Kyn173h12_vændi

Page 1

lorem ipsum

issue #, date

VÆNDI Efnisyfirlit Almennt um vændi, hvað er vændi, hvað felur það í sér, afhverju er fólk í vændi. Bls. 1 Tölulegar upplýsingar, hversu margar konur leituðu til stígamóta, mismunur á milli ára, vændi í öðrum löndum Bls. 2

Hvað er vændi? Vændi hefur lengi verið eitt af þeim málefnum sem allir hafa skoðun á. Aftur á móti er mikill skortur á umfjöllun og rannsóknum um þetta málefni. Vændi krefst að minnsta kosti tveggja einstaklinga, einn sem kaupir og hinn sem selur. Vændi felur yfirleitt í sér skipti á kynmökum og peningum, vímuefnum eða jafnvel greiða. Vændi er hluti af kynlífsmarkaðnum ásamt klámritum, klámmyndum, kynlífssímaþjónustu, nektardansstöðum o.fl. Vændi á Íslandi er mun algengara en almenningur heldur en það er mjög falið.

Viðhorf samfélagsins, viðbrögð samfélagsins og forvarnir gegn vændi Bls. 3 Lög sem gilda um vændi, er vændi refsiverður verknaður? Bls. 4

Úrræði fyrir fórnalömb, afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélag Bls. 5 Kynjahlutfall, hvort eru fleiri konur eða karlar sem að selja sig? Bls. 6

Eftirspurnin eftir vændi mjög mikil og þeir sem stunda það skilgreina sig ekki alltaf sem vændiskonu eða vændiskarl. Vændi birtist í mörgum mismunandi myndum eins og nauðarvændi þar sem yfirleitt unglingar eru einfaldlega bara að reyna að lifa af í hinum harða heimi, þau selja líkama sinn til nánast hvers sem er í skiptum fyrir húsaskjól, eiturlyf, mat eða pening. Dæmi er um að börn allt niður í 12 ára aldur séu að selja líkama sinn. Fullorðið fólk sem stundar vændi er oft með fastakúnna sem koma í reglulegar heimsóknir. Fullorðnir einstaklingar í vændi vinnur ýmist á eigin vegum í heimahúsum, í fylgdarþjónustu eða jafnvel í skipulögðu vændi þar sem vændissalar taka leigu og prósentur af peningnum sem kemur inn af sölunni. Götuvændi fyrirfinnst einnig á Íslandi en er oftast þá tengt mjög mikilli eiturlyfjaneyslu og skorti á húsaskjóli.


lorem ipsum

issue #, date

Tölulegar upplýsingar Árið 2011 leituði 11 konur og 1 karl til Stígamóta vegna vændis, svipaður fjöldi var árið 2010 en þá voru það 13 sem leituðu til Stígamóta vegna vændis. Einnig er vændi mjög falið vandamál og oft koma upplýsingarnar um það ekki í ljós fyrr en eftir margra mánaða viðtöl.

Árið 2007 þegar efnahagsástandið var nokkuð gott, voru 4% þeirra sem leituðu til Stígamóta að leita aðstoðar vegna vændis. Á árunum 2008 til 2009 fór þeim lækkandi og gæti ástæðin verið sú að eftir að kreppan skall á hafi færra fólk haft efni á því að kaupa sér vændi og þar af leiðandi færri stundað það. Á árunum 2010 og 2011 fór þeim svo aftur hækkandi.

Vændi í öðrum löndum Lönd

Íbúafjöldi

Fjöldi Vændissala

Danmörk Finland Svíþjóð Ítalía Bretland

5 milljónir 6 milljónir 8,5 milljónir 58 milljónir 60 milljónir

6000 4000 2500 60000 80000

Hérna sjáum við hversu margir vændissalar eru í hverju landi fyrir sig. Við tókum norðurlöndin og svo Ítalíu og Bretland til samanburðar, enda íbúafjöldi hár og eftir því vændissala mikil. Fjöldi vændissala á Íslandi til samanburðar við þetta eru ekki margir, enda íbúatala á Íslandi aðeins um 360.000 manns. Engar tölulegar staðreyndir eru að finna um vændissölu á Íslandi, þetta er mjög vel falið, enda bannað með lögum og hart tekið á þessu. 2


lorem ipsum

issue #, date

Viðhorf samfélgsins Rannsókn var gerð um viðhorf íslendinga til vændis árið 2003, ýmsar niðurstöður komu út. Fólk var almennt sammála um það að vændi væri ekki frjáls val þeirra sem stunduðu það. Það var þó marktækur munur á viðhorfum kynjana, en 74% kvenna og 54% karla voru sammála um að vændi væri ekki frjálst val. Fólk var síðan sammála um það að ólöglegt ætti að vera að kaupa kynlífþjónustu, það var líka marktækur munur þar á, um 79% kvenna var sammála banni við kaupum á kynlífsþjónustu en 60% karla. Næst var spurt hvort lögleiða ætti vændi, um 92% kvenna sögðu nei en aðeins 67% karla svöruðu neitandi.

Viðbrögð samfélagsins Samfélagið hefur reynt að sporna við vændi með ýmsum ráðum. Í fyrsta lagi er náttúrulega bannað að selja líkama sinn til kynlífs. Síðan hefur vændi, umgjörð þess, orsök og afleiðingar verið síendurtekið hjá fjölmiðlum, þar sem dregnar eru upp þær skuggalegustu myndir sem finnast. Maður getur ekki verið viss um viðbragð hins almenna borgara fengi hann vitneskju um vændi en hvað myndi maður sjálfur gera? Væntanlega klaga til lögreglu.

Að lokum var spurt hvort fólk væri andvígt banni við einkadansi, þá er átt við einkasýningar á nektardansi sem fram fara á súludansstöðum, gegn greiðslu áhorfanda. Tæplega 60% var hlynntur banni við einkadansi, þar voru það 63% kvenna en aðeins 49% karla. - Þetta var árið 2003 þegar vændi var í meira lagi en það er nú 2012. Þá spáði fólk minna í þessu og fannst þetta kannski ekkert alveg út í hött. En í dag hefur samfélagið hefur tekið stórt skref og eru fólk almennt á móti vændi, enda hefur áróður á móti því stóraukist síðan 2003.

Forvarnir

Fólk reynir að sporna við vændi hvarvetna í heiminum

Það er nauðsynlegt til að fyrirbyggja kaup á vændi að upplýsa fólk um tengsl þess við mannsal, klám og aðra kynlífsþjónustu. Það þarf að fræða unga menn um þessi tengsl til að koma í veg fyrir hugsanleg kaup á vændi þar sem karlmenn eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kaupa sér kynlífsþjónustu. Konur selja sig körlum en þó eru einnig til karlar sem selja sig en þá er það oftast til annarra karlmanna. Einnig eru mikið af karlmönnum í kringum hverja vændiskonu. Samkvæmt könnun frá Capacent Gallup árið 2007 voru 70% hlynnt því að kaup á vændi væru refsiverð. 3


lorem ipsum

issue #, date

Lög sem gilda um vændi

Lög nr 206. * Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. * Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.]1) * Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum. * Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn yngra en 18 ára til vændis. *Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann stundi vændi sér til viðurværis. * Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru. * Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Consectetuer:

Refsiverður verknaður? Það er ekki langt síðan að kaup á vændi voru refsilaus og ekki var einu sinni minnst á kaupandann í lögunum. Það var ekki fyrr en árið 2009 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að fara „sænsku leiðina“ og gera kaup á vændum refsiverð. „Sænska leiðin gengur út að það að eitt af hlutverkum löggjafnas feli í sér að sporna við sölu á kynlífi, enda skuli ekki horft á líkamann sem söluvöru“.1 Með því að setja þessi lög voru íslensk stjórnvöld að vísbendingu um að það sé ólöglegt að nýta sér neyð annarra til kaupa á vændi eða annarar kynlífsþjónustu. Vændi er því álitið sem neyðarúrræði eða þvingun en ekki frjálst val einstaklingsins.

4


lorem ipsum

Úrræði fyrir fórnalömb *Hjá Stígamótum hefur verið lögð áhersla á það undanfarin ár að hvers kyns kaup og sala á fólki í klámiðnaði er ein birtingarmynd kynbundis ofbeldis. Stígamót auglýsa sérstaka símalínu fyrir fólk í kynlífsþjónustu til þess að undirstrika að hvers kyns verslun með konur er kynferðisofbeldi. *Á vegum Stígamóta hefur verið stofnaður hópur sem kallaður er „Svanahópurinn“. Þessi hópur er fyrir þær konur sem hafa verið í vændi eða eru en í vændi og vilja komast út úr því. Hugmyndin af þessum hóp kveiknaði vegna þess að samskonar hópur er til í Danmörku. Hópurinn var stofnaður í febrúar 2011 og kom saman í 17 skiptia á 5 mánaða tímabili. Markmið hópsins var að efla sjálfstraust og vinna úr þeim afleiðingum sem vændi getur haft í för með sér. Tveir hópar hafa verið starfræktir og allt hefur gengið vel. *Árið 2001 stofnaði Stígamót Kristínarsjóð. Sjóðnum var ætlað að fjármagna baráttu Stígamóta gegn vændi. Á árinu 2011 var síðan formlega opnað Kristínarhús. Kristínarhús er búsetuúrræði hugsað fyrir konur sem hafa verið seldar mansali, stundað vændi eða beittar kynferðisofbeldi og vilja komast út úr þeim aðstæðum. *Hægt er að hringja í Hjálpar síma Rauða krossins, 1717, ef þörf er fyrir aðstoð vegna dapurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Markmið Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem þurfa aðstoð við að sjá tilgang með lífinu. Fornarlöm jafnt sem gerendur vændis geta hringt hvenær sem er og fengið ráð við því sem þeir þurfa.

issue #, date

Alfeiðingar fyrir einstaklinga og samfélag. Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum hafa gefið til kynna að allt frá 50% til 90% kvenna í vændi hafi orðið fyrir kynferðislegu misnotkun fyrir 16 ára aldur. Vanlíðan einstaklinga hefst á þessum tíma og svo getur þetta bara undið uppá sig. Einstaklingar eiga þa til að bæla tilfinningar sínar niður og tala ekki um vandann. Þau eiga til að loka á alla í kringum sig og vilja byggja um sig sterkan front til þess að fólk yrði hræddari við þau heldur en þau við hina í kringum sig. Einnig kom fram úr niðurstöðum erlendum rannsóknum að andleg líðan einstaklinga í vændi er ekki góð, tíðni þunglyndis, kvíða og áfallaröskunar er mjög há. Skömm, sektarkennd, áfalla streita, lágt sjálfsmat, smit á sjúkdómum, erfiðleikar við að mynda náin sambönd, sjálfsmorðhugleiðingar og margt fleira eru afleiðingar vændis. Flestum konum sem eru í vændi líður ekki vel. Það er mikið um ofbeldi í vændi, bæði andlegt og líkamlegt. Einstaklingar hafa lent í því að vera orðið fyrir líkamsárás í starfi og einnig að hafa verið ógnað með vopni. Líkamlegar afleiðingar geta verið á marga vegu. Margar konur upplifa óþægindi í leggöngum, sem getur verið vegna kynsjúkdóma sem þær fá frá kaupendum sínum. Einnig má nefna alvarlegan skaða á baki, mjöðm og grindarholi. Framhald á næstu bls…… 5


lorem ipsum

issue #, date

Yfirleitt er vændi sett upp á neikvæðan hátt, en stundum er sagt að vændi sé jákvætt fyrir samfélag, að það sér þörf á þessari þjónustu. Viðhörf samfélags til vændi hefur breyst undanfarin ár vegna aukinnar vitundar um vændi og mannsal. Áhugaleysi og fáfræði vinnu gegn framförum. Við þurfum að taka ábyrgð á viðhorfinu sem hefur verið gagnvart vændi, dusta rykið af réttlætiskennd okkar, fræða og treysta fólki til að taka upplýsta afstöðu um vændiskaup. Forvarnir eru nauðsynlegar og fræðsla um þetta í skólum þar sem ungu fólki er veitt mótvægi vi klámvæðinguna sem einkennir samfélagið.

Kynjahlutfall Langstærsti hluti þeirra sem er í vændi eru konur. Ástæður þess hvers vegna konur fara út i vændi geta verið margvíslegar. Oft er það vegna fjárhagsvanda, einstæðar mæður sem eiga lítinn pening og vilja geta gefið börnum sínum betra líf. Einnig getur ástæðan verið að þær hafi lágt sjálfsmat og/eða séu vímuefnaneytendur og eru að fjármagna neyslu sína. Kaupendur ráða ferðinni í vændi, konurnar þurfa að setja til hliðar tilfinningar sínar, langanir og þarfir, þurfa að uppfylla drauma og fantasíur kaupenda. Konur þurfa oft að sinna mörgum körlum á dag en þær eru líkamlega færar um. Þetta er mikið álag á líkamlega og andlega heilsu, þær ráða sjaldan hverjum þær þjóna og þurfa oft að gera eitthvað sem þær vilja allsekki gera. Karlar eru líka í vændi, eru þó í minnihluta en samkvæmt norrænum rannsóknum sem sýna að ungum körlum hefur fjölgað í vændi á norðurlöndum. Karlar selja sig bæði konum og körlum. Karlar í vændi hafa verið kallaðir ýmsum nöfnum, karlkynshórur, fylgdarsveinar, vændiskarlar, nuddarar og fleira. Ástæður þess hvers vegna karlar leiðast út í vændi geta verið margíslegar eins og hjá konunum. Mikið er um að þeir séu i fjárhagslegum vandræðum, að þeir hafi lágt sjálfsmat eða eru vímuefnaneytendur og eru að fjármagna neyslu sína með vændi. Mikið er þó um að karlar hætti í vændu um þrítugt, en það er vegna þess að þá minnkar eftirspurnin eftir þeim.

Kynjafræði 173 Fjölbrautaskóli Suðurlands 15. Nóvember 2012 Berglind Ólafsdóttir, Elísabet Rún Ágústsdóttir, Erla Kristín Guðmundsdóttir og Jóna Björk Ómarsdóttir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.