar að leiðarljósi, en skjólstæðingum stöðvarinnar hefur farið fjölgandi.

Heilsuvernd er stór hluti af starfi heilsugæslunnar, mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæsla og heilsueflandi móttaka. Við erum sífellt að þróa þjónustuna til að sinna okkar fólki sem best. Í haust komum við af stað nýrri heilsueflandi móttöku aldraðra sem er góð og þörf viðbót. Við erum einnig með öfluga hjúkrunarmóttöku og dagvakt sem sinnir bráðveikum og slösuðum, ásamt hefðbundinni læknamóttöku. Á morgnana bjóðum við upp á stutta samdægurs læknatíma og einnig í lok dags.

Álag hefur verið mikið, sér í lagi síðustu tvö árin, það er krefjandi verkefni að sinna vel þeim erindum sem berast en hlúa um leið vel að starfsfólkinu. Árið 2021 fluttum við í nýja húsnæðið okkar í Sunnukrika sem hefur breytt gríðarlega miklu í starfi stöðvarinnar.

Ég er mjög stolt af því að tilheyra þeim góða hópi sem starfar á heilsugæslunni,“ segir Jórunn Edda og brosir er við kveðjumst.

- Mosfellingurinn Jórunn Edda Hafsteinsdóttir 22
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Anna Kristín Scheving og úr einkasafni. Óskar, Hafsteinn Ari, Sigvaldi Örn, Halldór Orri og Jórunn Edda. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Jórunn Edda Hafsteinsdóttir fagstjóri hjúkrunar og svæðisstjóri Heilsugæslu Mosfellsumdæmis
á brúðkaupsdaginn 2014

Anton Ari Einarsson knattspyrnumarkmaður

býr í Mosfellsbæ og spilaði upp alla yngri flokka Aftureldingar.

Árið 2022 varð hann Íslandsmeistari með

Breiðabliki í Bestu deild karla. Anton hlaut gullhanskann og komst með liðinu í þriðju umferð Evrópukeppninnar. Í haust var Anton valinn í A-landslið karla í fjórða skipti.

Anton hefur alltaf verið sérlega samviskusamur og duglegur við æfingar og hefur það skilað tveimur bikarmeistaratitlum og þremur Íslandsmeistaratitlum á síðustu átta árum. Hann er góð fyrirmynd bæði innan og utan vallar.

Benedikt Ólafsson hestaíþróttir

Benedikt Ólafsson er 19 ára gamall og stoltur Harðarfélagi. Hann átti frábæru gengi að fagna á síðastliðnu keppnisári. Hann sigraði á Landsmóti hestamanna annað skiptið í röð í ungmennaflokki, varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði og vann sigur í tveimur greinum á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann stóð á verðlaunapalli á öllum mótum ársins. Benedikt er fjölhæfur hestamaður og jafnvígur í öllum greinum með frábæra hesta sem ræktaðir eru í Mosfellsdalnum. Benedikt var valinn í U21 landsliðið fjórða árið í röð og sæmdur FT fjöðrinni. Benedikt var valinn efnilegasti knapi landsins þetta árið af Landssambandi hestamannafélaga. Hann þjálfar tíu hross með vinnu og skóla og fer allur hans tími í hestamennskuna.

Einar Sverrir Sigurðsson motocross

Einar Sverrir Sigurðsson varð Íslandsmeistari í motocrossi árið 2022 í MX1 flokk og er þetta í þriðja sinn sem hann verður Íslandsmeistari í þessum flokki.

Einar var einn af þremur sem var valinn í fyrsta landslið Íslands í motocrossi þegar það var myndað árið 2007 til að taka þátt í „Motocross of Nations“ (MXON). Einar var valinn aftur í íslenska landsliðið árið 2008 og árið 2009. Einari var boðin þátttaka í ár en varð að sitja heima vegna meiðsla.

Einar leggur mikið til íþróttarinnar og hefur hann lyft grettistaki í að endurvekja enduro og starfar mikið með íþróttaklúbbum á suðvesturhorninu. Hann er góð fyrirmynd og kappsamur.

Ingvar Orri Jóhannesson sund

Ingvar kom til liðs við Aftureldingu í haust og var valinn sundmaður Aftureldingar 2022.

Eftir komu hans til Aftureldingar hefur hann æft vel, unnið fyrir sínu og hefur náð frábærum árangri.

Á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug, sem fram fór í nóvember, var hann með 80% bætingu sem er virkilega vel gert fyrir 18 ára sundmann.

Hann nældi sér í þrenn verðlaun, 3. sæti í unglingaflokki í 200 metra bringusundi, 2. sæti í opnum flokki í 200 metra bringusundi og var í 3. sæti í boðsundsliði Aftureldingar sem náði í brons í 4x50m skriðsunds boðsundi blandað.

Kristján Þór er 34 ára gamall kylfingur úr GM. Kristján átti stórkostlegt tímabil 2022 og sýndi að hann er á meðal allra bestu kylfinga landsins. Kristján vann glæsilegan sigur á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum. Kristján sigraði einnig á lokamóti ársins, Korpubikarnum, á lægsta skori sögunnar á mótaröð GSÍ. Með þeim sigri tryggði Kristján sér stigameistaratitil GSÍ.

Kristján er lykilmaður í sterku liði GM sem varð í 3. sæti á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Kristján var í haust valinn í karlalandslið Íslands.

Oliver Ormar Ingvarsson átti frábært ár og vann Íslandsmeistaratitilinn utandyra á árinu.

Hann var einnig valinn í nokkur landsliðsverkefni og keppti meðal annars í úrslitum á EM innandyra í Slóveníu þar sem hann endaði í 9. sæti með sveigboga karlaliðinu en þeir voru slegnir út af Úkraínu í 16 liða úrslitum.

Oliver er í 180. sæti á Evrópulista og í 496. sæti á heimslista. Oliver vann einnig gull í sveigboga parakeppni.

Hann er jafnframt formaður stærsta bogfimifélags á Norðurlöndum og mjög virkur í að skipuleggja starf félagsins.

Anton Ari Einarsson knattspyrna Oliver Ormar Ingvarsson bogfimi Kristján Þór Einarsson golf

rallycross

Emil Þór keppir í akstri í rallycrossi á vegum AÍH og Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Emil varð Íslandsmeistari annað árið í röð, á þessu ári í flokki 1400 cc bíla en í flokki unglinga í fyrra. Íslandsmeistaramótaröðin taldi 4 keppnir og vann hann þær allar með yfirburðum. Hver keppni er fjórar lotur og af 16 lotum sumarsins varð hann 15 sinnum í 1. sæti. Hann varð einnig bikarmeistari í sínum flokki, 1400 cc vélarstærð, í 2ja daga bikarmóti í haust, og vann hann þar 7 af 8 lotum.

Í öllum keppnum ársins hefur hann verið með bestu brautartímana í tímatökum í sínum flokki.

Emil er frábær fyrirmynd, bæði inni á braut sem utan brautar.

Sebastían bjó í Mosfellsbæ og stundaði íþróttir, þar á meðal blak, sem barn í Aftureldingu. Hann kom aftur til félagsins þegar karlalið Aftureldingar fór að spila í úrvalsdeild og hefur verið lykilmaður, auk þess sem hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár.

Sebastían er ákaflega hollur sínu félagi og er alltaf hægt að treyst á hann.

Á síðasta leikári náði hann þeim árangri að vera valinn í æfingahóp A-landsliðs karla. Sebastían er einstaklega geðgóður maður og hefur lagt mikið á sig fyrir íþrótt sína samhliða námi sínu og vinnu.

Hafþór hefur verið virkur í mótum á árinu og náð frábærum árangri bæði persónulega og með liði sínu ÍR-PLS.

Hafþór varð á árinu Íslandsmeistari einstaklinga, Reykjavíkurmeistari og lenti í 2. sæti á Reykjavík International Games.

Í deildinni átti Hafþór hæsta leikinn í karlaflokki með 290 pinna, hann átti hæsta meðaltal 219,33 ásamt því að vera fellukóngur með að meðaltali 6,64 fellur í leik. ÍR-PLS urðu bikar- og deildarmeistarar með hæsta meðaltal í deildinni ásamt því að hljóta stjörnuskjöldinn

Kynning á íþróttafólki sem tilnefnt er og afrekum þess á árinu

Átta konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2022.

Wiktor Sobczynski taekwondo

keila Wiktor er aðeins 17 ára að aldri en er þegar meðal sterkustu keppenda Íslands í báðum greinum Taekwondo, poomsae (formum) og sparring (bardaga) en hann er í landsliðinu í bardaga. Það er sjaldgæft að keppendur komnir í unglingaflokk í taekwondo séu jafn framarlega í báðum hlutum íþróttarinnar, bardaga og poomsae, en Wiktor er einn þeirra hæfileikaríku einstaklinga sem hefur afrekað það.

Wiktor tók þátt á Norðurlandamóti í sumar en komst ekki á pall þótt hann hafi staðið sig mjög vel. Hann er jafnframt margfaldur Íslands- og bikarmeistari í báðum greinum taekwondo. Wiktor var nýlega valinn taekwondomaður Aftureldingar 2022.

Eins og áður gefst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa íþróttafólk ársins.

Netkosning stendur yfir frá 12. janúar til og með 16. janúar 2023.

Velja skal í 1., 2. og 3. sæti í kvennaog karlaflokki. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin.

ÍTM mun síðan velja milli þeirra sem tilnefnd eru og styðjast við niðurstöðu vefkosningarinnar.

Tilkynnt verður um valið þann 19. janúar.

Kosning
fram á mos.is
fer
Hafþór Harðarson Emil Þór Reynisson Sebastían Sævarsson Meyer blak

Aþena Rún Kolbeins taekwondo

Aþena hefur orðið Íslandsmeistari í báðum greinum Taekwondo, áður í yngri flokkum en er núna á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Hún keppti ekki fyrri hluta ársins vegna meiðsla en keppti á Íslandsmeistaramótinu í poomsae þar sem hún keppti alls í 3 greinum. Hún varð Íslandsmeistari í sínum flokki í einstaklingskeppni kvenna og vann parakeppni í svartabeltisflokki ásamt félaga sínum og varð síðan í í öðru sæti í hópakeppninni ásamt félögum sínum í Aftureldingu. Aþena á framtíðina fyrir sér og það verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.

Björk Erlingsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki og endurtók leikinn á þessu ári með fullu húsi stiga.

Hún er frábær fyrirmynd fyrir aðra keppendur, hvort sem um er að ræða í kvenna- eða karlaflokki því ófáir keppendur gefa eins mikið af sér til íþróttarinnar og Björk.

Björk er einn stærsti bakhjarl og styrktaraðili íslenska landsliðsins í íþróttinni sem hún aflar með fjáröflunum og bolasölu. Björk er jafnframt mjög virk í öllu félagsstarfi og sjálfboðavinnu er kemur að íþróttinni. Situr hún í stjórn tveggja félaga, MotoMos hér í Mosfellsbæ og MSÍ.

knattspyrna

Þýska stórliðið Bayern Munchen keypti Cecilíu Rán af Everton á Englandi í byrjun ársins, þar sem hún spilaði fyrstu leiki sína bæði í Bundesliga (efsta deild í Þýskalandi) og DFBPokal Frauen (bikarkeppnin í Þýskalandi) 18 ára að aldri.

Cecilía er mjög mikil fyrirmynd og setur allt sitt í íþróttina.

Sara Kristinsdóttir er öflugur afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og er í landsliðshóp Golfsambands Íslands.

Sumarið var sterkt hjá Söru en hún varð stigameistari í flokki 18 ára og yngri og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti liða í Oddi.

Einnig var Sara hluti af sigurliði þegar sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar sigraði á Íslandsmóti golfklúbba í sumar.

Þá var hún valin til að leika fyrir hönd Íslands á Evrópumóti golfklúbba í Slóveníu og náði góðum árangri.

Handboltakona Aftureldingar er Susan Barinas en hún gekk til liðs við Aftureldingu fyrir þremur árum. Susan er mikil fyrirmynd, hún er metnaðargjörn og dugleg að æfa aukalega, góður liðsmaður og félagi, auk þess sem hún er mikill baráttujaxl og gefst aldrei upp.

Hún hefur spilað nánast allar stöður á handboltavellinum síðustu þrjú árin og er alltaf til í gera það sem hún getur til að hjálpa liðinu.

Susan er einstakur karakter sem Afturelding er ríkari af að hafa í sínum röðum.

Susan hefur spilað alla leiki Aftureldingar á þessari leiktíð.

Thelma Dögg er uppalin í Aftureldingu og var valin íþróttakona Aftureldingar 2021 og 2022. Í nóvember sneri Telma út í atvinnumennsku, til Svíþjóðar, þar spilar hún í efstu deild með liði Hylte/Halmstad.

Á síðasta leikári var Thelma yfirburðaleikmaður á blakvellinum og var burðarás í liði Aftureldingar sem komst í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Hún vann viðurkenningar fyrir stigahæsta leikmann í sókn, stigahæsta leikmann í uppgjöf, hún var besti Díó-inn á leiktíðinni og í draumaliði leiktíðarinnar. Þar að auki var Thelma valin besti leikmaður leiktíðarinnar.

Í sumar spilaði Thelma sem fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki í undankeppni Evrópumótsins.

Susan Barinas handbolti Cecilía Rán Rúnarsdóttir var íþróttakona Mosfellsbæjar árið 2020. Cecilía Rán, 19 ára, er landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og var í landsliði Íslands á EM 2021 á Englandi síðasta sumar. Cecilía Rán Rúnarsdóttir Björk Erlingsdóttir motocross Thelma Dögg Grétarsdóttir blak Sara Kristinsdóttir golf

Rakel tók þátt á Íslandsmóti Aspar 20. febrúar 2022 og lenti þá í 6. sæti af 6 stelpum. Byrjaði hún eftir mótið að leggja meira á sig, æfa heima og horfa á myndbönd af dönsunum til þess að standa sig betur á næsta móti. Keppti hún næst á Norðurlandamóti Special Olympics þann 21. maí í Danmörku og lenti hún í 2. sæti í báðum greinum. Þarna sést hversu miklum framförum hún hefur náð á þessu ári.

Rakel er með mjög góða nærveru og samgleðst með öðrum sem er afar mikilvægt í íþróttum.

Viktoría Von Ragnarsdóttir er 19 ára og stundar hestamennsku alla daga, allan ársins hring. Árangurinn hjá henni árið 2022 var frábær. Hún varð þrefaldur Mosfellsbæjarmeistari á íþróttamóti Harðar í sumar og sigraði þar af í 2 greinum. Hún sigraði í A–flokki ungmenna á Gæðingamóti Harðar, var önnur inn á Landsmót hestamanna fyrir hönd Harðar í ungmennaflokki og fimmta inn á Landsmót í A –flokki meistara fyrir hönd Harðar.

Viktoría Von sótti um 10 mót og komst í úrslit á 8 mótum, alltaf með fleiri en 3 hesta á hverju móti.

Kynning á íþróttafólki sem tilnefnt er og afrekum þess á árinu

Átta konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2022.

Eins og áður gefst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa íþróttafólk ársins.

Netkosning stendur yfir frá 12. janúar til og með 16. janúar 2023.

Velja skal í 1., 2. og 3. sæti í kvennaog karlaflokki. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin.

ÍTM mun síðan velja milli þeirra sem tilnefnd eru og styðjast við niðurstöðu vefkosningarinnar.

Tilkynnt verður um valið þann 19. janúar.

Viktoría Von Ragnarsdóttir hestaíþróttir Rakel Aradóttir nútímafimleikar
á mos.is
Kosning fer fram

Í

Elvar Ásgeirs á HM

í handknattleik

Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson verður einn af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð og Póllandi. Fyrsti leikur okkar manna er í kvöld gegn Portúgal kl. 19:30. Elvar Ásgeirsson er uppalinn í Aftureldingu en leikur í dag með Ribe-Esbjerg í Danmörku. Elvar kom inn í íslenska liðið á lokamóti EM á síðasta ári, þegar leikmenn féllu úr leik vegna Covid. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn heimsmeistur um Danmerkur. Hann leysti það verkefni mjög vel og heillaði landsliðsþjálfarann og aðra með frammistöðunni sinni á mótinu. Elvar er 28 ára og hefur spilað 9 landsleiki. Hann er vinstri skytta og hefur skorað 17 mörk fyrir Ísland. Það verður spennandi að sjá hvort Elvar nái ekki að láta ljós sitt skína næstu daga þegar landsmenn allir fylgjast spenntir með.

Íþróttafólk aftureldingar

Uppskeruhátíð Aftureldingar fór fram í Hlégarði 29. desember.

Afreksíþróttafólki Aftureldingar sem skaraði fram úr á árinu 2022 var veitt verðlaun en fjöldi íþróttafólks og sjálfboðaliða var heiðraður.

Íþróttakona Aftureldingar var valin Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona og íþróttakarl ársins er Georg Bjarnason knattspyrnumaður.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Aftureldingar fyrir árið 2022 fengu: Blak: Thelma Dögg Grétarsdóttir og Sebastian Sævarsson Meyer Fimleikar: Lilia María Hafliðadóttir og Guðjón Magnússon.

Handbolti: Susan Barinas og Blær Hinriksson.

Karate: Þórður Jökull Henrysson. Knattspyrna: Hildur Karitas Gunnarsdóttir og Georg Bjarnason.

Sund: Ásdís Gunnarsdóttir og Ingvar Orri Jóhannesson.

Taekwondo: Justina Kiskeviuciute og Wiktor Sobczynski

Fjöldi viðurkenninga

Afturelding veitt fjölda viðurkenninga og verður hér stiklað á stóru. Vinnuþjarkur 2022 var valinn Teitur Ingi Valmundsson sem hefur lagt ómælda vinnu í frjálsíþróttadeildina svo eftir er tekið.

Starfsbikar UMFÍ hlaut einvala hópur frá blakdeildinni undir styrkri stjórn Gunnu Stínu.

Hópabikar UMSK hlaut eldri drengjahópur í fimleikum.

Hvatabikar aðalstjórnar fékk meistaraflokksráð karla í fótbolta en umgjörðin á heimaleikjum félagsins hefur vakið mikla athygli fyrir frumlegheit.

Þjálfari ársins er Anna Valdís Einarsdóttir fimleikaþjálfari.

Geir Rúnar í Kjötbúðinni fékk sérstaka þakklætisviðurkenningu Viðurkenningu fyrir afrek ársins hlaut Lejla Sara Hadziredzepovic, en hún spilað fyrir öll landslið Blaksambands Íslands.

Kviss meistararnir Steindi Jr. og Dóri DNA voru hylltir á hátíðinni.

Þá veitti aðalstjórn Aftureldingar heiðursviðurkenningar til sjálfboðaliða, brons-, silfur- og gullmerki. Að þessu sinni fengu gullmerki Guðbjörg Fanndal Torfadóttir sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir knatt-

Valdimar Leó hlýtur heiðursviðurkenningu

tilefni 100 ára afmælis UMSK var haldin vegleg afmælisveisla í Hlégarði og margar viðurkenningar veittar. Mosfellingurinn Valdimar Leó Friðriksson hlaut heiðursviðurkenningu UMSK fyrir ómetanlegt sjálfboðaliðastarf fyrir sambandið og aðildarfélögin. Valdimar sat í stjórn UMSK í 23 ár, þar af 20 ár sem formaður. Hann er tíundi einstaklingurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu. Hann er ekki alveg hættur og er formaður ritnefndar sem ásamt Bjarka Bjarnasyni sem er að ljúka við útgáfu á 100 ára sögu UMSK. Á myndinni má sjá Valdimar ásamt Guðmundi Sigurbergssyni formanni UMSK.

spyrnudeildina. Gunnar Kristleifsson og Ingi Már Gunnarsson fengu gull en þeir sjá um klukkuna á handboltaleikjunum. Þá fékk Þórey Björg Einarsdóttir gullmerki en hún hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir blakdeild Aftureldingar.

Vorönnin farin af stað hjá fimleikadeildinni

Fimleikadeild Aftureldingar er með öflugar æfingar í boði fyrir vorönn 2023.

Áhersla er lögð á skemmtilegar og uppbyggilegar æfingar þar sem iðkendur læra vel á líkama sinn, styrkja sig og auka hreyfigetu. Æfingarnar eru sambland af hæfilegum áskorunum, jákvæðum aga og skemmtilegum uppsetningum.

Vorannar starfið hófst mánudaginn 9. janúar og skráningar eru opnar inn á heimasíðu Aftureldingar.

Hægt er að skrá:

• Leikskólahópa fyrir krakka fædda 2017 til 2020.

• Undirbúningshópa fyrir krakka fædda 2015 og 2016.

• Stökkfimihóp fyrir krakka fædda 2012 til 2014.

Gabríellu og hennar þjálfurum hefur tekist að ná vel utan um alla iðkendur sína og tekist að sinna öllum iðkendum sínum jafn mikið. Það er virkilega gaman að sjá hvað hóparnir hennar blómstra og bæta sig. Fyrir frekari upplýsingar þá er um að gera að senda á fimleikar@afturelding.is

AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport

- Íþróttir 28 jakosport (Namo ehf) - krókháls 5f - 110 á rbær Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
íslandi
Ungmennafélagið heiðraði sitt fólk á uppskeruhátíð • Thelma Dögg og Georg efst í kjöri
Thelma Dögg og georg TeiTur ingi vinnuþjarkur anna valDís þjálfari ársins

Svartbeltispróf í Taekwondo

Laugardaginn 7. janúar fór fram svartbeltispróf í Taekwondo.

Það voru níu iðkendur frá þremur félögum sem tóku prófið þar af þrjú frá Aftureldingu.

prófað

Þau

Það

Fullorðinsæfingar í badminton

Fullorðinsæfingar í badminton eru farnar aftur á stað. Þær eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 20 í sal 2 að Varmá.

Æfingarnar eru með þjálfara og henta bæði byrjendum og lengra komnum, en keppnisfólk æfir aukalega á fimmtudögum og sunnudögum.

Badmintondeildin hvetur alla áhugasama til að koma og prófa en hægt er að prófa frítt í tvö skipti.

Frítt Fyrir nýliða að æFa í janúar

Í tilefni af HM í handbolta

Nú er um að gera að taka vinina með á næstu æfingu þar sem stjörnurnar fæðast.

æfingatíma má finna hér: www.afturelding.is/handbolti/timatoflur

...þar sem stjörnurnar fæðast

29
Íþróttir -
Handknattleiksdeild Aftureldingar
ætlar Afturelding að bjóða öllum sem vilja prufa að æfa handbolta F rítt í janúar.
Forprófinu var skipt upp í bóklegan og verklegan hluta þar sem var þrek og hraðapróf. Í lokaprófinu var meðal annars í formum, tækni, sjálfsvörn, bardaga og brotum. sem tóku próf eru: Anna Jasmine Njálsdóttir – 1.dan, Aþena Rán Stefánsdóttir – 2.dan, Patrik Bjarkason – 1.dan. verður spennadi að fylgjast með þessum áfram. fleiri geta bæst í hópinn
heilsu hornið - Gleðilegt nýtt ár 30 Góður svefn í íslenskum ullarfaðmi eykur vellíðan Íslenskar ullarsængur Fáanlegar á Lopidraumur.is RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglarKíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com

gleðilegt nýtt ár mosfellingar nær og fjær

Það er óhætt að segja það að margt hafi gerst á árinu í Mosfellsbænum fagra, en við ætlum að fara yfir allt það helsta …

Við höfum fengið frá mörgum traustum heimildum að mörgum Mosfellingum hafi vaxið ásmegin þegar þeir komust að því að viðgerðirnar sem voru að valda kvíða og erfiði í allt sumar voru til þess að byggja tilgangslausasta veg allra tíma hjá Nettó. Skipulagsmál í kássu hjá Mosfellsbæ og vonandi getum við horft fram á betri vegi með nýjan bæjarstjóra í brúnni.

Listapúkinn fór mikinn á þessu ári og hélt listasýningu sem sló í gegn í Listasal Mosfellsbæjar. Vel heppnuð sýning sem fór ekki framhjá einum einasta Mosfellingi.

Regína Ásvaldsdóttir tók við embætti bæjarstjóra fyrr á þessu ári sem vakti mikla kátínu meðal Steinabræðra og allra helstu Mosfellinga. Steinabræður óska henni alls hins besta og megi henni vegna vel í nýju starfi.

Það var stunguárás í Mosfellsbæ (2023) en það hafa verið miklar deilur um hvort bláa eða

S

H

alli bæjó lét af sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar eftir 16 mögur ár í starf. Kveðjurnar voru kaldar … ÍSKALDAR en það var púað á hann þegar hann labbaði inn í veislu árshátíðar Mosfellsbæjar í seinasta sinn.

Sigmar Vilhjálmsson gekk í samband með skvísu frá Danmörku á þessu ári og þau slitu sambandi sínu á þessu ári sömuleiðis, stutt og laggott samband en við fengum Sigmar á tal og spurðum hvað kom upp á þar sem margir voru búnir að binda vonir við að þetta samband væri komið til að vera, og sagði hann þá: Bitches come and go but my money will always be my first love.

Karlalið Aftureldingar í fótbolta setti stigamet í Lengjudeildinni í ár.

Kvennalið Aftureldingar í fótbolta komst upp í deild þeirra bestu, en eitthvað hefur fækkað í stúkunni af karlmönnum eftir að fótboltakonan Jade hætti með liðinu og fór í WWE.

Gunnar Jagúar sem sló rækilega í gegn hjá konu sinni í ár með sínum mjúkum mjaðmahreyfingum í beddanum og „attítjúddinu“ betra er að gefa en þiggja, fékk að lýsa heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og varð ekkert eðlilega ríkur í leiðinni.

tarfsfólk í sundlaug Lágafells byrjaði með nýja og skemmtilega hefð í aprílmánuði, en hefðin virkar þannig að pulsurnar sem ekki náðust að seljast eru settar upp í rassgatið á öllu starfsfólki sundlaugarinnar og þurfa allir að hlaupa ganginn og sá sem er síðastur þarf síðan að borða pulsuna sína.

J

ógvan Hansen prumpaði rosalega hátt þegar hann fór í kirkju og hélt að enginn heyrði, en Birgir prestur heyrði.

V

armárskóli (Kvíslaskóli) var fullur af myglu, það lagaðist þegar Þórhildur skólastjóri hætti störfum.

teinaBræður þakka fyrir árið liðna og hlökkum að eyða næstu árum í bænum okkar fagra.

S

- Steinaeyjan 32
Kvartanir og leiðindi sendist á steinaeyjan@gmail.com Birkir og Eyþór Wöhler D áðasti sonur Mosfellsbæjar Eyþór Wöhler gekk til liðs við Breiðablik í seinasta mánuði og bindum við miklar vonir við að hann verði næsta stórstjarna Mosfellsbæjar. svarta doritoz-ið sé betra

Mosfellingar greiða hærri skatta

Sem þingmaður og áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hér í bæ hef ég og mun áfram leggja áherslu á að álögum á íbúa sé haldið í lágmarki.

Við búum í velferðarsamfélagi og það vil ég standa vörð um. Þess vegna eru skattar nauðsynlegir, til þess að standa straum af þeirri sameiginlegu velferðarþjónustu sem við viljum veita. En á sama tíma er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari vel með fé íbúa sinna og tryggi að það sé vel nýtt. Það er og hefur verið grunnstefna Sjálfstæðisflokksins.

Þannig hefur það verið í fjölda ára að Mosfellsbær, ásamt öðrum sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi, hefur ekki innheimt hámarksskatt af íbúum sínum. Í þessu kjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta í öllum sveitarfélögunum.

En nú eru breyttir tímar hér í bæ. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vann Framsókn mikinn kosningasigur og myndaði meirihluta með Viðreisn og Samfylkingu.

Sú breyting mun birtast íbúum Mosfellsbæjar strax í hærri sköttum þar sem sveitarstjórnin hefur nú ákveðið að innheimta hámarksútsvar og heldur uppi fasteignagjöldum. Þannig aukast álögur á íbúa Mosfellsbæjar umtalsvert strax á fyrsta ári þessa nýja meirihluta. Íbúar

sjá strax hækkun fasteignagjalda en útsvarshækkun mun birtast okkur þegar skattaárið er gert upp.

Í öðrum sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi þar sem Sjálfstæðismenn eru enn í meirihluta er ekki innheimt hámarksútsvar og fasteignagjöld hafa verið lækkuð til að koma til móts við hækkun fasteignamats.

Mosfellsbær sker sig úr og er kominn í sömu stöðu og Reykjavík þar sem álögur á íbúa eru meiri, enda eru sömu flokkarnir við völd í þessum tveimur sveitarfélögum. Við vitum öll hvernig fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er, slíkt má ekki gerast hér í Mosfellsbæ.

Ég vil því brýna fyrir félögum mínum, Sjálfstæðismönnum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, að halda áfram uppi vörnum fyrir skattgreiðendur hér í bæ. Áherslan á að vera að halda álögum í lágmarki og tryggja að skattfé sé vel nýtt í grunnþjónustuna en ekki í gæluverkefni. Ég vil svo brýna fyrir öðrum bæjarfulltrúum að hlusta á tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Það hefði svo sannarlega komið sér betur fyrir heimilisbókhald Mosfellinga ef tillögum þeirra við fjárhagsáætlun 2023 hefði verið fylgt. Gleðilegt ár kæru sveitungar.

Frístundastyrkir fyrir ungmenni og eldri borgara

Við gerð nýsamþykktar fjárhagsáætlunar lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram tillögu um hækkun á frístundaávísunum til barna, ungmenna og eldra fólks í Mosfellsbæ.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti að vísa málinu til bæjarráðs og var tillaga fulltrúa D-lista samþykkt í bæjarráði á fundi þann 22. desember.

Hækkun frístundastyrkja tekur gildi frá 1. ágúst 2023 og verður frístundaávísun fyrir 1 barn kr. 57.000 og 65.000 fyrir 3 börn og fleiri.

Frístundastyrkur fyrir eldri borgara verður kr. 11.000.

Þessi hækkun tryggir að frístundastyrkir verða áfram með þeim hæstu í Mosfellsbæ af sveitarfélögum eins og undanfarin ár.

Ég hvet foreldra og forráðamenn ungmenna og sem og eldri borgara í Mosfellsbæ að nýta frístundastyrkinn í þá fjölbreyttu íþrótta- og tómstundaiðkun sem í boði er þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þátttaka í íþróttum og tómstundum er mjög mikilvæg fyrir okkur öll, líkamlega, andlega og félagslega og í lýðheilsubænum Mosfellsbæ geta allir aldurshópar fundið sína tómstund.

Kynnið ykkur hvað er í boði og svo er bara að drífa sig af stað.

Kær lýðheilsukveðja.

Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúi. Oddviti D-lista Mosfellsbæ.

Smiðjuvegi 60 (rauð gata) Kópavogi - Sími 557 2540 Leirvogstunga 27, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600 Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki www.bmarkan.is OG FASTEIGNA GERÐ AÐALUPPDRÁTTA VERKEFNA– OG BYGGINGASTJÓRNUN HAGKVÆMISATHUGANIR OG ÁÆTLUNAGERÐ UMSJÓN FRAMKVÆMDA ÁSTANDSKOÐUN FASTEIGNA WWW.TOGT.IS togt@togt.is sími 893 3022 GERÐ AÐALUPPDRÁTTA VERKEFNA– OG BYGGINGASTJÓRNUN HAGKVÆMISATHUGANIR OG ÁÆTLUNAGERÐ UMSJÓN FRAMKVÆMDA ÁSTANDSKOÐUN FASTEIGNA WWW.TOGT.IS togt@togt.is sími 893 3022 Þverholti 3 - Sími: 566-6612 FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Þjónusta við mosfellinga Aðsendar greinar - 33

É g horfði með mínu fólki á íslensku heimildarmyndina „Velkominn Árni“ í vikunni. Virkilega vel gerð mynd sem hafði áhrif á okkur öll. Eitt af því sem mér fannst magnaðast var að sjá hvað það gerði mikið fyrir söguhetjuna að tengjast fólki sem virkilega þótti vænt um hann og vildi njóta lífsins með honum. Hann varð allur annur, fór að taka þátt í lífinu í stað þess að fela sig frá því. Þetta eru engin geimvísindi, en samt vísindi. Við þurfum á öðru fólki að halda til þess að líða vel og best líður okkur þegar við gerum eitthvað fyrir aðra.

S umir segja að sjálfboðaliðastarf sé að líða undir lok, að það sé alltaf erfiðara og erfiðara að fá fólk til þess að taka að sér sjálfboðaliðaverkefni. Mín skoðun er að við sem höldum úti sjálfboðaliðastarfi, í nafni íþróttafélaga, hjálparsamtaka eða annarra, þurfum að vera betri í að bjóða nýju fólki að taka þátt í sjálfboðaliðastarfinu á sínum forsendum. Ekki bjóða fólki yfir þröskuldinn og svo hlaða á það alls konar verkefnum sem það hugsanlega hvorki hefur kunnáttu né vilja til að sinna.

E f fólk fær að sinna þeim verkefnum sem það virkilega hefur áhuga á, erum við í góðum málum. Það er nefnilega ekkert eins gefandi og að taka þátt í að gera eitthvað betra án þess að fá borgað fyrir það. Því fylgir orka sem ekki er hægt að útskýra, hún verður að upplifast.

Á rni, söguhetjan í myndinni, upplifði þessa orku þegar hann fór og heimsótti nýju fjölskylduna sína í Bandaríkjunum. Með því að vera hann sjálfur styrkti hann fjölskyldubönd þeirra og fékk, ómeðvitað, ættingjana til þess að hætta að velta sér upp úr gömlum leiðindamálum. Með því að taka honum opnum örmum og gera líf hans innihaldsríkara og ánægjulegra, gerði bandaríska fjölskyldan sitt líf betra. Þetta virkar.

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar

Áramótakveðja

Gleðilegt ár kæru íbúar, starfsmenn og aðrir samstarfsaðilar.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir samfylgdina síðustu mánuði en ég var ráðin sem bæjarstjóri í sumar, af nýjum meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar og Viðreisnar. Ég tók til starfa í byrjun september og það verður að segjast eins og er að verkefnin hafa verið ærin, enda að mörgu að huga í vaxandi bæjarfélagi. Sum verkefnanna fengum við í fangið ef svo mætti að orði komast, eins og viðgerðir í Kvíslarskóla sem er gríðarlega kostnaðarsamt og flókið verkefni, samhliða því að halda úti fullu skólastarfi. Þar eiga nemendur og starfsfólk skólans mikið hrós skilið fyrir þrautseigju og þolinmæði á meðan á framkvæmdum stendur.

Meðal þess sem við höfum lagt áherslu á í starfinu í haust er að miðla upplýsingum til bæjarbúa. Auka fréttaflutning á vefnum og facebook-síðu bæjarins auk þess sem ég hef skrifað vikulega pistla sem birtast á heimasíðu Mosfellsbæjar á föstudagseftimiðdögum þar sem ég fer yfir helstu verkefni vikunnar. Markmiðið er að veita innsýn í starf bæjarstjórans þó að eðli málsins samkvæmt sé ekki farið í einstök málefni sem snerta einstaklinga og fyrirtæki hér í bæ. Fyrir hvert mál sem er tekið til umfjöllunar og ákvarðanatöku í bæjarráði eða fagnefndum bæjarins liggur mjög mikil undirbúningsvinna, sem er oft ósýnileg.

Það er mikil uppbygging fram undan, bæði í Helgafellslandinu, Hamraborginni og í Blikastaðahverfinu, svo helstu nýbyggingarsvæðin séu nefnd. Fjölgun íbúa fylgir þörf á aukinni velferðarþjónustu, nýjum skólum og leikskólum, bættri aðstöðu fyrir íþrótta-, frístunda- og menningarstarf auk þess sem það þarf að styrkja stjórnsýsluna í bæjarfélaginu. Þar ber helst að nefna innleiðingu stafrænna lausna og verkferla sem stytta málsmeðferðartíma gagnvart bæjarbúum og fyrirtækjum.

Til þess að undirbúa sveitarfélagið sem best fyrir framtíðina þá var samþykkt af öllum flokkum í bæjarstjórn að ráðast í stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á bæjarskrifstofunum og samþykkt að fá ráðgjafafyrirtækið Strategíu í verkefnið.

sem og skammtímadvöl. Uppbygging búsetuúrræða fyrir fatlað fólk heldur áfram og gert er ráð fyrir stofnframlögum til óhagnaðardrifinna félaga til byggingar á hagkvæmum leiguíbúðum. Á næsta ári verður skólaþjónusta styrkt með fjölgun starfsmanna og 50 ný leikskólapláss tekin í notkun. Lokið verður við endurbætur á 1. hæð Kvíslarskóla og átak gert í endurbótum á skólalóðum og það sama á við um íþróttahús og útisvæði við Helgafellsskóla.

Áhersla verður lögð á heildstæða uppbyggingu íþróttasvæða í bæjarfélaginu og til stendur að endurbæta gervigras á fótboltavelli við Varmá sem og hönnun og útboð á endurgerð aðalvallar. Þá hefst undirbúningur að byggingu þjónustubyggingar við íþróttahúsið á árinu.

Við stefnum hinsvegar að hallalausu ári á árinu 2023 og farið verður í fjölmörg ný verkefni og velferðarþjónusta bæjarins verður styrkt svo um munar.

Endurskoðun á aðalskipulagi stendur yfir og umhverfissvið verður styrkt með fjölgun starfsmanna til að styðja við fyrirsjáanlegan vöxt næstu ára. Þá er vinna hafin við forgangsröðun og gerð rammaskipulags mögulegra uppbyggingasvæða. Nýjum lóðum verður úthlutað í 5. áfanga í Helgafellslandi og gert er ráð fyrir umfangsmiklum framkvæmdum við stofnlagnir vatns-, hita- og fráveitu ásamt raf- og fjarskiptalögnum á atvinnusvæðinu í Blikastaðalandi.

Tilgangur úttektarinnar er að fá fram mat á núverandi stöðu sveitarfélagsins og leiða fram hvernig stjórnsýsla Mosfellsbæjar virkar í dag gagnvart íbúum, stofnunum bæjarins, hagsmunaaðilum, kjörnum fulltrúum og starfsmönnum. Jafnframt að setja fram á grunni stöðumatsins tillögur að umbótum sem eru til þess fallnar að efla starfsemi bæjarins. Loks þarf úttektin að leiða fram helstu áhættur í rekstri Mosfellsbæjar og mat á fjárfestingargetu sveitarfélagsins til skemmri og lengri tíma.

Mosfellsbær, eins og önnur sveitarfélög fer ekki varhluta af verðbólgu og háu vaxtastigi. Það hefur mikil áhrif á niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 og sveitarfélagið mun skila neikvæðri niðurstöðu, eins og reyndar árin 2020 og 2021. Þar voru áhrif Covid veruleg á rekstur sveitarfélagsins.

Við stefnum hinsvegar að hallalausu ári á árinu 2023 og farið verður í fjölmörg ný verkefni og velferðarþjónusta bæjarins verður styrkt svo um munar.

NPA-samningum verður fjölgað og tækifæri fatlaðra einstaklinga til atvinnu við hæfi verða aukin. Bætt verður í ráðgjöf við fjölskyldur og börn og frístundaþjónusta við fötluð börn efld,

Stafrænn leiðtogi Mosfellsbæjar hefur verið ráðinn og bærinn tekur þátt í stafrænum verkefnum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Á sviði menningarmála verður viðburðum á vegum Mosfellsbæjar í Hlégarði fjölgað og hafin vinna við mótun stefnu á sviði atvinnu- og nýsköpunarmála.

Ný áfangastofa ferðamála fyrir allt höfuðborgarvæðið tekur til starfa á árinu og eru fjölmörg tækifæri fyrir Mosfellsbæ í því samstarfi.

Það er því ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framtíðina hér í Mosfellsbæ. Góðir innviðir, frábært starfsfólk og mikill vilji og tækifæri til umbóta einkennir samfélagið.

Ég hlakka til vegferðarinnar á nýju ári!

Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar 34
Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is
við
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri regína bæjarstjóri á ferðinni fyrir jólin

Rútsdóttir 800 000

styrkur til að halda barnadjasshátíð í Mosfellsbæ í sumar! Ég veit það hvað ég verð að gera í sumarfríinu mínu :) ps: hjálp og ráð frá reynsluboltum vel þegin!

Ingibjörg Alexía Guðjónsdóttir Takk fyrir jólin ...

Sérstaklega frábært samstarfsfólk hjá Mosfellsbæ sem er búið að vinna myrkranna á milli í snjómokstri (ásamt verktökum) og þjónusta bæjarbúa eins vel og hægt hefur verið ásamt því að halda öllu öðru gangangi sem snýr að rekstri sveitafélagsins -geggjuð brenna, geggjuð sýning frá Kyndli og þarna neðst á myndinni stendur starfsfólk þjónustustöðvar vaktina .. Ég held stundum að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig þetta virkar allt saman sem einn stór pakki.. En fyrir mitt leiti er það bara eitt stórt <3 TAKK <3 6. jan

Vatnsdal Brynjarsdóttir

Með nýju ári þarf nýja áskorun… Í tilefni þess að Frúin Fyllir Fimmtugt á árinu ætlar hún að Frussast upp Fimmtíu F (fell eða fjöll). Og skal það klárast fyrir stóra daginn þann 7. des :)

Opinber áskorun virkar best á mig… Erfitt að svindla eða gleyma.

Þetta verður Fjör… 2. jan

Helga

Engilbertsdóttir

Mikið ofboðslega er þetta erfið byrjun á árinu.. Gulli minn er með krabbamein í fæti og er hann að fara í aðgerð þar sem fóturinn verður tekinn fyrir ofan hné! Sem verður líklega 19/1

þannig að hans bíður mikil endurhæfing… <3<3

Við þökkum fyrir alla hlýja s trauma <3 2. jan

Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum. Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnubrögð, vandvirkni og skjóta þjónustu. Sími 893 5788

Þú finnur öll blöðin á netinu www.mosfellingur.is Þjónusta við Mosfellinga - 35 Fagleg og vönduð vinnubrögð 779-9760 Sumarliði / Gísli 779-9761 Öll almenn smíði Hafsteinn Pálsson Íbúafjöldinn í Mosó 1. jan. 2023: 13.416 6. jan Guðrún
kr
Dagbjört Guðrún
Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni Vörubíll Þ. b . Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142 Hj‡lmar Gu ðmundsson Lšggildur hœsasm’ðameistari s:6959922 fhsverk@gmail.com a Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070 www.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 22.00 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-21:30 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 JónG. Bjarnason S: 793 4455 Útfararstofa Íslands www.utforin.is Mosfellsbæ Sólarhringsvakt: 581 3300 & 896 8242 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 JónG. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is Mosfellsbæ Sólarhringsvakt: 581 3300 & 896 8242 GLERTÆKNI ehf Völuteigi 21 - gler í alla gluggas. 566-8888 • www.glertaekni.is

...að Ísólfur rekstrarstjóri Hlégarðs til síðustu átta ára, sé hættur.

...að Dorrit hafi dansað dátt við álfabrennuna á þrettándanum.

...að forsala og borðapantanir fyrir risaþorrablót Aftureldingar fari fram á Barion á föstudaginn kl. 17.

...að framhaldsskólinn í Mosó sé hættur að veita viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi.

...að Mosfellingar eigi landsliðsmann á HM í handbolta en Elvar Ásgeirsson kom sterkur inn í hópinn á síðasta stórmóti.

...að Hannes sé búinn að segja af sér sem formaður handknattleiksdeildarinnar.

...að fjöldi minka hafi sloppið úr minkabúinu í Helgafellsdal og faraldurinn sé farinn að minnka.

...að Sif Sturlu og Lukka séu farnar að vinna á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.

...að Siggeir íþróttakennari hafi verið valinn þjálfari ársins í Garðabæ.

...að Linda Udengård, framkvæmdastjóri hjá Mosfellsbæ, sé að hætta störfum.

..að Alda og Siggi Hansa séu að fara halda svakalegt 100 ára afmæli.

...að Búbblubíllinn sé búinn að boða komu sína á Þorrablót Aftureldingar.

...að Guðbjörg og Ingvar séu að fara að flytja til Ítalíu.

...að Andrés og Ragga séu að fara detta í ömmu- og afahlutverkið á árinu.

...að Ásta Kristín hafi unnið aðalvinninginn í áramótabingói Barion.

...að Tómas umhverfisstjóri sé búinn að segja upp.

...að Svefn og heilsa sé með risa lagersprengju í Völuteigi þar sem fyrirtækið er með outlet.

...að Geiri Slææ sé fertugur í dag.

...að gamla Kiwanishúsið í Leirvogst ungu sé til sölu.

...að Afturelding mæti KA fyrir norðan í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta.

...að hægt sé að nálgast Fréttablaðið á bókasafninu, en blaðinu er ekki lengur dreift í hús.

...að skotsvæðinu á Álfsnesi verði nú lokað eftir nýjasta úrskurð.

...að Harpa Georgs og Hlynur hafi gift sig um síðustu helgi.

...að borholan MG-29 í Reykjahlíð hafi brunnið yfir hátíðarnar.

...að Hilda Allans hafi farið 115 sinnum á Esjuna á síðasta ári.

...að Sína hafi orðið sjötug í vikunni.

...að ilmsánan byrji aftur í Lágafellslauginni í næstu viku.

Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

Eyja Elvarsdóttir fæddist í Mosfellsbæ 11. nóvember 2022, hún vó 16 merkur og var 55 cm á lengd. Foreldrar Eyju eru Elvar Magnússon og Klara Óðinsdóttir. Stóri bróðir Eyju heitir Óðinn og er á þriðja ári.

Í eldhúsinu

Gnocchi fyrir fjóra: • 1 kg af kartöflum (helst ekki mjölkenndar, t.d. bökunarkartöflur) • 1 egg • 250 g hveiti ca • 1 tsk salt ca

Aðferð: Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og stappið vel saman. Stráið hveiti undir og yfir, gerið holu í miðjuna og leyfið að kólna smá stund. Stráið salti yfir og sprengið eggið í miðjuna. Hnoðið saman eins og deig. Bætið hveitinu saman við þar til deigið er hætt að klessast við fingurna. Rúllið í lengjur ca 1 cm í þvermál og skerið í ca 1,5 cm kubba. Þeir sem treysta sér í að fara alla leið, taka hvern kubb fyrir sig, þrýsta vísifingri og löngutöng niður í kubbinn á borðið og draga ákveðið að sér. Þannig snýr kubburinn upp á sig og myndar dæld, sem fangar betur pestóið. Annars bragðast gnocchi eiginlega alveg eins sem kubbar. Stráið smá hveiti yfir kubbana svo þeir klessist ekki saman. Látið vatn sjóða í stórum potti, helst 10 lítra eða meira. Bætið ca 10 g af salti per lítra af vatni og látið suðuna koma upp aftur. Hendið gnocchi út í vatnið þegar það bullsýður og hrærið varlega með fiskispaða. Hafið svo lokið á og látið suðuna koma upp aftur. Þá eru gnocchi tilbúnir á ca 3-5 mín.

Sigtið og setjið út í pestóið. Hrærið varlega og stráið rifnum Parmigiano Reggiano (parmesan) yfir að vild.

Pestó - frá grunni! • 2 búnt af ferskri basilíku frá Ártanga • 1 hvítlauksgeiri (fjarlægja kjarnann) • 1 dl ca af furuhnetum • 2-3 dl Parmigiano Reggiano (rifinn) • 1 skeið jómfrúarólífuolía • 1 tsk salt

Skolið basilíkuna í köldu vatni og setjið í blandara ásamt hvítlauksgeiranum, furuhnetunum, saltinu og ólífuolíunni. Hrærið í smá stund og bætið svo parmesan við þar til pestóið er orðið að mjúku kremi. Blandið saman við gnocchi.

einkunnarorð ekki áramótaheit

Nú er nýtt ár gengið í garð og fólk komið á fullt með að setja sig aftur í réttar stellingar eftir rólegheitin sem fylgja jólunum.

Líklegast eru mörg sem strengdu áramótaheit eða settu sér einhvers konar markmið fyrir nýja árið sem eiga að fleyta þeim lengra í lífinu og hjálpa þeim að nýta hverja mínútu í sólarhringnum. Líkamsræktarstöðvar eru yfirfullar í janúar og ekki að sjá óhollustu í innkaupakerrum landsmanna. Svona heldur fólk áfram út mánuðinn en fer þó að missa kjarkinn undir lok hans og oftar en ekki er það komið í sömu spor og fyrir allan hamaganginn.

Svo eru önnur sem skipuleggja árið í þaula og eru búin að ákveða hvernig árið eigi að vera upp á hár þann fyrsta janúar. Þau sem þekkja eitthvað til raunhæfrar markmiðasetningar vita að það þarf að útlista nákvæmlega hvernig viðkomandi ætlar sér að ná settum markmiðum, annars er alveg eins hægt að sleppa því. Eins og við höfum þó fengið að upplifa síðustu ár er lífið langt frá því að vera fyrirsjáanlegt og tekur það stundum upp á því að taka krappa U-beygju. Líkt og með annað sem búið er að skipuleggja er auðvelt að láta svoleiðis brjóta sig niður og upplifa það að manni hafi mistekist á einhvern hátt.

Þess vegna legg ég frekar til að fólk velji sér einkunnarorð fyrir árið í staðinn fyrir að strengja óljós áramótaheit eða setja sér fastar skorður með hárnákvæmum markmiðum. Ein af mínum bestu vinkonum gerir þetta um áramótin og leyfir orðinu svo að fylgja sér í gegnum mánuðina sem geta verið sætir en líka ansi súrir. Með þessu er auðveldara að taka einn dag í einu og lifa í núinu – sem þykir svo mikilvægt í nútímanum. Hægt er að hafa orðið á bakvið eyrað og draga það fram þegar á því er þörf en það þarf alls ekki að stjórna lífinu né tilverunni. Orðið getur verið allt frá einföldu „já“-i yfir í eitthvað stærra og háfleygara eins og „mildi“, „gæðastund“ eða „ró“. Í lok árs er svo hægt að líta til baka og rifja það upp með tilliti til einkunnarorðsins.

ástrós hind
Heiða og Michele skora á Brand og Karólinu að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Heiða Björg Tómasdóttir og Michele Rebora deila með okkur Mosfellingum að þessu sinni heimatilbúnu pasta úr kartöflum með basilíku-pestó, þjóðarréttur Genova á Ítalíu.
ykkur
PS. Gnocchi er borið fram NJOKKÍ. Verði
að góðu!
al pesto hjá heiðu og Michele - Heyrst hefur... 36 jakosport (Namo ehf) - krókháls 5f - 110 árbær Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is aftureldingarvörurnar fást hjá okkur h
Gnocchi di patate
eyrst hefur...
mosfellingur@mosfellingur.is
Útgáfudagar fram undan 9. febr Úar 9. mars 6. apríl 11. maí 8. j Ú ní 6. j Ú lí Blaðinu er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ. Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is MOSFELLINGUR RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B ehf DalatangiBæjarlistamenn mosfellsBæjar smá auglýsingar Stríðsmunir Óska eftir munum frá stríðsárunum tengdum Mosfellssveit www.fbi.is sími 822-5344. Tryggvi. Erfðaskrár - Kaupmálar - Skipti dánarbúa Skilnaðarsamningar - Slysamál Gallar í fasteignum Persónuleg þjónusta Háholti 14 - Sími 588 1400 - mglogmenn@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is gÓÐIr MeNN eHf Rafverktakar GSM: 820-5900 • nýlagnir • viðgerðir • • hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir Löggiltur rafverktaki Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is Þú getur auglýSt frítt (...allt að 50 orð) Sendu okkur þína smáauglýsingu í gegnum tölvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is Sérhæfum okkur í uppsetningu á innréttingum koverktakar@gmail.com flugumýri 2 - sími 566-6216 • Útvega öll jarðefni. • Traktor og sturtuvagn í ýmis verkefni eða leigu. • Sláttuþjónusta og fl. Bj Verk ehf. Björn s: 892-3042 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 www.motandi.is Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð Þjónusta við Mosfellinga - 37 Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 547 4444 www.artpro.is Alhliða þrifþjónusta fyrir bíla Sæki og skila bílum frítt í Mosó Sími 865-6162 Nýtt í Mosó HM Bílaþrif
w victoria: Hætta að skrópa í íþróttum. patrik: Borða minna og sofa meira. kjartan: Að hafa engin nýársheit. helga anna: Útskrift með framúrskarandi einkunnir. hvert er nýársheitið þitt? k aren mjöll: Að vera jákvæðari. lista púkinn: Ná 75 kg í bekk. Áramótaskvísurnar 270 crewið Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is Helga Pálína fimmtug Grúppíurnar mættar á tónleika Rögndesign Bjöllugengið á Stormsveitinni Áramóta-sigurvegarar Glimrandi fínar á nýju ári XXX x x Fylgdu okkur á Instagram... Brúðurin og pabbinn Alvöru útlit Við erum byrjuð að bóka fyrir fermingarnar Ketilbjöllu-Gaui Curt Smith mikil stemning á hm í pílukasti h ressir m osfellingar í london - Hverjir voru hvar? 38 PAlly lly Sími 5176677 og á noona.is/sprey Sprey hárstofa er staðsett í Mosfellsbæ og Garðabæ
www.mosfellingur.is - 39 Nú er tæki færið Ástrós H. Hilmarsdóttir Hólm 775-9012 • astrosh@simnet.is • www.holmnaering.is • @holm_nutrition > Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sniðin að þínum þörfum og markmiðum. > Þú færð allt það aðhald sem þú þarft - Gerum þetta saman! 20% afsláttur af öllum nýskráningum í janúar og febrúar Persónuleg næringarþjálfun ALLT fasteignasala allt.is - allt@allt.is - 560-5505 Þverholt 2, Mosfellsbær ALLT fyrir þig

Bergholt

MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Sími: 846 3424 Kjarna Þverholti 2 586 8080 fastmos.is Sími: Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ - kíktu við, þá vinna allir! Múlalundur vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is Sæktu Landsbankaappið jólin búin í bili Þrettándagleði Mosfellinga var loks á sínum stað eftir tveggja ára hlé. Fjöldi fólks safnaðist saman við brennuna á síðasta degi jóla. Ýmsar kynjaverur létu sjá sig áður en þær héldu til síns heima. mynd/raggiÓla SELD Netfang: 588 Opið Löggiltur Berg fasteignasala stofnuð 1989 Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega.
Grundartangi
svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Góður frágangur. Einstaklega fallegur garður. Heitur pottur. Þetta er hugguleg eign við rólega lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og hestavöllur í göngu færi. SELD588 55 30 Háholt 14, 2. hæð Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali 897-0047 Mikil sala - Vantar eignir - V e rð M etu M Þjónusta við Mosfellinga í 30 ár O P ið virka daga frá kl. 9-18 • Netfa N g: berg@berg.is • www.berg.is • b erg fasteig N asala stO f N uð 1989 Vel staðsett 175 fm einbýlishús, þar af er bílskúrinn 35 fm í grónu og barnvænu hverfi í Mosfellsbænum. Stór lóð 900 fm. Hellulagt bílaplan með 5 bílastæðum. 4 svefnherbergi. B aðherbergi nýlega endurnýjað og einnig bílskúr. Laust við kaupsamning. Verð: 107 m. sætún á kjalarnesi 92 fm íbúð með sérinngangi á jarðhæð í litlu 4ra íbúða fjölbýli við Leirutanga. 2 svefnherbergi og björt stofa með útgengi í garð. Eldhúsinnrétting er nýleg. Verð: 59 m. leirutangi katrínarlind Vandað atvinnuhúsnæði, 630 fm á 3500 fm eignarlóð. 850 fm byggingarréttur fylgir. Frábær staðsetning á Kjalarnesi. Góð aðkoma. Einnig til sölu á sama stað önnur 5.500 fm eignarlóð með byggingarrétt á húsi allt að 2.300 fm. Miklir framtíðarmöguleikar. Barrholt Flott 94,9 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi. Stæði í bílahúsi fylgir eigninni. Góð aðkoma að húsi. Vönduð gólfefni og innréttingar. 2 svefnherbergi, stórar svalir. Fallegt útsýni yfir til Úlfarsfells. Verð: 64 m. brynjólfur Jónsson löggiltur fasteignasali 898-9791
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.