Smásaga

Page 1

Smásaga um félagsfræði

Það voru fimm vinir sem höfðu klárað grunnskólann og voru að byrja í framhaldssóla. Þeir áttu þó eitthvað sameiginlegt, en voru allir leitandi og höfðu áhuga á öllum sköpuðum hlutum. Þeir hétu merkilegum nöfnum, eins og Karl Marx, Auguste Comte, Herbert Spencer, Emile Durkheim og Max Weber. Þeir höfðu allir áhuga á hvernig hlutirnar ættu að vera, og voru alltaf saman talandi um sömu hlutina, eins og að það væru kappræður um hver hefði á réttu að standa. Nú voru vinirnir að byrja í nýja skólanum, og höfðu þeir valið sama fagið. Karl Marx, sem er kallaður Kalli, valdi félagsfræði. Hann hafði ákaflega gaman af þjóðfélaginu, og hvernig það ætti að vera. Um einstaklinginn og félagsleg samskipti hans við samfélagið. Herbert Spencer sem er kallaður Herbi Spenn, sagði hvetjandi við Kalla: ,,þú skalt íhuga hvernig velferð fólks ætti að vera, þá nútímavelferð fólks, þ.e.a.s. nútímatækni sem maðurinn notar í dag. T.d. hefur tæknin náð framförum í að búa til góða lækningameðferð, lyf eða meðul, sem geta læknað alls kyns sjúkdóma. Upp með alla tækni! Hafðu það bakvið eyrað“. sagði hann. Kalli tók ráði Herba Spenn, en sagði svo: ,,þú valdir félagsfræði, er það ekki“?,,ég? ha! Kalli, þú sem ert vitur og veist mikið, en veist ekki hvert áhugamál vina þinna er. Þetta mun koma þér á óvart...“ Kalli svaraði engu.

En

í

hugskoti

hans

blunduðu

alltaf

einhverjar

hugsanir

um

stjórnmálastefnur. Svo komu hinir vinirnir og spurðu hlæjandi hvaða auma tal þetta væri. ,,ohh...við verðum víst saman, Kalli“. sagði Max Weber, eða bara Max. Og hélt samræðunni áfram,, félagsfræðin er góð. Hún kennir manni mikið, um samfélagið og almenninginn. Við verðum víst saman, kannski, en alveg öruggt að við förum í sama fagið“.,,En hvað með þig, Emmi Durk, ertu nokkuð svartsýnn á félagsfræðina“? sagði Max. ,, Það fer eftir ýmsu. Í fyrsta lagi snýst þetta um lög og reglur. Að halda uppi samfélag með tækni krefst laga og reglna, það skiptir helstu máli“.,,Hættiði þessu tali, vinir, tímarnir fara að byrja“. sagði Auguste Comte, kallaður Gústi Kommi. Gústi Kommi var elstur vina sinna og vitrastur þeirra allra. Næstur honum var Kalli. Gústi Kommi var mikill


hugsjónamaður og hafði mikinn áhuga á félagsfræði og vísindaheimspeki. Hann langaði að rannsaka grundvallaratriði félagsfræðinnar, og vildi bera það við önnur lönd. Hann vildi að félagslífið ætti gott rúm allsstaðar í heiminum. Nú fóru tímarnir að byrja og vinirnir ætluðu að vera flottir og mælskulegir. Herbi Spenn, Kalli, Max, og Emmi Durk hittust við sömu kennslustofuna og stóð á henni FÉL. Þá byrjuðu vinirnir að gjóta hornauga á hvern annan. Félagsskapur þeirra var skrýtinn því að þeir höfðu ólíkar skoðanir. En það var ekki málið, heldur voru þeir að keppast um hver væri sá besti og flottasti mælskusnillingurinn. Þeir voru það uppteknir af hvor öðrum, að þeir tóku ekki eftir því, að einn vantaði. Enda vildi sá elsti, Gústi Kommi koma seint, einmitt út af þessari ástæðu. Þegar tíminn byrjaði, og allir voru sestir í sætin sín, hóf kennarinn tímann á því, að segja frá félagsfræðinni og sögu hennar.,,Félagsfræði. Staða hennar er jafngild mannkyninu. Hún hefur margt að segja um samfélagið og einstaklinginn í því. Um félagslífið og skyldur hvers og eins. Maðurinn er félagsvera, og hefur alla tíð lifað með öðrum félagsverum. Maðurinn hefur líka getað mótað sínar eigin skoðanir, og þannig breytt umhverfi sínu. Sálfræði, heimspeki,

læknisfræði,

mannfræði, þjóðhagfræði, stjórnmálafræði og fleiri greinar

eru skyldar

félagsfræðinni. Þróun félagsvísindagreina hófst um miðja 19.öld. Þá fóru menn út í nútímavísindi, kenningar sem hægt var að sanna og afsanna. Þróunin skiptist í þrennt, og leiddi til félagslegrar umbyltingar, þróun heimsvaldastefnu, og framgangs náttúruvísinda. Félagslega umbyltingin breytti félagslífinu hjá fólki. Það varð mikil breyting á þessum tímum. Það varð mikil fólksfjölgun, sem gat leitt til þess, að fólk þurfti að flytja úr landi. Og það leiddi til þess, að bændasamfélagið rofnaði smám saman. Iðnbyltingin breytti líka miklu. Hún leiddi t.d. til stóraukinnar þéttbýlismyndunar, og

iðnaðarframleiðsla var stofnuð.

Landbúnaðurinn stórbreyttist, þar sem vélarafl leysti af hólmi hjá bændum handaflið, sem áður hafði verið notað. Eftir því sem samfélögin urðu blómlegri, gafst meiri tími til ýmissa félagsmála. Í iðnsamfélögum fór að koma fram barátta fyrir

bættum

kjörum

launafólks,

kvenréttindabarátta,

lengd

vinnustunda,

kosningabarátta kvenna, réttindi blökkumanna og indijána, og barátta fyrir menntun öllum til handa. Samfara þessu jókst menning s.s. sönglist, myndlist,


leikhús, kaffihús og prentað lestrarefni, samkomuhús af ýmsu tagi, sölumarkaðir, og ekki síst frelsi til að tjá sig. Heimsvaldastefnan breytti viðhorfi fólks í Evrópu til annarra menningarheima. Evrópubúar undruðust nú

lifnaðarhætti fólksins í

nýlendunum í Afríku, Ameríku og Asíu“. Eftir þessa ræðu var tímanum lokið og allir fengu að fara. Gústi Kommi, sem stóð í einu horninu, sagði við hina vini sína sem voru vonsviknir yfir að fá ekki að njóta snilli sinnar í tímanum:,,þið eruð virkilega heimskir! hahahaha! Þið eruð óðir, og keppist um hver hefur á réttu að standa í félagsmálunum. Ég öfunda ykkur ekki, enda er ekkert að vonast eftir einhverju í fyrsta kennslutímanum“. Vinirnir skömmuðust sín og sáu að Gústi Kommi var sá eini sem var flottastur. Þetta skólaár á eftir að vera áhugavert og skila ýmsu í framtíðinni.

Kristmann H.G.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.