5. tbl. 2023

Page 1

MOSFELLINGUR

tbl. 22. árg. fimmtudagur 11. maí 2023 • Dreift frítt inn á öll heimili í mosfellsbæ • vefútgáfa: www.mosfellingur.is

eign vikunnar www.fastmos.is

Fjórir úrgangsflokkar • Nýjar tunnur fyrir matarleifar • Stórt framfaraskref

Nýtt flokkunarkerfi tekið í notkun á næstu vikum

Það styttist í að Mosfellingar fái afhentar nýjar tunnur, körfur og bréfpoka undir matarleifar. Nýtt og samræmt flokkunarkerfi verður innleitt á næstu vikum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili.

Stærsta breytingin er sú að íbúar fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnu fyrir pappír og plast. Sorptunnurnar verða endurmerktar en sú gráa verður undir plast, bláa áfram undir pappa og svo bætist við tvískipt tunna fyrir matarleifar og blandaðan úrgang. Öll heimili fá plastkörfu og bréfpoka til að safna matarleifum innanhúss og verður það afhent með tunnunni. tunnunum dreift á sex vikna tímabili

„Spennandi skref í hringrásarhagker finu og til þess gert að lágmarka þann úrgang sem þarf að grafa,“ segir Katrín Dóra Þorsteinsdóttir verkefnastjóri.

Áætlað er að fyrstu tunnurnar komi samhliða sorphirðu fimmtudaginn 25. maí og verður dreift yfir sex vikna tímabil. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Heiða Ágústsdóttir og Bjarni Ásgeirsson ásamt fleira starfsfólki og fulltrúum úr umhverfisnefnd verða á bókasafninu til að spjalla við íbúa, fræða þá og svara spurningum. Þau verða á bókasafninu 25. maí, 1. og 8. júní kl. 16-18 og 3. júní kl. 11-13.

Efstaland 10

Glæsilegt 194,2 m2 endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Gólfhiti í öllum rýmum eignarinnar. Fallegar innréttingar og gólfefni. Mikil lofthæð er á efri hæð hússins og glæsilegt útsýni. Stórar svalir með heitum potti. V. 133,7 m.

Bjarni, Katrín dóra og Heiða með nýju tvísKiptu tunnuna myndir/hilmar

Ertu að fara í pallasmíði?

Jarðvegskrúfurnar færðu hjá Redder!

Nánari upplýsingar um dreifingaráætlun fyrir tunnurnar má finna í blaðinu í dag auk þess sem allar helstu upplýsingar um verkefnið eru á mos.is og flokkum.is.

Mosfellingurinn Anita Pálsdóttir starfsmaður Hjartaverndar Ég játaði mig sigraða og kallaði eftir hjálp

RÉTTINGAVERKSTÆÐI

f ylgStu með oKKur á facebook

Kjarna • Þverholti 2 • 270 mosfellsbær • s. 586 8080 svanþór einarsson • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is

Þjónustuverkstæði skiptum um framrúður

Jóns B. ehf Flugumýri 2,
Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.i S
Mosfellsbæ
Bílaleiga
5.
Kjarna • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fa S tmo S .i S
26

MOSFELLINGUR

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:

Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is

Ritstjórn:

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is

Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is

Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is

Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.

Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.

Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265

Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út mánaðarlega.

Fjórflokkun í Mosó

Almenningur hefur lengi kallað eftir samræmingu á flokkunarkerfi við heimili og óskað eftir lausnum fyrir sérsöfnun á lífrænum úrgangi. Nú styttist í það að íbúar á öllu höfuðborgarsvæðinu búi við eitt kerfi og einar reglur þegar kemur að sorphirðu. Samkvæmt lögum sem taka gildi árið 2023 þarf að hætt að urða lífrænan úrgang.

Með þessu nýja kerfi er almenningi þannig gert að lágmarka úrgang sem þarf að grafa. Það vonandi hjálpar okkur Mosfellingum líka í þeirri eilífðarbaráttu að urðun verði einhvern tímann alfarið hætt hjá nágrönnum okkar í Álfsnesi.

Rúm vika er í að fyrstu tunnurnar mæti til leiks í gula hverfið í Mosó. Síðan koll af kolli samkvæmt áætlun yfir sex vikna tímabil.

Í blaðinu í dag finnið þið helstu upplýsingar um þetta allt saman auk þess sem hægt er að fá svör við nánast öllu á www.flokkum.is.

Nemendur við Brúarlandsskóla í Mosfellsveit 1961-1964 fermdust í Lágafellskirkju þann 5. maí árið 1963. Síðan eru liðin 60 ár.

Prestur var sr. Bjarni Sigurðsson en alls fermdust 25 krakkar þennan dag. 20 þeirra voru nemendur í Brúarlandsskóla en 5 utanaðkomandi. Fermingarbörnin höfðu flest haldið hópinn í sveitinni frá 7 ára aldri.

Fermingarmyndin er fengin hjá Sveini Sveinssyni á Bjargi en er úr ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Sveinn minnist þess að hafa fengið skrifborð, prímus, bakpoka og svefnpoka í fermingargjöf sem þóttu stórgjafir á þessum tíma. Prímusinn gaf nýlega upp öndina.

Skólasystkinin, árgangur ‘49, héldu endurfund síðsumars árið 1991 og komu saman í gamla Brúarlandsskólanum. Þá var farið í Hlégarð og efnt til sameiginlegs borðhalds.

Myndin hér til hliðar er söguleg og bendir Sveinn á að engum stekkur bros.

Aftast: Lilja Gísladóttir, Hlíðartúni, Hans Gíslason, Hlíðartúni, Garðar Haraldsson, Markholti, Þórður G. Sigurðsson, Lundi, Jón S. Guðmundsson, Hamrafelli, Gísli Arason, Reykjaseli, Sveinn Sveinsson, Bjargi, Baldur Sigurðsson, Reykjadal, Kristján Einarsson, Reykjadal.

Í miðju: Sveinbjörg Steingrímsdóttir, Selási, Alda María Magnúsdóttir, Selási, Örlygur Jessen, Borg, Sigurður Frímannsson, Blómsturvöllum, Þuríður María Hákonardóttir, Grund, Hilmir Bjarnason, Mosfelli, Hildur Jörundsdóttir, Litlalandi, Jónas Þór Arnaldsson, Blómvangi, Rúna Jónsdóttir, Reykjahlíð, Kristrún Jónsdóttir, Reykjahlíð, Erna G. Sigurjónsdóttir, Lyngási.

Fremst: Jónína Líneik Magnúsdóttir, Árbæjarbletti, Arnþrúður, Guðmundsdóttir, Markholti 2, Jóhanna S. Magnúsdóttir, Mel, sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli, Ásthildur Jónsdóttir, Steinum, Guðrún Jóhannsdóttir, Dalsgarði.

Héðan og þaðan

Í þá
gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Næsti MosfelliNgur keMur út 8. júNí
www.isfugl.is 6 - Fréttir úr bæjarlífinu 2
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
fermdust saman fyrir 60 árum

brúarfljóT 20

51,2 m2 geymsluhúsnæði. Engin vsk-kvöð er á eigninni. Góð lofthæð sem gefur möguleika á að setja upp geymsluloft. Tvær innkeyrsluhurðir og ein inngönguhurð.

V 24,9 m.

*Einnig er möguleiki að leigja fyrir 88 þ á mánuði.

dESjamýri 5

42,0 m2 geymsluhúsnæði á afgirtu lokuðu svæði. Epoxý á gólfi. Engin vskkvöð er á eigninni. Hámarks lofthæð er 3,85 m. Búið er að setja upp stálbita þvert yfir bilið sem t.d. er hægt að nýta í að útbúa milliloft.

V. 22,9 m.

TröllaTEiGur 20

Rúmgóð og björt 122,5 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílastæði í bílakjallara í lyftuhúsi við Tröllateig 20. Góð staðsetning miðsvæðis í Mosfellsbæ.

V. 75,5 m.

bliK aHöfði 1

Falleg 84,6 m2 íbúð með fallegu útsýni á 2. hæð, ásamt 29,2 m2 endabílskúr. Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottahús, sjónvarpshol, eldhús, stofu/borðstofu, geymslu og bílskúr.

V. 67,9 m.

lEirvoGSTunGa 3

Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Mikil lofthæð, stórir gluggar og falleg lýsing sem gerir eignina bjarta og skemmtilega. Afgirtur garður og stór timburverönd með heitum potti í suður- og austurátt.

V 139,9 m.

TröllaTEiGur 49

Vel skipulögð 101,7 m2, 3ja herbergja íbúð með sérinngangi og timburverönd á jarðhæð. Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og geymslu sem er innan íbúðar.

V 67,5 m.

voGaTunGa 107

Fallegt og vel skipulagt, 236,7 m2, 6 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Mikil lofthæð og innbyggð lýsing er á efri hæðinni. Timburverönd í suðurátt og stórar svalir með glæsilegu útsýni.

V. 139,9 m.

HElGadalSvEGur 10 - Tvö EinbýliSHúS

Tvö einbýlishús, samtals 424,8 m2. Glæsileg bjálkahús á tveimur hæðum með stórum bílskúr og auka einbýlishúsi á tveimur hæðum. Heimilt er að byggjað annað húsnæði, t.d. hesthús, gróðurhús eða iðnaðarhús allt að 500 m2. V. 290,0 m.

KlapparHlíð

28

Vel skipulögð 66,9 m2 2ja herbergja íbúð með sérinngangi af opnum svalagangi á 2.hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Fallegt útsýni.

V. 50,9 m.

arnarTanGi 17

Fallegt 187,5 m2 einbýlishús á einni hæð með bílskúr og 5 svefnherbergjum. Bakgarður með timburverönd í suðurátt.

V. 115,9 m.

KvíSlarTunGa 43

Glæsilegt 262,7 m2 parhús á tveimur hæðum með bílskúr. Mjög fallegt útsýni. Bakgarður í suðurátt með timburverönd og heitum potti.

V. 144,0 m.

TröllaTEiGur 24

Rúmgóð og björt 117,7 m2 3ja herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílastæði í bílakjallara í lyftuhúsi. Svalir í suðurátt. Góð staðsetning miðsvæðis í Mosfellsbæ.

V 72,5 m.

vEfaraSTræTi 14

Rúmgóð og falleg 128,1 m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílastæði í bílageymslu. Gott skipulag og fallegar innréttingar. Svalir í suðvesturátt með fallegu útsýni.

85,9 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Sigurður Gunnarsson Lögg. fasteignasali Svanþór Einarsson Lögg. fasteignasali
Fastmos ehf. • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • www.fastmos.is • Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali
Theodór Emil Karlsson Aðstoðarmaður fasteignasala nýTT áSKrá lauST STrax Með bílskúr

Viktoría Unnur nýr skólastjóri Krikaskóla

Viktoría Unnur Viktorsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Krikaskóla frá og með 1. júní. Alls sóttu 11 einstaklingar um starfið og var Viktoría Unnur metin hæfust. Hún er með B.Ed. gráðu frá KHÍ, með áherslu á kennslu yngri barna, með diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands og er að ljúka meistaragráðu í stjórnun og for ystu í lærdómssamfé­lagi frá HA. Viktoría Unnur hefur star fað sem grunnskólakennari í Norðlingaskóla og verið verkefnastjóri og tengiliður við Háskóla Íslands í samevrópsku verkefni sem stuðlar að seiglu og þrautseigju hjá nemendum. Þá hefur hún reynslu af starfi sem deildarstjóri í leikskóla.

Ráðin framkvæmdastjóri lækninga

Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Árdís útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 2008.

98 tilboð bárust • 4 fjölbýlishús og 7 raðhús • Síðari úthlutun 5. áfanga áætluð í haust

eftirspurn

Mikil eftirspurn er eftir lóðum við Úugötu í Mosfellsbæ en alls bárust 98 tilboð í lóðir fjögurra fjölbýlishúsa og sjö lóðir fyrir nokkurra eininga raðhús.

Við Úugötu er skipulögð byggð um 150 íbúða sem verður fjölbreytt og blönduð í hlíð á móti suðri. Áformað er að síðari úthlutun lóða á svæðinu muni eiga s é­r stað næstkomandi september. Um er að ræða þann hluta hverfis sem einkennist af s é­rbýlishúsaeign, þá að mestu einbýlis- og parhúsalóðir. Lóðirnar eru ofar í suðurhlíðum Helgafells og njóta þannig sólar frá morgni til kvölds og útsýnis yfir Mosfellsbæ.

Ánægjulegt að sjá mikla þátttöku Bæjarráð fer með úthlutun lóða að lokinni yfirferð allra tilboða. Hverri lóð verður

úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð í viðkomandi lóð, enda uppfylli tilboð viðkomandi aðila skilyrði úthlutunarskilmála, þar á meðal um hæfi tilboðsgjafa.

„Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu mikil þátttaka varð í útboðinu á lóðum við Úugötu í hlíðum Helgafells. Eftirspurnin endurspeglar annars vegar vinsældir sveitarfé­lagsins til búsetu og hins vegar staðsetningu lóðanna sem eru í suðurhlíðum Helgafellslandsins.

Í haust fer svo síðari hluti úthlutunar lóða við Úugötu fram en í þeim hluta verður meira s é­rbýli í boði,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Úugata er hluti af nýlegu og einkar aðlaðandi hverfi Helgafells og er gatan nefnd eftir kvenpersónu úr bókum Halldórs Laxness, líkt og aðrar götur í hverfinu. Mosfellsbær vígði síðasta hluta nýs grunnskóla Helgafells árið 2021 og vinnur nú að byggingu íþróttasalar og nýs leikskóla fyrir hverfið.

Íþrótta- og tómstundanefnd veitir styrki í formi launa yfir sumartímann • 20 umsóknir

efnileg ungmenni fá styrk

Á dögunum veitti íþrótta- og tó mstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ungmenna.

Styrkirnir eru í formi launa yfir sumar tímann og eru greid dir í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ.

Mark mi ð ið er að gefa ei n sta k lingum sem skara framúr færi á að stunda sína list, íþrótt eða tó mstund yfir su mar tí mann.

Við valið er stuðst við reg lur sem byggja á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem vegna listar, íþróttar eða tómstundar sinnar eiga erfitt með að vinna launuð störf að hluta til eða að öllu leyti yfir sumartímann.

Í ár bár ust 20 umsóknir. Allir umsóknaraðilar eru sannarlega vel að styrknum komnir og íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum aðilum fyrir sínar umsóknir. Styrk­þeg­ar sum­arsins eru sjö: Eydís Ósk Sævarsdóttir, hest­ar/pí­anó Heiða María Hannesdóttir, mynd­list­

Lilja Sól Helgadóttir, t­ónlist­/t­ónsköpun

Logi Geirsson, brasilí­skt­ jiu jit­su

Sara Kristinsdóttir, golf

styrkþegar ásamt nefndarfólki

Sigurjón Bragi Atlason, hand­knat­t­leikur Sævar Atli Hugason, knat­t­spyrna

Í Mosfellsbæ samþykktu 97% • Gæti byrjað að hafa áhrif í skólum í næstu viku

félagsmenn BsrB samþykkja verkfall

Meira en níutíu prósent fé­lagsmanna BSRB hafa samþykkt að hefja verk fall. Um er að ræða starfsmenn í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Í Mosfellsbæ samþykktu um 500 fé­lagsmenn, 96,83%, verkfallsboðun.

Þá munu verkfallsaðgerðir sveitar fé­laga

hefjast 15. og 16. maí en aðgerðir geta náð víðar fari atkvæðagreiðsla svo.

„Fé­lagsfólk okkar virðist hafa verið löngu tilbúið í verkföll, fólk ætlar ekki að láta þetta misré­tti yfir sig ganga ofan á allt og er tilbúið til að leggja niður störf til að knýja fram ré­ttláta niðurstöðu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

kirkjustarfið Helgi H ald næstu vikna

sunnudagur 14. maí

Kl. 11: Blessunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju fyrir skírnarbörn vetrarins. Stundin verður með krílasálmasniði í umsjá Guðlaugar Helgu og Áslaugar Helgu djákna.

sunnudagur 21. maí

Kl. 11: Kveðjumessa sr. Ragnheiðar Jónsdóttur. Veglegt messukaffi í safnaðarheimilinu, Þverholti 3 í boði sóknarnefndar eftir messuna.

Kl. 11: Útvarpsmessa frá Lágafellskirkju sem tekin var upp vikunni áður. Útvarpað á Rás 1.

sunnudagur 28. maí

Fermingarguðsþjónustur kl. 10:30 og 13:30 í Lágafellskirkju. 28 ungmenni fermd í tveim athöfnum.

sunnudagur 4. júní Kl. 20: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir guðfræðingur leiðir stundina.

Heilunarguðsþjónusta Fimmtudaginn 18. maí kl. 20 verður heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju.

Umsjón: sr. Arndís, sr. Henning Emil, Vigdís og hópur græðara.

„Sveitarfé­lögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sé­r og koma til móts við starfsfólk sitt en hingað til hefur samningsviljinn verið enginn,“ sagði Sonja.

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfé­laga á fund á föstudaginn kl. 13.

kyrrðardagar í Mosfellskirkju

Verða laugardagana 20. og 27. maí. Á þessum laugardögum verður dagskrá frá 9:00 til 11:00 í og við kirkjuna. Upplýsingar og skráning á lagafellskirkja@lagafellskirkja.is.

sumarnámskeið lágafellssóknar (sjá auglýsingu) Upplýsingar og skráning í fullum gangi á heimasíðunni okkar. Lofum stuði og ævintýrum í sumar!

Rafræn fermingarskráning fyrir 2024 Upplýsingar og skráning á heimasíðunni okkar, www.lagafellskirkja.is

www.lagafellskirkja.is
- Bæjarblaðið í 20 ár 4
Að auki hefur hún sé­rfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Hún hefur undanfarin ár verið yfirlæknir og sinnt stjórnun við Södra Älvsborgs Sjukhus í Borås í Svíþjóð. Árdís segir framkvæmdastjórastöðuna á Reykjalundi vera mjög spennandi og lítur jafnframt á Reykjalund sem frábæran vinnustað með mikla möguleika. Hún hefur brennandi áhuga á endurhæfingu og sé­r gríðarleg tækifæri í að fá að taka þátt í að móta og þróa endurhæfingu á Íslandi til framtíðar. Árdís kemur að fullu til starfa síðsumars en mun þó hefja störf að hluta í júní. Stefán Yngvason, núverandi framkvæmdastjóri lækninga, hefur sagt upp störfum að eigin ósk en mun gegna starfinu fram á sumar þar til Árdís tekur við keflinu. mikil
eftir lóðum við Úugötu í Helgafellshverfi

35”, 37” OG 40”

RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR JEEP®

Konungur fjallaævintýranna. Jeep® Wrangler Rubicon býr yfir rafmögnuðum krafti sem skilar þér þangað sem þig langar. Plug-in Hybrid með mestu drifgetuna – náttúran hefur aldrei verið jafn heillandi.

HLÖÐUM Í HAGKVÆM

FJÖLSKYLDUÆVINTÝRI

GLÆSILEGUR 455.000 KR.

SUMARKAUPAUKI

FYLGIR MEÐ

JEEP® COMPASS HENTAR ÞÉR FULLKOMLEGA

Rafmagnaður, fjórhjóladrifinn Jeep® Compass skilar þér hvert á land sem er. Pláss fyrir allt, alla og öll þín ævintýri út í búð eða upp á næsta fjall. Sumarkaupauki fylgir öllum Jeep® Compass og Jeep® Renegade. Dráttarbeisli, aurhlífar, hleðslukapall og þjónustuskoðanir að verðmæti 455.000 kr.

GOÐSÖGNIN RAFMÖGNUÐ
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 • ISBAND.IS • JEEP.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
BREYTINGAPAKKAR Í BOÐI
JEEP® WRANGLER RUBICON

Opnað fyrir umsóknir um matjurtargarða

Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is en garðarnir verða tilbúnir til notkunar 19. maí.

Vinningshafar í páskakrossgátu

Í páskablaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru

sigurvegararnir

þau Sigurveig

Davíðsdóttir, Litlakrika 62

og Matthías

Hálfdánarson, Tröllateig 39.

Vinningshafarnir

fá gjafabréf á

veitingastaðinn Bankann Bistro í

Mosfellsbæ og verður þeim komið til þeirra á næstu dögum. Lausnarorð krossgátunnar var „Ekki eru allar ferðir til fjár“. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju.

áhugasamir þátttakendur í hlégarði

Fyrsta skipti í Mosfellsbæ

• Barnvænt samfélag

í mótun Vel heppnað barnaog ungmennaþing

Barna- og ungmennaþing í Mosfellsbæ var haldið í Hlégarði 13. apríl þar sem um 90 nemendur í 5.–10. bekk í Mosfellsbæ tóku þátt.

Ungmennaráð var gestgjafi og voru þau jafnframt í hlutverki umræðustjóra á borðum ásamt útskriftarnemum frá FMOS.

Helstu niðurstöður umræðna á þinginu voru innanbæjarstrætó, fleiri stuðningsfulltr úar í skólum, aukin fræðsla um andlega

Alla leið á öruggari dekkjum

heilsu, betri matur og betri leikvellir fyr ir boltaíþróttir.

Kraftur, gleði og sa mheldni voru allsráðandi á þessum sólríka degi og voru þátttakendur sammála um að dagur inn hafi heppnast vel.

Þingið er hluti af verkefninu barnvænt sveitar félag sem Mosfellsbær vinnur að innleiðingu á og byggir á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Bókaðu

Cooper Zeon 4XS Sport

• Henta undir jeppann þinn

• Mjúk og hljóðlát í akstri

• Veita afburða aksturseiginleika og gott gripá þurrum og blautum vegi

Hjólbarðaþjónusta N1

Langatanga Mosfellsbæ440 1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði440 1374

Cooper Zeon CS8

• Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd

• Einstaklega orkusparandi

• Hljóðlát með góða vatnslosun

Cooper AT3 4s

• Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum

• Hljóðlát og mjúk í akstri

- Fréttir úr bæjarlífinu 6
ALLA LEIÐ
Skannaðu kóðann og náðu í N1 appið Afsláttur & punktar Bíldshöfða 440 1318 Fellsmúla 440 1322 Réttarhálsi 440 1326 Ægisíðu 440 1320 Klettagörðum 440 1365
tíma í dekkjaskipti í N1 appinu
Grænásbraut
Dalbraut Akranesi 440 1394 Réttarhvammi Akureyri 440 1433
Reykjanesbæ440 1372
28 Verðlauna krossgáta Mosfellingur og Bankinn bjóða upp páskakrossgátu Verðlaun boði Bankans Bistro Dregið verður innsendum heppnir vinningshafar
Jón Jónsson vakti lukku

Við viljum heyra frá þér!

Opinn

fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál í Mosfellsbæ

Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál verður haldinn

16. maí í FMos með íbúum Mosfellsbæjar, fulltrúum

úr atvinnulífinu og öðrum hagsmunaaðilum.

Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 19:00.

Fundurinn er hluti af vinnu atvinnu- og nýsköpunarnefndar við mótun atvinnuog nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.

DAGSKRÁ:

1. Opnun

Sævar Birgisson, formaður atvinnuog nýsköpunarnefndar

2. Stöðumat atvinnuog nýsköpunarmála hjá Mosfellsbæ kynnt Björn H. Reynisson, ráðgjafi

3. Hugmyndavinna og umræður þátttakenda á þjóðfundarformi undir stjórn borðstjóra

4. Stutt samantekt umræðuefna frá hverju borði

5. Fundarslit Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri

Við hvetjum bæjarbúa og atvinnurekendur til þess að taka þátt í fundinum, skiptast á skoðunum og taka þátt í að móta atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir Mosfellsbæ.

Skráning á fundinn fer fram á mos.is/opinnfundur

Skemmtikvöld með Valgeiri Guðjóns

Skemmti- og huggukvöld með Valgeiri Guðjónssyni Bakkastofubónda og frú verður haldið í Hlégarði fimmtudagskvöldið 8. júní. Valgeir Guðjónsson þarf vart að kynna enda hafa lög hans og textar markað spor í þjóðarsál landans í um fimmta tug ára. Á þessu Hlégarðskvöldi mun hann miðla gestum úr hinum margbreytilega lagabálki sínum úr þátíð og nútíð. Vegir hans hafa legið til allra átta og ná yfir tónsmíðar fyrir hljómsveitir, kvikmyndir, sjónvarp, hvatningarlög, leikhús og einleik og nú síðast sagnatónlistina Saga Musica. Þegar kemur að sköpunargáfunni og lagasmíðum virðast Valgeiri ekki halda nokkur bönd. Hann mun ásamt frú Ástu Kristrúnu flétta inn á milli laga persónulegar frásagnir, en þess má geta að Ásta rekur ættir sínar í hina upprunalegu Mosfellsveit, sjálfa Reykjafjölskylduna, þar sem hún dvaldi oft í bernsku. Valgeir Guðjónsson er ekki síður þekktur fyrir alúðlegan og hlýjan frásagnarmáta þar sem skopskynið er aldrei langt undan og því full ástæða til að verða hluti af þessu einstæða skemmti- og huggukvöldi. Miðaverð er 2.500 kr. og fer salan fram á Tix.is.

Lentu í 2. sæti í sínum riðli • Frábær stuðningur

úr stúkunni • Úrslit í Laugardalshöll

skólahreystilið lágafellsskóla er komið í úrslit

Lið Lágafellskóla er komið í úrslit í Skólahreysti 2023. Liðið er skipað þeim Arnari Loga, Birki Snæ, Emblu Maren, Guðna Geir, Hildi Kristínu og Söru Maríu. Þau lentu í 2. sæti í sínum riðli en fjögur

uppbótarlið með bestan árangur í riðlunum átta komust inn í úrslit sem verða þann 20. maí í Laugardalshöll. Þjálfari liðsins er Frikrik íþróttakennari skólans.

Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu

MENNINGARFERÐ Á KJARVALSSTAÐI 17. MAÍ

Menningarhópurinn Mosó+ nýstofnaði ætlar að fara sína fyrstu heimókn.

17. maí kl. 13:00 frá bílaplaninu á móti bæjarleikhúsinu. Þar ætlum við að skoða afmælissýningu Kjarvalsstaða og þær sýningar sem eru í boði. Á veitingastaðnum Klömbrum Bistrø er upplagt að njóta útsýnisins og þeirra ljúffengu veitinga sem þar eru á boðstólum og fáum við eplaköku og kaffi á 1.650 kr. kl. 15:30.

Aðgangsverð í safnið er 2.150 kr. (hægt að kaupa menningarkort sem kostar það sama og gildir út ævina, en þeir sem eiga menningarkort fá frítt inn). Þeir sem hafa áhuga á að koma með og sameinast í bíla hafið samband í síma 6980090/586-8014 eða á elvab@mos.is.

Bestu kveðjur frá stjórn Menningarhópsins Mosó+

Barnakór Lágafellskirkju

Kemur 15. maí og syngur kl. 16:30 í salnum Hlaðhömrum 2. Stjórnandi kórsins er Valgerður Jónsdóttir.

Útsaums og postulínsmálun

Minnum á útsaumshópinn okkar á miðvikudögum og postulínsmálun á fimmtudögum.

Félagsstarfið

Verið velkomin í félagsstarfið alla virka daga kl. 11:00-16:00 og föstudaga kl. 13:00-16:00.

Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félagsstarfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstundaog félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.

Fé LAG AL d RAÐRA í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is

S TJ ó RN F A Mo S

Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is

Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is

Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com

Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is

ólafur Guðmundsson meðstjórnandi s. 868-2566 polarafi@gmail.com

Ingibjörg G. Guðmundsdóttir varamaður s. 894-5677 igg@simnet.is

Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896-7518 asath52@gmail.com

-
8
Fréttir úr bæjarlífinu
nemendur á leirnámskeiði Nemendur á myndlistarnámskeiði ásamt kennaranum Hannesi Valgeirsyni.
Þau
eru með sýningu í Lágafellslaug þessa dagana.
HLÉGARÐUR FÉLAGSHEIMILI
október GILDRAN KEMUR SAMAN Á NÝ Í HEIMABÆ SÍNUM. SÍÐAST KOMUST MARGFALT FÆRRI AÐ EN VILDU. Nú eða aldrei er tækifæri að sjá eina mögnuðustu rokkhljómsveit Íslands, fyrr og síðar! NÚ EÐA ALDREI Forsala hafin á Tix.is (Miðaverð 8.500 kr.)
Hlégarður 6.

Hrein hollusta, glóðheit gleði

Íbúar

Frískápurinn í Mosó fær góðar viðtökur

Notkunin á nýja frískápnum í Mosfellsbæ fer vel af stað. „Mosfellingum ber að þakka fyrir frábær viðbrögð því nánast á hverjum degi er matur settur í skápinn sem annars væri hent og þannig minkum við matarsóun,“ segir Gerður Pálsdóttir einn umsjónarmanna.

Unnið er að því að fá fyrirtæki og veitingastaði hér í bæ í samstarf. Meðlimir í Facebook grúbbunni eru orðnir rúmlega 700. Skápurinn er staðsettur bak við Kjarna í porti þar sem „gamli“ Bónus var með vöruafhendingu Í Facebook-hópnum er hægt að sjá nánari leiðbeininar um staðsetningu en verið er að skoða hvort hægt að að útbúa skilti fyrir ofan skápinn.

Hér eru helstu leiðbeiningar varðandi noktun skápsins:

• Allir geta nýtt matinn í skápunum ókeypis.

• Neysla matarins er á eigin ábyrgð.

• Setjið aðeins neysluhæfan mat í skápana, mat sem þið mynduð borða sjálf.

• Gangið vel um skápana og kringum þá.

• Takið aðeins mat til eigin þarfa munið að fleiri en þið þurfa að fá að borða. Deilum og tökum tillit til annarra.

• Gott er að merkja heimatilbúna rétti með dagsetningu og innihalds lýsingu.

Öllu til tjaldað á útskriftasýningu • Grafísk miðlun

Bjarki Þór tekur þátt í viðamikilli

Mosfellingurinn Bjarki Þór Sigurjónsson er í útskriftarhóp Tækniskólans í grafískri miðlun sem heldur viðamikla útskriftarsýningu dagana 12.18. maí.

Á sýningunni gefur að líta fjölbreytt verk eftir 19 nemendur, allt frá ljósmyndum upp í innbundnar bækur og prentgripi, þar á meðal ljósmyndabækur, auglýsingar, umbúðir, bæklinga og tímaritið Ask, sem er samstarfsverkefni nema í grafískri miðlun.

sýningu

„Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegur tími og ég mæli heilshugar með náminu, það er yfirgripsmikið og fá nemendur fjölbreytta kennslu í grafískri miðlun, stofnun og rekstri fyrirtækis og fleira. Ég náði að tengja Mosfellsbæ aðeins inn í lokaverkefnið mitt, en við áttum að setja upp ráðstefnu og hafði ég Mosfellsbæ sem einn af styrktaraðilunum,“ segir Bjarki Þór hlæjandi. Sýningin er til húsa í gamla sjómannaskólanum við Háteigsveg 35-39 og er opin kl. 15-18.

• Athugið „best fyrir” dagsetningar treystið eigin lyktar- og bragðskyni.

• Helst ekki hrátt kjöt, fiskur eða eggjavörur.

• Engar opnar niðursuðudósir og krukkur.

• Best ef mikið er af brauði að pakka vel inn hverju fyrir sig.

• Ekkert áfengi né áfenga drykki .

• Gott að mynda og senda skilaboð á FB hópinn þegar bætt er í skápana.

Lágafellssókn á grænni leið

Græn sorptunnuflokkun er hafin í kirkjugörðum Lágafellssóknar

Við Lágafell, eldri og nýja Mosfellskirkjugarð var nýlega sett upp sorptunnuskýli með flokkunartunnum.

Nú er möguleiki fyrir aðstandendur leiða í kirkjugörðum og fyrir starfsemi kirkjunnar að flokka í eftirfarandi: Lífrænan garðaúrgang, blandað/almennt, pappír/pappa og plast.

Fólk er vinsamlegast beðið um að fjarlægja sjálft með því að fara með heim eða í Sorpu ef um annan sorpúrgang er að ræða t.d. málma, kerti ofl.

TIL LEIGU

Mjög gott, nýtt iðnaðarbil. Um 275 fm - aðalsalur + milliloft. Stór innkeyrsluhurð tæpir 5m að hæð. Stór salur með góðri lofthæð, milliloft innst í bilinu. Salerni og sturta. Eldhúsinnrétting verður sett upp í samráði við leigjanda. Epoxy á gólfum.Góð niðurföll og aðgangur að rafmagni og vatni. Steypt bílaplan fyrir framan hús. Mjög snyrtilegt, nýtt og gott iðnaðarbil.

Leiguverð á bilinu 2.500-3.000 kr. per fm. Fer eftir nánara samkomulagi, tímalengd og tryggingum.

- Frítt, frjáls og óháð bæjarblað 12
skiptast á mat
Góð leið til að minnka matarsóun

Spjall um nýtt úrgangs-

Katrín, Heiða og Bjarni á umhverfissviði ásamt fleira starfsfólki og nefndarmönnum í umhverfisnefnd bjóða íbúum Mosfellsbæjar og koma og spjalla við sig um innleiðingu á nýja úrgagnsflokkunarkerfinu.

Þau verða á Bóksafni Mosfellsbæjar fimmtudagana 25. maí, 1. og 8. júní kl. 16:00-18:00 og

laugardaginn 3. júní kl. 11:00-13:00.

Hægt verður að skoða þær gerðir af tunnum og körfum sem boðið verður upp á vegna breytinga á úrgangsflokkun í samræmi við nýja löggjöf.

ÖLL VELKOMIN

Allt í blóma í dalnum • Sala sumarblóma hefst 20. maí

Sumarblómin taka

við af túlípönunum

Það er nóg að gera hjá Gísla í Dalsgarði, en nú fer túlípanatímabilinu senn að ljúka. Gísli stóð fyrir túlípanasýningu á hlaðinu en þar var að finna 87 tegundir af túlípönum sem allir voru ræktaðar þetta tímabilið í Mosfellsdalnum. Gísli stefnir að því að hafa framvegis árlega túlípanasýningu á sumardaginn fyrsta fyrir gesti og gangandi.

Túlípanatímabilið stendur yfir frá miðjum desember til 15. maí og hefur Gísli tvisvar sinnum farið á túlípanasýningu í Hollandi. „Þar lærir maður að tímasetja þá þannig að þeir blómstri á sama tíma,“ segir Gísli.

„Túlípanar eiga bara að vera árstíðabundin vara, nú er eftirspurn eftir að hafa þá í gangi allt árið, þá þarf að flytja þá inn frá Ástralíu. Það er miklu skemmtilegra að þeir eigi bara sitt tímabil og fólk hlakki þá til að fá þá aftur á vorin,“ bætir hann við.

En eitt tekur við af öðru og fara nú sumarblómin að verða tilbúin. „Salan á sumarblómunum byrjar 20. maí, en það er í fyrsta

skipti sem ég prófa það, systkini mín hafa aðallega verið í sumarblómunum hingað til,“ segir Gísli og stefnir á að vera með ágætis úrval af blómum að eigin sögn.

Eftirspurning jókst í Covid

Vegna aukinnar eftirspurnar eftir afskornum blómum bætti Gísli við nýrri álmu í Dalsgarði, 400 fm gróðurhúsi og er nú afkastagetan um 1,5 milljónir túlípanar yfir tímabilið.

„Þegar Covid skall á urðu blómabændur hræddir um sölustopp. En það varð akkúrat öfugt og eftirspurnin jókst mikið þegar fólk fór að vera meira heima sem endaði með blómaskorti.“

Í Dalsgarði eru 9 fastráðnir starfsmenn allt árið og alveg upp í 14 manns á veturna.

„Fólki líður vel að vinna í gróðurhúsunum og kemur aftur og aftur til okkar. Ég væri til í að sjá meiri vinnu við garðyrkju í Mosfellsbæ og skapa þannig fleiri störf,“ segir Gísli.

Næsta blað kemur út:

Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 5. júní. mosfellingur@mosfellingur.is

RÖSK

vinnustofa

Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglarKíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com

Opið í ÞverhOlti 5

13-18 mán-fös., 11-14 laugardaga

Áttu von á barni? Við eigum fullt af garni!

Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila ALLT.IS - ALLT@ALLT.IS - 5605505 - Bæjarblað í 20 ár 14
gísli í dalsgarði ásamt 87 tegundum af túlípönum

KB ÞRAUTIN 20.maí

2023

Staðsetning: Neðribrautartúnið (við Reykjalund, Mosfellsbæ)

Skálahlíð 35

270 Mosfellsbær

Glæsilegt 244 fm einbýlishús Eftirsótt staðsetning

• Í byggingu vandað einbýlishús á einni hæð

• Húsið er staðsteypt, einangrað / klætt að utan

• Frábært innra skipulag, stórt opið alrými

• Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi

• Gólfsíðir gluggar, gólfhiti, miklir möguleikar varðandi raflagnir

• Afhent fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan

• Einstakt tækifæri til að innrétta draumahúsið

• Afhending haust 2023

- Frítt,
og óháð bæjarblað 16
frjálst
569 7000 | Lágmúla 4 | miklaborg.is Óskar R. Harðarson ogJason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar
Sigvarðsson lögg. fasteignasali Sími: 899 1178 atli@miklaborg.is HAFIÐ SAMBAND við Atla í síma 899 1178 NÝTT Í SÖLU
Nánari upplýsingar: Atli S.
Listamenn athugið!
Verð: 168 millj.

Listasalur Mosfellsbæjar

Listamannaspjall á laugardaginn

Listasalur Mosfellsbæjar býður ykkur velkomin í listamannaspjall í tengslum við sýningu Berglindar Ernu Tryggvadóttur og Geirþrúðar Einarsdóttur, Litlar lindir, laugardaginn 13. maí kl. 14. Í sýningunni rannsaka þær sögu Mos-

fellsbæjar, og tengja við eigin sögu. Þær skoða umhverfið og landslag, náttúruleg fyrirbrigði og minningar sem fléttast uppvexti seint á síðustu öld. Lindir sköpunarkraftsins leynast víða.

Sýningin stendur til og með 19. maí.

Sögustund

í Bókasafni Mosfellsbæjar

Þriðjudaginn 30. maí kl. 16:45

Í síðustu sögustund vetrarins fáum við til okkar góða gesti. María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir koma í safnið og lesa nýju bókina sína Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn.

Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndaraflið er með í för! Íslenskur mói getur breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrum vinanna í lok dags.

Fögnum sumri með

Dr. BÆK

í Bókasafni Mosfellsbæjar

laugardaginn 13. maí kl. 12 -15

Við hvetjum allt hjólreiðafólk til að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá doktornum í upphafi sumars.

Hann kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.

R I T S M I Ð J A

fyrir 10-12 ár a

í Bókasafni Mosfellsbæjar

12.-14. júní kl. 9:30-12:00

Í smiðjunni læra þátttakendur að:

> búa til skemmtilegar sögupersónur

> skrifa spennandi sögur

> skrifa handrit að stuttmynd

Smiðjustjóri er Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur. Eva Rún skrifar bækur, hljóðbækur og sjónvarpshandrit fyrir krakka. Hún hefur m.a. skrifað bækurnar um Stúf, hljóðbækurnar Sögur fyrir svefninn sjónvarpshandrit fyrir Stundina okkar.

Smiðjan er ókeypis og allt efni innifalið. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráningar sendist á bokasafn@mos.is

- Bókasafn Mosfellsbæjar 18
Öll velkomin!
Berglind og geirþrúður

PIZZANOMICS101TILBOÐMINNA

Sumarblóma S ala

Dal S garð S hef S t 20. maí

í Dalsgarði í Mosfellsdal

Mikið úrval af fallegum sumarblómum

Opið alla daga frá 11-18

Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf

SKEMMTI- OG HUGGUKVÖLD Í HLÉGARÐI

FIMMTUDAGINN 8. JÚNÍ

- www.mosfellingur.is 20 Vesturhlíð
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir
2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
70 ár
Laus störf í Mosfellsbæ
Gudjonsson
HLÉGARÐUR FÉLAGSHEIMILI
Forsala hafin á Tix.is

Nýtt flokkunarkerfi þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast.

Kæru íbúar

Þá er komin tímasetning á dreifingu á nýjum tunnunum undir matarleifar í hvert hverfi hjá okkur í Mosfellsbænum.

Öll heimili fá plastkörfu og bréfpoka til að safna matarleifum innanhúss og verður það afhent með tunnunni.

Sérbýlin fá eina tvískipta gráa 240 lítra tunnu merkta matarleifum og blönduðum úrgangi, gamla gráa tunnan verður endurmerkt fyrir plastumbúðir og blá tunnan fær einnig nýjan miða fyrir pappír/pappa.

Fjölbýlin fá brúna 140 lítra tunnu merkta matarleifum. Tunnur verða endurmerktar sömuleiðis með nýju miðunum en heildar lítrafjöldi tunna verður ekki aukinn nema í einstaka tilfellum.

Meðfylgjandi kort sýnir dreifingaráætlun fyrir tunnurnar hér í Mosfellsbæ:

Vika 21 (21. maí - 27. maí) merkt með gulu á korti Tún, Hlíðar og Höfðar

Vika 22 (28. maí – 3. júní) merkt með grænu á korti Tangar

Vika 23 (4. júní – 10. júní) merkt með rauðu á korti Holt og Arnartangi

Vika 24 (11. júní – 17. júní) merkt með bláu á korti Krikar, Teigar og Lönd

Vika 25 (18. júní – 24. júní) merkt með bleiku á korti Leirvogstunguhverfi og dreifbýli

Vika 26 (25. júní – 1. júlí) merkt með svörtu á korti Helgafellshverfi og Reykjahverfi

Góðgerðarvika í Helgafellsskóla • Opið hús á föstudag

Gróðurhús skólans að springa út

Gróðurhúsið á efstu hæð Helgafellsskóla var tekið í notkun á þessu skólaári. Það hefur sprungið út nú á vormánuðum við mikla ánægju nemenda og starfsfólks.

Nemendur taka þátt í öllum þáttum ræktunarstarfsins; Sá, dreifplanta, umpotta, vökva og allt mögulegt. Nemendur hafa farið heim með salat, kryddjurtir og sumarblóm í endurnýttum plastumbúðum að heiman. Þeir rækta einnig salat og kryddjurtir sem þeir hafa aðgang að í mötuneyti skólans allan skóladaginn.

Þá hafa nemendur í smíði tekið þátt í að hanna og smíða bekki, borð og vermireiti fyrir gróðurhúsið.

Nýr ærslabelgur

á vestursvæðinu

Nýr ærslabelgur hefur litið dagsins ljós í Höfðahverfinu. Þetta er þriðji ærslabelgurinn sem settur hefur verið upp í Mosó en fyrir eru þeir á Stekkjarflöt og í Ævintýragarði. Ljóst er að krakkarnir í hverfinu eru hoppandi kátir með þessa nýjung en ærslabelgurinn er staðsettur á milli Rituhöfða og Svöluhöfða.

Þessa vikuna er góðgerðarvika í Helgafellsskóla og verður opið hús frá hádegi föstudaginn 12. maí.

Þar munu nemendur selja afrakstur ræktunarinnar, opna kaffihús og margt fleira til styrktar fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði og Reykjadal, sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

„Við hvetjum alla til að koma og kynna sér verkefni góðgerðarvikunnar í Helgafellsskóla og leggja góðu málefni lið í leiðinni,“ segir Margrét Lára Eðvarðsdóttir, garðyrkjufræðingur og smíðakennari Helgafellsskóla.

Bílamálari óskast

Fimm stjörnu málningar- og réttingaverkstæði vantar bílamálara til starfa.

Faglærðan aðila og íslenska skilyrði. Verkstæði með gæðakerfi og hátt þjónustustig.

Upplýsingar veitir Gunnlaugur Jónsson í síma 697-7685.

RÉTTINGAVERKSTÆÐI

Næsta blað kemur út:

Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 5. júní. mosfellingur@mosfellingur.is

- Fréttir úr bæjarlífinu 22
Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ www.jonb.is
hoppað í höfðahverfinu

NÆGJUSÖMUM STARFSKRAFTI ÓSKUM EFTIR

FRÍÐINDI Í STARFI

Óþægileg stemning á vinnustað

Sumir fá launahækkun, aðrir ekki

Skýr mismunun í ómissandi starfi

SÆKTU UM STRAX Í DAG

sömulaun.is s: 515 4900

Sveitarfélagið Mosfellsbær neitar að leiðrétta augljóst launamisrétti.

Fólk í ómissandi störfum á skilið launahækkun eins og aðrir.

SÖMULAUN.IS SÖMULAUN.IS SÖMULAUN.IS SÖMULAUN.IS SÖMULAUN.IS SÖMULAUN.IS
Búbblurog
ÞRIÐJUDAGINN 16. MAÍ KL. 20:00-22:00 Í BEINNI Á RISASKJÁ FIMMTUDAG OG LAUGARDAG ÁFRAM ÍSLAND! HEPPINN GESTUR Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ FÆR 15.000 KR. GJAFAKORT Í BANKANUM TILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BÖRGERUM
prjón
miniborgarar • smáréttir • eftirréttir Veislu þjónusta WWW.BANKINNBISTRO.IS DJ GEIRI SLÆÆ MEÐ STEINDA JR. Tryggðu þér frítt sæti á bankinnbistro.is BJARNI ÓMAR MIÐVIKUDAGINN 17. MAÍ (DAGINN FYRIR UPPSTIGNINGARDAG) KL. 22-24 HAPPY HOUR Á BARNUM

Anita Pálsdóttir segir ótrúlega sárt að geta ekki hugsað um barnið sitt

Ég játa mig sigraða

Downs-heilkenni er litningafrávik sem veldur þroskahömlun. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum fæðast með heilkennið sem þekkt er um allan heim, þvert á heimssvæði og kynþætti.

Anita Pálsdóttir eignaðist barn með Downs-heilkenni árið 2006. Hún segir að það hafi verið henni mikið áfall þegar hún fékk fréttirnar komin sjö mánuði á leið. Hún fór strax að syrgja barnið sitt sem hún hafði ætlað allt önnur tækifæri í lífinu.

Anita er fædd á Akureyri 25. desember 1967. Foreldrar hennar eru Bjarney Steinunn Einarsdóttir og Páll Helgason tónlistarmaður. Anita á tvo bræður, Helga f. 1963 og Einar f. 1966.

Lékum okkur við Varmána

„Ég ólst upp í Mosfellsbæ frá fjögurra ára aldri en fyrstu árin mín bjuggum við fjölskyldan á Akureyri. Við fluttum í vinnuskúr við Álafoss og leiksvæði okkar krakkanna var á Álafosssvæðinu, í gömlu verksmiðjunni og við Varmána.

Ég man þegar ég og bræður mínir ásamt einum vini vorum að leika okkur á heimagerðum plönkum úti í tjörninni Tító sem er á bak við Þrúðvang. Yngri bróðir minn sem var í þykkri úlpu datt útbyrðis í tjörnina og bróðir minn og vinur okkar náðu honum upp úr með erfiðismunum, þetta situr fast í mér,“ segir Anita alvarleg á svip.

„Við færðum okkur svo um set fjölskyldan, í Byggðarholtið.“

Þar með lauk mínum ferli „Ég gekk mína grunnskólagöngu í Varmárskóla og fannst gaman í skólanum og mér gekk vel að læra. Ég byrjaði sjö ára að læra á píanó í Tónlistarskólanum í Brúarlandi og þar var ég í eitt ár. Ég byrjaði svo að læra á trompet hjá Lárusi Sveinssyni og var í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í átta ár. Á unglingsárunum langaði mig að breyta til og fara að læra á annað hljóðfæri en foreldrar mínir tóku það ekki í mál og Lárus ekki heldur svo ég gerði mér lítið fyrir og pakkaði saman dótinu mínu og þar með lauk mínum trompetferli.“

MOSFELLINGURINN

HIN HLIÐIN

Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki um? Ég spila á skeiðar.

Uppáhaldsverslun? Vero Moda eftir að þeir lækkuðu allt um 10% hjá sér.

Hvað fer mest í taugarnar á þér?

Virðingarleysi og hroki.

Hver er þín óvenjulegasta lífsreynsla?

Að eignast fatlað barn.

Hvaða matur freistar þín?

Grænmetisréttur með kjúklingi.

Besta ráð sem þú hefur nýtt þér?

Frá góðri vinkonu, að minna sjálfa mig á daglega hvað ég get verið þakklát fyrir. Draumabílinn? Jeep Wrangler Rubicon 4x4 svartur.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Þegar við vinkonurnar vorum að fermast og fengum massíft hláturskast.

Þetta voru skemmtileg ár

„Við vinkonurnar byrjuðum ungar að stunda handbolta en við spiluðum einnig fótbolta á sumrin. Þegar ég fermdist þá fékk ég hest í fermingargjöf frá foreldrum mín-

um og fékk í framhaldi mikinn

áhuga á hestamennsku, þetta voru skemmtileg ár.

Eftir að grunnskóla lauk þá þurftum við krakkarnir að sækja framhaldsskóla til Reykjavíkur. Ég fór með rútunni alla daga í Verslunarskólann, tók tvö ár þar en kláraði stúdentinn frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég fór síðar í Tækniskóla Íslands í rekstrarfræði og útskrifast þaðan 2005.

Á sumrin starfaði ég í trefladeildinni á Álafossi, Búnaðarbankanum, skólagörðunum og svo starfaði ég lengi hjá Ragnari Björnssyni á Western Fried en það var aðal kjúklingastaðurinn í Mosfellssveit, ég á góðar minningar þaðan.

Ég ólst upp í dásamlegri sveitasælu sem nú er orðin að stórum bæ sem vex á ofurhraða, hér hefur mikið breyst,“ segir Anita og brosir.

Syngja fyrir eldri borgara

Eftir framhaldsskóla hóf Anita störf hjá

Bílasölu Jöfurs, fór þaðan í ritarastarf hjá Sakadómi Reykjavíkur og svo til Alþýðusambands Íslands. Árið 1999 hóf Anita störf sem ritari í Varmárskóla en 2003 færði hún sig yfir á skrifstofu Borgarholtsskóla. Hjá Vátryggingafélagi Íslands starfaði hún í nokkur ár en í dag starfar hún sem móttökuritari hjá Hjartavernd í Kópavogi.

Anita á þrjú börn, Róbert f. 1992, Rakel Dóru f. 1998 og Katrínu f. 2006 og hundinn Pablo Picasso. En hver skyldu vera áhugamál Anitu? „Golfið og tónlistin eru mín áhugamál í dag og svo hjóla ég þegar tími gefst til, öll útivera finnst mér skemmtileg, náttúran, fólkið og dýrin. Ég hef sungið lengi með Rokkkór Íslands

og er líka í sönghóp sem kallar sig Söngelskur. Við höfum verið að syngja mikið fyrir eldri borgara öll gömlu góðu lögin sem þau muna eftir, mjög gefandi og gaman.“

Var nauðbeygð til að fara

Anita var 39 ára er hún gekk með sitt þriðja barn, á meðgöngunni kom í ljós að barnið hafði 3 eintök af litningi númer 21, Downs heilkenni.

„Meðgangan gekk vel og á 20. viku fór ég í sónar eins og ég hafði gert með hin börnin mín tvö. Í sónar virtist allt vera í lagi með litlu skvísuna sem var á leið í heiminn nema það fannst vökvi í brjóstholi sem þurfti að athuga. Eina sem hægt var að gera var að fara í ástungu, því annaðhvort var þetta sýking í fóstrinu eða litningagalli svo ég var eiginlega nauðbeygð að fara í þessa stungu sem ég og gerði, sýking hefði þýtt aðgerð í Svíþjóð. Ég var búin að fara í hnakkaþykktarmælingu og blóðprufu til að athuga með Downs heilkenni en það kom allt vel út.“

Ég ólst upp í dásamlegri

sveitasælu sem nú er orðin að stórum bæ sem vex á ofurhraða.

Byrjaði strax að syrgja

„Það kom svo á daginn eftir nánari skoðanir að okkar litla snót var með þriðja litning í öllum sínum frumum sem er kallað Downs heilkenni. Þessar fréttir fékk ég þegar tveir mánuðir voru eftir af meðgöngunni.

Ég fékk sjokk, grét og byrjaði strax að syrgja litla barnið mitt. Ég hugsaði um hvernig ég gæti verið móðir fatlaðs barns, ég kunni

ekkert í þeim efnum. Það tók mig um tvær vikur að syrgja, ég var að syrgja stúlku sem ég hafði ætlað önnur tækifæri í lífinu. Ég fór í það að læra ýmislegt um Downs heilkennið, hafði samband við foreldra og fékk bara góð viðbrögð. Downs börn geta lifað sómasamlegu lífi alveg eins og við hin og þau geta flest en eru með þroskafrávik, það sem háir þeim mest er samfélagið sem hleypir þeim ekki inn.“

Vildum að þau mynduðu sér skoðun „Við ákváðum að segja systkinunum ekki frá þessum fréttum, við vildum að þau myndu sjá systur sína áður en þau mynduðu sér skoðun um hana. Katrín fæddist 31. desember 2006, yndisleg mannvera. Viku áður en hún kom í heiminn greindist hún með hjartagalla, þannig að við fórum með hana tveggja mánaða til Boston í hjartaaðgerð sem gekk vel. Ári eftir aðgerðina fór hún að fá flogaköst og svo hefur hún greinst með ýmiss konar önnur frávik, einhverfu, hegðunarröskun og ADHD svo eitthvað sé nefnt.“

Þetta er ótrúlega sárt

„Það er stundum þannig að þegar fólk eignast fatlað barn þá verður það foreldrum ofviða. Hegðun Katrínar minnar var orðin þannig að það var ekki lengur ráðið við, ég játaði mig sigraða og kallaði eftir hjálp, hún er í dag í vistun á Klettabæ og þarf stuðning tveggja aðila allan sólarhringinn.

Að þurfa að ganga í gegnum það að geta ekki hugsað um barnið sitt er alveg ótrúlega sárt því hún er mér alveg jafn kær og hin börnin mín. Við eigum samt okkar góðu gleðistundir saman sem eru gulls ígildi,“ segir Anita að lokum er við kveðjumst.

- Mosfellingurinn Anita Pálsdóttir 26
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. Anita ásamt börnum sínum, Róberti, Rakel Dóru, Katrínu og hundinum Pablo Picasso. Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is í golfi á spáni tveggja ára í hjólatúr

Styrktargolfmótið Palla Open

Laugardaginn 10. júní á Hlíðavelli

Styrktargolfmótið

Palla Open haldið á Hlíðavelli í boði

Keppnisfyrirkomulag er tveggja og fjögurra manna Texas Scramble.

Palla Open

Styrktargolfmótið

Laugardaginn 10. júní á Hlíðavelli

Skráning fer fram á golfboxinu.

Laugardaginn

Palla Open haldið á Hlíðavelli í boði

vinsamlega sendið póst á

vinsamlega sendið póst á

Palla Open haldið

Keppnisfyrirkomulag er tveggja og fjögurra manna Texas Scramble.

Skráning hefst 15. maí.

Skráning fer fram á golfboxinu.

Mótsgjald er 7.900 kr. Þátttökugjald fæst ekki endurgreitt.

Skráning hefst 15. maí.

Styrktarreikningur fyrirfrjáls framlög

Mótsgjald er 7.900 kr. Þátttökugjald fæst ekki endurgreitt.

Styrktarreikningur fyrirfrjáls framlög

vinsamlega sendið

- Sumri fagnað 28 sumardagurinn fyrsti svipmyndir frá hátíðarhöldum í mosó Myndir/Hilmar Nú er tæki færið Ástrós H. Hilmarsdóttir Hólm 775-9012 • astrosh@simnet.is • www.holmnaering.is • @holm_nutrition > Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sniðin að þínum þörfum og markmiðum. > Þú færð allt það aðhald sem þú þarft - Gerum þetta saman! Persónuleg næringarþjálfun

Allar 11 deildir Aftureldingar fengu viðurkenningu

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Afturelding fékk endurnýjun á viðurkenningu félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi þess í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 27. apríl. Allar 11 deildir félagsins fengu viðurkenninguna auk aðalstjórnar.

Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem sá um að afhenda viðurkenn-

ingarnar fyrir hönd ÍSÍ. „Það er mjög mikilvægt fyrir félagið að hafa alla ferla uppfærða í síbreytilegu umhverfi sem íþróttastarf er í. Það er dýrmætt að geta leitað á einn stað varðandi hin ýmsu mál sem upp koma í íþróttastarfinu.“ Handbækurnar sem styðja við starfið má finna á heimasíðu Aftureldingar.

8. flokkur drengja í körfubolta á lokamóti

sigurreifir í mótslok

Íslandsmótsins

Eitt af þremur bestu liðum á Íslandi í dag

8. flokkur drengja Aftureldingar í körfubolta lék í lokamóti Íslandsmótsins nú um helgina í Garðabæ og endaði liðið í þriðja sæti sem er besti árangur í sögu körfuknattleiksdeildarinnar.

Íslandsmótið í 8. flokki í körfubolta er fyrir leikmenn í 8. bekk og yngri. Leikið er í 5 fjölliðamótum yfir veturinn þar sem eru 5 lið í hverjum riðli, A-riðill er sambærilegur við efstu deild og lið fara milli riðla yfir veturinn þannig að bestu liðin enda að lokum í A-riðli.

Lið Aftureldingar vann sig upp í A-riðil í vetur og keppti í honum um helgina á síðasta fjölliðamóti vetrarins.

Allir leggja sitt af mörkum

Lokastaða mótsins var að Stjarnan varð Íslandsmeistari, Fjölnir í öðru sæti og Afturelding í því þriðja.

Leikmenn helgarinnar voru Ari Kristinn

Jóhannesson 2 stig, Björgvin Már Jónsson 36 stig, Dilanas Skertys 20 stig, Halldór Ingi

Kristjánsson 45 stig, Kristófer Óli Kjartans-

son 13 stig, Róbert Maron Róbertsson 2 stig, Sigurbjörn Gíslason 35 stig, Sigurður Máni Brynjarsson 10 stig, Sölvi Beck 18 stig og Sölvi Már Lárusson 7 stig. Þjálfari liðsins er Sævaldur Bjarnason og honum til aðstoðar Hlynur Logi Ingólfsson.

Hvað er verið að gefa þeim að borða? Það verður spennandi að fylgjast með liðinu sem er gríðarlega hávaxið, svo hávaxið að í körfuboltaheiminum er spurt hvað sé verið að gefa ungu fólki í Mosfellsbæ að borða. En það er ekki bara hæðin sem er að skila árangrinum, það eru allir að leggja sitt af mörkum í liði Aftureldingar.

Mörg liðanna byggja á einum sterkum leikmanni sem skorar meirihluta stiganna, en það á ekki við um Aftureldingu. Stigaskor er þó ekki eini mælikvarðinn því fráköst, stoðsendingar, blokka boltann og verjast sem ein heild er allt mikilvægur hluti af sigri.

Það er því greinilegt að framtíðin er björt í körfuboltastarfinu í Aftureldingu.

- GM snillingar 65+ 18 www.mosfellingur.is
deildirnar taka við viðurkenningu

Sumarnámskeið

Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga

Sumarnámskeið unglinga

Nú er sumarið að nálgast og að vanda er fjölbreytt

frístundastarf í boði fyrir börn og unglinga

í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar um námskeiðin

Ert þú að halda námskeið?

Öll þau sem vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana@mos.is

upplýsingum unglinga geta sent

Mosfellsbær www.mos.is -+354 525 6700
fjölbreytt námskeið? framfæri
vanda
unglinga
er fjölbreytt

Valdimar Leó gerður að heiðursfélaga

Valdimar Leó Friðriksson var heiðraður fyrir sín störf fyrir félagið á aðalfundi Aftureldingar sem haldinn var í Hlégarði 27. apríl.

Hann hefur komið að íþróttamálum í 40 ár, fyrst sem formaður handknattleiksfélags Akraness. Starfaði síðan í nokkur ár sem framkvæmdastjóri UMSE, síðan framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Aftureldingar í 3 ár og framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, eða þangað til hann var kosinn á þing árið 2005.

Hann situr í stjórn ÍSÍ og á sæti í Laga-

Nýjar deiliskipulagsáætlanir

Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar

Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi:

Miðdalur L226500, frístundalóðir (F-543 og F-530)

Tillagan felur í sér nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í tíu frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa frístundahús allt að 130 m² að stærð í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkaland L123625 frá Nesjavallavegi.

Litlaselshæð L226501, frístundabyggð við Selvatn (F-543)

nefnd ÍSÍ, en var áður í stjórn Afrekssjóðs.

Valdimar hefur komið að fjölmörgum verkefnum fyrir Aftureldingu, rekstur Tungubakka, Þorrablóti Aftureldingar, styrktarsamningum við Mosfellsbæ, kvennahlaupinu í Mosó auk þess sem hann var knattspyrnudómari í 20 ár.

Hann var formaður UMSK á árunum 2000 til 2020 og er núna formaður ritnefndar UMSK vegna 100 ára sögu.

Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í fimm frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fjögur frístundahús allt að 130 m² að stærð og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkalönd L123625 og L226500 frá Nesjavallavegi.

Úr landi Miðdals L125371, frístundalóð (F-529) Tillagan felur í sér nýtt deiliskipulag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma er um sameiginlega einkavegi er tengjast Nesjavallavegi um Lynghólsveg, vestan Dallands.

Gögn eru aðgengileg í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillögurog gert við þær athugasemdir. Tillögur eru einnig kynntar á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is /skipulagsauglysingar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti á skipulag@mos.is

Athugasemdafrestur er frá 11. maí til og með 25. júní 2023.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

í Poomsae (formum) og Sparring (bardaga).

Aftureldingu gekk mjög vel og unnu keppendurnir tíu gull, sjö silfur og tíu

brons. Þá var Justina Kiskeviciute valin kona mótsins í sparring og Aþena Rán Stefánsdóttir valin kona mótsins í poomsae.

Frábær árangur og verður gaman að fylgjast með öllum þessu efnilegu keppendum í framtíðinni.

- Íþróttir 32 Mosfellsbærwww.mos.is525 6700
Helgina 29.-30. apríl fór fram bikarmót í Taekwondo en mótið var haldið að Varmá. Keppt var bæði Aðalfundur Aftureldingar var haldin í Hlégarði 27. apríl
Taekwondo
aþena justina Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is
birna kristín formaður og valdimar leó Konur bikarmótsins í
að Varmá

Sigur gegn Selfossi • Verið að leggja nýtt gras að Varmá

Fyrsti heimaleikur sumarsins á Framvelli

Afturelding hóf keppni í Lengjudeild karla í fótbolta með 3-1 útisigri gegn Selfyssingum í síðustu viku. Arnór Gauti Ragnarsson, Aron Elí Sævarsson og Sævar Atli Hugason skoruðu mörk Aftureldingar. Fyrsti heimaleikur sumarsins er á föstudag klukkan 19:30 gegn Þór. Þar sem verið er að leggja nýtt gervigras á Malbikstöðina að Varmá mun leikurinn fara fram á

Framvelli í Úlfarsárdal. Boðið verður upp á skemmtilega viðburði á öllum heimaleikjum líkt og í fyrra. Á fyrsta leik sumarsins verður hægt að kaupa fótsnyrtingu í stúkunni frá Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar, Afturelding megastore verður á sínum stað auk þess sem ýmislegt annað skemmtilegt verður á boðstólum.

Vika 1 - 12.-16. júní - nokkur laus

Vika 2 - 19.-23. júní - nokkur laus

Vika 3 - 26-30. júní - fullt

Vika 4 - 3.-7. júlí - nokkur laus

Vika 5 - 10.-14, júlí - nokkur laus

Vika 6 - 17.-21. júlí - laust

Vika 7 - 8.-11. ágúst (4. dagar) - laust

Skráning á: www.sportabler.com/shop/mosverjar

Skemmtileg útilífsnámskeið fyrir ævintýragjarna krakka
arnór gauti skorar fyrsta mark tímabilsins www.mosfellingur.is - 33

Meistaraflokkarnir voru kynntir fyrir tímabilið í sumar Knattspyrnudeildin

hélt stuðningsmannakvöld

Knattspyrnudeild Aftureldingar hélt vel heppnað stuðningsmannakvöld í Hlégarði þann 29. apríl.

Meistaraflokkur kvenna og karla var kynntur fyrir sumarið ásamt því að farið var yfir sumarið í stuttu máli. Knattspyrnudeildin hlakkar mikið til að stækka

Haukar jöfnuðu metin 1:1 á hádramatískan hátt

þennan viðburð að ári og vonast til að sjá enn fleiri þá. Nú er hægt að nálgast árskort inn á miðasöluappinu Stubbur. Mosfellingar eru hvattir til að tryggja sér miða á alla leiki, kk og kvk með einu korti.

Búist við spennuleik

að Varmá í kvöld

Haukar tóku á móti Aftureldingu í öðrum leik undanúrslita Íslandsmóts karla í handbolta á sunnudagskvöld. Leikið var á Ásvöllum og urðu lokatölur 29:28 fyr ir Hauka. Staðan í einvíginu er því 1:1.

FÖSTUDAGUR

12. MAÍ

Vinna þarf þrjá leiki til að ko mast í úrslitaleikina gegn annað hvort FH eða ÍBV. Liðin mætast að nýju í Mosfellsbæ í kvöld, fimmtudagskvöld. Það má búast við æsispennandi leik sem hefst kl. 19:30.

Hestamannafélagið fékk viðurkenningu í annað sinn

Hörður

áfram fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Þann 20. apríl fékk Hestamannafélagið Hörður endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Það var Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins, Margréti Dögg Halldórsdóttur viðurkenninguna. Margrét var ánægð með viðurkenninguna sem félagið hlaut, en hún uppfyllir þá

staðla og gæðakröfur sem íþróttahreyfingin setur og veitir um leið aðhald til að starfa á öruggan og faglegan hátt að því að þjónusta félagsmenn og iðkendur.

Á myndinni til vinstri má sjá Hafstein ásamt Margréti við afhendinguna, auk meðlima úr stjórn Harðar og nokkurra harðduglegra iðkenda.

MEÐ STEINDA JR.

DJ GEIRI SLÆÆ

- Íþróttir 34 jakosport (Namo ehf) - krókháls 5f - 110 á rbær Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi
afturelding glímir við hauka

2 ÁRA

AFMÆLISHÁTÍÐ Í MOSÓ 20%

AFSLÁTTUR

AF EFTIRFARANDI VÖRUM:

• LAMBA FILE

• LAMBA FILE Á SPJÓTUM

• UNGNAUTA KÓTILETTUR

• UNGNAUTA RIBEYE

ÁFRAM ÍSLAND!

• FRÖNSK BLAUT SÚKKULAÐIKAKA

• SUMARSÓSAN

KYNNINGAR föstudag

kl. 16-18

laugardag

kl. 14-17

100% GÆÐI HREINT KJÖT •

SUNNUKRIKA 3 - MOSFELLSBÆ
E INF
E NGINVIÐBÆTTAUKA

Allir eiga möguleika að klára þrautirnar með sínu lagi

Better You KB þrautin laugardaginn 20. maí

Þrautahlaup á borð við Better You KB þrautina verða vinsælli á heimsvísu með hverju árinu sem líður.

Ástæðurnar eru margvíslegar, en það sem vegur líklega þyngst er að það er pláss fyrir alla. Aldur og líkamlegt ástand skiptir ekki öllu máli, allir eiga möguleika á að klára þrautirnar með sínu lagi. Annað sem vegur þungt er að langflestir taka þátt með öðrum – vinum, fjölskyldu, vinnuhóp eða æfingahóp og hópeflið í því að vera með er mikið og sterkt.

Þátttakendur fjölgar ár frá ári

Sérstaða KB þrautarinnar í Mosó er að það engin tímataka og enginn sigurvegar

krýndur. Áherslan er öll á að komast í gegnum þrautabrautina, í góðum félagsskap.

Hraðinn skiptir ekki öllu, heldur að gefast ekki upp, leysa verkefnin og vaxa við það.

Sumar þrautirnar eru erfiðari en aðrar, þá skiptir máli að hjálpa og fá hjálp frá öðrum. Það er ótrúlega gefandi að komast að því að maður getur yfirleitt alltaf meira en maður heldur.

Þetta er fjórða árið KB þrautin er haldin, þátttakendum fjölgar ár frá ári og stór hluti þeirra sem tekur þátt, vill vera með aftur.

Þegar þetta er skrifað er nánast orðið fullt í þrautina, en hugsanlega eru nokkur sæti laus. Nánar um það á www.kettlebells.is

sungið í bæjarleikhúsinu

Fullt upp í rjáfur í leikhúsinu • Perlur Magnúsar Eiríkssonar

Stöllurnar héldu vortónleika

Kvennakórinn Stöllurnar stóð fyrir stórglæsilegum vortónleikum, þann 25. apríl í Bæjarleikhúsinu. Leikhúsið var fullt upp í rjáfur og komust færri að en vildu. Á tónleikunum voru fluttar margar af fallegustu perlum tónskáldsins Magnúsar Eiríkssonar.

Kórinn hefur starfað hér í bæ, undir leiðsögn Heiðu Árnadóttur sl. 15 ár. Stöllurnar voru svo heppnar að hljóta úthlutun úr

fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-16 ára

í mo S fell S bæ

6.-8. júní og 9. - 11. júní

Skráning

í gangi afturelding.is

Nánari upplýsingar: liverpool@afturelding.is

Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalanesþings til menningarmála og hafa kappkostað að koma þeim fjármunum til góðra nota. Stöllur fengu til liðs við sig einvala lið frábærra tónlistamanna til að gera tónleikana sem glæsilegasta.

Auk tónleikanna í bæjarleikhúsinu buðu Stöllurnar einnig heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Hömrum uppá einkatónleika með broti af því besta.

metmæting hjá gm konum

140 konur mættu til að kynna sér dagskrá sumarsins

GM konur starta

sumrinu með trukki

Það var mikill fjöldi kvenna sem kom á opnunarviðburð kvennadeildar Golfklúbbs Mosfellsbæjar og fögnuðu saman með gleði að golfsumarið er að byrja. Mikil og metnaðarfull dagskrá verður í sumar.

- Fréttir úr bæjarlífinu 36
MOSFELLINGUR

Matjurtagarðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ

Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla.

Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana.

Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi korti.

Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð.

Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 19. maí nk.

Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika á að fá leigða matjurtagarða á vegum Reykjavíkurborgar í Skammadal. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um útleiguna og geta áhugasamir sett

sig í samband við Þóru Jónasdóttur umsjónarmann matjurtagarða í Reykjavík í síma 411 1111, eða í netfangið matjurtagardar@ reykjavik.is, og látið skrá sig á lista með ósk um garð. Taka þarf fram að viðkomandi sé

Umhverfissvið Mosfellsbæjar

www.mosfellingur.is - 37

blásið til sóknar

Lilja Sól komin í 6 manna úrslit • 17 ára saxófónleikari

Endurgerir nýja útgáfu af SS pylsu-laginu

Mosfellingurinn Lilja Sól Helgadóttir er að taka þátt í sex manna úrslitum í samkeppni SS Pylsur/Skúrsins á Vísir.is Þar spilar hún útsetningu sína á SS pylsu auglýsingastefinu í flutningi Stórsveitar Menntaskóla í tónlist sem samanstendur af 13 blásturshljóðfærum auk rythmasveitar. Í lokaútgáfunni sér Kjalar Martinsson Kollmar, Idol stjarnan og þátttakandi í Söngvakeppni Sjónvarpsins, um sönginn.

Mjólkin komin út á Spotify

Lilja Sól er einnig að taka þátt í keppninni með sitt fyrsta frumsamda lag, Mjólkin, sem kom út á Spotify á dögunum. Textinn fjallar um hversu góð mjólkin er fyrir okkur ... alveg út í það að „við þurfum ei lengur blóð“.

Lagið er raftónlist með mörgum lögum af seiðandi söng hennar og saxófónspili innblásnu af jazz spuna. Lilja Sól samdi lagið, útsetti, spilaði á öll hljóðfæri og söng. Textinn er eftir Elías Steinarsson.

Í Skólahreysti og skólahljómsveit

Lilja Sól er nemandi á öðru ári í Menntaskóla í tónlist en þar spilar hún bæði á klarinett og alto saxófón. Hún lauk námi í Lágafellsskóla 2021 og tók þátt í Skólahreysti fyrir hönd skólans bæði í 9. og 10. bekk. Lilja Sól hefur spilað með Skólahljómsveit Mosfellsbæjar frá 2015.

Hægt er að kjósa bæði lögin frá Lilju Sól á vef Vísis undir „Lífið“ eða kíkja á Instagram @LiljaSolH og finna beina slóð á kosningasíðuna.

- Bæjarblað í 20 ár 38

Sumarnám S keið 2023

Sumarnámskeiðin eru frábær leið til að prófa sem flestar íþróttir og kynnast í leiðinni þjálfurunum.

Skráning hefst 20. apríl á sportabler.com

Hjóladeild Aftureldingar

Fjallahjólaæfingar fyrir 14-18 ára
Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 19.30

Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki

Leirvogstunga 27, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600

Starfsfólk leikskólans Höfðabergs lagði land undir fót

Námsferð til Brighton

GERÐ AÐALUPPDRÁTTA

VERKEFNA– OG BYGGINGASTJÓRNUN

HAGKVÆMISATHUGANIR OG

ÁÆTLUNAGERÐ

UMSJÓN FRAMKVÆMDA

ÁSTANDSKOÐUN FASTEIGNA

www.bmarkan.is

FÓTAAÐGERÐASTOFA

MOSFELLSBÆJAR

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

AÐALUPPDRÁTTA

GERÐ

VERKEFNA– OG BYGGINGASTJÓRNUN

HAGKVÆMISATHUGANIR OG ÁÆTLUNAGERÐ

Miðvikudaginn 19. apríl lögðu 24 starfsmenn Höfðabergs land undir fót og skelltu sér í námsferð til Brighton. Ýmis námskeið voru í boði og gátu starfsmenn valið sér námskeið eftir áhuga. Stór hópur starfsmanna fór í skógarferð þar sem unnið var að mörgum skemmtilegum verkefnum sem við sjáum fyrir okkur að starfsmenn geti nýtt sér í vettvangsferðum með börnum.

Aðrir fóru í sveitaferð þar sem áhersla var lögð á nám og þroska barna. Námskeiðið var byggt upp á fyrirlestrum um fjölmenningu, lífsleikni og vellíðan í starfi með börnum.

UMSJÓN FRAMKVÆMDA

ÁSTANDSKOÐUN FASTEIGNA

Nokkrir úr stjórnendateymi leikskólans fóru í tvær skólaheimsóknir til þess að kynna sér kennsluhætti og aðbúnað.

WWW.TOGT.IS togt@togt.is 893 3022

Allir starfsmenn fóru á Numicon stærðfræðinámskeið þar sem við kynntumst hugmyndafræðinni og unnum skemmtileg stærðfræðitengd verkefni. Þetta mun nýtast okkur vel í starfinu á Höfðabergi þar sem mikil áhersla er lögð á stærðfræði í víðum skilningi, þ.á m. tölur og talnagildi. Á öllum námskeiðunum byggðust verkefnin á mikilli samvinnu og liðsheild. Gleðin var í

fyrirrúmi og skemmtu starfsmenn sér saman við leik og störf.

Að sögn Tinnu og Maríu, leikskólastýra Höfðabergs, heppnaðist ferðin vel í alla staði og gerði góðan starfsanda enn betri.

„Það verður spennandi að nýta sér nýja þekkingu í starfinu á Höfðabergi.“

Mannleg samskipti fram yfir símana

Þetta er setning sem ég nota í kennslu hjá mér, oftast virða þau það og við tölum um hversu mikilvægt það er að geta hlustað á hvert annað og hvílt símana á meðan.

Það þarf ekki að segja það hér að „síminn getur eitrað sálina“ við vitum það öll. Við vitum að þetta tæki hefur áhrif á kvíða, einmanaleika og hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd fólks, ekki bara barna og unglinga heldur einnig fullorðins fólk.

Nemendur okkar í FMOS eru hluti þeirrar kynslóðar sem hefur alist upp við símanotkun og það að taka upp síma og hringja til að panta tíma í klippingu eða pizzu, hvað þá að mæta á staðinn til að sækja um vinnu er mjög mikið vandamál hjá mörgum og það er áhyggjuefni. Við viljum að nemendur okkar tali saman í frímínútum og höfum við því aukið afþreyingu fyrir þá. Hvað höfum við gert? Við keyptum

körfuboltaspjald, körfubolta og fótbolta í skotið okkar, við límdum „gamaldags“ borðspil á nokkur borð í anddyrinu, taflborð, badmintonspaða og borðtennisborð.

Er þetta að bera árangur? Já, heldur betur! Það er mjög góð tilfinning þegar gengið er um skólann að sjá borðin þéttsetin af nemendum sem eru búnir að búa til alls kyns nýjar reglur í lúdó og slönguspili, hugsandi nemendur við taflborðin, mikla keppni í borðtennis, keppni í að halda flugunni á lofti í badminton og aðrir að fá sér súrefni og spila körfubolta. Þetta gerir það að verkum að skólabragurinn verður annar og maður heyrir hlátur og samtöl í staðinn fyrir þögnina.

Við fullorðna fólkið þurfum að vera fyrirmyndir og auka afþreyingu sem hvetur til samskipta og á meðan er síminn í hvíld.

Halla Heimis. íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá FMOS

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

WWW.TOGT.IS togt@togt.is sími
sími 893 3022
WWW.TOGT.IS togt@togt.is
við mosfellinga - Aðsendar greinar 40 Smiðjuvegi 60 (rauð gata) Kópavogi - Sími 557 2540
Þjónusta
hópurinn frá höfðabergi

Góður svefn í íslenskum ullarfaðmi eykur vellíðan

Íslenskar ullarsængur

Fáanlegar á Lopidraumur.is

www.mosfellingur.is - 41

TónlisT og Tímabil

T ónlist er mögnuð. Tónlist getur haft upplífgandi, hressandi, róandi, hvetjandi, skapandi og margs konar áhrif á okkur sem hlustum.

Ég er ekki alæta á tónlist, en get hlustað á margt. Ég hef farið í gegnum nokkur ólík tímabil þar sem fátt komst að í einu. Það fyrsta sem kveikti almennilega í mér var þegar Maggi Jóns setti Ísbjarnarblús kassettu í græjurnar hjá Siggu frænku á Hvammstanga. Við vorum báðir á leið í sveitina og sátum þarna saman í sófanum og hlustuðum á þessa snilld. Bubbi fylgdi mér áfram og ég bætti Adam & the Ants, AC/DC, Kiss og Iron Maiden og fleiri góðum á TDK kassetturnar mínar (Spotify þess tíma).

S vo datt ég á unglingsárum inn í nýrómantíkina. Depeche Mode varð þá besta hljómsveit í heimi og Maiden og Kiss fóru upp í hillu. Duran náði mér svo á efri unglingsárum, man enn eftir því þegar það gerðist. Ég sat unglingslega í hægindastól í Brautarásnum þegar tónleikaferðalagsmyndin þeirra, Sing Blue Silver, fór í gang í sjónvarpinu. Planið var ekki að stökkva inn í þennan heim, en Duran náði mér þarna alveg og Depeche Mode fór upp í hillu með hinum.

Þ að er of langt mál að telja upp öll tímabilin sem fylgdu á eftir, en á meðal þeirra sem komu við sögu í þeim voru Guns N‘ Roses, Jane‘s Addiction, Radiohead og Villi Vill.

Þ að skemmtilega, þegar ég er búinn með fyrri hálfleikinn í lífinu, er að nú eru þessi tímabil ekki lengur aðskilin, heldur blandast saman í eitt og ég vel þá tónlist sem ég vil hlusta eftir því hvað ég er að gera og í hvernig skapi ég er.

Stand and Deliver í morgunmat, Dans gleðinnar í hádeginu og Mr. Brownstone seinni partinn. Svo lengi sem lagið gerir lífið betra skiptir ekki máli hvaðan það kemur.

Verum stórhuga í menningarmálum

Sögukvöldið í Hlégarði þann 30. mars síðastliðinn fór fram úr okkar björtustu vonum, sjálfur var ég þó sannfærður um að við gætum fyllt Hlégarð af Mosfellingum ef við hefðum eitthvað áhugavert fram að færa.

Saga Mosfellsveitar er stórmerkileg og við bæjarbúar ættum öll að vera henni kunnug. Mikið af heimildum eru til staðar bæði í Héraðsskjalasafninu sem og á heimilum fólks í bænum.

Því langar mig að benda bæjarbúum sem eiga myndir eða muni frá gamalli tíð að hafa samband við Birnu Mjöll á Héraðsskjalasafninu og hún kemur því í örugga geymslu.

Umtalsefnið þetta kvöld var heita vatnið og ylræktin og annað sem því tengist, þetta er aðeins smá brot af sögunni okkar. Hægt væri að halda mörg svona kvöld næstu árin til að rekja hana og er ekki ólíklegt að það verði gert. Í Hlégarði þetta kvöld var húsfyllir en ríflega 200 manns mættu til að hlýða á erindin. Það telst vera vel sótt en samt sem áður er þetta aðeins um 1,5% bæjarbúa.

Þegar Hlégarður var vígður 17. mars árið 1951 voru sveitungar um 500 manns og ber bygging hússins því gott merki hvað menn voru stórhuga í þá daga. Talið er að á opnunarhátíðina hafi 400-500 manns mætt.

Væri ekki draumurinn að geta verið með viðburði í bænum sem myndi hýsa stærri hluta bæjarbúa, kannski 10% eða um 1.400 manns?

Svæðið í kringum Hlégarð býður upp á allskonar möguleika til stækkunar og hafa þegar komið fram hugmyndir frá Vinum Mosfellsbæjar þess efnis. Ég, sem áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í menningar- og lýðræðisnefnd, vil áfram leggja mitt af mörkum til framgangs menningarmála í bænum okkar og vil að við hugsum stórt þegar kemur að því að skipuleggja framtíðina.

Rekstrarniðurstaða ársins 2022

Í ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 má vissulega sjá að rekstrarumhverfið undanfarið hefur ekki verið hagstætt. Mosfellsbær býr þó vel að ábyrgri fjármálastjórn undanfarinna ára þar sem meðal annars voru teknar góðar ákvarðanir í hagstæðum lántökum sem greiddu upp önnur óhagstæðari lán og skuldbindingar sveitarfélagsins.

Fyrir heimsfaraldurinn lækkaði skuldahlutfall bæjarins því hratt þrátt fyrir stöðuga uppbyggingu í bænum og framkvæmdir upp á 2-3 milljarða á ári í formi nýframkvæmda og viðhaldsverkefna.

Í kjölfar þess tekjufalls sem fylgdi heimsfaraldrinum var tekin meðvituð og samhljóða ákvörðun af fyrrverandi bæjarstjórn, að halda áfram vinnu samkvæmt gildandi framkvæmdaáætlun við uppbyggingu innviða og endurnýjun og viðhald á fasteignum í eigu bæjarins. Þessi sama bæjarstjórn ákvað einnig að auka þjónustu við íbúa eins og áætlanir gerðu ráð fyrir en á undanförnum árum hefur meðal annars verið lögð áhersla á lækkun skatta og annarra gjalda á Mosfellinga.

Þetta voru góðar ákvarðanir í ljósi sögunnar og líklega grundvöllur þess að niðurstöður ánægjukannana sveitarfélaga

Ljót aðkoma

Þegar ekið er í Mosfellsbæ og inn hringtorgið móts við Olís bensínstöðina blasir við ljót sýn.

Á horni Bjarkarholts og Langatanga hafa verið rifin hús og öllum trjágróðri rutt um koll með stórtækum vinnuvélum. Þetta er svo búið að láta liggja allan veturinn óhreyft og mann langar helst að snúa sér í hina áttina til að berja þessi ósköp ekki augum.

Þegar farið er í svona framkvæmdur er – finnst mér – lágmarkskrafa til verktakans að snyrtilega sé gengið frá sem fyrst. Svona lagað er bænum okkar ekki til sóma.

Úrsúla Jünemann

hafa sýnt að ánægðustu íbúarnir búa einmitt hér í okkar góða bæ.

Tekjur Mosfellsbæjar ársins 2022 voru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kostnaður við framkvæmdir var í takt við áætlanir, þrátt fyrir að dýrar framkvæmdir við Kvíslarskóla hafi komið óvænt til á árinu.

Öðrum framkvæmdum var frestað af meirihlutanum, meðal annars framkvæmdum í uppbyggingu að Varmá og á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi. Þessar frestanir gera það að verkum að kostnaður við framkvæmdir var innan áætlana á árinu 2022. Kostnaður við nýframkvæmdir hefur síðan hækkað verulega og allar líkur á enn meiri kostnaði fyrir sveitarfélagið þegar þær loks hefjast.

Há verðbólga og mikil hækkun vaxta útskýrir það að útkoma síðasta árs er lakari hjá Mosfellsbæ en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna aukins fjármagnskostnaðar.

Þetta er vonandi tímabundið ástand sem Mosfellsbær ætti að þola ef rétt verður haldið á málum hvað varðar fjármálastjórn næstu misserin og árin.

Hærri tekjur og skattahækkanir

Tekjur bæjarins munu áfram vera hærri

en gert er ráð fyrir í áætlunum, bæði vegna hækkunar á útsvari og á fasteignasköttum – á íbúða- og atvinnuhúsnæði, en líklega ekki síður vegna vanáætlaðra tekna af lóðaúthlutunum.

Tekjuhliðin og reksturinn ættu því að halda áfram að vera góð en í því óvissuástandi sem nú ríkir reynir mjög á rekstrarhæfni meirihlutans í að beita aðhaldi í rekstri og mögulega breyta framkvæmdaáætlunum ef verðbólga og háir vextir dragast á langinn eins og teikn eru á lofti um. Þá er mikilvægt að meirihlutinn sé skilvirkur í verkum sínum, hafi þor til að taka erfiðar ákvarðanir og nái saman um forgangsröðun í mögulegum niðurskurði á framkvæmdum, þjónustu og starfsmannahaldi.

Íbúum í Mosfellsbæ mun halda áfram að fjölga en traustur rekstur undanfarinna ára og sterk fjárhagsstaða, þrátt fyrir tímabundin ytri áföll, eiga að gera bæjarfélaginu kleift að veita íbúum Mosfellsbæjar áfram framúrskarandi þjónustu sem stöðugt hefur verið að aukast undanfarin ár og mun vonandi gera áfram.

Bæjarfulltrúar D-lista í Mosfellsbæ munu sem fyrr styðja góðar tillögur meirihlutans og hvetja þau áfram til góðra verka, en mun vissulega halda áfram að koma sínum tillögum og stefnumálum á framfæri svo áfram verði best að búa í Mosó.

Ásgeir Sveinsson Jana Katrín Knútsdóttir Rúnar Bragi Guðlaugsson Helga Jóhannesdóttir

Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar 42

Svava Björk

Gunnarsdóttir

Eftir rúm 10 ár, 3 brjósklosaðgerðir og 4 tíma hjá bæklunarlækni að ath hnén þá var ég loksins búin að sanna mig nóg og Hrannar minn datt óvænt niðrá annað hnéð <3 17. apríl

Skólahreysti Fróðleiksmoli - árið 2005 héldum við í fyrsta skipti Skólahreysti.

Þá kepptu sex skólar í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ.

Þá var það Álfhólsskóli sem vann það mót og í dag á 18. ári Skólahreysti var Álfhólsskóli með “ come back “ og sigruðu þeir 6.riðil og komust í úrslit. Gaman að því - til hamingju 4 maí

Kalli Tomm

Ég var í svolítið skemmtilegu viðtali hjá RÚV í dag vegna sýninga á Aftureldingar þáttunum, sem ég eins og svo margir aðrir er mjög ánægður með.

Þannig er að þegar við Biggi vorum með dúettinn Sextíuogsex sömdum við baráttulag Aftureldingar, sem var spilað fyrir alla leiki í íþróttahúsina að Varmá og eins spiluðum við læf fyrir alla heimaleiki í handboltanum. Algerlega ógleymanlegur tími.

Árið 2011 hljóðritaði Gildran svo lagið aftur og færði Aftureldingu þær upptökur að gjöf.

KRAFTUR, SNERPA

ÚTHALD, ENDING HÉRNA KEMUR

AFTURELDING!!! 4. maí

Olafur Arnalds

Hef lengi verið aðdáandi þáttarins „Kiljan“. Það hafði aldrei hvarflað að mér að ég ætti eftir að koma þar fram. En svo gerðist það sí so svona þar sem við Egill Helgason ræddum bókina

„Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra“. Moldin er þó ljóðræn og epísk í sinni þróun, hver jarðvegsgerð margræð og flókinn karakter. Fátt hefur mótað landið okkar, sögu og landsmenn meira en afdrif moldarinnar. Og hún skýrir svo margt sem fyrir augu ber í náttúru landsins. Gott stöff fyrir bók. „Mold ert þú“. 20. apríl

Bílapartar ehf

Bílapartar ehf

Bílapartar ehf

Notaðir TOYOTA varahlutir

Völuteigi 21

Notaðir TOYOTA varahlutir

Notaðir TOYOTA varahlutir

Sími: 587 7659

Sími: 587 7659

Sími: 587 7659

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum.

Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnubrögð, vandvirkni og skjóta þjónustu.

Sími 893 5788

Hj‡lmar Gu ðmundsson

Lšggildur hœsasm’ðameistari s:6959922

fhsverk@gmail.com

MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

awww.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ. b . Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

581 3300 & 896 8242

Viltu selja?

Hafðu samband

Sími:

586 8080

www.fastmos.is

Þjónusta við Mosfellinga - 43
Þú finnur öll blöðin á netinu www.mosfellingur.is
Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð
sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30
22.00 Helgar: 08:00
19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-21:30 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 JónG. Bjarnason S: 793 4455 Útfararstofa Íslands www.utforin.is Mosfellsbæ Sólarhringsvakt: 581 3300 & 896 8242 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 JónG. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is Mosfellsbæ Sólarhringsvakt:
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Opnunartími
-
-
GLERTÆKNI ehf
- gler í
s. 566-8888 • www.glertaekni.is
alla glugga -
Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar Þverholti 2 S. 586 8080 www.fastmos.is

h eyrst hefur...

...að búið sé að opna Serrano og kaffihúsið Gloríu í Bjarkarholtinu.

...að Hanna mannauðsstjóri Mosfellsbæjar sé hætt störfum.

...að handboltaundrið Þorsteinn Leó hafi spilað sinn fyrsta A-landsliðsleik á dögunum.

...að það sé kominn nýr ærslabelgur í Höfðahverfi.

...að tæplega 100 umsóknir hafi borist í nýjar lóðir við Úugötu í Helgafellshverfi.

...að búið sé að loka Hlöllabátum í Bankanum.

...að Hrafnhildur Svendsen hafi orðið sextug á dögunum.

...að mosfellska hljómsveitin Gildran ætli að koma saman á ný í Hlégarði í október.

...að Steindi verði með pubquiz í Bankanum á föstudagskvöldið og dj Geiri Slææ þeyti skífum fram á nótt.

...að Langi Seli og Skuggarnir séu meðal þeirra sem munu koma fram á 17. júní dagskránni við Hlégarð í sumar.

...að Blær sé byrjaður að spila aftur með Aftureldingu eftir ótrúlega endurheimt eftir slæm meiðsli fyrir tæpum þremur vikum.

...að 270 peysurnar sem allir eru að tala um fáist nú í afgreiðslunni í íþróttahúsinu að Varmá.

...að verið sé að opna pílusal á Ásláki.

...að fyrsti heimaleikur sumarsins í fótboltanum verði á Framvelli í Úlfarsárdal á föstudag en verið er að endurnýja gervigrasið að Varmá.

...að myndlistarsýning eldri borgara standi nú yfir í anddyri Lágafellslaugar.

...að Rúnar og Bylgja hafi fagnað tvöföldu fimmtugsafmæli um helgina.

...að kveðjumessa sr. Ragnheiðar verði haldin í Lágafellskirkju sunnudaginn 21. maí.

...að nýju KALEO treyjurnar verði til sölu á fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum.

...að Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson mæti með gítarinn í Hlégarð 8. júní þar sem hann segir sögur og syngur smellina sína.

...að Mugison sé að undirbúa útitónleika í Álafosskvos í byrjun sumars.

...að þriðji leikur Aftureldingar við Hauka í handboltanum fari fram í kvöld að Varmá. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

...að KB þrautin fari fram í fjórða sinn laugardaginn 20. maí en um er að ræða skemmtilegt þrautahlaup í umhverfi Mosfellsbæjar.

...að 4. flokkur Aftureldingar verði með fótboltamaraþon í Fellinu 18. maí og sé að safna áheitum.

...að Palla Open styrktargolfmótið fari fram á Hlíðavelli laugardaginn 10. júní. mosfellingur@mosfellingur.is

Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

Leó Máni fæddist þann 3. apríl, hann var 3460 gr og 51 cm. Foreldrar hans eru Ísak Máni Viðarsson og Kamilla María Sveinsdóttir. Leó Máni er þeirra fyrsta barn og var hann skírður þann 6. maí.

Nú má sumarið koma

Nýliðin vika hefur verið stútfull af skemmtilegri vinnu hjá mér; lokapróf í háskólanum, undirbúningur fyrir Vinnuskóla Mosfellsbæjar, Samfestingurinn og að fá að fylgjast með unglingunum okkar vinna að því að klára skólaárið sitt.

Eins og glöggir taka eftir samanstóð vikan mín að mestu af starfi með unglingum. Það er svo gefandi að vinna með unglingum, að fá að fylgjast með þeim þroskast, læra, misstíga sig og rísa aftur upp. Það geta það nefnilega allir og eru unglingar hvað mest móttækilegir fyrir því að læra og rísa aftur upp. Það er hlutverk okkar sem eldri erum að leiðbeina og efla.

aftureldingarvörurnar fást hjá okkur

jakosport (Namo ehf) - krókháls 5f - 110 árbær Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is

Hildur Pétursdóttir og Hjörleifur Jónsson á Ökrum deila með okkur uppskrift að þessu sinni. Á boðstólum er fljótleg pítsa sem einfalt er að útbúa.

hráefni

• 1 stk Stonefire naan brauð (fæst a.m.k. í Bónus, kælinum)

• Mango chutney

• Afgangs kjöt, t.d. kjúklingur, lamb eða naut

• Rifinn ostur

• Indverskt krydd t.d. Garam Masala

• Ferskt grænmeti

• Uppáhalds kalda sósan

Aðferð Setjið mango chutney á brauðið, skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið á brauðið, kryddið létt yfir með garam masala eða öðru sem ykkur langar. Stráið osti yfir og bakið eftir

leiðbeiningum ca. 5 mínútur á 180°C. Stráið grænmeti yfir heita pítsuna, ég nota yfirleitt rúkóla, papriku, gúrku og rauðlauk. Að lokum set ég mínar uppáhalds sósur sem eru gráðostasósa og japanskt chili majó. Verði ykkur að góðu!

Við starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Bólsins fórum með 120 unglinga á Samfestinginn síðustu helgi, það er viðburður þar sem nokkur þúsund unglingar koma saman að skemmta sér, kynnast hvert öðru og hafa gaman. Það er svo frábært að fá að vinna með þeim og fara með þeim á slíka viðburði, sjá þau með eigin augum skemmta sér konunglega og vera sjálfum sér og öðrum til sóma.

Nú fer sumarið að byrja og margir komnir í sumargírinn, skólinn hjá okkur sjálfum eða börnunum okkar alveg að klárast og það glittir annað slagið í gulu vinkonu okkar. Það er alltaf sárt að horfa á eftir 10. bekkjar unglingum fara frá okkur en á sama tíma gleðilegt að sjá hvaða leið þau velja sér og hvernig þau tækla hin ýmsu verkefni lífsins.

Vinnuskóli Mosfellsbæjar hefur göngu sína í næsta mánuði þar sem unglingar bæjarins vinna að því að halda bænum hreinum og fínum. Mig langar að biðja alla í bænum um að taka höndum saman og vera dugleg að hrósa og hvetja unglingana okkar áfram í sumar. Það er svo miklu skemmtilegra að vinna þegar verið er að hvetja mann áfram og hrósa heldur en að einungis heyra af því þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og við viljum. Það eru allir að gera sitt besta.

Í eldhúsinu Hildur og Hjölli skora á Ásdísi og Úlla að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Fljótlega pítsan með indversku ívafi hjá hildi og hjölla - Heyrst hefur... 44
EMMA ÍREN

auglýSt frítt

(...allt að 50 orð)

Sendu okkur þína smáauglýsingu í gegnum tölvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is

Grundartangi

sölu

staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt Laus fljótlega.

Bergholt

uppsetningu á innréttingum

koverktakar@gmail.com

Sími:

588 55 30

Opið virka daga frá kl. 9-18

Netfang: berg@berg.is • www.berg.is

Pétur Pétursson

Löggiltur fasteignasali GSM: 897 0047

Reykjamelur

flugumýri 2 - Sími 566-6216

www.motandi.is

Bergholt

vandað 184 fm. einbýli við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi. baðherbergi/snyrtingar. Björt stofa með arni. bilskúr með geymslu inn af. Fallegur garður. Gróið hverfi. gler í öllum gluggum og nýr þakkantur.

MOSFELLINGUR

Bæjarlistamenn mosfellsBæjar

Lágholt

Dalatangi -

RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B ehf Bílaleiga

Útgáfudagar fram undan

sölu. Mjög fallegt 200 fm. einbýli við Lágholt í Mosfellsbæ. Nýlegt eldhús. Flísar eldhúsi og stofu . Upptekin loft í stofu. Gestasnyrting og gott baðherbergi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. frágangur. Einstaklega fallegur garður. pottur. Þetta er hugguleg eign við rólega lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og hestavöllur í göngu færi.

8. j Ú ní

6. j Ú lí

Blaðinu er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ.

Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is

sölu. Mjög glæsilegt 286 fm. einbýli á þremur pöllum. Tvíbreiður bílskúr með geymslulofti. 5 herbergi. Arin í stofu og stórkostlegt útsýni til Esjunnar og snæfellsjökuls. Lóðin er 1600 fm. Með trjám runnum. Þetta er einstaklega smekklegt hannað hús. Eign fyrir vandláta.

Bergholt

Vandað og vel byggt 216 fm. enbýli á tveimur hæðum á einum fallegasta stað í Mosfellsbæ. Húsið stendur á lóð við Varmá,umvafið gróðri. Stór lóð. Eign í algjörum sérflokki. Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Byggðarholt

Bergholt

gÓÐIr MeNN eHf

Rafverktakar

GSM: 820-5900

Nýtt í sölu. Mikið endurnýjað 127 fm. raðhús á mjög barnvænum stað í miðbæ Mosfellsbæjar. 3 góð svefnherbergi. Nýtt parket og flísar. Rúmgott baðherbergi. Útgengt á baklóð úr stofu. Smekklegar innréttingar Nýtt þak og verið að mála húsið að utan.Örstutt í skóla og íþróttasvæði. V. 28,5

Litlikriki

• nýlagnir • viðgerðir

• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum

Vorum að fá í sölu glæsilegt tveggja hæða rúmlega 300 fm. einbýli með innbyggðum tvíbreiðum bílskúr við Litlakrika. Húsið afhendist fokhelt að fullklárað að utan. Til greina kemur að afhenda það lengra komið

• síma og tölvulagnir

Bergholt

Löggiltur rafverktaki

Þjónusta við Mosfellinga - 45
52,9 m.
Fellsás
www.berg.i S Bíldshöfða 14
Reykjavík
s. 547 4444 www.artpro.is
Viltu S elja? 588 55 30
|
|

Bjössi:

Fimmtugsafmælis

Kristján:

fálkar á miklu flugi í varsjá

aðalfundur í póllandi

Högni: 10.

Sími 5176677 og á noona.is/sprey

Kári: Númer 3.

- Hverjir

w
Unn U r Elísa: 3. sæti. Baldvin: 4. sæti. 1. sæti. í hvaða sæti lendum við í Eurovision? sæti. Í topp 5. Rúmlega 4 metrar af mosfellsku blóði Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is Syngjandi kátir Dóri DNA á heimavelli Mála bæinn rauðan Mættar á öldungamót í blaki Kraftur, snerpa, úthald, ending
Spurningameistarar með Steinda XXX x x
Nýgift í Mosfellskirkju Afturelding á tökustað Brynja í Aftureldingu
voru hvar? 46 VAR
JI og KK á afmælisdaginn Barbie-þema á árshátíð Sprey Bikarfögnuður

allt.is - allt@allt.is - 560-5505

Þverholt 2, Mosfellsbær

SKEMMTI- OG HUGGUKVÖLD Í HLÉGARÐI

ValgeirGudjonsson

FIMMTUDAGINN 8. JÚNÍ

Valgeir Guðjónsson þarf vart að kynna enda hafa lög hans og textar markað spor í þjóðarsál landans í um fimmta tug ára. Hann mun miðla úr hinum margbreytilega lagabálki sínum

úr þátíð og nútíð. Með honum verður frú Ásta Kristín og munu þau flétta inn á milli laga skemmtilegum frásögnum.

Forsala hafin á Tix.is (Miðaverð 2.500 kr.)

ALLT fyrir þig

www.mosfellingur.is - 47
ALLT fasteignasala
HLÉGARÐUR FÉLAGSHEIMILI

Sími:

586 8080 fastmos.is

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Sæktu Landsbankaappið

35 ára afmælistónleikar

Mosfellskórinn fagnaði 35 ára afmæli með afmælistónleikum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þann 7. maí. Kórinn var stofnaður af Páli Helgasyni árið 1988 en hann stýrði kórnum til ársins 2009 þegar núverandi stjórnandi, Vilberg Viggósson, tók við. Á myndinni má sjá Írisi Hólm syngja einsöng með kórnum en á efnisskránni voru að venju létt og fjörug lög við undirleik hljómsveitar.

Mikil sala - Vantar eignir - V e rð M etu M

Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali

897-0047

Hvammsvegur í grafningi

Jónsson löggiltur fasteignasali 898-9791

Þjónusta við Mosfellinga í 30 ár

Múlalundur

Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ

- kíktu við, þá vinna allir!

vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is

Grundartangi

mynd/raggiÓla

55 fm sumarbústaður á 5.600 fm eignarlandi í Grafningi í landi Stóra-Háls. Stór pallur sem verið er að klára. Húsið er allt nýinnréttað með innréttingum. Baðherbergi með útgengi á pall. L óð við hliðina er einnig til sölu í eigu seljanda. Laus strax við kaupsamning. Verð: 23,8 m.

Fossatunga

til leigu

SELD

Háholt 14, 2. hæð

Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega.

SELD588 55 30

Bergholt

reykjahvoll

svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Góður frágangur. Einstaklega fallegur garður. Heitur pottur. Þetta er hugguleg eign við rólega lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og hestavöllur í göngu færi.

Vandað og vel byggt 252 fm einbýlishús með auka íbúð á þessum flotta stað innst í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Húsið er staðsteypt. Húsið er í byggingu og skilast fullbúið að utan. Hægt er að fá húsið afhent lengra komið kjósi kaupendur svo.

reykjahvoll

Berg fasteignasala stofnuð 1989

Netfang:

588 Opið Löggiltur

MOSFELLINGUR
O P ið virka daga frá kl. 9-18 • Netfa N g: berg@berg.is • www.berg.is • b erg fasteig N asala stO f N uð 1989
Vandað og vel byggt 196 fm parhús á tveimur hæðum. Eignin er fullbúin, góðar innréttingar, 4 svefnherbergi. Gott útsýni af svölum. Flott skipulag. Einbýli á fögrum stað innst í Reykjahverfi. Stór lóð og fallegur garður með miklum gróðri. Komið er að viðhaldi. 180 fm. Kjallari ekki skráður inn í fermetratölu. Lóðin er 2.200 fm. Varmá rennur við lóðamörk. brynjólfur
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.