Umræða

Page 1

ÞRÓUNARLÖND. Hvers vegna? 30.Nóvember.2014.

Blaðsíða.1. VOL # ISSUE #

Fordómar og breytt viðhorf.

Fordómar. Það eru miklar líkur á því að þeir fordómar sem eiga sér stað gagnvart fólki í þriðja heiminum komi í veg fyrir að þróun eigi sér stað. Ásta Helgadóttir. Nemandi.

Að það sé staðreynd að fólk í svokallaða fyrsta heimi geti haldið því fram að heilu þjóðirnar séu latar, ekki jafn gáfaðar og jafnvel óæðri okkur er mikið vandamál fyrir þessar þjóðir. Margir kenna þeim sjálfum um þá fátækt sem þau eru í sem er alveg skelfilegt.

Breytt viðhorf. Þetta mótar ekki bara skoðanir fólk á vesturlöndum heldur líka fólksins sjálfs sem þarna býr. Það er orðið sannfært um að þau séu svo heimsk og löt að þau eigi sér ekki viðreisnar von. Þessum viðhorfum verður að breyta.


ÞRÓUNARLÖND. 30.Nóvember.2014.

Fjármagn. Talið er að besta leiðin til að leysa vandamál þróunarlandanna sé að dæla í þau fjármagni sem á þá að koma þeim út úr hringrás fátæktar. Það var lengi trú alþjóðlegra fjármálastofnana og ríkja sem gáfu til þróunarmála að viðskipti og markaðir yrðu til þess að enda fátækt og koma vanþróuðum löndum í farveg þar sem þau sjálf gætu viðhaldið hagvexti. Alþjóðavæðing var séð sem afl sem myndi stuðla að efnahagslegum framförum um allan heim. Talið var að fátæk lönd myndu ná upp hagvexti svo lengi sem þau leituðust eftir að framfylgja góðri stjórn í efnahagsmálum sem byggði þjóðhagfræðilegum stöðugleika, frjálsum mörkuðum og einkavæðingu í efnahagsstarfsemi. Á móti myndi hagvöxturinn færa ríkjunum almennar framfarir á sviði heilsu, menntunar,fæði,húsakynna og aðgengi að grunninnviðum svo sem vatni og hreinlætisaðstöðu. Allt þetta myndi gera þeim kleift að brjótast úr viðjum fátæktar. Alþjóðavæðingin og alþjóðlegir markaðir hafa sannarlega stuðlað að hagvexti hjá ákveðnum ríkjum og dregið úr fátækt hjá mörgum. Hún hefur á sama tíma sneitt hjá ákveðnum hópum fólks innan þessara ríkja sem og ákveðnum löndum í heild. Mörg lönd í austur og suður Asíu, svo sem Kína og Indland náðu miklum framförum frá 10. áratug síðustu aldar. Hins vegar eru önnur svæði sem hafa setið eftir, svo sem lönd sunnan Sahara í Afríku, í Suður Ameríku og Mið-Austurlöndum. Þessi svæði sem hafa dregist aftur úr virðast festast í hættulegri hringrás fátæktar þar sem aðrir þættir líkt og alvarlegir sjúkdómar og jafnvel ófriður ýtir íbúum þessara svæða enn neðar í gildru fátæktar og gerir þeim erfiðara fyrir að vinna sig út úr aðstæðunum. Það er því ljóst að þessi hugmyndafræði hafi í dag sannað sig sem ófullnægjandi til að eyða fátækt ein og sér.

Fjármagn.

Blaðsíða.2.


ÞRÓUNARLÖND. 30.Nóvember.2014.

Menntun.

Blaðsíða.3.

Menntun Er Máttur. ere.

Menntun. Menntun er einn mikilvægasti þátturinn í allri viðleitni til að bæta kjör hinna fátækustu í heiminum. Um 850 milljónir manna kunna hvorki að lesa né skrifa sem er algjörlega óásættanlegt. Menntun hjálpar fólki að takast á við ný viðfangsefni og gerir því kleift að hafa eitthvað um málin að segja og sjálfsbjargarviðleitnin eykst. Það ætti auðvitað að setja miklu meiri peninga í menntun heldur en gert er. Hjálpa þessum þjóðum að læra að læra og kenna þeim að kenna sér sjálfum og fá trú á sér. Þegar það er endalaust stögglast á sama hlutnum við þig þá ferðu að trúa honum. Fólk verður að fá hvatningu og það þarf að hafa trú á því að það geti hlutina og þá fer það að trúa því sjálft.

Menntun drengja og stúlkna. Víðast hvar virðist það svo vera þannig að drengir fá frekar menntun en stúlkur þó svo það hafi marg oft sýnt sig að menntun kvenna er ein besta fjárfestingin. Rannsóknir hafa sýnt að þegar kona fær menntun þá fæðir hún færri, heilbrigðari og betur nærð börn og það virðist vera þannig samkvæmt rannsóknum að þar sem kona hefur fengið menntun fær öll fjölskyldan menntun.


ÞRÓUNARLÖND. 30.Nóvember.2014.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Blaðsíða.4.

Nú þegar styttist í jólin er að mörgu að huga og þá er ekki úr vegi að staldra aðeins við og gefa þeim sem minna mega sín smá af okkar hugsun. Jólin mín hafa litast af þessu tíbíska, mat, gjöfum, skreytingum og skemmtilegheitum. Hugur minn hefur þó alltaf reikað til þeirra sem minna mega sín en einhverra hluta vegna þá nær sú hugsun yfirleitt ekki að verða að eins miklum gjörðun og ég ætlaði. Því miður, en hugurinn skiptir máli. En til þess að ætla það að allur heimurinn geti breytt sínum viðhorfum verður maður að byrja á sjálfum sér og muna að margt smátt gerir eitt stórt.

Búum til betri heim. Sameinumst. Hjálpum þeim sem minna mega sín.

Félagsfræði 313. Ásta Helgadóttir.

Gleðileg Jól.

Gott og farsælt komandi ár.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.