16. tbl. 2022

Page 1

MOSFELLINGUR RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.i S Bílaleiga Þjónustuverkstæði skiptum um framrúður 16. tbl. 21. árg. fimmtudagur 22. desember 2022 • Dreift frítt inn á öll heimili í mosfellsbæ • vefútgáfa: www.mosfellingur.is Mosfellingurinn Þorbjörn Valur Jóhannsson fv. rannsóknarlögreglumaður Hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn 32-33 2.500, 5.000 & 10.000 Lumen virkar með rafhL öðum frá: jólaálfarnir tóku þátt í að opna jólaskóginn í hamrahlíð Kjarna • Þverholti 2 • S. 586 8080 • ww w .fa S tmo S .i S Þökkum viðskiptin á árinu Starfsfólk Fasteignasölu Mosfellsbæjar Gleðileg jól og farsælt komandi ár mynd/raggiÓla GleðileG jól

MOSFELLINGUR

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is

Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is

Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.

Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265

Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Næsti Mosfellingur kemur út 12. janúar

Verslum í heimabyggð?

Við þreytumst ekki á því að hvetja Mosfellinga til að versla í heimabyggð, ekki síst fyrir jólin. Það styður við þá þjónustu sem hér þrífst og gerir það að verkum að fyrirtæki geti blómstrað.

StarfsmennMosfellsbæjar

eru um 800 talsins og fá þeir 15.000 kr. gjafabréf í jólagjöf frá bæjarfélaginu til að fara út að borða á

völdum veitingastöðum í Reykjavík. Svipað hefur verið uppi á teningnum síðustu ár. Það væri tilvalið að sýna gott fordæmi og versla við fyrirtækin á svæðinu. Hvað með gjafabréf í Mosfellsbakarí, Nettó eða Kjötbúðina o.s.frv...? Bara hugmynd.

KLUKKUR SAFNAKIRKJUNNAR Í ÁRBÆ ERU Í KLUKKUPORTI YFIR SÁLUHLIÐI

• Stærsta klukkan til vinstri er 34,5 cm í þvermál. Á henni er áletrunin SIRENE. Það bendir til þess að hún sé úr skipinu SIRENE, sem strandaði á Slýjafjöru í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu árið 1905.

• Klukkkan í miðju er 24 cm í þvermál með áletruninni: FRITZ HOMANN-G E ES TEMüNdE-1910. Þessi klukka kom úr þýskum togara. Hún var m.a. notuð sem skólabjalla við Skildinganesskóla, en gefin Árbæjarsafni og sett í klukkuportið fyrir vígslu kirkjunnar.

• Klukkan til hægri er 30 cm í þvermál. Hún er tekin úr strandferðaskipinu LAURU, sem strandaði á Skagaströnd árið 1910.

óskar ykkur gleðilegra jóla og nú er komið að því að velja Mosfelling ársins. Lesendum gefst kostur á að senda inn tilnefningar á www.mosfellingur.is. Þetta er í 18. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði ársins 2023, sem kemur út 12. janúar.

Mosfellingur

Í þá
gömlu góðu...
Héðan og
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
þaðan
www.isfugl.is 6 - Fréttir úr bæjarlífinu 2
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings Klukkurnar eiga það sammerkt að vera úr skipum, sem hafa strandað við Ísland.

EiniTEiGur 2

Fallegt og vel skipulagt 150 m2 parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Fallegt útsýni er frá húsinu. Stórt hellulagt bílaplan með hitalögn og hellulögð verönd.

V 104,9 m.

KVíSl ArTunGA 8

Mjög fallegt 312,2 m2 einbýlishús á einni hæð með stórum innbyggðum bílskúr á frábærum stað. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, fataherbergi, þvottahús og bílskúr. Fallegar innréttingar. Vönduð tæki. Góð lofthæð.

V. 185,0 m.

foSSATunGA 39

164,4 m2 einbýlishús á einni hæð. Eignin skiptist í dag í tvö svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, snyrtingu, þvottahús, forstofu, eldhús, borðstofu og stofur. Þetta er góður kostur fyrir laghenta.

V. 79,9 m.

VíðiTEiGur 8A

Endaraðhús með skjólgóðum afgirtum bakgarði með timburverönd í suðurátt. Eignin er skráð 89,9 m2, þar af risloft 12 m2 en er stærra þar sem það er að hluta undir súð.

V. 69,9 m.

brúArfljóT 18

51,2 m2 geymsluhúsnæði. Góð lofthæð. Tvær innkeyrsluhurðir og ein inngönguhurð. Svæðið er allt malbikað og verður afgirt með tveimur rafdrifnum hliðum. Tvö einkastæði á lóð fylgja. Leiguverð er 159.000 + hússjóður. Hiti og rafmagn innifalið í hússjóði.

foSSATunGA 37

Nýlegt, glæsilegt og vel skipulagt 121,6 m2 parhús á einni hæð innst í botnlanga. Fallegt útsýni er frá húsinu. Mikil lofthæð og innbyggð lýsing.

V 89,5 m.

buG ðufljóT 9

210,5 m2 atvinnuhúsnæði á einni hæð með tveimur innkeyrsluhurðum. Eignin skiptist í stóran vinnusal, kaffistofu og salerni. Gott geymsluloft er yfir eldhúsi og salerni.

V. 90,0 m.

áSl And 1

Mjög fallegt einbýlishús með tvöföldum bílskúr á fallegum útsýnisstað. Eignin er skráð 209,1 m2, þar af einbýli 152,5 m2 og bílskúr 56,6 m2. Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, snyrtingu, baðherbergi og þvottahús.

V 129,9 m.

l A x ATunGA 155

Vel skipulagt raðhús á einni hæð ásamt bílskúr. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, forstofu, þvottahús, eldhús, stofu og bílskúr.

V 129,9 m.

VoGATunGA 30

Fallegt og vel skipulagt 158,2 m2 raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Góð staðsetning í rólegum botnlanga. Gott skipulag. Fallegar innréttingar. Seljandi skoðar skipti á minni eign í Mosfellsbæ.

V. 105,9 m.

brúArfljóT 20

51,2 m2 geymsluhúsnæði. Engin vsk-kvöð er á eigninni. Góð lofthæð sem gefur möguleika á að setja upp geymsluloft. Tvær innkeyrsluhurðir og ein inngönguhurð.

V. 24,9 m.

áSl And 3

Mjög fallegt 204,7 m2, 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með stórum bílskúr. Stór timburverönd með heitum potti. Fallegur garður.

V. 142,5 m.

VEfAr ASTræTi 36

Björt og falleg 100,3 m2, 4ra herbergja íbúð með glæsilegu útsýni og bílastæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi/ þvottaherbergi, forstofu, eldhús og stofu.

V 68,9 m.

buG ðufljóT 17b

Nýtt 63,8 m2 geymsluhúsnæði í byggingu. Húsið er reist úr forsteyptum einingum frá BM Vallá. Gólfhiti. Gönguhurð og 3x3 m innkeyrsluhurð með rafmagnsopnun eru á hverju bili. Eignin verður afhent í júní 2023 fullbúin skv. skilalýsingu seljanda (byggingarstig 7).

V. 29,9 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Sigurður Gunnarsson Lögg. fasteignasali Svanþór Einarsson Lögg. fasteignasali
Fastmos ehf. • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali
Theodór Emil Karlsson Aðstoðarmaður fasteignasala
lAuST STrAx Til lEiGu laustfljótlega lAuST STrAx nÝTT laustfljótlega laustfljótlega

Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

Val á Mosfellingi ársins 2022 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 18. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa þessi hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr., Hanna Símonardóttir, Greta Salóme, Kaleo, Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Guðni Valur Guðnason, Jón Kalman Stefánsson, Óskar Vídalín Kristjánsson, Hilmar Elísson, Sigmar Vilhjálmsson og Elva Björg Pálsdóttir. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði ársins 2023, fimmtudaginn 12. janúar.

Vesturlandsvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ var vígður for mlega fimmtudaginn 8. desember eftir endurbætur og breikkun. Með framkvæmdinni stóreykst umferðarör yggi í gegnum bæinn.

Vígðir voru tveir áfangar, tæpir 2 kílómetrar frá Skarhólabraut að Kóngsvegi (Reykjavegi), en framkvæmdirnar eru hluti af verkefnum Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Verkið gekk mjög vel. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust í lok maí 2020 og lauk í desember það sama ár. Seinni áfangi fór af stað í febr úar á þessu ári og lauk for mlega við opnunina þann 8. desember.

Í fyrri áfanga, sem náði frá Skarhólabraut að Langatanga, var akreinum fjölgað úr þremur í fjórar og þannig komið í veg fyr ir

Steindi Jr. og Dóri DNA

umferðar teppur sem oft mynduðust við Lágafellskirkju. Í seinni áfanganum, sem náði frá Langatanga að Kóngsvegi, voru fjórar akreinar fyr ir en þörf á endurbyggingu vegar ins. Stærsta brey tingin er sú að akstursstefnur eru nú aðskildar með vegriði á allri leiðinni sem stóreykur umferðaröryggi á veginum.

Verktaki í báðum áföngum var Loftorka Reykjavík ehf.

klippt á borða á afrein að krikahverfi Sigurður Ingi Sigurðarson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkels dóttir forstjóri Vegagerðar innar, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar klipptu á borða á nýrri afrein að Krikahverfi

og mörkuðu þannig for mlega opnun.

Við það tækifæri sagði Sigurður Ingi meðal annars: „Með Samgöngusáttmálanum, sem að standa ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, var blásið til stórsóknar í samgöngumálum á svæðinu. Það er mjög ánægjulegt að sjá uppskeru hans líta dagsins ljós sem eykur umferðarör yggi og afköst vegarins.“

Regína Ásvalds dóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar var einnig ánægð: „Við erum hæstánægð með þessa fra mkvæmd þar sem hún bætir umferðaflæðið auk þess sem lýsing og vegr ið auka ör yggi til muna. Hljóðvarnir hafa líka ver ið bættar og við fengum biðstöðvar Strætó beggja vegna vegar ins við Hlíðar túnshverfi og Skálahlíð sem er mikill kostur.“

Brennur yfir hátíðar - tímasetningar

Loksins verður hægt að halda brennur í Mosfellsbæ eftir samkomutakmarkanir síðustu ár. Á gamlárskvöld verður áramótabrenna haldin neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettándabrennan er árlega. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við handknattleiksdeild Aftureldingar en kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hin árlega þrettándabrenna fer fram á sama stað föstudaginn 6. janúar 2023. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla og Leppalúði og fleiri verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.

afturelding vann kviss

Skemmtikraftarnir og Mosfellingarnir Steindi Jr. og Dóri DNA gerðu sér lítið fyrir og unnu spurningaþáttinn Kviss á Stöð 2.

Strákarnir kepptu fyrir hönd Aftureldingar en í þáttunum keppa þekktir Íslendingar fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þátturinn er í umsjón Björns Braga Arnarssonar.

Afturelding mætti KR í úrslitaviðureigninni og höfðu Vesturbæingar yfirhöndina lengi vel. Steindi og Dóri áttu hinsvegar magnaða endurkomu og staðan var hnífjöfn þegar ein spurning var eftir. Eftir þessa ótrúlegu dramatík höfðu Mosfellingarnir betur og er Afturelding því sigurvegari þriðju þáttaraðar Kviss.

kirkjustarfið Helgi H ald næstu vikna

aðfangadagur 24. desember Kl. 13: Jólastund barnanna í Lágafellskirkju. Umsjón: Sr. Henning Emil. Kl. 18: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Arndís Linn.

Kl. 23:30: Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon.

Jóladagur 25. desember Kl. 14: Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. Kirkjukór

Lágafellssóknar. Kl. 16: Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. gamlársdagur 31. desember Kl. 17: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. sunnudagur 8. janúar 2023 - upphaf barnastar fsins. Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.

skemmtikraftarnir

Kl. 13: Sunnudagaskólinn í SAFNAÐARHEIMILINU, ÞVERHOLTI 3. Kl. 17: Batamessa í Lágafellskirkju.

Foreldramorgnar Hefjast aftur á nýju ári miðvikudaginn 11. janúar kl. 10-12 í safnaðarheimilinu.

Barnakór l ága F e l lskirk J u Æfingar hefjast aftur 9. janúar, fyrir krakka í 1.- 6. bekk.

www.lagafellskirkja.is
4
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ
steindi jr., björn bragi og dóri dna
Formleg opnun Vesturlandsvegar í gegnum bæinn • 20-30 þúsund bílar á dag stóraukið umferðaröryggi í gegnum Mosfellsbæ
skæraverðirnir þórhildur karen og dagbjört lilja
regína ásvaldsdóttir bæjarstjóri og sigurður ingi innviðaráðherra
RAFMAGNAÐUR WRANGLER TIL AFHENDINGAR STRAX! JEEP® WRANGLER PLUG-IN HYBRID JEEP® COMPASS TRAILHAWK RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR JEEP® Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. ALVÖRU JEPPI MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Jeep® 4xe Plug-In Hybrid jepparnir henta fjölskyldum við íslenskar aðstæður um allt land. Farðu hvert sem er á rafmagninu. 35”, 37” OG 40” BREYTINGAPAKKAR Í BOÐI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 • ISBAND.IS • JEEP.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 PLUG-IN HYBRID PLUG-IN HYBRID

Brugðist við ofbeldi með auknu samstarfi

Mos­fells­bær, lög­reg­lu­s­tjórinn á höfu­ð­borg­ars­væð­inu­, s­ýs­lu­mað­u­rinn á höfu­ð­borg­ars­væð­inu­, Heils­u­g­æs­la höfu­ð­borg­ars­væð­is­ins­ og­ Framhalds­s­kólinn í Mos­fells­bæ hafa u­ndirritað­ viljayf­irlýs­ing­u­ u­m s­ams­tarf veg­na barna í við­kvæmri s­töð­uBr u­g­ð­is­t verð­u­r við­ au­knu­ og­ alvarleg­ra ofbeldi með­al barna með­ þverfag­leg­us­ams­tar f­i s­ em ætlað­ er að­ drag­a úr líku­m á ofbeldis­brotu­m og­ s­tu­ð­la að­ fars­æld fyrir börn.

Börn í við­kvæmri s­töð­u­ er u­ eins­takling­ar yng­ri en 18 ára s­ em er u­ þolendu­r ogg­erendu­r í ofbeldis­málu­m og­ falla u­ndir tilkynning­ars­kyldu­ almenning­s­ s­amkvæmt ákvæð­u­m barnaverndarlag­a. Þar er til dæmis­ u­m að­ ræð­a börn s­em búa viðóvið­u­nandi u­ppeldis­að­s­tæð­u­r, verð­a fyr ir ofbeldi eð­a annarri vanvirð­andi hátts­ emi eð­a s­tofna heils­u­ s­inni og­ þros­ka í alvarleg­a hættu­

Fjölmenn vinnustofa haldin í vor Haldin var fjölmenn vinnu­s­tofa í lok mars­ s­íð­as­tlið­ins­ með­ fag­fólki úr Mos­fells­bæ til að­ s­afna s­aman ábending­u­m u­m hvernig­ meg­i þróa þverfag­le g­t s­ams­tarf þeirra s­em eig­a að­ vinna með­ börnu­m s­em teljas­t í við­kvæmri s­töð­u­ veg­na ýmis­s­ konar ofbeldis­ og­ vanræks­luÁ g­r u­nni ábending­anna frá vinnu­ s­tofu­nni hafa s­ams­tarfs­að­ilar mótað­ s­ameig­-

inleg­t verklag­ og­ u­nnið­ að­ innleið­ing­u­ þes­sVerkefnið­ er hlu­ti af heilds­tæð­ri vinnu­ hjá lög­reg­lu­nni við­ mótu­n á varanleg­u­m s­tu­ð­ning­i við­ börn í við­kvæmri s­töð­u­ til að­ drag­a úr líku­m á ofbeldis­brotu­m þeirra, en verkefnið­ var s­tyrkt af bæð­i fé­lag­s­- og­ barna-

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað í 20 ár

málaráð­herra og­ dóms­málaráð­herra.

Stefnt er að­ því að­ verklag­ið­ í Mos­fells­bæ mu­ni nýtas­t við­ mótu­n verklag­s­reg­lna ríkis­lög­reg­lu­s­tjóra fyr ir lög­reg­lu­na veg­na barna í við­kvæmri s­töð­u­, þar með­ taliðhlu­tverk lög­reg­lu­ veg­na lag­a u­m s­amþætt-

ing­u­ þjónu­s­tu­ til fars­ældar barna, ranns­ókn ofbeldis­brota með­al barna o g­ u­ng­menna og­ verklag­ u­m tilkynning­ar á milli lög­reg­lu­, barnaverndar og­ s­kóla þeg­ar kemu­r að­ ofbeldi g­eg­n börnu­m.

6
2022 sendu inn þína tilnefningu www.mosfellingur.is
auknu ofbeldi
Viljayfirlýsing um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu
Mosfellsbær tekur forystu í viðbrögðum við
Í
fremri röð skrifa undir: Sig­ríður Krist­insdót­t­ir sýslumaður höfuðborg­arsvæðisins, Óskar Reykdalsson forst­jóri Heilsug­æslunnar, Reg­ína Ásvaldsdót­t­ir bæjarst­jóri Mosfellsbæjar, Halla Berg­þóra Björnsdót­t­ir lög­reg­lust­jóri höfuðborg­arsvæðisins og­ Valg­arð Már Jakobsson skólameist­ari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Arion banka óskar landsmönnum öllum farsældar á komandi ári með þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Halldóra í 40 ár

á Reykjalundi

Reykjalundur heiðraði nýlega Halldóru S. Árnadóttur en á þessu ári náði hún þeim merka áfanga að hafa starfað á Reykjalundi í 40 ár.

Halldóra starfar nú sem gjaldkeri en á þessum árum hefur hún unnið ýmis skrifstofustörf. Reykjalundur vill þakka Halldóru kærlega fyrir góð og gegn störf í þágu Reykjalundar á þessum árum.

Jólasveinaheimsókn á aðfangadag

Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Heimsóknartíminn er laugardagurinn 24. des á milli kl. 10:00 og 14:00. Hægt er að láta þessa skemmtilegu jólasveina afhenda pakka. Heimsóknin kostar 5.000 krónur en panta þarf í vefverslun Aftureldingar fyrir klukkan 16:00 á Þorláksmessu. Allar nánari upplýsingar eru á afturelding.is

stormsveitin gefur út plötu með frumsömdum lögum

Stormsveitin, sem er rokkkarlakór, er um þessar mundir að leggja lokahönd á plötu með lögum sem samin eru og útsett af Arnóri Sigurðarsyni og textar eftir stórskáldið Kristján Hreinsson.

„Formlega er kórinn orðin 10 ára. Við erum fjórraddaður lítill karlakór sem syngur hefðbundin karlakóralög sem og önnur lög við undirleik rokkhljómsveitar. En við höfum samt margoft komið fram órafmagnaðir,“ segir Sigurður Hansson forsprakki kórsins. Sonur hans Arnór hefur frá stofnun kórsins séð um tónlistarhliðina og útsetningu á lögum.

Platan kemur út á Spotify

„Frá upphafi hef ég verið tónlistarstjóri Stormsveitarinnar, hef séð um að útsetja fyrir hljómsveitina. Svo þróaðist þetta út í að ég varð kórstjórinn líka,“ segir Arnór.

„Ég fann það svo í Covid-ástandinu þar sem við vorum alltaf að byrja og hætta að við þurftum einhverja áskorun.

Það varð úr að ég samdi nokkur lög fyrir kórinn og fékk svo Kristján Hreinsson til að semja textana.

Platan kemur út á Spotify á næstu dögum en svo er hugmyndin að fara af stað með söfnun á Karolina Fund eftir áramót þar sem hægt verður að tryggja sér plötuna á vínil,“ segir Arnór sem samdi öll lögin á plötunni nema eitt en það lag er samið af föðurbróður hans, saxafónleikaranum Jens Hanssyni.

Útgáfu- og þrettándatónleikar í Hlégarði Laugardaginn 7. janúar verða útgáfu- og þrettándatónleikar í Hlégarði hjá Stormsveitinni. „Það er hefð hjá okkur að vera með þrettándatónleika og í ár bætum við um betur og flytjum nýju plötuna í heild sinni fyrir hlé og svo eftir hlé tökum við þau lög sem

okkur hefur fundist skemmtilegast að syngja þau 10 ár sem Stormsveitin hefur starfað.

Við erum með flotta hljómsveit með okkur, auk Arnórs verða Jens Hansson á saxann, Þórir Úlfarsson á hljómborð, Páll Sólmundur á gítar og Jakob Smári á bassa.

Við lofum góðri skemmtun og miklu stuði.

Miðasala er hafin á Tix.is og eru miðarnir tilvalin jólagjöf,“ segir Siggi og vonast eftir góðri mætingu á tónleikana.

Jólafrí félagsstarfsins 2022

Síðasti dagur félagsstarfsins fyrir jól er fimmtudagurinn 22. des. Opnum síðan aftur mánudaginn 2. jan 2023 kl. 13:00. Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur. Gleðileg jól kæru vinir og þökkum samfylgdina á liðnu ári.

Opið hús/menningarkvöld

Tunglið og ég: Djass í Hlégarði. Opið hús/menningarkvöld verður mánudaginn 9. janúar í Hlégarði kl. 20:00. Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson píanóleikari flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand (1932-2019), en hann er helst þekktur fyrir að hafa samið söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Lögin verða flutt á íslensku og eru textarnir samdir af Árna Ísakssyni

og Braga Valdimar Skúlasyni. Kaffinefndin verður svo með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir er kr. 1.500 (posi er ekki á staðnum). Með kveðju, Menningar- og skemmtinefnd FaMos

Hugur og heilsa Íþróttanefnd FaMos. Hugur og heilsa, 12 vikna námskeið 3 sinnum í viku hefst 9. janúar 2023. Verð fyrir tímabilið er kr. 15.000. Skráning hefst 3. janúar í síma 895 4656 og 845 7490 frá kl. 10 til 12. Þeir sem hafa þegar skráð sig þurfa ekki að panta tíma. Vatnsleikfimi byrjar 16. jan. Ringó byrjar 10. jan. Boccia byrjar 18. jan. Púttæfingar byrja 9. jan. Gönguferðir alla miðvikudaga kl. 13.00 frá Fellinu við Varmá.

leikfimi á Eirhömrum hjá Karin sjúkraþjálfara byrjar 5. janúar kl. 10:45 og 11:15. Allir velkomnir.

Fyrirlestur með ara Trausta Í Safnaðarheimilinu 3. hæð 12. janúar kl. 14:00 með Ara Trausta sem ræðir um ýmislegt áhugavert varðandi manninn og náttúruna, allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Promennt

Erum á fullu að skrá á Promennt snjallnámskeiðin sem byrja aftur eftir áramót. Kennt er í 4 skipti á Apple eða Android snjalltæki. Aðgangur á námskeiðin er ókeypis. Skráning og upplýsingar í síma 6980090 eða á elvab@mos.is.

Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félagsstarfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstundaog félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is

S TJ órn FaM OS

Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is

Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is

Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com

Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is

Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com

Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
- Fréttir úr bæjarlífinu 8
Rokkaður karlakór í 10 ár • Halda stóra tónleika ásamt hljómsveit í Hlégarði 7. janúar
feðgarnir arnór og siggi hansa

Allt í jólamatinn í Nettó

Minnum á Nettó Sunnukrika

Opið 10-21 alla daga

10 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Rafmagnsgítar RafmagnsbassiKlassískur gítarKassabassi Kassagítar Heyrnartól Rafmagnsfiðla Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn Gítarinn ehf Söngkerfi Ukulele í úrvali Jólagjafir Jólagjafir Hljómborð í úrvali Kajun tromma Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Við óskum öllum Mosfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Merki Sjálfstæðisflokksins Merki Sjálfstæðisflokksins, Íslandsfálki með útþanda vængi, hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás, en árið 2013 var á ný tekið í notkun það merki, sem lengst af var í notkun og Halldór Pétursson teiknaði fyrir hann. Við mælumst til þess að það sé notað í auglýsingum og umfjöllun um flokkinn, en ekki önnur og eldri merki. Að öllu jöfnu er fálkinn svartur á hvítum grunni, með eða án nafns flokksins, en það má einnig notast við bláa útgáfu, sömuleiðis á hvítum grunni. Með fylgir einnig andhverf útgáfa, hvítur fálki, sem nota má á dökkum grunni ef þarf. Við mælumst þó til að sparlega sé farið með það. Í kosningastarfi hefur einnig verið notast við annað merki, D, sem einnig er að finna hér. Það er að öllu jöfnu birt í bláum lit á hvítum grunni, en þó má notast við aðra liti ef tilefni er til, þar á meðal í regnbogalitum. Við mælumst til þess að þá sé notast við þá liti, sem hér eru birtir, en það litróf tekur þó stundum breytingum. Þó það sé oftast á hvítum grunni má bregða út af því. Prentlitur: C0 M0 Y0 K100 Prentlitur: C100 M0 Y0 K0 Skjálitur: R43 G171 B226 Á dökkum grunni www.facebook.com /xdmoso Sjálfstæðisfélag Mosfellinga
- www.mosfellingur.is
LANDSBANKINN.IS Gleðileg jól - 11

Skemmtileg Vasaljósaganga

Börnin í grunnskólahluta

Krikaskóla hafa gengið til Lágafellskirkju í desembermánuði í nokkur ár.

Gangan er kölluð Vasaljósagangan og er alltaf mjög spennandi og skemmtileg. Börnin í 1. og 2. bekk gengu yfir Lágafellið í síðustu viku. Þar var vel tekið á móti þeim með jólasögu, spjalli og söng.

Börnin fengu líka heitt kakó og piparkökur á leiðinni heim.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu - Bæjarblað í 20 ár 12 Samfylkingin í Mosfellsbæ óskar Mosfellingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn í kosningunum í vor. JólakveðJur frá reykJalundi Starfsfólk og stjórn Reykjalundar sendir sjúklingum, skjólstæðingum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum kærlega fyrir samveru og samstarf á árinu um leið og við óskum öllum velfarnaðar. Reykjalundur lítur björtum augum til framtíðar! Takk fyrir viðskiptin á (h)árinu Gleðileg jól
gengið til kirkju
- Bæjarblað í 20 ár 14 Starfsfólk Bókasafns Mosfellsbæjar óskar bæjarbúum gleðilegra jóla með óskum um góðan lestur Háholti 14 - S: 5531900 Gleðilega jól kæru Mosfellingar Opið í ÞverhOlti 5 JólaOpnun: 22. des. 13-20 • 23. des. 13-22 Skartgripir - Prjónasett - Prjónapakkningar - prjónaskart Háholt 14 S: 566 8989 hárstofa Gleðileg jól Takk fyrir viðskiptin á árinu
VIÐ ERUM MEÐ ÞÉR ALLA LEIÐ 18 STÖÐVAR 8 SUNDLAUGAR Mömmufit Fit Pilates 10. JANÚAR 9. JANÚAR Súperform 9. JANÚAR Ný námskeið að he ast í Mosfellsbæ
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ 16 Þverholti 2 | Mosfellsbæ | 665 7200 Verslunin í Kjarna er opin á Þorláksmessu 10-22 og milli hátíða 27.-30. des. 10-18. Hefðbundinn opnunartími frá 2. jan., virka daga 10-18 og laugardaga 11-16. Vefverslun alltaf opin. Óskum Mosfellingum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári Opnunartími yfir hátíðarnar 20.
21.
22.
23.
24.
25.
A ð 26.
í
ð 27.
28.
29.
30.
31.
1. jan.
Lok A ð 2.
Lok
ð www.kjotbudin.is Wellington Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Gleðileg jól
des. Þriðjudagur 10:00-18:30
des. Miðvikudagur 10:00-18:30
des. Fimmtudagur 09:00-19:00
des. Þorláksmessa 09:00-19:00
des. Aðfangadagur 09:00-13:00
des. Jóladagur Lok
des. Annar
jólum Lok A
des. Þriðjudagur 10:00-18:30
des. Miðvikudagur 10:00-18:30
des. Fimmtudagur 09:00-19:00
des. Föstudagur 09:00-19:00
des. Gamlársdagur 09:00-13:00
Nýársdagur
jan. Mánudagur
A

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári

Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað í 20 ár 18
jólaskógurinn í hamrahlíð ásgarður fékk fyrsta tréð þetta árið jólatrjáasala skógræktarfélagsins er opin til kl. 16 á þorláksmessu
Myndir/RaggiÓla

Gleðileg jól & heillaríkt ár

Mosfellsbær óskar bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin

Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin

HLÉGARÐUR

0%
HEFST
FORSALA MIÐA
MOSFELLSBÆR ÁFENGIS SKAL NEYTT AF ÁBYRGÐ 26. DESEMBER Á TIX.IS ALDURSTAKMARK 20 ÁRA

Hollvinasamtök Reykjalundar komu sannarlega færandi hendi á Reykjalund á dögunum. Þá afhentu samtökin veglega gjöf til hjarta- og lungnarannsóknardeildar Reykjalundar.

Um er að ræða hugbúnaðaruppfærslu og endurnýjun á eldri búnaði sem nýttur er daglega til öndunar- og heilsufarsmælinga á sjúklingum Reykjalundar.

Hollvinasamtökin færðu Reykjalundi búnaðinn upphaflega við hátíðlega athöfn

þann 22. maí 2017 að viðstöddum Forseta Íslands. Verðmæti gjafarinnar nú er rúmar fjórar milljónir króna.

Reykjalundur sendir kærar þakklætiskveðjur til stjórnar og allra félaga í Hollvinasamtökunum.

Á myndinni má sjá þau Hauk og Bryndísi stjórnarmenn Hollvinasamtakanna ásamt fulltrúum Reykjalundar við afhendingu gjafarinnar.

Sorphirða um hátíðirnar

Grá tunna - almennt sorp: 23.-24. desember og 2.-3. janúar. Blátunna - pappír: 21.-22. desember og 19.-20. janúar.

Yfir jól og áramót fellur oft til meira sorp frá heimilum en á öðrum tíma ársins. Það getur því verið ágætt að vita hvenær tunnurnar eru tæmdar. Þess má geta að jólapappír má fara í bláu tunnuna. Frekari upplýsingar um sorphirðu má finna á vef Mosfellsbæjar.

Að gefnu tilefni eru húsráðendur hvattir til að merkja húsin með húsnúmerum og moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin. Á vef Sorpu má sjá afgreiðslutíma endurvinnslustöðva yfir jól og áramót sem og finna góðar upplýsingar um hvað má fara í tunnuna og hvað fer til urðunar og í flokkun hjá Sorpu.

Einnig má benda á grenndargámastöðvar við Bogatanga, Langatanga, Skeiðholt og Dælustöðvarveg, þar sem staðsettir eru gámar fyrir plast og gler.

Hugum að okkar nærumhverfi og verum vistvæn. Umhverfissvið Mosfellsbæjar

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

- Bæjarblað sem skiptir máli

24
Hollvinir koma færandi Hendi á reykjalund gjöfin afhent á reykjalundi Há H olti 13-15 sími 578 6699 opið: kl. 10-18.30 alla virka daga SkaTaN er hjá okkur viðÞökkum SkipTiN á áriNu jólahumar - kóngarækjur - hörpudiskur gleðileg jól opið á ÞorlákSmeSSu
Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á isfugl.is KALKÚNN
ÍSFUGLI ER REKJANLEGUR TIL BÓNDA
FRÁ
www.pson.is
&Pálsson er stoltur styrktaraðili Aftureldingar
OG WENTZEL STEINARI • ALEXANDER ARON FJÖLSKYLDUPÁSKABINGÓMEÐÍÞRÓTTAÁLFINUM • SVEITABALL MEÐ BLEKI OG BYTTUM • OKTÓBERFEST PRJÓN • PÍANÓKVÖLDMEÐKARLAKÓRKJALNESINGA • ALEXANDER MIKLITRÚBADOR • TÓNLEIKARMEÐSTEBBAOGEYFA • JÓLABINGÓ • DÚETTINNHILDIGUNNUR • NORÐFIRÐINGAKVÖLD • TRÍÓIÐCAVA • UPPISTANDSKVÖLD • BINGÓMEÐELDRIBORGURUM • PRÓNAKVÖLD MÓTORCROSSKVÖLD • JÓLABINGÓFULLORÐNAFÓLKSINS • ÁRAMÓTABINGÓELDRIBORGASTUÐSÖNGKVÖLD • TRÚBADORINNBJARNIÓMAR XXXXX X X PARK • SVENNIÞÓR • SING A XXXXXXX X X • KOSNINGAVAKA BRAGÐGÓÐ SAMVERUSTUND Í JÓLAGJÖF www.barion.is PIZZUR Í BOÐI Á KVÖLDIN OG UM HELGAR ÞORLÁKSMESSA 11:30-23:00 AÐFANGADAGUR LOKAÐ JÓLADAGUR LOKAÐ ANNAR Í JÓLUM 11:30-22:00 GAMLÁRSDAGUR LOKAÐ NÝÁRSDAGUR LOKAÐ
ÁRAMÓTA BINGÓ PARTÝ í samstarfi við björgunarsveitina Kyndil 30 30X50CM FÖSTUDAGINN 30. DESEMBER KL. 22:00 ÞÉRTRYGGÐU BARION.ISSÆTIÁ 79 VIÐBURÐIR 56.716 VIÐSKIPTAVINIR 283 BEINAR ÚTSENDINGAR

Helsta fjáröflun Kyndils fram undan • Flugeldasalan 2022

Starfsemi björgunarsveitar

Björgunarsveitir hafa það hlutverk að starfa við björgun, leit og gæslu í þágu almennings.

Verkefni björgunarsveita eru fjölbreytt. Þau snúast um að bjarga mannslífum m.a. á fjöllum og í snjóflóðum, en einnig björgun á verðmætum líkt og í óveðursútköllum. Mikil samvinna er milli björgunarsveita og lögreglu, Almannavarna og Vegagerðarinnar.

Á liðnu ári hefur Kyndill staðið vaktina og farið í á fimmta tug útkalla og þar af voru yfir 20 útköll við leit að týndum einstaklingum bæði við höfuðborgarsvæðið og í fjalllendi. Einnig hefur Kyndill verið í gæslu vegna eldgoss á Reykjanesi og hefur séð um meira en tíu lokanir vega sem eru ófærir vegna veðurs.

Sérhæfing björgunarsveita á landinu er nokkuð mismunandi eftir landshlutum og staðsetningu byggðarkjarna.

Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ sérhæfir sig í nokkrum hópum, þar á meðal eru leitarhópur, bíla-, sleða og fjórhjólahópar. Kyndill hefur einnig öfluga leitarhunda sem hafa staðist próf í víðavangsleit og snjóflóðaleit.

Unglingadeildinni okkar erum við afar stolt af og virðist hún dafna vel frá ári til árs. Eftir unglingadeild tekur við nýliðaþjálfun í eitt ár til 18 ára aldurs.

Björgunarsveitir, flugeldar og rótarskot

Björgunarsveitir Landsbjargar hafa selt flugelda í meira en 50 ár og er Kyndill einn af forsprökkum hennar. Flugeldasalan er okkar mikilvægasta fjáröflun á hverju ári. Með því að koma við á sölustöðum okkar og styrkja okkur með kaupum á flugeldum rennur allur ágóðinn beint til okkar. Því hvetjum við alla til að versla í heimabyggð og hjá Björgunarsveitinni Kyndli Mosfellsbæ.

Minnum einnig á netsöluna okkar www. kyndill.flugeldar.is þar sem hægt að sjá allt okkar vöruúrval heima í stofu.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja starfið en vilja ekki fá flugelda er boðið upp á Rótarskot, sem er samstarf Landsbjargar og Skógræktarfélag Íslands. Fyrir hvert Rótarskot sem er keypt er eitt tré gróðursett og er þetta því einnig tækifæri til að styðja við skógrækt í landinu.

Stjórn Kyndils

Óskum öllum Mosfellingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Við sendum félagsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra hugheilar kveðjur um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári.

Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða.

JólAtrén hirt

Meistaraflokkur handknattleiksdeildar

Aftureldingar mun aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina. Ekið verður um bæinn og jólatré hirt sem sett hafa verið út fyrir lóðarmörk frá föstudeginum 6. janúar til sunnu dagsins 8. janúar.

Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir.

Kjarna - Þverholti 2 - Sími: 846-3424
Afturelding hirðir jólatré í Mosfellsbæ 6.-8. janúar
Jólakveðja, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Gleðileg jól 30
frá Geira í Kjötbúðinni
og borðapantanir á b arion föstudaginn 13. janúar kl. 17:00 Allur ágóði rennur til barna- og unglingastarfs Aftureldingar
opnar kl. 19:00 - b orðhald kl. 20:00 - Miðaverð 12.900
Miði eftir
23:30 - í forsölu 3.000
við
V ip 10 manna hringborð
10
í
Hlaðborð
Miðasala
Húsið
kr.
kl.
kr. -
inngang 4.000 kr.
kr. 179.900 (í sölu síma 896-8601) Einungis
borð
boði, fyrstir koma fyrstir fá.

Hef alltaf horft bjartsýnn

Í einlægu viðtali ræðir hann við Ruth Örnólfsdóttur um æskuárin, starfsferilinn og veikindin sem skert hafa lífsgæði hans til muna.

Það er óhætt að segja að líf Þorbjörns Vals Jóhannssonar, eða Tobba eins og hann er ávallt kallaður, hafi tekið stóra u-beygju en hann hefur sl. sextán ár glímt við erfið veikindi. Árið 2007 fór hann í opinn brjóstholsskurð sem hefur haft miklar afleiðingar á líðan hans og haustið 2018 greindist hann með bráðahvítblæði.

Þorbjörn Valur er fæddur í Reykjavík 4. janúar 1969. Foreldrar hans eru Svanhildur Þorkelsdóttir fv. gjaldkeri Mosfellshrepps og fv. forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ og Jóhann Sæmundur Björnsson húsasmiður og fv. framkvæmdastjóri Lágafellssóknar en þau eru bæði látin. Þorbjörn á tvö systkini, Þorkel Ásgeir f. 1963 flugmann og Ölfu Regínu f. 1966 kennara.

Hvatningarópin blésu mér byr í brjóst „Fyrstu þrjú ár ævi minnar bjó fjölskyldan í Fossvoginum en við fluttum okkur síðan um set á framtíðarheimili okkar í Markholti í Mosfellssveit.

Æskuminningar mínar eru margar og góðar, ég gleymi aldrei þegar ég lærði að hjóla en þá var ég fjögurra ára. Alfa systir og vinir hennar voru að leika sér úti í götu og þau tóku að sér að kenna mér. Alfa hljóp með mér fyrstu ferðirnar en eftir nokkrar ferðir þá sleppti hún takinu. Hvatningarópin frá þeim blésu mér byr í brjósti og frá þessum tíma kunni ég að hjóla.

Fyrsta hrossið mitt eignaðist ég tíu ára gamall og ég hef verið í hestamennsku síðan enda mikil hefð fyrir henni hjá mínu fólki. Við systkinin vorum ung farin að sjá um okkar daga við gjafir í hesthúsinu sem við áttum með afa og móðurbróður okkar.“

Mikill fengur fyrir íbúa Mosfellssveitar „Ég var í sterkum vinahóp og það var oft ansi mikið fjör hjá okkur krökkunum. Ég var eins og kallaðist þá, fjörugur drengur, prakkari og uppátækjasamur, fékk ótal göt á höfuðið eftir hrakfarir, kinnbeinsbrot og nefbrot, svona var þetta bara á þessum tíma,“ segir Tobbi og brosir.

Við æskuvinirnir, ég, Guðjón D. Haraldsson og Hallur Hilmarsson, vorum saman alla daga. Við fórum ungir að æfa íþróttir og tókum þátt í vígslu íþróttahússins sem var mikill fengur fyrir alla íbúa Mosfellssveitar. Íþróttir á borð við handbolta, fótbolta og frjálsar íþróttir voru æfðar þar reglulega. Ég spilaði handbolta með Aftureldingu í gegnum alla flokka upp í meistaraflokk.

Við félagarnir létum kennarana í Varmárskóla klárlega hafa fyrir hlutunum, vorum fjörugir piltar og síðar enn fjörugri unglingar. Ég var tíður gestur á kennarastofum skólanna, samtöl foreldranna um betri hegðun gleymdust þegar ég gekk út um dyrnar næsta dag. Ég fékk síðan að kenna á eigin brögðum þegar sonurinn hóf sína skólagöngu sem svipaði til pabba hans, ég verð að segja að ég hafði lúmskt gaman af þessu,“ segir Tobbi og hlær.

Hljómsveitin Djók

„Ég og Guðjón D. stofnuðum hljómsveitina Djók 1981. Ég spilaði á bassagítar og hann á trommur. Við höfðum báðir verið í skólahljómsveitinni og Birgir D. Sveinsson stjórnandi sveitarinnar leyfði okkur stundum að nota aðstöðu hennar til að æfa okkur. Fyrsta lagið sem við spiluðum var Jón spæjó, við þóttum töff að geta spilað og oft var kominn áheyrendahópur á gluggana. Seinna bættust við sveitina Ólafur Hans, Finnbogi, Guðbjörg, Guðmundur og Jón Bjarni en það var mikið gæfuspor þegar sá síðastnefndi bættist í hópinn því síðar giftist ég systur hans, henni Emilíu minni. Hljómsveitin starfar enn í dag þótt löng hlé hafi verið tekin inn á milli. Guðjón, Guðmundur og Jón Bjarni halda uppi merkjum bandsins í dag ásamt mér.“

Þegar ég var lítill var ég oft spurður að því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, ég svaraði húsasmiður, hestamaður og lögga og þetta rættist allt.

Útskrifaðist sem húsasmiður

Eftir gagnfræðaskólann fór Tobbi á samning í húsasmíði hjá móðurbróður sínum sem rak Trésmiðjuna K14. Þar störfuðu einnig afi hans og faðir svo það lá beinast við að skella sér í smíðina. Á sumrin starfaði Tobbi við malbikunarvinnu sem hann segir að hafi verið töff, mikil vinna og þar ríkti ekta strákahúmor.

„Eftir sveinspróf 1989 fór ég að starfa við smíðar en eftir áramótin 1990 var orðið lítið að gera svo ég fór að líta í kringum mig eftir öðru starfi. Ég sótti um hjá lögreglunni í Reykjavík og starfaði þar í rúm 30 ár bæði í fíkniefna- og kynferðisbrotadeild, ég lét af störfum árið 2021.

Þegar ég var lítill var ég oft spurður að því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór og ég svaraði húsasmiður, hestamaður og lögga og þetta rættist allt saman,“ segir Tobbi og brosir.

Alltaf gaman að taka lagið Tobbi kynntist Emilíu Björgu Jónsdóttur launafulltrúa árið 1992. Þau eiga tvö börn, Jóhann Gylfa f. 1999 og Auði Jóneyju f. 2004.

„Við höfum alla tíð notið þess að ferðast saman við Emilía, fyrst tvö, síðar með foreldrum okkar og svo með börnunum þegar þau komu til sögunnar. Emilía var framan af með mér í hestamennsku og svo höfum við alla tíð átt hunda og notið samvista með þeim í útiveru.

Ég byrjaði í Karlakór Kjalnesinga haustið 1996, var

raddprófaður af Páli Helgasyni stjórnanda kórsins og var skipaður í 2. tenór. Þá kom sér vel að hafa verið í lúðrasveit og hafa lært að lesa nótur. Ég var í kórnum í tíu ár eða þar til ég söðlaði um og fór í Karlakór Reykjavíkur sem ég söng með í fimm ár. Það var frábært að syngja í báðum þessum kórum.“

Það fór að bera á miklum verkjum

„Haustið 2006 byrjði ég að finna fyrir veikindum en faðir minn lést í ágúst sama ár. Ég áttaði mig ekki alveg á hvort veikindi mín stöfuðu af sorginni eða einhverju öðru. Á þessum tíma bjuggum við hjónin á Brautarholti á Kjalarnesi og einn daginn þegar ég var að keyra heim þá missti ég úr hjartaslag í tvígang og var við það að missa meðvitund en náði þó heim. Eftir þetta fór að bera á miklum verkjum frá brjóstholinu og upp í höfuðið.

Haustið 2007 kom í ljós eftir miklar rannsóknir að hóstarkirtill í miðmæti hafði stækkað mikið og lá utan í taugakrans sem

liggur í brjóstholinu. Ég þurfti því að fara í opinn brjóstholsskurð til að hægt væri að taka þennan kirtil en talið var möguleiki á að um staðbundið illkynja æxli væri að ræða.

Síðar kom í ljós að þetta var góðkynja en hafði þessar miklu afleiðingar. Í stað þess að brjóstbeinið gréri á um þremur mánuðum þá fór ég lengri leiðina og það gréri á þremur árum með tilheyrandi verkjaveseni og álagi á taugakerfið sem varð mögulega þess valdandi að verkir fóru að dreifast um líkamann og ég átti í miklum vandræðum með gall- og brisgöng. Engin haldbær skýring var af hverju þetta tók svona langan tíma hjá mér að gróa og heilbrigðiskerfið átti í raun í vandræðum með mig.“

Átti góða tíma inn á milli „Ég mætti stundum neikvæðri framkomu lækna á bráðamóttöku þar sem þeir vissu í raun ekki hvað átti að gera við mig en ég þurfti oft að leita þangað vegna mjög slæmra verkjakasta.

- Mosfellingurinn Þorbjörn Valur Jóhannsson 32
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Gunnar Leifur Jónasson og úr einkasafni. Emilía, Þorbjörn, Jóhann Gylfi, Auður Jóney og hundurinn Sunna. Þorbjörn Valur Jóhannsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur lengi átt við erfið veikindi að stríða

fram á veginn

Oftast mætti ég þó góðvild lækna og það var frábær læknir sem annaðist mín mál á endanum. Ég átti góða tíma inn á milli og gat stundað mína vinnu, fjölskyldulíf og áhugamál en svona veikindi lita auðvitað allt og þetta hefur bitnað á börnunum. Við höfum þó átt góðar stundir og gerum enn.“ Leiður á þessu veikindabrasi

„Haustið 2018 fann ég fyrir því að ég var farinn að grennast, mæðast og göngutúrarnir urðu erfiðari, ég tengdi þetta allt við þáverandi verkjaveikindi.

Ég fékk verk í brjóstbak sem ég hafði ekki fundið fyrir áður sem var erfiður að eiga við því engin verkjalyf slógu á. Það kom svo á daginn að þetta tengdist æxli í miðmætinu sem þrýsti á taugar.

Einn daginn vaknaði ég mjög móður, átti erfitt með öndun og gat varla gengið um heimilið okkar. Ég samþykkti með semingi að fara á læknavaktina því ég var orðin mjög leiður á þessu veikindabrasi og taldi þetta öndunarvesen vera tilfallandi. Vakthafandi

HIN HLIÐIN

Besti jólamaturinn? Heimareykt heitt hangikjöt.

Uppáhaldsjólalag? Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns.

Hvað myndi ævisagan þín heita? Gengið á Þorbjörn.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hestamaður, smiður og lögga og þetta rættist allt.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Ótal margt, t.d að giftast konunni minni, það var frábær dagur. Uppáhaldsverslun? Hljóðfærahúsið, erfitt að fara þangað inn og koma ekki með neitt út.

Hvar lætur þú klippa þig? Innanbæjar. Best fyrir líkama og sál? Hugleiðsla, slökun, hamingja og ganga úti í náttúrunni.

læknir sendi mig á bráðamóttökuna og má segja að ég hafi ekki farið út af spítalanum nema í örfáa daga fyrr en í mars 2019.“

Vissi strax hvað klukkan sló

„Þessi dagur er mér enn í fersku minni en ég fór í gegnum margar rannsóknir á bráðamóttökunni. Mjög góður læknir var á vakt og hann bað mig um að fylgja sér inn á skrifstofu og þá vissi ég strax hvað klukkan sló.

Í ljós kom að það höfðu þrjú æxli fundist, eitt í miðmætinu, eitt við miltað og það þriðja í fleiðrunni í brjóstholinu og orsakaði það æxli vökva í vinstra brjóstholi. Fimm dögum síðar var ákveðið að tappa vökvanum úr brjóstholinu því ég gat ekki lengur talað vegna öndunarþrengsla. Sex lítrum af vökva var tappað af sem hafði safnast upp og hjartað hafði m.a. færst til vegna þessa.

Við tóku rannsóknir til að finna út hvaða krabbamein ég væri með og eftir mergsýnatöku kom í ljós að um bráðahvítblæði var að ræða. Við tóku 4 háskammta lyfjameðferðir, 12 klst. meðferð í 3 daga og 4 klst. meðferð í tvo daga og hver lota í fjögur skipti. Þriðja

skiptið hér heima en síðasta skiptið á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi ásamt tveimur heilgeislum. Í þessari lyfjameðferð var verið að drepa meinið í blóðinu og stofnfrumurnar mínar sem og æxlin þrjú en bráðahvítblæðið var líka utan mergs sem er sjaldgæft.

Ónæmiskerfið verður lamað við svona meðferð og sýkingarhætta mikil. Ég var í einangrun meira og minna allan þennan tíma, maski og handspritt var mér mjög kunnuglegt þegar Covid skall á. Ég fékk alltaf sýkingar milli meðferða sem gerði það að verkum að ég þurfti að liggja inni á spítala meira og minna.“

Blóðgjöf er góð gjöf

Fyrsta lyfjameðferðin var Tobba erfiðust, slímhúðin varð viðkvæm og hann fékk ofnæmi fyrir sýklalyfjunum, hann minnist þess tíma sem mjög erfiðs tíma.

„Ég man þegar lyfin fóru að streyma um æðarnar í fyrsta sinn, þetta var svo ótrúlegur raunveruleiki og það er erfitt að koma slíkum tilfinningum í orð. Ég mátti ekki borða neitt nema að það væri hundrað prósent soðið, ekkert hrámeti og ekki ávexti nema taka utan af þeim sjálfur, slík er áhættan af sýkingum.

Ég þurfti mikið blóð og blóðflögur þegar leið á meðferðina þar sem mergurinn varð latari og latari við að framleiða blóð eða hemoglóbin. Ég skora á alla að huga að blóðgjöf, engin veit hver þarf næst á blóði að halda, blóðgjöf er góð gjöf.“

Mjög góður læknir var á vakt, hann bað mig um að fylgja sér inn á skrifstofu og þá vissi ég strax hvað klukkan sló.

Hugsaði til stofnfrumugjafans

„Á deildinni á Karólínska sjúkrahúsinu eru tuttugu eins manns herbergi, frábær aðstaða og ekkert áreiti og heimsóknir bannaðar nema nánustu aðstandendur. Hér heima er mest um tveggja manna herbergi utan einangrunarherbergjanna og mikill erill. Viðmót starfsfólks er samt eins í báðum löndum, allir mjög elskulegir og hjálpsamir.

Enn í endurhæfingu

„Eftir stofnfrumuskipti eða mergskipti eins og stundum er sagt þurfa nýju stofnfrumurnar að taka líkamann í sátt. Það getur reynst erfitt og kallast það ástand hýsilsótt. Ef frumurnar samþykkja ekki líkamann þá geta þær ráðist á hann og ef slíkt ástand verður getur það leitt til þess að hýsillinn / líkaminn ráði ekki við ástandið og það leiðir til andláts. Ég er í dag með væga króníska hýsilsótt, er enn að ná mér eftir þessa miklu lyfjameðferð og öll lyfin, það reynir mikið á samspil lyfja og líkama. Mín endurhæfing er enn í gangi um fjórum árum eftir stofnfrumugjöfina.“

Þakklát fyrir stuðninginn

Vorið 2021 þurftu Tobbi og Emilía að fara aftur til Svíþjóðar. Nú til Lundar þar sem Tobbi þurfti að fara í sérstakt tæki sem geislar í honum blóðið vegna hýsilsóttarinnar, þar voru þau í þrjá mánuði.

„Ég hef átt erfitt með styrk í fótum eftir þetta allt saman og hef gengið með hækjur. Alfa systir leit við hjá okkur og sá mig með hækjurnar, eitthvað fannst henni hún þurfa að koma að því að auka styrk minn því hún fór í það að hefja söfnun meðal ættingja og vina fyrir rafmagnshjóli án minnar vitneskju. Söfnunin gekk svo vel að okkur hjónum voru færð tvö hjól sem við notum mikið í dag, fyrir þetta erum við óendanlega þakklát.

Margir hafa stutt við okkur fjölskylduna hvort sem það er í orði eða verki. UMFUS hópurinn studdi við okkur eftir söfnun á kótilettukvöldi og færum við öllum sem að því komu kærar þakkir fyrir.

Ég hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn, lifi í núinu því það hentar best í því ástandi sem ég er í núna. Mig langar að lokum að fá að óska öllum Mosfellingum gleðilegrar jólahátíðar og með þeim orðum kvöddumst við Tobbi.

Mosfellingurinn Þorbjörn Valur Jóhannsson -

Ég fór í geislameðferð þarna úti og gat haft hátalara með mér til að hlusta á tónlist. Fyrir algjöra tilviljun byrjaði þessi meðferð á laginu Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þessi orð eru mjög táknræn og hverju orði sannari þegar ég hugsaði til stofnfrumugjafans sem er frá Bandaríkjunum.“
33
lögreglumaður í rúm 30 ár í
lundi 2021 2 ára gutti á
hestbaki í markholtinu
á
á silfurbrúðkaupsdaginn í svíþjóð
karólínska sjúkrahúsinu 2019

Mosfellingur og Barion bjóða upp á jólakrossgátu

Verðlauna krossgáta

Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-22, á netfangið krossgata@mosfellingur.is eða heimilisfangið Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar. Látið fylgja nafn og heimilisfang.

Verðlaun í boði Barion Mosó

Dregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá tveir heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréf frá Barion Mosó.

Höfundur
krossgátu: Bragi V. Bergmannbragi@fremri.is

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Sjálfboðaliði ársins í Mosfellsbæ 2022

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar mun núna í fyrsta sinn heiðra sjálfboðaliða ársins í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög í bænum.

Leitað er eftir tilnefningum um sjálfboðaliða sem hefur með framúrskarandi hætti bætt íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ. Sjálfboðaliði ársins verður heiðraður samhliða vali á íþróttafólki Mosfellsbæjar. Allar ábendingar þurfa að berast í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar www.mos.is/sjalfbodalidi fyrir 9. janúar 2023.

Íþrótta– og tómstundanefnd

í
og nýárskveðjur,
í
Hlökkum
að eiga gott
og
við
á
Framsókn
Mosfellsbæ sendir íbúum Mosfellsbæjar hugheilar jóla-
með kæru þakklæti fyrir stuðninginn
kosningunum s.l. vor.
til
samtal
samstarf
ykkur
komandi árum.
Við höldum áfram á nýju ári á 5. hæð í Kjarnanum. Frá og með 9. janúar 2023 verður opið hjá okkur alla mánudaga á milli kl. 16:00 og 18:00, þar sem tilvalið er að koma við og spjalla við kjörna fulltrúa um málefni
Framsókn Mosfellsbæ
Mosfellsbæjar.
Gleðileg jól - 35

Úrvalsdeildirnar í blaki eru komnar í jólafrí en næstu leikir verða spilaðir 11. og 13. janúar 2023.

Strákarnir sitja þægilega í 2. sæti deildarinnar eftir 8 leiki af 14. Stelpurnar okkar sitja í 4. sæti eftir 7 umferðir.

Strákarnir standa vel að vígi eins og staðan er núna og stelpunar eiga þó nokkuð inni eftir meiðsli og veikindi sem hafa hrjáð liðið í haust.

Um miðjan janúar fer fram umferð í neðri

deildum Íslandsmóts BLI að Varmá en þar á Afturelding eitt lið í 2. deild kvenna, tvö lið í 3. deild karla, tvö lið í 4. deild kvenna og eitt lið í 5. deild kvenna.

Þar snýst baráttan um að halda sér í efri helmingnum eftir fyrstu 2 helgarmótin til að fá að spila um efstu sætin í deildinni.

Blakdeild Aftureldingar óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með von um að sjá sem flesta á leikjum deildarinnar 2023.

Mikið um að vera hjá BUR á nýju ári

Frítt að prufa handbolta í janúar

HM í handbolta hefst 11. janúar. Í tilefni þess ætlar BUR (barna- og unglingaráð Aftureldingar) að bjóða öllum sem vilja prufa að æfa handbolta frítt í janúar. Nú er um að gera að láta sjá sig á æfingum, þar sem stjörnurnar fæðast.

Fyrirlestur með Loga Geirs

BUR ætlar tvisvar á vorönn að bjóða upp á áhugaverða fyrirlestra fyrir sína iðkendur og foreldra þeirra. Þeir munu fjalla um ýmis málefni tengd iþróttum. Þann 10. janúar kl. 19:30 í Krikaskóla verður sá fyrri og mun Logi Geirson sjá um hann. Skemmtileg tímasetning þar sem HM í handbolta hefst 11. janúar þar sem Ísland ætlar sér stóra hluti.

Fyrirlesturinn fjallar um markmiðsetningu hugarfar, mataræði, jákvæð samskipti og sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt. Þetta er frábær og skemmtilegur fyrirlestur sem enginn má missa af. Það verður frítt á fyrirlesturinn fyrir iðkendur Aftureldingar en mjög hóflegt gjald fyrir foreldra.

AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur

- Íþróttir 36 jakosport (Namo ehf) - krókháls 5f - 110 á rbær Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
sport íslandi Ungmennafélagið Afturelding óskar Mosfellingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og förum með eftirvæntingu inn í nýtt íþróttaár.
Handbolti.is óskar lesendum sínum og auglýsendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og þakkað er fyrir lestur, stuðning og hvatningu á
árinu sem er að líða.
Karlalið aftureldingar
sem situr í 2. sæti
Blakliðin komin í jólafrí • Aftureldingarstelpurnar í 4. sæti Strákarnir standa vel að vígi
Badmintondeild Aftureldingar hélt fjölmennt unglingamót í nóvember og er gaman að segja frá því að okkar maður úr Aftureldingu Sigurjón Gunnar Guðmundsson sigraði sinn flokk. Sigurjón sigraði á fjölmennu móti

Íþróttafólk Aftureldingar 2022 verður kunngert á árlegri uppskeruhátíð félagsins sem fram fer í Hlégarði 29. desember kl. 19:30. Afreksíþróttafólki Aftureldingar sem skaraði fram úr á árinu 2022 verða veitt verðlaun. Einnig verður lið ársins hjá Aftureldingu kynnt, Vinnuþjarkur ársins verðlaunaður og margt fleira.

Sjáumst í Hlégarði 29. desember Ungmennafélagið Afturelding

takk fyrir stuðninginn Handboltastrákar úr Aftureldingu taka þátt í Norden Cup í Gautaborg 27.-30. desember 2022 redder • laksinn í garðinn • Hekla • fasteignasala mosfellsbæjar • kjötbúðin • öryggisgirðingar múr og mál • H agkaup • r a fdreifing • mansara • áslákur & Hótel l axne s • vinnuvélar og ásafl sigurbjörg • smíðastofa sigurðar r. ólafssonar • be H appy iceland • H e ilsuefling mosfellsbæjar Góður svefn í íslenskum ullarfaðmi eykur vellíðan Íslenskar ullarsængur Fáanlegar á Lopidraumur.is
ÍþróttAfólk AftureldingAr
Gleðileg jól - 37
Thelma Dögg og Þórður Jökull, íþróttafólk Aftureldingar 2021.

opið hús hjá herði

vín og rauð jól Matarhátíð fer að höndum ein

Hamborgarhryggur

• Hitið ofninn í 180°C, setjið hrygginn í ofnpott með vatni, maltöli og tómatpúre rúmlega upp fyrir hálfan hrygg og snúið eftir 1 klst.

• Setjið kjarnhitamæli í hrygginn miðjan og bíðið eftir að hann nái 50-55°C. Setjið þá karamellugljáa á hrygginn og látið hrygginn ná 65°C hita.

• Takið hrygginn út og látið standa í 8-12 mín. Notið soðið í sósugerð.

Við mælum með: Ramon Bilbao Reserva Kröftugt og ósætt rauðvín. Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, fersk sýra, þétt tannín. Dökk kirsuber, plóma, mokka, eik. Verð: 2.999 kr.

Ungnauta ribeye

Hægeldað í heilu

• Lokið steikinni á heitri pönnu í 2-3 mínútur á hlið.

• Setjið í 60°C heitan ofn í 6-7 tíma eða þar til steikin nær 55°C í kjarnhita fyrir medium rare eða 58°C fyrir medium eldun.

• Látið steikina standa í ca. 8-12 mínútur eftir eldun áður en hún er borin fram.

Við mælum með: Masi Campofiorin Meðalfyllt og ósætt rauðvín. Kirsuberjarautt, fersk sýra, miðlungstannín. Þroskuð kirsuber, barkarkrydd, súkkulaði, sveit, eik. Verð: 2.799 kr.

- Aðsendar greinar 42 Bæjarblað í 20 ár
Mögulega mikilvægasta máltíð ársins • Ekkert má klikka í eldhúsinu • Rétt
Matarhorn Mosfellings
fer í hönd hátíð ljóss og friðar þar sem landsmenn gera vel við sig í mat og drykk. Þá getur borgað sig að vera með réttu eldunarleiðbeiningarnar með sér í eldhúsinu. Hér eru tvær skotheldar aðferðir við vinsæla hátíðarrétti frá Kjötbúðinni.
hryggur framreiddur af gotterí og gersemum
Þolinmæði Þarf til
eldunin heppnist
Hestamannafélagið Hörður stóð fyrir opnu húsi í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum sunnudaginn 11. desember. Boðið var upp á sýningu og gestum gefinn kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapa. Einnig var hægt að rölta um hesthúsahverfið og kynna sér starfsemina. Myndir/RaggiÓla
- Aðsendar greinar 42 Bæjarblað í 20 ár Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin föstudaginn 6. janúar 2023 Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 17:30 Þrettándinn Næg bílastæði við Þverholt Mosfellsbær Björgunarsveitin Kyndill Stormsveitin Leikfélag Mosfellssveitar Skátafélagið Mosverjar Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í Mosó Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stormsveitin sjá um tónlistina. Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu. Haldið að brennunni sem er á sama stað og venjulega, neðan Holtahverfis við Leirvoginn. Dagskrá við brennu hefst kl. 18:00

Agla mín, þú verður að drífa þig, við erum að verða of sein,“ hrópaði mamma frá anddyrinu, orðin frekar óróleg því hún gjörsamlega HATAÐI að vera sein. „Já, já, ég er að koma,“ öskraði ég til baka og tók símann minn úr hleðslu og setti ofan í tösku.

Við vorum að fara í jólamatarboð hjá afa og ömmu því það var 24. desember. Mamma er snillingur í því að vera stressuð, sérstaklega um jólin. Mömmu fannst svo rosalega góð hugmynd að eyða aðfangadagskvöldinu með ömmu, afa og Lísu frænku og Elvari kærasta hennar.

„Agla Rut Friðriksdóttir, viltu gjöra svo vel að koma niður og klæða þig í útiföt strax.“ Ég leit á klukkuna, sjitt! Klukkan var 12:35 og við ætluðum leggja af stað klukkan 12:00. Ég hljóp niður, klæddi mig í skóna, út í bíl og pabbi keyrði af stað.

„Jæja, eigum við ekki bara að reyna að vera glöð, ha?“ sagði mamma til þess að létta andrúmsloftið. Ég brosti pínu. Ég meina, það var 24. desember og örfáir klukkutímar í jól. Af hverju ætti maður að vera leiður á jólunum?

Ég vissi að þessi jól yrðu soldið öðruvísi en vanalega því að núna yrðu Lísa frænka og nýi kærasti hennar með okkur.

Amma og afi áttu heima á sveitabæ, það tók 2 tíma að keyra þangað og við ætluðum að gista eina nótt.

„Nei, blessuð elsku Agla mín, guð hvað þú ert orðin stór,“ sagði Lísa frænka þegar við komum til ömmu og afa og knúsaði mig eins fast og hún gat.

Þegar allir voru búnir að heilsast fóru mamma og Lísa að undirbúa jólamatinn, en það varð alveg hræðilegt og þurftum við að hlusta á þær rífast um allt milli himins og jarðar í eldhúsinu og meira að segja um hvort rauðkálið ætti að vera heitt eða kalt. Þær hættu ekki fyrr en amma hótaði að henda þeim út í svínastíuna.

Við settumst öll niður klukkan sex og fengum okkur að borða rosalega gott hangikjöt, óskuðum gleðilegra jóla og hlustuðum á jólatónlist. „Þetta hefði samt verið betra ef við hefðum bara keypt Ora baunir,“ byrjaði mamma en amma leyfði henni ekki að klára. „Við erum heppin að Lísa fór í búðina fyrir okkur yfir höfuð,“ sagði amma.

„Já, þú segir það Steinunn mín, þegar ég var ungur var bara farið einu sinni í mánuði í kaupstað til að draga björn í bú svo þá var bara að duga og drepast og mátti heldur betur naga sig í handakrikana ef eitthvað gleymdist,“ sagði afi og starði út í loftið eins

Jólasaga

og þvara.

Þegar allur maturinn var búinn fórum við að opna gjafirnar. Eftir það fórum við inn í stofu og horfðum á Grinch því hún er klassík.

Klukkan eitt voru allir á leið í rúmið nema ég, mamma og amma sem vorum að horfa á veðrið. „Á að vera stórhríð á morgun?“ spurði ég áhyggjufull. „Já, greinilega,“ sagði mamma og horfði út um gluggann. „Hvernig komumst við þá heim?“ spurði ég en ég vissi svarið nú þegar.

„Við ætlum að biðja fólk í Vestursveit að fara vinsamlegast ekki út úr húsi og við biðjumst afsökunar að hafa ekki tekið eftir þessu fyrr.“

„Jæja, þá er það bara þannig, þið eruð veðurteppt, en vonandi ekki lengi því við eigum bara mat fyrir tvo daga,“ sagði amma og horfði á okkur kvíðin á svip. Ég og mamma sátum orðlausar í sitt hvorum stólnum.

Dagana á eftir var veðrið svo brjálað að við komumst ekki heim. Þegar ég vaknaði um morguninn 27. desember voru allir vaknaðir og farnir að tala saman um matarvandamálið. En eftir nokkrar mínútur af blaðri þá var planið að pabbi yrði að fara út í hríðina og kaupa eitthvað sem myndi duga fyrir okkur í nokkra daga í viðbót.

Fimm tímum seinna var pabbi ekki ennþá komin heim. Við sátum öll orðlaus í stofunni, svöng, þreytt og hrædd um pabba. Rafmagnið var farið svo að það voru milljón kerti út um allt.

Allt í einu heyrðum við skarkala úr eldhúsinu. Við litum upp og Elvar fór að kíkja hvað gengi á. „Ég trúi aftur á jólasveinana,“ sagði hann þegar hann kom til baka og starði á okkur hin eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. Við hlupum öll inn í eldhús og göptum.

Eldhúsborðið var troðið af alls konar mat og á einum Cheerios-pakkanum stóð:

„Frá Stekkjastauri. Ég heyrði í ykkur tala saman um matavanDræði svo að ég ákvað að gjefa ölllum bæjjúm hérna eitvað til að borða.“

Amma, mamma og Lísa fóru á hnén og byrjuðu að þakka guði fyrir þennan mat. „Þetta er blessun!“ sagði mamma og allir nema ég tóku undir. Ég stóð þarna eins og þvara og starði á miðann. En það var eitt á hreinu. Ég trúi á jólasveininn.

Daginn eftir vorum við aðallega að spila og skoða hvað við fengum í jólagjöf. Veðrið var ennþá brjálað og allt í einu voru mamma, Lísa og amma orðnar ógeðslega kristnar og báðu fyrir öllu mögulegu, Elvar trúði aftur á jólasveininn og afi virtist vera orðinn ennþá meira gamaldags en vanalega. Aftur var eldhúsborðið troðið af mat nema í þetta sinn var það Giljagaur. Mamma, Lísa og amma sögðu að þetta hefði verið blessun meðan ég, Elvar og afi sögðum að þetta hefði verið heppni. Pabbi var ennþá ekki sjáanlegur svo mamma var búin að hringja á björgunarsveitina til að láta leita að honum.

Næsta dag birtist aftur matur inni í eldhúsi sem var frá Stúfi. Þetta var ekki alveg eins mikill matur og hina dagana en hann skrifaði bara að það væri út af því að hann væri ekki alveg eins stór og hinir jólasveinarnir.

„Hvað er komið í mömmu þína?“ spurði kunnugleg rödd. Mér brá rosalega en sá síðan að pabbi stóð í dyragættinni hjá eldhúsinu og brosti til mín. Ég stökk upp og knúsaði hann svo fast. Mamma, Lísa, Elvar, amma og afi komu fljótlega og við knúsuðumst öll. „Óh, elsku guð takk fyrir!!” hrópaði mamma mín og knúsaði mig og pabba fastar.

„Þú þarft ekkert að þakka guði fyrir þetta,“ sagði pabbi minn. „Ég er búinn að vera hérna síðasta tvo og hálfan daginn,“ hélt hann áfram.

„HA?” hrópuðum við öll á meðan pabbi sprakk úr hlátri.

„Já, sjáiði til, þegar ég lagði af stað út þá sá ég ekkert og var örugglega í kringum klukkutíma bara að grafa mig í átt að bílnum, síðan átti ég eftir að grafa hann upp af því að hann var allur undir snjó. Þegar ég loksins fann hann og var kominn inn þá tók ég eftir því að þetta var ekki minn bíll, heldur afa. Þegar ég leit í aftursætið þá sá ég þar 6 troðfulla innkaupapoka af mat,“ sagði pabbi og við öll horfðum á afa.

„Hva? Ha, já alveg rétt, mér fannst þetta nú heldur klént og leist ekkert á þessa kaupstaðarferð sem þið mæðgur fóruð þarna fyrir jólin. Ég get sagt ykkur það að hann Sigfinnur gamli á Skítalæk fór ekki nema þrisvar á ári í kaupstaðarferð, en þá átti hann heldur ekkert eftir í búrinu nema hrútspunga vikum saman.“

„Já, já, já, við náum því afi, haltu áfram pabbi,“ sagði ég óþolimóð.

„Ég reyndi að klöngrast aftur út úr bílnum og inn með pokana en það endaði á að taka langan tíma. Þegar ég var næstum því kominn að dyrunum þá ákvað ég að hrekkja ykkur aðeins og gróf mig niður í kjallara með matinn. Ég sendi ykkur svo matargjafir frá jólasveinunum úr kjallaranum. Þetta var frekar fyndið en ég varð eiginlega líka pínu smeykur um hvað hefði komið yfir fólkið hérna svo ég ákvað að hætta þessu og koma til ykkar úr kjallaranum,“ sagði pabbi brosandi og beið eftir einhverjum viðbrögðum. Eftir svona mínútu af þögn sprungum við úr hlátri.

Næsta dag fórum við aftur heim. Hríðin var hætt, snjórinn hafði skolast í burtu um nóttina svo það var bara rosaleg hálka, eiginlega allt var orðið eins og það var. Það eina sem var eftir var að kveðja.

Amma og afi stóðu í dyragættinni og töluðu við mömmu og pabba.

„Nei, já, ég man eftir, þegar ég sé þennan bíl,“ sagði afi og benti á skærrauða bílinn sinn.

„Ég man eftir að hafa farið í kaupstaðarferð á þessum bíl. Já, kaupstaðarferðir, já sko, þegar ég var ungur.“

Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila ALLT.IS - ALLT@ALLT.IS - 5605505
Karitas Jónsdóttir úr 9. bekk Helgafellsskóla vann jólasögukeppni skólans 2022. sagan birtist í jólablaði Mosfellings í dag.
2.090
KR.

Hlégarður 7. janúar

Stormsveitin ásamt 5 manna hljómsveit heldur útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnar „Fótspor tímans” í Hlégarði laugardaginn 7. janúar kl. 21.00.

Platan verður flutt í heild sinni fyrir hlé og svo klassísk Stormsveitartónlist eins og við þekkjum hana eftir hlé. Stormsveitartónleikar á okkar heimavelli í Hlégarði eru þekktir fyrir að vera frábær skemmtun og verða þessir engin eftirbátur.

Hljómsveitina skipa Arnór Sigurðarson trommur, Jens Hansson saxófón og hljómborð, Páll Sólmundur gítar, Jakob Smári Magnússon bassi og Þórir Úlfarsson píanó.

MiðASA l A á Tix.i S
HEIMTÖKUTILBOÐ SHAKE&PIZZA EIN PIZZA OG SVO ÖNNUR Á 1.000 KR. EINN, TVEIR OG FRÍR SHAKE EF ÞÚ SÆKIR EIN, TVÆR OG FRÍ PIZZA EF ÞÚ SÆKIR – BORGAR EKKI FYRIR ÓDÝRUSTU PIZZUNA– GILDIR EKKI AF ÁFENGUM SHAKE-UM KAUPIR PIZZU AF MATSEÐLI OG BÆTIR ANNARRI VIÐ Á 1.000 KR. – BORGAR FYRIR DÝRARI PIZZUNA shakepizza.is #shakeandpizza 23.des. ............. 11:30-20 24.des............... LOKAÐ 25.des.............. LOKAÐ 26.des. ............. 12-21 27.des. ............. 16-21 28.des.............. 16-21 29.des. ............. 16-21 30.des.............. 16-21 31.des. ............. LOKAÐ 1.jan. .............. 13-21t Opnunartímar yfir hátíðirnar Gleðilega Hátíð PÖBB QUIZ VILLI NAGLBÍTUR NEI. HÆTTU NÚ ALVEG DJ. DÓRA JÚLÍA PÖBB QUIZ MEÐ HELGA & HJÁLMARI Hörður og Pétur úr Bandmönnum halda uppi stuði og stemningu á sinn einstaka hátt. STÓRSKEMMTILEGT HJÖRVARSFÓTBOLTA-QUIZHAFLIÐA ALLTAF GAMAN OG ALLTAF GOTT VEÐUR – OPNUM FYRR Á FÖSTUDÖGUM –– SPENNANDI VIÐBURÐIR Í HVERJUM MÁNUÐI –23.des. .............................................. 13-20 24.des................................................ LOKAÐ 25.des................................................ LOKAÐ 26.des. .............................................. 12-22 27.des. .............................................. 16-22 28.des................................................ 16-22 29.des. .............................................. 16-22 30.des................................................ 16-22 31.des. .............................................. LOKAÐ 1.jan. ................................................. 13-22 OPNUNARTÍMAR YFIR HÁTÍÐIRNAR GLEÐILEGA HÁTÍÐ BOLTATILBOÐ Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI ENSKI BOLTINN UM JÓLIN 12” PIZZA MEÐ 2. ÁLEGGJUM 1.990 KR. PIZZA & SHAKE 3.790 KR. VENJULEGIR KJÚKLINGAVÆNGIR 10 STK. / 20 STK. 1.490 KR. / 2.490 KR. EÐLA MEÐ NACHOS 1.590 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR.
Heimabyggð Styrkjum öflugt SjálfboðaliðSStarf í okkar Heimabyggð Styrkjum öflugt SjálfboðaliðSStarf í okkar Opnunartímar: Sölustaðir eru að Völuteigi (björgunarsveitarhúsið) og á KFC bílaplaninu við Háholt 9 OpnunartímI: 28. de S . 10-22 29. de S . 10-22 3 0 . de S . 10-22 3 1 . de S . 10-16
3 Heimabyggð SjálfboðaliðSStarf 3 NetversluN hefur opNað Afhending á vörum 28.-31. des. í Völuteig www.kyndill.flugeldar.is

Fyrir hönd sjónvarpsþáttaraðarinnar Aftureldingar langar mig að þakka kærlega fyrir okkur. Þið hafið væntanlega orðið vör við umstangið og vesenið, fólk í snjógöllum að reykja, fræga leikara að spígspora um Kjarnann að þykjast eiga heima þar, síðskeggjaða ljósamenn í stríði við skammdegið; þetta eru allt saman við, fólkið sem er að gera Aftureldingu - sjónvarpsþátt sem gerist að öllu leyti í Mosfellsbæ og verður frumsýndur á RÚV um páskana.

Þátturinn er svokölluð dramedía um handboltafólk - saga af vígvelli kynjastríðsins, saga um börn, foreldra og harpix.

Það er ótrúlegt hvernig tekið hefur verið á móti okkur. Hvert sem við komum stend-

ur fólk með útbreiddan arminn boðið og búið að aðstoða hvernig sem er.

Sérstaklega langar mig að þakka hersingunni í íþróttahúsinu, en þar hefur starfslið hússins og þáttanna einhvernveginn runnið saman í eitt. Ótrúlegt, ég segi með sanni að við gætum ekki gert þessa þætti án bæjarbúa hér í Mosfellsbæ.

Við lofum að láta ykkur í friði um jólinn, en birtumst svo öðru hvoru megin við þrettándann og klárum síðustu tvær vikurnar.

Verð líka að segja….djös andi í bænum núna.

Gleðileg jól!

Hátíðarnótt - tónleikar

Boðið var upp á tónleika í Lágafellskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember.

Þeir félagar Andrés Þór á gítar, Karl á píanó og Jón á bassa, fluttu útsetningar sínar af þekktum jólalögum og sálmum með jassívafi svo unun var á að hlýða.

Notalegt spjall þeirra félaga um efnisskrána gaf ágætum tónleikum þeirra enn meira gildi.

Takk fyrir yndisstund, sem fáir komu til að njóta.

og Birgir

Hátíðarkveðja

Kæru Mosfellingar

Gjöfin

Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést.

Ástúð í andartaki augað sem glaðlega hlær, Hlýja í handartaki, hjartað sem örar slær.

Allt sem þú hugsar heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði sakleysi fegurð og yl. Úlfur Ragnarsson

Okkur í Framsókn langar að óska ykkur kæru sveitungar gleðilegra jóla og megi nýja árið færa ykkur gleði, heilsu og hamingju. Munum að hamingjan er val,

hamingjan er lífstíll og hamingjan er ákvörðun en allt er það vinna. Fyllum líf okkar af því sem okkur þykir gaman að gera. Eitthvað sem gerir okkur glaðari, ánægðari eða eitthvað sem nærir okkur.

Það er líka mikilvægt að staðsetja sig sólarmegin í lífinu þannig að gleði, jákvæðni og þakklæti séu til staðar alla daga. Já við þurfum að staldra aðeins við og njóta allra einföldu hlutanna sem eru allt í kringum okkur, þeir eru lífið. Njótum þess!

Gefum af okkur, vöndum framkomu okkar við aðra því þannig gerum við gott samfélag betra.

Eigið góða daga, alla daga og megi gæfan umvefja ykkur.

Með jólakveðju, Framsókn í Mosfellsbæ.

neðan Holtahverfis við Leirvog á sama stað og árleg þrettándabrenna

Handknattleiksdeild
- Aðsendar greinar 48
Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknar Kæru Mosfellingar
Dóri DNA
Takk fyrir okkur
Þjónusta við Mosfellinga - 49 Smiðjuvegi 60 (rauð gata) Kópavogi - Sími 557 2540 Leirvogstunga 27, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600 Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki www.bmarkan.is WWW.TOGT.IS togt@togt.is sími 893 3022 GERÐ AÐALUPPDRÁTTA VERKEFNA– OG BYGGINGASTJÓRNUN HAGKVÆMISATHUGANIR OG ÁÆTLUNAGERÐ UMSJÓN FRAMKVÆMDA ÁSTANDSKOÐUN FASTEIGNA WWW.TOGT.IS togt@togt.is sími 893 3022 Þverholti 3 - Sími: 566-6612 FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Vespu-, bifhjóla- og bílpróf Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja. Minnum á AA fund í Hlégarði alla mánudaga kl. 21:00 www.motandi.is www.mosfellingur.is Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 22.00 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-21:30 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 Bestu óskir um gleðileg jól verslum í heima Hlín Blómahús • Háholti 18 • Mosfellsbæ • Sími: 566 8700 Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín Aukaljós á bíla og báta. Toppgrindur, fjöðrun, dráttarspil, ferðavörur o.fl. Völuteig 21, Mosfellsbæ s. 517-2900 www.drif.is - drif@drif.is

Takk fyrir

HeilsuHreysTið

Inntakið í þessum pistil er fengið að láni hjá vini mínum Halla Nels sem í miðjum snjómokstri fékk góða ábendingu frá eldri manni um að hann ætti að vera þakklátur fyrir að hafa heilsu til að moka svona mikið og af svona miklum krafti. Halli hætti að vorkenna sjálfum sér og bölva því að þurfa að standa í þessu veseni enn og aftur og snjómoksturinn varð allur léttari eftir spjallið við þann gamla.

Þ að er akkúrat á svona stundum, þegar veðurguðirnir minna hressilega á sig, sem við sem erum heilsuhraust eigum að nota orku okkar í að gera gagn. Fyrir okkur sjálf og aðra. Við getum lagst í tuð og vorkennt okkur fyrir að veðrið á eyjunni okkar hér lengst norður í Atlantshafi dirfist að trufla dagskrána okkar í lok árs. Við getum líka tekið Halla okkur til fyrirmyndar. Nýtt okkur það að við höfum heilsu til að gera gagn og verið þakklát fyrir það.

Þ essu tengt, við sem höfum heilsu til að æfa okkur og styrkja dags daglega eigum að gera það. Punktur. Ef ekki til þess að líða betur á líkama og sál, þá til þess að geta gert gagn þegar samfélagið þarf á okkur að halda. Þetta tvennt finnst mér vera megintilgangur þess að æfa reglulega, að líða betur og geta gert gagn. Geta hjálpað sjálfum sér og öðrum. Líkamsrækt á ekki að snúast um speglafegurð og fituprósentu, ekki það að það sé neitt að því að líta út eins og fegursti karlmaður Mosfellsbæjar frá upphafi, Baldvin Jón Hallgrímsson, en hann getur svo sem lítið að því gert, blessaður.

S etjum okkur heilsuhreystismarkmið fyrir næsta ár. Sama hvar við erum í dag, það er alltaf hægt að spyrna sér upp á við. Verum eins klár í desemberlægðirnar á næsta ári og við mögulega getum. Æfum!

Nýr meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar hefur samþykkt sína fyrstu fjárhagsáætlun, fyrir árið 2023.

Fjárhagsáætlunin nýtur sannarlega góðs af faglegu og góðu starfi starfsfólks Mosfellsbæjar og bæjarstjórnar undanfarinna ára og það eru möguleikar á að halda áfram að auka og bæta þjónustu og viðhalda þannig velsæld og ánægju íbúa Mosfellsbæjar. Það er óvissa varðandi horfur í efnahagsmálum og því mikilvægt að sýna ábyrgð í fjármálastjórnun, forgangsraða rétt og að gera raunhæfar áætlanir bæði á tekju- og útgjaldahlið.

Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagsmálum og ljóst að nýr meirihluti tekur við góðu búi. Margt af því sem tilgreint er í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 er áframhaldandi vinna á góðum verkum fyrri meirihluta fyrir utan stórfelldar skattahækkanir sem eru alfarið í boði nýs meirihluta.

Í Mosfellsbæ hefur verið rekin ábyrg og fagleg fjármálastjórn undanfarin mörg ár og styðjum við ávallt ábyrga fjármálastjórnun. Megin áherslumunur okkar og meirihlutans varðandi þessa fjárhagsáætlun eru vanáætlaðar tekjur af byggingarétti og lóðaúthlutun sem koma fram í áætluninni. Þessi vanáætlun gerir það að verkum að skattar og álögur verða stórhækkaðar á íbúa á tímum verðbólgu, mikilla hækkana

á allri þjónustu sveitarfélagsins og hárra vaxta. Þar er alvarlegasta dæmið hækkun fasteignagjalda sem munu hækka um 15-18 % á næsta ári og á sama tíma hrósar meirihlutinn sér af því að lækka fasteignaskattinn örlítið sem dugir engan veginn til vegna stórhækkaðs fasteignamats á íbúðarog atvinnuhúsnæði. Auk þessara hækkana á allri þjónustu Mosfellsbæjar eru uppi áform um frestanir á mjög mikilvægum uppbyggingarverkefnum, svo sem byggingu leikskóla í Helgafellshverfi og nauðsynlegrar uppbyggingar á íþróttasvæðinu að Varmá. Þessar frestanir munu hækka framkvæmdakostnað til muna sem er augljóslega mjög slæmt fyrir skattgreiðendur í Mosfellsbæ.

Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram m.a. eftirfarandi tillögur til breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2023 sem voru felldar:

• Lagt er til að útsvar verði óbreytt og ekki hækkað upp í löglegt hámark 14,52%

• Lagt er til að fasteigngjöld verði lækkuð eins og undanfarin ár svo þau hækki ekki umfram vísitölu, annars hækka gjöldin um 15-18 % eftir hverfum.

• Lagt er til að farið verði í framkvæmdir við þjónustubygginguna að Varmá strax í byrjun næsta árs í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir.

• Lagt er til að hafnar verið strax fram-

Þekkir þú erfðarétt þinn?

Að þekkja erfðarétt sinn og ganga frá málum með gerð erfðaskrár getur bæði verið skynsamlegt og komið í veg fyrir ýmis vandamál við andlát eða skilnað.

Erfðaskrá er formbundinn skriflegur löggerningur um hinsta vilja einstaklingsins.

Vissir þú að...

...hver sá sem er orðinn fullra 18 ára og telst andlega heill getur ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá.

...langlífari maki á lögbundinn rétt til setu í óskiptu búi með sameiginlegum börnum sínum og hins skammlífara, nema annað hafi verið ákveðið í erfðaskrá.

Ekki þarf samþykki sameiginlegra barna þar um og skiptir þá engu hvort þau eru fjárráða eða ófjárráða. Þess skal þó getið að sækja þarf um leyfi til setu í óskiptu búi hjá sýslumanni í því umdæmi sem viðkomandi býr.

...langlífari maki á ekki rétt til að sitja í óskiptu búi með börnum hins skammlífara, nema þau eða forráðamenn þeirra, ef þau eru yngri en 18 ára, samþykki það. Innan þriggja mánaða frá 18 ára aldri getur barnið síðan óskað eftir að búinu verði skipt.

Ef fjárráða stjúpniðjar, þ.e. 18 ára og eldri, hafa samþykkt setu hins langlífara í óskiptu búi, geta þeir krafist skipta á búinu með eins árs fyrirvara. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með erfðaskrá.

...aðeins fólk í hjúskap getur gert erfðaskrá sem heimilar eftirlifandi maka að sitja í óskiptu búi. Sambúðarfólk getur það ekki.

...sambúðaraðilar eiga engan erfðarétt eftir hvort annað og skiptir þá lengd sambúðar eða sameiginleg börn engu þar um. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er hægt að tryggja sambúðaraðila arf með erfðaskrá.

... þú getur gert arf barna þinn að séreign gangi þau í hjúskap eða eru í hjúskap.

...skv. erfðalögum er öllum heimilt að ráðstafa að vild einum þriðja eigna sinna með erfðaskrá. Gildir þetta jafnt fyrir þá sem eru í hjúskap og/eða eiga börn. Maki sem situr í óskiptu búi getur aðeins ráðið eignarhluta sínum með erfðaskrá.

...þeim sem ekki eiga skylduerfingja, þ.e. börn eða maka, er heimilt að ráðstafa öllum arfi sínum með erfðaskrá.

... fari skipti á dánarbúi fram eftir lát beggja hjóna, fellur niður lögmæltur erfðaréttur hins langlífara eftir hið skammlífara.

...við andlát einstaklings verður til sjálfstæð lögpersóna, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna. Huga þarf því vel að framtalsskilum og skuldastöðu hins látna.

kvæmdir við leikskólann í Helgafellslandi í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir

• Lag er til að FabLab smiðja verði sett á stofn í Mosfellsbæ árið 2023 í samræmi við tillögur sem fulltrúar í D-lista í bæjarráði lögðu fram.

• Tillögu D-lista um hækkun frístundaávísana til samræmis við hækkun vístölu var vísað til bæjarráðs.

Svo virðist sem algjör kyrrstaða sé í ákvarðanatöku og framkvæmdum hjá nýjum meirihluta. Boðleiðir virðast langar og erfitt að taka ákvarðanir og að láta hlutina ganga. Það verður vonandi breyting á þessu á næstu misserum, það er að flokkanir nái að stilla saman strengi, sýna pólitískt þor og láta verkin tala í ört stækkandi sveitarfélagi.

Við bæjarfulltrúar D-lista í Mosfellsbæ munum styðja góðar tillögur meirihlutans sem fyrr og hvetja þau áfram til góðra verka, en við munum einnig halda áfram að koma okkar tillögum og stefnumálum á framfæri og leggja þannig okkar af mörkum svo að áfram verði best að búa í Mosfellbæ.

Við sendum bæjarbúum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Bæjarfulltrúar D-lista. Ásgeir Sveinsson

Jana Katrín Knútsdóttir

Rúnar Bragi Guðlaugsson Helga Jóhannesdóttir

Lengri útgáfa af greininni birtist á Mosfellingur.is

...óski erfingjar eftir einkaskiptum á dánarbúi hins látna bera þeir persónulega ábyrgð á öllum skuldum, einn fyrir alla og allir fyrir einn, hvort sem þeim er um þær kunnugt eða ekki.

Margrét Guðjónsdóttir lögmaður aðstoðar við einkaskipti dánarbúa, hvort sem er að sækja um leyfi til einkaskipta og koma fram af hálfu erfingja í nafni dánarbúsins, sjá um opinbera skýrslugerð, sölu eigna, úthlutun til erfingja eða hvað annað sem dánarbúi viðkemur þar til skiptum er lokið.

Verið velkomin.

Margrét Guðjónsdóttir lögmaður MG Lögmenn margret@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is

Að­send­Ar greinAr

Grein­um skal skila in­n­ með tölvupósti á n­etfan­gið mosfellin­gur@mosfellin­gur.is og skulu þær ekki vera len­gri en­ 500 orð.

Greinum skal fylgja fullt nafn ásamt mynd af höfundi.

MOSFELLINGUR

Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar 50
Guðjón Svansson
Fjárhagsáætlun nýs meirihluta

dóttir Hættið þessu væli, náið ykkur í skóflu og mokið sjálf ef þið eruð ekki sátt! ÞIÐ

skemmtilegt brak og brestur sem kemur þegar maður dettur í hálkunni og lendir harkalega með hendina undir sér með skóflu í hendinni svo rifbeininin gefa eftir. Versta við þetta var að gera ekki stokkið a fætur og vonað að engin hafi séð mann því um leið og ég tók flugið kom maður gangandi og sá þetta freestyle flug.

Jesus minn, ertu brotinn? Hrópaði hann upp yfir sig. Ég veit það ekki ennþá sagði ég á innsoginu því ég missti andann. Þetta var Karma að minna á sig, dóttirin hafði nokkrum mínútum dottið á sama stað og ég hló. Hún meiddi sig ekki. Farið varlega þarna úti, það er vonlaust að geta ekki legið á sinni uppáhalds hlið lengur, sef eflaust standandi í nótt ��

Hvort sem þetta er slæm tognun, brot eða mar þá mæli ég ekki með þessu. En hey, við náðum bílnum út. 18. des

sambæjarbúar Bílastæðin við verslanirnar í bænum eru orðin mjög þungfær smærri bílum og víða á götum er þungfært þrátt fyrir að bærinn og verktakar standi í ströngu. Ef það eru einhver sem þurfa nauðsynlega að komast í búð en treysta sér ekki í ófærðina þá má senda mér skilaboð og vonandi get ég aðstoðað. Ég er sannfærður um að það eru fleiri sem eiga stærri bíla sem eru til í það sama. Í öllu falli, ekki fara á smærri bílum inn á bílastæðið við K rónuna! 17. des

Þú
www.mosfellingur.is Þjónusta við Mosfellinga - 51 Fagleg og vönduð vinnubrögð 779-9760 Sumarliði / Gísli 779-9761 Öll almenn smíði
finnur öll blöðin á netinu
BÚIÐ
EITT
18.
Helga Kristín
Magnús-
Á ÍSLANDI OG ÞAÐ
ERU FORRÉTTINDI
des
Atli Bjarnason Nú væri fínt að eiga traktorsgröfuna og jeppann sem ég seldi um daginn :)
17. des
Gylfi Þór Þorsteinsson Það er Ásbjörn Jónsson Elsku
Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum,
trjáklippingum. Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnubrögð, vandvirkni og skjóta þjónustu. Sími 893 5788 Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni Vörubíll Þ. b . Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142 Hj‡lmar Gu ðmundsson Lšggildur hœsasm’ðameistari s:6959922 fhsverk@gmail.com Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jóhanna Eiríksdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utforin.is Auðbrekku 1, Kópavogi ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR www.utfararstofa.is Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utforin.is Auðbrekku 1, Kópavogi ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR www.utfararstofa.is Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utforin.is Auðbrekku 1, Kópavogi ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR www.utfararstofa.is Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 - Komum til að standenda og ræðum skipulag sé þess óskað a Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070 www.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 547 4444 www.artpro.is Bestu óskir um gleðileg jól verslum í heimaByggð
steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu,

h eyrst hefur...

...að blásið verði í heljarinnar áramótaball í Hlégarði um áramótin þar sem Stuðlabandið heldur uppi stuðinu.

...að oddviti Vina Mosfellsbæjar og skólastjóri í Hvassaleitisskóla hafi sagt upp störfum sem skólastjóri.

...að kurr sé í starfsfólki á bæjarskri f stofunum vegna yfirvofandi skipulagsbreytinga eftir að ný forysta tók við.

...að árlegt áramótapartýbingó verði á Barion kvöldið fyrir gamlárs.

...að Stormsveitin verði með útgáfuog þrettándatónleika laugardaginn 7. janúar í Hlégarði.

...að Kristín María og Teddi hafi eignast stúlku í vikunni.

...að Sigga Beinteins, Hreimur, Erna Hrönn og Gunni Óla séu öll að fara koma fram á Þorrablóti Aftureldingar 21. janúar.

...að lítill „fugl“ hafi gert sig heimakominn í Blómabúðinni.

...að Mosfellingar geti gætt sér á skötu á Þorláksmessu en bæði Blik og Hlégarður verða með veisluborð.

...að Þröstur Lýðs sé orðin 67 ára og löglegur.

...að jólasveinarnir fái hjálp frá knattspyrnudeildinni við að útdeila pökkum til barna á aðfangadag.

...að aflýsa hafi þurft jólaballinu með Pöpununum og Á móti sól í Hlégarði vegna ófærðar.

...að mikil umræða hafi skapast á samfélagsmiðlum um snjómokstur innan bæjarins, bæði lof og last.

...að Guðrún Sól og Röggi hafi eignast stúlku í síðustu viku.

...að Sonja Noack og Súsanna Sand Ólafsdóttir frá Hestamannafélaginu Herði hafi báðar verið tilnefndar sem reiðkennari ársins.

...að Stefán Sölvi sé 25 ára í dag.

...að íþrótta ­ og tómstundanefnd óski eftir tilnefningu um sjálfboðaliða ársins nú í fyrsta sinn.

...að boðið sé upp á tvær vegalengdir í Gamlárshlaupi Aftureldingar, 5 og 10 km. Ekkert þátttökugjald.

...að Björgunarsveitin Kyndill sé búin að opna fyrir netverslun á flugeldum.

...að Subway sé að leita að nýju húsnæði í Mosfellsbæ eftir að hafa þurft að loka á N1.

...að Mosfellingurinn Sjafnar sé kominn í 18 manna úrslit í Idolinu

...að stákarnir í handboltanum séu komnir í 8 ­ liða úrslit í bikarnum eftir sigur á HK í vítakastskeppni.

...að íþróttakona og íþróttamaður Aftureldingar verði kynnt milli hátíðanna.

...að íbúar geti sent inn tilnefningar til Mosfellings ársins á Mosfellingur.is

...að fjöldi íbúa í Leirvogstunguhverfi hafi fengið 20 daga frest til að halda sínum eignum innan lóðarmarka. mosfellingur@mosfellingur.is

Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

Þetta er Matthildur Móa Böðvarsdóttir og foreldrar hennar heita Heiðdís Hlynsdóttir og Böðvar Páll Ásgeirsson. Hún fæddist þann 18. október 2022 á Landspítalanum kl. 07:55. Hún var 3.730 gr og 53 cm á lengd.

aðventan

Já, komið þið sæl, það hlaut nú að koma að því enn eitt árið, jólin eru að koma. Alveg magnað hvernig þetta læðist að manni á hverju ári og þó svo ég hafi verið búinn að lofa sjálfum mér því að á næsta ári ætli ég að vera tímanlega að öllu og ekki vera með brækurnar á hælunum í þeim efnum.

En nei, þetta læðist lymskulega að kauða á hverju ári og á hverju ári er ég alltaf jafn hissa þegar maður þarf að fara að girða sig í brók.

Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

Í eldhúsinu

með okkur Mosfellingum ítalskri uppskrift að þessu sinni sem er í miklu uppáhaldi fjölskyldunnar.

Hráefni í kjúklingaréttinn

• 4-5 kjúklingarbringur eða einn bakki af lundum

• 5 stk hvítlauksrif, söxuð smátt

• ½ lítri rjómi

• 1 stk piparostur (þessi hringlaga)

• 1 krukka rautt pesto

• 2 msk soyasósa

• 5 til 10 dropar af tabasco sósu

• Pastahreiður

• Íslenskt smjör

Hráefni í bruschetta

• Baguette-brauð, óskorið

• Hvítlaukur

• Litlir tómatar

• Fersk basilika

• Salt og pipar

• Rauð paprika

• Rauðlaukur

• Ólífuolía • Parmesanostur

hvítlaukinn upp úr íslensku smjöri

pönnu (sirka tvær matskeiðar af smjöri).

kjúklinginn á pönnuna með hvítlauknum og brúna hann.

Setja kjúklinginn í eldfast mót.

Sósan er elduð á sama tíma og verið er að steikja kjúllann.

Rjóminn, pestó, rifinn piparostur, soyasósa og tabasco sósan sett í pott og þetta látið malla þangað til allur osturinn er bráðnaður.

Sósunni er hellt yfir kjúklinginn og hann settur inn í ofn á 175° í 30 mín eða þangað til hann er eldaður. 8. Pastað soðið þegar 10 mín eru í mat.

Bruschetta 1. Tveir hvítlauksgeirar pressaðir eða skornir í mjög litla bita. 2. Tómatar skornir mjög fínt. 3. Rauð paprika skorin mjög fínt.

Þessu öllu blandað í skál og kryddað með salti og pipar ásamt slatta ólífuolíu sem er sett yfir.

Sítrónusafi settur yfir salsað eftir smekk.

Sitt sýnist hverjum um jólahátíðina og stússið í kringum hana en ég sjálfur er mikill jólaálfur í mér og hef mjög gaman af þessu stússi öllu saman. Undirbúningurinn, hefðirnar, kaupa gjafirnar og meira að segja helvítis jólalögin kitla mig svona þegar líður á desembermánuðinn.

Ég myndi segja að aðventan sé einn skemmtilegasti hlutinn, því jólin sjálf eru svo fljót að líða og áður en maður veit af er maður farin að rífa niður allt draslið. Klisjan gamla góða stendur undir nafni og þetta er hátíð ljóss og hátíð barnanna, það er nú það sem gerir þetta líka svona gaman, að dekra við blessaða grislingana og og gera litlu frændsystkinin kolvitlaus af smákökuog nammiáti og gefa þeim í jólagjöf einhvern ófögnuð sem helst gengur ekki fyrir batteríum svo foreldrarnir geta ekki tekið þau úr umferð þegar hávaðinn er að æra þau. Svo hefur maður nú lúmskt gaman af því að finna sinn innri „Griswold“ og troða jólaseríum alls staðar.... jafnvel þar sem seríur eiga ekki að sjást.

En á þessum árstíma hugsar maður mikið um vini og fjölskyldu og vill reyna að eyða gæðastundum með þeim og ég verð nú að vera smá mjúkur og segja það hér á prenti að ég hlýt að vera ríkasti maður í heimi þegar kemur að því að eiga yndislega vini og fjölskyldu, því það er þannig að þegar maður siglir inn djúpa dali og lendir í lægðum í lífinu, þá fyrst sér maður það hvað maður er ríkur af ástvinum og fjölskyldu. Og á minni dekkstu stund kom það svo greinilega í ljós hvað ég er mikill lukkunnar pamfíll að eiga góða að.

Ykkur sem hafið verið mínir klettar óska ég ykkur gleðilegra jóla og jú öllum hinum líka.

Gleðileg jól
- Heyrst hefur... 52
högni snær Guðbjörg og Magnús skora á Michele og Heiðu að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Guðbjörg Snorradóttir og Ingvar Magnússon deila
Eldun
1.
2.
á
3.
4.
5.
• Sítrónusafi
á kjúkling
Skera hvítlauk í smáa bita
Brúna
Setja
6.
7.
4.
5.
6.
7.
8. Brauðið
9. Brauðið
10.
Basilika skorin niður.
Hálfur til heill rauðlaukur skorinn mjög fínt.
skorið í um 1 til 2 cm sneiðar.
steikt á pönnu og penslað með ólífuolíu með miklum hvítlauk í.
Borið fram með parmesanosti. Ve rði ykkur að góðu!
Kjúklingur í rjómasósu hjá GuðbjörGu oG inGvari

Ég

og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða. Margrét Guðjónsdóttir

Lögmenn ehf.

jólablað Mosfellings ke M ur út 12. jan. Blaðinu er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ. Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is MOSFELLINGUR RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B ehf Dalatangi - raðhús Bæjarlistamenn mosfellsBæjar Eva Björg, Sigrún og Agnes Wild stofnuðu leikhópinn Miðnætti smá auglýsingar Stríðsmunir Óska eftir munum frá stríðsárunum tengdum Mosfellssveit www.fbi.is sími 822-5344. Tryggvi. Þjónusta við Mosfellinga - 53 gÓÐir meNN eHf Rafverktakar GSM: 820-5900 • nýlagnir • viðgerðir • • hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir Löggiltur rafverktaki Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is GLERTÆKNI ehf Völuteigi 21 - gler í alla gluggaS . 566-8888 • www.glertaekni.i S Þú getur auglýSt frítt (...allt að 50 orð) Sendu okkur þína smáauglýsingu í gegnum tölvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is Sérhæfum okkur í uppsetningu á innréttingum koverktakar@gmail.com Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is flugumýri 2 - sími 566-6216 • Útvega öll jarðefni. • Traktor og sturtuvagn í ýmis verkefni eða leigu. • Sláttuþjónusta og fl. Bj Verk ehf. Björn s: 892-3042 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 www.motandi.is Bestu óskir um gleðileg jól verslum í heimaByggð
14 - Sími 588 1400
www.fastmos.is 586 8080 Sími: Viltu selja? Hafðu samband Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is
Háholti
- mglogmenn@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is MG
óska Mosfellingum
w karlar í skúrum IngI björg: Love Actually. Hver er uppáhaldsjólamyndin þín? ólafur jónas: Elf. ElísabEt: Elf. Em I lía: Home Alone. ÞórHI ldur: How the Grinch Stole Christmas. sendu inn þína tilnefningu 2022 www.mosfellingur.is x BarSvar mesitararnir Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is Lyfta sér upp Gunnsa og Stöllurnar Hjónabandssæla á jólamarkaði Chris Hemsworth Sjafnar Björgvins Fylgdu okkur á Instagram... Hárstofan Sprey Háholt 14 - s. 517 6677 Sprey Hárstofa óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs metnaður Nýgift í Víetnam Feðgarnir komnir í jólaskap Svilkonurnar í jólaundirbúningi útskrifaðir útskurðarmeistarar Jólabjórinn klikkar seint - Hverjir voru hvar? 54

Við látum allt snúast um jólin

Við sendum öllum landsmönnum óskir um gleðilega hátíð. Megi gangverk jólanna vera taktfast og framleiða óstöðvandi hamingju og frið á heimilum og vinnustöðum um allt land.

www.hd.is

www.mosfellingur.is - 55 ALLT fasteignasala allt.is - allt@allt.is - 560-5505 Þverholt 2, Mosfellsbær ALLT fyrir þig

Bergholt

Reykjamelur

bilskúr með geymslu inn af. Fallegur garður. Gróið hverfi. Nýtt K gler í öllum gluggum og nýr þakkantur.

Lágholt

Nýtt í sölu. Mjög fallegt 200 fm. einbýli við Lágholt í Mosfellsbæ. Nýlegt eldhús. Flísar á eldhúsi og stofu . Upptekin loft í stofu. Gestasnyrting og gott baðherbergi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Góður frágangur. Einstaklega fallegur garður. Heitur pottur. Þetta er hugguleg eign við rólega lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og hestavöllur í göngu færi.

Bergholt

Byggðarholt

Bergholt

MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Sími: 846 3424 Kjarna Þverholti 2 586 8080 fastmos.is Sími: Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ - kíktu við, þá vinna allir! Múlalundur vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is Sæktu Landsbankaappið Hestamenn buðu H eim Hestamannafélagið Hörður bauð bæjarbúum í opið hús í reiðhöll félagsins í desember og þáðu margir boðið. Þá voru mörg hesthús opin upp á gátt í hesthúsahverfinu enda öflugt starf í félaginu. Hér má sjá flotta fjölskyldu sem tók vel á móti Mosfellingum. mynd/raggiÓla SELD Netfang: berg@berg.is • www.berg.is Sími: 588 55 30 Opið virka daga frá kl. 9-18 Pétur Pétursson Löggiltur fasteignasali GSM: 897 0047 Bergholt Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega. Grundartangi Mjög vandað 184 fm. einbýli við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi. 2 baðherbergi/snyrtingar. Björt stofa með arni. Stór
Arin
stofu og Fellsás
Nýtt í sölu. Mjög glæsilegt 286 fm. einbýli á þremur pöllum. Tvíbreiður bílskúr með geymslulofti. 5 herbergi.
í
Vandað og vel byggt 216 fm. enbýli á tveimur hæðum á einum fallegasta stað í Mosfellsbæ. Húsið stendur á lóð við Varmá,umvafið gróðri. Stór lóð. Eign í algjörum sérflokki. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Nýtt í sölu. Mikið endurnýjað 127 fm. raðhús á mjög barnvænum stað í miðbæ Mosfellsbæjar. 3 góð svefnherbergi. Nýtt parket og flísar. Rúmgott baðherbergi. Útgengt á baklóð úr stofu. Smekklegar innréttingar Nýtt þak og verið að mála húsið að utan.Örstutt í skóla og íþróttasvæði. V. 28,5 Litlikriki Vorum að fá í sölu glæsilegt tveggja hæða rúmlega 300 fm. einbýli með innbyggðum SELD Fasteignasalan Berg • Há H olt 14 • 2. H æð • s. 588 55 30 • www. B erg.is Kæru Mosfellingar Þökkum ánægjuleg viðskipti Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali 897-0047 Brynjólfur Jónsson löggiltur fasteignasali 898-9791 Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.